Háskóli Íslands

Hugvísindasvið Hagnýt menningarmiðlun

LÚR festival

Greinagerð um menningarviðburðinn LÚR festival: Listahátíð Lengst Útí Rassgati

Greinagerð til MA-prófs í Hagnýtri menningarmiðlun

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Kt.: 170281-4119

Leiðbeinandi: Sigurjón B. Hafsteinsson September 2015

ÁGRIP

Greinargerð þessi er hluti af af lokaverkefni mínu í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og fjallar um vinnsluferli miðlunarhluta verkefnisins og fræðilegra þátta. Miðlunarleiðin sem valin var er listahátíð sem ber nafnið „LÚR-festival“ með undirtitilinn „Listahátíð lengst útí rassgati“. Hátíðin er menningarhátíð ungmenna haldin í fyrsta sinn sumarið 2014 og í annað sinn sumarið 2015. Undirbúningur hátíðarinnar er stór hluti verkefnisins og er greint frá vinnuferlinu frá upphafi til enda og eru bæði verklegir og fræðilegir þættir teknir fyrir. Ég vil tileinka verkefnið öllum þeim ungmennum sem hafa áhuga á listum og menningu sem nær út fyrir hátíðarhöld sautjánda júní og annarra hefðbundinna hátíða.

1 Efnisyfirlit

1 Inngangur ...... 4

2 Farvegur lista og menningar ...... 5

3 Samhengið ...... 7 3.1 Hvað er hátíð? ...... 7 3.2 Fyrir hvað stendur LÚR? ...... 12 3.3 Útihátíð ...... 15 3.4 Listahátíð ...... 17 3.5 Ný hátíð á Vestfjörðum ...... 18

4 Menningarlegur tilgangur ...... 20 4.1 Fyrirmyndir ...... 21 4.2 Hátíðir tileinkaðar listum og menningu á Vestfjörðum ...... 21 4.2.1 Listi yfir hátíðir á Vestfjörðum síðastliðin ár ...... 23

5 LÚR fyrir hvað stendur það? ...... 24 5.1 Markaðssetning? ...... 24 5.2 Vegalengdir ...... 24 5.3 Hljóðfærið lúr ...... 25 5.4 Markmið og hugsjón LÚR-festival ...... 26

6 Skipulagning ...... 28 6.1 Lýðræðisleg vinnubrögð ...... 28 6.2 Evrópa unga fólksins ...... 28 6.3 Frumkvæði unga fólksins ...... 29 6.4 Ungmennaskipti ...... 29 6.5 Undirbúningur og ungmennin ...... 30 6.6 Skipuleggjandi LUNGA ...... 31 6.7 Verkaskipting - Ábyrgð ...... 31 6.8 Skipulagsferð í Holt ...... 32

7 LÚR-festival framkvæmd ...... 34 7.1 Erlendu hóparnir ...... 34 7.2 Listasmiðjur ...... 35 7.3 Dagskrá ...... 36

2 7.4 Dagskrá LÚR-festival 12-15. júní 2014 ...... 37 7.5 Áhorfendur ...... 38 7.6 Miðlun ...... 38 7.7 Fjármögnun ...... 39

8 Aðferðir ...... 40 8.1 Styrkumsóknir ...... 40 8.2 Hópfjármögnun ...... 40 8.3 Verkefnastjórn ...... 41 8.4 Hópur ...... 42 8.5 SVÓT greining ...... 43 8.6 PEST greining ...... 44

9 Framtíð LÚR festival ...... 45

10 Samantekt ...... 47

11 Heimildaskrá ...... 48

12 Fylgiskjöl ...... 53 Fylgiskjal #1 Proposal ...... 53 Fylgiskjal #2 Dagskrá með umsókn 10. október 2013 ...... 57 Fylgiskjal #3 Styrkumsóknir Menningarráð Vestfjarða ...... 63 Fylgiskjal #4 INFOKIT EUF verkefni ...... 68 Fylgiskjal #5 Timeplan EUF ...... 74 Fylgiskjal #6 Karolina Fund síða ...... 76 Fylgiskjal #7 Myndir ...... 77 Fylgiskjal #8 Lokaskýrsla EUF ...... 83 Fylgiskjal #9 Lokaskýrsla Menningarráð Vestfjarða ...... 103 Fylgiskjal #10 Könnun meðal skipuleggenda ...... 107 Fylgiskjal #11 Umsókn um þátttöku í danssmiðju og hönnunarsmiðju ...... 117 Fylgiskjal #12 Spurningar til skipuleggenda LUNGA ...... 118

3 1 Inngangur

Þessi greinargerð fjallar um menningarviðburðinn LÚR-festival sem er hátíð fyrir ungmenni og var haldin í fyrsta sinn sumarið 2014 á Ísafirði á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar, hér eftir táknuð með stöfunum ME. Verkefnið var unnið með ungmennum á aldrinum 15-26 ára sem komu að skipulagningu hátíðarinnar í samvinnu við verkefnastjóra ME. Hátíðin samanstóð af opnunarhátíð, vinnusmiðjum, listsýningum, tónlist, götumarkaði, danssýningu og lokahófi. Tilraun verður gerð til að svara spurningunum: Hvaða áhrif hefur listahátíð ungs fólks á samfélag í jaðarbyggð? Hefur listahátíð ungs fólks áhrif á val þess um búsetu í framtíðinni? Markmið með listahátíð fyrir ungt fólk á norðanverðum Vestfjörðum er að skapa vettvang fyrir ungt fólk að koma fram, iðka list og skipuleggja viðburð í heimabyggð. Einnig að vera samnefnari fyrir ungt fólk á svæðinu en byggðin er nokkuð dreifð. Mótun dagskrárinnar 2014 var unnin út frá þessum markmiðum þar sem ungmennin sóttu listsmiðjur og var útkoman úr þeim megin uppistaðan í dagskrá hátíðarinnar. Helstu aðferðir við mótun verkefnisins voru fundir, styrkumsóknir, fjárhagsáætlun, vinnuferð, fyrirlestur frá Björt Sigfinnsdóttir einum af stofnendum Lunga og handbók Evrópu unga fólksins.

4 2 Farvegur lista og menningar Ég var um 10 ára gömul þegar ég ákvað að verða listamaður, afi minn og frænka mín eru listamenn og mér barninu í Breiðholtinu fannst áhugavert að beina orkunni í farveg listarinnar. Breiðholtið var þó ekki hringiðja listarinnar og frekar talið sem lágmenningarúthverfi, þar sem hverfispöbbar, sólbaðsstofur og sjoppur blómstruðu. Leið mín lá í Fjölbraut í Breiðholti á Myndlistarbraut og þaðan að markmiðinu að verða listamaður í Listaháskóla Íslands, hæsta menntastig í listum á landinu árið 2003. Listahátíðir snertu líf mitt lítið framan af, fyrir utan hefðbundnar menningarhátíðir eins og sautjánda júní, sem var auðvitað skemmtilegasti dagur ársins.

MYND 1. GUÐMUNDUR, ÓLÖF DÓMHILDUR OG SIGURÐUR JÓHANNSBÖRN 17. JÚNÍ LÍKLEGA 1983. MYNDIN ER TEKIN FYRIR UTAN ÆSKUHEIMILI MITT Í BREIÐHOLTI, BAKKASEL.

Það var ekki fyrr en árið 2003 sem ég fór fyrst á listahátíð í Reykjavík, sama ár og ég hóf nám í Listaháskólanum og ári síðar, árið 2004 fór ég á leiklistarhátíð í Brussel og Nordisk Panorama kvikmyndahátíðina þar sem ég vann sem sjálfboðaliði og gerði verk fyrir opnunina með tveimur samnemendum mínum. Síðar tók ég þátt í Vetrarhátíð, Lunga og kom að

5 skipulagningu Menningarhvells, sem er röð myndlistarsýninga yfir páska á Ísafirði og áhugi minn á hátíðum víðsvegar hefur aukist jafnt og þétt með árunum. Nú leita ég uppi hátíðir sem hafa eitthvað upp á að bjóða og vekja áhuga hjá fjölskyldu minni. Segja má að bakgrunnur minn í myndlist og þátttaka í LUNGA árið 2009, þar sem ég sýndi myndlist ásamt fleiri listamönnum, hafi ýtt undir áhuga minn að koma af stað listahátíð á Vestfjörðum. Upplifun mín á LUNGA var frábær og langaði mig að móta verkefni fyrir ungmenni á Vestfjörðum með skemmtilegum upplifunum og aðdráttarafli fyrir ungt fólk, og á sama tíma vera frábrugðið LUNGA. Á þessum tíma var að renna upp fyrir mér að maður er manns gaman líkt og segir í Hávamálum. Ungur var eg forðum, fór eg einn saman: þá varð eg villur vega. Auðigur þóttumst er eg annan fann: Maður er manns gaman.

Ég fékk það tækifæri sumarið 2012 að taka við starfi verkefnastjóra í Edinborg Menningarmiðstöð á Ísafirði, sem fyrsti launaði starfsmaður menningarmiðstöðvarinnar í Edinborgarhúsinu. Menningarnefnd hússins réð mig til starfsins og var lögð áhersla á að unnið yrði eftir einkunnarorðum ME sem eru „öflugri, alþjóðleg, betri“. Góð dagskrá var þegar fyrir hendi, fyrir markhópinn 40 ára+ en skortur var á á dagskrárliðum sem gætu höfðað til ungs fólks á bilinu 15-30 ára. Einnig vantaði að mínu mati dagskrárliði sem gætu höfðað til breiðari hóps fólks, sem eiga ekki rætur að rekja til samfélagsins á Vestfjörðum eða Íslendinga almennt. Ég hafði því áhuga á að koma af stað alþjóðlegu verkefni fyrir ungt fólk. LÚR-festival verkefnið var tækifæri til að virkja ungt fólk til þátttöku í menningarstarfinu og fylla Edinborgarhúsið lífi. Verkefnið uppfyllti einkunarorð ME þar sem starfið var elft með þessum viðburði fyrir ungt fólk, tekið var á móti hóp erlendra ungmenna sem gerði verkefnið alþjóðlegt, en svo er það þriðja sem er matsatriði en það er hvort þetta verkefni hafi leitt til þess að starf ME hafi batnað. Í þessari greinargerð má finna hugleiðingar sem færa rök fyrir því að svo sé. Síðan en ekki síst má segja að verkefnið hafi búið til eftirsóknarvert landslag eða vettvang fyrir hvers kyns listræna starfsemi og þar með farveg sem nærir sál og líkama.

6 3 Samhengið Áður en ég geri frekari grein fyrir LÚR og framkvæmd hátíðarinnar er mikilvægt að fjalla stuttlega um kenningarlegt og samfélagslegt samhengi hátíða. Að mínu mati er það nauðsynlegt til að skilja betur bæði mikilvægi og áhrif slíkra félagslegra tengsla fyrir einstaklinga og samfélög.

3.1 Hvað er hátíð? Hátíð (e. festival) er orð sem flestir þekkja og nota. Hátíðir í gegnum tíðina hafa verið fjölbreyttar og margvíslegar eftir trú og menningu hvers hóps. Þegar orðinu er flett upp í Íslenskri orðabók segir að hátíð merki: „vegleg samkoma, oft í tilefni tímatalstengdra, trúarlegra eða þjóðmenningarlegra atburða” (Mörður Árnason, Árni Böðvarsson, & Laufey Leifsdóttir, 2010). Þegar orðið er skoðað í Íslenskri samheitaorðabók segir að orðið þýði: „helgihald; fagnaður, gleði, hátíðahöld, helgi, samkoma, skemmtun, veisla; tyllidagar” (Svavar Sigmundsson, 2012). Samkvæmt þessu er hátíð álitin uppbrot frá hefðbundnum störfum eða daglegum venjum af misjöfnum ástæðum. Þegar orðinu er flett upp í íslensk- ensku orðabókinni „1. (veisla) celebration, festival 2. (~ kirkjunnar o.fl.) holiday: yfir ~arnar over the festive season” (Sverrir Hólmarsson, Sanders, Tucker, Svavar Sigmundsson, & Jón Skaptason, 2009) og upp á dönsku: „højtid, fest > gleðilega hátíð!glædelig jul!; til lykke med dagen! ” (Widding, Meulengracht-Sørensen, & Haraldur Magnússon, 1997) Þegar rýnt er í þessar orðskýringar má greina trúarlega vísun, persónulega vísun sem og þjóðmenningarlega. Orðið vísar til uppbrots á hefðbundnum störfum en tíð, seinni hluti orðsins, vísar til tímans sem hátíð felur í sér sem er veigamikill þáttur í skilgreiningunni. Í greininni Space and Time in the festivals of the French revolution fjallar Ozouf, um hvernig hátíðir hafa áhrif á tímann fyrir utan hátíðina en ekki eingöngu tímann meðan á hátíðinni stendur. The activities of the festival do not endure beyond the tima given to them ; the expectations satisfied within it do not continue in the period that follows. There is no tomorrow : the evidence of an exuberant squandering of time, of energy and of goods reveals the festival´s lack of concern with afterward. Festive time, insularly delimited, opens the parenthesis of uncommon days: separated from daily rhythms, men relinquish the serious use of their time, and their ties with ordinary moral and social values become undone. The festival gives bounds to an autonomous activity: there is, then, between the festival and men´s daily life an insurmountable antagonism that Nietzsche has well observed (Ozouf, 1975).

Af þessum orðum að dæma má segja að áhrif skörunar tíma/rýmis hátíðarinnar og hins daglega lífs þátttakenda eru mikilvæg, en hátíð á sér yfirleitt stað yfir dag eða tímabil og í ákveðnu menningarlegu samhengi. Hátíðarhöld hafa áhrif á líf þess sem tekur þátt en

7 þátttakan krefur þátttakandann um tíma, orku og uppbrot á daglegum venjum og afmarkar þannig daglegt líf frá hátíðarhöldum. Með því að taka þátt í hátíð afsalar þátttakandinn eigin tíma og verður hluti af stærra félagslegu og siðferðislegu samhengi eins og kemur fram í tilvitnunni hér að framan. En hver er munurinn á viðburði og hátíð? Er LÚR festival hátíð eins og getur um hér að ofan? LÚR er samkoma en hún er ekki með trúarlegu ívafi eða með áherslu á þjóðleg gildi. Viðburður er eitthvað sem ber við eins og orðið gefur til kynna. Viðburður getur verði atburður á ákveðnum stað/tíma en jafnframt eitthvað sem gerist sjaldan. (Mörður Árnason et al., 2010). Í þessari greinargerð er stuðst við skilgreininguna atburður á ákveðnum stað og tíma, sem er hluti af stærri dagskrá s.s. hátíð. Hátíð er skilgreind sem árleg dagskrá á sama stað, annars er um stakan viðburð að ræða „Skipulögð röð tónleika, leikrit, eða kvikmyndir, yfirleitt haldin árlega á sama stað” (The Oxford dictionary and usage guide to the English language, 1995). Samkvæmt þeirri skilgreiningu er LÚR-festival hátíð þar sem hátíðin hefur verið haldin í tvisvar 2014 og 2015 og ætlunin er að halda hátíðina á næstu árum. Heimildir um hátíðir víða um veröld má finna allt til ársins 534 f.Kr. í Grikklandi þar sem leiklistarhátíðir fóru fram. Skipulagning og stjórnun hátíða er mikilvægt að huga að í þessu samhengi þar sem maðurinn hefur samkvæmt þessu skipulagt hátíðir frá örófi alda. Á miðöldum stóð kirkjan fyrir ýmsum viðburðum og með betri efnahag urðu viðburðir algengari. Á endurreisnartímanum var mikil gróska í listum, upphaf óperuhefðar og balletts á 14. til 16. öld. (Byrnes, 2003). Mannfræðingar og þjóðfræðingar hafa gert hátíðir að sérstökum viðfangsefnum sínum og hafa sýnt fram á að hátíðir megi finna í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þær rannsóknir vekja óhjákvæmilega upp þá spurningu hvort hátíðir séu eðlislægar í mannlegum samfélögum (Bauman, 1992). Svarið við spurningunni hvers vegna fólk safnast saman til hátíðabrigða er að finna í Hávamálum, maður er manns gaman. Hátíðarhöld svala þessari tilbreytingu eða uppbroti frá daglegum venjum, að hitta nýtt fólk og eyða tíma með fólki sem maður þekkir. Hátíðir hafa þó verið haldnar af ólíkum ástæðum eins og kemur fram í bók Árna Björnssonar, Saga jólanna: Í árdaga tengdist slíkur mannfagnaður annarsvegar árstíðum og gangi himintungla og hinsvegar áföngum í atvinnulífi, uppskeru eða heimtun búfjár. Jafnan er um ýmsa afþreyingu að ræða, átveislu, samdrykkju, músík, dans og leiki, eða menn hafa í frammi dulrænar athafnir, spásagnir og trúarlega tilbeiðslu. Nú á dögum er framboð afþreyingar á hátíðardögum stundum svo mikið að einskis verður notið til hlítar og aðdráttaraflið virðist í litlu öðru fólgið en vitundinni um mannfjölda í kringum sig. Nýlegt íslenskt dæmi um slíkt er Menningarnótt í Reykjavík (Árni Björnsson, 2006).

8 Sögur af hátíðum á Íslandi má rekja til Íslendingasagnanna og samtíðarsagna frá 13. og 14. öld fram á okkar daga. Áhrif dreifbýlis á hátíðarhöld voru þau að þau áttu sér stað á hverju heimili fyrir sig og meðal nágranna. Með tilkomu þ éttbýlis eftir miðja 19. öld breyttist samkomu- og hátíðahefð hér á landi og t.a.m hófust almennir dansleikir aftur eftir bann kirkjunnar seint á 19. öld (Árni Björnsson, 2000). Nútímahátíðir eru oft á tíðum byggðar á efnahagslegum forsendum, þar sem skipuleggjendur hátíða stóla á að ákveðinn fjöldi kaupi sér aðgöngumiða til að þær standi undir sér fjárhagslega. Undantekningin er þó hátíðir haldnar á opinberum styrkjum, þó er oft á tíðum gert ráð fyrir afleiddum áhrifum viðburða til að rökstyðja styrkveitingar eins og kemur fram hjá Friðjóni Mar Sveinbjörnssyni. Í gegnum tíðina hafa verið skiptar skoðanir um styrkveitingar hins opinbera, þá sérstaklega til lista. Hægt er að færa rök fyrir því að slíkir styrkir séu óþarfir og eigi tæpast rétt á sér. Rökin fyrir styrkveitingum hafa reynst veigameiri í augum stjórnvalda, í það minnsta eru styrkir til greinanna umtalsverðir...Vitaskuld eru rök fyrir ríkisstyrkjum til lista og skapandi greina ekki öll hagræns eðlis en mörg þeirra byggja engu að síður á hagrænum sjónarmiðum. Í grunninn má skipta þessum röksemdum í sjö yfirflokka: hagfræði, menningu, atvinnu, byggðamál, menntun, landafræði og opinber fjármál. (Friðjón Mar Sveinbjörnsson, 2013).

Að mæla áhrif hátíða á atvinnu- og byggðarmál sem er ein af röksemdunum fyrir ríkisstyrkveitingu, er frekar flókið ekki nema bein atvinna/störf sem hlýst af skipulagningu hátíðar sem eru yfirleitt ekki mörg til að byrja með hins vegar geta afleidd áhrif hátíða komið fram í aukinni verslun og þar með aukin þörf á þjónustu sem skapar atvinnu. Hátíðir eru einnig afþreying eins og fram hefur komið, en hugtakið listafþreying e. artentainment, sem er hugtak samsett úr art og entertainment en er þó skrifað artentainment, kom fram í alþjóðlegri myndlistarumræðu í fyrstu sem gagnrýni á leiðir til að laða að gesti á safna- og listkaupstefnusýningar. (Jón Bergmann Kjartansson, 2012) Hér má greina ákveðið listasnobb eða stigveldisskiptingu milli listgreina þar sem myndlist er álitin vera á forsendum listarinnar sjálfrar en ekki til að skemmta fólki eða hafa ofan af fyrir því. Í grein Walter Benjamin, Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar kemur þetta skýrt fram enda miklar breytingar í kjölfar iðnbyltingarinnar (Jón Bergmann Kjartansson, 2012).

Fjöldinn er sá frjósami jarðvegur sem fæðir nú af sér nýja afstöðu til listaverka. Megind verður að eigind. Vegna aukins fjölda þátttakenda hefur eðli þátttökunnar breyst…Afþreying og einbeiting eru andstæður sem lýsa má á eftirfarandi hátt: Maður sem einbeitir sér að listaverki hverfu inn í það. Hann hverfu inn í það á sama hátt og segir af í sögninni um kínverska málarann sem hvarf inn í fullunna mynd sína. Gagnsætt þessu gleypir fjöldinn listaverkin sér til afþreyingar eins og skýrast kemur fram í sambandi við byggingar (Benjamin Walter, Hjálmar Sveinsson, & Árni Óskarsson, 2000).

Hér er einbeiting upphafin en afþreying sett skör lægra sem eitthvað sem yfirtekur fólk líkt og fólk gleypir mat en nýtur hans ekki.

9

Hátíðir hafa einkennt afþreyingarmenningu samtímans en samkvæmt bókinni Festivals and the Cultural public sphere er þetta afleiðing nokkura þátta: During the past few decades there has been an explotion of festivals throughout the world and especially in Europe. This is the consequence of serval factors: migration, cultural globalization and the erosion of the distinction between high and low cultures through the wider democratization of cultural taste, as well as related changes in the nature of the testation and democratic debate; almost all carry political message one way or another. In addition, post-traditional festivals are channels for experiencing and reflecting on internationalism and cosmopolitanism(Liana Giorgi, Monica Sassatelli, & Gerard Delanty, 2011).

Þessa þróun má meðal annars tengja netvæðingu heimsins og þeirri alþjóðahyggju sem henni fylgir, svo sem breytingum á lýðræðislegri umræðu. Hátíðir geta verið tæki, til að koma fram skoðun og að lýsa yfir ákveðnu hugarfari eða pólitískri skoðun því margar hátíðir standa fyrir ákveðnar yfirlýsingar. Vitundin um mannfjölda er hluti af nútímavæðingunni sem fylgir internetinu og höfðuborgarvæðingu nútímans. Í dag er stór hluti fólks á samfélagsmiðlum, þar sem eitt af athæfunum er að tilkynna hvert það er að fara og í hvaða viðburðum það tekur þátt. Snjallsímavæðingin, þar sem áhorfendur geta deilt upplifunum sínum á viðburðum í rauntíma færir vald stjórnenda viðburða, að stýra ímynd viðburða, að hluta til yfir til áhorfandans. Þegar leitarorð um viðburðinn/hátíðina er sett í leitarvélar eins og www.google.com kemur upp ímynd stjórnenda/framkvæmdaaðilanna annarsvegar og hins vegar það efni sem þátttakendur hátíðarinnar hafa merkt henni t.d. titill, merki e. tag. Prior to purchasing a ticket, this person could search the Web for relevant information that would aid in making an informed decision. Unfortunately, Web search results are far from revealing for this relatively minor event: the event's website contains marketing materials, strategically selected by the event's producers,and traditional news coverage is low, with some articles providing the list of performers, and others discussing related topics such as “Festival producers optimistic despite recession." Overall, these Web search results do not convey what this person should expect to experience at this event (Becker, Naaman, & Gravano, 2009).

Með þessu móti hafa þátttakendur áhrif á upplifanir annarra og ekki síst ímynd hátíða. Sér í lagi þegar um minni viðburði er að ræða sem hafa ekki jafn mikið bolmagn til að gefa út efni og kaupa auglýsingar á netinu. Eitt dæmi um hátíð sem fjöldi fólks sækir og hefur á sér yfirbragð afþreyingar er hátíðin Sónar sem hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá 1994. Sónar er alþjóðleg hátíð sem ungmenni á aldrinum 15-30 ára sækja. Hátíðin er fjölsótt, um 80.000 manns sækja hana samkvæmt gögnum frá stjórnendum hátíðarinnar og hefur vaxið frá því að vera 5000 manna hátíð fyrsta árið 1994. Hátíðin er mikil afþreyingar hátíð með áherslu á raftónlist í víðum skilningi þess orðs en einnig er þar efnt til listviðburða sem byggja á fjölmiðlun (e. multimedia). Segja má að sá hluti hátíðarinnar opni hana fyrir alþjóðlegu samtímalista- og gjörningasenunni.

