Frímerki Íslenska Lýðveldisins I 1944-1999

Total Page:16

File Type:pdf, Size:1020Kb

Frímerki Íslenska Lýðveldisins I 1944-1999 FRÍMERKI ÍSLENSKA LÝÐVELDISINS I 1944-1999 FRÍMERKI ÍSLENSKA LÝÐVELDISINS I. bindi 1944-1999 Samantekt: Jón Aðalsteinn Jónsson (1944-1994) Eðvarð T. Jónsson (1995-1999) Útgefandi: Íslandspóstur ohf - Frímerkjasalan ©2016 Umsjón útgáfu: Vilhjálmur Sigurðsson Hönnun: Hlynur Ólafsson grafísk hönnun/Guðrún Berglind Sigurðardóttir Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis frá útgefanda. ISBN 978-9979-9897-2-1 Formáli Bókin, Frímerki íslenska lýðveldisins 1944-2014, er þannig tilkomin að í eigu Íslandspósts var til handrit að bók um íslensk frímerki frá 1944-1994 eftir Jón Aðalstein Jónsson. Handritið vann hann fyrir Póst- og símamálastjórnina. Uppistaðan í þessari samantekt Jóns Aðalsteins um frímerki áranna 1944-1994 er m.a. texti úr útgáfutilkynningum Póst- og símamálastjórnarinnar sem ýmsir aðilar hafa skrifað í gegnum árin. Undirrituðum er ekki kunnugt um hvort þessi samantekt Jóns Aðalsteins er tilkomin að frumkvæði stofnunarinnar eða Jóns sjálfs. Ekki heldur hvort staðið hafi til að gefa handritið út í bókarformi, en eins og flestum mun vera kunnugt um er Jón Aðalsteinn Jónsson höfundur hinnar merku bókar Íslensk frímerki í 100 ár 1873-1973 sem Póst- og símamálastjórnin gaf út árið 1977. Því miður er undirrituðum ekki kunnugt um nöfn allra þeirra aðila sem sömdu texta í útgáfutilkynningar Póst- og símamálastjórnarinnar yfir það tímabil sem hér um ræðir en þó er vitað að þar komu m.a. að máli Rafn Júlíusson, Guðlaugur Sæmundsson og Eðvarð T. Jónsson en hann hefur að mestu skrifað texta í frímerkjatilkynningar Íslandspósts frá árinu 1998 og gerir enn. Með nútímatækni var vélritaður texti Jóns skannaður og honum komið á staf- rænt form. Einnig var bætt við bókartextann þannig að umfjöllun bókarinnar nær til frímerkjaútgáfu síðustu 70 ára en ekki 50 ára eins og í handriti Jóns Aðalsteins. Eðvarð T. Jónsson tók að sér að taka saman textann sem bættist við fyrir árin 1995 til 2014. Bókin, Frímerki íslenska lýðveldisins 1944-2014, kemur út í rafrænni útgáfu og tveimur bindum, Frímerki íslenska lýðveldisins I. bindi 1944-1999 og Frímerki íslenska lýðveldisins II. bindi 2000-2014 og verður það form hennar til framtíðar enda ætlunin að bæta reglulega við seinna bindið umfjöllun um frímerkjaútgáfur eftir 2014. Bókin er höfð í tveimur bindum svo þeir sem þess óska geti sjálfir prentað bækurnar út á vef www.blurb.com en stærð bókarinnar leyfir ekki að hún sé í einu bindi m.t.t. útprentunar. Það er von okkar að útgáfa þessarar bókar nýtist áhugamönnum um íslenska frímerkjasögu. Vilhjálmur Sigurðsson Forstöðumaður Frímerkjasölu Íslandspósts 3 1944 Lýðveldið Ísland – Jón Sigurðsson Árið 1944 urðu mikil þáttaskil í sögu íslensku þjóðarinnar, þegar lýðveldi var stofnað á Íslandi og þjóðin tók öll mál sín í eigin hendur eftir erlend yfirráð allt frá árunum 1262-1264. Ákveðið var, að stofnun lýðveldisins færi fram á hinum forna þingstað þjóðar- innar, Þingvöllum, hinn 17. júní 1944. Sá dagur var einmitt valinn til heiðurs frelsishetju Íslendinga á 19. öld í baráttu þjóðarinnar fyrir fullveldi sínu, Jóni Sigurðssyni. Sérstök Þjóðhátíðarnefnd var skipuð. Eitt hið fyrsta verk hennar var að skrifa ríkisstjórn landsins