Japanskar þjóðsagnaverur Birtingarmyndir, uppruninn og hvíta tjaldið

Ritgerð til BA prófs

Ragnheiður Þórðardóttir

Maí 2017 Háskóli Íslands

Hugvísindasvið Japanskt mál og menning

Japanskar þjóðsagnaverur

Birtingarmyndir, uppruninn og hvíta tjaldið

Ritgerð til BA prófs í japönsku máli og menningu

Ragnheiður Þórðardóttir Kt.: 100992-2999

Leiðbeinandi: Gunnella Þorgeirsdóttir Maí 2017

1

Samantekt

Alls staðar þar sem drepið er niður fæti í Japan má finna einverja þjóðsagnaveru . Í Japan nefnast þessar verur yōkai og tengjast vissum landsvæðum. Þessar sérstöku verur eiga sér mýmörg, nöfn, og sögur sem greina frá hinum ýmsu kröftum sem einkenna þær. Í upphafi birtust þjóðsagnaverurnar í skrifuðum heimildum og á málverkum en í dag hafa verið gerðar um þær kvikmyndir, teiknimyndir og jafnvel heilu þáttaseríurnar. Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig japanskar þjóðsagnaverur hafa breyst, þróast og öðlast nýtt líf og þannig verið aðlagaðar nútímanum. Litið verður á hvaðan sögurnar koma og hvers vegna vinsældir þeirra hafa orðið svona miklar Birtimyndir þeirra, bæði í fortíð og nútíð verða skoðaðar með tilliti til þróunar og breytinga sem orðið hafa í tækni, pólitík og menningu í tímans rás. Einnig verður fjallað um nýjar verur sem upphaflega urðu til í flökkusögnum en hafa hlotið vinsældir eftir að hafa komið fyrir í bókmenntum og kvikmyndum. Sem dæmi má nefna konuna Kuchisake- Onna sem í dag er svo vel þekkt að hún er orðin hálfgerð þjóðsagnavera. Þannig má segja að í dag séu japanskar þjóðsagnaverur sem á Edo tímabilinu (1600- 1867) urðu mjög vinsælar því enn, mörg hundruð árum seinna, í fullu fjöri.

2

Efnisyfirlit

Inngangur ...... 4 Japönsk Þjóðsagnahefð ...... 6 Yanagita Kunio og yōkai ...... 7 Kaidan ...... 9 ...... 10 Mizuki Shigeru ...... 12 GeGeGe no Kitarō ...... 13 Þjóðsagnaverur ...... 15 ...... 15 Hvíta Tjaldið ...... 18 no Mago ...... 20 Yōkai Wotchi ...... 21 Flökkusögur og hryllingsmyndir ...... 23 Kuchisake Onna ...... 24 Svarthærðar, síðhærðar konur ...... 26 Lokaorð ...... 29 Orðalisti ...... 30 Heimildarskrá ...... 32 Heimildarskrá yfir Kvikmyndir og sjónvarpsseríur ...... 34

3

Inngangur

Allir vita um eða þekkja nokkuð til þjóðsagna síns eigins lands, þú heyrðir um þær í skóla eða frá fjölskyldu þinni. Ótal margar af þjóðsögum heimsins tilheyra sérstöku landi eða heimsálfu. Í þjóðfélags- og menningartíma í japönsku fengum við að heyra fyrirlestur um þjóðsagnaverur Japans, svokallaða yōkai1. Seinna þegar ég gekk um götur Japans sá ég þessar furðulegu verur birtast og þá sem styttur fyrir utan veitingarstaði, á myndum og sem minjagripi. Skrímsli, drauga, guði og fleiri verur má því sjá víðs vegar í Japan. Hof, styttur, steinar og margt fleira bera einhver tákn eða merki sem tengd eru þjóðsögum og þeim 8 milljónum guða og skrímsla sem til eru í Japan. Þannig hefur hvert einasta hof, helgiskrín eða musteri, oft einhvern guð eða jafnvel þjóðsagnaveru sem tákn þess staðar. Í þessari ritgerð verða japanskar þjóðsagnaverur skoðaðar og þróun þeirra. Til að geta skilið hvernig fyrirbæri japanskar þjóðsagnaverur eru, eða yōkai eins og þær eru nefndar í Japan, þarf að skilgreina hugtökin þjóðsögur og þjóðsagnafræði bæði almennt og einnig hvað einkennir japönsku þjóðsögurnar. Litið verður á helstu frumkvöðla og þjóðfræðinga sem haldið hafa lífi í yōkai og þjóðsögum í Japan, ásamt þróun sagnanna í gegnum aldirnar. Yōkai eru nær óteljandi í Japan en yōkai eins og kappa2 og tanuki3 eru vel þekktir um gervallt Japan. Þar má til dæmis víða sjá tanuki styttur fyrir utan veitingahús, einnig er sushi4 sem inniheldur einungis gúrku kallað kappa maki5 vegna þess að gúrka er uppáhalds matur kappa. Það eru ekki einungis þjóðfræðingar sem halda lífi í þjóðfræði og þjóðsagnaverum í Japan, heldur má einnig finna aragrúa þeirra í sjónvarpsefni og kvikmyndum. Hér má nefna hryllingsmyndir með draugum og skrímslum og jafnvel flökkusagnir. Japanskar hryllingsmyndir eru afar vinsælar þar í landi og eru einnig þekktar utan Japans. Kvikmyndir á borð við Ringu, Ju-On og Dark Water nutu svo mikilla vinsælda að

1 Japanskar þjóðsagnaverur 2 Hálfgerður vatnapúki 3 Japönks dýrategund skyld þvottabirni, einnig þjóðsagnavera sem getur haft hamskipti. 4 Japanskur réttur sem samanstendur af boltum eða rúllum úr hrísgrjónum skreytt með hráum fiski, grænmeti eða eggjum. 5 Sushi réttur sem inniheldur hrísgrjón, hráan fisk með/eða grænmeti. Þari svo vafinn utan um.

4

Bandaríkjamenn endurgerðu þær. Godzilla6 var upphafið á þessu (Balmain, 2014) og ekki sér fyrir endann á vinsældum japanskra hryllingsmynda og spennutrylla. Málverk, þjóðsögur, kvikmyndir og teiknimyndir sýna einnig þessar verur, en hafa þær breyst í gegnum árin og þá hvernig? Hverjar eru birtingamyndir þjóðsagnavera í japönskum teikni- og kvikmyndum, þróun þeirra og áhrifavaldar. Eru þetta sömu verurnar og þekktust áður fyrr eða eru þær sýndar í nýrri mynd eða jafnvel skapaðar nýjar?

6 Frægt skrímsli sem birtist í samnefndri kvikmynd

5

Japönsk þjóðsagnahefð

Í Evrópu í byrjun 19 aldar, á blómatíma rómantísku stefnunar, spratt upp áhugi á þjóðsögum hjá vísindamönnum. Talið er að Grimms bræðurnir hafi verið þeir fyrstu sem hófu skipulagða þjóðsagnasöfnun í Evrópu í kringum 1812-1815 (Rooth, 1982, bls. 17), en hvernig skilgreinum við þjóðsögu? Samkvæmt íslensku alfræðiorðabókinni á snara.is þá er þjóðasaga ,, stutt trúverðug munnleg frásögn; fjallar um liðinn atburð, fyrirbæri í þjóðtrú eða eftirminnilegar persónur”. Þessi skilgreining á rætur sínar að rekja til þess tíma er menn fóru að sýna þjóðmenningu og þjóðfræði áhuga og safna þjóðsögum. Þannig voru Grimmsbræður fyrirmynd annarra þjóðsagnasafnara sem fram komu á tíma rómantísku stefnunnar og má hér nefna Jón Árnason, og verk hans Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Rómantíska stefnan einkenndist meðal annars af þjóðernishyggju og var á þessum tíma mikil þjóðernisvakning í Evrópu. Með þessari þjóðernisvakningu vaknaði áhugi fólks á sinni eigin þjóðmenningu og mikilvægi hennar. Fræðimenn sem hófu að safna þjóðsögum og setja saman í rit kölluðust þjóðfræðingar og stunduðu þeir það sem kallast þjóðfræði sem skilgreind er ,, fræðigrein sem fjallar um þjóðlegan fróðleik og andlega, verklega og félagslega þætti þjóðmenningar” 7 . Þjóðfræði fjallar því um fjölmarga þætti þjóðmenningarinnar svo sem þjóðsögur, þjóðlög, gamla leiki, þjóðhætti og fleira, en í þessari ritgerð verður einungis fjallað um þjóðsögur og þjóðsagnaverur. Þegar þ jóðfræðingar fjalla um þjóðsögur þá er orðið oft notað í sömu merkingu og ævintýri, og oft er talið að þjóðsaga sé uppspuni þvert á móti því sem trúað er. Mjög oft gerist það að ævintýrið fær meiri athygli heldur en þjóðsagan, sem dæmi má nefna nefna að Grimmsbræðurnir gáfu út safn bæði með ævintýrum og þjóðsögum en einungis voru það ævintýrin sem nutu og njóta enn einhverra vinsælda. (Rooth, 1982, bls. 17) Orðið folklore (þjóðsaga, þjóðlegur fróðleikur) á ensku hefur verið notað mjög frjálslega. Þetta er hugtak sem margir segjast þekkja og skilja vel þangað til kemur að því að útskýra það. Hugtakið þjóðsaga hefur ávalt verið erfitt að skilgreina og hefur það breyst töluvert síðan 1846, þegar nýyrðið folk-lore var kynnt af William J. Thoms

