Gull sótt í glatkistuna Skráning hljómplötusafns Íþöku í Gegni

Arna Emilía Vigfúsdóttir

Lokaverkefni til BA–gráðu í Bókasafns- og upplýsingafræði

Félagsvísindasvið

Gull sótt í glatkistuna Skráning hljómplötusafns Íþöku í Gegni

Arna Emilía Vigfúsdóttir

Lokaverkefni til BA–gráðu í Bókasafns- og upplýsingafræði Leiðbeinandi: Stefanía Júlíusdóttir

Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Október 2013

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA–gráðu í Bókasafns- og upplýsingafræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Arna Emilía Vigfúsdóttir 2013

Reykjavík, Ísland 2013

Útdráttur Verkefni þetta er lokaverkefni til B.A. prófs í bókasafns- og upplýsingafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hér er hafist handa við skráningu á hljómplötusafni í eigu Menntaskólans í Reykjavík. Má segja að þetta marki aðeins upphaf að mun meiri vinnu því að safnið er nokkuð stórt, um það bil áttahundruð hljómplötur. Skráð er í Gegni og hafa því allir landsmenn aðgang að þessum skráningarupplýsingum. Tilgangur þessa verkefnis er tvíþættur; að gera safninu hærra undir höfði, því þar leynast perlur sem vert er að varðveita en einnig að gera upplýsingar um safnkostinn aðgengilegar fyrir notendur á rafrænu formi, ekki síst nemendur Menntaskólans í Reykjavík.

4

Formáli Vinna í verkefninu hófst í mars 2012 en þá fór ég á námskeið í skráningu hjá Landsker- fum bókasafna. Safnið sem um ræðir er hljómplötusafn staðsett í gluggalausri kompu í Bókhlöðunni Íþöku. Safnið er nálægt áttahundruð hljómplötur, aðallega frá sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar og er því allt of viðamikið verk að skrá það allt fyrir þetta verkefni. Ekki er um neina gjafaskrá eða aðrar upplýsingar að ræða um það hvernig saf- nið eignaðist þessar plötur né eru þetta sjálfstæðar einingar sem hægt er að afmarka sig við ( stórar gjafir frá einstaklingum eða söfn úr dánarbúum, um ekkert slíkt er að ræða), því miður. Safnið er samsett af einstökum hljómplötum sem keyptar hafa verið eða gef- nar til safnsins í gegnum misserin og árin, án forsögu eða upplýsinga. Það var því ekki vandalaust að marka vinnuna og velja hvað hluti safnsins yrði skráður. Á endanum varð niðurstaðan sú að skrá eftir höfundum efnis, nokkurn veginn í stafrófsröð, eftir því sem hægt var. Byrja á Bach og reyna að komast úr b-inu því sannast sagna eru ótrúlega mar- gir höfundar (þýsku risarnir) einmitt undir þeim bókstaf. Heildarfjöldi skráninga í þessu verkefni eru 144 færslur. Það verður ekki komist hjá því að nefna vandamál og erfiðleika við þessa vinnu. Öll vinna við þetta verkefni hefur verið mikil þrautaganga . Ekki var hægt að nýta sér fyrri reynslu því hún var ekki til staðar, það er að segja , ekki hefur áður verið gert B.A. verkefni sem gengur út á skráningu í Gegni. Ég mun ekki nefna öll vandræði mín hér en það sem aðallega stóð í veginum var að fá færslurnar mínar á það form, upplýsingalega- og útlitlega séð, að boðlegt væri fyrir verkefnið. Það þurfti endalaust að taka út eða bæta við færslurnar. Tíminn sem fór í þetta var allt of mikill og hefði að ósekju mátt fara í annað. Með þessa reynslu að leiðarljósi og að óbreyttu, get ég ekki mælt með því við nemendur sem huga að B.A. verkefnum í skráningu, geri það í Gegni. Allar þær upplýsingar sem nýttar eru, eru fengnar beint af hljómplötunni sjálfri, þær upplýsingar sem eru á albúmi eru notaðar til staðfestingar á því sem stendur á plötunni. Oft þarf að notast við stækkunargler því letrið er smátt og óskýrt. Greinilegt er að engar staðlaðar reglur eru um upplýsingar á plötunum enda tíðkaðist það ekki fyrir 50-60 árum. Stundum vantar upplýsingar, sérstaklega hvað varðar útgáfuár og útgáfustað eða tæmandi upplýsingar um flytjendur (það er þó sjaldnar). Í raun má segja að upplýsingarnar þættu ófullnægjandi í dag þó aldrei svo mjög að ekki sé hægt að nýta sér eitthvað til að eintakið finnist. Þetta er merkilegt safn með fágætum upptökum, jafnvel ófáanlegum, sem vert er

5

að skrá og halda utanum á sómasamlegan hátt. Ég hef fulla trú á því að safnið fái betri og aðgengilegri geymslustað um leið og það verður skráð. Leiðbeinandi við þetta verkefni var Stefanía Júlíusdóttir og færi ég henni mínar bestu þakkir. Ragnhildur Blöndal bókavörður á Íþöku var betri en enginn, hvatti mig til dáða hvern dag og leiddi mig um þrönga stigu skráningarinnar. Einnig vil ég þakka þeim ágætis konum hjá Skráningarráði Gegnis fyrir námskeiðið og aðstoð á lokasprettinum og að síðust Guðnýju Jónasdóttur fyrir upplýsingar um Bókhlöðuna Íþöku.

6

Efnisyfirlit

Útdráttur ...... 4

Formáli ...... 5

Efnisyfirlit ...... 7

Inngangur ...... 8

Um Safnið ...... 9

Um hljómplötuna ...... 13

Um Gegni ...... 14

Aleph 500 bókasafnskerfið á Íslandi ...... 15

Marksnið ...... 16

Verklag og uppbygging ...... 17

Lokaorð ...... 20

Heimildaskrá ...... 21

Skráningin ...... 23

7

Inngangur Það kom í ljós seinni part vetrar 2012 að B.A. verkefnið mitt í bókasafns-og upplýsin- gafræði gæti verið skráning þessarra fágætu hljómplatna. Yngvi Pétursson rektor Menn- taskólans í Reykjavík gaf á þetta grænt ljós og það gerði einnig Stefanía Júlíusdóttir leiðbeinandi. Það gladdi mig mjög. Hér á eftir mun ég stuttlega segja frá bókhlöðunni Íþöku og gera grein fyrir Gegni og Aleph 500 bókasafnskerfinu. Þar næst koma nokkur orð um sögu hljómplötunnar, lokaorð, heimildaskrá og loks sjálf skráin.

8

Um Safnið Sunnan við Menntaskólann í Reykjavík stendur bókhlaða skólans sem Bókhlöðustígur er kenndur við, hvítt steinhús, oftast kallað Íþaka. Húsið var byggt á árunum 1866-67 og er fyrsta hús sem byggt er eingöngu undir bókasafn hér á landi. Klentz, danskur timbur- meistari, teiknaði húsið og danskir iðnaðarmenn reistu það. Forsögu hússins má rekja til þess að enskur kaupmaður, Charles Kelsall að nafni, hreifst af því að jafnfátæk og fámenn þjóð og Íslendingar gæti haldið uppi sjálfstæðu menningarlífi. Hann ánafnaði Latínuskólanum í Reykjavík í erfðaskrá sinni (árið 1853) þúsund pundum sem notuð skyldu til þess að reisa bókhlöðu fyrir skólann.1 Í upphafi voru söfnin tvö talsins, annars vegar svokallað BSR-safn (Bibliotheca Scholae Reykjavicensins) og hins vegar nemendasafnið sem oftast er kennt við Íþöku en um 1974 voru söfnin formlega sameinuð. Saga BSR-safnsins hefur enn ekki verið skrifuð en telja má víst að safnið eigi upptök sín í latínuskólunum í Skálholti og á Hólum. Um aldamótin 1800 voru þeir sameinaðir í Hólavallaskóla. Hann var seinna fluttur til Bessastaða og að lokum til Reykjavíkur árið 1846. Safnsins er fyrst getið svo vitað sé í fyrstu prentuðu skýrslunni um Bessastaðaskóla 1840-1841. Þar segir að bækur skólans hafi verið geymdar í turni Bessastaðakirkju og í herbergi á kirkjuloftinu. Þegar skólinn flyst frá Bessastöðum til Reykjavíkur var bókasafnið til húsa á lofti Dómkirkjunnar til ársins 1856. Þá var það flutt í þakherbergi skólahússins og er þar sennilega allt þar til að bókhlaðan reis. Bókasafninu, Bibliotheca Scholae Reykjavicensis, var þá komið fyrir á neðri hæð Íþöku. Safnið var undir yfirumsjón rektors. Þeir sem notuðu safnið voru kennarar og fræðimenn, nemendur höfðu lítið af því að segja enda í raun lokað þeim. BSR-safnið var lengi vel eitt merkasta bókasafn landsins. Á 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar barst því merk bókagjöf frá Oxfordháskóla og einnig eignaðist það mörg einkasöfn helstu menntamanna 19. aldar. Árið 1862 kom út "Registur yfir Bókasafn hins Lærða skóla í Reykjavík" sem Jón Árnason samdi.2 Halldór Hermannsson prófessor segir eftirfarandi um safnið: "Ég kom í Latínuskólann árið 1892, og þá var mér einna mest forvitni að kynnast bókasafni skólans. Um vorið, þegar ég gekk inn í skólann, sá ég það fyrst gegnum gluggana á bókhlöðunni.

1 Sigurður Líndal. (1967) 2 Jón Árnason. (1862).

9

Á skólaárinu var það opið til útláns einn dag í viku, frá kl. 2 til 3 á hverjum laugardegi. Jón Þorkelsson rektor var þar þá og sá um útlánið og varð vanalega sjálfur að leita að bókunum, sem beðið var um. En sjaldan voru margir þar, sem vildu fá lánaðar bækur. Ástæðan fyrir því var meðal annars sú, að fáir vissu, hvað bókasafnið hafði að geyma. Það voru til tvær prentaðar skrár yfir safnið, hin fyrri frá 1862 eftir Jón Árnason, hin síðari frá 1870, og á hverju ári var prentaður í skólaskýrslunni listi yfir þær bækur, sem höfðu bætzt við safnið á árinu. Mikið af því nýjasta, sem keypt var, svo sem handbækur, orðabækur og tímarit, kom þó ekki í safnið sjálft, en var geymt inni á kennarastofunni í skólahúsinu kennurunum til afnota. Í prentuðu skránum var raðað eftir efni bókanna, og sömu niðurröðun var líka fylgt á hillunum, án þess þó að bækurnar þar væru tölusettar. Engin höfundaskrá var til. Það var því enginn hægðarleikur að komast á stuttum tíma að raun um, hvað væri til á safninu."3. Halldór segir safnið hafa aðallega verið vísindasafn og lítið við hæfi skólapilta. Mest af bókum um klassísku málin og bókmenntir. Aðrar bækur segir hann að margar hverjar hafi verið úreltar. Þegar skólinn flyst frá Bessastöðum til Reykjavíkur stofnuðu skólapiltar og nokkrir kennarar með sér lestrarfélag. Félag þetta var kallað Bókasafn skólapilta og voru því tvö aðgreind skólasöfn frá upphafi í skólanum. Ekki var mikil gróska framan af í félagi skólapilta. Árið 1879 kom hingað til lands bandaríski prófessorinn Willard Fiske, sem seinna varð prófessor í norrænum fræðum við Cornellháskóla í Íþöku í New York-ríki. Fiske sýndi skólapiltum mikinn hlýhug og vildi stuðla að auknum bóklestri þeirra. Hann gerði það að tillögu sinni að þeir stofnuðu með sér nýtt lestrarfélag og skyldu allir skólapiltar og kennarar vera félagar þess. Félagið var stofnað og í heiðurskyni við velgjörðarmann þess var ákveðið að nefna það eftir heimabæ hans, Íþöku. Þannig komst á fót lestrarfélagið Íþaka sem síðar var kallað bókasafnið Íþaka. Í fyrstu lögum Íþöku segir m.a. að tilgangur félagins sé að "efla menntun og fróðleik félagsmanna, einkum að auka þekkingu þeirra á menntunarástandi annarra núlifandi þjóða."4 Starfsemi lestrarfélagins var í upphafi með þeim hætti að ein bekkjarstofa skólahússins var notuð sem lestrarstofa félagsins. Þar máttu kennarar og skólapiltar sitja við bóklestur á sunnudögum og frídögum. Bækurnar voru fyrst geymdar í kennarastofu en bornar í lestrarstofuna á fyrrnefndum dögum. Fljótlega fékk lestrarfélagið inni í bókhlöðunni og hafði þar tvö lítil herbergi vinstra megin við gamla

3 Halldór Hermannsson. (1946). 4 Lög um Íþöku. (1888).

10

innganginn frá Bókhlöðustíg. Aðeins eitt félag auk Framtíðarinnar átt sér óslitinn starfsferil [árin 1883-1909] , og það erlestrarfélagið Íþaka.5 Upphaf Íþökusafnsins er rakið til velgjörðamannsins Williams Fiske á síðari hluta nítjándu aldar. Bókasafnið Íþaka hefur lengst verið undir stjórn nemenda sjálfra og hafa þeir frá upphafi borgað fast árgjald til safnsins. Sérstök Íþökunefnd sá um útlán úr safninu og öflun nýrra bóka. Nefndin var árlega kosin á almennum fundi skólapilta, og átti einn af kennurum skólans jafnan sæti í henni. Íþökunefnd seldi á hverju hausti hluta af bókakosti bókasafnsins til þess að afla fjár til bókakaupa og þannig endurnýja bókaeignina. Björn Ólsen rektor bannaði bókauppboðin 1895 og sagði þau vera tímaeyðslu frá námi og valda óráðsíu í fjármálum. Skólapiltar fengu þó leyfi til að halda eigin bókauppboð á vorin og seldu gamlar skólabækur. Þessi bókauppboð voru haldin langt fram á miðja tuttugustu öld. Vorið 1965 hófst skráning og flokkun Íþökusafns samkvæmt Dewey-kerfi. Það verk vann Gunnar Karlsson sagnfræðingur. Veturinn þar á eft var safnið flutt af lofti Íþöku í tvö herbergi í kjallara Casa Nova sem var ný bygging við skólann. Er safnið þar allt þar til það er aftur flutt í Íþöku árið 1976 þegar söfnin voru sameinuð. Segja má að samræmd skráning bóka á Íslandi hafi haldist í hendur við bókasafnsfræðikennslu í Háskóla Íslands og eftir 1970 kom þrýstingur á söfnin í landinu um að taka upp samræmda og "fræðilega" skráningu bóka og safnakosts. Gunnar Karlsson prófessor við H.Í. var fenginn til að skrásetja nemendasafnið. Þeirri skráningu og flutningi bókanna á bókhlöðuloftið var lokið haustið 1977. Hluti BSR- safnsins var þá þegar á lestrarsal bókhlöðunnar, annar hluti þess í geymslum skólans og einhver hluti á Landsbókasafni Íslands.6 Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á bókhlöðunni á þeim 130 árum sem liðin eru. Rishæðin var ekki innréttuð fyrr en á árunum 1928-30 og þá sem heimavist. Reyndar var hún aldrei notuð sem slík. Þar var um margra ára skeið vinnustofa Finns Jónssonar málara. Hinn fyrsta mars 1930 var lessalurinn opnaður og voru þar sæti fyrir 50 safngesti. Íþaka var líka félagsheimili nemenda, haldin voru útvarpskvöld og ríkið gaf skólanum kvikmyndavél. Árið 1935 þegar kreppan var allsráðandi var ekki hægt að kynda húsið nema 1-2 tíma á dag. Lessalnum var lokað og mestöll starfsemi bókhlöðunnar lagðist niður. Árið 1940 hernámu Bretar menntaskólann, en skólinn fékk

5 Heimir Þorleifsson. (1978). 6 Guðný Jónasdóttir. (1980).

11

þó að halda Íþöku. Eftir að hernámi skólans lauk 1942 var þar greiðasala fyrir nemendur skólans og var sú starfsemi þar allt til ársins 1966.7 Árin 1957-58 var húsinu breytt og þar rekið félagsheimili skólans. Þar voru meðal annars dansleikir, málfundir og söngkennsla. Hluti Íþökusafns var sett í lítið herbergi á rishæð, hinn hlutinn settur í geymslu á háalofti skólans. Bækur BSR-safnins voru settar í geymslu (1957) í kjallara leikfimishússins.8 Haustið 1965 var Íþökusafnið sameinað aftur og sett í bókaskápa í kjallara Casa Nova. Hljómplötusafnið sem tilheyrði Íþökusafni var flutt í loftherbergi Íþöku þar sem það er enn þann dag í dag. Íþaka fékk svo aftur upprunalegt hlutverk sitt 1967-68. Fjörutíu árum seinna eða þann 28. febrúar 1970 er lessalurinn opnaður aftur til afnota fyrir nemendur og kennara. Þar rúmast nú 30 manns í sæti. Haustið 1991 var keypt tölva á safnið og skráning hafin eftir norska skráningarkerfinu MicroMarc. Skráningu er nú lokið, þó er eftir að skrá hluta af efni í geymslum og í hinum ýmsu deildum skólans. Með tilkomu tölvuvæðingar varð aftur bylting í málefnum safnsins. Spjaldskrá var einungis höfundaskrá, mjög ófullkomin og hefur hún verið afskrifuð.9 Í byrjun árs 1995 var byrjað að strikamerkja bækur og undirbúa tölvuvædd útlán og haustið 2001 var það loks tekið í gagnið. Árið 2005 var byrjað að tengja safnkostinn við Gegni, samskrá íslenskra bókasafna og má nú finna mestan hluta hans þar.10 Nýjasta viðbótin er markviss skráning hljómplötusafnsins í Gegni.

7 Ragnhildur Blöndal. (1997). 8 Ragnhildur Blöndal. (1997). 9 Ragnhildur Blöndal. (1997). 10 Ragnhildur Blöndal. (1997).

12

Um hljómplötuna Árið 1877 fann Thomas Alva Edison upp hljóðritann og kallaði hann phonograph. Á grísku stendur phono fyrir hljóð og graph þýðir ritun. Ellefu árum síðar, eða í maí 1887 sótti Emilie Berliner, þýskur innflytjandi í Ameríku, um einkaleyfi á grammófóninum sem lék hljómplötur í stað vaxhólka. Sama ár og Berliner sótti um einkaleyfið þróaði hann einnig aðferð til að fjölfalda hljómplötur en fjölföldun hljóðrita hafði verið aðal vandamál Edison. Grammófónninn var kominn til að vera enda þóttu grammófónplöturnar mun hentugri til hljóðritunar en það sem áður þekktist og voru tóngæðin einnig mun meiri. Árið 1889 voru fyrstu grammófónplöturnar fjölfaldaðar og árið eftir kom grammófónninn svo á almennan markað. Hljómplatan, er geymslumiðill fyrir hljóðritað efni. Hljóðefnið, yfirleitt tónlist, er geymt á plötunni á bylgjulaga rákum sem eru ættar í plötuna, sem liggja í hringi frá ystu brún plötunnar og í átt að miðju. Til að spila upptöku af hljómplötu er notaður plötuspilari. Hljómplötur eru framleiddar í ýmsum stærðum, en stærðunum er alltaf lýst í tommum. Algengustu stærðirnar eru tólf tommur (oftast ritað sem 12") fyrir heilar plötur, sjö tommur (7") fyrir smáskífur, en framan af voru tíu tommu plötur (10") algengastar. Snúningshraði platna er mismunandi, en langflestar nýrri upptökur eru 33 snúningar á mínútu eða 44 snúningar á mínútu (45 r.p.m. algengast fyrir smáskífur). Á fyrri hluta 20. aldar voru plötur sem snérust 78 snúninga á mínútu algengar, og enn eru margir plötuspilarar sem spila þannig plötur, þó að framleiðslu á þeim hafi mestmegnis verið hætt upp úr miðbiki síðustu aldar. Hljómplötur og plötuspilarar voru vinsælasta afspilunartæknin fyrir tónlist frá um 1920 og þangað til að geisladiskar (sem komu fyrir almenningssjónir á níunda árartugnum), sem eru smærri, ódýrari í framleiðslu og geta geymt meira af uppteknu efni, tóku við.11 Á tíunda áratugnum voru vínylplötur áfram vinsælasta afspilunarsniðið hjá plötusnúðum, er það ekki síst þeim að þakka að sala jókst aftur, hægt og bítandi frá árinu 1991 til 2000. Frá 2007 hefur sala á hljómplötum vaxið með hverjum líðandi degi.

