Konrad Maurer Og Íslensk Þjóðsagnasöfnun Um Aðkomu Maurers Að Íslenskri Þjóðsagnasöfnun Á Árunum 1858–64

Total Page:16

File Type:pdf, Size:1020Kb

Konrad Maurer Og Íslensk Þjóðsagnasöfnun Um Aðkomu Maurers Að Íslenskri Þjóðsagnasöfnun Á Árunum 1858–64 Konrad Maurer og íslensk þjóðsagnasöfnun Um aðkomu Maurers að íslenskri þjóðsagnasöfnun á árunum 1858–64 Sigrún Gylfadóttir Lokaverkefni til MA-gráðu í Þjóðfræði Félagsvísindasvið Konrad Maurer og íslensk þjóðsagnasöfnun Um aðkomu Maurers að íslenskri þjóðsagnasöfnun á árunum 1858–64 Sigrún Gylfadóttir Lokaverkefni til MA-gráðu í Þjóðfræði Leiðbeinendur: Aðalheiður Guðmundsdóttir og Terry Gunnell Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2015 Konrad Maurer og íslensk þjóðsagnasöfnun Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA-gráðu í þjóðfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Sigrún Gylfadóttir, 2014 161176–5759 Reykjavík, Ísland 2014 2 Útdráttur Í þessari 60 eininga meistararitgerð er birtur afrakstur rannsóknar á aðkomu Þjóðverjans Konrads Maurers að útgáfu Íslenzkra þjóðsagna og æfintýra á árunum 1858–64, en við athugun reyndist hún vera allmikil. Til að fræðast um hlut hans í útgáfunni var lögð áhersla á að leita uppi ýmis frumgögn auk annarra heimilda sem þóttu líkleg til að geta varpað ljósi á hann. Fjallað er um þá hugmyndastrauma sem voru í gangi á 18. og 19. öld, sérstaklega í Þýskalandi, og ástæður þess að menn fóru að safna þjóðlegu efni, en á þeim tíma skipti miklu máli að leita aftur til fortíðar eftir rótum eigin menningar. Þó að þetta hafi haft áhrif á hugmyndir Maurers eru það hans persónulegu viðhorf til söfnunar sem skipta meira máli, en hann var meðvitaður um að hann væri að safna efni úr samtímanum. Þó að hann væri lögfræðingur að mennt hafði hann meiri áhuga á bókmenntum, sögu og máli. Hann lærði íslensku og kom hingað árið 1858 til að ferðast um landið. Um leið safnaði hann þjóðsögum sem hann gaf út á þýsku þegar heim var komið. Í Íslandsferðinni kynntist hann Jóni Árnasyni, og hófu þeir samstarf um að gefa út íslenskt þjóðsagnasafn sem Maurer fann útgefanda fyrir í Þýskalandi. Safnið kom síðan út í tveimur bindum á árunum 1862–64. Á þessu tímabili skrifuðust þeir mikið á til að ræða um tilhögun safnsins. Jón hélt utan um söfnunina á Íslandi og sendi efnið til Maurers, sem sá um allt sem sneri að útgáfunni í Þýskalandi. Maurer hafði milligöngu milli Jóns og forlagsins og sá um prófarkalestur, en í bréfum þeirra má sjá að hann hjálpaði Jóni við margt annað er viðkom útgáfunni. Maurer var vel að sér um söfnun þjóðsagna og hafði reynslu af slíkri söfnun, og studdi hann við bakið á Jóni með ráðleggingum og hvatningu við söfnun hans. 3 Formáli Ritgerð þessi er 60 eininga lokaverkefni til MA-gráðu í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þó að maður þurfi að vinna svona stórt verekfni einn, getur maður á engan hátt unnið það óstuddur. Það var Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði sem benti mér á efnið og kom mér í gang með verkefnið. Þá tók við Aðalheiður Guðmundsdóttir dósent í þjóðfræði, og er hún leiðbeinandi þessarar ritgerðar. Vil ég þakka henni fyrir góðar athugasemdir og uppbyggilega gagnrýni. Þar sem mikið af þeim heimildum sem hér eru notaðar eru á þýsku, hefur verið miserfitt að fá vitneskju um og komast yfir þær. Í því sambandi naut ég sérstakrar aðstoðar frá fræðimönnunum Kurt Schier og Harmen Biró, sem eru kynntir betur í ritgerðinni. Í ferlinu vantaði mig einnig fróðleik sem sneri sérstaklega að sögu Bayern í Þýskalandi, en þá gat ég snúið mér til Richards Kölbl sem er jarðfræðingur og kunningi minn frá München, og fengið aðstoð. Eins kom hann mér í samband við Wolfgang Schuster hjá stofnun bæverskrar sögu við Ludwig-Maximilians-Universität í München, sem benti mér á gagnlegar heimildir. Þá hefur Gylfi Gunnlaugsson, faðir minn, veitt mér ómetanlegan stuðning, en meðal annars hef ég getað treyst á hann við yfirlestur ritgerðarinnar á öllum stigum hennar. Að auki hefur hann sýnt mikla þolinmæði gagnvart rausi mínu, þegar mér lá efni ritgerðarinnar á hjarta. Auk ofantaldra eru fjölmargir aðilar sem hafa hvatt mig áfram á einn eða annan hátt, og kann ég öllum þeim aðilum miklar þakkir. 4 Efnisyfirlit Útdráttur ............................................................................................................................ 3 Formáli ............................................................................................................................... 