7 Snara.is

6 til að lýsa ýmsum þjóðháttum svo sem ,,framkomu, siðvenjum hjátrú, þjóðkvæðum, málsháttum og svo framvegis í gamla daga”. (Rooth, 1982) Hugtakið inniheldur allt frá goðsögum og þjóðsögum til brandara og jafnvel slangurorða. Eitt af þeim hugtökum sem oft er horft á og lögð áhersla á innan þjóðsagna er hefð. Það sem gefur hefðinni gildi er tengsl hennar við fortíðina. Líkt og með þjóðsögur er erfitt að skilgreina hugtakið hefð. Samkvæmt skilgreiningu Michael Dylan Foster er hefð ,,að vísa í hegðun og trú sem hafa að geyma sérstaka merkingu og hefur gildi í nútíðinni vegna skilnings á órofa samhengi (sense of continuity) milli fortíðar og framtíðar” (Foster & Shinonome, 2015, bls. 11) Mörg trúarbrögð og hefðir innan þeirra meðal annars innan Japans hafa verið varðveittar í mörg ár. Sem dæmi má nefna að á ferð minni í Japan heimsótti ég í hof þar sem allt frá frá byggingu hofsins til þessa dags hefur verið haldin athöfn eftir nýár þar sem fólk gengur yfir eld eða ösku. Þessa hefð má einnig finna í mörgum öðrum hofum í Japan og má þar nefna Akibasan Entsu í Nagoya og, Nyoirin-Ji og kaerutera í Fukuoka. Dæmi er um að persónur úr sögu Japans væru notaðar í þjóðsögum og þær settar í svokallað ævintýri sem gat verið hvað sem var, allt frá fundi við þjóðsagnaverur til skringilegra sögusagna. Má þá nefna bókina Ugetsu eða saga tungls og rigningar eftir Ueda Akinari sem gefin var út 1776, en í sögunum hans koma oft fyrir sögulegar persónur og árekstur þeirra við yōkai þar sem þau eiga í samræðum. Þó má segja að bók Ueda Akinari teljist líklegast ekki til þjóðsagna heldur ævintýra, enda rituð einungis af honum en ævintýrin hafa samt einkenni þjóðsagna. Árið 1919 kom út fyrsta skipulagða safn þjóðsagna sem gefið var út í Japan en því var safnað af Yanagita Kunio í Tono í Iwate héraði og gefið út í safnritinum Tono Monogatari. (Dorson, 1975, bls. 241)

Yanagita Kunio og yōkai

Yanagita Kunio er þekktur sem stofnandi minzokugaku [民俗学] eða þjóðfræða Japans. Í þjóðsagnageiranum einum og sér var Yanagita mikill áhrifavaldur. Hann var allt í senn safnari, ritstjóri og hugmyndasérfræðingur. Þær þjóðsögur sem hann skrifaði upp og safnaði á kerfisbundinn hátt í tvö söfn eru Nihon Mukashibanashi (日本昔話) eða þjóðsögur Japans og Nihon Densetsu meii (日本伝説名彙)eða japanska þjóðsagna safnið. Auk þess kom hann á fót japönsku þjóðsagnastofnuninni (

7

Institute) og hvatti og hjálpaði lærisveinum sínum við að rannsaka þjóðsögur eftir þeirra bestu getu. (Dorson, 1975, bls. 242) Yanagita Kunio sagði að yōkai væru guðir eða kami 8 sem með tímanum hefðu aftignast (Dorson, 1975). Jafnvel þótt að yōkai hafi oft verið taldir bæði hrekkjóttir og skaðlegir og gætu jafnvel myrt fólk, þá eru þeir ekki endilega þekktir í Japan vegna slæmrar hegðunar sinnar. Hver og einn yōkai getur verið skilgreindur á mismunandi hátt, eftir því hvort horft er á hann með jákvæðum eða neikvæðum augum, (fer eftir manneskjunni sem horfir á hann.) Þess vegna geta yōkai haft einkenni sem bæði eru svæðisbundin og sagnfræðileg, það er að segja, þeir eru hinir sömu en breytast eftir stað og tíma sögunar. (Foster & Shinonome, 2015, bls. 20) Andatrú (animistic) er hugsunarháttur sem einkennir bæði kami og yōkai. Það þýðir að hlutir í náttúrunni og nánasta umhverfi okkar sem við teljum ekki vera á lífi, svo sem ár, steinar, húsgögn eða hljóðfæri svo eitthvað sé nefnt, geta allir haft að geyma “animating” afl eða anda. Þessir hlutir bera ekki í sér anda frá upphafi heldur þróast andinn og sest að í hlutnum eftir að menn hafa umgengist hann (hlutinn). (Foster & Shinonome, 2015, bls. 20) Eins og yōkai hafa lengi sýnt, þá hefur alltaf verið öflug tengsl milli þjóðsagna og afþreyingarmenningar. Þannig breiðast þjóðsögur auðveldlega út og áhrif þeirra margfaldast. Um leið og fleira fólk segir sögurnar og breiðir þær út taka þær breytingum með tímanum og þannig verða einnig fleiri og fleiri sögur til. Fólk skapar eða gefur gamalli þjóðsögu nýja mynd og sem gengur mann fram af manni. Þetta er ástæðan fyrir því að sama þjóðsagan getur verið til í fjölda mismunandi útgáfna. (Foster & Shinonome, 2015, bls. 12) Kaidan en það eru verk þar sem yōkai koma oft fyrir.

8 Kami þýðir guð á japönsku

8

Kaidan

Kaidan eru sögur um það skrítna og dularfulla í heiminum, oftast kalla Japanir þær hræðilegar draugasögur. Á Edo tímabilinu (1600-1867) voru vinsældir Kaidan hvað mestar. Í kringum þennann tíma var vinsælt hjá fólki að koma saman og segja hvort öðru sögur af því skrítna. Með því að segja svona sögur sín á milli þá gátu Japanar, útskýrt það óútskýranlega sem gerðist í kringum þá, notað sögurnar sem væga gagnrýni á bæði félagsleg og pólitísk vandamál sem upp komu eða, einungis til að skemmta sjálfum sér og öðrum með skelfilegum skopstælingum (Reider, 2000, bls. 265) Þessum draugasögum var safnað saman í safn nokkuð sem nefnt er hyakumonogatari kaidankai. (Reider, 2001, bls. 79) Einn af þeim undirflokkum innan kaidan söguformsins er Otogi monogatari, sem stendur fyrir þær tegundir kaidanshū9 sem innihalda sögur um japanska þjóðfræði og þjóðsagnaverur þær sem rætt er um í þessari ritgerð. ...þetta verk inniheldur áttatíu og átta þjóðsögur um það yfirnáttúrulega, sem segja frá fyrirbærum eins og (sem er neflangur, fljúgandi púki), refum, snákum, oni10 og köngulóm. (Reider, 2001, bls. 89) 11

Sögur frá Edo tímabilinu (1600-1867) segja frá því er menn komu saman og sögðu hver öðrum sögur. Þeir reyndu að ná upp í 100 sögur því að sagt var að þegar komið væri að hundruðustu sögunni myndi eitthvað skelfilegt gerast. Þetta var gert til að sýna hver hefði mesta hugrekkið. Vegna mikilla vinsælda kaidan á þessum tíma var mikið um það að þessum sögum væri safnað, og bækur sem höfðu að geyma kaidan sögur sem nefndar voru hyakumonogatari seldust hratt. Seinna á Horeki tímabilinu (1751-1763) urðu svo vinsældir kaidan enn meiri eftir að hanabusa zoshi12 kom út. Þessar vinsældir kaidan hófust ekki af ástæðulausu en í byrjun Horeki tímabilsins (1751-1763) lést áttundi shogun Tokugawa,Yoshimune.

9 Sú bókmenntagrein sem kaidan sögur tilheyra. 10 Japanskur djöfull 11 ”..this work contains eighty-eight folk tales about the supernatural, which treat such subjects as Tengu (long nosed flying goblin), foxes, snakes, and spiders” 12 Bók sem inniheldur safn af ævintýrum og þjóðsögum eftir rithöfundinn Kinro Gyoja

9

Yosimune hafði sett á stranga Kyōhō umbótastefnu, sem miðaði að því að koma á stöðugri og sterkri herstjórn. Veikleiki þessarar umbótastefnu hafði þegar komið í ljós þegar Yoshimune var enn á lífi, og Hōreki var tími viðbragða gegn þessu stranga kerfi sem þessi umbótastefna var í framkvæmd. Löngun eftir eitthverju skrítnu, dularfullu, eða hugvitssömu hafði vaxið sterkt. (Reider, 2001, bls. 15)13

Þó nokkrir höfundar nutu þessara vinsælda sem Kaidan sögurnar höfðu, þar á meðal rithöfundurinn Ueda Akinari en verkið hans Ugetsu Monogatari eða saga tunglsins og rigningarinnar naut mikilla vinsælda þegar þ að kom út árið 1776 vegna Kyōhō umbótastefnunnar. Bókin skiptist niður í 5 hluta eða bækur og hver hluti inniheldur 2 sögur fyrir utan einn sem inniheldur einungis eina sögu. Þessi bók er safn af draugasögum eða sögum sem innihalda eitthvað yfirnáttúrulegt. Engin sagnanna inniheldur eða byrjar á orðunum ,,einu sinni var…” heldur eru þetta sögur sem gerast á einhverjum sérstökum tíma í sögu Japans hvort sem persónurnar og atburðir í sögunum eru skáldaðar eða sögulegar manneskjur, og er uppsetningu sagnanna oft líkt við uppsetningu no leikrita í Japan. Þjóðsagnaverur af málverkum og úr bókmenntum koma fyrir í sögunum, einnig sálir dauðra svo nokkuð sé nefnt. (Ueda, 2007) Ueda notaði þemu eins og sálfræðilegt atferli karlmanna, drauga og skrímsli, drauma og aðra óskiljanlega hluti sem heilbrigð skynsemi getur ekki útskýrt. Hafði bók Ueda mikil áhrif á aðra rithöfunda sem fram komu á 20. öld þar á meðal Lafcadio Hearn.

Lafcadio Hearn

Lafcadio Hearn var fæddur 1850 á grísku eyjunni Lefkada, móðir hans var grísk og faðir hans írskur hermaður í breska hernum. Nokkrum mánuðum eftir fæðingu hans var faðir hans sendur til Vestur Indía og fór móðir hans þá með hann til Írlands. Tveim árum eftir komuna til Írlands skildi móðir Lafcadio hann eftir á Írlandi hjá frænku sinni í föðurætt og snéri aftur til Grikklands. (Foster & Shinonome, 2015, bls. 55) Árið 1890 var Hearn boðið að fara til Japans þar sem hann kenndi ensku í Matsue. Á meðan hann dvaldi í Matsue þá kynntist hann eiginkonu sinni Koizumi Setsu og tók

13 Yoshimune had initiated the strict Kyōhō Reform, which aimed at stabilizing and strengthening the military government system. Weakening of this reform had already appeared while Yoshimune was still alive, and Hōreki was an era of reaction against the strictness with which the reforms were implemented. A yearning for something strange, mysterious, or imaginative had grown strong.