11 Ólafur Þór Þorsteinsson. (2006).

13

Um Gegni Reglur um skráningu í Gegni eru mjög strangar. Til að fá skráningarheimild í Gegni þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 Að vera bókasafns- og upplýsingafræðingur.  Að hafa sótt námskeið í skráningu í Gegni hjá Landskerfi bókasafna. Til þess að geta sótt slíkt námskeið þarf viðkomandi að geta sýnt fram á að hann/hún kunni skil á skráningarhugtökum og MARC-sniði.

Ritstjóri Gegnis hefur eftirlit með nýjum skrásetjurum. Standist þeir ekki kröfur, áskilur skráningarráð sér rétt til að afturkalla skráningarheimildir. Reglur um skráningarheimildir eru endurskoðaðar reglulega. Gegnir byggir á bókasafnskerfinu Aleph 500 frá Ex Libris, en þetta kerfi og önnur kerfi fyrirtækisins eru notuð hjá 1.650 viðskiptavinum í 57 löndum, þar á meðal hjá British Library, MIT, University College i London, AstraZeneca, Hebreska háskólanum í Jerúsalem, Landsbókasafni Rússlands, Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og Landsbókasafni Kína (upplýsingar frá september 2005). Ex Libris hefur yfir 20 ára reynslu í þróun og rekstri bókasafnskerfa og er Aleph 500 flaggskipið.12 Aleph 500 er biðlara-miðlara kerfi sem keyrir á Oracle gagnagrunnskerfi og byggir á ríkjandi stöðlum, svo sem Z39.50, Unicode og MARC 21. Aleph 500 er alhliða, samhæft bókasafnskerfi sem nýtist í öllum almennum verkefnum og rekstri bókasafna. Það skiptist í eftirfarandi þætti: aðföng, skráningu, tímaritahald, leit, útlán, millisafnalán og almenningsaðgang. Kerfið hentar bókasöfnum óháð stærð og safnategund.

12 Landskerfi bókasafna. (2013).

14

Aleph 500 bókasafnskerfið á Íslandi Sú útgáfa af Aleph 500 sem nú er í notkun hérlendis er 18.01. Uppsetning kerfisins felur í sér að flett er upp í einni bókfræðilegri samskrá og því er hægt að leita í safnkosti aðil- darsafna kerfisins á einum stað. Kerfisbúnaður og vefþjónn eru vistaðir á einni vél og gagnagrunnur á annarri. Tvær vélar til viðbótar geyma sams konar uppsetningu og eru notaðar við kennslu, uppfærslur og prófanir hvers konar. Búnaður kerfisins miðast við að 550 bókaverðir geti notað það samtímis, auk 300 samtímanotenda á vefnum.13

13 Landskerfi bókasafna. (2013).

15

Marksnið Marksnið (MARC format) eru snið fyrir skráningu bókfræðilegra upplýsinga á tölvutæku formi. Misjafnt er eftir bókasafnskerfum hvaða marksnið hafa verið í notkun hérlendis. Með tilkomu Aleph 500 verður tekið upp MARC21 sniðið eða USMARC eins og það er einnig nefnt. MARC21 er það snið sem er ríkjandi í dag en svo virðist sem bókfræðisnið bundin við tiltekin lönd séu á undanhaldi.14 Leitarvefurinn http://leitir.is leitar samtímis í Gegni sem er samskrá velflestra bókasafna í landinu, tengdu stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi. Vefurinn (leitir.is) opnar á nýjan hátt aðgang að ómetanlegum menningarverðmætum sem fólgin eru í söfnum landsins og gera notendum kleift að afla sér margþættra upplýsinga á einum stað sér til verulegs hagræðis. Alveg er ljóst að þessi aukna leitarvirkni gagnast notendum og þá um leið þjóðinni við hvers kyns upplýsingaleit sem tengst getur skólagöngu, sérfræðivinnu, rannsóknum eða dægradvöl. Eftirfarandi gagnasöfn eru nú aðgengileg í gegnum leitarvefinn: Bækur.is sem er stafræn endurgerð gamalla íslenskra bóka, Elib sem er áskrift bókasafns Norræna hússins að rafrænum bókum, Gegnir sem er samskrá íslenskra bókasafna, Hirsla sem geymir vísinda- og fræðigreinar starfsmanna Landspítala- háskólasjúkrahúss, Hvar.is sem er landsaðgangur að erlendum gagnasöfnum og rafrænum tímaritum, Myndavefur Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem inniheldur fjölmörg ljósmyndasöfn í eigu safnsins, Skemman sem er safn námsritgerða og rannsóknarita háskólanna og Timarit.is sem veitir aðgang að fjölmörgum dagblöðum og tímaritum sem hafa verið gefin út á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum.15

14 Landskerfi bókasafna. (2013). 15 Landskerfi bókasafna. (2013).

16

Verklag og uppbygging Skráningin tekur yfir 144 hljómplötu úr bókasafni Menntaskólans í Reykjavík en það er varðveitt í lítilli kompu (kölluð hitakompan)á efri hæð Íþöku. Skráð er í Gegni.16 Eins og nefnt er í formála er ekki nokkur reynsla komin á það að skrá B.A. verkefni í Gegni og reyndi töluvert á það. Þar af leiðandi er uppbygging verkefninsins ekki hefðbundin upp- bygging skráningarverkefna til B.A.prófs. Kerfið sem skráð er í er þungt í vöfum og bíður ekki upp á það sem þarf, hvað þá sérþarfir. Það má því segja að Gegnir ráði ferðin- ni við þessa skráningu. Í staðinn kemur að skráningin þjónar þeim sem nýta sér Gegni til leitar að ákveðnu efni og í þessu tilfelli hljómplöturnar góðu. Með einfaldri skipun í lei- tarþætti er hægt að kalla fram upplýsingar um ákveðna hljómplötu (nafn höfundar, titill eða efni). Það var í raun vissan um þetta sem var drifkrafturinn við gerð verkefnisins. Eins og nærri má geta var nauðsynlegt að hafa gátlista um skráningu á hljóðritaðri tónlist við höndina og var hann í stöðugri notkun ásamt Flokkunarkerfi Deweys17, einnig var stuðst við Skráningarreglur bókasafna.18 Gagnfræðakver handa háskólanemum kom að notum við frágang heimilda19 og stuðst var við ISBD staðal20 um mynd- og margmiðlunarefni varðandi samræmingu við skráningu á rafrænu efni. Við val á efnisorðum var stuðst við rafrænu útgáfuna af Kerfisbundnum efnisorðalykli fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar21 og Kerfisbundin efnisorðalykil, heildarviðbætur með breytingum 2004-20107.22 Hér á eftir verður leitast við að lýsa hvernig skráningin fer fram og hvar helstu áherslu eru lagðar. Eitthvað er um skemmdar hljómplötur og voru þær lagðar til hliðar til síðar tíma skoðunnar. Einnig er nokkuð um að sama platan væri í fleiru en einu eintaki voru þær þá skráðar í eina færslu það að sjálfssögðu tilgreint við skráningu. Að mestu gilda sömu reglur um skráningu á klassískri tónlist og popptónlist. Val á aðalhöfði er þó mismunandi. Klassísk tónlist er skráð á tónskáld eða flytjanda. Algengast er að skrá popptónlist á flytjanda (einstakling eða hljómsveit). Fyrir kemur að popptónlist

16 Gegnir. (2010). 17 Dewey, Melvil. (2002) 18 Gorman, Michael. (1988). 19 Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2007). 20 International Federation of Library Associations and Institutions. (1987). 21 (Þórdís T. Þórarinsdóttir og Margrét Loftsdóttir. (2001). 22 Efnisorðaráð. (2007).

17

er skráð á tónskáld ef eitt tónskáld hefur samið öll lög á diski og flytjendur eru margir (fleiri en þrír). Þegar um hljómsveit er að ræða er hún valin sem aðalhöfuð. Það á líka við þó einn aðili hafi samið öll lögin. Hér á eftir mun ég fara í gegnum eina færslu og taka fyrir helstu áhersluatriði við skráninguna.23 Fyrsti hluti færslu er svokalla stýrisvið (Leader)- þar koma fram upplýsingar um færsluna sem slíka auk upplýsinga um efnistegund/type of record (sæti 06) og tegund færslu/bibliographic level (sæti 07)

Dæmi: Gefið út á diski ( 007 / 01 = d) Gefið út á Íslandi (008 / 15-16 = ic) Sönglist (008 / 18-19 = sg) Ætlað fullorðnum (008 / 22 = e) Á íslensku (008 / 35-37 = ice) 100 – Höfundur , farið í höfðalista (sótt í gagnagrunn) 110 – Hljómsveit, farið í höfðalista 245 – Titill og ábyrgðaraðild Ábyrgðaraðilar eru hér greindir í eftirfarandi röð eftir því sem tilefni er til (á fyrst og fremst við um klassíska tónlist): Höfundur tónlistar (lang algengast), flytjandi, stjórnandi

250 - Útgáfa 260 – Prentsögn 300 - Umfang 300 ## $$a1 hljómplata (LP) (33 snún.) ;$$c32sm 500 – Athugasemd Almennar athugasemdir, einnig athugasemdir um upptökur.

505 – Efnistal Tvö bandstrik milli atriða. Undantekning er ef ábyrgðaraðild er greind, þá má safna nokkrum titlum saman undir eina ábyrgðaraðild. Ef það er gert, þá eru titlar með sömu ábyrgðaraðild aðgreindir með semikommu.

511 – Flytjend Fyrirsögnin „Leikarar/Flytjendur“ birtist á gegnir.is650 #4 – Efnisorð 700 – Aukafærsla á ábyrgðaraðila

23 Handbók skrásetjara. (2013).

18

Notað eftir því sem fram kemur í lýsingu og þörfum hverju sinni.

710 – Aukafærsla á hljómsveit ( skoða höfðalista) . Fyrir aftan nafn hljómsveitar má setja í sviga (hljómsveit) eða aðra útskýringu, sé nafnið ekki lýsandi

740 – Aukafærsla á titil Notað eftir þörfum, formgreining $h[hljóðrit]

19

Lokaorð Vinnan við verkefnið hefur verið mjög tímafrek og krefjandi hvort sem litið er á inntak verksins eða umhverfið sem það er unnið í. Skipst hefur á skini og skúrum. Umfram allt hefur þetta verið lærdómsríkt og það er ekki ónýtt að reyna sitt besta til að koma mennin- garverðmætum í skjól og um leið til almennings, því það á sér stað við skráningu þessara hálfrar aldar gömlu hljómplatna.

20

Heimildaskrá

Dewey, Melvil. (2002). Flokkunarkerfi Deweys ásamt afstæðum efnislykli. Reykjavík : Landsbókasafn Íslands- Háskólabókasafn.

Efnisorðaráð. (2007). Kerfisbundinn efnisorðalykill: Heildarviðbætur og breytingar 2004-2010. Sótt janúar - apríl 2013 af http://www.landskerfi.is/skjol/efnisord/ KE3_vidbaetur_2004_2010_abc_110.pdf.

Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2007). Gagnfræðakver handa háskólanemum, (4. Útgáfa). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Gegnir. (2010). Sótt af vef Gegnis, febrúar – apríl 2013 af http://gegnir.is/ F?RN=628082102.

Guðný Jónasdóttir. (1980). Íþaka. Hundrað ára afmæli. Skólablað MR 56,1:16-17.

Gorman, Michael. (1988). Skráningarreglur bókasafna: Stytt gerð eftir eftir AACR2. (Íslensk þýðing Sigbergur Friðriksson). Reykjavík: Samstarfsnefnd um upplýsingamál.

Handbók skrásetjara. Sótt á http://hask.landsbokasafn.is/index.php?page=tonlist. Sótt október 2012.

Halldór Hermannsson. (1946). Bókasöfn skólans. Ármann Kristinsson (ritstjóri), Minningar úr menntaskóla (bls. 171-176). Reykjavík: Ármann Kristinsson.

Heimir Þorleifsson. (1978). Saga Reykjavíkurskóla. II. Bindi. Reykjavík: Sögusjóður Menntaskólans í Reykjavík.

-Jón Árnason (1862). Registur yfir bókasafn hins Lærða skóla í Reykjavík. Reykjavík: Prentsmiðja Íslands.

International Federation of Library Associations and Institutions. (1987). ISBD (MBN): International standard bibliographic description for non-book materials. British Library Bibliographic Services. Sótt í gegnum vef hask.landsbokasafn.is, febrúar - apríl 2013 af http://archive.ifla.org/VII/s13/pubs/ISBDNBM_sept28_04.pdf.

21

Lög „Íþöku“, lestrarfjelags hins lærða skóla í Reykjavík (1888). Skýrsla umhinn lærða skóla í reykjavík skóla árið 1887-88 (bls. 27-31). Reykjavík: Prentsmiðja Ísafoldar.

Landskerfi bókasafna-Skráningarheimildir. Sótt í maí 2013 af http://www.landskerfi.is/ skjol/skranrad/leidb/2007_04_16_skilyrdi_til_skraningarheimildar.pdf

Ólafur Þór Þorsteinsson. (2006). Saga íslensku hljómplötunnar 1910-1958. Sótt í mars 2013 á http://saga-slensku-hlj-mpl-tunnar-1910

Ragnhildur Blöndal. (1997). Sál aldanna (bls. 367-373). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Sigurður Líndal. (1967). Byggingasaga Bókhlöðu Menntaskólans í Reykjavík, Skýrsla Menntaskólans í Reykjavík skólaárið 1966-1967 (bls. 111-127). Reykjavík: Menntaskólinn í Reykjavík.

Þórdís T. Þórarinsdóttir og Margrét Loftsdóttir. (2001). Kerfisbundinn efnisorðalykill fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar. Reykjavík: Höfundar. Sótt af vef Landskerfis bókasafna, janúar – apríl 2013 af http://www.lands kerfi.is/ php/efnisord.php.

Viðmælendur

Guðný Jónasdóttir. (2012)

Ragnhildur Blöndal. (2012)

22

Skráningin

Færslunr.: 1 Höfundur Bach, Carl Philipp Emanuel, 1714-1788 Titill Die deutsche Vorklassik (1700-1760) [hljóðrit] / Carl Philipp Emanuel Bach. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, 1964. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SAPM 198351 a Innihald Konzert für Violoncello, Streicher und Continuo a-moll, Wq 170 -- Quartett für flöte, Bratsche, Violoncello und Klavier a-moll, Wq 93 -- Trio für Baßblockflöte, Bratsche und Continuo F-dur, Wq 163 Leikarar/Flytj. Hans Martin Linde, þverflauta, blokkflauta ; Emil Seiler, víóla ; Klaus Storck, selló ; Rudolf Zartner, Hammerflügel, semba; Mathieu Lange stjórnandi ; Berliner Kammermusikkreis Efni Selló Efni Blokkflauta Efni Semball Efni Konsertar Efni Víóla Aukafærsla Linde, Hans-Martin, 1930- Aukafærsla Storck, Karl, 1873-1920 Aukafærsla Seiler, Emil Aukafærsla Zartner, Rudolf Aukafærsla Lange, Mathieu Aukaf. - titill Die deutsche Vorklassik (1700-1760) [hljóðrit] Aukaf. - titill Konzert für Violoncello, Streicher und Continuo a-moll, Wq 170[hljóðrit] Aukaf. - titill Trio für Baßblockflöte, Bratsche und Continuo F-dur, Wq 163[hljóðrit]

Færslunr.: 2 Höfundur Bach, Johann Christian, 1735-1782 Titill Duet in F major op. 18 no. 6 [hljóðrit] / Johann Christian Bach. Staður Forlag Ár [S.l.] : Philips, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP)(33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer A 04911 L Innihald Concerto in C major BWV 1061: for two hapsicords and strings / J. C. Bach -- Duet in F major op. 18 no. 6: for hapsicord duos / J. S. Bach -- Concerto a duoi cembali concertati: concerto in F major for two harpsichords / W. F. Bach -- Duet in A major op. 18 no. 5 / J. C. Bach Leikarar/Flytj. Rafael Puyana,sembal ; Genoveva Gálivez,sembal ; Clarion Concerts Orchestra ; Newell Jenkins, stjórnandi Efni Semball Aukafærsla Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Aukafærsla Bach, Wilhelm Friedemann, 1710-1784

23

Aukafærsla Puyana, Rafael, 1931-2013 Aukafærsla Gálvez, Genoveva Aukafærsla Jenkins, Newell, 1915-1996 Aukafærsla Clarion Concerts Orchestra Aukaf. - titill Concerto in C major BWV 1061 [hljóðrit] Aukaf. - titill Concerto in F major for two harpsicords [hljóðrit] Aukaf. - titill Duet in A major op. 18 no. 5 [hljóðrit]

Færslunr.: 3 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill The art of the Fugue [hljóðrit] / . Staður Forlag Ár Toronto : CBS, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32sm. Útgáfunúmer RG 72045 Innihald Fugue no. 1 -- Fugue no. 2 -- Fugue no. 3 -- Fugue no. 4 -- Fugue no. 5 -- Fugue no. 6 -- Fugue no. 7 -- Fugue no. 8 -- Fugue no. 8 Leikarar/Flytj. Glenn Gould Efni Einleikur Efni Píanó Efni Fúgur Aukafærsla Gould, Glenn, 1932-1982 Aukaf. - titill The art of the Fugue [hljóðrit]

Færslunr.: 4 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Das alte werk [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár Der Ludgeri-Kirche zu Norden in Ostfriesland : Decca, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer AWD 9915-C Innihald Fantasie G dur BWV 572 -- Pasorale F dur BWV 590 -- Trio-Sonate nr. 3 D moll -- Nr. 6 G dur BWV 527, 530 Leikarar/Flytj. Karl Richter, orgel Efni Orgel Efni Einleikur Efni Sónötur Aukafærsla Richter, Karl, 1926-1981 Aukaf. - titill Das alte werk [hljóðrit] Aukaf. - titill Fantasie G dur BWV 572 [hljóðrit] Aukaf. - titill Pasorale F dur BWV 590 [hljóðrit] Aukaf. - titill Trio-Sonate nr. 3 D moll[hljóðrit]

Færslunr.: 5 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Magnificat in D major [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. [stj Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer CLP 1128 Leikarar/Flytj. Isle Wolf, sópran ; Helen Watts, alt ; Richard Lewis, tenór ; Thomas Hemsley, bariton ; Geraint Jones singers and orchestra , stjórnandi Geraint Jones

