MA Ritgerð Tungumál, Ritmál Og Bókmenntir Norðmanna Frá
MA ritgerð Þýðingafræði Tungumál, ritmál og bókmenntir Norðmanna frá frumnorrænum tíma til nútímans Þýðingar á ritrýndu yfirlitsefni með greinargerð Þórunn Sveina Hreinsdóttir Leiðbeinandi: Gauti Kristmannsson Júní 2019 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Þýðingafræði Tungumál, ritmál og bókmenntir Norðmanna frá frumnorrænum tíma til nútímans Þýðingar á ritrýndu yfirlitsefni með greinargerð Ritgerð til M.A.-prófs Þórunn Sveina Hreinsdóttir Kt.: 100859-3949 Leiðbeinandi: Gauti Kristmannsson Maí 2019 Útdráttur Í ritgerðinni er fjallað um tungumál, ritmál og bókmenntir Norðmanna frá frumnorrænum tíma til nútímans. Norsk málsaga og þróun norsks ritmáls, frá frumnorrænum tíma, er stórbrotin saga sem nær yfir um það bil 18 aldir. Norskri málsögu er skipt eftir tímabilum í frumnorrænu, norrænu, norsku á síðmiðöldum (miðnorsku) og nútímanorsku. Norsk bókmenntasaga nær yfir 12 aldir, það er frá norrænum tíma til nútímans. Bókmenntasögunni er skipt í fjórtán tímabil strauma og stefna. Hún tekur til munnlegrar geymdar, og verka sem rituð eru á nokkrum ritmálum: norrænu, dönsku, bókmáli, nýnorsku og samísku. Ljóðlistin fær sérstaka umfjöllun fyrst almenna og síðan um evrópsk þjóðkvæði þar á meðal söfnun þeirra og varðveislu. Síðan er fjallað sérstaklega um fjóra norska 19. aldar fræðimenn, sem eiga það sameiginlegt að hafa brotið blað í sögu norsks ritmáls og bókmennta. Þeir eru: Ivar Aasen, frumkvöðull ritmáls sem byggt er á samræmdum norskum mállýskum. Knud Knudsen, hugmyndafræðingur ritmáls sem byggist á aðlögun dansks ritmáls að norskum framburði og málfræði. Aasmund O. Vinje, ljóðskáld og brautryðjandi í útgáfu á nýnorsku Aasens. Sophus Bugge, einn helsti fornkvæða og þjóðkvæðasafnari Norðmanna. Í kjölfarið fylgja þýðingar úr verkum þessara manna sem undirstrika enn frekar hugðarefni þeirra. Þar á meðal er þýðing á rómantísku náttúruljóði eftir Vinje.
[Show full text]