Ágrip

Oddrúnargrátur er íslenskt eddukvæði sem fjallar um Oddrúnu Buðladóttur sem er kölluð til Mornalands til að aðstoða Borgnýju konungsdóttur við að fæða tvíbura sem hún hefur átt við friðli sínum, Vilmundi. Oddrún er vön ljósmóðir og virðist koma langt að til að aðstoða vinkonu sína. Fæðingin er erfið og þegar hún er loks afstaðin byrjar Oddrún að segja Borgnýju harmsögu sína, líkt og til að sefa hana. Oddrúnar spannar allt frá barnæsku hennar í höll Buðla, fram til ástarsambands hennar og Gunnars Gjúkasonar og þau átakanlegu endalok þess. Í þessari ritgerð er leitast við að kanna Oddrúnargrát í heild sinni. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þau meginhlutverk sem persónur kvæðisins bregða sér í, auk þess sem aðrar persónur, sem bæði birtast í kvæðinu og tengjast Oddrúnu, eru tengdar við framvindu söguþráðarins. Litið er til þeirra heimilda sem einnig hafa að geyma sögur af sömu persónum og þær skoðaðar með tilliti til þeirrar hliðarsögu sem Oddrúnargrátur greinir frá, af ástarsambandi Gunnars og Oddrúnar. Ýmis atriði eru túlkuð og sett í samhengi við aðra varðveitta texta sem áætlað er að séu frá svipuðu tímabili. Fjallað er um einkenni kvenlegra hetjukvæða, vöngum velt yfir uppruna þeirra og tilgangi og sérstaklega er skoðað það mikla tilfinningaflæði sem einkennir þessi kvæði, af hverju þ að stafar og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér.

1

Efnisyfirlit

1. Inngangur ...... 3 1.1 Handritageymd og rannsóknarsaga ...... 3 1.2 Hetjukvæðin ...... 4 1.3 Kvennakvæði í heimi karlmanna ...... 6 1.4 Tregróf og tilgangur ...... 7

2. Oddrúnargrátur ...... 10 2.1 Konurnar ...... 10 2.1.1 Brynhildur Buðladóttir ...... 10 2.1.2 Guðrún Gjúkadóttir ...... 12 2.1.3 Oddrún Buðladóttir ...... 12 2.2 Tengsl kvennanna ...... 13 2.3 Systurleg friðþæging ...... 14 2.4 Örlög eða sjálfskaparvíti? ...... 16 2.5 Samskipti Oddrúnar og Borgnýjar ...... 19

3. Tilgangur Oddrúnargráts ...... 23 3.1 Ljósmæður þá og nú ...... 23 3.2 Margrétar saga og Oddrúnargrátur ...... 25

4. Lokaorð ...... 27

Heimildaskrá ...... 29

2

1. Inngangur

Oddrúnargrátur er íslenskt eddukvæði sem fjallar um Oddrúnu Buðladóttur sem er kölluð til Mornalands til að aðstoða Borgnýju konungsdóttur við að fæða tvíbura sem hún hefur átt við friðli sínum, Vilmundi. Oddrún er vön ljósmóðir og virðist koma langt að til að aðstoða vinkonu sína. Fæðingin er erfið og þegar hún er loks afstaðin byrjar Oddrún að segja Borgnýju harmsögu sína, líkt og til að sefa hana. Saga Oddrúnar spannar allt frá barnæsku hennar í höll Buðla, fram til ástarsambands hennar og Gunnars Gjúkasonar og þau átakanlegu endalok þess. Hér er ætlunin að kanna Oddrúnargrát nokkuð lauslega í heild sinni, þar sem takmörk ritgerðarinnar rúma ekki nákvæma umfjöllun. Varpað verður ljósi á þau meginhlutverk sem persónur kvæðisins bregða sér í, auk þess sem aðrar persónur, sem bæði birtast í kvæðinu og tengjast Oddrúnu, verða tengdar við framvindu söguþráðarins. Litið verður til þeirra heimilda sem einnig hafa að geyma sögur af sömu persónum til þess að varpa ljósi á þá hliðarsögu sem Oddrúnargrátur greinir frá af ástarsambandi Gunnars og Oddrúnar. Ýmis atriði verða túlkuð og sett í samhengi við aðra varðveitta texta sem áætlað er að séu frá svipuðu tímabili. Fjallað verður um einkenni kvenlegra hetjukvæða, vöngum velt yfir uppruna þeirra og tilgangi og sérstaklega verður skoðað það mikla tilfinningaflæði sem einkennir þessi kvæði, af hverju það stafar og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér.

1.1 Handritageymd og rannsóknarsaga

Oddrúnargrátur er talið með yngri eddukvæðum, eða frá 13. öld, en kvæðið er að finna í Konungsbók eddukvæða, GKS 2365 4to, sem talin er hafa verið rituð um 1270. Langflest eddukvæðin eru varðveitt í Konungsbók þó að fleiri rit hafi varðveist sem einnig hafa eddukvæði að geyma, þar á meðal AM 748 4to, sem er talið örlítið yngra, eða frá um 1300. Ritin tvö hafa að öllum líkindum stuðst við sama texta þar sem ritvillur eru á sömu stöðum í báðum handritum og lausamál þeirra kvæða sem það hafa, er í flestum tilfellum orðrétt eins. Uppröðun kvæðanna í ritunum tveimur er þó ekki eins, auk þess hefur AM 748 4to að geyma

3 kvæðið Baldurs drauma sem ekki er að finna í Konungsbók.1 Settar hafa verið fram tilgátur um að systurhandritin tvö hafi verið rituð upp eftir forriti frekar en að þau séu fengin beint úr munnlegri geymd, en þ rátt fyrir það hafa engar áreiðanlegar vísbendingar um forrit fundist hingað til. Oddrúnargrátur hefur á heildina litið hlotið litla athygli fræðimanna og má segja að Oddrúnargrátur sé eitt þeirra örfáu Eddukvæða sem hefur ekki verið mjög áberandi í eddurannsóknum. Í stórvirki Klaus Von See, Kommentar zu den Liedern der , fær Oddrúnargrátur þó töluvert pláss, eða um tvöhundruð blaðsíður þar sem kvæðið er krufið bókmenntalega og persónur þess og atburðir tengdir við önnur hetjukvæði og Völsunga sögu. Einnig hafa nokkrir útgefendur Konungsbókar eddukvæða, þeir Gísli Sigurðsson, Sofus Bugge og Ólafur Briem skrifað orðskýringar og endursögn á kvæðinu en raunar mætti segja að þar með sé fræðileg umfjöllun um kvæðið upptalin.

1.2 Hetjukvæðin

Hefð hefur skapast fyrir því að skipta Konungsbók eddukvæða í tvo hluta, í þeim fyrri eru tíu goðakvæði og í þeim seinni nítján hetjukvæði. Hetjukvæðin fjalla um hetjur af guðakyni sem þó eru dauðlegar og ganga á meðal manna. Hugrekki er hin stærsta dyggð hetjunnar og afrek hennar eru stór og mörg. Sæmdin er annað lykilhugtak í hetjukvæðunum en mikilvægi heiðursins í lífi hetjunnar er sá þáttur sem iðulega veldur erjum í samskiptum hennar við aðrar persónur kvæðanna. Örlög hetjanna, ástkvenna þeirra og fjölskyldu eru oft sorgleg og dauði, hefndarofsi og tregi eru því áberandi stef í hetjukvæðunum. Ætt Völsunga, Buðlunga og Gjúkunga, þriggja valdamikilla konungsætta, mynda kjarna kvæðanna. Völsungar röktu ættir sínar til sjálfs Óðins og voru því á mörkum þess að vera mannlegir, enda er þeim iðulega lýst sem óvenjulega stórum og sterkum, mönnum sem bera höfuð og herðar yfir aðra, en einnig dyggðum prýddir og engan áttu þeir jafningja nema sá hinn sami hefði Völsungablóð í æðum sínum líka. Í Völsunga sögu, riti sem talið er samið upp úr hetjukvæðunum,2 er saga ættarinnar sögð í samfelldum prósatexta allt frá upphafi hennar til endaloka.