bréf með ósk um, „að hún léti gera hátíðarfrímerki í tilefni af lýðveldisstofnuninni, og að ágóðanum af sölu þessara frímerkja yrði varið til þess að standast kostnað við hátíðahöldin“ 1 Ríkisstjórnin varð að sjálfsögðu við beiðni nefndarinnar og fól póststjórninni að gefa þessi frímerki út. Vitaskuld kom ekki annað til greina en þau bæru mynd af Jóni Sigurðssyni. Var hún gerð eftir ljósmynd af honum. Rammateikningu gerði Árni Sveinbjörnsson, en hann starfaði um langt skeið á teiknistofu póst- stjórnarinnar. Hafði hann áður komið nokkuð að gerð íslenskra frímerkja og átti eftir að gera það um mörg ár eftir þetta. Myndgröftur og prentun frímerkjanna í stáldjúpþrykki (Intaglio) fór fram hjá Thomas de la Rue & Co. Ltd., í London Englandi, sem allt frá árinu 1930 hafði prentað frímerki fyrir póststjórnina. 1 Lýðveldishátíðin 1944 (bls. 73) útg. Leiftur hf. 5 1944 Frímerki þessi voru öll gerð eftir sömu ljósmynd af Jóni Sigurðssyni, og urðu verðgildi þeirra alls sex: 10 aurar, 25 aurar, 50 aurar, 1 króna, 5 krónur og 10 krónur. Mörgum þótti þetta heldur einhæft val, enda verður því ekki neitað, að vel hefði farið á að gefa út mun skemmtilegri flokk frímerkja af þessu tilefni. Vel má vera, að styrjaldarástand það, sem ríkti í veröldinni um þær mundir hafi ráðið einhverju um, að fjölbreytnin varð ekki meiri. Hátíðarfrímerkin komu svo út á sjálfum stofndegi lýðveldisins, 17. júní, og voru seld á sérstöku pósthúsi á Þingvöllum, sem komið var upp í tjaldi niðri á Völl- unum. Sérstakur hátíðarstimpill var notaður við stimplun þessara frímerkja. Þau voru síðan notuð á allan venjulegan póst næstu ár á eftir, samhliða öðrum frímerkjum. Hins vegar var upplag þeirra ekki mjög stórt, svo að þau hurfu sum hver nokkuð fljótt úr umferð. 6 1945 til 1949 Endurprentun frímerkja frá konungsríkinu Enda þótt frímerkin í minningarútgáfu lýðveldisins frá 17. júní 1944 væru ætluð til almennra nota, ákvað póststjórnin að gefa út nokkur viðbótarverðgildi við útgáfur frá árunum 1938 og 1939. Þannig skarast frímerkjaútgáfur konungs- ríkisins og lýðveldisins saman á þessum árum. Hinn 26. mars 1945 voru gefin út tvö frímerki til viðbótar við svonefnda „fiska- seríu“ frá 1939 í breyttum litum, 10 aura grátt með mynd af síld og 25 aura rauðbrúnt með mynd af þorski. Þessi fiskamerki voru síðan endurprentuð nokkrum sinnum á árunum 1946 til 1949. Þennan sama dag, 26. mars 1945, kom enn fremur út 1 krónu frímerki með mynd af Geysi, en það myndefni kom fyrst út á frímerkjum 1938. Þetta 1 krónu frímerki var endurprentað í mars 1946 og síðan tvívegis með annarri tökkun (11½), í janúar 1947 og í janúar 1948 og er því í raun um ný frímerki að ræða. Sama á við um 60 aura frímerki með mynd af Geysi, sem kom upphaflega út 1. maí 1943, en það var endurprentað bæði 1947 og 1948 og þá sem gróftakkað (11½). Að síðustu kom út hinn 26. mars 1945, 10 króna frímerki með mynd af styttu Þorfinns karlsefnis eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Þetta frímerki var svo endurprentað í september 1948 og þá með annarri tökkun (11½). Tvö frímerki með styttu Þorfinns karlsefnis, annars vegar að verðgildi 2 kr. sem kom út 30. júní 1939, og hins vegar að verðgildi 5 kr. sem kom út 1. maí 1943 voru bæði endurprentuð 1947 og 1948 og afgreidd með annarri tökkun, gróftökkun (11½). Engin önnur frímerki komu út á árinu 1945 og engin frímerki voru gefin út árið 1946. Með þessum endurprentunum lýkur útgáfu frímerkja frá konungsríkinu Ísland í febrúar 1949. 