Són Tímarit Um Óðfræði

Són Tímarit Um Óðfræði

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 7. HEFTI RITSTJÓRAR KRISTJÁN EIRÍKSSON RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR ÞÓRÐUR HELGASON REYKJAVÍK 2009 Són er helguð óðfræði og ljóðlist ÚTGEFENDUR OG RITSTJÓRAR Kristján Eiríksson Drafnarstíg 2 — 101 Reykjavík Sími: 551 0545. Netfang: [email protected] Rósa Þorsteinsdóttir Bárugötu 37 — 101 Reykjavík Sími: 562 7067. Netfang: [email protected] Þórður Helgason Hamraborg 26 — 200 Kópavogi Sími: 891 6133. Netfang: [email protected] RITNEFND Kristján Árnason og Ragnar Ingi Aðalsteinsson YFIRLESTUR EINSTAKRA GREINA Kristján Árnason, Kristján Eiríksson, Rósa Þorsteinsdóttir og Þórður Helgason PRENTLÖGN Pétur Yngvi Gunnlaugsson PRENTUN OG BÓKBAND Litlaprent © Höfundar MYND Á KÁPU Harpa Björnsdóttir ISSN 1670–3723 Efni Sónarljóð . 4 Til lesenda . 5 Höfundar efnis . 6 Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson: Á hnotskógi 9 Hannes Pétursson: Eftir hildarleikinn. 53 Ólafur Halldórsson: Af Stefáni frá Hvítadal og kvæði hans, Erlu 61 Ólafur Halldórsson: Málfríður frá Munaðarnesi og Heine . 63 Bragi Halldórsson: Ástir Hjálmars hugumstóra og Ingibjargar konungsdóttur í rímum síðari alda . 65 Guðrún Þórðardóttir: Eftirmæli eftir Hjálmar hugumstóra . 133 Njörður P. Njarðvík: Úr hugarfari . 138 Helgi Skúli Kjartansson: Að kenna kölska . 139 Njörður P. Njarðvík: Staðir . 145 Kristján Árnason: Samspil máls og brags í íslenskum kveðskap. 147 Hólmfríður Bjartmarsdóttir: Fjögur ljóð . 161 Haukur Þorgeirsson: Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages – ritdómur . 163 Leiðréttingar við 6. hefti Sónar . 176 Sónarljóð Skeggbolli eftir Hjört Pálsson Skeggbolli stendur í skáp og rykið hylur rósaverkið rennt er ei lengur í staup. Hvað skaðar það fjallkóng þótt fenni og stormar næði og fuglar hverfi á braut úr bleiksmýrunum þar sem mosinn er mýkstur? Hverju skiptir það fjallkóng sé fjársafnið komið til byggða þótt sumarlækir syngi þar vetrarljóð sem gulvíðirunnarnir sölna seinast á haustin? Gömul spor eru grafin í fjalldrapamó gangnaforinginn allur og hóftökin þögnuð silfurbúin svipa fallin úr greip hulin moldu höndin sem staupi lyfti og hélt um bollann. Haustgola þylur við eyra: Hjörð hans kollheimt var komin í hús fyrir myrkur. Hann lifir í minni landsins en ekki þínu. Skeggbolli stendur í skáp og rykið hylur rósaverkið sem máðist í hendi hans ... úrfestin löngu týnd ... og tinstaupið glatað. Til lesenda Són kemur nú út í sjöunda sinn og hefur að geyma fjölbreytt efni að vanda. Sónarmjöðurinn sjálfur fær ef til vill ekki eins mikið rúm og oft áður en í staðinn eiga fjölbreyttar greinar um skáldskap frá ýms- um tímum hér stóran sess. Sónarskáld er Hjörtur Pálsson en auk hans eiga þau Hólmfríður Bjartmarsdóttir og Njörður P. Njarðvík frum- samin ljóð í heftinu. Þá er Són trú þeirri ætlun sinni að prenta vand- aðar ljóðaþýðingar og birtast hér þýðingar Hannesar Péturssonar á ljóðum þýskra skálda frá síðustu öld. Einnig kemur hér í fyrsta sinn á prenti ríma Guðrúnar Þórðardóttur um Hjálmar hugumstóra en hún fylgir ítarlegri grein Braga Halldórssonar um kveðskap sem fjall- ar um ástir Hjálmars og Ingibjargar konungsdóttur. Að þessu sinni birtast í Són þrjár greinar sem tengjast fornum kveðskap. Helgi Skúli Kjartansson hugleiðir hvernig kenna megi