24

Efni Trúarleg tónlist Aukafærsla Wolf, Ilse, 1921-1999 Aukafærsla Hemsley, Thomas 1927- 2013 Aukafærsla Watts, Helen, 1927-2009 Aukafærsla Lewis, Richard, 1914-1990 Aukafærsla Jones, Geraint, 1917-1998 Aukafærsla Geraint Jones Orchestra Aukafærsla Geraint Jones Singers Aukaf. - titill Magnificat in D major [hljóðrit]

Færslunr.: 6 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Die Kunst der fuge [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár [S.l.] : Telefunken, [s.a.]. Lýsing 2 hljómplötur (LP) (33 snún.) ; 32 sm. 1 bæklingur Útgáfunúmer AWT 9407 Innihald Contrapuncti I, II, III IV -- Cannon all Ottava -- Contrapunctus XIII - - Fuga a 2 Claviere, Spiegelfugen -- Fuga a 3 Soggetti Leikarar/Flytj. Karl Richter, semball Efni Einleikur Efni Semball Efni Fúgur Aukafærsla Richter, Karl, 1926-1981 Aukaf. - titill Die Kunst der fuge[hljóðrit] Aukaf. - titill Contrapuncti I, II, III IV[hljóðrit] Aukaf – titill Cannon all Ottava[hljóðrit] Aukaf. – titill Contrapunctus XIII[hljóðrit]

Færslunr.: 7 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill David und Igor Oistrach [hljóðrit] / Bach, Beethoven, Vivaldi. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SLPM 138714 Hluti efnis Konzert für 2 Violinen und Stringorchester d-moll, BWV 1043 / Bach -- Romance für Violine und Orchester G - dur, op. 40/Beethoven -- Romance for Violine und Orchester F-dur, op. 50 / Beethoven -- Concerto Grosso A-moll op. 3, nr. 8 / Vivaldi Leikarar/Flytj. , fiðla og stjórnandi ; Igor Oistrakh, fiðla ; The Royal Philharmonic Orchestra ; Sir Eugene Goossens, stjórnandi Efni Konsertar Efni Fiðla Aukafærsla Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Aukafærsla Vivaldi, Antonio, 1678-1741 Aukafærsla Oistrakh, David Fedorovich, 1908-1974 Aukafærsla Oistrakh, Igor 1931- Aukafærsla Goossens, Eugene, 1893-1962 Aukafærsla Royal Philharmonic Orchestra Aukaf. - titill Konzert für 2 Violinen, Streichenorchester, D-moll, BWV 1043

25

[hljóðrit] Aukaf. - titill Romanze für Violine und Orchester, G-dur op. 40 [hljóðrit] Aukaf. - titill Romanze für Violine und Orchester, F-dur . Op. 50 [hljóðrit]

Færslunr.: 8 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill The four orchestral suites [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1240 Innihald Suites no. 3 in D major : Overture, Air, Gavotte 1 and 2, Bourrée, Gigue -- Suite no. 4 in D major: Overture, Bourrée 1 and 2, Gavotte, Menuet, Réjouissance Leikarar/Flytj. The , stjórnandi Otto Klemperer Efni Svítur (tónlist) Aukafærsla Klemperer, Otto, 1885-1973 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Suite No. 4 in D major, BWV 1069 [hljóðrit] Aukaf. - titill Suite no. 3 in D major, BWV 1068 [hljóðrit]

Færslunr.: 9 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Bach Concerti [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer CDS.1551 Hluti efnis Concerto in C major, BWV.1061 (for two keyboard instruments) -- Concerto in F minor, BWV. 1056 -- Concerto in C minor, BWV.1060 (for two keyboard instruments) -- Concerto in A major, BWV.1055 Leikarar/Flytj. Jörg Demus, píanó ; Paul Baldura-Skoda, píanó ; Vienna State Opera Orchestre ; Kurt Redel, stjórnandi Efni Píanó Efni Fjórhentur píanóleikur Efni Konsertar Aukafærsla Redel, Kurt, 1918-2013 Aukafærsla Badura-Skoda, Paul, 1927- Aukafærsla Demus, Jörg, 1928- Aukafærsla Vienna State Opera Orchestra Aukaf. - titill Concerto for two Pianos C major BWV, 1061 [hljóðrit] Aukaf. - titill Concerto for two Pianos in C minor, BWV 1060 [hljóðrit] Aukaf. - titill Piano concerto in F minor, BWV 1056 [hljóðrit] Aukaf. - titill Piano Concerto in A major BWV 1055 [hljóðrit]

Færslunr.: 10 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Guitare-Bach [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár Frakklandi : Disques Vogue, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LD.672.30

26

Innihald Gigue -- Prelude XI -- Courante -- Menuet V -- 4th invention -- Air -- Allemande -- Sarabande -- Prelude X -- Menuet VII -- Prelude III -- 13th invention – Anglaise Leikarar/flytj. André Benichou, gítar Efni Gítarar Aukafærsla Benichou, André Aukaf. - titill Guitare-Bach [hljóðrit] Aukaf. - titill Gigue[hljóðrit] Aukaf. - titill Prelude XI[hljóðrit] Aukaf. - titill Menuet V[hljóðrit] Aukaf. - titill Allemande[hljóðrit] Aukaf. - titill Prelude III[hljóðrit]

Færslunr.: 11 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Overtüre nr. 3 D-dur, BWV 1068 ; Symphonie no. 39 Es-dur KV 543 [hljóðrit ]/ Johann Sebastian Bach, Wolfgang Amadeus Mozart. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LPM 18856 Athugasemd Sögulegar upptökur : Bach árið 1948 í Berlín og Mozart 1942-43 Innihald Overtüre nr. 3 D-dur, BWV 1068, Ouvertüre, Air, Gavotte, Bourrée, Gigure -- Symphonie no. 39 Es-dur KV 543 Leikarar/Flytj. Berlinar Philharmoniker stjórnandi Wilhelm Furtwängler Efni Sinfóníur Aukafærsla Furtwängler, Wilhelm, 1886-1954 Aukafærsla Mozart, Wolfgang Amadeus, 1756-1791 Aukafærsla Berliner Philharmoniker Aukaf. - titill Sinfonia no. 39 in Es-dur, KV 543 [hljóðrit] Aukaf. - titill Overtüre no. 3 D-dur, BWV 1068[hljóðrit] Aukaf. - titill Symphonie no. 39 Es-dur KV 543[hljóðrit]

Færslunr.: 12 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Kantate nr. 56 [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32.sm. Útgáfunúmer 138 969 Hluti efnis Kantate nr. 56 "Ich will den Kreuzstab gerne tragen", BWV 56/Bach -- Kantate "Aus der Tiefe ruhe ich"(Stölzel) -- Fantasia "In Nomine" / Purcell -- Fantasia "In Nomine" / Gibbons Leikarar/Flytj. Dietrich Fischer-Dieskau, baritónn ; André Lardrot, óbó ; Kammerchor ad hoc ; Festival Strings Lucerne ; Rudolf Baumgartner, stjórnandi Efni Kantötur Aukafærsla Stölzel, Gottfried Heinrich, 1690-1749 Aukafærsla Purcell, Henry, 1659-1695 Aukafærsla Gibbons, Orlando, 1583-1625 Aukafærsla Fischer-Dieskau, Dietrich, 1925-2012 Aukafærsla Lardrot, André

27

Aukafærsla Baumgartner, Rudolf, 1917-2002 Aukafærsla Festival Strings Lucerne Aukafærsla Kammerchor ad hoc Aukaf. - titill Kantate nr. 56 [hljóðrit] Aukaf. - titill Kantate "Aus der Tiefe ruhe ich"(Stölzel) [hljóðrit] Aukaf. – titill Fantasia "In Nomine"[hljóðrit]

Færslunr.: 13 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Partitas, Volume 1[hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : EMI, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer XLP.20086 Innihald Partita no. 1 in B flat major BWV 825 -- Partita no. 2 in C minor BWV 826 -- Partita no. 4 in d major BWV 828 Leikarar/Flytj. Joerg Demus Efni Píanó Efni Partítur Efni Einleikur Aukafærsla Demus, Jörg, 1928- Aukaf. - titill Partitas, Volume 1[hljóðrit] Aukaf. - titill Partita no. 1 in B flat major BWV 825[hljóðrit] Aukaf. - titill Partita no. 2 in C minor BWV 826[hljóðrit] Aukaf. - titill Partita no. 4 in d major BWV 828 [hljóðrit]

Færslunr.: 14 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Partitas, Volume 2[hljóðrit] / Jóhann Sebastian Bach Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : EMI, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer XLP.20087 Innihald Partita no. 3 in A minor BWV 827 -- Partita no. 5 in G major BWV 829 -- Partita no. 6 in E minor BWV 830 Leikarar/Flytj. Jörg Demus Efni Píanó Efni Partítur Efni Einleikur Aukafærsla Demus, Jörg, 1928- Aukaf. - titill Partitas, Volume 2[hljóðrit] Aukaf. - titill Partita no. 3 in A minor BWV 827[hljóðrit] Aukaf. - titill Partita no. 5 in G major BWV 829[hljóðrit] Aukaf. - titill Partita no. 6 in E minor BWV 830[hljóðrit]

Færslunr.: 15 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Concerto in the Italien style, in F major, BWV 971 [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár London : Saga records, 1964. Lýsing 1 Hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm.

28

Útgáfunúmer STXID 5224 Innihald Concert in F major BMV 971 Leikarar/Flytj. Maurice Cole, píanó Efni Píanó Aukafærsla Cole, Maurice, 1902-1990 Aukaf. – titill Concerto in the Italien style, in F major, BWV 971 [hljóðrit]

Færslunr.: 16 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Chöre und Arien aus der h-moll-messe [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [1963]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SLPEM 136300 Innihald Kyrie eleison -- Gloria in excelsis Deo -- Et in terra pax -- Quoniam tu solus sanctus -- Cum sancto Spiritus -- Et incarnatus est -- Crucifixus -- Et resurrexit -- Et in Spiritum sanctum, Dominum -- Osanna in ezcelsis -- Agnus Dei -- Dona nobis pacem Leikarar/Flytj. Herta Töpper, alt ; Kieth Engan, bassi ; Dietrich Fischer-Dieskau, bassi ; Münchener Bach-Chor ; Münchener Bach-Orchester ; Karl Richter, stjórnandi Efni Messur (tónlist) Efni Trúarleg tónlist Efni Kórsöngur Aukafærsla Töpper, Hertha, 1924- Aukafærsla Engen, Kieth, 1925-2004 Aukafærsla Fischer-Dieskau, Dietrich, 1925-2012 Aukafærsla Richter, Karl, 1926-1981 Aukafærsla Münchener Bach-Chor Aukafærsla Münchener Bach-Orchester Aukaf. - titill H-Moll-Messe [hljóðrit] Aukaf. - titill Kyrie eleison [hljóðrit] Aukaf. - titill Gloria in excelsis Deo [hljóðrit] Aukaf. - titill Quoniam tu solus sanctus Aukaf. - titill Et resurrexit [hljóðrit] Aukaf. - titill Et in Spiritum sanctum, Dominum[hljóðrit] Aukaf. - titill Osanna in ezcelsis[hljóðrit] Aukaf. - titill Agnus Dei[hljóðrit] Aukaf. - titill Dona nobis pacem[hljóðrit]

Færslunr.: 17 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill The Well-tempered clavier. [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár England : CBS, Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SBRG 72211 Innihald Prelude and Fugue in C -- Prelude and Fugue in C minor -- Prelude and Fugue in C sharp -- Prelude and Fugue in C sharp minor -- Prelude an Fugue in D -- Prelude and Fugue in D minor -- Prelude and Fugue in E flat -- Prelude and Fugue in E flat minor

29

Leikarar/Flytj. Genn Gould Efni Píanó Efni Prelúdíur Efni Einleikur Aukafærsla Gould, Glenn, 1932-1982 Aukaf. – titill The Well-tempered clavier. [hljóðrit] Aukaf. - titill Prelude and Fugue in C [hljóðrit] Aukaf. - titill Prelude and Fugue in C minor [hljóðrit] Aukaf. – titill Prelude and Fugue in C sharp[hljóðrit] Aukaf. – titill Prelude and Fugue in C sharp minor [hljóðrit] Aukaf. – titill Prelude and Fugue in D minor [hljóðrit] Aukaf. – titill Prelude and Fugue in E flat [hljóðrit] Aukaf. – titill Prelude and Fugue in E flat minor [hljóðrit]

Færslunr.: 18 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Concerto in A major for Obeo d'Amore , Concerto for Obeo and strings[hljóðrit] / Bach, Williams. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1963. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer CLP 1656 Leikarar/Flytj. Leon Goossens ásamt Philharmonia Orchestra ; stjórnandi Walter Susskind Efni Strengjasveitir Efni Óbó Efni Einleikur Aukafærsla Williams, Ralph Vaughan, 1872-1958 Aukafærsla Goossens, Leon, 1897-1988. Aukafærsla Susskind, Walter, 1913-1980 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Concerto for Oboe d'Amore in A major (BWV 1055) [hljóðrit] Aukaf. - titill Concerto for Oboe and Strings [hljóðrit]

Færslunr.: 19 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Bach Cantates [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm.. Útgáfunúmer ALP 1888 Innihald Cantatas no. 211: Scheigt stille, plaudert nicht, (Coffee Cantata) -- Cantatas no. 212: Mehr hahn en neue Oberkeet (Peasant Cantata) Leikarar/Flytj. Dietrich Fischer-Dieskau, bariton ; Lisa Otto, sópran ; Karlheinz Zöller, flauta ; Irmgaard Poppen, celló ; Heinz Friedrich Hartig, sembal ; Berlin Philharmonic Orchestra, Karl Forster, stjórnandi ; St Hedwig's Cathedral Choir Efni Kantötur Aukafærsla Fischer-Dieskau, Dietrich, 1925-2012 Aukafærsla Otto, Lisa, 1919- Aukafærsla Traxel, Josef, 1916-1975 Aukafærsla Forster, Karl, 1904-1963

30

Aukafærsla Zöller, Karlheinz, 1928-2005 Aukafærsla Hartig, Heinz Friedrich, 1907-1969 Aukafærsla Poppen, Irmgard Aukafærsla Berlin Philharmonic Orchestra Aukafærsla St. Hedwig's Cathedrale Choir Aukaf. - titill Bach Cantates [hljóðrit] Auka. – titill Cantatas no. 212: Mehr hahn en neue Oberkeet (Peasant Cantata) [hljóðrit]

Færslunr.: 20 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Play Bach no. 1 [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár London : London Globe, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm.). Útgáfunúmer GLB 1002 Innihald Prelude 1 -- Fugue 1 -- Prelude 2 -- Fugue 1 -- Toccata -- Prelude 8 - - Prelude 5 -- Fugue 5 Leikarar/Flytj. Jacques Loussier, Christian Garros, Pierre Michelot Efni Jass Aukafærsla Loussier, Jacques, 1934- Aukafærsla Garros, Christian, 1920-1988 Aukafærsla Michelot, Pierre, 1928-2005 Aukaf. – titill Play Bach no. 1 [hljóðrit] Aukaf. – titill Prelude 1[hljóðrit] Aukaf. – titill Fugue 1[hljóðrit] Aukaf. – titill Prelude 2 [hljóðrit] Aukaf. – titill Fugue 1[hljóðrit] Aukaf. – titill Toccata[hljóðrit] Aukaf. – titill Prelude 8 [hljóðrit] Aukaf. – titill Prelude 5 [hljóðrit] Aukaf. – titill Fugue 5 [hljóðrit]

Færslunr.: 21 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill The six sonatas for Violin and Harpsichord [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1924 Innihald Sonata no. 1 in B minor BWV 1014 -- Sonata no. 4 in C minor BWV 1017 -- Sonata no. 6 i G major BWV 1019 Leikarar/Flytj. Yehudi Menuhin, fiðla ; George Malcolm, sembal ; Ambrose Gauntlett, fiðla Efni Sónötur Efni Fiðla Efni Semball Efni Hljómplötur Efni Kammertónlist Aukafærsla Menuhin, Yehudi, 1916-1999

31

Aukafærsla Malcolm, George, 1917-1997 Aukafærsla Gauntlett, Ambrose Aukaf. - titill The six sonatas for Violin and Harpsichord [hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 1 in B minor BWV 1014[hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 4 in C minor BWV 1017 [hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 6 i G major BWV 1019 [hljóðrit]

Færslunr.: 22 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Suites for unaccompained [hljóðrit] / Johannes Sebastian Bach. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1961. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1745 Innihald Suite no 4 in E flat major, BWV. 1010 -- Suite no. 6 in D major, BWV 1012 Leikarar/Flytj. Janos Starker Efni Svítur (tónlist) Efni Selló Efni Einleikur Aukafærsla Starker, Janos, 1924-2013 Aukaf. - titill Suite no 4 in E flat major, BWV 1010 [hljóðrit] Aukaf. - titill Suite no. 6 in D major, BWV 1012

Færslunr.: 23 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Suites for unaccompained cello [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach [flytjandi] Janos Starker. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1958. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1515 Innihald Suite no. 2. in D minor, BWV. 1008 -- Suite no. 5 in C minor, BWV.1011 Leikarar/Flytj. Janos Starker Efni Svítur (tónlist) Efni Selló Efni Einleikur Aukafærsla Starker, János, 1924-2013 Aukaf. - titill Suite no. 5 in D minor BWV 1008 [hljóðrit] Aukaf. - titill Suite no. 2 in C minor, BWV.1011

Færslunr.: 24 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Bach suites nos. 3 and 4 [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach ; stjórnandi Yhehudi Menuhin. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1961. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP. 1823 Innihald Suite No. 3. in D major, BWV 1068 -- Suite No. 4 in D major, BWV 1069 Leikarar/Flytj. Bath Festival Chamber Orchestra ; stjórnandi Yhehudi Menuhin

32

Efni Svítur (tónlist) Aukafærsla Menuhin, Yehudi, 1916-1999 Aukafærsla Bath Festival Chamber Orchestra Aukaf. - titill Suite no. 3 in D major, BWV 1068 [hljóðrit] Aukaf. - titill Suite No. 4 in D major, BWV 1069 [hljóðrit]

Færslunr.: 25 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Harpsichord recital [hljóðrit] / Bach ; [flytjandi] Staður Forlag Ár London : Decca, 1961. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SXL.2259 Innihald Chromatic fantasy and fugue in D minor, BWV 903 -- Italian concerto in F major, BWV 971 -- Toccata in D major, BWV 912 -- French suite no. 5 in G major, BWV 816 Leikarar/Flytj. George Malcolm. Efni Semball Efni Fúgur Efni Einleikur Efni Fantasíur (tónlist) Efni Svítur (tónlist) Efni Tokkötur Aukafærsla Malcolm, George, 1917-1997 Aukaf. - titill Chromatic fantasia and fugue in D minor BWV 903 [hljóðrit] Aukaf. - titill Italian concerto [hljóðrit] Aukaf. - titill Toccata in D major BWV 912 [hljóðrit] Aukaf. - titill French suite no. 5 in G major BWV 816 [hljóðrit]

Færslunr.: 26 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Das Schaffen Johann Sebastian Bachs (serie I) (2) [hljóðrit] / Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, 1960. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SAPM 198188 Innihald Suite nr. 5 C-moll BWV 1011 -- Suite nr. 6 D-dur BWV 1012 Leikarar/Flytj. Pierre Fournier, selló Efni Violoncello Efni Einleikur Efni Svítur (tónlist) Aukafærsla Fournier, Pierre, 1906-1986 Aukaf. - titill Suite no. 5 in C-moll BWV 1011 [hljóðrit] Aukaf. - titill Suite no. 6 in D-dur BWV 1012 [hljóðrit]

