Íslenska 303
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
Menntaskólinn á Akureyri Helgi Arnar og Sigurður Ægir Vorönn 2002 Íslenska 303 Íslenska 303 Copyright. Sigurður og Helgi Arnar. Daddaraddada ldgjlj Munnleg geymd Víkingarnir • Á haustönn fræddumst við í málsögunni um víkingana, ferðir þeirra og landnám • En hvað gerðu víkingarnir – landnemar Íslands – sér til dundurs? • Fylgjumst með Kormáki kalda Tómstundir Kormáks • Hann hefur sennilega lifað skv. fyrirmynd goðanna og: • Barist • Drukkið bjór • Etið • Teflt • Gamnað sér Hvað með bókmenntir? • Tja, við erum að tala um tímabil ásatrúar fram til 1000 og þá voru engar bækur hér • Ritöld var ekki hafin á Íslandi og rúnir ristar á tré og stein voru fyrir einföld skilaboð • Auðvitað voru Íslendingar samt að semja, bæði sögur og ljóð og líka lög, ættartölur og fræði • En hvernig var hægt að varðveita þetta? Munnleg geymd • Allt sem samið var varðveittist munnlega • Ha, ha, sénsinn; ég meina, þetta voru kvæði upp á hundrað erindi og langir textar • Það er varla að ég geti lært Gunnarshólma utan bókar, hvað þá Völspá, Hávamál, Njálu og lagatexta • Tja, víst varðveittist þetta munnlega en kannski ekki allt saman orðrétt Hvernig í ósköpunum? • Jú, þetta er nottla þjálfunaratriði en fídusinn liggur í bundnu máli • Óbundið mál er venjuleg, óbreytt frásögn án sérkenna og geymist varla orðrétt (sbr. slúður) • Bundið mál hefur stuðla, höfuðstafi, rím, hrynjandi (takt) og oft afmarkað form (vísur) En samt... • Jæja, prófið bara sjálf. Það er auðveldara að muna bundið mál • Bundið mál er því öruggari varðveisluaðferð • Þess vegna voru menn að nota stuðla og rím í lagatextum (Orð af orði bls. 14) • Svo var bundið mál þáttur í listsköpun; tengist kvæðum, gátum, þrautum, dansi Þannig að... • Já, Kormákur kaldi var ekki bara skapbráður og drykkfelldur höslari • Hann lærði sögur og kvæði og skemmti sér við að flytja slíkt efni • Stundum var þetta samið á staðnum í góðra vina hópi; a.m.k. var ekkert verið að púkka upp á höfunda Eddukvæða og Íslendingasagna Mann fram af manni • Þannig varðveittust sögur og ljóð og aðrir textar mann fram af manni • Þegar ritöld hófst og menn fóru að skrifa á skinn var því sem lifað hafði af í munnlegri geymd bjargað frá glötun tímans • En það er saga sem við rekjum eftir páska • Nú skoðum við kveðskapinn sem varð til á víkingaöld og lifði uns hann komst á skinn Forn kveðskapur • Forn kveðskapur er heiti yfir kvæði sem varðveittust í munnlegri geymd (frá heinum tíma) • Flest samin á 10.-11. öld og skrifuð upp á 12.-14. öld • Skiptist í tvo meginflokka: Eddukvæði og dróttkvæði • Eddukvæði skiptast svo í goðakvæði og hetjukvæði Forn kveðskapur: 2 flokkar • Eddukvæði: • Frekar einfaldir bragarhættir, s.s. fornyrðislag og ljóðaháttur • Einfaldur stíll; orðaröð og setningaskipan líkt og í mæltu máli • Dróttkvæði: • Dýrir og flóknir hættir, s.s. dróttkvæður háttur, hrynhenda og afbrigði • Flókinn stíll, orðaröð brengluð, torskildar setningar • Eddukvæði: • Nokkuð um heiti (skáldleg orð) • Efnið er fornt, sögulegt, úr goða- eða mannheimum • Höfundar eru óþekktir • Dróttkvæði: • Mikið um heiti og kenningar • Efnið er úr samtímanum, s.s. hirðkvæði, lausavísur • Höfundar eru nafngreindir Eddukvæði • Eddukvæði eru fornnorræn, um 40 talsins • Skiptast í goðakvæði og hetjukvæði • Flest varðveitt í Konungsbók (Codex regius) sem áður var kölluð Sæmundar-Edda • Konungsbók er rituð um 1270 • Snorri Sturluson útskýrir heimsmynd og skáldskaparmál Eddukvæða í Eddu Goðakvæði Um 10 Eddukvæði teljast til goðakvæða • Þau fjalla beint um sköpunarsöguna og æsina og eru aðalheimild okkar um ásatrú • Goðakvæði snúast ekki um trú og tilbeiðslu • Þetta eru frásagnarkvæði; atvik úr lífi goðanna eru sett á svið til að endurspegla mannlífið • Goðin heyja sömu baráttu og mennirnir • Persónulýsingar eru sterkar og minna á Ísl.sögur Hetjukvæði • Til hetjukvæða teljast um 30 Eddukvæði • Leikræn frásagnarkvæði • Samgermanskur arfur (norræn, þýsk, ensk) • Ofurmannlegar persónulýsingar • Hetjur aldrei broslegar eins og goðin • Aldrei fellur blettur á sæmd hennar • Konur ráða oft miklu um örlögin Skáldskaparmjöðurinn • Dvergar drápu Kvasi og blönduðu blóð hans hunangi • Þeir létu löginn í 3 ker; Són, Boðn, Óðrerir • Stuttungur jötunn náði skáldskaparmiðinum af dvergunum • Gunnlöð dóttir hans gætti mjaðarins • Óðinn ásælist mjöðinn; hittir Bauga bróður Stuttungs og prettar hann til að hjálpa sér í garð Gunnlaðar • Óðinn fær Gunnlöðu til að gefa sér 3 sopa af miðinum og að launum! Sefur hann hjá henni 3 nætur • Síðan bregður Óðinn sér á flug með allan mjöðinn innvortis og spýtir honum í ker í Ásagarði. Völuspá Tegund kvæðis: Goðakvæði Aldur: Um 950, eða jafnvel á mörkum heiðni og kristni Varðveisla: Munnlega geymd í fyrstu, þróaðist í tvær útgáfur, Konungsbók 1270, Hauksbók f.h. 14. aldar. Bragarháttur: Fornyrðislag Efni: Kvæðið er lagt í munn völvu sem ávarpar Óðin. Sagt frá sköpun, gullöld goða, hnignun, heimsendi og nýjum heimi Kaflaskipting Völuspár I I 1-20 (sl. 11–16): Inngangur, sköpun heims, gullöld goða, dvergatal (sl), sköpun mannkyns, Yggdrasill og skapanornirnar II 21-27: Gullveig, ágirnd, bogasmiðurinn, eiðrof, dráp III 28-29: Óðinn vekur upp völvu IV 30-43: Reið valkyrja, dauði Baldurs, Loka refsað, kvalir illmenna, fyrirboði ragnaraka V 44-56: Jötnar vígbúast, ragnarök VI 57-63: Ný veröld verður til, völvan aðvarar Óðinn Fornyrðislag 8 línur 4-5 atkvæði í línu 1-2 stuðlar á móti höfuðstaf Ekkert rím Hávamál • Aldur: Elsti hlutinn frá ca. 900 • Tegund: Goðakvæði • Varðveisla: konungsbók • Bragarháttur: Ljóðaháttur ( 6 línur, oft skipt til helminga efnislega, 1. og 2. lína stuðla saman sem og 4. og 5. lína en línur 3 og 6 eru sér um stuðla (2 í línu) og mynda oft málshætti; atkvæðafjöldi í línu breytilegur; ekkert rím) • Efni: Safn heilræða og spakmæla; kvæði um Óðin eða sögð af honum • Skipting: hávamál skiptist í 6 hluta: 1. Gestaþáttur 2. Meyjarþáttur (fyrra dæmi Óðins) 3. Gunnlaðar þættur (seinna dæmi Óðins) 4. Loddfáfnismál 5. Rúnatal 6. Ljóðatal I. hluti – 1.-35. vísa: Skyldur gesta og gestgjafa, hógværð, vit er betra en auður, ofdrykkja af hinu illa, gæta hófs í mat og drykk, heimska fordæmd, háð er tvíeggjað vopn, maður á að rækja vináttu. II. hluti – 36.-52. vísa: Vera sjálfs síns herra, varkár, njóta auðæfa sinna sjálfur, vera vinur vina sinna en óvinur óvina, nauðsynlegt að njóta vináttu og ástúðar... III. hluti – 53.