10

The first element through which the Sónar Festival articulates its relationship with an international and global dimension consists of its embeddedness in different international and global creative networks. In pre-eminent position are those creative networks with respect to which the festival constitutes a crucial reference in terms of market and cultural legitimacy. All of the most important music artists and labels have played at Sónar at least once since its beginning in 1994, and presence at Sónar still represents a source of legitimacy for new acts and artists(L. Giorgi, M. Sassatelli, & G. Delanty, 2011)

Mikilvægi hátíðarinnar fyrir tónlistarmarkaðinn, sem þáttur í markaðssetningu og menningargildi, er samkvæmt þessu talsverð. Hátíðin setur því línurnar fyrir það sem koma skal og einn mikilvægur þáttur í því er að hátíðin er alþjóðleg og koma gestirnir víða að, ekki bara frá Evópu heldur einnig frá Bandaríkjunum, Japan og Ástralíu. Fjölbreyttur hópur frá mörgum heimsálfum er ein af ástæðunum fyrir þeim áhrifum sem hún hefur á alheimsvísu á tónlistarmarkaðinn og menningarheiminn. Aðferðunum sem er beitt við slíka markaðssetningu er að nýta tengslanet leikara, stofnana og sérstaklega fjölmiðla í þeim löndum þar sem raftónlist er rótgróin. Hátíðin rekur sína eigin fjölmiðladeild en samkvæmt gögnum skipuleggjenda koma tveir þriðju af þeim 450 blaðamönnum sem koma á hátíðina, erlendis frá eða frá um 47 löndum(L. Giorgi et al., 2011). Sérstaða hátíðarinnar í markaðssetningu á henni sjálfri er eflaust ein af ástæðunum fyrir velgengi hennar. Einnig skipuleggja stjórnendur hátíðarinnar minni tónlistarviðburði í nokkrum löndum yfir árið og eru kallaðir „A taste of Sónar”. Sónar er því hátíð sem vinnur á heimsvísu. Ein spurning sem vaknar í þessu samhengi er hvers vegna listamenn eiga að taka þátt í hátíðum? Hvaða gildi hefur vinna þeirra og listaverk, sem er ekki í samhengi við þann menningarheim sem umlykur listamanninn? Ein tilraun til svars á því er að benda á að samhengi við eitthvað stærra eins og listasafn, tónleika, leikhús, listahátíð eða aðra menningarviðburði, er mikilvægt fyrir listamenn. Með því að setja verk þeirra í slíkt samhengi hefur það áhrif á hvort að listamaður verður hluti af listasögu þess tíma og er mikilvægt í markaðssetningu að tengjast inn í menningu hvers samfélags. Um þetta hefur Ransú fjallað um í tengslum við myndlistarheiminn: Myndlistarmaður er sitt eigið vörumerki en þarf gallerí til að vera viðriðinn markaðsáætlun listheimsins þar sem honum er fundinn áhangendahópur, fólk sem er tilbúið til að tengjast vörumerkinu tilfinngalegum böndum, ekki ólíkt og er gert í dægurtónlist og í tískuheiminum. Listgagnrýnendur og listfræðingar hafa mjög lítið um þetta að segja. Árangur listamannsins á alþjóðlegum vettvangi ræðst af markaðnum og skrásetning samtímalistasögunnar byggist á velgengni listamanna á listmarkaði og ferilskrá. Saga samtímalistar er að því leytinu eins og markaðssaga sem er skrifuð af sýningastjórum, galleríistum og listaverkasöfnurum (Jón Bergmann Kjartansson, 2012)

Hátíð er þar með einn hlekkur í stóra samhenginu sem listamenn setja sig í til þess að öðlast viðurkenningu, tengja fólk við vörumerki sitt og að setja mark sitt á söguna.

11 3.2 Fyrir hvað stendur LÚR? LÚR-festival er listahátíð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára sem haldin var á norðanverðum Vestfjörðum í fyrsta sinn sumarið 2014 og haldin í annað sinn sumarið 2015. Fyrsta hátíðin saman stóð af opnunarhátíð, listasmiðjum, menningarviðburðum, ungmennaskiptum og lokahófi. Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang fyrir unga listamenn á Vestfjörðum til að koma fram, iðka list, móta eigin menningarheim og kynnast öðrum ungum listamönnum. Einnig að efla tengingu á milli ungmenna á Vestfjarðakjálkanum og vera einhvers konar sameiningartákn þeirra. Hátíðin 2014 var skipulögð af ungmennum á svæðinu og voru lýðræðisleg vinnubrögð höfð að leiðarljósi. Verkefnastjóri ME vann með hópi ungmenna og leiddi starfið árið 2014. Haustið 2014 tók nýr verkefnastjóri við ME, Matthildur Helgadóttir. Engu að síður hélt ég, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, áfram að vinna með hópi ungmenna sem sjálfboðaliði. Í Edinborgarhúsinu er starfræktur Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar1, þar sem fjöldi ungmenna lærir tónlist, dans, sviðslist, myndlist og hönnun. Í hópi nemenda Listaskólans var áhugi á að taka þátt í menningarverkefni fyrir ungt fólk. Þrjár stúlkur hittu mig á fundi sumarið 2013 þar sem við ræddum hugmyndir um listahátíð og ákváðum að sækja um styrk til Evrópu unga fólksins til að skipuleggja hátíð og þar með hófst vegferðin í átt að hátíð og boltinn komin af stað. Hópurinn fékk styrk upp á 750 þúsund krónur frá Evrópu unga fólksins til þess að skipuleggja listahátíð fyrir ungt fólk á Vestfjörðum. Stúlkurnar þrjár sem komu að umsókninni til Evrópu unga fólksins hóuðu saman nemendum úr Menntaskólanum á Ísafirði og fleiri til að taka þátt í verkefninu.

1 Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar er í eigu tveggja stærstu hluthafa Edinborgarhússins efh., Litla leikklúbbsins og Myndlistarfélagsins á Ísafirði, auk Tónlistarskóla Margrétar Gunnarsdóttur. Skólinn var stofnaður árið 1993 og er uppbygging hans miðuð við að veita almenna fræðslu á sviði myndlistar, leiklistar, tónlistar og danslistar. Listaskólinn býður bæði nám samkvæmt fastri stundaskrá og einstök námskeið.(http://www.edinborg.is/lro/index.asp?page=about)

12 Verkefnið var að skipuleggja listahátíð og finna samstarfsaðila í Evrópu til að taka þátt í hátíðinni. Frétt um styrkveitingu Evrópu unga fólksins til verkefnisins birtist á vefsíðu Bæjarins besta, bb.is, héraðsfréttablaðsins en þar var rætt við Hólmfríði M. Bjarnardóttur dansnema hjá LRÓ:

Hólmfríður M. Bjarnardóttir, dansnemandi hjá LRÓ og menntaskólamær, fer sem fulltrúi verkefnisins til Reykjavíkur í dag til að taka á móti gögnum og að sitja námskeið til undirbúnings verkefnisins.

„Við erum sérstaklega ánægð með að fá þennan styrk þar sem fjármagn sem þetta er mikilvægt til að koma af stað frumkvöðlaverkefni eins og þessu. Verkefnið er einnig mjög skemmtilegt að mati ungmennanna sem finnst vanta hátíð fyrir þau tengda listum hérna á Vestfjörðum, en í umsóknarferlinu komu í umræðuna hátíðir eins og LUNGA sem haldin hefur verið á Austfjörðum,“ segir í tilkynningu. ("Styrkur til listahátíðar ungs fólks á Vestfjörðum," 2003).

Styrkurinn var veittur til að skipuleggja hátíðina og gaf það hópnum tækifæri á að gera verkefnið sýnilegra og ME að vinna markvisst með ungmennunum. Framhaldið var að, ungmennin skipulögðu metnaðarfulla dagskrá, listasmiðjur og mótttöku fyrir erlendu ungmennin sem verður fjallað nánar um síðar í þessari samantekt. Fyrsta hátíðin var haldin dagana 12.-15. júní 2014 en ungmennaskipti, styrkt af Evrópu unga fólksins, fóru fram dagana 9-16. júní. Ungmennaskiptin fólu í sér að tveir hópar komu til Ísafjarðar, annar frá Finnlandi og hinn frá Rúmeníu. Dagskráin var þétt frá morgni til kvölds með það að markmiði að hóparnir kynntust og kynntu sinn menningarheim. Íslenski hópurinn kom að skipulagningu dagskrárinnar og tóku allir hóparnir þátt í listasmiðjum og öðrum viðburðum á vegum hátíðarinnar. Unnið var út frá þremur listgreinum í listasmiðjunum, sviðslist, kvikmyndum og myndlist. Þema hátíðarinnar og ungmennaskiptanna var Tabú sem birtist í verkum unnum í vinnusmiðjum og dagskrá í kringum ungmennaskiptin. Myndlistarhópurinn undir stjórn Þorvaldar Jónssonar myndlistarmanns vann vegglistaverk sem fjallar um geðsjúkdóma, í hópnum voru rúmenskir, finnskir og íslenskir nemendur. Sjá mynd 2.

13

MYND 2. VEGGLISTAVERK Í UNDIRGÖNGUM MILLI HAFNARSTRÆTIS OG AÐALSTRÆTIS. LISTAVERKIÐ SETNDUR ENN ÓSKEMMT Í UNDIRGÖNGUNUM. LJÓSMYNDARI: RACULA POPA

Skipuleggjendur hátíðarinnar skilgreindu hátíðina sem fjöllistahátíð, en einnig er mikilvægt að fram komi að hún er ekki tónlistarhátíð þrátt fyrir veglega tónlistarveislu á lokahátíð LÚR. Viðburðir á hátíðinni eru vímulausir og eru vínveitingar því ekki seldar á hátíðarsvæðinu. Í fyrstu var verkefnið auglýst sem tilraunaverkefni en hingað til höfðu ungmenni í litlu mæli sótt viðburði ME eins og greint hefur verið frá. Verkefnið hefur mótað vettvang fyrir ungt fólk að taka þátt í starfi ME og tækifæri til að hafa áhrif á dagskrá hátíðarinnar og taka þátt í að móta menningarheim sinn. Þ átttaka ungmennanna er grundvöllur verkefnisins sem og forsenda fyrir stærsta styrkveitandanum árið 2014 sem var Evrópa unga fólksins. Lúr vísar til nafnorðsins lúr en samkvæmt Íslensku orðabókinni er skilgreiningin “1. stuttur svefn, blundur 2. þreyta, sljóleiki (sem stafar t.d. af svefnleysi. Svo er það skilgreiningin á sagnorðinu að lúra ,,1. kúra, blunda, sofa ➭hann lúrir fram að hádegi 2. þjaka, sljóvga ➭ lúra hvolp með höggum.”. Svo er það að “lúrast verða þreyttur, láta á sjá.” Síðast en ekki síst er það flatfiskurinn lúra svo hægt er að tengja það við sjávarþorpin. Fleiri möguleikar eru gælunafn á ketti, sifjaðri telpu eða prjónuð nátttreyja. Þetta nafn gefur

14 hátíðinni marga möguleika í markaðssetningu og að móta sér sérstöðu með því að tengjast kisum, fiski eða bara þeirri dásamlegu athöfn að fá sér lúr eftir matinn (Mörður Árnason et al., 2010). Þessar orðaskýringar eru áhugaverðar fyrir skipuleggjendur að því leiti að hægt er að nýta hugmyndir þaðan í markaðssetningu eins og á snapchat eða instagram. Snapchat er smáforrit þar sem notendur geta tekið myndir og myndbönd og bætt við texta og teikningu og sent það á valda viðtakendur sem geta skoðað hvert skilaboð í 1-10 sekúndur. Að því loknu hverfa skilaboðin nema viðkomandi hafi bætt þeim við í mystory en þá eru skilaboð sýnileg í 24 tíma (Wikipedia, 2014). Í þessu smáforriti er hátíðin með vini/fylgjendur þar með er hægt að ná til þessa hóps með því að senda skemmtilegar myndir, myndbönd af köttum, fiskum eða einhverjum að lúra. Instagram er smáforrit sem býður upp á deilingu á myndum, myndböndum og tengslaneti sem býður notendum upp á að taka myndir og myndbönd og deila þeim í instagram og áfram á aðra samfélagsmiðla(Wikipedia, 2015). LÚR-festival er með reikning sem hægt er að nýta þessar orðskýringar sem innblástur fyrir myndefni.

3.3 Útihátíð Útihátíðir hafa fyrir löngu öðlast fastan sess á Íslandi um Verslunarmannahelgi en skilgreining á hugtakinu útihátíð er „skemmtun, einkum haldin á útivistarsvæði utan þéttbýlis, yfirleitt í tvo eða fleiri daga“ (Mörður Árnason et al., 2010) samkvæmt orðabók Snöru. Gestir útihátíða gista yfirleitt í tjöldum og hefur veður því mikil áhrif á slíkar hátíðir. LÚR-festival getur skilgreinst að þessu leiti sem útihátíð þar sem nokkrir viðburðir voru utandyra og tjaldsvæði í nágrenninu var með tilboð á gistinóttum ef keypt var í gegnum Karolina fund. Karolina fund er hópfjármögnunarleið, nánari skýring í kafla 8. Sú hátíð, í merkingunni útihátíð, sem á sér sem lengsta sögu er Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en hún hefur verið haldin árlega frá 1901 og því fagnað velgengni í fjölda hátíða en hátíðin heitir eftir þjóðhátíðinni sem haldin var á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 2. ágúst 1874 þá voru slíkar þjóðhátíðir haldnar víða um land (Wikipedia, 1874). Þessi rótgróna saga hátíðarhalda og sú staðreynd að skemmtiatriðin eru þau sömu og hafa heillað mannkynið í gegnum aldirnar, eins og segir í bók Gerðar Kristnýjar, Ég veit þú kemur, sem fjallar um ferð rithöfundarins til Vestmanneyja á þjóðhátíð. Partífólk heimsins hefur fengið yfrið nóg af sól, strandlífi og kokkteilum með óframberanleg nöfn. Það heimtar varðeld, bjór og brekkusöng. Á hjartalaga eyjunni sem rís upp úr hafinu undan kaldasta landi í heimi eru skemmtiatriðin þau sömu og heillað hafa mannkynið frá alda öðli: samsöngur, varðeldur og tilbreytingin sem felst í því að vera fullur annars staðar en heima hjá sér en síðast en ekki síst tilbreytingin sem felst í því að hitta annað fólk en það sem er sífellt fyrir augunum á manni (Gerður Kristný & Sigurjón Ragnar Sigurjónsson, 2002).“

15

Þarna vísar Gerður Kristný til þess athæfis mannsins að koma saman, syngja og skemmta sér. Þar komum við aftur að Hávamálum, maður er manns gaman. Íslenskar útihátíðir eins og Atlavík, Húnaver, Eldborg, Uxi 95 og Galtalækur hafa komið og farið. Umfjöllun um þær hefur oft á tíðum verið á neikvæðum nótum sem og fréttaflutningur af þeim sorglegu fylgifiskum sem hafa fylgt þeim, á borð við unglingadrykkju, kynferðisbrot og vímuefnaneyslu. Þar er Uxi 95 dæmi um hátíð sem fjöldi vel þekktra erlendra tónlistarmanna í bland við frægustu innlendu tónlistarmennina á þeim tíma fylltu dagskrá hátíðarinnar. Við skipulagningu hátíða er því vert að velta því fyrir sér hvort hægt sé að hafa áhrif á umfjöllun til að koma í veg fyrir óvægna neikvæða umræðu sem gæti haft áhrif á aðsókn og ímynd hátíðar. Að hafa áhrif á umfjöllun hátíða getur einnig velt upp siðferðilegum spurningum líkt og gerðist í kjölfar ummæla lögreglustjórans í Vestmannaeyjum fyrir hátíðarhöldin á Þjóðhátíð 2015 en þar gaf lögreglustjórinn það út að ekki yrði tilkynnt um meint kynferðisbrot sem kæmu upp á hátíðinni. Lögreglustjórinn uppskar mikla gagnrýni fyrir þessa yfirlýsingu þrátt fyrir rök þess efnis að aðgerðin væri í þágu brotaþola. Gagnrýnisraddir heyrðust frá samtökum eins og Stígamótum sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir þolendur kynferðisofbeldis, Félagi Íslenskra blaðamanna,og þingmanni Pírata (Atli Ísleifsson, 2015). Ein stærsta menningar- og tónlistarhátíð í norður Evrópu, danska útihátíðin Hróarskelda eða Roskild Festival á dönsku hefur verið haldin frá árinu 1971. Hátíðin er með yfir 50 starfsmenn í fullri vinnu og þúsundir sjálfboðaliða. Þegar hátíðin stendur yfir og í undirbúningi hennar fjölgar sjálfboðaliðunum upp í 32 þúsund en sjálfboðaliðarnir byggja svið, áhorfendastúkur og vinna við að tryggja öryggi á tjaldsvæði (, 2015). Þetta form er álíka því sem Aldrei fór ég suður hátíðin á Ísafirði hefur tileinkað sér en þar eru allir starfsmenn hátíðarinnar sjálfboðaliðar (Mugison, 2003). Á síðu Roskilede Festival kemur fram að stefna hátíðarinnar sé að vinna að hagsmunum barna og ungmenna og að styðja mannúðar- og menningarstarf. Þessi aðferð að nýta sjálfboðaliða hefur reynst ábatasöm leið fyrir hátíðir til að minnka kostnað og fleiri finnst þeir eiga hlutdeild í hátíðinni. Dæmi um aðrar erlendar útihátíðir eru Glastonbury tónlistarhátíðin í Bretlandi, Coachella í Bandaríkjunum, Spring wave í Taiwan, tónlistarútihátíðin Tomorrowland sem haldin er á þremur stöðum, Belgíu, Sao Paulo og Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 18 ára og eldri. Bonnaroo í Bandaríkjunum er tónlistarhátíð með ótal danspartý, vatnsleikjum og fjöri. Mawazine er hátíð með áherslu á arabíska tónlist, í Rabat Marokkó, tónlistarhátíðin Lollapalooza í Chicago Bandaríkjunum, Creamfields í Bretlandi, tónlistar- og listahátíðin

16 í Bandaríkjunum. The burning man í Nevada í Bandaríkjunum en sérstaða hátíðarinnar, fyrir utan risastóra brennandi trékarl og hund, er að engin skipulögð dagskrá er á hátíðinni heldur getur hver sem er komið fram því er hátíðin tækifæri fyrir amatör-listamenn. Sónar hátíðin á Spáni sem fjallað var um hér að ofan. The garden festival í Króatíu. Fez festival í Marocco tileinkuð heilagri tónlist, Utra tónlistarhátið í Miami en mjög erfitt er að fá miða á hátíðina. Exit festival í Serbíu en vinsældir hennar eru ekki síður vegna þess að hún er tengd Sea dance festival í Montenegro, Rock in Rió sem eru í raun þrjár hátíðir á þremur mismunandi stöðum, Ríó, Lissabon og Madrid. er ein stærsta útihátíð í heimi, haldin í Wisconsin í Bandaríkjunum. Sziget í Ungverjalandi(Lifehack, 2015; Lifehcak, 2015). Þessi listi er engan veginn tæmandi en er lýsandi fyrir hátíðavæðingu heimsins þar sem hver hátíðin sprettur upp af annari.

3.4 Listahátíð Listahátíð er hátíðarhöld þar sem fólk kemur saman til að horfa á listræna viðburði t.d. flutning og sýningu margvíslegra listgreina (tónlist, leiklist, myndlist o.fl.) (Mörður Árnason et al., 2010). Þýðing orðsins listahátíð yfir á ensku er arts festival og er seinni hluti þess notað í nafn hátíðarinnar LÚR-festival (Sverrir Hólmarsson et al., 2009). Listhátíðir á Íslandi eiga sér ekki langa sögu en Listahátíð í Reykjavík er elst þeirra. Hún var haldin í fyrsta sinn árið 1970. Listahátíð í Reykjavík var lengst af tvíæringur eða haldin annað hvert ár. Það breyttist árið 2004 og hefur hún verið haldin hvert ár síðan. Aðrar listahátíðir á Íslandi eru LUNGA hátíð ungs fólks sem stofnuð var árið 2000, Vetrarhátíð í Reykjavík haldin í tólfta sinn 2015, Sequences stofnuð 2006, Barnamenningarhátíð stofnuð 2010 og Menningarnótt stofnuð 1996. Lókal-international theatre festival stofnuð 2008, ActAlone stofnuð 2004, Þjóðleikur stofnuð 2009, Vetrarhátíð stofnuð 2004, Eistnaflug stofnað 2005, List án landamæra stofnuð 2003, Secret Solstice stofnuð 2014, Iceland airwaves stofnuð 1999, Aldrei fór ég suður stofnuð 2004, Reykjavík Midsummer Music stofnuð 2012 og Myrkir músíkdagar stofnaðir 1980. Ísland hefur því fylgt þeirri bylgju í Evrópu og víðar að hátíðum hefur fjölgað eins og má sjá glögglega á þessari upptalningu hér að framan sem er langt því frá tæmandi. Listi yfir tónlistarhátíðir á Íslandi var gefin út af Útón 2013 en á þeim lista má finna 37 hátíðir sem þar sem tónlist er hluti af dagskrá þeirra en af þeim 37 eru 29 sem skilgreina sig sem tónlistarhátíðir. Eftir að skýrslan var gefin út hafa bæst við fleiri tónlistarhátíðir t.d. Sónar Reykjavík, Keflavík og All Tomorrow’s Parties(Tómas Young, 2013).

17 Listahátíðir eru eins og áður segir skilgreindar sem listrænir viðburðir og þar með talið tónlist og er hægt að álykta út frá þessum tölum að tónlistarhátíðir séu vinsælar. Samtök listahátíða EFA, voru stofnuð 1952 í Genf þar sem 15 hátíðir áttu aðild að stofnun samtakanna en í dag eru um 100 hátíðir í yfir 40 löndum, í samtökunum. Listahátíð í Reykjavík var tekinn inn í samtökin árið 2001, en inntökuskilyrðin eru mjög ströng og því mikill heiður fyrir Listahátíðina að vera meðlimur(Bergþóra Jónsdóttir, 2001). Öll Norðurlöndin nema Danmörk eiga hátíð sem er aðili að samtökunum. EFA stofnaði skóla árið 2013 með þeim tilgangi að miðla reynslu um stjórnun hátíða og byggja upp tengslanet meðal stjórnenda listahátíða framtíðarinnar (European Festival Association (EFA), 2013). Þessi skóli gæti verið tækifæri ungra leiðtoga listahátíða til að ná betri árangri með sínar hátíðir og eitthvað sem LÚR-festival ætti að huga að. Samkvæmt heimasíðu EFA deila meðlimir samtakanna ástríðu fyrir listum, hnattvæðingu og nýsköpun sem er eitt af mikilvægu þáttunum í skipulagningu LÚR-festival (European Festival Association (EFA), 2013).

3.5 Ný hátíð á Vestfjörðum Að halda listahátíð á Vestfjörðum með eingöngu áherslu á ungt fólk er eitthvað sem hefur ekki verið gert áður og er spurning hvort hægt sé að skilgreina það sem nýsköpun (e. innovation). Hvað er nýsköpun? Nýsköpunarmiðstöð Íslands styðst við skilgreiningu Óslóarhandbók OECD um nýsköpun þar sem segir: „Með nýsköpun er átt við innleiðingu nýrra eða verulega endurbættra afurða (vöru eða þjónustu) eða aðferðar við markaðssetningu eða nýs skipulags í viðskiptum, á vinnustað eða í ytri samskiptum” „Nýsköpun er einnig hægt að skilgreina bæði sem framþróun í tækni og vísindum einnig á öllum sviðum þekkingarsamfélagsins e.knowledge society.“ (Nýsköpunarmiðstöð Íslands, 2015). Listahátíðin getur samkvæmt þessu verið nýsköpunarverkefni þar sem vinnuaðferðin við skipulagningu hátíðarinnar er ný á svæðinu sem og afurðin en markaðssetningin var tiltölulega hefðbundin fyrir utan notkun miðla eins og snapchat sem er frekar nýtt af nálinni. Um er að ræða nýtt samfélagslegt afl sem hægt er að líta á að styðji og styrki það samfélag sem hátíðin er haldin í. Í umfjöllun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir svo um samfélagslega nýsköpun að hugtakið hafi víðtæka merkingu og skilgreiningin á samfélagslegri nýsköpun er „hugmyndir og áform sem uppfylla samfélagslegar þarfir af öllu tagi og leiða til velferðar og bættra lífskjara í samfélaginu“ (Nýsköpunarmiðstöð Íslands, 2015). Segja má að þessi skilningur á samfélagslegri nýsköpun eigi vel við þau megin markmið sem sett hafa verið um LÚR-festival. En þau eru, að efla

18 ungmenni á svæðinu til að hafa frumkvæði og vera þátttakendur í móta samfélagið sem og að mynda betra tengslanet á milli þeirra ungmenna sem búa í Ísafjarðarbæ og nágrenni. Hátíðin er ekki haldin í hagnaðarskyni (e. nonprofit) heldur er áherslan á þá samfélagslegu þarfir sem bæta lífsgæði og leiða til velferðar. Þær þarfir eru t.d. fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri fyrir ungt fólk, félagslegar þarfir ungmenna sem hafa áhuga á menningu, sem er mætt með því að tilheyra hóp, námsframboð ungs fólks í heimabyggð eykst, vettvangur fyrir ungt fólk að koma skoðunum sínum á framfæri eykur þátttöku í lýðræðislegri umræðu. Heiðarleiki við samfélagið sem hátíðin er haldin í og það form á skipulagningu hátíðarinnar gefur öllum ungmennum sem áhuga hafa að móta sinn eigin menningarheim tækifæri til þess, án þess að þau leggi til kostnað við það ferli og þar með er jafnræðis gætt. Hátíðir geta verið farvegur fyrir samfélagsþegna til að styrkja tilfinningu fyrir að tilheyra og vera þátttakandi í samfélagi (Liana Giorgi et al., 2011). Með því að styrkja þá tilfinningu eykur það líkurnar á velferð samfélagsþegnsins. Öll nýsköpunar- og sprotaverkefni eiga á hættu að mistakast eða heppnast ekki eins og áætlað var. Nokkuð hátt hlutfall af nýsköpunarverkefnum mistekst en samkvæmt greininni Success and failure of 50 innovation projects in Dutch companies (companies) mun um 70-80 prósenta mistakast að einhverju eða öllu leyti og gefur það vísbendingu um að líkurnar á mistökum eru meiri en minni. Því eru möguleikarnir á því að nýsköpunarverkefni heppnist ekki miklir, og á tíminn eftir að leiða það í ljós hvort LÚR festival hafi heppnast eða mistekist.

