Helga Guðrún Johnson Guðrún Helga Sigurveig Jónsdóttir Sigurveig Jónsdóttir ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Helga Guðrún Johnson Saga ferðaþjónustu á Íslandi Saga skipulegrar ferðaþjónustu á Íslandi er ekki löng í sögulegu samhengi, en hún er þeim mun ævintýralegri. Frásagnir ferðalanga og landkönnuða sem sóttu landið heim á fyrri öldum eru merkar heimildir, og vitna jafnt um fordóma og fáfræði sem forvitni og aðdáun. Slíkar heimsóknir voru svo fáar að þær rötuðu í annála hér heima og ófá rit voru gefin út erlendis um upplifun og rannsóknir ferðlanganna, gjarnan prýdd ómetanlegum myndum. Íslenskir fræðimenn fóru svo smám saman að kanna landið sitt

og skrifa um það, meðal annars í þeim tilgangi að ryðja úr vegi ýmsum ÞAÐ ER KOMINN GESTUR bábiljum í ritum útlendinganna.

Skipulegar skemmtiferðir og lystireisur hingað til lands hófust þó ekki fyrr en seint á 19. öldinni, þegar skipakomum fjölgaði. Þá skapaðist grundvöllur fyrir ferðaþjónustu og fyrstu útibú erlendra ferðaskrifstofa voru opnuð hér á landi. Þar með hófst magnað ferli, þar sem sjálfsögð gestrisni við fáeina ferðamenn þróaðist í að verða stærsta atvinnugrein þjóðarinnar, og sér ekki fyrir endann á því ævintýri. Framfarir í sam- göngumálum gera það að verkum að Ísland er ekki lengur úr leið, auk þess sem Íslendingar ferðast nú mun meira um eigið land en áður var, og leita þá gjarnan á vit friðsemdarinnar fjarri mannabyggðum.

Höfundar verksins, Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir, hafa unnið mikið við að skrá sögu atvinnulífsins. Í þessu verki hafa þær kapp- kostað að gera frumkvöðlum í ferðaþjónustu skil, og rekja þessa miklu sögu með frásögnum þeirra sem riðu á vaðið og stóðu fyrir nýbreytni. Það er léttur blær yfir frásögninni og bókin er búin fjölmörgum ljós- ÞAÐ ER KOMINN myndum sem glæða þessa einstöku sögu mögnuðu lífi.

Saga ferðaþjónustu á Íslandi GESTUR

Samtök ferðaþjónustunnar það er kominn gestur

Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson

það er kominn gestur

Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Samtök ferðaþjónustunnar Þad er kominn gestur © texti: Sigurveig Jónsdóttir og Helga Guðrún Johnson © myndir: Sjá myndaskrá

Umsjón útgáfu: Bókaútgáfan Opna ehf. Forlagsritstjórn: Sigurður Svavarsson Hönnun og umbrot: Anna Cynthia Leplar Prentvinnsla: ?

Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilega hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda.

Samtök ferðaþjónustunnar, Reykjavík 2014 ISBN: Efnisyfirlit

Formáli 7 utan alfaraleiða 8 ekki bara kóngar og sérvitringar 38 vegir, vertar og veitingar 72 uppgrip í stríði 102 af himnum ofan 122 um veg og vegleysur 142 hótelvæðing í bæ og sveit 168 ferðaþjónusta í fámenni 192 tækifærin gripin 212 vaxtarsprotinn tekur kipp 244 ferðaþjónustan í fararbroddi 274 horft til framtíðar 306

Gamall draumur orðinn að veruleika 317 Frá höfundum 318 Tilvísanir 319 Heimildir 323 Nafnaskrá 327 Myndaskrá 331

FERÐAÞJÓNUSTA | 5 6 | FERÐAÞJÓNUSTA Formáli

Um nokkurt skeið hefur verið rætt um nauðsyn þess að halda til haga helstu áföngum í tiltölulega stuttri en umfangsmikilli sögu ferðaþjónustu á Íslandi. Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var á Akureyri vorið 2011, var samþykkt að samtökin skyldu leggja drög að ritun á sögu greinarinnar. Þar sem ljóst var að um umfangsmikið verk yrði að ræða var leitað til ráðuneytis ferða- mála um fjárstuðning og tók Katrín Júlíusdóttir, þáverandi ráðherra, erindinu vel og í framhaldi af því var sett á laggirnar ritnefnd til að halda utan um vinnuna. Í ritnefndinni sátu þau Hildur Jónsdóttir formaður, Helga Haraldsdóttir, Áslaug Alfreðsdóttir, Magnús Oddsson og Guðjón Arngrímsson auk þess sem Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, starfaði með nefndinni. Mikill fengur var að fá slíkt einvalalið í þessa vinnu og eru nefndarmönnum færðar alúðarþakkir fyrir að leggja verkefninu til tíma sinn og þekkingu. Til þess að skrifa sjálft verkið voru fengnir miklir reynsluboltar í skráningu sögu atvinnu- lífsins, þær Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir. Það er skemmtileg tilviljun að á sama tíma og saga ferðaþjónustunnar kemur út á bók eru einmitt þau tímamót að íslensk ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem skapar þjóðar- búinu mestar gjaldeyristekjur. Umfang greinarinnar hefur vaxið gríðarlega á stuttum tíma og því eru margir af frumkvöðlum íslenskrar ferðaþjónustu enn starfandi. Við sem störf- um í greininni erum stolt af árangrinum þegar litið er yfir farinn veg og eigum frumkvöðl- unum mikið að þakka. Án hugmyndaflugs þeirra og trúar á Ísland sem ferðamannaland hefði ævintýrið aldrei orðið að veruleika. Þrátt fyrir að taka á mörgum helstu þáttum í sögu ferðaþjónustunnar er ljóst að verkið er ekki tæmandi heimild um söguna enda af svo mörgu að taka. Ekki var lögð áhersla á að gefa viðburðum næst okkur í tíma mikið rými, saga þeirra mun verða rakin síðar með ítarlegri hætti. Ég vil þakka öllum sem komu að þessu verki. Þetta er glæsilegt verk sem ég veit að margir munu hafa gagn og ekki síður gaman að, enda var lagt upp með að hafa ritið læsilegt og búa það ríkulega út með myndefni.

Árni Gunnarsson formaður SAF 2008-2014

FERÐAÞJÓNUSTA | 7 Konungur sækir landið heim í fyRsta sinn Kristján IX. fagnar þúsund ára afmæli byggðar í landinu með Íslendingum. Valdimar prins með í för Lóur, p Stærsta Skáldið mýrisnípur ferðaskrifstofa William og silungar á heims á Íslandi borðum Morris Árið 1872 fékk Geir Zoëga umboð dásamar Breskir stangveiðimenn sækja fyrir bresku ferðaskrifstofuna landið heim í auknum mæli Thomas Cook. og gæða sér á ýmsu lostæti Ísland sem landsmönnum þykir „... hið dýrðlega látleysi framandlegt. • hins voðalega og tragíska Fyrsta en fagra lands, með sínar ógleymanlegu sögur hótelið í af hugrökkum Reykjavík mönnum, eyddu öllum Skandinavia er fyrsta hótel efasemdartilfinningum bæjarins. Í Þjóðólfi segir að það sé 130 „... gistihús fyrir almenning, bæði í huga mér,” sagði æðri menn og lægri.” breska skáldið. hesta hótel í höfuðstað Norðurlands Ameríski viðskiptajöfurinn Georg Schrader hefur reist stórt og vandað hesthús í 8 | FERÐAÞJÓNUSTA Grófargili á Akureyri. utan alfaraleiða

Ferðaþjónusta var lengi að taka á sig mynd á Íslandi. Um aldir urðu ferðalangar nánast eingöngu að treysta á gestrisni og leiðsögn bændafólks. Það var ekki fyrr en um miðja nítj- ándu öld sem önnur gisting stóð til boða. Ef til vill má reyndar segja að fyrir þann tíma hafi ekki verið mikil þörf fyrir slíka þjónustu. Fáir erlendir ferðamenn lögðu leið sína til landsins og nánast enginn án þess að eiga brýnt erindi. Þeir sem þó komu í leit að nýjum slóðum og torsóttum þurftu að treysta á þjónustulund landsmanna.

Það grær aldrei gatan til þeirra Gestrisni hefur allt frá landnámi verið talin mikil dyggð á Íslandi. Þótt stundum væri talað um gestanauð á býlum sem voru við fjölfarnar leiðir, var hitt algengara að menn tækju gestum fagnandi og teldu það sér til ágætis að vera álitnir góðir heim að sækja. Á mið- öldum hvíldi biskupsgisting sem skylda á einstökum kirkjustöðum en gistigreiðinn var þó yfirleitt veittur á bændabýlunum – og oft án þess að nokkur greiðsla kæmi fyrir.1 Það var mikið hrós þegar sagt var um greiðvikið fólk: Það grær aldrei gatan til þeirra. „Hvort sem við komum inn í hús verkamanns eða ríks borgara, rétti Íslendingurinn okkur vinsamlega hönd sína og bauð til stofu, en húsfreyjan flýtti sér að bjóða okkur allt það besta er hún átti,“ ritaði Xavier Marmier, einn vísindamannanna í Paul Gaimard-leið- angri Frakka til Íslands árið 1836.2 Undir þetta taka margir þeirra sem færðu ferðasögu sína frá Íslandi í letur. Nánast alls staðar var gestum tekið fagnandi, boðið til gestastofu og ekki stóð á veitingunum. „… kaffiketillinn hlýtur að „standa á eldinum“ alla tíma dags-

FERÐAÞJÓNUSTA | 9 ins á íslensku bæjunum,“ segir Carl Wilhelm Paijkull, sænskur nátt- úruvísindamaður sem ferðaðist um landið sumarið 1865, í bók sinni En sommer på Island. Þó sá hann margt sem betur mætti fara2 Opnar bæjardyr voru vísbend- ing um að gestir væru velkomnir, en eflaust hefur stundum þurft að breyta út af því. Það getur verið kalsamt að skilja eftir opnar dyr á Íslandi. Ólafur Helgi Jónsson sem síðar varð bóndi á Eystri-Sól- heimum í Mýrdal lýsti gestagangi á Eystri-Skógum á æskuárum sínum. Hann hefur verið mikill, jafnvel að vetri til. Ólafur Helgi mundi eftir því að einn þorrann hafi til dæmis Oft var erfitt að greina íslensku bæina frá landslaginu. verið þar einn eða fleiri næturgestir hverja nótt. Margir þurftu auk þess að fá fylgd yfir Jökulsá. Aldrei var tekin greiðsla fyrir þessa þjónustu.

Hindurvitni og dómharka Ferðaþjónusta á Íslandi byrjaði reyndar heldur óbjörgulega. Gamlar heimildir benda síður en svo til þess að af landinu færi þannig orð að það vekti mikinn áhuga á Íslandsferðum. Í byrjun sextándu aldar var haft eftir Englendingum sem sóttu sjávarfang til Íslands að þar byggi villt þjóð, „… ómenntuð og hálfnakin og býr hún í mjög lágum húsum neðanjarðar. Um sjóinn þar er ekki hægt að sigla í 6 mánuði af því hann er frosinn.“4 Þetta kemur fram á korti sem gefið var út á þessum tíma og ekki bætir eftirfarandi úr skák: „Þar er sagt að lengstir dagar séu 22 stundir eða meir og mjög stuttar nætur, af því eyjan er svo langt frá miðjarðarlínu, og er mælt að hún sé lengst þaðan af öllum löndum. Sakir hins kalda og óstöðuga loftslags fæst þar enginn annar matur en fiskur þurrkaður við kulda.“ Þessi lýsing er ekki beint spennandi eða til þess fallin að fólk legði unnvörpum í langt og kostnaðarsamt ferðalag til að skoða þetta eyríki nánar. Sagan sem hér verður sögð byrj- aði því satt best að segja við brekkurætur.

Skítugt fólk og vondur matur Nokkrum áratugum síðar birtist á prenti lýsing á Íslandi sem mun hafa farið víða. Höfund- urinn var þýskur kaupmaður, Gories Peerse, sem líklega hefur komið nokkrum sinnum

10 | FERÐAÞJÓNUSTA til landsins. Lýsingar hans eru ófagrar. Hann segir landið furðulegt vegna vinds, bleytu, kulda og sérstaklega hárra fjalla. Nefnir hann til sögunnar Snæfellsjökul og Heklu sem bændurnir telji vera helvíti. Úr henni komi stanslaus reykur og eldgos og jarðskjálftar valdi mikilli eyðileggingu. Húsakynni landsmanna kveður hann vera í jörðu niðri og þar sé „ekki hægt að verja sig fyrir lúsunum“.5 Allir sofi saman í einni sæng, bæði karlar og konur, og snúi fólk höfðum og fótum saman. Segir hann fólk fara snemma að sofa en seint á fætur og hirði lítt um hreinlæti. Varðandi matarræði segir hann Íslendinga éta úldinn fisk og með honum hárugt, ósaltað smjör. „Þeir sem ekki fella sig við þessa háttu og geta ekki melt þennan mat, þeir geta ekki haft ofan í sig á Íslandi.“6 Margt af þessu var eflaust rétt. Til að mynda gat verið erfitt að greina suma torfbæina frá grasivöxnum hól, ef komið var aftan að þeim. Ekki batnaði orðsporið árið 1607 þegar kom út í Hollandi bókin Islandia þar sem mað- ur að nafni Dithmar Blefken segir sögu Íslandsferðar sinnar árið 1563. Í formála útskýrir hann 44 ára töf á útgáfunni með ýmsum ævintýrum sem hann hafi lent í. Engar öruggar heimildir munu vera fyrir þessari ferð, en sjálfur segist hann hafa komið til landsins sem Arngrímur Jónsson sem kallaður var lærði skrifaði prestur Hamborgara. Bókin var gefin út margsinnis og á mörgum tungumálum. Allt fram nokkur rit til varnar Íslandi og til að kveða niður á átjándu öld var í hana vitnað í fjölda annarra rita og varð hún því meginuppstaðan í neikvæða umfjöllun um land og þjóð. Hér er titilsíða því sem menn vissu erlendis um land og þjóð. Um líf og siði Íslendinga svipar lýsing- ritsins Anatome Blefkenania frá 1612. um Blefkens mjög til þess sem komið hafði fram hjá Peerse áður. Hann telur Íslendinga Elstu Íslandslýsingar erlendra manna eru margar með drambsama, hjátrúarfulla og lúsuga. ólíkindum, enda ekki víst að þeir hafi komið sjálfir til Sem dæmi um hjátrúna nefnir Blefken að Íslendingar hafi í þjónustu sinni púka sem landsins. Þessi mynd á að sýna Heklu sem öllum stóð ráði vindi og veðrum. Þetta sé búhnykkur hjá þeim sem selji vind. Sjálfur hafi hann reynt ógn af og birtist í Islandia, riti Dithmars Blefken. þetta þegar hann fór frá Íslandi með Portúgölum. Þá hafi íslenskur kunn- ingi hans hnýtt þrjá hnúta á klút að skilnaði og lofað hagstæðum byr. Ekki skyldi leysa hnútana nema illa byrjaði. Fór svo, segir Blefken, að nálægt Spáni datt á þá dúnalogn. Leysti þá Blefken fyrsta hnútinn – og viti menn – eftir stutta stund var komin örlítil gola. Við losun hinna hnútanna brá svo við að vind- urinn óx svo mjög að þeir komust á áfangastað á tveimur dögum.7 Siðferðið þykir Blefken ekki upp á marga fiska. Gjafvaxta stúlkur leiti lags við þýska farmenn með vitund og vilja foreldra sinna og þyki sæmd af því og börnum þeim sem undir

FERÐAÞJÓNUSTA | 11 Vatnslitamynd eftir Danann Erik Bruhn af gosi í komi með þessum hætti. Stúlka sem eigi mök við Þjóðverja njóti mikillar virðingar og sé Eyjafjallajökli sem náði hámarki í júlí 1822. eftirsótt af biðlum. Þrátt fyrir allt sá Blefken þó stöku ljósan punkt hjá þjóðinni í norðri. Hann kunni vel að meta það að foreldrar kenndu börnum sínum lestur og lög landsins. Telur hann að þeir séu fáir karlmennirnir sem ekki kunni að lesa og meira að segja kunni margar konur það líka. Íslendinga segir hann verða langlífa þótt hvorki hafi þeir lyf né lækna. Margir þeirra verði 150 ára og Blefken kveðst hafa hitt öldung sem hafi sagst vera 200 ára.8 Blefken var ekki einn um það að fara með ótrúlegar tölur á þessum löngu liðnu öldum. Daníel Streyc, prentsmiðjustjóri í bænum Lesznó í Póllandi, er höfundur rits sem nefnt var Islándia og gefið út á pólsku laust fyrir miðja 17. öld. Getur þar að líta margar furðusögur, sumar keimlíkar þeim sem sagðar höfðu verið á prenti nokkrum árum áður en talið er að hann hafi komið til landsins. Aðrar skera sig nokkuð úr. Til dæmis er skemmtileg lýsingin á húsakynnum Íslendinga. Híbýlin segir hann landsmenn grafa niður í jörðina og séu þau oftast einstök eða tvö saman. Hverju húsi sé aftur á móti skipt í mörg herbergi, og búi þá stundum fimmtíu menn í öðru, ef tvö eru saman, en eitt hundrað eða tvö hundruð í hinu. Ekki kveðst höfundur segja frá öllu sem hægt sé að sjá og heyra í þessu landi. „Í fyrsta lagi var alveg ómögulegt að skoða allt á svo stuttum tíma, og hef ég því heldur sleppt alveg að minnast á það en að skýra frá einhverju sem vafi gætið leikið á að væri sannleikanum samkvæmt.“9

12 | FERÐAÞJÓNUSTA Gripið til varna Framangreind rit og fleiri til virðast hafa verið nokkuð lesin. Að minnsta kosti sjást sömu eða svipaðar sögur og lýsingar aftur og aftur í rituðum heimildum frá þessum tíma. Um aldamótin 1600 er íslenskum menntamönnum nóg boðið og sjá þeir sig knúna til að svara þeim óhróðri sem útlendingar skrifuðu um landið. Þeirra mikilvirkastur var Arngrímur Jónsson lærði. Hann samdi á árunum 1593 til 1643 fimm rit til varnar landi sínu. Hafa þau eflaust haft áhrif, að minnsta kosti meðal erlendra menntamanna. Ímynd landsmanna meðal útlendinga fór þó almennt ekki að breytast að ráði fyrr en kom fram á 18. öldina. Ekki er hægt að fullyrða hvað riðið hefur baggamuninn, en allt í einu fara erlendir gestir að gefa nýja og bjartari mynd af landinu og íbúum þess. „Hlutu þeir hrós fyrir einfalt líferni sitt, sakleysi, trúarhita, gestrisni og ættjarðarást og var teflt fram sem jákvæðum valkosti gagnvart spillingu samtímans,“ segir Sumarliði R. Ísleifsson í úttekt á skrifum erlendra höfunda á 18. öld.10

Vísindarannsóknir skipta sköpum Friðrik konungur V. sýndi mikinn áhuga á að fá réttar upplýsingar um hvaðeina sem snerti Ísland og ábendingar um það hvernig nýta mætti hlunnindi landsins sem best. Var það í samræmi við þá vakningaröldu sem þá hafði risið, upplýsinguna. Upplýsingastefnan varð til á sautjándu öld og mótaði hugsun og samfélagshætti Vesturlandabúa á þeirri átjándu. Hún fól í sér trú á vísindi og framfarir, mannréttindi, jafnrétti og frelsi og ekki síst var hún uppreisn gegn klerkaveldi, ritskoðun og andlegri ánauð. Árið 1749 kom hingað til lands á vegum Konunglega danska vísindafélagsins maður

Eggert og Bjarni gengu fyrstir á Heklu, sem mönnum ! hafði staðið ógn af um aldir.

FERÐAÞJÓNUSTA | 13 að nafni Níels Horrebow. Hann hafði lagt stund á stjörnufræði og stærðfræði og var doktor í lögfræði. Hann dvaldi á Íslandi í tvö ár við rannsóknir og birt- ust niðurstöður hans í bók sem kom út í Danmörku árið 1752, Áreiðanlegar sagnir um Ísland. Í formála segir hann að bókin sé aðallega leiðréttingar á rang- færslum í riti eftir Þjóðverjann Johann Anderson sem aldrei hafi til landsins komið heldur byggt skrif sín á frásögn- um „skipstjóra og undir-kaupmanna“ sem hingað hafi siglt.11 Þótt Horrebow hafi komið á vegum Vísindafélagsins hafði hann lítið fé til Í ritinu Yacht Voyage to frá árinu 1854 eru ferðalaga og lélegan tækjabúnað. Ef til vill hefur hann því ekki farið víða, en ýmsar lýs- algengustu ferðaleiðir sunnanlands sýndar á korti. ingar hans og athuganir voru vel unnar. Meðal annars lýsti hann ágætlega allri húsagerð á Íslandi.

Eggert og Bjarni breyta ímyndinni Í beinu framhaldi af rannsóknum Horrebows gekkst konungur fyrir því að tveir ungir íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn væru sendir til landsins á vegum Vísindafélagsins til þess að rannsaka eðli landsins og ásigkomulag. Þetta voru þeir Eggert Ólafsson nátt- úrufræðingur og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir. Á árunum 1752-1757 stunduðu þeir rannsóknir á Íslandi á sumrin og dvöldu hjá Skúla Magnússyni í Viðey á vetrum. Þeir höfðu áður ferðast nokkuð um Ísland. Meðal annars gengu þeir á Heklu hinn 20. júní árið 1750, fyrstir manna, og þótti það mikið afrek, ekki síst fyrir þá sök að við fjallgönguna þurfti að sigrast á hjátrú og hleypidómum. Hekla hafði skotið mönnum skelk í bringu og var talin ókleif. Á hverju ári gáfu þeir skýrslu um það sem þeir höfðu orðið áskynja og í lokin skrif- uðu þeir bók, Rejse igennem Island, sem í íslenskri þýðingu nefnist Ferðabók Eggerts og Bjarna. Að vísu kom Bjarni minna að því verki en Eggert, þar sem hann var skipaður landlæknir árið 1760. Bókin hefur því að mestu verið eignuð Eggerti. Bjarni kom hins vegar nokkuð að verkinu því hann las hana alla yfir og lagði smiðshöggið á. Eggert vann við skriftirnar vestur í Sauðlauksdal hjá systur sinni, Rannveigu, og manni hennar, Birni prófasti Halldórssyni. Verkið sóttist heldur seint og verður sá dráttur, að minnsta kosti að hluta til, rakinn til mikils ræktunaráhuga þeirra mága. Þeir gerðu margvíslegar tilraunir með grastegundir og matjurtir. Eggert lauk síðan við bókina í Kaupmannahöfn á árun- um 1764-1766. Hann náði þó ekki að líta ferðabókina sína prentaða. Hann drukknaði á Breiðafirði ásamt konu sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, árið 1768.

14 | FERÐAÞJÓNUSTA Íslenskur sveitabær, teikning úr Ferðabók Eggerts og Bjarna.

Ferðabókin kom út í tveimur bindum á dönsku árið 1772 og var fljótlega þýdd á öll helstu tungumál Evrópu. Hins vegar var hún fyrst prentuð á íslensku árið 1943. Ferðir þeirra Eggerts og Bjarna áttu eftir að gjörbreyta hugmyndum manna um Ísland. Þeir fóru um flestar byggðir landsins og víða um óbyggðir, klifu fjöll og jökla og söfnuðu „… meiri og staðbetri fróðleik um land og þjóð en áður hafði verið gert,“ eins og Steindór Steindórsson frá Hlöðum orðaði það.12 „Ekkert rit mun hafa dugað oss betur til að breiða út þekkingu á landi og þjóð þar til Þorvaldur Thoroddsen fór að fræða alheim um náttúru Íslands,“ sagði Steindór í tveggja alda dánarminningu um Eggert.13 Þorvaldur var jarðfræð- ingur, þekktastur fyrir bókina Lýsing Íslands sem kom út árið 1881.

FERÐAÞJÓNUSTA | 15 Margir þeirra sem heimsóttu landið myndskreyttu Meira rýnt í náttúruna ferðasögur sínar. Einn þeirra var dansk-þýski Upp úr þessu fer straumur ferðamanna, einkum vísindamanna, til Íslandsstranda vaxandi. listmálarinn Frederick Kloss sem kom til Íslands 1834 og málaði m.a. þessa mynd af Reykjavík. Bretar höfðu löngum haft mikil tengsl við Ísland, ekki síst vegna fiskveiða við landið og áhuga á bókmenntaarfinum. Árið 1772 kom fyrsti breski rannsóknarleiðangurinn og var hann undir forystu náttúrufræðingsins Sir Josephs Banks. Hann var ferðavanur, þótt enn væri hann innan við þrítugt, og með honum í för voru bæði vísindamenn og myndlistar­ menn. Þeirra á meðal var sænskur guðfræðingur, Uno von Troil, sem skrifaði mikið um ferðina. Hann taldi að landið væri illa byggilegt vegna berangurs og hárra fjalla. Hins vegar hafði hann gott eitt að segja um mannfólkið. Íslendingar væru góðlynt og heiðarlegt fólk, með fáa lesti. Þjófnaðir væru fátíðir og lauslæti þeim yfirleitt fjarri. Þrátt fyrir fátækt væru þeir gestrisnir: „Þeir veita með glöðu geði allt sem þeir mega og andlit þeirra ljóma af fögn- uði þegar gesturinn gerir sér það að góðu.“14 Fleiri breskir vísindamenn komu næstu áratugina og var mikið rannsakað; jurtir, stein- ar, fjöll og vogar. Forn norræn menning hafði lengi vakið áhuga Evrópubúa á landinu en þegar leið á 18. öldina var náttúra Íslands, eldfjöll og fossar, jöklar og hverir, farin að laða almenna borgara að landinu, aðallega efnaða þó.

16 | FERÐAÞJÓNUSTA Frakkar voru í hópi þeirra vísindamanna sem í auknum mæli lögðu á norðlægar slóðir og létu að sér kveða í Íslandsrannsóknum. Væntanlega er þar frægastur Paul Gaimard. Hann kom fyrst við annan mann árið 1835 og ári síðar með heilan hóp vísinda-, fræði- og listamanna á vegum frönsku stjórnarinnar. Leiðangurinn var vel búinn tækjum og mönn- um. Frakkarnir urðu mjög vinsælir á Íslandi; þóttu kurteisari og örlátari en menn áttu að venjast af erlendum gestum. Gefið var út mikið rit um þennan leiðangur í ellefu bindum. Verkið kom út á árunum 1838-1852. Talið er að aldrei hafi verið gefið út eins viðhafn- armikið rit um Ísland erlendis og það hefur verið gríðarlega góð landkynning.15 Í þessu ritverki var mikill fjöldi mynda og hluti þeirra er í bók sem gefin var út á íslensku, ensku og frönsku árið 1986 undir nafninu Íslandsmyndir Mayers 1836.

Grænt og gróft Það fór ekki mikið fyrir þjónustu við ferðamenn í Reykjavík um það leyti sem Ísland var að komast á kortið hjá fólki handan hafsins. Bærinn, sem raunar var ekki nema þorp, fékk kaupstaðarréttindi árið 1786. Þá voru íbúarnir aðeins 302. Það er því kannski ekki að undra að fyrsta veitingaleyfið í Reykjavík skuli ekki hafa verið veitt fyrr en árið 1789. Það ár fékk dönsk kona, Margrethe Angel, oftast nefnd maddama Angel, leyfi til að reka gistihús og veitingasölu. Hún opnaði tveimur árum síðar vertshús þar sem áður var

Aðalstræti 16 þegar Margrethe Angel rak veitingasölu í húsinu. Matjurtagarðurinn er í forgrunni.

FERÐAÞJÓNUSTA | 17 lóskurðarstofa Innréttinganna svokölluðu. Þar er nú Aðalstræti 16. Staðsetningin var við hæfi. Innréttingarnar, þetta fræga fyrirtæki sem Skúli Magnússon kom á laggirnar, áttu verulegan þátt í því bærinn fór nú óðum stækkandi. Innréttingarnar er einkennilegt nafn, enda var alls ekki verið að framleiða þarna innréttingar. En þannig stóð á þessu að á dönsku var hlutafélagið nefnt „De Nye Indretninger“ (Hinar nýju framkvæmdir). Félagið fékk ríflegan fjárstuðning frá Dönum og hafnar voru tilraunir með margháttaða starfsemi í meðal annars jarðrækt, ullarvefnaði og brennisteinsvinnslu. Starfsemin hófst árið 1752 og stóð að hluta til ársins 1803.16 Í byrjun gekk reksturinn vel hjá maddömu Angel, enda hafði matseljan öll spjót úti. Hún var með kýr og kom sér upp stórum matjurtagarði þar sem hún ræktaði kartöflur, rófur og ýmsar fáséðar matjurtir. Garðurinn var á bak við húsið, sunnan Grjótagötu, og þótti sérlega fínn, enda fékk Margrethe silfurmedalíu frá Hinu konunglega danska landbúnaðarfélagi árið 1792 fyrir „mikla kostgæfni í aldingarðsyrkjunni“17. Nokkuð af grænmetinu seldi hún öðrum íbúum í Reykjavík og farmönnum. Þetta er líklega eitt af elstu dæmum um að grænmeti hafi verið ræktað umfram eigin not. Margrethe Angel var því um margt á undan sinni samtíð. Og það er ekki alltaf heiglum hent. Bakarofninn sem hún keypti árið 1793 er dæmi um vandamálin sem brautryðj- endur þess tíma áttu við að stríða. Þegar Margrethe fór að selja Reykvíkingum gróft brauð sá Ólafur Stephensen stiftamtmaður ástæðu til að senda fyrirspurn til Rentukammersins í Danmörku um það hvort þetta væri leyfilegt. Bakari var jú þegar starfandi í Reykjavík. Þrátt fyrir allt sitt frumkvæði og dugnað hætti Margrethe fljótlega rekstri og flutti til Kaupmannahafnar árið 1796. Sama ár keypti landsstjórnin húsið og gerði það að land­ fógetabústað. Þrír landfógetar bjuggu þar til ársins 1828.

Velgjörðarmóðir norðan heiða Maddama Vilhelmína Lever hóf starfsferil sinn sem kaupmaður á Akureyri, en frá árinu 1852 rak hún um langt árabil veitingahús á Oddeyrinni ásamt versluninni. Veitingahúsið var lengst af kallað „Vertshús-Mína“. Vilhelmína var vel látin og um hana var meðal annars sagt: „Kona þessi var einkar vel gáfuð og í mörgu tilliti fágæt afbragðskona, framkvæmdar- og starfssöm, veglynd og fús til hjálpar og velgjörðarmóðir margra fátækra og munaðarlausra.“18 Akureyri hlaut kaupstaðarréttindi 1862 og þegar fyrst var kosið til bæjarstjórnar varð Vilhelmína fyrsta konan sem kaus. Rétt til að kjósa höfðu allir „fullmyndugir menn sem ekki voru hjú“ og þar sem orðið „menn“ var notað en ekki „karlar“ fékk Vilhelmína að ! kjósa.

18 | FERÐAÞJÓNUSTA ! Spilað og drukkið í Klúbbnum

Í áðurnefndu bréfi Ólafs Stephensen til Rentukammersins varðandi brauðgerðina er Klúbbhúsið , sem stóð við suðurenda Aðalstrætis, getið umsóknar um veitingaleyfi frá Henrik Scheel sem verið hafði fangelsisráðsmaður, hýsti síðar fyrsta spítala bæjarins og fyrsta eiginlega hótelið, Hótel Skandinaviu. „tugtmester“, í Reykjavík. Ólafur tekur þar fram að maddama Angel gæti móðgast ef leyf- ið yrði veitt. Henrik virðist þó hafa fengið þetta leyfi því hann hóf upp úr aldamótunum veitingarekstur í Austurstræti. Húsið var ýmist kallað Scheelshús eða Klúbburinn og síðar Gamli klúbburinn. Þarna var Henrik um árabil með bakarí og veitingasölu. Hann var athafnamaður og hafði lengi Elliðaárnar á leigu. Fyrir það greiddi hann 21 ríkisdal sem myndi nema liðlega 40.000 krónum nú á tímum. Reykjavíkurklúbburinn flutti starfsemi sína til Henriks árið 1810. Klúbbhugmyndin var komin frá Evrópu og var einkum fyrir heldri borgara. Í klúbbnum var aðallega spilað og drukkið – gjarnan stíft – en stundum dansað. Eftir andlát Henriks árið 1828 hafði klúbburinn eignarhald á húsinu og starfsemin var rekin áfram undir stjórn ýmissa veit- ingamanna og -kvenna. Þeirra á meðal var einhver nafntogaðasta konan í bænum: Sire Ottesen.

FERÐAÞJÓNUSTA | 19 Fegurst fljóða Sire þótti einstaklega glæsileg kona og aðlaðandi, virtist engu skipta þótt hún talaði sérkennilega dönskuskotna íslensku. Um hana segir Tómas Guðmundsson skáld að hún hafi verið „búin flestum þeim eiginleikum sem karlmenn kæra sig minnst um að standast“.19 Hún var búin að reyna sitt af hverju þegar hún gerðist veitingakona í Klúbbnum árið 1830. Hún var tveggja drengja móðir – hafði gifst fjórtán ára og var skilin fyrir tvítugt. Fljótlega eftir það eign- aðist hún tvö börn í lausaleik, hvort með sínum manninum, en þau dóu bæði á fyrsta ári. Sumarið 1834, þegar Sire var 35 ára, kom til landsins ungur enskur aðalsmaður, Arthur Dillon. Tilgangurinn Dillonshús hýsir enn veitingastarfsemi, nú í með heimsókninni var að skoða landið og skrifa ferðabók. Dillon var í fæði í Klúbbnum Árbæjarsafni. og þótt Sire væri þrettán árum eldri en hann felldu þau fljótt hugi saman. Í júní 1835 fæddist þeim dóttir. Hún var látin heita Henrietta eftir móður Dillons. Ætlunin var að þau giftust en á ráðahagnum reyndust vera meinbugir. Dillon var kaþólskur og hafði þar að auki engan svaramann. Hann sótti um undanþágu hjá kansellíinu í Kaupmannahöfn, en umsókninni var hafnað. Bar kansellíið fyrir sig að hann væri útlendur borgari auk „… annarra ástæðna sem kansellíinu eru kunnar.“20 Talið er að andstaða ættingja Dillons hafi þar ráðið miklu.21 Sire hafði fengið úthlutað lóð undir hús og matjurtagarð á Ullarstofutúni, Suðurgötu 2, og þar lét Dillon byggja glæsilegt hús. Þau fluttu saman í húsið, en svo fór að Dillon hélt aftur til Englands síðar um sumarið og eftirlét Sire og dóttur þeirra húsið. Sire bjó áfram í húsinu, sem jafnan var nefnt Dillonshús. Þar rak hún veitingasölu, hélt dansleiki, svokölluð píuböll, og leigði út herbergi. Þrátt fyrir heldur vafasama fortíð, á þess tíma mælikvarða, var hún mikils metin og aldrei nefnd annað en maddama Ottesen, ávarpstitli fyrirkvenna. Frægasti leigjandi Sire var líkast til Jónas Hallgrímsson sem bjó í húsinu veturinn 1842–1843. Dillonshús var flutt á Árbæjarsafn árið 1961 og þar eru nú aftur bornar fram veitingar á sumrin.

Loksins hótel í Reykjavík Ekkert hótel var enn risið í Reykjavík þegar 19. öldin var hálfnuð. Kaupstaðurinn fór óðum stækkandi. Íbúar voru orðnir um 1.200, fjórum sinnum fleiri en hálfri öld fyrr. Jafnframt komu stöðugt fleiri erlendir ferðamenn til landsins og flestir, ef ekki allir, höfðu einhverja viðdvöl í Reykjavík. Þó var það svo, að á þessum tíma töldust aðeins 83 ein- staklingar til íslensku verslunarmannastéttarinnar og voru þó gestgjafar meðtaldir.21 Þörfin var orðin brýn á öðrum gistimöguleikum en herbergjum hér og þar í bænum. Reykjavíkurklúbburinn, sem nú hafði misst húsnæðið í Gamla klúbbnum, fór að kanna

20 | FERÐAÞJÓNUSTA möguleika á að reisa samkomuhús. Það átti jafnframt að geta orðið gistihús sem stæði undir nafni. Ýmsir betri borgarar bæjarins stofnuðu hlutafélag til þess að gera þennan draum að veruleika. Úr varð að árið 1850 var reist sérkennilegt tvílyft hús með strýtulaga þaki rétt við gamla klúbbhúsið. Gamla húsið var ekki rifið, heldur sambyggt hinu nýja. Húsið var ýmist nefnt Nýi klúbburinn eða Gildaskálinn og loks Skandinavia og stóð þar sem nú er Herkastalinn í Kirkjustræti 2. Skandinavia telst vera fyrsta hótel bæjarins. Í húsinu var stór samkomusalur sem tók við hlutverki gamla klúbbhússins en á efri hæðinni voru gistiherbergi. Þar með var komið langþráð „gistihús fyrir almenning, bæði æðri menn og lægri,“22 eins og það var orðað í Þjóðólfi. Þarna var svo aðal veitinga- og samkomuhús bæjarins - og raunar líka leikhús - næstu áratugi. Árið 1866 var hætt að reka þarna gistihús. Hæðin var tekin undir sjúkrahús, hið fyrsta á landinu. Athygli vekur að eftir sem áður var rekið veitingahús á neðri hæðinni. Eftir þessar breytingar var ekkert hótel í Reykjavík í heilan áratug. Þá voru opnuð tvö veitinga- hús sem buðu upp á gistingu; við Skólavörðustíg 12 og Hótel Reykjavík, þar sem Vesturgata 17 er nú. Það hét fyrstu árin Temperancehótel og var bindindishótel.

Ferðamenn á hestum utan við Hótel Ísland við Aðalstræti, skömmu fyrir stækkun þess um aldamótin 1900.

FERÐAÞJÓNUSTA | 21 Ingólfur á Bakkanum Eyrarbakki var lengi helsti verslunarstaður Sunnlendinga. Um það leyti sem vorskipin komu flykktust bændur og búalið á Bakkann til þess að byrgja sig upp af nauðsynjum. Þá var löngum kátt í litla veitingahúsinu Ingólfi. Þar var meðal annars hægt að hýrga andann á hinu rómaða Bakkabrennivíni. Veitingahúsið Ingólfur var rekið af dönskum manni, Jacobsen, og var það vel sótt af heimamönnum. Þar af leiðandi gat Jacobsen haldið uppi þjónustu á öllum árstímum allt fram til 19. nóvember 1887 þegar húsið brann til grunna. Gestgjafinn og fjölskylda hans bjuggu í risi hússins og komust þau með naumindum út. Litlu sem engu var bjargað af eigum þeirra.23

Þeir stóðu við búðarborðin ÆTTARSETRIÐ LÆKJARGATU 4 Það hús sem áður stóð að Lækjargötu 4 – en er nú varðveitt á Minjasafni Reykjavíkur – Árbæjarsafni, Engu að síður gat verið sukksamt á þeim slóðum. Þórbergur Þórðarson segir frá því í lýs- tengist Ó. Johnson & Kaaber órjúfanlegum böndum. Ekki aðeins var fyrirtækið stofnað í húsinu 1906 ingu á lifnaðarháttum í Reykjavík að áfengisnautn hafi verið mikil á þessum tíma. og rekið þar fyrstu níu árin – heldur ólst Ólafur Þ. Johnson, annar stofnandi félagsins, þar upp. „Sumir karlmenn stóðu við búðarborðin mestallan daginn og keyptu brennivín í staupum Afi hans og amma í móðurætt, Bjarni „ríki“ Bjarnason og Kristín Bjarnadóttir keyptu húsið 1874 og tveimur eða kvartpelum eða hálfpelum og drukku í búðunum og komu svo fullir heim á kvöld- árum síðar hófu dóttir þeirra og tengdasonur, Ingibjörg og Þorlákur Ó. Johnson, búskap þar. in. Ryskingar í ölæði urðu alloft í búðum. Slagsmál urðu næstum á hverju kvöldi inni í svínastíunni á veitingahúsi Jörgensens (þar sem nú er Hótel Ísland) og á götunni fyrir utan húsið.“24 Kvenfólk smakkaði varla áfengi, en þó voru á því undantekningar. „Guðrún, dóttir séra Páls skálda, fékk sér og stundum í staupinu,“ segir Þórbergur „og var þá kát og orðheppin, ef hún var ávörpuð. 25 Eitt sinn hitti Jón Borgfirðingur lögregluþjónn hana góðglaða fyrir framan Temperancehótelið á Vesturgötunni og segir við hana: „Þú ert full, Gunna. Farðu heim!“ Þá svarar Gunna: Höf. Þorlákur O. Johnson Þorláki Ó. Johnson þótti vissara að hnippa í Þú hefur langar loppur, KviðskiptaviniAFFI OG KOSNINGAR sína. Hjónin Ingibjörg og Þorlákur Ó. Johnson Árið 1886 opnaði Kristín í húsinu fyrsta eiginlega kaffihús ljótur og tannhvass. bæjarins, Cafe & Conditori Hermes. Kaffistofan varð skjótt Árið 1890 setti Þorlákur á fót verzlunarskóla í kaffihúsinu aðal samkomustaður mennta- og listamanna og umræður þar að LækjargötuÞú ert 4 kvennakoppur.– fyrsta vísinn að því sem seinna varð um þjóðfrelsismál oft æði líflegar. Frumkvöðlaandinn sveif Verzlunarskóli Íslands. Ári seinna var Verzlunarmannafélag yfir vötnum og oftar en ekki einkenndust bæði orð og gjörðir Reykjavíkur stofnað í húsinu. Skömmu síðar veiktist Þorlákur af mikilli framsýni. Til að mynda var 17. júní fyrst haldinn og dró Kysstusig í kjölfarið á hundsrass.“ að mestu leyti út úr skarkala heimsins. hátíðlegur 1886 að Lækjargötu 4 – mörgum áratugum áður Til að sjá fjölskyldunni farborða stofnaði Ingibjörg kona hans en sú dagsetning öðlaðist sérstakan sess í hugum og hjörtum hannyrða- og vefnaðarvöruverslun í húsinu auk þess sem hún landsmanna. Tveimur árum síðar greiddi svo Kristín atkvæði flutti inn efni og saumaði svuntur og silkibindi. Þessa verslun í bæjarstjórnarkosningum, fyrst kvenna í Reykjavík. rak hún meðfram kaffihúsinu þar til hún lést 1920. Verslun IngibjargarÚr litlu Johnson var hinsvegarað velja rekin allt til ársins 1964. Jón Hjaltalín landlæknir gerði hótelleysið í Reykjavík að umræðuefni í Þjóðólfi árið 1872. Kvaðst hann varla vita hvað hann ætti að segja þegar útlendingar spyrðu hann um gisti- möguleika í Reykjavík „… því ég skammast mín fyrir að játa að þar sé ekkert almennilegt gestahús,“29 sagði hann.26 Þótt aðkomumenn gætu fengið inni hjá ýmsum bæjarbúum taldi

22 | FERÐAÞJÓNUSTA hann það engan veginn nóg. „Mér sýnist þetta vera velferðarmál fyrir bæinn og ekki megi lengur við svo búið standa.“ Gistihúsin í Reykjavík stóðu í raun engan veginn undir því að kallast hótel. Geysir gat hýst tuttugu gesti og á meðan Hótel Reykjavík var á Vesturgötunni var það í litlu húsi með kvisti. Þar var aðeins rúm fyrir tíu gesti. Hótel Alexandra sem kom til sögunnar um 1880 var í Hafnarstræti, en var aðeins starfrækt í stuttan tíma. Reykjavík stækkaði óðum og nú voru íbúar orðnir á þriðja þúsund talsins. Ferðamönn- um fjölgaði líka ört og þeir dvöldu lengur en áður í bænum. Það var kominn tími á hótel sem stæði undir nafni. Bygging þess átti sér nokkurn aðdraganda. Danskur maður, Níels Jörgensen, hafði verið þjónn Trampes greifa sem hér var stift- amtmaður á árunum 1850-1860. Jörgensen kunni vel við sig á Íslandi og vildi gerast veit- ingamaður. Greifinn útvegaði honum veitingaleyfi árið 1857. Jörgensen opnaði krá sem kennd var við hann og var helsta veitingahús bæjarins um árabil, en nokkuð þótti þar vera um drykkjuskap. Efnaðist hann vel af rekstrinum. Árið 1872 ákveður hann að flytja aftur til Danmerkur og selur skoskum kaupmanni, Askam, krána. Askam hefur uppi miklar Gangandi vegfarandi á Vesturgötu. Hótel Reykjavík til áætlanir um að byggja hótel, en reksturinn gengur illa hjá honum og þar sem hann getur hægri á myndinni..

FERÐAÞJÓNUSTA | 23 ! Þingvallabærinn og kirkjan skömmu fyrir aldamótin ekki greitt skuld sína við Jörgensen fer svo að Jörgensen tekur eignina aftur tveimur árum 1900. síðar. Hann hefur líka uppi áætlanir um hótel en verður fyrir sporvagni í Kaupmannahöfn og lætur lífið. Ekkja Jörgensens, Dorothea, tók þá við rekstri knæpunnar og árið 1877 giftist hún Johan Halberg, skipstjóra. Þau hjón réðust í að byggja hótel á lóðinni við hliðina á kránni og árið 1882 var Hótel Ísland risið. Gestaherbergin voru að vísu einungis tíu talsins, en þau voru vel úr garði gerð og var mál manna að loksins hefði Reykjavík eignast almenni- legt hótel.31

Landsbyggðin óbætt hjá garði Það vantaði góða gististaði víðar en í Reykjavík. Landsbyggðin gat ekki státað af mörgum gististöðum sem risu undir nafni. Þörfin var að verða brýn víða um land. Reyndar var komið gistihús að Búðum og um 1890 var herbergjum þar fjölgað til þess að geta tekið á móti vaxandi straumi ferðamanna. Á Akureyri var árið 1866 byggt timburhús undir veitingarekstur, Jensensbaukur var það nefnt eftir eigandanum. Breytt og stækkað skipti það tvívegis um eigendur og nafn áður en öldin var á enda runnin: Hótel Anna og Hótel Akureyri.

24 | FERÐAÞJÓNUSTA Ekki má gleyma Kolviðarhóli sem varð snemma helsti griðastaður ferða- langa um Hellisheiði, né Fornahvammi, efsta bæ í Norðurárdal. Þar voru rekin svokölluð gestgjafahús með opinberum styrkjum. Á Þingvöllum var ekki reist hótel fyrr en undir aldamótin 1900. Um það leyti fór hagur gististaða almennt að vænkast.

Purkunarlaus gestgjafi Lengi vel var fyrst og fremst treyst á heimahús í bæ og sveit þegar kom að því að finna gististað á ferðalagi um landið. Margir ferðalanganna fóru af stað frá Reykjavík með ábendingar kunnugra varðandi skipulag ferðarinnar og kynn- isbréf upp á vasann til að sýna á þeim bæjum sem ætlunin var að gista á eða fá einhverja aðra þjónustu. Ef marka má það sem segir í Dagbókum Williams Morris gat ferðalangurinn verið viss um vingjarnlegar móttökur alls staðar, hvort sem kynnisbréf var fyrir hendi eða ekki. Nægileg matvæli voru fáanleg, bæði til kaups og með því að veiða fugla eða fiska. Víða á betri bæjum voru sérstök gestaherbergi, svokallaðar gesta- Hið dýrðlega látleysi stofur, og baðstofurnar tóku lengi við. Sagt hefur verið að sums staðar hafi heimilisfólki Árið 1871 var breska skáldið, hönnuður- verið uppálagt að þvo sér um fætur á kvöldin, svo hugsanlegir næturgestir fengju ekki inn og listamaðurinn William Morris á óhreinar tær í andlitið á sér. Ef ekki var rúm fyrir ferðamenn á bæjunum var auðvelt að fá ferðalagi um landið. Hann hafði þýtt að tjalda. Verð fyrir þjónustu bænda virðist hafa verið mjög á reiki, sérstaklega framan af. Íslendingasögur á ensku og hafði því Á stundum er svo að sjá á lýsingum ferðalanga að þeir hafi sjálfir ákveðið upphæðina. nokkra þekkingu á landinu og tungu- Við upphaf ferðar voru hrossin ýmist keypt eða leigð. Reiðtygi, koffort, tjöld og við- málinu. Tveimur árum síðar kom hann legubúnað þurfti líka yfirleitt að útvega ferðamönnum. Allt kostaði þetta sitt. Hvergi aftur og í þessum ferðum skrifaði hann minnist Morris þó á dýra þjónustu.Það gerir hins vegar Konrad Keilhack, Þjóðverji sem dagbækur sem gefnar voru út á bók árið var hér árið 1883. Í skrifum hans eru athugsemdir sem þessar algengar: „Þessi gamli skálk- 1911. Morris var uppnuminn af þessari ur heimtaði hvorki meira né minna en 22 krónur, eða um 25 mörk, í leigu af tjaldinu og reynslu sinni af landi þar sem ekkert var borðáhöldunum og fyrir mjólk, smjör, brauð og fylgd sína um fjögurra stunda veg ...“og „… lítilmótlegt eða hversdagslegt til að „Okkur rak alveg í rogastans þegar maðurinn var svo purkunarlaus að heimta af okkur 15 særa mann.“Í formála bókarinnar segir að krónur fyrir kvöldverð, næturgistingu, morgunverð og hagabeit fyrir hesta okkar, og mér hann hafi komið heim stórlega breytt- gremst það enn að ég skuli ekki hafa borgað honum ennþá minna en hann fékk, nefnilega ur og ekki aðeins lyktandi af hráum fiski, 10 krónur.“ Upp frá þessu kveðst Keilhack ekki lengur hafa spurt um verð, heldur greitt heldur hafi hann talað meira um Ísland en 27 það sem honum þóknaðist. Oftast væri fólk ánægt með það. nokkru sinni. „Hið dýrðlega látleysi hins voðalega og tragíska en fagra lands, með sínar ógleymanlegu sögur af hugrökkum Raunir lávarðarins mönnum, eyddu öllum efasemdartilfinn- „Er ég fór til veislunnar hafði ég verið staðráðinn í því að verða eigi gestrisni húsráðanda ingum í hug mér,“ er haft eftir honum. 29 til skammar. Ég var meira að segja reiðubúinn til að láta lífið, ef þess yrði þörf.“ Sá sem svo ritar er Dufferin lávarður.28 Hann kom til Íslands sumarið 1856 og ferðaðist víða um land. Bréf sem hann sendi móður sinni á meðan á ferðinni stóð voru gefin út á bók ári síðar. Í einu þeirra lýsir hann boði hjá Trampe greifa og þar virðist hafa verið tekið vel

FERÐAÞJÓNUSTA | 25 á móti gestum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Enda kvað hann engan veginn hægt að ætlast til þess að hann myndi hvernig matseðillinn var: „… því ég var orðinn hinn mesti vinur sessunauta minna, áður en búið var að borða súpuna og skálaði tíðum.“30 Fram að skálaræðum kveðst hann hafa fylgst sæmilega með því sem gerðist en viðburðir næstu klukkustunda séu sveipaðar móðu gleymsku og leyndardóms. „Ég man vel eftir glasasægnum sem stóð fyrir framan mig. Þau voru samtals sex, og ég gæti teiknað hvert þeirra. Ég minnist þess hvað mér fannst skrýtið að þau skyldu allaf vera full, þótt ég gerði ekki annað en að tæma þau jafnt og þétt.“

Háreysti í helgidómnum Kirkjur voru einn helsti gististaður ferðamanna á Íslandi langt fram á 19. öld. Breski skólastjórinn Frederick Howell, sem kom til landsins árið 1890 í þeim tilgangi að ganga á Hvannadalshnjúk, myndaði sofandi kirkjugesti á nokkrum stöðum, meðal annars í Stórólfshvolskirkju og í Hruna. Ýmsum þótti þetta sérkennileg notkun á guðshúsi og fundu því sitthvað til foráttu. Má gera ráð fyrir að menn hafi haft nokkuð fyrir sér í þeirri gagnrýni, enda alvitað að glatt getur orðið á hjalla hjá ferðalöngum í gististað.37 Sem dæmi um það má nefna lýsingar Antonys nokkurs Trollope. Hann og samferðafólk hans komu til Íslands árið 1878 og gistu þá meðal annars í Þingvallakirkju. Segir hann að einhverjir hafi sofið á kirkjuloftinu og einn guðleysingi hafi leyft sér að hringja klukkunum um nóttina. „Sumir voru svo kátir að hvorki helgi staðarins né nálægð kvennanna fékk haldið aftur af þeim“, sagði hann.31 Víst er um það að margar sagnir eru til af því að kirkjurnar hafi verið nýttar til ýmissa hluta, þar á meðal sem geymslustaður fyrir reiðtygi. Skotinn Nelson Annandale, mannfræðingur með meiru, gaf út bók um Ísland og Færeyjar þar sem hneykslast var á ýmsum hlutum, þar á meðal meðferðinni á kirkjunum. Hann segir að prestarnir hlaði þar upp óhreinni ull í hornunum og jafnvel upp í kirkjustólana, tóm bjórflaska með kerti upp úr stútnum standi á altarinu eða í gluggakistu, oft við hliðina á skrautlegum gömlum koparstjökum. Á loftsvölum sé hrúga af óhreinum rekkjuvoðum. Á sunnudögum sé ruslinu ýtt til hliðar svo söfnuðurinn komist fyrir. Þorvaldur Thoroddsen gagnrýndi þessa bók Annandales í grein í Eimreiðinni árið 1906 og þótti margar lýsingar þar ósanngjarnar. Vafalaust eiga þær þó einhverja stoð í því hve kirkjurnar þjónuðu oft hlutverki gistihúss.

26 | FERÐAÞJÓNUSTA Fornsögur og ævintýri í óbyggðum Þegar leið á 19. öldina fóru heimsóknir erlendra manna smám saman að taka á sig nýja mynd. Í stað þess að tilgangur þeirra helgaðist helst af einhvers konar rannsóknum, var að verða til hugtakið „ferðamaður“ eða „túristi“. Athuganir á náttúru landsins héldu auðvitað áfram en við bættust fleiri sjónarmið. Í Dagbókum Williams Morris kemur greinilega fram að það eru ekki síst fornsögurnar sem hafa dregið hann til landsins. Hvarvetna rifjar hann upp atburði úr Íslendingasög- unum og leitar að merkjum um forna byggð. Hann var ekki einn um þennan áhuga. Fornsögurnar drógu menn ef til vill alveg jafn mikið til Íslands á þessum tíma og Hekla og Geysir. Enda gátu margir ferðalanganna bjargað sér svolítið á íslensku. Það má því segja að menningartengd ferðaþjónusta hafi komið snemma til sögunnar. Svo voru það hin miklu öræfi, hrikaleg náttúra, miðnætursól og tilheyrandi ævintýri. Allt þetta stuðlaði að ört vaxandi áhuga á Íslandi – ekki síst eftir að fleiri og jákvæðari skrif birtust um landið erlendis. Sumir útlendinganna heilluðust algjörlega af landinu við fyrstu kynni. Þeirra á meðal var Frederick Howell. Fyrstu tvær heimsóknir hans til Íslands voru fjallaferðir. Um þær mundir var í tísku að sigrast á háum fjöllum. Enginn hafði þá náð toppi Öræfajökuls. Þetta tókst Howell og hann féll umsvifalaust fyrir Íslandi. Fljótlega upp úr því eyddi hann sumrunum að mestu leyti í að skipuleggja og stýra ferðum Breta um Ísland. Jafnframt einsetti hann sér að ljósmynda sem mest þá landshluta sem lítið höfðu verið myndaðir áður. Til þess að auglýsa ferðir sínar vann hann talsvert landkynning- arstarf. Hann hélt fyrirlestra, sýndi ljósmyndir og skrifaði greinar í ferðatímarit. Hinn 3. júlí 1901 var þessi mikli Íslandsvinur með hóp ferðamanna á leið yfir Héraðs­ vötn þegar hestur hans festist í aurbleytu. Howell losaði sig af hestinum en þungur straumurinn tók hann með sér. Lík hans fannst tveimur dögum síðar og var hann jarðaður að Miklabæ.

Það er kominn gestur...

Það er kominn gestur, segir prestur. Hvað fæ ég að borða? segir prestur. Takt´ann á bakið og berð’ann inn, segir prestsins kona. Ugga og roð, ugga og roð, segir prestsins kona.

Hvar á hann að sitja? segir prestur. Hvar á hann að sofa? segir prestur Í einum stól við hliðina á mér, segir prestsins kona. Í einni sæng við hliðina á mér, segir prestsins kona.

Hvar á ég að sitja? segir prestur. Hvar á ég að sofa? segir prestur. Undir borði í einum kút, segir prestsins kona. Út í hlöðu góurinn minn, segir prestsins kona.

Hvað á hann að borða? segir prestur. Lýsnar og flærnar bíta mig, segir prestur. Súpu og steik, súpu og steik, segir prestsins kona. Bíttu þær aftur góurinn minn, segir prestsins kona.

(Þjóðvísa)

FERÐAÞJÓNUSTA | 27 Lóur og silungur í matinn Bretar urðu manna fyrstir til að heillast af silungs- og laxveiðum á Íslandi. Heimamenn nýttu vissulega þessa auðlind, yfirleitt með því að koma fyrir gildrum eða netum við árósa þar sem auðvelt var að koma slíkum veiðitækjum fyrir. Bretarnir mátu hins vegar mikils þá list að ná fiskinum á öngul eða flugu. Hér höfðu þeir næg tækifæri til þeirrar iðkunar, á seinni hluta 19. aldar, allar ár fullar af fiski og lítið um veiðimenn á bökkunum. Þeir ferðamenn sem komu til þess að skoða landið gerðu sér grein fyrir því að nauðsynlegt var að hafa með sér talsverðar matarbirgðir, því ekki var gistihúsunum fyrir að fara og ekki á vísan að róa með veitingar á bæjunum. Niðursoðið nautakjöt var þó leiðigjarnt og menn komu gjarnan undir það búnir að veiða sér ferskmeti til tilbreyting- ar. Byssa og veiðistöng voru því oftast með í för. William Morris segir víða í ferðasögu sinni frá því hvernig þeir ferðafélagarnir veiddu sér til matar. Meðan þeir dvöldu við Geysi skruppu þeir út úr tjaldinu og að næsta læk. „Á stuttum tíma veiddum við fimm silunga hvor [… ] Eyvindur [leiðsögumaðurinn] og ég fórum til baka meðfram læknum fyrir neðan tjaldstaðinn, og brátt kom Evans [ferðafélagi Morris], fisklaus, en með lóu og mýrisnípu er hann hafði skotið...“32

Konur á ferð Miðað við þær aðstæður sem voru ríkjandi á Íslandi, og stöðuna í jafnréttismálum á þessum tíma, hefði mátt búast við að ferðalag á þessar norðlægu og torsóttu slóðir þætti ekki henta konum. En því var þó ekki aldeilis þannig varið. Að vísu var það aðeins á færi yfirstéttarkvenna og efnaðra að leggja í slíkan leiðangur – en það sama átti reyndar við um karla. Íslandsferð krafðist mikils undirbúnings og heilmikilla peninga. Nokkrar þeirra kvenna sem komu til Íslands á 19. öld skrifuðu bækur um ferðir sínar. Þeirra á meðal var Austurríkiskonan Ida Pfeiffer. Hún gerði víðreist og fór tvívegis í hnattferð. Til Íslands kom hún árið 1845, þá 48 ára gömul. Hún ferðaðist um Suðurland og að Surtshelli og ritaði bókina Ferð til Íslands. Idu fannst Reykjavík aðeins vera ómerkilegt þorp, en hrósaði kaupmannshúsi í Hafn- arfirði með því að segja að það væri líkara húsi í bæ á meginlandi Evrópu, „en ekki í hinu fjarlæga, fátæka og gróðursnauða landi, á eynni Íslandi.“ Vistarverur almúgans fund- ust henni lágkúrulegar.33 Móttökurnar sem hún fékk hjá fólk- inu voru þó ekkert slor. Í Reykjavík fékk

Ida Pfeiffer var víðförul kona og glöggur hún inni hjá fjölskyldu Bernhöfts bakara rithöfundur. „… prýðilegs manns, og ég hefði naumast

28 | FERÐAÞJÓNUSTA getað fengið betri viðtökur annars staðar en ég fékk þar [...] herra Bernhöft felldi niður vinnu klukkutímum saman í einu til þess að sinna mér og fylgja mér á skemmtigöngum.“34 Eftir því sem nær dró aldamótunum fjölgaði ferðamönnum til muna. Meðal þeirra voru æ fleiri konur sem skrifuðu ferða- sögur að heimsókn lokinni. Caroline Alicia de Fonblanque kom árið 1880, Elizabeth Jane Oswald 1882, Ethel Tweedie 1889, Mary Disney-Leith og Louise Frances Kate von Thiele sem fékk 25 gínea verðlaun fyrir söguna Through Iceland on a Side Saddle. Sagan birtist í júlíhefti tímaritsins Travel árið 1901. Louise ferðaðist um Ísland árið 1900 í fimm manna hópi enskra ferðamanna.

Forngripir vanmetnir Mary Disney-Leith var rithöfundur og listamaður sem heill- aðist af landinu. Hún kom átján sinnum til Íslands á árunum 1894 til 1914 og hér eignaðist hún fjölda vina. Meðal þeirra voru þeir Grímur Thomsen, alþingismaður og skáld, og Þing- vallapresturinn séra Jón Thorstensen og fjölskylda hans. Mary málaði vatnslitamyndir, meðal annars af gamla Þingvallabæn- um. Henni var umhugað um að vernda forna kirkjugripi sem oft virtust fara forgörðum eða vera seldir útlendingum. Þrátt fyrir þessa hugsjón sína – eða kannski vegna hennar - tók hún með sér til Englands altaristöflu sem hafði verið tekin úr Þingvallakirkju. Töfluna málaði Ófeigur Jónsson frá Heiðarbæ, en hún þótti gömul og lítilfjörleg og var látin víkja fyrir mál- verki danska listamannsins Anker Niels Lund. Fyrir töfluna greiddi Mary Þingvallaklerki Eitt fjölmargra málverka sem Mary Disney Leith 10 krónur í góðgerðarskyni. Þess má geta að árið 1863 var stofnað forngripasafn, en þá málaði í Íslandsferðum sínum. voru margir íslenskir forngripir farnir úr landi. Safninu var í fyrstu komið fyrir á lofti Dómkirkjunnar. Mary Disney-Leith bar Íslandi vel söguna. Hún skrifaði til dæmis barnabók um Ísland og segir þar meðal annars frá því að hún hafi verið gestkomandi á prestssetri og notið þjónustu barnanna á bænum þegar foreldrarnir voru að heiman. Börnin voru til taks án þess að trufla gestina. „Þau höguðu sér eins og fullkomnir litlir heiðursmenn og -konur og létu okkur finnast við vera í heimsókn hjá raunverulegum vinum.“35

Erfitt land og hættulegt Lengi vel voru ferðalög um Ísland afar örðug. Samgöngur á sjó voru strjálar og vegir fáir og lélegir. John Coghill, vinsæll skoskur hesta- og fjárkaupmaður, sagði að það væri einkum

FERÐAÞJÓNUSTA | 29 Fyrsti vitinn reistur Myrkrið hamlaði siglingum til Íslands að vetrarlagi. Auðvitað gátu veður verið válynd á þessari leið, en þó var enn hættulegra að nálgast landið með öll sín sjávarbjörg, sker, nes og tanga. Fyrsti vitinn var reistur á kostnað heimastjórnarinnar á Valahnjúk á Reykjanesi árið 1878 fyrir áeggjan Gríms Thomsen. Vitinn var 26,7 m hár, gerður úr tilhöggnu grjóti og steinsteypu. Ljósgjafinn var steinolíulampi og var ljósið magnað með snúningslinsu. Snúningurinn var knúinn af lóðum sem vitavörðurinn dró upp með reglulegu millibili. Þetta var dýr framkvæmd en henni var ætlað að greiða fyrir vetrarsiglingum til landsins. Í nærri tuttugu ár var Reykjanesviti eini vitinn á landinu. Í miklum jarðskjálftum um áratug síðar hrundi úr hnjúknum og sprungur mynduðust ofan á honum. Í kjölfarið var núverandi Reykjanesviti byggður á Vatnsfelli og var hann tekinn í notkun árið 1908.

