Frímerki Íslenska Lýðveldisins I 1944-1999

Frímerki Íslenska Lýðveldisins I 1944-1999

FRÍMERKI ÍSLENSKA LÝÐVELDISINS I 1944-1999 FRÍMERKI ÍSLENSKA LÝÐVELDISINS I. bindi 1944-1999 Samantekt: Jón Aðalsteinn Jónsson (1944-1994) Eðvarð T. Jónsson (1995-1999) Útgefandi: Íslandspóstur ohf - Frímerkjasalan ©2016 Umsjón útgáfu: Vilhjálmur Sigurðsson Hönnun: Hlynur Ólafsson grafísk hönnun/Guðrún Berglind Sigurðardóttir Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis frá útgefanda. ISBN 978-9979-9897-2-1 Formáli Bókin, Frímerki íslenska lýðveldisins 1944-2014, er þannig tilkomin að í eigu Íslandspósts var til handrit að bók um íslensk frímerki frá 1944-1994 eftir Jón Aðalstein Jónsson. Handritið vann hann fyrir Póst- og símamálastjórnina. Uppistaðan í þessari samantekt Jóns Aðalsteins um frímerki áranna 1944-1994 er m.a. texti úr útgáfutilkynningum Póst- og símamálastjórnarinnar sem ýmsir aðilar hafa skrifað í gegnum árin. Undirrituðum er ekki kunnugt um hvort þessi samantekt Jóns Aðalsteins er tilkomin að frumkvæði stofnunarinnar eða Jóns sjálfs. Ekki heldur hvort staðið hafi til að gefa handritið út í bókarformi, en eins og flestum mun vera kunnugt um er Jón Aðalsteinn Jónsson höfundur hinnar merku bókar Íslensk frímerki í 100 ár 1873-1973 sem Póst- og símamálastjórnin gaf út árið 1977. Því miður er undirrituðum ekki kunnugt um nöfn allra þeirra aðila sem sömdu texta í útgáfutilkynningar Póst- og símamálastjórnarinnar yfir það tímabil sem hér um ræðir en þó er vitað að þar komu m.a. að máli Rafn Júlíusson, Guðlaugur Sæmundsson og Eðvarð T. Jónsson en hann hefur að mestu skrifað texta í frímerkjatilkynningar Íslandspósts frá árinu 1998 og gerir enn. Með nútímatækni var vélritaður texti Jóns skannaður og honum komið á staf- rænt form. Einnig var bætt við bókartextann þannig að umfjöllun bókarinnar nær til frímerkjaútgáfu síðustu 70 ára en ekki 50 ára eins og í handriti Jóns Aðalsteins. Eðvarð T. Jónsson tók að sér að taka saman textann sem bættist við fyrir árin 1995 til 2014. Bókin, Frímerki íslenska lýðveldisins 1944-2014, kemur út í rafrænni útgáfu og tveimur bindum, Frímerki íslenska lýðveldisins I. bindi 1944-1999 og Frímerki íslenska lýðveldisins II. bindi 2000-2014 og verður það form hennar til framtíðar enda ætlunin að bæta reglulega við seinna bindið umfjöllun um frímerkjaútgáfur eftir 2014. Bókin er höfð í tveimur bindum svo þeir sem þess óska geti sjálfir prentað bækurnar út á vef www.blurb.com en stærð bókarinnar leyfir ekki að hún sé í einu bindi m.t.t. útprentunar. Það er von okkar að útgáfa þessarar bókar nýtist áhugamönnum um íslenska frímerkjasögu. Vilhjálmur Sigurðsson Forstöðumaður Frímerkjasölu Íslandspósts 3 1944 Lýðveldið Ísland – Jón Sigurðsson Árið 1944 urðu mikil þáttaskil í sögu íslensku þjóðarinnar, þegar lýðveldi var stofnað á Íslandi og þjóðin tók öll mál sín í eigin hendur eftir erlend yfirráð allt frá árunum 1262-1264. Ákveðið var, að stofnun lýðveldisins færi fram á hinum forna þingstað þjóðar- innar, Þingvöllum, hinn 17. júní 1944. Sá dagur var einmitt valinn til heiðurs frelsishetju Íslendinga á 19. öld í baráttu þjóðarinnar fyrir fullveldi sínu, Jóni Sigurðssyni. Sérstök Þjóðhátíðarnefnd var skipuð. Eitt hið fyrsta verk hennar var að skrifa ríkisstjórn landsins bréf með ósk um, „að hún léti gera hátíðarfrímerki í tilefni af