Stríð, Stolt, Sorg Og Sprengja
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
Hugvísindasvið Stríð, stolt, sorg og sprengja Brot úr sögu íslenskra áfallaminnismerkja Ritgerð til MA-prófs í almennri bókmenntafræði Ketill Kristinsson Maí 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Stríð, stolt, sorg og sprengja Brot úr sögu íslenskra áfallaminnismerkja Ritgerð til MA-prófs í almennri bókmenntafræði Ketill Kristinsson Kt.: 050782-4259 Leiðbeinandi: Gunnþórunn Guðmundsdóttir Maí 2013 Útdráttur Í þessari ritgerð er fjallað um minnismerki á Íslandi sem snúa að samfélagslegum áföllum, út frá kenningum um minnismerki og sameiginlegt minni. Þegar orðræða um áfallaminnis- merki hófst hér á landi, á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar, var því gjarnan haldið fram að þjóðin reisti ekki minnismerki vegna þess að hún kærði sig ekki um að muna og var einatt vísað til annarra þjóða sem heiðruðu minningu fallinna til samanburðar. Íslendingar reistu fyrstu áfallaminnismerkin undir lok fjórða áratugarins og þá um drukknaða sjómenn. Hefðin er sýnilega innflutt og er sjómönnunum þráfaldlega lýst sem hermönnum er haldi vörð um Ísland og Íslendinga. Þannig voru látnir sjómenn gerðir að þjóðareign, engu síður en fallnir hermenn, með tilheyrandi þjóðernishyggju sem átti það til að keyra úr hófi, fyrst í orðræðunni um minnismerkin og seinna í myndmáli minnismerkjanna sjálfra. Í ritgerðinni er saga íslenskra áfallaminnismerkja rakin í grófum dráttum. Meðal annars er bent á að stóraukinn fjöldi minnismerkja undir lok tuttugustu aldar er nátengdur kenningum um að nútíminn sé þjakaður af gleymsku, um leið og hann er sjúkur í, eða af, minni. Tiltölulega fá minnismerki risu fyrstu áratugina og flest þeirra viðamikil en eftir 1980 hefur minnismerkjum fjölgað gríðarlega og inntak þeirra breyst. Í dag rísa mörg minnismerki á ári um samfélagsleg áföll, þau eru almennt einfaldari en áður og krefjast minni undirbúningsvinnu. Minnismerkin snúa nú að aðstandendum í mun ríkara mæli en fyrr, sem kemur meðal annars fram í stóraukinni áherslu á skrásetningu nafna og breyttu staðarvali. Samhliða þessu nýja hlutverki hefur mjög bæst í flóru íslenskra áfallaminnis- merkja þótt sjómannaminnismerki séu enn mest áberandi. Myndaskrá: Bls. 11 – Minnismerki um sjóslys í Rauðasandshreppi, Hnjóti – Mynd KK Bls. 16 – Krossar við Kögunarhól, Ölfusi – Mynd KK Bls. 17 – Minnismerki sjómanna, Patreksfirði – Mynd KK Bls. 19 – Minningarreitur í kirkjugarðinum á Selfossi – Mynd KK Bls. 20 – Minnisvarði ísfirskra sjómanna og minningarreitur, Ísafirði – Myndir KK Bls. 32 – Prússneskur sigurminnisvarði við Dybbøl, afhjúpaður 1872 – Mynd Kulturarv.dk. Bls. 37 – Cenotaph í London – Myndin er fengin af heimasíðu Imperial War Museum í London. Bls. 42 – Snjólíkneski við Lækjartorg (1925) – Mynd úr Alþýðublaðinu 30. desember 1994, bls. 6. Bls. 47 – Kross á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogsgarði – Mynd úr Sjómannadagsblaðinu 1939, bls. 33 - Minnisvarði á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogsgarði – Mynd úr Sjómannadagsblaðinu 1939, bls. 40. Bls. 50 – Hátíðarhöld Sjómannadagsins 1939 – Mynd úr Sjómannadagsblaðinu 1940, bls. 31. Bls. 55 – Lágmynd Ríkarðs Jónssonar á minnisvarða drukknaðra sjómanna á Ólafsfirði – Mynd KK Bls. 59 – Minnisvarði á leiði óþekkta sjómannsins, Neskaupsstað – Mynd KK Bls. 62 – Tillögur Harðar Bjarnasonar að minnismerki sjómanna í Vestmannaeyjum – Myndir úr Morgunblaðinu 29. apríl 1941, bls. 5. Bls. 65 – Minnisvarði drukknaðra við Vestamannaeyjar, hrapaðra í björgum, og þeirra sem látið hafa lífið í flugferðum – Myndir: Sigurgeir í Eyjum (fyrir Morgunblaðið) og Sjómannadagsblaðið 1951, bls. 6. Bls. 69 – Minnismerki um Íslendinga sem farist hafa í flugslysum, Glitfaxi – Mynd KK Bls. 71 – Minnismerki sjómanna, Ólafsvík – Mynd KK Bls. 72 – Minnismerki sjómanna, Ólafsvík – Mynd KK Bls. 74 – Minnismerki sjómanna, Akranesi – Myndir KK Bls. 75 – Minnismerki sjómanna, Dalvík – Myndir KK Bls. 78 – Minnisvarði drukknaðra sjómanna, Skagaströnd – Mynd KK Bls. 80 – Heiðursvarði hafnfirskra sjómanna – Mynd KK Bls. 81 – Minnisvarði ísfirskra sjómanna – Mynd KK Bls. 82 – Minnisvarði drukknaðra sjómanna, Hnífsdal – Mynd KK Bls. 83 – Heiðursvarði um drukknaða sjómenn, Hellissandi – Mynd KK Bls. 85 – Minnismerki sjómanna, Keflavík – Mynd KK Bls. 86 – Minnisvarði um drukknaða menn, Grindavík – Myndir KK Bls. 87 – Minnivarði drukknaðra sjómanna, Eskifirði – Mynd KK Bls. 88 – Minnisvarði um líf og störf sjómanna í Eyrarsveit – Mynd KK Bls. 88 – Minnisvarði drukknaðra sjómanna, Eyrarbakka – Mynd KK Bls. 89 – Minnisvarði um drukknaða sjómenn, Siglufirði – Mynd KK Bls. 91 – Minnisvarði um drukknaða sjómenn, Hvalsnesi – Mynd KK Bls. 91 – Minnismerki um þá sem fórust í sjóslysum á Faxaflóa 7. apríl 1906, Viðey – Mynd KK Bls. 97 – Minnisvarði um drukknaða sjómenn, Njarðvík – Mynd KK