1 Vésteinn Ólason (2001:xxvi). 2 Gísli Sigurðsson (1998:xxvii). 4

Andreas Heusler setti fram þá tilgátu að mögulegt væri að ákvarða aldur eddukvæðanna út frá efnistökum þeirra. Þau eldri væru hörkulegar epískar frásagnir af hetjum og gæfu ekki rúm fyrir tilfinningasemi, en þau yngri væru aftur mild og tilfinningarík.3 Ólafur Sveinsson var einn þeirra sem tók undir með Heusler og benti einnig á að nokkur munur er á efni og stíl hetjukvæðanna, sem hann telur einkennandi fyrir aldur. Þrátt fyrir að í flestum hetjukvæðunum séu konur, ást og harmur í forgrunni er ákveðið harðneskjuyfirbragð á hluta þeirra sem samkvæmt Heausler og Einari skipar þeim í flokk eldri kvæða. Hörku kappanna er gert hærra undir höfði en sorgum kvennanna en með tímanum hafi stíll og efnistök þróast: „Nú skal nefna kvæði sem mótuð eru af harðneskju og hrikaleik eldri kvæða, en á fleiri strengi er slegið; yfir þessum kvæðum er glæsileiki og svipmikil fegurð. Auðsætt er, að hér er að ræða um nýtt stig þróunar, nauðsynlegt stig, ef hetjukvæðin áttu ekki að stirðna með tímanum í ómennskri og tilbreytingalausri hörku. Svið tilfinningalífsins í þessum kvæðum er víðara.“4 Gísli Sigurðsson hefur dregið tilgátur Heuslers og Einars Ól. Sveinssonar í efa og rökstutt þá hugmynd að betra sé að fjalla um kvenlæg og karllæg kvæði. Kvenlægu kvæðin gefa fremur innsýn inn í hugarheim og líf kvenna, og gætu þá jafnvel verið ort af konum. Þrátt fyrir að framlag kvenna til ritlistar í aldanna rás sé töluvert minna en karla, og hafi vaxið fiskur um hrygg nú á síðari öldum, telur Gísli að kvenlægu kvæðin þurfi ekki endilega að vera mikið yngri en þau karllægu.5 Í samhengi við hugmynd Gísla er nokkuð ljóst að Oddrúnargrátur er eitt þeirra kvæða sem lýsa heimi og tilfinningum kvenna, og hámarki kvenleikans er náð einmitt í því kvæði þar sem konurnar tvær, Oddrún og Borgný ræða saman á meðan og eftir að Borgný hefur fætt tvíbura með aðstoð Oddrúnar. Karlmenn eru hvergi nálægt en harka og hefnd koma aðeins fyrir í samtali kvennanna tveggja, sem og sárar tilfinningar, umhyggja gagnvart náunganum, eftirsjá að góðum elskhuga og ótti Borgnýjar við að bregðast föður sínum og konungsveldinu.

3 Heusler, Andreas (1906:249-81). 4 Einar Ól. Sveinsson (1962:415-16). 5 Gísli Sigurðsson (1986:126-52). 5

1.3 Kvennakvæði í heimi karlmanna

Þrátt fyrir það að hetjurnar sem nafn kvæðaflokksins vísar til séu allt karlmenn, eru konur ekki síður áberandi í kvæðunum. Þær eru oft jafnvel sterkari og meira áberandi persónur heldur en karlarnir, þó að allt þeirra líf og örlög séu háð gjörðum feðra þeirra, eiginmanna, bræðra eða sona. Þekktustu og áhrifamestu dæmin um konur í hetjukvæðunum, sem lifa lífi háð gjörðum karlmanna eru Guðrún Gjúkadóttir, Brynhildur Buðladóttir og Sigrún valkyrja. Allar þrjár eiga það sameiginlegt að þurfa að lifa með sorginni í lengri eða skemmri tíma, sorg sem karlmenn hafa valdið þeim. Yfirgefnar og harmi slegnar gráta þær örlög sín og gráturinn er því helsta tjáningarform þeirra.6 Oddrúnargrátur er eitt slíkra kvæða. Nafn sitt sækir kvæðið í lokalínur þess: Nú er um genginn/ grátur Oddrúnar,7 en titillinn Oddrúnargrátur kemur fyrst fyrir í pappírshandriti frá 17. öld, Lbs. 1562 4to, í Konungsbók er yfirskrift kvæðisins hins vegar „Frá Borgnýju og Oddrúnu“. Kvæðið hefst á stuttum prósa sem þjónar hlutverki inngangs og kynnir aðstæður, því næst hefst þ rjátíu og fjögurra erinda samtals- og frásagnarkvæði sem ort er undir fornyrðislagi. Kvæðið hefur verið flokkað með tregrófum eða grátljóðum, þar sem Oddrún dóttir Buðla konungs rekur raunir sínar fyrir Borgnýju, sem einnig er konungsdóttir. Gert er ráð fyrir upplýstum lesendum/áheyrendum í kvæðinu þar sem sambönd persóna eru ekki útskýrð. Til þess að öðlast eins góðan skilning á atburðarásinni og mögulegt er, með því efni sem aðgengilegt er lesendum nú til dags, er mikilvægt að vera kunnur öðrum hetjukvæðum sem og Völsunga sögu, þar sem aðeins þ annig næst ákveðið heildarsamhengi. Mikilvægt er þó að hafa þann fyrirvara á að þótt mögulegt sé að ná fram stærri og heildstæðari mynd með því að etja saman heimildum, birtist okkur ekki mynd úr einu samofnu verki heldur einungis sameiginleg hefð sem endurspeglast í þeim textum sem hafa varðveist, sennilega tilviljanakennt. Kvæðið er afar áhugavert fyrir margra hluta sakir. Í því leynist forvitnileg hliðarsaga um forboðna ást Oddrúnar og Gunnars Gjúkasonar sem aðrar heimildir

6 Helga Kress (1993:77). 7 Gísli Sigurðsson (1998:315). 6 geta ekki um, nema að örlitlu leyti.8 Í Oddrúnargráti rekur Oddrún söguna alla, hve ástfangin þau Gunnar voru og hvernig illska og eiginhagsmunagæsla Atla bróður hennar orsakar svo mikla harma í hennar lífi að hún undrast það hreinlega að vera enn lifandi eftir þessa miklu þolraun.9 Einnig má sjá forvitnileg hlutverk sem persónur kvæðisins bregða sér í. Oddrúnu mætti kalla eins konar ljósmóður og þó að hún hagi sér eins og norn og fari með galdraþulur við rúmstokk Borgnýjar, er megin tilgangur hennar að létta Borgnýju sóttina með tiltækum og viðurkenndum ráðum þess tíma. Ekki má hjá þ ví líta að í kvæðinu fæðast lausaleiksbörn, stúlka og drengur, sem voru getin á laun í óþökk föður Borgnýjar, sjálfs konungsins. Athyglisvert er að sjá að hvergi er minnst á nýfædd börnin af vanvirðingu, þó að auðvelt sé að ímynda sér að tilkoma þeirra geti bakað Borgnýju vandræði. Kvæðið er einnig áhugavert að kanna með tilliti til annarra tregrófa og kvennakvæða. Í þessu tiltekna kvæði eru karlmenn víðs fjarri, nema í samtali kvennanna tveggja. Þær Oddrún og Borgný eru í svipuðum sporum og er sjálfsagt að þær skiptist á reynslusögum, líkt og konur hafa alla tíð síðan, og eflaust fyrr, haft tilhneigingu til að gera. Þetta minni, að konur gráti hver með annarri, má sjá víða í hetjukvæðunum. Kvæði þessi eru yfirleitt átakanleg og þrungin tilfinningaspennu sem ekki er að finna í eins ríkum mæli í þeim hetjukvæðum þar sem bardagar karlmanna og hetjuímyndin er allsráðandi. Hér eru það konur í forgrunni sem eiga fá orð til að lýsa reiði sinni og sorg yfir þeim afleiðingum sem hetjuskapur karlanna hefur getið af sér, og þegar orðunum sleppir tekur gráturinn við.