þrennt sem Íslendinga vanhagaði um. Það væru vegir og vegir og vegir.36 Það voru orð að sönnu. Með öllum sínum fjöllum, stórfljótum og torfærum var landið bæði erfitt yfirferðar og hættulegt. Eina farartækið var vitaskuld hesturinn. Lengi framan af urðu menn að láta sér nægja misgóða reiðvegi. Þeir lágu raunar um allt land, byggðir og óbyggðir, en einkum lágu þeir til Þingvalla. Margir voru lélegir, árnar flestar óbrúaðar með öllu, á öðrum voru mistraustar trébrýr. Það þurfti því mikið af góðum hestum og útbúnaði sem gæti staðist flest áföll. Reynt var að veita sem besta þjónustu varðandi fararskjótana. Til dæmis var byggt sérstakt hús fyrir hesta ferðamanna á Akureyri. Búnaðinum var komið fyrir í vatnsheldum trékoffortum og klyfsöðlar notaðir á hestana. Reiknað var með því að hver burðarklár gæti ekki borið mikið meira en 70 kíló af farangri og vistum. Ferðamenn urðu að hafa með sér góðan

130 hesta hótel George Schrader, auðugur amerískur viðskiptajöfur, bjó á Akureyri á árunum 1912 til 1915. Honum rann til rifja að sjá hesta aðkomumanna standa úti hlífðarlausa, hvernig sem viðraði. Hann lét því reisa stórt og vandað hús í Grófargili. Húsið var nefnt „Caroline Rest“ eftir móður Schraders. Strax á fyrsta ári, 1914, höfðu um tíu þúsund hross notið góðs af þessari aðstöðu. Fullbyggt tók húsið 130 hesta við stall en mun fleiri gátu gengið þar lausir. Yfir hesthúsinu var gistirými fyrir 30 manns, auk matsalar. Þar var líka íbúð umsjónarmanns sem jafnframt var með greiðasölu í húsinu. Áður en Schrader hélt af landi brott gaf hann bænum bygginguna, ásamt sjóði sem ætlað var að tryggja reksturinn. Þegar bílar komu til sögunnar fækkaði hestum í kaupstaðaferðum en hestahótelið góða var þó rekið allt til ársins 1947.

30 | FERÐAÞJÓNUSTA fatnað, enda allra veðra von. Snögg veðraskipti ollu því að skyndilega gat dregið fyrir alla Menn og hestar feta litla plankabrú yfir Brúará á sýn þannig að hætta stafaði af. vatnslitamynd eftir Frederik Kloss frá árinu 1835. Til þess að draga úr við þessum hættum var Fjallvegafélagið stofnað í Reykjavík árið 1831, aðallega að frumkvæði Bjarna Thorarensen skálds, sem var þá yfirdómari, og Þor- gríms Thomsen á Bessastöðum. Félagið lét varða Holtavörðuheiði á eigin kostnað og kom upp sæluhúsi í Fornahvammi.

Vegabætur og brúargerð Það var ekki fyrr en árið 1875 sem sett voru lög um vegina á Íslandi. Þeim var fyrst og fremst ætlað að skilgreina fjárhagslega ábyrgð á gerð þeirra og viðhaldi. Ríki og sveitarfélög áttu samkvæmt því að standa straum af kostnaði við að leggja þjóðvegi, brúa ár og læki og varða fjallvegi. Gerð og viðhald flestra vega var áfram víðast hvar á kostnað landeigenda.

FERÐAÞJÓNUSTA | 31 Við ár varð að treysta á fær vöð – og hestana. Ferjur og kláfar af ýmsu tagi voru þó sums staðar. Næstu áratugina urðu nokkrar framfarir í samgöngumálunum. Tímamótaverk var unnið þegar lagður var vegur yfir Hellisheiði á árunum 1877-1881. Eiríkur Ásmundsson frá Grjótá stjórnaði því erfiða verki og þótt vegurinn teldist víst tæpast greiðfær var hann þó mikil samgöngubót. Árið 1891 gekk svo Tryggvi Gunnarsson fram fyrir skjöldu og stóð fyrir því að byggð var brú yfir Ölfusá – tók meira að segja að sér sjálft verkið. Ölfusárbrúin var mesta mannvirki sem Íslendingar höfðu ráðist í til þess tíma. Þetta var fyrsta hengibrúin úr járni sem gerð var. Hún olli straumhvörfum í samgöngumálum á Suðurlandi. Vegur var lagður frá Kömbum að brúnni, Þjórsárbrú var smíðuð árið 1895 og vegur lagður austur Flóa og niður á Eyrarbakka. Aukaafurð var Tryggvaskáli sem reistur var til að hýsa brúarsmiðina en varð síðar vinsælt gisti- og veitingahús. Að stofni til er hann eitt elsta húsið Á Hellisheiðinni má á sumum stöðum sjá greinileg á Selfossi. Hins vegar voru margoft byggðar viðbætur við skálann og var hann um langt för í jörðinni, jafnvel í hraunklöppunum. Þar hefur skeið helsti áningarstaður ferðamanna í Árnessýslu. Auk þess var Tryggvaskáli samkomu- umferð járnaðra hesta markað allt að 20 cm djúp för. staður héraðsbúa, barnaskóli var þar um tíma og 40 manna setulið Breta hélt þar til vet- urinn 1940-1941. Á þessum árum voru fleiri stórár brúaðar, svo sem Skjálfandafljót og Héraðsvötn. Þá voru brýr lagðar yfir margar smærri ár. Langflestar voru þær úr tré, sperrubrýr sem dugðu aðeins í nokkra áratugi. Þessar framkvæmdir allar auðvelduðu þó ferðir manna um landið.

Brúin á Jökulsá skammt frá Fossvöllum, smíðuð 1819. Myndina málaði Auguste Mayer í leiðangri Pouls Gaimard árið 1836.

32 | FERÐAÞJÓNUSTA Litla leiðsögumærin Flestir erlendir ferðamenn lögðu megináherslu á að skoða Geysi. Þótt þaðan væru aðeins tíu kílómetrar að Gullfossi var lengi vel lítið um ferðir þangað. Til dæmis skoðaði William Morris ekki Gullfoss, þótt hann hefði dvalið nokkra daga við Geysi. Þetta breyttist þó þegar nær dró 20. öldinni. Þannig kom Frederick Howell oft að Gullfossi með ferðamannahópa, en hann hafði fyrst kynnst fossinum árið 1891. Um leiðsögnina í þeirri ferð sá heimasætan í Brattholti, Sigríður Tómasdóttir, sem þá var sautján ára gömul. Howell kallaði hana litlu leiðsögumeyna sína og tók myndir af henni. Þessi mynd Howells sýnir hluta af fjlölskyldunni í Brattholti, Sigríður er lengst til hægri af konunum. Þetta var hvorki fyrsta né síðasta leiðsögn Sigríðar að fossinum sem hún átti eftir að berjast svo hetjulega fyrir. Leiðin að Gullfossi lá um hlaðið í Brattholti og var fossinn að hálfu í landi þess. Systurnar í Brattholti voru oftsinnis leiðsögumenn gestanna að fossinum. Sigríður var ekki skólagengin, en hún var vel að sér, listræn og afburða dugleg. Þó er það baráttan gegn virkjun fossins sem heldur nafni hennar helst á lofti. Þegar áhugi manna vaknaði á því um aldamótin 1900 að virkja Gullfoss lagði Sigríður á sig mörg ferðalög til Reykjavíkur til að sannfæra valdhafana um að þetta væri óráð. Oftast fór hún fótgangandi þessa 125 kílómetra leið á hvaða tíma árs sem var. Þegar þetta virtist ekki ætla að duga hótaði hún að kasta sér í fossinn. Það dugði. Árið 1978 var Sigríði reistur minnisvarði við Gullfoss. Hann gerði Ríkharður Jónsson.

Skipaferðum fjölgar Siglingar voru eini ferðamátinn til og frá landinu og voru þær samgöngur lengi vel í höndum kaupmanna. Þar voru danskir verslunarmenn fremstir í flokki en Gránufélagið og önnur innlend verslunarfélög leigðu þó einnig skip til vöruflutninga. Í lok 19. aldar hafði ferðum fjölgað það mikið að nota þurfti báðar hendur til að telja árlegar skipaferðir á fingrum sér. Þannig voru millilandaferðirnar tíu talsins árið 1880. Þá var kominn viti á Reykjanesi og því var lagt í að hafa eina miðsvetrarferð. Það var þó skammgóður vermir því næsta vetur var engin ferð, þrátt fyrir vitann, og strandferðir urðu sífellt útundan. Oft- ast voru þær aðeins þrjár til sex á ári. Það var því lítið hægt að notast við þær til ferðalaga eða póstflutninga.

FERÐAÞJÓNUSTA | 33 Ásgeir litli á Pollinum á Ísafirði. Þegar Íslendingar fögnuðu þúsund ára byggð í landinu árið 1874 sýndu menn áhuga á því að koma á fót íslenskri útgerð til vöruflutninga. Lítið varð þó úr framkvæmdum í fyrstu annað en að athafnamaðurinn Ásgeir G. Ásgeirsson á Ísafirði keypti stórt skip. Þetta var fyrsta gufuskipið sem Íslendingar eignuðust og var það bæði í vöruflutningum og áætl- unarferðum um Djúpið og víðar á Vestfjörðum, allt fram til ársins 1904. Skipið var nefnt Ásgeir litli í höfuðið á systursyni Ásgeirs. Árið 1893 réðst Ásgeir síðan í kaup á 850 lesta Ó, guð vors lands gufuskipi fyrir eigin reikning. Skipið kom til Ísafjarðar næsta ár og var nefnt Á. Ásgeirsson „Mjög er mér minnistætt árið 1874, þegar en var jafnan kallað Ásgeir stóri. Þetta var fyrsta gufuknúna millilandaskipið í eigu Íslend- Kristján IX. kom hingað til lands, og hafði ings og flutti það vörur til og frá versluninni og sigldi með saltfisk til Miðjarðarhafslanda á maður þá margar gleðistundir,“ sagði haustin. Með þessum kaupum var tekið skref í átt til sjálfstæðis í samgöngumálum. Anna L. Thoroddsen þegar hún minntist Áætlunarferðir voru fáar og eingöngu milli Íslands og Danmerkur – og þær voru í hönd- þessa tíma löngu seinna,37 „fyrst það að um Dana. Þekkt skip frá þessum árum eru Diana, Laura, Thyra og Botnía sem þótti bera af æfa söngva, sem sungnir voru í kirkjunni öllum skipum sem hingað höfðu komið. Að vísu voru um tíma áætlunarsiglingar milli Leith við konungskomuna, og var þá í fyrsta og Reykjavíkur, en þær tengdust vaxandi flutningum Íslendinga til Ameríku. sinni sunginn okkar indæli þjóðsöngur: Ó, guð vors lands, sem Sveinbjörn frændi sendi föður okkar afskrift af og var æfð- Af hugdjörfum riddurum ur fyrst í Tjarnargötu 6.“ Þjóðsönginn Fjölmargir leiðsögumenn komu að því að vísa ferðamönnum veginn á þessum tíma. samdi Matthías Jochumson árið 1873 í Heimilisfólk á bæjunum tók gjarnan að sér að vísa fólki öruggustu leiðina yfir næsta Edinborg, sérstaklega fyrir þjóðhátíðina. fljót, eða næstu heiði, og eins varð snemma til stétt leiðsögumanna sem fylgdu ferða- Hann bjó þá hjá Sveinbirni Sveinbjörns- mönnum allt frá upphafi til loka ferðar. Í elstu ferðasögunum eru þeir sjaldan nafn- syni, tónlistarkennara. Hvatti Matthías greindir en þegar kemur fram á 19. öld breytist það. Athygli vekur hversu oft nafnið Sveinbjörn eindregið til að semja lag við Zoëga kemur þar við sögu. Árið 1856 fór Geir Zoëga að veita ferðamönnum leiðsögn. ljóðið. Og það varð úr. Hann var þá 26 ára gamall, talaði ensku og því varð hann fljótt eftirsóttur leiðsögumað- ur. Hann sinnti starfinu vel og var bæði með hesta og ferðabúnað fyrir viðskiptavini sína. Um líkt leyti var annar þekktur Íslendingur, Jón Hjaltalín, síðar landlæknir, líka leiðsögumaður ferðamanna.

34 | FERÐAÞJÓNUSTA Áratug eftir að Geir hóf leiðsögn sína lýsir bandarískur ferðamaður, John Ross Browne, honum á þessa leið: „… sviphreinn Íslendingur, hjartagóður, traustur fyrirmyndarfylgd- armaður sem þekkir hvern stein og hverja keldu milli Reykjavíkur og Geysis. Hann er prúðmenni að eðlisfari og sennilega fæddur af ísjaka og eldfjalli. Hann trúir á drauga og forynjur, en er kirkjurækinn. Heill þér, Geir Zoëga.“38 Geir var útgerðarmaður og kaup- maður í Reykjavík og vel stæður á þeirra tíma mælikvarða. Líklega hefur það því fremur verið ánægja af ferðalögum og umgengni við útlendinga en fjárþörf sem réði því að hann sinnti ferðaleiðsögninni eins og raun ber vitni. Orðstír hans hefur greinilega borist víða því hann fékk umboð fyrir bresku ferðaskrifstofuna Thomas Cook árið 1872. Hún var þá stærsta ferðaskrifstofa í heimi. Þess má einnig geta að þegar ferðir Kristjáns IX. í Íslands- heimsókninni voru skipulagðar var fyrrnefndum Geir Zoëga falið það verkefni og hann stýrði jafnframt móttöku hans. Annar Zoëga var um líkt leyti á ferð með erlendum gestum. Hann hét Jóhannes og var trésmiður í Reykjavík. Heimildir eru fyrir því að hann hafi farið með ferðamann á Heklu

árið 1887 og hann var með Howell á ferð árið 1890. Louise von Thiele sagði Howell að Geir Zoëga. Jóhannes hefði á elleftu stundu bjargað sér frá drukknun í Markarfljóti. Svo mikið hefði vatnið verið að fljótið hefði náð upp á hnakk. „Meðan ég lifi,“ sagði hún „gleymi ég aldrei þeim skelfilega degi er við fórum í Þórsmörk og hve hræðileg reynsla það var að ríða yfir sollinn vatnsflaum Markarfljóts sem á jöklinum líf sitt að launa. Æðandi straumkastið og hvítfextar öldurnar sem geystust áfram og þyrmdu engu var nóg til þess að draga kjarkinn úr hinum hugdjarfasta riddara.“39

Ferðamenn æja við Hlíðarenda í Fljótshlíð.

FERÐAÞJÓNUSTA | 35 Nafn Zoëga-fjölskyldunnar kemur oftar við sögu í ferðaþjónustunni á 19. öld. Einar Zoëga var um hríð með veitingasölu í svokölluðu Steinsenshúsi (Austurstræti 14), ásamt konu sinni, Margréti Tómasdóttur frá Ráðagerði, síðar tengdamóður Einars Benediktsson- ar. Einar var laungetinn sonur Jóhannesar Zoëga yngri og ólst upp hjá honum. Þau Einar og Margrét áttu eftir að koma við sögu Reykjavíkur með eftirminnilegum hætti.

Fannst þeir mæta þar höfðingjum Árið 1874 héldu Íslendingar upp á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Af því tilefni voru Tjöld með enskum beddum. hátíðahöld víða um land um sumarið. Kristján IX. hafði þá nýlega veitt landinu nýja og betri stjórnarskrá og af þessu tvöfalda tilefni kom hann til Íslands í lok júlí. Varð hann fyrstur allra Danakonunga til þess að heimsækja landið. Konungi var tekið með mikilli viðhöfn í Reykjavík. Bærinn var skreyttur fánum og veifum. Skip í höfninni skutu af byssum sínum og dönsku skipin svöruðu í sama mund. Þótti vart hafa áður heyrst annar eins hávaði í Reykjavík. Konungur var viðstaddur þjóðhátíðina á Þingvöllum og ferðaðist auk þess nokkuð um landið. Ekki hefur þó verið farið hratt yfir, því fyrsti viðkomustaðurinn var Ártún við Elliðaár. Þjóðleiðin til og frá Reykjavík lá þar um hlað allt til þess er Elliðaárnar voru brúaðar árið 1883. Í Ártúni var ferðamönnum seldur viðurgjörningur og var þar vinsæll áningastaður. Konungur var talinn gera lítinn mannamun, var ljúflegur við alla. Valdimar prins var með í för, aðeins 16 ára gamall, og árið 1937 spurði fréttaritari Morgunblaðsins hann hvað honum hafi þótt eftirminnilegast úr Íslandsferðinni. „Hátíð- ! in á Þingvöllum,“ svaraði hann fljótt og ákveðið. „Ég hef Kristján IX. og Valdimar prins við konungssteininn tekið þátt í mörgum merkilegum mótum, en það hvílir alveg sérstakur ljómi í huga mín- ofan við Geysi í Haukadal. um yfir því sem gerðist á Þingvöllum 1874, þessum helga sögustað. [...] Ekki fannst mér að þar væri kúguð þjóð. Mér fannst við mæta þar höfðingjum. Yfirleitt minnist ég Íslands- fararinnar með óblandinni gleði. Og hið sama heyrði ég föður minn margoft segja.“40

Sæluhús á fjöllum Á þeim tíma sem menn þurftu annað hvort að ferðast fótgangandi eða á hestum voru fjall- vegirnir mönnum stórhættulegir. Þar gátu dimmviðri og þoka byrgt mönnum sýn eins og hendi væri veifað og stormviðvaranir voru ekki miklar. Þegar leið á 19. öldina var því farið að koma upp sæluhúsum við fjölförnustu fjallvegina. Hellisheiði var ein þessara leiða og árið 1844 var frumstæður kofi á Bolavöllum látinn víkja fyrir sæluhúsi á Kolviðarhóli. Árið 1877 var betra gistihús reist á staðnum og sælu- húsavörður ráðinn. Starf hans fólst aðallega í því að bjarga nauðstöddum ferðamönnum

36 | FERÐAÞJÓNUSTA af Hellisheiði og úr Svínahrauni og veita þeim skjól. Þarna voru góðir gestgjafar og allir vissu hvar Kolviðarhól væri að finna. „Aðstöðunni þar átti fjöldi manns líf að launa og þar leituðu skjóls háir sem lágir, allt frá flökkurum til Íslandsráðherra og Kolviðarhóll var jafnvel viðkomustaður Friðriks kon- ungs VIII. í Íslandsför hans 1907,“ sagði Gísli Sigurðsson í blaðagrein árið 2001.41 Sem dæmi um aðra merkisgesti á Kolviðarhóli má nefna að séra Matthías Jochumson gisti þar oft á þeim árum sem hann var prestur í Odda og Hannes Hafstein ráðherra gisti þar líka nokkrum sinnum. Bærinn Fornihvammur, efst í Norðurárdal, var gömul eyðijörð. Þar hafði verið sælu- hús um árabil þegar Einar Gilsson frá Þambárvöllum byggði staðinn upp að nýju árið Fyrsta gestgjafahúsið á Kolviðarhóli var reist 1877. 1853. Bærinn varð þegar áningarstaður ferðamanna sem fóru yfir Holtavörðuheiði, þrátt Það mátti muna sinn fífil fegurri þegar myndir var fyrir þrengsli og lítil efni ábúenda. Þrjátíu árum síðar varð aðstaðan þó öllu betri. Þá tekin árið 1958. byggðu hjónin Davíð Bjarnason og Þórdís Jónsdóttir rúmgóðan bæ í því skyni að geta tekið á móti ferðamönnum. Reyndist Fornihvammur eftir það gott afdrep ferðamanna, sérstaklega á vetrum þegar hríðarveður gerðu heiðina ófæra. Dæmi voru um að tveir tugir manna hafi gist þar í einu og hjónin hafi veitt þeim öllum góðan beina og aðhlynningu. Ríkisstjórnin keypti síðar jörðina og Vegagerðin lét reisa þar gistihús 1926. Það var stækkað árið 1947 og tók þá 50 manns í gistingu og 150 í mat. Þá varð Fornihvammur eitt af fullkomnustu gistihúsum á Íslandi og þar var þjónusta við ferðamenn allt fram til ársins 1971. Víðar var hætt við að ferðamenn lentu í vandræðum. Jökulsá á Fjöllum var löngum mikill farartálmi. Áin var hvergi talin reið, en áður voru lögferjur á stöðum þar sem umferð var mest. Haustið 1880 var ákveðið að reisa sæluhús við Jökulsá, skammt frá ferjustaðnum. Til verksins fékkst fé úr landssjóði. Húsið var byggt úr steini og var Sig- urbjörn Sigurðsson frá Hólum í Laxárdal fenginn til verksins en hann hafði höggvið stein Sæluhúsið á Holtavörðuheiði veitti kærkomið til húsagerðar og límt. Alls komu fjórir menn að byggingunni – sem stendur enn. Þetta skjól í vetrarveðrum. var eitt best búna sæluhúsið á landinu á þessum tíma. Húsið er ekki stórt: 4,9 x 6,1 m að grunnfleti, en undir því er kjallari þar sem hægt var að hýsa hesta ferðamanna. Þarna þótti gott að leita skjóls, þótt þar væri löngum talið reimt. Reyndar átti það við um flest sælu- hús, enda fylgdu vetrarveðrum oft óhugnanleg hljóð. Einn þeirra sem þar gisti, Jóhannes Jónsson, nefndur Drauma-Jói, lýsti draugnum sem kafloðnum og ætilegum veturgömlum kálfi. Ekki er þó vitað til að neinum hafi orðið meint af.

Ferðaþjónusta verður til Þegar 19. öldin var að renna sitt skeið höfðu aðstæður um margt breyst hér á landi. Lands- mönnum hafði fjölgað um liðlega 60% á öldinni þrátt fyrir mikinn fólksflótta til Ameríku á árunum 1880-1890. Árið 1801 voru Íslendingar 47 þúsund talsins, en 1902 voru þeir orðnir 78 þúsund. Jafnframt voru byggðakjarnar að stækka verulega. Árið 1901 bjó fjórðungur Íslendinga í þéttbýli og á öldinni hafði Reykjavík tekið stökk fram á við.

FERÐAÞJÓNUSTA | 37

Allt sem hugurinn girnist Einn frumkvöðla í móttöku ferðamanna, Ditlev Thomsen, rekur einnig ört vaxandi verslun, Thomsens-magasín, í Hafnarstræti. Þetta er sann- kölluð stórverslun sem skiptist í margar deildir, m.a. kvenhattadeild, vindladeild og ferðamanna- deild.

Gullfoss með Kóngur Fjórir Glæstum Brag kveður turnar Eftir að hafa nær eingöngu treyst Hótel Akureyri, sem nýlega á að útlendingar héldu uppi sigl- ingum að Íslandsströndum hafa var opnað, er eitt glæsilegasta landsmenn eignast eigið skipa- gistihús landsins, með sínum félag, Eimskipafélag Íslands, og Kristjáns fjórða turnum, veg- fyrsta skipið, Gullfoss, kom til legum veislu­sölum og meira landsins í apríl. að segja ballskákarborðum. Hótelið setur mikinn svip á Áfengi höfuðstað Norðurlands. bannað

Mikill •mannfjöldi kom sam- Friðrik VIII. Danakonungur an í miðbænum á nýársnótt, hefur yfirgefið Ísland að sinni. sumir til að fagna vínbanninu Honum var hvarvetna vel tekið en aðrir til að njóta síðustu enda telja Íslendingar sig eiga í dropanna sem í boði verða honum bæði bandamann og vin.

38 |löglega. FERÐAÞJÓNUSTA ekki bara kóngar og sérvitringar

Tuttugasta öldin var tími framfara og breytinga á Íslandi. Í aldarbyrjun var ferðaþjónustan að vísu ekki orðin þróaðri en svo að nánast er hægt að nafnagreina alla þá sem hingað slæddust með vorskipum í ævintýraleit. Ferðamönnum fór hins vegar fjölgandi strax upp úr aldamótum. Ekki síst munaði um erlend skemmtiferðaskip sem hófu að sigla norður í höf með fjölda ferðamanna þótt viðdvölin væri stutt. Mikið starf var framundan við að kynna landið og segja má að frumraun til landkynningar erlendis hafi verið gerð einmitt á fyrsta ári aldarinnar, árið 1900.

Handrit á heimssýningu Nokkrar heimssýningar voru haldnar á 19. öld en Íslendingum var fyrst boðið að taka þátt í slíkri sýningu í París árið 1900. Ýmsir munir voru hafðir til sýnis í Íslandsbásnum í Nýlenduskálanum við Trocaderohöllina, en jafnframt var gefinn út kynningarbæklingur um landið á ensku og frönsku. Að vísu komu Íslendingar lítið að þessari kynningu; danski fornleifafræðingurinn og Íslandsvinurinn Daniel Bruun sá að mestu um undirbúninginn og útgáfuna og aðeins einn Íslendingur var meðal boðsgesta við opnun sýningarinnar. Það var ungfrú Dagmar Bjarnason sem hafði búið í París í um áratug. Það kom því í hennar hlut að vera talsmaður Íslands en margir fjölmiðlar sýndu íslensku sýningunni áhuga. Í fyrstu var meiningin að senda bara eftirlíkingar af ýmsum fornmunum á borð við kirkjuhurðir, vaðmál, Íslandskort, hrífur og grútarlampa en svo þótti það „óviðfeldið, að hafa ekkert til sýnis, sem sýndi að við stæðum ekki í stað, værum á veginum í menningar­ áttina, eitthvað sem sýndi nútímans Ísland,“ eins og segir í Stefni frá þessum tíma.1 Varla

FERÐAÞJÓNUSTA | 39 var hægt að flagga mikilli nútímatækni úr landbúnaði og engin fóru málverkin utan eftir íslenska listamenn en hins vegar vöktu bæði handritin og forkunnarfagrir kvenbúningar athygli auk þess sem fréttamenn hrifust mjög af æðardúni og selskinnum. Umfjöllun um Ísland í dagblöðum ytra var því jákvæð. Blaða­ maður Le Figaro sat lengi yfir sýnishornum úr fornbókmenntum Íslendinga ásamt breskum kollega sínum og hafði eftir honum: Ég efast ekki um, að Ísland er okkar klass­ iska land og að íslenzkan er fyrir okkur, þjóð­ irnar af germanska ættbálkinum, sama sem latína er fyrir ykkur, rómönsku þjóðirnar [...] Þér ættuð að læra íslenzku.“2 Heimssýning í París árið 1900. Um 50 milljónir manna sóttu heimssýninguna í París. Aðeins örfáir Íslendingar voru þeirra á meðal, svo vitað sé. Þetta fyrsta framtak Íslendinga til landkynningar hefur vænt­ anlega aukið eitthvað þekkingu á landi og þjóð, en varla haft mikil áhrif á straum ferða­ manna.

Heimastjórn Nýja öldin byrjaði ágætlega fyrir Íslendinga. Þá voru stigin stór og mikilvæg skref fyrir þjóð sem lengi hafði þráð að stýra sínum málum sjálf. Heimastjórn og þingræði voru innan seilingar. Íslendingar fengu þá sinn fyrsta ráðherra sem ekki hafði aðsetur í Kaup­ mannahöfn heldur hér heima. Hannes Hafstein var skipaður Íslandsráðherra árið 1904 og jók það Íslendingum kjark til brjótast til framfara á öllum mögulegum sviðum. Í hnot­ skurn má segja að heimastjórn hafi fært Íslendingum iðnvæðingu, batnandi lífskjör og fjölbreyttara mannlíf. Ísland – og þó einkum Reykjavík – stefndi í átt að borgarsamfélagi. Landið var þó enn afar dreifbýlt. Landbúnaður hafði öldum saman verið undirstöðu­ greinin, en þar sem skilyrði til sjósóknar og útgerðar voru góð höfðu víða myndast litlir þéttbýliskjarnar við ströndina. Í tíð heimastjórnar efldust útgerðarbæir og þjónustugreinar þróuðust í takt við vaxandi sjávarútveg. Reykjavík stækkaði þó hraðast. Nálægð við fiskimiðin dró fólk til bæjarins, en fleira kom til. Í kaupstaðnum var alls kyns þjónustu að fá og á heimastjórnartímanum varð hún fjölbreyttari og iðnvæðing kom fram víðar en í sjávarútveginum. Ýmiss konar framleiðsla var vélvædd, svo sem fatasaumur og öl- og smjörlíkisgerð. Litlar verksmiðjur spruttu upp hér og hvar í þéttbýli. Fleiri framfaraspor voru stigin á þessum fyrstu árum nýrrar

Danski fornleifafræðingurinn Daniel Bruun gaf út fjölda aldar, svo sem lagning sæsímastrengs til landsins árið 1906 sem tengdi Ísland loksins við rita um land og þjóð. Hér er hann á Hveravöllum árið umheiminn – að vísu hálfri öld á eftir nágrannaþjóðunum og aðeins með ritsímasam­ 1898. Myndina tók Frederick Howell. bandi.

40 | FERÐAÞJÓNUSTA Síminn breytti ótrúlega miklu. Verslun færðist í hendur Íslendinga sem gátu nú verið í beinum tengslum við birgja sína. Útflutningsgreinarnar nutu þess sömuleiðis að kom­ ast í samband við erlenda kaupendur og fréttir bárust utan úr heimi samdægurs. Fyrir ferðaþjónustuna skipti þetta gríðarlegu máli, enda var nú hægt að skipuleggja ferðir í samstarfi við erlenda aðila.

Fráveita og fúlir pyttir Útlendingum sem skrifuðu um ferðir sínar hingað til lands fyrr á tímum varð tíðrætt um óþrifnað innfæddra. Hreinlæti hefur sjálfsagt verið ábótavant víðar í heiminum en engu að síður voru gildar ástæður fyrir þessum umkvörtunum. Í byrjun 20. aldar var enn heldur óþrifalegt víða. Til dæmis stóðu sorphaugar í Reykjavík opnir og fyrir allra augum, læk­ urinn í miðbænum var óhreinn og upp úr forinni á götunum gaus óþefur sem ekki fór fram hjá nokkrum manni. Í Gjallarhorni segir m.a.: „Ég sá í fyrrasumar ferðafólk [...] halda fyrir vitin er það gekk út Brekkugötu, svo var megn ódaunin úr forunum neðan við götuna [...] og það hristi höfuðið yfir okkur.“3 Drykkjarvatn var víða óhreint og var jafnvel talin uppspretta taugaveikifaraldurs sem gekk í Reykjavík árið 1906. Göturnar voru rykugir malarvegir sem ær og kýr voru reknar um daglega, auk hestanna sem þá voru helstu fararskjótarnir. Framlag blessaðra dýranna Lækurinn í Reykjavík áður byggt var yfir hann árið varð því ekki til að bæta lyktina á „hinni ilmandi slóð,“ eins og Lækjargatan var stundum 1911. uppnefnd. Reykvíkingar fengu þó ekki vatnsveitu fyrr en árið 1909 en þá var þegar búið að koma upp vatnsveitu í fjórum öðrum bæjum á landinu: Ísafirði, Akureyri, Seyð­ isfirði og Hafnarfirði. Seyðfirðingar urðu fyrstir til að njóta almennrar raflýsingar árið 1913, nærri áratug á undan Reykvíkingum. Ekki var heldur hlaupið að því að komast í bað á þessum tíma. Í stærri bæjum hafði sums staðar inni á spítölum verið komið upp baðaðstöðu sem var opin almenn­ ingi, þó oftast bara einn dag í viku. Á Gamla spítalanum á Akureyri var til dæmis komin slík aðstaða 1874 og kostaði baðferðin heila 75 aura árið 1880. Í Reykjavík gátu menn baðað sig á spítala St. Jósefs­

FERÐAÞJÓNUSTA | 41 systra í Landakoti en ferðamenn kvörtuðu sáran undan því að komast hvergi í bað nema þar. Opnun Baðhúss Reykjavíkur í Kirkjustræti árið 1907 var því tekið fagn­ andi. Þar gátu menn valið um að fara í kerlaug, steypiböð eða gufuböð, en ólíklegt er að fólk hafi leyft sér slíkan munað oftar en einu sinni í viku. Konum veitti ekki síst af því að geta skolað af sér, ef marka má umsögnina í Kvennablaðinu það ár: „...nú ættu menn að fara að hætta að kvarta undan skeytingaleysi kvenna hér um að halda líkama sínum hreinum.“4

Kóngur kemur 1907 Segja má að heimsókn Friðriks VIII. Danakonungs til Íslands árið 1907 hafi markað ákveðin tímamót í sögu Baðhús Reykjavíkur var opnað í Kirkjustræti árið 1907. ferðaþjónustu á Íslandi. Vegna hennar var lagt í ýmsar framkvæmdir og falleg orð sem kóngur viðhafði um landið eftir heimsóknina urðu til þess að ýmsir fengu áhuga á að ferðast hingað. Friðrik VIII. hafði boðið íslenskum þingmönnum í heimsókn ári áður og nú var gestrisni hans endurgoldin með því að bjóða bæði honum og dönskum þingmönnum til landsins. Íslendingar töldu sig eiga í þessum konungi bæði bandamann og vin og lögðu sig því í framkróka við að taka vel á móti honum í lok júlí. Í fylgdarliði konungs var Haraldur prins, 40 þingmenn og ráðherrar, hópur danskra framámanna og fjöldi blaðamanna. Að auki komu um það bil 70 ferðamenn frá Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi sem ýmist tóku sér far með gufuskipinu Sterling til landsins Verslun Guðríðar Árnadóttur á Ísafirði. eða skemmtiferðaskipinu La Cour. Þökk sé ritsímasambandinu gátu blaðamennirnir­ frá

Að bjarga brókunum! Reykvíkingar voru ekki einir um að eiga í basli með fráveit­ umál því víðar var kvartað undan skorti á salernisaðstöðu. Árið 1908 var fjallað um þessi mál í Ísafjarðarpóstinum og þar sagt frá því að flestir sem sé mál fari á kamar hjá Guðríði kaupmanni Árnadóttur og einn viðmælandi blaðsins sagð­ ist hafa séð: „...tólf menn inn undir bólverkinu, alla að bjarga þarflindum sínum.“5 Kvartað er undan því að bæjarstjórnin geri sér ekkert far um að smíða salerni fyrir ferðamenn „...því einhvers staðar þurfa menn að geta lagt af sér þessi saur­ indi og bjargað brókum sínum.“ Viðurlög við því að kasta af sér þvagi á almannafæri voru ýmist sekt eða tveggja tíma fangelsi.

42 | FERÐAÞJÓNUSTA Kampavínsvörður Vel var veitt í veislunum sem haldnar voru konungi til heiðurs. Bindindismönnum þótti raunar nóg um. Í veislunni í Barnaskólanum í Reykjavík hinn 30. júlí voru 250 boðsgestir og hljóðaði matseðillinn upp á súpu, humar, nautalund með trufflum, andasalat, ís, dessert og kaffi. Með hverjum rétti var veitt sérstakt vín og líkjör og koníak á eftir. Veisluföngum í Suðurlandsferðinni var líka gjarnan skolað niður með kampavíni og taldi vandlætingarfólk að „fikra mætti sig Kóngsveginn svokallaða eftir tómum kampavínsflöskum.“6

Ritzau, National Tidende, Politiken, Berlingske tidende og öðrum dagblöðum sent sínar kóngafréttir heim jafnharðan. Þetta var stærsta áskorun sem íslensk ferðaþjónusta hafði tekist á við. Konungur og hans nánasta fólk gisti í Latínuskólanum en hinum gestunum var ýmist komið fyrir á Hótel Íslandi, Hótel Reykjavík eða á minni gistihúsum eins og Hótel Rauðará og Hótel Geysi við Skólavörðustíg. Menn vildu sýna konungi sóma. Lagður var rauður dregill á Steinbryggjuna og heill vegur austur í sveitir. Og það var ráðist í fleiri framkvæmdir. Brúará, Tungufljót og Hvítá voru brúaðar, timburhús og skálar voru byggðir, tjaldborgir reistar, sýningar haldnar og veislum slegið upp hvar sem konungur fór um í ferð sinni. Þær tvær vikur sem erlendu gestirnir dvöldu hér á landi voru veitingamenn stöðugt í förum með konungleg veislu­ föng, nýbökuð brauð og tilreiddan mat.

Lagt í vegagerð Tilhlýðilegt þótti að sýna konungi Þingvelli, Gullfoss og Geysi og tók sú ferð heila viku. Veitingafólk hafði í nógu að snúast í konungs­ heimsóknni. Víða þurfti að koma upp einfaldri að­ Heimamenn vildu margir slást í förina, einkum þeir efnuðu. Alls taldi hersingin yfir 200 stöðu til að útbúa hressingu fyrir konung og fylgdar­ manns og ekki hefur verið amalegt að vera með hestaleigu á þeim tíma – allir ferðalang­ lið hans. Hestasveinninn er Kristján E. Schram en talið arnir þurftu jú fararskjóta og oftast höfðu menn tvo til reiðar. Því þurfti að útvega fleiri er að konan til hægri sé Theódóra Sveinsdóttir, sem hundruð hross fyrir fólk og farangur og var uppsett leiga á hesti fjórar krónur á dag. var kunn veitingakona á fyrri hluta 20. aldar. Fram að þessu hafði enginn almennilegur vegur legið um þær slóðir sem til stóð að fara með hina tignu gesti, þ.e. til Þingvalla og áfram austur í Haukadal. Reiknað var með að konungur færi um í hestvagni og var vegurinn því hafður þokkalega breiður. Hann hlaut að sjálfsögðu nafnið „Konungsvegurinn“ – eða „Kóngsvegur“ – og glittir víða í hann ennþá, svo sem á Mosfellsheiði og í Laugardal. Vegalagningin var mikið verk, enda eingöngu unnið með skóflum og hökum. Kostnaðurinn hljóðaði upp á rúmar 220 þúsund krónur sem svaraði til um 14% af heildarútgjöldum ríksins í þá tíð. Friðrik kaus hins vegar að fara ríðandi alla leið og var vagninn sem honum hafði verið ætlaður því notaður til að flytja vistir, tjöld og veisluföng á milli staða. Það hefur verið tignarleg sjón þegar nærri fjögur þúsund manns fylgdu konungi og fylgdarliði hans úr bænum að morgni 1. ágúst 1907. Og ekki síður þegar konungs­ fylgdin reið niður Almannagjá um kvöldið. Stór hópur Íslendinga og Dana hafði raðað

FERÐAÞJÓNUSTA | 43 Ýmsir sem voru á ferð um Ísland á öldum áður höfðu dregið upp kort af landinu en upp úr aldamótum 1900 var ráðist í miklar mælingar og nákvæma korta­ gerð. Þar voru á ferðinni danskir landmælingarmenn á vegum herforingjaráðsins sem vörðu 27 sumrum í gagnaöflun hér á landi. Alls tóku 70 landmælingar­ menn þátt í þessu viðamikla verkefni og höfðu um 300 aðstoðarmenn, bæði íslenska og danska. Afrakstur vinnu þeirra var mikilsverður því mælingar þeirra mynduðu grunn fyrir kortagerð sem enn er notast við í dag.

sér meðfram veginum og hrópaði húrra fyrir kóngi. Friðriki konungi var alls staðar vel fagnað og er talið að að minnsta kosti sex þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðahöld­ unum á Þingvöllum 2. ágúst. Hluti ferðalanganna gisti í tjöldum en aðrir í Hótel Valhöll sem reist var árið 1898 og stóð þá austanmegin Öxarár, við svonefnda Kastala. Frá Reykjavík fór konungur og fylgdarlið hans vestur og norður fyrir land á fjórum skipum. Komið var við á Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Ekki voru móttökurnar síðri úti á landi. Þegar flotinn kom til Ísafjarðar sigldu 80 bátar á móti skipalestinni og fylgdu til hafnar. Á Akureyri fékk konungur hátíðlegar móttökur. Honum var haldin veisla í

Stór orð og dýrmæt Friðrik VIII. var djúpt snortinn í þakkarræðu sem hann flutti á Kolviðarhóli á lokakvöldi Suðurlandsferðarinnar. Það getur hafa leitt til þess að hann missti út úr sér setningu sem gladdi hjörtu Íslendinga – en ærði að sama skapi Dani: „Látum þessa ferð tengja fast band milli hinnar íslenzku og hinnar dönsku þjóðar og mín! Markmið mitt er sannleikur og réttlæti báðum ríkjum mínum til handa.“7 Íslendingar túlkuðu þetta þannig að konungur liti á löndin sem tvö ríki og fögnuðu því, en danski forsætisráðherrann, J.C. Christensen, tók málið upp þegar heim var komið og hótaði afsögn nema konungur drægi orð sín til baka. Íslendingar geymdu þau hins vegar í hjörtum sínum, sannfærðir um að framtíðin fæli í sér fullt sjálfstæði.

44 | FERÐAÞJÓNUSTA Góðtemplarahúsinu þar sem 20 stúlkur í þjóðbúningum buðu gestina velkomna. Síðar Friðrik VIII. á bæjarhlaði í Hreppunum. um daginn var efnt til hátíðarsamkomu við Hrafnagil sem ekki færri en þúsund manns sóttu. Fjöldi Austfirðinga beið konungs þegar hann kom til Seyðisfjarðar 15. ágúst og var móttakan glæsileg. Erfitt er að finna sambærilegan viðburð í nútímanum hvað varðar umfang. Þótt hingað hafi síðar oft komið konungborið fólk, forsetar og páfi og haldnar hafi verið fjölmennar þjóðhátíðir bæði á Þingvöllum og í Reykjavík, jafnast fátt á við þessa konungskomu. Tvær heilar vikur þar sem hver viðburðurinn rak annan hér og hvar á landinu. Aðrir Danakon­ ungar og drottningar sem sóttu Ísland heim síðar, fengu hlýjar og hátíðlegar móttökur en heimsóknar Friðriks VIII. árið 1907 verður þó alltaf minnst sem „Konungskomunnar“.

Óskabarn lítur dagsins ljós Þótt mörg framfaraspor hafi verið stigin á fyrsta áratug aldarinnar, fjölgaði ferðamönnum ekki sérlega hratt. Sameinaða danska gufuskipafélagið hélt uppi samgöngum við Ísland og voru árlegar ferðir orðnar 30 talsins árið 1906. Félagið hafði fimm skip í Íslandsförum en ekki var pláss fyrir fleiri en 30 farþega í hverju þeirra. Íslendingar voru orðnir óþreyjufullir eftir að geta stýrt samgöngumálum sínum sjálfir

FERÐAÞJÓNUSTA | 45 Gullfoss og Guðafoss liggja við Batterísbryggjuna í og höfðu verið gerðar nokkrar minniháttar tilraunir til reksturs íslenskra skipafélaga Reykjavík, líklega árið 1915. fyrir aldamótin. Á nýrri öld fóru menn af alvöru í málið. Þórarinn E. Tulinius, íslenskur stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, stofnaði skipafélag árið 1900 sem jafnan var kallað Thore-félagið og hóf siglingar milli Íslands og Danmerkur á eigin vegum árið 1905. Tókst Þórarni að hvekkja Sameinaða gufuskipafélagið nokkuð með harðri samkeppni og náði árið 1909 samningi við landsstjórnina um 24 ferðir til Íslands árlega. Gufuskipið Sterling var einkum notað til millilandasiglinga en Austri og Vestri í strandferðir. Siglingar milli staða innanlands voru ætíð styrktar af landssjóði, enda reksturinn erfiður. Norðmenn sigldu líka til landsins. Skipafélag Björgvinjar, Bergenske, hélt uppi áætl­ unarferðum til landsins í byrjun aldarinnar og síðar höfðu hér viðdvöl skip á vegum Norsk-ameríska siglingafélagsins sem sigldu með farþega milli Stavangurs og New York. Þrátt fyrir þessa aukningu hafði áhugi Íslendinga ekki dvínað á öflugu skipafélagi sem gæti verið sameign landsmanna. Þegar fór að fjara undan Thore-félaginu árið 1912, var farið að leggja drög að stofnun Eimskipafélags Íslands með hlutafjársöfnun meðal almennings. Í janúar 1914 var þetta félag – oft nefnt óskabarn þjóðarinnar – stofnað og komu fyrstu skipin, Gullfoss og Goðafoss, til landsins í apríl og júní árið eftir. Goðafoss var reyndar ekki lengi í förum því hann strandaði við Straumnes í Aðalvík í lok nóvember 1916.

Hópferðir til landsins Möguleikar ferðamanna á að sigla til Íslands jukust því jafnt og þétt fyrstu áratugi 20. aldar. Fyrir aldamótin var lítið um hópferðir hingað til lands, stöku ferðahóps er þó getið

46 | FERÐAÞJÓNUSTA í dagblöðum. Þeir voru yfirleitt ekki stórir, kannski 20-30 manns, en aldamótaárið kom myndarlegur hópur til Reykjavíkur. Þá lögðu rúmlega 80 danskir stúdentar í leiðangur hingað á vegum Danska ferðamannafélagsins (Dansk Touristforening). Þurfti Botnía að fara aukaferð til að geta flutt allan þennan fjölda. Danska ferðamannafélagið hafði verið duglegt við að kynna Ísland og selja ferðir hingað. Stúdentarnir fengu fínar móttökur þeg­ ar þeir stigu á land í Reykjavík, lúðrablástur og hvaðeina, en ekki virðist hafa verið pláss fyrir stúdentana á hótelum bæjarins því þeir gistu flestir í heimahúsum. Eins og jafnan áður var farið með erlendu gestina þá leið sem síðar var nefnd Gullni hringurinn og var lagt upp frá Lækjartorgi. Hópurinn vakti mikla athygli bæjarbúa sem fylgdust margir með þegar riðið var úr hlaði undir tónum lúðrasveitar Helga Helgasonar.

Fyrstu skemmtiferðaskipin Siglingar með ferðamenn á skemmtiferðaskipum til Íslands hófust upp úr 1880. Einkum voru þetta ensk og þýsk skip af minni gerðinni, flest innan við 3.000 smálestir að stærð. Það þótti því heldur betur fréttnæmt þegar enska skipið SS Ophir kom hingað í ágúst 1899. Þetta var geysistórt fley, 7.000 tonna gufuskip, sem sigldi fyrir ferðaskrifstofuna Thomas Cook. Um borð voru 230 farþegar, flestir Englendingar, en eitthvað var líka af Bandaríkjamönnum. Allmörg skemmtiferðaskip höfðu viðkomu á Íslandi fram að fyrri heimsstyrjöld. Reykjavík varð einn af helstu áfangastöðum í siglingum um norðurhöf og mörg skipanna komu einnig við á Akureyri og stundum á Ísafirði. Að jafnaði dvöldu skip­ in aðeins í einn til tvo daga í Reykjavík og breytti þá bærinn algjörlega um svip. Aðstæður

FERÐAÞJÓNUSTA | 47 til að taka á móti slíkum fjölda voru nánast engar en menn gerðu sitt besta til að hafa ofan af fyrir ferðalöngunum og sýna þeim það sem hér var markverðast að sjá. Í fyrstu ferðinni hafði Ophir viðkomu í Reykjavík í þrjá daga og var farið með um 50 manns í leiðangur til Þingvalla og víðar. Blaðamaður Þjóðólfs fékk að skoða fleyið og var nánast orðlaus af hrifningu. Skipið var allt raflýst. Um borð voru baðhús, veislusalir og sér­ stakur söngsalur „...glóandi í rafmagnsgeislum“. Blaðamanninum fannst sem hann gengi um í stórborg í skipinu. Hann lýsti því þegar unga fólkið dansaði í skrautklæðum á þilfarinu við orgelundirleik sem var: „... einhver hinn fegursti, er hefur borið oss fyrir eyru...“8 Komur skemmtiferðaskipanna vöktu einatt mikla athygli. Reynt var að brydda upp á ýmsum skemmtunum fyrir gestina, t.d. var eft til kappreiða á Melunum og settar upp söngskemmtanir eða glímukeppnir ýmist í Bárubúð eða um borð í skipunum. Ekki gafst alltaf tími til að fara með fólkið í lengri ferðir um landið en árið 1910 fann bóndinn í Brautarholti á Kjalarnesi, Daníel Daníelsson, ágæta lausn. Hann bauð erlendu gestunum að fara sjóleiðina upp í Kollafjörð og þaðan var riðið að Tröllafossi og um Mosfellssveit. Vakti þessi ferðatilhögun mikla gleði farþeganna.

„From Iceland with love“ Mönnum varð snemma ljóst hvers virði það var að fá slíkan fjölda erlendra gesta, enda keyptu þeir muni og þjónustu fyrir verulegar fjárhæðir. Þannig var fullyrt að farþegar um borð í Grosse Kurfürst sem hingað kom árið 1908 hafi skilið eftir sig um 910 þúsund Kynningarrit fyrir erlenda ferðamenn frá árinu 1892. krónur, auk framlaga til líknarmála, eða sem svaraði til nærri þriðjungs af tekjum lands­ sjóðs á þessu ári. Í grein í Ísafold var því brýnt fyrir fólki að „...sneiða hjá óþörfum stirðleik eða ágengni við slíka gesti.“9

48 | FERÐAÞJÓNUSTA Ekki var mikið til af bæklingum eða minjagripum handa ferðalöngunum. Björn Jónsson, eigandi og ritstjóri Ísafoldar, og Þorlákur Ó. Johnson, kaupmaður og eigandi Café Hermes, höfðu þó gefið út sérstakt blað fyrir erlenda ferðamenn árið 1892. Það hét The Tourist in Iceland og var 16 síður, á ensku, með fróðleik um land og þjóð. Þar er tæpt á ýmsu, svo sem brúarsmíði, baráttu fyrir sjálfstæði, laxveiðám til leigu, ferðalýsingum, gistimöguleikum og fleiru. Jafnvel má finna þar söngtexta á ensku. Blaðið var boðið í áskrift og stóð til að gefa það út reglulega. Útgáfan virðist ekki hafa staðið undir sér, því aldrei kom út nema þetta eina tölublað. Ferðalýsingar erlendra gesta frá öldum áður höfðu sumar hverjar verið gefnar út en handbækur fyrir ferðamenn voru ekki til. Litlir ferðapésar höfðu verið prentaðir fyrir kon­ ungskomuna 1907 og á svipuðum tíma var farið að selja póstkort og litlar bækur með ljós­ myndum frá Íslandi. Sala þeirra gekk afar vel. Til dæmis var til þess tekið í dagblöðunum árið 1910, þegar þýska skipið Oceana kom til landsins, hversu mörg bréf voru póstlögð hér af gestunum. Bréfin voru 256 en póstkortin hvorki fleiri né færri en 2.674.

Innanholar sjávarborgir Mikið annríki var í Reykjavík í júlí 1913 þegar tvö stór skip komu þangað samtímis. Þetta voru Grosse Kurfürst og Victoria Luise með samtals yfir 800 farþega. Að áhöfnum meðtöld­ um hafa útlendingarnir verið um eitt þúsund talsins. Fleiri höfðu ferðamennirnir ekki verið áður. Skipin voru líka glæsilegri en menn höfðu áður séð, t.d. var sundlaug með sjávarvatni á þilfari í Victoriu Luise. Dýrðin kallaði á hástemmdar lýsingar: „Það er gaman að því að hverfa á nokkrum mínútum úr vorum fátæklega höfuðstað út í þessar glæsilegu innanholu sjávarborgir og standa alt í einu augliti til auglitis við alt hið skrautlegasta og dýrasta, sem hin jötunríka heimsmenning hefir upp hugsað til lystisemda og þæginda þeim, sem nóga eiga skildingana.“10

FERÐAÞJÓNUSTA | 49 Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á lögðust heimsóknir skemmtiferðaskipanna af og hófust ekki að ráði aftur fyrr en 1921. Fyrstu skipin sem þá komu fluttu nær eingöngu bandaríska ferðamenn á vegum Raymond & Whitcomb-ferðaskrifstofunnar sem stóð fyrir siglingum á norðurslóðir undir heitinu: Midnight Cruising – kunnugleg markaðssetning þar á ferð. Heimskreppan var eilítið seinna á ferðinni á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. En jafnvel þegar hún fór að hafa áhrif á atvinnulíf og samfélag hérlendis, virtist lítill kreppu­ bragur á skemmtiferðaskipunum. Þau héldu áfram að sækja Ísland heim og árið 1930 var metár í móttöku þeirra. Það sumar komu 16 skip. Margar ferðirnar tengdust reyndar Alþing­ ishátíðinni sem dró að gesti héðan og þaðan úr heiminum. Skipin héldu áfram að koma allan fjórða áratuginn. Í júlí 1934 komu til dæmis 13 skip með yfir sjö þúsund ferðamenn. Ein skýringin á þessari fjölgun er sú að hafnargjöld, sem höfðu verið talsvert há og umdeild, voru lækkuð um helming. Enn eitt metið var slegið 1938 þegar 18 skip höfðu hér viðdvöl. Þar með lauk líka þessum kafla, því stríðsrekstur í Evrópu tók fyrir allar slíkar skemmtireis­ ur. Tólf ár liðu þar til aftur sást til skemmtiferðaskips við Íslandsstrendur.

„Spennandi“ spítalar og söfn Úr forngripasafninu sem var til húsa í Alþingishúsinu En hvað var fyrir ferðamenn að sjá og gera í höfuðstaðnum í upphafi aldarinnar? Söfnin þar til það var flutt í Safnahúsið við Hverfisgötu árið voru þrjú: Landsbókasafn, Forngripasafn og Náttúrugripasafn. Elst var Landsbókasafnið 1908.

50 | FERÐAÞJÓNUSTA sem sett var á laggirnar árið 1818. Það var í fyrstu geymt á lofti Dómkirkj­ unnar ásamt Forngripasafninu en flutt í Alþingishúsið þegar það var byggt árið 1881. Forngripasafnið var undan­ fari Þjóðminjasafnsins. Það hafði verið á tveimur öðrum stöðum áður en því var komið fyrir í Alþingishúsinu. Nátt­ úrugripasafnið var stofnað 1889. Það var einnig á hrakhólum og var hýst á fimm mismunandi stöðum fram til ársins 1908. Fyrir aldamótin var þegar kominn þrýstingur á að byggt yrði sérstakt safnahús. Í Eimreiðinni var fullyrt að slík bygging myndi laða að ferðamenn: „...Undarlegt er að sá smásálarskapur skuli vera hér samhliða stórmensk­ unni, og heimtufrekjunni í öðru, að þykja ekki minkun að því, að bjóða útlendingum og Þrælað við þvottalaugar sjálfum oss önnur eins hreysi og þau sem þessi söfn mega til að búa við.“11 Jarðhitinn hefur ævinlega vakið athygli Áróðurinn skilaði sér og á tveimur árum, 1906-1908, reis falleg bygging ofan við útlendinga. Í upphafi 20. aldar lögðu þeir Arnar­hól sem fram til síðustu aldamóta var kennt við Landsbókasafnið en kallast nú Þjóð­ margir leið sína inn í Laugar í Reykjavík, menningarhús. Söfnin þrjú fluttu í húsið á árunum 1908-1909. Reykvíkingar gátu þá ekki síst til að fylgjast með konum þvo stoltir sýnt ferðmönnum söfnin og ekki síður bygginguna sjálfa. Önnur stórhýsi sem vert þar þvotta. Þrældómurinn hefur væntan­ þótti að skoða voru Alþingishúsið, Dómkirkjan, Menntaskólinn og Holdveikraspítalinn í lega komið þeim á óvart. Vinnukonur Laugarnesi. Hann var reistur árið1898 á grunni gömlu biskupsstofunnar og var sannarlega þurftu að bera þvottinn sjálfar langa leið með stærstu húsum landsins. Líklega voru þó margir erlendu gestanna vanir stærri og úr miðbænum. Oftast lögðu þær af stað merkilegri byggingum úr sínum heimahögum – og setja má spurningarmerki við skemmt­ um kl. fimm á morgnana og sneru ekki til anagildi þess að skoða spítala fyrir holdsveika. Annað sem heimamönnum fannst vert að baka fyrr en komið fram á kvöld og þurftu sýna erlendum ferðamönnum voru þvottalaugarnar, Elliðaárnar, gamli kirkjugarðurinn og þá að bera blautan þvottinn á herðum fangelsið við Skólavörðustíg. sér eða á handvagni. Einstaka kona fékk raunar aðstoð frá körlum. Ef veður var gott, reyndu þær að þurrka þvottinn eins og þær gátu til að létta byrðarnar. Þegar í bæinn var komið máttu þær einhenda sér í að hengja þvottinn upp á snúrur á þurrkloftum eða úti – og svo tóku yfir­ leitt við önnur störf.

Spítalinn í Laugarnesi Víðar fallegt en í Árnessýslu Leiðin sem nefnd hefur verið Gullni hringurinn var vinsælust, en fleiri skoðunarferðir voru í boði fyrir erlenda ferðamenn, enda höfðu sumir þeirra áhuga á því að sjá meira af landinu. Um aldamótin var lagt upp með ákveðna leið fyrir ferðamenn norður í land sem tók allt upp í einn mánuð. Farið var ríðandi um Kaldadal í Borgarfjörð, um Hrútafjörð að Víðimýri í Skagafirði og þaðan til Akureyrar. Þessi hluti ferðarinnar tók u.þ.b. tíu daga. Frá Akureyri var tilvalið að fara til Mývatns og að Dettifossi, í Ásbyrgi og til Húsavíkur. Lítið var um gistihús á þessari leið, en áð var í Hlíðarhaga á Mývatnsöræfum og á Grenjaðarstað í Aðaldal áður en haldið var aftur til Akureyrar. Heimleiðin til Reykjavíkur tók viku og var ferðin því í heild orðin mánaðarlöng. Stöku gistihús var að finna í dreifbýlinu á þessum tíma en hótel voru einungis á Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði. Víðast urðu ferðamenn því að gista á sveitabæjum á leið sinni milli landshluta. Mönnum var hins vegar að verða ljós nauðsyn þess að bæta við fleiri gistihúsum, t.d. við Laugarvatn og Geysi. Skipulagðar ferðir voru einnig farnar um hluta Vesturlands. Lagt var upp frá Reykjavík og komið við í Reykholti. Þaðan var farið inn að Kalmanstungu og Surtshelli áður en hald­

Ferðalangar við íslenskt fjallavatn um 1915. ið var upp að Arnarvatni hinu stóra, þaðan sem jöklasýn er mikil og góð. Á heimleiðinni Erlendir ferðamenn við Tröllafoss um 1920. var svo farið suður Kaldadal, um Þingvelli að Gullfossi og Geysi áður en haldið var aftur til Reykjavíkur. Ferð sem þessi tók hálfan mánuð. Vinsælt var líka að fara í styttri ferðir um Reykjanes og var það ekki síst jarðhitasvæðið í Krýsuvík sem laðaði ferðamennina að. Þar, eins og víðast annars staðar, urðu ferðalangar að beiðast gistingar í heimahúsum.

Með ferðaþjónustu að atvinnu Þegar leið á þriðja áratuginn fjölgaði þeim sem höfðu atvinnu af því að taka á móti erlend­ um ferðamönnum og gekk hlutverkið í sumum tilvikum í erfðir. Sonur og nafni Geirs Zoëga, kaupmanns, útgerðarmanns og leiðsögumanns, tók við keflinu. Árið 1904 tók frændi hans og uppeldissonur, Helgi, við umboðinu fyrir ferðaskrifstofu Thomasar Cook sem Geir hafði fengið fyrir aldamót. Og enn hélst ferðaþjónustan í ættinni því Geir H. Zoëga, sonur Helga, tók við af föður sínum og rak ferðaskrifstofu Zoëga allt til 1976 þegar hún var sameinuð ferðaskrifstofunni Úrval. Annar frumkvöðull í greininni var Ditlev Thomsen (yngri). Hann var umsvifamikill á ýmsum sviðum viðskipta, rak Thomsens Magasín, vindlagerð, dömuhattaframleiðslu og gosdrykkjaverksmiðju, svo eitthvað sé nefnt. Hann keypti fyrsta bílinn sem kom til lands­ ins árið 1904, var þýskur konsúll, átti Elliðaárnar um tíma og sá um móttöku erlendra ferðamanna allt þar til hann hætti öllum rekstri á Íslandi og flutti til Danmerkur í fyrri heimsstyrjöldinni. Thomsen var m.a. formaður Ferðamannafélagsins sem stofnað var 1895 og ætlað var að efla ferðaþjónustu hér á landi. Kaupmaðurinn kostaði útgáfu félags­ ins á bók með myndum frá Íslandi, en félagið lét einnig prenta litla uppdrætti af landinu og ferðabók Daniels Bruun árið 1899.

FERÐAÞJÓNUSTA | 53 Þessa mynd tók franskur ferðamaður af mannlífinu Með Thomsen í stjórn Ferðamannafélagsins voru engir aukvisar, þeir Björn Jónsson, utan við Thomsens magasín árið 1910. ritstjóri og síðar ráðherra, og Tryggvi Gunnarsson sem á þessum tíma var Landsbanka­ stjóri. Stjórnin birti þá áskorun til stjórnvalda í Þjóðólfi vorið 1897 að koma upp byggingu á Þingvöllum sem nýst gæti erlendum ferðamönnum og hýst samkomur innfæddra. Á meðan beðið var eftir framkvæmdum keypti félagið þrjú tjöld sem komið var upp á Þingvöllum og við Geysi. Stjórnin stakk upp á því að keyptur yrði bátur til skemmtisigl­ inga um Þingvallavatn. Ekki varð þó af þeirri útgerð. Eins og áður segir stóð Danska ferðamannafélagið fyrir kynningu á Íslandi og skipulögð­ um ferðum hingað um aldamótin þarsíðustu. Undirtektir við fyrirhugaða Íslandsferð árið 1894 voru reyndar daufar, en þó tókst að tendra áhuga hjá 30-40 ferðamönnum sem komu með Lauru til landsins í júlí. Ferðamennirnir voru flestir danskir, en einnig voru Svíar og Þjóðverjar með í för – aðallega karlar. Ástæða þótti til að brýna fyrir fólki í blöðunum ákveðna framkomu og umgengni svo hinum erlendu ferðalöngum myndi ekki blöskra: „Vér viljum einkum brýna tvent fyrir löndum vorum, sem oss finzt mestu skipta i þessu efni, fyrst og fremst að hinn ítrasti þrifnaður sé hafður við, þar sem þessir útlendíngar gista eða koma, og í annan stað, að menn setji ekki upp alt of geypilegt verð fyrir vörur sínar, því við hvorttveggja geta ferðamennirnir firzt.“12

54 | FERÐAÞJÓNUSTA Ári síðar gaf danska félagið út myndabók á ensku til dreifingar í norðurhluta Banda­ ríkjanna og í Kanada, í þeim tilgangi að hvetja menn til Íslandsferða. Á fyrri hluta 20. aldar var einnig starfrækt ferðaskrifstofan Hekla sem þjónaði erlend­ um gestum. Einn stofnenda hennar var Björn Ólafsson, iðnrekandi og ráðherra. Björn var mikill áhugamaður um landkynningu og ferðalög, en þekktastur var hann líklega fyrir fyrirtæki sitt Vífilfell sem fékk í upphafi fimmta áratugarins einkaleyfi fyrir átöppun Coca Cola á Íslandi. Á vegum Heklu var árið 1925 gefin út fyrsta eiginlega ferðahandbókin. Stefán Stefánsson leiðsögumaður skrifaði þar á ensku um land og þjóð og var bókin skreytt ljósmyndum eftir Magnús Ólafsson. Upplagið var 10.000 eintök og var þeim dreift til erlendra ferðaskrifstofa. Að auki skipulagði Hekla ferðir fyrir Íslendinga, s.s. eins og tvær vikulangar siglingar með Gullfossi frá Reykjavík norður um land sumurin 1927 og 1928. Komið var við í Stykkishólmi, á Patreksfirði, Ísafirði, Siglufirði og Akureyri. Þessari nýbreytni var vel tekið og voru farþegarnir hátt í 80 í hvorri ferð. Ýmsir fleiri sinntu ferðamönnum hér á landi, s.s. Nicolaj Bjarnason sem var umboðs­ maður Bergenska-skipafélagsins og Norwegian America Line, C. Zimzen sem var umboðs­ maður Sameinaða gufuskipafélagsins og svo má ekki gleyma þeim sem sáu um að útbúa gestina til ferðalaga. Samúel Ólafsson söðlasmiður auglýsti árið 1922 að hann hefði allra manna lengst boðið slíka þjónustu eða allt frá 1880. Hann hafði aðsetur við Laugaveg 53b og leigði út reiðtygi, söðla, klyfjar, klifbera, svipur og hvað eina.