7 1947 Flugfrímerki Árið 1947 kom út önnur sjálfstæða frímerkjaútgáfa lýðveldisins. Þá gaf póst- stjórnin út flugfrímerki. Áður höfðu komið út sérstök flugfrímerki árið 1930 og 1934. Þar að auki höfðu ýmis frímerki verið yfirprentuð sem flugfrímerki á árunum 1928 til 1933 af sérstöku tilefni. Hinn 18. ágúst 1947 komu út sex flugfrímerki með landslagsmyndum frá jafnmörgum stöðum. Á þeim má sjá þær flugvélategundir, sem þá voru í eigu Íslendinga. Á 15 aura frímerki er mynd frá Þingvöllum, en frá Ísafirði á 30 aura frímerki. Mynd frá Akureyri er á 75 aura frímerki, en á 1 krónu frímerki er Strandar- tindur við Seyðisfjörð. Á 2 krónu frímerki er fjallið Þyrill í Hvalfirði, en á hæsta verð gildinu, 3 krónum, sést stærsta flugvél Íslendinga á þeim tíma svífa yfir Tjörnina í Reykjavík á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Enda þótt ætlunin muni hafa verið sú, að þessi flugfrímerki yrðu fyrst og fremst notuð á þann póst, sem færi með flugvélum, var öllum heimilt að nota þau á hvaða póstsendingar sem þeir vildu. Hafði svo einnig verið með flugfrímerkin frá 1934. Líklegast er að reyndin hafi orðið sú, að flestir hafi notað slík frímerki á almennar póstsendingar, bæði fyrir og eftir þennan tíma. Frímerkin voru teiknuð af Halldóri Péturssyni, en myndgröftur og prentun í stáldjúpþrykki fór fram hjá Thomas de la Rue & Co. Ltd., í London, Englandi. 8 1948 Heklufrímerki Hinn 3. desember gaf Póst- og símamálastofnunin út sjö frímerki til að minnast þess, að 29. mars 1947 hófst mikið gos í eldfjallinu Heklu eftir rúmlega aldarhlé. Svo sem alkunna er, hefur Hekla verið víðfrægasta eldfjall Íslands um aldir. Íslensk póstyfirvöld sáu hér ágætt tækifæri til að minna bæði á Heklu og eins land og þjóð með útgáfu almennra frímerkja með myndum frá gosinu. Þrenns konar myndefni var notað á frímerkin, sem sýnir upphaf gossins og eins þegar nokkuð leið á gostímann. Sama myndefni er á 12 aura og 50 aura frímerkjum, annað á 25 aura, 1 krónu og 10 króna frímerkjum og hið þriðja á 35 aura og 60 aura frímerkjum. Frímerki þessi teiknaði Stefán Jónsson arkitekt eftir ljósmyndum, en Stefán átti eftir að koma mjög við frímerkjasögu póststjórnarinnar á næstu árum. Myndgröftur og prentun í stáldjúpþrykki fór fram hjá Thomas de la Rue & Co. Ltd., í London, Englandi. 9 1949 Líknarfrímerki Hinn 8. júní 1949 gaf Póst- og símamálastofnunin út svonefnd líknarfrímerki með yfirverði til ágóða fyrir ýmsar líknarstofnanir. Var þetta í annað skiptið, sem slíkt var reynt hérlendis. Árið 1933 komu út fjögur frímerki í sama skyni. Voru þau þá kölluð Hjálparfrímerki. Skyldi yfirverð þeirra renna í Líknarsjóð Íslands, sem þá var nýstofnaður. Hlutverk hans var „að styrkja með fjárframlögum hverskonar líknarstarfsemi í landinu, einkum slysavarnir, barnahæli, elliheimili og þess háttar fyrirtæki“, svo sem segir í skipulagsskrá hans. Verðgildi þessara frímerkja til burðargjalds voru 10, 35, 50, 60 og 75 aurar, en yfirverð þeirra í sömu röð 10, 15, 25, 25 og 25 aurar. Þessi nýju líknarfrímerki áttu enn að styrkja sömu málefni og frá segir í skipulagsskrá, enda bera frímerkin sjálf með sér, hvert yfirverð þeirra skyldi renna.