19 4 Menningarlegur tilgangur

Ástríða fyrir listrænni nálgun og framþróun norðanverðra Vestfjarða sem menningarsvæðis er einn af drifkraftinum fyrir hátíðarhöldunum. Að draga úr fólksfækkun hefur verið eitt stærsta verkefni sveitafélaga á Vestfjörðum síðastliðin ár. Því er tilgangurinn einnig að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir ungt fólk og móta jákvæða ímynd af svæðinu. Að hátíð af þessu tagi sem hér um ræðir hefur alla burði til að hafa víðtækari áhrif á íbúa svæðisins. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkir menningarviðburðir geta orðið mikil lyftistöng fyrir alla aldurshópa og þar með samfélagið í heild. „A situation like a cultural festival is a strong cue for members of the targeted cultural community. It triggers their social identity and may therefore influence their motivationto visit the festival“(Delbosc, 2008) Vettvangur eins og hátíð er leið fyrir ákveðna hópa að skilgreina sig sem part af ákveðni félagslegri sjálfsmynd e. social identity. Menningarlegur tilgangur hátíðar eins og LÚR-festival er hins vegar ekki eingöngu með þeim hætti sem hér á undan er lýst, en segja má að hann sé einnig að gera menningu ungmenna hærra undir höfuð. Með því að gera menningu þessa hóps hátt undir höfði er verið að viðurkenna hana og að hún sé mikilvæg í samfélaginu. Skoðanir og þátttaka ungmenna er það sem framtíð Vestfjarða byggir á og því mikilvægt að rækta það sem vilji er til að vaxi. Ungmennahátíðir geta átt erfitt uppdráttar menningarlega þar sem ungmenni á aldrinum 13-20 ára mega ekki neyta áfengis en ungmenni á aldrinum 20-30 ára mega það samkvæmt lögum. Sem dæmi um viðburð fyrir ungmenni sem halda átti árlega en ekki gafst tækifæri til er tónlistarhátíðina Uxi 95. Talsverð neikvæð umfjöllun var um hátíðina í fjölmiðlum hér á landi sem var andstætt þeim orðum sem lögreglan gaf út: „Talsmenn lögreglu sögðu samt að hátíðin hefði farið ákaflega vel fram. Aðstandendur sögðu hátíðina ungu fólki til sóma og ungir tónleikagestir hefðu sannað að þeim væri treystandi. Þeir sögðu einnig reynsluna af hátíðinni sýna að hægt væri að halda tónleika á Kleifum fyrir 10-15 þúsund manns og yrði það gert árið eftir. Ekki varð úr því.“ (Ingveldur Geirsdóttir, 1995). Ástæðan fyrir neikvæðri umfjöllun er óskýr og þeirri spurningu verður ekki svarað hér. Sögusagnir um notkunar vímuefna, viðurnefnið samfarahátíðin og sú staðreynd að hér var um ungmenni að ræða frá 16 ára og upp úr er mögulega ástæðan fyrir neikvæðri umfjöllun. Þrátt fyrir tilraunir forsvarsmanna hátíðarinnar að sporna gegn þessum ummælum var umfjöllunin neikvæð og í ætt við hræðsluáróður og er þetta mögulega fylgifiskur þess að vinna með ungmennamenningu.

20 4.1 Fyrirmyndir

Fyrirmyndir, sem skipuleggjendur LÚR festival litu til eru hátíðir eins og LUNGA á Seyðisfirði, Þjóðleikur, leiklistahátíð Þjóðleikhúsins sem fer fram víða um landið, Pólar festival á Stöðvarfirði, og Músíktilraunir í Reykjavík. Lunga er sú hátíð sem er einna líkust LÚR festival þar sem áherslan er á ungmenni og listir. Þjóðleikur er einnig fyrir ungmenni og er hátíð þar sem leiklistarhópar koma á námskeið um veturinn og um vor á hátíðina til að sýna leikverk sem hópurinn hefur æft um nokkurt skeið en leikverkin eru samin fyrir hátíðina. Pólar festival er listahátíð með áherslu á hagnýtar listir og „Skill Share“ sem fer fram á Stöðvarfirði og er hátíðin frekar ung, en hún var haldin fyrst 2013. Var fyrsta hátíðin hópfjármögnuð e. crowdfunding líkt og fyrsta hátíð LÚR festival. Músíktilraunir er tónlistahátíð þar sem hljómsveitir keppa og er ein hljómsveit valin í lok hátíðarinnar. Skipuleggendur LÚR 2014 fengu Björt Sigfinnsdóttur, einn af stofnendum LUNGA í heimsókn til þess að fræðast um skipulagningu, hvað ber að varast og hvernig við getum verið öðruvísi en LUNGA. Fundurinn með Björt var afar gagnlegur og hjálpaði hópnum að skilgreina hátíðina betur. Erlendar fyrirmyndir sem við getum litið til í framtíðinni og jafnvel átt samstarf við eru hátíðir eins og Shine Festival sem er hátíð, fyrst haldin 2005, fyrir ungmenni um allan heim til að sýna hæfileika sína og til að vera innblástur fyrir unga leiðtoga og fyrirmyndir. (Shine, án dags.) Kids in Jazz er hátíð sem var fyrst haldin 2012, í Noregi og er alþjóðleg hátíð þar sem krakkar og leiðbeinendur þeirra koma saman og spila jazz(Wikipedia, 2012). Kvikmyndahátíð ungs fólks í Montréal í Kanada þar sem kvikmyndagerðamenn 25 ára og yngri geta sent inn myndir og er dómnefnd sem velur bestu myndirnar. The YoungCuts Film Festival var fyrst haldin 2001 en í dag er hátíðin alþjóðleg og fjöldi umsækenda eykst á hverju ári (Wikipedia, 2001).

4.2 Hátíðir tileinkaðar listum og menningu á Vestfjörðum Hátíðir á Vestfjörðum eru þó nokkrar og í Ísafjarðarbæ eru hátíðir sem hafa gengið nokkuð vel að því leyti að þær eru haldnar ár eftir ár, hafa getið sér gott orðspor t.d. Við djúpið var fyrst haldin árið 2002 (Greipur Gíslason, 2012). Act alone, var fyrst haldin 2004 (Elfar Logi, 2004). Aldrei fór ég suður ævintýrið hófst 2004 og Mýrarboltinn sem byrjaði sama ár (Mýrarboltafélag Íslands, 2004). Það var greinilega uppgangur í hátíðum árið 2004 í Ísafjarðarbæ en síðustu ár hafa nokkrar hátíðir bæst við á Vestfjörðum má þar nefna

21 Rauðasands festival sem hófst 2011 (Kristín Andrea, 2011). Fjöldi hátíða er haldin á Vestfjörðum ár hvert og má sjá lista yfir þær í kafla 4.2.1. Á Ísafirði er öflugur tónlistarskóli, myndlistarfélag, leikfélag og fjölbreytt menningarstarf samkvæmt skýrslu Byggðastofnunnar, „Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langvarandi fólksfækkun” (Sigríður Þorgrímsdóttir, 2012) sem kom út 2012, eru Vestfirðingar afar stoltir af blómstrandi menningu á svæðinu. Viðmælendur nefndu jákvæða þætti eins og virkni íbúa, góðan jarðveg fyrir hugmyndir, sterkan kjarna og margt fleira. Það vakti athygli í gerð skýrslunnar hversu auðugt menningarlíf er í flestum byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar þrátt fyrir að þeir sæki mest alla þjónustu til Ísafjarðar. Menning á Vestfjörðum er mjög fjölbreytt eins og greina má á fjölda viðburða og aðgengi að listnámi en það eru starfandi tveir tónlistarskólar á Ísafirði og einn í Bolungarvík. Á sunnanverðum Vestfjörðum starfar tónlistarskóli Vesturbyggðar. (Sigríður Þorgrímsdóttir, 2012) Myndlistarfélagið á Ísafirði var stofnsett árið 1984 og stóð fyrir tveim sýningum á því ári en hóf rekstur á sýningarsalnum Slunkaríki í mars árið 1985. Það voru nokkrir einstaklingar, áhugasamir um myndlist sem stóðu að stofnun félagsins. Í rúmlega 30 ára sögu félagsins hafa verið haldnar rúmlega 250 sýningar auk margvíslegra námskeiða. Listir og menning á sér langa sögu á svæðinu og því eitthvað sem hægt er að byggja á til framtíðar og nýta við framtíðarplön LÚR festival.

22 4.2.1 Listi yfir hátíðir á Vestfjörðum síðastliðin ár

Lista og menningarhátíðir ! Aldrei fór ég suður á Ísafirði ! Act alone á Suðureyri ! Skjaldborg á Patreksfirði ! Rauðasandur á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu ! Við djúpið á Ísafirði ! Pólsk kvikmyndahátíð ! Pönk á Patró ! Galdrastef tónlistarhátíð á Ströndum, 2001 ! Mölin á Drangsnesi ! Hörmungardagar á Hólmavík ! Listasumar í Súðavík ! Veturnætur á Ísafirði

Bæjarhátíðir ! Hamingjudagar á Hólmavík ! Sæluhelgi á Suðureyri ! Ástarvika í Bolungarvík ! Bíldudals grænar ! Bláberjadagar í Súðavík ! Dýrafjarðardagar á Þingeyri ! Markaðsdagar í Bolungarvík ! Bryggjuhátíð á Drangsnesi 1996-2013 ! Djúpavíkurdagar ! Reykhóladagar á Reykhólum ! Sjómannadagurinn á Patreksfirði ! Tálknafjör á Tálknafirði

Íþróttahátíðir ! Skíðavika á Ísafirði ! Fossavatnsgangan á Ísafirði ! Hlaupahátíð á Ísafirði og Dýrafirði ! Mýrarboltinn á Ísafirði ! Púkamótið á Ísafirði ! Unglingalandsmót á Ísafirði og Vesturbyggð

Nýjar hátíðir 2014-2015 ! Bókahátíð á Flateyri ! Bíldalía á Bíldudal ! Baunagrasið Folk festival haldið síðastliðin tvö ár. ! LÚR festival ! Turtle filmfest á Hólmavík

23 5 LÚR fyrir hvað stendur það?

Nafnið á hátíðinni var valið af ungmennunum sjálfum. Skamstöfunin LÚR stendur fyrir Lengst Útí Rassgati en þar er vísað til þess viðhorfs að norðanverðir Vestfirðir séu óralangt frá höfuðstaðnum, Reykjavík. Vestfjarðarkjálkinn er utanvið hringveginn og það er jafnvel lengra þangað en til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík og miklu lengra en frá Reykjavík til Akureyrar enda útúrdúr frá hringveginum.

5.1 Markaðssetning? Aðferðin sem notuð var við val á nafni á hátíðina var lýðræðisleg. Óskað var eftir tillögum frá ungmennunum og stóð sú kosning í tvær vikur.. Að þeim tíma loknum voru allar tillögurnar hengdar upp á vegg með gulum límmiðum, post-it, og hver og einn fékk að útskýra hugmynd sína að baki hugmyndarinnar. Þær tillögur sem fram komu voru: SkART, CREAM, LÚR, ACT,og Arctic art. Þá var haldin kosning í vinnuferð sem skipulagshópur LÚR festival 2014 fór á Friðarsetrið í Holti í Önundarfirði, þar sem fjögur nöfn fengu besta kosningu. Cream- CREAtive Minds var upprunalega heitið á verkefninu og á viðtakendur sem við fundum í gegnum leitarvef Evrópu unga fólksins, Otlas. Otlas er leitarvél til að auðvelda leit að samstarfsaðilum fyrir alþjóðleg verkefni, eins og segir á vef Otlas ,,Do you want to find new contacts in the world, send a volunteer abroad or find the missing partner for your project? No matter where your interests lie, you will find what you are looking for in Otlas” (Erasmus+, 2015).

5.2 Vegalengdir Milli Reykjavíkur og Hafnar eru 458 km sem er svipað og milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, en þar eru 455 km á milli. Það er 67 km styttra milli Reykjavíkur og Akureyrar en Reykjavíkur og Ísafjarðar sem er um það bil vegalengdin milli Reykjavíkur og Borganess, 74 km. Samt sem áður virðast þessir 74 km sem gera það að verkum að Ísafjörður er lengst útí rassgati. Þessi skilgreining byggir ekki á rannsókn fremur tilfinningu hópsins. (Vegagerðin, 2015).

24 5.3 Hljóðfærið lúr Blásið var til hátíðarinnar með lúr sem er langt tréblásturshljóðfæri frá tímum víkinga sem notað var til að kalla menn til bardaga. Hópurinn auglýsti eftir hljóðfærinu í fjölmiðlum sem bar ekki árangur. Hér má sjá brot úr frétt þar sem auglýst var eftir lúrnum. Hópurinn leitar nú að hljóðfæri sem kallast LÚR, Lur, Lure eða Lurr. Það er blásturshljóðfæri eða einfaldur lúður sem hugmyndin er að láta blása í við opnun hátíðarinnar. (Skutull, 2014). Í kjölfar frétta af leitinni að lúrnum kom ábending um mann í Noregi sem smíðar trélúra. Menningarmiðstöðin pantaði lúr hjá Magnar Storbækken í Tolga Noregi. Magnar Storbækken er með vefsíður með fjölda hljóðfæra þar á meðal Lúra (Magnar Storbækken, 2015). Vegna þess að hátíðin var ný og ekki með mikið fjármagn, leitaði hópurinn eftir verndara lúrsins. Hlutverk verndarans er að greiða hlutdeild í kaupum á hljóðfærinu og að geyma það á milli hátíða. Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar2 gerðist verndari lúrsins þar sem það er varðveitt á milli hátíða. Sjá frétt um verndara lúrsins ,,Listahátíðin LÚR, sem fram fer á Ísafirði 12.-15. júní, auglýsti fyrir stuttu eftir verndara fyrir hljóðfærið Lür og létu viðbrögðin ekki standa á sér. „Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar steig fram og verður verndari hljóðfærisins. Það verður keypt frá Noregi þar sem Magnar Storbækken smíðar það fyrir okkur,“ segir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir sem heldur utan um ungmennahópinn sem skipuleggur hátíðina. Hópurinn hefur leitað að hljóðfærinu til láns eða kaupa án árangurs í nokkurn tíma og því var ákveðið að auglýsa eftir verndara hljóðfærisins sem myndi fjármagna smíðina á hljóðfærinu fyrir hátíðina. Og úr því rættist.” (Bæjarins Besta, 2014).

2 „Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar er í eigu tveggja stærstu hluthafa Edinborgarhússins efh., Litla leikklúbbsins og Myndlistarfélagsins á Ísafirði, auk Tónlistarskóla Margrétar Gunnarsdóttur. Skólinn var stofnaður árið 1993 og er uppbygging hans miðuð við að veita almenna fræðslu á sviði myndlistar, leiklistar, tónlistar og danslistar. Listaskólinn býður bæði nám samkvæmt fastri stundaskrá og einstök námskeið.“ http://www.edinborg.is/lro/index.asp?page=about

25 Tilvist hljóðfæris sem kallast lúr er ein af ástæðunum fyrir því að nafnið LÚR-festival var valið, þar sem gaman er að geta blásið til hátíðarinnar með lúðri eins og þessum, saga hljóðfærisins er, að það var notað til að kalla fólk saman vegna ógna, náttúruhamfara og til boða til funda.

MYND 3 MYND AF MADIS MAËKALLE SPILA Á HLJÓÐFÆRIÐ LÚR

5.4 Markmið og hugsjón LÚR-festival Markmiðin með hátíðinni, eins og áður hefur komið fram, eru tvö; að skapa vettvang fyrir unga listmenn á Vestfjörðum til að koma fram og kynnast öðrum listamönnum sem og að efla tengingu milli ungmenna á kjálkanum, hátíðin er sameiningartákn Vestfirskra ungmenna. Síðarnefnda markmiðið kom fram í stefnumótunarvinnu ungmennanna en þar kom einnig fram að hátíðin ætti að vera vímuefnalaus, opin/frjálsleg og ekki tónlistarhátíð.

26 Hugmyndin að halda listahátíð á norðanverðum Vestfjörðum sem ætluð er ungu fólki með tengingu til Evrópu hófst í Menningarmiðstöðinni Edinborg. Framtíðarsýn ME er að vera öflugri, alþjóðlegri og betri. Með það að leiðarljósi fundaði verkefnastjóri ME með þremur stúlkum sem höfðu áhuga á stofnun listahátíðar eins og hefur komið fram hér að framan. Í kjölfar fundarins var ákveðið að sækja um frumkvæði ungs fólks í sjóð Evrópu unga fólksins. Um haustið var boðað til opins fundar fyrir ungt fólk með áhuga á stofnun listahátíðar. ME boðaði til fundar þar sem eftirfarandi kom fram:

“Listin og Evrópa Kynningarfundur vegna verkefnisins listin og Evrópa Þriðjudaginn 27. ágúst kl. 15:00 Verkefnið listin og Evrópa er tilraunaverkefni þar sem ungmenni á aldrinum 15-30 ára vinna að því að skapa listahátíð á Ísafirði. Unnið verður með lýðræðislegum hætti að skipulagningu hátíðar með tengsl til Evrópu. Markmiðið er að mögulegt sé að halda alþjóðlega …” (Edinborg, 2013)

Ákveðið var að fá faglærða kennara til að kenna listasmiðjurnar, til að tryggja gæði þeirra. Mikið var lagt upp úr því í skipulagningunni að hugsa stórt og vera óhrædd við að reyna við hugmyndir sem gætu hljómað óframkvæmanlegar. Meðal annars var kannað hvort eftirfarandi tónlistarmenn gætu spilað á hátíðinni: Kaleo, Woodkid, Páll Óskar, Retro Stefson, Mugison og . Þetta þykir nokkuð hátt skotið fyrir hátíð sem var á þeim tímapunkti aldrei búið að halda. Það er mikilvægt við skipulagningu verkefna í minni byggðakjörnum að viðmiðin séu þau sömu og í stærri byggðarkjörnum, hvað varðar standard, en auðvitað er erfiðara að framkvæma margar stórar hugmyndir í minni byggðarkjörnum sökum skorts á fjármagni og eins og hjá LÚR festival þar sem vegalengd frá höfuðstaðnum skapar aukið flækjustig og fjárútlát.

27 6 Skipulagning

Skipulagning hátíðarinnar er einn af miklilvægustu þáttum verkefnisins þar sem frumkvæði og þátttaka í samfélaganu eru lykilorð. Skipulagningin hefur áhrif á þær styrkveitingar sem hátíðin hefur hlotið. 6.1 Lýðræðisleg vinnubrögð Lýðræðisleg vinnubrögð er eitthvað sem LÚR-festival gefur sig út fyrir að vinna eftir. Hugtakið lýðræði, gefur til kynna að fjöldinn ráði og þar af leiðandi má álykta að þar sem lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð að allur hópurinn tjái skoðanir sínar og útfrá því sé tekin upplýst ákvörðun. Þegar þessu orðasambandi er flett upp í rafrænu gagnasafni Snöru skilar það engri niðurstöðu en í sitthvoru lagi skilar það niðurstöðu. Hugtakið lýðræði hefur þ á þýðingu samkvæmt Snöru „stjórnarfar og réttur og afstaða einstaklinga og hópa til láta í ljós skoðun sína og hafa áhrif á samfélagsleg málefni” (Mörður Árnason et al., 2010). Lýðræði getur annars vegar verið beint lýðræði, þegar ákvarðanir eru teknar af öllum kjósendum ríkis með allsherjar atkvæðagreiðslum um tiltekið mál, hins vegar er það óbeint lýðræði eða fulltrúalýðræði þ egar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir (Dóra Hafsteinsdóttir & Sigríður Harðardóttir, 1990). Vinnubrögð eru hins vegar skilgreind sem aðferð við vinnu, vinnuhættir (Mörður Árnason et al., 2010). Að vinna með lýðræðisleg vinnubrögð að leiðarljósi er áskorun. Hugtök eins og frelsi, jafnrétti og umburðalyndi eru grunnlínur í gegnum ferlið. Beint lýðræði var viðhaft og frelsi ungmennanna til að taka ákvarðanir um eigin framtíð mikilvægur þáttur í verkefninu. Frelsi hvers einstaklings til að tjá skoðanir sínar og taka frumkvæði. Jafn réttur allra þátttakenda til andlegra og efnislegra gæða t.d. njóta félagslegs öryggis, þátttöku í dagskrá og aðgengi að upplýsingum var haft í hávegum. Umburðarlyndi, umhyggja, samkennd og samábyrgð þátttakenda. Þessi vinnubrögð fela í sér virðingu fyrir hverjum þátttakanda. 6.2 Evrópa unga fólksins Evrópa unga fólksins, er þjónustuskrifstofa og þekkingarmiðstöð fyrir æskulýðsstarf á Íslandi sem veitir styrki úr áætlun Evrópusambandsins til verkefna í æskulýðsstarfi. Árið 2014 tók við ný áætlun hjá Evrópusambandinu kölluð Erasmus+. Á þeim tíma sem LÚR-festival sótti um í sjóðinn var áætlunin kölluð Youth in action. Áætlunin er til sjö ára 2007-2013 og markmið hennar að efla evrópska borgaravitund, samstöðu og umburðarlyndi meðal ungra Evrópubúa og virkja ungmennin sem þátttakendur í að móta framtíð sambandsins (EUF, 2015).

28 6.3 Frumkvæði unga fólksins Skipulagning hátíðarinnar hófst haustið 2013 í ME. Sumarið 2013 sóttu nokkur ungmenni um styrk til Evrópu unga fólksins í áætlunina Youth in action. Sótt var um flokk 1.2 Frumkvæði unga fólksins sem styður innanlands eða fjölþjóðleg verkefni sem unga fólkið átt frumkvæði að og stjórnar sjálft með það að leiðarljósi að efla frumkvæði, framtakssemi og sköpunarkraft. „Frumkvæðisverkefni geta líka leitt af sér atvinnu, stofnun samtaka, áhugahópa eða annars félagsskapar innan félagsmála- og/ eða æskulýðsgeirans“ (Framkvæmdastjórn Evróðusambandsins, 2013). Hópurinn fékk styrk til þess að skipuleggja listahátíð sem var afmarkað verkefni sem hófst um miðjan ágúst og lauk um miðjan febrúar. Markmiðið með verkefninu var að virkja hóp ungs fólks til að taka ábyrgð á eigin framtíð og skipuleggja listahátíð í Ísafjarðarbæ. Ungmenni á aldrinum 16-26 ára mættu á fundi tvisvar í mánuði. Lagt var upp með óskrifað blað og lýðræðisleg (e. democracy) vinnubrögð voru höfð að leiðarljósi við skipulagninguna.

6.4 Ungmennaskipti Í október var sótt um styrk til Evrópa Unga fólksins fyrir ungmennaskiptaverkefni. Skilyrði fyrir ungmennaskiptaverkefni er að hópurinn í ME færi í samstarf við eitt eða fleiri samtök/hópa í Evrópu og a.m.k. einn hóp í Evrópusambandinu. Í umsókn til Evrópu unga fólksins var ákveðið að það yrðu þrjár listasmiðjur. Drög að dagskrá í kringum hátíðina var mótuð, en sjá má dagskrána sem var skilað inn með umsókninni í fylgiskjali #2. Listasmiðjur voru undirstaða dagskrárinnar, þar sem efni fyrir dagskrá hátíðarinnar yrði að einhverju leiti framleitt í listasmiðjum. Notaðist hópurinn við Otlas leitarvél (Erasmus+, 2015) til að finna hópa og þeim sendur tölvupóstur (Sjá fylgiskjal #1) með drögum að ungmennaskiptaverkefni í tengslum við listahátíð. Svör bárust frá þremur hópum, frá Finnlandi, Rúmeníu og Hollandi. Samstarf hófst með tveimur hópum öðrum frá Finnlandi og frá Rúmeníu. Hópstjórar hópanna útbjuggu umsókn fyrir ungmennaskiptaverkefni. Íslenski hópurinn vann með lýðræðislegum vinnubrögðum að umsókn undir leiðsögn verkefnisstjóra ME.

