Són Tímarit Um Óðfræði

Total Page:16

File Type:pdf, Size:1020Kb

Són Tímarit Um Óðfræði SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 7. HEFTI RITSTJÓRAR KRISTJÁN EIRÍKSSON RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR ÞÓRÐUR HELGASON REYKJAVÍK 2009 Són er helguð óðfræði og ljóðlist ÚTGEFENDUR OG RITSTJÓRAR Kristján Eiríksson Drafnarstíg 2 — 101 Reykjavík Sími: 551 0545. Netfang: [email protected] Rósa Þorsteinsdóttir Bárugötu 37 — 101 Reykjavík Sími: 562 7067. Netfang: [email protected] Þórður Helgason Hamraborg 26 — 200 Kópavogi Sími: 891 6133. Netfang: [email protected] RITNEFND Kristján Árnason og Ragnar Ingi Aðalsteinsson YFIRLESTUR EINSTAKRA GREINA Kristján Árnason, Kristján Eiríksson, Rósa Þorsteinsdóttir og Þórður Helgason PRENTLÖGN Pétur Yngvi Gunnlaugsson PRENTUN OG BÓKBAND Litlaprent © Höfundar MYND Á KÁPU Harpa Björnsdóttir ISSN 1670–3723 Efni Sónarljóð . 4 Til lesenda . 5 Höfundar efnis . 6 Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson: Á hnotskógi 9 Hannes Pétursson: Eftir hildarleikinn. 53 Ólafur Halldórsson: Af Stefáni frá Hvítadal og kvæði hans, Erlu 61 Ólafur Halldórsson: Málfríður frá Munaðarnesi og Heine . 63 Bragi Halldórsson: Ástir Hjálmars hugumstóra og Ingibjargar konungsdóttur í rímum síðari alda . 65 Guðrún Þórðardóttir: Eftirmæli eftir Hjálmar hugumstóra . 133 Njörður P. Njarðvík: Úr hugarfari . 138 Helgi Skúli Kjartansson: Að kenna kölska . 139 Njörður P. Njarðvík: Staðir . 145 Kristján Árnason: Samspil máls og brags í íslenskum kveðskap. 147 Hólmfríður Bjartmarsdóttir: Fjögur ljóð . 161 Haukur Þorgeirsson: Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages – ritdómur . 163 Leiðréttingar við 6. hefti Sónar . 176 Sónarljóð Skeggbolli eftir Hjört Pálsson Skeggbolli stendur í skáp og rykið hylur rósaverkið rennt er ei lengur í staup. Hvað skaðar það fjallkóng þótt fenni og stormar næði og fuglar hverfi á braut úr bleiksmýrunum þar sem mosinn er mýkstur? Hverju skiptir það fjallkóng sé fjársafnið komið til byggða þótt sumarlækir syngi þar vetrarljóð sem gulvíðirunnarnir sölna seinast á haustin? Gömul spor eru grafin í fjalldrapamó gangnaforinginn allur og hóftökin þögnuð silfurbúin svipa fallin úr greip hulin moldu höndin sem staupi lyfti og hélt um bollann. Haustgola þylur við eyra: Hjörð hans kollheimt var komin í hús fyrir myrkur. Hann lifir í minni landsins en ekki þínu. Skeggbolli stendur í skáp og rykið hylur rósaverkið sem máðist í hendi hans ... úrfestin löngu týnd ... og tinstaupið glatað. Til lesenda Són kemur nú út í sjöunda sinn og hefur að geyma fjölbreytt efni að vanda. Sónarmjöðurinn sjálfur fær ef til vill ekki eins mikið rúm og oft áður en í staðinn eiga fjölbreyttar greinar um skáldskap frá ýms- um tímum hér stóran sess. Sónarskáld er Hjörtur Pálsson en auk hans eiga þau Hólmfríður Bjartmarsdóttir og Njörður P. Njarðvík frum- samin ljóð í heftinu. Þá er Són trú þeirri ætlun sinni að prenta vand- aðar ljóðaþýðingar og birtast hér þýðingar Hannesar Péturssonar á ljóðum þýskra skálda frá síðustu öld. Einnig kemur hér í fyrsta sinn á prenti ríma Guðrúnar Þórðardóttur um Hjálmar hugumstóra en hún fylgir ítarlegri grein Braga Halldórssonar um kveðskap sem fjall- ar um ástir Hjálmars og Ingibjargar konungsdóttur. Að þessu sinni birtast í Són þrjár greinar sem tengjast fornum kveðskap. Helgi Skúli Kjartansson hugleiðir hvernig kenna megi kölska, Kristján Árnason segir frá rannsóknarverkefni um samspil máls og brags og Haukur Þorgeirsson rýnir í nýja dróttkvæðaútgáfu. Nútíminn verður ekki útundan því Ólafur Halldórsson