Recommended publications
  • D Covering STEM in Iceland
    D� covering STEM in Iceland Jul 2 - Jul 7, 2018 Group Leader: Sarah Powell Group ID: 250070 Depart From: Houston what’s included our promise Daily Breakfast and Dinner Round-Trip Flights In educational travel, every moment matters. Pushing the (unless otherwise noted) experience from “good enough” to exceptional is what we do Centrally Located Hotels Tour Manager every day. Our mission is to empower educators to introduce their students to the world beyond the classroom and inspire Viking World Gullfoss Waterfall the next generation of global citizens. Travel changes lives . Reykjavik Tour with Guide Geysir Geothermal Area Sólheimajökull Glacier Hike with Þingvellir National Park “This was one the best experiences of Guide Langjökull Glacier Excursion my life. The trip and places we went Thorvaldseyri Visitor Center Cultural Hellisheidi Power Station Exchange Blue Lagoon Geothermal Spa were just amazing.” Samantha S. Participant www.acis.com | [email protected] | 1-877-795-0813 trip itinerary - 6 days Jul 2, 2018: Overnight Flight Depart from the USA. Jul 3, 2018: Hvolsvollur Velkomið to Iceland, the land of fire and ice! Upon arrival in capital city of Reykjavik, meet your local guide and head to Viking World for breakfast and the chance to explore this five-exhibition museum that vividly brings to life the history of these fierce, sea-going marauders. Then set out on a guided sightseeing tour or Reykjavik, during which you’ll view the Reykjanes Power Plant, a technological wonder that uses “green” geothermal steam to power electricity-producing turbines; the Reykjanesviti lighthouse, Iceland’s oldest such beacon; and the beautifully eerie Gunnuhver mud pools, a highly active geothermal area you’ll taste fresh tomatoes grown year-round using advanced filled with steam vents and boiling mud.
    [Show full text]
  • Iceland Student Fieldwork Activity Book Iceland Contents
    Iceland Student Fieldwork Activity Book Iceland Contents 3 Iceland Map 23-26 Seljalandsfoss and Skógafoss 4 Student Kit List Task 1 5-11 Þingvellir National Park 27-33 Dyrhólaey Coast Task 1 Task 1 Task 2 Task 2 Task 3 Task 3 12-14 Geysir Center Task 4 Task 1 34-36 Sólheimajökull Task 2 Task 1 15-17 Nesjavellir 37-39 Skaftafellsjökull Task 1 Task 1 Task 2 40-42 Svartifoss 18-20 Gullfoss Task 1 Task 1 43-44 Jökulsárlón Task 2 Task 1 21-22 Þórsmörk Task 1 Student images throughout this Educational Resource Pack, Resource Educational this throughout images Student School High of Culcheth courtesy 2 Iceland Geysir Center 12 Iceland Geysir Center Task 1: Complete the following questions and tasks. 1. What is responsible for the amazing colour variations in geothermal hot springs and pools? 2. For three geysirs of your choice, give the following information: Geysir name: Translation: Reason for this name: Geysir name: Translation: Reason for this name: Geysir name: Translation: Reason for this name: 13 Iceland Geysir Center Task 2: 1. How high do the eruptions of Strokkur reach? 2. Draw and label 4 diagrams to explain the process of a geysir eruption: 14 45 Iceland Teacher Fieldwork Resource Pack Iceland Contents 3 Iceland Map 31-33 Þórsmörk 4 Risk Guidance Information 5-7 Activity Overview Student Activities 34-37 Seljalandsfoss and Skógafoss 8 Student Kit List Information 9 The Accompanying Booklet Student Activities 10-11 The Blue Lagoon 38-43 Dyrhólaey Coast Information Information 12-13 Reykjavik Student Activities Information 44-46 Sólheimajökull
    [Show full text]
  • Golden Circle Self Drive 3 Day 1: Arrival Pick-Up Your Rental Car and Explore Reykjanes Peninsula
    Hosting you since 1937 Self Drive 5 days Golden Circle Haukadalur Welcome to Iceland! To make your stay in Iceland more enjoyable, we would like to draw your attention to the following: △ This booklet contains a standard itinerary. If you have Sat Nav added nights, please note that the itinerary has not been customized to show such amendments. △ This itinerary is a guideline for your travel in Iceland. The Speed Limit route may vary according to your overnight stay and road conditions, especially during April/May and September/ October. Seat Belts △ Even with the long daylight, you will not be able to visit every nook and cranny nor enjoy all the fun things sug- gested. Please choose between the sites mentioned Road Map depending on your