29 6.5 Undirbúningur og ungmennin Undirbúningur hátíðarinnar er stór hluti af verkefninu LÚR festival og er ferlið hluti af óformlegu námi ungmennanna. Tæpt ár var unnið að undirbúningi hátíðarinnar með ungmennahópnum en hátíðin er skipulögð af hópi ungmenna sem funduðu reglulega í þetta tæpa ár fyrir hátíðina. (sjá myndir frá undirbúningi og hátíðinni í fylgiskjali #7) Hópur ungmenna hittist í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í byrjun september 2013. Í upphafi voru þetta fimm ungmenni, en strax á næsta fundi mættu 20 manns. Vinnufundir voru haldnir aðra hverja viku frá september 2013 fram að hátíð í júní 2014. Verkefnastjóri ME setti upp tillögu að dagskrá fundarins og gátu allir fundarmenn haft áhrif á dagskrána. Á fundunum skipulögðu ungmennin hvernig hátíðin ætti að vera, hvar hún færi fram, hverjir tækju þátt, hvernig ætti að fjármagna viðburðinn og hvernig dagskráin ætti að líta út. Fljótlega var ákveðið að sækja um hjá Evrópu unga fólksins fyrir ungmennaskiptaverkefni og taka á móti hóp/hópum eins og greint er frá í kaflanum Ungmennaskipti. Myndaður var hópur á Facebook kallaður „Skipuleggðettasjitt“. Á „Skipuleggðettasjitt“ birtust upplýsingar um fundi, þar voru umræður á milli funda og efni deilt sem við átti t.d. umfjöllunum, hugmyndum að auglýsingum og fleira. Hópurinn sem skipulagði fyrstu hátíðina var mjög skapandi og fékk margar hugmyndir sem ekki komust í framkvæmd á fyrstu hátíðinni 2014. Höfundur þessarar greinargerðar framkvæmdi könnun meðal skipuleggenda LÚR- festival 2014. Könnunin var send á 11 þátttakendur sem komu að skipulagningu hátíðarinnar og þar af svöruðu níu manns könnuninni. Nokkar spurningar voru lagðar fyrir en sjá má könnunina í heild sinni í fylgiskjali #10. Spurt var um aldur, kyn, áhugasvið, hvers vegna þátttakandi tók þátt í skipulagningu, hvort þátttakandi hafi verið ánægður með þátttöku sína í skipulagningu, hvort þátttakendur teldu að unnið hafi verið lýðræðislega að ákvörðunartökum, áhrif þátttöku í skipulagningu á andlega líðan, hvort þátttakandi upplifði álag eða mismunun vegna kyns og hvaða þáttur skipulagningarinnar hafði jákvæð áhrif á þátttakandann. Flestir svöruðu spurningunni „Hvers vegna tókstu þátt í skipulagningu LÚR-festival 2014?” á þann veg að það væri áhugavert og skemmtilegt, hér eru dæmi um svör úr könnuninni: „Vegna þess að listahátíðir vekja mikinn áhuga hjá mér og mér fannst geggjað að fá tækifæri að skipuleggja þannig.“

„Fannst þetta spennandi, skemmtilegt og sniðugt til að vekja athygli á svona litlum stað“

30 „æ bara gaman“

Niðurstöður könnunarinnar sýndu að skipulagsferlið, sem felst í því að halda hátíð eins og LÚR festival var mikilvægt fyrir ungmennin. Sjö svöruðu að reglulegir fundir hefðu jákvæð áhrif á sig og sex töldu Holtsferð hafa haft jákvæð áhrif á sig, til jafns við hátíðardagana sjálfa. Svör við álagi við skipulagninguna voru dreifð, en tveimur fannst álagið vera mikið, fjórum meðal mikið og einum lítið en spurningin var hvernig upplifðir þú álag í skipulagningunni. Álagið dreifðist mismikið milli einstaklinga eftir styrkleikum og hæfni til að takast á við verkefni, sem hefði mátt meta betur af verkefnisstjóra. Niðurstöður könnunarinnar var að almenn ánægja var meðal þátttakenda og endurspeglaði það upplifun mína sem verkefnastjóri. Sjá könnun í heild sinni í fylgiskjali #10

6.6 Skipuleggjandi LUNGA Í janúar (13. jan) fengum við heimsókn frá Björt Sigfinnsdóttur, einum af stofnendum LUNGA á Seyðisfirði. Hún kynnti sögu LUNGA og tengsl sín við hátíðina. Einnig kenndi hún hópnum nokkrar aðferðir við verkefnastjórn, þar á meðal IDOART, Check in, sjónræna skipulagningu með gulum miðum og markmiðasetningu. Björt sagði okkur einnig frá því hvað gekk vel og hvað bæri að vara sig á, út frá reynslu sinni vegna skipulagningar LUNGA. Á vordögum 2015 hafði ég samband við skipuleggendur LUNGA og bað þá að svara spurningarlista varðandi hátíðina þeirra. Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir framkvæmdarstjóri hátíðarinnar svaraði spurningalistanum, sjá má í heild sinni í viðhengi #12. Áhugavert var að lesa svörin frá Aðalheiði þar má nefna fjölda skipuleggenda hátíðarinnar en þar eru sex aðilar sem koma að skipulagningunni í undirbúningnum og fjöldin eykst þegar kemur að framkvæmdinni. Telur Aðalheiður að hátíðin hafi 100% áhrif á val ungs fólks til búsetu á Seyðisfirði, þessar vangaveltu væri gaman að rannsaka.

6.7 Verkaskipting - Ábyrgð Verkefnastjóri ME boðaði til funda. Dagskrá fundar var mótuð í upphafi fundar og farið yfir þau verkefni sem eftir voru hverju sinni en verkefni voru skrifuð upp á spjöld. Þátttakendur í skipulagningu tóku ábyrgð ásamt tveimur til þremur öðrum á verkefni sem þau höfðu skrifað á spjöldin. Fjöldi ungmenna við skipulagningu hátíðarinnar var á bilinu 12-20 manns. Fjöldinn er góður til þess að dreifa verkefnum á fleiri hendur en gallinn er hins vegar sá að ábyrgð er dreifð á marga sem getur reynst erfitt að ná saman á einn fund. Því er líklegra að verkefni

31 týnist þegar mikill fjöldi skipuleggjenda ber ábyrgð á verkefnum. Þess vegna er mikilvægt að vera með einn verkefnastjóra sem ber ábyrgð á framvindu verkefnisins en hann ,,gegnir lykilstöðu í verkefnishópnum og þarf að ávinna sér traust hans og virðingu til að verkefnið takist vel. Hann þarf að hafa skilning á, og getu til, að nota rökhyggju tæknimannsins jafnframt því að skilja vangaveltur stjórnenda um kosti, styrkleika eða veikleika verkefnis, eða um ólíkar leiðir til að ná settu markmiði” (Jón Hreinsson & Karl Friðriksson, 2003).

6.8 Skipulagsferð í Holt Helgina 1-2. febrúar 2014 fór hópurinn í Holt í Önundarfirði til þess að skipuleggja hátíðina og var eitt af aðal markmiðum ferðarinnar að útbúa kynningarmyndband og ákveða nafn á hátíðina. Hópurinn fór á einkabílum til að spara kostnað. Dagskrá ferðarinnar var eftirfarandi og birtist á Facebook síðu hópsins:

Holtsferð 1-2. febrúar Dagskrá: 13:00 mæting í Edinborgarhúsið ... 13:15 Lagt af stað (Ólöf er með einn bíl þar sem komast 4 farþegar, getur einhver annar verið á bíl?) 13:45 Rennum í hlað í friðarsetrinu í Holti 14:00 Allir búnir að koma sér fyrir og hittumst í salnum(stofunni) CHECK IN 14:10 Gerum IDOART fyrir daginn 14:20-16:00 Skipulagsvinna 16:00 Kaffitími 16:30-18:00 Skipulagsvinna 18:00-19:00 Eldum mat og tilheyrandi 19:00 MHHH MATUR 20:00 -Spil, leikir og fleira skemmtilegt ZZZZZZZzzzzzzzzz 10:00 Morgunmatur 11:00-12:00 Skoðum hvert við erum komin og hvernig okkur líður með það CHECK OUT 12:15 Brottför frá Holti ATH. Þeir sem eru undir 18 ára koma á ábyrgð forráðamanna sinna.

32 Holtsferðin var vel heppnuð og myndaðist góð stemmning í hópnum. Unnið var vel yfir daginn og átti óformlegt nám sér stað. Á fundum og í Holtsferðinni notuðum við Check in og Check out sem fer þannig fram að setið er í hring og byrjað er á check in í upphafi fundar en þá segir hver og einn hvernig honum líður, hvaða áhyggjur hann hefur af fyrirhuguðum verkefnum, hvernig hann er stemmdur, sem er til glöggvunar fyrir hina, til að taka tillit til í samstarfinu. Þegar fundinum/vinnustundinni lýkur er farið yfir það sem hefur áunnist á fundinum og viðkomandi tjáir sig um líðan sína í lok fundar. Einnig var notuð aðferðin IDOART sem hjálpar við skipulagningu og markmiðasetningu. I-ið stendur fyrir intentions eða áform, d-ið fyrir desired outcome eða áformuð niðurstaða, a-ið fyrir agenda eða dagskrá, r-ið fyrir roles eða hlutverk og t-ið fyrir tímarammann(IDEO, 2015). Þessa aðferð lærðum við af Björt Sigfinnsdóttur og hún hjálpar við að gera markmiðin og verkefnin sýnileg fyrir allan hópinn.

33 7 LÚR-festival framkvæmd Rúmt ár fór í skipulagningu hátíðarinnar LÚR-festival 2014 enda að mörgu að hyggja. Sjö daga heimsókn frá tveimur erlendum hópum, opnunarhóf, þrjár listasmiðjur, danshópur og danssmiðjur, hönnunarsmiðja og vegleg lokahátíð. Hvert og eitt þessara atriða þurfti að ganga nokkuð hnökralaust fyrir sig til að hátíðin myndi heppnast og upplifun allra, sem að henni kæmu, væri góð.

7.1 Erlendu hóparnir Ungmennaskiptunum hafa verið gerð nokkur skil í kaflanum um ungmennaskipti en í framkvæmdinni eru nokkur áhugaverð atriði. Tveir erlendir hópar komu til Ísafjarðar til að hitta hópinn sem vann að skipulagningu LÚR festival og taka þátt í hátíðinni en útbúinn var upplýsingapakki, til að undirbúa erlendu hópana fyrir komuna til Íslands en þann pakka má sjá í fylgiskjali #4. Hópurinn sem tók þátt í ungmennaskiptaverkefninu náði ekki því flugi sem hópstjórarnir, einn frá hverju landi, höfðu vonast eftir, þrátt fyrir hópefli og samveru nánast allan daginn í sjö daga (9.-15. júní). Erlendu hóparnir ásamt nokkrum úr íslenska hópnum gistu saman í Guðmundarbúð, húsi Björgunarfélags Ísafjarðar. Í Guðmundarbúð eru engar sturtur þannig að hópurinn fékk aðgang að sturtum í íþróttahúsi við Austurveg til móts við sundlaug Ísafjarðar. Fljótlega fór að gæta óánægju meðal erlendu gestanna með það fyrirkomulag og var þá tekið á það ráð að veita þeim aðgang að sturtum í Edinborgarhúsinu en þar eru tvær einstaklingssturtur. Hóparnir undirbjuggu morgunverð saman í Guðmundarbúð en hádegismatur og kvöldmatur var á veitingastöðunum Tjöruhúsinu og Húsinu til skiptis. Kveðjustund fór fram í Reykjanesi þar sem þ átttakendur í ungmennaskiptaverkefninu lögðu, mat á verkefnið bæði einstaklingsmat og hópmat, en þá var hópnum skipt niður í 4 minni hópa og unnu þau myndband um þ að sem þau lærðu. Myndband um dvölina á Íslandi og myndbönd sem hóparnir unnu á lokadeginum má finna á eftirfarandi tengli á youtube: https://www.youtube.com/watch?v=xlCFmn3oHL4

34

MYND 4 HÓPMYND FRÁ KVEÐJUSTUND Í REYKJANESI, LJÓSMYND PANU PÄIVÄRINTA NUORISOKESKUS OIVANKI

7.2 Listasmiðjur Listasmiðjur eru stutt námskeið í ákveðinni listgrein þar sem kennari leiðir hóp að lokaniðurstöðu. Boðið var upp á listasmiðjur fyrir þá sem tóku þátt í ungmennaskiptunum, sem voru átta ungmenni frá Rúmeníu, sjö frá Finnlandi og 12 frá Íslandi. Einnig var boðið upp á smiðjur sem voru opnar fyrir alla á svæðinu í dans og hönnun. Upplýsingar og skráning í opnu smiðjurnar var á heimasíðu hátíðarinnar https://lurfestival.wordpress.com/ þar var skráningarform sem var tengt við google form sem skilar skráningunum í skjal sem er tengt við tölvupósfang hátíðarinnar.(sjá fylgiskjal # 11). Skráning í danssmiðjurnar var ágæt eða um 10 manns sem skráðu sig í hana en hins vegar skráði sig enginn í hönnunarsmiðju og féll hún því niður.

35 7.3 Dagskrá LÚR-festival 2014 hófst fimmtudagskvöldi 12. júní með setningarhátíð á Silfurtorgi þar sem Madis Mäekalle lúðrasveitastjóri í Tónlistaskóla Ísafjarðar blés í blásturshljóðfærið lúrinn. Morrinn, leiklistahópur á vegum Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar, setti upp tískusýningu á notuðum fötum frá fatamarkaði starfsendurhæfingarinnar Vesturafls. Þormóður Eiríksson spilaði nokkur lög og þar með lauk setningarathöfninni. Seldir voru bolir sem Ómar Karvel ,einn af skipuleggendum hátíðarinnar, myndskreytti og töskur með LÚR lógóinu, sem Freyja Rein teiknaði.

MYND 5 ÓMAR KARVEL MYND 6 MYND AF TEIKNINGU ÓMARS LISTAMAÐURINN Á BAKVIÐ LÚR KARVELS BOLINA. LJÓSMYNDARI: ÓLÖF DÓMHILUR

13. Júní á föstudeginum opnaði Vikar Mar, ungur listamaður frá Akureyri, sína fyrstu einkasýningu, „Mar”, í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins. Afrakstur listasmiðju hátíðarinnar opnaði myndlistarsýning í undirgöngum milli Hafnarstrætis og Aðalstrætis þ ar sem ungmennin í ungmennaskiptaverkefninu höfðu unnið veggmyndir undir leiðsögn Þorvalds Jónssonar sem má sjá á 2 mynd sem birtist hér að framan.Verkum ungmenna sem sátu námskeið Bjarkar Viggósdóttur í kvikmyndagerð var sýnt um kvöldið í Edinborgarhúsinu. Haldinn var markaður á Silfurtorgi á laugardeginum, þar sem öllum bauðst að taka þátt sem vildu. Þar sýndi danshópurinn Shär dansverk ásamt hópi krakka sem höfðu verið á námskeiði hjá Shär. Sviðslistahópurinn vann í Safnahúsinu undir leiðsögn Ástbjargar Rutar Jónsdóttur og sýndi þar þátttökuleikhús á laugardeginum. Þá var hátíðinni slúttað með lokahófi í Edinborgarhúsinu þar sem nokkrar hljómsveitir spiluðu ásamt hljómsveitinni Mammút.

36 7.4 Dagskrá LÚR-festival 12-15. júní 2014 11-15. júní kl. 10-13:00 Danssmiðja fyrir 10-15 ára - Námskeiðið er ókeypis en þátttakendur skrá sig á lurfestival.wordpress.com/ 12. júní fimmtudagur 15.30 – 17:00 SHÄR danssmiðja í Edinborgarhúsinu. Námskeiðið er ókeypis en þátttakendur skrá sig á lurfestival.wordpress.com/ 20:00 Setningarathöfn LÚR-festival á Silfurtorgi. Blásið í víkingahljóðfærið Lür Tískusýning á vintage fötum. Fatnaður eftir Jóhönnu Stefánsdóttur ásamt fötum sem hún hefur sérstaklega valið af fatamarkaði Vesturafls. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar

13. júní föstudagur 10-13:00 Hönnunarsmiðja- ALLT ÚR ENGU í Netagerðinni Grænagarði. Námskeiðið er ókeypis en þátttakendur skrá sig á lurfestival.wordpress.com/ 15:00-16:30 SHÄR danssmiðja í Edinborgarhúsinu. Námskeiðið er ókeypis en þátttakendur skrá sig á lurfestival.wordpress.com/ 17:00 Vikar Mar opnar sína fyrstu einkasýningu, „Mar”, í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins. 18:00 Opnun myndlistarsýningar í undirgöngum milli Hafnarstætis og Aðalstrætis. Verk unnið undir leiðsögn Þorvaldar Jónssonar myndlistarmanns. thorvaldurjonsson.wordpress.com. 22:00 Kvikmyndasýningar í Edinborgarsal Edinborghússins þar sem afrakstur kvikmyndasmiðju undir leiðsögn Bjarkar Viggósdóttur bjorkviggosdottir.com

14.júní laugardagur 13-16:00 Flóamarkaður á Silfurtorgi 14:00 Sviðslistahópur sýnir verk í Bæjarbókarsafninu. Hópurinn vinnur verk undir leiðsögn 15:00 SHÄR danssýning staðsetning auglýst síðar. 21-00:00 Lokahóf LÚR-festival í Edinborgarhúsinu. Lókal bönd, tvær ungmennahljómsveitir Indigo og Sarangi og Mammút spila. Miðasala í Edinborgarhúsinu laugardaginn 14. júní.

15.júní sunnudagur Sýning í Edinborgarhúsinu opin frá kl. 12:00-22:00

37 7.5 Áhorfendur Markhópur LÚR festival eru ungmenni á aldrinum 16-30 ára með aðaláherslu á ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Hópurinn skiptist í 715 karlmenn og 768 konur með lögheimili á Vestfjörðum 1. Janúar 2014 samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands (Hagstofa Íslands, 2015).

Mannfjöldi 16-30 ára á Vestfjörðum 1.janúar 2014

Konur Karlar

780

760 768 740

720

700 715

680 1

Samkvæmt þessu eru það um 1500 manns sem er aðal markhópur LÚR festival en augljóst er að ekki allir hafa áhuga á að taka þátt í smiðjum á LÚR festival en mögulega væri hægt að ná hluta af markhópnum til að vera áhorfendur á hátíðinni. Þeir sem voru þátttakendur í og tóku þátt í að gera hátíðina að veruleika voru aðallega ungmennin sem tóku þátt í ungmennaskiptaverkefninu á fyrsta ári hátíðarinnar 2014. Einnig voru um 15 krakkar á aldrinum 8-14 ára sem tóku þátt í danssmiðjum Shär sem sýndu dans á Silfurtorgi hátíðarhelgina.

7.6 Miðlun Miðlun er mikilvæg fyrir litla hátíð, með litla fjármuni, eins og LÚR festival. Því lögðum við upp með það, að senda út mikið af fréttatilkynningum og pósta á samfélagsmiðlum til að ná athygli fólks. Þeir miðlar sem voru notaðir í þetta verkefni eru eftirfarandi vefmiðlar: Vefsíða, twitter, facebook, instagram, vimeo, snapchat. http://lurfestival.wordpress.com/about/ https://twitter.com/hashtag/lurfestival https://www.facebook.com/LURfestival

38 https://instagram.com/lurfestival/ http://vimeo.com/102157992 Snapchat: Lurfestival

Þátttakendur í hátíðinni miðluðu efni á youtube sem má sjá í neðangreindum tenglum: https://www.youtube.com/watch?v=qGRzSmfk0hQoglist=UUQW1IceuRHLxGpCAdTY9SS Qogindex=2 https://www.youtube.com/watch?v=c1JU5dzS_F4oglist=UUQW1IceuRHLxGpCAdTY9SSQ ogindex=1 https://www.youtube.com/watch?v=xlCFmn3oHL4

Einnig voru notaðir prentmiðlar eins og blöð, veggspjöld, dreifimiðar og dagskrá hátíðarinnar var dreift í öll hús á norðanverðum Vestfjörðum.

7.7 Fjármögnun LÚR-festival 2014 gekk vel upp fjárhagslega en að stórum hluta til vegna styrks frá Evrópa unga fólksins sem veitti hátíðinni trúverðugleika til að afla fjár annars staðar frá. Menningarráð Vestfjarða veitti hátíðinni 500.000 kr. styrk þar sem hátíðin þurfti að fjármagna annað eins en það var þegar frágengið með styrknum frá Evrópu unga fólksins(sjá lokaskýrslu í fylgiskjali #8). LÚR-festival 2015 var fjármögnuð í heimabyggð með styrkjum frá fyrirtækjum, Ísafjarðarbæ og Uppbyggingarsjóðnum.

39 8 Aðferðir Þeim aðferðum sem voru nýttar í verkefninu er lýst hér á eftir sem og SVÓT og PEST greining á verkefninu.

8.1 Styrkumsóknir Sótt var um styrki í nokkrum sjóðum vegna LÚR-festival 2014. Stærsti styrkurinn sem var veittur til hátíðarinnar kom frá Evrópu unga fólksins. Við styrkveitingu úr Menningarráði Vestfjarða (2014) og Uppbyggingarsjóðnum (2015) er greitt út 50% af styrknum við undirritun og 50% við skil á lokaskýrslu (sjá lokaskýrslu í fylgiskjali #9). Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga styrktu verkefni 2014 í kjölfar umfjöllunar um hópfjármögnun. Styrkumsóknagerð er krefjandi verkefni og í umsókninni þarf að koma fram áætlun um flest atriði sem við kemur verkefninu (sjá styrkumsókn í sjóð Menningarráðs Vestjarða í fylgiskjali #3). Fjárhagsáætlun vegna LÚR-festival 2014 var unnin af verkefnastjóra ME í samstarfi við ungmennin. Áætlunin var frekar stór þar sem innifalið í henni var flug, gisting, matur, kennsla, efniviður og tæki fyrir smiðjur og margt fleira.

8.2 Hópfjármögnun Hópfjármögnun e. crowdfunding er leið til að fjármagna verkefni með aðstoð fjöldans eins og segir í bókinni Introducing the Creative Industries. Online, a form of funding creative projects, prototypes and even art works has taken shape. Crowdfunding is a form of financial crowdsourcing, pitching an idea to the masses through a website that serves as a marketplace. Through sites such as Kickstarter.com, small businesses or individuals will pitch ideas and ask for small up-front investments in the project, in return for getting the eventual product at lower price – in some cases making it exclusively available to the participants. (Davies & Gauti Sigþórsson, 2013)

Hátíðin safnaði 2001 € á síðunni Karolina Fund (Karolina Fund, 2014). Þar sem var boðið upp á varning, þakkir, miða á tjaldsvæðið, auglýsingar og aðgangsmiða gegn ákveðnum styrkupphæðum. Dæmi um upphæð: „Pledge €60 or more Fyrir 60 evrur eða um 9.300 krónur færð þú í fyrsta lagi mega kúl LÚR bol með mynd eftir Ómar Karvel, í öðru lagi gistingu á tjaldsvæðinu okkar frábæra BYOT (bring your own tent)

40 og í þriðja lagi aðgang á frábæra lokahófið þar sem local bönd og íslenska hljómsveitin Mammút koma og skemmta. You'll get a mega awesome LÚR t-shirt illustrated by Ómar Karvel , second of all you get to stay at our lovely campsite BYOT (bring your own tent) and last but not least you get a ticket to our fantastic final show where local bands and the Icelandic band Mammút will perform and entertain” (Karolina Fund, 2014). Skjáskot af síðunni með upplýsingum um hópfjármögnun má sjá í fylgiskjali #6.

8.3 Verkefnastjórn „Hvað er verkefni?“ er stór spurning sem allir ættu að spyrja sig áður en lagt er af stað í skipulagningu viðburðar. „Einföld skilgreining á verkefni er „sérstakt viðfangsefni“. Þetta felur í sér að verkefnið sé utan hinna daglegu athafna“ (Young, Runólfur Smári Steinþórsson, & Ragnar Hauksson, 1999). Almenn eða hefðbundin störf falla ekki undir verkefni þar sem verkefni er unnið meðfram almenni vinnu. Samkvæmt bókinni Verkefnastjórnun, er aðgerðarhringur sem hægt er að nota við verkefnastjórn. Hann er þannig, að verkefninu er skipt upp í fimm þrep sem má nýta í verkefni í heild sinni og í einstökum þáttum verkefnisins. Fyrsta þrepið er að skilgreina markmið og skilafrest, annað þrep að undirbúa áætlanir og tímamörk, upplýsingaöflun og ákvarðanataka, þriðja þrep að upplýsa hópinn og hagsmunaaðila, fjórða þrep að fylgjast vel með framvindu og veita stuðning og fimmta að meta niðurstöður (Young et al., 1999). Samkvæmt aðgerðahring Young, hefði mátt fara aðra leið í stjórn verkefnisins með aðferðum þriðja þreps með því að upplýsa menningarnefnd ME betur um stöðu mála en nefndin óskaði ítrekað eftir nánari upplýsingum um verkefnið. ME var einn af stærstu hagsmunaaðilum verkefnisins þar sem starfsmaður á hennar vegum stýrði verkefninu og allt fjármagn til verkefnisins rann í gegnum sjóði ME og bar nefndin því ábyrgð á samningum sem hátíðin gerði. Samkvæmt þessu hefði betra upplýsingaflæði frá hópnum í heild sinni haft jákvæð áhrif á traust og samstarf við menningarnefnd ME. (Young et al., 1999). Verkefnastjórnin lýtur einnig að samskiptum við erlendu hópstjórana sem eru samstarfsaðilar í verkefninu en í undirbúningsheimsókn sem fór fram í lok apríl 2014 var lagt upp með tímaplan til að vinna eftir. Þetta verkefna- og tímaplan nýttist vel til að skilgreina ábyrgð á verkefnum. Skjalið var geymt á google docs þar sem allir hópstjórarnir höfðu aðgang að og gátu breytt skjalinu svo að hinir sæju strax breytingarnar. Þetta skjal má sjá í fylgiskjali #5 og heitir timetable.