Stebbi guide Einn kunnasti leiðsögumaður landsins á fyrri hluta 20. aldar var Stefán Stefánsson, oftast kallaður Stebbi guide. Hann var farkennari og var Halldór Laxness einn nem­ enda hans. Halldór skrifaði um hann heilan kafla í bók­ inni Í túninu heima. Stefán var alinn upp hjá sýslumann­ inum í Krísuvík sem sendi hann til Englands til náms. Stefán nýtti enskukunnáttuna í starfi sínu sem leið­ sögumaður og var gjarnan titlaður túlkur. Veturinn sem hann kenndi Halldóri var hann að semja ferða­ handbókina sem Hekla gaf út 1925 og páraði hann handritið aftan á veggalmanak. Nóbelsskáldið lýsir honum svona: „Stefán var rauðbirkinn maður lágur vexti, hvatur í spori, allra manna fljótgáfaðastur, og að sama skapi málhreifur, þó gagnorður, jafnvel fornyrtur.“13 Um Halldór mun Stefán hins vegar hafa sagt: „Dóri litli í Laxnesi er einn gáfaðastur asni sem ég hef nokkurntíma fyrir hitt...“

FERÐAÞJÓNUSTA | 55 Templarar taka völdin Mörgum hefur orðið hált á svellinu þegar kemur að áfengisneyslu. Eftir því sem aldirnar skriðu fram fjölgaði þeim sem líkaði sopinn. Erlendir ferðamenn sem hingað komu í byrj­ un 20. aldar voru vanir að geta nálgast vín hvar og hvenær sem var, en úrval drykkjarfanga hér hefur sjálfsagt þótt fátæklegt. Heimamenn höfðu fæstir efni á miklum fínheitum, en hjá kaupmanninum var stundum boðið upp á brennivínsstaup við skenkinn og í veitinga­ húsum í sjávarplássum mátti víða fá ódýrt rauðvín, svokallaða „súrsaft “. Við lok 19. aldar voru margir búnir að fá nóg og vildu stöðva þennan ósóma. Vestur í Bandaríkjunum höfðu bindindismenn stofnað með sér hreyfingu árið 1850 sem gekk undir nafninu Góðtemplarareglan, IOGT (International Organisation of Good Templars). Hreyfingunni óx fiskur um hrygg víða um lönd og á Íslandi nam hún land árið 1884 þegar fyrsta stúkan var stofnuð á Akureyri. Hún átti greinilega erindi við stóran hluta lands­ manna sem voru orðnir þreyttir á ölkærum samborgurum sínum. Góðtemplarahreyfingin var orðin býsna áhrifamikil þegar komið var fram á nýja öld. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla Íslendinga árið 1908 var um tillögu bindindismanna um Auglýsing í Norðurlandi 1911 frá Höepfners verslun algjört áfengisbann. Hún var samþykkt með 60% atkvæða og varð Ísland þá fyrst ríkja í á Akureyri. heiminum til að samþykkja slíkt bann. Það gekk hins vegar ekki í gildi fyrr en árið 1912 og jafnvel þá var gefinn frestur til 1. janúar 1915 til þess að selja þær vínbirgðir sem til voru í landinu. Aðlögunartíminn var því nokkur. Andstæðingar vínbannsins – oftast kallaðir andbanningar – töldu að bannlögin fælu í sér brot á mannréttindum og stofnuðu með sér samtökin Þjóðvörn árið 1909 til að berjast gegn banninu. Þeir bentu m. a. á vandkvæðin sem fylgdu því að meina erlendum ferða­ mönnum að dreypa á áfengi á meðan þeir dveldust hér. Guðmundur Eggertz þingmaður

Púrtvínstár á Pumpunni Í Reykjavík var víða hægt að komast í vín í byrjun aldar: Á Hótel Íslandi var alræmd knæpa sem var ýmist kölluð Gildaskálinn eða Hjá Jörundi frænda. Þrjár stofur voru á staðnum: Almenningur, Káetan og Svínastían – allt í takt við stöðu gestanna. Áhafnir af erlendum skipum blönduðu þar geði við heimamenn og skáluðu í heitu toddýi, léttvíni, Gamla Carlsberg, þjóðhátíðar-viskíi, púrtvíni, rommi eða koníaki. Auðvitað var vínveitingum þó alveg hætt þegar Góðtemplarareglan keypti hótelið árið 1906. Önnur krá sem ekki hafði gott orð á sér var í kjallara Hótels Reykjavíkur og gekk undir nafninu Pumpan. Þar þótti ýmsum gott að fá sér púrtvínstár. Þessar krár voru bindindismönnum vissulega þyrnir í augum og eins var um dansleiki, því böllin enduðu oft með miklu skralli og drykkju. Til þess að komast hjá vökulu auga stúkufólks brugðu ýmsir á það ráð að stofna klúbba sem gátu veitt áfengi innan sinna vébanda. Borgaraklúbburinn við Hverfisgötu var einn þeirra, söngfélag eitt hafði aðsetur á Laugavegi og á kaffihúsinu Skjaldbreið kom enn einn klúbburinn saman. Á þessa starfsemi komu bindindismenn böndum með því að fá árið 1912 samþykkt frumvarp sem bannaði félagasamtökum áfengisveitingar.

56 | FERÐAÞJÓNUSTA spáði því að ferðir útlendinga myndu leggjast af að mestu leyti og illa myndi ganga að leigja út Elliðaárnar ef Englendingar fengju ekki að sötra viskíið sitt við laxveiðarnar.

Framsýnir ferðaþjónustumenn Á fyrstu áratugum aldarinnar sáu glöggir menn fram á vaxandi straum ferðamanna til landsins og töldu að þjóðin yrði að búa sig undir það. „Vafalaust mun ferðamannastraum­ ur frá útlöndum aukast að stórum mun hingað til lands þegar fram líða stundir,“ sagði Guðmundur Davíðsson í grein í Eimreiðinni árið 1913.14 „Útlendir ferðamenn koma aðal­ lega í því skyni, að skoða náttúru landsins, og annað getum vér heldur ekki sýnt þeim. Náttúran er hið eina á landi hér, sem vert er að sjá og sem mönnum þykir tilvinnandi að gjöra sér langar ferðir til að skoða.“ Þeir bjartsýnustu töldu jafnvel að Ísland yrði draumaland ferðalangsins í framtíðinni og sáu hér óteljandi möguleika. Einn þeirra var Arthur Cotton, breskur vísindamaður, sem kom nokkrum sinnum til landsins á þriðja og fjórða áratugnum og kvæntist íslenskri konu, Stellu Briem: „Enginn getur gert sjer grein fyrir því hve mikill ferðamannastraumur getur orðið hingað, þegar samgöngurnar batna og notuð verða þau skilyrði öll sem hjer eru fyrir hendi – yl-laugar og leirböð, eða þá þegar menn fá nýtísku þægindi uppi á háfjöll­ Hótel Reykjavík, séð frá Austurvelli 1906. Styttan er af um og geta gengið á jökla um hásumartímann frá fjallagistihúsum.“15 danska myndhöggvaranum Bertel Thorvaldsen.

FERÐAÞJÓNUSTA | 57 Þessar framtíðarspár voru ekki líklegar til að rætast í bráð. Helstu hindranirnar voru erfiðar samgöngur og skortur á góðu gistirými. „Verði Ísland í framtíðinni ferðamanna­ land, eitt hið helzta í Evrópu, sem margir spá, hljóta menn að sjá gestum þess fyrir sæmilegri gisting. Og enginn staður er því hentugri fyrir myndarlegt gestahæli, en sá, sem einkennilegastur og fegurstur er á landinu, og sem allir útlendir ferðamenn nema staðar á og skoða framar öllum öðrum,“ sagði Guðmundur Davíðsson í grein sinni í Eimreiðinni og átti þar við Þingvelli.16

Veðreiðar og glíma Fram eftir 20. öldinni þurfti lítið að hafa ofan af fyrir ferðamönnum sem hingað komu. Orðið afþreying var tæpast notað nema þegar stytta þurfti fólki stundir á sjúkrabeði. Ferðalögin sjálf tóku langan tíma svo ekki þurfti að hafa áhyggjur af því að fólki leiddist. Til Íslands komu ferðamenn einkum til að sjá stórbrotið landslag og náttúrufyrirbrigði sem ekki fundust á heimaslóðum. Sumir komu sérstaklega til að stunda veiðiskap og einstaka vildi sjá með eigin augum söguþjóðina í norðri. Flestir ferðamennirnir komu til Reykjavíkur og fóru þaðan í ferðir út á land til að skoða sig um. Það var í sjálfu sér næg skemmtun, ef marka má orð Lárusar Sigurjónssonar í Unga Íslandi 1905: „Að ferðast er einhver hin bezta skemtun sem til er, þar er hressingin, hollustan, sam­ fara aukinni þekkingu […] Hingað til landsins koma árlega allmargir ferðamenn sjer til skemtunar og hressingar og eru það einkum ríkir menn og skólagengnir menn; [...] sumir Mannlíf á Laugaveginum á bannárunum. koma hjer þó oft, hvað eftir annað, þeim þykir landið svo fagurt að þeir geta ekki slitið sig við það.“17 Í höfuðstaðnum var ekki hugsað sérstaklega fyrir dægradvöl handa erlendum ferða­ löngum, þótt stöku sinnum væri efnt til einhvers konar skemmtana sem hentuðu þeim. Lúðrasveit bæjarins var þá kannski fengin til að leika, efnt til samsöngs, veðreiða, eða haldin glímukeppni. Ekki fannst þó öllum glímunni vera nægur sómi sýndur. Í grein í tímariti þjóðernissinna, Íslandi, var þeirri ósk beint til stjórnvalda: „...að íslenzka glíman

Síðasta fylliríið? Áfengisbannið varð algert 1. janúar 1915. Gamlárskvöld 1914 var því síðasta kvöldið sem menn gátu neytt víns löglega. Margir þekktust boð frú Margrétar Zoëga hótelstýru þegar hún bauð gestum að ljúka við áfengisbirgðir sínar á Hótel Reykjavík þetta kvöld. Bæjarbúar hafa væntanlega aldrei verið „...þorstlátari en þennan dag,“ eins og einn þiggjendanna, Sigurður Grímsson lögfræðingur komst að orði.18 Á miðnætti var stemningin orðin æði undarleg. Mikill fjöldi var í miðbænum, ýmist til að njóta síð­ ustu löglegu víndropanna eða til að fagna vínbanninu með sálmasöng. Landlæknir ávarpaði mannfjöldann af svölum Alþingishússins eftir að bannið tók gildi og um nóttina voru haldnar hátíðarguðsþjónustur víða um land.

58 | FERÐAÞJÓNUSTA verði framvegis álitin meira en einhver skringilegheit, erlendum ferðamönnum til afþrey­ ingar. Það á hún svo sannarleg skilið.“19

Bæjarbragur í byrjun aldar Á fyrstu áratugum 20. aldar var nokkuð líflegur bragur á bæjarlífinu í Reykjavík. Útlendir ferða­ langar gátu blandað geði við heimamenn á ýmsum samkomustöðum, s.s. kaffihúsum, skemmtiklúbb­ um og matsölustöðum sem voru víða í bænum. Á Café og Conditori Hermes í Lækjargötu gátu menn til dæmis rætt þjóðþrifamál eins og gufu­ skipaferðir, kvenfrelsi og menntun alþýðu á meðan þeir sötruðu hollustudrykkinn Montserrat, á Hótel Geysi á Skólavörðustíg mátti næra bæði líkama og sál og maula nýbakað bakkelsi í Uppsölum í Aðal­ stræti. Enskumælandi gestir gátu hlýtt á heims­ fréttirnar á sínu móðurmáli í útvarpinu á meðan þeir fengu sér molasopa á Café Vífli og hlustað á lifandi tónlist eftir matinn á Hótel Skjaldbreið og hjá Rosenberg. Menn komu saman á Norðurpóln­ um, efst á Hverfis­götu, eða Fjallkonunni hjá Kristínu Dahlstedt eða borðuðu á Nýju landi, Hljómsveit Oscars Johansen leikur fyrir dansi í veitingastaðnum á Hótel Íslandi, þar sem leikin var lifandi tónlist á hverju kvöldi. Og það Bárunni 1912. var dansað í Gúttó, Bárunni og Iðnó. Bíóhúsin í bænum nutu líka mikilla vinsælda bæði hjá bæjarbúum og erlendum ferðamönnum sem hér dvöldu. Íslendingar komust fyrst í kynni við kvikmyndir árið 1903 þegar tveir útlendingar hófu kvikmyndasýningar á Ísafirði og Akureyri og loks í Reykjavík. Reykjavíkur biograftheater, eða Gamla bíó, var stofnað árið 1906. Það var til húsa í Fjala­ kettinum við Aðalstræti allt fram til ársins 1926 þegar það flutti í nýbyggða glæsibyggingu við Ingólfsstræti. Bíóið varð þá stærsta samkomuhús landsins. Nýja bíó, sem stofnað var árið 1912, var fyrst til húsa á Hótel Íslandi við Austurstræti en síðar í Lækjargötu. Nýja bíó notaði í auglýsingu sinni slagorðið „Home of the Silent Drama“. Tími þöglu myndanna náði til ársins 1930 en sjaldnast sátu bíógestir þó í algjörri þögn, því yfirleitt var tónlist leikin undir myndunum eða þær skreyttar ýmsum leikhljóðum. Veitingareksturinn breyttist augljóslega á bannárunum en menn höfðu þó ýmis ráð með að verða sér úti um vín. Árið 1922 varð svo aftur hægt að kaupa léttvín án þess að brjóta lög þegar Alþingi samþykkti að afnema bannið gagnvart vínum frá Spáni. Þessi sér­ kennilega undanþága var þannig til komin að Íslendingar höfðu gert viðskiptasamning við Spánverja um sölu á saltfiski og öðrum fiskafurðum en Spánverjar hótuðu því að hætta kaupunum ef Íslendingar keyptu ekki vörur af þeim. Ýmsum varð þetta að yrkisefni , þar á meðal Stefáni Stefánssyni fá Móskógum í Skagafirði: Gamla bíó, byggt 1926.

FERÐAÞJÓNUSTA | 59 Það er gott að gæta sín. Góðu hlýða banni. En spurtsmál er hvort Spánarvín spillir nokkrum manni.20

Íslendingar héldu vínbanninu lengur en flestar þjóðir sem það innleiddu. Í október 1933 var aftur efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám bannlaganna og var það samþykkt. Ný áfengislöggjöf var innleidd ári síðar og hinn 1. febrúar 1935 var sala á sterku áfengi aftur leyfð á Íslandi. Ein áfengistegund var reyndar undanskilin. Ölið hlaut ekki náð fyrir aug­ um stjórnvalda sem töldu að það myndi auka heildarneyslu áfengis og stuðla að drykkju ungmenna.

Hótel í höfuðstað Straumur ferðamanna til Íslands jókst hægt og rólega á fyrstu áratugunum en áfram var hörgull á gistirýmum. Hótel Ísland hafði verið stækkað verulega árið 1901 þegar reist var ný álma ásamt turni. Þar voru 53 gestaherbergi og fimm veitingasalir. Hitt stóra hótelið, Hótel Reykjavík, flutti í nýbyggingu við Austurstræti 12 árið 1906. Húsið var hið glæsi­ legasta, kjallari, tvær hæðir, ris með stórum kvistum og loks voru herbergi á fjórðu hæð­ Grímudansleikur á Hótel Reykjavík. inni undir súð. Tveir inngangar voru Austurstrætismegin en að sunnanverðu voru svalir

60 | FERÐAÞJÓNUSTA sem sneru að Austurvelli og voru oft notaðar til ræðuhalda og kórsöngs þegar mikið stóð til. Hótelið áttu hjónin Einar og Margrét Zoëga, tengdaforeldrar Einars Benediktssonar skálds. Einar Zoëga féll frá árið 1909 og rak Margrét þá hótelið áfram en hún þótti mikill skörungur. Nokkur minni gistihús var að finna í höfuðstaðnum, svo sem Hótel Klampenborg við Hafnarstræti 22, Hótel Skjaldbreið við Kirkjustræti og Gistiheimilið Reykjavík, síðar Hótel Hekla, við Lækjartorg. Samkeppni var nokkur á milli stærstu hótelanna en það breyttist heldur betur árið 1915 þegar Hótel Reykjavík brann til grunna.

Eldfimir kastalar Eldsvoðar höfðu áhrif á gistirými víðar en í Reykjavík. Í upphafi 20. aldar voru á Akureyri glæsilegar hótelbyggingar sem skáru sig úr umhverfinu með háum turnum. Hótel Oddeyri var fyrst byggt árið 1884 og fljótlega var það stækkað og prýtt með tveimur turnum. Húsið varð eldi að bráð árið 1908. Sögu Hótels Oddeyrar var þó ekki þar með lokið. Rekstri þess var haldið áfram á svipuðum slóðum og árið 1915 keypti Kristín Eggertsdóttir, fyrsta konan sem tók sæti í bæjarstjórn Akureyrar, hótelið og rak það til dauða­ dags, 27. febrúar 1924. Hótel Akureyri var uppá sitt allra besta undir stjórn Vigfúsar „verts“ Sig­ fússonar í upphafi 20. aldar. Þá rak Vigfús hótelið á evrópskan mælikvarða við mikla ánægju gesta. Sænski náttúru­ fræðingurinn Axel Kinckowström kall­ aði Vigfús „kórónu allra gestgjafa“ eftir að hafa gist á Hótel Akureyri.21 Og Örlygur Sigurðsson listmálari sagði í bók sinni Bolsíur frá bernskutíð: „Gamla Hótel Akureyri var lang­ samlega glæsilegasta gistihús landsins, meðan það var og hét, með sínum Kristjáns fjórða turnum, veglegum veislusölum og meira að segja balls­ kákarborðum.“22 Hótel Oddeyri. En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir að Vigfús lést árið 1916 fjaraði talsvert undan þessu glæsilega hóteli. Þar hefur líka haft sitt að segja að vínbannið tók að fullu gildi árið 1915. Hótelinu var breytt í fjölbýlishús sem brann til kaldra kola árið 1955. Þannig voru örlög fleiri hótela, enda voru þau í byrjun timburhús og stóðu gjarnan þar sem byggð var þéttust. Nafnið var þó ekki úr sögunni, því samnefnt hótel var reist við Hafnarstræti árið 1923.

FERÐAÞJÓNUSTA | 61 Bruninn mikli Aðfararnótt 26. apríl 1915 urðu vegfarendur um Austurvöll varir við eld­ bjarma í einu herbergi Hótels Reykjavíkur. Þeir brugðust skjótt við og náðu að gera fólki á hót­ elinu viðvart, en þar hafði kvöldið áður verið haldin fjölmenn brúðkaupsveisla. Um leið og opnað var inn í herbergið þar sem eldurinn var, blossaði hann upp og breiddist svo hratt út að á örskotsstundu varð hótelið alelda. Vindur stóð í fyrstu af austri og reyndi slökkviliðið – sem raunar var illa búið á þeim tíma – að stöðva framgang eldsins svo hann læstist ekki i húsin vestan við hótelið. Það gekk afar illa. Vindáttin breyttist síðan skyndilega þannig að húsin sem stóðu norðanmegin í Austurstræti og við Hafn­ arstræti sunnanvert urðu fljótlega alelda. Í þessum mesta eldsvoða í Íslandssögunni brunnu 12 stór hús, flest til grunna. Hótel Reykjavík, Edinborgarverslun, Landsbankinn og fleiri stórhýsi voru rústir einar daginn eftir. Eldsvoðinn kostaði tvo menn lífið og þótti mildi að ekki fórust fleiri. Eigandi hótelsins, Margrét Zoëga, slapp naumlega út áður en það varð alelda. Hún missti í raun allar eigur sínar í brunanum en kom þó undir sig fótum á ný. Hótelið var ekki endurbyggt en Margrét reisti lítið hús á rústum þess þar sem hún rak verslun og veitingasölu. Mörg önnur fyrirtæki urðu fyrir miklu tjóni; hús, vörur, húsbúnaður og bókhald varð eldi að bráð. Skrifstofur Eimskipafélagsins voru þá á efri hæð Edinborgarverslunar og var nánast engu bjargað þaðan fyrir utan peningaskáp sem félagið hafði nýlega fest kaup á og átti að vera traustur. Þegar loks var hægt að opna hann daginn eftir logaði enn í pappírunum sem þar voru.

Stóra málið – járnbraut Í tíð heimastjórnar var haldið áfram að bæta samgöngur innanlands. Menn voru hins vegar ekki alveg sammála um það hvaða leiðir skyldi fara í þeim efnum. Margir sáu fyrir sér að járnbrautir yrðu helsti samgöngumáti framtíðarinnar. Ísland er stór eyja, fjöllótt og fámenn, og það hefur áreiðanlega farið hrollur um menn við tilhugsunina um að kosta lagningu járnbrautateina um landið þvert og endilangt. Tillögur um uppbyggingu járn­ brautakerfis voru samt lagðar fram og ræddar á þingi um árabil og gengu undir nafninu „Stóra málið“. Einkum snerust hugmyndirnar um lestarsamgöngur frá Reykjavík norður til Akureyrar og svo austur í Árnes- og Rangárvallasýslur. Áætlun frá 1909 gerði ráð fyrir að lagning járnbrautateina um 93 km leið myndi kosta um 3,5 milljónir króna. Jón Þorláksson landsverkfræðingur kom með aðra áætlun árið 1913 um gufuknúnar lestir en hún fékkst ekki samþykkt. Á stöku útgerðarstað höfðu verið lagðir teinar fyrir handknúna vagna stuttan spöl. Árið 1913 var lögð eina járnbrautin í sögu landsins í tengslum við hafnargerð í Reykjavík.

62 | FERÐAÞJÓNUSTA Grjót var þá flutt í lestarvögnum úr námum í Öskjuhlíð og lágu teinar yfir Melana og út á Granda og yfir Skólavörðuholtið niður að Batterísgarði. Eimreiðarnar Pionér og Minör voru í förum með gjótfarma á þessum tveimur leiðum í fjögur ár. Brautin var nýtt í ýmis minni verkefni eftir að hafnargerðinni lauk en teinarnir voru teknir upp árið 1928. Íslenskt lestarkerfi var rætt allt til 1930 þegar þær hugmyndir voru endanlega svæfðar. Bifreiðinni hafði vaxið ásmegin og á þriðja áratugnum var orðið ljóst að hún var komin til að vera og hættu menn þá að tala um lestir.

Bíllinn breytir öllu Bíllinn olli straumhvörfum í samgöngumálum Íslendinga og þar með ferðalögum innan­ lands. Strax um aldamótin voru Íslendingar farnir að heyra af þessum sjálfdrifna vagni sem gat flutt fólk og varning án þess að skepnum væri beitt fyrir hann. Fyrsti bíllinn var fluttur til landsins árið 1904 af Ditlev Thomsen kaupmanni, sem fékk til þess styrk frá lands­ stjórninni. Bifreiðin reyndist þó ekki sérlega vel, var bilanagjörn og þurfti að draga hana Járnbraut í Öskjuhlíð árið 1913.

FERÐAÞJÓNUSTA | 63 heim úr fyrstu ökuferðinni. Einhverjar ferðir fór bíllinn nú samt suður til Hafnarfjarðar og austur á Eyrarbakka og Stokkseyri áður en hann var seldur úr landi. Þrjú ár liðu þar til næsti bíll var keyptur til landsins og eiginleg bílaöld hófst ekki hér­ lendis fyrr en árið 1914. Þá voru bílar orðnir það margir að ástæða þótti til að setja sérstök bílalög. Í þeim var kveðið á um 15 kílómetra hámarkshraða á klukkustund í þéttbýli en 35 kílómetra hraða í dreifbýli. Menn óku þó hvorki út né suður í fyrstu, enda vegir varla fyrir hendi. Árið 1918 var lengd akvega á landinu um 500 km en þeir voru fyrst og fremst ætlaðir hestvögnum enda bílaeign ekki almenn. Talsvert var flutt inn af vörubílum fyrstu áratugina og í takt við fjölgun þeirra og annarra stórra vinnutækja batnaði vegakerfið enda þurfti þá ekki lengur að notast við handaflið eitt við vegagerðina. Í upphafi fjórða áratugarns töldust akfærir kílómetrar vera um 1500. Tíu árum síðar voru bílarnir orðnir hátt í 1.200. Þá var orðið akfært milli Reykjavíkur og Akureyrar og mikill kraftur í vegalagningu.

Edrú leigubílstjórar Ýmsir voru fljótir að átta sig á þeim viðskiptatækifær­ um sem fylgdu bílunum. Auðvelt var að leigja þá út með bílstjóra í styttri ferðir. Ekki síst var hægt að hafa nokkuð upp úr því að aka erlendum ferða­ mönnum milli staða og jafnvel út í sveitir. Fyrsti leigubíllinn kom til sögunnar árið 1914 og auk leiguaksturs í bænum fór hann áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Eyrarbakka tvisvar í viku. Upp úr því spruttu upp leigubílastöðvar, þeirra

Í Ísafold 30. maí 1900 má finna þessa skilgreiningu á orðinu bifreið: Bifreið er bráðabirgða-nýyrði; það er vagn, sem rennur sjálfkrafa eftir venjulegum vegum, fyrir steinolíu-gangvél, sem fylgir sjálfum vagninum, — er undir honum eða áföst við hann; slík akfæri eru og stundum nefnd hestlausir vagnar, en oftast erlendis automobil eða motorvagnar. 23

Lýsing á fyrstu bílferð Thomsens austur: Fór hún með braki og brestum og þótti mörgum sem Ásaþór mundi þar fara í kerru sinni og ætla í austurveg að berja tröll. En varla mundi jötnum hafa mikil ógn staðið af þessari kerru, því að henni gekk allskrykkjótt og varð seinast ekki sjálfbjarga, svo að draga varð hana heim með handafli. . . 24

64 | FERÐAÞJÓNUSTA á meðal Bifreiðastöð Reykjavíkur, BSR, sem stofnuð var 1919. Í bæklingi sem Snæbjörn Jónsson bóksali gaf út á ensku fyrir ferðamenn árið 1922, auglýsir BSR ferðir á alla helstu ferða­ mannastaði. Steindór Einarsson, eigandi samnefndrar bifreiða­ stöðvar, auglýsir einnig ferðir á sanngjörnu verði í bæklingnum og finnst ástæða til að nefna sérstaklega að bílstjórarnir séu edrú! Fyrsta hópferð á bílum var farin árið 1918 þegar níu bifreiðum var ekið austur að Sogi til að skoða fossa og halda upp á fullveldi Íslands. Og þegar Danakonungur heimsótti landið árið 1921 var farið á 30 bílum austur Mosfells- og Lyngdalsheiði í Laug­ ardal, að Geysi, Gullfossi og til baka um Hellisheiði. Í ferðapésa Snæbjörns segir reyndar að vegurinn niður Kambana sé bæði brattur og kræklóttur og ef bíllinn og bílstjórinn séu ekki þeim mun öruggari, sé vissara að fara fótgangandi niður brekkuna.

Upphaf flugsins Í lok annars áratugarins gerðu Íslendingar sína fyrstu tilraun með samgöngur í lofti. Þá voru liðin 16 ár frá því Wright-bræður fóru fyrstu flugferðina vestur í Bandaríkjunum, en sú ferð markar upphaf flugaldar. Þúsundir flugvéla voru smíðaðar fyrir hernað í fyrri heimsstyrjöldinni og í stríðslok voru margar þeirra boðnar til sölu. Nokkrir stórhuga Íslendingar keyptu eina breska Avro-flugvél og fluttu til landsins árið 1919 og stofnuðu félag utan um reksturinn, Flugfélag Íslands, hið fyrsta. Danskur flugmaður var fenginn til að fljúga vélinni en aðallega var hún notuð til skemmtiflugs yfir Reykjavík. Útbúin var lendingaraðstaða í Vatnsmýrinni og almenningi boðið í útsýnisflug gegn gjaldi. Þetta ævintýri varð hins vegar of kostnaðarsamt fyrir flugfélagið. Það lagði upp laupana eftir sumarvertíðina 1920. Annað félag með sama nafni var sett á laggirnar árið 1928 og tók á leigu tvær sjóflugvélar frá Lufthansa sem flogið var af þýskum flugmönnum. Félagið Fyrsta flugvél Íslendinga í Vatnsmýrinni í Reykjavík keypti vélarnar tveimur árum síðar og kom þá fyrsti íslenski flugmaðurinn til sögunnar, árið 1919. Sigurður Jónsson. Flogið var með póst og farþega til fjölmargra staða á landinu og vélarnar notaðar við síldarleit úr lofti. Flugfélag Íslands nr. 2 varð heldur ekki langlíft því flugvélarnar skemmdust og skuldir hlóðust upp. Þegar heimskrepp­ an vafði hrammi sínum um íslenskt samfélag árið 1931, gáfust eigendur félagsins upp og því var slitið. Liðu nú nokkur ár þar til þriðja tilraunin var gerð til að setja á laggirnar íslenskt flug­ félag – og halda því á lífi.

FERÐAÞJÓNUSTA | 65 Fleiri kóngar Friðrik VIII. Danakonungur og Íslandsvinur ríkti ekki lengi, aðeins í sex ár. Hann lést árið 1912 og gekk krúnan þá til sonar hans, Kristjáns X. Hann kom í opinbera heimsókn til Íslands árið 1921 ásamt Alexandrinu drottningu og prinsunum Friðriki og Knúti. Dvaldi konungsfjölskyldan á landinu í eina viku. Eins og í fyrri konungsheimsóknum var menntaskólahúsið lagt undir hina tignu gesti og fóru þar fram ýmsar veislur og móttökur. Mikill viðbúnaður var fyrir komu fjölskyldunnar og dagskráin þéttskipuð. Að sjálfsögðu fengu þau að sjá hveri gjósa og fossa falla eins og flestir aðrir erlendir gestir, en að þessu sinni var ekki farið á hestum milli staða. Þrjátíu bíla lest silaðist með fylgdarlið konungs austur yfir Mosfellsheiði í lok júní og heimamenn flykktust til Þingvalla til að sjá kóng sinn, drottningu og prinsa. Konungsfjölskyldan hlýtur að hafa verið ánægð með dvölina því hún kom aftur í júní 1926, að vísu án Friðriks krónprins. Í þetta sinn fékk kóngur að renna fyrir lax í Ell­ iðaánum og krækti hann í tvo væna á skömmum tíma. Alexandrina drottning lagði horn­ stein að Landspítalanum og fór að Reykjum í Mosfellssveit til að skoða nýtingu jarðvarma. Að öðru leyti var nánast orðin til hefðbundin, konungleg dagskrá, enda var þetta fjórða heimsókn Danakonungs. Og enn átti hann eftir að heimsækja þennan útvörð danska Kristján X. og Alexandrina drottning í Íslandsheim­ konungsveldisins, bæði á alþingishátíðinni 1930 og aftur árið 1936. Dagskráin hljóðaði sókn árið 1921. ævinlega upp á ríkisráðsfund, undirritun nýrra laga, messu í Dómkirkjunni, móttökur í bænum og stóra veislu á Þingvöllum. Á heimleið konungsfjölskyldunnar árið 1926 var Konungshjónin á svölum Alþingishússins.

66 | FERÐAÞJÓNUSTA Kristján og Alexandrina fengu konunglegar móttökur á Seyðisfirði árið 1926. siglt norður fyrir land og komið við á Siglufirði og í Hrísey áður en farið var til Akureyrar. Þar fylgdu 200 manns kóngi inn í Vaglaskóg þar sem Þingeyingar tóku á móti hersingunni og gáfu gestum að borða í tjöldum. Sigurborg Kristjánsdóttir veitingakona á Akureyri sá um matreiðsluna fyrir þann konunglega málsverð. Síðasti áfangastaðurinn á hringsiglingunni var Seyðisfjörður. Þar var kóngafólkið kvatt með virktum virktum þriðjudagskvöldið 22. júní. Jón Magnússon forsætisráðherra og Þóra Jónsdóttir, eiginkona hans, höfðu fylgt konungsfjölskyldunni allan tímann en áttu að sigla aftur til Reykjavíkur á miðvikudeginum með herskipinu Gejser. Jón hafði alist upp á Norðfirði og óskaði eftir því skipið hefði stutta viðkomu þar svo hann gæti heilsað upp á heimamenn. Forsætisráðherra var nýsestur að spjalli við Jón Guðmundsson prófast á heimili hans þegar hann varð bráðkvaddur. Lát forsætisráðherra var mikið áfall og var víðast flaggað í hálfa stöng þegar herskipið kom með lík hans til Reykjavíkur þremur dögum síðar.

Laxinn trekkir Sú sérviska Breta að vilja nota veiðistöng, línu og öngul til að krækja í og draga lax að landi vakti undrun heimamanna þegar Englendingar fóru að sækja á óplægðar veiðilend­ ur Íslands upp úr miðri 19. öld. Stangaveiði hafði lengi verið áhugamál hjá breskum efnamönnum og þegar kom fram á 19. öld fóru þeir að sækja út fyrir landsteinana í leit að ám sem lítið eða ekkert væru stundaðar af sportveiðimönnum. Einkum sóttu þeir til Noregs en einstaka slæddist alla leið norður til Íslands, jafnvel fara sögur af Bretum við laxveiðar hér á landi þegar árið 1823. Árið 1858 kom hingað Skoti, James Ritchie, sem vildi kaupa lax af bændum í Borg­ arfirði og sjóða niður. Fyrst kom hann sér upp aðstöðu til niðursuðu í Borgarnesi en færði hana síðan að ármótum Grímsár og Hvítár og loks var hún sett upp í Ferjukoti. Þar má

FERÐAÞJÓNUSTA | 67 Veiðimenn við Æðarfossa í Laxá í Aðaldal um 1920. enn sjá upprunalegu tækin á sérstöku veiðisafni. Laxinn var soðinn í stórum potti og síð­ an lagður í sérkennilega löguð tréker og yfir hann hellt einhvers konar legi, líklega ediki. Ungur maður, Andrés Andrésson Fjeldsted frá Hvítárvöllum, síðar bóndi í Ferjukoti, var fenginn til að aðstoða Ritchie. Sjálfur hafði Andrés eignast veiðistöng nokkrum árum áður og er talinn vera fyrsti íslenski stangveiðimaðurinn. Samstarf þeirra Ritchies leiddi til þess að hingað fóru að koma enskir og skoskir veiðimenn.

Fyrsti íslenski stangveiðimaðurinn Talið er að Andrés Andrésson Fjeldsted hafi árið 1852 eignast veiðistöng fyrstur Íslendinga. Andrés var fjölhæfur maður og dugmikill bóndi. Hann dvaldi á yngri árum þrjá vetur í Skotlandi þar sem hann lærði sitthvað fleira en ensku. Hann kynntist bátasmíði, blikksmíði og niðursuðu og var frumkvöðull á þessum sviðum þegar heim var komið. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um laxveiði og sjálfur slyngur stangveiðimaður. Hann hafði milligöngu um leigu laxveiðiáa í Borgarfirði til breskra veiðimanna á 19. öld og stofnaði félag um þann starfa árið 1887. Rífandi gangur var í viðskiptunum og réð félagið sér umboðsmann í Englandi sem var enginn annar en Sigfús Eymundsson. Létu þeir Sigfús og Andrés prenta bækling með uppkasti að leigusamningi og létu fylgja afrit af gildandi lögum um laxveiði og fuglafriðun. Svo vel tókst til hjá þeim félögum að þetta ár voru allar helstu bergvatnsár Borgarfjarðar leigðar Englendingum til stangveiði. Með Andrési á myndinni er eiginkona hans, Sesselja Kristjánsdóttir.

68 | FERÐAÞJÓNUSTA „[...] margir ferðamenn sem hjer dvelja allt sumarið leigja sjer ár sem lax gengur upp í Veiðihópur framan við gamla veiðihúsið við Grímsá og byggja sjer smá timburhús eða lifa í tjöldum þar við árnar oft langt frá bæjum og hafa á fyrri hluta 20. aldar. Frá vinstri: Ellen Einarsson, Svava Þórhallsdóttir kennari, Halldór Vilhjálmsson, sjer til skemtunar að veiða laxinn. Það eru einkum ríkir Englendingar og eru þeir hjer skólameistari á Hvanneyri, Matthías Einarsson læknir 25 sumar eftir sumar, sömu mennirnir.“ og Sigríður Björnsdóttir. Með fyrstu húsunum sem sérstaklega voru byggð fyrir stangveiðimenn eru veiðihúsið sem Andrés byggði við Grímsá árið 1900 og Ensku húsin skammt frá Sjávarfossi í Langá. Þau fylgdu með í kaupunum þegar skoskur lávarður keypti veiðiréttinn í Langá árið 1902. Smám saman áttuðu menn sig á því að það var hægt að hafa ágætlega upp úr því að veita erlendu veiðimönnunum aðgang að ánum hluta af sumri og bjóða þeim gistingu og viðurgjörning. Sumir landa okkar tóku líka upp þessa tómstundaiðju og veiddu oft það vel að aflinn dugði fyrir kostnaði og gott betur. Meðal þeirra sem fóru snemma að stunda þessar veiðar var kvartett sem var við veiðar í Þverá í viku sumarið 1917. Þar voru á ferð­ inni læknarnir Matthías Einarsson og Þórður Edilonsson ásamt Bernhöfts-bræðrunum Vilhelm tannlækni og Daníel bakara. Verður ekki annað sagt en að aflabrögðin hafi verið ágæt: á þriðja hundrað laxar! Stangveiði náði þó ekki almennri hylli hér á landi fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld.

FERÐAÞJÓNUSTA | 69 Einstakar Elliðaár Lengi hefur verið vinsælt að sýna erlendum ferða­ mönnum Elliðaárnar enda er líklega hvergi í heim­ inum að finna jafn gjöfula veiðiá í miðri höfuðborg. Áin fellur úr Elliðavatni og rennur í tveimur kvíslum til sjávar og er því alltaf talað um Elliðaárnar í fleirtölu. Þær hafa verið eigendum sínum drjúg matarkista allt frá landnámi en ekki fóru þeir allir vel með gulleggið sitt. Þær voru orðnar nær fisklausar undir aldamótin 1900, eftir langvarandi ofveiði heimamanna í kistur. Sitthvað var gert til að auka fiskgeng í árnar og virð­ ist það hafa skilað sér. Einar Benediktsson skáld og athafnamaður fegrar svo ástand ánna í skýrslu sinni til The British North-Western Syndicate árið 1910, að mönnum þar á bæ hlýtur að hafa þótt freistandi að komast yfir þær: „Um 600 laxar hafa veiðzt á eina stöng á þremur eða fjórum vikum í neðri kvíslum Elliðaár ... Hún er bezta veiðiá á Íslandi.“26

Enskir bjarga veiðiám Í fyrstu voru það Borgarfjarðarárnar sem einkum voru leigðar enskum veiðimönnum en einnig eru heimildir um erlenda veiðimenn í norðlenskum ám á síðari hluta 19. aldar. Til dæmis er vitað af Englendingnum Charles H. Akroyd og félögum hans sem voru við veiðar í Laxá í Aðaldal árið 1877. Margir þessara manna voru sannir veiðimenn. Lionel Meðal bresku veiðimannanna sem stunduðu veiðar Fortescue hafði Vatnsdalsá, Fnjóská og Sæmundará í Skagafirði á leigu um árabil, ofurst­ í íslenskum ám á síðustu öld var enska hefðarfrúin Walterina Favoretta Kennard sem átti Langá á Mýrum inn R. Stewart leigði Hrútafjarðará árum saman og Sir Harold Gillies hafði Víðidalsá á frá árinu 1923 til 1944. Hér er hún ásamt ungum leigu. Allir þessir menn skipulögðu veiðina þannig að nýta mætti laxinn án þess að ganga frænda sínum með góðan dagsafla úr ánni. á stofninn.

Félag um fjallaferðir Landið er fagurt og frítt og ekki aðeins útlendingar dást að öllum þeim fannhvítu jöklanna tindum sem hér er að finna. Nokkrir áhugamenn um ferðalög mynduðu með sér klúbb árið 1916 sem skipulagði leiðangra um fjöll og firnindi. Ekki komu þeir sér þó saman um opinbert heiti klúbbsins sem gekk því undir nafninu Nafnlausa félagið. Þar var hins vegar lagður grunnur að almenn­ um félagsskap um fjallaferðir, Ferðafélagi Íslands. Það var stofnað 27. nóvember 1927. Helstu hvatamenn að stofnun þess voru Sveinn Björnsson, síðar forseti, og Björn Ólafsson, iðnrekandi og

70 | FERÐAÞJÓNUSTA síðar ráðherra. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Jón Þorláksson sem þá hafði nýlega stigið úr stóli forsætisráðherra. Stofnfélagarnir 63 vildu fá Íslendinga til að kynnast eigin landi, meta tign þess og fegurð og læra að þekkja náttúrufar þess og gróður. Með fyrstu verkum Ferðafélagsins var að koma upp sæluhúsi fyrir ferðalanga inni á öræfum. Skáli var reistur við Hvítárvatn árið 1930 og þótt síðar hafi verið byggður annar skáli skammt frá, er sá gamli enn notaður – þrátt fyrir að þar sé talið reimt. Fleiri skálar risu á vegum Ferðafélagsins næstu árin og áratugina í takt við fjölgun félagsmanna. Ferðafélag Íslands vildi gera Ísland að paradís ferða­ langsins. Stefna félagsins kemur skýrt fram í yfirlýs­ ingu stjórnar frá 16. nóvem­ ber 1927: „Á síðari árum hefur mjög aukist áhugi manna um að ferðast hér um og kynnast óbyggðum landsins og öðr­ um lítt kunnum landshlutum. Áhugi hefur einnig vaknað fyrir því að kynna landið erlendum þjóðum, náttúru þess, sögu og þjóðhætti. Hef­ ur mönnum fyrir löngu ljóst orðið að fáfræði erlendra þjóða um hagi vora er oss til hinnar mestu óþurftar á ýmsan hátt, og mundi oss á ýmsan veg reynast stórhagur að aukinni þekkingu á landi voru erlendis.“27

FERÐAÞJÓNUSTA | 71 Flugkappinn og fína fólkið Flugkappinn heimsþekkti, Italo Balbo, gisti á Hótel Borg meðan hann dvaldist í Reykjavík. Í samtali við blaðamenn kvaðst hann “... undrandi yfir þeirri menningu og listasmekk sem bærinn bar vott um.”

Sjálfspilandi píanó 42 tegundir Veitingakonan góðkunna, Kristín Dahlstedt, hefur bryddað upp á þeirri af áleggi nýjung á veitingastaðnum Fjallkonunni að skemmta gestum með píanói sem Café Vífill í Austurstræti státar spilar án hjálpar mannshandanna – af mögnuðum matseðli. Þar má Rusl eftir einungis þarf að stíga það. finna hvorki meira né minna en Alþingishátíðina 42 tegundir af áleggi. Mikið rusl blasti við í þjóðgarðinum á Þingvöllum þegar Alþingis­hátíðin glæsi- Austurrískur kennari í Kerlingarfjöllum lega var yfirstaðin. Ruslið nam 80-100 Austurrískir fjallamenn og íslenskir fjallagarpar stunda nám í fjallamennsku við kjör- bifreiða­hlössum. Megnið hafnaði á báli, aðstæður. Einungis ein kona er í hópnum, Lydía Pálsdóttir, en hún gefur gengið á alla en sitthvað var þó nýtanlegt. stærstu jökla landsins.

Brutust á bíl yfir Sprengisand Óyfirbyggður Fordbíll komst heilu og höldnu norður Sprengisand, eftir nokkra hrakninga. Sigurður frá Laug stýrði bílnum og með honum í för voru menntaskólakennararnir Einar Magnússon og Valdimar Sveinbjörnsson, ásamt Jóni J. Víðis landmælingamanni.

72 | FERÐAÞJÓNUSTA vegir, vertar og veitingar

Mikil umskipti urðu í ferðamálum með hátíðinni miklu sem haldin var í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930. Í kjölfar hennar fór bílum mjög að fjölga og þeir urðu annað og meira en kostnaðarsöm tómstundaiðja tækjadellumanna. Í æ ríkari mæli voru þeir að koma í stað hestsins á ferðalögum og kerrunnar við vöruflutninga. Frá því að fólk borgaði fyrir að ýta bílnum hans Thomsen upp Bakarabrekkuna og fá síðan að sitja í nið- ur í Austurstræti hafði mikið vatn runnið til sjávar. En bílarnir þurftu vegi og af þeim var fátt í upphafi aldarinnar. Nú var tekið til við að laga þá og lengja og brúa árnar. Smám saman varð auðveldara að ferðast milli landshluta og Íslendingar tóku því fagnandi. Jafnframt jókst þörfin fyrir veitinga- og gististaði og þeir spruttu upp víða um land. Mest munaði þó um Hótel Borg, stærsta hótel landsins, sem byggt var á methraða og tekið í notkun árið 1930.

Fyrstu almenningsvagnarnir „Bifreiðir eru nú komnar ótrúlega víða,“ segir Geir G. Zoëga vegamálastjóri í blaðaviðtali árið 1926. „Þær eru á Hjeraði, Eyjafirði, Húsavík, Skagafirði, Húnavatnssýslu og Borgar- nesi. Þar munu vera 18 bifreiðir.“1 Allt frá 1913 hafði almenningur getað keypt sér far með áætlunarbifreiðum. Fyrstu til- raunina gerði Sveinn Oddsson. Hann auglýsti það ár áætlunarferðir með Fordbifreið sem hann hafði keypt í félagi við hóp Íslendinga í Kanada og komið með til Íslands. Sveinn bauð upp á ferðir inn að Elliðaám, til Þingvalla, Hafnarfjarðar, að Kolviðarhóli, til Eyrar­ bakka og allt austur að Ægisíðu. Var vel fylgst með ferðum bílsins í blöðum og meira að segja

FERÐAÞJÓNUSTA | 73 sagt frá hverri bilun sem upp kom. Þannig hófst nýr kafli í ferðaþjónustu á Íslandi. Sveinn sótti í framhaldinu um styrk frá Alþingi til þess að annast vöruflutninga austur yfir fjall. Um það efni sagði í nefndaráliti fjár- laganefndar: „Maður þessi hefur þegar sýnt, að mannflutningsbifreið getur gengið á flutn- ingabrautum hér og flýtt ferðum manna mjög mikið. Þykir nefndinni mikils um vert, ef sama yrði leitt í ljós um flutningabifreið.“2 Sveinn ók svo í samræmi við samninginn en eftirspurnin eftir flutningi var ekki nægilega mikil til að reksturinn bæri sig. Hann gafst því upp á þess- um akstri tæplega tveimur árum síðar. Fyrstu Fordbíllinn árið 1913. Jón Sigurðsson situr Lengi framan af leyfði vegakerfið ekki að bílinn væri notaður á langleiðum. Eiginlegt undir stýri og Sveinn Oddsson prentari við hlið hans. Í vegasamband milli héraða og landshluta átti langt í land þegar þrír áratugir voru liðnir frá aftursætinu sitja Gísli Sveinsson yfirdómari og Baldur Sveinsson blaðamaður. Ekki er vitað hver situr lengst komu fyrsta bílsins. Þó voru nokkur heljarmenni tekin til við fólksflutninga milli lands- til vinstri. hluta. Þeirra á meðal var Kristján Kristjánsson á Akureyri sem fór sína fyrstu ferð suður árið 1929 og var ferðinni heitið til Reykjavíkur, þótt ekki væri kominn vegur alla leið. Frá Bílafloti Kristjáns Kristjánssonar við höfnina á Akureyri um 1930. Borgarnesi þurftu farþegarnir að fara sjóleiðina síðasta spölinn. Ferðin gekk að óskum en

74 | FERÐAÞJÓNUSTA á norðurleiðinni festist bíllinn á stórum steini í Grjótá á Öxnadalsheiði og varð ekki bifað hvernig sem farþegarnir bisuðu við farartækið. Urðu menn blautir upp í mitti við atgang- inn en ekkert gekk. Loks varð að ráði að ganga niður að Þverá í Öxnadal þar sem svo vel vildi til að var sími. Kristján, sem síðar hlaut heiðursnafnbótina bílakóngur, hafði keypt sinn fyrsta bíl árið 1921, þá tuttugu og tveggja ára gamall, og framtíðin var ráðin. Hann eignaðist fjölda áætl- unarbíla um ævina, enn fleiri fólksbíla, bílaverkstæði – það stærsta utan Reykjavíkur – og yfirbyggingaverkstæði þar sem rútur fengu á sig hús.Slíkur var glæsibragurinn yfir fjöl- þættum rekstri Kristjáns, að hann varpaði ljóma á umhverfi sitt og þetta litla bæjarfélag sem Akureyri var á árunum fyrir stríð og í stríðinu,“ segir í aldarminningu Kristjáns.3

Þúsund fermetrar á fimm hæðum Þegar Alþingishátíðin nálgaðist varð ljóst að það vantaði tilfinnanlega hótel til að hýsa alla þá gesti sem búist var við. Þó gætti tregðu við að taka á vandamáli: „Viðbrögðin voru eitt- hvað á þá lund að það væri nú svona og svona að vera að láta lóð undir hótel, sem ekki væri einu sinni víst að neinn fengur væri í að láta byggja,“ segir Jóhannes Jósefsson í ævisögu sinni.4 Nýkominn heim með fullar hendur fjár að afloknum frækilegum ferli sem glímukappi hugðist hann reisa nýtískulegt gistihús í Reykjavík sem hann taldi löngu tímabært. Þetta var árið 1927. Þá var Hótel Ísland eina stóra hótelið í Reykjavík. Önnur helstu hótel voru Hótel Skjaldbreið, Hótel Hekla og Herkastalinn. Jóhannes segir að hann hefði gefist upp við ráðagerðina ef ekki hefði komið til stuðningur Jónasar Jónssonar ráðherra frá Hriflu. Hann hafi talið mikilvægt að geta tekið á móti höfðingjum í tengslum við Alþingis­ hátíðina. Þegar allt var klappað og klárt, lóð fengin í Pósthússtræti og Guðjón Samúelsson búinn að teikna glæsilegt hótel, var komið fram á haust 1928. Fyrsta skóflustungan var tekin 1. október. Margir töldu ómögulegt að ljúka verkinu fyrir Alþingishátíðina. En raunin varð önnur. Veislusal- irnir voru opnaðir formlega 18. janúar 1930 og í maí var hótelið allt tilbúið til notkunar, 1.000 fer- metrar á fimm hæðum. Hótel Borg féll í góðan jarðveg hjá bæjarbúum. Þar áttu löngum góða fundi yfir síðdegiskaffi bæj- arins bestu menn. Meðal gestanna voru margir lög-

FERÐAÞJÓNUSTA | 75 „Einstaklega þokkalegt“ „Hótel Borg er ekki stórt gistihús, en það er byggt eftir ströngustu reglum um nútímaþægindi, og það er einstaklega þokkalegt, eins og segja má um öll íslensk híbýli. Það er samkomustaður fína fólksins.“5 Þannig lýsti ítalski flugkappinn Italo Balbo Hótel Borg í endurminningum sínum frá frækilegu hópflugi yfir Atlantshaf árið 1933. Hann gisti á Hótel Borg þann tíma sem flugsveitin dvaldi í höfuðstaðnum. Koma kappans vakti mikla athygli og fjöldi fólks beið tímunum saman fyrir utan Borgina í þeirri von að sjá honum bregða fyrir. Balbo var hrifinn af Reykjavík og sagði að hver sá sem þangað kæmi í fyrsta sinn yrði „...undrandi yfir þeirri menningu og listasmekk sem bærinn ber vott um.“

Balbo og félagar við hringdyrnar á Hótel Borg. fræðingar og forstjórar, en líka skáld og listamenn, til dæmis Jóhannes Kjarval, Stefán Íslandi, Eggert Stefánsson, Árni Jónsson frá Múla, Thor Thors og Hallgrímur Hallgrímsson í Shell. „Vænst þykir bæjarbúum um Borg á kvöldin. Þá fara menn þangað sér til hvíldar, hressingar og tilbreytingar eftir erfiði dagsins,“ sagði í miklum lofpistli um hótelið sem birtist í Morgunblaðinu vorið 1930.6 Þrátt fyrir það reyndist reksturinn erfiður. Sjálfur sagði Jóhannes að það hefði verið sín erfiðasta glíma að berjast við að halda Borginni opinni. Þá glímu vann hann reyndar, með góðri hjálp konu sinnar, Karólínu Guðlaugsdóttur, því það var ekki fyrr en árið 1960 sem hann seldi hótelið, þá kominn hátt á áttræðisaldur.

Um tíma stóð til að stækka Hótel Borg hressilega. Úr því varð ekki í það sinnið.

76 | FERÐAÞJÓNUSTA Tugþúsundir til Þingvalla Valhöll á Þingvöllum á gamla staðnum. Þegar kom að því að Alþingishátíðin yrði haldin stóð á endum að sæmilega bílfær vegur var kominn til Þingvalla. Kristján konungur X. kom til landsins ásamt Alexandrínu drottn- ingu og fylgdarliði hinn 25. júní 1930. Fulltrúar annarra nágrannaríkja voru allmargir og landsmenn dreif að úr öllum landshlutum. Þeir sem komu langt að tóku sér flestir far með strandferðaskipum. Það var því margt um manninn í höfuðstaðnum þegar leið að hátíðinni. Talið er að þrjátíu til fjörutíu þúsund manns, liðlega þriðjungur þjóðarinnar, hafi verið á Þingvöllum þegar hátíð hófst þar 26. júní. Tuttugu bíla lest flutti erlenda boðsgesti og aðra fyrirmenn, en fleiri fengu bílfar á hátíðina, einkum með vörubílum sem hafði verið breytt og bekkjum komið fyrir á pöllunum. Fargjaldið var fimm krónur og fimmtíu aurar hvora leið. Það þótti mikið fé. Fyrir þá upphæð var hægt að fá hótelgistingu í eina nótt. Hátíðin hafði verið vandlega undirbúin á Völlunum. Valhöll og Konungsskáli höfðu verið flutt á nýjan stað og við Valhöll var reistur risastór tjaldskáli. Vegir voru lagaðir eða lagðir. Pallar voru smíðaðir og komið fyrir víðsvegar um svæðið fyrir þinghald og dag- skráratriði. Hátíðin fór fram í sérstökum tjöldum og var mikið um dýrðir. Kristján X. setti hátíðina 26. júní og stóð hún í þrjá daga. Mikill fjöldi ræðumanna tók til máls, þeirra á

FERÐAÞJÓNUSTA | 77 Mikil bílaumferð var við Valhöll hátíðardagana.

meðal Ásgeir Ásgeirsson, forseti sameinaðs þings, og Tryggvi Þórhallsson forsætis­ ráðherra. Komið hafði verið fyrir hljóðkerfi á hátíðarsvæðinu og heyrðist því vel til ræðumanna. Til þess að unnt yrði að halda góðu símasambandi við Reykjavík hafði Landsíminn fest Skrautbúið fól á Þingvöllum. kaup á fjölsíma, þeim fyrsta sem til landsins kom. Um þennan síma barst dagskrá hátíð- arinnar til útvarpsins og þaðan til þeirra sem heima sátu og höfðu viðtæki. Sérstök hátíðardagskrá var líka skipulögð í Reykjavík: Haldið var norrænt stúdentamót þar sem átta Vestur-Íslendingar voru gerðir að heiðursdoktorum við Háskóla Íslands, tvær málverkasýningar voru opnaðar með verkum margra helstu listamanna þjóðarinnar og efnt var til ljóðasamkeppni. Hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar var valið til flutnings. Nokk- ur erindi úr því hafa lifað góðu lífi með þjóðinni, þar á meðal þetta:

Sjá, dagar koma, ár og aldir líða og enginn stöðvar tímans þunga nið. Í djúpi andans duldir kraftar bíða. Hin dýpsta speki boðar líf og frið. Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga. Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. Í hennar kirkju helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk.

78 | FERÐAÞJÓNUSTA Þegar hátíðinni lauk blasti við mikið rusl í þjóðgarðinum, 80-100 bifreiðahlöss, allt frá bréfarusli og blikkdósum upp í dragúldna nautaskrokka. Ruslinu var safnað í hrauka og Enginn getur ort í bíl brennt. Ýmislegt var þó nýtilegt, þar á meðal beddar, stólar, postulínsvarningur, vefnaðar- Ísleifur Gíslason sem var kaupmaður á vara, koddar, handklæði og sængurfatnaður. Það var allt selt. Sauðárkróki í byrjun 20. aldar orti margar bílavísur. Þessi segir allt sem segja þarf um ástand vega á þessum tíma: Þjóðhátíðin – kveikjan að hópferðum Nokkrir stórhuga ungir menn keyptu sér vörubíla í árdaga bílsins og unnu síðan við ýmiss Enginn veður yfir Níl konar flutninga, meðal annars á byggingarefni og möl í vegi og símastaurum þegar farið án þess að vökni kálfi var að leggja símalínur um sveitir landsins. og enginn getur ort í bíl Þessir bílar voru teknir leigunámi vegna konungskomunnar 1930. Það hefur eflaust allt er á reiðiskjálfi. komið sér illa fyrir einhverja, en leiddi þó gott af sér til lengri tíma litið. Þarna var komin kveikjan að reglubundnum fólksflutningum milli landshluta. Vörubílarnir voru gerðir að svokölluðum boddíbílum með þeirri einföldu aðferð að koma fyrir bekkjum á vörubíls- pallinum og á sumum þeirra var tjaldað yfir. Þessi nýjung varð til þess að Kristján ­Kristjánsson á Akureyri hóf fyrstur manna fastar áætlunarferðir suður á Hvalfjarðarströnd vorið 1931. Farþegarnir voru ferjaðir yfir fjörðinn og þar biðu þeirra bílar frá Steindóri Dæmigerður boddíbíll dugði ágætlega til að víka Einarssyni og fluttu þá til Reykjavíkur. sjóndeildarhringinn.

FERÐAÞJÓNUSTA | 79 Steindór var einn af frumkvöðlunum í farþegaflutningum. Árið 1918 átti hann átta bifreiðar af gerðunum Ford og Overland og var búinn að stofna Bifreiðastöð Steindórs. Bílunum fjölgaði hratt. Eftir þjóðhátíðina fékk hann Tryggva Pétursson bifreiðasmið til þess að smíða yfirbyggingu á hópferðabíl og fyrr en varði voru þeir orðnir 21. Fyrstu bíl- arnir tóku 13 farþega en fljótlega reyndist þörf fyrir stærri bíla og bættust þá við rútur sem tóku tvo tugi manna. Guðmundur Jónasson – sem síðar var gjarnan kallaður fjallabílstjóri – komst líka í gír- inn: „Upp úr 1930 var maður búinn að ná í þjóðhátíðarboddí með 12 sætum aftan á fyrir farþega og það þrettánda hjá bílstjóranum,“ sagði hann í viðtali árið 1982.7 Boddíið var skrúfað ofan á pallinn með lausum skrúfum. „Á því voru tvær til þjár litlar rúður að framan, svo að farþegar gátu séð yfir stýrishúsið og fram á veginn, en annars voru blæjur með hliðunum [...] Setið var á trébekkjum og við bakið fjögurra tommu breið slá. Fyrir kom að á henni var hálmur og leðurlíki yfir og þótti fínt. Hvað þá ef það var líka á setunni. Þannig var farið með fólk um helgar í ferðir á skemmtistaði.“

Guðmundur Jónasson, fjallabílstjóri. Þjóðleiðir um vegleysur og fljót Þótt áhugann skorti ekki hefur varla verið leikur að vera bílstjóri á Íslandi fyrstu áratugi Tekið á því í fyrstu ferð fjórhjóladrifins bíls í bílaaldar. Það þótti til dæmis eðlilegt að vera þrjár klukkustundir að komast Holtavörðu- Herðubreiðarlindir. heiðina. Þó voru aðeins 26 kílómetrar milli efstu bæja. Þeir kílómetrar voru þó langir.

