BA Ritgerð Hin Ljóðræna Skynjun Umbreytinga Og Hamfara
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
BA ritgerð Almenn bókmenntafræði og ritlist Hin ljóðræna skynjun umbreytinga og hamfara. Um ljóð og list úr Norður Atlantshafinu Steinunn Rósa Sturludóttir Leiðbeinandi Ana Stanićević Júní 2021 ÍSLENSKU- OG MENNINGARDEILD Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði og ritlist Hin ljóðræna skynjun umbreytinga og hamfara Um ljóð og list úr Norður Atlantshafinu Ritgerð til B.A.-prófs. 10 ECTS Steinunn Rósa Sturludóttir Kt.: 110264-4029 Leiðbeinandi: Ana Stanićević Maí 2021 Ágrip Þessi ritgerð er þverfagleg og fjallar um líkindi ljóðabókar og myndskreytinga færeysku listakonunnar Önnu Malan Jógvansdóttur (f.1995) við texta og myndbönd tónlistakonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur (f.1965). Báðar listakonurnar eru undir áhrifum hinnar grótesku, ókennilegu og írónísku dökku vistfræði sem gjarnan er kennd við heimspekinginn Timothy Morton (f. 1968). Timothy Morton er menntaður bókmenntafræðingur sem hefur síðustu ár fært sig yfir í heimspekina og látið sig umhverfismál mikið varða. Hann hefur gefið út fjölda rita og greina um dökku vistfræðina (e. Dark ecology), hlutmiðaða verufræði (e. Object Oriented Ontology) og sett fram fleiri hugtök þar sem leitast er við að skýra tilveru og stöðu mannsins á tímum umhverfisógnar af nýjum skala. Verk beggja listakvenna verða skoðuð með hliðsjón af helstu kenningum Mortons. Markmið ritgerðarinnar er að greina aðferðir sem Anna og Björk nota í verkum sínum til þess að ljá bæði dýrum og hlutum í heiminum rödd. Rýnt verður í myndmál þeirra beggja og hugmyndir þeirra um konu í náttúru og náttúru sem konu. 1 Efnisyfirlit 1. Forstig 3 2. Kórall – Hlutmiðuð verufræði 6 3. Öreindin ókennilega – Vistrýni 12 4. Sálin – Dökk vistfræði 17 5. Samruni – Ofurhlutir, möskvi 24 6. Sköp(un) – Töfraraunsæi 29 7. Umfrymi – Jaðartexti verka 35 8. Endastig 38 9. Heimildaskrá 40 10. Myndbönd Bjarkar 45 11. Viðauki - myndir 46 2 1. Forstig Öll ljóð eru umhverfisleg því að í þeim felast rýmin sem þau eru skrifuð í og rýmin sem þau eru lesin í – tómarúm í kringum og á milli orðanna, þögnin í hljóðinu. ~Timothy Morton 1 Sagt er að hvert svæði og hver staður jarðarinnar hafi sín sérkenni sem hvergi annarsstaðar finnast og áhrif náttúrunnar eigi stóran þátt í því að móta einstaklinginn á hverjum stað. Hér á norðurhjara veraldar er náttúran hrjúf. Nóg er af myrkrinu, kulda og bleytu og norpandi á mörkum hins byggilega heims lærðum við að lifa með hinni óljúfu og dyntóttu náttúru. En um leið og hún er ógurleg er hún fögur og töfrandi, síbreytilegt ólíkindatól. Við erum minnt á það aftur og aftur hversu kviklynd náttúran okkar getur verið því á einu augabragði getur hún breyst úr blíðri álfkonu í grimma refsigyðju. Þegar hún er í sínum versta ham, gerum við okkur grein fyrir því hvað við skiptum litlu máli í stóra samhenginu. Það að geta alltaf átt von á jarðskjálfta, vindhviðu svo sterkri að hún feykir stórum bílum um koll eða öldu svo stórri að hún sökkvir hundruðum tonna af stáli, aurflóði, snjóflóði eða jafnvel eldgosi í bakgarðinum, gerir okkur svo smá. Eins og íbúar hér á norðurhvelinu draga dám af umhverfinu gera það einnig tvær listakonur sem hér verða til umfjöllunar. Hugtakið mannöld (e.anthropocene) er notað