1.4 Tregróf og tilgangur

Tregróf, eða grátljóð eins og þau eru einnig kölluð, eru þónokkuð áberandi á meðal hetjukvæðanna. Ljóðmælandi, konan sem kvæðið fjallar um, segir frá lífi sínu í eins konar ævikvæði. Ljóðin eru rödd kvennanna sem harma sorglega

8 Í Völsunga sögu og Sigurðarkviðu inni skömmu segir frá því þegar að Brynhildur spáir fyrir ástum þeirra Oddrúnar og Gunnars áður en hún deyr, en að Atli Húnakonungur komi í veg fyrir að þau megi eigast. Ekki eru ástæður Atla fyrir tíundaðar í þessum sama kafla en síðar þegar spádómurinn rætist virðast peningar og völd vera meginsakir görða hans. 9 Gisli Sigurðsson (1998:314). 7 atburði lífs síns, sem yfirleitt eru ástvinamissir eða svik og niðurlæging þeirra sjálfra. Þær gráta mennina sem þær elskuðu og misstu af og rekja ævi sína í ljóði, sem spanna tímabil allt frá æskuárum til þess atburðar sem olli harmi þeirra. Þrátt fyrir það að hetjusamfélagið lofsyngi dauðann er það kvennanna að harma hann. Gráturinn er leið kvennanna til að syrgja og minnast eiginmanna sinna.10 Karlmennirnir, hetjurnar sjálfar, gráta ekki. Raunar er gráturinn sá kostur sem konurnar hafa framyfir karlana, þær mega gráta og gera það líka óspart því þær fá engu breytt í sínu lífi vegna vanmáttar síns í því samfélagi sem sviðsett er í kvæðunum. Karlarnir verða að taka áföllum án þess að blikna og einbeita sér að því að leggja á ráðin um hvernig má ná fram hefndum. Grátur karla þótti einnig til marks um ergi og ræfildóm þar sem tilfinningalegt ójafnvægi þótti ekki falla vel að hetjuímyndinni. Tilfinningar eru þó meginstef í lífi allra persóna. Hver atburður og samtal er þrungið tilfinningum og skiptir sköpum í söguþræðinum, enda eru tilfinningar meginatriði í allri listrænni sköpun. Ást og þrá eftir nálægð elskanda er nokkuð sem karlmennirnir fara ekki varhluta af og því mætti vissulega segja að líkt og konurnar eru þeir þjakaðir tilfinningalegu umróti. Ólíkt konunum hins vegar öðlast þeir ekki sálarró í gegnum grátinn, gráturinn er einfaldlega ekki valmöguleiki fyrir þá. Líkt og áður sagði eru tregrófin að sama skapi nokkurs konar ævikvæði.11 Mikilvægt er að setja harminn í samhengi við ævi ljóðmælanda til að veita viðmælendum og áheyrendum aukinn skilning á aðstæðum hans. Ævikvæði eru samkvæmt skilgreiningu „kvæði þar sem höfundur rekur ævi sína, e.k. sjálfsævisaga í ljóðum“.12 Konurnar, sem oftar en ekki eru konungsdætur, lýsa áhyggjulausri æsku sinni í konungshöll föður síns, varpað er upp mynd af ungri stúlku sem lífið leikur við en um leið og hún verður ástfangin fer allt á verri veg. Líkt og konungsdóttur sæmir er sá sem hlýtur ástir hennar mikil hetja, jafnvel konungur frá öðru ríki sem á sér engan líkan að drengskap og líkamlegum burðum. Hetjan situr þó ekki við stjórnvölinn þegar kemur að dauðanum, hann virðist vera það eina sem hún hefur ekki tök á að yfirbuga og með tilkomumiklum hætti fellur hún í valinn, ýmist í örmum konu sinnar eða með nafn hennar á

10 Sjá Gail Holst-Warhaft, Dangerous voices: Women’s Laments and Greek Literature. 11 Helga Kress (2009:147-48). 12 Hugtök og í bókmenntafræði (1983:314). 8 vörum. Eftir sig skilja þær ungar ekkjur í blóma lífsins sem eru dæmdar til að lifa með sorgina sem fylgikonu. Guðrúnarkviða I,13 er nokkuð gott dæmi um ákveðna samheldni kvenna sem hafa gengið í gegnum erfiðleika. Þegar Sigurður liggur dáinn undir líkblæjunni getur Guðrún Gjúkadóttir ekki grátið hann. Hún er ringluð og dofin eftir áfallið og hefur vitaskuld ekki náð að átta sig á því sem nú hefur átt sér stað, að bræður hennar skuli svíkja hana og myrða Sigurð. Til hennar koma konur, ein af annarri og deila með henni harmsögu sinni. Þetta svipar að einhverju leyti til mannjafnaðar þar sem konurnar vilja hver um sig minna Guðrúnu á að hún er ekki sú eina sem hefur þurft að þola óréttlæti, og þó er þetta ólíkt mannjöfnuði að því leyti að konurnar stíga fram til að veita Guðrúnu stuðning og sýna henni að mögulegt sé að ganga áfram veginn. Það er þó ekki fyrr en Gullrönd Gjúkadóttir sviptir líkblæjunni af höfði Sigurðar og Guðrún horfir á líflaust andlit hans sem hún brestur í grát og bölvar bræðrum sínum fyrir þetta mikla tjón sem þeir hafa valdið henni og fjölskyldunni allri. Líkt og kvennanna í Guðrúnarkviðu I, er tilgangur Oddrúnar með sögum sínum sá að sýna viðmælanda sínum, Borgnýju, samkennd og leyfa henni að finna að hún er ekki einsömul. Raunar virðast það vera örlög konungsdætranna allra í hetjukvæðunum að verða yfirgefnar af mönnum sínum, hvort sem þeir deyja frá þeim eða karlmenn fjölskyldunnar koma í veg fyrir að þau megi eigast. Borgný hefur eignast lausaleiksbörn með manni sem sæmir henni ekki og Oddrún er til hennar komin til að létta henni sóttina og sorgina.

13 Gísli Sigurðsson (1998:261-67). 9

2. Oddrúnargrátur

2.1 Konurnar

Þegar kvenpersónur hetjukvæðanna og Völsunga sögu eru skoðaðar má sjá að ekki eru þær margar talsins sem koma oft við sögu og virðast hafa vakið athygli. Telja mætti Guðrúnu Gjúkadóttur, Brynhildi Buðladóttur og Grímhildi móður Guðrúnar, Gunnars og Högna, þær allra áhrifamestu innan ætta Buðlunga og Gjúkunga, sem og þær áhrifamestu í Völsunga sögu. Allar þrjár taka þær stjórnina á eigin lífi sem og annarra, yfirleitt knúnar af hefnd, græðgi eða reiði, og verða þannig valdar að hádramatískum atburðum sem mynda mikilvægan hlekk í keðju illra örlaga sögupersóna. Í samanburði við fyrrnefndar kvenpersónur er Oddrún dálítið óvenjuleg. Hún er vissulega reið og bitur í garð þeirra sem áttu þátt í dauða Gunnars, en þær tilfinningar sem hún burðast með virðast ekki knýja hana til hefnda, eða annarra illra verka, þvert á móti er hún eins konar bjargvættur sem heitir því að aðstoða þá sem eru hjálparvana.14 Þessar fyrrnefndu stóru kvenpersónur sem lesendur/áheyrendur hetjukvæðanna hafa vanist eiga það flestar sameiginlegt að taka sér tímabundið hlutverk karlmannsins. Brynhildur kemur á svikum og vígi með sannfæringarmátt sinn að vopni, Guðrún hefnir sín hrottalega á Atla eiginmanni sínum og Grímhildur beitir brögðum til að fá óskir sínar uppfylltar, svo fátt eitt sé nefnt. Hefndin og heiður fjölskyldunnar er á ábyrgð karlanna og konum ber ekki að skipta sér beint af því. Í þessu ljósi er nokkuð merkilegt að skoða Oddrúnu. Þrátt fyrir að varðveittir textar dagsins í dag minnist lítið á hana, á hún ýmislegt sameiginlegt með fyrrnefndum konum, sér í lagi hvað varðar sambönd og tengsl við aðrar mikilvægar persónur.