80 | FERÐAÞJÓNUSTA „Þarna voru vegleysur og forað. Vegurinn kom þar sem hesturinn hafði troðið Boddíbíll paufast í þröngri slóð í Árnessýslu. áður,“sagði Guðmundur Jónasson í lýsingu sinni á heiðinni.8 Hann sagði að þeir sem hafi átt þarna leið um hafi þurft að bera grjót ofaní til að komast leiðar sinnar. Vegurinn var í fyrstu einungis uppbyggður þar sem mýrarsund voru milli holta. Sums staðar var reynt að Íslensk bílasmíði ræsa veginn með grjóti og annars staðar voru tréhlerar lagðir yfir foraðið. „En hlerarnir Félag bifreiðasmiða var stofnað árið vildu vera lausir og mikið upp úr þar sem runnið hafði frá þeim. Maður varð oft að raða 1938, en þá var starfsgreinin orðin 11 spýtunum á þá þegar að var komið. Ef þær fundust þá. Þverslárnar voru gerðar úr 2x4 ára. Fyrstu tuttugu árin voru byggð- tommu plönkum og aðeins sást í endann á plönkunum.“ ar 1.035 bifreiðar, stórar og smáar, auk Það gat því verið nákvæmnisverk að hitta á þverslárnar og víst er að ekki var heiglum þess sem þessir hagleiksmenn smíðuðu hent að aka til Norðurlands. Til Blönduóss var reyndar hægt að komast á einum degi – ótal vörupalla. Þá endurbyggðu þeir og þótt raunar yrði hann oft langur og nóttin jafnvel tekin með. Farið var sjóleiðis til Borgar­ betrumbættu fjölda bifreiða. Í tímariti ness, en þaðan taldi Guðmundur að vegurinn til Blönduóss hefði þá mælst um 185 iðnaðarmanna er sagt frá því að íslensku kílómetrar. vagnarnir þættu sterkari en þeir útlendu, Á þessum tíma var búið að brúa flestar stórár á leiðinni norður. Hvítá í Borgarfirði var alveg eins þægilegir og jafnvel ódýrari brúuð árið 1927 og komnar voru brýr á Hrútafjarðará, Síká, Miðfjarðará, Gljúfurá og þegar alls væri gætt. Árið 1948 voru þrjú Víðidalsá. Í öðrum landshlutum var líka búið að vinna mikið verk í brúargerð. Vatnsminni verkstæði bifreiðasmiða í Reykjavík og ár, óbrúaðar, gátu oft reynst erfiðar viðfangs, en frumherjarnir létu þær ekki stoppa sig. eitt á Akureyri. Á þessum verkstæðum Lengst af voru árnar í Skaftafellssýslum farartálmar, Jökulsá á Breiðamerkursandi og árnar störfuðu þá 34 bifreiðasmiðir, 12 nem- á Skeiðarársandi. Það var ekki fyrr en árið 1974 sem brúin yfir Skeiðará, lengsta brú lands- endur og 55 hjálparmenn. ins, var tekin í notkun. Þá fyrst opnaðist hringvegurinn fyrir venjulega bílstjóra. :

FERÐAÞJÓNUSTA | 81 Sérleyfi og allir tapa Fljótlega eftir að Kristján Kristjánsson hóf skipulegar áætlunarferðir komu fleiri til sögunnar. Samkeppni var orðin um farþega. Árið 1935 voru sett lög um skipulag fólksflutninga með bifreiðum, svokölluð skipulagslög. Þar var kveðið á um að gefa skyldi út sérleyfi til aksturs í atvinnuskyni á ákveðnum leiðum. Í byrjun voru leyfin veitt til þriggja ára. Þegar leið að lokum þessa fyrsta leyfistímabils ritaði forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins greinargerð um reynsluna og telur þar margt mega betur fara. Sérleyfið verði til þess að ferðamenn komist ekki alltaf leiðar sinnar, þar sem stundum sé sérleyfisbíllinn fullur og aðrir megi ekki flytja þá. Á sumum leiðum séu tveir eða fleiri sérleyfishafar þótt stundum sé flutningsþörfin ekki meiri en svo að einn gæti hæglega annað henni. Þetta verði til þess að sérleyfishafar lendi í taprekstri og geti ekki haldið bifreiðum sínum nægilega vel við. Sýnist honum að þetta verði til þess að allir tapi, farþegar jafnt sem eigendur hópferðabíla. Hann leggur því til að þessi rekstur verði færður til ríkisins frá ársbyrjun 1938 og Ferðaskrifstofu ríkisins falið að annast hann. Af þessu varð ekki, en reglur um sérleyfisakstur hafa stöðugt verið í mótun.9

Fjörutíu og tvær áleggstegundir dugðu ekki Rekstur þeirra veitingastaða sem ekki fengu hið torfengna leyfi til vínveitinga var erfiður. Það þekkti Hjörtur Nielsen. Eftir að hafa verið skipsþjónn um árabil langaði hann að koma sér upp eigin veitingarekstri. Snemma árs 1933 opnaði hann Café Vífil í húsinu nr. 10 við Austurstræti. Þar innréttaði hann tvo sali sem rúmuðu 90 manns. „Mikil áhersla var lögð á að álegg væri fjölbreytilegt,“ sagði hann í viðtali sem tekið var Baráttan um Bakkus við hann árið 1980.10 „Ég sé það á gömlum matseðli að við buðum fjörutíu og tvær teg- Við opnunina fékk Hótel Borg leyfi til að undir af áleggi.“ Hjörtur sagði að þótt gestir virtust kunna vel við sig á veitingahúsinu veita létt vín. Í staðinn var Hótel Ísland hefðu þeir ekki verið nógu margir til þess að reksturinn stæði undir daglegum kostnaði svipt vínveitingaleyfinu sem það hafði og afborgunum af lánum að auki. Hann reyndi að setja upp danspall og ráða sér hljóm- haft frá því að Spánarvínin voru leyfð. sveit en samt stóð reksturinn ekki undir sér. Eftir á sá hann að það hefði hreinlega ekki Ótækt þótti að leyft væri að veita vín á verið grundvöllur fyrir kyrrlátum veitingastað á þeim tíma. „Kreppan var þá í algleymingi. fleiri en einum stað í einu. Hótel Borg var Þeir sem höfðu góð fjárráð fóru á Hótel Borg þar sem unnt var að fá vínföng og góðan mat. því eitt um hituna. Þar mátti bera fram Unga fólkið sem vildi skemmta sér án þess að kosta til alltof miklu fé fór þar sem fjöl- borðvín í eina klukkustund í hádeginu menni var við dans. Það var þess vegna ekki til sá hópur viðskiptavina sem ég hafði stefnt og fjóra klukkutíma á kvöldin, frá klukkan til að eignast, góðborgarar sem vildu borða eða drekka saman kaffi á menningarlegum og 19 til 23. Þetta var breyting frá því sem vínveitingalausum veitingastað,“ sagði Hjörtur. áður var þegar veita mátti vín í tvo tíma Hann varð gjaldþrota og tapaði öllu sem hann hafði náð að safna sér. Hann fór þá til í hádeginu og þrjá tíma snemma kvölds, starfa á Hótel Borg, fyrst sem þjónn, síðan yfirþjónn og loks veitingastjóri. Eftir hátt í tutt- frá klukkan 18 til 21. ugu ár á Borginni opnaði hann verslun með postulíns- og kristalsvörur við Templarasund sem starfrækt var undir nafni hans í meira en fimm áratugi.

82 | FERÐAÞJÓNUSTA Konunglegar kökur á Hressó Starfsfólk Björnsbakarís árið 1925. Menn komu víða við í veitingaþjónustu á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Einn þeirra sem mikið kvað að var Björn Björnsson, sonur Björns þess sem stofnaði Björnsbakarí. Hann byrjaði ungur að vinna í bakaríinu en fékk fljótlega meiri áhuga á kökugerð. Listina lærði hann í Kaupmannahöfn, París og Genf og opnaði síðan kökubúð í kjallara Björns- bakarís. Þar kynnti hann ýmsar nýjungar, þar á meðal páskaegg og rjómabollur. Hæst reis kökugerð hans árið 1921 þegar Kristján X. heimsótti landið. Björn bakaði kökurnar sem veittar voru í konungsveislunum og varð það til þess að árið eftir fékk hann titilinn „Kon- unglegur hirðbakarameistari“. Eftir það var hann með kórónu á bréfsefni sínu og borðbún- aði. Kökugerðin ein dugði Birni ekki lengi. Nokkrum árum síðar opnaði hann veitingastað í Pósthússtræti sem hann nefndi „Soda-fountain“. Á sýningu í Bretlandi hafði hann keypt sjálfvirka kaffivél og kæliborð fyrir ís. „Þessi kanna mín var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og íssalan var líka nýjung,“ sagði Björn síðar í viðtali.11 „Þar var unnt að fá ís með mjög margvíslegum tegundum af bætiefnum. Ég hafði þetta allt á verðlistum þar sem kórónan mín trónaði vitanlega.“

FERÐAÞJÓNUSTA | 83 Töfravél Björns bakara í Hressingarskálanum vakti Lengst verður Björns þó minnst fyrir Hressingarskálann. Hann tók á leigu Austurstræti mikla athygli. 20 og opnaði þar kaffihús. Það náði skjótum vinsældum. Þarna var aðaláherslan á kaffi og kökur, en þó var boðið upp á hádegisverð. Mesta nýlundan var garðurinn: „Úti lét ég koma fyrir ljóskerjum á trjánum til þess að geta brugðið marglitri birtu yfir garðinn þegar rökkvaði og unnt var að sitja úti í góðviðri. Þetta var algjör nýjung hér á landi. Inn í þetta rómantíska umhverfi leiddi ég svo klassíska músík frá grammafóni, lét eingöngu spila góða músík. Þannig reyndi ég á öllum sviðum að skapa fagurt og menn- ingarlegt umhverfi,“ sagði Björn. Garðurinn kom sér vel í rekstrinum. Auglýst voru „Sólar- kaffi“ og „Gardenpartý“ þegar vel viðraði og fylltist þá garðurinn. Björn hætti rekstri árið 1935 og flutti til Bretlands en Hressingarskálinn var áratugum saman vinsæll samkomustaður bæjarbúa og erlendra gesta. Ekki síst var hann vinsæll meðal myndlistarmanna og skálda. Pétur Pétursson þulur segir frá því í blaðagrein að eitt sinn hafi Jóhannes Kjarval boðið upp á mjólk og tertu og síðan tekið til við að syngja djúpri röddu. „Spurði svo: Syng ég ekki vel? Ég mun hafa svarað. „Alveg eins og kaffivél- in. Það eru sömu hljóðin.“

84 | FERÐAÞJÓNUSTA Fjallkonan fríð Ein þekktasta veitingakonan á sinni tíð var Kristín Dahlstedt. Í fimm áratugi starfaði hún við veitingar, lengst af í Reykjavík. Líf Kristínar var um margt ævintýralegt. Unnusti henn- ar á æskuárunum var Magnús Hjaltason, fyrirmynd Halldórs Laxness að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi. Hún giftist síðar dönskum manni sem starfaði lengi með henni að rekstri veit- ingastaðanna. Ýmist átti hún nóg fé eða ekkert. Stundum átti hún húsnæðið sem veitinga- staðirnir voru í, stundum ekki. Hún missti veitingaleyfið – og fékk það aftur frá sjálfum Danakonungi, Kristjáni X. Kristín vakti hvarvetna athygli, þótti glæsilega klædd og beinskeytt í tali og gekk á ýmsu í samskiptum hennar við embættismenn og athafnamenn bæjarins. Ferillinn hófst í Danmörku árið 1899 þar sem hún vann á hótelum og veitingastöðum. Þegar hún kom heim starfaði hún fyrst hjá Margréti Zoëga á Hótel Reykjavík, en stofnaði fljótlega eigin veitingastað. Eftir aðra Danmerkurdvöl opnaði Kristín veitingastaðinn Fjallkonuna sem hún rak um árabil á ýmsum stöðum í Reykjavík, oftast þó við Laugaveg. Á Fjallkonunni var boðið upp á lifandi tónlist og möguleika á að gestirnir gætu annast tónlistina sjálfir. Píanó var flutt inn frá Englandi og máttu allir leika á það að vild. Auk þess var grammófónn sem þurfti að ræsa með peningi. En það var gengið lengra í tónlist- inni: „Annað píanó fengum við samtímis og hafði slíkt hljóðfæri ekki fyrr verið flutt til Fjallkonan við Laugaveg. landsins,“ segir Kristín í endurminningum sínum.12 „Var það „sjálfspilandi“, þurfti aðeins að stíga það.“ Með píanóinu fylgdu um 200 kefli með ýmsum bestu tónverkum snillinganna sem leikin voru af frægum píanóleikurum. Fjallkonan var þó á stundum umdeild. Ýmsum betri borgurum þótti sem þar væri of mikið um drykkjuskap og læti. Góð aðsókn var að Fjallkonunni og kom fyrir að biðröð myndaðist við innganginn. „Kom það ekki ósjaldan fyrir, þegar mest var um að vera á vorin og haustin, að hvergi nærri

... og Vetrarbrautina líka! Þegar Kristín Dahlstedt vann á Hótel Reykjavík á Vesturgötunni borðaði hún alltaf með Zoëga-fjölskyldunni. Eitt sinn átti hún eftirfarandi samtal við Einar Benediktsson, tengdason Margrétar hótelstýru: „Ég spurði hann hvort það væri satt að hann hefði selt skoskri kerlingu norðurljósin. „Trúir þú þessu?“ ansaði hann. „Þær eru víst mjög heimskar, þessar skosku hefðarfrúr.“ „Já, ég held að þær dönsku séu skömminni skárri,“ segir Einar. „Svo þú hefur þá aldrei getað selt henni norðurljósin?“ „Jú, það getur þú verið viss um, og Vetrarbrautina líka.“ Svona gat Einar Benediktsson verið skemmtilegur, og hann var dásamlegur maður, hvernig sem á hann var litið.“13 Það var glæstur bragur á veitingastofu Kristínar, Fjallkonunni. Myndir er tekin 1910.

allir, er vildu fá mat eða kaffi, kæmust inn í veitingastofurnar […] sérstaklega fannst mér illt til þess að vita, þegar um utanbæjarmenn var að ræða. Margir hverjir voru þeir komn- ir langt að, svangir og kaldir eftir langt ferðalag. Þegar þannig stóð á, notaði ég hverja smugu, sem hægt var að troða mönnum í […] Ef það ekki dugði að heldur, bar ég mönn- unum mat, þar sem þeir sátu á hestvögnum eða jafnvel á baki hesta sinna.“14 Kristínu var annt um „strákana sína“ þótt stundum gerðu þeir henni erfitt fyrir ef þeir höfðu náð sér í „eldvatn“. Þetta segir hún hafa verið hvað verst á haustin þegar strákarnir voru að koma úr síldinni. Þá bar það við að lögreglan kæmi og hreinsaði til. Kristínu vegnaði vel framan af en á fjórða áratugnum varð sitthvað til þess að gera henni erfitt fyrir. Síðustu árin var hún með veitingasölu í kjallara Tryggvagötu 6. Þar var ekki glæsileg aðkoma og mikill rottugangur. Hún lét það ekki aftra sér: „Ég útrými þeim bara,“ sagði hún þá, „og hætti ekki fyrr en ég hef fyrirbyggt að þær komist þar inn.“15 Þetta tókst og Kristín opnaði veitingasöluna sína sem gekk svo vel að hún losnaði fljótlega úr þeim skuldum sem á henni hvíldu. Staðurinn átti að heita Ægir, en Kristín segist aldrei hafa notað annað nafn en Veitingastofan Tryggvagötu 6. Eðlilega var talsverður hluti við- skiptavinanna sjómenn og líkaði henni það vel. Þarna var hún svo þar til hún hætti rekstri árið 1947.

Með glæsibrag og rausn Hótel Ísland byggði á gömlum grunni. Það var upphaflega reist af Johan Hallberg skip- stjóra sem hóf þar veitinga- og hótelrekstur árið 1882. Hótelið var oftsinnis stækkað og endurbætt en upp úr aldamótunum var það komið í endanlega mynd. Árið 1928 keypti danskur veitingamaður, Alfred Rosenberg, Hótel Ísland og rak það fram á lýðveldisárið.

86 | FERÐAÞJÓNUSTA Hann var talinn meðal merkustu veitingamanna á Íslandi á sínum tíma. Hann byrjaði sinn Hótel Ísland í fullri stærð, eftir aldamótin 1900. veitingaferil sem matsveinn á björgunarskipinu Geir, en ákvað síðan að setjast að á Íslandi. Árið 1918 leigði hann sal á Hótel Íslandi og hóf þar veitingarekstur – á versta tíma: Spænska veikin herjaði á landsmenn og þrisvar sinnum var sett á samgöngu- og samko- mubann vegna hennar. Næsta verkefni var veitingahús í kjallara Nýja bíós. Staðurinn var í daglegu tali kall- aður Rosenberg-kjallarinn og þar var bryddað upp á ýmsum nýjungum. Á eftirmiðdögum var til dæmis flutt lifandi tónlist og stundum var dansað milli borðanna. Rosenberg setti markið hátt og fékk til landsins hljóðfæraleikara sem sumir hverjir settust hér að og auðg- uðu tónlistarlíf Íslendinga til muna. Þeirra á meðal voru Fritz Weisappel, Carl Billich og Jósef Felzmann. Ekki var minna um dýrðir þegar Rosenberg var sestur við stjórnvölinn á Hótel Íslandi: „Þar segja menn að borð hafi jafnan svignað undan ljúffengustu krásum,“ segir í grein sem birtist í Vikunni árið 1958.16 Þar er vitnað í fólk sem mundi þennan tíma og því haldið fram að maturinn á Hótel Íslandi hafi ekki síðan átt sinn líka. Þarna hafi verið rekið gisti- hús og veitingastaður af mikilli rausn og glæsibrag. Þar hafi enda drjúgur hluti af straumi þjóðlífsins legið í gegn; forystumenn þjóðarinnar, skáld og listamenn rætt málin yfir kaffibolla og tignir erlendir gestir dvalið. Aðfaranótt 3. febrúar 1944 kom reiðarslagið. Hótel Ísland brann til kaldra kola á tveim- ur klukkustundum í mesta eldsvoða sem orðið hafði í Reykjavík í þrjá áratugi, eða frá því að Hótel Reykjavík brann. Einn maður fórst í brunanum, en mesta mildi þótti að ekki fór

FERÐAÞJÓNUSTA | 87 Aðkoman að Hótel Íslandi var ömurleg þegar birti enn verr, því alls voru 49 manns, gestir og starfsfólk, í húsinu þegar eldurinn kom upp. 4. febrúar 1944. Margir urðu að stökkva út um glugga á náttfötunum. Bruni Hótels Íslands markaði þáttaskil. Með því lauk sögu elsta eiginlega gistihúss höf- uðstaðarins eftir 87 ára starfsemi.

Í rómantískum unaðsreit Þingvellir, Gullfoss og Geysir hafa alla tíð verið fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins. Meðan samgöngur voru með þeim hætti að ferðalag milli þessara staða tók langan tíma var mikil þörf fyrir gististaði fyrir austan fjall og eftir að bíllinn kom til sögunnar fjölgaði fólki sem lagði í þennan leiðangur. Það fólk þurfti einhvers staðar að fá sér bita. Þetta sá Elín Egilsdóttir veitingakona. Elín hóf veitingarekstur sinn með matsölu í Reykjavík og árið 1920 keypti hún Hótel Skjaldbreið og gerði að vinsælum samkomu- og skemmtistað. Hún starfrækti bakarí í húsinu og frægt er þegar hún seldi þar „Christian Xs kage“. Fékk hún sérstakt leyfi konungs fyrir nafninu. Árið 1927 sótti hún um leyfi til að byggja gistihús í Þrastaskógi. Tryggvi Gunn- arsson hafði gefið Ungmennafélagi Íslands land sitt þar árið 1911 og hafði lengi staðið til að koma upp veitingahúsi við Sogsbrú, án þess að orðið hefði af framkvæmdum. Er ekki að orðlengja það að Elín fær leyfið og hefst handa þegar vorið 1928. Tókst henni að opna gisti- húsið 1. júlí sama ár. Það þótti fallegt og vel útbúið, bæði utan dyra og innan.

88 | FERÐAÞJÓNUSTA Bílalesti Kristjáns X. og Alexandrínu drottningar á leið í Þrastarlund árið 1936.

„Skrúðgarður var gerður við húsið, jafnsnemma og það var reist, og allt umhverfis það er snyrtilegra en dæmi eru til við gesthús annarstaðar á Íslandi,“ segir í Skinfaxa, riti Ungmennafélags Íslands árið 1930.17 „Er Þrastalundur fyllilega samboðinn vorum fagra Þrastaskógi. Enda hefir Elín Egilsdóttir ekkert látið til sparað, að svo mætti vera. Hún hefir unnið með fullum skilningi þess, að hún var að vinna í helgidómi íslenskrar æsku.“ Þrátt fyrir þessa góðu byrjun og að vera annáluð fyrir dugnað fór svo að Elín gafst upp á rekstrinum og seldi Þrastalund árið 1939. Húsið brann til grunna síðla vetrar 1942 og var þá bústaður breska setuliðsins. Þrastalundur hinn fyrsti stóð því aðeins í 14 ár. Saga fyrsta gististaðarins í Þrastaskógi er dæmigerð fyrir starfsgreinina á þessum tíma. Ör eigenda­skipti og tíðir eldsvoðar í timburhúsunum – sem oft voru glæsileg – voru lýsandi dæmi um að veitingarekstur var býsna áhættusamur á þessum tíma.

Mesta aðdráttaraflið Geysir í Haukadal er líklega frægasti goshver í heimi og þegar hann var upp á sitt besta voru fáar ferðaáætlanir sem ekki gerðu ráð fyrir heimsókn í Haukadalinn. Það átti jafnt við um Íslendinga sem erlendra ferðamenn. Lengi vel var þetta erfitt ferðalag og þegar komið var á staðinn urðu menn að liggja þar við í tjöldum, oft og tíðum við nöturlegar aðstæður. Svo gaus kannski hverinn alls ekki! Þeir heppnu gátu séð sérlega tilkomumikil gos sem náðu allt að 66 metra hæð með tilheyrandi drunum og dynkjum. Um aldamótin 1900 fór að draga mjög úr gosunum og um tíma hættu þau alveg. Þrátt fyrir það héldu ferðamenn áfram koma þangað, enda hverasvæðið afar merkilegt, auk þess sem aðrir goshverir, eins og Strokkur og Smiður, héldu uppteknum hætti. Það hjálpaði líka til að um 1930 var komin góð gistiaðstaða við Geysi. Sigurður Greips- son, íþróttakennari og bóndi, stofnaði íþróttaskóla í Haukadal og reisti þar myndarlega byggingu. Á árunum 1927-1971 stunduðu alls um 900 íþróttamenn nám við skólann.

FERÐAÞJÓNUSTA | 89 Kenjóttur hver Í aldanna rás hefur Geysir glatt fólk með glæsilegum gosum. Dr. Trausti Einarsson rannsakaði hverinn ítarlega á árunum 1935-1938. Hann tók saman yfirlit yfir gostíðni gegnum árin og samkvæmt því gaus hverinn stundum mörgum sinnum á dag á árunum 1650-1850 og náðu gosin allt upp í 66 metra hæð. Eftir það var stundum margra daga bið eftir gosi, en hæð þeirra var svipuð. Tilraunir voru gerðar til að endurvekja hverinn og byggðust þær meðal annars á rannsóknum Trausta. Þær tilraunir báru ávöxt um tíma. Árið 1935 gaus hverinn oftast 6-8 sinnum á dag 10-20 metra háum gossúlum og með sápu fóru gosin allt upp í 50 metra hæð. Hins vegar var engan veginn hægt að treysta á að Geysir sýndi sína glæsilegu takta – þrátt fyrir ríkulegar sápugjafir – og ekki fór hverinn í manngreinarálit. Þannig segir í frétt í Morgunblaðinu 7. júlí 1937 að stærstu vonbrigði erlendra ferðamann hafi verið að sjá ekki Geysi gjósa. Í hópi gesta voru yfirforingjar af þýsku snekkjunni Aviso Grille og voru þeir í boði ríkisstjórnarinnar. Óhemjumikið af sápu var sett í hverinn en ekkert varð úr gosi. Hins vegar gaus Geysir 50 metra gosi eftir að lygndi um kvöldið. Þá voru allir gestirnir farnir.20

Geysir gýs 31. ágúst 1935. Þegar hlé varð á skólastarfinu yfir sumartímann notaði Sigurður húsnæðið til að taka á móti ferðamönnum. Þeir fengu jafnframt leiðsögn um hverasvæðið og Sigrún Bjarnadóttir, eiginkona Sigurðar, sá um veitingar handa gestum og gangandi. Þessu hlutverki gegndu þau hjón allt þar til að skólahúsið brann árið 1985.

Flestir gististaðirnir sunnanlands? Ferðafélag Ísland birti í árbók sinni 1929 lista yfir gististaði og verð á þjónustu þeirra. Listinn er engan veginn tæmandi. Félagið hafði birt auglýsingu þar sem allir sem seldu gistingu og mat eða leigðu hesta eða önnur farartæki voru beðnir að senda upplýsingar um starfsemi sína. Athygli vekur að flestir sem brugðust við þessari ósk ráku gististaði á sunnanverðu landinu. Frá Borgarnesi norður og austur er aðeins getið um tvö hótel á Akureyri: Hótel åGullfoss og Hótel Akureyri. Hjá þeim sem svöruðu var verð fyrir gistingu og máltíðir í sólarhring yfirleitt sex til átta krónur. Til samanburðar má geta þess að árið 1930 var tímakaup verkamanna í Dagsbrún ein króna og tuttugu aurar.

90 | FERÐAÞJÓNUSTA Höfðinglegar móttökur Árbók Ferðafélagsins segir sannarlega ekki alla söguna varðandi gististaði á landinu. Ferðadagbók frá árinu 1937 sýnir til dæmis að hótel og minni gististaðir voru víða, þar á meðal sumarhótel í skólum, og enn ríkti gestrisni á sveitabæjunum. Um það vitna frásagn- ir ferðalanga frá þessum tíma. „...svo færði frúin okkur kaffi og fínar kökur uppí rúm, og svo seinna mjólk og brauð og egg, fórum svo að sofa og vorum við fegin mjög,“ segir í ferðasögu sem Guðrún Geirsdóttir ritaði á ferðalagi um Ísland sumarið 1937.18 Þrenn hjón höfðu fengið inni á bænum Vík í Haganesvík. Þau voru blaut og þreytt eftir langt og erfitt ferðalag frá Siglufirði. Höfðu þau orðið að ganga yfir Siglufjarðarskarð í rigningu og þoku, því bíllinn komst ekki þessa leið með bæði farþega og farangur. Lengst af leiðinni gengu þau í snjó „...reglulega rómantískt,“ segir Guðrún. Þeim var svo ekið að Miklavatni og fóru yfir það með ferju. Meðan ferðalangarnir sváfu sat húsfreyjan ekki auðum höndum. Hún þvoði og þurrkaði sokka og skó og undirbjó veitingar morgundagsins. Gestirnir fóru seint á fætur. „Fengum kaffi í rúmið, svo fengum við gúllas og kaftöflumús og hrís- grjónavelling og kaffi. Frúin var reglulega indæl við okkur, vildi ekkert fyrir gistinguna – hún tók fötin okkar og straujaði þau um morguninn.“ Á þessu ferðalagi - sem stóð í um það bil tvær vikur – var far- ið með skipum, bátum, bílum og á tveimur jafnfljótum frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og svo norður um land, allt til Húsavíkur og Mývatns. Ýmist var gist á einkaheimilum eða gististöðum, þar á meðal á Hótel Akranesi, í Reykjaskóla, á Hótel Akur- eyri, Hótel Siglufirði, Hótel Hvanneyri (á Siglufirði), að Grænavatni í Mývatnssveit og að Hólum. Hvarvetna fengu þau góðar viðtökur. Á dagbókinni má sjá að ferðalagið hefur helst jafnast á við veglega utanlandsferð nú á dög- um. Ferðagleðin mikil og vel haldið utan um alla kostn- aðarliði.

Systurnar í Ásbyrgi Hópurinn á ferðalagi árið 1937. Guðrún er lengst til vinstri á efstu myndinni og eiginmaður hennar, Hótel Ásbyrgi á Húsavík varð til í kjölfar heimskreppunnar. Árið 1930 urðu Íslendingar Gunnlaugur Loftsson, henni á hægri hönd. áþreifanlega varir við það efnahagshrun sem varð víða um heim. Fiskur sem verkaður var það ár seldist ekki fyrir vinnulaunum, hvað þá fyrir veiðikostnaði. Þetta var reiðarslag fyrir útgerð og verslun og urðu margir gjaldþrota. Einn þeirra var Bjarni Benediktsson útgerðarmaður á Húsavík. Hann fór í þrot árið 1931. „Þá kom í ljós hinn mikli sálarstyrkur móður minnar sem talaði kjark í föður minn og benti á að þau ættu mörg og heilbrigð börn og því margar hendur til að vinna, ættu líka

FERÐAÞJÓNUSTA | 91 Fjölskyldan utan við hótelið 1933. Á myndinni má einnig sjá tvo heimilisvini, Benedikt Jónsson og Jakob Hafstein.

fyrir mörgum að sjá til klæðis og fæðis,“ segir í ritgerð sem Vernharður Bjarnason skrifaði um móður sína, Þórdísi Ásgeirsdóttur.19 Þeim hjónum tókst með aðstoð góðra manna að kaupa af þrotabúinu sumar fyrri eign- ir sínar, þar á meðal íbúðar- og verslunarhúsið, enda lítið um kaupendur og verðið því lágt. Þórdís ákvað síðan að opna sumarhótel, Hótel Ásbyrgi, í íbúðarhúsinu. Þórdís sá að mestu um hótelreksturinn, en Bjarni var póstafgreiðslumaður og umboðs- maður fyrir Olíufélagið Shell, Bergenska gufuskipafélagið og iðnfyrirtæki í Reykjavík. Þau hjón eignuðust 14 börn og komust 13 þeirra til fullorðinsára. Dætur þeirra sjö unnu mik- ið við hótelið, „...gengu um beina í borðstofu, tóku til í herbergjum, þvoðu þvott við gamaldags aðstæður í kjallara og þurrkuðu á snúrum og unnu þess á milli við heyskap á túnum og var vinnudagur oft svo langur að með ólíkindum má telja,“ sagði Vernharður. „Þegar mikill gestagangur var þurfti fjölskyldan að hvílast eftir langan vinnudag á háalofti Fríður flokkur systra ásamt föður sínum. í flatsængum og oft miður góðum svefnplássum. Aðeins með hjálp systra minna var þessi rekstur mögulegur.“ Ekki urðu þau hjón rík af hótelrekstrinum en með þrotlausu starfi tókst þeim að greiða skuldir sínar og koma börnum sínum til nokkurra mennta.

92 | FERÐAÞJÓNUSTA Frá Mývatni austur á firði Önnur ferðasaga frá svipuðum tíma ber vitni um fjölda gististaða á Austurlandi. „Í minningunni hvílir ljómi yfir Húsavíkurdvölinni, veðrið frábært, enda sumarið 1939 nú talið besta sumar 20. aldarinnar,“ segir Leifur Sveinsson í grein um ferðalag fjölskyldu sinnar þetta sumar með bíl frá Bifreiðastöð Oddeyrar á Akureyri.20 Hótel Ásbyrgi var fyrsti gististaður fjölskyldunnar. Næsta dag var snædd- ur hádegisverður í Lindarbrekku í Kelduhverfi þar sem hjónin Indriði Hannesson og Kristín Jónsdóttir ráku veitinga- og gistihús. Næstu nótt var gist á Grímsstöðum á Fjöllum. Hóls- fjallahangikjötið var Leifi minnisstætt: „...gæti jafnvel lýst einstökum bitum.“ Um nóttina snjóaði á Fjöllum, þótt komið væri undir lok júnímánaðar og á Möðrudalsöræfum kom fjölskyldan að bíl sem var fastur í skafli. Eftir að tekist hafði að bjarga þeim málum var haldið til gistihússins á Egilsstöðum sem hjónin Sigríður Fanney Jónsdóttir og Sveinn Jónsson ráku. Næstu viku var ýmist höfð bækistöð á Egilsstöðum eða í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað. Þar annaðist hótelrekstur Sigrún Blöndal. Hinn 6. júlí var haldið yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar. Á heiðinni voru þá enn djúp snjógöng og á Hótel Elverhöj var haldið upp á 12 ára afmæli Leifs með súkkulaði og rjómatertu. Húsráðendur þar voru hjónin Sigríður Gísladóttir og Hermann Hermannsson.

Velgjörðarmaður á ferð Sumarið 1937 var lagt upp í hestaferð frá Akureyri. Leiðin átti eftir að liggja víða og taka drjúgan hluta úr tveimur sumrum. Leiðsögumenn voru þeir Stefán Steinþórsson frá Hömrum, Ásbjörn Árnason, bóndi í Torfum, og Arthur Guðmundsson, starfsmaður hjá KEA, sem var túlkur. Síðar bættist við Jóhann Magnússon frá Mælifellsá í Skagafirði. Við- skiptavinirnir voru að sögn Stefáns sjö Englendingar og fyrir þeim hópi fór Mark Watson. Hann átti eftir að reynast Íslendingum mikill velgjörðarmaður. Hann safnaði Íslands- myndum Collingwoods og gaf þjóðinni þær, ásamt fjölda mynda úr eigin ferðalögum um landið. Þjóðminjasafnið á honum margt annað að þakka, eins og veglegan styrk sem hann veitti til viðhalds gömlu torfbæjarhúsanna að Glaumbæ í Skagafirði, en fyrir það frum- kvæði var hann kjörinn heiðursfélagi Hins íslenska fornleifafélags. Hann starfaði ötullega að dýraverndarmálum, hreinræktaði íslenska hunda og árið 1973 gaf hann þjóðinni dýra- spítalann sem við hann er kenndur. Þá er fjölmargt ótalið.

FERÐAÞJÓNUSTA | 93 „Allir voru Englendingarnir ungir menn og kátir, en rólegir og æðrulausir á hverju sem gekk og ekki frábitnir ævintýrum, enda Íslandsför þeirra af því tagi, eftir því sem ég komst næst. Ekki voru þeir ferðavanir á íslenskum hestum, en voru fljótir að átta sig á hlut- unum og höfðu gaman af flestu.“21 Svo fórust Stefáni orð þegar hann sagði ferðasöguna rúmum þrjátíu árum síðar. Fyrra sumarið var haldið frá Akureyri að Bakkaseli, fremsta bæ í Öxnadal, þar sem gist var. Þaðan var haldið næsta dag að Mælifelli í Skagafirði, þá upp Mælifellsdal, yfir Blöndu að Seyðisá og um Kjöl í Hvítárnes. Engin brú var komin yfir Fúlukvísl og reyndist hún óvæð vegna sandbleytu og vatnavaxta. Þetta tafði þá svo að nestið var nánast gengið til þurrðar. Tveimur dögum síðar bar þó að gjörkunn- Gistihús í vexti ugan mann sem fann sæmilega fært vað á ánni. Við Geysi lauk þessum áfanga. Gestagangur hefur ávallt verið mikill á Næsta sumar kom Mark Watson aftur. Tvennum sögum fer af því hversu margir Egils­staðabúinu. Löngu áður en gistihúsa- útlendingarnir voru eða hverra þjóða, en leiðsögumenn voru þeir sömu og áður og nú var rekstur hófst þar árið 1903, var vel tekið á lagt upp með 32 hesta frá Fosshóli, gistihúsi við Goðafoss, sem enn er í rekstri. Farið var móti gestum og gangandi. Hús hafa þar austur um og suður Austfirði allt til Kirkjubæjarklausturs. Þetta var ævintýralegt ferðalag tekið miklum breytingum í áranna rás. en alls voru leiðsögumennirnir búnir að vera 31 dag á ferðinni þegar heim var komið. Egils­staðabærinn var stórhýsi á þeirrar Gististaðir voru margir og góðir. tíðar mælikvarða, en þó var stöðugt verið Erfiðustu farartálmarnir voru þegar farið var yfir Öxi, þar sem dimm þoka og illviðri að byggja við og tilgangurinn þá oftast að hamlaði för og síðan var Hornafjarðarfljót erfitt yfirferðar. Reiðin þar yfir var 20 mínútna rúm yrði fyrir fleiri gesti. Sigríður Fanney löng og náði vatnið hvergi grynnra en í kvið hestanna. Skeiðará var algerlega ófær og urðu Jónsdóttir og Sveinn Jónsson ráku gisti- ferðalangarnir að fara jökulinn sem víða var sprunginn, svo hestarnir urðu að stökkva þar húsið í hartnær hálfa öld – frá árinu 1921 yfir. Allt gekk þó vel til Kirkjubæjarklausturs þar sem leiðir skildi. Fylgdarmennirnir til 1970. Jafnvel eftir að Ásdís dóttir þeirra héldu norður en útlendingarnir til Reykjavíkur í bílum. tók við rekstrinum voru þau til taks. Jó- Íslandsferðir Marks Watson lögðust af á stríðsárunum, en árið 1950 hófust þær á ný og hannes Kjarval gisti oft á Egilsstöðum og urðu kynni hans við land og þjóð bæði löng og góð. skildi hann þar eftir sig mörg málverk. Ferðafólk hefur gert sér sérstakt erindi heim á bæinn til að skoða listaverkin. Sjálfsþurftabúskapur var þarna í heiðri hafður. Á fjórða áratug 20. aldar varð gisti- húsið þekkt fyrir kjöt af sérstaklega öldum nautgripum sem slátrað var nánast eftir hendinni. Grænmeti, m.a. kartöflur, rófur og rabarbari, var ræktað heima og þar voru mjólkurvörur líka framleiddar.

Mark Watson og félagar tygja sig til ferðar.

94 | FERÐAÞJÓNUSTA Lífsstarfið mótað af illviðri Í aldanna rás hafa heiðar Íslands valdið fólki miklum vandræðum og þar hafa margir týnt lífi sínu í vondum veðrum. En óveður á fjöllum hafa þó ekki alltaf verið til eintómra leið- inda. Vorið 1902 lagði Valgerður Þórðardóttir fótgangandi af stað frá Stokkseyri áleiðis austur á land ásamt vinkonu sinni. Þar ætluðu þær að leita sér að vinnu. Á Hellisheiði hreppa þær hið versta veður og leita skjóls á Kolviðarhóli. Þar vantar húsráðendur aðstoð við matreiðslu og fer svo að Valgerður leitar ekki lengra að vinnu. Þremur árum seinna verða eigendaskipti á Hólnum. Sigurður heitir nýi eigandinn, Daníelsson. Er ekki að orðlengja það að þau Valgerður giftust og réðu síðan saman húsum á Kolviðarhóli allt þar til Sigurður lést, árið 1935. Þau voru þjóðkunn fyrir höfðingsskap og árið 1930 voru þau búin að breyta húsinu á Kolviðarhóli í stórt og myndarlegt gisti- heimili. Þar var öllum vel tekið og mörgum björguðu þau hjón úr lífsháska. Oft var þar þröng á þingi. Stundum gistu á Kolviðarhóli allt að hundrað vermenn í senn og fólk gat verið veðurteppt þar svo dögum skipti. Þrátt fyrir mikið erfiði á stundum rak Valgerður Kolviðarhól áfram eftir lát Sigurðar. Hún seldi að vísu Skíðafélagi Reykjavíkur gistihúsið árið 1938 en rak það engu að síður fram á fimmta áratug aldarinnar. Hún hafði þá búið og starfað á Kolviðarhóli í rúmlega 40 ár. Starf Valgerðar var vel metið af þjóðinni og lýðveldisárið 1944 var Valgerður ein þeirra sem fengu Fálkaorðuna sem var þá veitt í fyrsta sinn. Skíðafélagið ætlaði að gera Kolviðarhól að veglegum skíðastað fyrir Reykvíkinga en starfsemin gekk ekki upp og leið undir lok árið 1951. Síðan urðu húsin á Hólnum spell- virkjum að bráð og árið 1977 voru þau rifin. Þar lauk margra alda sögu björgunar- og áningarstaðar og þar er nú fátt sem minnir á forna frægð – nema heimagrafreiturinn þar sem þau Sigurður og Valgerður hvíla. Gamli bærinn á Kolviðarhóli árið 1914.

FERÐAÞJÓNUSTA | 95 Horft til fjalla „Sérkennilegasta land álfunnar ætti að hafa forgöngu um háfjallaíþróttir, svifflug og notk- un orkulinda hverasvæðanna,“ sagði Guðmundur Einarsson frá Miðdal í blaðagrein árið 1947.22 Þar miðlaði hann af áratuga reynslu sinni af fjalla- og jöklaferðum. Guðmundur var fyrst og fremst listamaður en kom víða við sögu. Hann var mikill fjallgöngugarpur, forystumaður Fjallamanna, og sá ótæmandi möguleika í fjallamennskunni. Guðmundur taldi að þjóðinni væri orðið ljóst að ferðamannastraumar myndu flæða yfir landið og hitta landsmenn fyrir vanbúna. Landið hefði fátt að bjóða ferðafólki sem leiti þæginda og hófleysis. „Einmitt nú er réttur tími til að endurskapa hið sjúka eirðarleysisrölt slæpingjalýðsins sem heimtar dýr hótel, veislukost og munað.“ Guðmundur vildi í staðinn bjóða upp á unaðssemdir náttúrunnar. „Ísland hefur ýmsa kosti sem ferðamannaáfangi er önnur lönd hafa ekki,“ sagði hann. „Hér er til dæmis hægt að fá góðan skíðasnjó nærri allt árið og jöklar vorir eru ákjósan- legir fyrir sleðaferðir og víða hægt að lenda á þeim flugvélum, útbúnum með skíðum (og hjólum). Ferðalög á hestunum okkar um fagrar fjallaslóðir eru dásamleg. Við þurfum að læra að nota hundasleða og að aka með hreinasleðum [...] Ísland, Alaska og Eldlandið eru framtíðarlönd ferðafólks.“

Námskeið í fjallamennsku „Þetta er morgunn þeirrar aldar sem koma skal,“ ritar Guðmundur frá Miðdal í frásögn af námskeiði sem haldið var í Kerlingarfjöllum árið 1939.23 Þetta er fyrsta háfjallanámskeið- ið á Íslandi og þátttakendur eru austurrískir fjallamenn, ungur menntamaður frá Hollandi

Svipmyndir frá námskeiði Fjallamanna í og nokkrir íslenskir fjallagarpar, alls um 20 menn og konur. Ein konan í hópnum, Lydia Kerlingarfjöllum. Pálsdóttir, síðar eiginkona Guðmundar, hafði gengið á alla aðaljökla landsins.

96 | FERÐAÞJÓNUSTA Aðalkennarinn er D. R. Leutelt, kennslustofan er fjallið. Þátttakendunum er kennt hvernig bjarga eigi fólki úr jökulsprungum, þeir klífa björg, tryggðir með fjallalínu, þeim er kennt að síga í línum og þeir fá tilsögn í hjálp í viðlögum. Veðrið er gott, skíðafærið fínt og námið gengur að óskum. „Oft lá mér við að örvænta um að Íslendingar sæju þann þjóðarauð sem í fjöllunum býr. Áður sótti ég suður í Alpafjöll félaga til að gleðjast með,“ ritar Guðmundur, „en nú er viðhorfið breytt. Íslensk æska skilur rödd framtíðarinnar og nemur nú háfjallaíþróttir af gömlum félögum frá Tirol.“

Hálendið opnað með haka og skóflu Íslenskir ævintýramenn einskorðuðu sig ekki við að ganga á fjöll. Bílferðir um hálendi Íslands urðu snemma keppikefli. Þegar á árunum 1930-1933 tókst þessum köppum að opna bifreiðum leiðirnar yfir Kjöl og Sprengisand. Þegar öflugir bílar með drif á öllum hjólum komu svo til sögunnar á fimmta áratugnum fundust smám saman færar ferðaleið- ir um hálendið þvert og endilangt. Nauðsynlegustu hlutir farangursins voru þó járnkarl, haki og skófla og svo þurfti líka að hafa góðan skammt af hugrekki og úthaldi. Upphafið má rekja til þess að Vegagerðin lét ryðja leið um Kaldadal árið 1929. Veg- urinn var mjög frumstæður en var þó fljótt mikið ekinn. Verkinu stjórnaði Sigurður Jónsson frá Laug og hann átti stóran þátt í því að opna fleiri leiðir. Á fjallvegi á leið í Möðrudal eystri á 4. áratugnum.

FERÐAÞJÓNUSTA | 97 „Síðsumars 1930 fórum við fjórir, Einar Magnússon [kennari og síðar rektor Mennta- skólans í Reykjavík], Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá og Sigurður frá Laug, er var bílstjóri, á gömlum fjögurra manna Fordbíl frá ’27, um vegleysur, frá Gullfossi norður á Bláfellsháls og víðar um þær slóðir,“ sagði Jón J. Víðis landmælingamaður um könnunarleiðangur þar sem leitað var að ökufærri leið á Kjalveg.24 Jón átti eftir að vera í þjónustu Vegagerðarinn- ar í hálfa öld. „Þarna voru á köflum greiðfærir sandar og melar, en á milli voru nær því ófær urðarklungur, einkum á svæðinu skammt norður af Gullfossi og á Bláfellshálsi.“ Þeir félagar komust að því að Bláfellsháls væri helsta hindrunin og því fóru þeir að huga að öðrum leiðum yfir hálendið norður í land.

Fyrsta bílferðin yfir Sprengisand Sumarið 1933 lagði meirihluti þessa hóps í það stórvirki að brjótast yfir hálendið til Norðurlands. Sigurður frá Laug var líka bílstjóri í þessari ferð, en aðrir þátttakendur í leið- angrinum voru menntaskólakennararnir Einar Magnússon og Valdimar Sveinbjörnsson og Jón J. Víðis sem ritaði dagbók í ferðinni. Fararkosturinn var sem fyrr óyfirbyggður Fordbíll og það væri synd að segja að þægindunum hafi verið fyrir að fara: „Engin sæti eru aftur í bílnum, en þar er raðað matvælakössum, tjaldi, svefnpokum og Sprengisandfararnir urðu að vera við öllu búnir. ýmsum öðrum útbúnaði og loks er þar stór sívalur bensíntankur, úr öðrum bíl. Yfir far- angurinn er breitt segl. Utan á aurvörn bílsins er raðað bensínbrúsum og er planki bund- inn utan að þeim. Þar eru líka tjaldsúlurnar,“segir í dagbókinni.25 Lagt var af stað 14. ágúst í slagveðursrigningu. Þeir Einar og Valdimar sátu ofaná farangrinum aftur í, en Jón sat við hlið Sigurðar bílstjóra. Allir í regnkápum og með sjóhatta á höfði. Þeir héldu allt að Galtalæk og þaðan var haldið í öræfin. Eina hindr- unin á leiðinni var Tungnaá. Þeir höfðu farið yfir hana árið áður og kunnu því nokkuð vel til verka. Komu þeir bílnum yfir ána á fimm metra löngum fjárbáti sem þar var. Upp Búðaháls urðu farþegarn- ir að ýta bílnum og allt að Sprengisandi dreif bíllinn illa með alla innan borðs, svo oftast urðu einhverjir að ganga. Reiðveginn gátu þeir ekki farið, enda þræddi hann gróðurlendi, hvar sem það var. Bíllinn dugði ótrúlega vel, þótt hann væri auðvitað alltaf að bila. „Aðalráðið við því, ef hann vildi ekki fara í gang, var að taka ham- ar og berja hann,“ sagði Einar Magnússon síðar.26 „Það dugði nú oftast nokkuð vel, en eitt skiptið, þegar hann var laminn dálítið hraustlega, þá hrökk eitthvað kringlótt spjald út úr honum, sem enginn vissi hvað var og við töldum þetta vera óþarfa stykki í bíln- um. Þá fór hann í gang. Þetta var víst lokið úr innsoginu.“ Þegar komið var á sandinn var hann svo greiðfær yfirferðar að allir fjórir gátu setið í bílnum og komust þeir 55 km þann dag. Lengst af höfðu þeir félagar fengið fínasta veður en næsta dag hafði

98 | FERÐAÞJÓNUSTA snjóað það mikið að fönnin náði þeim í mjóalegg. Þeir gátu þó haldið ferð sinni áfram og eftir að hafa verið á fjöllum í fimm daga voru þeir komnir að vaðinu á Mjóadalsá. Þeir voru komnir til byggða. Bíllinn hafði sigrast á hálendinu.

Fljótið hamið Í upphafi kreppunnar var ráðist í það stórvirki að brúa Markarfljót sem hafði verið mikill farartálmi. Fyrsta skrefið í að hemja fljótið og koma því í ákveðinn farveg var hleðsla varnargarðs sunnan Seljalandsmúla. Það verk var að mestu í höndum bænda í sveitinni í þess orðs fyllstu merkingu, því ekki voru notuð stórvirkari vinnutæki en hestar, hjólbörur – og hendur. Brúin var fullgerð haustið 1933 og vígð ári síðar, 1. júlí 1934. Hún er 244 metrar á lengd og var um langt árabil lengsta steypta brú landsins. Brúin mun hafa kostað 120 þúsund krónur en garðarnir 170 þúsund krónur. Til samanburðar má nefna að á þessum árum námu heildarútgjöld ríkisins 14-16 milljónum króna.34 Guðmundur Daníelsson frá Guttormshaga orti ljóð í tilefni vígslu Markarfljótsbrúar. Eitt erindið var svohljóðandi:

Þú rangæski lýður! Sjá, straumþunginn stríður stælir þinn vilja og mátt, og lætur þig finna að vit þitt og vinna er það vopn sem þú dýrmætast átt. Í dýpt þinnar sálar í brjósti þér bálar sú bjartsýni, karlmennska og trú, sem bauð þjer að leysa þá raunina að reisa hina rammgeru Markarfljótsbrú.

Með tilkomu Markarfljótsbrúar var orðið fært fyrir fólksbíla austur á Klaustur. Brúin stendur enn og var síðast notuð Göngubrú yfir Markarfljótið meðan á brúarsmíðinni stóð. þegar nýja brúin, sem tekin var í notkun árið 1992, lokaðist vegna flóðs af völdum eldgossins í Eyjafjallajökli vorið 2010. Aðeins var opið fyrir neyðarakstur um gömlu brúna fyrir létta bíla.

Ríkið opnar ferðaskrifstofu Á kreppuárunum var getan til þess að taka á móti erlendum ferðamönnum almennt ófull- nægjandi. Stjórnvöld ákváðu því að stofna ferðaskrifstofu. Árið 1936 var Ferðaskrifstofa ríkisins sett á fót og fékk hún einkaleyfi til reksturs ferðaskrifstofu fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Engu að síður virðast fleiri aðilar að einhverju leyti hafa getað starfað í greininni, auglýst starfsemi sína erlendis og tekið á móti ferðamönnum.

FERÐAÞJÓNUSTA | 99 Ferðaskrifstofan átti að sjá um kynningu á því sem væri í boði og hafa eftirlit með „Þakkar kurteislega – og verðlagi, þjónustu og gæðamálum hjá þeim sem ráku veitingahús, hótel og tæki til far- kveður“ þegaflutninga. Jafnframt átti skrifstofan að annast landkynningu erlendis. Ferðaskrifstofan Meðal þeirra sem sinntu ferðamönnum var fjármögnuð með skatti á seldar ferðir með áætlunarbílum. Fyrsti forstöðumaður Ferða- var Ferðaskrifstofa Íslands sem stofn- skrifstofu ríkisins var Eggert P. Briem. Auk hans starfaði Ragnar E. Kvaran á skrifstofunni uð var árið 1932. Þar réðu ríkjum Vigfús og hafði titilinn landkynnir. Guðmundsson, sem verið hafði gest- Þessi ferðaskrifstofa varð pólitískt bitbein og þótti mörgum illt að einkaleyfi væri á gjafi á ýmsum fjölförnum stöðum, m.a. þessari þjónustu, þótt það væri í raun frekar í orði en á borði. Við stjórnarskiptin 1939 í Borgar­nesi, Einar Magnússon mennta- var ferðaskrifstofan lögð niður. Þegar heimsstyrjöldinni lauk var hins vegar ákveðið að skólakennari og Ingólfur Guðmundsson endurreisa hana, en með takmarkaðri starfsvettvangi. Nú átti skrifstofan annars vegar að sem veitti stofunni forstöðu. sjá um að veita erlendum ferðamönnum upplýsingar og hins vegar að skipuleggja orlofs- „Það er ekki ofsagt að þúsundir manna ferðir opinberra starfsmanna. Ferðaskrifstofan kom þrátt fyrir þessar fyrirætlanir fljótlega – innlendir og erlendir – hafa á hverju að hótel- og gistihúsarekstri víða um land. Um það leyti segir þáverandi forstjóri Ferða- ári komið inn á ferðaskrifstofuna til að fá skrifstofu ríkisins, Þorleifur Þórðarson, í blaðagrein að með stofnun skrifstofunnar hafi upplýsingar um ýmislegt, er að ferðalög- verið „...stórt skref stigið í þá átt að vekja athygli á Íslandi sem ferðamannalandi.“28 um hefir lotið,“ sagði Vigfús í blaðaviðtali árið 1936.27 Hann sagði ekki mikið upp úr þessu að hafa. Tekjurnar hafi verið dá- Fjölgun í kreppu lítil þóknun frá sumum sumargistihús- Öfugt við það sem við hefði mátt búast, fór erlendum ferðamönnum fjölgandi á kreppuár- anna, skipafélögum og bifreiðastöðvum. unum. Eggert Briem sagði árið 1936 að skrár yfir útlendinga bentu til þess að á árunum Þjónustan hafi ekki kostað ferðamenn 1934-1936 hefðu komið liðlega 21 þúsund útlendingar til Reykjavíkur. Að vísu segði það neitt. „Allar upplýsingar hafa verið veitt- ekki alla söguna því flestir hefðu þeir komið með skemmtiferðaskipum og aðeins haft hér ar ókeypis,“ sagði Vigfús. „[Fólk] kemur viðdvöl í einn eða tvo daga. „Þeir sem aftur á móti koma með millilandaskipunum, eru 15 þangað inn og fær upplýsingar áður en til 16 hundruð árlega, en af þeim er líklega ekki hægt að telja nema um 1200 sem koma það fer í ferðalagið, þakkar kurteislega og hingað beinlínis í skemmtiferð – svonefndir „túristar““, sagði hann.29 Eggert bjóst við að kveður.“ ferðamönnum myndi halda áfram að fjölga. Ameríkumenn og Þjóðverjar yrðu fjölmenn- astir meðal farþega skemmtiferðaskipanna, en Bretar meðal þeirra sem kæmu með milli- landaskipunum. Af Norðurlandabúum væri helst hægt að búast við því að Svíar kæmu í skemmtiferðir til Íslands. Árið 1938 var talið að erlendu gestirnir hefðu alls verið 7.768 talsins. Í þeirri tölu eru raunar farþegar 16 skemmtiferðaskipa. Engu að síður voru greinileg tímamót í þessum efnum.

Heimssýning auglýsti Ísland Árið 1939 var haldin heimssýning í New York þar sem þjóðum heims gafst færi á að kynna það besta sem þær höfðu fram að færa. Þetta var stærsta heimssýning sem haldin var fram til ársins 2010. Í henni tóku þátt 62 þjóðlönd, þar á meðal Ísland. Í framkvæmdanefnd íslensku sýningarinnar voru skipaðir þeir Vilhjálmur Þór, síðar ráðherra, Ragnar E. Kvar- an landkynnir og Haraldur Árnason kaupmaður. Þetta var mikið og kostnaðarsamt átak fyrir litla þjóð. Rúmlega tvær milljónir manna

100 | FERÐAÞJÓNUSTA skoðuðu íslensku sýninguna og alls áttu tíu milljónir möguleika á að kynnast landi og Póstkort með mynd af Veitingasal Iceland þjóð í umfjöllun útvarps og blaða. Taldi Vilhjálmur að sýningin hefði verið stórfelld aug- Restaurant í New York. lýsing fyrir land og þjóð. Fyrir íslenska veitingaskálanum á sýningunni stóð maður af dönskum ættum, Michael Larsen. Skálinn naut almennra vinsælda og varð það til þess að eftir heimssýn- inguna opnaði Larsen veitingahús á Broadway í New York sem hann nefndi Ice- land. Þetta var stórt veitingahús; sagt var að þar gætu 1.000 manns setið í einu. Starfsmenn voru 106 talsins, þar af 44 þjónar. Boðið var upp á hlaðborð með köld- um réttum sem í Ameríku gengu undir heitinu „Smorgasbord“. Á hlaðborðinu var mikið af íslenskum réttum. Daginn sem veitingahúsið var opnað, 24. janúar 1941, buðu Thor Thors aðalræðismaður­ og frú hans nokkrum gestum til kvöldverðar á veitingahúsinu. Ólafur J. Ólafsson sendi Morgunblaðinu frétt um staðinn og telur að veitingaskál- inn á heimssýningunni hafi átt mikinn þátt í að kynna Bandaríkjamönnum Ísland og íslenskar afurðir. Hvatti hann íslenska kaupmenn til að notfæra sér þetta tækifæri til að auka sölu íslenskra matvæla, en þá þyrfti að gæta þess að hafa verðlagninguna hóflega.

Stríðið breytti öllu Ekki er gott að sjá hvort þetta hefur gengið eftir, því aðrir heimsatburðir áttu eftir að hafa mikil áhrif á Íslandi. Ferðamálin voru um það bil að taka miklum stakkaskiptum. Næsta sumar var lítið um fróðleiksfúsa ferðamenn. Í staðinn komu hersveitir og hertóku landið. Þótt ótrúlegt megi virðast, virkaði hernámið eins og vítamínsprauta.

FERÐAÞJÓNUSTA | 101 Lengstu flugbrautir við Norður-Atlantshaf Keflavíkurflugvöllur hefur verið vígður og er sannarlega engin smásmíði. Mikil leynd hefur hvílt yfir byggingu vallarins, þótt hundruð manna hafi unnið að gerð hans, bæði hermenn og íslenskir verkamenn. stríðsgróðinn eflir Rignir atvinnulífið á söngmenn Áhrif hersetunnar eru hvarvetna sýnileg. Bresku hermenn- Úrhellisrigning sló lítt á hátíðar- irnir voru að sönnu margir, um 25 þúsund talsins, en braginn sem ríkti þegar lýðveldið Bandaríkjamennirnir sem tóku við eru um 40 þúsund. var hringt inn á Þingvöllum þann Reistir hafa verið um 12 þúsund braggar í landinu. 17. júní. Daginn eftir voru mikil hátíðarhöld í Reykjavík. Kvikmyndastjarna 2300 í reykjavík spæld egg á einum degi

Hermenn og verkamenn sem sækja veitingastaðinn Gullfoss í Hafnarstræti. Einkum eru þeir sólgnir í eggin sér í lagi þegar þau eru spæld.

Hin heimskunna söngkona Marlene Dietrich sótti Ísland heim og skemmti hermönn- Samtök veitingamanna stofnuð um. Henni var tíðrætt um Á stofnfundi Sambands veitinga- og gistihúsa voru samankomnir 36 veit- 102 náttúrufegurð| FERÐAÞJÓNUSTA landsins. ingamenn. Friðsteinn Jónsson á Central var kosinn fyrsti formaður sam- takanna. Svört starfsemi er veitingamönnum þyrnir í augum. uppgrip í stríði

Stríðsárin mörkuðu þáttaskil í Íslandssögunni. Stríðið tók sinn toll af þjóðinni þótt hún ætti ekki beina aðild að því. Mest varð mannfallið á sjónum enda hættuspil að ferðast um hafið á stríðstímum. Fjárhagslega kom þjóðin hins vegar vel út úr þessum hildarleik. Ísland var eitt fárra Evrópulanda sem varð ríkara eftir stríð en fyrir. Eins og hendi væri veifað komst landið í hóp stöndugustu ríkja Evrópu og öðlaðist auk þess sjálfstæði. Þetta var sérkennilegur tími og afleiðingar hersetunnar á ýmsan hátt varanlegar. Hér dvöldu um nokkurra ára skeið tugþúsundir erlendra hermanna sem fluttu með sér siði og menningu sem höfðu áhrif á íslenskt samfélag. Og þegar herinn fór, skildi hann eftir sig fasteignir og búnað sem renndu stoðum undir framfarir í samgöngumálum og ferðaþjónustu á Íslandi.

Góðæri alls staðar Hinn 10. maí 1940 var landið hernumið af Bretum og í hönd fóru ár byltingarkenndra breytinga. Ferðaþjónustan fór ekki varhluta af þeim og þótt þróunin í átt að ferðamanna- landi stöðvaðist um skeið voru víða uppgrip hjá veitingamönnum. „Þetta kyrrláta samfélag sem verið hafði bændaþjóðfélag frá upphafi landsbyggðar varð í einu vetfangi að ólgandi stríðsgróðaþjóðfélagi, vanþróað að verkmenningu, en auðugt að hugsjón og bókmenning, eins konar skrípamynd af neysluþjóðfélagi nútímans.“ Þannig orðaði Erlendur Jónsson rithöfundur lýsingu á einhverjum örlagaríkustu árunum í sögu þjóðarinnar.1

FERÐAÞJÓNUSTA | 103 Lýsingin hljómar kaldranalega en áhrif hersetunnar voru alls staðar sýnileg. Um tvö þúsund breskir her- menn tóku þátt í hernáminu þennan vordag 1940 en fljótlega fjölgaði í hópnum. Flestir urðu Bretarnir um 25.000, en eftir að Bandaríkjamenn tóku við herset- unni árið 1941, voru nærri 40.000 hermenn á Íslandi. Fjárhagur Íslendinga tók fjörkipp á styrjaldarár- unum. Eftirpurn eftir fiski af Íslandsmiðum jókst stórlega og verðið sem fékkst fyrir hann í Bretlandi tífaldaðist á einu ári. Allar skuldir sjávarútvegsins sem höfðu orðið til í tíu ára kreppu þurrkuðust þannig upp, enda sátu Íslendingar í fyrsta skipti einir að fiski- miðunum. Breska hernámsliðið réðst strax í umsvifamiklar Akureyri hernumin fram­kvæmdir þar sem vegir og flugvellir voru lagðir og heilu herskálaþyrpingarnar reistar víða um land, með um 12.000 bröggum og eitt þúsund minni byggingum af ýmsum gerðum Í Reykjavík einni risu um 80 braggahverfi. Eftir langvarandi atvinnuleysi var skyndilega næga vinnu að hafa fyrir hrausta karla. Og kaupið var gott. Þegar mest var, unnu nærri 4.000 manns í Bretavinnunni – og síðar Kanavinnunni – víða um landið. Þurfti jafnvel að sækja vinnuafl til Færeyja svo einnig væri hægt að sinna verkum til sveita og manna síldarflotann.

Flugvellir á víð og dreif Reykjavíkurflugvöllur skipti sköpum, ekki eingöngu Eitt mikilvægasta hlutverk hernámsliðsins var að fylgjast með ferðum þýska hersins úr fyrir loftvarnareftirlit Breta heldur ekki síður fyrir framtíð flugs á Íslandi. Margir óttuðust þó að hann lofti. Gallinn var bara sá að hér voru engir flugvellir. Ýmsir höfðu komið auga á mikilvægi yrði skotmark Þjóðverja ef til loftárása kæmi. Íslands fyrir millilendingar flugvéla löngu áður, s.s. bandaríska flugfélagið Pan American

104 | FERÐAÞJÓNUSTA Airways sem gerði samning við íslensk stjórnvöld um flugréttinn hingað til lands Eva Braun í Reykjavík árið 1932. Ekkert varð úr þeim áætlunum Í þann mund sem síðari heimsstyrjöld- þá. Þjóðverjar höfðu líka óskað eftir flug- in var að brjótast út kom ung kona til rétti til landsins skömmu áður en styrj- Íslands með skemmtiferðaskipinu Mil- öldin braust út árið 1939. Þeim óskum waukee. Þetta var Eva Braun, sem síðar var neitað. kom í ljós að var ástkona Hitlers. Hún var Bretum var nauðsyn að finna lending- á ferð með móður sinni og systur í boði arstaði fyrir flugsveitir sínar hið bráðasta og var í fyrstu notast við sléttlendi á Kaldaðarnesi nasistaforingjans. Eva tók víða myndir, í Ölfusi þar sem stór flugbækistöð var reist. Skoðaður var möguleiki á að leggja flugvelli bæði ljós- og kvikmyndir, meðal annars víðar, t.d. á Sandskeiði en jarðvegurinn þar þótti ótryggur. Reykjavík varð því fyrir valinu, í Vestmannaeyjum, á Ísafirði og á Akur- ekki síst vegna nálægðar við höfnina og haustið 1940 var ráðist í gerð flugvallar í Vatns- eyri. mýrinni og á melunum við Skerjafjörð. Jafnframt voru gerðir minni flugvellir á Höfn í Hornafirði, Melgerðismelum í Eyjafirði og Garðskaga. Þá var einnig gerð aðstaða fyrir flug- báta í Skerjafirði, á Akureyri, Reyðarfirði og Leginum á Héraði. „Þangað var flogið á flugbátum […] sem lentu á Fljótinu með ískrandi hávaða og vatnagangi upp á gluggana svo helst virtist sem þær væru að fara á kaf,” sagði Vilhjálmur

Flugvöllurinn í Kaldaðarnesi eftir flóð í Ölfusá í ágúst 1941. Þar höfðu flugsveitir Breta bækistöð í byrjun stríðsins en þeirra hlutverk var að vernda skipalestir á úthafinu. Um 1500 hermenn höfðust þar við en flugvöllurinn var aflagður í nóvember 1943.