gefur okkur innsýn í tvö atvik sem varða tilurð ljóða eða þýðinga. Annað segir af Stefáni frá Hvítadal og kvæði hans, Erlu, en hitt af þýðingu Málfríðar Einarsdóttur á ljóði eftir Heinrich Heine. Síðast en ekki síst ber að nefna grein um Helga Hálfdanarson, kveðskap hans og þýðingar, eftir Ástráð Eysteinsson og Eystein Þor- valdsson. Helgi Hálfdanarson lést snemma á árinu og ritstjórn vill nú heiðra minningu þessa fyrsta Sónarskálds. Það er gert með þessari ítarlegu grein sem byggist á þremur útvarpsþáttum sem þeir feðgar, Ástráður og Eysteinn, gerðu um Helga fyrr á þessu ári. Við, sem stöndum að Són, færum höfundum og öðrum sem hafa lagt okkur lið kærar þakkir og eins og ávallt er það von okkar að sem flestir unnendur kveðskapar finni hér efni við sitt hæfi og njóti vel. Fyrir hönd Sónarsinna, Rósa Þorsteinsdóttir Höfundar efnis Sónarljóð Hjörtur Pálsson (f. 1941) er skáld og þýðandi. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1972 og prófi í guðfræði 2007. Hann var um árabil starfsmaður Ríkisútvarpsins. Höfundar greina Ástráður Eysteinsson (f. 1957) lauk doktorsprófi í bókmenntafræði við University of Iowa 1987. Hann er nú prófessor í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Íslands. Eysteinn Þorvaldsson (f. 1932) er cand. mag. í bókmenntum frá Háskóla Íslands. Var prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ólafur Halldórsson (f. 1920) er cand. mag. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og dr. phil. frá sama skóla. Hann hefur unnið að textafræðilegum útgáfum á íslenskum miðaldabókmenntum, lengst af sem sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Bragi Halldórsson (f. 1949) er M.A. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hann er íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík. Helgi Skúli Kjartansson (f. 1949) er cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands, nú prófessor við Háskóla Íslands (menntavísindasvið). Kristján Árnason (f. 1946) er cand. mag. í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands og Ph.D. frá Edinborgarháskóla. Hann er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Haukur Þorgeirsson (f. 1980) er doktorsnemi í íslenskri málfræði við Há- skóla Íslands. 7 Höfundar og þýðendur ljóða Hannes Pétursson (f. 1931) er skáld og rithöfundur. Hann lauk kandídats- prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1959. Hann stundaði einnig nám í germönskum fræðum í Köln og Heidelberg í Þýskalandi. Gottfried Benn (1886–1956), Walter Bauer (1904–1976), Karl Krolow (1915–1999), Michael Guttenbrunner (1919–2004), Hans Bender (f. 1919), Gerhard Fritsch (1924–1969), Günter Grass (f. 1927), Thomas Bernhard (1931–1989). Guðrún Þórðardóttir (1816–1896) var fædd á Gróustöðum í Geiradal. Hún bjó ásamt manni sínum, Brynjólfi Jónssyni, á Valshamri í Geiradal. Hjónin fluttu til Vesturheims 1883 og þar lést Guðrún í Akrabyggð í Norður-Dakota. Njörður P. Njarðvík (f. 1936) var prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann er skáld og rithöfundur og þýðandi og höfundur kennslubóka. Hann hefur skrifað fjölda rita og greina um bókmenntir og önnur efni. Hólmfríður Bjartmarsdóttir Sandi í Aðaldal (f. 1947) er myndlistarkennari við Grunnskólann á Hafralæk í Aðaldal. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson Á hnotskógi Skyggnst um í ljóðheimi Helga Hálfdanarsonar Helgi Hálfdanarson fæddist 14. ágúst árið 1911. Hann ólst upp á Sauðárkróki og kenndi sig gjarnan við þann stað. Kona hans, Lára Sigurðardóttir, var einnig frá Sauðárkróki. Helgi varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1930. Hann nam lyfjafræði á árunum 1936–1939, seinni tvö árin við framhaldsnám í Kaupmannahöfn og lauk þar cand. pharm.