interest as time limits your possibilities. △ The kilometer/mile distance per day is not precise. The distance may vary depending on the location of your Bin the Litter accommodation and the detours you take each day. △ On your accommodation itinerary you will find a detailed address list, describing how to reach your accommoda- One Lane Bridge tions. The accommodation itinerary also has a reference number, which is valid as your voucher. Official hotel check-in time is 14:00-18:00. If you arrive any later, it’s Watch out for Animals courteous to notify the hotel. △ Breakfast is always included during your stay, but no other meals. Many of the rural hotels and guesthouses offer a Gravel Roads nice dinner at a reasonable price. 2 Self Drive Golden Circle A few favourites from the trip ________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
    [Show full text]
  • Adventure in Iceland
    EUROPE Adventure in Iceland 11 days from $5,597 total price from Boston, New York, Wash, DC ($5,295 air & land inclusive plus $302 airline taxes and fees) The second largest island in the North Atlantic, Iceland is a land of massive glaciers, rumbling volcanoes, spouting hot springs, lava fields, and powerful waterfalls. It is also known for its gracious hospitality and relaxed pace. Experience the astonishing natural history and cultural heritage of the land of fire and ice. Pun Island Siglufjordur Husavik Akureyri Godafoss Lake Myvatn Snaefellsnes ICELAND Peninsula Borgarbyggo Gullfoss Thingvellir Nat’l Park Reykjavik Selfoss Overnight Skogafoss Featured Site Visit Gullfoss, Iceland’s immensely popular “golden” waterfall. Vik Air Motorcoach Day 1: Depart the U.S. for Reykjavik, Iceland beautiful Lake Myvatn. One of the world’s natural Avg. High (°F) Jun Jul Aug Sep Oct Nov wonders, Lake Myvatn and its environs of bubbling Lake Myvatn 56 58 59 50 46 37 Reykjavik 54 57 56 52 47 37 Day 2: Reykjavik and Selfoss Arriving early mud flats, lava fields, and lunar-like volcanic craters morning in Iceland’s capital, meet your tour leaders comprise a stunning national park. Walk to view the and have breakfast at a local restaurant. Enjoy a scenic fascinating Hverfjall crater, a local land-mark, and drive east, stopping to view the geothermal exhibit see the region’s unique “pseudo craters,” the boiling Highlights Include at the Hellisheidi Power Plant. After reaching your mud pots at Namaskard, the bizarre lava formations hotel mid-afternoon, enjoy time to relax before this at Dimmuborgir, the explosion crater at Viti, and the Marvel at the stunning, unique natural wonders • Tour evening’s briefing on the journey ahead followed by a flat volcano system at Krafla.(B,D) the beautiful Snaefellsnes Peninsula • Admire Godafoss, welcome dinner.
    [Show full text]
  • The Best of Iceland
    04_178416-ch01.qxp 5/29/08 8:59 AM Page 1 1 The Best of Iceland On each trip to Iceland, we are always struck by how often other travelers are—or intend to be—repeat visitors. Many come year after year, never exhausting Iceland’s endless variations of magnificent scenery and adventure. Returning travelers immedi- ately recognize the crisp, invigorating polar air, and what W. H. Auden called “the most magical light of anywhere on earth.” Iceland’s astonishing beauty often has an austere, primitive, or surreal cast that arouses reverence, wonderment, mystery, and awe. Lasting impressions could include a lone tuft of wildflowers amid a bleak desert moonscape or a fantastical promenade of icebergs calved into a lake from a magisterial glacier. The Icelandic people—freedom-loving, egalitarian, self-reliant, and worldly—are equally exceptional. They established a parliamentary democracy over a millennium ago, and today write, publish, purchase, and read more books per capita than any peo- ple on earth. Reykjavík, their capital, has become one of the world’s most fashionable urban hot spots. In November 2007, the U.N. named Iceland the world’s best coun- try to live in, based on life expectancy, education levels, medical care, income, and other criteria. 1 The Best Natural Wonders • Glymur: Iceland’s tallest waterfall is • Blue Lagoon: The central activity nimble and graceful: Streamlets at this spa—Iceland’s top tourist descend like ribbons of a maypole attraction—is bathing in a shallow, into a fathomless canyon mantled in opaque, blue-green lagoon amid a bird nests and lush mosses.