2.1.1 Brynhildur Buðladóttir Brynhildur Buðladóttir er kynnt í Sigurdrífumálum sem valkyrja.15 Í Völsunga sögu kemur fram að Sigurður hafi riðið upp á Hindarfjall til að hitta Brynhildi þar sem hún lá sofandi í herklæðum sínum. Hún hafði verið stungin svefnþorni fyrir

14 Gísli Sigurðsson (1998:310). 15 Hér verður gengið út frá því að Sigurdrífa og Brynhildur séu sama persónan. 10 að óhlýðnast Óðni og fella annan bardagakappa en þann sem Óðinn hafði heitið sigri. Hann lagði á hana að aldrei skyldi hún sigra framar í orrustu, heldur giftast.16 Brynhildur sór þess eið að skyldi hún giftast, þá yrði sá sem fengi hönd hennar að vera manna hugrakkastur, Sigurður féll vissulega vel að þessu skilyrði. Annars staðar í sögunni kemur fram að Brynhildur sé skjaldmær. Sigurður er heillaður af henni og heimsækir hana, hann sest hjá henni og mærir hana, en hún þekkir örlög þeirra beggja og segir: „eigi er þat skipat at vid buim saman ek em skiallð mer ok a ek med herkonungum hialm. ok þeim man ek at lide verda ok ecke er mer leitt at beriazt“.17 Ljóst er að Brynhildur er ekki venjuleg kona. Sem skjaldmær er henni skipað sæti á meðal karlmanna, í orrustum. Hún er kynlaus að eigin mati og hefur ekki hug á að giftast, enda mun hún við það missa stöðu sína og verða að eiginlegri konu aftur. Minnið um kynlausu skjaldmeyna er afar þekkt í svokölluðum meykóngasögum, þar sem konur hafa stöðu konungs og streitast gegn hjónabandinu sem myndi svipta þær konungsdæminu. 18 Sú mynd sem Sigurður hefur af henni er þó allólík þeirri sem Brynhildur hefur af sjálfri sér. Sigurði þykir Brynhildur vitur og gullfalleg kona, líkt og hann segir henni þegar hann hefur kysst hana í garði Heimis, fóstra Brynhildar: „einghe kona hefir þer fegri fezt.“19 Ljóst er að Brynhildur heillast einnig af Sigurði þó það falli ekki að sjálfsmynd hennar sem skjaldmær. Þetta á við hvort sem litið er til texta Völsunga sögu eða kvæðanna þar sem Brynhildur kemur fyrir. Þess vegna fær það aukið vægi þegar Brynhildur er svikin og ginnt til þess að giftast Gunnari Gjúkasyni. Hún nær fram hefndum sem leiða af sér meginharmleik í sögu Brynhildar. Andstæðuparið ást og dauði koma hér ákveðið fram því Brynhildur lætur Gunnar, eiginmann sinn, vega Sigurð, þ ann sem hún elskar.20 Þetta mætti telja nokkuð harkalegt athæfi, því í þessu felst einnig kvöl hennar sjálfrar, sem er sú að missa Sigurð. Eftir að Sigurður hefur verið veginn sér Brynhildur engan tilgang með lífi sínu lengur og stingur sig með sverði í von um að þau Sigurður fái að sameinast í dauðanum, samkvæmt Völsunga sögu.21

16 Eddukvæði (1998:243) og Völsunga saga (2000:146). 17 Völsunga saga (2000:160). 18 Sjá nánar um Meykónga, Kalinke (1990). 19 Völsunga saga (2000:160). 20 Raunar er það Guttormur, yngsti bróðir Gunnars og Högna sem fremur ódæðið að áeggjan bræðra sinna. 21 Völsunga saga (2000:196). 11

2.1.2 Guðrún Gjúkadóttir Guðrún Gjúkadóttir er sérkennileg persóna. Hvort sem litið er til texta Völsunga sögu eða kvæðanna er hún við fyrstu sýn nokkuð eðlileg kona. Hún er falleg og vel gefin konungsdóttir sem fellur fyrir Sigurði Fáfnisbana. Með því að byrla Sigurði óminnisveig, kemur Grímhildur, móðir Guðrúnar, því til leiðar að Sigurður gleymir Brynhildi og giftist í kjölfarið Guðrúnu. Eins og áður kom fram eru það sjálfir bræður Guðrúnar sem myrða Sigurð þar sem hann liggur sofandi í rúmi sínu við hlið eiginkonu sinnar.22 Guðrún er á milli steins og sleggju því tryggð sinni getur hún ekki lengur lofað bræðrum sínum eftir svo stórfelld svik og ekki liggur hún heldur hjá dauðum eiginmanni. Tryggð er stór þáttur atburðarásarinnar, þar sem hún er nátengd svikum og hefnd sem aftur skapar ringulreiðina í samskiptum persóna, því mikilvægi fjölskyldutengsla eru endurmetin hvað eftir annað. Nokkuð er gefið í skyn að ást Guðrúnar á Sigurði felist í þeim ljóma sem hann varpar á hana, en þetta hefur Gísli Sigurðsson einnig bent á.23 Guðrúnu finnst hún vera svo „lítil sem lauf“ án hans og eftirsjá hennar birtist í miklum trega, hún er komin að því að springa úr harmi líkt og greint er frá í Guðrúnarkviðu I.24

2.1.3 Oddrún Buðladóttir Vissulega er erfitt að bera Oddrúnu saman við systur hennar, Brynhildi eða mágkonu, hana Guðrúnu, þar sem hvor um sig fær töluvert meira pláss í þeim sagnaarfi sem fjallar um ættir þeirra heldur en nokkurn tíma Oddrún. Því mætti jafnvel teljast undarlegt að svo smárri persónu, sem Oddrún er innan hefðarinnar, sé helgað heilt kvæði í bók sem hefur annars einungis að geyma kvæði um afar áberandi persónur. Því mætti velta því fyrir sér hver Oddrún þessi Buðladóttir er raunverulega og hvers vegna er hún svo friðsæl persóna í samanburði við þær konur í kringum hana sem hafa svipuð örlög að harma. Oddrún stendur á milli tveggja stríðandi fylkinga, hún er, líkt og Guðrún

22 Í Broti af Sigurðarkviðu kemur reyndar fram að þeir bræður hafi myrt Sigurð úti en í Sigurðarkviðu hinni skömmu, sem og Völsunga sögu er frá því sagt að Sigurður hafi verið sofandi í rekkju sinni þegar hann var veginn. 23 Gísli Sigurðsson (1986:143). 24 Eddukvæði (1998:261-267). 12

Gjúkadóttir mágkona hennar, á milli steins og sleggju - stendur hún með ástmanni sínum eða bróður? Atli bróðir hennar svíkur hana og með því að hefna sín á honum tæki Oddrún sér stöðu með Gunnari, þó hann væri liðinn. Allt sem Oddrún gerir í kjölfarið, hvernig hún lifir lífi sínu, segir til um hvar hún stendur. Hún fer þó aðra leið og hyllir Gunnar með góðverkum sínum. Hún reynir að bæta upp fyrir það að hafa ekki náð til Gunnars í tæka tíð og bjargað lífi hans með því að bjarga lífi allra þeirra sem mega við slíkri hjálp, líkt og hún segir í kvæðinu:

„Hnég-at eg af því til hjálpar þér að þú værir þess verð aldregi, hét eg og efndag er eg hinig mælta að eg hvívetna hjálpa skyldag þá er öðlingar arfi skiptu.“25

2.2 Tengsl kvennanna

Þær Brynhildur og Guðrún annars vegar og Oddrún hins vegar eru hvort tveggja andstæður og hliðstæður. Það sem skilur þær að er sú stefna sem þær taka í sorginni, hvernig þær velja að takast á við reiðina sem hlýst af svo harmþrungnum atburðum. Raunar er saga Oddrúnar keimlík sögu Guðrúnar Gjúkadóttur, þær þurfa báðar að þola svik bræðra sinna, og Atli Húnakonungur er stór örlagavaldur í lífi þeirra beggja, sem eiginmaður og bróðir. Ólíkt Oddrúnu, hefnir Guðrún sín eftirminnilega á Atla fyrir morðið á bræðrum hennar, Gunnari og Högna og þó að hvergi sé minnst á hagsmuni Oddrúnar í lýsingum á þ eim atburði, er hefndin óbeint fyrir hönd hennar líka. Svik sem þessi eru stórkostleg í ljósi þess að fjölskyldutengsl og væntumþykja er virt að vettugi, svo mikil er flækjan í

25 Eddukvæði (1998:310). 13 samskiptum sem stjórnast helst af heiðri og jafnvel eins konar heiðursgræðgi líkt og einkennir persónu Atla. Tengslaþríhyrningurinn sem Brynhildur, Guðrún og Oddrún mynda er nokkuð áhugaverður í ljósi þess að tengiliðir þ eirra eru karlmenn og ekki eru tengslin einföld, heldur í ákveðnu ljósi nokkuð margslungin og flókin. Tengiliðirnir milli kvennanna eru Gunnar Gjúkason, Atli Húnakonungur og Sigurður Fáfnisbani. Guðrún Gjúkadóttir og Brynhildur Buðladóttir eru mágkonur fyrst í gegnum hjónaband Brynhildar og Gunnars, síðar í gegnum hjónaband Guðrúnar og Atla. Einnig eru þær báðar ástfangnar af Sigurði Fáfnisbana og lendir því saman á þeim grundvelli. Guðrún og Oddrún eru ást- eða eiginkonur bræðra hvorrar annarrar og Brynhildur og Oddrún eru samfeðra,26 og eru báðar ástkonur Gunnars Gjúkasonar um sinn. Þessi margþætti þríhyrningur er góður vitnisburður um hve samskipti persóna eru flókin. Þó að Oddrún sé hvergi viðstödd í kvæðum og frásögnum af Guðrúnu og Brynhildi er skilningur á þessum tengslum mikilvægur til þess að magna þau áhrif sem heildarsaga ættanna hefur á viðtökur og endurvinnslu.

