Tölfræði Og Líkindum Í 1
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
Tölfræði og líkindi 1. bekkur Flokkum flöskutappa og fleira dót Markmið • Að átta sig á mismunandi eiginleikum hluta. • Að flokka eftir eiginleikum. • Að geta talið, flokkað, skráð, lesið úr niðurstöðum og sett upp í einföld myndrit. Námsgögn Flöskutappar í öllum litum, smáhlutasafn s.s. skrúfur, lyklar og annað smádót. Kartonpappír, kennaratyggjó. Verklýsing Innlögn þar sem bent er á mismunandi eiginleika sambærilegra hluta, t.d. nemendur eiga að telja hluti sem flokkaðir hafa verið eftir mismunandi eiginleikum. Nemendum er skipt upp í tvo hópa. • Hópur eitt byrjar á því að flokka tappa eftir lit og setur sína flokkun upp í súlurit á kartonspjald, tapparnir festir á með kennaratyggjói. • Hópur tvö flokkar hluti eftir lit, lögun eða hverjum þeim eiginleikum sem þeir finna út að henti. Hóparnir skipta svo um hlutverk. Í lokin útskýrir hvor hópur sína flokkun. Spurningunni velt upp hvort hægt hefði verið að nota aðra eiginleika til að flokka út frá. Námsmat Umræður og útskýringar nemenda og samvinna þeirra. 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Leikur með formteninga Markmið • Að kynnast formteningum. • Að kynnast hugtökunum að giska, súlurit og líkur á. • Að vinna með þessi hugtök. Námsgögn Formteningar, vinnublað og ritföng. Verklýsing Nemendum er sýndur formteningur og þeir spurðir hvaða hlið þeir haldi að komi upp ef honum er kastað. Teningunum er því næst kastað nokkrum sinnum og nemendur látnir giska í hvert skipti. Því næst eru þeir spurðir hvað þeir haldi að þurfi að kasta honum mörgum sinnum til að fá upp ákveðna hlið. Þetta er endurtekið nokkrum sinnum. Því næst eru nemendum skipt upp í litla hópa eða í paravinnu þar sem þeir vinna sjálfir með þetta. Nemendum er sýnt tómt súlurit (sjá fylgiskjal) og þeim kennt að fylla inn í það, þeir kasta teningnum og merkja við á réttan stað. Í lokin er skoðað hverjar niðurstöður hópanna eru og hvort allir fái sömu niðurstöðu. Niðurstöður ræddar. Námsmat Umræður og samvinna nemenda. Fylgiskjöl Súlurit og formteningur 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Bílarannsókn Markmið • Að læra að safna gögnum í umhverfi sínu. • Að geta talið, flokkað og skráð niðurstöður. • Að geta tekið þátt í samræðum um stærðfræðileg verkefni. Námsgögn Klemmuspjald, skráningarblað og ritföng. Verklýsing Rætt um talningu og flokkun og hvernig við getum skráð hjá okkur upplýsingar sem hægt er að vinna með. Verkefnið og framkvæmd þess er útskýrt fyrir nemendum og þeim skipt upp í fjögurra manna hópa. Hver hópur fær meðfylgjandi skráningarblöð. Gengið um hverfið til að safna upplýsingum um tegundir bíla – fólksbíll, jeppi – og liti þeirra. Námsmat Umræður og samvinna nemenda, skil á skráningarblaði. 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Bílarannsóknin – verkefni Tegund Skráðu Samtals Jeppi Fólksbíll Bílarannsóknin – verkefni Litur Skráðu Samtals grár svartur hvítur rauður grænn blár 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Að hitta í mark Markmið • Að skoða eiginleika hluta út frá gerð þeirra, lögun og þyngd. • Að gera tilgátu um líkur á niðurstöðu út frá eiginleikum hluta. • Að vinna í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna. • Að efla sjálfbærni með því að nýta umhverfið sem kennslurými og kennslugögn. Námsgögn Nokkrir hlutir sem nemendur finna í náttúrunni, s.s. könglar, steinar, greinar, lauf. Skráningarblað fyrir kennara – best að nota nafnalista með auðum hólfum. Verklýsing Fjallað um eiginleika hluta, velt upp spurningum um hvort lögun og þyngd hluta skipti máli fyrir nákvæmni, þegar þeim er kastað. Gerð tilgáta um niðurstöður. Gott er að nokkrir nemendur vinni saman. Nemendur velja sér nokkra hluti sem þeir finna í náttúrunni s.s. stein, trjágrein, köngul, laufblað. Þeir kasta hlutunum að fyrirfram ákveðnu marki. Þegar búið er að kasta þurfa nemendur að skoða, jafnvel mæla, hversu langt frá markinu hver hlutur lenti. Niðurstöður eru bornar saman við tilgátuna sem gerð var og þær síðan ræddar. Kennari skráir niðurstöður. Til athugunar Auðvelt er að aðlaga þetta verkefni eldri nemendum og láta þá sjálfa um að skrá niður- stöður. Mikilvægt er að fá þá til að útskýra tilgátur sínar vel og færa rök fyrir þeim. Eins er hægt að láta nemendur vinna súlurit út frá niðurstöðum. Námsmat Áhugi og virkni nemenda. 