kölska, Kristján Árnason segir frá rannsóknarverkefni um samspil máls og brags og Haukur Þorgeirsson rýnir í nýja dróttkvæðaútgáfu. Nútíminn verður ekki útundan því Ólafur Halldórsson gefur okkur innsýn í tvö atvik sem varða tilurð ljóða eða þýðinga. Annað segir af Stefáni frá Hvítadal og kvæði hans, Erlu, en hitt af þýðingu Málfríðar Einarsdóttur á ljóði eftir Heinrich Heine. Síðast en ekki síst ber að nefna grein um Helga Hálfdanarson, kveðskap hans og þýðingar, eftir Ástráð Eysteinsson og Eystein Þor- valdsson. Helgi Hálfdanarson lést snemma á árinu og ritstjórn vill nú heiðra minningu þessa fyrsta Sónarskálds. Það er gert með þessari ítarlegu grein sem byggist á þremur útvarpsþáttum sem þeir feðgar, Ástráður og Eysteinn, gerðu um Helga fyrr á þessu ári. Við, sem stöndum að Són, færum höfundum og öðrum sem hafa lagt okkur lið kærar þakkir og eins og ávallt er það von okkar að sem flestir unnendur kveðskapar finni hér efni við sitt hæfi og njóti vel. Fyrir hönd Sónarsinna, Rósa Þorsteinsdóttir Höfundar efnis Sónarljóð Hjörtur Pálsson (f. 1941) er skáld og þýðandi. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1972 og prófi í guðfræði 2007. Hann var um árabil starfsmaður Ríkisútvarpsins. Höfundar greina Ástráður Eysteinsson (f. 1957) lauk doktorsprófi í bókmenntafræði við University of Iowa 1987. Hann er nú prófessor í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Íslands. Eysteinn Þorvaldsson (f. 1932) er cand. mag. í bókmenntum frá Háskóla Íslands. Var prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ólafur Halldórsson (f. 1920) er cand. mag. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og dr. phil. frá sama skóla. Hann hefur unnið að textafræðilegum útgáfum á íslenskum miðaldabókmenntum, lengst af sem sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Bragi Halldórsson (f. 1949) er M.A. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hann er íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík. Helgi Skúli Kjartansson (f. 1949) er cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands, nú prófessor við Háskóla Íslands (menntavísindasvið). Kristján Árnason (f. 1946) er cand. mag. í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands og Ph.D. frá Edinborgarháskóla. Hann er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Haukur Þorgeirsson (f. 1980) er doktorsnemi í íslenskri málfræði við Há- skóla Íslands. 7 Höfundar og þýðendur ljóða Hannes Pétursson (f. 1931) er skáld og rithöfundur. Hann lauk kandídats- prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1959. Hann stundaði einnig nám í germönskum fræðum í Köln og Heidelberg í Þýskalandi. Gottfried Benn (1886–1956), Walter Bauer (1904–1976), Karl Krolow (1915–1999), Michael Guttenbrunner (1919–2004), Hans Bender (f. 1919), Gerhard Fritsch (1924–1969), Günter Grass (f. 1927), Thomas Bernhard (1931–1989). Guðrún Þórðardóttir (1816–1896) var fædd á Gróustöðum í Geiradal. Hún bjó ásamt manni sínum, Brynjólfi Jónssyni, á Valshamri í Geiradal. Hjónin fluttu til Vesturheims 1883 og þar lést Guðrún í Akrabyggð í Norður-Dakota. Njörður P. Njarðvík (f. 1936) var prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann er skáld og rithöfundur og þýðandi og höfundur kennslubóka. Hann hefur skrifað fjölda rita og greina um bókmenntir og önnur efni. Hólmfríður Bjartmarsdóttir Sandi í Aðaldal (f. 1947) er myndlistarkennari við Grunnskólann á Hafralæk í Aðaldal. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson Á hnotskógi Skyggnst um í ljóðheimi Helga Hálfdanarsonar Helgi Hálfdanarson fæddist 14. ágúst árið 1911. Hann ólst upp á Sauðárkróki og kenndi sig gjarnan við þann stað. Kona hans, Lára Sigurðardóttir, var einnig frá Sauðárkróki. Helgi varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1930. Hann nam lyfjafræði á árunum 1936–1939, seinni tvö árin við framhaldsnám í Kaupmannahöfn og lauk þar cand. pharm.-prófi í október 1939. Helgi ritaði ekki endur- minningar sínar en í skrifum sínum segir hann oft frá kynnum sínum af mönnum og málefnum. Á fullorðinsárum brá hann hinsvegar upp mynd af sjálfum sér á unglingsárunum í menntaskóla:1 […] í sjötta bekk var átján ára strákur úr norðlenzku sjávarþorpi, fádæma villiköttur. Hann var allt í senn: hortugur, heimskur og latur. Engin var sú skólaregla, sem hann braut ekki daglega, og engin sú óartar-iðja, að hann ekki stundaði hana fremur en dyggðir góðs nemanda. Ástæðan til þess, að hann skreið á próf- um án þess að falla, var engin önnur en sú, að kennarar máttu ekki til þess hugsa að hafa hann í sinni návist stundinni lengur en skemmst mátti verða. Í þessari lýsingu birtist eitt helsta skapgerðareinkenni Helga: gróm- laus kímni á sjálfs hans kostnað. Vart þarf að taka fram að Helgi var gagnmenntaður, jafnt á raungreinar sem tungumál, og einhver mesti kunnáttumaður í bókmenntum á sinni tíð. Allt sem hann skrifaði, bæði frumsamið og þýtt, sýnir frábæra þekkingu hans og leikni í meðferð bókmenntaverka og tungumála. 1 Helgi Hálfdanarson: „Matthías Jónasson“ [afmælisgrein], Molduxi. Rabb um kveðskap og fleira, Reykjavík: Mál og menning 1998, bls. 158–160, hér bls. 159. 10 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON Að námi loknu starfaði Helgi í 24 ár sem lyfjafræðingur, lengst af á Húsavík – í 20 ár. En árið 1963 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og tók nokkru síðar við kennslu í Kennaraskólanum og síðan í Kennaraháskólanum allt til ársins 1981 þegar hann varð sjötugur. Kenndi hann bæði eðlis- og efnafræði og einnig á bók- menntanámskeiðum Kennaraháskólans. Bókmenntastarf Helga Hálfdanarsonar var bæði fjölþætt og vand- að og hann var ótrúlega afkastamikill. Öll bókmenntaverk sín vann hann í tómstundum jafnframt skyldustörfum á sínum daglega vinnu- stað, og eftir starfslok hélt hann ritstörfum sínum áfram af elju nær- fellt til æviloka. Helgi Hálfdanarson lést á nítugasta og áttunda aldurs- ári, þann 20. janúar 2009. Á Húsavíkurárunum hófst af miklum þrótti margþættur rithöfund- arferill hans, að því er virðist nokkuð skyndilega um miðja síðustu öld. Fyrsta bók Helga Hálfdanarsonar kom hinsvegar út alllöngu fyrr eða árið 1939 þegar hann var 28 ára gamall – um það leyti er hann kom frá námi í Kaupmannahöfn. Það er bókin Ferðalangar. Ævintýri handa börnum og unglingum. Þetta er fræðslurit og jafnframt skemmti- saga. Tvö börn og uppfræðari fara í ævintýraferð út í himingeiminn um „leiðir hugans“ og síðan eftir samskonar leiðum inn á fleiri svið vísindanna, til dæmis inn í efnið og margskonar leyndardóma þess.2 Börnin fræðast um raungreinar, svo sem efnafræði,

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    185 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us