-prófi í október 1939. Helgi ritaði ekki endur- minningar sínar en í skrifum sínum segir hann oft frá kynnum sínum af mönnum og málefnum. Á fullorðinsárum brá hann hinsvegar upp mynd af sjálfum sér á unglingsárunum í menntaskóla:1 […] í sjötta bekk var átján ára strákur úr norðlenzku sjávarþorpi, fádæma villiköttur. Hann var allt í senn: hortugur, heimskur og latur. Engin var sú skólaregla, sem hann braut ekki daglega, og engin sú óartar-iðja, að hann ekki stundaði hana fremur en dyggðir góðs nemanda. Ástæðan til þess, að hann skreið á próf- um án þess að falla, var engin önnur en sú, að kennarar máttu ekki til þess hugsa að hafa hann í sinni návist stundinni lengur en skemmst mátti verða. Í þessari lýsingu birtist eitt helsta skapgerðareinkenni Helga: gróm- laus kímni á sjálfs hans kostnað. Vart þarf að taka fram að Helgi var gagnmenntaður, jafnt á raungreinar sem tungumál, og einhver mesti kunnáttumaður í bókmenntum á sinni tíð. Allt sem hann skrifaði, bæði frumsamið og þýtt, sýnir frábæra þekkingu hans og leikni í meðferð bókmenntaverka og tungumála. 1 Helgi Hálfdanarson: „Matthías Jónasson“ [afmælisgrein], Molduxi. Rabb um kveðskap og fleira, Reykjavík: Mál og menning 1998, bls. 158–160, hér bls. 159. 10 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON Að námi loknu starfaði Helgi í 24 ár sem lyfjafræðingur, lengst af á Húsavík – í 20 ár. En árið 1963 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og tók nokkru síðar við kennslu í Kennaraskólanum og síðan í Kennaraháskólanum allt til ársins 1981 þegar hann varð sjötugur. Kenndi hann bæði eðlis- og efnafræði og einnig á bók- menntanámskeiðum Kennaraháskólans. Bókmenntastarf Helga Hálfdanarsonar var bæði fjölþætt og vand- að og hann var ótrúlega afkastamikill. Öll bókmenntaverk sín vann hann í tómstundum jafnframt skyldustörfum á sínum daglega vinnu- stað, og eftir starfslok hélt hann ritstörfum sínum áfram af elju nær- fellt til æviloka. Helgi Hálfdanarson lést á nítugasta og áttunda aldurs- ári, þann 20. janúar 2009. Á Húsavíkurárunum hófst af miklum þrótti margþættur rithöfund- arferill hans, að því er virðist nokkuð skyndilega um miðja síðustu öld. Fyrsta bók Helga Hálfdanarsonar kom hinsvegar út alllöngu fyrr eða árið 1939 þegar hann var 28 ára gamall – um það leyti er hann kom frá námi í Kaupmannahöfn. Það er bókin Ferðalangar. Ævintýri handa börnum og unglingum. Þetta er fræðslurit og jafnframt skemmti- saga. Tvö börn og uppfræðari fara í ævintýraferð út í himingeiminn um „leiðir hugans“ og síðan eftir samskonar leiðum inn á fleiri svið vísindanna, til dæmis inn í efnið og margskonar leyndardóma þess.2 Börnin fræðast um raungreinar, svo sem efnafræði,
Recommended publications
  • ÚRSKURÐARNEFND Í VÁTRYGGINGAMÁLUM Fjármálaeftirlitið · Suðurlandsbraut 32 · 108 Reykjavík · Sími: 525 2700 · Fax: 525 2727 ______
    ÚRSKURÐARNEFND Í VÁTRYGGINGAMÁLUM Fjármálaeftirlitið · Suðurlandsbraut 32 · 108 Reykjavík · Sími: 525 2700 · Fax: 525 2727 ________________________________________________________________________________________________________________ Mál nr. 1/2007 M og vátryggingafélagið X v/ greiðslutryggingar. Ágreiningur um bótaskyldu úr greiðslutryggingu vegna sjúkdóms. Gögn. 1. Málskot, móttekið 3.1.2007, ásamt fylgigögnum. 