Ágrip Oddrúnargrátur Er Íslenskt Eddukvæði Sem Fjallar Um Oddrúnu

Ágrip Oddrúnargrátur Er Íslenskt Eddukvæði Sem Fjallar Um Oddrúnu

Ágrip Oddrúnargrátur er íslenskt eddukvæði sem fjallar um Oddrúnu Buðladóttur sem er kölluð til Mornalands til að aðstoða Borgnýju konungsdóttur við að fæða tvíbura sem hún hefur átt við friðli sínum, Vilmundi. Oddrún er vön ljósmóðir og virðist koma langt að til að aðstoða vinkonu sína. Fæðingin er erfið og þegar hún er loks afstaðin byrjar Oddrún að segja Borgnýju harmsögu sína, líkt og til að sefa hana. Saga Oddrúnar spannar allt frá barnæsku hennar í höll Buðla, fram til ástarsambands hennar og Gunnars Gjúkasonar og þau átakanlegu endalok þess. Í þessari ritgerð er leitast við að kanna Oddrúnargrát í heild sinni. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þau meginhlutverk sem persónur kvæðisins bregða sér í, auk þess sem aðrar persónur, sem bæði birtast í kvæðinu og tengjast Oddrúnu, eru tengdar við framvindu söguþráðarins. Litið er til þeirra heimilda sem einnig hafa að geyma sögur af sömu persónum og þær skoðaðar með tilliti til þeirrar hliðarsögu sem Oddrúnargrátur greinir frá, af ástarsambandi Gunnars og Oddrúnar. Ýmis atriði eru túlkuð og sett í samhengi við aðra varðveitta texta sem áætlað er að séu frá svipuðu tímabili. Fjallað er um einkenni kvenlegra hetjukvæða, vöngum velt yfir uppruna þeirra og tilgangi og sérstaklega er skoðað það mikla tilfinningaflæði sem einkennir þessi kvæði, af hverju það stafar og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur ........................................................................................................... 3 1.1 Handritageymd og rannsóknarsaga ...................................................... 3 1.2 Hetjukvæðin ......................................................................................... 4 1.3 Kvennakvæði í heimi karlmanna ......................................................... 6 1.4 Tregróf og tilgangur ............................................................................. 7 2. Oddrúnargrátur ................................................................................................. 10 2.1 Konurnar ............................................................................................ 10 2.1.1 Brynhildur Buðladóttir ........................................................ 10 2.1.2 Guðrún Gjúkadóttir ........................................................... 12 2.1.3 Oddrún Buðladóttir ............................................................. 12 2.2 Tengsl kvennanna .............................................................................. 13 2.3 Systurleg friðþæging .......................................................................... 14 2.4 Örlög eða sjálfskaparvíti? .................................................................. 16 2.5 Samskipti Oddrúnar og Borgnýjar ..................................................... 19 3. Tilgangur Oddrúnargráts .................................................................................. 23 3.1 Ljósmæður þá og nú ........................................................................... 23 3.2 Margrétar saga og Oddrúnargrátur ..................................................... 25 4. Lokaorð ............................................................................................................ 27 Heimildaskrá ........................................................................................................ 29 2 1. Inngangur Oddrúnargrátur er íslenskt eddukvæði sem fjallar um Oddrúnu Buðladóttur sem er kölluð til Mornalands til að aðstoða Borgnýju konungsdóttur við að fæða tvíbura sem hún hefur átt við friðli sínum, Vilmundi. Oddrún er vön ljósmóðir og virðist koma langt að til að aðstoða vinkonu sína. Fæðingin er erfið og þegar hún er loks afstaðin byrjar Oddrún að segja Borgnýju harmsögu sína, líkt og til að sefa hana. Saga Oddrúnar spannar allt frá barnæsku hennar í höll Buðla, fram til ástarsambands hennar og Gunnars Gjúkasonar og þau átakanlegu endalok þess. Hér er ætlunin að kanna Oddrúnargrát nokkuð lauslega í heild sinni, þar sem takmörk ritgerðarinnar rúma ekki nákvæma umfjöllun. Varpað verður ljósi á þau meginhlutverk sem persónur kvæðisins bregða sér í, auk þess sem aðrar persónur, sem bæði birtast í kvæðinu og tengjast Oddrúnu, verða tengdar við framvindu söguþráðarins. Litið verður til þeirra heimilda sem einnig hafa að geyma sögur af sömu persónum til þess að varpa ljósi á þá hliðarsögu sem Oddrúnargrátur greinir frá af ástarsambandi Gunnars og Oddrúnar. Ýmis atriði verða túlkuð og sett í samhengi við aðra varðveitta texta sem áætlað er að séu frá svipuðu tímabili. Fjallað verður um einkenni kvenlegra hetjukvæða, vöngum velt yfir uppruna þeirra og tilgangi og sérstaklega verður skoðað það mikla tilfinningaflæði sem einkennir þessi kvæði, af hverju það stafar og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. 