4 Efnisyfirlit .......................................................................................................................... 5 Inngangur ........................................................................................................................... 6 1 Fræðilegur bakgrunnur ............................................................................................. 10 2 Þjóðfræði á tímum rómantíkur ................................................................................. 15 2.1 Útgáfa á þjóðlegu efni ........................................................................................... 21 2.2 Grimm-bræður koma til sögunnar ......................................................................... 24 2.3 Samræður við samfélagið ...................................................................................... 29 3 Konrad Maurer .......................................................................................................... 32 3.1 Æska og menntun .................................................................................................. 32 3.2 Maurer snýr sér að söfnun á þjóðfræðilegu efni .................................................... 38 3.3 Viðhorf Maurers .................................................................................................... 41 3.3.1 Viðhorf til þjóðlegs efnis og söfnunar þess .................................................... 41 3.3.2 Viðhorf til heimildarmanna ............................................................................ 50 4 Þjóðsagnasöfn Maurers .............................................................................................. 61 4.1 Bayerische Volkssagen .......................................................................................... 63 4.2 Isländische Volkssagen der Gegenwart ................................................................. 66 5 Útgáfa þjóðsagna á íslensku ...................................................................................... 72 5.1 Bréfaskrif og samgöngur ....................................................................................... 75 5.2 Fagleg álitamál ...................................................................................................... 79 5.3 Formáli íslenska þjóðsagnasafnsins ...................................................................... 84 5.4 Gagnkvæm hjálpsemi ............................................................................................ 89 5.5 Þjóðsögur sem lifandi efni ..................................................................................... 97 Niðurlag .......................................................................................................................... 105 Heimildaskrá .................................................................................................................. 110 Viðauki ........................................................................................................................... 118 5 Inngangur Þegar þjóðsögur Íslendinga ber á góma dettur flestum í hug hið mikla safn Jóns Árnasonar (1819–88), Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Þetta merka safn kom fyrst út í tveimur bindum á árunum 1862–64 og var síðan endurútgefið með umtalsverðum viðbótum á árunum 1954–61, og fyllti það þá sex bindi. Verk Jóns er til í heilu lagi á fjölmörgum íslenskum heimilum og því geta margir flett upp sögunum og lesið að vild. Sagnfræðingurinn Sverrir Jakobsson, sem skrifaði inngang að Íslensku þjóðsagnasafni Vöku-Helgafells árið 2000, gengur svo langt að segja að safn Jóns hafi þvílíka yfirburðastöðu, að enginn hafi treyst sér til að gefa út úrval þjóðsagna án þess að láta sagnir úr safni Jóns fylgja með (Sverrir Jakobsson, 2000, 32), sem sýnir glöggt hversu þekktar þær eru. Í dag vita menn hvað þjóðsögur eru vegna þess að þeir hafa lesið slíkar sögur, og þá líklega eitthvað af þeim sögum sem Jón safnaði. Fæstir hugsa hins vegar út í þá staðreynd að á þeim tíma sem Jón hóf söfnun sína átti þetta ekki við, og var hugtakið ‚þjóðsaga‘ ekki einu sinni til. Hugtakið notar Jón Árnason í fyrsta sinn þann 16. september 1859 í bréfi til Jóns Borgfirðings. Þetta þýðir að þegar hann falaðist eftir þjóðfræðilegu efni hjá almenningi, hefur hann þurft að útskýra fyrir mönnum hvers konar efni hann ætti við. Þar af leiðandi var útgáfa þjóðsagnanna sannkallað frumkvöðlastarf í íslensku samhengi. Útgáfan var mikið þrekvirki en var ýmsum vandkvæðum bundin, eins og síðar verður vikið að. Jón naut þó dyggrar aðstoðar við hana og ber þar helst