Færslunr.: 27 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Das Schaffen Johann Sebastian Bachs (Serie I) (1) [hljóðrit] / Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, 1960. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SAPM 198186

33

Innihald Suite nr. 1 G-dur BWV 1007 -- Suite nr. 2 D-moll BWV 1008 Leikarar/Flytj. Pierre Fournier, selló Efni Einleikur Efni Svítur (tónlist) Efni - LC Violoncello Aukafærsla Fournier, Pierre, 1906-1986 Aukaf. - titill Suite no. 1 in G-dur, BWV 1007 [hljóðrit] Aukaf. - titill Suite no. 2 in D moll, BWV 1008 [hljóðrit]

Færslunr.: 28 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill An Introduction to Bach [hljóðrit] / Johann Sebstian Bach. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1960. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1747 Innihald Applicatio in C major -- Chorale -- Minuet in G major -- Minuet in G minor -- March in D major -- March in E flat major -- Polonaise in F major -- Invention in C major -- Prelude and Fugue in A minor -- Suite in F minor -- Suite in A major -- Aria and ten Variations in the Italian Style Leikarar/Flytj. Rosalyn Tureck, píanó Efni Píanó Efni Einleikur Aukafærsla Tureck, Rosalyn, 1914-2003 Aukaf. - titill Applicatio in C major [hljóðrit] Aukaf. - titill Chorale [hljóðrit] Aukaf. - titill Minuet in G major [hljóðrit] Aukaf. - titill Minuet in G minor [hljóðrit] Aukaf. - titill March in D major [hljóðrit] Aukaf. - titill March in E flat major [hljóðrit] Aukaf. - titill Polonaise in F major [hljóðrit] Aukaf. - titill Invention in C major [hljóðrit] Aukaf. - titill Prelude and Fugue in A minor [hljóðrit] Aukaf. - titill Suite in F minor [hljóðrit] Aukaf. - titill Suite in A major [hljóðrit] Aukaf. - titill Aria and ten Variations in the Italian Style [hljóðrit]

Færslunr.: 29 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Jesu, priceless treasure and sacred part-songs[hljóðrit] / Johann Sebastian Bach ; [stjórnandi] David Willcocks. Staður Forlag Ár London : Argo Stereophonic, 1960. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ZRG 5234 Leikarar/Flytj. The Choir of King's College, Cambridge ; Bernhard Richard, cello ; Francis Baines, bassi ; Simon Preston, Orgel ; David Willcocks, stjórnandi Efni Trúarleg tónlist Efni Kórsöngur Efni Mótettur Aukafærsla Willcocks, David, 1919-

34

Aukafærsla Richard, Bernhard Aukafærsla Baines, Francis Aukafærsla Preston, Simon, 1938- Aukafærsla Choir of King's College, Cambridge Aukaf. - titill Jesu, meine Freude [Hljóðrit]

Færslunr.: 30 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Bach Cantatas [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1959. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1670 Innihald Cantata no. 56: Ich will den Kreuzstab gerne tragen -- Cantata no. 82: Ich habe genug Leikarar/Flytj. Gérard Souzay, baríton ; Edward Selwyn, óbó ; The Gerant Jones singers and Orchestra ; stjórnandi Geraint Jones Efni Kantötur Efni Baríton Efni Ljóðasöngur Aukafærsla Souzay, Gérard, 1918-2004 Aukafærsla Jones, Geraint, 1917- Aukafærsla Selwyn, Edward Aukafærsla Geraint Jones Orchestra Aukafærsla Geraint Jones Singers Aukaf. - titill Ich will den Kreuzstab gerne tragen BWV 56 [hljóðrit] Aukaf. - titill Ich habe genug BWV 82 [hljóðrit]

Færslunr.: 31 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Bach Stokowski [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Caputol, 1959. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer P 8489 Innihald Efni: Passacaglia and Fugue in C minor -- Komm, süsser Tod -- Bourrée (from English suite no. 2) -- Sarabande (violin partita in B minor) -- Ein feste Burg ist unser Gott -- Shephard's song (Christmas Oratorio) -- Fugue in g minor Leikarar/Flytj. Flytjendur: Leopold Stokowski og hljómsveit hans Efni Sinfóníuhljómsveitir Aukafærsla Stokowski, Leopold, 1882-1977 Aukaf. - titill Passacaglia and fugue in C minor [hljóðrit] Aukaf. - titill Komm, süsser Tod [hljóðrit] Aukaf. - titill Bourrée (from English Suite no. 2) [hljóðrit] Aukaf. - titill Sarabande (Violin partita in B minor) [hljóðrit] Aukaf. - titill Ein feste Burg ist unser Gott [hljóðrit] Aukaf. - titill Fugue in G major [hljóðrit]

Færslunr.: 32 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Goldberg variations BWV 988 [hljóðrit] / J. S. Bach.

35

Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, [1958]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP.1548 Innihald Goldberg variations, BWV 988, var.1-15 Leikarar/Flytj. Rosalyn Tureck, píanó Efni Píanó Efni Einleikur Efni Tilbrigði Aukafærsla Tureck, Rosalyn, 1914-2003 Aukaf. – titill Goldberg variations BWV 988, var.1-15 [hljóðrit]

Færslunr.: 33 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Goldberg variations BWV 988 [hljóðrit] / J. S. Bach. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1958. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1549 Innihald Efni: Goldberg variations, BWV 988, var. 16-30 Leikarar/Flytj. Flytjandi: Rosalyn Tureck, píanó Efni Píanóleikarar Efni Einleikur Efni Tilbrigði Aukafærsla Tureck, Rosalyn, 1914-2003 Aukaf. – titill Goldberg variations BWV 988, var. 16-30 [hljóðrit]

Færslunr.: 34 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Organ music [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár [S.l.] : Philips, [1956]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ABL.3092 Athugasemd Recorded at the Parish Church, Gunsbach, Alsace Innihald Toccata and fugue in D minor "Dorian" -- Prelude and fugue in A major -- Prelude and fugue in F major -- Prelude and fugue in B minor Leikarar/Flytj. Albert Schwitzer, orgel Efni Orgelleikarar Efni Orgel Aukafærsla Schweitzer, Albert, 1875-1965 Aukaf. - titill Toccata and fugue in D minor [hljóðrit] Aukaf. - titill Prelude and fugue in A major [hljóðrit] Aukaf. - titill Prelude and fugue in F minor [hljóðrit] Aukaf. - titill Prelude & fugue in B flat minor [hljóðrit]

Færslunr.: 35 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill Concerto in A minor ; Concerto in E minor [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár [S.l.] : RCA Victor, 1954. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm.

36

Útgáfunúmer LM 1818 Leikarar/Flytj. Jascha Heifetz, fiðla ; Los Angeles Philharmonic Orchestra ; Alfred Wallenstein, stjórnandi Efni Fiðluleikarar Efni Konsertar Aukafærsla Heifetz, Jascha, 1901-1987 Aukafærsla Wallenstein, Alfred, 1898-1983 Aukafærsla Los Angeles Philharmonic Orchestra Aukaf. - titill Violin concerto in A minor BWV 1041 [hljóðrit] Aukaf. - titill Violin concerto in E major BWV 1042 [hljóðrit]

Færslunr.: 36 Höfundur Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Titill I like Johann Sebastian [hljóðrit] / Johann Sebastian Bach. Staður Forlag Ár [S.l.] : Ariola-Eurodisc, [197?]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 74 563 IU Innihald Kleines Préludes nr. 3 -- Badinerie aus der suite D-dur -- Vierte Sonate -- Kantate nr. 1 -- Musette in G-dur -- Prélude in C-moll -- Gavotte aus der "Französischer Suite" -- Marsch und Menuett in D-dur -- Aria -- Mesette in D-dur -- Menuetto -- Gavotte aus der Suite D-dur -- 2. Sonate (Sizilianische) -- Kleines Préludes in G-moll -- Invention für zwei timmen -- Kleines Prélude Leikarar/Flytj. Raymond Guiot, flauta ; Michel Hausser, vibrafón ; Guy Pedersen, bassi ; Daniel Humair, slagharpa Efni Fúgur Efni Flautur Efni Bassagítar Efni Víbrafónn Efni Kantötur Efni Prelúdíur Aukafærsla Guiot, Raymond, 1930- Aukafærsla Hausser, Michel, 1927- Aukafærsla Pedersen, Guy, 1930-2005 Aukafærsla Humair, Daniel, 1938- Aukaf. – titill Kleines Préludes nr. 3[hljóðrit] Aukaf. - titill Badinerie aus der suite D-dur[hljóðrit] Aukaf. - titill Vierte Sonate[hljóðrit] Aukaf. - titill Kantate nr. 1[hljóðrit] Aukaf. - titill Musette in G-dur[hljóðrit] Aukaf. – titill Prélude in C-moll [hljóðrit] Aukaf. – titill Gavotte aus der "Französischer Suite"[hljóðrit] Aukaf. - titill Marsch und Menuett in D-dur [hljóðrit] Aukaf. - titill Aria [hljóðrit] Aukaf. – titill Menuetto [hljóðrit] Aukaf. - titill Gavotte aus der Suite D-dur [hljóðrit] Aukaf. – titill 2. Sonate (Sizilianische) [hljóðrit] Aukaf. - titill Kleines Préludes in G-moll [hljóðrit] Aukaf. - titill Invention für zwei timmen [hljóðrit] Aukaf. - titill Kleines Prélude[hljóðrit]

37

Færslunr.: 37 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Symphonie nr. 6 F-dur op. 68 "Pastorale" [hljóðrit] / Ludvig van Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LPM 18805 Leikarar/Flytj. Berliner Philharminiker ; stjórnandi Herbert von Karajan Efni Sinfóníur Aukafærsla Karajan, Herbert von, 1908-1989 Aukafærsla Berliner Philharmoniker Aukaf. - titill Symphonie nr. 6 F-dur op. 68 "Pastorale" [hljóðrit]

Færslunr.: 38 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Missa solemnis in D major op. 123 [hljóðrit] record 2 / . Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP.1183 Innihald Sanctus -- Benedictus -- Agnus Dei Leikarar/Flytj. Lois Marshall, sópran ; Nan Merriman, messósópran ; Eugene Conley, tenór ; Jerome Hines, bassi ; Robert Shaw, kórstjóri ; Robert Shaw Chorale ; N.B.C. Sympony Orchestra ; Arturo Toscanini, stjórnandi , Daniel Guilet, einleikur á fiðlu Efni Trúarleg tónlist Efni Kirkjutónlist Aukafærsla Marshall, Lois, 1924-1994 Aukafærsla Merriman, Nan, 1920-2012 Aukafærsla Conley, Eugene, 1908-1981 Aukafærsla Hines, Jerome, 1921-2003 Aukafærsla Shaw, Robert, 1916-1999 Aukafærsla Toscanini, Arturo, 1867-1957 Aukafærsla Guilet, Daniel, 1899-1990 Aukafærsla NBC Symphony Orchestra Aukafærsla Robert Shaw Chorale Aukaf. - titill Missa solemnis in D major op. 123 [hljóðrit] Aukaf. – titill Sanctus[hljóðrit] Aukaf. – titill Benedictus [hljóðrit] Aukaf. – titill Agnus Dei[hljóðrit]

Færslunr.: 39 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Klaviersonate nr. 21 C-dur op. 53 (Waldstein-Sonate) [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven ; [flytjandi] Wilhelm Kempff. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LPM 18089 Efni Einleikur Efni Sónötur

38

Efni Píanó Aukafærsla Kempff, Wilhelm, 1895-1991 Aukaf. - titill Klaviersonate nr. 22 F-dur op. 54 Aukaf. - titill Piano sonata no. 21 in C-dur op. 53 "Waldstein" [hljóðrit] Aukaf. - titill Piano sonata no. 22 in F major op. 54 [hljóðrit]

Færslunr.: 40 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sonata no. 29 in B flat major op. 106 "Hammerklavier" / [hljóðrit] Ludwig van Beethove. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1141 Efni Einleikur Efni Sónötur Efni Píanó Aukafærsla Solomon, Cutner, 1902-1988 Aukaf. - titill Sonata no. 29 in B flat major op. 106 [hljóðrit]

Færslunr.: 41 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sinfónía nr. 9 [hljóðrit] plata 2 / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : [S.n.], [S.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Innihald Sinfónía nr. 9 (Óður til gleðinnar) Leikarar/Flytj. Jen Ljang-Kún Efni Sönglist Efni Sinfóníur Aukafærsla Ljang-Kún, Jen Aukafærsla Symphony Orchestra of the Central Music Ensemble Aukaf. - titill Óðurinn til gleðinnar Aukaf. – titill Sinfónía nr. 9 [hljóðrit]

Færslunr.: 42 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Mondscheinsonate op. 27, nr. 2, cis-moll [hljóðrit] / Ludvig van Beethoven.. Staður Forlag Ár Hamburg : Europa, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ex 1223 Leikarar/Flytj. Ludwig Hoffmann Efni Einleikur Efni Píanó Aukafærsla Hoffmann, Ludwig, 1925-1999 Aukaf. - titill Tunglskinssónatan [hljóðrit] Aukaf. - titill Pathétique op. 13, c-moll [hljóðrit]

39

Færslunr.: 43 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Symphonie nr. 3, Es-dur, op. 55 "Eroica" [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven ; [stjórnandi] Franz Bauer-Theussl. Staður Forlag Ár [S.l.] : Gong, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 73 851 Leikarar/Flytj. Das Kölner Rundfunk Sinfonie Orchester stjórnandi Frans Bauer-Theussl Efni Sinfóníur Aukafærsla Bauer-Theussl, Franz, 1928-2010 Aukafærsla Kölner Rundfunk-Sinfonie-Orchester Aukaf. - titill Symphonie nr. 3, Es-dur, op. 55 "Eroica" [hljóðrit]

Færslunr.: 44 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sinfónía nr. 9 [hljóðrit] plata 1 / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : [s.n.], [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Innihald Sinfónía nr. 9 (Óður til gleðinnar) Leikarar/Flytj. Jen Ljang-Kún Efni Sönglist Efni Sinfóníur Aukafærsla Ljang-Kún, Jen Aukafærsla Symphony Orchestra of the Central Music Ensemble Aukaf. – titill Óðurinn til gleðinna Aukaf. – titill Sinfónía nr. 9 [hljóðrit]

Færslunr.: 45 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Streichquartett nr. 7 F-dur op.59 [hljóðrit]/ Ludvig van Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : Decca, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer BLK 16084 Leikarar/Flytj. Tschaikowsy-Quartett ; Julian Sitkowetsky, 1. fiðla ; Anton Scharojew, 2. fiðla ; Rudolf Barschai, viola ; Jakob Slobodkin, selló Efni Kvartettar Efni Fiðla Efni Víóla Efni Selló Aukafærsla Sitkovetsky, Julian, 1925-1958 Aukafærsla Scharojew, Anton Aukafærsla Barchai, Rudolf, 1924-2010 Aukafærsla Slobodkin, Jakob Aukafærsla Tschaikowski-Quartett Aukaf.- titill Streichquartett nr. 7 F-dur op.59[hljóðrit]

Færslunr.: 46 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827

40

Titill Symphony no. 6 in F major op. 68 "Pastoral" [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SAX 2260 Leikarar/Flytj. The Philharmonia Orchestra ; stjórnandi Otto Klemperer Efni Sinfóníur Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Klemperer, Otto, 1885-1973 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Symphony no. 6 in F major op. 68 "Pastoral" [hljóðrit]

Færslunr.: 47 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Beethoven string quartets [hljóðrit] volume 2 / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1172 Innihald Quartet no. 3 in D major op. 18, no. 3 -- Quartet no. 4 in C minor, op. 18, no. 4 Leikarar/Flytj. Hungarian String Quartet: Zoltan Szekely, fiðla ; Alexandre Moskoesky, fiðla ; Denes Koromzay, lágfiðla ; Vilmos Palotai, selló Efni Kvartettar Efni Strengjakvartettar Aukafærsla Szekely, Zoltan, 1903-2001 Aukafærsla Moskowsky, Alexandre Aukafærsla Koromzay, Denes, 1913-2001 Aukafærsla Palotai, Vilmos Aukafærsla Hungarian String Quartet Aukaf. - titill Quartet no. 3 in D major, op. 18, no. 3 [hljóðrit] Aukaf. - titill Quartet no. 4 C minor, op. 18, no. 4 [hljóðrit]

Færslunr.: 48 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Beethoven string quartets [hljóðrit] volume 1 / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP). Útgáfunúmer 33CX 1168 Innihald Quartet no. 1 in F major op. 18, no. 1 -- Quartet no. 2 in G major, op. 18, no.2 Leikarar/Flytj. Hungarian String Quartet: Zoltan Szekely, fiðla ; Alexandre Moskoesky, fiðla ; Denes Koromzay, lágfiðla ; Vilmos Palotai, selló Efni Kvartettar (hljóðfæraleikur) Efni Strengjakvartettar Aukafærsla Szekely, Zoltan, 1903-2001 Aukafærsla Moskowsky, Alexandre Aukafærsla Koromzay, Denes, 1913-2001 Aukafærsla Palotai, Vilmos Aukafærsla Hungarian String Quartet

41

Aukaf. - titill Quartet no. 1 in F major op. 18, no. 1 [hljóðrit] Aukaf. - titill Quartet no. 2 in G major, op. 18, no.2 [hljóðrit]

Færslunr.: 49 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Konzert für Violine und Orchester, D-dur op. 61 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Berlin : Deutsche Grammophon, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SLPM 138999 Leikarar/Flytj. Berliner Philharmoniker, stjórnandi Eugen Jochum ; Wolfgang Schneiderhan leikur á fiðlu Efni Konsertar Efni Fiðluleikarar Aukafærsla Jochum, Eugen, 1902-1987 Aukafærsla Schneiderhan, Wolfgang, 1915-2002 Aukafærsla Berliner Philharmoniker Aukaf. - titill Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit í D-dur op. 61[hljóðrit]

Færslunr.: 50 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Klaviersonate Nr. 15 D-dur, op. 28 (Pastorale) [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Bonn : Deutsche Grammophon, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LPM 18784 Innihald Klaviersonate nr. 15 D-dur op. 28 (Pastorale) -- Klaviersonate nr. 26 Es-dur op. 81a (Les Adieux) -- Klaviersonate nr. 17 d-moll op. 31 nr. 2 (Der Sturm) Efni Píanóleikarar Efni Sónötur Aukafærsla Foldes, Andor, 1913-1992 Aukaf. - titill Klaviersonate Nr. 26 Es-dur op. 81 a (Les Adieux) [hljóðrit] Aukaf. - titill Klaviersonate Nr. 17 d-moll op. 31 Nr. 2 (Der Sturm) [hljóðrit] Aukaf. - titill Les Adieux [hljóðrit] Aukaf. - titill Der Sturm [hljóðrit] Aukaf. - titill Pastorale [hljóðrit]

Færslunr.: 51 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Missa solemnis in D major op. 123 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1634 Leikarar/Flytj. Elisabeth Schwarzkopf, sópran , Christa Ludwig, messósópran ; Nicolai Gedda, tenór ; Nicola Zaccaria, bassi ; Singverein der Gesellschaft der Musikfreunde, kórstjóri Reinhold Schmid ; The Philharmonia orchestra, stjórnandi Herbert von Karajan Efni Trúarleg tónlist Efni Messur (tónlist)