10 upp japanska nafnið Koizumi Yakumo sem er það nafn sem flestir sem af honum vita í Japan þekkja. Á þ essum tíma eða Meiji tímabilinu (23.10.1868-30.07.1912) voru miklar og hraðar breytingar í Japan og hafði Lafcadio mikinn áhuga á bæði hinum hverfandi háttum gamla Japans og birtingu nýrrar menningar. (Foster & Shinonome, 2015, bls. 55) Mikið af verkum Lafcadio Hearn sýna einhvers konar pólítísk og samfélagsleg vandamál, sem einkenndu þann tíma er þær voru skrifaðar, en tímabilið 1890 – 1904 var sá tími þegar herstyrkur Japans var einn sá mesti í heimi. Hearn skrifaði ekki einungis lýsandi verk heldur safnaði hann einnig hefðbundnum japönskum sögum og tók einnig atburði sem áttu sér stað í Japan og skráði sem smásögur. Segja má að í staðinn fyrir að semja eitthvað nýtt hafi Hearn tekið svæðisbundnar sögur og notað sem heimildir fyrir eigin sögur. (Stempel, 1948, bls. 2) Mikið af sögum Hearn hafa drungalega sviðsetningu en Hearn hafði heilmikinn áhuga á hryllingi og því skelfilega í heiminum, sem er ástæðan fyrir þessum óhugnaði í verkum hans. Sögur þessar innihalda allt frá sjálfsmorðum til drauga og morðingja. Vinsælasta verk Hearn var fræga bókin ,,Kwaidan; stories and studies of strange things”. Hún inniheldur margar þekktar sögur eins og yuki onna (雪女) og mimi nashi houichi (耳無芳一の話). Kwaidan er ennþá mjög þekkt í dag og árið 1964 var framleidd kvikmynd sem fjallaði um fjórar af sögunum í kwaidan. (Stempel, 1948) Michael Dylan Foster segir að Hearn hafi verið mikilvægur á tvennan hátt fyrir sögu yōkai. Í fyrsta lagi lagði hann áherslu á ýmis fyrirbæri innan japanskrar menningar, það er yōkai og kaidan, en á sama tíma voru aðrir þjóðfræðingar í Japan að vinna að því að reyna að hrekja þau á burt vegna þess hversu ósamrýmanleg þau voru nútíma hugsunarhætti. Í öðru lagi var Hearn rómantískur og haldinn fortíðarþrá. Hann vísaði yōkai ekki á bug sem hindrun fyrir framfarir; hann samþykkti þá sem eðlislægan og mikilvægan hluta af japanskri menningu, menningu sem hann sá breytast frammi fyrir eigin augum. (Foster & Shinonome, 2015, bls. 57) Þessi hugsunarháttur hafði áhrif á aðra þjóðfræðinga sem á eftir komu og stunduðu rannsóknir á yōkai í Japan.

11

Mizuki Shigeru

Margar ástæður eru fyrir því að vinsældir yōkai jukust og hálfpartinn vöknuðu upp á nýtt eftir seinni heimstyrjöld og á 21 öld, en sá sem átti stórann hlut í því var Mizuki Shigeru sem lést árið 2015, 93 ára að aldri. Sagnfræðingurinn og manga14 höfundurinn Mizuki vann mikið við að búa til teiknimyndasögur sem fjölluðu annað hvort um atburði í sögu Japans eða þ jóðsagnafræði Japans. Verk hans voru mörg en það vinsælasta var þó GeGeGe no Kitarō. Að auki myndskreytti hann fjöldann allan af verkum Toriyama Sekien15 af yōkai, sem rituð voru fyrir um 200 árum. Á margvíslegan hátt, má segja að yōkai fyrirbærið hafi verið fullkomnað með verkum Mizuki. Líkt og Sekien, nýtir hann sér vinsæla fjölmiðla síns tíma á meðan hann fótar sig varlega á mörkunum milli afþreyingar sem verslunarvöru og forms alfræðiritsins. 16 (Foster, 2009, bls. 165).

Mizuki Shigeru var fæddur 1922 í Osaka og var alinn upp í Sakaiminato í Tattori héraði, þar sem hann kynntist þjóðsagnaverum sem barn. Árið 1943 var hann síðan kallaður til herþjónustu í japanska keisaraherinn. Þegar talað er um vinsældir Mizuki og skrímslanna sem hann fjallaði um má nefna ,,Mizuki Shigeru veginn”. Þessi vegur var gerður í heimabæ hans í Sakimitoto árið 1990. Þar má sjá meira en 100 bronsstyttur sem líta út eins og skrímslin hans Mizuki. Vegurinn minnir á nokkurs konar þrívíddar myndabókrollu sem gestir geta þrætt sig í gegnum. (Foster, 2009, bsl. 165). Mizuki hefur tekið fjöldann allan af verum sem sem Yanagita hefur talað um meðal annars í “Yōkai meii”17 og gefið þeim líf. Mizuki tók það sem Yanagita skrifaði um og gerði sýnilegt, eitthvað sem áður var einungis til í munnlegri geymd fékk þannig nýtt líf. Nurikabe18 er yōkai sem er persóna er kemur reglulega fyrir í sögum Mizuki og er ein af þeim yōkai sem Yanagita hafði talað um. Yanagita lýsti sem þeim erfiðleikum að vera á gangi um nótt og verða skyndilega hamlað af ótskýranlegum vegg á veginum. Því sem Yanagita lýsti bara sem vegg sem birtist lýsir Mizuki sem

14 Japanskar teiknimyndasögur 15 Ukiyo-e listmálari sem málaði þjóðsagna verur, (1712 – September 22, 1788) 16,,in many way, in fact, the yōkai phenomenon comes full circle with Mizuki’s work: like sekien, he exploits the popular media of his time while carefully treading the line between commercial entertainment and the encyclopedic mode. 17 Yōkai glósur eða safn af upplýsingum um yōkai 18 Þjóðsagnavera sem lítur út eins og veggur, birtist stundum á götum Japans og hindrar þér leið.

12 stórum rétthyrndum kassa með hendur og fætur og grimmdarlegan svip, þannig fær maður hugmynd um hvernig Nurikabe lítur út. (Foster, 2009, bls. 169) Mizuki hefur sem afkastamikill manga höfundur og skapað fjöldann allan af mismunandi tegundum teiknimyndablaða, en þó er hann best þekktur fyrir yōkai teiknimyndasögurnar sem hann hefur framleitt. Gegege no Kitarō, Kappa no Sanpei, og -kun eru allt teiknimyndasögur sem hafa yōkai að aðalpersónum, en einnig koma stöku sinnum fram yōkai sem hann hefur sjálfur búið til, en þeir eru svo vel gerðir að hver sem er gæti haldið að þetta væru alvöru japanskir yōkai.

GeGeGe no Kitarō

GeGeGe no Kitarō segir söguna af yōkai stráknum Kitarō. Sagan segir frá því að móðir Kitarō dó af völdum sjúkdóms þegar hún var ófrísk af honum en seinna rís Kitarō upp úr gröf sinni. Faðir Kitarō dó einnig úr svipuðum sjúkdómi og móðir Kitarō en einnig hann rís upp frá dauðum og þá í líki auga sem kallast Medama Oyaji, og virkar eins og meðvitund Kitarō. Kitarō og faðir hans eru einu eftirlifandi meðlimir yurei zoku19. Teiknimyndasögurnar fjalla um Kitaro og föður hans sem vinna við það að rannsaka ýmis mál tengd yōkai en einnig aðra yfirnáttúrulega atburði eða glæpi. Ekki allar persónur í GeGeGe no Kitarō eru raunverulegir yōkai en meiri hlutinn er það, afgangurinn er skapaður af Mizuki. Margar af persónunum sem koma við sögu í GeGeGe no Kitarō eru teknar beint frá verkum skrifuðum af þ ekktum japönskum þjóðfræðingum Sekien og Yanagita en einnig koma fyrir vestrænar vættir svo sem Drakúla og varúlfar. Kitarō lítur út eins og venjulegur strákur að þvi undanteknu að hár hans felur vinstri augntóft en hann missti vinstra augað þegar hann var barn (Kimitoshi & Toei Animation, 2008). Nafnið hans Kitarō er skrifað með kanji20 fyrir djöful og má þá túlka nafnið hans sem ,,döfla strákur”. (Foster, 2009, bls. 166) Fræðimenn telja að Kitarō sé eins konar vísun Mizuki til hans sjálfs, en þegar Mizuki var barn þá var hann kallaður Gege eða Gegeru. Einnig vantar á Mizuki vinstri handlegginn og í Kitarō vantar vinstra augað. (Foster, 2009, bls. 167) Aðalþemað í GeGeGe no Kitarō fjallar um hetjur að berjast fyrir lífi góðra yōkai og góðra manneskja gegn hinu illa. Með þessu þjónar Kitarō einnig sem

19 Drauga ættbálkur 20 Kínverskir stafir sem voru innleiddir í japanska stafrófið. Táknskrift Japana

13

eðlileg niðurstaða fyrir Mizuki, sem reynir að berjast við að vernda yōkai og þann (yfir)náttúrulega heim frá því að deyja út sem einskinsverður hlutur.21 (Foster, 2009, bls. 167)

Árið 1969 var hætt að prenta teiknimyndasögurnar sjálfar um Kitarō og hafa þær því ekkert breyst með árunum. Kitarō hefur þó breyst með árunum í gengum anime22 frá því að hann kom fyrst fram í anime árið 1968. Þættir byggðir á teiknimyndasögunum komu í sjónvarpið árið 1968 - 1969 í svart hvítri mynd. Seinna eða á árunum 1971 – 1972, 1985 – 1988 og 1996 – 1998 komu svo þáttaraðir um Kitarō í lit, fjöldinn allur af endursýningum á þáttunum komu eftir það og árið 2007 kom enn ein ný útgáfa af Kitarō. Vinsældir Kitarō og Mizuki hafa aldrei dvínað og eru miklar enn í dag. Á árunum 2007 og 2008 komu einnig út leiknar kvikmyndir um Kitarō og ævintýri hans. (Foster, 2009, bls. 166)

