Konrad Maurer og íslensk þjóðsagnasöfnun Um aðkomu Maurers að íslenskri þjóðsagnasöfnun á árunum 1858–64 Sigrún Gylfadóttir Lokaverkefni til MA-gráðu í Þjóðfræði Félagsvísindasvið Konrad Maurer og íslensk þjóðsagnasöfnun Um aðkomu Maurers að íslenskri þjóðsagnasöfnun á árunum 1858–64 Sigrún Gylfadóttir Lokaverkefni til MA-gráðu í Þjóðfræði Leiðbeinendur: Aðalheiður Guðmundsdóttir og Terry Gunnell Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2015 Konrad Maurer og íslensk þjóðsagnasöfnun Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA-gráðu í þjóðfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Sigrún Gylfadóttir, 2014 161176–5759 Reykjavík, Ísland 2014 2 Útdráttur Í þessari 60 eininga meistararitgerð er birtur afrakstur rannsóknar á aðkomu Þjóðverjans Konrads Maurers að útgáfu Íslenzkra þjóðsagna og æfintýra á árunum 1858–64, en við athugun reyndist hún vera allmikil. Til að fræðast um hlut hans í útgáfunni var lögð áhersla á að leita uppi ýmis frumgögn auk annarra heimilda sem þóttu líkleg til að geta varpað ljósi á hann. Fjallað er um þá hugmyndastrauma sem voru í gangi á 18. og 19. öld, sérstaklega í Þýskalandi, og ástæður þess að menn fóru að safna þjóðlegu efni, en á þeim tíma skipti miklu máli að leita aftur til fortíðar eftir rótum eigin menningar. Þó að þetta hafi haft áhrif á hugmyndir Maurers eru það hans persónulegu viðhorf til söfnunar sem skipta meira máli, en hann var meðvitaður um að hann væri að safna efni úr samtímanum. Þó að hann væri lögfræðingur að mennt hafði hann meiri áhuga á bókmenntum, sögu og máli. Hann lærði íslensku og kom hingað árið 1858 til að ferðast um landið. Um leið safnaði hann þjóðsögum sem hann gaf út á þýsku þegar heim var komið. Í Íslandsferðinni kynntist hann Jóni Árnasyni, og hófu þeir samstarf um að gefa út íslenskt þjóðsagnasafn sem Maurer fann útgefanda fyrir í Þýskalandi. Safnið kom síðan út í tveimur bindum á árunum 1862–64. Á þessu tímabili skrifuðust þeir mikið á til að ræða um tilhögun safnsins. Jón hélt utan um söfnunina á Íslandi og sendi efnið til Maurers, sem sá um allt sem sneri að útgáfunni í Þýskalandi. Maurer hafði milligöngu milli Jóns og forlagsins og sá um prófarkalestur, en í bréfum þeirra má sjá að hann hjálpaði Jóni við margt annað er viðkom útgáfunni. Maurer var vel að sér um söfnun þjóðsagna og hafði reynslu af slíkri söfnun, og studdi hann við bakið á Jóni með ráðleggingum og hvatningu við söfnun hans. 3 Formáli Ritgerð þessi er 60 eininga lokaverkefni til MA-gráðu í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þó að maður þurfi að vinna svona stórt verekfni einn, getur maður á engan hátt unnið það óstuddur. Það var Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði sem benti mér á efnið og kom mér í gang með verkefnið. Þá tók við Aðalheiður Guðmundsdóttir dósent í þjóðfræði, og er hún leiðbeinandi þessarar ritgerðar. Vil ég þakka henni fyrir góðar athugasemdir og uppbyggilega gagnrýni. Þar sem mikið af þeim heimildum sem hér eru notaðar eru á þýsku, hefur verið miserfitt að fá vitneskju um og komast yfir þær. Í því sambandi naut ég sérstakrar aðstoðar frá fræðimönnunum Kurt Schier og Harmen Biró, sem eru kynntir betur í ritgerðinni. Í ferlinu vantaði mig einnig fróðleik sem sneri sérstaklega að sögu Bayern í Þýskalandi, en þá gat ég snúið mér til Richards Kölbl sem er jarðfræðingur og kunningi minn frá München, og fengið aðstoð. Eins kom hann mér í samband við Wolfgang Schuster hjá stofnun bæverskrar sögu við Ludwig-Maximilians-Universität í München, sem benti mér á gagnlegar heimildir. Þá hefur Gylfi Gunnlaugsson, faðir minn, veitt mér ómetanlegan stuðning, en meðal annars hef ég getað treyst á hann við yfirlestur ritgerðarinnar á öllum stigum hennar. Að auki hefur hann sýnt mikla þolinmæði gagnvart rausi mínu, þegar mér lá efni ritgerðarinnar á hjarta. Auk ofantaldra eru fjölmargir aðilar sem hafa hvatt mig áfram á einn eða annan hátt, og kann ég öllum þeim aðilum miklar þakkir. 4 Efnisyfirlit Útdráttur ............................................................................................................................ 3 Formáli ............................................................................................................................... 4 Efnisyfirlit .......................................................................................................................... 5 Inngangur ........................................................................................................................... 6 1 Fræðilegur bakgrunnur ............................................................................................. 10 2 Þjóðfræði á tímum rómantíkur ................................................................................. 15 2.1 Útgáfa á þjóðlegu efni ........................................................................................... 