42

Aukafærsla Karajan, Herbert von, 1908-1989 Aukafærsla Schwarzkopf, Elisabeth, 1915-2006 Aukafærsla Ludwig, Christa, 1928- Aukafærsla Gedda, Nicolai, 1925- Aukafærsla Zaccaria, Nicola, 1923-2007 Aukafærsla Schmid, Reinhold, 1902-1980 Aukafærsla Singverein der Gesellschaft der Musikfreunde Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf.- titil Missa solemnis in D major op. 123[hljóðrit]

Færslunr.: 52 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sonata for cello and piano no. 3 in A, op. 69 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven . Staður Forlag Ár [S.l.] : Philips, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP). Útgáfunúmer ABL.3223 Hluti efnis Cello sonata no. 3 in A, op. 69 -- Cello sonata no 4 in C, op 102 no. 1 Leikarar/Flytj. Pablo Casals ; Rudolf Serkin Efni Sónötur Efni Selló Efni Píanó Aukafærsla Casals, Pablo, 1876-1973 Aukafærsla Serkin, Rudolf, 1903-1991 Aukaf. - titill Cello sonata no 4 in C, op 102 no. 1 [hljóðrit] Aukaf. - titill Cello sonata no. 3 in A op. 69 [hljóðrit]

Færslunr.: 53 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sonata in C minor "Pathétique" [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Bretland : Columbia, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Innihald Sonata no. 8 in C major op. 13 "Pathétique" -- Sonata no. 14 in C sharp minor op. 27, no. 2 "Moonlight" Leikarar/Flytj. Walter Gieseking, píanó Efni Píanó Efni Einleikur Efni Sónötur Aukafærsla Gieseking, Walter, 1895-1956 Aukaf. - titill Sonata no. 14 in C sharp minor, op 27, no 2 "Moonlight" [hljóðrit] Aukaf. – titill Tunglskinssónatan Aukaf. - titill Sonata no. 8 in C major op. 13 "Pathétique"[hljóðrit]

Færslunr.: 54 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Piano Concerto no. 5 in C minor, op. 67 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, 1970. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 2530062

43

Leikarar/Flytj. Vienna Philharmonic Orchestra ; stjórnandi Karl Böhm Efni Hljómsveitarverk Efni Sinfóníur Aukafærsla Böhm, Karl, 1894-1981 Aukafærsla Vienna Philharmonic Orchestra Aukaf. – titill Piano Concerto no. 5 in C minor, op. 67 [hljóðrit]

Færslunr.: 55 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Violin concerto in D, op 61, [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár London : Philips, 1967. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SAL.3616 Leikarar/Flytj. Arthur Grumiaux, fiðla ; New Philharmonia Orchestra, stjórnandi Alceo Galliera Efni Konsertar Efni Fiðla Aukafærsla Galliera, Alceo, 1910-1996 Aukafærsla Grumiaux, Arthur, 1921-1986 Aukafærsla New Philharmonia Orchestra Aukaf. – titill Violin concerto in D, op 61, [hljóðrit]

Færslunr.: 56 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Jacqueline du Pré and Stephen Bishop play Beethoven cello sonatas [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1966. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer HQM 1029 Innihald Sonata no. 3 in A major, op. 69 -- Sonata no. 5 in D major, op. 102 no 2 Leikarar/Flytj. Jacqueline du Pré, selló ; Stephen Bishop, píanó Efni Selló Efni Píanó Efni Sónötur Aukafærsla Du Pré, Jacqueline, 1945-1987 Aukafærsla Kovacevic, Stephen [Bishop], 1940- Aukaf. - titill Cello sonata no. 3 in A op. 69 [hljóðrit] Aukaf. - titill Cello sonata no. 5 in D major, op. 102. no. 2 [hljóðrit]

Færslunr.: 57 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Piano sonata op. 10 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár London : Philips, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm Útgáfunúmer Sal 3550 835 298 AY Innihald Piano sonata no. 6 in F, op. 10, no. 2 -- Piano sonata no. 5 in C minor, op. 10, no. 1 -- Piano sonara no. 7 in D, op. 10, no. 3 Leikarar/Flytj. Claudio Arrau, píanó Efni Píanó

44

Efni Einleikur Efni Sónötur Aukafærsla Arrau, Claudio, 1903-1991 Aukaf. - titill Piano sonata no. 6 in F op. 10 no. 2 [hljóðrit] Aukaf. - titill Piano sonata no. 5 in C minor op. 10 no. 1 [hljóðrit] Aukaf. - titill Piano sonata no. 7 in D major op. 10 no. 3 [hljóðrit]

Færslunr.: 58 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Symphony no. 6 in F major op. 68 "Pastoral" [hljóðrit] /Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár London : Decca, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ADD.106 Leikarar/Flytj. Efni: Flytjendur L'Orchestre de la Suisse Romande ; stjórnandi Ernest Anserment Efni Sinfóníur Aukafærsla Ansermet, Ernest, 1883-1969 Aukafærsla Orchestre de la Suisse Romande Aukaf. – titill Symphony no. 6 in F major op. 68 "Pastoral" [hljóðrit]

Færslunr.: 59 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sonata no. 29 in B flat major op. 106 "Hammerklavier" [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár London : Philips, 1964. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún./mín). Útgáfunúmer Sal 3484 835 208 AY Leikarar/Flytj. Claudio Arrau, píanó Efni Sónötur Efni Píanó Efni Einleikur Aukafærsla Arrau, Claudio, 1903-1991 Aukaf. – titill Sonata no. 29 in B flat major op. 106 "Hammerklavier" [hljóðrit]

Færslunr.: 60 Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, 1964. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LPM 18724 Innihald Sinfonie nr. 5 c-moll op. 67 -- Egmont overture, op. 84 Leikarar/Flytj. Berliner Philharmoniker ; stjórnandi Wilhelm Furtwängler Efni Sinfóníur Aukafær Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sinfonie nr. 5 c-moll op. 67 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven sla Furtwängler, Wilhelm, 1886-1954 Aukafærsla Berliner Philharmoniker Aukaf. - titill Egmont overture, op. 84 [hljóðrit] Aukaf. - titill Symphony no. 5 in C-moll op. 67 [hljóðrit]

45

Aukaf. - titill Egmont overture, op. 84[hljóðrit]

Færslunr.: 61 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Symphonie Nr. 7 in A-dur op. 92 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, 1963. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LPM 18 806 Leikarar/Flytj. Flytjendur: Berliner Philharmoniker ; stjórnandi Herbert von Karajan Efni Sinfóníur Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Karajan, Herbert von, 1908-1989 Aukafærsla Berliner Philharmoniker Aukaf. – titill Symphonie Nr. 7 in A-dur op. 92 [hljóðrit]

Færslunr.: 62 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Violin sonata no. 9 in A major op. 47 "Kreutzer" [hljóðrit] / Ludwig Van Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : Philips, [1963]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 835259 LY Innihald Violin sonata no. 9 in A major op. 47 "Kreutzer" -- Violin sonata no. 5 in F major op. 24 "Spring" Leikarar/Flytj. David Oistrakh, fiðla ; Lev Obarin, píanó Efni Sónötur Efni Fiðla Efni Píanó Aukafærsla Oistrakh, David Fedorovich, 1908-1974 Aukafærsla Oborin, Lev, 1907-1974 Aukaf. - titill Violin sonata no. 5 in F major op. 24 "Spring" [hljóðrit] Aukaf. - titill Violin sonata no. 9 in A major op. 47 "Kreutzer"[hljóðrit]

Færslunr.: 63 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Symphonien 1 & 2 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, 1963. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SLPM 138801 Innihald Symphonier no. 1 í C-dur op. 21 -- Symphonie no. 2 í D-dur op. 36 Leikarar/Flytj. Berliner Philharmoniker ; stjórnandi Herbert von Karajan Efni Sinfóníur Aukafærsla Karajan, Herbert von, 1908-1989 Aukafærsla Berlin Philharmonic Orchestra Aukaf. - titill Symphony no. 1 C-dur op. 21 [hljóðrit] Aukaf. - titill Symphony no. 2 D-durop. 36 [hljóðrit]

46

Færslunr.: 64 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Quartet no. 3 in D major, op. 18 no. 3 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1859 Innihald Quartet no. 3 in D major, op. 18 no. 3 -- Quartet no. 6 in B flatmajor, op. 18 no. 6 Leikarar/Flytj. Drolc Quartet: Euard Drolch, fiðla ; Heinz Böttger, fiðla ; Siegbert Uberschaer, lágfiðla ; Heinrich Majowski, selló Efni Kvartettar (hljóðfæraleikur) Efni Strengjahljóðfæri Aukafærsla Drolc, Euard Aukafærsla Böttger, Heinz Aukafærsla Ueberschaer, Siegbert Aukafærsla Majowski, Heinrich Aukafærsla Drolc-Quartett Aukaf. - titill Quartet no. 6 in B flatmajor, op. 18 no. 6 [hljóðrit] Aukaf. - titill Quartet no. 3 in D major, op. 18 no. 3 [hljóðrit]

Færslunr.: 65 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Piano concerto no. 5 in E flat major op. 73 "Emperor" [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Amsterdam : Philips, 1961. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer L 02086 L Leikarar/Flytj. Concertgebouw Orchestra ; stjórnandi Hans Robert ; einleikari Robert Casadesus Efni Einleikur Efni Píanó Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Casadesus, Robert, 1899-1972 Aukafærsla Rosbaud, Hans, 1895-1962 Aukafærsla Concertgebouw Orchestra Aukaf. - titill Keisarakonsertinn [hljóðrit] Aukaf. – titill Piano concerto no. 5 in E flat major op. 73 "Emperor"[hljóðrit]

Færslunr.: 66 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Violin concerto in D, op. 61 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : Columbia Broadcasting system, 1961. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SBRG 72006 Leikarar/Flytj. Columbia Symhony Orchestra ; stjórnandi Bruno Walter ; Zino Francecatti leikur á fiðlu Efni Fiðla

47

Efni Einleikur Aukafærsla Francescatti, Zino, 1902-1991 Aukafærsla Walter, Bruno, 1876-1962 Aukafærsla Columbia Symphony Orchestra Aukaf. – titill Violin concerto in D, op. 61 [hljóðrit]

Færslunr.: 67 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Symphony no. 7 in A major op. 92 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1961. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SXLP. 20038 Leikarar/Flytj. Royal Philharmonic Orchestra ; stjórnandi Colin Davis Efni Sinfóníur Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Davis, Colin, 1927-2013 Aukafærsla Royal Philharmonic Orchestra Aukaf. – titill Symphony no. 7 in A major op. 92 [hljóðrit]

Færslunr.: 68 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sonata no. 3 in C major, op. 2 no. 3 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1960. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SAX 2561 Innihald Efni: Sonata no. 3 in C major, op. 2 no. 3 -- Sonata no. 22 in F major, op. 54 -- Sonata no. 26 in E flat major, op. 81 a (Les Adieux) Efni Einleikur Efni Píanó Efni Sónötur Aukafærsla Richter-Haaser, Hans, 1912-1980 Aukaf. – titill Sonata no. 3 in C major, op. 2 no. 3 [hljóðrit] Aukat. - titill Sonata no. 22 in F major, op. 54[hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 26 in E flat major, op. 81 a (Les Adieux)[hljóðrit]

Færslunr.: 69 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Symphony no. 5 in C minor op. 67 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1960. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SAX 2373 Leikarar/Flytj. The Philharmonia Orchestra ; stjórnandi Otto Klemperer Efni Sinfóníur Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Klemperer, Otto, 1885-1973 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Symphony no. 5 in C minor op. 67 [hljóðrit]

48

Færslunr.: 70 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Trio no. 7 in B flat major, op. 97 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1959. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1643 Leikarar/Flytj. Sviatoslav Knushevitsky, selló ; David Fedorovich Oistrakh, fiðla ; , píanó Efni Píanó Efni Selló Efni Fiðla Efni Konsertar Aukafærsla Oistrakh, David Fedorovich, 1908-1974 Aukafærsla Knushevitsky, Svyatoslav Nikolayevich, 1908-1963 Aukafærsla Oborin, Lev, 1907-1974 Aukaf. – titill Trio no. 7 in B flat major, op. 97 [hljóðrit]

Færslunr.: 71 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Piano concerto no. 5 in E flat major op. 73 "Emperor" / [hljóðrit] Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1959. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer XLP 20004 Leikarar/Flytj. Jakob Gimpel, píanó ; The Berlin Philharmonic Orchestra ; stjórnandi Rudolf Kempe Efni Konsertar Efni Píanó Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Gimpel, Jakob, 1906-1989 Aukafærsla Kempe, Rudolf, 1910-1976 Aukafærsla Berlin Philharmonic Orchestra Aukaf. – titill Piano concerto no. 5 in E flat major op. 73 "Emperor"

Færslunr.: 72 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Septet in E flat major op. 20 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár London : Decca, 1959. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SXL 2157 Leikarar/Flytj. Meððlimir "Vienna " : Willi Boskovsky, fiðla ; Günther Breitenbach, víóla ; Nikolaus Hübner, selló ; Johann Krump, bassi ; Alfred Boskovsky, klarínett ; Josef Veleba, horn ; Rudolf Hanzl, fagott Efni Septettar (hljóðfæraleikur) Efni Sextettar (hljóðfæraleikur) Efni Blásturshljóðfæri Efni Strengjahljóðfæri Aukafærsla Boskovsky, Willi, 1909-1991

49

Aukafærsla Breitenbach, Günther Aukafærsla Hübner, Nikolaus Aukafærsla Krump, Johann Aukafærsla Boskovsky, Alfred Aukafærsla Veleba, Josef, 1914-1997 Aukafærsla Hanzl, Rudolf Aukafærsla Vienna Octet Aukaf. – titill Septet in E flat major op. 20[hljóðrit]

Færslunr.: 73 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sonata no. 5 in F major, op. 24 ("Spring") [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven.flytjendur] Hepzibah og Yehudi Menuhin. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1959. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP.1739 Innihald Sonata no. 5 in F major, op. 24 ("Spring") -- Sonata no. 9 in A major, op. 47 ("Kreutzer") Leikarar/Flytj. Yehudi Menuhin, fiðla ; Hephzibah Menuhin, píanó Efni Sónötur Efni Fiðla Efni Píanó Aukafærsla Menuhin, Yehudi, 1916-1999 Aukafærsla Menuhin, Hephzibah, 1920-1981 Aukaf. - titill Sonata no. 9 in A major, op. 47 ("Kreutzer") [hljóðrit] Aukaf. – titill Sonata no. 5 in F major, op. 24 ("Spring") [hljóðrit]

Færslunr.: 74 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Symphony no. 1 in C major, op. 21 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1958. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1554 Innihald Symphony no. 1 in C major, op. 21 -- Symphony no. 8 in F major, op. 93 Leikarar/Flytj. Philharmonia Orchester ; stjórnandi Otto Klemperer Efni Sinfóníur Aukafærsla Klemperer, Otto, 1885-1973 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Symphony no. 8 in F major, op. 93 [hljóðrit] Aukaf.- titill Symphony no. 1 in C major, op. 21 [hljóðrit]

Færslunr.: 75 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Concerto no. 3 in C minor, op. 37 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven ; [stjórnandi] Herbert Menges. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1958. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1546 Leikarar/Flytj. Philharmonia Orchestre ; stjórnandi Herbert Menges, einleikari á

50

píanó Cutner Solomon Efni Konsertar Efni Píanó Aukafærsla Solomon, Cutner, 1902-1988 Aukafærsla Menges, Herbert, 1902-1972 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Concerto no. 3 in C minor, op. 37 [hljóðrit]

Færslunr.: 76 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sonata no. 9 in E major, op. 14 no. 1 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1958. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún./mín) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1519 Innihald Sonata no. 9 in E major, op. 14 no. 1 -- Sonata no. 10 in g major, op. 14 no. 2 -- Sonata no. 13 in E flat major, op 27 no. 1 -- Sonata no. 14 in C sharp minor, op. 27 no. 2 ("Moonlight") Leikarar/Flytj. Walter Gieseking, píanó Efni Píanó Efni Sónötur Aukafærsla Gieseking, Walter, 1895-1956 Aukaf. - titill Sonata no. 10 in G major op. 14 no. 2 [hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 13 in E flat major, op 27 no. 1 [hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 14 in C sharp minor op. 27 no. 2 "Moonlight" [hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 9 in E major, op. 14 no. 1 [hljóðrit] Aukaf. - titill Tunglskinssónatan

Færslunr.: 77 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Sonata no. 4 in E flat major, op. 7 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven ; [flytjandi] Walter Gieseking. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1958. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1564 Innihald Sonatan no. 4 in E flat major, op. 7 -- Sonata no. 5 in C minor, op. 10 no. 1 -- Sonata no 6 in F major, op. 10 no. 2 Leikarar/Flytj. Walter Gieseking, píanó Efni Sónötur Efni Píanó Aukafærsla Gieseking, Walter, 1895-1956 Aukaf. - titill Sonata no. 5 in C minor, op 10 no. 1 [hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 6 in F major, op. 10 no. 2 [hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 4 in E flat major, op. 7 [hljóðrit]

Færslunr.: 78 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Piano concerto no. 4 in G major op. 58 [hljóðrit] / Ludvig van Beethoven. Staður Forlag Ár London : Ace of clubs.