FERÐAÞJÓNUSTA | 105 Flugvallarhótelið Ritz eða Winston Ýmsar byggingar risu við flugvöllinn í Vatnsmýrinni, þar á meðal hótel. Veturinn 1944–1945 lét breski flug- herinn reisa gistihús fyrir flugáhafnir og farþega sem leið áttu um flugvöllinn. Það var tekið í notkun í júlí 1945. Hótelið sam- anstóð af nokkrum sambyggðum stein- húsum og átta stórum bröggum með 100 gistirúmum og 28 snyrtiherbergjum. Að auki var þar veitingasalur og stór setu- stofa. Þarna var því risið stærsta gistihús landsins. Hótelið gekk undir ýmsum nöfnum:

Transit camp, Ritz, Flugvallarhótelið og Winston Churchill kveður Ísland með sigurtákninu – V for Victory. loks Winston. Það nafn festist líklega einna best. Sir Winston Churchill átti að hafa hall- Einarsson, fyrrverandi skólameistari og íþróttakappi, þegar hann rifjaði upp æskuárin á að sér þar að arni, en það er flökkusaga, Egilsstöðum.2 Flugvöllur var ekki gerður þar fyrr en nokkrum árum eftir stríð en áður enda hafði hann aðeins viðdvöl á Íslandi höfðu landvélar iðulega lent á grasvelli sem gerður var á Egilsstaðanesi á árunum eina dagsstund sumarið 1941, fjórum 1941-1942. árum áður en hótelið var byggt. Íslenskir flugáhugamenn höfðu gert úttektir á ýmsum lendingarstöðum fyrir landvélar Eftir að Bretar afhentu Íslendingum en nutu góðs af flugvallargerð Breta, og síðar Bandaríkjamanna, þótt flug innanlands væri flugvöllinn var hótelið rekið á vegum flug- takmarkað. vallaryfirvalda og síðan Ferðaskrifstofu rík- isins. Eftir það varð nafnið Flugvallarhótel ofan á. Með tímanum varð það fremur 115 flugvélar á einum degi óhrjálegt og lítt til þess fallið að hýsa Reykjavíkurflugvöllur dugði engan veginn fyrir alla þá flugumferð sem var um landið á ferðamenn. Var rekstrinum hætt árið 1951 þessum árum. Þegar Bandaríkjamenn tóku við hersetunni var því fljótlega farið að huga þegar hótelið eyðilagðist að mestu í elds- að gerð stærri flugvallar. Honum var fundinn staður á Miðnesheiði á Reykjanesi og hófust voða. Hluti þess stendur þó enn ofan við framkvæmdir snemma árs 1942. Keflavíkurflugvöllur var svo vígður ári síðar. Fyrstu Nauthólsvík og hafði Svifflugfélag Íslands hlutar vallarins voru kenndir við Meeks og Patterson, unga flugmenn sem létu lífið við það til afnota „til bráðabirgða“ í rúmlega störf hér á landi. Bandaríkjamenn komu jafnframt upp aðstöðu fyrir orrustuflugsveit hers- fimmtíu ár. ins á Melgerðismelum við Eyjafjörð en þann flugvöll kölluðu þeir Kassos Field. Þá starfrækti Bandaríkjaher gistihús Þótt hundruð manna, bæði hermanna og íslenskra verkamanna, hafi unnið við gerð á Keflavíkurflugvelli á stríðsárunum sem Keflavíkurflugvallar hvíldi mikil leynd yfir honum. Henni var ekki aflétt fyrr en eftir að nefnt var Hotel DeGink þar sem farþegar stríðinu lauk árið 1945. Völlurinn var engin smásmíði og um tíma voru flugbrautirnar í millilandaflugi gistu, þ.á m. Íslendingar fjórar þær lengstu við Norður-Atlantshaf, um þrír kílómetrar hver. Heimamönnum kom sem fengu far með bandarískum herflug- þessi risamiðstöð spánskt fyrir sjónir, eins og sagði í Þjóðviljanum: „Þarna, á úfnu, eld- vélum á árunum 1944-1946. brunnu Reykjanesinu, þar sem áður lágu aðeins slóðir manna og fénaðar, blasir nú við

106 | FERÐAÞJÓNUSTA Frá vígslu Keflavíkurflugvallar árið 1943. völlur fyrir nýjasta samgöngutæki mannsins – flugvél- ina.”3 Um völlinn fóru þúsundir herflugvéla næstu árin, bæði á leiðinni til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu og yfir hafið til baka. Mest var umferðin í júnímánuði 1944 þegar 1.050 flugvélar fóru um völlinn. Einn daginn höfðu ekki færri en 115 fjögurra hreyfla sprengjuflugvélar þar viðdvöl. Flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík voru báðir færðir Íslendingum til eignar í stríðslok og má með sanni segja að þar hafi verið um risavaxna gjöf að ræða, enda þjóðin þá engan veginn í stakk búin til að byggja svo stóra flugvelli. Allir flugvellirnir sem gerðir voru á þessum tíma renndu mikilvægum stoðum undir samgöngukerfi framtíðarinnar hér á landi, bæði millilanda- og innanlandsflugið.

Uppgangur í veitingarekstri Þótt stríðið hamlaði ferðalögum fólks hafði hernámið í för með sér stórlega aukin umsvif í veitingarekstri. Góð þróun hafði verið í þeim efnum árin á undan, sem sést meðal annars á því að Alþingishátíðarárið 1930 voru 320 karlar og konur við veitingastörf, en hernáms- árið 1940 var talan komin upp í 570 manns. Fjölgunin nam því 43,8% á einum áratug. Íslendingar voru rétt rúmlega 120.000 árið 1940 og fjölgaði íbúum landsins þannig um fimmtung við komu bresku hermannanna. Fjölgunin varð enn meiri þegar Bandaríkja- menn tóku við hersetunni. Eins og gefur að skilja þurfti þessi mikli fjöldi hermanna að nærast, bæði á sál og líkama. Sumir herskálanna hýstu matstofur eða samkomusali en dátarnir leituðu ekki síður út fyrir kampana eftir mat og félagsskap. „Um þetta leyti voru margir nýir veitingastaðir komnir upp í Reykjavík. Eigendur þeirra máttu þakka velgengni sína hinum mikla fjölda hermanna og annarra útlendinga sem gistu þá Reykjavík,“ sagði Sigursæll Magnússon veitingamaður, sem ákvað vorið 1943 að hvíla sig á sjónum og athuga með vinnu í landi.4 Meðal þeirra veitingastaða sem nutu

FERÐAÞJÓNUSTA | 107 Guðlaug Björnsdóttir reiðir fram léttöl á Mama´s Café við Suðurlandsbraut.

góðs af þessum uppgangstímum voru Gullfoss í Hafnarstræti, sem Axel Sigurðsson rak, Central, þar sem Friðsteinn Jónsson og Lóa Kristjánsdóttir réðu ríkjum, og Heitt og kalt Guðlaugs Guðmundssonar. Matseljan Guðlaug Björnsdóttir öðlaðist líka nokkra frægð á hernámsárunum fyrir veit- ingar sínar í Mama’s Café sem hún rak í skúr við Suðurlandsbraut. Þar bauð hún upp á

Fish-and-chips-búllan Yankee Doodle Inn í Hafnarfirði. steiktar kartöflur og egg og reyndi að halda hollri mjólk að hermönnunum sem kusu þó flestir frekar léttölið. Samkomustaðir hermannanna voru ekki allir vel séðir. Í Hafnarfirði ýfðist brún heimamanna yfir búll- um eins og Karls Yankee Doodle Inn og Hótel Birn- inum við Strandgötu sem kallaður var Honky Tonk. Þá vöktu böllin í Rauðakrossbragga hersins við Snorrabraut í Reykjavík síður en svo kæti ráðsettra bæjarbúa, enda svifu þar íslenskar meyjar um dans- gólfið í fangi einkennisklæddra dáta.

Breytt mannlíf Það voru helst karlar sem fengu vinnu við fram- kvæmdir á vegum hersins en konurnar höfðu sína eigin útgáfu af Bretavinnunni. Fjölmargar tóku t.d. að sér að þvo einkennisbúninga hermannanna gegn gjaldi. Hvar sem erlendir hermenn dvöldu tóku bæirnir á sig breytta mynd. Auk knæpanna og matsölustað- anna sem upp spruttu þrifust ýmis viðskipti milli

108 | FERÐAÞJÓNUSTA heimamanna og hermanna sem ekki þoldu dagsljósið. Þannig voru dæmi um svartan markað með stolið hergóss, ekki síst vín og tóbak. Fish and chips, pylsur, nælonsokkar, tyggjó, enskar vasabækur, hljómplötur, þrengri kjólar og tjútt. Allt fór þetta vel í landann – nema auðvitað samneyti íslenskra blómarósa við útlenda hermenn.

2.300 spælegg á einum degi Alls staðar setti hernámsliðið svip á bæjarbraginn. Mest var þó að gera í veit- ingabransanum og var góður hagnaður af rekstrinum. Þó gekk á ýmsu hjá sum- um veitingamannanna. Axel Sigurðsson hafði verið yfirmatsveinn á Gullfossi þegar Þjóðverjar her- tóku skipið í Kaupmannahöfn í maímánuði 1940, um svipað leyti og Ísland var hernum- ið. Axel og aðrir úr áhöfninni komust heim um haustið og þá fór hann að leita fyrir sér um starf. Ári eftir heimkomuna keypti hann veitingahúsið Brytann í Hafnarstræti 17.

„Maðurinn er að borða!“ Systurnar Steinunn og Margrét Valdimarsdætur ráku Hótel Skjaldbreið við Kirkjustræti frá 1932 til 1942. Þær tóku við af Elínu Egilsdóttur þegar hún flutti sig austur fyrir fjall og hóf rekstur Þrastalundar. Öll þessi ár var Skjaldbreið vel þekktur veitingastaður og naut virðingar og vinsælda. Meðal annars voru tugir manna þar í föstu fæði. Skömmu eftir hernámið komu breskir hermenn inn á Skjaldbreið og hugðust handtaka Þjóðverja sem þar sat að snæðingi. Steinunn stöðvaði hermennina snarlega og sagði ábúðarfull eitthvað á þessa lund: „Maðurinn er að borða! Þið farið ekkert með hann í miðri máltíð.“ Og úr varð að hermennirnir fengu sér sæti og biðu þar til Þjóðverjinn hafði lokið máltíðinni – og fengið sér kaffibolla á eftir. Þá fór hann orðalaust með þeim.5

FERÐAÞJÓNUSTA | 109 Heitt og kalt var eitt af mörgum veitingahúsum við Hafnarstræti á stríðsárunum. Ólafur Ólafsson hafði rekið staðinn, en vildi nú fara í útgerð, jafnvel þótt Brytinn hefði náð góðum vinsældum meðal verkamanna og síðan hermanna. Þessir hópar skiptu líka við Axel. Hann breytti um nafn á staðnum og nefndi hann Gullfoss. Sem dæmi um viðskipti hermannanna sagði Axel að þeir hefðu keypt mikið af spældum eggjum eftir að farið var að flytja fersk egg til landsins þegar vel var liðið á styrj- öldina. Einn daginn hefði salan hafi farið upp í 2.300 spælegg. Reksturinn gekk þó ekki sem skyldi og útgerðardraumurinn rættist heldur ekki hjá Ólafi. Fór svo að hann keypti staðinn aftur. Viðskiptavinirnir voru áfram þeir sömu.

Hafnarstrætið vinsælt Það var líf og fjör í Hafnarstrætinu. Fyrir utan þau veitingahús sem þegar eru talin var í húsinu númer 18 kaffistofan Herðubreið, sem Helga Marteinsdóttir átti, matsala var uppi á lofti og svo var Central í vesturenda hússins. Í Hafnarstræti 16 var Ólafur Ólafsson með litla kaffistofu, Ólakaffi. Frá 1943 var svo stutt í Höll-Restaurant sem Brynjólfur Brynjólfs- son rak í Austurstræti. Í Vallarstræti var Heitt og kalt og fish and chips-sjoppa. Fleiri staðir voru í miðbænum á stríðsárunum og alls staðar virðist hafa verið nóg að gera. Lóa Kristjánsdóttir og Friðsteinn Jónsson komu að starfandi veitingahúsi þegar þau hófu rekstur Centrals. Friðsteinn hafði verið kokkur á ms. Skeljungi en vildi nú leita fyrir Hermaður og íslensk snót gæða sér á pylsum sér með vinnu í landi. Þau ákváðu því að grípa tækifæri sem gafst og gerðust í brauði utan við tómstundaheimili hersins í með­eigendur Sverris Sigurðssonar í Central. „Um þessar mundir var veitingasala mörgum Miðbæjarskólanum árið 1942. arðbær atvinnurekstur í Reykjavík,“ sagði Lóa.6 „Stríðið var þá í algleymingi, næg atvinna, aragrúi hermanna á höfuðborgarsvæðinu og miklir peningar í umferð.“

110 | FERÐAÞJÓNUSTA Fyrir utan alla hermennina voru starfsmenn fyrirtækja í nágrenninu góðir viðskiptavin- ir. Það var mikið að gera og veitti ekki af 14-15 starfsmönnum í eldhúsi og við framreiðslu. Mest munaði þó um hermennina. Þegar þeir hurfu á brott minnkaði aðsóknin verulega. Þá rifuðu Lóa og Friðsteinn seglin – og fluttu sig um set þegar það dugði ekki til.

Nám á sjó, landi, í Tívolí og París Þrátt fyrir oft á tíðum þröng efni höfðu flestir þeirra sem stóðu fyrir veitingarekstri á þess- um tíma sótt sér menntun í faginu. Margir karlanna höfðu lært matseld um borð í farþega- skipum og nokkuð var um að reyndar matseljur héldu matreiðslunámskeið. Ótrúlega margir lærðu fagið í útlöndum, yfirleitt með því að vinna á virtum hótelum eða veitinga- stöðum. Axel Sigurðsson lærði t.d. á nokkrum veitingahúsum í Kaupmannnahöfn, meðal annars í Tívolí. Í París nam hann kökugerð og fleira, og í Genf aflaði hann sér þekkingar í rekstri veitingastaða. Brynjólfur Brynjólfsson fór til matreiðslunáms í Danmörku og öðlaðist síðan reynslu í faginu um borð í skipum Eimskipafélagsins – vann þar sem búrmaður, innkaupastjóri og síðast bryti. Friðsteinn Jónsson nam listina um borð í ýmsum skipum og síðar í Bergen, auk þess sem hann sótti námskeið í matargerð hjá Elínu Egilsdóttur sem þá rak Hótel Skjaldbreið. Steinunn og Margrét Valdimarsdætur voru líka með matreiðslunámskeið eftir að þær tóku við rekstri hótelsins. Hjá þeim hóf Sigursæll Magnússon feril sinn. Marg- ir aðrir öðluðust mikilvæga menntun undir beinni eða óbeinni leiðsögn þaulreyndra kvenna, þar á meðal hinnar þekktu matreiðslukonu, Jóninnu Sigurðardóttur. Hún var hótelstýra á Akureyri, húsmæðrakennari og höfundur matreiðslubóka. Almennt má telja að menntun veitingafólks hafi verið góð á þessum árum, þegar litið er til þess að enginn var skólinn hér á landi í fræðunum, ef frá eru taldir húsmæðraskólarnir

Hermaður í góðum félagsskap fyrir utan kaffihús á Akureyri.

Hermönnum þjónað til borðs í garði Hressingarskálans.

FERÐAÞJÓNUSTA | 111 Menn úr Austfjarðaherfylkinu King‘s Own Yorkshire Breskir, kanadískir, norskir og bandarískir Light Infantry æfa sig í vetrarhernaði við Njörvadalsá í Þótt hermenn hafi verið flestir í Reykjavík og nágrenni fóru aðrir landshlutar ekki varhluta botni Reyðarfjarðar. af hernáminu. Lengi vel voru til dæmis oftast um þúsund hermenn á Reyðarfirði, breskir, kanadískir, norskir og bandarískir. Flestir voru þeir hins vegar farnir á brott

For God, Country and haustið 1943. Fyrir voru Reyðfirðingar aðeins um 300 talsins. Coca-Cola! „Þessi fjöldi hermanna gerði það að verkum að á svipstundu breyttist Reyðarfjörður úr Ein af nýjungunum sem fylgdu bandarísku viðburðalausu smáþorpi með viðvarandi fátækt og atvinnuleysi í stað þar sem framboð var hermönnunum var gosdrykkurinn Coca- nóg á vinnu og menningarlíf reis í æðra veldi,“ segir á vef Íslenska stríðsárasafnsins á 7 Cola sem strax varð vinsæll meðal Íslend- Reyðar­firði. inga. Bandaríkjamenn höfðu drukkið kók Hermenn voru víðar á Austfjörðum; Á Seyðisfirði, Raufarhöfn, í Kollumúla, á Hafna- í hálfa öld þegar heimsstyrjöldin síðari nesi, í Breiðdalsvík, á Djúpavogi og Höfn. Heimamenn réðu engan veginn við að fullnægja skall á og var litið á hinn dökka gosdrykk allri þeirri þörf sem varð fyrir vinnuafl. Fólk flykktist því frá öllum landshornum í setu- sem hálfgert föðurlandstákn. Þannig var liðsvinnuna. Sagt er að heimamenn hafi sumir talið að af öllum setuliðum sem gerðu sig um það samið að hvar sem bandaríska þar heimakomin hafi íslenska setuliðið verið fyrirferðamest og erfiðast! hermenn væri að finna væri kók innan seil- ingar. Fyrsta átöppunarverksmiðjan utan Veitingar út um allt Bandaríkjanna var sett á laggirnar í Reykja- vík árið 1942. Það var verksmiðjan Vífilfell, Á þessum tíma spratt upp fjöldi veitingastaða á Austfjörðum. Það sama átti auðvitað við í sem Björn Ólafsson, ráðherra og iðnrek- öðrum landshlutum en munurinn varð mestur í fámenninu. Á Reyðarfirði voru að jafnaði andi, stofnaði. sex til sjö veitingastaðir starfandi á meðan mest var þar af hermönnum. Menn komu sér fyrir með veitingarekstur hvar sem pláss var, t.d. var fish and chips selt í gamalli sjóbúð. Matseðillinn var yfirleitt einfaldur: Fiskur og franskar, egg og beikon, kaffi og te. Á ein-

112 | FERÐAÞJÓNUSTA staka stað var boðið upp á öl úr tunnum. Mest bar á hermönnum á þessum veitinga­ stöðum en Íslendingar sóttu þá einnig mikið. Alls staðar var nóg að gera. Sums staðar tók herinn húsnæði á leigu, svo sem húsið Angró á bryggjusvæðinu á Seyðis- firði. Þar, og á Hótel Elverhöj, voru aðalbækistöðvar hernámsliðsins en einnig samkomusalur og bíó.Á neðri hæðinni var svo ölstofa L.J. Imsland þar sem oft var margt um manninn. Mikil þörf var fyrir þjónustustúlkur um allt land og voru ekki allir jafn ánægðir með það. Meðal annars var kvartað yfir því að fyrir bragðið sárvantaði betri borgara og bændur vinnukonur. Á Héraði lögðu hermenn undir sig Egilsstaðabæinn. Óbreyttir hermenn bjuggu í tjaldbúðum á túninu en offiserarnir héldu til í gistihúsinu og höfðu eigin þjóna. Eigendur gistihússins réðust í að stækka það á stríðstímanum og færa hreinlætisað- stöðu í betra horf. Hermennirnir kölluðu eftir annars konar mat en þarna tíðkaðist og var upp frá þessu farið að bjóða vínarpylsur með kartöflusalati og rauðsprettu með remoulade sem ekki hafði áður sést á borðum þar eystra.

Dietrich á Íslandi Haustið 1944 kom leik- og söngkonan Marlene Dietrich til Reykjavíkur. Þrátt fyrir að vera þýsk hafði hún tekið sér það verk á hendur að fara á milli bandarískra herstöðva og syngja fyrir hermenn bandamanna og blása þeim eldmóði í brjóst. Marlene þótti bæði hæfileikarík og þokkafull leikkona en frægust var hún fyrir sína djúpu rödd – og hún þótti hafa fegurstu fótleggi heims. Hér skemmti hún hermönnunum og íslenskum gestum á nokkrum stöðum og heilsaði upp á sjúka og slasaða hermenn á herspítalanum í Mosfellssveit. Koma Dietrich vakti mikla athygli og í samtali við íslenska blaðamenn varð henni tíðrætt um náttúrufegurð landsins.

FERÐAÞJÓNUSTA | 113 Dansað í bragga Gjaldeyristekjurnar sem sköpuðust af hersetunni söfnuðust upp í erlendum bönkum. Þegar hermennirnir fóru héðan varð til gróði víðs vegar um þjóðfélagið vegna þeirra eigna sem þeir skildu eftir og menn fengu ýmist borgað fyrir að farga eða borguðu lítið fyrir að eignast. Þar má nefna bifreiðar. Eftirspurnin var mun meiri en framboðið. Willis- herjeppar settu svip sinn á umferðina áratugum saman. Braggarnir urðu íbúðir í þéttbýlinu, verkstæði, hlöður, fjárhús og geymslur í dreifbýli. Braggarnir komu reyndar ferðaþjónustunni líka vel, eins og dæmið um Flug- vallarhótelið sýnir. Brúarlundur í Vaglaskógi er annað dæmi. Þar voru tveir her- braggar tengdir saman með viðbyggingu og þar hélt Ragnar Jónsson uppi almennri gisti- og veitingastarfsemi í nokkur sumur. Í öðrum bragganum voru 28 gistiherbergi, en í hinum voru bornar fram veitingar og efnt til dansleikja um helgar. Þessi rekstur var arðbær í byrjun, en svo fór að halla undan fæti, herskál- arnir dröbbuðust niður og voru að lokum rifnir. Ragnar hætti rekstri Hótels Brúarlundar árið 1952 og tveimur árum síðar lauk sögu þessara stríðsminja.

114 | FERÐAÞJÓNUSTA Lýðveldið hringt inn Hinn 17. júní 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Allir sem vettlingi gátu valdið héldu austur til að vera viðstaddir þessi merku tímamót í sögu þjóðarinnar. Margir voru komnir tveimur dögum fyrir athöfnina og þótt veðrið væri slæmt og færi versnandi, fjölgaði stöðugt á Völlunum. Um morguninn hinn 17. þurfti að taka upp stóran hluta tjaldborgarinnar vegna vatnsveðurs. Stormur hafði gengið yfir um nóttina og fengu margir tjaldbúar vota morgunkveðju þegar vatnsflaumur huldi tjaldsvæðið. Áfram rigndi sleitulaust en hátíðargestir létu það ekki á sig fá heldur klæddu sig í þurr plögg, brynjuðu sig með gúmmífatnaði og regnhlífum og örkuðu að Lögbergi til að fylgjast með sögulegum viðburði. Talið er að um 25.000 manns hafi verið viðstaddir þingfundinn. Meðal viðstaddra voru sendimenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð og Frakklandi. Eftir að Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs þings, hafði lýst yfir stofnun lýðveldis á Íslandi, var öllum kirkjuklukkum í landinu hringt látlaust í tvær mínútur. Síðan var einnar mínútu þögn. Þá var fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins samþykkt og Sveinn Björnsson ríkisstjóri kosinn fyrsti forseti þess.

FERÐAÞJÓNUSTA | 115 Veðrið setti svip sinn á hátíðahöldin en ekki á minninguna, eins og Ingólfur Margeirs- Þrumufleygum breytt í son orðaði það svo fallega: „Það ríkti sól og hlýja í hjarta sérhvers Íslendings á Þingvöllum pönnukökupönnur 17. júní 1944 þegar frægasta rigning Íslandssögunnar dundi á höfði þeirra og herðum, Segja má að Íslendingar hafi nýtt megnið af lamdi regnhlífarnar og fossaði úr hattbörðum gestanna […] Gamalt fólk gekk um og bros því sem hernámsþjóðirnar skildu eftir hér lék um varir þess þrátt fyrir vosbúðina. Það hafði beðið eftir þessari stund alla sína á landi í stríðslok. Skemmtileg er sagan af ævi.”8 því þegar forráðamenn Stálhúsgagna hf. Daginn eftir var lýðveldishátíðahöldum haldið áfram í Reykjavík. Þúsundir manna keyptu heila flugsveit, 32 orrustuflugvélar fylltu göturnar í miðbænum til að hlýða á Svein forseta flytja ávarp af tröppum stjórnar- af gerðinni Thunderbolt P-47, fyrir 10.000 ráðsins. Honum var ákaft fagnað af stoltum Íslendingum og börnin veifuðu íslenska fán- krónur. Flugvélarnar voru innan við þriggja anum. Auk stjórnarráðsins fór hátíðardagskráin fram á íþróttavellinum á Melunum, í ára gamlar þegar þær voru rifnar. Hljómskálanum og á Hótel Borg og var útvarpað frá samkomunum um allt land. Þrumufleygurinn var stærsta og öfl- ugasta eins hreyfils orrustuflugvél síð- ari heims­styrjaldarinnar. Vélarnar komu Í Hveradali í stað útlanda hingað nýjar árið 1944. Sumarið 1945 vant- „Auk þeirra gesta sem komu og fóru var oftast allmargt dvalargesta hjá okkur á öllum árs- aði Gunnar Jónasson í Stálhúsgögnum ál til tímum. Aðallega voru það Íslendingar, bæði einstaklingar og fjölskyldur sem voru lang- að bræða og var bent á að á Keflavíkurflug- dvölum. Vegna styrjaldarinnar komst fólk ekki í skemmtiferðir til útlanda. Í stað þeirra velli væri verið að selja ýmislegt dót. Þar leituðu margir tilbreytingar með því að dvelja hjá okkur,“ sagði Steingrímur Karlsson veit- buðu borðalagðir foringjar honum í ökuferð ingamaður, þegar hann árið 1981 rifjaði upp árin sín í Hveradölum.9 lengst út á flugvöll þar sem Þrumufleygarn- Skíðaskálinn í Hveradölum var byggður árið 1934 og var í eigu Skíðafélags Reykjavíkur ir 32 stóðu í röð og virtust tilbúnir til flugs. allt til ársins 1971 þegar Reykjavíkurborg keypti hann. Steingrímur rak Skíðaskálann Svo fór að Gunnar bauð í flugsveitina 10.000 ásamt systur sinni, Ingibjörgu, sem hafði verið við nám í matreiðslu í Svíþjóð. Matreiðsla krónur, eða 4-5 dali í hverja vél. Þær voru virðist hafa verið ættlæg, því Jóninna Sigurðardóttir var föðursystir þeirra. Systkinin lögðu smíðaðar úr áli sem var eftirsóttur málmur. sig fram um að veita hröktu fólki alla þá aðhlynningu sem þau gátu, en þrengslin voru Tilboðinu var tekið. Mótorar og tæknibún- mikil í skálanum. Steingrímur minntist þess að einu sinni hafi verið margt fólk í grennd aður voru fjarlægðir úr vélunum og þær rifn- við skíðaskálann, bæði skíða- og ferðafólk, þegar fyrirvaralaust skall á iðulaus stórhríð. Í ar í sundur. Hins vegar var bensín í tönkum það skiptið leituðu um 500 manns skjóls í skálanum og fengu að borða. vélanna og sagði Gunnar að það hefði dug- Setuliðsmenn voru tíðir gestir í Skíðaskálanum. „Öll samskipti við þá voru snurðulaus,“ að þeim í hátt á annað ár. Fyrir flutningana í sagði Steingrímur. „Bretarnir voru illa búnir og virtust hafa svo lítil fjárráð að við gáfum bæinn borgaði hann aðrar 10.000 krónur. þeim oft í svanginn. Hins vegar voru Ameríkanarnir vel klæddir og áttu nóga peninga.“ Vígvélarnar munu aðallega hafa orðið Í stríðslok fór Steingrímur til Bandaríkjanna þar sem hann dvaldi við nám og vinnu á að pönnukökupönnum, tekötlum og fleiri hótelum, bæði í New York og í fjallahéruðum. Þau Ingibjörg ráku á næstu árum ýmsa búsáhöldum. veitingastaði en sneru alltaf aftur í Skíðaskálann. Jafnvel eftir að Ingibjörg dó, árið 1977, hélt Steingrímur þar áfram störfum. „Ég hef eiginlega hvergi kunnað almennilega við mig í veitingarekstri nema í Skíðaskálanum,“ sagði hann. „Þar hefur mér alltaf þótt gott að vera.“

Brúin fellur Ölfusárbrú þjónaði mikilvægu hlutverki á stríðsárunum og þessi 50 ára gamla brú hafði staðist marga raun. Majór í breska hernum lofaði hönnun hennar mjög í bæklingi sem

116 | FERÐAÞJÓNUSTA hann skrifaði. Hins vegar taldi hann að burðarþol brúarinnar hefði verið kannað á „…afar villimannlegan hátt þegar sextán hundruð manna voru látnar marsera yfir hana meðan spilað var undir á hljóðfæri.“10 Þetta var reyndar ekki alls kostar rétt hjá majórnum. Að vísu var einungis gangandi fólki leyft að fara yfir brúna í byrjun og þá bara nokkrum í einu. Svo mikil var varkárnin, þrátt fyrir sex tonna þungatakmörk. Brúin átti þó eftir að gefa sig, enda álagið mikið. Á stríðsárunum fóru um hana allir aðdrætt- ir vegna smíði og reksturs flugbækistöðvarinnar í Kaldaðarnesi sem var ein stærsta bækistöð hersins í landinu, þ.á m. allt byggingarefni, eldsneyti á flugvélar og kol til kyndingar. Aðfaranótt 6. september 1944 losnaði annar aðalstrengur brúarinnar úr festingunni þegar mjólkurflutningabíl frá Kaupfélagi Árnesinga var ekið yfir brúna með annan vörubíl

Annar mjólkurbíllinn sem hrapaði í Ölfusá 6. september 1944. Hinn flaut lengra niður ána.

FERÐAÞJÓNUSTA | 117 í togi. Samanlagður þungi bílanna var 11 tonn. Það reyndist of mikið. Brúin fór á hliðina og báðir bílarnir lentu í ánni. Mjólkurbíllinn steyptist á hvolf og ofan í djúpan ál. Hinn bíllinn kom niður á hjólin á grunnu vatni. Bílstjórarnir björguðust við illan leik. Gert var við brúna til bráðabirgða en meðan á því stóð var notast við ferju. Bílum þurfti hins vegar að aka 130 km krók upp að Brúarhlöðum til þess að komast til og frá Selfossi. Rúmu ári síðar var núverandi brú tekin í notkun. Tryggvaskáli var áningarstaðurinn við brúna. Hann hefur verið notaður undir marg- víslega starfsemi. Í upphafi hernáms var hann nýttur sem herskáli. Brynjólfur Gíslason rak þar síðan gisti- og veitingasölu ásamt konu sinni, Kristínu Árnadóttur í 32 ár, frá 1942-1974. Auk veitingasölu hefur þar verið símstöð, pósthús, barnaskóli og banki, svo nokkuð sé nefnt. Frægar voru auglýsingar veitingamanna þar á öldum ljósvakans þegar auglýstur var glænýr Ölfusárlax. Þegar þær fóru að heyrast vissu menn að sumarið var gengið í garð.

Tryggvaskáli á hernámsárunum. Öngþveiti í gistihúsamálum Að stríðinu loknu tók við nýtt tímabil í ferðamálum. Um leið og sár hildarleiksins voru farin að gróa jukust ferðalög til landsins sem aldrei fyrr. Þjóðin var engan veginn undir það búin. Á stríðsárunum hafði gistirúmum í Reykjavík fækkað í takt við fækkun ferðamanna. Samtals voru aðeins 276 gistirúm á þeim stöðum sem störfuðu allt árið. Næstu árin fjölgaði ferðamönnum jafnt og þétt og árið 1949 voru þeir orðnir liðlega fimm þúsund talsins. Þó voru engin skemmtiferðaskip á ferðinni hing- að á þeim árum.

Mánudagsblaðið sparaði ekki stóru orðin um stöðu gistihúsamála.

118 | FERÐAÞJÓNUSTA Þróun gistihúsanna var síður en svo í samræmi við aukinn ferðamannastraum. Þvert á móti fækkaði gistirúmum í Reykjavík enn og árið 1951 töldust þau einungis vera 176. Sú tala var óbreytt fimm árum síðar þótt Reykvíkingum hefði fjölgað verulega frá því fyrir stríð, mikið átak verið gert í að kynna landið og ferðamennirnir orðnir hátt í 10 þúsund á ári. Það ríkti því hálfgert öngþveiti í bænum þegar hýsa þurfti erlenda gesti og ekki var gistihúsamálum betur komið í dreifbýlinu. Að vísu hafði gistirúmum ekki fækkað en fjölg- unin var óveruleg. Árið 1951 voru á landinu öllu 1.622 gistirými – í heilsárshótelum, sumargististöðum og skólum – liðlega 100 fleiri en þau voru fyrir stríð.

Sykurmolafélagið SVG stofnað Í ferðaþjónustugeiranum var samt sitthvað að gerast. Hinn 6. september 1945 var efnt til stofnfundar samtaka veitingamanna um allt land. Þessi samtök hétu fyrst Samband veitinga- og gistihúsaeigenda en var síðar breytt í Samband veitinga- og gistihúsa. Friðsteinn Jónsson á Central var í sjö manna undirbúningsnefnd fyrir stofnun sam- bandsins og hafði hann orð fyrir hópnum. Tveir nýútskrifaðir lögfræðingar, Ragnar Þórð- arson og Páll S. Pálsson, stýrðu síðan fundinum og skráðu fundargerð. Ragnar, sem þá rak Gildaskálann, hafði samið drög að lögum fyrir sambandið. Á stofnfundinum voru sam- ankomnir 36 veitingamenn. Friðsteinn var kjörinn fyrsti formaður sambandsins og með honum í stjórn voru Pétur Daníelsson frá Hótel Borg, Elísabet Guðmundsdóttir veitinga- kona í Búðardal, Egill Benediktsson frá Oddfellow-húsinu í Reykjavík, Brynjólfur Gíslason frá Tryggvaskála, Snorri Arnfinnsson frá Hótel Blönduósi og Ragnar Guðlaugsson frá Hressingarskálanum. Það sem helst kallaði á samstarf fólks í veitingarekstri á þessum tíma var vöruskortur. Skömmtun var á nær öllum nauðsynjum. „Í upphafi var félagið stundum kallað Sykur- molafélagið vegna þess að menn voru að lána molakör á milli veitingahúsa. Það var stór- vandamál að ná í sykur með kaffinu. Hörgull var á nánast öllu sem til þurfti, hvort sem um var að ræða bollapör, kaffi eða sykur,“ sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SVG og síðar SAF.11 Skattlagning greinarinnar fannst mönnum líka óréttlát og var eitt helsta baráttumálið að fá hinn illræmda veitingaskatt felldan niður. Eins var svört atvinnustarf- semi veitingamönnum þyrnir í augum.

Ferðaskrifstofa ríkisins endurreist Ferðaskrifstofa ríkisins hafði verið lögð niður við upphaf heimsstyrjaldarinnar en eftir að friður komst á var ákveðið að endurreisa hana. Hún hafði sem fyrr einkaleyfi á rekstri ferðaþjónustu fyrir erlenda ferðamenn og voru ekki allir sammála um að það væri skref í rétta átt. Forstjórinn, Þorleifur Þórðarson, mat stöðuna í ferðamálum svona árið 1946: „Það er ekki nóg að landið sé „fagurt og frítt“ og fullt af dásemdum. Það er aðeins eitt af fjórum

FERÐAÞJÓNUSTA | 119 Ferðaskrifstofa ríkisins hafði lengi aðsetur í þessu húsi skilyrðum fyrir því að land geti orðið framtíðar ferðamannaland, en eðlilega frumskilyrðið. við Kalkofnsveg. Hin þrjú eru: Góðar samgöngur, næg gistihús, og síðast en ekki sízt góðar móttökur.“12 Millilandaflug var rétt nýhafið þegar greinin var skrifuð og sá Þorleifur mikla möguleika skapast við það. Fram að stríði var aðeins hægt að komast sjóleiðina hingað til lands og jafnvel á þeirri leið var takmarkað framboð. Árið 1938 komu tæplega 7.800 ferðamenn til Íslands, ýmist með áætlunarskipum eða þeim sextán skemmtiferðaskipum sem komu það árið. Auk þess að sjá um móttöku erlendra ferðamanna og landkynningu erlendis annaðist Ferðaskrifstofa ríkisins þjónustu við erlenda blaða- og kvikmyndatökumenn, fyrirlesara og aðra þá sem hingað komu í upplýsingaleit. Ferðaskrifstofan var eini aðilinn fyrir utan flugfélögin sem mátti gefa út farseðla fyrir Íslendinga á leið út í heim. Orlofsferðir Íslendinga innanlands voru líka á könnu Ferðaskrifstofu ríkisins. „Orlofs- ferðir fyrir alla“ voru fyrirmælin og fyrsta mánuðinn efndi skrifstofan til meira en 30 slíkra ferða um landið. Undirtektirnar voru mjög góðar. Þetta voru til dæmis berjatínsluferðir. Fólki var þá ekið á staðinn, tjaldi komið upp með hitara og aðstöðu til að hella upp á könnuna fyrir ákafa berjatínslumenn. Sem fyrr átti skrifstofan að sjá um eftirlit með gisti- og greiðasölustöðum. Ekki var

120 | FERÐAÞJÓNUSTA ástandið alltaf gott á þeim bænum, að því er kemur fram í mati leið- arahöfundar Morgun­blaðsins árið 1954: „Fjöldi veitingastaða, stærri og smærri, hefur hafið starfsemi sína, sumir góðir, aðrir sæmilegir og nokkrir lélegir. Heildarmyndin af veitingahúsalífi bæjarins er engan veginn glæsileg. Þvert á móti bera ýmsir drættir þess vott vanþroska og menningarleysis.“13 Það var sem sé langt í land, en styrjaldarátökum var lokið og fólk gat um frjálst höfuð strokið. Gífurleg uppbygging hafði átt sér stað í landinu á stríðstímanum og fengu Íslendingar sum mannvirkin að gjöf þegar stíðinu lauk. Annað, s.s. braggar, bílar og ýmis búnaður, var selt heimamönnum og var sett á laggirnar sérstök nefnd um sölu eigna setuliðsins. Ekki var það allt jafn endingargott en nýttist Íslend- ingum til þess að taka stórt stökk fram á við, ekki síst í samgöngu- málum. Vegir, brýr og flugvellir voru verðmæti sem ýttu undir ferðir Íslendinga um eigið land – og til annarra landa. Nú gátu þeir farið að skoða sig um í heiminum. Framundan voru betri tímar.

Fyrstu tveir forstjórar Ferðaskrifstofu ríkisins, Eggert P. Briem og Þorleifur Þórðarson. Myndin er tekin á 40 ára afmæli skrifstofunnar árið 1976..

FERÐAÞJÓNUSTA | 121 ÁÆTLUNARFLUG FLUGSTÖÐ SMÍÐUÐ ÚR FLUGVÉLARKASSA TIL ÚTLANDA Loftleiðamenn sýndu mikla hug- Tæpu ári eftir að fyrsta milli- kvæmni og útsjónarsemi þegar landaflugið var flogið með Catal- þeir smíðuðu nýja flugstöð við ina-flugbátnum Pétri gamla til Reykjavíkurflugvöll úr kassa Largs Bay í Skotlandi í stríðslok, utan af flugbáti. Þar á bæ voru hefur Flugfélag Íslands hafið menn ákveðnir í að láta ekki áætlunarflug til Prestwick í Skot- slíkt úrvalsefni fara forgörðum. landi og Kaupannahafnar. Loft- leiðir munu einnig hefja slíkt flug innan skamms. DO I HAVE TO FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS GO? MISSIR EINKARÉTTINN Á veglegri Íslandskynningu á glæsi- Árið 1964 voru samþykkt fyrstu eiginlegu hóteli í Bandaríkjunum hreppti rosk- lögin um ferðaþjónustu á Íslandi. Með in kona Íslandsferð sem aðalvinning samþykkt laganna var numinn úr gildi sá í happdrætti kvöldsins. Þegar hún einkaréttur sem Ferðaskrifstofa ríkisins fékk vinninginn afhentan stundi hún hafði haft til móttöku erlendra ferðamanna upp: Do I have to go? á Íslandi.

TOLLFRJÁLS VERSLUN VERÐANDI GEIMFARAR Á KEFLAVÍKUR­ SÆKJA ÍSLAND HEIM FLUGVELLI Geimferðastofnun Bandaríkj- Árið 1958 voru sett lög á alþingi anna hyggur sem kunnugt er sem heimiluðu sölu áfengis, tóbaks á tunglferð innan fárra ára. og ýmiss konar varnings án tolla í Tíu verðandi geimfarar sóttu flugstöðinni. Þjónustan verður þó Ísland heim til að æfa sig í einungis í boði fyrir þá sem eru á hrjóstrugu landslagi, sem talið leið úr landi. er svipa til þess sem þeir gætu 122átt | FERÐAÞJÓNUSTAí vændum á tunglinu. af himnum ofan

Ferðaþjónustan á mikið undir góðum samgöngum og allt frá því að farþegaflug hófst fyrir alvöru á Íslandi á sjötta áratugnum hefur flugið verið undirstaða vaxtar í atvinnugrein­ inni. Á sjötta og sjöunda áratugnum var lagður grunnur að leiðakerfi, með Ísland sem áningarstað og síðar skiptistöð í flugi milli heimsálfa, og átti það veigamikinn þátt í að koma landinu á kortið. Saga flugsins hér á landi einkennist þó af sviptingum og brösóttri byrjun.

Stríð og flug Stríðið var áhrifavaldur í fluginu hér á landi sem annars staðar. Íslendingar höfðu eignast tvö flugfélög í stríðslok og að auki tvo stóra flugvelli, Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkur­ flugvöll. Fyrstu tvær tilraunir íslenskra flugáhugamanna til að reka eigið flugfélag voru ekki langlífar og ekki horfði vel með þá þriðju árið 1940 þegar Erninum, einu flugvél Flugfélags Akureyrar, hvolfdi í Skerjafirði. Flugfélagið hafði verið stofnað fyrir norðan árið 1937 en eftir óhappið stefndi í gjaldþrot og var félagið þá flutt suður, hlutafé aukið og skipt um nafn. Þá varð til Flugfélag Íslands hið þriðja. Árið 1944 var flugfélagið Loftleiðir stofnað. Að því stóðu þrír ungir flugmenn sem voru nýkomnir úr námi vestanhafs og höfðu flutt með sér flugvél til landsins. Hún varð grunn­ urinn að starfsemi Loftleiða. Flugfélögin tvö öttu kappi í innanlandsflugi næstu árin; fluttu farþega, varning og búfénað milli landshluta og höfðu gott upp úr síldarleit. Flugferðir Íslendinga innanlands voru háðar ýmsum takmörkunum á stríðsárunum en menn nýttu tímann til að finna góða

FERÐAÞJÓNUSTA | 123 lendingarstaði, koma sér upp landvélum, ráða flugmenn, stækka og eflast. Á ýmsu gekk í rekstrinum, en flugið var mikilvægt skref í samgöngumálum – og ekki síður spennandi veröld að hrærast í: „Flugið var frumstætt en flott,“ sagði Páll Þorsteinsson aðalgjaldkeri Flugfélags Íslands um upphafsárin. „Á fyrstu árunum gengu menn í öll þau störf sem þurfti að inna af hendi [...] skrifstofustörfin mín fólust ekki bara í því að hringja í farþega og boða í flug, heldur líka í því að taka veðrið, taka á móti farþegum, skrá þá og vigta – og svo voru það auðvitað peningamálin [...] og oft var þröngt í búi hjá smáfuglunum.“1

Einangrunin rofin Líkt og í fyrri heimsstyrjöldinni varð mikil þróun í flugi í þeirri seinni. Sjóflugvélar viku fyrir landvélum, flugvöllum fjölgaði stórlega og hafin var framleiðsla á stærri og kraftmeiri vélum með aukið flugþol. Íslensku flugfélögin fóru ekki varhluta af þessari þróun og eignuðust með tímanum stærri og öflugri flugflota, flugvélar sem gátu flogið milli landa. Komið var að vatnaskilum. Fyrsta millilandaflugið var farið 11. júlí 1945 þegar Catalinu-flugbáti Flugfélags Íslands, Pétri gamla, var flogið til Largs Bay í Skotlandi. Farþegarnir voru fjórir, jafnmargir og voru í áhöfninni. Áætlunarflug Flugfélagsins til Prestwick og Kaupmannahafnar hófst svo í maí 1946. Loftleiðir fóru af stað skömmu síðar og samkeppni félaganna magnaðist.

Margir lögðu leið sína út á Reykjavíkurflugvöll Næstu árin komu þau sér upp betri flota og áætlunarflug hófst til ýmissa Evrópulanda, svo 15. júní 1947 til að fagna komu Heklu, fyrstu sem Skotlands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. millilandaflugvélar Loftleiða. Með stækkandi flugvélum jókst flutningsgetan verulega. Loftleiðir festu kaup á fyrstu

124 | FERÐAÞJÓNUSTA DC-4 Skymasterflugvélinni árið 1947 en hún tók 46 farþega og þótti stór. Ógnarstór, að mati Alfreðs Elíassonar, forstjóra Loftleiða: „Mér fannst þetta eins og stærsti danssalur og Ferðin til tunglsins skildi eiginlega ekki hvernig menn færu að fljúga slíku ferlíki.“2 Með fluginu sköpuðust ekki eingöngu Það gerðu menn nú samt og flugvélin, sem fékk nafnið Hekla, var í förum milli Reykja­ skilyrði fyrir fjölgun erlendra ferðamanna víkur og Norðurlandanna næstu árin. heldur opnuðust einnig nýir ferðamögu- leikar fyrir Íslendinga. Ferðir um háloftin urðu mörgum efni í litríkar frásagnir: „Þá Óvægin samkeppni þótti svo mikið til þess koma að fara í Áfram kepptust flugfélögin við að koma sér upp stærri flugflota og fjölga áfangastöðum. flugvél milli landa, að hver ferðasagan Samkeppni þeirra var æði hörð á köflum, ekki síst um fjármagn til flugvélakaupa. Á ýmsu af annarri birtist í blöðum eða var flutt í gekk í rekstrinum. Sér í lagi reyndist innanlandsflugið félögunum þungur baggi. Rekst­ útvarpi um slíkar ferðir. Þótti þá sjálfsagt urinn stóð ekki undir sér. Svo fór að ríkisstjórnin ákvað í byrjun sjötta áratugarins að að lýsa öllu í minnstu smáatriðum líkt skipta innanlandsleiðunum á milli félaganna til þess að þau gengju ekki af hvoru öðru og við myndum gera nú, ef við tækjum dauðu. Það varð hins vegar til þess að Loftleiðir ákváðu árið 1952 að hætta þessu flugi og okkur ferð á hendur til tunglsins,“ sagði einbeita sér að farþegaflugi milli landa. Flugfélag Íslands tók þá alfarið við áætlunarflugi Kristjana Milla Thorsteinsson, eiginkona innanlands sem auk þess að vera nauðsynleg þjónusta við landsmenn varð mikilvægur Alfreðs Elíassonar um þessa tíma í sögu hlekkur í vaxandi ferðaþjónustu innanlands. Flugfélagið kom því til dæmis til leiðar, flugsins.3 ásamt Flugráði og bæjaryfirvöldum, að nýr flugvöllur var gerður á Akureyri árið 1954. Fram að því hafði verið notast við völl sem breska hernámsliðið gerði á Melgerðismelum. Þaðan var drjúgur akstur til bæjarins. Flugfélagið hóf áætlunarflug til London árið 1949 og gerðist skömmu síðar aðili að IATA, Alþjóðasambandi flugfélaga, sem á þessum tíma lagði línur í öryggismálum, samstarfi og verðlagningu fargjalda á ýmsum leiðum. Flest aðildarfélögin voru ríkisflug­ félög og fylgdu þau þessum töxtum í hvívetna. Í loftferðarsamningum Íslands við önnur Evrópu­ríki voru ákvæði um að fara skyldi eftir þeim. Loftleiðamenn tóku ákvörðun um að standa utan sambandsins og bjóða lág fargjöld. Engin IATA-ákvæði voru í samningi Íslands og Bandaríkjanna frá 1945 og nýttu Loftleiðamenn sér það í flugi vestur um haf, en urðu að hlíta fargjaldareglunum á Evrópuleiðum. Þessi lágu fargjöld yfir Norður- Atlantshafið urðu lykillinn að vexti félagsins. Flugvélar erlendra flugfélaga sáust á íslenskri grund af og til. Allt frá 1945 höfðu stöku flugvélar frá SAS haft hér viðkomu til að taka eldsneyti. Flugvélar Air France, BOAC og KLM millilentu hér líka stundum á leiðinni yfir Atlantshafið og gátu Íslendingar keypt sér far með sumum þessara véla. Árið 1947 hófst svo áætlunarflug American Overseas Airline, AOA, milli New York og borga í Norður-Evrópu með viðkomu á Íslandi. Flogið var hvora leið þrisvar í viku. Árið 1950 var AOA svo yfirtekið af Pan American Airways sem tók við keflinu og hélt áfram áætlunarflugi hingað.

Umferð beint um Ísland Ameríkuflug Loftleiða hófst í lok ágúst 1948 og var flogið frá Íslandi um Gander eða Goose Bay í Kanada til New York. Ferðir voru stopular fyrstu árin – ekki var flogið fyrr en

FERÐAÞJÓNUSTA | 125 Fyrsta áætlunarflug Íslendinga til New York 25. ágúst 1948.

búið var að smala saman nægilega mörgum farþegum til að fylla vélina. Árið 1952 tóku Loftleiðir upp samstarf við norska flugfélagið Braathens sem reyndist félaginu afar hag­ kvæmt, ekki síst þegar kom að viðhaldi og eftirliti flugvélanna og fjölgun áfangastaða. Um miðjan sjötta áratuginn hófst markaðssókn félagsins í Bandaríkjunum fyrir alvöru. Stjórn­

Fyrsti flugþjónninn? Hinn kunni veitingamaður, hótelstjóri og svínabóndi Þorvaldur Guðmundsson, oftast kenndur við Síld og fisk, var líklega fyrsti íslenski flugþjónninn. Upp úr 1950 tók hann að sér að sjá um veitingar sem bornar voru fram í millilandaflugvélum Flugfélags Íslands og útbjó þær í eldhúsi Þjóðleikhúskjallarans sem hann rak á þeim tíma. Um þessar veitingar sá hann fram til ársins 1958 þegar Flugfélagið tók sjálft við þeim. Jafnframt kom hann að því að skipuleggja eldhúsaðstöðu um borð í Viscount-flugvélum félagsins. Hann lét líka breyta sætaskipan í hluta farþegarýmis einnar vélarinnar sumarið 1956 til þess að eitt hornið minnti á veitingastofu. Þetta var gert fyrir opinbera heimsókn Ólafs Thors forsætisráðherra og fylgdarliðs hans til Þýskalands. Í veitingahorninu var dúkað borð, blómum skreytt, og þar bar Þorvaldur sjálfur fram fjórréttaðan málsverð með víni. Um tíma gerðist hann flugþjónn til að bjarga málum í Grænlandsferðum Flugfélagsins. Þannig var að flugáhafnirnar fengu að gista á spítala í Thule en þegar þar voru engin rúm laus þurftu áhafnirnar að gista í her- mannaskálum þar sem engar konur máttu dvelja. Þegar svo bar undir var sent skeyti: „No females allowed“ og var þá hóað í Þorvald til að sinna störfum flugfreyjanna. Hann hafði gaman af því – eins og flestu öðru sem hann tók sér fyrir hendur.

126 | FERÐAÞJÓNUSTA endum félagsins var orðið ljóst að helstu sóknarfærin væru vestanhafs og árið 1954 setti litla flugfélagið í norðri undir sig hausinn og hóf slag um farþega við risafyrirtæki á borð við TWA, Pan American, SAS og British Airways. Flest stóru félögin höfðu fest kaup á langfleygari flugvélakosti eftir stríð og gátu boðið ferðir yfir hafið án millilendinga. Loftleiðir buðu fólki hins vegar 20% lægri fargjöld og góða þjónustu sem vó á móti lengri ferðatíma. We are slower but we are lower varð slagorð Loftleiða. Farþegarnir létu sig því hafa það að bíða á Íslandi á meðan fyllt var á tanka vélarinnar fyrir flugið til Evrópu. Árangurinn kom fljótlega í ljós. Árið 1952 voru farþegar Loftleiða 1.696 talsins en fjórum árum síðar hafði sú tala rokið í tæp 22 þúsund, þar af voru Flugvélakassi verður flugstöð um 14 þúsund frá Bandaríkjunum. Stóru risarnir kveinkuðu sér undan samkeppninni við Allt fram á sjöunda áratuginn lentu Loftleiðir og vildu koma böndum á starfsemi félagsins en niðurstaðan varð sú að Loftleiðir millilandaflugvélar íslensku flugfélaganna máttu áfram bjóða sín lágu fargjöld, svo fremi sem félagið notaðist við hægfara vélar. Átök á Reykjavíkurflugvelli. Ameríkuvélar Golíats við Davíð litla höfðu hins vegar ekki slæm áhrif á gengi Loftleiða, þvert á móti: „Sú Loftleiða komu yfirleitt til landsins umræða sem varð víða um lönd um fargjaldastefnu Loftleiða vakti gríðarlega athygli svo snemma morguns og meðan verið var og baráttan sem félagið átti í við flugrisana sem vörðu sína stefnu með kjafti og klóm og að búa vélarnar undir næsta flug þurfti beittu hiklaust áhrifum sínum til þess að reyna að knésetja okkur,“ sagði Sigurður Helga­ að koma farþegunum einhvers staðar son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Loftleiða í Bandaríkjunum og síðar forstjóri Flugleiða.4 fyrir. Aðstaða til að taka á móti stórum „Þessi átök urðu tvímælalaust til þess að styrkja stöðu Loftleiða, ekki síst í Bandaríkjunum hópum farþega var ekki sérlega góð þar sem verð- og samkeppnisvitund fólks var og er mjög sterk.“ á flugvellinum. Á þessum árum var allt notað sem nýtilegt var og sýndu Loftleiðamenn mikla hugkvæmni í því. Flugið – ný atvinnugrein Fyrsti flugbátur félagsins hafði orðið Flugið var ný vídd í íslensku þjóðlífi. Ekki bara sem samgöngumáti, heldur einnig sem fyrir skakkaföllum og var sendur utan til atvinnugrein, því fólkinu í fluginu fjölgaði. Til flugfélaganna réðust æ fleiri flugmenn, viðgerða. Hann kom sjóleiðis til baka í flugvirkjar, siglingafræðingar og flugfreyjur. Árið 1946 var fyrsta flugfreyjan ráðin til vönduðum trékassa. Loftleiðamenn gátu starfa hjá Flugfélagi Íslands, Sigríður Gunnlaugsdóttir, og hálfu ári síðar sú næsta, Kristín ekki hugsað sér að láta svona gott efni fara Snæhólm. Starfið varð strax nokkuð vinsælt. Til dæmis sóttu 50 konur um einu stöðuna forgörðum og létu smíða afgreiðsluhús úr kassanum. Síðar var byggt við kassahúsið og var þessi bygging látin duga fyrir afgreiðslu farþega á flugvellinum fram að byggingu Hótels Loftleiða árið 1965. Flugvélakassinn þjónaði hlutverki sínu nokkuð vel, þótt þar væri óneitanlega oft þröng á þingi.

Frumherjar í fluginu. Talið frá vinstri eru Jóhannes R. Snorrason, Kristín Snæhólm, Þorsteinn E. jónsson og Aðalbjörn Kristbjarnarson.

FERÐAÞJÓNUSTA | 127 Skál í flugstöð! Hinn 15. október 1958 var stór dagur fyrir ferðalanga á Keflavíkur- flugvelli. Þá var lítil verslun opnuð í flugstöðinni fyrir farþega í fram- haldsflugi. Þar var hægt að kaupa áfengi, tóbak og annan tollfrjáls- an varning. Umferð um flugvöllinn hafði stóraukist árin á undan og flestir farþeganna voru á leið annað og biðu framhaldsflugs í gömlu flugstöðinni. Einkum voru þetta farþegar með flugvélum Pan Am- erican á leið yfir Norður-Atlantshaf. Pan Am hafði flogið til Íslands a.m.k. tvisvar í viku allt frá árinu 1950. Í ágústmánuði 1956 millilentu 465 farþegaflugvélar í Keflavík til að taka eldsneyti og voru stund- um allt upp í tíu stórar vélar samtímis á flugvellinum. Aðstaða til að taka á móti slíkum fjölda var lítil og var mikið kvartað yfir lélegri veitingaþjónustu. Yfirvöldum þótti ótækt að láta tækifærið til að auka gjaldeyristekjur framhjá sér fara og voru því sett lög árið 1958 sem leyfðu sölu áfengis, tóbaks og ýmiss konar varnings án tolla í flugstöðinni. Það var þó ekki fyrr en árið 1970 sem opnuð var sams konar verslun fyrir komufarþega. Mörgum var það ógleymanlegt og framandi að koma í flughöfnina í fyrsta sinn. Það var sem allur heimurinn kæmi saman á litlum bletti: Kliður á alls kyns tungumál- um, ljúfur ilmvatnskeimur í lofti, glæsilegt fólk í einkennisbúningum á sveimi og svo var skálað í bjór á næsta borði.

sem auglýst var árið 1947. Loftleiðir réðu einnig til sín flugfreyjur og árið 1954 voru alls 15 freyjur starfandi hjá báðum félögunum og stofnuðu þær þá með sér félag. Þegar freyj­ unum fjölgaði hjá Loftleiðum voru fengnir fulltrúar frá American Airlines til þess að halda námskeið fyrir þær. „Í mínum augum voru þær vel menntaðar og glæsilegar og veittu góða þjónustu,“ sagði Íslaug Aðalsteinsdóttir sem var deildarstjóri farskrárdeildar Loftleiða um árabil.5 „Mér finnst oft eins og þeirra þáttur hafi ekki verið nógu stór í umræðunni um flugmál hér á landi. [...] Auðvitað flugu margir með Loftleiðum vegna þess að fargjöld þeirra voru lág. En það var fleira sem kom til eins og til dæmis þjónustan og viðmótið sem farþegar nutu um borð í vélum félagsins.“

Hjarta Evrópu Áfangastöðum íslensku flugfélaganna fjölgaði á sjötta áratugnum en einna mikilvægastur þeirra var Lúxemborg. Þangað hófu Loftleiðir flug árið 1955. Þetta furstadæmi í hjarta Evrópu var ekki bundið af samningum IATA og þar var allri flugumferð fagnað. Árið 1961 var farið að fljúga vikulega þangað og upp frá því byggðist áætlunarkerfi Loftleiða á flug­ inu New York – Ísland – Lúxemborg. Furstadæmið var þó hálfgert sveitaþorp og sjaldnast

128 | FERÐAÞJÓNUSTA endanlegur áfangastaður þeirra sem tóku sér far yfir hafið með Loftleiðum. Félagið þurfti því að koma upp viðamiklu rútukerfi þar sem farþegunum var ekið frá Lúxemborg til ýmissa stórborga í Evrópu, s.s. Frankfurt, Stuttgart, Parísar og Amsterdam. Lengst fóru Loftleiðarúturnar til Vínar, um 1.000 km leið. Eftir því sem íslensku flugfélögunum óx fiskur um hrygg, fjölgaði þeim sem vildu læra meira um Ísland og íslenska þjóð. Tölurnar tala sínu máli. Árið 1949 voru erlendir gestir sem hingað komu – bæði með flugi og skipum – um 5.300 talsins. Rúmum tíu árum síðar voru þeir orðnir 12.300.6 Vitund Evrópubúa um Ísland var að aukast, ekki síst frænda okkar á Norðurlöndum. Ýmislegt var gert til að fá þá til að kynnast Íslandi af eigin raun. Blaðamönnum var boðið til landsins og Íslandskynningar haldnar víða: „Menn sáu í hillingum fyrir sér að ferða­ mennska gæti orðið alvöru atvinnugrein hér á landi,“ sagði Birgir Þorgilsson, síðar ferða­ málastjóri en hann vann hjá Flugfélagi Íslands á Norðurlöndum og í Þýskalandi á sjötta og sjöunda áratugnum.7 „Byrjað var að beina sjónum til Norðurlandanna en svo færði fyrirtækið smátt og smátt út kvíarnar og leitaði víðar fanga.“ Í mars 1961 voru 40 blaðsíður í danska ferðamannablaðinu Fart og form helg­ aðar umfjöllun um Ísland og Íslendinga. Blaðamaðurinn sem skrifaði greinarnar, Anders Nyborg, hreifst mjög af landinu og tók í framhaldinu að sér að skrifa sérstakt 100 blaðsíðna kynningar- og auglýsingatímarit fyrir Flugfélag Íslands. Ritið kom fyrst út árið 1962 á þremur tungu­ málum, dönsku, ensku og þýsku, en var endurútgefið árlega í 10-20 þúsund eintökum. Welcome to Iceland var ætlað milli­ landafarþegum félagsins en var einnig selt í bókabúðum og dreift á skrifstofur Flugfélagsins erlendis í landkynningarskyni. Þetta var fyrsta eiginlega flugtímaritið og reyndist mikilvægt markaðstæki.