að nefna Þjóðverjann Konrad Maurer (1823–1902), sem var lögfræðingur að mennt, en hann kom til Íslands árið 1858 og ferðaðist um landið. Meðal þess sem hann gerði á því ferðalagi var að safna þjóðsögum sem hann gaf síðan út í Þýskalandi undir heitinu Isländische Volkssagen der Gegenwart (Maurer, 1860), en sögurnar í safninu eru í þýskri þýðingu hans sjálfs. Fram að útgáfu Maurers hafði ekki mikið verið gefið út af íslenskum þjóðsögum. Jón Árnason hafði, ásamt vini sínum Magnúsi Grímssyni (1825–1860), gefið út lítið kver undir heitinu Íslenzk æfintýri (Magnús Grímsson og Jón Árnason, 1852), en þeir höfðu báðir mikinn áhuga á söfnun þjóðlegs efnis. Flest bendir til þess að Íslendingar hafi ekki haft mikinn skilning á því sem þeir tóku sér fyrir hendur í þeim efnum, því að ekki varð meira
Recommended publications
  • WAGNER and the VOLSUNGS None of Wagner’S Works Is More Closely Linked with Old Norse, and More Especially Old Icelandic, Culture
    WAGNER AND THE VOLSUNGS None of Wagner’s works is more closely linked with Old Norse, and more especially Old Icelandic, culture. It would be carrying coals to Newcastle if I tried to go further into the significance of the incom- parable eddic poems. I will just mention that on my first visit to Iceland I was allowed to gaze on the actual manuscript, even to leaf through it . It is worth noting that Richard Wagner possessed in his library the same Icelandic–German dictionary that is still used today. His copy bears clear signs of use. This also bears witness to his search for the meaning and essence of the genuinely mythical, its very foundation. Wolfgang Wagner Introduction to the program of the production of the Ring in Reykjavik, 1994 Selma Gu›mundsdóttir, president of Richard-Wagner-Félagi› á Íslandi, pre- senting Wolfgang Wagner with a facsimile edition of the Codex Regius of the Poetic Edda on his eightieth birthday in Bayreuth, August 1999. Árni Björnsson Wagner and the Volsungs Icelandic Sources of Der Ring des Nibelungen Viking Society for Northern Research University College London 2003 © Árni Björnsson ISBN 978 0 903521 55 0 The cover illustration is of the eruption of Krafla, January 1981 (Photograph: Ómar Ragnarsson), and Wagner in 1871 (after an oil painting by Franz von Lenbach; cf. p. 51). Cover design by Augl‡singastofa Skaparans, Reykjavík. Printed by Short Run Press Limited, Exeter CONTENTS PREFACE ............................................................................................ 6 INTRODUCTION ............................................................................... 7 BRIEF BIOGRAPHY OF RICHARD WAGNER ............................ 17 CHRONOLOGY ............................................................................... 64 DEVELOPMENT OF GERMAN NATIONAL CONSCIOUSNESS ..68 ICELANDIC STUDIES IN GERMANY .........................................
    [Show full text]
  • Icelandic Folklore
    i ICELANDIC FOLKLORE AND THE CULTURAL MEMORY OF RELIGIOUS CHANGE ii BORDERLINES approaches,Borderlines methodologies,welcomes monographs or theories and from edited the socialcollections sciences, that, health while studies, firmly androoted the in late antique, medieval, and early modern periods, are “edgy” and may introduce sciences. Typically, volumes are theoretically aware whilst introducing novel approaches to topics of key interest to scholars of the pre-modern past. iii ICELANDIC FOLKLORE AND THE CULTURAL MEMORY OF RELIGIOUS CHANGE by ERIC SHANE BRYAN iv We have all forgotten our names. — G. K. Chesterton Commons licence CC-BY-NC-ND 4.0. This work is licensed under Creative British Library Cataloguing in Publication Data A catalogue record for this book is available from the British Library. © 2021, Arc Humanities Press, Leeds The author asserts their moral right to be identi�ied as the author of this work. Permission to use brief excerpts from this work in scholarly and educational works is hereby granted determinedprovided that to thebe “fair source use” is under acknowledged. Section 107 Any of theuse U.S.of material Copyright in Act this September work that 2010 is an Page exception 2 or that or limitation covered by Article 5 of the European Union’s Copyright Directive (2001/ 29/ EC) or would be 94– 553) does not require the Publisher’s permission. satis�ies the conditions speci�ied in Section 108 of the U.S. Copyright Act (17 USC §108, as revised by P.L. ISBN (HB): 9781641893756 ISBN (PB): 9781641894654 eISBN (PDF): 9781641893763 www.arc- humanities.org print-on-demand technology.