yfir þann tíma í sögu mannkyns sem liðinn er frá iðnbyltingu. Þetta er þó fræðilegt og sumir vilja miða við landbúnaðarbyltinguna fyrir 11.000 árum og enn aðrir miða við beislun kjarnorkunnar. Hvað svo sem er miðað við eru áhrif mannsins í heiminum eru orðin svo mikil að þeim er hægt að líkja við náttúruhamfarir á stærsta skala. Við horfum fram á sjöttu eyðingu lífs á jörðinni og getum engum um kennt nema okkur sjálfum. Þrátt fyrir að mannkynið sé loks að vakna til vitundar um gjörðir sínar og samfélagssáttmálar séu ritaðir til að bjarga því sem bjargað verður er harla fátt sem bendir til þess að við séum að snúa þróuninni við. Að við séum stödd í ómöguleika, vonlausu 1 Timothy Morton. 2010. Ecology As Text, TextA s Ecology, Oxford Literary Review 32-1,2010, 1-17. 3 verkefni. Margir binda þó vonir við vísindin og aðrir jafnvel við hið kapítalíska kerfi sem við höfum komið okkur upp og sennilega kom okkur í þennan vanda, að vísindin og kapítalið komi til bjargar. Aðrir benda á að mannkynið sé komið á ystu nöf, að við höfum ekki gert neitt til að snúa við hlýnun jarðar og að sú hlýnun og önnur áhrif mannsins á jörðina og líf hennar séu óafturkræf. Við þurfum að finna möguleikann í ómöguleikanum sem við búum við. Þar getur sýn listamannsins hjálpað þar sem vísindin hafa brugðist. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur lengst af á sínum ferli unnið með hugmyndina um manneskjuna í náttúrunni og samspilið þar á milli. Náttúruvernd er henni hjartans mál og það sést auðveldlega í verkum hennar. Hún nálgast hana á mismunandi hátt, annars vegar sem reiði aðgerðasinninn á Volta eða hún nálgast hana blíð, full forvitni og ástríðu til að fræða eins og sést með Biophilia. Hægt er að segja að hún sé brautryðjandi í þeim vistfræðilegu hugmyndum sem eru að koma í ljós í verkum fjölda listamanna í dag. Kynslóðir hafa alist upp við list Bjarkar og áhrifa hennar gætir víða. Ung kona frá Færeyjum, Anna Malan Jógvansdóttir, gaf út ljóðabókina Korallbruni árið 2018. Bókin er ljóðabálkur og lýsir því þegar kona gengur í hafið og drukknar. Í ljóðunum tekst henni að vekja sterkar tilfinningar um hafið og náttúruna. Myndmálið og texti ljóðsins er áhrifamikið samspil. Líkami konunnar sekkur á hafsbotninn en vitund hennar heldur áfram að lýsa því sem verður. Sögu ljóðmælanda er ekki lokið þó að hjartað hætti að slá og dæla blóði út í æðarnar heldur fær lesandinn að fylgjast með framhaldslífi líkamans sem varðveitir og gefur. Þangað til hann leysist upp og sameinast sjónum. Við fylgjumst með umbreytingu ljóðmælanda frá einu formi í annað í óendanlegri hringrás lífsins. Ljóðin minna sterkt á sjónarspilið í myndböndum og textum Bjarkar sem geta stundum verið óþægileg en samt er eitthvað svo ókennilega fallegt við það að mörk náttúrunnar, ólíkra afla hennar og líkamans séu samofin. Í ferlinu sem það er að renna saman við lífrænan massa annarrar verundar getur fegurðin verið svo mikil. Mörk líkama, sálar, náttúru og jafnvel hluta, verða óljósari og spurningin vaknar; erum við ekki bara örsmár hluti af samhenginu öllu? Um ljóðabókina sína segir höfundurinn að Korallbruni sé leið hennar sjálfrar til þess að skrifa sig úr mennska lífsforminu og leyfa náttúrunni að taka völdin. Hún er innblásin af póst-húmanisma og náttúruheimspeki eins og reyndar 4 margir aðrir norrænir listamenn og skáld.2 „Hún sækist eftir því að minna lesandann á að við þurfum að endurskoða tilveru okkar hér á jörðinni. Að allir hlutar jarðarinnar eru ekki bara dauðir hlutir, heldur ómissandi hluti af tilverunni og sérstaklega okkur sjálfum.