Hippie express Á hippatímanum gátu margir farþega Loftleiða verið býsna litrík- ir. „Þá var oft mikið fjör um borð,“ segir Einar Gústavsson, sem starfaði hjá félaginu á þessum tíma.8 „Fólk drakk og reykti mikið, meðal annars vindla og allskyns pípur og jafnvel eitthvað annað. Í mörgum tilfellum var þetta þeirra fyrsta flugferð. Margt af þessu fólki varð síðar mikið áhrifafólk í Bandaríkjunum, t.d. borgarstjór- ar, fylkisstjórar, ráðherrar og jafnvel forseti. Sumar flugferðirnar voru eitt stórt partý frá flugtaki til lendingar. Stundum fór fjörið úr böndunum þegar farþegar tóku slagorð blómabarnanna um frjálsar ástir bókstaflega eða gítarspilið varð of hátt. Á áfangastað í Lúxemborg lögðu hipparnir stundum flugstöðina undir sig og slógu jafnvel upp tjaldbúðum á grasflötum í grenndinni og gekk flugstöðvarsvæðið um tíma undir nafninu „Hótel gras“.“

FERÐAÞJÓNUSTA | 129 Flugið sjálft var að festast í sessi. Þegar hillti undir lok sjötta áratugarins kusu æ fleiri Kynnisferðir háloftin en hafið til að komast milli landa. Árið 1957 var svo komið að flugfarþegar um Loftleiðir sömdu við ferðaskrifstofuna Norður-Atlantshaf voru orðnir fleiri en þeir sem fóru sjóleiðina. Lönd og leiðir um þjónustu við farþeg- Upp úr 1960 færðist millilandaflug í áföngum frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. ana sem höfðu hér viðdvöl og var þá Sumar flugvélarnar voru svo stórar að ekki var hægt að hefja þær fullhlaðnar á loft frá gjarnan farið með þá í skoðunarferð um Reykjavíkurflugvelli og varð stundum að millilenda í Keflavík. Bandaríkjamenn höfðu höfuðborgina og ýmsar aðrar stuttar byggt þar flugstöð og færðist rekstur hennar yfir til Íslendinga eftir stríð. Um hana fóru ferðir. „Þetta varð til þess að við fórum allir farþegar í millilandaflugi eftir að það færðist frá Reykjavík. Ýmsum þótti þó skrýtið að vera með daglegar ferðir bæði um að þurfa að fá grænt ljós hjá vopnuðum vörðum í öryggishliði áður en hægt var að fara Reykjavík og nágrenni og til Gullfoss inn eða út af flugvallarsvæðinu, því völlurinn var á yfirráðasvæði Bandaríkjahers. Þetta og Geysis,“ segir Steinn Lárusson sem fyrirkomulag hélst allt fram til ársins 1987 þegar Flugstöð Leifs Eiríkssonar var tekin í starfaði fyrir Lönd og leiðir þegar Gullni notkun. hringurinn varð til.9 „Fyrst í sex til sjö mánuði á ári en síðar var svo komið að við héldum þessum ferðum úti allt árið. Þreföld umferð um Ísland Þetta var stundum erfitt, ekki síst vegna Síðla árs 1963 slógu Loftleiðamenn enn í klárinn og kynntu svokallaða „Stop-over“ áætlun þess að við vissum aldrei hve farþegarnir sína sem Sigurður Magnússon blaðafulltrúi félagsins átti frumkvæði að. Þá var Hótel Saga yrðu margir. Stundum var allt yfirfullt en komin í gagnið og fljótlega bættist Hótel Holt við. Þetta reyndist heillaráð. í annan tíma voru sárafáir.“ Þegar Lönd „Við gerðum samning við þessi hótel um að taka á móti farþegum okkar og tókum og leiðir lögðu upp laupana árið 1967 síðan að auglýsa og kynna sérstök viðdvalartilboð þar sem við buðum farþegum okkar fékk Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi að stoppa a.m.k. sólarhring á Íslandi, ferðast um Reykjavík og fara í skoðunarferðir til Loftleiða, fjóra aðila í ferðaþjónustunni áhugaverðra staða, sérstaklega á Suðurlandi,“sagði Sigurður Helgason sem á þessum tíma til þess að sameinast um þessa þjónustu var framkvæmdastjóri Loftleiða í Bandaríkjunum.11 undir nýju nafni, Kynnisferðir. Það voru Höfuðstöðvar félagsins í New York höfðu verið færðar í Rockefeller Center árið 1961 Ferðaskrifstofa ríkisins, Útsýn, Sunna og og voru skrifstofurnar á sjöundu hæð en á jarðhæðinni var stór sölumiðstöð. Þegar mest Ferðaskrifstofa Geirs Zoëga. „Þeir voru var störfuðu þar um 250 manns. Sölufulltrúarnir heimsóttu upp undir 30 ferðaskrifstofur tregir til þess enda menn sem höfðu á viku til að kynna ferðir með flugfélaginu. Slagkraftur var settur í sölumálin og söluskrif­ borist á banaspjótum í viðskiptum og stofur opnaðar hér og þar. Jafnframt var lögð áhersla á að kynna Ísland og sagði Sigurður áttu oft í heiftúðugum illdeilum,“ sagði að blaðamönnum og ritstjórum beggja vegna Atlantsála hafi í því skyni verið boðið til Kristján Jónsson sem var fenginn til að Íslands. stýra nýja fyrirtæk- Einar Gústavsson sem vann við farþegaafgreiðslu Loftleiða á þessum tíma inu.10 Allir skrifuðu sagði að þeim farþegum sem notfærðu sér viðdvalar-áætlun Loftleiða hefði þeir þó undir að fjölgað hratt næstu árin og flestir hefðu þeir orðið um 25% allra erlendra lokum. farþega sem komu til Íslands á þessum árum. Vegna ákvæðisins um að vera á hæggengari flugvélum ákváðu Loftleiðamenn árið 1964 að festa kaup á Canadian CL – 44 skrúfuþotum með Rolls Royce hreyflum. Á stuttum tíma var félagið komið með fimm slíkar í gagnið en hver þeirra tók 160 farþega. Vélarnar voru síðan lengdar og tóku þá 189 farþega. Þessar skrúfuþotur þóttu svo stórar að flugmenn kölluðu þær oftast Monsa sem var stytting á orðinu monster, eða skrímsli. Í auglýsingum voru þær hins vegar

130 | FERÐAÞJÓNUSTA nefndar eftir hreyflunum, Rolls Royce 400. Um tíma voru þær stærstu flugförin í flugi yfir Atlantshafið. Það voru ekki síst blankir en ævintýragjarnir háskólastúdentar sem nýttu sér hin lágu fargjöld Loftleiða. Á blómatímanum, þegar andstaða við Víetnamstríðið var í algleymingi, var mjög algengt að frjálslega þenkjandi og mussuklæddir stúdentar fylltu Monsana. Þótt farþegarnir stöldruðu ekki lengi við, lærðu æ fleiri að þekkja nafn Íslands og sitthvað fleira um land og þjóð. Lágu fargjöldin voru prýðileg landkynning. „Það er ekkert vafamál að ekkert hefur haft eins mikil og mótandi áhrif á ferðamanna­ iðnaðinn á Íslandi og rekstur og umsvif Loftleiða á árunum 1954-1973,“ sagði Sigurður Helgason.12 „Á margan hátt var þá lagður grunnur þessarar atvinnugreinar sem nú er orðin einn af stærri atvinnuvegum á Íslandi og skapar landinu mikilvægar tekjur. Fyrir daga „Loftleiðaævintýrisins“ var ferðamannaþjónusta á Íslandi afskaplega frumstæð og til­ viljunarkennd. Með athafnasemi sinni opnaði félagið nýjar víddir og ekki síst augu lands­ manna fyrir því að á þessu sviði var um mikla möguleika að ræða.“

Fölir Frónbúar sólbrenna Hagur þjóðarinnar vænkaðist mjög á sjötta og sjöunda áratugnum og gat fólk þá leyft sér að ferðast meira. Eftir því sem flugfargjöld lækkuðu, áttu fleiri þess kost að fljúga út í heim Glaðhlakkalegir ferðaskrifstofumenn. Guðni og kynnast menningu annarra þjóða. Þórðarson og Ingólfur Guðbrandsson ræðast við á Frá upphafi sjötta áratugarins hafði Ferðaskrifstofa ríkisins boðið Íslendingum ferðir Austurvelli árið 1969. til Norðurlanda, Skotlands, Englands og Spánar. Aðrar ferðaskrifstofur fóru svo að bjóða hagstæðar ferðir til Evrópu, svokallaðar IT ferðir, þar sem allt var innifal­ ið; flug, hótel, samgöngur á landi og jafnvel matur. Þá var farið að fljúga með Íslendinga til sólríkra staða við Miðjarðarhafið og hófst þá nýr kafli í sögu þjóðar: Sólarlandaferðirnar. Fyrsta leiguflugið á vegum Útsýn­ ar var sumarið 1958, en ferðaskrifstofuna hafði Ingólf­ ur Guðbrandsson, menningar- og ferðamálafrömuður, stofnað þremur árum fyrr. Þá var flogið með 50 manns til Spánar og svo ferðast um landið í rútu og endað á sólarströnd á Mallorka í viku. Næstu þrjá áratugina ferðuðust tugþúsundir Íslendinga á vegum Útsýnar um víða veröld, einkum þó til Suður-Evrópu. Annar frumkvöðull sem mikið kvað að á þessum tíma var Guðni Þórðarson. Hann byrjaði að skipu­ leggja ferðir fyrir Íslendinga suður í höf árið 1958 en stofnaði svo eigin ferðaskrifstofu, Sunnu, sem ferjaði Íslendinga í þúsundatali á sólarstrendur allt fram til ársins 1979. Guðni á líka heiðurinn af langlífu ástar­

FERÐAÞJÓNUSTA | 131 sambandi Íslendinga við Kanaríeyjar. Í fyrstu voru aðstæður þar mun frumstæðari en nú. Á Gran Canaria gistu ferðamennirnir í höfuðborginni Las Palmas og var nánast eingöngu farið í skoðunarferðir á Ensku ströndina: „Þangað var farið á morgnana í strand- og sól­ baðsferðir og komið heim á kvöldin og þar var þá engin aðstaða fyrir ferðamenn, aðeins einn lítill veitingastaður,“ sagði Guðni í viðtali árið 2008.13 Guðni bryddaði upp á ýmsum nýjungum hjá Sunnu. Hann jók hróður Íslands sem ráðstefnulands, auk þess sem hann kom Íslendingum í siglingar með skemmtiferðaskip­ um og stofnaði ferðaklúbb fyrir ungt fólk, Klúbb 32. Farþegum Sunnu fjölgaði mjög á sjöunda áratugnum en samkeppni við íslensku flugfélögin fór vaxandi. Guðni brá þá á það ráð setja á laggirnar eigið flugfélag, Air Viking, sem hafði nokkrar vélar í förum, aðal­ lega í sólarlandafluginu. „Ég hafði snemma sett mér það takmark að gera sólarlandaferðir að almenningseign á Íslandi og flugreksturinn auðveldaði það verulega,“ sagði hann.14 „Keppikeflið var að fólk sem var á lægstu launatöxtunum þyrfti ekki að eyða nema sem svaraði einum mánaðarlaunum í þriggja vikna sólarlandaferð.“

Ferðaskrifstofa ríkisins hafði einkaleyfi á sölu Dollarar á svörtum minjagripa allt fram til 1960. Þar sem gjaldeyrisforði landsmanna var af skornum skammti um miðja síðustu öld, voru takmörk fyrir því hvað Íslendingar máttu taka með sér af erlendri mynt þegar þeir fóru utan. Innflutningsskrifstofan, sem sett var á laggirnar í kreppunni, sá um öll gjaldeyris- og innflutningsleyfi fram til 1960. Oft máttu ferðalangar híma langtímum saman utan við skrifstofuna við Skólavörðustíg á meðan beðið var eftir gjaldeyrisyfirfærslu. Landsbank­ inn og Útvegsbankinn tóku við hlutverki Innflutningsskrifstofunnar þegar hún var lögð niður og þegar Íslendingar fóru að sækja æ meira til útlanda á sjöunda áratugnum, voru reglur um ferðagjaldeyri rýmkaðar talsvert. Upphæðin sem hver og einn mátti fá í erlendri mynt var þó heldur lág og stundum í formi ferðaávísana. Margur reyndi því að verða sér úti um viðbótargjaldeyri á svörtum markaði og leitaði þá til þeirra sem líklegir voru til þess að eiga dollara, sterlingspund eða þýsk mörk, en það voru helst starfsmenn í gesta­ móttökum hótelanna, leigubílstjórar og starfsmenn herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Gengi krónunnar í þeim viðskiptum hefur áreiðanlega verið talsvert lægra en á hinum opinbera markaði.

Hlýjar minningar frá Íslandsferð Allt frá fyrra stríði og fram til 1960 höfðu þrengingar lengst af einkennt efnahag Íslendinga en á viðreisnarárunum hófst nýr kafli í hagsögunni. Reynt var að koma böndum á verðbólgu, draga úr viðskiptahindrunum og auka hagvöxt, en óstöðugleiki var enn ríkjandi, einkum í gengismálum. Ferðamönnum sem hingað tíndust fjölgaði smám saman. Árið 1960 komu um 13.000 erlendir gestir til Íslands og voru þá tvöfalt fleiri en áratuginn á undan. Eitt og annað vildu þeir hafa með sér til staðfestingar

132 | FERÐAÞJÓNUSTA um Íslandsferðina og þá helst eitthvað sem minnti á andstæðurnar eld og ís. Ferðaskrif­ stofa ríkisins hafði einkaleyfi á sölu minjagripa á Íslandi allt fram undir 1960 og rak versl­ Hljómar kunnuglega? anir í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Búðirnar voru reyndar reknar í samvinnu við Í sjötta kafla frumvarps um nýja ferða- Heimilisiðnaðarfélag Íslands en það sá um framleiðslu á þjóðlegum munum sem seldust málalöggjöf árið 1963 er að finna þessa fyrir dágóðar summur. Á sjöunda áratugnum vildu fleiri komast í þessa tekjulind og hófu klausu: „Ráðherra er heimilt að ákveða, að framleiðslu á ýmsum vörum sem flokkast gátu sem minjagripir. Að minnsta kosti tvær fenginni umsögn stjórnar ferðamálaráðs, leirbrennslur sem starfræktar voru á þessum tíma, Funi og Glit, framleiddu keramikmuni að greiddur skuli aðgangseyrir að fjölsótt- sem minntu á íslenskt hraun og ferðamenn sóttust talsvert eftir. um ferðamannastöðum, sem eru í eign Vörur fyrir ferðamenn, ekki síst ullarvörur, voru seldar í miklu úrvali í ýmsum versl­ ríkisins, enda sé það fé, sem þannig safn- unum í miðbæ Reykjavíkur, t.d. Rammagerðinni, Thorvaldsens Bazar og Íslenskum ast, að frádregnum innheimtukostnaði, heimilis­iðnaði. Þangað var túristum beint til að kaupa lopapeysur, víkinga með gæruskegg eingöngu notað til fegrunar og snyrtingar og þjóðlega postulínsplatta. Árið 1961 er þó kvartað undan því í Tímanum að íslenskir viðkomandi staða og til þess að bæta að- minjagripir þyki bæði óvandaðir og óskemmtilegir – eiginlega ómerkilegt drasl. Það standi stöðu til móttöku innlendra og erlendra þó allt til bóta því á markaðinn sé komin gestabók, innbundin í gæruskinn, látlaus og ferðamanna, sem þangað koma.“15 falleg. Gærubókin reyndist standa vel fyrir sínu, því hún var enn til sölu í minjagripaversl­ unum – hálfri öld síðar.

Þotuöld Flugfélagið bætti flugvélakost sinn verulega árið 1957 þegar keyptar voru tvær Vicker‘s Viscount skrúfuþotur. Þetta voru fyrstu vélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu þannig flogið í meiri hæð og minni óróa. Það kunnu flugfarþegar að meta og stórjókst farþega­ fjöldi félagins í kjölfarið. Loftleiðir flikkuðu sömuleiðis upp á sinn flota með kaupum á DC-6 flugvélum tveimur árum síðar. Loftleiðamenn höfðu raunar verið svo stórtækir í Gullfaxi, fyrsta þota Íslendinga, við komuna til flugvélakaupum að á einu ári slöguðu þær fjárfestingar hátt upp í fjárlög íslenska ríkisins. landsins 24. júní 1967. Hins vegar var engin þota í þeirra þjónustu enda mátti félagið ekki hafa svo hraðskreið himinfley í Ameríkufluginu samkvæmt áðurnefndum samningum.

FERÐAÞJÓNUSTA | 133 Flugfélagið mátti á hinn bóginn nota þotur á sínum leiðum. Það var stjórnendum Barnapössun og félagsins mikið kappsmál að eignast slíkan grip og varð draumurinn að veruleika í júní baráttusamtök 1967 þegar fyrsta þota Íslendinga lenti á Reykjavíkurflugvelli. Hún var af gerðinni Boeing

Ekki verður annað sagt en að litrófið í 727-100 og hlaut nafnið Gullfaxi. Með þotunni stórjókst farþegafjöldi í millilandaflugi flóru íslenskrar ferðaþjónustu hafi orð- Flugfélagsins sem einbeitti sér að flugi til Bretlands og Norðurlandanna. Þotan rúmaði ið fjölbreyttara á sjöunda áratugnum. mikla frakt sem var forsenda þess að hægt væri að halda uppi þeirri ferðatíðni milli landa Skyndilega var allt mögulegt í boði: sem boðið var upp á. Leiguflug var líka mikilvægur þáttur í rekstrinum en það fólst eink­ Aðalvinningar í happdrættum voru um í því að koma Íslendingum í sólbað suður til Miðjarðarhafsins. hnattferðir með skemmtiferðaskip- Bæði flugfélögin höfðu flogið til Hamborgar á sjötta áratugnum en Loftleiðir hættu flugi um, Sunna fór með landann um Rín- til Þýskalands árið 1963. Um leið og Flugfélagið var komið með þotu í sína þjónustu var arhéruð á sumrin, sumir kusu að sigla sótt um leyfi til að fljúga til Frankfurt. Ekki fékkst það samþykkt og er talið að Þjóðverjar með Gullfossi til Miðjarðarhafsins og hafi óttast leynilegt samstarf milli íslensku flugfélaganna og að Loftleiðir væru með þessum Ferðaskrifstofan Lönd og leiðir útvegaði hætti að lauma þotum inn á Norður-Atlantshafsflugið. barnapössun heima á Íslandi á meðan Loftleiðir fengu ekki að nota þotur í Ameríkuflugi sínu fyrr en árið 1970. Félagið foreldrarnir „skryppu“ í þriggja vikna ferð hafði þá keypt samkeppnisaðilann Air Bahamas sem átti nokkrar þotur í rekstri. Hótuðu til Evrópu! Sú ferðaskrifstofa einskorðaði Loftleiðamenn að færa alla starfsemi sína til Bahamaeyja ef félagið fengi ekki að nota þotur sig reyndar ekki við Evrópuferðir sum- á sínum leiðum. Það dugði og leyfið fékkst. Eftir það jókst farþegafjöldinn talsvert. arið 1964 heldur bauð einnig upp á ferð alla leið til Afríku. Á vegum Ferðafélags Matur, menning og Kanadagar Íslands var þrammað um hálendið og Kjartan Helgason rak ferðaskrifstofuna Með auknum ferðalögum um heiminn kynntust Íslendingar annars konar menningu, ekki Landsýn, sem hann hafði þá nýlega síst í matargerð og veitingarekstri. Í þeim efnum varð mikil bylting upp úr miðri síðustu keypt af Fylkingunni, baráttusamtökum öld og var úrvalið af matsölustöðum og skemmtistöðum í Reykjavík orðið allgott þegar sósíalista. Á hennar vegum var aðallega leið á sjöunda áratuginn. Ýmsar gómsætar nýjungar voru í boði sem Íslendingar tóku fagn­ farið til Austur-Evrópu. Ferðaskrifstof- andi: Körfukjúklingur og þorramatur í Naustinu, smurbrauð frá Brauðbæ við Óðinstorg, an Orlof hafði í nokkur ár sent hópa til „grilleraður“ kjúklingur á Aski og Sælkeranum á hagstæðu verði – og jafnvel franskar Ítalíu og á rústum hennar byggði Páll með íslensk-ættaðri og majónesbættri kokteilsósu. Svo ljúflega Arason upp eigin ferðaskrifstofu á sjötta runnu þessi nýju réttir ofan í bæjarbúa að strax fyrstu mánuðina áratugnum sem skipulagði ferðir fyrir seldu veitingamennirnir á Sælkeranum, bræðurnir Haukur og Jón 16 Íslendinga bæði innanlands og utan. Hjaltasynir, 800-900 kjúklingamáltíðir á dag. Árið 1970 stofnuðu svo Eimskip og Flug- Skemmtanalífið í höfuðborginni var býsna fjörugt. Hótel Borg félag Íslands ferðaskrifstofuna Úrval sem hafði haft fast vínveitingaleyfi frá árinu 1935, en fleiri höfðu m.a. bauð upp á stuttar borgarferðir og fengið vínveitingaleyfi til skamms tíma. Um helgar, einkum á sólarferð til Ibiza. vetrum, safnaðist fólk saman í stórum hópum til að fá sér neðan í því og bregða sér á dansgólfið. Vinsælir staðir voru t.d. Leik­ húskjallarinn, Lídó, Sjálfstæðishúsið, Þórscafé, Tjarnarkaffi,­ Vetrargarðurinn í Tívolí, Breiðfirðingabúð og Klúbburinn sem opnaður var við Borgartún árið 1960. Borgin var þó einna vinsælust. Erlendum ferðamönnum sem hér dvöldu fannst sumum nóg um drykkjuskapinn, enda keyrði hann stundum úr hófi fram um helgar. Til þess að

134 | FERÐAÞJÓNUSTA Surtsey rís úr hafi. Árla morguns hinn 14. nóvember 1963 sáu skipverjar á fiskibátnum Ísleifi II hvar gos- mökkur braust upp úr sjónum suður af Vestmanna- eyjum og reis hátt til himins. Neðansjávareldgosið magnaðist hratt og daginn eftir hafði myndast eyja sem stækkaði dag frá degi. Gosið stóð fram í júní 1967 eða í þrjú og hálft ár. Flatarmál eyjarinnar var þá orðið 2,7 km² en hefur síðan minnkað um nær helm- ing vegna ágangs sjávar. Eldgosið vakti mikla athygli koma böndum á ástandið svipti Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, Hótel og fóru margir ferðamenn í útsýnisflug yfir eyjuna Borg vínveitinga­leyfinu um tíma árið 1952. Skammtímaleyfin voru líka afturkölluð en árin á eftir. „Allir sem vettlingi gátu valdið vildu sjá rýmkun á áfengislöggjöfinni var samþykkt tveimur árum síðar. þann einstæða viðburð,“ segir Steinn Lárusson sem starfaði þá hjá ferðaskrifstofunni Lönd og leiðir.17 „Það Ferðamenn áttuðu sig kannski ekki alltaf á sérkennilegum reglum sem giltu hér. Til varð hálfgerð Klondike-stemning í ferðabransanum dæmis var bannað að dansa fyrr en eftir kl. 22 og þá aðeins í eina og hálfa klukkustund. [...] og við leigðum allar flugvélar sem hægt var að fá Bannið var sett á til að sporna við samneyti íslenskra ungmeyja og bandarískra hermanna til útsýnisflugsins.“ sem fóru að sjást aftur á götum borgarinnar eftir samþykkt varnarsamningsins árið 1951. Þeir stunduðu skemmtanalífið stíft en urðu að vera komnir til síns heima kl 22. Eini dag­ urinn sem þeir máttu vera á stjái til miðnættis var miðvikudagur. Þá daga var skellt á banni við vínveitingum. Miðvikudagar urðu þurrir dagar og voru við lýði fram á níunda áratug­ inn. Þetta gerði veitingamönnum erfitt fyrir, enda aðsóknin svo dræm fram eftir vikunni að flestir staðirnir voru lokaðir frá sunnudagskvöldi og fram á fimmtudag. Árið 1960 var reglunum breytt. Fimm árum síðar voru ellefu almenn vínveitingahús starfandi í Reykjavík og gátu þau tekið á móti allt að 3.600 gestum.

Flogið innanlands Flugfélag Íslands endurnýjaði flugvélakost sinn fyrir innanlandsflugið árið 1965 með kaupum á flugvélum sem gátu tekið þrefalt fleiri farþega en vélarnar sem áður voru not­ aðar. Flogið var til allra helstu kaupstaða innanlands og jókst heildarfjöldi farþega innan­ lands jafnt og þétt, fór úr 69 þúsund árið 1964 í tæplega 118 þúsund árið 1967.

FERÐAÞJÓNUSTA | 135 Þótt Loftleiðir hefðu hætt innanlandsflugi 1952 var Flugfélagið ekki einrátt á innan­ Lukkupottur eða hvað? landsmarkaði. Lítil flugfélög voru stofnuð um styttri leiðir innan landshluta, útsýnisflug Eitt sinn var haldin vegleg Íslandskynning eða leiguflug til Grænlands. Þeirra á meðal voru Norðurflug, sem stofnað var 1959 á glæsihóteli í Bandríkjunum með allskyns en nefndist Flugfélag Norðurlands frá árinu 1975, flugfélagið Vængir, sem starfaði frá uppákomum. Hápunktur kvöldsins var 1970-1979, og flugfélagið Ernir á Ísafirði sem stofnað var árið 1969. útdráttur í happdrætti þar sem aðalvinn- ingurinn var fimm daga ævintýraferð til Íslands. Mikil spenna ríkti í salnum þegar Einkarétturinn afnuminn kom að honum. Vinningshafinn reyndist Árið 1964 tóku gildi fyrstu eiginlegu lögin um ferðaþjónustu á Íslandi. Þar með var einka­ vera öldruð kona með bláleitt hár. Henni réttur Ferðaskrifstofu ríkisins til móttöku erlendra ferðamanna afnuminn. Það var að mati var hjálpað upp á svið þar sem Einar Gúst- Ingólfs Jónssonar þáverandi samgönguráðherra löngu tímabært. Hann taldi að einkarétt­ avsson færði henni glaðbeittur vinninginn urinn væri hindrun fyrir eðlilega samkeppni og leiddi til lakari þjónustu við ferðamenn. við áköf fagnaðarlæti viðstaddra. Sú gamla Raunar hafði ekki verið tekið sérlega strangt á einkaréttinum árin á undan og fjöldi þreif þá í jakkaboðunginn hans og hvíslaði ferðaskrifstofa hafði teygt starfsemi sína inn á svið Ferðaskrifstofu ríkisins. Ferðaskrifstof­ í hljóðnemann: „Do I have to go?“18 urnar Saga, Útsýn, Sunna, Lönd og leiðir, Orlof og Landsýn störfuðu allar á þessum tíma auk Ferðaskrifstofu Zoëga, sem sá um móttöku ferðamanna á vegum ferðaskrifstofunnar Thomas Cook. Flugfélögin auglýstu grimmt ferðir fyrir Íslendinga hingað og þangað og árið 1964 buðu Loftleiðir upp á fyrstu raðgreiðslurnar. Menn gátu þá fengið farseðil út í heim en greitt hann á þremur til tólf mánuðum. Flugfélagið bauð ferðir til Brighton á

Ferðaskrifstofa ríkisins hafði um árabil aðsetur í þessu fallega húsi við Lækjargötu.

136 | FERÐAÞJÓNUSTA Englandi og Pan American flaug til landsins að minnsta kosti tvisvar í viku, eins og það hafði gert frá árinu 1950. Geir Baltikaferðin óborganlega Zoëga átti von á fleiri ferðamönnum á vegum Cook‘s sumarið Kjartan Helgason hjá ferðaskrifstofunni Landsýn skipulagði einstaka 1965 en hann hafði nokkru sinni fyrr tekið á móti, enda var ferð fyrir Íslendinga með rússnesku skemmtiferðaskipi árið 1966. „Mesta Ísland auglýst mikið erlendis á þessum tíma. ævintýrið á ferli mínum er vafalaust þessi ferð með Baltiku,“ sagði hann 19 Starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins var nú orðin takmark­ síðar. Karlakór Reykjavíkur var á leið utan í söngferðalag og skaut þá aðri. Skrifstofan hafði átt aðild að rekstri upplýsingaskrif­ upp þeirri hugmynd að skemmtilegt væri að sigla milli tónleikastaða. stofu í London með Flugfélagi Íslands og Eimskipafélaginu á Þá væri upplagt að bjóða fleirum en bössum og tenórum að komast sjötta áratugnum og um tíma haft samstarf við Loftleiðir um í skemmtisiglingu og auðvelt hlyti að verða að fylla skipið af forvitn- upplýsingastofu í New York. Þessu samstarfi við flugfélögin um Íslendingum. Um 430 manns skráðu sig í ferðina sem varð öllum var hætt vegna fjárskorts. Hins vegar tók skrifstofan þátt ógleymanleg. Þetta var fimm vikna ferð þar sem siglt var til Norður-Afr- í rekstri tveggja upplýsingaskrifstofa með öðrum Norður­ íku og fyrir botn Miðjarðarhafsins með viðkomu í fjölmörgum sögufræg- löndum í Frankfurt og Zürich. um borgum. Meðal farþega voru Þórbergur Þórðarson og Margrét kona Nýju lögin gerðu ráð fyrir því að sett yrði á laggirnar hans. Lýsti hann síðar ferðinni á skemmtilegan hátt í viðtali við Matthías ferðamálaráð, níu manna ólaunaður starfshópur sem yrði Johannesen. Þau hjón höfðu bókað sig þegar í raun var orðið uppselt Alþingi og ríkisstjórn ráðgefandi í öllu er lyti að ferðamál­ í ferðina og lentu því hvort í sínum fjögurra manna klefanum og voru um. Ráðið var skipað í júlí 1964 og áttu ýmis fyrirtæki og ekki par ánægð með það. En svo lagaðist allt, maturinn var góður og hagsmunasamtök sem að ferðamálum störfuðu aðild að því. stemningin fín. Mikil kaupgleði kom þó landanum í koll. Margir farþeg- Fyrsti formaður ferðamálaráðs var Ludvig Hjálmtýsson sem anna höfðu fallið fyrir skrautlegum sessum á útimarkaði í Kaíró. Pullurn- síðar sama ár var ráðinn framkvæmdastjóri þess. Einnig ar reyndust vera fullar af pöddum sem brátt tóku á rás um káetur og var settur á laggirnar ferðamálasjóður sem átti að stuðla að þilför. Sessunum var safnað saman á dekkinu til að reyna að losna við byggingu gisti- og veitingahúsa. óværuna en var að lokum hent fyrir borð. Þá var um tíma kvartað undan Í maí árið 1965 var efnt til fyrstu ferðamálaráð­ hrikalega vondri lykt um borð en í ljós kom að hún stafaði frá blessuðum stefnu sem haldin hafði verið á Íslandi og fór hún fram í hákarl­inum sem hinir íslensku söngbræður höfðu haft með sér í ferðina. Valhöll á Þingvöllum. Almennt voru menn sammála um að vel Kæstur hákarl er óheppilegur ferðafélagi í miklum hita. hefði tekist til með ýmis kynningarmál en hins vegar væri enn talsverður sofandaháttur varð­ andi ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Ferða­ málasjóðurinn hefði komið að gagni varðandi úrbætur á gistihúsum í Reykjavík. Enn vantaði þó fleiri hótel, bæði í höfuðstaðnum og úti á landsbyggðinni. Önnur aðkallandi verkefni voru meðal annars að bæta vegakerfið og rykbinda vegi milli helstu áfangastaða. Auk þess var talið mikilvægt að dreifa ferðamannastrauminum yfir lengra tímabil og vera á varðbergi gagnvart óhóf­ legri verðlagningu fyrir þjónustuna. Talið var koma til greina að rukka ferðamenn sérstaklega fyrir heimsóknir á vinsælustu staðina.

Rússneska farþegaskipið Baltika í Reykjavíkurhöfn.

FERÐAÞJÓNUSTA | 137 Öflugt markaðsstarf Almennt var lítið fjallað um Ísland í fjölmiðlum erlendis um miðja síðustu öld. Þó var ýmislegt gert til að vekja athygli á landinu. Ferðaskrifstofa ríkisins gaf út kynningar­ bæklinga á nokkrum tungumálum sem dreift var í tugþúsundavís til ferðaskrifstofa, sendiráða og einstaklinga víða um heim. Skrifstofan hafði sömuleiðis hönd í bagga með útgáfu ferðabóka og kynningarefnis um landið, íslenska hestinn og íslenskan heimilis­ iðnað, svo eitthvað sé nefnt. Ragna Samúelsson vann í áratugi á Ferðaskrifstofu ríkisins og hún lýsti því í viðtali árið 2006 hvernig allt var þyngra í vöfum við útgáfuna á árum áður. Eitt og annað gat tafið útkomu sumarbæklingsins, eins og gerðist árið 1947: „Allt var handsett með blýi og breytingar viðameiri og flóknari en í dag. Ég man til dæmis að það var heilmikið mál að við þurftum að skipta um mynd á forsíðu þessa bæklings. Geysir var á forsíðunni en svo tók Hekla upp á því að gjósa og þá var ákveðið að skipta um mynd.“20 Ísland var ekki þróað ferðamannaland. Menn þurftu að hafa svolítið fyrir því að komast hingað og ferðir um landið voru örðugar meðan vegakerfið var enn frumstætt og gistimöguleikar takmarkaðir. Flugferðir frá Evrópu til Íslands voru fram á sjöunda áratuginn háðar tengiflugi um London og Kaupmannahöfn. Náttúrufegurð Íslands, jöklar, eldfjöll og gjósandi hverir voru kjarninn í landkynningunni. Reynt var að höfða til ferðamanna sem vildu sjá og upplifa framandi náttúru. Ferðaskrifstofa ríkisins efndi nokkrum sinnum til hugmyndasamkeppni um efni sem nýst gæti við kynningarstarf erlendis. Á sjöunda áratugnum átti skrifstofan heilt safn af kvikmyndum sem hún hafði látið gera um landið og voru þær sýndar um allan heim. Viðamest þeirra var 30 mínútna löng kvikmynd, Jewel of the North, sem gerð var árið 1954. Hún var með ensku tali og voru til 50 eintök af henni. Árið 1963 hófst útgáfa á Iceland Review, tímariti á ensku, undir ritstjórn Haraldar J. Hamar og Heimis Hannessonar. Ritið veitti innsýn í íslenskt þjóðlíf, atvinnuvegi og menn­ ingu og var gefið út ársfjórðungslega. Auk þess að vera til sölu í bókaverslunum og í áskrift, var því dreift á vegum utanríkisráðuneytisins, flugfélaganna og útflutnings­fyrirtækja til viðskiptavina erlendis. Iceland Review hefur allar götur síðar gegnt mikilvægu­ hlutverki í Íslandskynningum.

Markaðir taka við sér Þýskalandsmarkaðurinn hefur alltaf verið mjög mikilvægur og hafa Þjóðverjar um langt árabil verið einna fjölmennastir í hópi ferðamanna hingað til lands. Lengi vel kom meiri­ hluti þeirra með skipum. „Árið 1950 komu nákvæmlega 200 Þjóðverjar til Íslands, þar af 71 með flugvélum,“ sagði Davíð Vilhelmsson, en hann stýrði um áratugaskeið markaðsmálum fyrir Loftleiðir og síðar Flugleiðir í Evrópu.21 Sú tala átti sannarlega eftir að hækka á næstu árum. „Í norðurhluta Þýskalands er almennt meiri áhugi á Norðurlöndunum. Aldagömul menningar- og verslunartengsl alveg frá dögum Hansakaupmanna höfðu líka sitt að segja.

138 | FERÐAÞJÓNUSTA Vinsælu gluggarnir Auglýsingar í blöðum erlendis voru dýrar og þess vegna leituðu ferðaskrifstofur og flug- félög annarra leiða til að auglýsa ferðir sínar: „Flestar ferðaskrifstofur þá voru miðsvæðis [í stórborgum] og á jarðhæð,“ sagði Loftleiðamaðurinn Davíð Vilhelmsson. 22 „Litið var á útstillingarglugga sem sterkt sölutæki til að laða fólk til að koma inn og afla sér upplýs- inga. Eingöngu aðilar sem voru með vel seljanleg flug og ferðir fengu afnot að slíkum gluggum.“ Flugfélag Íslands var líka með gluggaútstillingar á nokkrum stöðum en fyrsta tilraunin til að nýta þann vettvang gafst þó ekki vel: „Við reyndum að kynna Ísland með glugga- útstillingum hjá þýskum ferðaskrifstofum sem því miður varð algjört „flop“ fyrsta árið,“ sagði Dieter Wendler.23 „Útstillingarnar sem voru hannaðar fyrir tilstilli auglýsingamanns FÍ í Kaupmannahöfn voru ljótar. Ísland var enn of lítið þekkt og útstillingarnar voru þess vegna oft látnar víkja fyrir þekktari ferðamannalöndum […] ef við fylgdumst ekki sífellt með þeim gat verið að þær lentu bara í ruslakompu skrifstofanna.“

Bækur Jóns Sveinssonar (Nonna) sem lengst af var prestur í Köln, voru mikið lesnar af kaþólsku æskunni. Hin rómantíska ímynd Nonnabókanna var engan veginn raunhæf á sjöunda áratugnum en var þó jákvæð,“ sagði Davíð. Ragna Samúelsson sagði að það hafi fljótt sýnt sig að í Þýskalandi hafi verið markaður fyrir Íslandsferðir. „Hingað komu bæði rithöfundar, blaðamenn, kvikmyndatökumenn og ljósmyndarar frá Þýskalandi fyrir tilstilli skrifstofunnar [Ferðaskrifstofu ríkisins] sem greiddi götu þeirra hér, enda um góða landkyningu að ræða,“ sagði hún.24 Þegar Ferðaskrifstofa ríkisins var endurreist fékk hún aðild að ETC, samtökum opin­ berra ferðaþjónustuaðila í Evrópu. Hún naut góðs af því samstarfi. Þar fékk Ísland ágæta kynningu en þurfti lítið að borga fyrir hana. Allt stefndi þetta í rétta átt en kynningarstarfið hvíldi þó í fyrstu mjög á herðum sölufulltrúa flugfélaganna: „Ég hélt fyrirlestra og var með myndakvöld fyrir lýðháskóla, Íslandsvinafélög og ferðaskrifstofur til að hjálpa þeim að búa hópa undir Íslandsferðir - um allt Þýskaland, í Austurríki og í Prag,“ sagði Dieter Wendler, sem vann að markaðsstarfi fyrir Flugfélag Íslands í Þýskalandi um árabil og varð síðar starfsmaður Ferðamálaráðs.25 Kynningarefnið var ekki beysið í fyrstu: „...helst lager af gömlum bæklingum frá Ferðaskrifstofu ríkisins og einnig fengum við svokallaða svæðisbæklinga Flugfélagsins. Þeir voru aðallega á ensku, en í þá daga töluðu Þjóðverjar almennt litla ensku. Fjárskortur olli því að ekki var hægt að gefa þá út á þýsku.“ Fleiri þjóðir bættust í hóp Íslandsvina eftir því sem árin liðu. Flugfélögin opnuðu söluskrifstofur í lykilborgum í Evrópu, svo sem Kaupmannahöfn, Hamborg, London, Frankfurt og París og áttu stundum samstarf við Ferðaskrifstofu ríkisins um rekstur þeirra. Í öðrum borgum voru starfandi umboðsmenn flugfélaganna og gegndu þeir líka mikil­ vægu hlutverki. Íslandsferðir voru boðnar í Basel, Brussel, Amsterdam, Mílanó, Vín og

FERÐAÞJÓNUSTA | 139 víðar – jafnvel í Beirút í Líbanon – sem stundum var kölluð París Mið-Austurlanda. Þar Góð ráð Vigdísar fyrir starfræktu Loftleiðir litla söluskrifstofu í nokkur ár. leiðsögumenn: Árið 1964 komu 27.000 erlendir ferðamenn til Íslands, tvöfalt fleiri en fjórum árum • Vertu heilsteypt/ur. áður. Margir túristanna kvörtuðu undan dýrtíð sem hér var landlæg og ekki bætti úr skák • Aldrei fara af stað nema vera vel 25% þjónustugjald og skattur sem lagður var á hótelgistingu og mat. Leigubílstjórar lágu undirbúin/-n. undir ámæli fyrir að hafa ekki gjaldmælana uppfærða en formaður félags þeirra sagði að • Hógværð er góður kostur. Það er auð- hækkanir væru svo örar og lagfæringar á mælunum svo kostnaðarsamar að ógerlegt væri velt að monta sig af landinu því að það að breyta þeim í takt við hækkanir. er svo flott. • Allar ferðir eru eins og að fara í próf upp á nýtt og engin ferð er eins – einfaldlega „Segðu þeim eitthvað“ vegna þess að fólkið er aldrei eins. Leiðsögumönnum fjölgaði heldur betur á sjöunda áratugnum eftir að Ferðaskrifstofa rík­ • Leiðsögumaðurinn andspænis landinu isins fór að bjóða upp á námskeið fyrir fararstjóra. Þau voru haldin í húsakynnum Mennta­ bergmálar það.26 skólans í Reykjavík og síðar í Árnastofnun. Námskeiðin voru tvö kvöld í viku í sex vikur. Fram að þessu hafði engin formleg fræðsla verið í greininni. Fyrst­ ur til að hafa leiðsögn að atvinnu allt árið var Kristján Arngrímsson. Hann hóf starfsferil sinn um svipað leyti og gos hófst í Heklu árið 1947. Páll Arason var með ferðir austur að gosstöðvunum og vant­ aði einhvern enskumælandi til að sinna leiðsögninni. Bað hann Kristján um að taka það að sér. Pilturinn var þá átján ára og bjó einungis að þeirri ensku sem hann lærði í skóla. Reyndar kunni hann líka nokkra enska dægurlagatexta. Kristján spurði Pál hvað hann ætti að segja útlendingunum:„Segðu þeim eitthvað,“ svaraði þá Páll og þannig fór pilturinn af stað í sína fyrstu ferð.27 Líklega hefur ráðið dugað vel því ferðirnar áttu heldur betur eftir að verða fleiri. Kristján starfaði sem leiðsögumaður í rúmlega hálfa öld. Meðal kennara á fyrstu leiðsögumannanámskeiðunum var Vigdís Finnbogadóttir, síðar forseti Íslands. Hún var upphaflega fengin til að fylgja ferðamönnum­ af frönsku skemmtiferðaskipi árið 1952 og vann síðan við ferðaleiðsögn og ferðaþjónustu í 13 ár. „Ég sjóaðist í framkomu í starfi mínu sem leiðsögumaður,“ sagði Vigdís í viðtali 60 árum síðar. 28 „Leiðsögnin var góður skóli til að vinna á feimninni, því það er mikil ögrun að vera leiðsögumaður.“ Vigdís aðstoðaði Þorleif Þórðarson, forstjóra Ferðaskrifstofu rík­ isins, við að skipuleggja ferðir, kynningarefni og námskeið og var frumkvöðull í því síðar var nefnd menningartengd ferðaþjónusta. Vigdís Finnbogadóttir. Sumt af kynningarefninu vann hún með Magnúsi Magnússyni sjónvarpsmanni hjá BBC. Námskeiðin voru mjög vinsæl og skiptu þátttakendur tugum. Elsta skírteinið er frá árinu 1960 en það var þó ekki fyrr en tólf árum síðar að leiðsögumenn stofnuðu með sér félag. Stofnfélagar voru 27 talsins. Um miðjan sjöunda áratuginn efndi Ferðaskrifstofa

140 | FERÐAÞJÓNUSTA ríkisins svo til námskeiða fyrir stúlkur sem hugðust vinna á hótelum um sumarið og var sú tilsögn einnig vel metin. Meðal frumkvöðla í stétt leiðsögumanna er Birna G. Bjarnleifsdóttir, en hún var for­ maður félagsins um nokkurra ára skeið og stýrði lengi Leiðsöguskóla Ferðamálaráðs eftir að námið fluttist frá Ferðaskrifstofu ríkisins árið 1976. Eitt af helstu baráttumálum henn­ ar var að fá fagmenntun leiðsögumanna viðurkennda og starfsréttindi þeirra lögleidd. Það tókst hins vegar ekki.

Flogið í sameiningu á vit nýrra tíma Tveir hópar bandarískra geimfara komu til Íslands á 7. áratugnum til að æfa sig fyrir tunglferðir. Meðal þeirra Flugið skipti sköpum fyrir ferðamennskuna. Það opnaði nýja leið fyrir ferðamenn var Neil Armstrong sem árið 1969 varð fyrstur manna sem vildu kynnast landi og þjóð við heimskautsbaug, en einnig fyrir Íslendinga til að stíga fæti á tunglið. Hér sjást nokkrir geimfar- sem þráðu að kynnast veröldinni handan sjóndeildarhringsins. Flugfélögin voru hins anna á tali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. vegar í erfiðum málum um 1970. Blómaskeið Loftleiða hafði þá staðið í nærri 20 ár en aðstæður á markaðinum breyttust og samkeppnin harðnaði gífurlega á fyrstu árum átt­ unda áratugarins. Svo mjög raunar, að við blöstu harðindi, taprekstur og jafnvel þrot. Flugfélag Íslands var sömuleiðis mjög skuldsett og taprekstur viðvarandi. Ríkið var beðið um aðstoð og voru þá félögin knúin til að sameinast. Það var hvorki einfalt né sársaukalaust verk og þótt stofndagur Flugleiða sé 20. júlí 1973 tók sameiningin í reynd mörg ár. Erlendum ferðamönnum stóð sjálfsagt á sama um sameining­ arbrölt íslenskra flugfélaga – þeir streymdu í síauknum mæli til landsins, hvort sem það var með þotum Flugfélagsins, Loftleiða eða Flugleiða. Við lok sjöunda áratugarins voru þeir orðnir rúmlega 50.000. Íslendingum með útþrá fjölgaði líka. Árið 1969 ferðuðust 19.500 Íslendingar milli landa en ári síðar rauk talan upp um 38% eða í 27 þúsund manns. Ferðaþráin var sannarlega vöknuð í brjósti Íslendinga.

TAFLA Fjöldi ferðamanna 1950-1970 vinn í öllum töflum seinna 1950 4.383 Forystumenn gömlu keppinautanna Loftleiða og 1960 12.806 Flugfélags Íslands, Alfreð Elíasson og Örn Johnson, gengdu sameiginlega stöðu fyrstu forstjóra Flugleiða. 1970 52.908 Hér eru þeir á góðri stundu árið 1977. Þá var samein- ingarferlið langt komið, en það tók í raun meginhluta áttunda áratugarins.

FERÐAÞJÓNUSTA | 141 Heklugosið Landmannalaugar rísa laðar að undir nafni Dugmiklir menn og konur hafa stíflað heita lækinn undir ­ferðamenn brún Laugahrauns, þannig að nú er hægt að baða sig þar í heitri laug og slaka á. Steinana í undirstöður stíflunnar Mikilfenglegt gosið í Heklu þurfti að sækja upp í fjallshlíð. sem stóð í 13 mánuði bætti hag eigenda þeirra bifreiða sem óku utan alfaraleiða. Einn fór 130 ferðir á Heklu- slóðir, annar átti bílinn sinn skuldlausan við goslok, þó hann hefði verið keyptur á lánum.

Aldingarður í Hveragerði Bragi Einarsson, garðyrkjufræðingur, hefur byggt upp viðkomu- staðinn Eden í Hveragerði. Hann rúmar gróðurhús og veitingastað rétt við þjóðveginn og er byggður á bandarískri fyrirmynd. Bílaleiga Hlammast í blómstrar holufans

Fyrsta bílaleiga landsins, Falur, Hannibal Valdimarsson rit- var stofnuð 1960. Fjórum árum stjóri Alþýðublaðsins fór í síðar eru bílaleigurnar orðnar þjóðvegaskoðun með Ólafi tíu í Reykjavík og líka víðar Ketilssyni. Bíllinn „hoppaði um landið. „Við þurfum að neita og stökk og hristi farþegana miklu fleirum en við getum veitt og skók“. umbeðna fyrirgreiðslu“, sagði 142 | FERÐAÞJÓNUSTA Stefán Gíslason hjá Fal. um veg og vegleysur

Það stóð heima að um leið og flug var að verða samgönguleið fyrir venjulega ferðamenn voru bílar orðnir aðalfarartækið á landi. Þar með var þó engan veginn hægt að segja að ferðalög um Ísland væru orðin auðveld eða þægileg. Vegakerfið var nánast á byrjunarreit og bifreiðarnar bæði ófullkomnar og gamlar. Ferðalög voru líka svo fátíð að þau voru eftir­ minnilegur viðburður í lífi fólks. Árið 1960 áttu Íslendingar 15.358 fólksbíla. Þá voru landsmenn tæplega 174 þúsund. Að meðaltali voru því 11 manns um hvern bíl. Þetta átti sannarlega eftir að breytast, en segja má að fyrstu fimm til sex áratugi bílaaldar hafi almenningur aðallega treyst á lang­ ferðabifreiðar, strætisvagna og leigubíla til þess að komast leiðar sinnar. Á þrjátíu árum höfðu þjóðvegirnir fimmfaldast að lengd og ástand þeirra hafði batnað nokkuð, en þeir voru samt yfirleitt lélegir, sumir varla meira en kerruvegir. Þeir gátu líka lokast fyrirvara­ laust við minnstu úrkomu. Jafnframt voru bílarnir kraftlitlir framan af og bilanatíðni mikil. Af þessum sökum voru ökumenn rútubíla margir hverjir þjóðhetjur og frægir um land allt.

Af holum og beygjum „Sjón var sögu ríkari og ekki talaði það óskýrara máli hvernig bíllinn lét. Hann hlamm­ aðist niður í holufansinn og hoppaði og stökk, og hristi okkur farþegana og skók, svo allt virtist ætla sundur að ganga, dautt og lifandi.“1 Þannig lýsir Hannibal Valdimarsson, þá ritstjóri Alþýðublaðsins, þjóðvegaskoðun með Ólafi Ketilssyni hinn 10. ágúst 1953. Greinin fjallaði um ástand vega og brúa á leiðinni milli Reykjavíkur og Laugarvatns.

FERÐAÞJÓNUSTA | 143 Ólafur lærði hjá Jóni Ólafssyni í bifreiðaeftirlitinu og hann sagði nemandanum að í akstri væru þrjú boðorð: Aktu hægt, aktu hægt og aktu hægt. Ólafur fylgdi þessum boðorðum af samviskusemi og var happasæll bílstjóri. Tilefnið var fimmtugsafmæli Ólafs, en hann vildi enga afmælisgrein. Fremur vildi hann fá tækifæri til að benda á vankanta á vegakerfinu. Þeir voru raunar augljósir ritstjóranum: „Hér tók penninn ekki niðri löngum og löngum.“ En holurnar voru ekki eina vandamálið. Meðal þess sem Ólafur kvartaði yfir var hve mikið væri af beygjum. Benti hann á fjölda leiða til úrbóta sem margar voru síðar farnar. „Á 15 km vegalengd frá Sogi að Minni-Borg telst okkur bílstjórunum til að séu 56 beygjur. Minna mætti þó gagn gera,“ sagði Ólafur. Við gömlu brýrnar yfir Brúará og Tungufljót voru beygjurnar svo krappar að við lá að þær væru ófærar langferðabifreiðum, einkum í hálku á vetrum. Að Tungufljótsbrú komust stórir bílar ekki nema með því að bakka í miðri beygjunni. Ólafur sagðist ekki geta hrósað sér af því að hafa farið nokkra leið fyrstur manna „...en á stundum hef ég ekið ruddar og lagðar vegleysur í byggð í því ásigkomulagi að ég hef ekki óskað neinum þess að fara í slóð mína. Ekki einu sinni verkfræðingunum hjá Vega­ gerð ríkisins.“2

Ríkið skammtaði bílana Á eftirstríðsárunum var öll notkun gjaldeyris háð skömmtun. Svokallað fjárhagsráð hafði þá í hendi sér hver mætti kaupa sér bíl eða byggja sér hús. Fjölgun bifreiða var því engan veginn í takt við eftirspurnina. Þetta kom harkalega niður á þeim sem höfðu atvinnu af fólksflutningum. Dæmi um ástandið var ásóknin í bíla sem fluttir voru inn frá Ísrael árið 1952. Bílarnir voru af gerðinni Kaiser, 62 talsins, og fengust í vöruskiptum fyrir freðfisk. Ákveðið var að láta atvinnubílstjóra fá þessa bíla og var auglýst eftir umsóknum. Frá Akur­ eyri barst 21 umsókn, en aðeins þrír fengu úthlutun.

144 | FERÐAÞJÓNUSTA „Ég þoli ekki þetta orð bíll lengur,“ var einhverju sinni haft eftir Magnúsi Jónssyni dósent, formanni fjárhagsráðs. „Ég stend í því daginn út og daginn inn allan ársins hring að neita mönnum um bíla!“3 Svo mikill var áhuginn á að komast yfir bíl, að þeir sem voru svo heppnir að fá leyfi gátu selt það fyrir offjár, sagt var að hægt væri að selja það á margföldu bílverði. Óskar Sigurjónsson, síðar stofnandi Austurleiðar, keypti sér til dæmis fimm ára gamlan vörubíl árið 1947 og greiddi fyrir hann þrjátíu þúsund krónur. „Reglurnar voru á þann veg að aðeins þeir sem áttu bíla fyrir fengu leyfi til þess að kaupa nýja bíla,“ sagði hann.4 „Um leið og vörubílstjórinn hafði selt mér gamla bílinn sinn fékk hann leyfi fyrir nýjum sem kostaði aðeins tíu þúsund krónur! Þannig var þetta bara og ég átti ekki kost á öðru en kaupa bílinn á þessu verði ef ég á annað borð vildi eignast bíl.“ Þetta leiddi auðvitað til þess að bifreiðaflotinn var ekki endurnýjaður sem skyldi. Hjólbarðar og varahlutir gengu úr sér, enda þurfti líka leyfi fyrir innflutningi þeirra. Veg­ irnir voru víðast holóttir og grýttir og fóru því ekki vel með dekkin. Dæmi voru um það að hafa þyrfti þrjú varadekk með í ferðalög um landið – fyrir nú utan allar bæturnar! Benedikt Gröndal varaði við því í skýrslu sem hann gerði í Bandaríkjunum fyrir samgöngumálaráðuneytið árið 1946 að áætlunarbílar væru ekki endurnýjaðir. Flestir væru þeir yfirbyggðir á Íslandi og bifreiðaiðnaðurinn verndaður með því að flytja slíka bíla ekki inn tilbúna. Árangurinn af þessu væri sá að íslenskir farþegabíl­ ar væru 15-20 árum á eftir tímanum. „Útlendingar sem ferðast hafa frá Akureyri til Reykjavíkur hafa kvartað undan þessu, og er ekki hægt að bera þægindi farþeganna saman við nokkuð sem mönnum er boðið vestan hafs,“ segir í skýrslunni.5

Landið opnað – hringnum lokað Það var ekki nóg að fá leyfi fyrir bílakaupum. Það varð líka að vera hægt að komast á þeim milli staða. Í stóru landi og torförnu var þetta takmark lengi að nást. Fyrir og um miðbik síðustu aldar lögðu margir mikið á sig við að finna eða brjóta sem víðast undir sig akfæran veg. Margar leiðir voru í mesta lagi færar gangandi mönnum eða ríðandi og sums Blaðsíður úr skýrslu Benedikts Gröndal frá árinu 1946. staðar voru vegirnir ekki mikið meira en slóðar fyrir hestvagna. Fyrsti vegurinn frá Reykjavík lá aðeins upp að Lögbergi en þar var Guðmundur H. Sigurðs­son bóndi og veitingamaður með greiðasölu og gistingu allt fram á sjötta áratug 20. aldar. Árið 1928 var fyrst ekið á bíl að Reykjanesvita. Um líkt leyti varð hringurinn frá Reykjavík að Geysi um Laugarvatn og Þingvelli bílfær og haustið 1930 komust menn við illan leik á bíl frá Reykjavík um Hvalfjörð til Borgarness. Árið 1934 óku tveir Reykvíkingar, Björn Halldórsson og Magnús Jóhannesson, alla leið frá Reykjavík til Seyðisfjarðar. Þó var þá sums staðar alls enginn vegur á þeirri leið. Þeir félagar fóru þennan leiðangur á Morris Minor, fjögurra sæta, 8 hestafla smábíl. Oft kom sér vel að vera á léttum bíl því stundum þurftu menn að lyfta fararskjóta sínum upp úr pyttum eða ofan af grjóti. Að vonum voru fjallvegirnir þeim Birni og Magnúsi erfiðir en áfram tosaðist bíllinn, á stundum með hjálp góðra manna. Vegagerðarmenn sem unnu á

FERÐAÞJÓNUSTA | 145 nokkrum stöðum við vegabætur veittu ferðalöngunum til dæmis aðstoð við að komast leiðar sinnar. Síðar þetta sama sumar var aftur farið um erfiðustu hindrunina, Möðrudalsfjallgarð, og þá á 19 manna Chevrolet. Samkvæmt gestabók Möðrudals var þetta fyrsti bíllinn sem fór með póst og farþega austur um frá Akureyri til Eskifjarðar. Þá voru suðurfirðir Austfjarða eftir. Tímafrek fýluferð Tveir bræður á Höfn í Hornafirði, þeir Garðar og Óskar Guðnasynir, gerðust brautryðj­ Hellisheiðin hefur oft reynst ferðamönnum endur þar um slóðir. Samgöngur voru þar litlar sem engar. Garðar sagði síðar að strand­ erfið. Óskar Sigurjónsson hjá Austurleið ferðaskip hefðu iðulega farið fram hjá Hornafirði að geðþótta skipstjórnarmanna, án þess rifjaði upp dæmi um átökin sem hægt var að heimamenn gætu skilið ástæðuna. Eitt sinn er það gerðist, haustið 1932, var leitað hóf­ að lenda í við heiðina. „Ég man eftir því að anna við Óskar um að skreppa suður með fólk sem átti brýn erindi í höfuðstaðnum. einu sinni hafði Hellisheiði verið opnuð fyrir Sagt var frá þessari sögulegu ferð í Tímanum: „Síðastliðinn mánudag komu hingað til páska og við reiknuðum með því að komast bæjarins 10 Hornfirðingar, sem höfðu komið á bíl austan úr Hornafirði.“6 Ferðalangarnir austur. Við lögðum af stað frá Reykjavík rétt voru á yfirbyggðum vörubíl með bekkjum og tók ferðalagið þrjá daga. Bíllinn var fluttur fyrir hádegi og það tók okkur klukkutíma yfir Hornafjarðarfljót á báti og þaðan var sæmilega greiðfært að Skeiðarársandi sem var að komast upp að skíðaskálanum í slæmur yfirferðar, illa ruddur og stórgrýttur á köflum. Óskar Guðnason ók bílnum og Hveradölum. Þá var allt orðið ófært aftur Garðar var meðal farþega. Hann sagði að dekkin hefðu valdið vandkvæðum. Þeir bræður og við urðum að snúa við til Reykjavíkur. höfðu haft vaðið fyrir neðan sig og tekið þrjú varadekk með, en það reyndist síst of mikið Ófærðin var þá orðin svo mikil að þegar því fyrir kom að þau dugðu ekki daglangt. Heimleiðin austur varð jafnvel enn erfiðari, því við loks komumst niður að Kolviðarhóli rigningar höfðu þá valdið því að lækir og sprænur reyndust illfærar. var klukkan orðin átta að kvöldi. Það tók Þremur árum síðar, í nóvember 1935, fór Garðar svo fyrstur manna á bíl yfir Breiðdals­ okkur sem sagt átta klukkustundir að aka heiði frá Egilsstöðum. Sá leiðangur hófst í Reykjavík og ók Garðar norður og austur, allt þennan stutta spöl. Á Kolviðarhóli var til Beruness, þar sem hann lét ferja bílinn yfir til Djúpavogs, en síðan ók hann yfir Lóns­ veitingasala á þessum tíma og við gátum heiðina. Hann var reyndar ekki fyrstur til að aka yfir þá heiði, því fyrr þennan sama dag, sest inn og fengið okkur að borða. Síðan 24. nóvember, hafði annar bíll farið þar um. Þar voru á ferð níu Hornfirðingar og Lóns­ kom jarðýta sem ruddi á undan okkur og menn sem höfðu valið daginn til að skjótast yfir Lónsheiði til Djúpavogs. Þótt þeir hefðu við eltum hana til Reykjavíkur. Það varð því forskot á Garðar á þessari leið varð hann, með fyrrnefndri ökuferð frá Höfn til Reykjavík­ ekkert úr austurferð þann daginn. Þetta er ur, samt fyrstur manna til að aka allan hringveginn. Hinn eiginlegi hringvegur opnaðist aðeins lítið dæmi um hvernig ástandið var venjulegum bílstjórum að vísu ekki fyrr en árið 1974 með vígslu Skeiðarárbrúar. á þessum árum.“7

Akstur hefst á Sprengisandi og Kili Þrátt fyrir holótta vegi, krappar beygjur, mjóar brýr og svað í votviðri, voru leiðir milli byggða að mestu orðnar bílfærar um miðja 20. öldina. Um hálendið óku þó enn þeir menn einir sem ekki kunnu að hræðast og víða þótti ófært með öllu. Meðal þeirra sem leituðu um þetta leyti leiða um óbyggðir og vegleysur voru þeir Guðmundur Jónasson, Úlfar Jacobsen, Ingimar Ingimarsson, Páll Arason, Bjarni Guðmundsson frá Túni, Guð­ brandur Jörundsson frá Vatni og Sigurður Jónsson frá Laug. Þessir ofurhugar voru auðvitað ekki einir á ferð þegar bisað var við að prófa nýjar leiðir. Það þurfti mannskap til að moka, höggva, ýta og halda við. Farþegarnir voru því engu léttvægari en bílstjórarnir, þótt þeir gætu stundum ekki setið í bílnum nema lítinn hluta leiðarinnar. Margir voru þar til kallaðir. Til dæmis komu kennararnir Einar Magnús­

146 | FERÐAÞJÓNUSTA Ekki veitti af nægum mannskap til að komast í fyrsta sinn akandi yfir Kjöl arið 1938. Hér eru leiðangursmenn við Fosslæk í Svartárdal. son og Hallgrímur Jónasson víða við sögu við opnun landsins fyrir bifreiðum. Hluti þessa hóps tók þátt í fyrstu bílferðunum yfir Sprengisand árið 1933 og Kjöl fimm árum síðar, en fleiri voru búnir að brjótast áfram hér og þar á þessum slóðum. Fimm fullhugar gerðu atlögu að Kili 1938. Þetta voru þeir Ingimar Sigurðsson, Páll bróðir hans og Gísli Ólafsson, sem þá voru bílstjórar hjá Kristjáni Kristjánssyni á Akureyri, Gunnar Björnsson, starfsmaður Ingimars, og Lúðvík Geirsson, síðar húsasmíðameistari. Farkosturinn var lokaður Durant fólksbíll, árgerð 1929. Bændur í Húnavatnssýslu höfðu mikinn áhuga á að reynt yrði að fara Kjöl á bílum, vitandi það að þegar einu sinni var búið að aka einhverja leið komu vegarbætur oft í kjölfarið. Fylgdu nokkrir þeirra leiðangursmönnum á hestum langt á leið. Farið var inn Svartárdal að Bergsstöðum, þar sem bílaslóðin endaði og þaðan var í fyrstu fylgt vestari brún Svartárdals. Ferðin var rétt að byrja þegar stýri bílsins fór úr sambandi: „Hafði gormur brotnað í stýrisstönginni og hún þar af leiðandi losnað,“ sagði Gísli Ólafsson síðar í samtali við Leif Sveinsson.8 „Engir viðeigandi varahlutir voru til staðar og á einhvern hátt varð að stýra bílnum. Nú tókum við það til bragðs að rista mjóar ræmur úr hjólbarðaslöngu, er við höfðum með til vara, og settum við nú stöngina upp á stýris­ arminn. Síðan reyrðum við mörgum sinnum um samskeytin með gúmmístrengnum og gengum frá því sem kostur var.“ Þetta dugði sæmilega, en ekki mun bíllinn hafa verið „mjúkur við stjórn“. Morguninn eftir eru þeir félagar, eftir stutta næturhvíld, komnir að helstu hindruninni á þessari leið: Blöndu. Verðir sauðfjárveikivarna voru þeim hjálplegir með hesta og einn þeirra fylgdi þeim að ánni. Hestarnir komu að vísu ekki að gagni við að draga bílinn yfir fljótið en þeir komu mönnunum yfir og þeir ætluðu síðan að ljúka verkinu. Þá stóð allt fast: Kaðallinn hafði vafist utan um annað framhjólið og varð að skera hann frá. Það var ekki auðvelt verk í jökulvatninu en Gísli sagði að föðurlandið hafi komið sér vel. Eftir að bílnum hafði aftur verið komið í ökufært ástand var haldið sem leið lá á Hveravelli og að sæluhúsinu við Hvítárvatn. Þaðan ók svo Gísli Ólafsson alla leiðina til Hveragerðis, en hinir sváfu. Kjalvegur hafði verið opnaður og upp úr þessu var hann talsvert notaður. Hálendið var orðið sæmilega aðgengilegt venjulegum ferðamönnum, þótt lengi hafi akstur þar krafist mjög vel búinna bíla. Reyndar eru vegir þar efra enn víða viðsjárverðir.

