Umhverfismál Í Evrópu Önnur Úttekt
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
Umhverfismál í Evrópu Önnur úttekt Skýrsla um breytingar í umhverfismálum í allri Evrópu, í framhaldi af skýrslunni Umhverfismál í Evrópu. Dobris-úttektin (1995). Tekið saman að ósk umhverfismálaráðherra allra Evrópulanda til undirbúnings fjórðu ráðstefnu þeirra í Árósum, Danmörku, í júní 1998. Office for Official Publications of the European Communities Elsevier Science Ltd Umhverfismál í Evrópu FYRIRVARAR UM RÉTTARÁHRIF Hvorki framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Umhverfisstofnun Evrópu né nokkur einstaklingur eða fyrirtæki, sem fram kemur af þeirra hálfu, ber ábyrgð á því hvernig upplýsingarnar í þessari skýrslu kunna að verða notaðar. Inntak þessa rits þarf ekki í öllum atriðum að túlka opinber sjónarmið Evrópusambandsins eða stofnana þess né þeirra alþjóðlegu stofnana og einstöku landa sem hlut áttu að samantekt skýrslunnar. Þau heiti, sem notuð eru í þessu riti, og framsetningu efnis þess má ekki skilja svo að í þeim felist nein skoðun af hálfu Evrópusambandsins eða Umhverfisstofnunar Evrópu á réttarstöðu neins lands, svæðis, borgar, eða staðar né yfirvalda í þeim. ÖLL RÉTTINDI ÁSKILIN Engan hluta þessa rits má afrita í neinni mynd eða með neinum hætti, hvorki rafrænum né vélrænum, þar með talin ljósritun, hljóðritun og hvers konar upplýsingageymslukerfi, án skriflegs leyfis handhafa höfundarréttar og útgefanda. © European Environment Agency, 1998 Office for Official Publications of the European Communities, 2, rue Mercier, L-2985 Luxembourg ISBN xxxxx Catalogue number xxxxx Elsevier Science Ltd. The Boulevard, Langford Lane, Kidlington, Oxford OX5 1GB, UK ISBN xxxxx Tölfræðilegur viðauki við þessa skýrslu var tekinn saman af Eurostat ISBN xxxxx Kápa og umbrot: Folkmann Design & Promotion European Environment Agency Kongens Nytorv 6 DK-1050 Copenhagen K Danmörku Sími: (+45) 33 36 71 00 Bréfsími: (+45) 33 36 71 99 Netfang: [email protected] Vefsetur: http://www.eea.eu.int Efnisyfirlit Efnisyfirlit Formáli 7 Inngangur 9 Lögðu hönd á plóginn 12 Aðalágrip 16 1. Hagþróun 24 1.1. Inngangur 24 1.2. Heildarstærðir hagkerfisins 24 1.3. Framleiðsla 26 1.4. Neysla 31 2. Loftslagsbreytingar 37 2.1. Inngangur 38 2.2. Vísbendingar um loftslagsbreytingar og afleiðingar af þeim 39 2.3. Styrkur gróðurhúsalofttegunda og áhrif þeirra á hitnun heimsins 42 2.4. Framvinda í útstreymi gróðurhúsalofttegunda 46 2.5. Drifkraftar 49 2.6. Opinberar aðgerðir og stefnumið 52 2.7. Árangur og horfur 54 3. Ósoneyðing í háloftunum 60 3.1. Inngangur 60 3.2. Áhrif 60 3.3. Ástand ósonlagsins 62 3.4. Ósoneyðandi efni í lofthjúpnum 65 3.5. Framleiðsla og útstreymi 66 3.6. Aðrir eyðingarvaldar ósonlagsins 68 3.7. Montrealbókunin og aðgerðir í framhaldi af henni 68 4 Umhverfismál í Evrópu 4. Súrnun 72 4.1. Inngangur 73 4.2. Afleiðingar 74 4.3. Hvert stefnir í mældum styrk í lofti 76 4.4. Útfelling sýrumyndandi efna 77 4.5. Útstreymi 81 4.6. Drifkraftar: samgöngur 82 4.7. Viðbrögð 90 5. Óson í veðrahvolfi 94 5.1. Inngangur 94 5.2. Áhrif á heilsu og umhverfi 96 5.3. Þróun ósonmagns andspænis markmiðum varðandi gæði lofts 97 5.4. Útstreymi forstigsefna ósons 103 5.5. Stefnumið og árangur 104 6. Kemísk efni 109 6.1. Inngangur 109 6.2. Breytingar á framleiðslu 111 6.3. Þungmálmar 111 6.4. Þrávirk lífræn spilliefni 