2. Bréf X, dags. 17.1.2007, ásamt fylgigögnum. Málsatvik. Með skriflegri vátryggingarbeiðni, dags. 9.12.2004, sótti M um svokallaða greiðslutryggingu hjá vátryggingafélaginu X. Vátryggingin er tengd greiðsluþjónustusamningi hjá nánar tilgreindum banka og er annars vegar vátrygging vegna tímabundins starfsorkumissis af völdum slyss eða sjúkdóms og hins vegar líftrygging. Nánari fyrirmæli eru í skilmálum um greiðslu bóta úr vátryggingunni. Í fyrrnefndri vátryggingarbeiðni undirritaði M yfirlýsingu um að hann gerði sér grein fyrir að undanskilinn í vátryggingunni er starfsorkumissir sem rekja megi til ástands hans fyrir töku vátryggingarinnar. Jafnframt staðfesti M m.a. að við undirritun beiðninnar og síðustu sex mánuði á undan hafi hann verið heilsuhraustur og að fullu vinnufær. Þá er tekið fram í beiðninni að umsækjandi eigi ekki kost á vátryggingunni, ef hann fullnægir ekki þessum skilyrðum. Með tjónstilkynningu, dags. 20.2.2006, tilkynnti M til X að í mars 2005 hafi hann greinst með liðagigt eða iktsýki og sykursýki og í sama mánuði hafi verið fyrsti veikindadagur með fjarveru úr vinnu af völdum sjúkdómanna. Í læknisvottorði heilsugæslulæknis á heilsugæslustöðinni S, dags. 11.4.2006, kemur fram að M hafi greinst með liðagigt í febrúar 2005 og í byrjun sama árs hafi hann einnig greinst með sykursýki. Frá haustinu 2004 hafi hann verið með verki og bólgur í ýmsum liðum. Varðandi sjúkrasögu M síðustu sex mánuði áður en hann undirritaði vátryggingarbeiðnina eru eftirfarandi tilvik skráð í sjúkraskrá S: 20.7.2004: Hækkaður blóðþrýstingur, settur á lyfið Atenolol.
    [Show full text]
  • Folk Taxonomy, Nomenclature, Medicinal and Other Uses, Folklore, and Nature Conservation Viktor Ulicsni1* , Ingvar Svanberg2 and Zsolt Molnár3
    Ulicsni et al. Journal of Ethnobiology and Ethnomedicine (2016) 12:47 DOI 10.1186/s13002-016-0118-7 RESEARCH Open Access Folk knowledge of invertebrates in Central Europe - folk taxonomy, nomenclature, medicinal and other uses, folklore, and nature conservation Viktor Ulicsni1* , Ingvar Svanberg2 and Zsolt Molnár3 Abstract Background: There is scarce information about European folk knowledge of wild invertebrate fauna. We have documented such folk knowledge in three regions, in Romania, Slovakia and Croatia. We provide a list of folk taxa, and discuss folk biological classification and nomenclature, salient features, uses, related proverbs and sayings, and conservation. Methods: We collected data among Hungarian-speaking people practising small-scale, traditional agriculture. We studied “all” invertebrate species (species groups) potentially occurring in the vicinity of the settlements. We used photos, held semi-structured interviews, and conducted picture sorting. Results: We documented 208 invertebrate folk taxa. Many species were known which have, to our knowledge, no economic significance. 36 % of the species were known to at least half of the informants. Knowledge reliability was high, although informants were sometimes prone to exaggeration. 93 % of folk taxa had their own individual names, and 90 % of the taxa were embedded in the folk taxonomy. Twenty four species were of direct use to humans (4 medicinal, 5 consumed, 11 as bait, 2 as playthings). Completely new was the discovery that the honey stomachs of black-coloured carpenter bees (Xylocopa violacea, X. valga)were consumed. 30 taxa were associated with a proverb or used for weather forecasting, or predicting harvests. Conscious ideas about conserving invertebrates only occurred with a few taxa, but informants would generally refrain from harming firebugs (Pyrrhocoris apterus), field crickets (Gryllus campestris) and most butterflies.