21 “One common theme in Gegege no Kitaro series has superheroes fighting for the survival of good yōkai and good humans against the forces of evil. In this way Kitaro also serves as a corollary to Mizuki himself, struggling to protect yōkai and the (super)natural world from fading into irrelevance” 22 Stytting á orðinu animation, notað yfir japanskar teiknimyndir

14

Þjóðsagnaverur

Þjóðsagnaverur Japans eða yōkai eru nánast óteljandi og eru ýmist ógnvekjandi eða fyndnar. Um gjörvallt Japan frá Hokkaido til Okinawa má finna einhverja tegund af yōkai og sumar má finna alls staðar, það er misjafnt eftir landsvæðum. Þegar talað er um þjóðsagnaverur getur ýmist verið átt við yōkai, yurei23 eða jafnvel obake24 eða bakemono25. Í þessari ritgerð er þó aðallega fjallað um yōkai og stöku sinnum yurei. Orðið yōkai er sett saman úr tveim kanji, fyrst er 妖 eða yō, sem táknar aðdráttarafl, töfra, ógæfu, síðan 怪 eða kai sem táknar tortryggni, dulúð, fyrirburð. Seinni kanji er einnig í orðinu kaidan, en flest orð sem innihalda hann tengjast einhverju óútskýranlegu eða drungalegu sem skýrir hvers vegna hann er í orðinu yōkai. Yōkai má skýra sem skrímsli Japans og þó eru sum þeirra ekki skrímsli, þau eru yfirleitt ekki tengd við drauga en draugar falla yfirleitt undir yurei. Yōkai eru sem sagt skrímsli eða dýr sem með tímanum hafa öðlast töframátt og geta jafnvel verið hlutir sem þú hefur átt svo lengi að þeir hafa fengið sína eigin sál. Erfitt er að reyna að útskýra í einföldu máli hvað yōkai er nema eins og hér hefur verið sagt á undan, eru yokai skrímsli Japans. Á meðal þessara skrímsla er kappa sem er mjög þekktur í Japan og fjallað verður um hér á eftir.

Kappa

Orðið kappa kom upprunalega frá Kanto héraðinu. Það má lesa orðið sem fljót (河) og barn (童). Má þá skilja það þannig að kappa þýði barn fljótsins. (Foster, 1998, bls. 3) Fræðimenn segja að þjóðsagnaveran kappa sem víða sést í þjóðsögum þjóni sem skýring á því leyndardómsfulla í heiminum því sem skilningarvit mannsins nái ekki (Foster, 1998, bls. 13) og talið er að kappa sé ein vinsælasata þjóðsagnavera Japans (Yoda & Alt, 2012, bls 26)

23 Orð yfir drauga í Japan 24 Eitt af mörgum orðum yfir skrímsli í Japan, en þó notað yfir minni háttar skrímsli 25 Eitt af mörgum orðum yfir skrímsli í Japan, hefur víða merkingu.

15

Í japanskri þjóðfræði leynist illkvittni vatnapúkinn kappa nær alls staðar sem vatn er að finna, þar á meðal í klósettum og brunnum. Kappa er oft lýst í útliti og stærð sem litlu barni yfirleitt við 5 ára aldur, en heyrst hafa sögur þar sem kappa hefur verið á stærð við 10 ára barn. Honum er yfirleitt lýst eins og grænni veru en í Legends of Tono er honum lýst sem rauðri veru með grænt andlit (Yanagita, 2008, bls. 36). Sumar sögur segja frá því að líkami kappa sé alsettur hreistri en aðrar segja frá því að hann sé kafloðinn. Þó svo að nokkuð margar mismunandi útlitsskýringar af kappa séu til þá er eitt einkenni sem er sameiginlegt með þeim öllum en það er lítil hola eða dæld sem er á haus kappa og líkist helst litlum disk. Í þessum disk er alltaf vatn og er það vatn talið vera uppspretta krafta hans og jafnvel lífs hans. (Meyer, 2012, bls. 13) Ein þjóðsaga frá Okoyama héraði, segir meðal annars ekki einungis frá þessum svokallaða diski, heldur einnig frá öðrum sameiginlegum eiginleika hjá kappa verunum, en þeir hafa mætur á íþróttinni sumo. Í þessari útgáfu af þjóðsögunni, eru börn að leika sér við vatn þegar barn sem þau kannast ekki við birtist og skorar þau á hólm í sumo keppni. Eftir nánari athugun taka þau eftir því að þetta barn er í raun og veru kappa, og að það er vatn í disknum á hausnum á honum. Þar af leiðandi, hrista þau hausana sína, en kappa hermir eftir þeim með þeim afleiðingum að hann hellir niður vatninu. Sviptur öllum kröftum sínum, er hann þvingaður til þess að fara.26 (Foster, 1998, bls. 4)

Kappa eru alætur, en þeir halda mikið uppi á gúrkur og einnig goðsagnakennda kúlu sem er sagt að leynist við enda garnanna, í fólki. Kúla þessi sem kallast shurikodama27 er náttúrlega uppspuni, en hún er lífræðilega ekki til. (Meyer, 2012, bls. 13) Þessi nálægð alls staðar sem einkennir þessa nýju kappa ímynd þjónaði þeim tilgangi að fjarlægja gömlu ímyndina frá þeirri upprunalegu í þeim þjóðsögum sem tengdust kappa. Í hinni vinsælu nútímalegu mynd sem er af kappa í dag hefur hann breyst frá því ógurlega skrímsli sem hann var í vinalega veru sem birtist á skjánum og í bókmenntum. (Foster, 1998, bls. 14) Í þessari endurmótun gamla kappa, hefur hann staðið sem tákn fyrir sameiginlega fortíð dreifbýlisins. Sem slíkt, má nota hann sem sérstakan japanskan karakter sem þjónar sem tákn fyrir sjálft Japan og fyrir Japana sem hafa ekki átt hlut í hinni sameiginlegu dreifbýlismenningu fortíðarinnar. Þetta

26 ”One legend from Okoyama prefecture, for example, involves not only the sara, but also another common trait of the kappa: its penchant for the sport of sumo. In this version of the legend, some children are playing by the water when a child with whom they are unaiquainted appears and challenges them to sumo. Observing this child closely the realize it is actually a kappa, and that there is water in the sara on his head. Accordingly, they shake their own heads; the kappa imitates them, spilling the water. Bereft of all strength, it is forced to leave” 27 Kúla sem sögð er að leynist við enda garna okkar og Kappa þykir algjört hnossgæti.

16

er gert skýrt þar sem kappa ímyndin er notuð í auglýsingaskyni.28 (Foster, 1998, bls. 17)

Kappa hefur verið notaður til þess að vara við ýmsum hættum svo sem vatnshæð en þá með krúttlegri veru sem lítur alls ekki eins út og sá kappa sem sést hefur í þjóðsögum, en í gamla daga var hann einnig notaður á svipaðan hátt. Til dæmis sögðu foreldrar börnum að ef þau færu of nálægt vatni gæti kappa tekið þau, þetta sögðu þau til að koma í veg fyrir að börnin lékju sér of nálægt vötnum án eftilits foreldra. (Yoda & Alt, 2012, bls 28) Kappa var einnig notaður sem lukkudýr fyrir hreinsun vatns hjá fyrirtækinu FRK. Það notaði slagorðið ,,vatn er líf, kappa er hjarta”29. Fræðimenn telja að með þessu sé hinum ljóta og vonda vatnapúka fortíðar, breytt í skemmtilegan verndara vatns, lukkudýr fyrirtækja og bæja og jafnvel tákn þess gamla í Japan. (Foster, 1998, bls. 18) Notkun á kappa bæði útlitið og nafnið kemur ekki aðeins fram í myndum heldur líka í matargerð, en til er vinsæl sushi rúlla að nafni kappa maki og inniheldur hún uppáhalds mat kappa, gúrku. (Yoda & Alt, 2012, bls 29) Þessi vinsæla vera hefur farið heljarinnar ferðalag frá því að vera skrímsli, yfir í auglýsingaveru, persónu á hvíta tjaldinu og sögupersónu í bókum. Í dag er hún þekktasta þjóðsagnavera Japans og þar má finna brýr og hof sem tengd eru kappa. (Yoda & Alt, 2012, bls 29) Kappa er mjög vinsæll karakter í sögum, kvikmyndum og teiknimyndum bæði áður fyrr og í dag eins og fjallað verður um í næstu köflum.

28 ,,In its nostalgic reconfiguration of the kappa has come to represent a shared rural past. As such, it might be taken as a specifically Japanese character that serves as a symbol for Japan itself and for the Japanese people who have not shared their common rural past. This is often made explicit in the comercial use of the kappa image.” 29 Water is life, kappa is heart.