FERÐAÞJÓNUSTA | 147 Áfeng náttúra Kaðall og spörk bjarga málum Margir hafa látið heillast af hálendi Íslands. Skiptir engu þótt veðurlag sé þar oft erfitt.„Það Ein af fyrstu ferðunum sem Páll Arason er með öræfin líkt og brennivínið – þau sleppa ekki þeim sem þau hafa einu sinni náð fór í með farþega var býsna söguleg, en tökum á, eins og okkur þessum gömlu hálendisbílstjórum. Áhrif öræfanna munu þó reynast um leið lýsandi fyrir þá erfiðleika sem öllum hollari,“ var haft eftir Bjarna Guðmundssyni í Túni sem hóf hálendisakstur árið 1947 forkólfar fjallaferða áttu við að etja. Páll og var í því starfi á sumrin í áratugi.10 var á ferð haustið 1945 með fjóra farþega Fleiri atvinnubílstjórar fóru snemma að fara með fólk í þessa ævintýraveröld. Páll suður Sprengisand á Víbon-bíl sínum. Arason kvaðst hafa fengið háfjallabakteríuna í sinni fyrstu ferð, árið 1940, en hann átti Þegar komið var suður fyrir Fjórðungskvísl eftir að fara víða um hálendið með farþega næstu þrjá áratugina. Hann fór líka lengra, því og verið að skrönglast illfæra leið eftir árið 1954 fór hann með litla rútu, Pálínu, í tveggja mánaða Evrópuferð. Farið var með árfarvegi brotnaði stýrisarmur í bílnum. Brúarfossi til Hull og þaðan víða um Evrópu, allt suður til Napolí. Slíkar ferðir áttu eftir Þá voru góð ráð dýr. að verða fleiri. En lengst var hann á hálendinu. „Hvergi býr náttúran og umhverfið yfir „Eins og alltaf hafði ég kaðaltrossur viðlíka töfrum og íslensku öræfin“, sagði hann.11 „Og því fer fjarri að það séu eingöngu meðferðis,“ sagði Páll þegar hann Íslendingar sem heillast af þeim. Ég hef ekið um öræfin með erlent fólk svo hundruðum rifjaði þennan atburð upp, kominn á ef ekki þúsundum skiptir, og hafi veðurguðirnir verið náðugir, þá hefur margt af þessu 9 tíræðisaldur. „Og nú var gripið til þess fólki bókstaflega ekki átt orð til að lýsa hrifningu sinni heldur gengið töfrum öræfanna á ráðs að binda kaðal í millibilsstöngina og vald í þögulli lotningu.“ reyna að snúa hjólunum með því að toga Erlendum ferðamönnum á hálendinu hefur fjölgað mun meira en þeim íslensku. Fyrst í kaðalinn. Ekki gekk það betur en svo að voru Bretar fjölmennastir, en síðan Þjóðverjar og Hollendingar. Úlfar Jacobsen fór árið alltaf þegar þurfti að breyta stefnu þurftu 1959 með 20 manna hóp á yfirbyggðum bíl inn í Öræfasveit. Sú ferð var upphafið að menn að fara út og sparka og sparka í Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen sem átti eftir að flytja tugi þúsunda ferðalanga hvaðanæva dekkin til þess að komast á rétta stefnu.“ að úr heiminum inn á hálendi Íslands. „Í fyrstu voru íslenskir í miklum meirihluta meðal Auðvitað var snúið við og með miklum farþega,“ sagði hann um miðjan áttunda áratuginn. 12 „Nú hefur það snúist algerlega við. tilfæringum tókst Páli að komast aftur til Undanfarin tíu ár hefur íslenskum farþegum fækkað stöðugt en útlendum fjölgað ekki að Akureyrar, þótt hægt væri farið. sama skapi heldur langt fram yfir það. Og í sumar er svo komið að ekki mun sönnu fjærra að tíu íslenskir komi á móti þrettán hundruð útlendum.“ Bisað við Víboninn.

Með bíladellu í blóðinu Um þetta leyti voru landsmenn farnir að venjast því að kom­ ast leiðar sinnar á bílum. Oftar var lagt í ferðalög og margir ungir menn sköpuðu sér atvinnu af akstri. Sumir voru ekki einu sinni komnir með bílpróf þegar þeir voru farnir að fá laun fyrir að aka vörubílum og vinnuvélum. Flestir þeirra féllu fyrir bílum á unga aldri og losnuðu aldrei síðan við bíladelluna. Hún gekk svo gjarnan í erfðir. Niðjar fyrstu bílakarlanna héldu margir á sömu braut og sum elstu fyrir­ tækin eru annað hvort enn, eða voru til skamms tíma, í eigu sömu fjöldskyldu. Sæmundur Sigmundsson fékk bílaáhugann í vöggugjöf. Faðir hans, Sigmundur Sæmundsson var einn af frum­

148 | FERÐAÞJÓNUSTA Gosið breytti öllu Akstur um hálendið hefur varla verið mjög gróðavænlegur. Þó urðu til ferðaskrifstofur sem byggðust á honum. Úlfar Jacobsen, Páll Arason, Guðmundur Jónasson og Óskar Sigurjónsson voru meðal frumherja í þeim rekstri. Svo erfiður var þessi slagur að óvíst hefði verið um framhaldið ef mönnum „hefði ekki orðið það til láns“ að Hekla gaus mikilfenglegu gosi árið 1947 sem stóð yfir í 13 mánuði. Óskar var nýbúinn að kaupa bíl þegar gosið hófst. „Ég átti lítið sem ekkert í bílnum þegar ég keypti hann en gosið breytti öllu,“ sagði hann.13 „Vegna gossins var mikið um að vera og næg verkefni fyrir bílinn. Bæði voru not fyrir hann við vegagerð og eins þurfti að keyra burt vikri sem var mokað af túnunum. [ . . . ] Næsta haust átti ég bílinn skuldlausan.“ Strax og fréttist af Heklugosinu hafði Þorsteinn Jósefsson, ferðagarpur og blaðamaður, samband við Pál Arason og héldu þeir þegar austur á gosslóðirnar. Þetta var fyrsta ferðin af 130 sem Páll fór á Hekluslóðir meðan á gosinu stóð. „Allt vorið og sumarið fram í júlíbyrjun var ég svo með ferðir austur að Galtalæk og Næfurholti tvisvar til þrisvar í viku,“ sagði Páll.14 „Þótt Hekluferðirnar væru engin stórferðalög bar ýmislegt til tíðinda í þeim. Oftast var gist eystra og þar sem erfitt var að treysta á að unnt væri að tjalda fékk ég inni fyrir farþega mína í fjárhúsi að Galtalæk. Heklugosið var gífurlegt sjónarspil sem lét engan ósnortinn sem það sá.“

kvöðlum bílaútgerðar á Íslandi. Hann var orðinn atvinnubíl­ stjóri á Ísafirði upp úr 1920 – átti vörubíl og vann við að flytja fisk frá bátunum upp í vinnsluhúsið. Síðar starfaði hann við fólksflutninga. Hann stofnaði Bifreiðastöð Blönduóss og bílun­ um fjölgaði. Sonur hans, Sæmundur, byrjaði ferilinn á jarðýtu 14 eða 15 ára gamall og 16 ára var hann kominn í bílaútgerð og annaðist sjálfur aksturinn. „Ég slapp fyrir horn með þetta,“ sagði hann í viðtali árið 2008. 15 „Bæði var að aksturinn vegna vega­ gerðarinnar var á afskekktu svæði í Flókadalanum og eins var ekki ströng löggæsla á þessum tíma.“ Sérleyfisbílar Helga Péturssonar eru annað dæmi um bíladellu sem erfist. Hann og kona hans, Unnur Halldórsdóttir, frá Gröf í Miklaholtshreppi, stofnuðu rútufyrirtæki árið 1935 og fengu smám saman æ fleiri sérleyfi á ýmsum leiðum til og frá Snæfellsnesi. Fjögur barna þeirra störfuðu síðar við fyrirtækið. Pétur Haukur – sem síðar varð framkvæmda­ stjóri fyrirtækisins – kom til starfa árið 1957, um leið og hann hafði aldur til að aka hóp­

FERÐAÞJÓNUSTA | 149 ferðabíl. Systkini hans Kristín, Halldór og Hilmar óku öll hópferðabílum fyrirtækisins um lengri eða skemmri tíma. Svo mikill var áhuginn hjá bræðr­ unum að þeir voru farnir að aka rútu á öruggum stöðum áður en þeir náðu niður á pedalana. Þá var annar á stýrinu og hinn á bensíngjöfinni – og von­ andi bremsunni! Þegar fram liðu stundir voru svo þrír fulltrúar þriðja ættliðar komnir í starfsmanna­ hópinn. Það sama átti við um Guðmund Tyrfingsson á Selfossi. Hann keypti árið 1962 tíu ára gamlan sjúkrabíl af Varnarliðinu og endurbyggði hann til hópferða- og skólaaksturs. Fjallaferðir voru í upp­ áhaldi hjá honum og fyrsti bíllinn dugði vel – hann Börn og barnabörn Helga Péturssonar sem vinna var undirstaðan í rekstrinum næstu 12 árin. Guðmundur stofnaði fyrirtæki árið 1969 og við akstur: f.v. Unnur Helga Marteinsdóttir, Halldór nokkrum árum seinna kom Guðmundur Laugdal Jónsson bifreiðasmiður til liðs við hann. Helgason, Valgarð S. Halldórsson, Hilmar Helgason, Þeir félagarnir áttu svo eftir að smíða fjölda hópferðabíla og fyrirtækið óx og dafnaði. Það Kristín Helgadóttir og Pétur Haukur Helgason. gerðu líka börn Guðmundar Tyrfingssonar og Sigríðar Benediktsdóttur konu hans, þau Benedikt, Berglind, Helena Herborg og Tyrfingur. „Í dag er þetta sannkallað fjölskyldu­ fyrirtæki og hefur verið síðan við systkinin komum til vits,“ sagði Tyrfingur sumarið 2013.16 „Báðir foreldrar okkar vinna ennþá í fyrirtækinu og við öll systkinin, tveir bræður og tvær systur. Alloft hefur okkur verið sagt að það geti ekki verið hægt að vinna svona saman en það hefur gengið mjög vel hingað til, enda nóg fyrir alla að gera.“ Bílaáhuginn hefur sem sagt engan veginn verið bundinn við karlkynið, þótt konurnar

Áhugasöm bílafjölskylda. Frá vinstri Benedikt, Berglind, Guðmundur, Sigríður, Helena og Tyrfingur.

150 | FERÐAÞJÓNUSTA hafi verið heldur seinni að smitast. Skýrasta dæmið um það eru líklega þrjá dætur Sigur­ gríms Pálssonar. Þær Sigríður, Pálína og Bára ólust upp við bíla og fóru snemma í bíla­ bransann; keyptu síðar fyrirtækið Fjöðrina af föður sínum. Þar eru framleidd pústkerfi og fluttir inn varahlutir í bifreiðar. Sigurgrímur var í mörg ár sérleyfishafi í Mosfellssveit ásamt Snælandi Grímssyni, þeim sama og Snæland Grímsson ehf. er kennt við og hefur verið starfandi frá árinu 1950. Systurnar fóru allar snemma að aka rútum, hvattar af föður sínum: „... ég var ekki nema 13 ára gömul þegar hann lét mig keyra rútur frá miðbænum og upp í Mosfellssveit,“ sagði Sigríður síðar.17 „Þá voru bílarnir skildir eftir niðri á BSÍ og við þurftum að færa þá upp­ eftir í yfirhollingu fyrir næstu ferð. Á bíl hafði ég lært tólf ára. Pabbi setti mig einfaldlega undir stýrið og sagði: Nú keyrir þú.“ Pálína þráaðist við að aka svona ung en Bára var farin að æfa sig í rútubílaakstri fyrir lögaldur: „Hann setti mig fljótlega undir stýrið,“ sagði hún,18 „lét mig aka þennan venjulega hring kringum hlöðurnar á Lágafelli. Stundum sagði hann stuttlega: Taktu bílinn í klukkutíma og æfðu þig.“ Fleiri hafa haldið tryggð við rútubransann. Þrjú barna Guðmundar Jónassonar tóku við keflinu, þau Gunnar, Signý og Kristín. Gunnar fór strax að aka farþegum eftir að hann fékk meiraprófið og síðar tók hann við framkvæmdastjórninni. Það kom einhvern veginn af sjálfu sér. „Ég hef stundum sagt að málin hafi þróast þannig að pabbi hafi verið bak við stýrið uppi á fjöllum en ég lent á bakvið símann og skrifborðið. “19 Synir Signýjar, Árni og Stefán Gunnarssynir, eru svo ferðaþjónustumenn af þriðju kyn­ slóð. Árið 2013 var Árni framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands ásamt því að vera formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Stefán var framkvæmdastjóri Baðfélags Mývatnssveitar.

Glæfraför um Klettsháls Um miðja öldina voru víðast komnir bílvegir í byggð. Ýmsum þótti þó að enn mætti manninn reyna. Dæmi um dirfskuna sem menn sýndu var fyrsta bílferðin yfir Klettsháls milli Kollafjarðar og Vattarfjarðar á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar var erfiðasti áfanginn í því metnaðarfulla verkefni að sýna fram á að hægt væri að komast á bíl umhverfis Vest­ fjarðafjallgarðinn. Klettsháls hafði verið talinn með öllu ófær bílum. Sex manna hópur lagði af stað á 14 manna bíl úr Reykjavík laugardagsmorguninn 30. ágúst 1952. Eigandi bílsins var Guðbrandur Jörundsson frá Vatni í Haukadal, þjóðkunnur undir gælunafninu Dala-Brandur, og auk hans voru í förinni þeir Jóhannes Kolbeinsson, Lárus Ottesen, Eyjólfur Halldórsson, Skúli Þorbergsson og Hallgrímur Jónasson sem síðar skráði sögu þessa ævintýris. Þeir félagarnir höfðu ætlað upp á miðhálendið, en vegna snjóa datt sú ferð upp fyrir. Í staðinn ákváðu þeir að reyna að komast á bíl vestur Barðastrandar­ sýslu og hringinn um meginhluta Vestfjarðahálendisins. Þetta hafði ekki áður verið farið á bíl, þótt eitthvað hafi verið búið að brjótast áfram á jeppum á þessum slóðum. Fjölskyldutengslin í bílabransanum hafa vakið athygli fjölmiða. Ekki verður sagt að þeir félagarnir hafi verið hvattir til fararinnar, enda talið ókleift með öllu að komast þessa leið, allra síst á svo stórum bíl. Það gekk líka á ýmsu í leiðangrinum. Eins og búist hafði verið við höfðu þeir mest fyrir Klettshálsinum.

FERÐAÞJÓNUSTA | 151 „Þessari vegagerð lýsi ég ekki,“ sagði Hall­ grímur,18 „en í henni stóð hópurinn allan daginn myrkra milli. Og þá höfðum við komist með bíl­ inn upp á brekkubrúnina – um 200 metra vegalengd. Sigur hafði unnist á þeim hjallanum sem við töldum allir víst að væri sá langerfiðasti á allri leiðinni. Með keðjur á öllum hjólum, með ruðningi grjóts og jarðvegs, með framræstingu vatns og undirhleðslum og öllum öðrum tiltæk­ um ráðum tosuðum við vagninum upp snar­ bratta sneiðingana, ýmist áfram eða aftur á bak...“

Áfram hrekkur, út á hlið, angur rekkum blandar. Sporahlekkjum spyrnir við, spólar, sekkur, strandar.

Niður erfiðasta hjallann urðu menn að hafa bönd Þessi staka var kveðin um vagninn þennan dag sem var sá erfiðasti í ferðinni. Þó voru á bílnum svo hann færi ekki á hliðina. Jafnframt var ýmsir hjallar eftir. Út Barðaströndina og norður til Ísafjarðar komust þeir, að langmestu reynt að hafa hemil á hraðanum! leyti á landi. Ferja var eingöngu tekin yfir Arnarfjörð. Ferðin var því mikilsverður áfangi í því að koma Ísafirði í vegasamband. Þess má geta að Dala-Brandur stofnaði síðar Vestfjarðaleið og var um árabil með sérleyfi á leiðinni frá Reykjavík vestur á firði. Nú er búið að koma heilsársvegi með bundnu slitlagi til Ísafjarðar um Djúpið og stytta leiðina með vegi um Þröskulda. Jafnframt vantar lítið á heilsársveg um Barðaströndina. Klettsháls hefur fengið bundið slitlag og hræðir nú varla nokkurn mann.

Vandfundið vað Tungnaá var lengi gífurlegur farartálmi þeim sem vildu fara hálendisleiðir milli landshluta. Raunar lokaði hún leiðinni að sunnan inn á norður- og norðausturöræfin. Jafnvel var talið með öllu útilokað að nokkru sinni yrði hægt að koma bifreiðum yfir þessa vatnsmiklu og erfiðu á. Guðmundur Jónasson var mikill torfærubílstjóri og hafði víða farið um fjöll og firnindi. Allir Íslendingar vissu við hvern var átt þegar Guðmundur fjallabílstjóri var nefndur. Hann hafði lengi haft mikinn áhuga á að finna fært vað á Tungnaá – og tækifærið kom sumarið 1950. Þá hafði Eggert Kristjánsson stórkaupmaður nefnt það við Sæmund Ólafsson að hann hefði hug á að komast í Veiðivötn og hygðist fá til þess flugvél. Sæmundur var for­ stjóri Kexverksmiðjunnar Esju og því oftast nefndur Sæmundur í Kexinu. „Ég kvað það óráð,“ sagði hann síðar.19 Hann minntist áhuga Guðmundar á að finna

152 | FERÐAÞJÓNUSTA Laugargerð í óbyggðum Landmannalaugar hafa löngum notið mikilla vinsælda hjá ferðamönnum, bæði vegna ótrúlegrar litadýrðar í fjöllum og ekki síður vegna þess að undir brún Lauga- hrauns er heitur lækur. Í honum var gerð laug sumar­ ið 1948. Þá fór Ingimar Ingimarsson hálendisbílstjóri í Landmannalaugar ásamt fleira fólki. „Nú fórum við að ræða það að óhæfa væri að hafa ekki neina laugina: Nafnið væri svo girnilegt,“ sagði Ingimar nærri þrjátíu árum síðar.20 „Við Einar [Magnús­ son, kennari] og Arngrímur [Kristjánsson skólastjóri] ákváðum að við yrðum því að gera þarna laug sem vað á Tungnaá og opna þannig leið inn að Veiðivötnum og inn á öræfin. Þarna hægt væri að baða sig í. Við fórum þarna í kring að at- fannst honum komið valið tækifæri til að sameina þetta tvennt: Veiðivatnaferð­ huga aðstæður, en sáum að það var lítið efni handbært ina og leitina að vaðinu. í stíflu. Við létum það þó ekki draga úr okkur kjark og Lagt var af stað undir lok ágústmánaðar á tveimur jeppum og vörubíl með allur hópurinn fór að byggja stífluna.“ drifi á öllum hjólum. Vörubíllinn var traustur en ekki að sama skapi fallegur og Stíflugerðarmenn og –konur sóttu steina upp í fjalls- var því kallaður Vatnaljótur. Hann reyndist vel, ekki síst vegna þess hve mikinn hlíð og lögðu þá sem undirstöðu í stífluna. Var það farangur hann gat tekið. Í farteskinu var fleki mikill og gúmbátar, því yfir fljót­ erfitt verk en eftir að því lauk bar staðurinn nafn með ið skyldi fara, þótt ekkert fyndist vaðið. Tíu menn tóku þátt í þessum leiðangri. rentu. Þetta mannvirki stóð enn óbreytt þegar Ingimar Bílstjórar voru þeir Eggert, Egill Kristbjörnsson og Guðmundur sem stýrði skoðaði það áratugum síðar. Vatnaljóti. Um kvöldið voru þeir komnir á móts við Vatnaöldur og þar skyldi leitin hafin. Daginn eftir fóru þeir Guðmundur og Sæmundur á jeppa meðfram ánni á því svæði sem Guðmundur hafði talið að finna mætti vað. Þeir sáu líklegan stað og eftir hádegisverð lagði hópurinn af stað. Eftir nákvæma könnun reyndist fyrsti líklegi staðurinn ekki bílfær, en nokkru austar fannst vaðið þar sem áin rennur í fimm kvíslum. Leiðang­

Vatnaljótur stóð undir nafni.

FERÐAÞJÓNUSTA | 153 ursmenn vildu nefna það eftir Guðmundi, en hann aftók það og var valið nafnið Hófsvað eftir móbergs­ hnúk skammt vestan við vaðið. Félagarnir voru nokkra daga við veiðar í Veiðivötnum og Guðmund­ ur notaði tækifærið til að leita leiða þaðan á Sprengi­ sand.

Straumþungir farartálmar Árnar hömluðu helst för bílstjóra framan af. Ferju­ menn höfðu um aldir séð um að koma fé og ferða­ mönnum yfir stórfljótin en nú komu þeir að litlu gagni. Brýr í byggð og vöð í óbyggðum urðu nauð­ Brúin yfir Jökulsá á Brú á aldarafmælinu. synjar. Þegar þeim var ekki fyrir að fara, eða brýrnar of mjóar fyrir bíla, varð þrautalend­ ingin stundum sú að fleyta bílunum yfir á eins konar prömmum sem yfirleitt voru gerðir úr tunnum. Nú eru yfir 200 brýr á hringveginum einum, en alls eru nærri 1.200 býr í vegakerfinu öllu. Langflestar þeirra eru byggðar eftir 1950, enda voru fyrstu brýrnar yfirleitt trébrýr sem dugðu ekki nema í tvo til þrjá áratugi. Þannig var um fyrstu brúna sem byggð var á Íslandi. Það var brúin yfir Jökulsá á Brú hjá Hákonarstöðum á Jökuldal. Þegar Eggert og Bjarni ferðuðust um landið um miðja 18. öld var þetta eina brúin í landinu. Þá var þarna trébrú sem síðar vék fyrir stálbrú. Hún er nú elsta brúin sem enn er í notkun fyrir bíla. Bygging hennar var mikið afrek – og kostnaðarsamt. Brúin er frá árinu 1908, smíðuð í Bandaríkjunum og var send í pörtum til Kaupmannahafnar og þaðan til Vopnafjarðar. Þá

Endingargóðir herbílar Gamlir herbílar voru lengi vinsæl farartæki á hálendi Íslands. Allt fram undir miðjan átt- unda áratuginn voru ungir menn í hópum í Þórsmörk, Veiðivötnum og víðar þar sem jeppaævintýra var að leita. Helstu farartækin voru gamlir Víbonar, trukkar og landbún- aðarjeppar sem nær allir voru arfleifð síðari heimsstyrjaldarinnar. Víboninn hét raunar Dodge Weapon Carrier og var upphaflega, samkvæmt orðanna hljóðan, vopnaflutn- ingabíll. Þetta voru öflugir bílar með drif á öllum hjólum og því heppilegir á erfiðum leiðum. Ókosturinn var að þeir biluðu oft og þurftu því mikið viðhald. Á þessum bílum var hægt að komast nánast allar leiðir, sérstaklega ef menn voru á tveimur eða fleiri bílum og höfðu með sér tóg, svo þeir gætu hjálpast að í ófærunum. Varahlutir voru líka nauðsynlegir: Háspennukefli, platínur, viftureimar, kerti og vatnskassaþéttar. Þótt ótrúlegt kunni að virðast voru varadekk ekki eins mikilvæg í óbyggðum og í byggð. Skemmtilegast þótti ungum mönnum að komast í að bjarga öðrum úr ógöngum. Föst rúta í vatnsfalli vakti alltaf áhuga þeirra, jafnvel þótt vaða yrði upp fyrir mitti til þess að koma taug í hana. Það var ekki vesen, heldur stuð!

154 | FERÐAÞJÓNUSTA var eftir að koma henni um 90 km leið inn á Jökuldal. Þetta reyndist vera aðalvandamálið, enda hvorki bílar né vegir til staðar. Brugðið var á það ráð að bíða vetrar. Þá var stálið sett Með rútu í rólegheitum á sleða og hestar látnir draga það á brúarstæðið. Þessu öllu fylgdi gífurlegur kostnaður – Haustið 1963 var Jón Kristjánsson, síð- sérstaklega þó síðasti hluti flutningsins. Kostnaðurinn við hann varð þriðjungur heildar­ ar alþingismaður, ásamt frænda sínum, verðs brúarinnar. Pálma Rögnvaldssyni, á leið úr Skagafirði Brúin var gerð upp þegar hún varð 100 ára og dugir enn fyrir alla venjulega bíla, meira til Egilsstaða. Á Akureyri kom í ljós að far að segja vörubíla. Hún er þó ekki mikið notuð, enda langt frá alfaraleið, lengst inn á var ekki auðfengið austur. Rútan reynd- Jökuldal. Þjóðbrautin yfir Jöklu liggur nú mun norðar. ist hafa hætt að ganga tveimur vikum áður og flugsamgöngur voru þeim ekki ofarlega í huga. „Skagfirðingar ferðuðust Sérleyfi til fólksflutninga í þá daga með rútum. Það var okkar ferðamáti,“ sagði Jón síðar.21Á leið um Meðan bílar voru enn ekki orðnir almenningseign fóru ferðmenn oftast með rútum milli miðbæinn komu þeir frændur auga á landshluta. Til þess að tryggja slíkar samgöngur voru þegar árið 1935 sett lög, þar sem flutningabíla frá Þorsteini Kristjánssyni á skipulögð var úthlutun sérleyfa til fólksflutninga. Þau voru í fyrstu veitt til eins árs, en Egilsstöðum og fengu far með þeim. gildistíminn var fljótlega lengdur í fimm ár. Með því voru nauðsynlegar samgöngur tryggðar. „Það var ekki farið að neinu óðslega og Lögunum var breytt árið 2011 og samkvæmt þeim varð heimilt að veita sveitarfélögum eða ferðinni skipt í áfanga. Kvöldverður í Mý- samtökum sveitarfélaga einkaleyfi á almenningssamgöngum. Þar með féllu sérleyfin í raun vatnssveit, sennilega heima hjá Arnþóri út, þótt þau standi enn í lögum. Flest samtök sveitarfélaga hafa gert samning við Strætó um [Björnssyni] hótelstjóra. Síðan var farið framkvæmd almenningssamgangna á sínu svæði. Þetta fyrirkomulag féll ekki í góðan jarðveg í gufubað í Bjarnarflagi, kvöldkaffi var hjá ferðaþjónustunni. Þar á bæ er talið að betra hefði verið að styrkja sérleyfiskerfið. drukkið á Grímsstöðum. Undir nóttina var Í því kerfi fólst að öðrum var ekki heimilt að bjóða sams konar þjónustu á sömu leið. lagt á Möðrudalsöræfi, komið var snjóföl Helstu skyldur sem fylgdu sérleyfinu voru að halda uppi reglubundnum ferðum á leiðum og mál til komið að setja á keðjur.“ sem sérleyfið náði til. Sérleyfishafa var skylt að fara ferðina þó svo að engir farseðlar hefðu Klukkan var orðin fjögur þegar komið verið seldir. Sérleyfinu fylgdu vöru- og póstflutningar og stundum skólaakstur. Með því var til Egilsstaða og hafði ferðin þá staðið að gefa út sérleyfi var komið nokkuð öryggi í þennan atvinnurekstur, en vinnudagurinn í að minnsta kosti ellefu klukkustundir. gat verið býsna langur. Kristján Jónsson í Hveragerði fékk sérleyfi á leiðinni milli Hveragerðis og Reykjavíkur árið 1958, en fljótlega bættust við kvöldferðir milli og Reykjavíkur. Kristján sá líka um að flytja skólabörn frá Þorlákshöfn og setti upp áætlanaferðir í tengslum við mjólkur­ bátinn Vonarstjörnuna sem flutti nauðsynjar og fólk milli Vestmannaeyja og Þorlákshafn­ ar. Þegar Herjólfur kom til sögunnar sigldi hann daglega til Reykjavíkur en til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Síðar varð Þorlákshöfn ofan á. Fölgaði þá farþegum Kristjáns umtalsvert. „Ég byrjaði daginn á því að sækja krakkana til Þorlákshafnar og keyra þá í skólann,“ sagði hann.22 „Síðan sótti ég aðra farþega og ók þeim til Reykjavíkur en venjulega var farið héðan klukkan hálftíu á morgnana. [...] Ég fór líka oft með krakka að skíðaskálanum í Hveradölum eftir skóla á veturna svo þau kæmust á skíði en varð að vera kominn það tímanlega heim aftur að ég næði að þrífa bílinn áður en komið var að kvöldferðinni klukk­ an hálftíu. Þegar ég kom svo aftur hingað austur eftir kvöldferðina var klukkan oft langt gengin í tólf þannig að vinnudagarnir voru langir og oft náði ég ekki nema fimm til sex tíma hvíld yfir nóttina.“

FERÐAÞJÓNUSTA | 155 Vosbúðarferðir til sölu „Ég auglýsti meðal annars hringferðir um landið, og einnig var farið í Öræfin; fékk ferju yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi og fleiri stórfljót. Þetta voru mjög skemmtilegar ferðir,“ sagði Úlfar Jacobsen.23 Hann hefur líklega orðið einna fyrstur til þess að bjóða upp á skemmtiferðir allan hringinn áður en hringvegurinn var opnaður árið 1974. Leiðin í Öræfasveitina var í sérstöku uppáhaldi hjá Úlfari. Hann taldi að Páll Arason eða Guðmundur Jónasson hefðu orðið fyrstir til að efna til páskaferða í Öræfin, en eftir að hann fór sína fyrstu ferð þangað urðu páskaferðirnar árvissar. Aðeins einu sinni tókst honum ekki að komast yfir árnar. Það var árið 1959. Þá var ófært sökum vatnavaxta. „Ég held að mér sé óhætt að segja að [þessar ferðir] hafi orðið upphafið og grundvöllurinn að samstarfi okkar Guðmundar Jónassonar. Í rauninni var það engin leið fyrir einn aðila að vera að slarka þetta, og þar varð að vera um gagnkvæma aðstoð að ræða.[...] Og þótt við höfum keppt um farþega og auglýst hvor í kapp við annan, þá hefur ekki gengið hnífurinn á milli okkar eftir að kom að vötnunum, en það gat tekið sólarhringinn að komast yfir þau.“ Í páskaferðum Úlfars voru 60-100 farþegar, allt Íslendingar. Eftir að hringvegurinn var opnaður fannst honum lygilegt ævintýri að fara yfir brýrnar sem komnar voru yfir þessar ár sem hann hafði barist hvað mest við. „Það var ekki laust við að maður saknaði gömlu tímanna og vildi jafnvel takast á við þessi vatnsföll einu sinni enn. En við nánari athugun hvarf sú löngun þó frá aftur. Þetta var á stundum skelfilegt basl, og enda þótt ungur Það hefur löngum þurft öfluga bíla til að komast leiðar sinnar um hálendi Íslands. maður, eða upp á sitt besta, kunni að hafa gaman af því að sitja við stýri blautur upp í mitti, eða úti í miðju vatnsfalli með brotinn bílöxul, þá fer mesti ævintýraljóminn af slíku þegar maður fer að reskjast.“ Gott samkomulag Safaríferðir með útlendinga inn á hálendi Íslands hófust þannig að í gegnum breska Farþegarnir voru ekki mikið að hugsa um ferðaskrifstofu komu hópar enskra ferðamanna árið 1963. Þessi starfsemi jókst svo þegar samkeppni þeirra sem fluttu þá. Úlfar Úlfar komst í samband við þýska ferðafrömuðinn Valdimar Fast. „Hann lofaði að senda Jacobsen sagði að eitt sinn þegar hann mér 5 farþega, en þeir urðu óvart 14 þetta fyrsta sumar,“ sagði Úlfar síðar.24 Þetta hlóð gisti með hópinn sinn hjá Gunnari bónda utan á sig, fleiri ferðaskrifstofur bættust við og hóparnir stækkuðu. Árið 1988 var svo Þorsteinssyni í Hofi, hafi þrjár stúlkur komið að yfir hásumarið voru allt að 300-400 manns á ferð um landið í einu á vegum bankað uppá og beðið um svefnpláss. Úlfars Jacobsen. Ferðirnar voru mislangar, allt frá 6 til 19 daga og það þurfti mikið af Höfðu þær ekki komist fyrir á gististað bílum, bæði rútum og eldhúsbílum. Þetta voru miklar ævintýraferðir. Guðmundar Jónassonar. Nokkrir ungir „Hálendið hefur stundum haft svo sterk áhrif á ferðamenn sem hingað koma að það er menn sváfu í stofunni á Hofi og voru þeir talið líkjast mest áhrifum sem fólk verður fyrir af trúarbrögðum,“ sagði Úlfar. beðnir um að hliðra til fyrir stúlkunum. „Nokkru síðar gekk ein af þessum ungu stúlkum og einn af ungu mönnunum Vindurinn verstur í heilagt hjónaband, og stendur það Sæmundur Sigmundsson í Borgarnesi er þjóðsagnapersóna. Þegar hann varð 75 ára, árið enn og er ekki annað vitað en þau séu 26 2010, hafði hann að sögn ekið sem svarar 17 ferðum til tunglsins, eða 6 milljónir km. hin hamingjusömustu,“ sagði Úlfar. „Af Hann var enn að og ári síðar fór hann sjálfviljugur í hæfnispróf til að taka af öll tvímæli þessu má marka nokkuð samkomulagið á um hæfni sína til aksturs með farþega. milli farþega okkar Guðmundar.“ Þetta var orðinn langur ferill. Hann byrjaði þegar Sæmundur hóf tvítugur akstur rútubíla, fyrst fyrir aðra, en fljótlega keypti hann 14 manna Dodge Weapon ásamt félaga sínum Valdimar Ásmundssyni og fyrirtæki þeirra dafnaði vel. Þeir fengu sérleyfi fyrir leið­ inni Borgarnes-Reykjavík á 6. áratugnum. „Í fyrstu var sérleyfið bundið við eina ferð á viku,“ sagði Sæmundur.25 „…en við sóttum um að fá að fjölga ferðunum og kom það smátt og smátt og þær urðu loks daglegar. Það má segja að hið skrýtna hafi verið að það var alltaf svipaður farþegafjöldi í bílunum, þ.e.a.s. farþegunum fjölgaði algjörlega í samræmi við tíðni ferðanna.“

Eldhúsbílar töldust snemma til nauðsynja í hópferðum um öræfin.

FERÐAÞJÓNUSTA | 157 Á spássíu: Fyrirtækið stækkaði ört með kaupum á fyrirtækjum og bílum og fjölgun sérleyfa en Hópferðabifreiðar: 289 árið 1950 árið 2005, eftir að Sæmundur hafði haft sérleyfi á ýmsum leiðum í 48 ár, var ákveðið að 567 árið 1970 bjóða sérleyfisferðirnar út og var það mikið áfall fyrir hann, þótt þær hafi þá ekki verið nema hluti af rekstrinum. Honum fannst verið að bjóða upp ævistarf sitt og ákvað að taka Fólksbílar: 6.038 árið 1950 ekki þátt í útboðinu. Eftir það varð skólaakstur og akstur með útlendinga uppistaðan. 40.786 árið 1970 Sæmundur sagðist hafa verið lánsamur í rekstrinum og engin teljandi slys eða óhöpp hefðu orðið í þessu langa ævistarfi. En þegar hann var spurður hvað hefði verið erfiðast á leiðinni milli Borgarness og Reykjavíkur svaraði hann hiklaust: „Rokið“.27 Hversu varlega sem var farið á holóttum vegum, í sköflum og á svellbunkum, var vindurinn það sem erf­ iðast var að eiga við. Það er ekki ofsögum sagt að á umræddri leið getur gert ægilega bylji. Sæmundur lýsir því að eitt sinn er hann var staddur undir Hafnarfjallinu hafi verið ofsaveður í hviðunum. „Ég fór mjög varlega og var næstum stoppaður þegar hviða skall á bílnum. Það var eins og jarðýtu væri keyrt á fullri ferð á hliðina á honum og bíllinn hafnaði á hliðinni utan vegar. Þótt ótrúlegt sé, tókst að bjarga snjóbílnum Tanna úr þessari erfiðu stöðu. Ég hef þrisvar orðið fyrir slíku en sem betur fer meiddist enginn alvarlega.“

Eldhúsið vék fyrir snjóbíl Sveinn Sigurbjarnarson á Eskifirði hefur, líkt og Sæmundur, fengið titilinn þjóðsagnapersóna. Hann hóf ferilinn með því að aka síldasöltunarfólki á Seyðisfirði að og frá vinnu sumarið 1962, þótt hann væri að vísu ekki kominn með bílpróf. Hann taldi óþarft að segja frá því þar sem enginn spurði. Árið 1970 leigði hann ásamt félaga sínum aflagðan snjóbíl frá Seyðisfirði og hóf áætlunarferðir milli Norðfjarðar og Eskifjarðar yfir vet­ urinn. Fljótlega var lagt í snjóbíl númer tvö, Tanna, sem fyrirtæki Sveins, Tanni Travel, heitir eftir. Útborgunin fyrir Tanna var lífeyrissjóðslán sem hafði átt að fara í að kaupa nýja eldhúsinn­ réttingu heima fyrir. Sú var látin bíða í áratug. Á þessum bíl var farin mörg svaðilförin. Til dæmis þurfti Sveinn að fara margar ferðir uppá Oddsskarð eftir snjóflóðin á Neskaupstað í desemb­ er 1974, oft í vitlausu veðri, m.a. til að leita að bilun sem olli rafmangsleysi í bænum, eða til að flytja snjóflóðaleitarmenn. Erfiðasta ævintýrið var þó eflaust í páskaferð árið 1987 þegar Tanni lenti fullskipaður farþegum í sprungu sunnantil í Kverk­ fjallarana á Vatnajökli. Bíllinn hékk á sitt hvorri brún á a.m.k. tuttugu metra djúpri jökulsprungu; á tönninni að framan og olíutankinum að aftan. Þótti mikil hugkvæmni og lán að takast skyldi að finna leið til að bjarga bílnum. Árið 1984 fór fyrirtækið að bjóða ferðir fyrir hópa til Fær­

158 | FERÐAÞJÓNUSTA eyja. Viðtökurnar voru góðar og enn er farin minnst ein Færeyjaferð árlega, auk ferða til nokkurra landa á meginlandi Evrópu. „Þetta vatt upp á sig, alveg eins og bílaútgerðin,“ sagði Sveinn.28 Það voru orð að sönnu. Árið 2011 þegar fjörutíu ár voru liðin frá upphafinu var fyrirtækið komið með 15 hópferðabíla og farið að bjóða upp á heildarlausnir fyrir hópa: flug, ferjur, leiðsögn, afþreyingu, gistingu og annað sem til þarf á ferðalögðum. Dóttir Sveins, Díana Mjöll, hef­ ur tekið við framkvæmdastjórninni og er jafnframt meðeigandi föður síns í fyrirtækinu.

Á eigin vegum Um leið og farið var að bjóða upp á bílaleigubíla á Íslandi slógu þeir í gegn. Fyrsta fyrir­ tækið í þeim rekstri var bílaleigan Falur. Stefán Gíslason flugstjóri hjá Loftleiðum stofnaði hana árið 1960 og aðeins fjórum árum seinna voru komnar tíu bílaleigur í Reykjavík og líka víða um land. „Ástæðan fyrir því að ég hóf þessa starfsemi hér var sú að á ferðum mínum fram og aftur yfir Atlantshafið kynntist ég vel óskum erlendra ferðamanna sem margir spurðu um þessa þjónustu á Íslandi,“ sagði Stefán í viðtali árið 1964.29 Þessar fyrirspurnir urðu til þess að hann kynnti sér rekstur á bílaleigum bæði í Ameríku og Evrópu og stofnaði upp úr því eigið fyrirtæki, sem sniðið var að þýskri fyrirmynd. Í fyrstu notaði Stefán aðallega Volkswagen bifreiðar en síðan bættust við Land Rover jeppar sem vegna ástands veganna voru eftirsóttir af útlendingum. Reksturinn hófst með tveimur bílum en sá þriðji bættist við þá um sumarið og fljótlega voru þeir orðnir 43. Það var samt ekki nóg. „Við þurfum því miður að neita miklu fleirum en við getum veitt umbeðna fyrir­ greiðslu,“ sagði Stefán í viðtalinu. „Ætlunin er að fjölga bílum mjög mikið á næstunni og helst vildi ég geta verið með 100 bíla.“ Fjórum árum síðar var Falur enn stærsta bílaleigan, með 70 bíla í útleigu. Útlendingar pöntuðu bíla skriflega með löngum fyrirvara og sumarmánuðina var yfirleitt enginn bíll á lausu. Útlendingarnir gátu greitt með greiðslukortum frá American Express og Diners Club, en Íslendingar voru ekki komnir með neitt slíkt. Ekki hefur þessi atvinnurekstur, frekar en annar, gengið alveg snurðulaust í byrjun. Í fyrstu bar nokkuð á því, að bílaleigubílar yrðu meira fyrir skemmdum en aðrir bílar. Eftir að sjálfsábyrgð var hækkuð dró úr því vandamáli, en sitthvað gat þó komið uppá: „Ég lenti einu sinni í því að koma þar að sem bíll frá okkur hafði lent utan vegar við Ingólfsfjall,­ “ sagði Sigfús Guðbrandsson sem starfaði á bílaleigu í nokkur ár um 1970.30 „Bílstjórinn var augljóslega vel drukkinn og þegar lögreglan kom á staðinn sagði hann að ég hefði ekið bílnum. Ég var hins vegar þarna á ferð ásamt konu minni og kom því hið sanna strax í ljós. Í annað sinn varð lögreglumál þegar tveir Ameríkanar á bíl frá okkur tóku upp á því að skjóta á lömb. Þeir felldu að mig minnir tvö lömb. Líklega hafa þeir haldið að þetta væru veiðidýr, fyrst þau voru á flakki utan girðinga. Bæði þessi mál leystust án eftirmála.“ Vinnufélagi Sigfúsar á þessum tíma, Þorgils Jónasson, lenti í sérkennilegu máli sum­ arið 1969.„Þetta var rosasumar og fáir sólskinsdagar,“ sagði hann.31 „Mér er minnisstætt

FERÐAÞJÓNUSTA | 159 að einn slíkan dag voru allir bílar úti nema einn sem útlendingur hafði pantað fyrir löngu. Þegar svona stóð á var ekkert að gera hjá okkur Sigfúsi annað en að svara í símann og segja að enginn bíl væri laus. Í aðgerðarleysinu var ég búinn að lesa öll íslensku dagblöðin sem lágu frammi og einnig erlendu blöðin og var byrjaður að skoða válistatíðindin sem komu reglulega frá Diners Club. Ég var kominn langleiðina með að lesa nafnarununa þegar útlendingurinn kom að sækja bílinn. Þetta var hress náungi, sagði aulabrandara og borg­ aði með korti frá Diners Club. Ég tók eftir því að hann var í síðum svörtum leðurfrakka sem stakk í stúf við góða veðrið. Þegar ég var búinn að afgreiða bílinn hélt ég áfram að lesa válistann frá Diners Club og datt í hug að leita að nafni þessa manns. Og viti menn! Hann var þá á listanum. Auðvitað hringdi ég í Árna Sigurjónsson yfirmann Útlendingaeftirlitsins og tilkynnti um þetta og jafnframt það að líklega væri viðkomandi með gistingu á City hótel á Ránargötu. Nokkrum dögum seinna sagði Árni mér þau tíðindi að þeir hefðu sótt náungann á City hótel og sent hann úr landi næsta morgun. Maðurinn var þekktur hjá lögreglunni í Evrópu.“

Veitingar við veginn Upphaf veitingasölu við þjóðvegi landsins byggðist aðallega á bensínafgreiðslu. Olíu­ félögin áttu í harðri samkeppni og því gat stundum verið stutt á milli viðkomustaða. Öll sóttust félögin eftir því að vera með bensínsölu á þeim slóðum sem líklegast var að ferða­ menn þyrftu að bæta á tankinn. Af þeim sökum var Hvalfjörður eftirsóttur og þar var hægt að eiga viðskipti við öll félögin; Shell í Botnsskála, Essó í Olíustöðinni og BP á Ferstiklu. Olíumálin voru jafnframt pólitísk þannig að það fór eftir stjórnmálaskoðunum manna hvar þeir áðu og keyptu bensín, a.m.k. þeirra sem höfðu heitar skoðanir í pólitík. Í fyrstu var þó bensíntönkum oftast komið fyrir við sveitabæi og þannig varð til einn af þekktustu viðkomustöðum á landinu, Staðarskáli í Hrútafirði. Saga hans hófst árið 1929

Jólakökumálið „Ef ég man rétt var verðlagsstjóri búinn að verðleggja jólakökur á tvær krónur en við töldum sanngjarnt að selja þær á 2 krónur og 25 aura,” sagði Ludvig Hjálmtýsson í viðtali árið 1980.32 Um miðja síðustu öld voru innkaup háð skömmtunum og öll þjónusta verðlagsákvæðum. Verðlagsstjóri réði verði á nánast öllu sem snerti veitingaþjónustu. Jólakökusneiðar voru þar ekki undanskildar. Ludvig – sem var á þessum tíma formaður S.V.G. – og nokkrir starfsfélagar hans voru á því að jólakökurnar væru of ódýrar. Þeir héldu því á fund verðlagsstjóra og báðu um verðbreytingu. „Eftir að ég, sem hafði orð fyrir okkur félögum, var búinn að lýsa því yfir að við teldum nauðsynlegt að fá þessa 25 aura til viðbótar fyrir hverja köku til þess að sannvirði gæti talist, spurði verðlagsstjóri hvort ég væri kominn á hans fund til þess eins að brúka kjaft.“ Ludvig kveðst þá hafa haldið uppbyggilegt erindi um hinar aðskiljanlegu náttúrur jólakökunnar, þar á meðal að ef kökusneiðin væri réttlátlega verðlögð á tvær krónur yrði líka að ákvarða fyrirfram úr hvaða efnum ætti að baka hana og hve þung hún ætti að vera. Eftir þennan lestur kvaðst verðlagsstjóri ekki kæra sig um að sitja lengur undir þessari ósvífni og rak þá alla á dyr.

160 | FERÐAÞJÓNUSTA með því að bensíntanki var komið fyrir í túnjaðrinum á Stað. Þegar vegfarend­ ur óskuðu eftir þjónustu flautuðu þeir og kom þá einhver frá bænum til að dæla bensíni á bílinn. Þannig gekk þetta lengi fyrir sig, en þar kom að ungu hjónin á Stað, Magnús Gíslason og Bára Guðmundsdóttir, byggðu lítinn skála ásamt Eiríki, bróður Magnúsar. Það var árið 1960. Um líkt leyti var lagður af rekstur í Fornahvammi og Norðurleiðarrúturnar fóru þá að hafa viðkomu í Staðarskála. „Þegar við byrjuðum með skálann sáum við engan veginn hver þróunin myndi verða,“ sagði Bára í viðtali árið sem fjölskyldan á Stað hætti rekstri Staðarskálans, nærri hálfri öld eftir að ævintýrið hófst.33 „Fyrst var einungis boðið upp á gos, sælgæti og svo kaffi og heimabak­ Staðarskáli í Hrútafirði hefur verið vinsæll aðar kökur. Síðan smurt brauð. Eitt leiddi af öðru. Þessu næst var farið að hafa létta rétti áningastaður um árabil. Eftir að vegstæðið var fært var starfsemi skálæans færð í nýtt hús við nýja eða skyndibita á boðstólum og þar voru pylsur og hamborgarar efst á blaði.“ Smám saman veginn. varð matseðillinn flóknari. Fyrstu árin var lítið um ferðamenn utan sumarmánaðanna. Fólk lagði almennt ekki í vetrarferðir nema brýna nauðsyn bæri til. Og þá völdu flestir þann kostinn að fara með hópferðabílum. Bára sagði að fólk hefði oft verið lúið þegar það kom í Staðarskála, sérstaklega í byrjun. „Vegirnir voru vondir, svo ekki sé meira sagt, og þótt fólk kæmist leiðar sinnar var við allskonar erfiðleika að etja. Bílarnir þá voru ekki eins góðir og núna, margir þeirra komn­ ir til ára sinna og biluðu oft. Þá má heldur ekki gleyma því að sprungin dekk voru næstum fastur liður í langferðalögum. Ég held að oft hafi fólk verið fegið þegar það staðnæmdist við Staðarskála, gat komið inn, fengið sér eitthvað að borða og kastað ferðamæðinni. Við reyndum alltaf að taka á móti gestunum af alúð og veita þeim þann beina sem okkur var mögulegt.“ Þegar umferð jókst með aukinni bílaeign landsmanna var stundum þröng á þingi, sér­ staklega þegar veður lokuðu Holtavörðuheiði. Þá þurfti að hýsa allt að 100 manns í einu og sjá þeim fyrir mat og öðrum þörfum. Fólk svaf á dýnum og teppum á gólfinu og sum­ ir fengu að gista heima hjá fjölskyldunni á Stað eða í öðrum húsum á svæðinu. „Það kom líka fyrir að við urðum að bíða langt fram á nótt til að taka á móti gestum sem við vissum að voru að brjótast áfram í óveðri og hríð til að komast í Staðarskála.“

FERÐAÞJÓNUSTA | 161 Umhyggja tjáð með mat Hinum megin Holtavörðuheiðar hefur líka verið hægt að leita skjóls í vondum veðrum. Áratugum saman hefur Hreðavatnsskáli nær samfellt verið viðkomustaður ferðamanna sem lögðu leið sína um heiðina. Vigfús Guðmundsson reisti skálann í landi Bifrastar árið 1933, en þrettán árum síðar flutti hann sig örlítið um set og reisti nýjan skála við Grábrók. Vigfús var landsþekktur fyrir ferðalög, veitingarekstur og störf að stjórnmálum, en hann var alllengi í forustuliði Framsóknarflokksins. Árið 1960 tók við skálanum Leópold Jón Jóhannesson, áður verkstjóri hjá Vegagerðinni, og rak Hreðavatnsskála næstu 17 ár ásamt konu sinni, Olgu Sigurðardóttur. Leópold var, eins og forveri hans, mikill félagsmálamaður og tók hann Frá vinstri til hægri meðal annars virkan þátt í stofnun og starfi Björgunarsveitarinnar Heiðars í Borgarfirði. Vegalög voru fyrst sett árið 1894 og í „Fjölskyldan hefur eldað mat frá örófi alda. Það má segja að hjá okkur hafi umhyggja þeim sagði: „Vegfarendur, hvort heldur verið tjáð með mat – og það sést,“ sagði Jóhanna Leópoldsdóttir sem sjálf hefur gert gangandi, ríðandi eða á vagni eða á veitinga­rekstur að ævistarfi sínu.34 Í uppvexti hennar snerist lífið um Hreðavatnsskála. hjólum, skulu þá er þeir mæta einhverjum, Fjölskyldan kom þar að öllum störfum og enginn greinarmunur var gerður á heimili og eða einhver vill komast fram fyrir þá, halda vinnustað. Fjölskyldan svaf inn af eldhúsinu og það var alltaf farið til dyra þegar knúð var sér og gripum sínum á vinstri helmingi á, dag og nótt. Hreðavatnsskáli var opinn allt árið og aðeins lokað um jól og páska. vegarins eingöngu.“ Í athugasemd við „Pabbi og mamma voru samstiga í að hugsa vel um fólk,“ sagði Jóhanna. „Get ég greinina var þessi ástæða gefin: „Þar sem aðstoðað þig vinur? - var viðkvæðið hjá pabba. Á veitingahúsi úti á landi gerist allt – gott kvenfólk situr vinstra megin á hesti, þykir og slæmt – maður fær þar þverskurð samfélagsins.“ rjett að sú regla sé innleidd að menn skuli Björgunarsveitir höfðu yfirleitt viðdvöl í Hreðavatnsskála, enda margt sem gat farið víkja til þeirrar hliðar, er menn mætast, úrskeiðis á heiðinni. Þar urðu oft slys, rjúpnskyttur týndust og bílar festust. Jóhanna þótt gagnstæð regla gildi í nálægum segir að björgunarsveitir hafi margsinnis leitað í skálann annað hvort með hrakið fólk af löndum.“ Reglan hélst sem sagt í rúmlega heiðinni eða til þess að fá eitthvað að borða. Þar var jafnan tekið vel á móti björgunar­ sjö áratugi, þótt konur væru löngu hættar sveitarmönnum og nauðstöddu fólki, án tillits til þess hvort greiðsla kæmi fyrir eða ekki. að sitja í söðli. Hún var hin sama í flestum „Hvern átti að rukka?“ spurði Jóhanna. „Átti að rukka menn sem voru að leggja sig í hættu Evrópuríkjum, en Mið-Evrópuríkin breyttu við að bjarga fólki? Eða þá sem höfðu lent í óförum eða slysi?“ yfir í hægri umferð um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir þessa ókeypis þjónustu var mjög góð afkoma af rekstrinum. Fyrir utan fjöl­ Hinn 26. maí 1968 skiptu Íslendingar yfir í skylduna var þriggja til fimmtán manna starfslið, allt eftir árstíðum, og það var mikið hægri umferð. Mikill viðbúnaður var hafður unnið. fyrir þessa breytingu en þegar til kom áttu bifreiðastjórar í engum vandræðum með hana. Svíar færðu sig til hægri á svipuðum „Verðir við veginn“ tíma og Íslendingar. Bretar voru þá einir Þegar Leópold og Olga þreyttust á rekstri Hreðavatnsskála tók Pétur Geirsson, mjólkur­ eftir – og eru enn. fræðingur í Borgarnesi, við keflinu. Það var árið 1977. Hann hafði þá í rúman áratug rekið Botnsskálann í Hvalfirði, ásamt konu sinni, Hlíf Steinsdóttur, og um árabil ráku þau báða þessa vinsælu viðkomustaði ferðalanga á leiðinni vestur og norður. Þetta var oft erfitt starf og erilsamt , ekki síst þegar illa viðraði. „Einu sinni voru tvær rútur tepptar hjá okkur í fjóra tíma,“ sagði Hlín í blaðaviðtali.35 „Þá var veðrið svo vont að við héldum að rúðurnar myndu brotna. En heppnin var með okkur þarna.“ Hlín sagði að starfið hefði líka verið erfitt á sumrin. Þá hefði varla liðið sú nótt að þau væru ekki vakin upp til að afgreiða bensín.

162 | FERÐAÞJÓNUSTA Varla hefur eftirspurnin minnkað eftir bensíni í Botni og í Hreðavatnsskála þegar spurðist að Pétur gæfi einnar krónu afslátt af hverjum lítra. Það gerði hann um árabil og kvaðst hafa á sex árum veitt á þriðju milljón króna í þennan afslátt. „Hvort ég hef tapað eða grætt á þessu, er stóra spurningin“ sagði hann í blaðaviðtali árið 1990.36

Enn af heiðum Hellisheiðin hefur löngum verið óviss og krefj­ andi leið, sérstaklega á vetrum, og þar um slóðir hefur yfirleitt verið séð fyrir veitingum og skjóli. Þar hefur Litla kaffistofan verið allt frá vorinu 1960 þegar Ólína Sigvaldadóttir hóf þar Hreðavatnsskáli fyrr á tímum. veitingarekstur. Litla kaffistofan lætur ekki mikið yfir sér, en hún varð fljótt vinsæll áningar­staður og hefur verið það æ síðan. Ólína var matráðskona við vegalagningu á Hellisheiði á árunum 1957-1959. Þegar því verki lauk hóf hún veitingarekstur í litlu húsi í Svínahrauni. Þá var hætt að reka Kolviðar­ hól og Skíðaskálinn í Hveradölum var í lægð næsta áratuginn. Litla kaffistofan var því aðalafdrepið á Hellisheiðarleiðinni. Ólína laðaði að sér viðskiptavini og var sérstaklega þekkt fyrir kleinubakstur sinn. Nefndu því ýmsir staðinn Kleinukot. Frá árinu 1993 hefur núverandi veitingamaður Litlu kaffistofunnar, Stefán Þormar Guðmundsson, rekið staðinn ásamt fjölskyldu sinni. Stefán er mikill knattspyrnuáhuga­ maður og ber staðurinn svip af því. Allir veggir eru þaktir gömlum og nýjum íþrótta­ myndum, fánum og öðru sem tengist knattspyrnu. Vinsælasti maturinn þar er íslensk kjötsúpa og Litla kaffistofan er enn vinsæll viðkomustaður atvinnubílstjóra, þótt nútíma samgöngumáti hafi fært hana nær höfuðborginni.

Þar sem þjóðleiðir mætast Um miðja síðustu öld var enn farið hægt yfir og víða staldrað við. Vegasjoppur og veit­ ingaskálar voru á hverju strái og þar sem þjóðleiðir mættust var nánast alls staðar hægt að verða sér úti um bensín og bita. Allir þekktu þessa staði og enginn var í vandræðum með að muna nöfn þeirra og staðsetningu. Í Ferstiklu, þar sem vegurinn yfir Dragháls mætir Hvalfjarðarveginum, hefur verið áningarstaður eins lengi og elstu menn muna. Rótgróinn veitingaskáli á Snæfellsnesi, Vegamót, stendur undir nafni – þar skiptast leiðir vestur Snæfellsnesið sunnanmegin og norður yfir nesið. Þar hefur verið hægt að fá orkugjafa fyrir bíla og menn allt frá árinu 1933. Blönduós hefur líka lengi verið fjölsóttur viðkomustaður ferðamanna, enda mætast þar leiðir inn Langadal og norður Skaga. Varmahlíð er enn eitt dæmið. Þar koma saman leiðirnar norður á Sauðárkrók og Siglufjörð, í austur um Öxnadalsheiði til Akureyrar og

FERÐAÞJÓNUSTA | 163 suður í átt að hálendinu. Í Varmahlíð hefur veitingarekstur verið óslitið frá árinu 1931 og þar hefur verið gistihús, Hótel Varmahlíð, frá árinu 1941. Á Suðurlandi var um árabil talið sjálfsagt að koma við í Tryggvaskála á Selfossi, enda stutt þar í allar leiðir í uppsveitum héraðsins. Annar söluskáli, Landvegamót, var líka vinsæll viðkomustaður, enda er hann á krossgötum þar sem Landvegur liggur til norðurs frá þjóðveginum og Ásvegur niður um Holt. Fyrir tíma bílasíma og farsíma mæltu ferða­ menn sér þar iðulega mót, þegar ferðast var á fleiri en einum bíl. Á krossgötum við Skjálfandafljót þar sem vegir austur til Mývatns, norður Aðaldal til Húsavíkur og á Tjörnes mæta Sprengisandsleið er veitinga- og gistihúsið Fosshóll. Þar hefur í meira en 80 ár verið boðið upp á hressingu bæði fyrir bíla og fólk. Auk þess var Spássíuefni: þarna lengi pósthús og símstöð. Frá Fosshóli er fögur sýn til Goðafoss og þaðan er jafn Frá 1950 til 1970 rúmlega tífaldaðist langt, 50 km, til Akureyrar, Húsavíkur og Mývatns. straumur erlendra ferðamanna. Árið 1950 Matseðillinn var yfirleitt stuttur á þessum stöðum og algengast var að fólk fengi sér kaffi töldust þeir vera 4.383 en tuttugu árum og kökuskammt sem samanstóð af flatköku, jólaköku eða pönnuköku og kleinu. Pylsur seinna komu 52.908 erlendir ferðamenn voru oftast á boðstólum og sums staðar var boðið upp á kjötsúpu. til landsins.

Fjölsóttur aldingarður Um áratugaskeið var garðyrkjustöðin Eden í Hveragerði einhver vinsælasti viðkomustaður ferðafólks á Suðurlandi. Hún var í eigu garðyrkjufræðingsins Braga Einarssonar sem byggði upp Eden að bandarískri fyrirmynd árið 1958. Staðurinn var eins konar samspil Hér er Bragi við afgreiðsluborðiðí Eden. Örlög skálans gróðurhúss og veitingastaðar og Bragi var áfram um að hafa hann við þjóðveginn til að fá urðu grimm. Hann brann til grunna sumarið 2011. sem flesta til að koma þar við. Eden átti eftir að stækka og breytast í tímans rás. Þar var

164 | FERÐAÞJÓNUSTA Þjónustustúlkur voru vinsælt myndefni í þjóðbúningum sínum. Hér eru þær Marrit Einarsson og Anna Magnúsdóttir með herramanni A. R. Reeves á milli sín sumarið 1968.

Á Flúðum í hádeginu að manns í hádeginu og þurfti að skipuleggja ferðirnar þannig að Gullni hringurinn hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. fólkið kæmi í matinn í hollum. Sumarið 1971 var til dæmis áætlað að Fyrst var hann oftast nefndur í tengslum við ferð frá Reykjavík til gestirnir hafi verið samtals 20.000 talsins. Þingvalla, að Gullfossi og Geysi og til baka sömu leið. Síðar voru „Það var alveg fullt að gera og við gengum í öll störf,“ sagði Anna Laugarvatn og Skálholt með í hringnum og stundum hefur verið Magnúsdóttir sem starfaði við veitingarnar um árabil.37 „Áður en farið yfir Hellisheiði og þar með um Hveragerði. Frá 1968 voru Flúðir hótelið var byggt var tekið á móti fólkinu í félagsheimilinu og þar um tíma mikilvægur hluti af Gullna hringnum. Það var ekki síst fyrir gat verið margt um manninn, ekki síst þegar farþegar skemmti- tilstilli Ingólfs Péturssonar veitingamanns. ferðaskipanna bættust við. Kynnisferðir stjórnuðu rútuferðunum þó Flúðir höfðu á skömmum tíma orðið myndarlegt þorp. Jarðhitinn þannig að ekki komu allir á sama tíma.“ allt um kring átti mikinn þátt í því en þjónusta við ferðamenn hjálp- Mikið var lagt upp úr snyrtimennsku og jafnan voru hvítir dúkar, aði mikið til. Seint á sjöunda áratug tuttugustu aldar var þar reistur stífpressaðir, á borðum. Aðallega var boðið upp á lax eða lúðu og myndarlegur heimavistarskóli sem nýttur var sem hótel á sumrin. meðlætið var grænmeti sem ræktað var á staðnum. Í eftirrétt voru Um þetta leyti var jafnframt byggt eins konar mótel, Skjólborg, lítil rjómapönnukökur. hús sem hvert um sig var aðeins eitt herbergi. Þau nutu ekki síst Ingólfur hafði þann hátt á að vinnulaunin voru ákveðið hlutfall af vinsælda vegna þess að við hvert hús var heitur pottur. veltu sem skipt var á milli starfsfólksins eftir eðli starfsins og starfs- Ingólfur hafði komið að Flúðum til þess að mála skólann en tók aldri. Anna sagði að þetta hefðu verið uppgrip hjá starfsfólkinu – svo við rekstri mötuneytisins. Það varð til þess að Flúðir voru um hún hefði til dæmis unnið sér inn fyrir eldavél og fleiri nauðsynjum skeið viðkomustaður í hádeginu þegar farið var með ferðamenn að í nýja heimilið sitt. „Þetta var mjög skemmtilegt starf,“ sagði hún. „Við Gullfossi og Geysi. Gestirnir voru margir á vegum Kynnisferða sem kynntumst fólki úr öllum heimshornum. Við framreiðslustúlkurnar meðal annars sáu um ferðir áningarfarþega Loftleiða og þessum vorum alltaf í upphlut og það var vinsælt að taka myndir af okkur. hópum fylgdu miklar annir. Stundum snæddu þarna á fjórða hundr- Ég fékk margar myndir frá þakklátum gestum.“

FERÐAÞJÓNUSTA | 165 ekki bara hægt að fá blóm og grænmeti heldur alls kyns veitingar og minjagripi í miklu úrvali. Líklegt er að meirihluti þjóðarinnar hafi á sinni tíð einhvern tíma komið í Eden og fengið sér ís, spjallað við talandi krákuna Margréti eða skoðað þar myndlistarsýningu. Leiðsögumenn og fararstjórar sáu svo til þess að erlendir ferðamenn kæmu þar við í þús­ undatali. Um helgar voru stundum allt að tíu þúsund gestir í Eden. „Ég spáði því fyrir 25 árum að Hveragerði ætti eftir að verða einn helsti ferðamannabærinn á Íslandi,” sagði Bragi í viðtalið árið 1986.38 „Hingað koma nær allir útlendir ferðamenn sem á annað borð heimsækja landið. […] Það er eiginlega eins og við séum við Laugaveginn.” Bragi rak Eden í tæpa hálfa öld – og hafði alltaf jafn gaman af vinnu sinni: „Ánægjan af rekstri Eden er mitt brennivín,” sagði hann.