    [Show full text]
  • Old Germanic Heritage in Metal Music
    Lorin Renodeyn Historical Linguistics and Literature Studies Old Germanic Heritage In Metal Music A Comparative Study Of Present-day Metal Lyrics And Their Old Germanic Sources Promotor: Prof. Dr. Luc de Grauwe Vakgroep Duitse Taalkunde Preface In recent years, heathen past of Europe has been experiencing a small renaissance. Especially the Old Norse / Old Germanic neo-heathen (Ásatrú) movement has gained popularity in some circles and has even been officially accepted as a religion in Iceland and Norway among others1. In the world of music, this renaissance has led to the development of several sub-genres of metal music, the so-called ‘folk metal’, ‘Viking Metal’ and ‘Pagan Metal’ genres. Acknowledgements First and foremost I would like to thank my promoter, prof. dr. Luc de Grauwe, for allowing me to choose the subject for this dissertation and for his guidance in the researching process. Secondly I would like to thank Sofie Vanherpen for volunteering to help me with practical advice on the writing process, proof reading parts of this dissertation, and finding much needed academic sources. Furthermore, my gratitude goes out to Athelstan from Forefather and Sebas from Heidevolk for their co- operation in clarifying the subjects of songs and providing information on the sources used in the song writing of their respective bands. I also want to thank Cris of Svartsot for providing lyrics, translations, track commentaries and information on how Svartsot’s lyrics are written. Last but not least I want to offer my thanks to my family and friends who have pointed out interesting facts and supported me in more than one way during the writing of this dissertation.
    [Show full text]
  • Pedigree of the Wilson Family N O P
    Pedigree of the Wilson Family N O P Namur** . NOP-1 Pegonitissa . NOP-203 Namur** . NOP-6 Pelaez** . NOP-205 Nantes** . NOP-10 Pembridge . NOP-208 Naples** . NOP-13 Peninton . NOP-210 Naples*** . NOP-16 Penthievre**. NOP-212 Narbonne** . NOP-27 Peplesham . NOP-217 Navarre*** . NOP-30 Perche** . NOP-220 Navarre*** . NOP-40 Percy** . NOP-224 Neuchatel** . NOP-51 Percy** . NOP-236 Neufmarche** . NOP-55 Periton . NOP-244 Nevers**. NOP-66 Pershale . NOP-246 Nevil . NOP-68 Pettendorf* . NOP-248 Neville** . NOP-70 Peverel . NOP-251 Neville** . NOP-78 Peverel . NOP-253 Noel* . NOP-84 Peverel . NOP-255 Nordmark . NOP-89 Pichard . NOP-257 Normandy** . NOP-92 Picot . NOP-259 Northeim**. NOP-96 Picquigny . NOP-261 Northumberland/Northumbria** . NOP-100 Pierrepont . NOP-263 Norton . NOP-103 Pigot . NOP-266 Norwood** . NOP-105 Plaiz . NOP-268 Nottingham . NOP-112 Plantagenet*** . NOP-270 Noyers** . NOP-114 Plantagenet** . NOP-288 Nullenburg . NOP-117 Plessis . NOP-295 Nunwicke . NOP-119 Poland*** . NOP-297 Olafsdotter*** . NOP-121 Pole*** . NOP-356 Olofsdottir*** . NOP-142 Pollington . NOP-360 O’Neill*** . NOP-148 Polotsk** . NOP-363 Orleans*** . NOP-153 Ponthieu . NOP-366 Orreby . NOP-157 Porhoet** . NOP-368 Osborn . NOP-160 Port . NOP-372 Ostmark** . NOP-163 Port* . NOP-374 O’Toole*** . NOP-166 Portugal*** . NOP-376 Ovequiz . NOP-173 Poynings . NOP-387 Oviedo* . NOP-175 Prendergast** . NOP-390 Oxton . NOP-178 Prescott . NOP-394 Pamplona . NOP-180 Preuilly . NOP-396 Pantolph . NOP-183 Provence*** . NOP-398 Paris*** . NOP-185 Provence** . NOP-400 Paris** . NOP-187 Provence** . NOP-406 Pateshull . NOP-189 Purefoy/Purifoy . NOP-410 Paunton . NOP-191 Pusterthal .