41 8.4 Hópur Hópur er flokkur, skari eða fjöldi sem heldur hópinn eða hefur samband sín á milli. (snara) hópur -flokkur, skari, fjöldi-hópur af e-u -hópum saman -halda hópinn halda saman, hafa samband sín á milli -(allir/alveg) upp til hópa (allir) með tölu, eins og þeir koma fyrir án þess að úr sé valið -í sinn (sínum) hóp (hópi) með sínu fólki ég sá hann í þeirra hóp (hópi) -hópferð -hópmynd -hóppróf Hópur e.group er samansafn af fólki sem reglulega hefur samskipti í þágu sameiginlegs markmiðs/a (Byrnes, 2003). Nokkrar tegundir hópa má finna í skapandi greinum. Það eru stjórnarhópar e. command groups, verkefnahópar e. task groups, áhugahópar e. interest groups og að lokum nefndin e. committee. Í þessu verkefni er bæði verkefnahópur og nefnd þ.e.a.s. menningarnefnd hússins. Hlutverk verkefnahópsins var að skipuleggja hátíðina og framkvæma hana með verkefnastjóra ME. Hlutverk nefndarinnar var að samþykja fjárhagslegar skuldbindingar og fóru öll samskipti milli nefndarinnar og verkefnahópsins í gegnum verkefnastjóra ME.

MYND 5 HÓPURINN VINNUR AÐ SKIPULAGNINGU Í EDINBORGARHÚSINU HAUSTIÐ 2013 . LJÓSMYND ÓLÖF DÓMHILDUR JÓHANNSDÓTTIR

42 8.5 SVÓT greining Verkefnið var SVÓT greint í apríl 2015 af höfundi þessarar greinargerðar. Styrkleikar eru: • Klár og dugleg ungmenni sem koma að verkefninu. • Verkefnið fær góðan byr í samfélaginu og frá yfirvöldum á Ísafirði og Bolungarvík. • Tækifæri fyrir ungt fólk og sérstaða hátíðarinnar að hér er verið að sinna öðrum markhóp en aðrar hátíðir á svæðinu gera. • Tímabilið sem hátíðin er haldin, milli skóla og vinnu.

Veikleikar eru: • Skortur á fjármagni við félagasamtökin sem að hátíðinni standa. • Brottflutningur ungmenna af svæðinu eftir að þau ljúka framhaldsskóla. • Lítið samband við suðurfirðina. • Hver á að bera ábyrgð á verkefninu? • Yfirstjórn óánægð með óvissu.

Ógnir úr umhverfi eru: • Veðurfar er frekar ófyrirséð á þessum tíma á Vestfjörðum og ekki öruggt að hægt sé að tjalda. • Ótraustar samgöngur. • Skortur á hagstæðu gistirými á svæðinu. • Fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Ódýrar samgöngur.

Tækifæri í umhverfi eru: • Saga tónlistar og myndlistar á Ísafirði. • Náttúran á svæðinu er stórbrotin. • Nálægð við hafið. • Flugsamgöngur. • Mannauður

43 8.6 PEST greining Verkefnið var PEST greint í apríl 2015 af höfundi þessarar greinargerðar PEST analysis ('Political, Economic, Social and Technological analysis') Pólitísk áhrif: LÚR-festival hefur menningarpólitísk áhrif á svæðinu þar sem ungt fólk hefur áhrif á sitt menningarlega nærumhverfi með skipulagningu viðburðarins. Einnig er hátíðin vettvangur fyrir unga listamenn að koma fram og fyrir ungt fólk að hafa áhrif á samfélagið sitt. Hátíðin er háð pólitík bæði innan opinbera geirans sem og styrkjum frá einkafyrirtækjum þar sem ekkert fast fjármagn er frá opinberum aðilum.

Efnahagsleg áhrif: Hátíðin er háð styrkjum frá hinu opinbera og einkafyrirtækjum/fyrirtækjastyrkum. Með hátíðinni er vonast til að gestir hennar noti þjónustu á svæðinu svo að afleidd áhrif á svæðið eru einhver. Fyrsta hátíðin árið 2014 var styrkt af Evrópa unga fólksins sem skilaði um einni og hálfri milljón inn á svæðið í keyptri þjónustu.

Félagsleg áhrif: Markmiðið er að hafa hátíðina fyrir ungt fólk með þeim tilgangi að sameina ungmenni á svæðinu og kynna svæðið fyrir ungmennum annars staðar af landinu. Frítt var inn á flesta viðburði LÚR-festival 2014 og var miðaverði haldið í lágmarki á lokahóf hátíðarinnar til þess að gefa sem flestum tækifæri á að taka þátt. Félagsleg sjálfsmynd ungs fólks á svæðinu styrkist þegar einstaklingur skilgreinir sig sem hluta af samhengi hátíðar.

Tæknileg áhrif: Tæknin sem hátíðin krefst er hljóðkerfi/hljóðbúnaður, skjávarpi, ljósabúnaður, myndavél, svið/sýningarrými, skrifstofuaðstaða. Einnig væri gott að hafa aðgang að kvikmyndahúsi til þess að tryggja gæði í framsetningu á kvikmyndum. Tækniþekking ungmenna á svæðinu eykst við hátíð sem þessa.

44 9 Framtíð LÚR festival Þegar hugsað er um framtíð LÚR festival þá koma upp spurningar um tilgang verkefnisins þegar það hefur verið framkvæmt tvisvar sinnum 2014 og 2015. Er LÚR festival samfélagsverkefni eða markaðssetning fyrir svæðið? Í samfélagi þar sem brottflutningur fólks af svæðinu er álitið vandamál er mikilvægt að hlúa að hugðarefnum ungs fólks. Ungt fólk er framtíð Vestfjarða eða er það ekki? Margar hátíðir erlendis eru með áherslu á sjálfbæra þróun og umhverfisvernd en hér er áherslan baráttan um byggðina og mikilvægi hennar um landið. Nú er það verkefni unga fólksins að finna fjársjóðinn til að framkvæma næsta LÚR festival. Sá fjársjóður er hugmyndir og framkvæmdagleði þeirra sem vilja hafa áhrif á menningarheim sinn. Þegar blásið var til hátíðarinnar með trélúrnum góða var það ákall til ungs fólks í landinu að sameinast í þeim bardaga sem við háum hvern dag á landsbyggðinni. Bardaginn um að sanna tilverurétt okkar – bardaginn sem tryggir framtíð okkar hér lengst útí rassgati. Er framtíðin að LÚR-festival líkist Þjóðhátíð í Eyjum? Þar sem partífólk heimsins hefur fengið nóg af sól, strandlífi og kokteilum og heimtar varðeld, bjór og brekkusöng eins og kemur fram í bók Gerðar Kristnýjar, Ég veit þú kemur, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2002. Þar er vísað til þ ess að mannkynið hafi frá alda öðli stundað samsöng og varðeld sem er eflaust eitthvað til að byggja á. Kannski er hátíð lengst útí rassgati það sem partífólk heimsins vill þar sem það getur lært sitthvað af hverju og séð hvað unga fólkið er að gera.

Eftirfarandi spurning var lögð fyrir á facebooksíðu minni til umræðu:

Hvaða áhrif hefur listahátíð ungs fólks á samfélag í jaðarbyggð? Hefur listahátíð ungs fólks í heimabyggð áhrif á val þess um búsetu í framtíðinni og hvaða áhrif hefur LÚR-festival á ímynd Vestfjarða.

Dæmi um viðbrögð við henni voru eftirfarandi:

RE: „Allt sem er gert fyrir ungt fólk á sviði menningar er þvílík gjöf og besta innlögn í samfélag framtíðar.“

JG: „Menning er einn af undirstöðum fjölbreytts líf.“ HV: „Já eflaust hefur það áhrif á val þess um búsetu í framtíðinni. Það væri meiri líkur fyrir mig að búa á vestfjörðum ef í menningunni væru listahátíðir og skapandi fólk með vinnustofur o.fl. Mér finnst skemmtilegast að búa í skapandi og frjóu umhverfi með allskonar listamönnum. Síðan hafa listahátíðir og fleiri viðburðir áhrif. Það t.d. skapast tenging við aðra landshluta. Það koma listamenn og fleira fólk úr öllum áttum til að taka þátt og sjá listahátíðina. Það vekur upp frjóa hugsun og nýsköpun. Það er skemmtun og frelsi sem listir og menning gefa af sér.“

45 EL: „Þó mar' sé náttlega ekki kannski marktækur þar sem mér finnst öll list alveg dásamleg og sérlega mikilvæg fyrir hvert samfélag fyrir sig, unglist finnst mér eitthvað sem mætti verulega efla og gera meira úr einmitt í jaðarbyggðum og því er LÚR Festival alveg stórgóð byrjun, það er náttúrulega erfitt að segja um áhrif hátíðarinnar svona strax þó ég sé alveg viss um að þau séu farin að tikka inn og eftir því sem árin líða og hátíðin verður eldri þeim mun meiri áhrif mun hún hafa á samfélagið nátturulega svo lengi sem hún heppnast einsog best verður á kosið - ég hef oft viljað að Ísafjarðarbær færi í sérstakt átak einmitt útaf listahátíðunum sem eru hér í bæ og geti þ ví án nokkurrar vestfirskrar ýkju kallað sig listahátíðarbæ og það væri t.d. mjög sniðugt hjá apparatinu að splæsa t.d. í nokkrar heilsíðu auglýsingar þar hátiðirnar allar eru kynntar en það er nú önnur saga - það er enn rými fyrir enn fleiri listahátíðir í Ísafjarðarbæ þeim mun fleiri þeim mun betri og Lúr er sannarlega flottur fulltrúi framtíðarinnar.“ MHJ: „Fjölbreytt menningarlíf er grundvöllurinn fyrir hamingjunni, ég get ekki séð fyrir mér samfélag án menningar og eins og Heiðrún bendir réttilega á þá þá laðar "gott" umhverfi að listamenn og skapandi fólk. Ég er henni sammála um að ég vil heldur búa í samfélagi skapandi fólks en menningarsnauðu umhverfi. Að gera ungu fólki kleift að vinna að list eða þroska menningarlega hugsun, hvort sem það í með því að taka þátt í listsköpun eða njóta listar, hlýtur að hafa góð áhrif á þau. Bæði til framtíðar og í núinu, bæði fyrir ungmennin sjálf og samfélagið allt.“ NI: „Það gefur mér von um skemmtillegri framtið hér. List - listhátiðir krefjast skapandi hugsunar og samvinnu - æskilegir eiginleikar fyrir friðsælt samfélag. (facebook.)“

Þeir aðilar sem skrifuðu ummæli við þessar vangaveltur voru allir jákvæðir í garð LÚR festival og telja hátíð fyrir ungt fólk bæta við fjölbreytileikann í menningarlífinu. Rétt er það sem EL segir að erfitt er að meta áhrif hátíðarinnar þar sem hún er ung en tíminn mun leiða í ljós þau áhrif sem hátíðin mun hafa.

46 10 Samantekt

Hér að framan hef ég gert grein fyrir ýmsum hliðum þess sem viðkemur LÚR. Ég hef dregið fram ýmsar myndir af því með hvaða hætti hægt er að líta á LÚR sem afsprengi hugmyndarinnar um hátíð, sem fyrirfinnst í flestum ef ekki öllum samfélögum. Mikilvægi þess að benda á stóra samhengið felst í því að undirstrika hvaða áhrif hátíð, eins og LÚR, getur haft, en þau ná langt út fyrir eiginleg áhrif á skipuleggjendur og þátttakendur í hátíðum. Í þeim skilningi er LÚR mun stærra samfélagslegra verkefni en hátíðin sjálf segir til um.

Ég tel að LÚR-festival hafi gert ME að betri menningarmiðstöð en hún var fyrir þetta verkefni, sem byggir á velvild bæði fjárhagslega í formi styrkja og jákvæðs viðhorfs í garð Edinborgarhúsins og ME á meðan á verkefninu stóð, sem og í kjölfar þess. ME lagði sig fram um að koma til móts við markhóp sem hafði lítið verið sinnt fram að því. Spurningarnar sem var varpað fram hér að framan voru hvort LÚR festival væri samfélagsverkefni eða markaðssetning fyrir svæðið? Ég tel að það sé fyrst og fremst samfélagsverkefni sem markaðssetur svæðið sem áfangastað og stað þar sem er gott að búa. Í upphafi greinargerðarinnar var varpað fram þessum tveimur spurningum: „Hvaða áhrif hefur listahátíð ungs fólks á samfélag í jaðarbyggð? Hefur listahátíð ungs fólks áhrif á val þess um búsetu í framtíðinni?“ Niðurstaðan mín er að listahátíð eins og sú sem hér um ræðir sé góð viðbót við menningarlíf í jaðarbyggðum og vekur athygli á svæðinu. Af því leiðir að listahátíð hefur alla burði til þess að hafa áhrif á val fólks um búsetu fólks, ekki síst hjá þeim sem starfa í skapandi greinum og kom fram í facebook umræðum hér að framan.

Í framhaldinu vakna ýmsar spurningar sem næsti skipulagshópur LÚR festival þarf að huga, varðandi áframhaldandi hátíðarhöld.Spurningar eins og hversu marga áhorfendur er æskilegt að fá á hátíðina? Verður ungmennaskiptaverkefni? Stóra verkefnið er þó að halda lífi í hátíðinni með því að vera í tengslum við samfélagslegar og menningarlegar hræringar hvers tíma, hafa eitthvað að segja og skipta þar með máli í umræðunni. Með þeim orðum og endurtekningu á þeim mikilvægu orðum sem hafa komið fram hér að framan að „maður er manns gaman“ býð ég lesanda þessara orða velkomin(n) á næsta LÚR festival.

47 11 Heimildaskrá

Árni Björnsson. (2000). Saga daganna. Reykjavík : Mál og menning. Árni Björnsson. (2006). Saga jólanna. [Ólafsfjörður] : Tindur.

Atli Ísleifsson. (2015). Lýsa yfir furðu sinni á málflutning lögreglustjórans í eyjum. Sótt frá http://www.visir.is/lysa-yfir-furdu-sinni-a-malflutningi-logreglustjorans-i- eyjum/article/2015150739914 þann 10.maí 2015.

Bauman, R. (1992). Folklore, cultural performances, and popular entertainments: A communications-centered handbook: Oxford University PressBecker, H., Naaman, M., & Gravano, L. ( 2009). Event Identification in Social Media.

Benjamin Walter, Hjálmar Sveinsson, & Árni Óskarsson. (2000). Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar : þrjár ritgerðir. Reykjavík :Bjartur : ReykjavíkurAkademían.

Bergþóra Jónsdóttir. (2001). Listahátíð á tímamótum. Reykjavík: Morgunblaðið.

Byrnes, W. J. (2003). Management and the arts (3rd ed. ed.). Amsterdam ; London: Focal Press.

Bæjarins Besta. (2014). Láta smíða Lúr fyrir Lúr Sótt frá http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=188510 þann 10.apríl 2015.

Davies, R., & Gauti Sigþórsson. (2013). Introducing the creative industries : from theory to practice. Thousand Oaks, CA : SAGE.

Dóra Hafsteinsdóttir, & Sigríður Harðardóttir. (1990). Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík : Örn og Örlygur.

Elfar Logi. (2004). Act Alone. Sótt frá http://www.sudureyri.is/actalone/index.asp?lang=is&cat=0&page=655 þann 11.apríl 2015.

48 Erasmus+. (2015). Saltho -Youth. Sótt frá https://www.salto-youth.net/tools/otlas-partner- finding/ þann 11.apríl 2015.

EUF. (2015). Evrópa unga fólksins. Sótt frá http://www.euf.is/umokkur/ þann 10.maí 2015.

European Festival Association (EFA). (2013). The festival academy. Sótt frá http://www.efa-aef.eu/en/activities/the-festival-academy/ þann 10.apríl 2015.

Framkvæmdastjórn Evróðusambandsins. (2013). Evrópa unga fólksins handbók. Sótt frá http://www.euf.is/wp-content/uploads/2014/01/Handb%C3%B3k-2013.pdf þann 9.maí 2015.

Friðjón Mar Sveinbjörnsson. (2013). Hagræn áhrif lista og skapandi greina: Virði þeirra, stuðningsnet og staða í íslensku samfélagi. Sótt frá http://hdl.handle.net/1946/14616 þann 9.ágúst 2015.

Delbosc, A. R. (2008). Social identity as a motivator in cultural festivals. Visitor Studies, 11(1), 3-15.

Edinborg. (2013). Listin og Evrópa. Sótt frá http://www.edinborg.is/index.asp?lang=is&cat=2&page=687 þann 8. ágúst 2015.

Gerður Kristný, & Sigurjón Ragnar Sigurjónsson. (2002). Ég veit þú kemur:Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2002. Reykjavík : Mál og menning.

Giorgi, L., Sassatelli, M., & Delanty, G. (2011). Festivals and the cultural public sphere. Abingdon ; New York: Routledge.

Greipur Gíslason. (2012). Við djúpið. Sótt frá http://www.viddjupid.is/?q=node/2 þann 10.apríl 2015.

Hagstofa Íslands. (2015). Mannfjöldi. Sótt frá http://www.hagstofa.is/Hagtolur/Mannfjoldi þann 10.apríl 2015.

49 IDEO. (2015). OpenIDEO. Sótt frá https://openideo.com/challenge/web-start- up/inspiration/i-do-art-a-framework-for-idea-development þann 9.maí 2015.

Ingveldur Geirsdóttir. (1995). Mannstu eftir... Uxa "95. Morgunblaðið. Sótt frá http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1280065/ þann 10.apríl 2015.

Jón Bergmann Kjartansson. (2012). Listgildi samtímans : handbók um samtímalist á Íslandi. Reykjavík : Jón B. K. Ransu.

Jón Hreinsson, & Karl Friðriksson. (2003). Verkefnastjórnun. Sótt frá http://www.nmi.is/media/13844/Verkefnastj%C3%B3rnun.pdf þann 10.apríl 2015.

Karolina Fund. (2014). Lúr-Festival. Sótt frá https://www.karolinafund.com/project/view/390 þann 10.apríl 2015.

Kristín Andrea. (2011). Rauðasandur Festival. Sótt frá https://www.facebook.com/RaudasandurFestival/info?tab=page_info þann 10.apríl 2015.

Lifehack. (2015). 20 Greatest Outdoor Music festivals you should experience now. Sótt frá http://www.lifehack.org/articles/lifestyle/20-greatest-outdoor-music-festivals-you-should- experience-now.html þann 10.apríl 2015.

Magnar Storbækken. (2015). Naturinstrumenter. Sótt frá http://www.naturinstrumenter.no/ þann 10.apríl 2015.

Mugison. (2003). Aldrei fór ég suður. Sótt frá http://aldrei.is/ þann 10.apríl 2015.

Mörður Árnason, Árni Böðvarsson, & Laufey Leifsdóttir. (2010). Íslensk orðabók. Reykjavík : Forlagið.

Mýrarboltafélag Íslands. (2004). Mýrarboltinn. Sótt frá http://www.myrarbolti.com/sagan/ þann 10.apríl 2015.

50 Nýsköpunarmiðstöð Íslands. (2015). Samfélagsleg nýsköpun. Sótt frá http://www.nmi.is/um- okkur/samfelagsleg-nyskoepun þann 10.apríl 2015.

Ozouf, M. (1975). Space and Time in the Festivals of the French Revolution. Comparative Studies in Society and History, 17(03), 372-384.

Roskilde Festival. (2015). Roskilde Festival. Sótt frá www.roskilde-festival.dk/more/about- roskilde-festival?code=1 þann 10.apríl 2015.

Sigríður Þorgrímsdóttir. (2012). Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langvarandi fólksfækkun. Sótt frá http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Samfelag/4.Vestfirdir.pdf þann 10.apríl 2015.

Skutull. (2014). Leita að LÚR til að nota á LÚR. Sótt frá http://skutull.is/frettir/Leita_ad_LUR_til_ad_nota_a_LUR þann 10.apríl 2015.

Styrkur til listahátíðar ungs fólks á Vestfjörðum. (2003). Vísir. Sótt frá http://www.visir.is/styrkur-til-listahatidar-ungs-folks-a-vestfjordum/article/2013306289987 þann 10.apríl 2015.

Svavar Sigmundsson. (2012). Íslensk samheitaorðabók. Reykjavík: Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur, Háskóla Íslands : Forlagið.

Sverrir Hólmarsson, Sanders, C., Tucker, J., Svavar Sigmundsson, & Jón Skaptason. (2009). Íslensk-ensk orðabók = Concise Icelandic-English dictionary. Reykjavík: Forlagið.

The Oxford dictionary and usage guide to the English language. (1995). Oxford ; New York : Oxford University Press.

Tómas Young. (2013). Tónlistahátíðir á Íslandi greining og yfirlit. Sótt frá http://www.ferdamalastofa.is/static/research/files/tonlistarhatidir_a_islandi_2013.pdf þann 10.apríl 2015.

51 Vegagerðin. (2015). Vegalengdir. Sótt frá http://www.vegagerdin.is/vegakerfid/vegalengdir/tafla-yfir-ymsar-leidir/ þann 10.apríl 2015.

Widding, O., Meulengracht-Sørensen, P., & Haraldur Magnússon. (1997). Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík :Mál og menning.

Wikipedia. (2015). Instagram. Sótt frá http://en.wikipedia.org/wiki/Instagram þann 8. ágúst 2015.

Wikipedia. (1874). Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Sótt frá https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0h%C3%A1t%C3%AD%C3%B0_ %C3%AD_Vestmannaeyjum þann 8. ágúst 2015.

Wikipedia. (2001). The YoungCuts Film Festival. Sótt frá https://en.wikipedia.org/wiki/The_YoungCuts_Film_Festival þann 8. ágúst 2015.

Wikipedia. (2012). Kids in Jazz. Sótt frá https://en.wikipedia.org/wiki/Kids_in_Jazz þann 8. ágúst 2015.

Wikipedia. (2014). Snapchat. Sótt frá http://en.wikipedia.org/wiki/Snapchat þann 8. ágúst 2015.

Young, T. L., Runólfur Smári Steinþórsson, & Ragnar Hauksson. (1999). Verkefnastjórnun. Reykjavík : Bókaklúbbur atvinnulífsins : Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands.

52 12 Fylgiskjöl

Fylgiskjal #1 Proposal 8*8 CREAtive Minds//CREAM Arts festival Project in Westfjords//ICELAND PARTNERSHIP OFFER V 1.0 Our organization intends to apply for this funding programme that promotes cultural exchange funding for projects between two or more European countries which are members of EU.

We will apply for the category Youth Exchanges (yia-na-action 1-action 11) in the Youth for Europe (yia-na-action1).

Cost covered: preparation, travel costs(70%), Travel cost for an Advance Planning Visit(100%), activities, food, accommodation, premises, insurance equipment and materials, evaluation, dissemination and exploitation of results and follow-up activities. http://www.euf.is/euf/en/ What we need? - 2 Groups of 8 young people interested in arts, creative thinking and Iceland (public or private organisations) from Europe countries which are EU member states. - 1 group leader who could potentially teach in the field of art during the stay. - Fill out and Sign an application. (we will provide you the form) 8*8 CREAtive Minds Exchange Project - Exchange of 8 young person from your country and a group leader who could potentially teach in the field of art during the stay. - 30% of travel cost for your organisation - Interesting for young people coming from art, museums, galleries, film, theatre, performing arts, crafts, fashion, dance, design and so on.

53 - 1 week period stay in Westfjords in Iceland. - Accommodation, activities,food and 70% travel cost will be covered. - Program preparation starts 1. April 2014 and finish 1. December 2014 - Exchange programme will start 9. June 2014 and finish 16. june 2014. - Candidates should be 18-30 years old at the time of submitting the application and have great interest in the field of arts, communication and visiting Iceland meet Icelandic youth.

GRANTS We will carry out the following tasks which form an integral part of the project: - Accommodation in Ísafjörður - Organisation of the activities during stay. - Preparing and handling of of Youthpass certificates - Supervision and mentoring services for the participants - Permanent contact with sending organisation

About Ísafjörður Ísafjörður is the largest town in the peninsula. It is conveniently located between five smaller villages, and being the capital of the area it is the centre of interest in the peninsula. On the gravel spit that stands out into the fjord, small corrugated houses line . Having a wharf all around the spit is fitting, as fish and seafaring has always been the name of the game. For the tourist, Ísafjörður has a range of services for all budgets and tastes. An array of day tours, both in the wilderness and closer to civilisation, are available, for hikers, paddlers and other outdoorsy types of course, but also for those wanting a leisurely walk in a bird colony or at a museum.

OUR Organization

54 Edinborg Cultural center organizes number of cultural events that take place in Edinburgh House every year. In recent years the building has hosted events both permanent cultural center and offer falling events of various kinds, all too numerous to enumerate. Representatives of the owners of the house appointed by the Board of the cultural center and determine its agenda. Little Leikklúbburinn was founded in 1965 by young people in town. Recent years has hampered the activities of housing, but now leikklúbbsins sight for future facilities in Edinborgarhúsinu. The club has set up a number of plays over the years and usually get an excellent reception. The new alley Edinborgarhúsinu will mark a turning point in the history of Little leikklúbbsins and can expect many interesting exhibits in the coming years.

Myndlistarfélag in Isafjordur was founded in 1985 and operated most of the exhibition hall Slunkaríki. In Slunkaríki were set up over a hundred exhibits. The company was early for courses in art or until art school was founded. The club will stand for exhibitions in Edinborgarhúsinu as it did in Slunkaríki though it might be a different format than before.

Week in Iceland Monday 9. June travel day to Iceland and bus trip to Westfjords Tuesday 10. June Program starts-workshops in field of art. Wednesday 11. June On going workshops Thursday 12. June On going workshops Friday 13. June Workshops end and the Festival begins Saturday 14. June Art Festival Sunday 15. June- Goodbye Monday 16. June - Travel day everyone go home.