21 2.2 Grimm-bræður koma til sögunnar ......................................................................... 24 2.3 Samræður við samfélagið ...................................................................................... 29 3 Konrad Maurer .......................................................................................................... 32 3.1 Æska og menntun .................................................................................................. 32 3.2 Maurer snýr sér að söfnun á þjóðfræðilegu efni .................................................... 38 3.3 Viðhorf Maurers .................................................................................................... 41 3.3.1 Viðhorf til þjóðlegs efnis og söfnunar þess .................................................... 41 3.3.2 Viðhorf til heimildarmanna ............................................................................ 50 4 Þjóðsagnasöfn Maurers .............................................................................................. 61 4.1 Bayerische Volkssagen .......................................................................................... 63 4.2 Isländische Volkssagen der Gegenwart ................................................................. 66 5 Útgáfa þjóðsagna á íslensku ...................................................................................... 72 5.1 Bréfaskrif og samgöngur ....................................................................................... 75 5.2 Fagleg álitamál ...................................................................................................... 79 5.3 Formáli íslenska þjóðsagnasafnsins ...................................................................... 84 5.4 Gagnkvæm hjálpsemi ............................................................................................ 89 5.5 Þjóðsögur sem lifandi efni ..................................................................................... 97 Niðurlag .......................................................................................................................... 105 Heimildaskrá .................................................................................................................. 110 Viðauki ........................................................................................................................... 118 5 Inngangur Þegar þjóðsögur Íslendinga ber á góma dettur flestum í hug hið mikla safn Jóns Árnasonar (1819–88), Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Þetta merka safn kom fyrst út í tveimur bindum á árunum 1862–64 og var síðan endurútgefið með umtalsverðum viðbótum á árunum 1954–61, og fyllti það þá sex bindi. Verk Jóns er til í heilu lagi á fjölmörgum íslenskum heimilum og því geta margir flett upp sögunum og lesið að vild. Sagnfræðingurinn Sverrir Jakobsson, sem skrifaði inngang að Íslensku þjóðsagnasafni Vöku-Helgafells árið 2000, gengur svo langt að segja að safn Jóns hafi þvílíka yfirburðastöðu, að enginn hafi treyst sér til að gefa út úrval þjóðsagna án þess að láta sagnir úr safni Jóns fylgja með (Sverrir Jakobsson, 2000, 32), sem sýnir glöggt hversu þekktar þær eru. Í dag vita menn hvað þjóðsögur eru vegna þess að þeir hafa lesið slíkar sögur, og þá líklega eitthvað af þeim sögum sem Jón safnaði. Fæstir hugsa hins vegar út í þá staðreynd að á þeim tíma sem Jón hóf söfnun sína átti þetta ekki við, og var hugtakið ‚þjóðsaga‘ ekki einu sinni til. Hugtakið notar Jón Árnason í fyrsta sinn þann 16. september 1859 í bréfi til Jóns Borgfirðings. Þetta þýðir að þegar hann falaðist eftir þjóðfræðilegu efni hjá almenningi, hefur hann þurft að útskýra fyrir mönnum hvers konar efni hann ætti við. Þar af leiðandi var útgáfa þjóðsagnanna sannkallað frumkvöðlastarf í íslensku samhengi. Útgáfan var mikið þrekvirki en var ýmsum vandkvæðum bundin, eins og síðar verður vikið að. Jón naut þó dyggrar aðstoðar við hana og ber þar helst að nefna Þjóðverjann Konrad Maurer (1823–1902), sem var lögfræðingur að mennt, en hann kom til Íslands árið 1858 og ferðaðist um landið. Meðal þess sem hann gerði á því ferðalagi var að safna þjóðsögum sem hann gaf síðan út í Þýskalandi undir heitinu Isländische Volkssagen der Gegenwart (Maurer, 1860), en sögurnar í safninu eru í þýskri þýðingu hans sjálfs. Fram að útgáfu Maurers hafði ekki mikið verið gefið út af íslenskum þjóðsögum. Jón Árnason hafði, ásamt vini sínum Magnúsi Grímssyni (1825–1860), gefið út lítið kver undir heitinu Íslenzk æfintýri (Magnús Grímsson og Jón Árnason, 1852), en þeir höfðu báðir mikinn áhuga á söfnun þjóðlegs efnis. Flest bendir til þess að Íslendingar hafi ekki haft mikinn skilning á því sem þeir tóku sér fyrir hendur í þeim efnum, því að ekki varð meira
Details
-
File Typepdf
-
Upload Time-
-
Content LanguagesEnglish
-
Upload UserAnonymous/Not logged-in
-
File Pages121 Page
-
File Size-