    [Show full text]
  • GRIMM RIPPLES Amsterdam, December 7-9, 2016
    GRIMM RIPPLES Amsterdam, December 7-9, 2016 Day 1: Wednesday 7th December Doelenzaal, ground floor of the University Library, Singel 425 9.30-9.45: Introduction by Terry Gunnell and Simon Halink 9.45-10.00: Joep Leerssen: Introduction to SPIN and ERNiE 10.00-11.00: Joep Leerssen (University of Amsterdam): Introduction: The Grimms and Deutsche Sagen 11.00-12.00: Timothy Tangherlini (UCLA): Thiele (Denmark) 12.00-13.00: Lunch (Foyer of Doelenzaal-room) 13.00-14.00: Herleik Baklid (University College of South East Norway): Faye (Norway) 14.00-15.00: Ane Ohrvik (University of Oslo): Asbjørnsen and Moe 1 (Norway) 15.00-15.15: Coffee 15.15-16.15: Line Esborg (University Folklore Archive in Oslo): Asbjørnsen and Moe 2 (Norway) 16.30-17.30: Reception (Foyer of Doelenzaal-room) Day 2: Thursday 8th December Doelenzaal, University Library 10.00-11.00: Terry Gunnell (with notes from John Lindow and Fredrik Skott): Introduction to Hyltén Cavallius and George Stephens (Sweden) 11.00-12.00: John Shaw (University of Edinburgh): John Francis Campbell (Scotland) 12.00-13.00: Lunch (Foyer of Doelenzaal-room) 13.00-14.00: Elís Ní Dhuibhne Almqvist (University of Dublin): Crofton Croker and other early collection (Ireland) 14.00-15.00: Jonathan Roper (University of Tartu). The earliest English collectors (England) 15.00: Coffee 15.15-16.15: Kim Simonsen (University of Amsterdam): Hammershaimb (Faroe Islands) 19.00 Conference dinner at Indrapura Restaurant, Rembrandtplein 40 Day 3: Friday 9th December Bushuis/Oost-Indisch Huis, F2.01, Kloveniersburgwal 48.
    [Show full text]
  • Konrad Maurer Und Island – München
    Konrad Maurers Islandreise im Jahre 1858 Landnahme und Aufgabe von Harmen Biró Philosophische Dissertation angenommen von der Neuphilologischen Fakultät der Universität Tübingen am 23.02.2011 Lindau (Bodensee) 2011 Gedruckt mit Genehmigung der Philosophischen Fakultät der Universität Tübingen (seit 01.10.2010) Hauptberichterstatter: Prof. Dr. Stefanie Gropper Mitberichterstatter: Prof. Dr. Klaus Böldl Dekan: Prof. Dr. Jürgen Leonhardt Ich kann betretene Pfade nicht gehen; das zieht mich nicht von meinem Jammer ab. Konrad Maurer (Konrad Maurer zur Zeit seiner Reise) Inhaltsverzeichnis I. Einleitung......................................................................................................7 II. Leben und Werk..........................................................................................9 II.1. Kindheit und Jugend........................................................................................... 9 II.2. Professor Maurer.............................................................................................. 12 II.2.1. Rezensionen und Briefe............................................................................14 II.2.2. Lehre - „Wir anderen lesen für Studenten, Maurer für ange- hende Professoren.“.............................................................................................17 II.2.3. Einsatz für Island......................................................................................19 II.3. Die Islandreise als Zäsur................................................................................21
    [Show full text]
  • Volumes Published (2006)
    Public power in Europe : studies in historical transformations / edited by James S. Amelang, Siegfried Beer (Thematic work group. States, legislation, institutions ; 1) 320.94 (21.) 1. Società e Stato - Europa 2. Europa - Storiografia I. Amelang, James S. II Beer, Siegfried CIP a cura del Sistema bibliotecario dell’Università di Pisa This volume is published, thanks to the support of the Directorate General for Research of the European Commission, by the Sixth Framework Network of Excellence CLIOHRES.net under the contract CIT3-CT-2005-00164. The volume is solely the responsibility of the Network and the authors; the European Community cannot be held responsible for its contents or for any use which may be made of it. Volumes published (2006) I. Thematic Work Groups I. Public Power in Europe: Studies in Historical Transformations II. Power and Culture: Hegemony, Interaction and Dissent III. Religion, Ritual and Mythology. Aspects of Identity Formation in Europe IV. Professions and Social Identity. New European Historical Research on Work, Gender and Society V. Frontiers and Identities: Mapping the Research Field VI. Europe and the World in European Historiography II. Transversal Theme I. Citizenship in Historical Perspective III. Doctoral Dissertations I. F. Peyrou, La Comunidad de Ciudadanos. El Discurso Democrático-Republicano en España, 1840-1868 Cover: Imaginary Architecture, fresco, Ist Century B.C., Villa di Poppea, Oplontis, Italy © 2003 Photo Scala, Florence - Ministery Beni e Attività Culturali. © Copyright 2006 by Edizioni Plus – Pisa University Press Lungarno Pacinotti, 43 56126 Pisa Tel. 050 2212056 – Fax 050 2212945 [email protected] www.edizioniplus.it - Section “Biblioteca” ISBN 88-8492-401-4 Manager Claudia Napolitano Editing Francesca Petrucci Informatic assistance Michele Gasparello Tendencies in the Historiography on the Medieval Nordic States (to 1350) Jón V.
    [Show full text]