Gjúki konungur og Grímhildur

Guðrún Gullrönd Högni Gunnar Guttormur

Buðli konungur og eiginkona

Oddrún Brynhildur Atli Bekkhildur

Mynd 1: Ættartré Gjúkunga og Buðlunga.

26 Hvergi er beinlínis minnst á að Brynhildur og Oddrún séu systur, báðar eru þær Buðladætur, en Oddrún er þó alltaf nefnd Atla systir. 14

2.3 Systurleg friðþæging

Sem systur og ástkonur sama mannsins eru athyglisvert að skoða þær Oddrúnu og Brynhildi sem andstæðupar í ljósi þess að þær eru af sama meiði. Klaus Von See bendir á í riti sínu Kommentar zu den liedern der Edda að Oddrún elski Gunnar skilyrðislaust og bæti þar með upp fyrir ástleysi systur sinnar á honum.27

En eg Gunnari gatk að unna, bauga deili, sem Brynhildur skyldi, en hann Brynhildi bað hjálm geta, hana kvað hann óskmey verða skyldu28

Í þessari fullyrðingu Oddrúnar, um ást Brynhildar í garð Gunnars, er að einhverju leyti falin hugmynd hennar um sinn eigin tilgang. Oddrún er ákveðið kvenlegt viðnám við hegðun systur sinnar, þar sem Brynhildur lifir lífi karlmannsins, og kannski má velta fyrir sér hvort Oddrún og Brynhildur séu tvær hliðar á sömu persónunni. Því til stuðnings mætti nefna að báðar eru þær yfirleitt sagðar systur Atla Húnakonungs, og dætur Buðla, en aldrei tengdar beinlínis hvor við aðra í þeim textum sem til hliðsjónar eru, því mætti segja að einungis önnur þeirra er alltaf viðstödd en aldrei báðar í einu. Einnig má benda á að með því að elska Gunnar af öllu hjarta bætir Oddrún fyrir syndir systur sinnar, og lagfæra að einhverju leyti Gunnar sjálfan, sem hefur þurft að svíkja og myrða fóstbróður sinn, Sigurð fyrir Brynhildi. Það er ekki heiðursmannslegt að svíkja fóstbræðralag, ekki síður en fjölskyldubönd en líkt og fram hefur komið svíkur Gunnar einnig systur sína, Guðrúnu, og missir að lokum eiginkonu sína úr sorg sem er bein afleiðing gjörða hans. Í Völsunga sögu og Sigurðarkviðu inni skömmu segir Brynhildur við Gunnar í þeirra hinsta samtali:

27 See, Klaus von (2009:841). 28 Gísli Sigurðsson (1998:312). 15

Muntu Oddrúnu eiga vilja en þig Atli mun eigi láta, ið munuð lúta á laun saman, hún mun þér unna sem eg skyldag ef okkur góð um sköp gerði verða.29

Hér segist Brynhildur munu hafa elskað Gunnar ef ekki hefði hjónabandið komið til með svikum, og svikin eru þau illu örlög sem einkennir þeirra líf. Óhjákvæmilegt er að fá það á tilfinninguna að Oddrúnu sé teflt fram sem eins konar yfirbót fyrir stjórnleysi Brynhildar á skapi sínu, eða jafnvel tilraun til sátta. Ekki er fyllilega ljóst hvort einræðu Brynhildar megi skilja sem túlkun á hennar vilja, eða eins konar álög eða hreinan spádóm um framtíðina. Ljóst er, að þrátt fyrir að Brynhildur nefni hér örlög, gerir hún ráð fyrir sjálfstæðum vilja og meðvituðum gjörðum viðmælanda síns. Þrátt fyrir tilraun til bóta ríður enn annað áfallið yfir persónur þegar Atli heldur framvindu illra örlaga innan fjölskyldunnar við og myrðir þá Gunnar og Högna.

2.4 Örlög eða sjálfskaparvíti?

Erfitt er að líta framhjá þætti örlaganna, sem er gegnum gangandi stef í textum sem segja sögu þeirra persóna sem um er rætt. Þær þekkja örlög sín og vara við þeim en þó er eins og sú vissa hafi lítið að segja í framvindu atburða. Fram kemur að Brynhildur viti það vel að henni og Sigurði er ekki ætlað að vera saman, en samkvæmt Völsunga sögu kemur það fram í annað sinn sem þau hittast þar sem hún segir honum að hann muni giftast Guðrúnu Gjúkadóttur.30 Hið sama má segja síðar í sögunni þegar Guðrún fær Brynhildi til að ráða draum

29 Gísli Sigurðsson (1998:281). Sama innihald í lausamáli Völsunga sögu (2000:197) 30 Völsunga saga (2000:160). 16 sinn. Hana dreymdi að hún ætti fallegt dádýr sem aðeins hún gat eignast. Þetta dádýr var það dýrmætasta sem hún átti. Þá birtist Brynhildur og skýtur dádýrið, sem gerir Guðrúnu svo harmi slegna að hún naumlega kemst lífs af. Því næst færir Brynhildur henni úlfshvolp sem skvettir blóði bræðra hennar á hana. Þennan draum ræður Brynhildur nokkuð nákvæmlega og lýsir í grófum dráttum þeirri atburðarás sem á sér stað síðar í sögunni. Við þessa draumráðningu verður Guðrún afar sorgmædd og heldur heim. 31 Draumar sem gefa persónum vísbendingu um framtíðina er vel þekkt bókmenntaminni í fornsögunum, þekktasta dæmið er eflaust úr Laxdæla sögu. Guðrúnu Ósvífursdóttur dreymir fjóra drauma sem frændi hennar Gestur Oddleifsson ræður fyrir hana nokkuð nákvæmlega þannig að allir tákni þeir framtíðareiginmenn hennar.32 Ármann Jakobsson hefur bent á að draumar Guðrúnar Ósvífursdóttir sýni fram á mikilvægi eiginmanna hennar í sögunni og hve stórt hlutverk samband hennar við þá muni leika. Þetta má heimfæra yfir á fyrrnefnt dæmi í Völsunga sögu; draumurinn og draumráðningin er ákveðinn undirbúningur fyrir það sem koma skal í ástarmálum Guðrúnar Gjúkadóttur.33 Af þessu má vissulega ráða að báðar konurnar, Brynhildur og Guðrún, þekki örlög sín og þá sorglegu atburði sem bíða þeirra, þess vegna er það nokkuð undarlegt að þegar þær verða svo loks fyrir áföllunum, þá koma þau þeim á óvart. Í sjötta og sjöunda erindi Sigurðarkviðu innar skömmu, harmar Brynhildur örlög sín:

Ein sat hún úti aftan dags, nam hún svo bert um að mælast: „Hafa skal eg Sigurð, eða þó svelti, mög frumungan, mér á armi.

