<<

2-Vor sidur 2. tbl. 2007:Vor sidur 2006 4/10/08 10:04 AM Page 1 1 1 8 6 - 0 7 6 1 N S S I

17. árg. 2. tbl. 2008. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill Baldursson — [email protected]

Gleðilegt sumar!

Sumardaginn fyrsta þann 24. apríl, hittumst við í Öskjuhlíðinni, á lóðinni okkar, og blótum sumri. Helgistundin hefst kl. 15 og að henni lokinni flytjum við okkur yfir í Síðumúlann þar sem börnin verða í góðu yfirlæti Tóta trúðs. — Börnunum verður boðið í pylsugrill- veislu, þeim gefnar sumargjafir og hoppukastali verður á staðnum. Nú er engin afsökun fyrir því að mæta ekki!

Um kl. 19 verður seldur matur á 2.200 kr., en börn undir 12 ára aldri fá frítt. Kvæðamannafélagið Bragi skemmtir gestum.

Mikilvægt er að greiða aðgöngumiðana tímanlega inn á reikning félagsins (reikn. 0101-26-011444, kt. 680374-0159) svo hægt sé að panta matinn af einhverri nákvæmni . Einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn á 3.000 kr., en fjöldi slíkra miða hlýtur að tak- markast við innkeypt magn matar. Félagsmenn eru hvattir til að fjöl - menna og taka með sér utanfélagsgesti.

Góða skemmtun!

1 2-Vor sidur 2. tbl. 2007:Vor sidur 2006 4/10/08 10:04 AM Page 2

Bergþórssaga Fimmtudaginn (Þórsdaginn) 20. , í blaðinu 24 Stundir , birtist stutt og athyglis- verð grein um bók, sem gefin var út árið 1950 af tilraunafélaginu Njáll. Í bókinni, er nefnist Bergþórssaga og er sögð skrifuð eftir frásögnum framliðinna, segja persónur úr Njálssögu sína hlið á sögunni, sem er töluvert öðruvísi en sú sem við höfum lesið hingað til. Sagt er í bókinni, að persónur Njálssögu hafi verið til, en atburðir Njálssögu hafi alls ekki hent þessar persónur, heldur lagafa þeirra og langömmur. Einnig eru í bókinni teiknaðar myndir af persónunum, gerðar eftir lýsingu miðils. Gunnar Geirmundsson er aðalmaður sögunnar. Kona hans hér Hallbera (ekki Hallgerður) og var hún af tyrkneskum ættum, en Istiva (Bergþóra) hálfsystir hennar, var gift Bergþóri (Njáli) á Bergþórshvoli. Systrunum hefðu Gunnar og Bergþór kynnst í herleiðangri og tekið þær með sér heim til Íslands. Gunnar var samkvæmt Bergþórssögu lélegur eiginmaður, ónærgætinn og hrottalegur og tók aldrei tillit til vilja Hallberu, sem sagan segir hafa verið tilfinningaríka og víðsýna. Bergþór talar mikið í orðtökum og málsháttum til þess að sanna fyrir öðrum speki sína. Hallbera lét stela mat frá kristnu fólki, sem var í nábýli við þau, sem er ólíkt þeirri atburðarás, sem greinir frá í Njálssögu. Vinum þeirra finnst þau óvarkár í samskiptum við kristna fólkið, sem á endanum fara að Gunnari í tveimur hópum til að drepa hann. Gunnar felldi og særði marga áður en hann var veginn, en eftir dauða hans þjáðist Hallbera af sektarkennd yfir að hafa ekki farið tímanlega út á akrana og kallað húskarla þeirra til hjálpar. Á endanum fluttist hún til Reykjavíkur og settist að hjá Ingólfi Arnarsyni og Hallveigu.

Hver sannleikurinn er í þessu ætla ég mér ekki að dæma um hér, en eitt var það í þessari blaðagrein sem ég staldraði við og fannst vera a.m.k. það eina rétta og sanna í Bergþórssögu. Það er víst tekið fram í bókinni, að sagan um hárlokkinn og bogann sé lygi. Það sér það hver sem vill, að það er ekki hægt að snúa saman bogastreng úr konuhári í flýti. Í gegnum tíðina hef ég aldrei heyrt nokkurn, né lesið það nokkurs staðar, sögnina um bogastrenginn dregna í efa, en sé litið á sögnina út frá því, sem sagt er í Bergþórssögu og með smá verkviti, þá sér maður að þetta er eðlilega rétt. Ég tala nú ekki um, ef Gunnar hefur átt hinn geysiöfluga húnboga. En látum nægja að svo stöddu. Jóhannes A. Levy