ABOUT Ísafjörður The small town of Ísafjörður is unique in Iceland. Its unusually well-preserved city center dates from the 19th century and still reflects its charming history, that remains alive in the legends and stories.

10 things to do in Ísafjörður on a Sunday 1.Cultural walk -An interesting journey through time.

55 2.Visit Isafjordur Maritime Museum 3.Enjoy fresh fish and water at Tjöruhúsið the second oldest house out of wood in Iceland. 4.Hiking in the mountains 5.Fish on the docks 6.Kayaking on the smooth sea 7.Visiting the local bakery that was founded in 1871, enjoying some baked pastry. 8.Sailing to Hornstrandir Nature Reserve. 9.Visit The Arctic Fox Center 10.Go swimming

Deadline for joining us 28. september 2013 Application(your part) should be filled in and sent by e-mail before this deadline. • • Menningarmiðstöðin Edinborg - Edinborg Culture center Aðalstræti 7 400 Ísafjörður, Ísland +354 852 5422 [email protected] www.edinborg.is Contact us www.edinborg.is http://www.facebook.com/edinborgarhusid We will be pleased to answer your questions about this partnership proposal

56 Fylgiskjal #2 Dagskrá með umsókn 10. október 2013

Youth exchange plan

Day 1 – Monday

Time What? How? Why?

8:00 to The point is that foreign 18:00 Travel Day Foreign participants traveling to Iceland participants get to Isafjordur.

Buffet with food that most feel good and each country sits at a table with their leaders. Everyone needs to eat and to Icelandic group introduces the practical invite foreign groups to welcome 19:00 to Reception and aspects of Isafjordur and schedule ahead. All so that they feel good to be back 20:30 Food a piece of paper with an agenda. to Isafjordur.

20:30 to Every one can come in or walk for about 22:00 Free Time Isafjordur view. Give people time to settle.

Day 2- Tuesday

8:30 to 10:00 Breakfast Breakfast Buffet People need to eat.

It is necessary to shake them all together. It's just fun. We start at. 10:00 to Samhristingur 10 because everyone is tired after 12:00 and sentence All meet and learn by going to the games. your journey.

12:00 to 13:00 Lunch People will eat together. People need to eat.

Youngsters will learn the Example they are interested in focusing on the theme of the festival taboos and develop it out 13:00 to Course / the course and show the results of 15:00 Workshop the festival.

57 15:00 to 15:20 Coffee Time Bakery Food, milk and coffee People need to eat.

15:20 to Course / Each group will go in for the chosen 17:00 Workshop workshop. Same as before.

17:00 All do what they want but can go for a swim to18:00 Free Time or a walk around town. People need to get some time off.

18:00 to 19:00 Dinner Buffet with good food. People need to eat.

19:00 to Everyone gets a chance to prepare items for To be able to demonstrate a point 20:00 Free Time the evening. for the other.

Entertainments from each country where 20:00 to Evening they use taboo in their country to create a 22:00 Entertainment scene. To meet Tabu other countries.

Day 3 – Wednesday

8:00 to 9:00 Breakfast Breakfast Buffet People need to eat.

To learn about taboos in other countries and how different / similar they are to us. Answering questions like: Can we change the tabular or Continue to work with taboos in three worked with them in the arts to 9:00 to Course / workshop which film, visual arts and improve the community in which 12:00 Workshop performing arts. we live?

12:00 to 13:00 Lunch People will eat together. People need to eat.

13:00 to Course / Promote knowledge and work 15:00 Workshop Continue work. performance. Joy.

15:00 to 15:20 Coffee Time Cookies, milk and coffee People need to eat.

15:20 to Activity Time - Diverse aukanámskeið eg Dan kayjak, Increase diversity. Participants

58 17:00 motion mountain. will get more variety and a good move only too. Some see nature.

17:00 All do what they want but can go for a swim to18:00 Free Time or a walk around town. People need to get some time off.

18:00 to 19:00 Dinner Buffet with good local food. People need to eat.

19:00 to To be ready for screening movies 20:00 Free Time All go to the cinema bug. which is at. 20:00

20:00 to Watch movies together. Kannski some form Enhanced entertainment for 22:00 Movies of taboos. participants.

Day 4 – Thursday

8:00 to 9:00 Breakfast Breakfast Buffet People need to eat.

To learn about taboos in other countries and how different / similar they are to us. Answering questions like: Can we change the tabular or Continue to work with taboos in three worked with them in the arts to 9:00 to Course / workshop which film, visual arts and improve the community in which 12:00 Workshop performing arts. we live?

12:00 to 13:00 Lunch People will eat together. People need to eat.

13:00 to Course / Promote knowledge and work 15:00 Workshop Continue work performance. Joy.

15:00 to 15:20 Coffee Time Cookies, milk and coffee People need to eat.

15:20 to You can go hiking in the history of Nice to see Isafjordur for foreign 18:00 Free Time Isafjordur or visit museums. visitors.

18:00 to 19:00 Dinner Buffet with good food. People need to eat.

59 19:00 to 20:00 Free Time Relaxing To be chipper tonight.

Entertainment- Each country comes with food, music, or Enhanced entertainment for 20:00 to international other characteristics of their culture. participants and learn about other 22:00 night. Kynningarbásar and party cultures.

Day 5 – Friday

8:00 to 9:00 Breakfast Breakfast Buffet People need to eat.

To prepare and present the results 9:00 to Course / Last Cruise of workshops. Do everything of the harvest work that was in the 12:00 Workshop ready for the feast. course.

12:00 to 13:00 Lunch People will eat together. People need to eat.

13:00 to 15:00 Rest Rest To relax.

To communicate to the 15:00 to Opening An exhibition of achievements in art community and the participants 17:00 exhibitions vinnusmiðjunar what was done.

17:00 to18:00 Free Time Completely free To find oneself.

18:00 to Eaten Conference Dinner on Icelandic People need to eat and the festival 19:00 Dinner tjöruhúsinu good fish. has started.

19:00 to 20:00 Free Time Relaxing To be chipper tonight.

To communicate to the 20:00 to Premiere of community and the participants 22:00 movie An exhibition of achievements film group what was done.

Day 6 – Saturday

8:30 to 9:30 Breakfast Breakfast Buffet People need to eat.

9:30 to Redding If it's something that's going to make for the To everything running smoothly

60 12:00 feast day can cope with that. in the event.

12:00 to 13:00 Lunch People will eat together. People need to eat.

13:00 to 14:00 Leisure time. Leisure time. To relax.

Performing Arts Group will be having event, Art still eay open and movies shown at. 17:00 hours. Maybe there will be a fashion 14:00 to The festival show by local fashion designers who we ask prticipants what was done.To 18:00 program to come. have fun together.

18:00 to Eaten Conference Dinner on Icelandic People need to eat and the festival 19:00 Dinner tjöruhúsinu good fish. has started.

19:00 to 20:00 Free Time Relaxing To be chipper tonight.

20:00- 24:00 Lokahóf Ball with entertaining band or DJ. To have fun together.

Day 7 – Sunday

8:30 to 10:00 Breakfast Breakfast Buffet People need to eat.

10:00 to Go fox Mansion 11:30 in súðavík To see foxes To learn about foxes.

11:30 to 12:30 Lunch People will eat together in the fox site. People need to eat.

12:30 to Runs in Go swimming and have a goodbye. To say goodbye to our new 14:00 Reykjanes friends and bathe us.

Go swimming and have a farewell which To summarize what we learn in 14:00 to Swimming and will hringborðsumræður about what we words, say goodbye to our new 17:00 goodbye learned. friends and bathe us.

17:00 Run to To get home and see the country to22:00 Reykjavik Foreign visitors drive to Reykjavik in the process.

61 Hotels to stay at To be ready for flight the next 22:00:00 the night Any stay in a hotel in Reykjavik day.

Day 8 - Monday

8:00 to The point is that foreign 18:00 Travel Day Foreign participants traveling to their home participants come home.

62

Fylgiskjal #3 Styrkumsóknir Menningarráð Vestfjarða

Umsókn til Menningarráðs Vestfjarða um styrk til menningarstarfs

Kynnið ykkur úthlutunarreglur á www.vestfirskmenning.is.

Vönduð og greinargóð umsókn eykur líkur á styrkjum!Á umsóknarblaðinu þurfa öll grundvallaratriði um hvert verkefni að koma fram, ekki er fullnægjandi að vísa í frekari upplýsingar í fylgiskjölum.

Umsækjandi:

1. Umsækjandi: a) Nafn umsækjanda b) Kennitala umsækjanda c) Bankanúmer umsækjanda d) Heimilisfang og póstnúmer e) Símanúmer f) Netfang g) Nafn forsvarsmanns h) Staða forsvarsmanns

Verkefnið:2. Heiti verkefnis:

: Menningarmiðstöðin Edinborg : 441202-4150: 0556-26-642: Aðalstræti 7

: 456-5444: [email protected]: Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir : Verkefnastjóri

LÚR-Festival listahátíð ungs fólks á Vestfjörðum

3. Lýsing á verkefninu:

LÚR festival er listahátíð ungs fólks sem haldin verður 12.-15. júní á Ísafirði. Blásið verður í norræna hljóðfærið Lur til að setja hátíðina fimmtudaginn 12. júní kl. 20:00. Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang fyrir unga listamenn á Vestfjörðum til að koma fram og kynnast öðrum listamönnum.

Hópur ungmenna á Vestfjörðum á aldrinum 16-26 ára hafa skipulagt hátíðina í Menningarmiðstöðin Edinborg í vetur. Áhersla verður á myndlist, sviðslistir og kvikmyndir. Haldin verður sýning á afrakstri vinnusmiðja þar sem þemað verður tabú. Fáum við góða gesti frá Evrópu en það eru tveir hópar frá Finnlandi og Rúmeníu.

Boðið verður upp á danssmiðju, myndlistasýningar víða um bæinn, flóamarkað, tískusýningu, kvikmyndasýningar, gjörninga og tónlistaviðburði. Danshópurinn Shär verður með ókeypis danssmiðju fyrir alla. Hönnunarsmiðja í Netagerðinni á Grænagarði þar sem Magni Guðmundsson netagerðarmaður og Elísabet Gunnarsdóttir munu leiða sköpunar- og framleiðsluferlið og aðstoða þátttakendur. Lokahóf LÚR-festival verður laugardaginn 14. júní, þar munu koma fram nokkur lókal bönd, ungmennabönd frá Reykjavík og hljómsveitin Mammút.

Janúar:

Fundir aðra hverja viku þar sem unnið er að skipulagninu hátíðar og komu erlendu hópana.

63 Björt Sigfinnsdóttir kom og var með vinnustofu í skipulagningu hátíða eins og LUNGA á Seyðisfirði sem hún stofnaði ásamt fleirum. Fórum í Holt í Önundarfirði þar sem við unnum kynningarmyndband fyrir verkefnið og héldum áfram að skipuleggja.

Febrúar:

Fundir tvisvar í mánuði þar sem farið var yfir verkefni og þeim útdeilt eftir áhugasviði. Unnið í gerð lógó, heimasíðu, samfélagsmiðla og praktískum atriðum eins og öryggis atriðum og ferðatilhögun kennara og fl.

Mars:

Apríl:

Maí:

Júní:

Áfram unnið í skipulagningu og hugað að vörum sem við getum gert tengd hátíðinni. Tilboð fengin í boli, barmmerki og töskur. Búin til facebook hópur fyrir erlenda og íslenska hópinn þar sem við gátum byrjað að kynna okkur.

Undirbúnings heimsókn þar sem hópstjórar og ungmenni frá Finnlandi og Rúmeníu heimsóttu okkur. Við fórum yfir skipulag, borðuð saman, skoðuðum staðsetningar og bjuggum til upplýsingapakka fyrir erlendu hópana. Áfram voru fundi tvisvar sinnum í mánuði.

Fundum fjölgað og drifkraftur settur að klára skipulag, panta boli, töskur og skipuleggja tískusýningu, flóamarkað og fl. Einnig fórum við í hópfjármögnun þar sem Mammút ætlar að spila á lokahófi og þurfum við fjármagn til að geta borgað þeim. Panta hljóðfærið Lür frá Noregi.

Fjármögnun á Karolina fund lokið með 100% árangri. Skipulag í fullum gangi, útbúa armbönd fyrir lokahóf, tryggja að allt smelli saman. Fundir daglega.

9-15 júní – ungmennaskipti hefjast finnski og rúmanski hópurinn koma til Ísafjarðar og vinnusmiðjur hefjasta þar sem starfandi listamenn með háskólapróf kenna ungmennum í 4 daga. Fullbókuð dagskrá er þessa daga frá morgni til kvölds.

12-15 júní – hátíðin sett og dagskrá hennar hefst. 18-20 júní – frágangur eftir hátíð

Júlí: Unnið að lokaskýrslu vegna Evrópa ungafólksins styrk. Ágúst:

Uppskeruferð í Holt í Önundarfirði þar sem farið er yfir upplifun og metin reynslan af hátíðinni. Skoðað hvað má betur fara og hefja undirbúning að næstu hátíð að ári.

September:

Klára lokaskýrslu vegna Evrópa ungafólksins í samstarfi við erlendu hópastjórana.Vinna hafi við næstu hátíð fundir tvisvar í mánuði yfir veturinn.

Október:

64 Verkefni lokið lokaskýrsla til menningarráðs unnin og skilað. Vinna hafi við næstu hátíð fundir tvisvar í mánuði yfir veturinn.

Nóvember :

Vinna hafi við næstu hátíð fundir tvisvar í mánuði yfir veturinn.

Desember :

Vinna hafi við næstu hátíð fundir tvisvar í mánuði yfir veturinn.

Kynningarefni:

Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar nýttir vel til kynningar hátíðarinnar þar sem markhópurinn nýtir sér mest samfélagsmiðla. Karolina fund er góð kynning á verkefninu þar sem eingöngu skapandi verkefni eru fjármögnuð. Gefin út dagskrá hátíðarinnar og dreift á öll heimili á norðanverðum vestfjörðum. Sem og veggspjöldum dreif um allt land.

3. Samstarfsaðilar í verkefninu og hlutverk þeirra (ef við á):

Helstu samstarfsaðilarnir eru erlendu hóparnir og kennarar. Einnig er alþjóðlegur danshópur og tvær ungmenna hljómsveitir sem taka þátt í verkefninu. Ásamt fjölda listamanna og aðila á svæðinu. Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar er verndari Lürsins. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafa styrkt verkefnið með fjárframlögum og vörum.

5. Verk- og tímaáætlun:

VerkþátturUpphaf verkefna: Byrjun haust 2013 Verklok október 2014

6. Kostnaðaráætlun (tilgreina skal hvern kostnaðarlið fyrir sig og svo samtölu):

Verkþáttur Kostnaður kr.

Húsnæðiskostnaður vegna viðburða ...... 300.000 Auglýsingakostnaður ...... 200.000

Greiðslur til kennara ...... 120.000

Flug v/kennara ...... 69.000

Efniskosnaður v/listasmiðja...... 100.000

Verkefnisstjórn ...... 500.000

Gerð kynningarefnis ...... 150.000

Hljómsveitin Mammút...... 400.000 Hljóðkerfi...... 150.000

Samtals: ...... 1.989.000

7. Fjármögnun (tekjur – styrkir – eigið framlag):

65 Nafn Upphæð kr.

Menningarráð Vestfjarða – umbeðinn styrkur ...... 900.000 Aðgangseyrir viðburða...... 175.000 Styrkur Evrópa unga fólksins...... 605.000

Karolina fund...... 309.000

Samtals: ...... 1.989.000 8. Fjárhæð sem sótt er um: 900.000.-

9. Gerið grein fyrir framlögum sem verkefnið hefur hlotið síðustu 2 ár:

Evrópa unga fólksins vegna ungmennaskiptaverkefnis(v/flug og verkefnis.) 3.538.082.- kr. Ísafjarðarbær 120.000.- kr.

10. Er sótt um styrk til annarra aðila vegna þessa verkefnis og þá hverra?

Höfum þegar sótt um og fengið styrk frá Ísafjarðarbæ, Evrópa unga fólksins og fjölda fyrirtækja á svæðinu.

11. Hvernig verður verkefnið kynnt og markaðssett?

Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar(facebook, twitter, instagram, snapchat) nýttir vel til kynningar hátíðarinnar þar sem markhópurinn nýtir sér mest samfélagsmiðla. Karolina fund er góð kynning á verkefninu þar sem eingöngu skapandi verkefni eru fjármögnuð. Gefin út dagskrá hátíðarinnar og dreift á öll heimili á norðanverðum vestfjörðum. Sem og veggspjöldum dreif um allt land. Á heimasíðu Edinborgarhúsins og heimasíðu lurfestival.wordpress.com.

Fylgiskjöl með umsókninni:

Dagskrá ungmennaskiptaverkefnis. Dagskrá LÚR-Festival

12. Skrá um fylgiskjöl með umsókninni (rafræn fylgiskjöl sendist á [email protected]): 13. Nöfn þeirra sem gætu veitt upplýsingar um umsækjanda og verkefni hans:

Margrét Gunnarsdóttir, skólastjóri LRÓ. Henna-riikka Nurmi, danskennari LRÓ. Stjórn Edinborgarhúsins, sjá heimasíðu.

14. Aðrar upplýsingar sem umsækjandi óskar að koma á framfæri:

15. Menningarráð Vestfjarða áskilur sér rétt til að birta stuttan kynningartexta, um þau verkefni er hljóta styrk, á vef ráðsins.

LÚR festival er listahátíð ungs fólks sem haldin verður 12.-15. júní á Ísafirði. Blásið verður í norræna hljóðfærið Lur til að setja hátíðina. Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang fyrir unga listamenn á Vestfjörðum til að koma fram og kynnast öðrum listamönnum.

Umsóknir má senda rafrænt í gegnum vefsíðuna www.vestfirskmenning.is eða í pósti á heimilisfangið:

66 Menningarráð Vestfjarða Höfðagötu 3510 Hólmavík og/eða í tölvupósti á netfangið [email protected].

67 Fylgiskjal #4 INFOKIT EUF verkefni INFOKIT for participants

I. Summary and content of the project

SUMMARY

CREAtive Minds or CREAM is art festival taking place in Ísafjörður, Iceland in summer 2014. Three countries will participate in this youth exchange project they are Iceland, Finland and Romania. The art festival will take place during one week in June total of 8 days that will hold workshops in Film, Performance Art, and Art. From each visiting country there will be 8 participants and from the host country there will be 12 so total of 28 young creative minds.

The youth will be exploring taboos through art using art to create a conversation about taboos, mixers- to create even more opportunity for cultural exchange and learn about other countries culture and taboos to gain new perspectives. It has been said that when any thing is forbidden to be eaten, or made use of, they say, that it is taboo. The skill to disuss and share thougths about difficult maters and something that is forbidden is a skill usefull for young persons in contemporary multicultural societies .

OBJECTIVES

The main objectives of our project is using art to create a conversation about taboos and to create more awareness about cultural diversity. 1) Cultural diversity - In our project we have participants from 3 different cultures and countries so our aim is also to teach them multicultural Europe and it is important that participant would understand cultural diversity and would have the opportunity to gain intercultural competence.

2) Active participation - Our youngsters will be actively participating in every stage of activities and exercises used in youth exchange. It is important that the youngsters learn to use art as a field to express their cultural taboos so they can make a change in their own cultures. 3) To develop solidarity and promote tolerance among young people, in particular in order to foster social cohesion in the European Union.- Working together using art to create a conversation about taboos and seeing that all societies have taboos and also that we have international taboos will help the youngsters to get a feeling we are all need to work in our own community with tolerance to develop solidarity and a better social cohesion.

4) Projects to work against discrimination and stigma against bullying, sexual violence and abuse of any kind.- By crossing cultural boundaries the youngsters about taboos we will learn that we all come from different societies and we can work together and do not have to discriminate people who are different from us and have different values. Bullying, sexual violence and abuse are taboos and will be on the top 10 list of national taboos so we will talk and work with that in our workshops.

CONTENT AND METHODOLOGY

68 The main theme is art and culture and we will work on the themes of taboos and all the participants must be interested in art to participate. Working methods are ex-ploring taboos through art and also using games, international events and fun activities to brake cultural boundaries. We will have international evening were each country will pre-sent their national taboos and what they think are international taboos. Also we will have international night were each country comes with something from their country to present to the others such as food, music or other national thinks.

Workshops- in each workshop we will have 2-3 from each country and a teacher in the field of art that the workshop is working on such as ART-FILM-PREFORMANCE ART. The group will be given a assignment to work with taboo, both international and national and learn and use different technique such as CANDID to make it easier for the youngsters to talk approach difficult conversations.Icelandic young people are planning the festival and all the practical arrangements for the implementation of the Activity (food, lodging, transports, etc.). The young people from visiting countries will take part in the workshops as the Icelandic young people and get to know other cultures. They will be active in the facebook group and share stuff in there. Also they will be involved in evaluating the learning expe-rience. The youngsters will be involved in the evaluating the learning experience in the last day we will sum up the things we have learned and also when everyone is back to their home we will use the facebook group to write about the experience. Every group will meet and write a status like text about the learning experience.

LEARNING DIMENSION (= What you could learn, competences)

The participants will gain cultural knowledge from different parts of Europe, and also from Iceland which is very new for most of the participants. The participants will learn how to use the language skills in practice; not only on school lessons but in real life. That is essential for their possibilities for future study and working careers, as well as it helps in developing international social skills which is one of the important reasons for doing a youth exchange. According experiences, a youth exchange can turn ones attitude into more open minded and tolerant. Also this is a new network that they can use in the future in the field of art profession.

II. Practical things

1. Travel For the FInnish group We will travel from Kuusamo and Kajaani to Oulu and be there before 14:00 at the Airport. Flight arrives to Reykjavik at 23:30 (on 8th May) and we will go with Flybus to the KEX Hostel. The hostel night costs 30 euro. On Monday we have time in Reykjavik and we need to be at the Domestic Airport at 18:30.

For the Romanian group We will travel from our towns to Bucharest and be there before 11:00 (on 8 May). The flight arrives to Reykjavik at 23:50 (8th May) and we will go with FLybus to the KEX Hostel. The hostel night costs 30 euro. On Monday we have time in Reykjavik and we need to be at the Domestic Airport at 18:30.

2. Description of the area

Isafjörður is a small town surrounded by the sea and mountains.The June is the time

69 of midnight sun, so be aware of the big amount of light 24 hours day. This will allow you to make long walks to the seaside and to enjoy the view of the mountains that put bounderies to the town. The sow may be covering the mountains, but the weather will not be that bad. Here, you can find super market and shops that sell clothes and a few restaurants.Also we have a few cafes and places were you can get souveniers. Down by the square you can find “gamla bakaríið” which is an old danish bakery and is well known in Iceland, so long as you follow the main road you can find all sorts of cafes, restaurants and shops, what I urge you reader to do is follow the mains streets hafnar stræti and aðal stræti and you will find your way to most of what this town has to offer. The town itself is so small that it’s impossible to get lost,

3. Accommodation

The accommodation will be in the heart of Isafjörður - in the Cultural Center, which contains a large space for accommodation. The space is turned into group accommodation and divided in female and male sides. There will be no beds, but thick mattresses and a lot of room in between (during the nights there will be a rule of silence). There are separated bathrooms for female and male, but the showers are in a building near to the sleeping area (2 minutes walk) - in the swimming hall.

Please do understand this project is funded with a budget that could not afford sleeping in expensive hotels. There are not affordable hotel in this town and the alternative will be that you would pay a large participation fee - which we didn’t want you to do. We have arranged for you a cozy sofa area, where you can spend some time to reflect, to read or just to spend some time by yourself.

Breakfast will be served at the sleeping area and the coffee breaks, lunch and dinner will be served at the cafeteria (a few minutes from the sleeping area).

4. Weather and conditions Prepare for every kind of weather: sunny, windy, rainy, snowing.

III. Preliminary tasks and communication

1. Pre-communication on facebook (posting photos of your life, sharing info about your country) 2. Preparation of the description of the taboos - make a short material (text or recording) - be creative :) 3. Preparation for the Intercultural Evening - where we come from, characteristic of our country, traditional food and drink (non-alcoholic)

4. Send your motivation letter about the workshop you prefere to join during the exchange (details on facebook)

IV What to take and what to bring

1. What to take:

❏ warm clothes - check local temperature range. It’s windy!!

❏ hat and gloves

70 ❏ spare clothes (include in your luggage some sporty lighter clothes)

❏ good socks

❏ wind or rain jacket (for outdoor activities)

❏ shoes - suitable for walking and hiking (outdoor activities)

❏ shoes for indoor use (if you want)

❏ swim suit

❏ towel for swimming and showering

❏ blister-bandages and normal badage

❏ medication if any (if you are under treatment you have to bring the doctor prescription or the recipe)

❏ personal hygiene products or other important

❏ water bottle

❏ day bag (for hiking)

❏ travel insurance card

❏ european health card

❏ passport or ID card - you have to send one copy of this to your group leader 2. What to bring:

❏ bring a cultural item - specific to your country - this is a group task: cultural food, music, food, art, clothes, or others

❏ phone and a charger

❏ tool for documentation: photo camera, video camera, ipad - this is a group task V. Values and behavior 1. Language - please tell if you don’t speak english - respect each other by being polite and speak english so we can avoid the misunderstanding. Just be brave and speak-->it will go well! 2. In Icelanding culture it is good to know that in public it is typical to behave (well) and not loud. Also, public displase of affection is front upon. 3. The people are typicaly nice and familiary and it is ok to talk with them :) 4. The gender equality is highly respected. 5. The age limit for the alcohol is 20 years old and for tabacco 18 years. You need to understand follow this rules in this project. You must not spoil this project by substance abuse (drugs and alcohol). If there are smokers, you can’t smoke inside, just in the special

71 places outside and only during the official breaks.

