Japanskar þjóðsagnaverur Birtingarmyndir, uppruninn og hvíta tjaldið Ritgerð til BA prófs Ragnheiður Þórðardóttir Maí 2017 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Japanskt mál og menning Japanskar þjóðsagnaverur Birtingarmyndir, uppruninn og hvíta tjaldið Ritgerð til BA prófs í japönsku máli og menningu Ragnheiður Þórðardóttir Kt.: 100992-2999 Leiðbeinandi: Gunnella Þorgeirsdóttir Maí 2017 1 Samantekt Alls staðar þar sem drepið er niður fæti í Japan má finna einverja þjóðsagnaveru . Í Japan nefnast þessar verur yōkai og tengjast vissum landsvæðum. Þessar sérstöku verur eiga sér mýmörg, nöfn, og sögur sem greina frá hinum ýmsu kröftum sem einkenna þær. Í upphafi birtust þjóðsagnaverurnar í skrifuðum heimildum og á málverkum en í dag hafa verið gerðar um þær kvikmyndir, teiknimyndir og jafnvel heilu þáttaseríurnar. Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig japanskar þjóðsagnaverur hafa breyst, þróast og öðlast nýtt líf og þannig verið aðlagaðar nútímanum. Litið verður á hvaðan sögurnar koma og hvers vegna vinsældir þeirra hafa orðið svona miklar Birtimyndir þeirra, bæði í fortíð og nútíð verða skoðaðar með tilliti til þróunar og breytinga sem orðið hafa í tækni, pólitík og menningu í tímans rás. Einnig verður fjallað um nýjar verur sem upphaflega urðu til í flökkusögnum en hafa hlotið vinsældir eftir að hafa komið fyrir í bókmenntum og kvikmyndum. Sem dæmi má nefna konuna Kuchisake- Onna sem í dag er svo vel þekkt að hún er orðin hálfgerð þjóðsagnavera. Þannig má segja að í dag séu japanskar þjóðsagnaverur sem á Edo tímabilinu (1600- 1867) urðu mjög vinsælar því enn, mörg hundruð árum seinna, í fullu fjöri. 2 Efnisyfirlit Inngangur ............................................................................................................................................... 4 Japönsk Þjóðsagnahefð .................................................................................................................... 6 Yanagita Kunio og yōkai ........................................................................................................... 7 Kaidan ...................................................................................................................................................... 9 Lafcadio Hearn .......................................................................................................................... 10 Mizuki Shigeru ................................................................................................................................... 12 GeGeGe no Kitarō ..................................................................................................................... 13 Þjóðsagnaverur .................................................................................................................................. 15 Kappa ............................................................................................................................................. 15 Hvíta Tjaldið ........................................................................................................................................ 18 Nurarihyon no Mago ................................................................................................................. 20 Yōkai Wotchi .............................................................................................................................. 21 Flökkusögur og hryllingsmyndir ................................................................................................ 23 Kuchisake Onna ......................................................................................................................... 24 Svarthærðar, síðhærðar konur ........................................................................................... 26 Lokaorð ................................................................................................................................................. 29 Orðalisti ................................................................................................................................................. 30 Heimildarskrá ..................................................................................................................................... 32 Heimildarskrá yfir Kvikmyndir og sjónvarpsseríur .......................................................... 