    [Show full text]
  • Norðurbrekkan – Neðri Hluti Akureyri Húsakönnun
    NORÐURBREKKAN – NEÐRI HLUTI AKUREYRI HÚSAKÖNNUN – 2015 Skipulagsdeild Akureyrar 2. útgáfa, endurbætt. 18.2.2015. Afritun einstakra hluta úr bók þessari er leyfileg, enda sé þá getið heimildar. Afritun heilla kafla eða bókarinnar í heild með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan hátt er þó aðeins heimil að fengnu skriflegu leyfi Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. © Akureyrarbær 2015 © Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. 2105 Forsíðumynd: Árni Ólafsson, september 2007. 1 NORÐURBREKKAN – NEÐRI HLUTI. HÚSAKÖNNUN 2015 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur .......................................................................................... 3 1.1 Athugunarsvæði .......................................................................................... 3 1.2 Aðferð ...................................................................................................... 4 2 Greining ............................................................................................ 6 2.1 Staðhættir ................................................................................................. 6 2.2 Byggðaþróun .............................................................................................. 7 2.3 Húsagerðir og byggingarstílar .......................................................................... 8 2.4 Byggðamynstur ........................................................................................... 10 2.5 Samstæður húsa og heildir ............................................................................ 13 2.6
    [Show full text]
  • Scripta Islandica 65/2014
    SCRIPTA ISLANDICA ISLÄNDSKA SÄLLSKAPETS ÅRSBOK 65/2014 REDIGERAD AV LASSE MÅRTENSSON OCH VETURLIÐI ÓSKARSSON GÄSTREDAKTÖRER JONATHAN ADAMS ALEXANDRA PETRULEVICH HENRIK WILLIAMS under medverkan av Pernille Hermann (Århus) Else Mundal (Bergen) Guðrún Nordal (Reykjavík) Heimir Pálsson (Uppsala) UPPSALA, SVERIGE Publicerad med stöd från Vetenskapsrådet. © Författarna och Scripta Islandica 2014 ISSN 0582-3234 Sättning: Ord och sats Marco Bianchi urn:nbn:se:uu:diva-235580 http://urn.kb.se/resolve?urn=urn:nbn:se:uu:diva-235580 Contents Preface ................................................. 5 ÞÓRDÍS EDDA JÓHANNESDÓTTIR & VETURLIÐI ÓSKARSSON, The Manu- scripts of Jómsvíkinga Saga: A Survey ...................... 9 Workshop Articles SIRPA AALTO, Jómsvíkinga Saga as a Part of Old Norse Historiog - raphy ................................................ 33 Leszek P. słuPecki, Comments on Sirpa Aalto’s Paper ........... 59 ALISON FINLAY, Jómsvíkinga Saga and Genre ................... 63 Judith Jesch, Jómsvíkinga Sǫgur and Jómsvíkinga Drápur: Texts, Contexts and Intertexts .................................. 81 DANIEL SÄVBORG, Búi the Dragon: Some Intertexts of Jómsvíkinga Saga. 101 ALISON FINLAY, Comments on Daniel Sävborg’s Paper ............ 119 Jakub Morawiec, Danish Kings and the Foundation of Jómsborg ... 125 władysław duczko, Viking-Age Wolin (Wollin) in the Norse Context of the Southern Coast of the Baltic Sea ............... 143 MichaeL Lerche NieLseN, Runic Inscriptions Reflecting Linguistic Contacts between West Slav Lands and Southern
    [Show full text]
  • On Gender, Status, and Violence in Old Norse Literature
    AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR “How Do You Know if it is Love or Lust?” On Gender, Status, and Violence in Old Norse Literature Abstract This article examines attitudes towards behaviour relating to women within Old Norse literature, focusing both on chivalric romances (translated and original, the riddarasögur) and the legendary sagas (fornaldarsögur), texts that were mostly written in the thirteenth and fourteenth centuries. The written chivalric romances arrived in Iceland from Norway and southern Europe, and thus they often exhib- it different values from those found in thefornaldarsögur , which tend to reflect in- digenous Nordic and heroic storytelling traditions. The article explores differenc- es between the two traditions regarding male emotions and attitudes towards women, with an emphasis on texts in which women are abused. In particular, the article seeks to investigate the relationship between social status and gender roles in these texts, and whether a woman’s rank affects her role and status according to gender. It focuses particularly on romances (especially those featuring courtly love) and fornaldarsögur in which women are either idealised as goddesses, or mistreated and even sexually abused because of their gender. The article con- cludes by asking how far the contrasts within the texts reflect a Norse ‘emotional community,’ as compared with continental European values, and whether these textual differences reflect actual difference in the social expressions of emotion- al behaviour. Ketils saga hængs is an Icelandic legendary saga which is usually dat- ed to the fourteenth century. In one episode the protagonist, Ketill, comes to a farm and asks for hospitality for the night from the mas- ter of the house, Brúni.
