Gull sótt í glatkistuna Skráning hljómplötusafns Íþöku í Gegni Arna Emilía Vigfúsdóttir Lokaverkefni til BA–gráðu í Bókasafns- og upplýsingafræði Félagsvísindasvið Gull sótt í glatkistuna Skráning hljómplötusafns Íþöku í Gegni Arna Emilía Vigfúsdóttir Lokaverkefni til BA–gráðu í Bókasafns- og upplýsingafræði Leiðbeinandi: Stefanía Júlíusdóttir Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Október 2013 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA–gráðu í Bókasafns- og upplýsingafræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Arna Emilía Vigfúsdóttir 2013 Reykjavík, Ísland 2013 Útdráttur Verkefni þetta er lokaverkefni til B.A. prófs í bókasafns- og upplýsingafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hér er hafist handa við skráningu á hljómplötusafni í eigu Menntaskólans í Reykjavík. Má segja að þetta marki aðeins upphaf að mun meiri vinnu því að safnið er nokkuð stórt, um það bil áttahundruð hljómplötur. Skráð er í Gegni og hafa því allir landsmenn aðgang að þessum skráningarupplýsingum. Tilgangur þessa verkefnis er tvíþættur; að gera safninu hærra undir höfði, því þar leynast perlur sem vert er að varðveita en einnig að gera upplýsingar um safnkostinn aðgengilegar fyrir notendur á rafrænu formi, ekki síst nemendur Menntaskólans í Reykjavík. 4 Formáli Vinna í verkefninu hófst í mars 2012 en þá fór ég á námskeið í skráningu hjá Landsker- fum bókasafna. Safnið sem um ræðir er hljómplötusafn staðsett í gluggalausri kompu í Bókhlöðunni Íþöku. Safnið er nálægt áttahundruð hljómplötur, aðallega frá sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar og er því allt of viðamikið verk að skrá það allt fyrir þetta verkefni. Ekki er um neina gjafaskrá eða aðrar upplýsingar að ræða um það hvernig saf- nið eignaðist þessar plötur né eru þetta sjálfstæðar einingar sem hægt er að afmarka sig við ( stórar gjafir frá einstaklingum eða söfn úr dánarbúum, um ekkert slíkt er að ræða), því miður. Safnið er samsett af einstökum hljómplötum sem keyptar hafa verið eða gef- nar til safnsins í gegnum misserin og árin, án forsögu eða upplýsinga. Það var því ekki vandalaust að marka vinnuna og velja hvað hluti safnsins yrði skráður. Á endanum varð niðurstaðan sú að skrá eftir höfundum efnis, nokkurn veginn í stafrófsröð, eftir því sem hægt var. Byrja á Bach og reyna að komast úr b-inu því sannast sagna eru ótrúlega mar- gir höfundar (þýsku risarnir) einmitt undir þeim bókstaf. Heildarfjöldi skráninga í þessu verkefni eru 144 færslur. Það verður ekki komist hjá því að nefna vandamál og erfiðleika við þessa vinnu. Öll vinna við þetta verkefni hefur verið mikil þrautaganga . Ekki var hægt að nýta sér fyrri reynslu því hún var ekki til staðar, það er að segja , ekki hefur áður verið gert B.A. verkefni sem gengur út á skráningu í Gegni. Ég mun ekki nefna öll vandræði mín hér en það sem aðallega stóð í veginum var að fá færslurnar mínar á það form, upplýsingalega- og útlitlega séð, að boðlegt væri fyrir verkefnið. Það þurfti endalaust að taka út eða bæta við færslurnar. Tíminn sem fór í þetta var allt of mikill og hefði að ósekju mátt fara í annað. Með þessa reynslu að leiðarljósi og að óbreyttu, get ég ekki mælt með því við nemendur sem huga að B.A. verkefnum í skráningu, geri það í Gegni. Allar þær upplýsingar sem nýttar eru, eru fengnar beint af hljómplötunni sjálfri, þær upplýsingar sem eru á albúmi eru notaðar til staðfestingar á því sem stendur á plötunni. Oft þarf að notast við stækkunargler því letrið er smátt og óskýrt. Greinilegt er að engar staðlaðar reglur eru um upplýsingar á plötunum enda tíðkaðist það ekki fyrir 50-60 árum. Stundum vantar upplýsingar, sérstaklega hvað varðar útgáfuár og útgáfustað eða tæmandi upplýsingar um flytjendur (það er þó sjaldnar). Í raun má segja að upplýsingarnar þættu ófullnægjandi í dag þó aldrei svo mjög að ekki sé hægt að nýta sér eitthvað til að eintakið finnist. Þetta er merkilegt safn með fágætum upptökum, jafnvel ófáanlegum, sem vert er 5 að skrá og halda utanum á sómasamlegan hátt. Ég hef fulla trú á því að safnið fái betri og aðgengilegri geymslustað um leið og það verður skráð. Leiðbeinandi við þetta verkefni var Stefanía Júlíusdóttir og færi ég henni mínar bestu þakkir. Ragnhildur Blöndal bókavörður á Íþöku var betri en enginn, hvatti mig til dáða hvern dag og leiddi mig um þrönga stigu skráningarinnar. Einnig vil ég þakka þeim ágætis konum hjá Skráningarráði Gegnis fyrir námskeiðið og aðstoð á lokasprettinum og að síðust Guðnýju Jónasdóttur fyrir upplýsingar um Bókhlöðuna Íþöku. 6 Efnisyfirlit Útdráttur ....................................................................................................................... 4 Formáli ......................................................................................................................... 5 Efnisyfirlit .................................................................................................................... 