-77. vísa: Alviska, lífsgleði, mannblendni, fyrirhyggja, spyrja til að afla frétta, gæta orða sinna, heilbrygði, lastalaust líf, betra að vera lifandi en dauður, ræktarsemi, virðing, auður og örbirgð að segja ekkert til um manngildi, allt er forgengilegt en eitt lifir þó manninn og það er orðstírinn. Þrymskviða • Tegund: Goðakvæði • Aldur: Óljós, sennilega seint á 10. öld. • Varðveisla: Konungsbók • Bragarháttur: Fornyrðislag • Efni og einkenni: Leikrænt gamankvæði þar sem Þór er í aðalhlutverki. Varpar ljósi á mikilvægi Mjölnis og Freyja bregður upp týpískri mynd af lífi goðanna. Hetjukvæði • Samgermanskur arfur • Leikræn frásagnarkvæði • Ofurmannlegar persónulýsingar • Aldrei fellur blettur á sæmd hetju • Sæmdin stjórnar gerðum hetjunnar, jafnvel þótt það kosti hana lífið • Ættarbönd og hefndarskylda • Þrír fjórðu eddukvæða eru hetjukvæði • Lýsa grimmum örlögum fólks, ofsafengnum ástríðum, hefnigirni og ágirnd • Stærsti hluti hetjukvæðanna fjallar um fólk af þremur ættum • Persónurnar lúta ekki lögmálum sagnfræðinnar þótt sumar eigi sér fyrirmyndir Helgakviða Hundingsbana II • Aldur: Frá víkingaöld; meginhluti kvæðisins væntanlega frá 10. öld (andi heiðni og hetjudýrkunar) • Bygging: Sundurleitt og ósamstætt í upphafi en að mestu samfellt eftir 14. erindi. Mikið um beina ræðu. Innskotskaflar í lausu máli tengja samtölin. Líkingar og náttúrulýsingar áberandi. Talsvert um heiti og kenningar • Sögusvið: Vestanvert Eystrasalt, staðarnöfn frá Danmörku og Svíþjóð. Gerist a.m.k. utan við hið hefðbundna sögusvið hetjukvæða sem er í Mið-Evrópu. • Bragarháttur: Fornyrðislag Efni og persónur • Kvæðið fjallar að mestu um harmrænt og ofurmannlegt efni, þ.e. ástir hinnar hugrökku, herskáu og lýtalausu hetju (Helga) og valkyrjunnar (Sigrúnar) sem hlýðir kalli hjarta síns og ástarinnar. Í lýsingu Sigrúnar eru þó fleiri mennskir drættir en ofurmannlegir. Hún er aðalpersóna kvæðisins og tekur málin í sínar hendur. Hún rís upp gegn ætt sinni, velur sér sjálf mann og rýfur hin helgu ættarbönd. Hún biður ástmann sinn að berjast gegn festarmanni sínum - og um leið gegn ættmennum sínum. Hún velur ástina og fórnar öllu fyrir hana og sigrast þannig á dauðanum um stundarsakir. Tengsl og átök ættanna • Í upphafi kviðunnar er ófriður milli Hundingja og Ylfinga af einhverjum ókunnum ástæðum og drepa hvorir annarra frændur. Hundingjar fella að líkindum Sigmund þótt það komi ekki beint fram. Helgi fer á laun til hirðar Hundings á njósn, dylst síðan í ambáttarklæðum og kemst undan (1.-4. vísa). • Áhugi Sigrúnar á Helga vaknar og hún tekur að skipta sér af hans málum. Helgi fer á herskip og fellir Hunding (5.-13. vísa). • Höðbroddur Granmarsson fastnar sér Sigrúnu. Hún hefur á hinn bóginn fengið ást á Helga og leitar ásjár hans vegna þessa ráðahags. Hún finnur hann þar sem hann situr vígmóður eftir að hafa drepið fjóra syni Hundings. Hann tekur ástum hennar og heitir henni sinni vernd (14.-18. vísa). • Ákvörðun Helga kostar ófrið við Granmarssyni og ætt Sigrúnar. Helgi, Sinfjötli og Guðmundur Granmarsson ræðast við fyrir bardaga (19.-24. vísa). • Helgi berst við ættirnar tvær og drepur alla nema Dag sem sver honum trúnaðareiða. Sigrún og Helgi harma fall þeirra sem meinað hafa þeim að njótast (25.-29. vísa). • Dagur hefnir föður og bræðra með því