    [Show full text]
  • Það Er Kominn Gestur
    Helga Guðrún Johnson Jónsdóttir Sigurveig Sigurveig Jónsdóttir ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Helga Guðrún Johnson Saga ferðaþjónustu á Íslandi Saga skipulegrar ferðaþjónustu á Íslandi er ekki löng í sögulegu samhengi, en hún er þeim mun ævintýralegri. Frásagnir ferðalanga og landkönnuða sem sóttu landið heim á fyrri öldum eru merkar heimildir, og vitna jafnt um fordóma og fáfræði sem forvitni og aðdáun. Slíkar heimsóknir voru svo fáar að þær rötuðu í annála hér heima og ófá rit voru gefin út erlendis um upplifun og rannsóknir ferðlanganna, gjarnan prýdd ómetanlegum myndum. Íslenskir fræðimenn fóru svo smám saman að kanna landið sitt og skrifa um það, meðal annars í þeim tilgangi að ryðja úr vegi ýmsum ÞAÐ ER KOMINN GESTUR bábiljum í ritum útlendinganna. Skipulegar skemmtiferðir og lystireisur hingað til lands hófust þó ekki fyrr en seint á 19. öldinni, þegar skipakomum fjölgaði. Þá skapaðist grundvöllur fyrir ferðaþjónustu og fyrstu útibú erlendra ferðaskrifstofa voru opnuð hér á landi. Þar með hófst magnað ferli, þar sem sjálfsögð gestrisni við fáeina ferðamenn þróaðist í að verða stærsta atvinnugrein þjóðarinnar, og sér ekki fyrir endann á því ævintýri. Framfarir í sam- göngumálum gera það að verkum að Ísland er ekki lengur úr leið, auk þess sem Íslendingar ferðast nú mun meira um eigið land en áður var, og leita þá gjarnan á vit friðsemdarinnar fjarri mannabyggðum. Höfundar verksins, Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir, hafa unnið mikið við að skrá sögu atvinnulífsins. Í þessu verki hafa þær kapp- kostað að gera frumkvöðlum í ferðaþjónustu skil, og rekja þessa miklu sögu með frásögnum þeirra sem riðu á vaðið og stóðu fyrir nýbreytni.
    [Show full text]
  • Iceland Family – Reykjavík to Hekla Volcano
    Iceland Family – Reykjavík to Hekla Volcano Trip Summary Venture to a land where myth and legend roam around every corner. Begin your day walking through a glacier or set your sights on an active volcano as you experience the extremes of this diverse landscape. Hike to majestic waterfalls, soak in an ancient hot spring, or sail with whales and dolphins along the pristine coast. Adventure awaits you in the breath taking landscapes of Iceland. Itinerary Day 1: Reykjavík Meet your guide at the Keflavík International Airport and hop into your private coach to begin your tour of the northernmost capital of the world, Reykjavík • Journey through the home of over one-third of Iceland's population • See key locations such as Parliament, the Cathedral, the Pearl, and the National Museum • Journey past the city’s salmon river, an indication of the city’s low pollution levels, and the Árbæjarsafn outdoor folk museum, which offers an interesting contrast to the modern buildings of the most recent part of Reykjavík • Your scenic drive continues past Laugardalur, Reykjavik's largest outdoor swimming pool heated by natural hot springs, and the landmark Hallgrímskirkja Church • After your tour, settle in to the hotel and prepare for tomorrow's activities • Overnight at Icelandair Hotel Marina or similar (No meals) Day 2: Reykjavík / Hvalfjörður / Borgarfjörður This morning we start with a scenic drive along the coastline of Hvalfjörður Fjord, one of the longest and deepest fjords in Iceland • Hike up to Glymur, Iceland's highest waterfall which descends
    [Show full text]