Kjalnesingagoði verður með blót við Aronsbústað að Mógilsá 31. maí nk., kl. 14. Eftir athöfn grilla þeir sem það vilja, meðan börnin keppa í eggjaleitinni skemmtilegu. Nánari upplýsingar veitir goðinn Jóhanna Harðardóttir í síma: 699-3250

2 2-Vor sidur 2. tbl. 2007:Vor sidur 2006 4/10/08 10:04 AM Page 3

Frum-indó-evrópsk trúabrögð Sá raunveruleiki, að til er ýmis samsvörun milli goða/gyðja, einnig trúariðkana hjá indó-evrópskum þjóðum, gefur innsýn í sameiginleg frum-indó-evrópsk trúabrögð og goðafræði. Vísbendingar um tilveru þessarar fornu trúar er hægt að finna í tengslum og sameiginlegum þáttum í tungumálunum og trúarsiðum indó-evrópskra þjóða. Vísindalegar samanburðarrannsóknir eru notaðar af tungumálafræðingum til að endurbyggja nöfn goðanna, heiti á trúarsiðum og mörgum öðrum atriðum tengdum trú og iðkun hennar. Þess ber að geta að margar textaheimildir, sem tengjast indó- evrópskum trúarbrögðum, eru til, s.s. goðsagnir og lýsingar á helgisiðum ásamt nákvæmum fyrirmælum um hvernig þeim skyldi framfylgt. Örðugt hefur þó reynst að fella ýmsar fornleifar við einhverja sértiltekna menningu á elsta tímaskeiði indó- evrópskrar menningar, sem er skilgreint sem sá tími þegar allir indó-evrópskumælandi gátu skilið hvorn annan, en það er talið hafa verið í kringum 4000 f.Kr. Samt sem áður eru til gríðarlega margar fornfræðilegar sannanir, sem hægt er að tengja sértil - tekinni indó-evrópskri menningu, og er það þá sérstaklega trúarlegs eðlis, eins og hof og musteri, fórnargjafir og áletranir. Nöfn goða á indó-evrópskri tungu eru oftast með fyrstu orðunum, sem finnast í áletrunum. Málfræðingum hefur auðnast, út frá ýmsum heimildum, að endurbyggja heiti sumra goða á frum-indó-evrópskri tungu. Þó eru sum þessara nafna umdeild og eru ekki fúslega viðtekin af öllum fræðimönnum. En hægt er að nefna goðanöfnin: Apaliunas, Dyeus, Hausos og Perkwunos. Apali- unas var goð í Vestur-Anatolíu og er talið að hin hellenski Apollo og hin etrúski Apulu eigi frummynd sína í honum. Dyeus, sem var goð himins og dagsljóss er mál - fræðilega skyldur hinum gríska , rómverska Júpíter, írska Dagda, vedíska Pitar, germanska , fornnorræna Tý, baltneska og slavneska Dazbog. Hausos er talið vera nafn á gyðju dögunar í frum-indó-evrópskri trú. Hún er skyld hinni vedísku Ushas, slavnesku Zora, grísku Eos, rómversku Aurora og litháensku Aušra. Íslenska orðið ‘austur’ er tengt þessu, sem og forn-kirkjuslavneska orðið za ustra = árla morguns. Perkwunos var heiti á indó-evrópsku þrumugoði og/eða eikartré. Orðsifjar tengja hann við hinn litháenska Perkunas, lettneska Perkons, forn-rússneska Perun, hvítrússneska Pyarun, pólska Perkun, finnska Perkele og hugsanlega við hinn albanska Perëndi. Annað heiti yfir þrumugoð inniheldur mál - rótina tar-, sem kemur fram í hinum gallverska Taranis og hittíska Tarhunt. Hvernig hinn germanski Þunraz og norræni Þórr koma svo inn í þetta allt, get ég ekki útskýrt í stuttu máli og sleppi því þess vegna. Orðið priHeHa er sagt þýða ástkær vinur, en er einnig nafn á goði/gyðju (aldin)- garðsins. Í sanskrít er hún þekkt sem Priya, í siðum er hún orðin djöfulleg og nefnist Paurwa. Aphrodita hjá Grikkjum merkir „gyðja garðsins“ og er „paradís“ orðskylt. Á fornnorrænu er það Freyja, forn-bæheimska Priye og í Rússlandi (Garða- ríki), er hún dýrkuð sem Paraskeya. Karlkynsmynd goðsins er Prajapati á sanskrít og Priapos á grísku. Apam Napat var líklega sjávargoð í Persíu og í vediskum siðum, sem á sé sam- svörun í Nechtan hjá Keltum, Nethuns hjá Etrúrum, Nerþus/Njörður hjá Germönum og Neptune hjá Latverjum. Sól (sawel) og máni (menot/men-), sem