31 Völsunga saga (2000:166). 32 Laxdæla saga (1934:87-91). 33 Ármann Jakobsson (2013:183). 17

Orð mæltag nú, iðrumk eftir þess, kvon er hans Guðrún en eg Gunnars, ljótar nornir skópu oss langa þrá.“34

Síðasta vísuorð sjöunda erindis er áhugavert í ljósi þess að hér er gefið í skyn að harmur Brynhildar sé ekki sjálfsskapaður, heldur sök illra norna sem örlög hennar skópu á þennan hátt. Þetta viðhorf kemur einnig fram í Guðrúnarhvöt þar sem í 13. erindi segir:

Gekk eg til strandar, gröm vark nornum, vilda eg hrinda stríð grið þeirra. Hófu mig, né drekktu, hávar bárur, því eg land um stég að lifa skyldag.35

Guðrún segist vera „gröm nornum“ þegar hún gengur niður að sjónum með það í huga að drekkja sér. Af erindinu má skilja að, líkt og Brynhildur, kennir hún örlaganornum um hvernig komið er fyrir henni, en hvorki sjálfri sér né neinum sem hún hefur átt í samskiptum við og hafa haft áhrif á líf hennar. Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna persónur eru svo grunlausar um örlög sín og raun ber vitni þegar til kastanna kemur. Mögulegt er að túlka þetta sem svo að persónur hafi tímabundinn aðgang að vitneskju um örlög sín, líkt og þær falli í einhvers konar trans.36 Gott dæmi um þetta er þegar Brynhildur kemst að því að raunar var það Sigurður sem reið vafurlogann og bað hennar en ekki Gunnar. Vissulega spiluðu þar sjónhverfingar og galdrar inn í, en

34 Gísli Sigurðsson (1998:270). 35 Gísli Sigurðsson (1998:355). 36 Sjá McCreesh (2003:355-65). 18

þó hefði Brynhildur átt að sjá við þessari brellu ef hún hefði ætíð haft vitneskjuna um örlög sín bakvið eyrað. Oddrún fer ekki varhluta af spádómum um örlögin. Líkt og áður hefur verið greint frá birtist hún í spádómi Brynhildar um líf Gunnars áður en hún stingur sig með sverði til að elta Sigurð Fáfnisbana í dauðann. Ekki er ljóst hvort Oddrún hafi einhverja vitneskju um þann spádóm en hana hefur Gunnar og raunar í smáatriðum, því líkt og spá Brynhildar segir, er meginorsök dauða hans sú að samband hans við Oddrúnu fellur ekki í góðan jarðveg hjá Atla Húnakonungi. Þrátt fyrir vitneskju um að ástarsamband við Oddrúnu muni draga hann til dauða virðist Gunnar elska Oddrúnu og að öllum líkindum njóta þess að finna loksins ást sína endurgoldna. Mikilvægt er að hafa í huga að þversagnir sem þessar geta einfaldlega verið afrakstur bókmenntalegrar sköpunar og því ekki endilega nauðsynlegt að setja kröfu um raunsanna atburðarás sem á sér stoðir í lögmálum náttúrunnar. Ekki má heldur líta framhjá því að á áætluðum ritunartíma umræddra texta eru miklar líkur á því að forlagahyggja hafi verið rík í hugum fólks þess tíma, svo að lesendur/áheyrendur áttu betra með að sætta sig við rökvillur sem þessar. Ekki eru sögupersónurnar Brynhildur, Guðrún og Oddrún sérhlífnar, en nokkuð ber á því að þær reki hræðileg örlög sín til yfirnáttúrulegra afla og hafi ekkert með hlut sinn að gera sjálfar. Þetta hefur einnig í för með sér að lesendur og áheyrendur kvæðanna og Völsunga sögu fá ekki að dæma persónurnar sjálfar sem illa innrættar eða vitlausar vegna þess að sífellt er okkur sagt að sjálfar eigi þær ekki sökina, heldur séu það hinar illu örlaganornir sem spunnið hafa lífsþráð þeirra.37

2.5 Samskipti Oddrúnar og Borgnýjar

Sögu þessa af Oddrúnu og Borgnýju er hvergi að finna í öðrum varðveittum textum.38 Líklega mun það aldrei koma í ljós hvort lesendur og áheyrendur sem lifðu á ritunartíma eddukvæðanna munu hafa þekkt betur til persóna en lesendur

37 Hér má benda á minnið um örlaganornirnar sem spinna lífsþráð hvers og eins, sjá Bek-Pedersen (2011:123-63). 38 See, Klaus von (2012:849). 19 nú. Eitt er þó deginum ljósara, og það er að Oddrúnargrátur og mögulega glataðir textar sem að Oddrúnu viku, hljóta að hafa gegnt einhverju hlutverki, þó ekki nema því að skapa spennandi og áhugaverða hliðarsögu af Gunnari Gjúkasyni og örlögum hans, sem og að undirstrika óstjórnlega grimmd Atla Húnakonungs. Lausa málið á undan Oddrúnargráti útskýrir aðstæður og staðsetur lesendur og áheyrendur. Það er nokkuð stutt en þó afar upplýsingadrjúgt: „Heiðrekur hét konungur. Dóttir hans hét Borgný. Vilmundur hét sá er var friðill hennar. Hún mátti eigi fæða börn áður til kom Oddrún, Atla systir. Hún hafði verið unnusta Gunnars Gjúkasonar. Um þessa sögu er hér kveðið: “39 Um leið fær lesandi/áheyrandi mikilvægar upplýsingar sem hjálpa honum að mála skýrari mynd af aðstæðum sögupersóna. Hér ræðir um Borgnýju Heiðreksdóttur, sem hefur átt í ástarsambandi við Vilmund, hirðmann konungs, utan hjónabands og átt við honum þau börn sem hún á nú í erfiðleikum með að fæða. Oddrún, Atla systir, er kölluð til Mornalands, til að ráða bót á því og létta henni sóttina. Oddrún er kynnt á þann hátt að hún er tengd við tvo karlmenn, bróður sinn og unnusta. Af því mætti eflaust ráða að þau tengsl séu það sem hvað mest mótar hana sem persónu innan hefðarinnar að hún skuli vera afmörkuð á þennan hátt. Þrátt fyrir það að Oddrún sé komin til Mornalands til að aðstoða Borgnýju, er hún ekki fullsátt við vinkonu sína. Þegar Oddrún kemur í herbergi Borgnýjar þar sem hún liggur fjörsjúk, spyr hún fylgdarkonur hennar:

„Hver hefir vísir vamms um leitað? Hví eru Borgnýjar bráðar sóttir?“40

Hér gerir Oddrún ráð fyrir því að konungsdótturina hafi mikill höfðingi barnað og spyr á þá leið en fær þó svar sem kemur henni í opna skjöldu:

„Vilmundur heitir vinur haukstalda, hann varði mey

39 Gísli Sigurðsson (1998:308). 40 Gísli Sigurðsson (1998:309). 20

varmri blæju, fimm vetur alla, svo hún sinn föður leyndi.“41

Við þessu segir Oddrún ekki neitt, enda tíminn naumur því Borgný er nærri dauða en lífi og ófædd börnin vísast líka. Þegar Borgný fæðir loks börnin hefur hún fyrst rænu á að tala við bjargvætt sinn og þakkar henni vel fyrir hjálpina. Oddrún hins vegar bregst ókvæða við og segist ekki hafa hjálpað Borgnýju vegna þess að hún hafi verðskuldað það, heldur hafi hún heitið því að hún í „hvívetna/ hjálpa skyldag/ þá er öðlingar/ arfi skiptu.“42 Ljóst er að Oddrún er ósátt við vinkonu sína af einhverjum ástæðum. Síðar í kvæðinu kemur það í ljóst að ósættið stafar af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að Borgný áféllst Oddrúnu fyrir það að elska Gunnar í blindni þrátt fyrir að vita vel hverjar afleiðingarnar yrðu, og hins vegar vegna þess að Vilmundur þessi friðill Borgnýjar tók þátt í morðinu á Högna og Gunnari. Nú er svo komið fyrir Borgnýju líkt og Oddrúnu áður og í ofanálag hefur hún farið á bakvið Oddrúnu með því að unna manni sem réði Högna af dögunum. Hér eimir fyrir nokkurs konar systralagi, tryggðarbönd kvennanna hafa verið rofin, að minnsta kosti að einhverju leyti, af völdum mannlegrar hræsni. Borgný segir Oddrúnu æra að ætla að leyfa misfellum þ essum að eyðileggja vináttu þeirra og segir: „Ær ertu, Oddrún, og örvita er þú mér af fári flest orð of kvað, er eg fylgdag þér á fjörgynju sem við bræðrum tveim of borin værim.“43

41 Gísli Sigurðsson (1998:309). 42 Gísli Sigurðsson (1998:310). 43 Gísli Sigurðsson (1998:311). 21

Erindi þetta staðfestir hve djúp vináttutengsl kvennanna tveggja eru. Því dýpri og sterkari sem tengslin eru því sárara er fyrir Oddrúnu að komast að því að Borgný hefur fallið í freistni og laumast með Vilmundi í heil fimm ár. Samstaðan er þrátt fyrir allt áþreifanleg milli vinkvennanna óháð mistökum Borgnýjar og næst tekur Oddrún til við að segja henni sögu sína, mögulega til að minna hana á að hægt er að lifa með sorginni og jafnvel nýta hana til góðra verka.