51

Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ACL.36 Leikarar/Flytj. Wilhelm Bachaus ásamt Vienna Philharmonic Orchestra, stórnandi Clemens Krauss Efni Konsertar Efni Píanó Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Backhaus, Wilhelm, 1884-1969 Aukafærsla Krauss, Clemens, 1893-1954 Aukafærsla Vienna Philharmonic Orchestra Aukaf. - titill Piano concerto no. 4 in G major op. 58 [hljóðrit]

Færslunr.: 79 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill An die ferne Geliebte op. 98 [hljóðrit] / Beethoven ; poems by A. Jeittles. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, [milli] 1953 og 1955. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1066 Innihald An die ferne Geliebte op. 98/ Beethoven, Jeitteles (ljóð) -- Heine song "Schwanengesang" nos. 8 to 13/Schubert Leikarar/Flytj. Dietrich Fischer-Dieskau, baritón ; Gerald Moore, píanó Efni Einsöngur Efni Píanó Aukafærsla Schubert, Franz, 1797-1828 Aukafærsla Fischer-Dieskau, Dietrich, 1925-2012 Aukafærsla Moore, Gerald, 1899-1987 Aukafærsla Heine, Heinrich, 1797-1856 Aukafærsla Jeitteles, Alois Isidor, 1794-1858 Aukaf. - titill Schwanengesang nos. 8 til 13 [hljóðrit] Aukaf. – titill An die ferne Geliebte op. 98 [hljóðrit]

Færslunr.: 80 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Concerto no. 5 E flat major, op. 73 (The "Emperor" concerto) / Ludvig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, [1951]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1051 Leikarar/Flytj. Philharmonia Orchestra ; stjórnandi Wilhelm Furtwängler ; Edwin Fischer leikur á píanó Efni Konsertar Aukafærsla Fischer, Edwin, 1886-1960 Aukafærsla Furtwängler, Wilhelm, 1886-1954 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Piano concerto no. 5 "Emperor" E flat major op. 73 [hljóðrit] Aukaf. - titill Keisarakonsertinn

52

Færslunr.: 81 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Symphonies no. 2 and 4 [hljóðrit] / Ludwig wan Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : RCA Victor, 1951. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LM 1723 Innihald Symphony no. 2, in D, op. 36 -- Symphony no. 4 in B-flat, op. 60 Leikarar/Flytj. NBC Symphony Orchestra ; stjórnandi Arturo Toscanini Efni Sinfóníur Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Toscanini, Arturo, 1867-1957 Aukafærsla NBC Symphony Orchestra Aukaf. - titill Symphony no. 2 in D major, op. 36 [hljóðrit] Aukaf. - titill Symphony no. 4 in B flat major op. 60 [hljóðrit]

Færslunr.: 82 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill Trio in B flat, op. 97 [hljóðrit] / Ludwig van Beethoven. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Ritröð Great recordings of the century Útgáfunúmer COLH. 29 Leikarar/Flytj. Flytjendur: Alfred Cortot, píanó ; Jaques Thibaud, fiðla ; Pablo Casals selló Efni Tríó (hljóðfæraleikur) Efni Píanó Efni Fiðla Efni Selló Aukafærsla Cortot, Alfred, 1877-1962 Aukafærsla Thibaud, Jacques, 1880-1953 Aukafærsla Casals, Pablo, 1876-1973 Aukaf. - titill in B flat major op. 97 "Archduke" [hljóðrit] Aukaf. - titill Trio in B flat, op. 97 [hljóðrit] Aukaf. - ritröð Great recordings of the century

Færslunr.: 83 Höfundur Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Titill 9 Symphonien d-moll op. 125 [hljóðrit] / Ludwig von Beethoven. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LMP 18808 Innihald 9. Symphonie d-moll op. 125 -- Symphonie nr. 8 F-dur op. 93 Leikarar/Flytj. Gundula Janowitz, sópran ; Hilde Rössel-Majdan, alt ; Waldemar Kmentt, tenór ; Walter Berry, baríton ; Wiener Singverein ; stjórnandi Reinhold Schmid ; Berliner Philharmoniker, stjórnandi Herbert von Karajan Efni Sinfóníur Aukafærsla Karajan, Herbert von, 1908-1989 Aukafærsla Janowitz, Gundula, 1937-

53

Aukafærsla Rössel-Majdan, Hilde, 1921-2010 Aukafærsla Kmentt, Waldemar, 1929- Aukafærsla Berry, Walter, 1929-2000 Aukafærsla Schmid, Reinhold, 1902-1980 Aukafærsla Gerdes, Otto, 1920-1989 Aukafærsla Hermanns, Günter Aukafærsla Berliner Philharmoniker Aukafærsla Wiener Singverein Aukaf. - titill Symphonie nr. 8 f-dur op. 93 [hljóðrit] Aukaf. - titill Symphony no 9 in D minor op. 125 "Choral" [hljóðrit] Aukaf. - titill Óðurinn til gleðinnar

Færslunr.: 84 Höfundur Berlioz, Hector, 1803-1869 Titill Berlioz La damnation de Faust[hljóðrit] / Hector Berlioz. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Parlophone, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer PMC 1022 Innihald La damnation de Faust -- Les Troyens -- Le Carnival Romain (overture) -- Le corsaire (overture) Leikarar/Flytj. The Philharmonia Orchestra ; Wilhelm Schühter, stjórnandi Efni Sinfóníur Aukafærsla Schüchter, Wilhelm Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. – titill Berlioz La damnation de Faust[hljóðrit] Aukaf. - titill La damnation de Faust[hljóðrit] Aukaf. - titill Les Troyens [hljóðrit] Aukaf. - titill Le Carnival Romain (overture) [hljóðrit] Aukaf. - titill Le corsaire (overture)[hljóðrit]

Færslunr.: 85 Höfundur Berlioz, Hector, 1803-1869 Titill Harold in Italy op. 16 [hljóðrit] / Hector Berlioz. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1963. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1986 Leikarar/Flytj. Philharmonia Orchestra ; stjórnandi Colin Davis ; Yehudi Menuin leikur á fiðlu Efni Fiðla Efni Sinfóníur Aukafærsla Davis, Colin, 1927-2013 Aukafærsla Menuhin, Yehudi, 1916-1999 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Harold in Italy op. 16 [hljóðrit]

Færslunr.: 86 Höfundur Berlioz, Hector, 1803-1869 Titill Symphonie fantastique op. 14 [hljóðrit] / Hector Berloz . Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, [1957-58].

54

Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1633 Leikarar/Flytj. Orchestre National de la Radiodiffusion Française ; stjórnandi Sir Thomas Beecham Efni Sinfóníur Aukafærsla Beecham, Thomas, Sir, 1879-1961 Aukafærsla Orchestre National de la Radiodiffusion Française Aukaf. - titill Symphonie fantastique op. 14 [hljóðrit]

Færslunr.: 87 Höfundur Bizet, Georges, 1838-1875 Titill L'arlésienne, suite no. 1 and 2 [hljóðrit] / Georges Bizet. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP.1497 Innihald L'arlésienne, suite no. 1 and 2 -- Overture "Patrie", op. 19 Efni Svítur (tónlist) Aukafærsla Beecham, Thomas, Sir, 1879-1961 Aukafærsla Royal Philharmonic Orchestra Aukaf. - titill Overture "Patrie", op. 19 [hljóðrit] Aukaf. - titill L'arlésienne, suite no. 1 and 2 [hljóðrit]

Færslunr.: 88 Höfundur Bizet, Georges, 1838-1875 Titill Symphony no. 1 in C major [hljóðrit] / Georges Bizet. Staður Forlag Ár London : Philips, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SGL.5851 Innihald Symphony no. 1 in C -- Jeux d'enfants op. 22 -- La jolie fille de Perth Leikarar/Flytj. London Symphony Orchestra ; stjórnandi Roberto Benzi Efni Sinfóníur Aukafærsla Benzi, Roberto, 1937- Aukafærsla London Symphony Orchestra Aukaf. - titill Jeux d'enfantas op. 22 [hljóðrit] Aukaf. - titill La jolie fille de Perth [hljóðrit] Aukaf. – titill Symphony no. 1 in C major [hljóðrit]

Færslunr.: 89 Höfundur Bloch, Ernest, 1880-1959 Titill Baal Shem three pictures of classidic life. Sonata no. 1 for violin and piano[hljóðrit] / Ernest Bloch. Staður Forlag Ár [S.l.] : CBS, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SBRG 72354 Leikarar/Flytj. Isaac Stern, fiðla ; Alexander Zakin, píanó Efni Fiðla Efni Píanó Efni Sónötur Aukafærsla Stern, Isaac, 1920-2001

55

Aukafærsla Zakin, Alexander, 1903-1990 Aukaf. - titill Sonata no. 1 for violin and piano [hljóðrit]

Færslunr.: 90 Höfundur Boccherini, Luigi, 1743-1805 Titill Konzert für Violincello und Orchester B-dur [hljóðrit] / Luigi Boccherin. Staður Forlag Ár Berlin : Deutsche Grammophon, [1964]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún./mín). Útgáfunúmer LPM 18816 Innihald Konzert für Violincello und Orchester B-dur/Luigi Boccherini -- Konzert für Violincello und Orchester A-dur/Carl Philipp Emanuel Bach Leikarar/Flytj. Rudolf Baumgartner ; Festival Strings Lucerne, stjórnandi Rudolf Baumgartner Efni Konsertar Efni Selló Aukafærsla Bach, Carl Philipp Emanuel, 1714-1788 Aukafærsla Fournier, Pierre, 1906-1986 Aukafærsla Baumgartner, Rudolf, 1917-2002 Aukafærsla Festival Strings Lucerne Aukaf. - titill Konzert für Violincello und Orchester A-dur [hljóðrit] Aukaf. - titill Konzert für Violincello und Orchester A-dur [hljóðrit]

Færslunr.: 91 Höfundur Boieldieu, François Adrien, 1775-1834 Titill Konzert C-dur für Harfe und Orchester [hljóðrit] / François Adrien Boieldieu. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [1960?]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SLPM 138118 Innihald Konzert C-dur für Harfe und Orchester/François Adrien Boieldieu -- Konzert-serenade für Harfe und Orchester/Joaquin Rodrigo Leikarar/Flytj. , harpa ; Radio-Symphonie-Orchester Berlin ; stjórnandi Ernst Märzendorfer Efni Harpa Efni Konsertar Aukafærsla Rodrigo, Joaquín, 1901-1999 Aukafærsla Märzendorfer, Ernst, 1921-2009 Aukafærsla Zabaleta, Nicanor, 1907-1993 Aukafærsla Radio-Symphonie-Orchester Berlin Aukaf. - titill Konzert Serenade für Harfe und Orchester [hljóðrit] Aukaf. - titill Konzert C-dur für Harfe und Orchester [hljóðrit]

Færslunr.: 92 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Ein deutsches Requiem op. 45 [hljóðrit] . Staður Forlag Ár Berlin : Deutsche Grammophon, [S.a.]. Lýsing 2 hljómplötur (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 18 258-59

56

Leikarar/Flytj. Flytjendur: Maria Stader, sópran ; Otto Wiener, baritón ; Kór St.Hedwig-Kathedrale ; Berliner Motettenchor ; Berliner Philharmoniker ; Fritz Lehmann, stjórnandi Efni Sálumessur Efni Kórsöngur Efni Einsöngur Efni Trúarleg tónlist Aukafærsla Stader, Maria, 1911-1999 Aukafærsla Wiener, Otto 1911-2000 Aukafærsla Lehmann, Fritz 1904-1956 Aukaf. - titill Ein deutsches Requiem op. 45 [hljóðrit] Aukaf. - titill Þýsk sálumessa

Færslunr.: 93 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Complete piano trios (first record) [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár [S.l.] : Philips, 1967. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SAL.3627 Hluti efnis Efni: Piano trio in B, op, 8 -- Piano trio in C, op. 87 Leikarar/Flytj. Flytjendur: Menahem Pressler, píanó ; Daniel Guilet, fiðla; Bernard Greenhouse, selló ; The Beaux arts trio Efni Fiðla Efni Píanó Efni Selló Aukafærsla Pressler, Menahem, 1923- Aukafærsla Guilet, Daniel, 1899-1990 Aukafærsla Greenhouse, Bernard, 1916- Aukafærsla Beaux Arts Trio Aukaf. – titill Complete piano trios (first record) [hljóðri]

Færslunr.: 94 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Complete piano trios (second record) [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár [S.l.] : Philips, 1967. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer Sal.3628 Hluti efnis Piano trio in A, op. posth. -- Piano trio in C minor, op 101 Leikarar/Flytj. Menahem Pressler, píanó ; Daniel Guilet, fiðla ; Bernard Greenhouse, selló ; The Beaux arts trio Efni Fiðla Efni Píanó Efni Selló Aukafærsla Pressler, Menahem, 1923- Aukafærsla Guilet, Daniel, 1899-1990 Aukafærsla Greenhouse, Bernard, 1916- Aukafærsla Beaux Arts Trio Aukaf. – titill Complete piano trios (second record) [hljóðrit]

57

Færslunr.: 95 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Piano concerto no. 2 in B flat major op. 83 [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár London : Decca, 1967. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 1/3 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SXL 6322 Leikarar/Flytj. Wilhelm Bachaus, píanó ásamt Vienna Philharmonic Orchestra stjórnandi Karl Böhm Efni Píanó Efni Konsertar Aukafærsla Böhm, Karl, 1894-1981 Aukafærsla Backhaus, Wilhelm, 1884-1969 Aukafærsla Vienna Philharmonic Orchestra Aukaf. – titill Piano concerto no. 2 in B flat major op. 83

Færslunr.: 96 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Quartet in C minor, op. 51 no. 1, Quartet in A minor, op. 51 no. 2 [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár [S.l.] : Decca, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SXL 6151 Innihald String quartet in C minor op. 51 no. 1 -- String quartet in A minor, op. 51 no. 2 Efni Kvartettar (hljóðfæraleikur) Efni Kammertónlist Aukafærsla Weller Quartet Aukaf. - titill String quartet in C minor op. 51 no. 1 [hljóðrit] Aukaf. - titill String quartet in A minor, op. 51 no. 2 [hljóðrit]

Færslunr.: 97 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill 2 Rhapsodien op. 79 [hljóðrit] /Johannes Brahms. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [1964]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LPM 18902 Innihald Capricci fis moll op. 76 nr. 1 -- Capricci h-moll op. 76 nr. 2 -- Intermezzo B-dur op. 76 nr. 4 -- Fantasien op. 116 Leikarar/Flytj. Wilhelm Kempff, píanó Efni Píanó Efni Einleikur Aukafærsla Kempff, Wilhelm, 1895-1991 Aukaf. - titill 2 Rhapsodien op. 79 [hljóðrit] Aukaf. - titill Capricci fis moll op. 76 nr. 1 [hljóðrit] Aukaf. - titill Capricci h-moll op. 76 nr. 2 [hljóðrit] Aukaf. - titill Intermezzo B-dur op. 76 nr. 4 [hljóðrit] aukaf. - titill Fantasien op. 116 [hljóðrit]

58

Færslunr.: 98 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill in A minor op. 102 [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Masters Voice, 1963. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 1/3 snún/mín) ; 32sm Útgáfunúmer ALP 1999 Innihald Doubel concerto in A minor, op. 102/Brahms -- Sonata no. 1 in D major, op. 12 no. 1/ Beethoven Leikarar/Flytj. Christian Ferras, fiðla ; Paul Tortelier, selló ; Pierre Barbizet, píanó ; Philharmonia Orchestra, stjórnandi Paul Kletzki Efni Selló Efni Sinfóníur Efni Fiðla Efni Sónötur Efni Píanó Aukafærsla Kletzki, Paul, 1900-1973 Aukafærsla Tortelier, Paul, 1914-1990 Aukafærsla Ferras, Christian, 1933-1982 Aukafærsla Barbizet, Pierre, 1922-1980 Aukafærsla Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. – titill Double concerto in A minor op. 102 [hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 1 in D major, op. 12 no. 1[hljóðrit]

Færslunr.: 99 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Symphony no. 2 in D major, op. 73 [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár [S.l.] : CBS, 1960. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32sm. Útgáfunúmer SBRG 72089 Leikarar/Flytj. Columbia Symphony Orchestra, stjórnandi Bruno Walter Efni Sinfóníur Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Walter, Bruno, 1876-1962 Aukafærsla Columbia Symphony Orchestra Aukaf. - titill Symphony no. 2 in D major, op. 73 [hljóðrit]

Færslunr.: 100 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Symphony no. 1 in C minor op. 68 [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Mercury, 1960. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32sm. Útgáfunúmer MMA 11135 Leikarar/Flytj. London Symphony Orchestra, stjórnandi Antal Dorati Efni Sinfóníur Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Dorati, Antal, 1906-1988 Aukafærsla London Symphony Orchestra

59

Aukaf. - titill Symphony no. 1 in C minor op. 68 [hljóðrit]

Færslunr.: 101 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Symphony no. 4 in E minor op. 98 [hljóðrit] / Johannes Brahm. Staður Forlag Ár [S.l.] : Vanguard, [1960]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SRV 116 Leikarar/Flytj. Vienna State Opera Orchestra ; Vladimir Golschmann, stjórnandi Efni Sinfóníur Aukafærsla Golschmann, Vladimir, 1893-1972 Aukafærsla Vienna State Opera Orchestra Aukaf. - titill Symphony no. 4 in E minor op. 98 [hljóðrit]

Færslunr.: 102 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Piano concerto no. 2 in B flat major op. 83 [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1959. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1680 Leikarar/Flytj. Hans-Richter-Haaser, píanó ; Berlin Philharmonic Orchestra ; Herbert von Karajan, stjórnandi Efni Píanó Efni Konsertar Aukafærsla Richter-Haaser, Hans, 1912-1980 Aukafærsla Karajan, Herbert von, 1908-1989 Aukafærsla Berlin Philharmonic Orchestra Aukaf. - titill Piano concerto no. 2 in B flat major op. 83 [hljóðrit]

Færslunr.: 103 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Symphony no. 2 in D major op. 73 [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár London : Ace of clubs records, 1959. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ACL 50 Leikarar/Flytj. London Philharmonic Orchestra ; Wilhelm Furtwängler, stjórnandi Efni Sinfóníur Aukafærsla Furtwängler, Wilhelm, 1886-1954 Aukafærsla London Philharmonic Orchestra Aukaf. - titill Symphony no. 2 in D major op. 73 [hljóðrit]

Færslunr.: 104 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Songs by Brahms [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1958. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1584 Innihald Junge Lieder -- Heimkehr, op. 7 no. 6 -- Dein blaues Auge, op. 59

60

no. 8 -- Wir wandelten, op. 96 no. 2 -- Serenade, op. 70 no. 3 -- Eine gute, eine gute Nacht, op. 59 no. 6 -- Der Gang zum Liebchen, op. 48 no. 1 -- Ein Sonett, op. 14 no. 4 -- Minnelied, op. 71 no. 5 -- Sonntag, op. 47 no. 3 -- Ständchen, op. 106 no. 1 -- Die Malnacht, op. 43 no. 2 -- Botschaft, op. 47 no. 1 -- Geheimnis, op. 71 no. 3 -- Salamander, op. 107 no. 2 -- Komm bald, op. 97 no. 5 -- In Waldeseinsamkelt, op. 85 no. 6 -- Mein wundes Herz, op. 59 no. 7 -- Es träumte mir, op. 57 no. 3 -- Von ewiger Liebe, op 43 no. 1 Leikarar/Flytj. Karl Engel, píanó ; Dietrich Ficher-Diskau, baríton Efni Baríton Efni Einsöngur Efni Píanó Aukafærsla Fischer-Dieskau, Dietrich, 1925-2012 Aukafærsla Engel, Karl, 1923-2006 Aukaf. – titill Songs by Brahms [hljóðrit] Aukaf. – titill Junge Lieder[hljóðrit] Aukaf. – titill Heimkehr, op. 7 no. 6[hljóð[hljóðrit]rit] [hljóðrit] Aukaf. – titill Dein blaues Auge, op. 59 no. 8[hljóðrit] Aukaf. – titill Wir wandelten, op. 96 no. 2[hljóðrit] Aukaf. – titill Serenade, op. 70 no. 3[hljóðrit] Aukaf. – titill Eine gute, eine gute Nacht, op. 59 no. 6 [hljóðrit] Aukaf. – titill Der Gang zum Liebchen, op. 48 no. 1[hljóðrit] Aukaf. – titill Ein Sonett, op. 14 no. 4[hljóðrit] Aukaf. – titill Minnelied, op. 71 no. 5[hljóðrit] Aukaf. – titill Sonntag, op. 47 no. 3 [hljóðrit] Aukaf. – titill Ständchen, op. 106 no. 1 [hljóðrit] Aukaf. – titill Die Malnacht, op. 43 no. 2 [hljóðrit] Aukaf. – titill Botschaft, op. 47 no. 1[hljóðrit] Aukaf. – titill Geheimnis, op. 71 no. 3[hljóðrit] Aukaf. – titill Salamander, op. 107 no. 2 [hljóðrit] Aukaf. – titill Komm bald, op. 97 no. 5[hljóðrit] Aukaf. – titill In Waldeseinsamkelt, op. 85 no. 6[hljóðrit] Aukaf. – titill Mein wundes Herz, op. 59 no. 7 [hljóðrit] Aukaf. – titill Es träumte mir, op. 57 no. 3[hljóðrit] Aukaf. – titill Von ewiger Liebe, op 43 no. 1[hljóðrit]

Færslunr.: 105 Höfundur Brahms, Johannes, 1833-1897 Titill Symphony no. 4 in E minor op. 98 [hljóðrit] / Johannes Brahms. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, [1955]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1362 Leikarar/Flytj. Philharmonia Orchestra, stjórnandi Herbert von Karajan Efni Sinfóníur Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Karajan, Herbert von, 1908-1989 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Symphony no. 4 in E minor op. 98 [hljóðrit]