17

Hvíta tjaldið

Lengi vel voru yōkai einungis til í rituðum heimildum og munnlegum sögnum. Sögurnar gegndu þeim tilgangi að hræða börn frá hættum, til að stytta fólki stundir og almennt til skemmtunar. Í dag hafa vestræn áhrif, teiknimyndir og jafnvel tískubólur haft ýmis áhrif á þessar sögur. Jafnvel hafa orðið útlitsbreytingar á þessum þjóðsagnaverum sem áður fyrr breyttust lítið að undanskildu þ ví að stundum var munur á þeim eftir því hvaða landsvæðum sögurnar tilheyrðu. Í þessum kafla skoðum við hvernig nútímavæðing hefur haft áhrif á þjóðsagnaverur og hvernig þróun þeirra hefur verið í gegnum árin. Við skoðum einn af helstu frumkvöðlum sem sýnir yōkai í nýrri mynd en heldur samt í gömlu hefðina. Einnig verður gerð grein fyrir kvikmyndum, teiknimyndum og teiknimyndablöðum sem hafa mismunandi túlkanir á þessum verum. Í desember 1968 kom út kvikmyndin Yokai Monsters: Spook Warfare en var það önnur yōkai myndin í þeim flokki sem kom út það ár. Kvikmyndin segir frá því þegar skrímsli að nafni Daimon frá Babýlon kemur til Japans. Það dulbýr sig sem yfirvald í litlu þorpi í Japan, og nærist á börnum og konum þorpsins. Kappa sem býr í garðinum hjá yfirvaldinu sér skrímslið og reynir að reka það í burtu, en í staðinn er hann sjálfur rekinn í burtu. Kappa fer að leita hjálpar hjá vinum sínum til að reka Daimon í burtu og bjarga fólkinu í þorpinu. Þar sem kvikmyndin er nærr 50 ára gömul er lítið um tæknibrellur í henni, eins og mikið eru notaðar í dag. Í stað þess eru notaðar strengjabrúður og búningar fyrir skrímslin. Öll yōkai í kvikmyndinni eru alvöru þjóðsagnapersónur en ekki aðeins verk höfundarins, og má sjá yōkai á borð við kasa- obake30, nuppeppō,31 abura-sumashi32 og rokuro-kubi33. Þar sem ekkert gengur hjá þeim að sigra Daimon þá kalla þau á alla yōkai sem eru í nánd og hópur af yōkai kemur á svæðið að hjálpa þeim að vinna bug á Daimon. Í lokin fagna yōkai sigrinum með því að fara í skrúðgöngu. Með skrúðgöngunni er verið að vitna í göngu eitthundrað djöfla eða Hyakki yagyō, en það er fræg ganga þar sem skrímsli Japans fara út á götur og hræða fólk. Þó svo að kvikmyndin sé gömul þá hafa þeir yōkai eins

30 Eineygð regnhlíf, hoppandi um á einum fæti. 31 Risa, lekandi hold með fætur og hendur, lyktar illa 32 Sjaldgjæfur yōkai ættaður í Kumamoto, lítur út eins og lítill karl með höfuð eins og kartafla. 33 Kona með háls sem getur minnkað og stækkað að vild.

18 líka gömlu þjóðsagnapersónunum og þeir geta til að halda í gömlu hefðinar. Margir þeirra yōkai sem koma við sögu í myndinni líkjast þeim sem maður sér í bókum Mizuki, og þá sérstkalega kappa sem er ein af aðalpersónunum. Yōkai fá að halda upprunalega tilgangi sínum sem þeir hafa úr þjóðsögunum. Fyrir meir en 10 árum, árið 2005, kom út kvikmyndin The Great Yōkai War. Myndin tekur upp margar af þeim hugmyndum sem komu fram í Yokai Mosters: Spook Warfare. Má þar sjá að í staðinn fyrir Daimon er illmennið mennskur maður sem hefur breyst í yōkai. Í myndinni umbreytir hann upprunalegum yōkai og gerir að nýjum vélknúnum skrímslum með því að skeyta yōkai saman við hluti sem menn henda frá sér og gleyma. Hetjan í sögunni er ungur drengur að nafni Tadashi sem verður valinn sem kirin34 knapi. Aftur er kappa í aðalhlutverki sem sýnir hversu vinsæll yōkai kappa er í Japan. Í þessari kvikmynd er líka vitnað í GeGeGe no Kitarō og einnig Mizuki höfundinn sjálfan, til dæmis með því að sýna Mizuki Shigeru veginn, sem rætt var um hér fyrr. Að lokum nefnir kappa það við Ittan Momen35 að hann hafi alltaf verið svo hugrakkur að hjálpa Kitarō í sögunum. Kvikmyndin sýnir ennþá fleiri yōkai en sú eldri og yōkai á borð við yuki-onna36, nurikabe, azuki-arai37 og fleiri koma við sögu. Þeir sem voru við gerð myndarinnar hefur tekist vel að gera yōkai kvikmyndarinnar sem besta bæði hvað varðar útlit og persónuleika þeirra, með hjálp frá ráðgjafa eins og Mizuki Shigeru sjálfum. Þó svo að kvikmyndin sé frá 2005 er lítið um að tæknibrellur séu notaðar við gerð yōkai. Þær eru flestar notaðar þar sem umbreyttu yōkai vélmennin birtast. Annars eru flestir leikararnir í búningum og tæknibrellur einungis notaðar til að gera þá raunverulegri, þar má nefna brellu til að stækka og minnka hausinn á verunni abura-sumashi. Í myndinni næst sigur vegna þess að allar þjóðsagnaverurnar safnast saman í Tokyo þar sem þær halda að þar eigi hátíðarhöld að fara fram. sem leikur einn af konungs yōkai í hátíðarhöldunum lýkur myndinni með þessum orðum: Meira að segja heimskan hefur sín takmörk. Stríð mega ekki gerast. Þau gera okkur einungis svöng.38 (Inoue & Miike, 2005)

Kvikmyndir sem og þjóðsögur hafa þau áhrif að þeir sem á þær horfa eða lesa ná að hverfa frá hinum hversdagslega raunveruleika og inn í nýjan heim. Þessi heimur sem

34 Kirin er þjóðsagnavera, með hófa. Kímera þekkt í Kina og Austur-Asíu 35 Japönsk þjóðsagnavera sem er lifandi lak 36 Snjókonan, japanskur draugur og þjóðsagnavera 37 Á íslensku; bauna hreinsarinn, þjóðsagnavera sem sögð er að hreinsi baunir 38 “There is a limit even to foolishness. Wars must not happen. They only make you hungry”

19 við búum í fær sína eigin mynd sem sögumaðurinn nýtir til að skapa þá sögu sem áhorfandinn fær að upplifa, hvort sem um er að ræða leikstjóra eða rithöfund (Zipes, 2011) . Þessar þjóðsagnaverur sem Japanar höfðu einungis lesið um í bókum fá nýja birtingarmynd í þessum kvikmyndum og þáttum þar sem þær koma fram. Líkt og í bókum er áhorfandanum gert kleift að komast inn í mögulega betri heim en hann býr í og upplifa þessi gömlu og nýju ævintýri ekki einungis með ímyndunaraflinu heldur líka með augunum.

Nurarihyon no Mago

Anime Nurarihyon no Mago eru þættir gerðir eftir manga sem kom fyrst fram 2008 en árið 2010 voru þættirnir fyrst gefnir út. Nurarihyon no Mago er gott dæmi um hvernig nútíma tækniþróun hefur haft áhrif á útlit persónanna sem koma fyrir. Nurarihyon no Mago segir frá Rikuo Nura sem er að taka við af afa sínum sem höfðingi nura-yōkai ættarinnar. Afi hans Rikuo er nurarihyon39, en þessi yōkai er ekki upphaflega skapaður fyrir þættina heldur á hann heima í þjóðsögum í Japan. Nurarihyoun lítur mjög góðlega út en ekki skyldi maður dæma bók eftir kápunni því þessi yōkai er mjög voldugur. Samkvæmt Meyer þá er andlit nurarihyoun skorpið og hrukkótt og líkist helst blöndu af gömlum manni og leirgeddu.40 Með því að nota nurarihyon sem höfðingja yōkai ættbálks er höfundur Nurarihyon no Mago að skapa hann í samræmi við þjóðsögurnar. Í þjóðsögunum er þessi yōkai þekktur sem höfðingi yfir öllum yōkai og skrímslum. Þar er hann mjög virtur og hlusta öll yōkai á hann. Ásamt otoroshi og nozuchi, leiðir nurarihyon skrúðgönguna sem þekkt er sem næturganga hinna eitt hundrað djöfla í gengum stræti Japans á dimmum, rigningarnóttum.41 (Meyer, 2012, bls. 121)

Fjölmargir yōkai koma við sögu í þáttunum en það getur reynst erfitt að vita hvaða yōkai það eru nema þeir séu með áberandi einkenni sem gefi til kynna hver persónan er. Þar má nefna persónuna Kubinashi sem líklegast er yōkai að nafni nuke kubi42 sem mætti þýða sem ,,færanlegan háls” en þar sem Kubinashi er ekki með háls gefur það til kynna að hann er yōkai af þessari tegund. Þrátt fyrr að erfitt sé að greina hvaða

39 Yōkai sem lítur út eins og skorpinn og hrukkóttur gamall karl 40 http://yokai.com/nurarihyon/ 41 “Along with otoroshi and nozuchi, nurarihyon leads the procession known as the night parade of one hundred deamons through the streets of Japan, on dark, rainy nights.” 42 Þjóðsagnavera sem hausinn fer af og fer í ferðalag.

20

þjóðsagnaverur flestar aðalpersónurnar eru þá bera þær stundum sitt eigið nafn eins og Kappa. Kappa lítur þó ekki út eins og sá kappa sem þekktur er úr þjóðsögunum. Þessi kappa ber á höfði sér eitthvað sem líkist helst eggjaskurn. Hann er dökkhærður og hljóðlátur strákur sem heldur sig í tjörn í garðinum í húsinu hjá Rikuo, en þó hefur hann sundfit á milli figranna eins og sá kappa sem við finnum í þjóðsögunum. Í einum þættinum er hópur af yōkai á ferð í borginni. Kappa er þá orðinn alveg eins og manneskja eða öllu heldur lítill strákur, en sundfitin milli fingranna hefur hann, svo hægt er að sjá að þetta er ekki venjulegur strákur. Allir yōkai sem ekki eru í aðalhlutverki hafa útlit sem líkist meira þeim yōkai þjóðsagnapersónum sem við erum vön að sjá. Þeir yōkai sem eru í aðalhlutverki eru aftur á móti gerðir fallegri. Eins og algengast er í manga og anime í dag þá eru persónurnar með stór augu og teiknaðar fíngerðum línum. Fáir eru nálægt því að kallast ógeðfelldir nema þeir séu á einhvern hátt vondar persónur. Seinna í þessum þáttum koma svo yōkai á borð við tanuki og inugami43. Erfitt er að sjá hvaða þjóðsagnavera er, nema á nafninu. Eins og áður hefur verið sagt sýnir þessi saga um Rikuo og ævintýri hans ekki öll yōkai eins og þjóðsögur sögðu frá þeim og eru þessir þættir því gott dæmi um hvernig nútíma teiknimyndir og teiknimyndasögur í Japan hafa haft áhrif á útlit og einkenni þeirra þjóðsagnapersóna sem koma fram í sjónvarpsþáttunum.