3 2-Vor sidur 2. tbl. 2007:Vor sidur 2006 4/10/08 10:04 AM Page 4

voru börn himingoðsins voru venjulega hvort af sínu kyni, en hvort þeirra var hvað, gat verið breytilegt innan indó-evrópsku goðafræðinnar. Þau hétu Surya og Mas í hindúisma, Hvar og Mah hjá Írönum; hin grísku og breyttust í Apollo og Artemis, sem komu frá Anatólíu. Á latínu var það Sol og Luna, Sol og Mani voru hjá Germönum og Baltar höfðu Saul ē og M ēnō. Ein goðsögn, sem finnst meðal nánast allra indó-evrópskra trúabragða, er bardagi við orm eða dreka. Má þar nefna Þór – Miðgarðsormur og Sigurður – Fáfni hjá norrænum mönnum; hjá Grikkjum er það Zeus –Typhon, Kronos – Ophion, Apollo – Python, Heracles – Hydra; í Rigveda eru það Indra – Vrtra; Θra ētaona gegn Aži Dah āka eru hjá Persum; Perun – Veles í slavneskri goðafræði og Tarhunt gegn Illuyanka hjá Hittítum. Svipaðar viðureignir finnast í Mesópótamíu í Marduk – Tiamat. Einnig er hjá mörgum trú/dýrkun á heimstré og má hér nefna Germana, Kelta, Hindúa, Slava, Litháa. Þýtt og stytt úr Wikipedia.org Jóhannes Levy

Frá lögsögumanni Nú hefur Árni Einarsson tekið að sér að hafa yfirumsjón með blótum félagsins af Agli Baldurssyni, sem séð hefur að mestu um þau mál sl. 4 –5 ár. Næsta blót félagsins verður haldið sumardaginn fyrsta, á lóðinni okkar í Öskjuhlíðinni, þar sem við fögnum vorinu. ‘Sigurblót’ var það kallað til forna, þegar sumarið hafði sigrast á vetrinum. Það er ekki einungis hringrás náttúrunnar sem heldur áfram, það gerir Ásatrúarfélagið líka. Strax á fyrsta starfsári félagsins eftir löggildingu 1973, sótti það um lóð undir hof. Ekki hlaut það erindi góðar undirtektir hjá Borginni þá, sem e.t.v. var von, því félagið enn í barnsskónum, og fólk ekki búið að átta sig á hvaða alvara lá að baki. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þjóðfélagið og heimurinn allur breyst allverulega. Í dag eru nokkrar arkitektastofur að vinna að útlitshugmyndum að hofbygging- unni okkar og munu þær liggja fyrir í sumar. Áður en tillögurnar verða kynntar verður haldið erindi um hof í Þjóðminjasafni Íslands þar sem leikir og lærðir fjalla um efnið . Ég hvet félagsmenn sem og aðra til að mæta og kynna sér viðhorf þeirra. Loks gefst félagsmönnum kostur á því að kjósa um bestu tillögurnar, en endanleg ákvörð- un verður tekin í lögréttu. Starfsárið framundan er blómlegt. Að undanskildum höfuðblótum félagsins er Kjalnesingagoðinn Jóhanna Harðardóttir með blót í maílok á hefðbundnum stað við Aronsbústað, og hofgoðinn Árni Einarsson, blótar í Heiðmörk, væntanlega í fyrstu viku í júní við næstu gróðursetningarferð félagsins. Allsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson ætlar að vera með blót í Skaftafelli og á Raufarhöfn í sumar og Þórs- nesgoðinn Jónína Kristín Berg, verður með dísablót í haust. Næsta víst þykir mér að Vestfirðingagoðinn Eyvindur P. Eiríksson verði með blót í Arnardalnum sem og hinir landshlutagoðarnir í sínu héraði, en enn hef ég ekki fengið upplýsingar um það. Blótin öll verða nánar auglýst á heimasíðu félagsins: asatru.is. Egill Baldursson

4