1.1 Handritageymd og rannsóknarsaga Oddrúnargrátur er talið með yngri eddukvæðum, eða frá 13. öld, en kvæðið er að finna í Konungsbók eddukvæða, GKS 2365 4to, sem talin er hafa verið rituð um 1270. Langflest eddukvæðin eru varðveitt í Konungsbók þó að fleiri rit hafi varðveist sem einnig hafa eddukvæði að geyma, þar á meðal AM 748 4to, sem er talið örlítið yngra, eða frá um 1300. Ritin tvö hafa að öllum líkindum stuðst við sama texta þar sem ritvillur eru á sömu stöðum í báðum handritum og lausamál þeirra kvæða sem það hafa, er í flestum tilfellum orðrétt eins. Uppröðun kvæðanna í ritunum tveimur er þó ekki eins, auk þess hefur AM 748 4to að geyma 3 kvæðið Baldurs drauma sem ekki er að finna í Konungsbók.1 Settar hafa verið fram tilgátur um að systurhandritin tvö hafi verið rituð upp eftir forriti frekar en að þau séu fengin beint úr munnlegri geymd, en þrátt fyrir það hafa engar áreiðanlegar vísbendingar um forrit fundist hingað til. Oddrúnargrátur hefur á heildina litið hlotið litla athygli fræðimanna og má segja að Oddrúnargrátur sé eitt þeirra örfáu Eddukvæða sem hefur ekki verið mjög áberandi í eddurannsóknum. Í stórvirki Klaus Von See, Kommentar zu den Liedern der Edda, fær Oddrúnargrátur þó töluvert pláss, eða um tvöhundruð blaðsíður þar sem kvæðið er krufið bókmenntalega og persónur þess og atburðir tengdir við önnur hetjukvæði og Völsunga sögu. Einnig hafa nokkrir útgefendur Konungsbókar eddukvæða, þeir Gísli Sigurðsson, Sofus Bugge og Ólafur Briem skrifað orðskýringar og endursögn á kvæðinu en raunar mætti segja að þar með sé fræðileg umfjöllun um kvæðið upptalin. 1.2 Hetjukvæðin Hefð hefur skapast fyrir því að skipta Konungsbók eddukvæða í tvo hluta, í þeim fyrri eru tíu goðakvæði og í þeim seinni nítján hetjukvæði. Hetjukvæðin fjalla um hetjur af guðakyni sem þó eru dauðlegar og ganga á meðal manna. Hugrekki er hin stærsta dyggð hetjunnar og afrek hennar eru stór og mörg. Sæmdin er annað lykilhugtak í hetjukvæðunum en mikilvægi heiðursins í lífi hetjunnar er sá þáttur sem iðulega veldur erjum í samskiptum hennar við aðrar persónur kvæðanna. Örlög hetjanna, ástkvenna þeirra og fjölskyldu eru oft sorgleg og dauði, hefndarofsi og tregi eru því áberandi stef í hetjukvæðunum. Ætt Völsunga, Buðlunga og Gjúkunga, þriggja valdamikilla konungsætta, mynda kjarna kvæðanna. Völsungar röktu ættir sínar til sjálfs Óðins og voru því á mörkum þess að vera mannlegir, enda er þeim iðulega lýst sem óvenjulega stórum og sterkum, mönnum sem bera höfuð og herðar yfir aðra, en einnig dyggðum prýddir og engan áttu þeir jafningja nema sá hinn sami hefði Völsungablóð í æðum sínum líka. Í Völsunga sögu, riti sem talið er samið upp úr hetjukvæðunum,2 er saga ættarinnar sögð í samfelldum prósatexta allt frá upphafi hennar til endaloka. 1 Vésteinn Ólason (2001:xxvi). 2 Gísli Sigurðsson (1998:xxvii). 4 Andreas Heusler setti fram þá tilgátu að mögulegt væri að ákvarða aldur eddukvæðanna út frá efnistökum þeirra. Þau eldri væru hörkulegar epískar frásagnir af hetjum og gæfu ekki rúm fyrir tilfinningasemi, en þau yngri væru aftur mild og tilfinningarík.3 Einar Ólafur Sveinsson var einn þeirra sem tók undir með Heusler og benti einnig á að nokkur munur er á efni og stíl hetjukvæðanna, sem hann telur einkennandi fyrir aldur. Þrátt fyrir að í flestum hetjukvæðunum séu konur, ást og harmur í forgrunni er ákveðið harðneskjuyfirbragð á hluta þeirra sem samkvæmt Heausler og Einari skipar þeim í flokk eldri kvæða. Hörku kappanna er gert hærra undir höfði en sorgum kvennanna en með tímanum hafi stíll og efnistök þróast: „Nú skal nefna kvæði sem mótuð eru af harðneskju og hrikaleik eldri kvæða, en á fleiri strengi er slegið; yfir þessum kvæðum er glæsileiki og svipmikil fegurð. Auðsætt er, að hér er að ræða um nýtt stig þróunar, nauðsynlegt stig, ef hetjukvæðin áttu ekki að stirðna með tímanum í ómennskri og tilbreytingalausri hörku. Svið tilfinningalífsins í þessum kvæðum er víðara.“4 Gísli Sigurðsson hefur dregið tilgátur Heuslers og Einars Ól. Sveinssonar í efa og rökstutt þá hugmynd að betra sé að fjalla um kvenlæg og karllæg kvæði. Kvenlægu kvæðin gefa fremur innsýn inn í hugarheim og líf kvenna, og gætu þá jafnvel verið ort af konum. Þrátt fyrir að framlag kvenna til ritlistar í aldanna rás sé töluvert minna en karla, og hafi vaxið fiskur um hrygg nú á síðari öldum, telur Gísli að kvenlægu kvæðin þurfi ekki endilega að vera mikið yngri en þau karllægu.5 Í samhengi við hugmynd Gísla er nokkuð ljóst að Oddrúnargrátur er eitt þeirra kvæða sem lýsa heimi og tilfinningum kvenna, og hámarki kvenleikans er náð einmitt í því kvæði þar sem konurnar tvær, Oddrún og Borgný ræða saman á meðan og eftir að Borgný hefur fætt tvíbura með aðstoð Oddrúnar. Karlmenn eru hvergi nálægt en harka og hefnd koma aðeins fyrir í samtali kvennanna tveggja, sem

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    31 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us