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Gerum skoðanakönnun Markmið • Að gera einfalda skoðannakönnun og skrá á viðeigandi blað. • Að telja og flokka. • Að efla talnaskilning. • Að efla samvinnu. Námsgögn Meðfylgjandi verkefnablað og ritföng. Verklýsing Innlögn þar sem skoðanakönnun er útskýrð og kennari gerir skoðanakönnun á tölvu með þátttöku nemenda. Útskýrt er hvernig á að merkja við hvert svar með talningarstriki. Nemendur vinna í pörum. Því næst fá nemendur eitthvað af meðfylgjandi verkefna- blöðum og gera sínar kannanir. Hér geta nemendur unnið í paravinnu eða í litlum hóp- um. Námsmat Samvinna nemenda, umræður og skil á verkefnablaði. 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Verkefnablað 1 – Gerum skoðanakönnun Hvað er rannsakað Fjöldi Nafn: 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Verkefnablað 2 – Gerum skoðanakönnun Hvað finnst þér best? appelsínur epli banani pera Hvaða litur finnst þér flottastur? gulur rauður grænn blár 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Verkefnablað 3 – Gerum skoðanakönnun Hvað er skemmtilegast í frímínútum? róla fótbolti skotbolti sippa Hver er uppáhalds árstíðin þín? vetur sumar vor haust 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Verkefnablað 4 – Gerum skoðanakönnun Hvað af þessu finnst þér skemmtilegast? fara í sveitina fara til útlanda vera heima fara í sumarbústað Hvað af þessu finnst þér best? fiskur kjöt pasta grænmeti 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Verkefnablað 5 – Gerum skoðanakönnun Hvaða grænmeti finnst þér best? gúrka tómatar paprika gulrætur Hvað finnst þér skemmtilegast? fótbolti sund fimleikar karate 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 1. bekkur Hvaða hlið kemur upp? Markmið • Að kynna og vinna með líkindi. • Að efla samvinnu. Námsgögn Flatur hlutur með ólíkar hliðar t.d. peningur, litaðir pappa-, plastfletir, blað og ritföng. Verklýsing Innlögn þar sem nemendum er sýndur flatur hlutur og spurt hvor hliðin þeir haldi að komi upp. Að því loknu fá nemendur hlut sem þeir geta kastað sjálfir og um leið teikna þeir á blað þá hlið sem kemur upp. Hér má nota hvaða hlut sem er með tveimur hliðum, mynt, pökk o.fl. Námsmat Umræður og samvinna nemenda. 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 2.–4. bekkur Skoðað og talið í umhverfinu Markmið • Að geta talið, flokkað og skráð, lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld myndrit. • Að gera einfalda könnun á hlutum í nærumhverfinu, skrá hjá sér og búa til súlurit og skífurit úr niðurstöðum. • Að geta tekið þátt í umræðum um gagnasöfnun og myndrit, bæði eigin og annarra. • Að geta sett fram, meðhöndlað og túlkað einföld reiknilíkön og myndrit sem tengjast umhverfi sínu og daglegu lífi. Námsgögn Plöstuð blöð til að skrifa á, glærupennar, tölvur og forritið excel. Ef tölvur eru ekki notaðar þá þarf stór blöð til að teikna niðurstöðurnar á. Verklýsing Innlögn þar sem fjallað er um kannanir og hvernig þær eru gerðar. Nemendum sýnd súlurit og skífurit og kynnt hvernig þau eru búin til. Nemendum er skipt í hópa eða pör. Nemendur fá plöstuð spjöld og fyrirmæli um að gera ákveðnar kannanir. • Hópur 1 fer út að glugga og skráir hjá sér liti á bílum sem fara framhjá í ákveðinn tíma (t.d. 10 mín.). • Hópur 2 fer og telur skó og flokkar í stígvél, strigaskó, inniskó. • Hópur 3 fer og athugar lit á buxum samnemenda sinna á ákveðnum stað og í ákveð- inn tíma. • Hópur 4 fer og skráir hjá sér hárlit skólafélaga sinna í nærliggjandi stofum. Eftir ákveðinn tíma koma nemendur inn og vinna úr upplýsingum í tölvu. Niðurstöður eru skráðar í excel og búin til súlurit eða skífurit. Þetta verkefni er líka hægt að vinna án tölvu og nemendur gera þá spjöld með mynd- ritum þar sem þeir færa inn niðurstöður. Rætt um áreiðanleika þessara kannana, hugsanlegar mismunandi niðurstöður hópa sem voru með sama viðfangsefni og fleira. Námsmat Umræður nemenda þar sem fylgst er með því að þau noti grunnhugtök og sýni þekkingu á gagnasöfnum og myndritum. 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG Tölfræði og líkindi 2.–4. bekkur Skoðanakönnun Markmið • Að geta safnað gögnum í umhverfi sínu, unnið og lesið úr niðurstöðum og sett þær upp í einföld myndrit, tekið þátt í umræðum um gagnasöfnun. • Að setja fram, meðhöndla og túlka einföld myndrit sem tengjast daglegu lífi. • Að kanna og rannsaka með því að setja fram tilgátur og bera þær síðan saman við niðurstöður kannana. Námsgögn Blýantur og skráningarblað. Efni til að gera veggspjald með niðurstöðum könnunarinnar. Verklýsing Umræður um skoðanakannanir, hvernig þær geta veitt ýmsar upplýsingar og hvernig þær eru gerðar í einföldustu mynd. Nemendur vinna saman 3–4 í hópi. Þeir fá spurning- ar á