  • Untamed Iceland 2023
    YOUR O.A.T. ADVENTURE TRAVEL PLANNING GUIDE® Untamed Iceland 2023 Small Groups: 8-16 travelers—guaranteed! (average of 13) Overseas Adventure Travel ® The Leader in Personalized Small Group Adventures on the Road Less Traveled 1 Dear Traveler, For me, one of the joys of traveling is the careful planning that goes into an adventure—from the first spark of inspiration to hours spent poring over travel books about my dream destinations—and I can’t wait to see where my next journey will take me. I know you’re eager to explore the world, too, and our Untamed Iceland itinerary described inside is an excellent way to start. Exactly how your adventure unfolds is up to you, because you have many choices to customize it. You can arrive early and stay later—perhaps by adding a pre- or post-trip extension, spending time in a Stopover city, or combining 2 or more trips. Plus, your itinerary is laced with free time, so you’ll have opportunities to do your own thing. More than 80% of the travelers who reserve this trip choose to tailor their adventure. In fact, O.A.T. is the only travel company to offer such flexibility and choice for an experience that is truly personalized. As for Untamed Iceland, thanks to your small group of 8-16 travelers (average 13) you can expect some unforgettable experiences. Here are a few that stood out for me: While I stood in awe of Iceland’s dramatic landscapes and raw natural beauty, I was most impressed by its people and their dedication to protecting the environment and to each other.
    [Show full text]
  • Scenic Trails Deluxe Hiking- Small Group Size and Soft Adventure Focus 10 DAYS/ 9 NIGHTS
    Scenic Trails Deluxe Hiking- Small Group Size and Soft Adventure Focus 10 DAYS/ 9 NIGHTS Explore he majestic landscapes and natural wonders of Iceland’s most beloved attractions up close on some of Iceland’s best hiking trails. Our deluxe tour combines short guided hikes with small-group sightseeing, excellent cuisine, and hot spring relaxation. Scenic Trails is a combination of guided hikes and small group sightseeing in a small bus or a van with one of expert and fun local guides. This deluxe tour takes you to the fiery colors of Landmannalaugar, the geothermal deserts of the spectacular highlands, the lush volcanic vegetation of Thorsmork and Lake Myvatn plus visits to world-famous natural wonders such as Gullfoss and Geysir. Enjoy a relaxed travelling pace and minimal hotel changes, so there‘s more time to experience with Icelandic nature and meet locals. We’ve also added deluxe touches such as quality hotels, quality Icelandic cuisine, and many opportunities to relax in geothermal pools. Activity level for this tour: 3.5 out of 5 (Moderate Plus) Highlights • Variety- Iceland´s fantastic trails take you closer to its beautiful natural wonders. Each trail has its own special natural features, reflecting Iceland’s ever-changing landscape. • Refreshing Experience- Hiking immerses you in the invigorating scents, sounds and colors unique to Iceland. • Health Benefits – Walking is healthy for both your body and mind, an excellent way to refresh and recharge yourself. On several evenings you’ll have the chance to relax in geothermal hot tubs. • Authentic- Hiking is a very popular activity for Icelanders, so you’ll have better opportunities to meet locals on the trail and experience a bit about daily life in Iceland.