Yōkai Wotchi

Til Yōkai Wotchi heyrir vinsælt teiknimynda barnaefni, tölvuleikir og manga seríur. Árið 2013 kom það fyrst út í formi tölvuleiks frá japanska fyrirtækinu Nitendo. Vegna mikilla vinsælda RP44 leiksins var það gefið út í framhaldinu sem manga og síðan anime. Yōkai Wotchi segir söguna af Keita sem týnist dag nokkurn meðan hann er á skordýraveiðum. Hann finnur leikfangasjálfsala, setur pening í vélina og út kemur Whisper sem er yōkai. Whisper og Keita verða góðir vinir og gefur Whisper Keita úr sem hægt er að setja pening í. Þessir peningar innihalda mismunandi yōkai sem hjálpa Keita við að leysa ýmis vandamál. Keita getur ekki fengið yōkai pening nema að vinna þann yōkai annað hvort í bardaga eða í gengum vináttu.

43 Inugami er andi hunds eða yōkai sem líkist hundi. 44 Hlutverkaleikur

21

Aragrúi af yōkai sjást í þessum þáttum en margir þeirra eru sköpun höfundanna. Einnig er þar fjöldi af yōkai sem upprunnir eru í þjóðsögum Japans. Ef til vill getur verið erfitt að þekkja þá þar sem þeir eru í formi teiknimyndapersóna og gerðir þannig til að börnum líki vel við þá. Sumar persónurnar eru líka blanda af mörgum yōkai eða hafa skírskotun til yōkai eða eitthvers þjóðsagnahlutar. Yōkai á borð við kappa, tengu, yuki-onna og nurikabe sjást meðal annars í þáttunum. Yōkai Wotchi hefur notið mikilla vinsælda síðan leikurinn kom út 2013, en fjöldinn allur af leikjum í seríunni hefur komið út í gegnum árin og eru enn framleiddir. Þannig eru vinsældir þeirra augljósar ef rölt er um vinsælar ferðamannagötur í Japan. Í nánast hverri einustu minjagripaverslun má sjá lyklakippur, bangsa, og veski, svo eitthvað sé nefnt, allt skreytt myndum af fígúrum úr þáttunum. Yōkai Wotchi er gott dæmi um þjóðsagnaverur sem hafa þróast og breyst töluvert með hjálp nútímatækni til þess að gleðja neytandann, börn í Japan og út í heimi. Með þáttunum er verið að kenna börnum bæði um þ jóðfræði Japans og líka að eitthvert fyrirbæri sem við fyrstu sýn virðist ógnvekjandi er það svo ekki í raun, en þarf ef til vill bara á því að halda að einhver sýni því vinskap eða góðvild.

22

Flökkusögur og hryllingsmyndir

Japanskar hryllingsmyndir eða hinar svokölluðu J-horror45 eins og japanski stíllinn er nefndur, njóta mikilla vinsælda í Japan og á seinni árum víða annars staðar. Sumar þessara kvikmynda eru byggðar á flökkusögum og þjóðsögum eins og Kuchisake Onna46 og Toire no Hanako san47, eða ýmsum skáldverkum sem hafa orðið efniviður í fjölda kvikmynda. Einnig hafa ýmsar persónur, sem upphaflega komu fram á hvíta tjaldinu, orðið að hálfgerðum flökkusagnaverum líkt og Sadako48 sem varð fræg eftir sýningu kvikmyndanna Ringu. Á Edo tímabilinu (1600-1867) jókst áhugi á yfirnáttúrulegum verum svo að um munaði þó svo að sögur af draugum hefðu alltaf þekkst. Þau þema sem þessar sagnir eiga oft sameiginleg má nefna öfundsýki, konan sem hafði verið beitt ranglæti, hefnigjarnir andar og yurei. (Balmain, 2014, bls. 64) Talið er að sú togstreita sem var milli landsföðurhyggju og nútíma vestrænna lýðræðisgilda hafi oft skipað grunnþemað í japönskum kvikmyndum eftir hernámið. Þetta var ekki spurning um að yfirgefa hefbundin japönsk gildi fyrir önnur lýðræðisleg, heldur að taka upp ný gildi í þeim tilgangi að endurbæta þau sem fyrir voru. (Balmain, 2014, bls. 31) Í lok seinni heimstyrjaldar kom síðan fjöldinn allur af kvikmyndum sem innihéldu hefnigjarna drauga og/eða skrímsli. Má þar nefna skrímslið vinsæla Godzilla í samnefndri mynd sem kom fyrst út 1954, en seinasta kvikmyndin um vinsæla skrímslið kom út á árinu 2016. Godzilla og kvikmyndin Ugetsu Monogatari, byggð á samnefndri bók, voru miklir áhrifavaldar í að auka vinsældir J-Horror í Japan, og vörðuðu leiðina til þeirrar velgengni sem slíkar myndir njóta í dag. Í kvikmyndinni Godzilla, er skrímslið Godzilla, sem er stökkbreytt og með nokkurs konar kjarnorkueld sem það spúir, notað sem áminning um hrylling kjarnorkuvopna og gagnrýni á nútíma tæknihernað, en einnig er það notað til að syrgja þær hefðir sem Japan hefur glatað. Svipað gildir líka um Ugetsu Monogatari, en sú mynd túlkar hræðsluna við það að færast yfir í nútímann, yfir í vaxandi neyslusamfélag. Í

45 Nafn yfir japanskar hryllingsmyndir. 46 Drungaleg kona með klofinn munn. Byrjaði sem flökkusaga en varð svo að þjóðsagnaveru 47 Flökkusaga um anda stelpu sem veldur reimleikum í baðherbergjum í skólum. 48 Persóna í bók og kvikmynd, orðin mjög þekkt í Japan. Draugur sem kemur út úr sjónvarpstæki.

23 neyslusamfélaginu birtist þessi óskaplega græðgi og þrá fólks eftir efnislegum gæðum í líki tælandi draugs. Oft er vísað til Ugetsu Monogatari sem fyrirmynd japanskra drauga eða hefnigjarnra anda (onryou49) í kvikmyndum. Ugetsu Monogatari setti í forgrunn fjöldann allan af þemum sem seinna urðu meginþemu í japönskum draugasögum. Hér má nefna fordæmda ást, framhjáhald, fallega kvenkyns drauga í leit að ást og/eða hefnd, og draugahús. (Balmain, 2014, bls. 31) Með öllum þessum fjölda hryllingskvikmynda spruttu einnig upp fjölmargar flökkusagnir í Japan um mismunandi drauga og skrímsli, þar á meðal kuchisake-onna.

Kuchisake Onna

Foster fjallar um það að við mótun á vinsælum hugsmíðum í sambandi við yōkai, hefur tvennt verið sérstaklega áberandi. Hið fyrra er enduruppgötvun á yōkai sem vinsælu myndtákni dægurmenningar, og þá má sérstaklega nefna verk hins fræga manga teiknara Shigeru Mizuki, sem talað var um í kafla hér á undan. Hið síðara er kuchisake-onna eða munnklofna-konan, en hún er nýr yōkai sem kom fram við lok áttunda áratugsins. (Foster, 2009, bls. 164). Í þessum kafla verður einnig fjallað um hana. Kuchisake-onna kom fyrst við sögu á götum Japans í desember 1978 og er hún í dag eitt af nýjustu og þekktustu yōkai skrímslunum í Japan. Erfitt hefur reynst að finna í raun og veru hvaðan sögurnar af henni komu upprunalega, eins og Micheal D. Foster bendir á ,,... eins og allar samtíma þjóðsögur, þá er þeim lýst mismunandi eftir tíma og stað.” 50 (Foster, 2007, bls. 700-701) Eftir því sem vinsældir hennar jukust því nákvæmari lýsingar voru á útliti hennar og á því sem hún gerði. Það helsta sem vitað er um hana er að hún er ung kona með sítt svart hár og hvíta grímu yfir munninum til að fela klofinn munn sinn. Margvíslegar aðrar lýsingar eru á henni, meðal annars er hún ýmist sögð bera hníf, ljá eða skæri, en skærin eru sérstaklega vinsælt vopn í kvikmyndum um hana. Henni þykir brjóstsykur að nafni bekko-ame 51 algjört hnossgæti, og er sagt að gefir þú henni þetta sælgæti eða jafnvel hendir því til hennar gæti það bjargað þér ef ske kynni að hún elti þig. Hún er sögð geta hlaupið 100 metra á fáeinum sekúndum, vegna þess að hún er í sumum sögum sögð vera gamall ólympíu

49 Hefnigjarnir draugar 50 ,,like all contemporary legends, it is characterized by variations over time and space” 51 Japanskur brjóstsykur

24

íþróttamaður. Ýmsar leiðir eru til að komast úr klóm hennar eins og sú sem nefnd var hér fyrir ofan, önnur er að kalla orðið pomade þrisvar sinnum og enn ein aðferð er að þylja orðið minniku á meðan þú teiknar kanji fyrir orðið hund í lófa þinn. (Yoda & Alt, 2012, bls. 153 sjá einnig Foster, 2007, bls. 701) Japanskir fræðimenn telja að kuchisake-onna hafi orðið til vegna þess álags sem börn urðu fyrir af hendi foreldra sinna þá helst móður til þess að standa sig í því mikla samkeppnisskólakerfi sem er í Japan. Talið er að kuchisake-onna hafi þá fæðst vegna sameiginlegs kvíða barna um gervallt Japan. Munn-klofna konan er birtingarmynd þessa kvíða. Hin fullkomna stjórn sem móðirin beitir inni á heimilinu tekur barnið upp og flytur áfram út í umhverfið, og býr þannig til fantasíu af sífelldu eftirliti og aga. Hún er móðirin sem djöfull: alltsjáandi, óumflýjanleg og knýr þannig barnið lengra en þess eðlilega geta nær52 (Foster, 2007, bls. 706)