VI Fun facts from the participant countries and expresions in different languages.

Iceland Romania Finland

English Icelandic Finnish Romanian

Hello! Halló! Terve! Buna!

Thank you! Takk! Kiitos! Mulltumesc!

Vertu svo Please! Kiitos! Te rog! væn/nn!

Verði þér að Your welcome Ole hyvä! Cu placere! góðu!

Hyvää Good morning! Góðann daginn! Buna dimineata! huomenta!

Good night! Góða nótt! Hyvää yötä! Noapte buna!

Verði þér að Hyvää Bon apetit! Pofta buna! góðu! ruokahalua!

Minun nimeni My name is... Ég heiti... Numele meu este... on....

Încântat (if you are Nice to meet Gaman að Hauska tavata! boy)Încântata (if you are you! kynnast þér! girl)

Áhugamálið mitt My hobby is... Minä harrastan.. meu este... er..

Could you help Geturu hjálpað Voisitko auttaa Poti sa ma ajuti, te me, please? mér, takk? minua, kiitos? rog?

VII Safety rules

It is forbitten to use drugs during the youth exchange. It will be a first aid kit, but it is recommended to bring your own medication if you are under treatment or you are getting ill very fast. It is important to tell the group leaders if you have any allergies or special needs. Before each activity (indoor or outdoor) you will get the safety instructions, so you have to pay attention for not getting hurt.

Disclamer for safety rules

VIII Information about the organizations

72 Edinborg Cultural Center operates in Isafjordur tp promote culture and arts. We promote the culture of both the local community as well as bringing culture from other places to enjoy for the local community. The vision of the cultural center is becoming more powerful and more international and to promote young people to raise awareness about the society in which it lives and how it can be affected. Projects Cultural Center has established for example are children's cultural festival that is called Children and books and is an annual event for children aged 5-16 years and their families. The children prepare an agenda that is performed on the first day of summer each year. Membership organizations of the Cultural center are the local theater group, Art school(music and dance) and Art clubin the town.

Oivanki Outdoor Education Centre is one of the Finnish Youth Centres, supervised and subsidized by the Finnish Ministry of Education and Culture. The aims of the youth centres ́work are based in the finnish youth law (act about youth work). Oivanki works year round by offering services (board, lodging and thematic programmes) for a large variety of different youth groups from Finland and other countries, especially youth camps. Yearly we have around 12000 stays in the centre. Oivanki works on national and international level, also by partnerships in various project and also coordinating own projects, especially youth exchanges for young people and seminars and study visits for professionals working on the field.

IMPACT FOR COMMUNITY Association (IFCA) is a non-governmental organization for youth. Our aim is to help develop youth through skills and abilities development (through trainings, workshops, national/international projects, direct involvement in the community, non-formal education

73 Fylgiskjal #5 Timeplan EUF

74

75 Fylgiskjal #6 Karolina Fund síða

76 Fylgiskjal #7 Myndir

MYND 1 FYRSTA SKISSAN AF LÚR LÓGÓINU, TEIKNAÐ AF FREYJU REIN

MYND 2 LJÓSMYND TEKIN FYRIR KYNNINGAREFNI 2014 LJÓSMYNDARI: ÓLÖF DÓMHILDUR 77

MYND 3 MYND AF HÓPNUM SEM FÓR Í HOLT

MYND 4 SKIPULAGSFERÐ Í HOLT 2015

78

MYND 5 DAGSKRÁ LÚR FESTIVAL 2014

MYND 6 DÝNUR FENGNAR AÐ LÁNI FRÁ HÁTÍÐINNI ALDREI FÓR ÉG SUÐUR .

79

M YND 7 ERLENDU HÓPARNIR OG SÁ ÍSLENSKI AÐ LEIK

MYND 8 MYND ÚR MYNDARATLEIK

80

MYND 9 RÚMENSKI HÓPURINN MEÐ SKEMMTIATRIÐI

MYND 10 DANSHÓPURINN SHÄR OG NEMENDUR ÞEIRRA Á SILFURTORI

81

MYND 11 UMFJÖLLUN UM LÚR FESTIVAL 2014 Í BLAÐINU VESTFIRÐIR

MYND 12 UMFJÖLLUN UM LÚR FESTIVAL 2015 Í FRÉTTABLAÐINU

82 Fylgiskjal #8 Lokaskýrsla EUF

Final Report Action 1 - Youth for Europe Sub-Action 1.1 - Youth Exchanges Version valid as of 1st of January 2013

Part I. Project identification and summary

Project number Please insert the reference as indicated in your agreement: Postmark/Date of receipt ISL-11-E18-2013-R3

Name of the beneficiary

Please indicate the name and acronym of the beneficiary Menningarmistöðinni Edinborg organisation/group:

Title of the project Please insert the project title as indicated in your agreement:

CREAtive Minds

Duration of the project

Please indicate the total duration of the project from preparation to evaluation, and also the start and end dates of the actual Exchange Activity.

Start date of the project: End date of the project: 10/01/2014 01/09 /2014 (date when the first costs incurred) (date when the last costs incurred)

The Activity started: 09/06 /2014 The Activity ended: 15/06 /2014

Total duration of the Activity (in days), excluding travel days: 7

Venue(s): Ísafjörður, Iceland

83 Signature of the legal representative

I the undersigned hereby certify that all the information and financial data contained in this final report are accurate and have been supplied to the persons in charge at each of the partner promoters involved in the described Activity. The beneficiary allows the European Commission, the Education, Audiovisual and Culture Executive Agency and the National Agencies to make available and use all data provided in this report for the purposes of managing and evaluating the Youth in Action Programme. All personal data collected for the purpose of this project shall be processed in accordance with Regulation (EC) N° 45/2001 of the European Parliament and of the Council on the protection of individuals with regard to the processing of personal data by the Community institutions and bodies. Data subjects may, on written request, gain access to their personal data. They should address any questions regarding the processing of their personal data to the Agency (National or Executive) in charge of the management of their application. For projects selected at national level, data subjects may lodge a complaint against the processing of their personal data with the authority in charge of data protection in their country at any time. For projects selected at European level, complaints may be lodged with the European Data Protection Supervisor at any time. The beneficiary declares having informed the promoters and participants in its project on the provisions and practices regarding data protection applied under the Youth in Action programme. Beneficiary Name, stamp (if available): Legal representative Name in capital letters: ÓLÖF DÓMHILDUR JÓHANNSDÓTTIR Place: Signature: Date: Part I. Project identification and summary (cont.)

Relevance to the general objectives of the Youth in Action Programme Please tick relevant box(es). The project: promotes young people’s active citizenship in general and their European citizenship in particular; develops solidarity and promote tolerance among young people, in particular in order to foster social cohesion in the European Union; fosters mutual understanding between young people in different countries; contributes to developing the quality of support systems for youth activities and the capabilities of civil society organisations in the youth field; promotes European cooperation in the youth field.

Relevance to the priorities of the Youth in Action Programme Please tick relevant box(es).

Permanent thematic priorities Annual priorities European Citizenship Young people's active participation in the European Parliament elections Participation of young people Promoting healthy lifestyles through physical activities including Cultural diversity sport Inclusion of young people with fewer Youth unemployment opportunities Commitment to a more inclusive growth: fight against poverty and marginalisation Creativity and entrepreneurship EU citizenship and the rights that go with it National priorities If so, please specify: Projects to work against discrimination and stigma against bullying, sexual violence and abuse of any kind. Through the theme taboo

84

Type of Activity

Please tick the boxes corresponding to the Exchange for which you are submitting this final report.

This project was a Youth bilateral (2 promoters from different Programme countries) Exchange of the following trilateral (3 promoters from different Programme countries) type: (tick one box only) multilateral (at least 4 promoters from different Programme countries)

The beneficiary: hosted a/several group(s) (tick one box only) sent a group to another country

was Coordinating Organisation of the project

Main themes for the Activity Please tick not more than 2 boxes.

European awareness Minorities Inter-religious dialogue Urban/Rural development Anti-discrimination Youth policies Art and Culture Media and communications/Youth information Gender equality Education through sport and outdoor activities Disability Health Roma communities Environment Non-discrimination based on sexual Other - If so, please specify orientation

Part I. Project identification and summary (cont.)

Summary of your project Please, give a brief summary of your project. Please note that this paragraph may be used for publication. Therefore be accurate and include the venue, the type of project, the theme, the objectives, the duration in days, the countries involved, the number of participants, the implemented activities, the methods applied and the amount of the EU grant. The summary should be written in English, French or German, regardless of which language you use to fill in the rest of this report. Please be concise and clear. In Ísafjörður north west part of Iceland there was held an art festival for young people with youth from three different countries Iceland, Romania and Finland. The theme was Taboo and the main objectives of our project is to use art to create a conversation about taboos and create more awareness about cultural diversity also to develop solidarity and promote tolerance among young people. The project works against discrimination and stigma against bullying, sexual violence and abuse of any kind. 27 youth and 3 leaders took part in 7 days 4 days of workshops and 3 day Festival. The group did group activities, outdoor activities, cultural night, workshops in three art field’s film, theatre and fine art and held art events for everyone to see. The grant for this project was the total of € 22.878,8.

85 Please, indicate and explain the reasons for eventual changes between your initial application and the activities finally implemented, e.g. composition of partner promoters and/or participants, duration of the Activitiy, Activity programme. In application we had planned for 8 days of activities but in the final planning of the youth exchange due to long traveling the schedule was reduced to 7 days of activities. Also one of the youth from Finland was unable to come on the exchange shortly be for departure so the Finnish team was missing one young person. The duration of the activities and program was according to schedule.

86 Part II. Beneficiary

REPORTING OBLIGATIONS (Please consult your agreement before elaborating this report) The final report should be submitted within two months following the end date of the project. The final report includes one narrative section on the carrying out of the project, and one financial part. The beneficiary must fill in both parts. Failure to accomplish the reporting obligations entitles the Education, Audiovisual and Culture Executive Agency or the relevant National Agency to demand full reimbursement of sums already paid. Travel costs and exceptional costs must be fully justified with copies of travel tickets and/or copies of invoices or acceptable accounting receipts. Achievements justifying the payment of scales of unit costs (preparation costs, Activity costs etc.) must be described in detail in the narrative report. A signed list of all participants must be enclosed with the report, as well as the final daily Activity programme. The final calculation of scales of unit costs will be based on the actual number of participants / youth leaders and the actual duration (number of days) considered eligible for the project.

Details of the beneficiary

Name Menningarmiðstöðin Edinborg

Street address Aðalstræti 7

Postcode 400 City Ísafjörður

Region Country Iceland

Email edinborg(at)edinborg Website www.edinborg.is .is

Telephone +354 4565444 Telefax +354 4565443

Person authorised to sign the contract on behalf of the applicant (legal representative) Family name (Ms/Mr) Ms. Jóhannsdóttir First name Ólöf Position/function Project manager at Edinborg Cultural Centre

Person to contact for questions on this report (contact person)

Family name (Mr/Ms) Ms. Jóhannsdóttir First name Ólöf

Position/function Project manager at Edinborg Cultural Centre Email [email protected]

Telephone +354 6945990 Telefax

Profile of the applicant

Type and status Non profit/non governmental Public body Informal group of young people organisation Body active at European level in Other – please specify: the youth field (ENGO) Activity level Local Regional National European/International

87 Part III. Partner promoter(s) and participants

If more space is needed, please add rows. A. Information on the PROMOTER(S) directly involved in the project Please list here the partner promoter(s) in your project. If partner promoter(s) have changed since the grant approval, provide their complete address in this list.

Country Name of the promoter, location Contact person

Iceland Menningarmiðstöðin Edinborg, Aðalstræti 7 Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Romania Asociatia IMPACT PENTRU COMUNITATE Roxana Chebac Finland Oivanki outdoor educational center Panu Päivärinta

B. Information on the YOUNG PEOPLE directly involved in the project Please give information about the composition of the groups of young people by country of residence participating in the project (not including the group leaders). This list has to match with the signed participant list annexed to this report.

Distribution by Total number of Distribution by age group Country of residence gender young people Male Female 13-14 15-17 18-25 26-30 Iceland 12 5 7 6 5 1 Finland 7 1 6 7 Romania 8 2 6 5 3 Subtotal 27 8 19 6 17 4

C. Information on the GROUP LEADERS directly involved in the project Please note that the group leaders should only be mentioned in this table, not in Table B.

Year of Gender Country of Name Languages spoken Organisation birth (M/F) residence

Ólöf Dómhildur 1981 F Iceland Icelandic Menningarmiðstöði Jóhannsdóttir n Edinborg Roxana 1989 F Romania Romanian Asociatia IMPACT PENTRU COMUNITATE Panu Päivärinta 1979 M Finland Finnish Oivanki Outdoor Educational center Subtotal

3 TOTAL of participants (young people and group leaders)

Part IV. Project implementation 30

88 The points below are intended to serve as a guide for your description of the activities undertaken with your partners within the context of your Youth in Action project. Do not hesitate to mention difficulties and problems you have encountered and other matters that you consider helpful for other groups or organisations, which would organise similar activities in the future. Please enclose with this report the products developed during the project (video, photos, website, etc.) and information on how these were disseminated.

If more space is needed, please extend boxes.

Description of activities Please give a general description of the Exchange. Indicate the implemented activities, the working methods used and how the partners were involved. Please attach the final daily timetable of activities.

89

Finnish and Romanian group travelled to Reykjavík where they meet and travelled together to Ísafjörður by plane. In Ísafjörður the Icelandic team welcomed them.

First night we did an Introduction + practical things (maps with the spaces where we are going to do the activities, cards with phone numbers in case of emergency); 2. Icebreaker (name game); 3. Expectation + Contribution + Fears; 4. Values flipchart; 5. Safety flipchart; 6.Angel game.

This was split up between the groups and the Icelandic team did the introduction and practical things. Finnish team did some name games, Romanian team and Finnish team did the expectation, contribution and fears on a flipchart where everyone in the room was encouraged to speak up and the same with the value. For the safety Icelandic leader went through the main info on the emergency card and we did a flipchart on dangers and safe activities in the area. The last but not the least the Romanian group leader introduced the angel game to everyone and started the game which ended on the last day. The game works like a guardian angel everyone in the group has angel that will be nice to them and some made gifts. The main idea is to find as many things as possible about the person and his/her culture.

Second day there was a get to know each other time where each group brought a game for the whole group. Finnish group did a singing game with traditional Finnish song, a game all fins know. The Romanian group did a drawing and some other stuff.

The second day the individuals went to their chosen workshop and meet the mixed (nationalities) groups and the teacher for the workshop. Working on the topic taboo and finding creative ways to present the groups perspectives on the theme. All groups where involved but the leaders walked between groups and also had leader meetings during workshop time.

Later during the day we had treasure hunt with mixed groups (nationalities). The groups where given a list of activities they had to Finnish and hand in photos from the activities to the Facebook group. Then we looked at the photos in the evening and the leaders picked the winners 1-2-3 place (we had three groups). Everyone got an Icelandic bag of candy.

During the evening the country groups had prepared an entertainment where they show some of their countries taboo. Finnish team brought a theatre piece that was about alcoholism and child abuse. Romanian group brought a movie about the taboos in their country which were a few and Icelandic team did a theatre piece on authoritarianism.

The third day there was workshop time and groups where getting to work hard on the theme and start to make some art. In the afternoon we did a Westford adventures and everyone went on a speedboat to see the magnificent landscapes and sea in the area.

In the evening we had a movie night and watched a Romanian movie about taboos.

Fourth day workshops where getting intense and the workshop groups where getting closer to the end and had to work really hard physically and mentally to Finnish there art piece for tomorrow and deliver the theme. In the afternoon some went on a scheduled hike in the mountains and other did a dance workshop with Shär dance project that took part in LÚR-festival (the official name of the festival).

The official festival was announced in the town square and the Lür an old Viking instrument was played, a fashion show from some youth in town and a music entertainment from local artist.

International night and every group presented their country in a presentation. After the presentation we had an international party with foods from each country. This was lot of fun and a total success.

Fifth day was the last day of workshop and first day of exhibiting the workshop work. During the day everyone was finishing up there art and at 18:00 the first workshop presented their art work of taboo and that was the fine art team that did a painting in an outdoor tunnel down town Ísafjörður. The painting was called See no evil, hear no evil and speak no evil. In the evening we had the film workshop present their films.

Sixth day we had the flea market, and the drama workshop did their show in the town libirary where they did a great piece where the audience was involved in the drama. They portrait taboo in their acting for exemble by giving everyone also kid that joined a glas with liquiet and on the glas was written alcohol. 90 Shär dance group did a preformence at the town squer and the hole group went to see that. Then we had some free time. During the evening we had our final party where some of the youth preformed and some Icelandic youth bands and Mammút.

Seventh day it was time for goodbyes we drove to Reykjanes where we did the evaluation everyone filled out a form and then we had a group activety whit mixed groups where they evaluated their stay and time together. Also some went swimming in the natural hot water swimmingpool and we had lunch and our good byes.

Protection and safety Did you face critical situations that endangered the safety of participants? If so, please describe the situation and how you handled it. Describe improvements you would make if you were to repeat the experience.

We had one of the youth sprain there ankle and had to go to the hospital. It went well and that person had their insurance card so it was all ensured. It might have been good to have a plan for the youth what to do in situation like that but they did all the right things and used the emergency card information and called the group leaders.

Also the Icelandic group leader had an accident and had to go to ER and the other leaders kept on and made sure the plan was going as it should in her absence.

Preparation Please explain how you prepared the project within your own group and with your partner(s) (meetings, activities, communication, etc.).

We had a youth in action project youth initiative ahead of this one and the group was involved in the planing from A-Z. We had meetings every other week from september 2013 until may 2014 then the group meet once a week. The Icelandic group had an Facebook group where we shared information and ideas. The group went on a trip where we had fun, played games and did some planing. The three groups had an facebook group where the praticipant shared information about themselves and the groups shared thoughts on the theme taboo. Also after the exchange we shared photos and videos from the exchange. There was a call for a reflection in October but the groups where saddly a litle silent.

Did you organise an Advance Planning Visit? Yes No If so, please indicate the dates and venue and attach the final programme. How did the APV help you in the organisation of your project?

The programme is attach to the report.

This APV help a lot since this was the first youth exchange for both Icelandic and Romanian group. We finalized the program, looked at some locations and met the Icelandic group. We made a plan who would do what and when so yes it was really helpful.

Involvement of young people Please explain: • how the participants were selected and the groups set up, • how the young people were involved in each stage of the project.

91

Icelandic group where people who were interested in planning a art festival and meet people interested in art from other contries. So the group was self selected. The hole group and few others (about 20 persons) meet from september until may twice a month to plan the youth exchange and the art festival program. Everyone had responsibility for some tasks for example Freyja one of the youth did all the sound checks for the festival, Salóme and Guðmundur where in chards of food and did the shopping and planing for all meals, Úlfur was one of the emergincy contact person and did a introdution on area.

We had a facebook group where we posted information on our selfs and the finnish group made a video on what they thougth were the taboos in Iceland and Romania.

During the exchange all groups did present their country in creative ways. All the praticipants helped with making breakfast and arrange tables and chairs when needed. Many of the youth documented the exchange and posted online.

Each group leader passed out the responsibilities and tasks to their groups.

In Finland the group was collected by spreading the „first idea“ of the project among through cooperative networks of the Oivanki youth centre, schools, youth workers. Many of the finnish group members had participated in the International club-activities run by the youth centre and some of them had not found their first youth exchange yet, so the idea about icelandic cooperation sounded so interesting! In the preparation phase of the project the groups had specific tasks in terms of cultural programme preparations fort he exchange programme. These tasks had been defined during the Advanced planning visit in late April/early May.

The romanian group was selected using a form, where they should motivate the willing to participate at this project and to write what they want to learn during this project. The selection was made from the motivational view, why they consider this project will help them and their community.Romanian group was formed from 8 youth from 4 different cities and this was a benefit for disemination of the results. After they were selected, the youth get in touch with each other and get some tasks to prepare for the youth exchange.

Practical organisation Please describe: • how the logistical and practical arrangements were organised (transport, accommodation, etc.), • which languages were used most frequently during the scheduled activities and free time, including information on language assistance provided, • which practical and logistical improvements you would make if you were to repeat the experience.

The finnish and Romanian group leaders organised the transport from homeland to Iceland then the Icelandic leader organised the travel from Keflavík airport to Kex hostel and to Ísafjörður the following day. Accommodation was organised by the Icelandic group but during APV we had some thougts about the accommodation that could not be solved in other ways and instead the group leaders had to prepare the groups with information that the hole group would stay in one hall with separation of the gender.

English was the languages used most of the time but the groups were diligent in teaching word from their native language. The group leaders assisted when help was needed on the translation of words.

The location of the first activeties would be good to be in a remote place where the groups would be forced to be together 24 hours a day and then go to a town and do the activeties.

92 Financial aspects Please describe your experience with additional funding for this project (in addition to the Youth in Action Programme grant). Include information if you had difficulties in your efforts to secure this additional funding.

The additional funding was secured pretty easy since we got funding from regional fund and also the Icelandic group did a Karolina funding whitch is a social fuding and got funds from local companies. We got as much support from the local community as we needed witch was good.

The finnish group gathered their exceeding part of travel costs by working to get money and from personal grants.

Intercultural dimension Please explain if and how the following aspects have been tackled in your project: • young people's positive awareness of other cultures, • dialogue and intercultural encounters with other young people from different backgrounds and cultures, • prevention and fight against prejudice, racism and all attitudes leading to exclusion, • sense of tolerance and understanding of diversity.

The groups had prepared before the exchange in the Facebook group and they did post some info on them self for example one video that they liked and got a peak on each others worlds. Also the Finnish group made a video on their thougts on Taboos in Finnland, Romania and Iceland. In the workshops there were mixed groups 3 spots for the Finnish and Romanian in each group and 4 for Icelanders. The theam was taboos so the groups had to talk about there country and what they thougt about the other countries. Groups had to be understanding off the others taboos and show tolerance towards their opinon. Please indicate which activities made the greatest contribution to the intercultural learning of the participants. Workshops- where the group’s main topic was taboo in their countries. International night- Introduction of each country and some food and music. Evening entertainment day 2- where the group presented their culture taboos and sang a song from their country.

93 European dimension

Please in if and how the following aspect have been tackled in your project: • young people’s sense of European citizenship and their role as part of the present and future of Europe, • common concerns for European society, such as racism, xenophobia and anti-semitism, drug abuse…, • EU topics, such as EU enlargement, the roles and activities of the European institutions, the EU's action in matters affecting young people, • founding principles of the EU, i.e. principles of liberty, democracy, respect for human rights and fundamental freedoms, and the rule of law.

According the evaluation material and discussions during and in the end of the exchange, the participants felt that their understanding of Europe had become wider. For Finns the Iceland was kind of exotic place, but in cultural learning they felt that especially information about Romania had widened their point of view, cultural awareness and understanding of different societies and the people´s different life situations in these countries. In the exchange programme there were handled the themes of “Taboos” and how they appear in different societies. These were especially domestic violence, substance abuse (also among politics!), racism, nationalism, multiculturalism, psychological problems. When leaders evaluated the project also, there was noticed that we could have gone deeper into handling these themes. This project was a good start on this topic, but to make if more effective about the Theme itself, there should be probably more preliminary work on the theme, for example in the beginning of the exchange. The ART as a tool for working together i was excellent when thinking about the themes of the exchange. For example some young people wanted to handle some themes in the video, which themes touch young peoples life in modern society, for example mental health which they felt very important theme, since more and more young people would need the services of school psychologist in nowadays and probably in Europe too. In the final event and in the short films, as well as in the street art and performance workshop there are seen the results and some main thoughts about what are taboos and of which the participants have felt that should be discussed more.

The youth learned how many problems can affect the youth worldwide and how important is to take attitude, but most important is to informe before take any actions. The TABOO theme it was aproach and raised awarness how much can harm the stereotypes and the lack of education or information. Through this project, the youth will think more on taking attitude in matters affecting young people.

94 Evaluation Please give details regarding evaluation you carried out with your partners and within each group, both during the Exchange and after the project was finished. During the exchange we had a boil for notes on things that were bothering people or thougths on the day but we did not receive any notes during the exchange. The group knew that the leaders would meet every night to check if there was any think that needed to be looked into. Also the leaders announced that the youth groups could speak to them at any time for some thougths or complains.

Everyone did an evalution on the last day by themselfs. Three qustions to answer 1. What were the most positive moments? What was your project experience like? 2. What were the most difficult moments and what would you do differently?(from two different points of view; personal and from the project) 3. What did you learn? What were the most valuable moments for you? There were many interesting answers to those quistions. This was successful and they had so much to talk about! Then they had to make a summary together and plan a 30 seconds video in which they opened up the most important topics. Herer you can see a video and if starting at 11:47 http://youtu.be/xlCFmn3oHL4?list=UUoFuxAC-eJwEZB7t0Nx2O-g. There where few things that were not as acpected and was difficult for the praticipants it was the shower facilities, freetime, respecting, and one group talked about the involvement of everyone in the project.