    [Show full text]
  • Interdisciplinary and Comparative Methodologies
    The Retrospective Methods Network Newsletter Interdisciplinary and Comparative Methodologies № 14 Exploring Circum-Baltic Cultures and Beyond Guest Editors: Joonas Ahola and Kendra Willson Published by Folklore Studies / Department of Cultures University of Helsinki, Helsinki 1 RMN Newsletter is a medium of contact and communication for members of the Retrospective Methods Network (RMN). The RMN is an open network which can include anyone who wishes to share in its focus. It is united by an interest in the problems, approaches, strategies and limitations related to considering some aspect of culture in one period through evidence from another, later period. Such comparisons range from investigating historical relationships to the utility of analogical parallels, and from comparisons across centuries to developing working models for the more immediate traditions behind limited sources. RMN Newsletter sets out to provide a venue and emergent discourse space in which individual scholars can discuss and engage in vital cross- disciplinary dialogue, present reports and announcements of their own current activities, and where information about events, projects and institutions is made available. RMN Newsletter is edited by Frog, Helen F. Leslie-Jacobsen, Joseph S. Hopkins, Robert Guyker and Simon Nygaard, published by: Folklore Studies / Department of Cultures University of Helsinki PO Box 59 (Unioninkatu 38 C 217) 00014 University of Helsinki Finland The open-access electronic edition of this publication is available on-line at: https://www.helsinki.fi/en/networks/retrospective-methods-network Interdisciplinary and Comparative Methodologies: Exploring Circum-Baltic Cultures and Beyond is a special issue organized and edited by Frog, Joonas Ahola and Kendra Willson. © 2019 RMN Newsletter; authors retain rights to reproduce their own works and to grant permission for the reproductions of those works.
    [Show full text]
  • Sven-Ingvar Andersson, Who Should Have Come from Hven
    SVEN-INGVAR ANDERSSON, WHO SHOULD HAVE COME FROM HVEN Marc Treib Sven-lngvar Andersson, despite his unabashed modesty, l. remains the most important Nordic landscape architect of his generation. While both original and contemporary, his designs and ideas build upon those of men and women land­ scape architects active earlier in the century. In Scandinavia, from the 'thirties to the 'fifties, the emergence of landscape architecture as a profession coincided with the arrival of such design luminaries as C.Th. S0rensen, Troels Erstad, and Arne Jacobsen in Denmark; Sven Hermelin, Erik Glemme, Ulla Bodorffand Gunnar Asplund in Sweden. Although they shared a common Nordic sensibility, the styles of Danish and Swedish landscape designers differed markedly, distinguishing the work done in these two countries separated in the southwest only by the narrow Sound. Erik Glemme ( 1930s through the l 940s); Marabou Park by With only slight exaggeration, one could say that Swedish Sven Hermelin (1953); sensitive reconstructions such as the landscape architects have been more accepting of their phys­ Tessinska Palatset by Walter Bauer (1960s), and the site ical conditions as they have designed in accordance with the planning for the Reimersholme housing quarter by Ulla dictates of land form andclimate. Their projects generally Bodorff(1950s and 1960s). While at times their qualities appear more naturalistic than those of their Danish coun­ elude the eye of the camera, appearing in pictures as merely terparts, as if the light hand of the builder has been content natural and unexceptional as form, these landscapes are to complete the natural setting rather than to substantially without exception modern, functional and beautiful in all reform or recreate it.
    [Show full text]
  • Finland During the First Millenium
    FINLAND DURING THE FIRST MILLENIUM 1st millennia AD Jouko Pesonen The old sagas contain stories from the ancient times, as in here, in which I have collected, during the last twenty years, pieces of data about the Viking kings and mostly Finnish and Danish Vikings. First they conducted pillaging, later the pillaging transformed into trading and migration over the vast oceans. The sagas are often Norwegian or Dutch. One of the most known scribe of the sagas was Snorri Sturluson, Icelandic priest. Many recordings by eager family researchers were employed among the source materials and used for the interpretations of the studies. One can not trust on only one recording, especially a Russian one. Plenty of insight and interpretation were needed. I can not really base or pinpoint my perception in some particular earlier study. Simply small pieces and bits were collected together for THE HISTORY OF THE OLD FINNISH LION NATION AND HER VIKING KINGS- SUMMARY. Translated: M. Eskel, v.1 Table of Contents THE OLD SAGAS TELL ................................................................................................................................. 2 THE OLD COUNTRY OF FINLAND ............................................................................................................... 4 THE ROYAL DYNASTY OF THE OLD FINLAND 160 AD ................................................................................. 8 KING FORNJOTR KVENLAND’S HEIRS: .....................................................................................................