    [Show full text]
  • View Trip Itinerary Here
    ICELAND Land of Ice & Fire June 18-24, 2022 7 Days / 5 Nights 1 ICELAND Land of Ice & Fire June 18-24, 2022 7 Days / 5 Nights ITINERARY DAY 1 Leave USA for Reykjavik, Iceland DAY 2 Arrival in Reykjavik - City Sightseeing / Reykjavik DAY 3 Borgarnes & Glacier Excursion / Reykjavik DAY 4 Golden Circle Excursion / Reykjavik DAY 5 Horse Farm Visit - More time in Reykjavik / Reykjavik DAY 6 Whale Watching - Blue Lagoon Geothermal Spa / Reykjavik DAY 7 Departure 2 ICELAND Land of Ice & Fire June 18-24, 2022 7 Days / 5 Nights MAP TRAJECTORY 3 ICELAND Land of Ice & Fire June 18-24, 2022 7 Days / 5 Nights HIGHLIGHTS The Great Geysir - the original one. Hallgrimskirkja Cathedral. Langjokull Glacier. Waterfalls and Icelandic Horses. Whale Watching Boat Excursion. Blue Lagoon Geothermal Spa. Icelandic Cuisine. 4 ICELAND Land of Ice & Fire June 18-24, 2022 7 Days / 5 Nights INCLUDED 5 nights' accommodation in Reykjavik. Daily breakfast. Lunch and dinners as indicated in the itinerary. Private English speaking guides for excursions and city sightseeing. Private transportation with driver. All the sightseeing indicated in the itinerary; related entry fees. Two small bottles of water per person per day on the bus for excursions. Tips for included meals – hotels. Local taxes, service charges. Gratuities for guides and drivers. NOT INCLUDED Airfare. Any drinks with included meals except tea or coffee for breakfast. Personal expenditures. Travel insurance (can be provided on request.) 5 ICELAND Land of Ice & Fire June 18-24, 2022 7 Days / 5 Nights SUGGESTED FLIGHTS Suggested flights are on United Airlines: 18 June Houston to Newark UA 2494 dep: 2:35 pm / arr: 7:14 pm 18 June Newark to Reykjavik UA 966 dep: 8:55 pm / arr: 6:30 am on 19 June 24 June Reykjavik to Newark UA 967 dep: 11:20 am / arr: 1:15 pm 24 June Newark to Houston UA 1590 dep: 2:45 pm / arr: 5:25 pm Fare TBA.
    [Show full text]
  • Iceland – Best of the Southern Coast
    Iceland – Best of the Southern Coast Trip Summary Venture to one of today’s hottest travel destinations: Iceland! While you won’t find tropical heat waves, palm trees, or coconuts on this island, you will find some 30 active volcanoes, glistening glaciers, steaming hot springs, and gushing geysers, just to name a few of its natural attractions. Trek across the southern coast of Iceland that features a plethora of iconic waterfalls, canyons, icebergs, and black sand beaches. Explore the Snæfellsnes Peninsula and Golden Circle by foot, bathe in natural steamy waters, taste freshly-caught shellfish while sailing, and strap on your crampons for a glacier walk! Come discover the rich and vibrant culture full of Viking legends and ancient lore in this fascinating country and find out why it’s worth it to check Iceland off of your travel bucket list! Itinerary Day 1: Reykjavík / Snæfellsnes Peninsula Welcome to “The Land of Fire and Ice!” • You’ll be met during your morning arrival at the Keflavík International Airport where a guide will meet and transfer you to the nearby Viking World Museum for breakfast • Explore the museum that lays out the history of Iceland, a country settled by Viking explorers • Drive through Iceland’s capital Reykjavík framed by icy mountains and colorful roofed homes • Head towards Snæfellsnes Peninsula and stop at Gerduberg, a fascinating natural feature of hexagonal basalt columns, as well as at Raudamelsölkelda, a legendary mineral spring thought to have healing properties • Overnight at Fosshótel Hellnar or similar
    [Show full text]
  • Golden Circle Self Drive Guide
    Golden Circle Self Drive Guide Hammad crosshatches anatomically? Bass and dead-letter Thorny reregulates: which Granville is slangier enough? Bimodal Hakim aromatises her shortener so half that Maxie recognising very inurbanely. We can walk around the circle self drive golden The answer is yes and no. Residents of approved countries are allowed to travel to Iceland, and after testing and quarantine, they are free to explore. CDW and gravel protection. Everything on your blog has been SOOO helpful! Road conditions can be unpredictable due to weather and there are a few things you need to know. The buildings have tall windows, giving you a view of the lagoon as soon as you enter from the reception room. Your blog is really good, after reading it I really want to visit Iceland, especially south coast and glacier lagoon. Golden Circle in Iceland. Some very useful tips here! Entry to the geothermal area is free, as is parking. Afterward, head back south again until you meet the ring road again. In the morning, I recommend visiting Dettifoss and Selfoss, before they get overly crowded. When is the best time to do the Golden Circle? In the summer, even the smallest car can get around the Golden Circle without any problems. Strokkur is the most active geyser in Iceland, erupting every few minutes like clockwork. Kimberly is home to the lagoon is a visit the south along the winter driving golden circle self drive guide so prepare for. Are those photos you took in there? Yulia is originally Russian but truly is a world citizen in the heart.
    [Show full text]