After the exchange the Icelandic leader tried to get responce in the facebook group but unfortunail the responce came from one person from Romania sand here it is:

„When I have first heard about the Lur festival in Iceland, I felt deeply enthusiastic about the thought of participating in it. As in June I was about to pass my final exams of the year, the period was not really favorable for me. But somehow I have managed to apply and participate in the Lur festival. In a few words I'll share with you some of my thoughts about it. The main subject of the Lur festival was: “The taboo problems that face the European countries”. I have discovered a lot about " taboo's " from countries like Iceland, Finland and even Romania ( although I'm Romanian ). I've also met extraordinary persons from both Romania and other countries, while learning an astonishing number of things about Finland and Iceland. Iceland definitely is the coolest country I've ever visited. We had done a lot of work in order to obtain a special outcome: The Lur Festival. But I strongly believe that if you combine work with fun, the result will be great. I think that is our result. I want to thank the organisers and all the people who participated in the festival. I think it was the greatest experience of my life (until now; I'm 20 ). I want to thank you all for creating this great experience and I hope that we'll meet again !“

This was successful and there are some links in attactment f.ex. video-link.

95

Impact, multiplying effect and follow-up Please explain: • who benefited from the Exchange in addition to the participants directly involved, • the impact on the local community and how it was involved in the project, • the multiplying effect and sustainable impact in a long term perspective, • the follow up of this Youth Exchange, if planned (e.g. new projects within the framework of the Youth in Action Programme, continuous contact with the promoter(s), etc.)?

The local community gained a lot of information about us since the community was small and we were very visible! The community was involved by being invited in our final day of events! All the participants and partner organisations will spread their experiences and the success of the exchange into their local communities. This happens through sharing videos through our networks among youth work and schools, and also in social media. This also increases the visibility of the Youth in action-programme. The beneficiaries are also the near-networks of the young people, who have become interested in youth in action-programme after hearing about this project. In long time perspective the participants are more experienced to make youth in action-projects on their own and for example in Finland the participants have told that they have now much wider understanding about how is it like to host an exchange and in which things it is especially important to pay attention on. The partner organisations from Finland (Panu! =) and Romania (Roxy!=) and Iceland (Ólöf=) are interested in continuing future cooperation among youth projects, There is an idea of organising an art exchange in Finland in 2015.

The most important impact of the project, were the competencies the participants gained. The knowledge, attitudes and skills they gained through this project. It was really important for youth to see very clear the result - the event they realised together. The set of competencies they gained it will be present in their live for ever from now on and it will help them to improve their daily life.

Visibility Please describe: • how you ensured the visibility of the project, • how your project provided clear promotional added value for the Youth in Action Programme.

We used social media to share photos and other things from the program. Also sent out news reports on the program and got a few published. There is a list with new and the social media links attacted to the report.

This project was not a typical youth in action program in our minds it had a lot to do with creativety and was the hole planing of the project very democratic.

96

Dissemination and exploitation of results Please give a detailed description of standard measures undertaken to disseminate and exploit the results of the project.

All the participants and partner organisations will spread their experiences and the success of the exchange into their local communities. This happens through sharing videos through our networks among youth work and schools, and also in social media. This also increases the visibility of the Youth in action-programme. The beneficiaries are also the near-networks of the young people, who have become interested in youth in action-programme after hearing about this project.

Also The Icelandic group leader Ólöf is doing a MA. essay on the program and will be presented in the university community in Iceland. Also the Edinborg Cultural center will use these results to continue the project of LÚR-festival and hopefully it will be continued througt Erasmus+ program.

97

Inclusion of young people with fewer opportunities Did your project involve young people with fewer opportunities (facing situations that make their inclusion in society more difficult, see main situations/obstacles identified herebelow) and/or special needs (mobility problems, health care, etc.)? Explain how the Activity programme was adapted to particular needs of participants.

We had one person with autism and that person got support during the program and also had gone on a trip with the Icelandic group during the winter to prepare for the exchange time. Also the Icelandic group leader did invite this person to do tasks that he feels good doing like selling t-shirts at the flea market.

Number of young people with fewer opportunities directly involved in the project (out of the total number of participants indicated in Part III, Table B of this form):

Please tick the situation(s) they face:

Social obstacles Economic obstacles Disability

Educational difficulties Cultural differences Health problems

Geographical obstacles Other – please specify:

Achievements According to what you described above, please summarize what you achieved with this Youth Exchange in relation with e.g.: • the objectives and the priorities of the Youth in Action Programme (please see the Programme Guide), • the objectives of the project that you planned, • the relevance of the theme to the interests and needs of participants, • the social and personal development of the participants (including non-formal learning objectives). This program was a successful program and fitted the priorities and objectives of what it aimed for. This was a creative program that was involved with a innovational cultural event LÚR-festival which was held for the first time during this exchange. During the program there was a lot of cultural diversity involved as in the theme it self Taboo. This work did promote tolerance towards other cultures.

Important learned things in the Finnish group were, among others, generally more wider understanding or RESPONSIBILITY and participation. The participants learned (through the hard way also) about what does it cause to other people if you do not do the tasks that you are supposed to do. This fact has created a lot in the group process and also after the exchange project this theme has been under discussion many times with some participant who felt that it was really mind-opening to notice how some young people just can be and behave (for example in one case of substance-use and breaking the rules, of which mostly everybody seemed to learn something. Also there was clearly seen how good can group work be in the best case, when everybody does their part and is responsible. This is seen in the results of the art-groups, for example in some of the short movies we made. And in the end everyone was happy and satisfied about the work anyway!

98

Youthpass Did you inform participants about their possibility to receive a Youthpass Certificate? Yes No How many Youthpass Certificates did you issue? none In case you issued one or more Certificates did you also fill-in the sections relating to descriptive parts of the Youthpass Certificate (Individual activities undertaken…) Yes No

Please describe any other measures implemented to recognize and validate the learning outcomes of participants and promoters involved in the project.

Additional information Give any additional information, observations, comments or recommendations that may be useful for future projects as well as to the European Commission, the Education, Audiovisual and Culture Executive Agency or the National Agency. You may give some indication of participants’ personal assessments of the project with the support of two or three individual evaluations. Describe specific difficulties you encountered in implementing your project. The final report was like giving birth to an refrigerator. The work was very time-consuming and the response from the youth that praticipated was litle to none.

99

Part V. Financial report ALL ITEMS IN EUROS For further information, please consult the Youth in Action Programme Guide for funding rules and your agreement for accepted amounts. Please note that the Executive Agency and National Agencies may modify the amounts indicated in the grant request according to the funding rules of the Programme Guide.

A. Budget summary

Final Total amount assessment as accepted FINAL (to be filled in in your STATEMENT by NA or agreement EACEA) Travel costs (including costs for a possible APV) 12865.8 13143.57

Project costs (schale of unit costs) 8463 8190

Exceptional costs (100% of actual costs)- if applicable 1550 1488.94

Total grant 22878.80 22822.51

B. Co-financing Please consider that the percentage of travel costs not covered by the EU grant should be indicated below. Amount Own resources 4876.93 National/regional/local public institutions 3891.29 Private donors Other Community funding for this project 1899.42 Other contributions to this project (please specify each source) Total of co-financing 10667.64

C. Payments

Amount Pre-financing payment already received from the Youth in Action Programme 18330

Expected balance claimed OR to be reimbursed to the Youth in Action Programme 3481

100

D. Detailed calculation of final grant request

If more space is needed, please add rows.

Travel costs (young people and group leaders)

Number Grant Means Total costs Promoter of From To requested of transport (100%) persons (70%) Finnland 8 OULU Keflavík Flight 4984 3488.8 Romania 9 Bucharest Keflavík Flight 4875.93 3413,15 Both 17 Keflavík Reykjavík Bus 314.07 219,85 Finnland 8 Reykjavík Ísafjörður Fligth 700.43 490,3 Romania 9 Reykjavík Ísafjörður Flight 700.43 490,3 Both 17 KEX hostel Domestic Taxi 53.22 37,25 airport Both 17 Kex hostel Over nigth Hostel 561.10 392,77 because of long traveling hours Romania 9 Hometown Bucharest Bus, car 169.69 118,78 and train Both 17 Ísafjörður Reykjavik/keflav Bus 1543.97 108,78 ík Finnish group 8 Reykjavík Appartment Appartmen 188.29 131,8 rental due to t fligth time

TOTAL TRAVEL COSTS 14091,13 9863,79

101

Advance Planning Visit – travel costs (if applicable)

Number of Means Promoter From To Total costs (100%) persons of transport Finnland 2 Oulu Keflavík Flight 1249.44 Romania 2 Romania Keflavík Fligth 1108.49 Both 4 Reykjavík Ísafjörður Fligth 589.97 Romania 2 Kex Due to long Hostel 37.66 traveling hours Finnland 2 Kex Due to long Hostel 146.86 traveling hours Romania 2 Keflavík Reykjavík Bus 31.38 Finnland 2 Keflavík Reykjavík Bus 28.24 Both 4 Kex Domestic airport Taxi 13.81 Romania 2 Hometown Bucharest Bus 35.36 Finnland 2 Hometown Oulu Car 38.57 Finnland 2 Car park Because of Car 35.03 driving to Oulu Romania 2 Hometown Bucarest Bus 17.41

TOTAL ADVANCE PLANNING VISIT 3332.22 Project costs – scale of unit cost (including youth leaders)

Number of Unit cost Promoter Number of nights Total participants per night Finnland 8 7 39 2184 Romania 9 7 39 2457 Iceland 13 7 39 3549

TOTAL PROJECT COSTS 8190 Exceptional costs (if applicable)

Specification Costs Support for Ómar Karvel 610 Food during APV 439.6 Hotel during APV 439.34

TOTAL EXCEPTIONAL COSTS 1488.94

The European Commission, the Education, Audiovisual and Culture Executive Agency and the National Agencies inform the participants that all data provided in this report will be used for the purposes of solely managing and evaluating the Youth in Action Programme. All personal data collected for the purpose of this project shall be processed in accordance with Regulation (EC) N° 45/2001 of the European Parliament and of the Council on the protection of individuals with regard to the processing of personal data by the Community institutions and bodies. Data subjects may, on written request, gain access to their personal data. They should address any questions regarding the processing of their personal data to the Education, Audiovisual and Culture Executive Agency or the relevant National Agency. Data subjects may lodge a complaint against the processing of their personal data with the European Data Protection Supervisor at any time.

102 Fylgiskjal #9 Lokaskýrsla Menningarráð Vestfjarða

Lokaskýrsla vegna verkefnastyrks frá Menningarráði Vestfjarða

Heiti verkefnis : LÚR festival – listahátíð ungs fólks á Vestfjörðum Styrkhafi : Edinborg menningarmiðstöð Kennitala :441202-4150 Bankareikningur : 556-26-642 Forsvarsmaður verkefnis : Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Styrkupphæð : 500.000 kr. Úthlutunarár styrks : 2014

1. Gefið yfirlit um framkvæmd verkefnisins og stöðu þess. Gerið grein fyrir framhaldi, ef við á.

Listahátíðin LÚR-festival var haldin á Ísafirði 12-15 júní. Hátíðin var formlega sett fimmtudagskvöldið 12. júní hins vegar byrjaði undirbúningur að hátíðinni þriðjudaginn 10. júní þegar að ungmenni frá Norðanverðum Vestfjörðum, Rúmeníu og Finnlandi sóttu vinnusmiðjur dagana 10-13 júní. Hátíðin var skipulögð af ungmennum á aldrinum 16-26 ára og var unnið að skipulagningu í eitt ár.

Á hátíðinni var boðið upp á lokaðar smiðjur fyrir ungmennahópana þrjá og hins vegar tvær smiðjur fyrir almenning sem voru danssmiðjan SHÄR og hönnunarsmiðjan Allt úr engu. Danssmiðjan var vel sótt af krökkum á aldrinum 9-12 ára og sýndu þau afrakstur þriggja daga smiðju á Silfurtorgi laugardaginn 14. júní. Hins vegar var lítið um skráningu í hönnunarsmiðjuna og féll hún því niður en líklega hefði mátt markaðsetja hana betur. Dagskrá hátíðarinnar og samstarf við erlendu hópana gekk mjög vel og er ungmennahópurinn mjög spenntur að halda áfram með verkefnið á næsta ári. Framhaldið er að fara í ferð í lok ágúst til að týna bláber sem við seldum og skipuleggja fundi í vetur þar sem LÚR-festival 2015 verður skipulagt. Líklegt er að meiri áhersla verið lögð á námskeið fyrir vestfirsk ungmenni.

Unnið var í samstarfi við aðila á svæðinu bæði fengum við stuðning í styrkjum, vörum og vinnuframlagi. Arna laktósafríar mjólkurvörur styrktu okkur með mjólkurvörum sem við nýttum í morgunverðahlaðborð fyrir ungmennin og kennara, Gamla bakaríið styrkti okkur um brauðmeti, Málningarbúðin Ísafirði styrkti okkur með málningu, Vestfirzka Verslunin lét okkur í té teiknað kort af Ísafirði, HG styrkti okkur um fisk, Saltverk styrkti okkur um salt sem við gáfum erlendu hópunum. Einnig fengum við peningastyrki frá 3X stál, Ísafjarðarbæ, Landflutningum, Hamraborg, Vesturferðir, Endurskoðun Vestfjarða, Landsbankinn, Sparisjóður Bolungarvíkur, Jakob Valgeir, Bolungarvíkurkaupstaður, Íslandssögu, H V umboðsverslun, Orkubú Vestfjarða, TM og Háskólasetur styrkti kennslu á námskeiðum. Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar gerðist verndari blásturshljóðfærisins Lürsins og mun varveita það milli hátíða. Samstarf við hina ýmsu aðila á svæðinu setti sinn svip á hátíðina en Madis Maëkalle kennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar blés

103 í Lürinn á setningu hátíðarinnar, leiklistarhópurinn Morrinn var með litríka og skemmtilega tískusýningu með fötum frá nytjamarkaði Vesturafls, sviðslistahópurinn fékk aðstöðu til að sýna verk sitt í Bókasafni Ísafjarðar og myndlistarhópur fékk góðfúslegt leyfi eiganda í Hafnarstræti 4 til að gera nýtt verk í undirgöng í þeirra eigu. Elísabet Gunnarsdóttir og Magni Guðmundsson netagerðamaður skipulögðu námskeiðið Allt úr engu sem varð þó ekki af. Samstarf við Ísafjarðarbæ, sýslumann og íbúa bæjarins var til fyrirmyndar og skilur eftir sig góða reynslu til að byggja á við skipulagningu næstu hátíðar.

Dagskrá LÚR-festival 2014

Dagskrá LÚR-festival 12-15. júní 2014 12. júní fimmtudagur 20:00 Settningarathöfn LÚR-festival á Silfurtorgi. Blásið í víkinga hljóðfærið Lür Tískusýning á vintage fötum. Fatnaður eftir Jóhanns Stefánsdóttir ásamt fötum sem hún hefur sérstaklega valið af fatamarkaði Vesturafl. Tónlistaratriði 13.júní föstudagur 13-17:00 15:00-16:30 SHÄR danssmiðja í Edinborgarhúsinu. Aðgangur er ókeypis en skráning er á lurfestival.wordpress.com/eða í s.852-5422 17:00 Vikar Mar opnar sína fyrstu einkasýningu í Rögnvaldarsal Edinborgarhúsins. 18:00 Opnun myndlistarsýning í undirgöngum milli Hafnarstætis og Aðalstrætis. Verk unnið undir leiðsögn Þorvaldar Jónssonar myndlistarmanns. thorvaldurjonsson.wordpress.com. 22:00 Kvikmyndasýningar í Edinborgarsal Edinborghúsinu þar sem afrakstur kvikmyndasmiðju undir leiðsögn Bjarkar Viggósdóttur. bjorkviggosdottir.comhttp://bjorkviggosdottir.com/ 14. júní laugardagur 13-16:00 Flóamarkaður á Silfurtorgi 14:00 Sviðslistahópur sýnir verk í Bókasafninu 15:00 SHÄR danssýning staðsetning auglýst síðar 20-00:00 Lokahóf LÚR-festival í Edinborgarhúsinu. Lókal bönd, tvær ungmenna hljómsveitir Indigo og Sarangi og Mammút spila. Miðasala í Edinborgarhúsinu laugardaginn 14. júní. 15.júní sunnudagur Sýning í Edinborgarhúsi opin frá kl. 12:00-22:00

2. Var framkvæmd og umfang verkefnisins í samræmi við umsókn? Var haft samráð við Menningarráð um breytingar, ef um þær var að ræða? Framkvæmdin var í samræmi við umsókn.

3. Gerið grein fyrir fjölda áhorfenda/þátttakenda í verkefninu: Fjöldi þáttakendur í verkefninu þegar allir eru taldir með þ.e.a.s erlendur hópar, íslenski hópurinn, kennarar, og þeir sem komu fram á vegum hátíðarinnar eru um 70 manns. Áhorfendur voru fjölmargir en í heildina má gera ráð fyrir um 250 áhorfendum.

4. Leggið mat á ávinning verkefnisins:

104 Ávinningur af verkefni sem þessu skilar sér einna helst í hæfni ungmennana til að skipuleggja viðburði og vinna að stórum verkefnum á eigin spýtur. Lagt var áhersla á það að hópurinn bæri ábyrgð á framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við verekefnastjóra Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar. Ungmenni á svæðinu fá tækifæri á að taka þátt í einhverju sem mótar umhverfi þeirra og gefur þeim tækifæri til að koma fram í stærra samhengi t.d. Spila á sama sviði og Mammút, vinna með listamönnum sem sýna í viðurkenndum sýningarrýmum og að fara í viðtal hjá fjölmiðlum. Það er ákveðið forvarnargildi í því að halda vímulausa hátíð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára en það er ekki mikið um vímulausar hátíðir fyrir þennan aldurs hóp. Einnig er hátíðin góð markaðsetning fyrir svæðið og hvetjandi fyrir ungmenni að búa hér þar sem þau hafa raunveruleg áhrif á nær umhverfi sitt.

5. Kostnaðaryfirlit: (Gefið sundurliðað yfirlit yfir heildarkostnað við verkefnið og tekjur þess – minnt er á að stuðningur Menningarráðs Vestfjarða getur ekki verið hærri en 50% af heildarkostnaði samkvæmt reglum ráðsins.)

Heildarkosnaður verkefnis Gengi 1 mánuð Kostnaðarliður Upphæð í EUR Upphæð í Ísl. Kr. 2014 Verkefnakostnaður €11,861.21 kr1,889,847 159.33 Sérstakur kostnaður €610.00 kr97,191 159.33 Undirbúningur kr2,636 kr420,000 159.33 Undirbúningsheimsókn €4,239.2 kr675,435 159.33 Ferðakostnaður €9,052.8 kr1,442,389 159.33 159.33 Alls €25,763.3 kr4,524,863 159.33 Tekjur vegna verkefnis Gengi 1 mánuð Tekjuliður Upphæð í EUR Upphæð í Ísl. Kr. 2014 EUF Styrkur gr. 17.01.2014 €18,033.04 kr2,873,205 159.33 Ísafjarðarbær styrkur gr. 09.05.2014 €753.15 kr120,000 159.33 Menningarráð Vestfjarða gr. 24.07.2014 €1,569.07 kr250,000 159.33 Karolina funding gr. 05.08.2014 €1,774.42 kr282,718 159.33 Menningarráð Vestfjarða ógreiddur €1,569.07 kr250,000 159.33 EUF Styrkur ógreiddur €3,481.00 kr554,628 159.33 Aðrir styrkir og sala á varningi €2,240.93 kr357,048 159.33 Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar vegna €125.53 kr20,000 159.33 Verndari Lúrsins Alls €29,546.2 kr4,707,599 159.33

6. Hvernig var verkefnið kynnt/markaðssett og var stuðnings Menningarráðs Vestfjarða getið? Dagskrá hátíðarinnar var borin í öll hús á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig var sett upp heimasíða, Facebook, Instagram og Twitter í nafni hátíðarinnar þar sem upplýsingar og efni tengt hátíðinni var/er birt. Einnig var auglýst á heimasíðu Edinborgarhúsins www.edinborg.is sem og á facebooksíðu Edinborgarhúsins www.facebook.com/edinborgarhusid. Einnig voru prentaðar götuauglýsingar sem var dreift um allt land og hendir upp QR-kóðar með tengil inn á vimeosíðu Edinborgar. Að lokinni hátíð hefur efni verið sett inn á vimeo og facebooksíðu hátíðarinnar. Í öllu auglýsingarefni og fréttatilkynningum sem send eru á helstu fjölmiðla var Menningarráð Vestfjarða getið. 7. Hvernig nýttist og hverju skiptir styrkur Menningarráðsins?

105 Styrkur Menningarráðsins skiptir miklumáli bæði fyrir fjárhagslegu hlið hátíðarinnar og að fá stuðning við verkefnið er mikil viðurkenning fyrir nýja hátíð. Styrkurinn gerði það mögulegt að verkefnið kemur betur út fjárhagslega en verkefnið er rekið sem samfélags verkefni en ekki í hagnaðarskyni e.non-profit. Ungmennin lögðu áherslu á að vinna verkefnið af heilum hug þ.e.a.s. Að gera hátíðan eins veglega og mögulegt var miðað við fjármagn. Var tekin ákveðin áhætta með að kostnaðarsömum útgjaldarliðum en hátíðin stóð undir sér og skilaði örlitlum hagnaði sem nýtist við skipulagningu næstu hátíðar.

8. Er annað sem skýrsluhöfundur vill koma á framfæri? Verkefni sem þetta hvetur ungt fólk til að taka málin í sínar hendur og gerast samfélags frumkvöðlar og nýta sér þau styrkja tækifæri sem eru í boði hjá Ungmennafélagi Íslands. Freyja Rein (ungmenni) og Ólöf Dómhildur (starfsmaður ME) fóru í janúar á námskeið hjá Ungmennafélagi Íslands til þess að læra að miðla og nýta niðurstöður verkefnisins, að gera lokaskýrslur og skrifa undir samning vegna styrkúthlutunar. Þetta var góð reynsla sem mun vonandi nýtast í að fá fleiri styrki inn á svæðið. Einnig má nefna að fyrir ári síðan fóru Hólmfríður og Líf á svipað námskeið vegna úthlutunar á styrk til undirbúnings Listahátíðar, þeim þótti það mjög lærdómsríkt.

Staður : Ísafjörður Dagsetning : 19. september 2014 Skýrsluhöfundur : Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

106 Fylgiskjal #10 Könnun meðal skipuleggenda

107

108

109

110

111

112

113

114

115

116 Fylgiskjal #11 Umsókn um þátttöku í danssmiðju og hönnunarsmiðju

117 Fylgiskjal #12 Spurningar til skipuleggenda LUNGA

Spurningar til skipuleggenda LUNGA 29. Apríl 2015

1. Hvaða áhrif hefur listahátíðin LUNGA haft á bæjarbrag Seyðisfjarðar? (að þínu mati) Það lifnar mikið yfir bænum og hann fyllist af ungu lista fólki. Hátíðin hefur vakiðathygli langt út fyrir landsteinana og ég held að hún hafi styrkt ímynd Seyðisfjarðar sem lista bæjar.

2. Hvaða áhrif telur þú listahátíðin LUNGA hafa á sjálfsmynd Austfirðinga? Get ekki alveg dæmt um það en vil trúa því að það sé jákvætt.

3. Hvaða áhrif telur þú að listahátíðin LUNGA hafa á ímynd Austfjarða? Ég tel að LungA hafi haft jákvæð áhrif á ímynd Austfjarða sem öflugur fjórðungur menningar og lista. Mikil virðing er borin fyrir hátíðinni meðal listunnenda á Austurlandi amk.

4. Hversu stór hópur stendur að skipulagningu hátíðarinnar ár hvert? Í LungA ráði eru 6 aðilar sem sjá að mestu um undirbúning, skipulagningu og framkvæmd. Til liðs við hátíðina koma fjöldi manns þegar að framkvæmdinni kemur.

5. Telur þú listahátíðin LUNGA hafa áhrif á val ungs fólks um að setjast að á Seyðisfirði? Já 100%

6. Hefur hátíðin fengi gagnrýni frá bæjarbúum ef já þá hvernig? Já einhverjir höfðu áhyggjur af því að hátíðin væri að hvetja til unglingadrykkju. Við brugðumst við því með því að hækka aldurinn upp í 18.

7. Styðja yfirvöld/bærinn hátíðina? Já myndarlega.

8. Hvað er það skemmtilegasta við hátíðina að þínu mati? Það er að sjá list ungs fólks og að fá ungt fólk í bæinn.

9. Kemur sama fólkið aftur og aftur á hátíðina? já

10. Telur þú að fleiri hátíðir fyrir ungmenni á Íslandi myndu hafa neikvæð eða jákvæðáhrif á LUNGA? Geri mér ekki grein fyrir því, það skipti mjög miklu máli hvernig að því yrði staðið. Tel að það sé ekki pláss fyrir miklu fleiri hátíðir á Íslandi yfirsumarið, en tel klárlega að það mætti fjölga listviðburðum svipuðum LungA fyrir ungt fólk um allt land.

11. Hvernig litist þér á ef hver fjórðungur héldi eina ungmenna hátíð? Sama svar og í spurningu númer 10. Og að auki held ég að það yrði hallærislegt að gera eins hátíðir, að LungA yrði í hverjum fjórðungi, það er leiðinlegt. En klárlega listviðburði ungs fólks um allt land., sem oftast og víðast! (LUNGA, 2015)

118