lýðveldisstofnuninni, og að ágóðanum af sölu þessara frímerkja yrði varið til þess að standast kostnað við hátíðahöldin“ 1 Ríkisstjórnin varð að sjálfsögðu við beiðni nefndarinnar og fól póststjórninni að gefa þessi frímerki út. Vitaskuld kom ekki annað til greina en þau bæru mynd af Jóni Sigurðssyni. Var hún gerð eftir ljósmynd af honum. Rammateikningu gerði Árni Sveinbjörnsson, en hann starfaði um langt skeið á teiknistofu póst- stjórnarinnar. Hafði hann áður komið nokkuð að gerð íslenskra frímerkja og átti eftir að gera það um mörg ár eftir þetta. Myndgröftur og prentun frímerkjanna í stáldjúpþrykki (Intaglio) fór fram hjá Thomas de la Rue & Co. Ltd., í London Englandi, sem allt frá árinu 1930 hafði prentað frímerki fyrir póststjórnina. 1 Lýðveldishátíðin 1944 (bls. 73) útg. Leiftur hf. 5 1944 Frímerki þessi voru öll gerð eftir sömu ljósmynd af Jóni Sigurðssyni, og urðu verðgildi þeirra alls sex: 10 aurar, 25 aurar, 50 aurar, 1 króna, 5 krónur og 10 krónur. Mörgum þótti þetta heldur einhæft val, enda verður því ekki neitað, að vel hefði farið á að gefa út mun skemmtilegri flokk frímerkja af þessu tilefni. Vel má vera, að styrjaldarástand það, sem ríkti í veröldinni um þær mundir hafi ráðið einhverju um, að fjölbreytnin varð ekki meiri. Hátíðarfrímerkin komu svo út á sjálfum stofndegi lýðveldisins, 17. júní, og voru seld á sérstöku pósthúsi á Þingvöllum, sem komið var upp í tjaldi niðri á Völl- unum. Sérstakur hátíðarstimpill var notaður við stimplun þessara frímerkja. Þau voru síðan notuð á allan venjulegan póst næstu ár á eftir, samhliða öðrum frímerkjum. Hins vegar var upplag þeirra ekki mjög stórt, svo að þau hurfu sum hver nokkuð fljótt úr umferð. 6 1945 til 1949 Endurprentun frímerkja frá konungsríkinu Enda þótt frímerkin í minningarútgáfu lýðveldisins frá 17. júní 1944 væru ætluð til almennra nota, ákvað póststjórnin að gefa út nokkur viðbótarverðgildi við útgáfur frá árunum 1938 og 1939. Þannig skarast frímerkjaútgáfur konungs- ríkisins og lýðveldisins saman á þessum árum. Hinn 26. mars 1945 voru gefin út tvö frímerki til viðbótar við svonefnda „fiska- seríu“ frá 1939 í breyttum litum, 10 aura grátt með mynd af síld og 25 aura rauðbrúnt með mynd af þorski. Þessi fiskamerki voru síðan endurprentuð nokkrum sinnum á árunum 1946 til 1949. Þennan sama dag, 26. mars 1945, kom enn fremur út 1 krónu frímerki með mynd af Geysi, en það myndefni kom fyrst út á frímerkjum 1938. Þetta 1 krónu frímerki var endurprentað í mars 1946 og síðan tvívegis með annarri tökkun (11½), í janúar 1947 og í janúar 1948 og er því í raun um ný frímerki að ræða. Sama á við um 60 aura frímerki með mynd af Geysi, sem kom upphaflega út 1. maí 1943, en það var endurprentað bæði 1947 og 1948 og þá sem gróftakkað (11½). Að síðustu kom út hinn 26. mars 1945, 10 króna frímerki með mynd af styttu Þorfinns karlsefnis eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Þetta frímerki var svo endurprentað í september 1948 og þá með annarri tökkun (11½). Tvö frímerki með styttu Þorfinns karlsefnis, annars vegar að verðgildi 2 kr. sem kom út 30. júní 1939, og hins vegar að verðgildi 5 kr. sem kom út 1. maí 1943 voru bæði endurprentuð 1947 og 1948 og afgreidd með annarri tökkun, gróftökkun (11½). Engin önnur frímerki komu út á árinu 1945 og engin frímerki voru gefin út árið 1946. Með þessum endurprentunum lýkur útgáfu frímerkja frá konungsríkinu Ísland í febrúar 1949. 