61

Færslunr.: 106 Höfundur Bruckner, Anton, 1824-1896 Titill Symphony no. 7 in E major [hljóðrit] : (Original version) / Anton Bruckne. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1809 Innihald Symphony no. 7 in E major/Bruckner -- Siegfried Idyll /Wagner Leikarar/Flytj. Philharmonia Orchestrea, stjórnandi Otto Klemperer Efni Sinfóníur Efni Hljómsveitarverk Aukafærsla Klemperer, Otto, 1885-1973 Aukafærsla Wagner, Richard, 1813-1883 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Siegfried Idyll [hljóðrit] ukaf. – titill Symphony no. 7 in E major [hljóðrit]

Færslunr.: 107 Höfundur Bruckner, Anton, 1824-1896 Titill Symphony no. 4 in E flat major "Romantic" [hljóðrit] / Anton Bruckner Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) ( 33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SAX 2569 Leikarar/Flytj. Philharmonia Orchestra, stjórnandi Otto Klemperer Efni Sinfóníur Aukafærsla Klemperer, Otto, 1885-1973 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Symphony no. 4 in E flat major "Romantic" [hljóðrit]

Færslunr.: 108 Höfundur Bruckner, Anton, 1824-1896 Titill Symphonie Nr. 9 d-moll [hljóðrit] / Anton Bruckner. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [1963]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LPM 18854 Leikarar/Flytj. Flytjendur : Berliner Philharmoniker, stjórnandi Wilhelm Furtwängler Efni Sinfóníur Aukafærsla Furtwängler, Wilhelm, 1886-1954 Aukafærsla Berliner Philharmoniker Aukaf. - titill Symphonie Nr. 9 d-moll [hljóðrit]

Færslunr.: 109 Höfundur Bruckner, Anton, 1824-1896 Titill Mass no. 3 in F minor ("Great"). [hljóðrit] / Anton Bruckner.; Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Masters Voice, 1963. Lýsing 1 hljómplata (LP) ( 33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 1964 Leikarar/Flytj. Pilar Lorenger, sópran ; Christa Ludwig, messósópran ; Josef Traxel, tenór ; Walter Berry, bassi ; Choir of St. Hedwig's Catheral, Berlin ; Berlin

62

Symphony Orchestra, stjórnandi Karl forster ; Helmut Heller, fiðla ; Stefano Passaggio, fiðla Efni Messur (tónlist) Efni Trúarleg tónlist Efni Einsöngur Efni Kórsöngur Aukafærsla Lorengar, Pilar, 1928-1996 Aukafærsla Ludwig, Christa, 1928- Aukafærsla Traxel, Josef, 1916-1975 Aukafærsla Berry, Walter, 1929-2000 Aukafærsla Heller, Helmut Aukafærsla Passaggio, Stefano Aukafærsla Forster, Karl, 1904-1963 Aukafærsla St. Hedwig's Cathedrale Choir Aukafærsla Berlin State Orchestra (hljómsveit) Aukaf. - titill Mass no. 3 in F minor ("Great"). [hljóðrit]

Færslunr.: 110 Höfundur Bruckner, Anton, 1824-1896 Titill Mass no. 3 in F minor ("Great"). [hljóðrit] / Anton Bruckner. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Masters Voice, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ASD 515 Leikarar/Flytj. Pilar Lorenger, sópran ; Christa Ludwig, messósópran ; Josef Traxel, tenór ; Walter Berry, bassi ; Choir of St. Hedwig's Catheral, Berlin ; Berlin Symphony Orchestra, stjórnandi Karl forster ; Helmut Heller, fiðla ; Stefano Passaggio, fiðla Efni Messur (tónlist) Efni Trúarleg tónlist Efni Einsöngur Efni Kórsöngur Aukafærsla Lorengar, Pilar, 1928-1996 Aukafærsla Ludwig, Christa, 1928- Aukafærsla Traxel, Josef, 1916-1975 Aukafærsla Berry, Walter, 1929-2000 Aukafærsla Heller, Helmut Aukafærsla Passaggio, Stefano Aukafærsla Forster, Karl, 1904-1963 Aukafærsla St. Hedwig's Cathedrale Choir Aukafærsla Berlin Symphony Orchestra (hljómsveit) Aukaf. – titill Mass no. 3 in F minor ("Great"). [hljóðrit]

Færslunr.: 111 Höfundur Caruso, Enrico, 1873-1921 Titill Enrico Caruso, the years of triumph [hljóðrit] / Enrico Caruso. Staður Forlag Ár London : His Master's Voice, 1961. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer Cohl.120 Innihald Don Pasquali : Com'é gentil/Donizetti - - Les Pêcheurs de Perles: Del tempio al limitar/Bizet - - Madama Butterfly: Love duet/Puccini - - Il trovatore: Ah sì,

63

ben mio/Verdi - - Aida: La fatal pietra ... O terra addio/Verdi - - Les Hugenotes: Bianca al par di neve alpina/Meyerbeer - - La Regina di Saba: Magiche note/Golmark - - La Danza/Rossini - - Guardann'a luna/De Crescenzo - -Un Ballo in maschera: È scherzo od è follia/Verdi - - Il Duca D'alba: angelo casto e bel/Donizetti Leikarar/Flytj. Erico Caruso, tenór Efni Óperur Efni Tenór Aukaf. - titill Enrico Caruso, the years of triumph [hljóðrit] Aukaf. - titill Don Pasquali : Com'é gentil[hljóðrit] Aukaf. - titill Les Pêcheurs de Perles: Del tempio al limitar[hljóðrit] Aukaf. - titill Madama Butterfly: Love duet[hljóðrit] Aukaf. - titill Il trovatore: Ah sì, ben mio[hljóðrit] Aukaf. - titill Aida: La fatal pietra ... O terra addio[hljóðrit] Aukaf. - titill Les Hugenotes: Bianca al par di neve alpina[hljóðrit] Aukaf. - titill La Regina di Saba: Magiche note[hljóðrit] Aukaf. - titill La Danza[hljóðrit] Aukaf. - titill Guardann'a luna[hljóðrit] Aukaf. - titill Un Ballo in maschera: È scherzo od è follia[hljóðrit] Aukaf. - titill Il Duca D'alba: angelo casto e bel[hljóðrit] Færslunr.: 112 Höfundur Chabrier, Emmanuel, 1841-1894 Titill Ansermet conducts Chabrier [hljóðrit] / Emmanuel Chabrier. Staður Forlag Ár London : Decca, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SXL 6168 Innihald Rhapsody "España" -- Suite Pastorale -- Joyseuse Marche -- Danse Slave and Fête Polonaise from "Le Roi malgré lui" Leikarar/Flytj. L'Orchestre de la Suisse Romande ; Ernest Ansermet, stjórnandi Efni Svítur (tónlist) Aukafærsla Ansermet, Ernest, 1883-1969 Aukafærsla Orchestre de la Suisse Romande Aukaf. - titill Ansermet conducts Chabrier [hljóðrit] Aukaf. - titill Rhapsody "España" [hljóðrit] Aukaf. - titill Suite Pastorale [hljóðrit] Aukaf. - titill Joyseuse Marche[hljóðrit] Aukaf. - titill Danse Slave and Fête Polonaise from "Le Roi malgré lui"[hljóðrit]

Færslunr.: 113 Höfundur Chopin, Frédéric, 1810-1849 Titill Complete works for piano [hljóðrit] / Fréderic Chopin. Staður Forlag Ár London : Brunswick, [s.a.]. Lýsing 2 hljómplötur (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer AXTL. 1043 Hluti efnis Ballades: no. 1 in G minor, op. 23 ; no. 2 in F major, op. 38 ; no. 3 in A flat major, op. 47 ; no. 4 in F minor, op. 52 -- Impromptus: no. 1 in A flat major, op. 29 ; no. 2 in F sharp major, op. 36 ; no. 3 in G flat major, op. 51 ; no. 4 in C sharp minor, op. 66 (Fantaisie-Impromptu) -- Scherzi no. 1 in B minor, op. 20 ; no. 2 in B flat minor, op. 31 ; no. 3 in C sharp minor, op. 39 ; no. 4 in E major, op. 54 -- Barcarolle in F sharp major, op. 60

64

Efni Píanó Efni Einleikur Aukafærsla Arrau, Claudio, 1903-1991 Aukaf. – titill Complete works for piano [hljóðrit] Aukaf. – titill Ballades: no. 1 in G minor[hljóðrit] Aukaf. – titill Impromptus: no. 1 in A flat major (Fantaisie-Impromptu) [hljóðrit] Aukaf. – titill Scherzi no. 1 in B minor[hljóðrit] Aukaf. – titill Barcarolle in F sharp major[hljóðrit]

Færslunr.: 114 Höfundur Chopin, Frédéric, 1810-1849 Titill Beliebte Klavierstücke [hljóðrit] / Fréderic Chopin. Staður Forlag Ár [S.l.] : Europa, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer E 180 Innihald Scherzo nr.2, b-moll, op. 31 -- Minutenwalzer, Des-dur, op. 64, nr. 1 -- Sturm-Etüde, a-moll, op. 25, nr.11 -- Nocturne, Des-dur, op. 27, nr.2 -- Abschiedswalzer, As-dur, op. 25, nr.1 -- Schmetterlings-Etüde, Ges-dur, op. 25, nr.9 -- Walzer, cis-moll, op. 64, nr.1 -- Oktaven-Etüde, h-moll ,op. 25, nr.10 -- Berceuse, Des- dur, op. 57 Leikarar/Flyt. Ludwig Hoffmann, píanó]. Efni Píanó Efni Valsar Aukafærsla Hoffmann, Ludwig, 1925-1999 Aukaf. - titill Beliebte Klavierstücke [hljóðrit] Aukaf. - titill Scherzo nr.2, b-moll, op. 31[hljóðrit] Aukaf. - titill Minutenwalzer, Des-dur, op. 64, nr. 1[hljóðrit] Aukaf. – titill Sturm-Etüde, a-moll, op. 25, nr.11[hljóðrit] Aukaf. – titill Nocturne, Des-dur, op. 27, nr.2[hljóðrit] Aukaf. - titill Abschiedswalzer, As-dur, op. 25, nr.1[hljóðrit] Aukaf. - titill Schmetterlings-Etüde, Ges-dur, op. 25, nr.9 [hljóðrit] Aukaf. – titill Walzer, cis-moll, op. 64, nr.1[hljóðrit] Aukaf. - titill Oktaven-Etüde, h-moll ,op. 25, nr.10[hljóðrit] Aukaf. - titill Berceuse, Des-dur, op. 57[hljóðrit]

Færslunr.: 115 Höfundur Chopin, Frédéric, 1810-1849 Titill Four Ballades [hljóðrit] ; Trois nouvelles Études / Frédric Chopin.. Staður Forlag Ár [S.l.] : Decca, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. sm. Útgáfunúmer SXL 6143 Innihald Trois nouvelles Études Leikarar/Flyt. Vladímír Ashkenazy, píanó Efni Píanó Efni Ballöður Aukafærsla Vladímír Ashkenazy 1937 Aukaf. - titill Trois nouvelles études [hljóðrit]

65

Færslunr.: 116 Höfundur Chopin, Frédéric, 1810-1849 Titill Mazurkas [hljóðrit] / Frédéric Chopen. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1963. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33 CX 1821 Leikarar/Flyt. Witold Malcuzynski, píanó Efni Masúrkar Efni Píanó Aukafærsla Malcuzynski, Witold, 1914-1977 Aukaf. – titill Mazurkas [hljóðrit]

Færslunr.: 117 Höfundur Chopin, Frédéric, 1810-1849 Titill Chopin sonatas [hljóðrit] / Fréderic Chopin. Staður Forlag Ár London : RCA Victor, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer RB 16282 Innihald Sonata no. 2 in B flat minor, op. 35 "Funeral march" -- Sonata no. 3 in B minor, op. 58 Efni Sónötur Efni Píanó Aukafærsla Rubinstein, Artur, 1887-1982 Aukaf. - titill Sonata no. 3 in B minor, op. 58 [hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata no. 2 in B flat minor op. 35 "Funeral march" [hljóðrit] Aukaf. – titill Útfararmars

Færslunr.: 118 Höfundur Chopin, Frédéric, 1810-1849 Titill Four scherzos [hljóðrit] /Frédéric Chopin. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Capitol, 1959. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer P8486 Innihald Scherzo in B minor -- Scherzo in B flat minor -- Scherzo in C sharp minor -- Scherzo in E major Efni Píanó Efni Einleikur Aukafærsla Pennario, Leonard, 1924-2008 Aukaf. - titill Scherzo in B minor op. 20 [hljóðrit] Aukaf. - titill Scherzo in B flat minor op. 31 [hljóðrit] Aukaf. - titill Scherzo in C sharp minor op. 39 [hljóðrit] Aukaf. - titill Scherzo in E major op. 54 [hljóðrit] Aukaf. – titill Four scherzos [hljóðrit]

Færslunr.: 119 Höfundur Chopin, Frédéric, 1810-1849 Titill Piano solo [hljóðrit] / Fréderic Chopin. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1959.

66

Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1639 Innihald Sonata no. 2 in B flat minor, op. 35 -- Grande Valse brillante no. 1 -- Nocturne no. 13 in C minor, op. 48 no. 1 -- Nocturne no. 5 in F sharp major, op. 15 no. 2 -- Scherzo no. 3 in C sharp minor, op 39 Efni Píanó Efni Sónötur Aukafærsla Malcuzynski, Witold, 1914-1977 Aukaf. – titill Piano solo [hljóðrit]

Færslunr.: 120 Höfundur Chopin, Frédéric, 1810-1849 Titill Chopin Polonaises [hljóðrit] / Fréderic Chopin. Staður Forlag Ár London : RCA Red Seal, 1958. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer RB 16111 Efni Píanó Efni Pólónesur Aukafærsla Rubinstein, Artur, 1887-1982 Aukaf. – titill Chopin Polonaises [hljóðrit]

Færslunr.: 121 Höfundur Chopin, Frédéric, 1810-1849 Titill Études, op. 25 and Trois nouvelles études [hljóðrit]/ Fréderic Chopin. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, [1956]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33 CX 1444 Leikarar/Flytj. Claudio Arrau, píanó Efni Etíður Aukafærsla Arrau, Claudio, 1903-1991 Aukaf. - titill Études, op. 25 and Trois nouvelles études [hljóðrit]

Færslunr.: 122 Höfundur Corelli, Arcangelo, 1653-1713 Titill Four concerti grossi op. 16 [hljóðrit] /Arcangelo Corelli. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1963. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP 2004 Innihald Concerto grosso in G minor, op. 6 no. 8 "Christmas concerto" -- Concerto grosso in F major, op. 6 no. 2 -- Concerto grosso in F major, op. 6 no. 6 -- Concerto grosso in D major, op. 6 no. 7 Leikarar/Flytj. Virtuosi di Roma (Collegium Musicum Italicum) ; Renato Fasano, stjórnandi Efni Konsertar Aukafærsla Fasano, Renato, 1902-1979 Aukafærsla Virtuosi di Roma Aukafærsla Collegium Musicum Italicum Aukaf. - titill Four concerti grossi op. 16 [hljóðrit] Aukaf. - titill Concerto grosso in G minor, op. 6 no. 8 "Christmas

67

concerto"[hljóðrit] Aukaf. - titill Concerto grosso in F major, op. 6 no. 2[hljóðrit] Aukaf. - titill Concerto grosso in F major, op. 6 no. 6[hljóðrit] Aukaf. - titill Concerto grosso in D major, op. 6 no. 7[hljóðrit]

Færslunr.: 123 Höfundur Debussy, Claude, 1862-1918 Titill A Debussy recital [hljóðrit] / Claude Debussy. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1825 Leikarar/Flytj. Samson François, píanó Efni Píanó Aukafærsla François, Samson, 1924-1970 Aukaf. – titill A Debussy recital [hljóðrit]

Færslunr.: 124 Höfundur Debussy, Claude, 1862-1918 Titill La mer [hljóðrit] Nocturnes / Claude Debussy . Staður Forlag Ár London : Ace of clubs records, 1960. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ACL.106 Leikarar/Flytj. Orchestre de la Suisse Romande ; Ernest Ansermet, stjórnandi Efni Sinfóníur Aukafærsla Ansermet, Ernest, 1883-1969 Aukafærsla Orchestre de la Suisse Romande Aukaf. - titill Næturljóð Aukaf. - titill Nocturnes

Færslunr.: 125 Höfundur Debussy, Claude, 1862-1918 Titill La mer (The sea) [hljóðrit] Ports of call (Escales) / Claud Debussy. Staður Forlag Ár [S.l.] : RCA, 1957. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LSC 2111 Innihald La mer/Debussy -- Ports of call (escales)/Ibert Leikarar/Flytj. oston Symphony Orchestra ; stjórnandi Charles Munch ; óbóleikari Ralph Gomberg Aukafærsla Ibert, Jacques, 1890-1962 Aukafærsla Munch, Charles, 1891-1968 Aukafærsla Gomberg, Ralph, 1921-2006 Aukafærsla Boston Symphony Orchestra Aukaf. - titill La mer (The sea) [hljóðrit]

Færslunr.: 126 Höfundur Ferrier, Kathleen, 1912-1953 Titill Bach-Handel recital [hljóðrit ] / Bach, Handel. Staður Forlag Ár London : Decca Record Company, 1960.