22

3. Tilgangur Oddrúnargráts

3.1 Ljósmæður þá og nú

Dæmi eru um að læknisráð séu talin upp og jafnvel útskýrð í eddukvæðunum. Helst má þau finna í Hávamálum en í Loddfáfnismálum koma fram nokkur húsráð sem ætluð eru til þess að lækna hina ýmsu kvilla, svo sem harðlífi og heimiliserjur.44 Einnig eru dæmi um frásagnir af ljósmæðrum í fornum textum. Hlutverk þeirra var að flestu leyti það sama þá og það er nú til dags; að hjálpa konum í barnsnauð. Þrátt fyrir að hlutverkið sé í megindráttum það sama nú og þá, eru þær aðferðir sem jafnan er lýst í fyrrnefndum fornum textum, vissulega öðruvísi en þær sem notast er við nú, með auknum skilningi á læknisfræði, hreinlæti og ómældum framförum í tækjum og tólum heilbrigðisvísindanna. Oddrún hagar sér meira eins og norn, hún þylur galdra af miklum ákafa líkt og segir í sjöunda erindi kvæðisins:

Þær hykk mæltu þvígit fleira, gekk mild fyrir kné meyju að sitja, ríkt gól Oddrún, rammt gól Oddrún, bitra galdra að Borgnýju.45

Í næsta erindi fæðast börnin svo nokkuð ljóst er að galdur Oddrúnar virkaði líkt og ætlunin var. Borgný kallar á og Freyju til að hjálpa Oddrúnu í hennar raunum, í þakkarskyni fyrir hjálpina sem Oddrún hafði nýlokið við að veita henni. Þrátt fyrir að trú á dulræn öfl hafi farið dvínandi með tímanum eru aðferðir Oddrúnar ekki svo fjarri þeim sem viðhafast nú til dags. Ýmislegt sameinar aðferðir ljósmæðra í fortíð og nútíð. Enn er fjölbreyttur háttur á því hvernig best er að bæta líðan hinnar fæðandi móður og veita henni huggun í átökum sínum.

44 Gísli Sigurðsson (1998:47). 45 Gísli Sigurðsson (1998:309). 23

Líkt og með galdraþulur Oddrúnar, er enn algengt að ljósmæður syngi fyrir sængurkonur og noti innsæi sitt til að finna ýmist hefðbundin eða óhefðbundin ráð til að róa þær á meðan á átökunum stendur. Raunar er „galdurinn“ enn til staðar, en viðhorf og skilningur á sálrænni hegðun einstaklingsins er meiri og þar með mætti eflaust segja að gildi orðsins „galdur“ eigi ekki lengur eins vel við. Einnig er rétt að nefna að lengi hefur það tíðkast að signa nýfædd börn í nafni guðs og vissulega eru hefðir að því tagi alls ekki frábrugðnar þeim göldrum sem Oddrún notast við. Karlmenn koma hvergi nálægt barnsburðinum, herbergið sem konurnar eru staddar í er aðeins athvarf þeirra. Enda má leiða að því líkum að ef galdrar voru viðhafðir til að létta konum sóttina, þá hafi það þótt vitna til um ergi ef karl væri á staðnum.46 Fæðingarherbergið er griðastaður kvennanna tveggja, þar hafa þær næði til að framkvæma það verk sem konum einum er líffræðilega tamt, sem og gráta saman lífið sem hefur leikið þær grátt. Nokkur fegurð er fólgin í því að í kvæðinu fæðist nýir einstaklingar, þar af ein lítil stúlka sem mun ganga í gegnum erfiðleika lífsins sem hetjusamfélagið mun eflaust vera valdur af, og ungur drengur sem mun þurfa að standa undir væntingum konungsveldisins og sanna sig einn daginn sem hetju. Líkt og áður sagði gætir nokkurs áhuga á læknisfræði í eddukvæðunum. Þegar Sigurður Fáfnisbani hefur yfirbugað Fáfni, nýtir hann tækifærið í návist hins mikla og vitra dreka og spyr hann nokkurra spurninga. Það sem helst vekur undran lesanda er að það sem Sigurði liggur mest forvitni á að vita og spyr því fyrst að, er hverjar þær nornir séu sem taka á móti börnum: „Segðu mér, Fáfnir,/alls þig fróðan kveða/ og vel margt vita:/ Hverjar eru þær nornir/ er nauðgönglar eru/ að kjósa mæður frá mögum?“47 Gísli Sigurðsson útskýrir erindið þannig að Sigurður vilji vita hvaða nornir þ að séu sem kjósa hvort muni lifa fæðinguna af, barnið eða móðirin.48 Þetta má einnig útskýra þannig að Sigurður sé hér einfaldlega að spyrja um ljósmæður síns tíma, sem notuðu galdra til að létta konunum sóttina. Áhugi Sigurðar Fáfnisbana á ljósmæðrum og nornum er nokkuð athyglisverður. Í Sigurdrífumálum, þ ar sem Sigurður hefur riðið upp á

46 Að fornu var galdur og ergi nátengt, sem má sjá skýrt í sjöunda kafla Ynglinga sögu. 47 Gísli Sigurðsson (1998:233). 48 Gísli Sigurðsson (1998:233). 24

Hindarfjall til að leysa Brynhildi úr álögum Óðins, fær hann að njóta visku hennar. Sigurdrífa segir honum meðal annars frá bjargrúnum:

Bjargrúnar skaltu kunna ef þú bjarga vilt og leysa kind frá konum, á lófa þær skal rísta og of liðu spenna og biðja þá dísir duga.49

Ekki er víst hvers vegna nauðsynlegt er fyrir Sigurð að kunna að aðstoða konu í barnsnauð, í ljósi þess að viðveru karlmanna á slíkum stundum var ekki óskað. Sigurður er þó fróðleiksfús50 og mun það vera góður kostur fyrir hetju að hafa.

3.2 Margrétar saga og Oddrúnargrátur

Saga heilagrar Margrétar er þýdd, kristin píslarsaga. Sagan segir frá hinni ungu og móðurlausu Margréti frá Anthiochiu. Margrét tekur kristna trú þrátt fyrir að faðir hennar sé heiðinn. Einn dag þegar Margrét gætir sauða fóstru sinnar, kemur til hennar heiðinn jarl sem ætlar sér að eignast hana og gera hana að frillu sinni eða eiginkonu. Sendimönnum jarlsins er falið að tilkynna meynni um áhuga hans á henni og við það biður Margrét drottin guð um að andi hennar haldist hreinn. Þegar sendimenn jarlsins heyra að hún er kristin fara þeir til hans og segja honum það. Reitir þetta jarlinn til reiði sem lætur handtaka Margréti og hendir henni í myrkvastofu þar sem hún á að dúsa þar til hún lætur af trú sinni. Í myrkvastofuna hleypir jarlinn illi dreka til að éta Margréti en í heilagleika sínum sleppur hún lifandi úr kviði hans.51 Heilög Margrét var verndardýrlingur barnshafandi kvenna. Ásdís Egilsdóttir,52 telur líklegt að ástæða þess sé að minnsta kosti tvíþætt, annars vegar sú að úr kviði drekans komst Margrét heil á húfi, líkt og barn úr legi móður

49 Gísli Sigurðsson (1998:245). 50 Sigurður leitar sér visku bæði hjá Sigurdrífu (Brynhildi) og drekanum Fáfni. 51 Heilagra meyja sögur (2003:42-50). 52 Ásdís Egilsdóttir (1999:241–256). 25 sinnar, og hins vegar fer Margrét með bæn í lok sögunnar, þegar komið er að því að lífláta hana þar sem hún biður: „Enn bið eg, drottinn, sá er ritar píslarsögu mína eða kaupir þá bók, fylltu þá af helgum anda. Og í því hýsi er bók sú er inni, verði þar eigi fætt dautt barn né lama.”53 Jón Steffensen hefur bent á að líklegt gæti talist að Oddrúnargrátur hafi haft svipuðu hlutverki að gegna og Margrétar saga síðar.54 Þannig sé umhverfi Oddrúnargráts og söguþráður vel til þess fallinn að leiða huga kvenna í barnsnauð að hetjum fyrri tíma, sem og stilla verki með því að reyna að fá þær til að einbeita sér að kvæðinu sem mögulega var þulið á meðan á fæðingunni stóð.