34 3 Inngangur Allir vita um eða þekkja nokkuð til þjóðsagna síns eigins lands, þú heyrðir um þær í skóla eða frá fjölskyldu þinni. Ótal margar af þjóðsögum heimsins tilheyra sérstöku landi eða heimsálfu. Í þjóðfélags- og menningartíma í japönsku fengum við að heyra fyrirlestur um þjóðsagnaverur Japans, svokallaða yōkai1. Seinna þegar ég gekk um götur Japans sá ég þessar furðulegu verur birtast og þá sem styttur fyrir utan veitingarstaði, á myndum og sem minjagripi. Skrímsli, drauga, guði og fleiri verur má því sjá víðs vegar í Japan. Hof, styttur, steinar og margt fleira bera einhver tákn eða merki sem tengd eru þjóðsögum og þeim 8 milljónum guða og skrímsla sem til eru í Japan. Þannig hefur hvert einasta hof, helgiskrín eða musteri, oft einhvern guð eða jafnvel þjóðsagnaveru sem tákn þess staðar. Í þessari ritgerð verða japanskar þjóðsagnaverur skoðaðar og þróun þeirra. Til að geta skilið hvernig fyrirbæri japanskar þjóðsagnaverur eru, eða yōkai eins og þær eru nefndar í Japan, þarf að skilgreina hugtökin þjóðsögur og þjóðsagnafræði bæði almennt og einnig hvað einkennir japönsku þjóðsögurnar. Litið verður á helstu frumkvöðla og þjóðfræðinga sem haldið hafa lífi í yōkai og þjóðsögum í Japan, ásamt þróun sagnanna í gegnum aldirnar. Yōkai eru nær óteljandi í Japan en yōkai eins og kappa2 og tanuki3 eru vel þekktir um gervallt Japan. Þar má til dæmis víða sjá tanuki styttur fyrir utan veitingahús, einnig er sushi4 sem inniheldur einungis gúrku kallað kappa maki5 vegna þess að gúrka er uppáhalds matur kappa. Það eru ekki einungis þjóðfræðingar sem halda lífi í þjóðfræði og þjóðsagnaverum í Japan, heldur má einnig finna aragrúa þeirra í sjónvarpsefni og kvikmyndum. Hér má nefna hryllingsmyndir með draugum og skrímslum og jafnvel flökkusagnir. Japanskar hryllingsmyndir eru afar vinsælar þar í landi og eru einnig þekktar utan Japans. Kvikmyndir á borð við Ringu, Ju-On og Dark Water nutu svo mikilla vinsælda að 1 Japanskar þjóðsagnaverur 2 Hálfgerður vatnapúki 3 Japönks dýrategund skyld þvottabirni, einnig þjóðsagnavera sem getur haft hamskipti. 4 Japanskur réttur sem samanstendur af boltum eða rúllum úr hrísgrjónum skreytt með hráum fiski, grænmeti eða eggjum. 5 Sushi réttur sem inniheldur hrísgrjón, hráan fisk með/eða grænmeti. Þari svo vafinn utan um. 4 Bandaríkjamenn endurgerðu þær. Godzilla6 var upphafið á þessu (Balmain, 2014) og ekki sér fyrir endann á vinsældum japanskra hryllingsmynda og spennutrylla. Málverk, þjóðsögur, kvikmyndir og teiknimyndir sýna einnig þessar verur, en hafa þær breyst í gegnum árin og þá hvernig? Hverjar eru birtingamyndir þjóðsagnavera í japönskum teikni- og kvikmyndum, þróun þeirra og áhrifavaldar. Eru þetta sömu verurnar og þekktust áður fyrr eða eru þær sýndar í nýrri mynd eða jafnvel skapaðar nýjar? 6 Frægt skrímsli sem birtist í samnefndri kvikmynd 5 Japönsk þjóðsagnahefð Í Evrópu í byrjun 19 aldar, á blómatíma rómantísku stefnunar, spratt upp áhugi á þjóðsögum hjá vísindamönnum. Talið er að Grimms bræðurnir hafi verið þeir fyrstu sem hófu skipulagða þjóðsagnasöfnun í Evrópu í kringum 1812-1815 (Rooth, 1982, bls. 17), en hvernig skilgreinum við þjóðsögu? Samkvæmt íslensku alfræðiorðabókinni á snara.is þá er þjóðasaga ,, stutt trúverðug munnleg frásögn; fjallar um liðinn atburð, fyrirbæri í þjóðtrú eða eftirminnilegar persónur”. Þessi skilgreining á rætur sínar að rekja til þess tíma er menn fóru að sýna þjóðmenningu og þjóðfræði áhuga og safna þjóðsögum. Þannig voru Grimmsbræður fyrirmynd annarra þjóðsagnasafnara sem fram komu á tíma rómantísku stefnunnar og má hér nefna Jón Árnason, og verk hans Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Rómantíska stefnan einkenndist meðal annars af þjóðernishyggju og var á þessum tíma mikil þjóðernisvakning í Evrópu. Með þessari þjóðernisvakningu vaknaði áhugi fólks á sinni eigin þjóðmenningu og mikilvægi hennar. Fræðimenn sem hófu að safna þjóðsögum og setja saman í rit kölluðust þjóðfræðingar og stunduðu þeir það sem kallast þjóðfræði sem skilgreind er ,, fræðigrein sem fjallar um þjóðlegan fróðleik og andlega, verklega og félagslega þætti þjóðmenningar” 7 . Þjóðfræði fjallar því um fjölmarga þætti þjóðmenningarinnar svo sem þjóðsögur, þjóðlög, gamla leiki, þjóðhætti og fleira, en í þessari ritgerð verður einungis fjallað um þjóðsögur og þjóðsagnaverur. Þegar þjóðfræðingar fjalla um þjóðsögur þá er orðið oft notað í sömu merkingu og ævintýri, og oft er talið að þjóðsaga sé uppspuni þvert á móti því sem trúað er. Mjög oft gerist það að ævintýrið fær meiri athygli heldur en þjóðsagan, sem dæmi má nefna nefna að Grimmsbræðurnir gáfu út safn bæði með ævintýrum og þjóðsögum en einungis voru það ævintýrin sem nutu og njóta enn einhverra vinsælda. (Rooth, 1982, bls. 17) Orðið folklore (þjóðsaga, þjóðlegur fróðleikur) á ensku hefur verið notað mjög frjálslega. Þetta er hugtak sem margir segjast þekkja og skilja vel þangað til kemur að því að útskýra það. Hugtakið þjóðsaga hefur ávalt verið erfitt að skilgreina og hefur það breyst töluvert síðan 1846, þegar nýyrðið folk-lore var kynnt af William J. Thoms 7 Snara.is 6 til að lýsa ýmsum þjóðháttum svo sem ,,framkomu, siðvenjum hjátrú, þjóðkvæðum, málsháttum og svo framvegis í gamla daga”. (Rooth, 1982) Hugtakið inniheldur allt frá goðsögum
Details
-
File Typepdf
-
Upload Time-
-
Content LanguagesEnglish
-
Upload UserAnonymous/Not logged-in
-
File Pages35 Page
-
File Size-