    [Show full text]
  • Myth and Mentality and Myth Studia Fennica Folkloristica
    Commission 1935–1970 Commission The Irish Folklore Folklore Irish The Myth and Mentality Studies in Folklore and Popular Thought Edited by Anna-Leena Siikala Studia Fennica Folkloristica The Finnish Literature Society (SKS) was founded in 1831 and has, from the very beginning, engaged in publishing operations. It nowadays publishes literature in the fields of ethnology and folkloristics, linguistics, literary research and cultural history. The first volume of the Studia Fennica series appeared in 1933. Since 1992, the series has been divided into three thematic subseries: Ethnologica, Folkloristica and Linguistica. Two additional subseries were formed in 2002, Historica and Litteraria. The subseries Anthropologica was formed in 2007. In addition to its publishing activities, the Finnish Literature Society maintains research activities and infrastructures, an archive containing folklore and literary collections, a research library and promotes Finnish literature abroad. Studia Fennica Editorial board Anna-Leena Siikala Rauno Endén Teppo Korhonen Pentti Leino Auli Viikari Kristiina Näyhö Editorial Office SKS P.O. Box 259 FI-00171 Helsinki www.finlit.fi Myth and Mentality Studies in Folklore and Popular Thought Edited by Anna-Leena Siikala Finnish Literature Society · Helsinki Studia Fennica Folkloristica 8 The publication has undergone a peer review. The open access publication of this volume has received part funding via a Jane and Aatos Erkko Foundation grant. © 2002 Anna-Leena Siikala and SKS License CC-BY-NC-ND 4.0 International A digital edition of a printed book first published in 2002 by the Finnish Literature Society. Cover Design: Timo Numminen EPUB: Tero Salmén ISBN 978-951-746-371-3 (Print) ISBN 978-952-222-849-9 (PDF) ISBN 978-952-222-848-2 (EPUB) ISSN 0085-6835 (Studia Fennica) ISSN 1235-1946 (Studia Fennica Folkloristica) DOI: http://dx.doi.org/10.21435/sff.8 This work is licensed under a Creative Commons CC-BY-NC-ND 4.0 International License.
    [Show full text]
  • Kinship Report for Alfred Landon Peterson
    Kinship Report for Alfred Landon Peterson Name: Birth Date: Relationship: Peterson, Alfred Landon 01 Dec 1948 Self Barbosa, Amelia 17 Sep 1940 Wife Peterson, Eric 02 Nov 1976 Son Peterson, Monica 01 May 1975 Daughter Peterson, Arlene Frances 17 May 1973 Daughter Peterson, Alfred Nelus 14 Jul 1914 Father Prevatt, Katherine Susan 01 Feb 1912 Mother Ward, Katelan Granddaughter Ward, Olivia Nichol Granddaughter Peterson, Alice Faye Sister Rogers, Ann Peterson Sister Parsons, Suandra Peterson Sister Peterson, Alfred Louis Paternal grandfather Prevatt, Simeon Francis Mar 1861 Maternal grandfather Camp, Celia Octavia 10 Jul 1876 Paternal grandmother Dasher, Susan Ida 15 Oct 1871 Maternal grandmother Prevatt, Living Half aunt Prevatt, Kathrine Susan Half aunt Prevatt, Francis L Abt. 1906 Half aunt Turner, Sallie Bell 22 Sep 1889 Half aunt Prevatt, Rubie 1907 Half aunt Prevatt, Renna Lee 02 Oct 1900 Half aunt Prevatt, Renalee 1902 Half aunt Prevatt, Nellie 1903 Half aunt Rogers, Lee Nephew Rogers, David Nephew Rogers, Scott Nephew Prevatt, Royce Landon 02 Apr 1915 Uncle Peterson, Pete 21 Mar 1912 Uncle Prevatt, Renna Lee 02 Oct 1900 Aunt Prevatt, Rubie 1907 Aunt Prevatt, Nellie 1903 Aunt Peterson, Josephine 18 Nov 1910 Aunt Prevatt, Kate S 1915 Aunt Prevatt, Francis L Abt. 1906 Aunt Prevatt, Renalee 1902 Aunt Turner, Sallie B Sep 1889 Aunt Peterson, Cora 26 Jan 1916 Aunt Prevatt, Royce Landon 02 Apr 1915 Half uncle Camp, Abner Taylor 11 Jul 1847 Great grandfather Dasher, Edwin Stuart 08 Jul 1844 Great grandfather Prevatt, Neal Great grandfather Nelson, Elizabeth 29 Apr 1850 Great grandmother Dowling, Sarah Elizabeth Ann 1846 Great grandmother Name: Birth Date: Relationship: Prevatt, Catherine Abt.
    [Show full text]