7 Inngangur ..................................................................................................................... 8 Um Safnið .................................................................................................................... 9 Um hljómplötuna ....................................................................................................... 13 Um Gegni ................................................................................................................... 14 Aleph 500 bókasafnskerfið á Íslandi .......................................................................... 15 Marksnið .................................................................................................................... 16 Verklag og uppbygging .............................................................................................. 17 Lokaorð ...................................................................................................................... 20 Heimildaskrá .............................................................................................................. 21 Skráningin .................................................................................................................. 23 7 Inngangur Það kom í ljós seinni part vetrar 2012 að B.A. verkefnið mitt í bókasafns-og upplýsin- gafræði gæti verið skráning þessarra fágætu hljómplatna. Yngvi Pétursson rektor Menn- taskólans í Reykjavík gaf á þetta grænt ljós og það gerði einnig Stefanía Júlíusdóttir leiðbeinandi. Það gladdi mig mjög. Hér á eftir mun ég stuttlega segja frá bókhlöðunni Íþöku og gera grein fyrir Gegni og Aleph 500 bókasafnskerfinu. Þar næst koma nokkur orð um sögu hljómplötunnar, lokaorð, heimildaskrá og loks sjálf skráin. 8 Um Safnið Sunnan við Menntaskólann í Reykjavík stendur bókhlaða skólans sem Bókhlöðustígur er kenndur við, hvítt steinhús, oftast kallað Íþaka. Húsið var byggt á árunum 1866-67 og er fyrsta hús sem byggt er eingöngu undir bókasafn hér á landi. Klentz, danskur timbur- meistari, teiknaði húsið og danskir iðnaðarmenn reistu það. Forsögu hússins má rekja til þess að enskur kaupmaður, Charles Kelsall að nafni, hreifst af því að jafnfátæk og fámenn þjóð og Íslendingar gæti haldið uppi sjálfstæðu menningarlífi. Hann ánafnaði Latínuskólanum í Reykjavík í erfðaskrá sinni (árið 1853) þúsund pundum sem notuð skyldu til þess að reisa bókhlöðu fyrir skólann.1 Í upphafi voru söfnin tvö talsins, annars vegar svokallað BSR-safn (Bibliotheca Scholae Reykjavicensins) og hins vegar nemendasafnið sem oftast er kennt við Íþöku en um 1974 voru söfnin formlega sameinuð. Saga BSR-safnsins hefur enn ekki verið skrifuð en telja má víst að safnið eigi upptök sín í latínuskólunum í Skálholti og á Hólum. Um aldamótin 1800 voru þeir sameinaðir í Hólavallaskóla. Hann var seinna fluttur til Bessastaða og að lokum til Reykjavíkur árið 1846. Safnsins er fyrst getið svo vitað sé í fyrstu prentuðu skýrslunni um Bessastaðaskóla 1840-1841. Þar segir að bækur skólans hafi verið geymdar í turni Bessastaðakirkju og í herbergi á kirkjuloftinu. Þegar skólinn flyst frá Bessastöðum til Reykjavíkur var bókasafnið til húsa á lofti Dómkirkjunnar til ársins 1856. Þá var það flutt í þakherbergi skólahússins og er þar sennilega allt þar til að bókhlaðan reis. Bókasafninu, Bibliotheca Scholae Reykjavicensis, var þá komið fyrir á neðri hæð Íþöku. Safnið var undir yfirumsjón rektors. Þeir sem notuðu safnið voru kennarar og fræðimenn, nemendur höfðu lítið af því að segja enda í raun lokað þeim. BSR-safnið var lengi vel eitt merkasta bókasafn landsins. Á 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar barst því merk bókagjöf frá Oxfordháskóla og einnig eignaðist það mörg einkasöfn helstu menntamanna 19. aldar. Árið 1862 kom út "Registur yfir Bókasafn hins Lærða skóla í Reykjavík" sem Jón Árnason samdi.2 Halldór Hermannsson prófessor segir eftirfarandi um safnið: "Ég kom í Latínuskólann árið 1892, og þá var mér einna mest forvitni að kynnast bókasafni skólans. Um vorið, þegar ég gekk inn í skólann, sá ég það fyrst gegnum gluggana á bókhlöðunni. 1 Sigurður Líndal. (1967) 2 Jón Árnason. (1862). 9 Á skólaárinu var það opið til útláns einn dag í viku, frá kl. 2 til 3 á hverjum laugardegi. Jón Þorkelsson rektor var þar þá og sá um útlánið og varð vanalega sjálfur að leita að bókunum, sem beðið var um. En sjaldan voru margir þar, sem vildu fá lánaðar bækur. Ástæðan fyrir því var meðal annars sú, að fáir vissu, hvað bókasafnið hafði að geyma. Það voru til tvær prentaðar skrár yfir safnið, hin fyrri frá 1862 eftir Jón Árnason, hin síðari frá 1870, og á hverju ári var prentaður í skólaskýrslunni listi yfir þær bækur,
Details
-
File Typepdf
-
Upload Time-
-
Content LanguagesEnglish
-
Upload UserAnonymous/Not logged-in
-
File Pages77 Page
-
File Size-