Bls. 98 – Minningarreitur, Akranesi – Mynd KK Bls. 99 – Minningarreitur, Átthagaskútan, Eskifirði – Mynd KK Bls. 100 – Minningaröldur Sjómannadagsráðs, Fossvogi – Mynd KK Bls. 103 – Minnisvarði um fóstur, Fossvogi – Mynd KK Bls. 104 – Minningarreitur, Ólafsvík – Mynd KK Bls. 107 – Minnisvarði um snjóflóðin á Neskaupsstað 1974 – Mynd KK Bls. 108 – Minnismerki um krapaflóðin á Patreksfirði 1983 – Mynd KK Bls. 109 – Minningarreitur um snjóflóðin á Súðavík 1995 – Mynd KK Bls. 110 – Minnisvarði um snjóflóðin á Flateyri 1995 – Mynd KK Bls. 112 – Minnisvarði um horfna, Hlið, Gufuneskirkjugarði – Mynd KK Bls. 113 – Minnismerki um sjómenn, Beðið í von, Hellissandur – Mynd KK Bls. 114 – Minnisvarði um drukknaða sjómenn, Súðavík – Mynd KK Bls. 114 – Minnisvarði um strand togarans Jóns forseta 1928, Stafsnesi – Mynd KK Bls. 115 – Minnisvarði um bræðurna frá Böðvarsdal – Mynd KK Bls. 116 – Minnisvarði um þá sem fórust á Haukadalsbót 10. október 1899, Dýrafirði – Mynd KK Bls. 118 – Minnismerki á Þorbrandsstöðum, Vopnafirði – Mynd KK Efnisyfirlit Forspjall ................................................................................................................................. 1 Inngangur - Sprengjur verða ekki til úr engu ......................................................................... 4 Fyrri hluti ............................................................................................................................... 9 Fyrsti kafli - Bókmenntir, minni og minnismerki .............................................................. 9 Er þetta bókmenntafræði? .............................................................................................. 9 Minnismerki ................................................................................................................. 11 Sameiginlegar minningar ............................................................................................. 22 Annar kafli - „Hetjur Íslands, hermenn taldir“ ................................................................ 30 Orðræða í mótun .......................................................................................................... 39 Seinni hluti ........................................................................................................................... 53 Þriðji kafli - 1938 ............................................................................................................. 53 Styttu-áratugurinn ........................................................................................................ 71 Fjórði kafli - Breytingar í aðsigi: 1970-1990 ................................................................... 77 Fimmti kafli - Minnismerkjasprengjan ............................................................................ 93 Lokaorð .............................................................................................................................. 120 Heimildaskrá ...................................................................................................................... 124 Frumheimildir ................................................................................................................ 124 Eftirheimildir.................................................................................................................. 129 Forspjall Þrettánda febrúar 2012, nánar tiltekið klukkan 16:00 í eftirmiðdaginn, má kalla upphafið að þeirri ritgerð sem hér birtist, þá barst mér tölvupóstur undir titlinum „minnismerki“. Efni þessa rafbréfs frá Gunnþórunni Guðmundsdóttur var í meginatriðum spurning um hvort ég hefði „áhuga á að vinna verkefni í tengslum við minnismerki“ sem fæli í sér „að skrá minnismerki víðsvegar um landið“. Mér leist strax vel á hugmyndina og á fundi með þeim Gunnþórunni og Daisy Neijmann viku síðar var bundið fastmælum að ég tæki þessa skráningu að mér. Á sama fundi kom fram að verkefnið væri hluti af rannsókn þeirra Daisy og Gunnþórunnar: „Minni og gleymska: Rof, eyður og sjálfsmynd þjóðar“, sem er styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og EDDU–Öndvegissetri. Verkefni mitt var ekki að skrá öll minnismerki landsins og taka af þeim ljósmyndir, heldur átti ég að einbeita mér að minnismerkjum sem snúa að því sem ég hef sjálfur kosið að kalla „sameiginleg áföll“, byggt á enska hugtakinu „collective trauma“. Mitt fyrsta verk var að afla mér heimilda um hvar slík minnismerki væri að finna og þar komu leitarvélar internetsins að góðum notum, auk þess sem ég sendi út fjölda tölvupósta og grúskaði í bókum. Vefsvæðið Tímarit.is reyndist þó hvað drýgst í heimildaöfluninni. Síðar átti eftir að koma á daginn að öflun gagna á Tímarit.is gaf ekki aðeins góðar vísbendingar um hvar minnismerki væri að finna, heldur sýndu sömu gögn fram á mikilvægi blaða og tímarita við útbreiðslu og mótun orðræðu, orðræðu sem