53 Heilagra meyja sögur (2003:50). 54 Jón Steffensen (1975:208–215). 26

4. Lokaorð

Þrátt fyrir að Oddrúnargrátur hafi í gegnum tíðina ekki hlotið mikla athygli fræðimanna miðað við önnur eddukvæði Konungsbókar, er það ekki til vitnis um skort kvæðisins á áhugaverðum punktum. Efnislega hefur Oddrúnargrátur að geyma frásögn sem ekki er að finna í neinum öðrum varðveittum textum dagsins í dag. Hugmyndin um hina harmi slegnu konu sem þó tekst að nýta harmleik sinn í að aðstoða bágstadda er nokkuð óvenjuleg innan hetjukvæðanna og hana mætti vitanlega skoða betur. Í kvæðinu ferðast Oddrún til Mornalands til að aðstoða vinkonu sína, Borgnýju við að fæða tvíbura. Hlutverk Oddrúnar er að hlúa að Borgnýju líkt og ljósmóðir. Ytri rammi kvæðisins, þar sem konurnar tvær sitja einar saman í herbergi þar sem Borgný hefur fætt er fagurt svið og hæfir stemningu frásagnar Oddrúnar vel, sem kalla mætti innri sögu kvæðisins. Innri saga kvæðisins er ævisaga Oddrúnar sjálfrar sem hún rekur fyrir Borgnýju. Saga Oddrúnar er átakanleg. Atli Húnakonungur, bróðir hennar hefur svikið hana og myrt ástmann hennar, Gunnar Gjúkason konung og því er angurværðin mikil. Þrátt fyrir þá óhugnanlegu atburði sem mark sitt hafa sett á líf hennar heitir hún því að hjálpa þeim sem þurfa við og er að því leyti frábrugðin þ eim kvenpersónum hetjukvæðanna sem til mestrar frægðar hafa unnið. Þessi ákvörðun Oddrúnar, að nýta reynslu sína til að hjálpa öðrum, minnir á frásagnir af heilögum konum, þá má nefna sögu heilagrar Margrétar sem einnig tengist ljósmóðurhlutverkinu. Kvæðið hefur verið flokkað sem tregróf eða grátljóð. Oddrún grætur elskhuga sinn, Gunnar og hrottaskap Atla bróður síns. Hún deilir reynslu sinni með Borgnýju sem ekki hefur átt sjö dagana sæla heldur. Tregróf er tjáningarform kvenna, í því felst grátur sem er líkamsmál þeirra og eitt af því sem skilur þær frá karlmönnunum. Þegar Oddrún, Brynhildur Buðladóttir og Guðrún Gjúkadóttir eru bornar saman má sjá bæði sterkar andstæður sem og hliðstæður. Þær tengjast allar á fleiri en einn veg, hafa svipaða sögu að segja og því er athyglisvert að Oddrún skuli taka stefnu í gagnstæða átt við hinar tvær, sem bjóða samfélagslegum venjum birginn og finna allar tiltækar leiðir til að hefna sín á því feðraveldi sem þær búa í. Örlög og spádómar eru fastur liður í sögu persónanna, þau eru yfirleitt samofin dauðanum og virðast hreint óhjákvæmilegur dómur óháð því hvort persónur séu

27 meðvitaðar um þau eður ei. Guðrún og Brynhildur þekkja örlög sín og það gerir einnig Gunnar Gjúkason en ástin virðist sterk og teymir fólk saman hvort sem sú ást mun að lokum leiða það til dauða eða ekki. Þessa rökleysu má útskýra á þann hátt að vissa persóna um afleiðingar tiltekins ástarsambands gerir söguna dramatískari og um leið fallegri þ ar sem lesendur og áheyrendur skynja mátt ástarinnar. Ástin er svo sterk að persónur eru tilbúnar að fórna lífi sínu fyrir tíma saman, sama hve stuttur hann er. Oddrúnargrátur hefur að geyma heillandi sögu af konu sem fer aðra leið í sorginni en kynsystur hennar, hún brýtur regluna um svárkinn sem hefnir sín á þeim sem sviku hana og lifir í algjöru tilgangsleysi þar til hún veslast upp í sorg og reiði, líkt og Guðrún Gjúkadóttir, eða hreint fyrirfer sér, örvita af bræði líkt og Brynhildur Buðladóttir. Ráðgátan um uppruna þess nýja sjónarhorns sem fengið er á endalok Gunnars Gjúkasonar veitir lesendum nú nýja sýn á sögu þessara umsvifamiklu fjölskyldna sem hetjukvæðin og Völsunga saga kynna okkur.

28

Heimildaskrá

Ármann Jakobsson. 2013. „Laxdæla Dreaming: A Saga Heroine Invents Her Own Life. “ Nine Saga Studies, bls. 173-189. Háskólaútgáfan, Reykjavík.

Ásdís Egilsdóttir. „Drekar, slöngur og heilög Margrét.“ Heiðin minni. Greinar um fornar bókmenntir. Ritstjórar Haraldur Bessason og Baldur Hafstað. Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar, Rv. 1999, 241–256.

Bek-Pedersen, Karen. 2011. The in Mythology. Dunedin Academic Press Ltd. Hudson House, Edinborg.

Cormack, Margaret. 2000. „Fyr kné meyio: Notes on childbirth in medieval Iceland.“ Saga-book, vol. 25, bls. 314-315.

Eddukvæði. 1998. Gísli Sigurðsson. Mál og menning, Reykjavík.

Eddukvæði. 1968. Ólafur Briem. Skálholtsútgáfan, Reykjavík.

Eddukvæði. 1926. Sophus Bugge. Aschehoug, Oslo.

Flateyjarbók. 1944-1945. Sigurður Nordal. Flateyjarútgáfan, Reykjavík.

Forbes, Thomas Rogers. 1966. The Midwife and the Witch. Yale University Press, New Haven.

Gísli Sigurðsson. 1986. ,,Ástir og útsaumur: Umhverfi og kvenleg einkenni hetjukvæða Eddu.“ , tímarit hins Íslenska bókmenntafélags, bls. 126- 152. Ritstj. Kristján Karlsson og Sigurður Líndal. Hið Íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.

29

Heilagra meyja sögur. 2003. Kirsten Wolf bjó til prentunar og ritaði inngang. Ritstj. Bergljót S. Kristjánsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Sverrir Tómasson. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Heimskringla. 2002. Bjarni Aðalbjarnarson. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.

Helga Kress. 1993. Máttugar meyjar: Íslensk fornbókmenntasaga. Háskólaútgáfan, Reykjavík.

Helga Kress. 2009. Óþarfar unnustur og aðrar greinar um íslenskar bókmenntir. Háskólaútgáfan, Reykjavík.

Heusler, Andreas. 1906. „Heimat und Alter der eddischen Gedichte: das isländische Sondergut“ Archiv für das Studium der neueren Sprachen und Literaturen.

Holst-Warhaft, Gail. 1992. Dangerous voices: Women’s Laments and Greek Literature. Routledge, New York.

Hugtök og heiti í bókmenntafræði. 1983. Ritstj. Jakob Benediktsson. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Jayne, Walter Addison. 1925. The Healing Gods of Ancient Civilization. Yale University Press, New Haven.

Jesch, Judith. 1991. Women in the Age. The Boydell Press, Woodbridge.

Jochens, Jenny. 1996. Old Norse Images of Women. University of Pennsylvania Press, Philadelpia.

Jón Steffensen. „Margrétar saga og ferill hennar á Íslandi“. Menning og meinsemdir. Reykjavík 1975, s. 208–215.

30

Kalinke, Marianne E. 1990. „The misogamous maiden kings.“ Bridal-Quest Romance in Medieval Iceland, bls. 66–109. (Islandica 46). Cornell University Press, Ithaca og London.

Konungsbók eddukvæða. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Edda miðlun og Útgáfa, Reykjavík 2001. Vésteinn Ólason og Guðvarður Már Gunnlaugsson ritstýrðu.

Laxdæla saga. 1934. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.

McCreesh, Bernandine. 2003. „An examination of the Prophecy Motif in Old Icelandic Literature. “Scandinavia and Christian Europe in the Middle Ages: papers of The 12th International Saga Conference Bonn/Germany, 28th July – 2nd August 2003, bls. 355-365. Ritstj. Rudolf Simek og Judith Meurer. Universität Bonn.

Reichborn-Kjennerud, . 1922. Lægerådene i den ældre Edda. Kristiania.

See, Klaus von. 2012. Kommentar zu den liedern der Edda. 6. bindi. Winter, Heidelberg.

Vésteinn Ólason. 2012. „Heilög Oddrún“. Geislabaugur fægður Margaret Cormack sextugri, bls. 82-83. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnússon, Reykjavík.

Volsunga saga. The saga of the Volsungs: The Icelandic Text According to MS Nks 1824 b, 4°. 2000. Karen Grimstad gaf út. AQ-Verlag, Saarbrücken.

31