115 6.5. Áhrif kemískra efna á heilsu manna 120 6.6. Viðbrögð og tækifæri 124 7. Úrgangur 130 7.1. Inngangur 130 7.2. Þróun í myndun úrgangs 131 7.3. Meðferð á úrgangi: viðhorfsbreytingar 134 7.4. Viðbrögð og tækifæri 140 8. Fjölbreytni lífríkis 144 8.1. Inngangur 145 8.2. Breytt skilyrði fyrir fjölbreytni í lífríki Evrópu 145 8.3. Drifkraftar breytinga á fjölbreytni lífríkis 164 8.4. Viðbrögð við breytingum á fjölbreytni lífríkis 169 Efnisyfirlit 5 9. Ár og vötn 179 9.1. Inngangur 180 9.2. Tiltækt vatn 180 9.3. Vatnsöflun og vatnsnotkun 184 9.4. Gæði grunnvatnsins 187 9.5. Ástand vatns í ám og lækjum 191 9.6. Vatnsgæði í stöðuvötnum og uppistöðulónum 196 9.7. Breytingar á uppsprettum mengunar 197 9.8. Opinber stefna og aðgerðir til að vernda vatnið í Evrópu og stýra nýtingu þess 202 10. Umhverfið í hafi og við strendur 209 10.1. Inngangur 209 10.2. Ofauðgun 210 10.3. Efnamengun 215 10.4. Sjávarútvegur og fiskeldi 221 10.5. Breytingar á strandsvæðum og nýting þeirra 225 11. Spjöll á jarðvegi 231 11.1. Inngangur 231 11.2. Mengaðir staðir 232 11.3. Jarðvegsrof af vatni og vindi 238 11.4. Myndun eyðimarka 239 11.5. Saltsöfnun 241 11.6. Annars konar spjöll á jarðvegi 242 11.7. Opinberar aðgerðir, löggjöf og samningar um jarðveg 243 11.8. Mögulegar aðgerðir 245 12. Þéttbýlisumhverfi 247 12.1. Inngangur 248 12.2. Umhverfisgæði 249 12.3. Afleiðingar inn- og útstreymis 255 12.4. Mynstur borgarlífsins 259 12.5. Viðbrögð og tækifæri 263 6 Umhverfismál í Evrópu 13. Tæknivá og náttúruvá 268 13.1. Inngangur 268 13.2. Afleiðingar og þróun 269 13.3. Leiðir til að fyrirbyggja betur óhöpp og draga úr afleiðingum náttúruhamfara 274 14. Samhæfing á stefnu og aðgerðum í umhverfismálum við efnahagslega starfsemi 279 14.1. Inngangur 279 14.2. Áhrif einstakra geira 279 14.3. Framfarir í samhæfingu 283 Styttingar nafna og hugtaka 286 Nafna- og atriðaskrá 289 Formáli 7 Formáli Þessi skýrsla flytur niðurstöðurnar af annarri úttektinni á stöðu umhverfismála í allri Evrópu sem unnin var af Umhverfisstofnun Evrópu (European Environment Agency - EEA). Fyrri skýrslan, Dobris- úttektin, var gefin út 1995. Þar voru dregin fram tólf veruleg umhverfisvandamál sem að Evrópu steðjuðu. Þar kom einkar skýrt fram að hve miklu leyti mörg af umhverfisvandamálunum eru hin sömu í öllum löndum álfunnar. Má þar nefna tímabundna þokuremmu á sumrin, súrnun, spjöll á jarðvegi, mengaða staði og gríðarlega úrgangsmyndun. Verkefnið í þessari síðari skýrslu, sem okkur var falið af ráðherrafundinum í Sofíu, var að greina frá hvernig miðað hefði í þeim málum sem einkum var bent á í fyrri skýrslunni. Af þessari nýju skýrslu má ljóst vera að þær aðgerðir, sem beitt hefur verið, hafa enn sem komið er ekki valdið verulegum breytingum til hins betra í almennu ástandi umhverfisins. Á of mörgum sviðum hafa umhverfisaðgerðirnar birst í „eftiráráðstöfunum“, sem að vísu hafa stundum leitt af sér vissa framför, en ekki nóg til að hamla á móti vextinum í mannvirkjagerð, framleiðslu og neyslu. Því má ekki gleyma að það eru aðallega hin efnahagslegu umsvif mannsins sem áhrif hafa á umhverfið. Meiri umhverfisgæði og sókn fram til sjálfbærrar þróunar verða líka aðallega að spretta af breytingum á hinum efnahagslegu umsvifum og stefnunni í samfélags- og efnahagsmálum. Greinilegastur árangur við að draga úr álagi á umhverfið hefur náðst á þeim sviðum þar