Gríman sem kuchisak-onna ber er eitt af hennar helstu einkennum en það er líka það einkenni sem flestar sögur um hana eiga sameiginlegt. Segja má að gríman hennar sé túlkun á þessu hömluleysi en með því að svifta af henni grímunni er fallegri konu breytt í hryllilega ógn, þú breytir því sem fallegt var í eitthvað sem þú hræðist. Sumarið 1979 gerði fréttablaðið Asahi Shinbun könnun á því hverjar væru vinsælustu sögurnar í umferð á götum Japans. Þá kom í ljós að nær 99% barna í Japan þekktu þessa dæmigerðu sögu um kuchisake-onna. Þetta sýnir hversu hratt hún reis til frægðar sem hálfgerð flökkudraugasaga í Japan. (Yoda & Alt, 2012, bls 152 sjá einnig Foster, 2007, bls. 699) Árið 2007 kom út kvikmyndin Carved: A Slit-Mouthed Woman 53 í Japan, en það er þriðja leikna kvikmyndin sem framleidd hefur verið, þar sem kuchisake-onna kemur við sögu. Myndin segir frá bæ nokkrum. Dag einn byrjar kona nokkur að ræna börnum. Kona þessi er með sítt svart hár, grímu fyrir munninum, í síðum frakka og heldur á skærum í hendinni. Hérna má strax sjá lýsingar sem vísa til kuchisake-onna, eins og síða svarta hárið og gríman fyrir munninum. Jarðskjálfti verður í bænum og má þá sjá gamalt hús, í húsinu er herbergi sem er búið að byrgja fyrir með kössum. Kassarnir detta frá og út úr herberginu kemur kuchisake-onna. Í kvikmyndinni er kuchisake-onna draugur konu sem stöðugt barði börnin sín þar til sonur hennar drepur hana, en áður en

52 ,,The Slit-Mouthed Woman is a projection of these apprehensions: the absolute control exerted by the mother inside the household is internalized by the child and carried forth into the outside world, creating a fantasy of constant surveillance and discipline. She is the mother-as-demon: panoptic, inescapable, and driving the child beyond her or his natural capacities.” 53 Kuchisake onna

25 honum tekst að drepa hana sker hann munn hennar svo hann klofnar. Draugur konunnar fer svo um bæinn og andsetur mæður bæjarins. Í þessari sögu er hér ekki kona af húð og hári heldur draugur sem gerir hana frábrugðna því sem maður hefur vanalega heyrt um þennan nýja yōkai í Japan. Kuchisake-onna byrjaði fyrst einungis sem flökkusögn á götum Japans en vinsældir hennar urðu svo miklar, að í framhaldinu varð hún að þjóðsagnaveru sem seinna varð fræg og notuð sem skrímsli í fjölmörgu efni bæði á á hvíta tjaldinu og í manga.

Svarthærðar, síðhærðar konur

Áberandi þema í japönskum hryllingsmyndum í dag er að syndir móður verða ógn fyrir heimilið. Móðirin og barn hennar verða síðan ógn fyrir heimilið. Heimilið er þá sem minni gerð af heiminum og tákn fyrir hann. Vinsælar kvikmyndir í Japan sem byggja á þessu þema eru Dark Water, Ringu og Ju-On: the Grudge. Allar hafa þær verið endurgerðar í Bandaríkjunum. Sadako sem birtist í kvikmyndunum Ringu er hvoki þjóðsagnavera né flökkusaga en er þó ein af vinsælustu yūrei í Japan og út fyrir Japan, þökk sé bíómyndum og bókmenntum. Segja má að hún hafi öðlast líf í gegnum kvikmyndirnar. Sadako kom fyrst fram í bókinni Ringu eftir höfundinn Koji Suzuki. Í kvikmyndinni er VHS spóla sem gengur á milli og hver sá sem horfir á hana deyr eftir sjö daga. Frænka Reiko deyr af óútskýranlegum orsökum en Reiko finnur þá spóluna og kemst að ástæðunni. Sadako kemur svo út úr sjónvarpinu á sjöunda deginum og fólkið sem horfði á spóluna deyr. Sadako hefur sítt svart hár sem hylur andlit hennar og klæðist hvítum kjól. Ringu og Ju-On innihalda algeng einkenni sem koma fram í japönskum hryllings myndum, hefnigjarnan kvendraug með sítt hár, hús þar sem reimt er, þema um alskilnað og firringu og dauðadæmda ást. Allt þetta er svo sniðið að hinni listrænu draugasviðsmynd og tónsmíðinni. Uppsetning í anda Kabuki54 og Nō55 leikrita er líka eitthvað sem einkennir myndirnar, og einkennir reyndar hryllingsmyndir í Japan mjög oft. Í hinu gamla Japan, var heimi hinna lifandi alstaðar stjórnað af heimi þeirra dauðu –, hverja einustu stund lífs síns var einstaklingurinn, undir andlegri

54 Japanskt leiklistarform 55 Japanskt leiklistarform.

26

stjórn hinna dauðu. Á heimili hans,var hann undir augliti forfeðra sinna; án þeirra, var honum stjórnað af guði sín eigin héraðs. (Hearn 1904: 134)56

Kvikmyndir eins og Dark Water, Ju-On; The Grudge og framhaldið af þeirri mynd Ju- On; the Grudge 2 sem innihalda hefnigjarna móður. Allar þessar kvikmyndir hafa þetta sameiginlega þema, þar sem verið er að fjalla um þann kvíða og áhyggjur sem fylgja þeirri breytingu sem á sér stað þegar eðli fjölskylduhefða Japans breytist frá ie57 kerfinu yfir í hið vestræna form. Þá er þetta táknað með því að nota sem sögusvið hús þar sem reimt er eða sem á hvílir bölvun. Kvikmynd eins og Carved: A Slit-Mouthed Woman bjóða upp á hryllilega móður sem með hinum skelfilegu, ofbeldisfullu gjörðum sínum kollvarpar hugmyndafræðinni ryosaikenbo58, kvikmynd eins og Dark Water sem einblínir á hefnigjarnt fóstur á meðan Ju-On: The Grudge tekur allan sinn innblástur úr þemanu konan sem hefur verið beitt óréttlæti. Í japanskri þjóðsagnafræði, er barn talið vera fóstur vegna þess að það fær ekki sína eigin sjálfsmynd frá móður fyrr en það nær 7 ára aldri. (Balmain, 2014) Dark Water sem var leikstýrt af Hideo Nakata og kom út 2002, er eins og Ringu kvikmyndirnar byggð á bók eftir Koji Suzuki. Kvikmyndin fjallar um konuna Yoshimi, sem nýlega hefur skilið við hrottalegan eiginmann sinn og er að berjast fyrir forræði yfir dóttur þeirra. Yoshimi flytur í nýtt hús með dóttur sinni og undarlegir hlutir fara brátt að gerast í kringum hana og dóttur hennar. Dóttirin byrjar að tala við ímyndaða vinkonu sem heitir Mitsuko og kemst Yoshimi þá að því að tveimur árum áður hafði stelpa sem var í sama skóla og dóttir hennar, horfið og aldrei fundist aftur. Þemað sem er mest ríkjandi í Dark Water er spennan sem er í kringum skyldu móður og barns gagnvart hvor annarri. Í kvikmyndinni er Yoshimi neydd til þess að velja á milli dóttur sinnar sem er á lífi, og hinnar látnu Mitsuko. Yoshimi ákveður svo að lokum að verða móðir Mitsuko til þessa eins að fá Mitsuko til þess að láta Ikuko vera, og vernda hana þannig. Með þessu setur hún skyldu sína gagnvart samfélaginu hærra en skyldu sína við eigin fjölskyldu. (Balmain, 2014, bls. 142) Balmain talar um að Dark Water sé tekin frá japanskri þjóðsagnafræði til þess að gera athugasemdir við og jafnvel gagnrýna samtíma japanskt þjóðfélag. (Balmain, 2014, bls. 143)

56 In old Japan, the world of the living was everywhere ruled by the world of the dead – the individual, at every moment of his existence, was under ghostly supervision. In his home, he was watched by the spirit of his fathers; without, he was ruled by the god of his district. 57 ie er hugtak sem notað er yfir hefbundna fjölskyldu í Japan. 58 Er sú hugmyndafræði sem er um hefbunda stöðu kvenna í Japan. Bein þýðing er góð eiginkona og klár móðir.

27

Ju-On líkt og Dark Water notar japönsku þjóðsagna- og goðafræðina um konu sem hefur orðið fyrir óréttlæti og hefnigjart fóstur til þess eins að tala um breytingar á ímynd hinnar hefðbundu japönsku fjölskyldu í kjölfar efnahagskreppunnar á seinni hluta tíunda áratugsins. Kvikmyndin skiptist í 6 hluta sem segja sögu 6 aðila, sem allir fara í húsið með bölvuninni og deyja þar af leiðandi vegna bölvunarinnar sem á því hvílir. (Balmain, 2014, bls. 143) Kayako, konan sem er draugurinn í kvikmyndinnni og sonur hennar Toshio voru myrt af eiginmanni Kayako, Taeko Saeki og vegna þess eru þau hefnigjörn en seinna kemur í ljós að ef til vill eru það ekki Kayako og Toshio sem eru að myrða alla heldur draugurinn Saeki. Ju-On kvikmyndirnar eru margar og einnig eru til tvær endurgerðir af þeim frá Bandaríkjunum. Nýlega kom út kvikmynd þar sem Sadako frá Ringu og Kayako frá Ju-On kvikmyndunum koma saman í hálfgerðu lokauppgjöri um hvor er sterkari eða hryllilegri, sem sýnir hvað þessir tveir karakterar eru vinsælir.