“3 Með ljóðabókinni vill Anna minna okkur á að við erum öll hluti af stærra samhengi og að við ættum að endurhugsa stöðu okkar hér á jörðinni. Auðvelt er að sjá líkindin með ljóðum og myndmáli Önnu og sjónlist og textum Bjarkar. Athyglisvert er að skoða hugmyndafræði Timothy Mortons í samhengi við list Önnu Malan og Bjarkar. Báðar þessar listakonur tala inn í hina myrku vistfræði þar sem ljótleiki, hryllingur og írónía eru allsráðandi. En í því öllu saman felst einhver óviðjafnaleg seiðandi fegurð. Timothy Morton er einn athyglisverðasti heimspekingur okkar daga. Hann er upphaflega menntaður í bókmenntum en hefur fært sig inná svið heimspeki og vistfræði síðustu ár. Hann hefur búið til hugtök til að skýra veruleika okkar eins og ofurhluti (hyperobjects), möskva (mesh) og raunhyggjutöfra (realistic magic) að hinni myrku vistfræði meðtalinni (dark ecology). Hann segir að allt í heiminum sé tengt mörgum, flóknum þráðum og að ekki sé lengur hægt að skipta heiminum upp í andstæður eins og mann og náttúru. Raunveruleikinn er bara einn flæktur möskvi (e.mesh). Við eigum engan heim því hlutirnir sem virkuðu sem ósýnilegt landslag, hafa verið leystir upp.4 Hann hefur sagt að sýn Bjarkar á veröldina hafi haft mikil áhrif á sig og Björk hefur ítrekað lýst aðdáun á hugmyndafræði Timothy og hugmyndinni um að við séum öll tengd saman. Þau eiga það líka sameiginlegt að vera spámenn okkar tíma.5 Það sést greinilega í bréfasamskiptum sem áttu sér stað á milli þeirra í aðdraganda sýningar Bjarkar í MoMA í New York árið 2015. Þau bréf eru mikilvægur vitnisburður um nálgun listar og vísinda í verkum þeirra. 2 AnA StAnićević. (2020). Um tilurð hnAtta og hAndsAumAðrA útgáfnA. Ritið, tímarit Hugvísindastofnunnar, 20(2), 185-214. 3 KinnA Poulsen. (2018, 22. 04) A new poetry collection by Anna Malan Jógvansdóttir. ListAportAl.com Þýðingar á ljóðum, textA og tilvitnunum í ritgerðinni eru mínar nemA Annað sé tekið frAm. 4 HallA HarðArdóttir. (2018, 02. 02). Þurfum að vera skapandi og bJartsýn. ruv.is. 5 Bjork´s new epic of love, mAchines, humAns And nAture: ´´The Gate´´. (2017, 20. 09). theAlternAtive.org.uk. 5 2. Kórall – Hlutmiðuð verufræði Það er engin ástæða til þess að ætla að Vera okkar hér á jörðu sé varanlegri en risaeðlanna. ~David Attenborough6 Í ljóðabókinni Korallbruna flakkar skynjun ljóðmælanda á milli vera og hluta: Ég lofA því að leggir þú höfuðkúpu mína að eyranu heyrir þú nið hafsins7(3) Þetta eru fyrstu línur ljóðabókarinnar. Höfuðkúpa ljóðmælanda þjónar sama hlutverki og kuðungur sem tekinn er upp á ströndinni. Báðir hlutir flytja hljóð hafsins. Eins og krabbinn sem einu sinni bjó í kuðungnum, er ljóðmælandinn orðin hafið. Í hafinu leystust þau upp, kona og krabbi, og vitund þeirra er allsstaðar. Hún er ekki lengur sýnileg en samt er hún. Hún sameinaðist krafti hins óbeislaða sem ekki verður fanginn í höfuðkúpu eða skel. Þó að hið líkamlega og snertanlega sé ekki lengur, er hún. Verufræði eða ontología er grein frumspekinnar sem fjallar um hvers konar hlutir eru til og reynir að komast að fyrirfram gefnum sannleika um veru sem veru.