68

Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SXL.2234 Innihald Bach:" Qui sedes" úr Mass in B minor -- "Grief for sin" úr St. Matthew Passion -- " All is fullfilled" úr St. John Passion -- " Agnus" Dei úr Mass in B minor -- ; Handel:" Return o god of hosts" úr Samson --"O thou that tellest good tidings" úr Messiah -- "Father of heaven" úr Judas Maccabaeus --" He was despised" úr Messiah Leikarar/Flytj. Kathleen Ferrier , sópran ; London Philharmonic Orchestra stjórnandi Adrian Boult Efni Einsöngvarar Efni Trúarleg tónlist Efni Aríur Aukafærsla Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Aukafærsla Handel, George Frideric, 1685-1759 Aukafærsla Boult, Adrian, 1889-1983 Aukafærsla London Philharmonic Orchestra Aukaf. – titill Bach-Handel recital [hljóðrit ] Aukaf. – titill "Qui sedes" [hljóðrit ] Aukaf. – titill "Grief for sin"[hljóðrit ] Aukaf. – titill "All is fullfilled" " Agnus Dei "úr Mass in B minor[hljóðrit ] Aukaf. – titill "Return o god of hosts[hljóðrit ] Aukaf. – titill "O thou that tellest good tidings" [hljóðrit ] Aukaf. – titill "Father of heaven"[hljóðrit ] Aukaf. – titill "He was despised" [hljóðrit ]

Færslunr.: 127 Höfundur Fischer-Dieskau, Dietrich, 1925-2012 Titill Cantatas by Couperin, Scarlatti & Telemann [hljóðrit] / Dietrich Fischer-Dieskau. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1964. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ASD 615 Innihald Cantata: Infirmata vulnerata/Scarlatti -- Cantata: Die Hoffung ist mein Leben/Telemann -- Leçons de ténèbres/Couperin Leikarar/Flytj. Dieter Fischer-Dieskau, barítón ; Edith Picht-Axenfeld, semball ; Irmgard Poppen, selló ; Aurèle Nicolet, flauta ; Helmut Heller, fiðla Efni Baríton Efni Semball Efni Selló Efni Flautur Aukafærsla Couperin, François, 1668-1733 Aukafærsla Scarlatti, Alessandro, 1660-1725 Aukafærsla Telemann, Georg Philipp, 1681-1767 Aukafærsla Dieter Fischer-Dieskau, 1925 - 2012 Aukafærsla Nicolet, Aurèle, 1926- Aukafærsla Heller, Helmut Aukafærsla Picht-Axenfeld, Edith, 1914-2001 Aukafærsla Poppen, Irmgard Aukaf. – titill Cantatas by Couperin, Scarlatti & Telemann [hljóðrit] Aukaf. – titill Cantata: Infirmata vulnerata[hljóðrit]

69

Aukaf. – titill Cantata: Die Hoffung ist mein Leben[hljóðrit] Aukaf. – titill Leçons de ténèbres[hljóðrit]

Færslunr.: 128 Höfundur Gruminaux, Arthur, 1921-1986 Titill Violin concerto in D major op. 77 [hljóðrit] / Brahms, Bruch. Staður Forlag Ár Amsterdam : Philips, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32sm. Útgáfunúmer L 02356 L Innihald Violin concerto in d major op. 77/ Brahms -- Violin concerto no 1 in G minor op. 26 / Violin concerto no 1 in G minor op. 26 Leikarar/Flytj. The Concertgebouw Orchestra, Amsterdam, stjórnandi Bernhard Haitink ; Arthur Grumiaux, fiðla Efni Fiðla Efni Konsertar Aukafærsla Brahms, Johannes, 1833-1897 Aukafærsla Bruch, Max, 1838-1920 Aukafærsla Bernhard Haitink, 1929 - Aukafærsla Concertgebouw Orchestra (hljómsveit) Aukaf. - titill Violin concerto no 1 in G minor op. 26 c [hljóðrit] Aukaf. – titill Violin concerto in d major op. 77[hljóðrit]

Færslunr.: 129 Höfundur Gruminaux, Arthur, 1921-1986 Titill Violin concerto in A minor [hljóðrit] / Bach, Haydn. Staður Forlag Ár London : Philips, 1964. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32sm. Útgáfunúmer 835 254 AY Hluti efnis Violin concerto in A minor, BWV 1041 / Bach -- Violin concerto in E, BWV 1042 / Bach -- Violin concerto in C, H.Vlla, no. 1 Leikarar/Flytj. Arthur Grumiaux, fiðla : English Chamber Orchestra ; Raymond Leppard, stjórnandi og leikur á sembal Efni Konsertar Efni Fiðluleikarar Efni Semball Aukafærsla Haydn, Joseph, 1732-1809 Aukafærsla Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Aukafærsla Leppard, Raymond, 1927- Aukafærsla English Chamber Orchestra Aukaf. - titill Violin concerto in E, BWV 1042[hljóðrit] Aukaf. – titill Violin concerto in A minor, BWV 1041 / Bach[hljóðrit] Aukaf. – titill Violin concerto in C, H.Vlla, no. 1[hljóðrit]

Færslunr.: 130 Höfundur Haskil, Clara, 1895-1960 Titill Bach Mozart concerto for 2 pianos [hljóðrit] / Clara Haskil, Geza Anda. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1959. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1403

70

Innihald Conserto in C major for two pianos / Bach -- Concerto in E flat major for two pianos, K. 365 / Mozart Leikarar/Flytj. Philharmonia Orchestra, stjórnandi Alceo Galliera ; Clara Haskil, píanó ; Geza Anda píanó Efni Píanó Efni Konsertar Aukafærsla Anda, Géza, 1921-1976 Aukafærsla Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Aukafærsla Mozart, Wolfgang Amadeus, 1756-1791 Aukafærsla Galliera, Alceo, 1910-1996 Aukafærsla Philharmonia Orchestra Aukaf. - titill Conserto in C major for two pianos[hljóðrit] Aukaf. - titill Concerto in E flat major for two pianos, K. 365[hljóðrit]

Færslunr.: 131 Höfundur Karajan, Herbert von, 1908-1989 Titill Coppelia - Ballaettsuite [hljóðrit] Les Sylphides / Herbert von Karajan. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [1961]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LPEM 19 257 Innihald Coppelia - balletsuite/Léo Delibes - - Les Sylphides/Frédéric Copin - Roy Douglas Leikarar/Flytj. Berliner Philharmoniker ; stjórnandi Herbert von Karajan Efni Balletttónlist Aukafærsla Delibes, Léo, 1836-1891 Aukafærsla Chopin, Frédéric, 1810-1849 Aukafærsla Douglas, Roy, 1907- Aukafærsla Berliner Philharmoniker Aukaf. - titill Les Sylphies [Hljóðrit] Aukaf. – titill Coppelia - Ballaettsuite [hljóðrit]

Færslunr.: 132 Höfundur Katchen, Julius, 1926-1969 Titill Variations on a nursery song, op. 25 [hljóðrit] / Julius Katchen. Staður Forlag Ár London : Decca, [s.a.]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LXT 5374 Innihald Efni: Variationn on a nursery song, op. 25 / Dohnány -- Rhapsody on a theme of Paganini / Rachmaninov Leikarar/Flytj. Flytjendur: The London Philharmonic Orchestra ; Adrian Boult, stjórnandi ; Julius Katchen, píanó Efni Píanó Efni Rapsódíur Aukafærsla Dohnányi, Ernö, 1877-1960 Aukafærsla Rakhmanínov, Sergej, 1873-1943 Aukafærsla Katchen, Julius, 1926-1969 Aukafærsla London Philharmonic Orchestra Aukaf. - titill Rhapsody on a theme of Paganini op. 43 [hljóðrit] Aukaf. – titill Variations on a nursery song, op. 25 [hljóðrit]

71

Færslunr.: 133 Höfundur Monteux, Pierre, 1875-1964 Titill Monteaux conducts the London symphony [hljóðrit] / Pirre Monteux. Staður Forlag Ár London : Decca, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LXT 5677 Innihald Prélude à l'aprèsmidi d'un faune / Debussy - - Nocturnes: Nuages, Fêtes / Debussy - - Rapsodie Espagnole / Ravel - - Pavane pour une infane défunte / Ravel Efni Prelúdíur Efni Noktúrnur Aukafærsla Debussy, Claude, 1862-1918 Aukafærsla Ravel, Maurice, 1875-1937 Aukafærsla London Symphony Orchestra Aukaf. - titill Prelude à l'aprés-midi d'un faune [hljórit] Aukaf. - titill Nocturnes [hljóðrit] Aukaf. - titill Rapsodie espagnole [hljóðrit] Aukaf. - titill Pavane pour une infante défunte [hljóðrit]

Færslunr.: 134 Höfundur Prey, Hermann, 1929-1998 Titill Beethoven songs [hljóðrit] / Hermann Prey. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : Columbia, 1961. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 33CX 1860 Leikarar/Flytj. Hermann Prey, baritón ; Gerald Moore, píanó Efni Ljóðasöngur Efni Baríton Efni Píanó Aukafærsla Beethoven, Ludwig van, 1770 – 1827 Aukafærsla Moore, Gerald, 1899 - 1987 Aukaf. - titill Beethoven songs [hljóðrit]

Færslunr.: 135 Höfundur Richter, Sviatoslav, 1915-1997 Titill plays Chopin, Rachmaninov, Prokofiev, Ravel [hljóðrit] / Sviatoslav Richter. Staður Forlag Ár London : RCA Victor, 1965. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer SB. 6611 Útgáfunúmer LSC 2611 Innihald Scherzo no. 4 in E, op. 54 / Chopin -- La vallée des cloches (from "Miroirs") / Ravel -- Jeux d'eau / Ravel -- Tree preudes: in F Sharp Minor, op. 23 no. 1 ; in A, Op. 32, no. 9 ; in B Minor, op. 32 , no. 10 / Rachmaninov -- Gavetta (from "Cinderella") / Prokofiev -- Visions fugitves: Nos. 6, 8, 15, 18 / Prokofiev Efni Píanó Efni Einleikur Aukafærsla Chopin, Frédéric, 1810-1849

72

Aukafærsla Ravel, Maurice, 1875-1937 Aukafærsla Rakhmanínov, Sergej, 1873-1943 Aukafærsla Prokofíev, Sergej Sergejevítsj, 1891-1953 Aukaf. - titill Sviatoslav Richter plays Chopin, Rachmaninov, Prokofiev, Ravel [hljóðrit] Aukaf. - titill Scherzo no. 4, op. 54 [hljóðrit] Aukaf. - titill La vallée des cloches (from "Miroirs")[hljóðrit] Aukaf. - titill Jeux d'eau[hljóðrit] Aukaf. - titill Tree preudes: in F Sharp Minor, op. 23 no. 1 ; in A, Op. 32, no. 9 ; in B Minor, op. 32 , no. 10[hljóðrit] Aukaf. – titill Gavetta (from "Cinderella")[hljóðrit] Aukaf. - titill Visions fugitves: Nos. 6, 8, 15, 1[hljóðrit]8

Færslunr.: 136 Höfundur Richter, Sviatoslav, 1915-1997 Titill Svjatoslav Richter recital [hljóðrit] / Svjatoslav Richter. Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, [1963]. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LPM 18849 Innihald Efni: Polonaise-Fantaisie nr.7 As-dur, op.61 / Chopin -- Etüde C-dur, op.10 nr.7 / Chopin -- Etüde C-moll, op.10 nr.12 / Chopin -- Ballade nr. 4 F-moll, op.52 / Chopin – Estampes / Debussy -- 5. Sonate Fis-dur, op. 53 / Scribain Leikarar/Flytj. Svjatoslav Richter leikur á píanó Efni Píanó Efni Sónötur Aukafærsla Chopin, Frédéric, 1810-1849 Aukafærsla Debussy, Claude, 1862-1918 Aukafærsla Scriabin, Aleksandr Nikolayevich, 1872-1915 Aukaf. - titill Polonaise-Fantasie As-dur op. 61 [hljóðrit] / Aukaf. - titill Estampes (1903) [hljóðrit] Aukaf. - titill Piano Sonata no. 5 in Fis-dur, op. 53 [hljóðrit]

Færslunr.: 137 Höfundur Rostropovich, Mstislav, 1927-2007 Titill Symphony for cello and orchestra op. 68 [hljóðrit] / MstislavRostropovich. Staður Forlag Ár London : Decca, 1964. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LXT 6138 Innihald Symphony for cello and orchestra / Britten -- Concerto in C for cello and orchestra / Haydn Leikarar/Flytj. MstislavRostropovich, cello ; English Chamber Orchestra, stjórnandi Benjamin Britten Efni Sinfóníur Efni Konsertar Efni Selló Aukafærsla Britten, Benjamin, 1913-1976 Aukafærsla Haydn, Joseph, 1732-1809 Aukafærsla English Chamber Orchestra

73

Aukaf. - titill Concerto in C for cello and orchestra [hljóðrit] Aukaf. – titill Symphony for cello and orchestra[hljóðrit]

Færslunr.: 138 Höfundur Rostropovich, Mstislav, 1927-2007 Titill Sonata in C for cello and piano op. 65 [hljóðrit] / . Staður Forlag Ár London : Decca, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer LXT 5661 Innihald Sonata for cello and piano op. 65 / Britten -- Fünf Stucke im Volston / Schumann -- Sonata for cello and piano / Debussy Leikarar/Flytj. Mstislav Rostropovich, cello ; Benjamin Britten, piano Efni Selló Efni Píanó Efni Sónötur Aukafærsla Schumann, Robert, 1810-1856 Aukafærsla Debussy, Claude, 1862-1918 Aukafærsla Britten, Benjamin, 1913-1976 Aukaf. - titill Fünf Stücke im Volkston [hljóðrit] Aukaf. - titill Sonata for cello and piano [hljóðrit] Aukaf. – titill Sonata in C for cello and piano op. 65 [hljóðrit]

Færslunr.: 139 Höfundur Souzay, Gérard, 1918-2004 Titill Beethoven and Brahms lieder [hljóðrit] / Gérard Souzay. Staður Forlag Ár [S.l.] : Philips, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer 835 139 Ay Útgáfunúmer Sal.3422 Efni Ljóðasöngur Efni Baríton Efni Píanó Aukafærsla Baldwin, Dalton, 1931- Aukafærsla Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Aukafærsla Brahms, Johannes, 1833-1897

Færslunr.: 140 Höfundur Stravínskíj, Ígor, 1882-1971 Titill Psalmen-Symphonie [hljóðrit] / Ígor Srawinsky Staður Forlag Ár [S.l.] : Deutsche Grammophon, 1961. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún) ; 32 sm.. Útgáfunúmer LPEM 19073 Innihald Psalmen-Symphonie / Igor Strawinsky -- Psalmus hungaricus op. 13 / Zoltá Kodály Leikarar/Flytj. Rias Kammer-und Knabenchor, Chor der St. Hedwigs-Kathedrale, RIAS Symphonie-Orchester, stjórnandi Ferenc Fricsay ; Ernst Häfliger, tenór Efni Trúarleg tónlist Aukafærsla Fricsay, Ferenc, 1914-1963

74

Aukafærsla Kodály, Zoltán, 1882-1967 Aukafærsla Haefliger, Ernst, 1919-2007 Aukafærsla RIAS-Kammer- und Knabechor Aukafærsla Chor der St. Hedwigs-Kathedrale Berlin Aukafærsla RIAS-Symphonie-Orchester Aukaf. - titill Psalmen-Symphonie [hljóðrit] Aukaf. - titill Psalmus hungaricus op. 13[hljóðrit]

Færslunr.: 141 Höfundur Tábor, Laszlo Titill Concerto [hljóðrit] / Laszlo Tábor. Staður Forlag Ár London : Decca, 1968. Lýsing 1 hljómplata, (LP) (33 snún) 32 sm. Útgáfunúmer SML 710 Innihald Piano concerto in A minor, opus 16. First movement (excerpt) / Grieg - - Étude no. 3, E major, opus 10 / Chopin - - The Cornish rhapsody / Bath - - The Nuns'chorus / Strauss - - Rhapsody on the theme of Paganinni, opus 43, no. 18 / Rachmanninov - - Piano cencerto no. 1 in B flat minor. First movement (experts) / Tchaikovsky - - Nocturne no. 2 in E flat, opus 9 / Chopin - - The Dream of Olwen / Williams - - The Moonlight sonata / Beethoven - - Piano concerto no. 2 in C minor, opus 18, (excerpt) / Rachmaninov Leikarar/Flytj. London Festival Orchestra ; Laszlo Tábor , stjórnandi ; Wilhelm Davos, píanó Efni Konsertar Efni Píanó Aukafærsla Davos, Wilhelm Aukafærsla London Festival Orchestra Aukaf. - titill Piano concerto in A minor, opus 16. First movement[hljóðrit] Aukaf. - titill Piano concerto no. 2 in C minor, opus 18[hljóðrit] Aukaf. - titill Concerto [hljóðrit] Aukaf. - titill Étude no. 3, E major, opus 10[hljóðrit] Aukaf. - titill The Cornish rhapsody [hljóðrit] Aukaf. - titill The Nuns'chorus[hljóðrit] Aukaf. – titill Rhapsody on the theme of Paganinni, opus 43, no. 18[hljóðrit] Aukaf. - titill Piano cencerto no. 1 in B flat minor. First movement (experts) [hljóðrit] Aukaf. – titill Nocturne no. 2 in E flat, opus 9 [hljóðrit] Aukaf. - titill The Dream of Olwen[hljóðrit] Aukaf. - titill The Moonlight sonata[hljóðrit]

Færslunr.: 142 Höfundur Tábor, Laszlo Titill Gypsy romance [hljóðrit] / Lazlo Tábor and his orchestra. Staður Forlag Ár Englandi : Deramic sound system 1967. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) 32 sm. Útgáfunúmer SML.708 Innihald Hungarian gypsy dance / Brahms arr. Gomez - - Gypsy tears / Gomez - - Two guitars / trad. arr. Gomez - - Gypsy ai r/ Dvorak arr. Gomez - - Czardas / Monti - - Bohemian dance / arr gomez - - Dark eyes / trad. arr Gomez - - Play Gypsy / Kalman - -

75

Roman violin /trd. arr. Gomez - - Gypsy dance / Brahms arr. Gomez Efni Þjóðlagatónlist Efni Sígaunatónlist Aukafærsla Lazlo Tábor and his orchestra Aukaf. - titill Gypsy romance [hljóðrit] Aukaf. - titill Hungarian gypsy dance[hljóðrit] Aukaf. - titill Gypsy tears[hljóðrit] Aukaf. - titill Two guitars[hljóðrit] Aukaf. - titill Gypsy air[hljóðrit] Aukaf. - titill Czardaonti[hljóðrit] Aukaf. - titill Bohemian dance [hljóðrit] Aukaf. - titill Dark eyes [hljóðrit] Aukaf. - titill Play Gypsy[hljóðrit] Aukaf. - titill Roman violin [hljóðrit] Aukaf. - titill Gypsy dance[hljóðrit]

Færslunr.: 143 Höfundur Tureck, Rosalyn, 1914-2003 Titill Rosalyn Tureck harpsicord [hljóðrit] / Rosalyn Tureck . Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1962. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) ; 32 sm. Útgáfunúmer ALP.1884 Innihald Chromatic fantasia and fugue / J.S. Bach -- Aria and variation / Rameau – Tambourin / Rameau -- Le Coucou / Daquin -- L'atentrissante / Couperin -- Le Tic-toc-choc / Caouperin Efni Semball Efni Einleikur Aukafærsla Bach, Johann Sebastian, 1685-1750 Aukafærsla Rameau, Jean-Philippe, 1683-1764 Aukafærsla Daquin, Louis-Claude, 1694-1772 Aukafærsla Couperin, François, 1668-1733 Aukaf. - titill Rosalyn Tureck harpsicord [hljóðrit] Aukaf. - titill Chromatic fantasia and fugue[hljóðrit] Aukaf. - titill Aria and variation[hljóðrit] Aukaf. - titill Le Coucou[hljóðrit] Aukaf. - titill L'atentrissante[hljóðrit] Aukaf. - titill Le Tic-toc-choc[hljóðrit]

Færslunr.: 144 Höfundur Bishop, Steven, 1940- Titill Record debut [hljóðrit] / Stephen Bishop. Staður Forlag Ár Hayes, Middlesex : His Master's Voice, 1963. Lýsing 1 hljómplata (LP) (33 snún.) 32 sm. Útgáfunúmer CLP 1655 Innihald Sonata no. 8 in C minor, op. 13 (Pathétique)/Beethoven -- Moment Mucical no. 6 in A flat major (d780) / Schubert -- Barcarolle in f sharp minor, op. 6 0/ Copin -- Impromptu no. 1 in A flat major, op. 19 / Chopin -- Ballade no. 4 in F minor, op. 52 /Chopin Leikarar/Flytj. Flytjendur. Stephen Bishop leikur á píanó

76

Efni Einleikur Efni Píanó Aukafærsla Bishop, Steven, 1940- Aukafærsla Beethoven, Ludwig van, 1770-1827 Aukafærsla Schubert, Franz, 1797-1828 Aukafærsla Chopin, Frédéric, 1810-1849 Aukaf. - titill Sonata no. 8 in C minor, op. 13[hljóðrit] Aukaf. - titill Moment Mucical no. 6 in A flat major[hljóðrit] Aukaf. - titill Barcarolle in f sharp minor, op. 60[hljóðrit] Aukaf. - titill Impromptu no. 1 in A flat major, op. 19[hljóðrit] Aukaf. - titill Ballade no. 4 in F minor, op. 52[hljóðrit]

77