28

Lokaorð

Þjóðsögur áður fyrr höfðu lengi vel verið notaðar til þessa að skemmta fólki og veita því leið til að komast úr heimi þess hversdagsleika sem það lifði í. Einnig voru þjóðsagnaverur Japans eða yōkai áður fyrr lengi notaðar í þeim tilgangi að kenna börnum eða jafnvel hræða þau. Þjóðsagnaverur sem í fyrstu voru einungis til í munnmælum, rituðum heimildum og á málverkum fengu nýjar birtingarmyndir með þeirri tækni og nútímavæðingu sem átti sér stað seinna meir. Með breyttum tímum þurfti einnig að aðlaga þjóðsagnaverurnar þeim hópi sem var að lesa um eða horfa á þær á tjaldi. Þegar áhorfendahópur breytist, hvort sem tengist aldri, tímabili eða landsvæði þá eiga sér alltaf stað smávægilegar breytingar á birtingarmyndum þjóðsagnaveranna, til þess að þóknast þeim áhorfendahóp sem vill fá innsýn inn í töfraheim þeirra. Segja má að uppruni og sál þessara vera haldist óbreytt sama hvaðan þær koma eða fyrir hve löngu, aðeins birtingarmyndir þeirra breytast í tímanna rás. J-horror og flökkusögur skapa síðan nýjar verur sem í dag má ef til vill kalla þjóðsagnaverur, yōkai eða yurei. Þessar síðhærðu, svarthærðu konur sem elta fólk eða valda reimleikum og hafa öðlast vinsældir víða eru í raun leifar frá hinum gömlu sögum. Því má ekki heldur gleyma að kvikmyndir, manga, anime og tölvuleikir hafa meðal annars haldið lífi í þessum gömlu verum og sögum. Með þeim má kynna menningu og hefðir hins gamla Japans, fyrir yngri kynslóðum. Þessar verur og sagnir eru þess vegna mikilvægur hluti af sögu og menningu Japans hvort sem þær er settar í nútíma mynd eða ekki.

29

Orðalisti

Abura-sumashi: Sjaldgæfur yōkai ættaður í Kumamoto, lítur út eins og karl með höfuð eins og kartafla Anime: Stytting á animation, notað yfir japanskar teiknimyndir Azuki-arai: Á íslensku, bauna hreinsarinn. Þjóðsagnavera sem er sögð að hreinsi baunir. Bakemono: Eitt af mörgum orðum yfir skrímsli í Japan, hefur víða merkingu. Bekko-ame: Japanskur brjóstsykur. Godzilla: Frægt skrímsli sem birtist í samnefndri kvikmynd. Ie: ie er hugtak sem notað er yfir hefbundna fjölskyldu í Japan. Inugami: Inugami er andi hunds eða yōkai sem líkist hundi. Ittan-Momen: Japönsk þjóðsagnavera sem er lifandi lak. J-Horror: Nafn yfir japanskar hryllingsmyndir. Kabuki: Er japanskt leiklistarform. Kaidan: Eru sögur um það skrítna og dularfulla í heiminum. Kaidanshū: Sú bókmenntagrein sem kaidan sögur tilheyra. Kami: Kami þýðir guð á japönsku. Kanji: Kínverskir stafir sem voru innleiddir í japanska stafrófið. Táknskrift Japana. Kappa: Hálfgerður vatnapúki. Kasa-: Eineygð regnhlíf, hoppandi á einum fæti. Kirin: Kirin er þjóðsagnavera, með hófa. Kímera þekkt í Kina og Austur-Asíu. Kuchisake-Onna: Drungaleg kona með klofinn munn. Byrjaði sem flökkusaga en varð svo að þjóðsagnaveru. Maki: Sushi réttur sem inniheldur hrísgrjón, hráan fisk með/eða grænmeti. Þari vafinn utan um. Manga: Japanskar teiknimyndasögur Nō: Japanskt leiklistarform. Nuke-kubi: Þjóðsagnavera sem hausinn fer af og fer í ferðalag. Nuppeppō: Risa lekandi hold með hendur og fætur, lyktar illa. Nurarihyon: Yōkai sem lítur út eins og skorpinn og hrukkóttur gamall karl. Nurikabe: Þjóðsagnavera sem lítur út eins og veggur, birtist stundum á götum Japans og hindrar þér leið.

30

Obake: Eitt af mörgum orðum yfir skrímsli í Japan, en þó notað yfir minni háttar skrímsli. Oni: Japanskur djöfull. Onryou: Hefnigjarnir draugar eða andar. Rokuro-kubi: Kona með háls sem getur minnkað og stækkað að vild. RP: Role Playing eða hlutverkaleikur. Á við tölvuleik þar sem þú spilar sem einhver sérstakur karakter. Ryosaikenbo: Er sú hugmyndfræði sem er um hefbunda stöðu kvenna í Japan. Bein þýðing er góð eiginkona og klár móðir. Sadako: Persóna í bók og kvikmynd, orðin mjög þekkt í Japan. Draugur sem kemur út úr sjónvarpstæki. Shurikodama: Kúla sem sögð er að leynist við enda garna okkar og Kappa þykir algjört hnossgæti. Sushi: Japanskur réttur sem samanstendur af boltum eða rúllum úr hrísgrjónum skreytt með hráum fiski, grænmeti eða eggjum. Tanuki: Japönks dýrategund skyld þvottabirni, einnig þjóðsagnavera sem getur haft hamskipti. Tengu: Neflangur, fljúgandi púki. Toire no Hanako san: Flökkusaga um anda stelpu sem veldur reimleikum í baðherbergjum í skólum. Yōkai-Meii: Yōkai glósur eða safn af upplýsingum um yōkai. Yōkai: Japanskar þjóðsagnaverur. Yuki-onna: Snjó konan, japanskur draugur og þjóðsagnavera. Yurei Zoku: Drauga ættbálkur. Yurei: Draugur.

31

Heimildarskrá

Balmain, C. (2014). Introduction to Japanese horror film. Edinburgh: Edinburgh Univ. Press.

Dorson, R. M. (1975). National Characteristics of . Journal of the Folklore Institute, 12(2/3), 241-252. Sótt af http://www.jstor.org/stable/3813928

Dundes, A. (1980). Interpreting Folklore. Bloomington: Indiana University Press.

Figal, G. A. (1999). Civilization and monsters: Spirits of modernity in Meiji Japan. Durham, NC: Duke University Press.

Foster, M. D. (1998). The Metamorphosis of the Kappa: Transformation of Folklore to Folklorism in Japan. Asian Folklore Studies, 57(1), 1-24. Sótt af http://www.jstor.org/stable/1178994 —(2007). The Question of the Slit‐Mouthed Woman: Contemporary Legend, the Beauty Industry, and Women’s Weekly Magazines in Japan. Signs, 32(3), 699 -726. Sótt af http://www.jstor.org/stable/10.1086/510542 —(2009). Pandemonium and parade: Japanese monsters and the culture of yōkai. Berkeley, CA: University of California Press.

Foster, M. D., & Shinonome, K. (2015). The book of yokai: Mysterious creatures of Japanese folklore. California: University of California Press.

Hearn, L. (2005). Japan: An Attempt at Interpretation. NY: Cosimo Classics.

Iwasaka, M., & Toelken, B. (1994). Ghosts and the Japanese: Cultural experience in Japanese death legends. Sótt af http://digitalcommons.usu.edu/cgi/viewcontent.cgi?article=1065&context =usupress_pubs

Meyer, M. (2012). The night parade of one hundred demons: A field guide to Japanese Yokai.

Meyer, M. (2013). Yokai.com. Sótt af http://yokai.com

Mizuki, S. (2004). 妖怪大百科 (youkai daihyakka). Tokyo: 小学館 (shougakukan). —(2013). Kitaro. (J. Allen, þýðandi) Canada: Drawn & Quarterly.

Morse, R. A. (Ed.). (2012). Yanagita Kunio and Japanese folklore studies in the 21st century. Tokyo: Japanime.

32

Reider, N. T. (2000). The Appeal of Kaidan, Tales of the Strange. Asian Folklore Studies, 59(2), 265-283. Sótt af http://www.jstor.org/stable/1178918 —(2001). The Emergence of "Kaidan-shū" The Collection of Tales of the Strange and Mysterious in the Edo Period. Asian Folklore Studies, 60(1), 79- 99. Sótt af http://www.jstor.org/stable/1178699

Rooth, A. B. (1982). Öskubuska: Í Austri og Vestri (2nd ed.). Reykjavík: Iðunn.

Stempel, D. (1948). Lafcadio Hearn: Interpreter of Japan. American Literature, 20(1), 1-19. Sótt af http://www.jstor.org/stable/2921881

Suzuki, S. (2011). Learning from Monsters: Mizuki Shigeru's Yōkai and War Manga. Image & narrative, 12(1). Sótt af http://tireview.be/index.php/imagenarrative/article/view/134/105

Ueda, A. (2007). Tales of moonlight and rain (A. H. Chambers, þýðandi). New York: Columbia University Press.

Yanagita, K. (2008). The Legends of Tono: (100th Anniversary Edition). Lanham: Rowman & Littlefield Pub. Group.

Yoda, H., & Alt, M. (2012). Yokai attack: The Japanese monster survival guide. Rutland, VT: Tuttle Pub.

Zipes, J. (2011). The Enchanted Screen: The unknown history of fairy-tale films. New York, NY: Routledge.

33

Heimildarskrá yfir Kvikmyndir og sjónvarpsseríur

Inoue, F. (Framleiðandi), & Miike, T. (Leikstjóri). (2005). [Kvimynd]. Japan: Sochiku.

Kimitoshi, C. (Leikstjóri). (2008, Janúar 11). Kitarou's Birth [Þáttur í Þáttaseríu]. In Toei Animation (Framleiðandi), Hakaba Kitarou. Japan: Fuji TV.

Kuroda, Y. (Leikstjóri). (1968). Yokai Monsters: Spook Warfare [kvikmynd]. Japan.

Takahasi, N. (Teiknari), & Nishimura, J. (Leikstjóri). (2010). Nurarihyon no Mago [Þáttasería]. Tokyo, Japan.

Parkes, W. F., & MacDonald, L. (Framleiðendur), & Verbinski, G. (Leikstjóri). (2002). The Ring [DVD]. United States/Japan: Dreamworks Pictures.

Shigeru, W. (Framleiðandi), & Masaki, K. (Leikstjóri). (1964). Kwaidan [DVD]. Japan: Toho Company Ltd.

Shiraishi, K. (Leikstjóri). (2007). Kuchisake-onna [DVD]. Japan.

Taka, I. (Framleiðandi), & Hideo, N. (Leikstjóri). (1998). Ringu [Kvikmynd]. Japan: Toho.

Taka, I. (Framleiðandi), & Takashi, S. (Leikstjóri). (2002). Ju-on: The Grudge [DVD]. Japan: Pioneer LDC.

Takashige, I. (Framleiðandi), & Hideo, N. (Leikstjóri). (2002). Dark Water [DVD]. Japan: Toho.

34