sem aðgerðum hefur verið búinn virkur alþjóðlegum vettvangur. (Þar má nefna Vínarsáttmálann um verndun ósonlagsins, UNECE-sáttmálann um loftmengun sem berst langvegu milli landa, og bókanir gerðar á grundvelli þessara sáttmála.) Fyrir Evrópu sem heild skortir slíkan vettvang, t.d. á sviði jarðvegsspjalla, úrgangs (að undanskildum hættulegum úrgangi) og kemískra efna. Hefur árangur orðið torsóttari fyrir vikið, jafnvel við það eitt að leggja mat á vandamálin. Þessi skýrsla staðfestir það, sem einnig var bent á í Dobris-úttektinni, að spjöll á náttúrulegum lífvistum í Vestur- Evrópu og einnig að nokkru í Suður-Evrópu eru orðin mjög alvarleg, og mjög kostnaðarsamt yrði, ef ekki ókleift, að ráða þar bót á. Hins vegar eru enn í austurhluta álfunnar stór svæði með nánast óraskaðri náttúru sem væntanlega verður hægt að veita nægilega vörn með miklu minni tilkostnaði. Ber að líta á það sem tækifæri og verðugt verkefni fyrir Evrópu alla að viðhalda náttúru þessara svæða sem mikilvægs hluta af náttúruarfi álfunnar. Skýrslan staðfestir það einnig að framfarir í átt til betra umhverfis í CEE- og NIS-löndunum munu að líkindum velta mest á því hvaða leiðir eru valdar í hinni nauðsynlegu félagslegu og efnahagslegu þróun þessara landa. Beinar áætlanir eða aðgerðir í umhverfismálum verða varla jafnþungar á metunum, né heldur hve fljótt og vel þeim ríkjum, sem stefna að ESB-aðild, gengur að semja sig að umhverfislöggjöf sambandsins. Í þessu samhengi veit það ekki á gott þegar margar þeirra úttekta, sem nú er verið að gera fyrir umsóknarríkin, ganga út frá því að úrbætur í umhverfismálum muni grundvallast á „eftiráaðgerðum“ fremur en að farnar verði frumkvæðisríkari leiðir. Ég skal ekki deila við þá sem gefið hafa út áætlanir sem benda til þess að kostnaður við að fara að umhverfislöggjöf ESB geti numið allt að 30 eða 40% af heildarkostnaði þessara landa af inngangsferlinu. En ég hlýt að spyrja af hverju menn taka það svo sjaldan föstum tökum að kanna og þróa sjálfbærari þróunarleiðir fyrir samfélag og hagkerfi. Af hverju er gengið að því sem vísu að Mið-Evrópuríkin hljóti að fylgja vestrænu fyrirmyndinni, jafnvel með því að endurtaka mistök hennar? Til að mæta þörfum hins stækkaða Evrópusambands verður að breyta stefnuáherslum í efnahagsmálum, og þar felur hinn aðkallandi umhverfisvandi í sér verðmætt tækifæri til að nálgast verkefnið á frumkvæðisríkan hátt. Þótt ég hafi sagt þetta í samhengi við umhverfisumbætur í löndunum sem nú bíða aðildar, þá á í rauninni hið sama við um öll lönd Evrópu. Eins og sagt var á Sofíuráðstefnunni 1995: „Frammi fyrir sjálfbærri þróun stöndum við öll í sporum umskiptalanda.“ Lítum á Umhverfisáætlun fyrir Evrópu, Ríóyfirlýsinguna og „Ríó + 5“, ferlið kringum Agenda 21, kröfur Kyoto-bókunarinnar við Loftslagssáttmálann: alls staðar kemur fram áherslan á ábyrgð Evrópu gagnvart veröldinni allri, og öllu verðum við að svara með með því að breyta svo um munar mynstri framleiðslu og neyslu um alla álfuna. 8 Umhverfismál í Evrópu Við þurfum að koma okkur saman um leiðir og skipulag, og þá trúi ég því að hin nauðsynlegu umskipti megi lánast. Fyrsta skrefið verður að vera í áttina til sjálfbærrar þróunar, t.d. með því að auka orkunýtni og umhverfisnýtni, beita stjórnun frá eftirspurnarhlið, og skipuleggja samgöngu- og þjónustumannvirki þannig að uppbygging þeirra valdi minni röskun.