7 1947 Flugfrímerki Árið 1947 kom út önnur sjálfstæða frímerkjaútgáfa lýðveldisins. Þá gaf póst- stjórnin út flugfrímerki. Áður höfðu komið út sérstök flugfrímerki árið 1930 og 1934. Þar að auki höfðu ýmis frímerki verið yfirprentuð sem flugfrímerki á árunum 1928 til 1933 af sérstöku tilefni. Hinn 18. ágúst 1947 komu út sex flugfrímerki með landslagsmyndum frá jafnmörgum stöðum. Á þeim má sjá þær flugvélategundir, sem þá voru í eigu Íslendinga. Á 15 aura frímerki er mynd frá Þingvöllum, en frá Ísafirði á 30 aura frímerki. Mynd frá Akureyri er á 75 aura frímerki, en á 1 krónu frímerki er Strandar- tindur við Seyðisfjörð. Á 2 krónu frímerki er fjallið Þyrill í Hvalfirði, en á hæsta verð gildinu, 3 krónum, sést stærsta flugvél Íslendinga á þeim tíma svífa yfir Tjörnina í Reykjavík á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Enda þótt ætlunin muni hafa verið sú, að þessi flugfrímerki yrðu fyrst og fremst notuð á þann póst, sem færi með flugvélum, var öllum heimilt að nota þau á hvaða póstsendingar sem þeir vildu. Hafði svo einnig verið með flugfrímerkin frá 1934. Líklegast er að reyndin hafi orðið sú, að flestir hafi notað slík frímerki á almennar póstsendingar, bæði fyrir og eftir þennan tíma. Frímerkin voru teiknuð af Halldóri Péturssyni, en myndgröftur og prentun í stáldjúpþrykki fór fram hjá Thomas de la Rue & Co. Ltd., í London, Englandi. 8 1948 Heklufrímerki Hinn 3. desember gaf Póst- og símamálastofnunin út sjö frímerki til að minnast þess, að 29. mars 1947 hófst mikið gos í eldfjallinu Heklu eftir rúmlega aldarhlé. Svo sem alkunna er, hefur Hekla verið víðfrægasta eldfjall Íslands um aldir. Íslensk póstyfirvöld sáu hér ágætt tækifæri til að minna bæði á Heklu og eins land og þjóð með útgáfu almennra frímerkja með myndum frá gosinu. Þrenns konar myndefni var notað á frímerkin, sem sýnir upphaf gossins og eins þegar nokkuð leið á gostímann. Sama myndefni er á 12 aura og 50 aura frímerkjum, annað á 25 aura, 1 krónu og 10 króna frímerkjum og hið þriðja á 35 aura og 60 aura frímerkjum. Frímerki þessi teiknaði Stefán Jónsson arkitekt eftir ljósmyndum, en Stefán átti eftir að koma mjög við frímerkjasögu póststjórnarinnar á næstu árum. Myndgröftur og prentun í stáldjúpþrykki fór fram hjá Thomas de la Rue & Co. Ltd., í London, Englandi. 9 1949 Líknarfrímerki Hinn 8. júní 1949 gaf Póst- og símamálastofnunin út svonefnd líknarfrímerki með yfirverði til ágóða fyrir ýmsar líknarstofnanir. Var þetta í annað skiptið, sem slíkt var reynt hérlendis. Árið 1933 komu út fjögur frímerki í sama skyni. Voru þau þá kölluð Hjálparfrímerki. Skyldi yfirverð þeirra renna í Líknarsjóð Íslands, sem þá var nýstofnaður. Hlutverk hans var „að styrkja með fjárframlögum hverskonar líknarstarfsemi í landinu, einkum slysavarnir, barnahæli, elliheimili og þess háttar fyrirtæki“, svo sem segir í skipulagsskrá hans. Verðgildi þessara frímerkja til burðargjalds voru 10, 35, 50, 60 og 75 aurar, en yfirverð þeirra í sömu röð 10, 15, 25, 25 og 25 aurar. Þessi nýju líknarfrímerki áttu enn að styrkja sömu málefni og frá segir í skipulagsskrá, enda bera frímerkin sjálf með sér, hvert yfirverð þeirra skyldi renna.

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    366 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us