Vegir ráða veitingum Ný vegastæði valda iðulega mikilli röskun á rekstri söluskála. Þannig varð Hvítárbrú í Borgarfirði á sínum tíma hvatinn að byggingu Hvítárskála. Þetta er merkileg brú. Hún var byggð árið 1928 og það varð að keyra steypuna í hana í hjólbörum – menn höfðu enga krana, né annað það sem nú þykir sjálfsagt við brúargerð. Samt hefur ekki komið í hana sprunga, hvað þá meira. Hins vegar er skálinn – sem þótti um tíma hinn virðulegasti veit­ ingastaður – horfinn. Theódóra Sveinsdóttir byggði þarna skála árið 1936 en síðar var hann aflagður og nýr reistur. Í sex áratugi var þetta eftirsóttur viðkomustaður – en svo kom Borgarfjarðarbrúin árið 1981 og fljótlega eftir það gáfust eigendur skálans upp á rekstrinum. Þó var um skeið opin matvöruverslun á staðnum. Hún þjónaði íbú­ um uppsveita Borgarfjarðar og sumarbústaðaeigendum. Dagar Hvítárskálans enduðu þannig að árið 1997 fékk Slökkvilið Borg­ arfjarðar skálann til að æfa slökkvistarf og reykköfun. Að æfing­ um loknum var hann látinn brenna til grunna. Annar víðfrægur áningarstaður, Botnsskálinn, varð undan að láta við komu Hvalfjarðarganganna árið 1998. Umferð fyrir fjörð­ inn snarminnkaði um leið og göngin voru tekin í notkun og þar með hvarf rekstrargrundvöllur vegasjoppanna þar. Ferstikla er þó eftir sem áður í rekstri frá því snemma í maí og fram í september. Hvítárskáli í ljósum logum, eftir langa og dygga þjónustu. Reksturinn þar byggist á nábýli við sumarhúsabyggð og umferð þeirra sem vilja njóta feg­ urðar Hvalfjarðar.

Með bílinn á sjó Hvalfjarðargöngin réðu ekki einungis örlögum vegaskála. Þau gerðu líka út um rekstur Akraborgarinnar sem um langt árabil hafði flutt farþega og bíla milli Reykjavíkur og Akraness. Allt frá árinu 1897 höfðu siglingar milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness verið nokkuð reglulegar. Fyrst var lítið gufuskip, Faxi, notað til siglinga milli þéttbýlis­

166 | FERÐAÞJÓNUSTA staða við Faxaflóa og næstu ára­ tugina voru skip þar í förum; Suðurlandið, Laxfoss, Eldborg og loks Akraborgin. Ferðum í Borg­ arnes var hætt árið 1966, en þrjár Akraborgir tóku við hver af ann­ arri allt þar til árið 1998. Þann 10. júlí það ár sigldi Akraborgin sína síðustu ferjuferð. Árið 1974 var farið að flytja bíla með Akraborginni. Fyrsta árið flutti hún tæplega fimm þúsund bíla, en þá var ekki komin bílabrú í skipið. Bílunum var lyft um borð. Eftir tilkomu bílabrúarinnar fjölg­ aði bílunum mjög ört. Árið 1986 var metár. Þá voru yfir 80 þúsund bílar ferjaðir með Akraborginni. Akraborgin hefur ekki verið leiðinlegur vinnustaður. Flestir í áhöfninni höfðu um Akraborgin var mikið notuð þegar hún var og hét. tuttugu ára starfsaldur þegar þeir hættu og nánast enginn hætti fyrr en ástæða var til vegna aldurs. Þó var stundum nokkur veltingur í þessum ferðum. Versta veðrið sem Akraborgin sigldi í var 3. febrúar 1991. Þá var suðvestanátt og 12 vindstig. Siglingin, sem vanalega tók eina klukkustund, tók þrjá og hálfan tíma í það skiptið. Hallamælirinn var í botni allan tímann, stóð í 40 gráðum. Þegar hætt var að nota Akraborgina sem ferju, varð hún slysavarnarskip og fékk nafnið Sæbjörg.

Á spássíu: Bíllinn – þarfasti þjónninn Töflumöguleikar: 1950 41,8 fólksbílar pr. 1.000 íbúa Á árunum 1950-1970 varð bylting í bílamálum þjóðarinnar. Þegar árið 1970 var á enda 1970 199,4 fólksbílar pr. 1.000 íbúa runnið hafði bílaeign þjóðarinnar fimmfaldast, ef miðað er við fólksbíla eingöngu. Þessari Bílaeign alls: hröðu þróun var auðvitað engan veginn lokið, en ljóst er að á þessum tveimur áratugum 1950 10.716 bílar gjörbreyttust ferðavenjur Íslendinga. Nú gat allur almenningur lagt land undir hjól 1970 47.011 do. hvenær sem ferðalöngunin gerði vart við sig. Liðin var sú tíð þegar sitja þurfti fyrir mjólkur­bílnum eða bíða eftir vikulegri ferð sérleyfisbílsins ef fólk vildi bregða sér milli 23,9 íbúar um hvern fólksbíl staða. 1970 5 íbúar um hvern fólksbíl

FERÐAÞJÓNUSTA | 167 Vandræðaástand í móttöku ferðamanna

Eftir að Flugvallarhótelinu í Reykjavík var lokað er í fá hús að venda fyrir erlenda ferða- langa. Nefnd sem kannar málin telur tafarlausra úrbóta þörf. Nýtískulegt hótel Bændur Loftleiðahótelið nýja er búið fullkomnasta eldhúsi landsins, með kjötvinnslu og bakaríi. Á hótelinu er líka að finna hárgreiðslustofu, reisa höll í rakarastofu og minjagripaverslun – auk sundlaugarinnar sem skart- Reykjavík ar listilega gerðum mósaíkmyndum. Þorvaldur Guðmundsson segir Risastórt að Hótel Saga valdi þáttaskil- Augu skákheimsins um í höfuðborginni. Matthías beinast að Reykjavík heilsuhótel við Johannessen telur að hótelið Kleifarvatn „stækki Ísland.“ Einvígi þeirra Spasskys og Fisch- Bandaríska ráðgjafarfyrirtæk- ers um heimsmeistaratitilinn í ið Checchi and Company hefur skák sem fer fram í Laugardals- lagt fram tillögu um risavaxið höll vekur feykilega athygli um lúxushótel, veitingahús, heilsu- veröld víða, og hefur verið nefnt hæli, golfvöll og heilsuböð í Einvígi aldarinnar. nýstárlegri byggingu við Kleif- arvatn. Fljótandi hótel! Þrjátíu metra langt og átta metra breitt skip með gín- andi trjónu mun verða rekið sem flótel á Hlíðarvatni í Hnappadal. Þrettán káetur eru um borð, auk setustofu 168 | FERÐAÞJÓNUSTA og borðstofu. hótelvæðing í bæ og sveit

Aukin landkynning um miðbik síðustu aldar dró fleiri gesti til Íslands. Það var þó sem menn svæfu Þyrnirósarsvefni varðandi gistinguna og lengi ríkti óviðunandi ástand í hótel­ málum landsmanna. Samvinna er forsenda þess að ferðaþjónusta fái þrifist. Í hverju ferðalagi fléttast saman samgöngur, gisting, veitingar og þjónusta og er hver þáttur jafn mikilvægur ef ferðin á að heppnast vel. Þrátt fyrir eilífar kvartanir um hótelskort þokaðist lítið í þeim málum allt fram undir 1960. En þá varð líka stökkbreyting. Gistirými í Reykjavík margfaldaðist með tilkomu stórra hótela og úti á landi rann tími Edduhótelanna upp.

Menn klóra sér í hausnum... Ýmsar hugmyndir og draumar um hótelbyggingar skreyta íslenska annála fram eftir 20. öldinni en sjaldnast varð neitt úr framkvæmdum. Nefnd á nefnd ofan var skipuð til að finna lausn á gistivandanum en afraksturinn varð lítill sem enginn. Frá því fyrir stríð og fram til ársins 1951 hafði gistirýmum á landinu öllu fjölgað óverulega og þeim hafði meira að segja fækkað í Reykjavík. Ein nefndin komst að því árið 1950 að leggja ætti niður Flugvallarhótelið á Reykjavíkur­ flugvelli. Ferðaskrifstofa ríkisins hafði rekið það frá því að herinn fór. Þetta gamla bragga­ hótel var í mikilli niðurníðslu og vart mönnum bjóðandi. Lokun þess kallaði hins vegar á enn frekari vandræði: „…um leið [...] skapast fullkomið vandræðaástand um móttöku ferðamanna í bænum ef ekki verða tafarlaust gerðar ráðstafanir til að auka gistihúsa­

FERÐAÞJÓNUSTA | 169 kostinn…“ eins og stendur í álitsgerð nefndarinnar.1 Höfund­ arnir virðast hafa talað fyrir daufum eyrum, því enn varð bið á úrbótum. Stúdentagarðar voru reistir við Háskóla Íslands árið 1934 og frá fyrstu tíð voru þeir nýttir sem sumarhótel, eins og reyndar ýmsir heimavistarskólar úti á landi. Herinn tók yfir stúdenta­ garðana á stríðsárunum og þegar aftur átti að nýta þá sem sumar­hótel að stríði loknu, var ástand þeirra mjög bágborið. Ástæðan var meðal annars sú að ekki höfðu fengist innflutn­ ingsleyfi fyrir nauðsynjum, eins og hreinlætistækjum. Ef frá eru talin gistivandræðin má segja að forkólfar Ferða­ skrifstofu ríkisins hafi verið tiltölulega ánægðir með stöðuna í Risadraumar ferðamálum í byrjun sjötta áratugarins. Reiknaðist mönnum til Árið 1945 lagði ríkisstjórnin til að að með íslenskum farartækjum væri hægt að ferja til og frá landinu um sex þúsund Eimskipafélagið, Reykjavíkurborg og erlenda gesti yfir sumarmánuðina. Það væri ákjósanleg staða, eða eins og segir í skýrsl­ ríkið legðu í púkk og kostuðu smíði unni: „Kynningarstarfsemi sú, sem Ferðaskrifstofan [ríkisins] og einstaklingar reka nú risahótels í miðbæ Reykjavíkur. Þar yrðu erlendis um Ísland er komin á svo öruggan grundvöll, að auðsætt er, að okkur er í sjálfs­ rúm fyrir 155 manns. Í fyrstu var gert ráð vald sett með skynsamlegri og eðlilegri þróun hennar, að ákvarða nokkurn veginn fyrir­ fyrir að hótelið risi í Grjótaþorpinu en fram, hve marga erlenda ferðamenn við fáum hingað árlega.“2 Þetta starf fór þó fyrir lítið síðar var ákveðið að það yrði byggt við þegar ekki var hægt að hýsa alla sem vildu koma. suðvesturenda Tjarnarinnar. Fenginn var Fyrir utan Hótel Borg voru aðeins fáein lítil gistihús í Reykjavík með samanlagt gisti­ bandarískur arkitekt, Francis Keally, til að rými fyrir 320 manns. Það dugði hvergi nærri þegar ferðamenn tóku að streyma hingað á hanna hótelið. Áætlaður kostnaður við vormánuðum. „Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að hér eru fá, og með bygginguna hljóðaði upp á 15 milljónir örfáum undantekningum, léleg gistihús,“ segir í einni skýrslunni enn, ferðamálaskýrslu króna og áttu eigendurnir að skipta Þorleifs Þórðarsonar frá 1955.3 Stundum þurfti að koma vegalausum ferðalöngum fyrir á honum jafnt á milli sín. Til samanburðar flatsæng í skólum þegar öll hótel voru full. Og mönnum blöskraði ástandið: „Til hvers er má geta þess að áætlun fyrir byggingu öll landkynningin […] til hvers er verið að hæna menn til Íslands […] til hvers er að marg­ nýrrar heimavistar við Menntaskólann falda farþegapláss millilandaflugvélanna, ef ekki er svo hægt að taka á móti útlendum á Akureyri árið 1946, hljóðaði upp á ferðamönnum hér heima vegna þess að ekkert hótelpláss er fyrir hendi? Það væri ömurlegt þrjár hæðir og kjallara, 72 herbergi og 3 um að litast á þessu landi, ef ekkert hefði verið byggt og allt staðið í stað síðan 1930 eins milljónir króna. „Dýr myndi Hafliði allur,“ og reyndin hefir orðið í gistihúsamálum Reykjavíkurborgar.“4 hugsuðu margir, ekki síst þeir sem höfðu Þetta sagði Þorvaldur Guðmundsson, hótelstjóri Hótels Sögu, þegar leið að opnun þess barist fyrir því að í stað risahótels yrðu árið 1962. Í hnotskurn lýsa þessi orð stöðunni eins og hún var þá. En það voru sumsé byggð nokkur smærri gistihús hér og þar bændur sem með höll sinni urðu fyrstir til að hrinda hóteldraumunum í framkvæmd, þótt í borginni. Ekki var þjónusta arkitektsins það tæki langan tíma að koma henni upp. heldur gefins; talað var um að hann hefði fengið allt að 300.000 krónum fyrir sinn snúð og fóru þær sögur mjög fyrir Flottheit í Eyjum brjóstið á fólki. Niðurstaðan varð sú að Landsbyggðin var aðeins betur sett en Reykjavík þar sem í flestum kaupstöðum mátti draumurinn var of dýr og ekkert varð af finna að minnsta kosti eitt gistihús eða hótel, fyrir utan heimavistarskólana sem flestir 5 framkvæmdum. voru inn til sveita. Yfirleitt var aðstaðan þokkaleg, herbergin þó víðast lítil og fæst með

170 | FERÐAÞJÓNUSTA sérbaðherbergi. Mörg gistihúsanna voru gamal­ gróin og hafði lítið verið gert til að hressa upp á þau í langan tíma. Nokkrar undantekningar voru á þessu. Útgerðarmaðurinn Helgi Benediktsson hafði byggt fjögurra hæða hótel við Heiðarveg í Vest­ mannaeyjum árið 1950 sem rúmaði 70 gesti. Helgi var umsvifamikill í athafnalífi Vestmanna­ eyja um áratugaskeið og kom víða við. Svo víða raunar, að sænskum blaðamanni sem kom á þjóðhátíðina árið 1950 ásamt ljósmyndara fannst eiginlega nóg um: „Að vera Íslendingur er það besta sem hugsast getur, að vera Vestmannaey­ ingur er enn fínna. [Þeir] eru manna ríkastir á Íslandi […] Ríkastur hinna ríku er maður sá sem dylst bak við bókstafina H.B., sem maður sér hvarvetna í Vestmannaeyjum. Þeir eru bróderaðir á rekkjuvoðirnar í hótelinu […] þeir standa á matarílátunum í matsölunni […] Maður les þá á húsveggjunum beint á móti, þegar maður vaknar og hleypir upp fellitjaldinu, þeir standa á öllum dósum með niður­ soðnum fiski, á öllum bátum, öllum bílum, í öllum búðargluggum […] Það lítur ekki út fyrir að þarna rúmist neinn nema þessi Helgi Benediktsson.“5

Borgfirðingar byggja Á Vesturlandi sýndu Borgfirðingar hvað mesta framkvæmdasemi í hótelmálum. Borgarnes hafði um aldir verið einn helsti áningastaður á Vesturlandi og viðkomustaður strand­ ferðaskipanna þegar þau hófu áætlunarsiglingar. Hótel var reist þar árið 1906. Þar var einnig helsti samkomustaðurinn í héraðinu og áratugum saman var þar dansað um nánast hverja helgi – allt þar til hótelið brann til grunna árið 1949. Eigandi þess, Ingólfur Péturs­ son, hófst strax handa við að reisa nýtt hótel við Egilsgötu en nokkur ár tók að koma því upp. Árið 1955 var það opnað formlega og þótti hin glæsilegasta bygging með gistirými fyrir um 50 manns. Hótelinu stýrði Steinunn Hafstað, fyrsti sérhæfði hótelstjóri landsins. Hún hafði sótt sér menntun í hótelrekstri í Bandaríkjunum og hafði víðtæka reynslu af þeim störfum. Hótelið í Borgarnesi hefur alla tíð gegnt lykilhlutverki fyrir ferðaþjónustu og félagslíf í sveitarfélaginu. Pétur Geirsson, veitingamaður í Botnsskála og Hreðavatns­ skála, keypti það árið 1990, stækkaði það og endurbætti. Hann rak hótelið í félagi við Jón son sinn fram á nýja öld. Við hótelstjórahlutverkinu tók síðar Sonja Lind Eyglóardóttir sem ekki var ókunnug rekstrinum. „Ég hef alltaf verið viðloðandi hótel- og veitingabrans­ ann […] ég byrjaði sem uppvaskari hérna á hótelinu þegar ég var 13 ára og það voru mín fyrstu skref í bransanum,“ sagði hún í viðtali síðar.6 Annað nýtt hótel reis í sömu sveit um miðja síðustu öld – Hótel Bifröst við Hreðavatn.

FERÐAÞJÓNUSTA | 171 Samband íslenskra samvinnufélaga reisti félagsheimili á Bifröst árið 1951 en nokkrum árum síðar var byggt myndar­ lega við húsið og Samvinnuskólinn fluttur þangað úr Reykjavík. Á sumrin gegndi skólinn svo hlutverki hótels, enda í þjóðbraut milli Norður- og Suður­ lands. Þar mátti hýsa allt að 100 manns í 25 herbergjum. Samvinnumenn voru stoltir af útkomunni: „Með Bifröst hafa samvinnumenn ekki aðeins eignazt glæsilegt félagsheimili og skóla, heldur og lagt þjóðinni til fegursta gistihúsið, Hótel hefur verið rekið að Bifröst í Borgarfirði frá því sem til er í sveit á landinu.“7 Hótelið naut strax mikilla vinsælda, enda var boðið upp á um miðja síðustu öld. fleira en gistingu, s.s. skemmtiferðir um sveitina, útreiðartúra, veiðiferðir og auðvitað veit­ ingar. Í matsalnum voru borðin dekkuð upp með stífuðum líndúkum, fersk blóm í öllum vösum og á matseðlinum mátti finna það besta úr matarkistu Norðurárdalsins; nýjan lax með öllu tilheyrandi og auðvitað skyr með rjóma – og kannski berjum þegar komið var fram í ágúst. Á Austurlandi sátu menn heldur ekki auðum höndum og voru nokkur hótel sett á lagg­ irnar þar á sjöunda áratugnum. Gistingu hafði verið hægt að fá á Egilsstaðabúinu allt frá því í byrjun aldarinnar og á Seyðisfirði hafði frá 1943 verið rekið hótel undir nafninu Snæfell, síðar Hótel Fjörður. Árið 1965 var Hótel Egilsbúð opnað í Neskaupstað og ári síðar hófst rekstur hótels Öskju á Eskifirði. Egilsstaðabúar breyttu félagsheimilinu Vala­ skjálf í hótel árið 1967 og tveimur árum síðar hófst rekstur Hótels Tanga á Vopnafirði.

Sextán sumur á Búðum Um miðja síðustu öld voru rekin rúmlega 20 sumarhótel á landinu. Mörg þessara hótela eiga sér langa sögu. Að Búðum á Snæfellsnesi var um aldir fjölsóttur verslunarstaður en fyrsta gistihúsið þar var opnað árið 1947. Hótelið naut alltaf mikilla vinsælda og voru þar haldin fræg Búðamót um verslunarmannahelgar. Þar komu brottfluttir Snæfellingar saman, skemmtu sér og dönsuðu inn í nóttina. Á árunum 1955-1971 ráku hin kunnu veitingahjón Lóa Kristjánsdóttir og Friðsteinn Jónsson hótelið. Friðsteinn vann líka í Reykjavík og var Lóa því oft ein á vaktinni ásamt vinnukonum sínum. „Aðstaðan var alla tíð erfið,“ sagði Lóa löngu síðar.8 „Við urðum til dæmis fyrstu árin að fá rafmagn frá vél sem var mjög duttlungafull, og þar sem konur voru einar að störfum í byrjun, urðum við að vinna margt handtakið sem betur var talið henta körlum. [...] Ég eignaðist brátt ótal vini vegna starfa minna að Búðum og það olli því að þótt starfsdagurinn væri langur og erfiður veittist mér sú lífsfylling sem ekki verður metin til fjár.“ Af öðrum sumargististöðum á fyrri hluta síðustu aldar má nefna Reykjaskóla í Hrúta­

172 | FERÐAÞJÓNUSTA firði, Ásólfsstaði í Þjórsárdal, Hallormsstað á Héraði, Laugar í Reykjadal, Geysi í Haukadal, Breiðabólsstað og Múlakot í Fljótshlíð, sem var einn fjölsóttasti sumargististaðurinn á Hellas og hljómmikil armbönd landinu fram undir miðja öldina. Barðstrendingar reistu hótel í Bjarkalundi í Reykhóla­ Steinunn Hafstað setti mark sitt á veit- hreppi árið 1947. Allar götur síðan hefur verið rekið þar sumarhótel. Í Vatnsfirði var veit­ inga- og hótelrekstur Íslendinga. Eftir að ingaskálinn Flókalundur byggður árið 1961 og í framhaldinu útbúin gistiaðstaða fyrir 40 hafa lokið námi í hótelstjórnun hjá Lewis manns. Hotel Training School í Washington árið 1947 stýrði hún átta hótelum á Íslandi. Þau rak hún af myndarskap og dugnaði og lágu skrifstofustörfin jafn vel fyrir henni og matseldin. Hún var nákvæm þegar kom að rekstrinum en líka hláturmild og fjörug. Þeir sem hana þekktu gátu alltaf vitað hve- nær hún nálgaðist, bæði vegna hinnar sér- kennilegu lyktar sem fylgdi Hellas sígarett- unum sem hún reykti af miklum móð – og af klingjandanum í armböndunum sjö sem hún bar nánast alla daga.

Múlakot í Fljótshlíð. Þar var lengi vinsæll áningarstaður ferðamanna, enda þótti skrúðgarðurinn þar einstakur á sinni tíð. Í Múlakoti kom Skógrækt ríkisins upp fyrstu gróðrarstöðinni á Suðurlandi.

Saga stækkar Ísland Bændasamtökin hófust handa við byggingu stórhýsis árið 1956. Framkvæmdum lauk hins vegar ekki fyrr en sex árum síðar. Bændur hugðust nota hluta byggingarinnar fyrir eigin skrifstofur og til útleigu, en talsverðan hluta hennar átti að leggja undir 90 hótelher­ bergi. Þorvaldur Guðmundsson veitingamaður hafði sjálfur ætlað að byggja hótel í Vatnsmýr­ inni með 120 herbergjum. Með öll tilskilin leyfi upp á vasann og vilyrði fyrir 20 milljóna króna láni var Þorvaldur um það bil að hefja framkvæmdir árið 1960 þegar forysta Bænda­ samtakanna fékk hann til að leggja þær ráðagerðir til hliðar. Betur færi á því að menn sameinuðu krafta sína í að koma upp einu stóru hóteli. „Eftir ýmsar vangaveltur taldi ég hyggilegt að láta hótelbyggingu mína bíða betri tíma,“ sagði Þorvaldur.9 Þetta var dýr framkvæmd. Hún var fjármögnuð að hluta með erlendum lánum, en einnig var lagt 0,5% viðbótargjald á búvörur – svokallað búnaðarmálagjald – sem rann til framkvæmdanna. Alþingi samþykkti þessa skattlagningu með lögum sem voru í gildi frá 1961 til 1970. Þótt byggingin gengi undir nafninu Bændahöllin fékk hótelið nafnið Saga og reis hátt aftan við Háskólabygginguna – skyggði jafnvel á þessa háborg menntunar, að sumra mati. Gárungarnir á Speglinum gerðu sér mat úr því: „[Hún] er svo reisuleg að séð að austan

FERÐAÞJÓNUSTA | 173 gleypir hún Háskóla vorn, sem sést þá sem einskonar fordyri fyrir bákninu […] og víst er Þéttir fari fyrr að sofa um að bændurnir, sem lengi hafa verið glúrnir, hafa þarna viljað undirstrika sigur holds­ Fram að því að Hótel Saga var opnuð ins (þ.e. dilkaketsins) yfir andanum, sem Háskólinn er alltaf eitthvað að burðast með.“10 var ekki um marga gististaði að ræða í Hótel Saga var tekin í notkun í áföngum. Vegna skorts á gistirými reyndist nauðsynlegt höfuðborginni. Þjónustan sem var í boði að hleypa ferðamönnum inn í 30 herbergi á fimmtu hæðinni sumarið 1962, þótt ekki væri var heldur ekki fullkomin. Halldór Gröndal, allt orðið klárt. Það dugði ekki til. Fyrstu vikuna í júlí voru um 100 ferðamenn húsnæð­ veitingamaður á Naustinu, sagði frá því í islausir. Svo mikil var þörfin. En smám saman urðu vistarverurnar í þessari átta hæða höll Vikunni í júlí 1958 að danskur kollegi sinn, fullbúnar, með rúmum fyrir 150 gesti. Þar var einnig að finna veitingasali, gufubað, snyrti- afar þéttvaxinn og þungur á sér, hefði og hárgreiðslustofu, rakarastofu, litlar verslanir, bari, fundarherbergi og Stjörnusalinn, verið með honum í veislu. Þegar hún var sem varð betur þekktur undir nafninu Grillið. nýhafin tilkynnt hann brottför sína, öllum Súlnasalurinn var á þeim tíma langstærsti samkomusalur landsmanna, tók um 550 til undrunar: „Jú, sjáið til,“ sagði hann, manns í sæti. Það þurfti að brydda upp á ýmsu til að fylla salinn þann. Meðal annars var „lyftan á hótelinu hættir að ganga kl. 10 á slegið upp böllum um helgar með Svavari Gests og hljómsveit. kvöldin og ég yrði alla nóttina að paufast „Það má segja, að Hótel Saga hafi valdið algerum þáttaskilum í hótelmálum höfuðborg­ upp stigana heim í herbergið mitt.“ 12 arinnar. Hún var fyrsta nýtísku hótelið, sem byggt var í Reykjavík eftir 1930,“ sagði Þor­ Ástæðan mun hafa verið skrölt í lyftunni valdur.11 „Matthías Johannessen sagði [...] að Hótel Saga hefði stækkað Ísland. Það held ég sem raskaði svefnró gestanna. að sé ekki ofmælt.“

Súlnasalurinn varð fljótt vinsæll fyrir meiriháttar veisluhöld og hátíðir.

174 | FERÐAÞJÓNUSTA Hótel á helgum stað Nískur varaforseti Þingvellir voru og eru fjölsóttasti ferða­ Margir þekktir gestir hafa gist á Hótel mannastaður Íslands. Aðstaða til að taka á Sögu, þar á meðal Lyndon B. Johnson, móti ferðamönnum þar hefur þó alla tíð þáverandi varaforseti Bandaríkjanna. verið upp og ofan. Gistihúsið Valhöll hafði Hann kom í opinbera heimsókn til verið reist við svonefnda Kastala árið 1898. landsins árið 1963. Engin minjagripa- Fyrir alþingishátíðina 1930 var byggingin verslun var þá á hótelinu og var því flutt vestur yfir Öxará þar sem hún stóð um Haukur Gunnarsson, verslunarstjóri áratugaskeið. Ekki var þó glæsileiki hótels­ Rammagerðarinnar, kallaður til. Hann ins alltaf í samræmi við umhverfið. Þegar kom með margvíslegan varning með Valhöll var auglýst til sölu árið 1962 var sér en hafði ekki mikið upp úr heim- hún í mikilli niðurníðslu. sókninni: „Ég var ekki fyrr búinn að Heilbrigðiseftirlit ríkisins hafði dæmt eitt og nefna verð en þessi stórhöfðingi byrj- annað ónothæft, s.s. snyrtiaðstöðu, eldhús aði að prútta,“ sagði Haukur síðar. „Og og matvælageymslur. Hópur veitingamanna náttúrulega öpuðu förunautar hans keypti Valhöll en ríkið tók þátt í kostnaði það eftir honum. Ég væri löngu kom- við endurbætur á hótelinu og var allt annar inn á hausinn ef ég hefði ekki átt betri bragur á því þegar opnað var um sumarið. viðskiptavini en þennan Johnson.“13 Hinn kunni veitingamaður, Sigursæll Magnússon, stýrði rekstrinum í nokkur ár en róð­ urinn var stundum þungur. Að hans mati hefði Valhöll þurft að vera í eigu ríkisins því einstaklingum væri ofviða að reka staðinn sómasamlega. Það fækkaði í eigendahópnum í kringum 1970 en eftir sat Ragnar Jónsson sem átti og rak hótelið áfram í samstarfi við Jón son sinn. Gerðar voru endurbætur á því fyrir þjóðhátíð­ ina miklu sem haldin var á Þingvöllum 1974 í tilefni af 1100 ára byggð í landinu. Þá var meðal annars gamla gistiálman rifin og önnur byggð í staðinn. Þar með voru herbergi hót­ elsins orðin 40 með 80 rúmum og veislusalirnir tóku 400 gesti. Íslenska ríkið eignaðist hótelið á nýrri öld. Veitinga­ rekstur var í þessari sögufrægu byggingu allt þar til hún brann til grunna í júlí árið 2009.

Hótel á holtinu Þótt Þorvaldur Guðmundsson hafi ýtt áformum um eigið Svona leit Hótel Valhöll út um miðja síðustu öld. hótel til hliðar fyrir Hótel Sögu, gaf hann þau ekki upp á bátinn. Hann vildi byggja vandað hótel en ekki í lúxusflokki og alls ekki of stórt. Í Þingholtunum reis svo Hótel Holt, sjöunda hótelið í höfuðborginni, með 36 herbergjum á þremur hæðum. Ítalskur marmari prýddi framhlið gistihússins, íslenskt grágrýti í anddyrinu og herbergin voru lögð þykkum teppum horn í horn. Hótelið var opnað 12. febrúar 1965, rétt tímanlega til að hýsa erlenda gesti á Norðurlandaráðsþingi sem var að hefjast í borginni.

FERÐAÞJÓNUSTA | 175 Hótel Holt vakti ekki síst athygli fyrir fögur listaverk sem prýða þar veggi.

Ekki kemstu til himnaríkis... Um árabil vann í eldhúsi Valhallar hinn litríki skipskokkur Guðmundur Angantýs- son, eða Lási kokkur eins og hann var jafn- an kallaður. Auk þess að ganga vasklega til verka átti hann ævinlega til skemmtileg uppátæki og tilsvör. Og ekki hvarflaði að Lása að stinga af frá skylduverkunum. Fleiri dreymdi um að reisa hótel og einn þeirra var Ludvig Hjálmtýsson sem síðar varð Einn góðan veðurdag á sjó spáði Lási vit- ferðamálastjóri. Á sjötta áratugnum sótti hann margsinnis um leyfi til að byggja hótel við lausu veðri: „Þeir trúðu mér ekki svo ég fór Rauðarárstíg og fékk það á endanum. Hann lagði allar eigur sínar í bygginguna sem hafin bara að taka til og þvo upp eftir matinn. var árið 1970. Húsið reis, gler var sett í glugga og allt tilbúið fyrir innréttingar árið 1972 en Stuttu seinna kemur einhver að lúgunni þá varð Ludvig fjárvana og neyddist til að selja húsið. „Upp úr þessu hafði ég ekkert nema hjá mér og segir að nú skuli ég koma upp amstur og leiðindi,“ sagði hann í viðtali árið 1980.15 Framsóknarflokkurinn keypti húsið og því skipið sé að sökkva. Ég tók það auð- var þar rekið hótel undir nafninu Hof og síðar Hekla og Lind. „ Ég harma það enn að mér vitað ekki í mál að fara fyrr en uppþvott- tókst ekki að láta drauminn um eigið hótel rætast […] en með framlagi mínu til bygging­ urinn væri búinn, enda er það trú mín að arinnar við Rauðarárstíg tel ég þó að ég hafi lagt nokkurt lið til þess að þoka gistihúsamálum maður komist ekki til himnaríkis með slíku höfuðborgarinnar í rétta átt,“ sagði Ludvig. háttalagi.“ 14 Meðal annarra hótela í bænum á þessum tíma má nefna City Hotel sem opnað var á Ránargötunni árið 1959 með pláss fyrir 46 gesti. Hótelið stóð í útjaðri lóðar sem tilheyrði í árdaga Hótel Reykjavík. Hótelstjóri á City Hotel var Ingólfur Pétursson sem m.a. hafði áður byggt og rekið Hótel Borgarnes – og átti enn eftir að koma verulega við sögu hótel­ rekstrar á landinu.

Hótel á gömlu merg Nokkur hótel á landsbyggðinni standa á gömlum merg. Þeirra á meðal eru Hótel Reykja­ hlíð og Reynihlíð í Mývatnssveit. Þar hefur sama fjölskyldan staðið vaktina allt frá því Einar Friðriksson bóndi í Reykjahlíð reisti ásamt fjölskyldu sinni steinsteypt hús árið 1911 gagngert til að taka á móti gestum. Afkomendur hans héldu merkinu á lofti og árið 1942 byggðu hjónin Pétur Jónsson og Þuríður Gísladóttir, bændur í Reykjahlíð, nýtt gistiheim­ ili í Reynihlíð. Upp frá því varð ferðaþjónusta aðalatvinna fjölskyldunnar. Bílaumferð um Mývatnssveit jókst verulega eftir að brúin yfir Jökulsá á Fjöllum var

176 | FERÐAÞJÓNUSTA opnuð árið 1947 og varð því brýn þörf á auknu gistirými. Börn Péturs og Þuríðar, sem tekið höfðu við kyndlinum af foreldrum sínum, byggðu þá 19 herbergja hótel við bæinn sem var opnað árið 1949. Helga Valborg Pétursdóttir og eiginmaður hennar, Arnþór Björnsson, ráku Hótel Reynihlíð um áratugaskeið. Þau juku húsakostinn þar til muna og stóðu að ýmiss konar annarri uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitinni, buðu m.a. upp á bátsferðir um Mývatn og hestaleigu. Arnþór átti í langri baráttu við yfirvöld um að fá vín­ veitingaleyfi fyrir hótelið: „Ferðamenn, hvort sem þeir eru erlendir eða innlendir, gera þrjár kröfur til hótels; það er að fá að borða, sofa og drekka,“ sagði hann í viðtali árið 1970.16 „Hið fyrsta sem [þeir] spyrja yfirleitt um þegar þeir hafa skráð sig inn er […] Og hvar er svo barinn?“ Þeir hafi orðið hvumsa þegar þeim var sagt að hann væri ekki til staðar. Arnþór fékk skömmu síðar tak­ markað leyfi til vínveitinga – sem var hið fyrsta sem veitt var utan þéttbýlis. Um 1950 byggðu Sigurður Einarsson og fjölskylda hans í Reykjahlíð stórt stein­ hús við þjóðveginn og hefur þar verið rekið hótel allar götur síðan. Dætur hans, Guðrún og Svava, réðu þar húsum lengi vel en árið 2012 keyptu Pétur Snæbjörns­ son og Erna Þórarinsdóttir, eigendur Hót­ els Reynihlíðar, húsið. Þau reka nú bæði hótelin og veitingahús í gamla steinbæn­ um undir einum hatti. Pétur er afkomandi Péturs og Þuríðar í Reykjahlíð og hann hefur staðið í stafni við uppbyggingu ferðaþjónustu í Mývatnssveit undangengna áratugi. Byggt hefur verið við bæði hótelin í gegnum tíðina og þau endurbætt til að mæta kröfum nútímans.

Stórhugur á litlum stað Annað dæmi um hótel með djúpar rætur er Hótel Höfn. Hótel með þessu nafni var rekið á Siglufirði um áratugaskeið á síðustu öld en Hótel Höfn á Hornafirði var hins vegar opn­ að seint á árinu 1966. Ferðamenn sem höfðu áhuga á því að sjá undur Öræfasveitarinnar, Vatnajökul í allri sinni dýrð, urðu lengst af að leggja mikið á sig til að komast þangað. Margir farartálmar voru á syðri leiðinni frá Reykjavík að Höfn, sandar og fljót sem oft breyttu farvegi sínum. Árið 1966 voru enn átta ár í að Skeiðará yrði brúuð. Þetta ár var hins vegar annað stórfljót brúað, Jökulsá á Breiðamerkursandi, og varð þá fært frá Höfn inn í Öræfasveit. Fram að því hafði verið notast við ferju. Þessi samgöngubót hafði heil­ mikið að segja varðandi vöxt ferðaþjónustu í þessum landshluta sem sífellt fleiri voru að uppgötva. Á sama tíma var talsverð uppbygging í kringum sjávarútveginn á Höfn. Þó taldi bærinn aðeins um 700 íbúa árið 1960. Það þótti meira en lítil bjartsýni að byggja stórhýsi á borð við Hótel Höfn; eiginlega

FERÐAÞJÓNUSTA | 177 fífldirfska þótt þörfin fyrir aukið gistirými hefði verið aðkall­ andi. Ferðaskrifstofan Útsýn hafði frá árinu 1960 boðið hóp­ ferðir hringinn í kringum landið. Ekið var með ferðamenninna frá Reykjavík norður um land og suður til Hafnar. Þar dvöldu gestirnir á Hótel Skálholti í tvær nætur áður en flogið var með þá aftur til Reykjavíkur. Með flugvélinni sem sótti ferðafólkið kom annar hópur sem fór öfugan hring til baka. Þessar ferðir nutu svo mikilla vinsælda að brátt varð erfitt að hýsa alla gestina á Hótel Skálholti sem tvenn hjón áttu og ráku. Það voru Árni Stefánsson og Svava Sverrisdóttir og Ólöf systir hennar og Þór­ hallur Dan Kristjánsson. Þau réðust þá í að byggja nýtt hótel og var fyrsti hluti þess opnaður í október 1966, veitingasalur fyrir 130 gesti og 20 herbergi. Hótelið dró að sífellt fleiri gesti. Flest­ ir voru í hringferðunum á vegum Útsýnar, aðrir komu flugleið­ is til bæjarins en um páskana 1968 gerðist það að langferðabílar með 200 manna hóp af Suðurlandi birtust. Hóp­ urinn hafði brotist um vegleysur til þess að njóta hvíldar á hinu Hótel Höfn varð fljótlega fullnýtt á sumrin eftir að það nýja, glæsilega hóteli. var opnað árið 1966. Þremur árum síðar var gistirýmið tvöfaldað þegar viðbygging við hótelið reis. Hótelið var fullbókað á sumrin og ýmislegt var gert til að draga að gesti á öðrum árstímum: Litlar rútur voru keyptar til að fara með fólk í skoðunarferðir, vínbar var opnaður, árshátíðir haldnar, ráðstefnur og dansleikir. Aukinn ferðamannastraumur um suðausturhornið hélst í hendur við breytingar á flug­ málum Hornfirðinga. Flugfélag Íslands hafði flogið reglulega til Hafnar frá árinu 1939 og var þá lent á Melatanga á Suðurfjörum en þá þurfti að ferja fólk yfir ósinn. Árið 1965 var gerður nýr flugvöllur í Árnanesi og sama ár tók Flugfélag Íslands Fokker Friendship flug­ vélar í sína þjónustu í innanlandsfluginu. Flugferðum fjölgaði smám saman eins og ferðamönnunum, sem voru bæði Íslendingar og útlendingar. Algengt var að ferðamenn­ irnir kæmu flugleiðis til Hafnar, gistu á Hótel Höfn áður en þeir skoðuðu sig um í Öræfum og Suðursveit og flygju svo heim frá Fagurhólsmýri. Þegar Skeiðará var brúuð 1974 margfaldaðist umferðin um landsfjórðunginn landleið­ ina og suðausturhornið varð hluti af hringveginum sem æ síðan hefur verið vinsælt að aka.

Næturnasl á nýju flugvallarhóteli Hótel Saga bætti verulega úr aukinni þörf fyrir gistirými í Reykjavík. Eftir að Loftleiðir hófu Stop-over áætlun sína var samið við Hótel Sögu um að hýsa þá gesti sem stöldruðu hér við í fáeina daga. Þetta leysti þó ekki allan vanda Loftleiðamanna. Þeir höfðu byggt yfir skrifstofur sínar á Reykjavíkurflugvelli snemma á sjöunda áratugnum og hugðust einnig byggja þar nýja farþegaafgreiðslu. Þegar búið var að steypa grunn afgreiðslunnar var milli­

178 | FERÐAÞJÓNUSTA Sundlaugin á Hótel Loftleiðum vakti mikla athygli. Sundkappinn Erlingur Pálsson lögreglumaður var fenginn til að vígja sundlaugina við opnun hótelsins árið 1966.

Sofið í sundlaug Stjórnendur Hótels Loftleiða voru dugleg- ir að finna upp á nýjungum til að laða að gesti, ekki síst yfir vetrarmánuðina. Hótel- ið var auglýst sem „heill heimur út af fyrir sig“ og gestum boðið upp á ýmiss konar landaflug félagsins hins vegar að mestu komið til Keflavíkur og var því ákveðið að byggja afþreyingu. Sælkerakvöld með exótísku hótel á grunninum. Veitti heldur ekki af, því þúsundir farþega notuðu tilboð félagsins um ívafi voru haldin mánaðarlega, hlaupa- og viðdvöl og varð stundum að koma þeim fyrir í heimahúsum þegar margt var um manninn gönguskíðabrautir fyrir hótelgesti útbún- í bænum og hótelin yfirfull. ar í Öskjuhlíðinni og fjölmennar ráðstefn- Enn var haft samband við Þorvald Guðmundsson. Honum fannst hugmyndin um ur hýstar reglulega. Allt var það gert í því Loftleiðahótel mjög góð og studdi hana dyggilega, jafnvel þótt þar væri hann að kalla sam­ augnamiði að auka herbergjanýtinguna. keppni yfir hótelið sitt og Hótel Sögu sem hann bar miklar taugar til. Hann var beðinn um Kvöld eitt í byrjun áttunda áratugarins að veita ráðgjöf, stýra framkvæmdum og hótelinu sjálfu fyrstu skrefin Byggingarfram­ varð eftirspurnin þó margfalt meiri en kvæmdir hófust árið 1965. Aðeins fimmtán mánuðum síðar var Hótel Loftleiðir opnað framboðið. Mikil seinkun varð á flugi Pan með pompi og prakt og til hófsins boðið um 1.500 manns – ekki þó öllum á sama tíma. American og ljóst að koma þurfti 160 Mikið var lagt í bygginguna. Í vel búnum herbergjunum voru rúm fyrir alls 216 gesti. manns fyrir í gistingu með litlum fyrirvara. Lögð var áhersla á íslenska framleiðslu og skreytingar. Þannig voru Cloudmaster-flugvélar „Ég fékk upphringingu um miðja nótt og Loftleiða sendar nokkrar ferðir norður í land til að sækja húsgögnin. Þau voru smíðuð hjá á innan við klukkustund var búið að kalla Valbjörk á Akureyri. Innblástur fyrir skreytingar í veitingasölum var sóttur í íslenska nátt­ út allt tiltækt starfsfólk; herbergisþernur, úru og sögur af víkingum. Þá var mikið lagt upp úr fagmennsku starfsfólks sem fékk kokka, barþjóna og hvaðeina,“ sagði Emil þjálfun hjá Danhótel í Kaupmannahöfn áður en hótelið var opnað. Útbúin var starfs­ Guðmundsson hótelstjóri.17 „Fullbókað var mannahandbók og af og til voru fengnir erlendir hótelsérfræðingar til að leiðbeina starfs­ á hótelinu þessa nótt svo við urðum að fólkinu. búa um öll aukarúm og bedda sem til Loftleiðahótelið var nýtískulegt og vel búið. Þar var eitt fullkomnasta eldhús landsins, voru og koma þeim fyrir hvar sem hægt með kjötvinnslu, bakaríi og öðru sem ekki hafði áður þekkst í íslenskum veitingaeldhús­ var. Fólk svaf á ótrúlegustu stöðum, til um. Þar var líka rakarastofa, hárgreiðslustofa og minjagripaverslun og í kjallaranum er dæmis ofan í sundlauginni sem stóð tóm, lítil en falleg sundlaug sem skartar listilega gerðum mósaíkmyndum. Fleiri listaverk prýða á göngum og í veitingasölum. Gestirnir 2 hótelið svo sem 80 m mósaíkverk Nínu Tryggvadóttur, Í flugheiminum, og höggmynd voru allir mjög ánægðir - og sá sem svaf Ásmundar Sveinssonar, Gegnum hljóðmúrinn. á barnum var hvað glaðastur.“ Svo var það kaffiterían. Þar var opnað klukkan fimm á morgnana til að þjóna árrisulum ferðalöngum. Margir nátthrafnar nýttu sér þessa þjónustu og komu við í kaffiteríunni eftir ball eða næturbað í heita læknum sem rann í Nauthólsvík.

FERÐAÞJÓNUSTA | 179 Aðeins fimm árum eftir opnun Hótels Loftleiða var ráðist í stækkun. Byggð var ný álma með 110 herbergjum og rúmaði hótelið þá 438 næturgesti. Þar var einnig fullkominn ráð­ stefnusalur og þótti viðeigandi að fyrstu gestirnir í nýju álmunni skyldu vera norrænir barþjónar sem héldu þar fjölmenna ráðstefnu.

Fjörutíu ára bið eftir stækkun Í höfuðstað Norðurlands skorti einnig gistirými. Um 1960 voru aðeins þrjú hótel starfandi þar, Varðborg, Akureyri og KEA. Hótel Norðurland, sem Karl Friðriksson útgerðarmaður hafði byggt við Geislagötu árið 1943, hafði skipt um eigendur árið 1952. Góðtemplarareglan keypti þá húsið og nefndi Varðborg. Góðtemplarar höfðu þar, auk gistihúsareksturs, kvikmyndasýningar og tóm­ stundaathvarf fyrir unglinga. Í nærri hálfa öld var rekið hótel við Hafnarstræti undir nafn­ inu Goðafoss. Það átti og rak kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir. Hún var þekktur matreiðslukennari og höfundur matreiðslubóka og er talin hafa haft mikil áhrif á þróun íslenskrar matargerðar á fyrri hluta 20. aldar. Rekstri Hótels Goðafoss var hætt um 1950 og húsið rifið árið 1971 þegar það vék fyrir stórhýsi KEA. Þrjú hótel hafa borið nafn Akureyrar. Vigfús vert Sigfússon rak hið fyrsta þeirra í byrj­ un 20. aldar; stórt og glæsilegt hótel, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Akureyr­ ingar voru á þessum tíma innan við tvö þúsund talsins. Reksturinn gekk reyndar ekki vel og var hótelinu breytt í fjölbýlishús sem brann árið 1955. Annað hótel með sama nafni var reist við Hafnarstræti númer 98 árið 1923 Það var líka myndarleg bygging; þrjár hæðir og Svona leit Hótel KEA út eftir stækkunina. ris, en þá var orðið sjaldgæft að reist væru slík stórhýsi úr timbri – og raunar bannað í Reykjavík eftir stórbrunann 1915. Hinn kunni veit­ ingamaður, Ólafur Laufdal, rak hótelið um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og þá í nánum tengslum við einn þekktasta skemmtistað Akureyringa, Sjall­ ann. Þegar komið var fram á 21. öldina var enn boðið upp á gistingu í húsinu, en þá fengu bakpokaferða­ langar að liggja þar í fletum á vegum Akureyri Back­ packers. Árið 1991 var þriðja hótelið með þessu nafni opnað í svonefndu Skjaldborgarhúsi í Hafnarstræti 69, sögufrægri byggingu sem reist var árið 1925 og hýsti áður bókaútgáfuna Skjaldborg, prentsmiðju Björns Jónssonar og síðar Hótel Óðal. Fleiri hótel voru starfrækt á Akureyri á fyrrihluta síðustu aldar, þar á meðal Hótel Gullfoss og Hótel Oddeyri. Árið 1944 byggði Kaupfélag Eyfirðinga myndarlegt hótel, Hótel KEA. Þar var pláss fyrir 50 gesti, en herbergin voru flest lítil og aðeins nokkur með baði. Árum saman var fundað um nauðsynlega

180 | FERÐAÞJÓNUSTA stækkun hótelsins, enda straumur ferðamanna norður sífellt að aukast og allir gististaðir yfirfullir á sumrin. Þrautalendingin var sú að starfsmenn hótelanna útveguðu fólki gistingu Ekkert framhjáhald hér! á einkaheimilum. Auðvitað voru það ákveðin uppgrip fyrir þá sem gátu veitt slíka þjón­ Það var lengi óskrifuð regla á hótelum í ustu, en yfirleitt þótti þessi lausn ófullnægjandi. Árið 1970 var þörfin fyrir gistirými talin Reykjavík að taka ekki á móti Reykvíking- svo mikil að ekki veitti af 40-50 herbergjum til viðbótar. Endurbyggingu og stækkun um í gistingu. Ástæðan var sú að helst var hótelsins lauk þó ekki fyrr en seint á níunda áratugnum. Þá voru hótelherbergin orðin búist við einhverjum ólifnaði ef heima- rúmlega 70 talsins.21 menn vildu leigja herbergi. Þetta átti ekki Allan þennan tíma var hótelið fullbókað allt sumarið og raunar var nýtinging yfir árið eingöngu við um Reykjavík. Á Hótel KEA talsvert meiri en þekktist fyrir sunnan. Auk þess vantaði líka fjölbreyttari gistimöguleika, á Akureyri var lengi starfandi næturvörð- tveggja stjörnu hótel, svefnpokapláss og farfuglaheimili. Það var þó ekki fyrr en árið 1970 ur sem var vandur að virðingu sinni og sem farfuglaheimilið Akureyri var sett á laggirnar. Þar gátu menn sofið í svefnpokum í afar nákvæmur. Hann kærði sig ekki um tveggja til sex-manna herbergjum fyrir lítinn pening. neins konar lauslæti á sínum vinnustað og neitaði iðulega að hleypa körlum upp á herbergi sín með kvenfólk upp á arminn Heimavistarskólar leysa vandann ef minnsti grunur léki á um að ekki væru Á landsbyggðinni glímdu menn líka við skort á gistirými. Víða var brugðið á það ráð að þar hjón á ferð. Sama hver átti í hlut. Eitt bjóða ferðalöngum gistingu í heimavistarskólum sem stóðu tómir yfir sumartímann. Þetta sinn sótti þáverandi biskup Íslands, Sig- var einföld en fjölskylduvæn gisting og var hægt að velja um uppábúin rúm í sér­ urbjörn Einarsson, ráðstefnu á Akureyri herbergjum eða svefnpokagistingu í stærri herbergjum. Aðstaðan var auðvitað misjöfn; og var kominn norður daginn fyrir fund- hreinlætisaðstaðan víðast sameiginleg og rúmin mjó og með lélegum dýnum. Eftir sem inn. Biskupsfrúin, Magnea Þorkelsdóttir, áður var þetta þó húsaskjól fyrir ferðalanga sem áttu ekki margra annarra kosta völ. flaug til Akureyrar með kvöldvélinni og Þorleifur Þórðarson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, á líklega heiðurinn af þeirri hug­ hélt rakleiðis á ráðstefnuna til fundar við mynd að búa til net sumargististaða í skólum um land allt. Hann setti fram slíkar hug­ mann sinn. Þegar þau ætluðu að ganga til myndir þegar árið 1939 en mátti bíða í tvo áratugi áður en hótelhringurinn varð að náða um kvöldið þvertók næturvörðurinn veruleika. Skipulagsnefnd gistihúsamála sem sett var á laggirnar upp úr 1950 til að finna fyrir að hleypa frúnni inn. Biskupinn hváði. lausnir á gistivandanum, lagði til aukið framlag ríkissjóðs til að hægt yrði að fjölga hótel­ „Þú skalt ekki reyna þetta hér, góurinn,“ herbergjum í skólum á sumrin. Einn þeirra var Héraðsskólinn á Laugarvatni sem hafði muldraði þá næturvörðurinn siðprúði. „Já, en þetta er konan mín,“ sagði biskupinn, en fékk svarið: „Þetta segja þeir nú allir!“

Héraðsskólinn á Laugarvatni var einn af fyrstu skólunum sem lagðir voru undir sumargistihús. Þessa mynd tók Hollendingurinn Willem van der Poll í Íslandsferð sinni árið 1934.

FERÐAÞJÓNUSTA | 181 verið sumargististaður allt frá árinu 1928. Miklar endurbætur höfðu verið gerðar á skóla­ húsunum og sundlauginni árið 1944 en herbergin á heimavistinni voru aðeins 25 talsins. Að mati skólastjórans, Bjarna Bjarnasonar, hefði verið hægt að tvöfalda herbergjafjöldann með tiltölulega litlum tilkostnaði, en ekki varð úr þeim framkvæmdum. Í raun var það ekki fyrr en árið 1959 að einhver skriður komst á þessi mál. Þá var lagður grunnur að því neti sumarhótela sem síðar var rekið undir barðastórum hatti Hótels Eddu.

Edda hér og Edda þar Í fyrstu voru tiltekin 10 skólasetur sem helst þóttu passa inn í mynstur sumarhótela: Sjó­ mannaskólinn í Reykjavík, Laugarvatnsskólarnir, Húsmæðraskólinn að Varmalandi, Reykholtsskóli, Reykjaskóli í Hrútafirði, Skógaskóli, Bændaskólinn að Hólum, Menntaskólinn á Akureyri, Laugaskóli og Eiðaskóli. Þar mætti samanlagt hafa 700 rúm og svefnpokapláss fyrir 300 manns í viðbót. Það gerðist ekki í einu vetfangi. Árið 1952 fékkst ekki meira framkvæmdafé en svo að það rétt dugði til endurbóta á hreinlætistækjum í Héraðsskólanum á Laugarvatni og til kaupa á rúmfatnaði í Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem um langa hríð hafði verið rekin sumargist­ ing. Talin var brýn nauðsyn að stofna gistihúsasjóð sem veitti lán til nýbygginga og endurbóta. Hann komst ekki á laggirnar fyrr en upp úr 1960. Á árunum 1961-1965 var auknu fé veitt til endurbóta á 24 heimavistarskól­ um víðs vegar um landið. Helmingur þeirra var rekinn á vegum Ferðaskrif­ stofu ríkisins sem naut þá forgangs í bókun gistingar fyrir sína viðskiptavini. Sumarið 1961 opnaði Ferðaskrifstofa ríkisins fyrstu sumarhótelin í Mennta­ skólunum á Laugarvatni og á Akureyri. Frá árinu 1967 gengu skólahótel Ferðaskrifstofunnar undir nafninu Hótel Edda. Þau voru í fyrstu sjö talsins en fjölgaði mjög á miðjum áttunda áratugnum. Flest urðu þau 17 árið 1986.22 Ferðaskrifstofa ríkisins hafði skipulagt hópferðir um landið og notið fyrir­ greiðslu á almennum veitingastöðum. Þegar hún hóf sjálf rekstur gisti- og veitingastaða á Edduhótelunum vakti það andstöðu margra veitingamanna. Töldu ýmsir vegið að einkaframtaki með forréttindaaðstöðu Ferðaskrifstofu­ nnar. Tíðarandinn var að breytast, tími hafta og skömmtunar brátt að baki og töldu margir að draga ætti úr ríkisafskiptum af veitinga- og hótelrekstri. Urðu alls kyns árekstrar milli einkaaðila og hinnar opinberu ferðaskrifstofu og reyndist torsótt að samræma hagsmuni allra. Rökin fyrir því að ríkið ætti að sjá um rekstur þessara sumarhótela voru einkum þau að skólarnir væru eign ríkisins og ýmsum vandkvæð­ um bundið að afhenda þá einkaaðilum til umráða. Þá væri sums staðar þörf fyrir þjónustu sem lítil von væri á að skilaði arði. Því væri rekstri slíkra hótela betur fyrir komið á vegum ríkisins. Með því væri hægt að kaupa sameiginlega inn fyrir mörg hótel, samnýta og hagræða á ýmsum sviðum. „Einn af mörgum kostum þess að reka sumarhótel í skólum var sá að hægt var að nota leiguna til að kaupa tæki og búnaði sem skólarnir höfðu almennt ekki efni á,“

182 | FERÐAÞJÓNUSTA segir Kjartan Lárusson, sem stýrði Ferðaskrifstofu ríkisins á árunum 1976-1988.18 „Hótelin þurftu oftast stærri og betri tæki til dæmis í eldhúsi og þvottahúsi og skólinn naut síðan góðs af því á vetrum. Þar að auki fengu nemendur og kennarar oft sumarvinnu við hótelin.“ Þrátt fyrir slíkt hagræði var rekstur Edduhótelanna heldur erfiður fyrstu starfsárin.

Nýtt kerfi og allir græða Breytt rekstrarfyrirkomulag á hótelinu að Kirkjubæjarklaustri undir stjórn Ingólfs Péturs­ sonar, fyrrum hótelstjóra á City Hotel og í Borgarnesi, leiddi til viðsnúnings í afkomu þess árið 1974. Að hans tilstuðlan var þar tekið upp hlutaskiptakerfi sem hann hafði notað með góðum árangri á Flúðum, en með því naut starfsfólkið góðs af aukinni veltu. „Ingólfur var hugmyndaríkur og mikill frumkvöðull í rekstri hótela,“ segir Kjartan Lárusson.19 „Að auki var hann mikill heiðursmaður. Þegar við réðum hann til að hjálpa okkur við að snúa við rekstrinum á Eddu-hótelunum, samþykkti hann það með því skilyrði að hann mætti veita öðrum ráðgjöf og aðstoð. Hann gerði það, hjálpaði áreiðanlega hátt í tuttugu aðilum á hverju ári – og mér vitanlega rukkaði hann aldrei fyrir það.“ Þetta rekstrarform var næstu árin tekið upp á öðrum hótelum og leiddi alls staðar til betri afkomu. Hlutaskiptakerfið varð til þess að auðvelt reyndist að fá ungt fólk til starfa í dreifbýlinu og kerfið var enn við lýði árið 2014. Fjórir forkólfar á góðri stundu árið 1976. Frá Olíukreppa setti mark sitt á ferðalög fólks alls staðar í heiminum frá miðjum áttunda vinstri: Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi, Ludvig áratugnum og fram á þann níunda og fundu menn fyrir því hér. Erlendum gestum fækk­ Hjálmtýsson, ferðamálastjóri, Birgir Þorgilsson, síðar aði nokkuð árin á eftir en á móti kom að opnun hringvegarins árið 1974 varð til þess ferðamálastjóri, og Ingólfur Pétursson, hótelstjóri.. að kynda undir löngun Íslendinga til að ferðast um eigið land. Enginn var maður með mönnum nema hann færi Hringinn fyrstu árin eftir opnunina og kom það sér vel fyrir ferðaþjónustuna þegar dró úr kom­ um erlendra ferðamanna. Eddu- hótelin nutu góðs af þessu eins og aðrir. Starfsemi Edduhótelanna byggð­ ist mikið á hópferðum á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins sem pantaðar voru með nærri ársfyrirvara. Ferð­ irnar voru langar, 12-20 dagar, og fóru þá allt að 50 manns á tveimur rútum frá Reykjavík norður um land og svo suður fyrir og var þá gist í eina til tvær nætur á hverjum við­ komustað. Eftir að hringvegurinn

FERÐAÞJÓNUSTA | 183 var opnaður var hópunum skipt upp og þeir sendir í gagnstæðar áttir. Dreifðist þá álagið Fá aldrei nóg af góðu lofti betur á sumarhótelin í sveitunum. Erna H. Þórarinsdóttir húsmæðrakennari rak Edduhótelið í Menntaskólanum að Laugarvatni í áratugi. Í þá daga var heima- Bílakóngur byggir hótel vistin í annarri byggingu en matsalurinn Kristján Kristjánsson, eigandi BSA, flutti frá Akureyri til Reykjavíkur árið 1960, þá kom­ sem var í kjallara gamla Héraðsskólans. inn á sextugsaldur, og hóf þar fyrirtækjarekstur. Hann rak verkstæði og flutti inn bíla, en „Sumir Íslendingar hafa kvartað undan því þar að auki hóf hann byggingu stórhýsis við Suðurlandsbraut. að þurfa að ganga í misjöfnum veðrum „[Hann] hafði snemma við orð að hann mundi ekki hætta þeirri byggingu fyrr en hún milli svefnherbergja sinna í heimavistum næði hærra til himins en bygging Samvinnutrygginga, sem var beint fyrir ofan hús hans,“ og matsalarins [...] Ég hef ekki orðið þess skrifaði Indriði G. Þorsteinsson í aldarminningu um Kristján.21 „Mátti grilla í þessari heit­ vör að útlendingar kvörtuðu yfir því. Þeir strengingu að enn bjó kapp í gamla brautryðjandanum að norðan.“ Í fyrstu var byggingin virðast aldrei fá nóg af hreina loftinu á Ís- bækistöð fyrirtækis hans, Kr. Kristjánssonar, en svo var ákveðið að hafa þar hótel. Kristján landi.“ 20 lést árið 1968 en sonur hans, Friðrik, stýrði hótelbyggingunni og árið 1970 var hluti þess tekinn í notkun. Hótelið fékk nafnið Esja og þegar öðrum byggingaráfanga var lokið gat það hýst 280 gesti í 134 herbergjum. Þau áttu reyndar að verða 280 – þrefalt fleiri en voru á Hótel Sögu en af því varð ekki í bili. En það munaði um þessa fyrstu tvo áfanga. Með tilkomu Hótels Esju hafði gistirými í Reykjavík aukist úr 176 rúmum árið 1951 í 1.179 á 20 árum.22

Flótel – Víkingur á Hlíðarvatni Sumrin 1964 og 1965 var gerð afar sérstök tilraun með rekstur fljótandi hótels á Hlíðarvatni í Hnappadal. Smíðað var 30 metra langt og átta metra breitt skip með gínandi trjónu sem minnti á fley víkinga í fornöld. Yfirbyggingin hvíldi á stálpramma og risti skipið því ekki nema 40 cm. Gallinn var samt sá að þar sem ekki var kjölur á skipinu var ekki gott að sigla því í roki. Þrettán káetur voru um borð, setustofa og borðstofa. Þarna fengu ferðalangar tækifæri til að sigla um Hlíðarvatn, renna fyrir silung frá borðstokknum eða sóla sig á þilfarinu, snæða fyrirtaks málsverði í borðstofunni og jafnvel láta öldurnar vagga sér í svefn. Ekki gistu þó allir gestirnir í knerrinum. Ráðinn var hótelstjóri, Hörður Sigurgestsson, síðar forstjóri Eimskipafélagsins. Hann staldraði stutt við og í ágúst 1964 hafði Edward Frederiksen yngri tekið við starfinu. Væntingar voru um að hótelið yrði fullbókað sumarið 1965 en svo varð ekki. Hugmyndina að þessu fljótandi hóteli átti Ingólfur Pétursson hótelstjóri en ferðaskrifstofan Lönd og leiðir kom einnig að ævintýrinu. Ingólfur hefði kosið að reka flótelið á Skorradalsvatni en Hlíðarvatn varð ofan á. Flótelið varð ekki langlíft. Staðsetningin var líklega ekki sú besta, því á Hlíðarvatni er oft illviðrasamt, umhverfið ekkert sérlega spennandi og um langan, torfarinn veg að fara. Að auki var Hlíðarvatn mjög vatnslítið sumarið 1965 og því var oft og tíðum ekki hægt að koma skipinu á flot. Fyrirtækið fór í gjaldþrot. Reynt var að selja víkingaskipið en örlög þess urðu þau að því var breytt í flotbryggju fyrir smábáta í Hafnarfjarðarhöfn.

184 | FERÐAÞJÓNUSTA Mikið lá á að taka hótelið í notkun því von var á metfjölda erlendra ferðamanna sum­ Koníak í rjómakönnu arið 1970. Verkfall setti strik í reikninginn með opnun Hótels Esju en jafnvel eftir að það Lengi vel höfðu aðeins fá hótel leyfi til leystist og hægt var að taka á móti gestum, sáu menn ekki fram á að koma öllum erlendu að selja áfengi. Þetta þýddi þó ekki að ferðamönnunum fyrir. Fjallað var um þennan vanda í Vísi í maí 1970: hvergi væri deigan dropa að fá. Íslenskir „Öll hótel í Reykjavík eru nú að verða fullbókuð og er nær útilokað að fá herbergi í júlí hótelgestir komu gjarnan með eigið vín í og ágúst. Einkaheimili, sem leigja út gistirými leysa þó vandann að nokkru og er orðið pokum í matsalinn og ef hart var lagt að mjög mikið um að fólk bjóði gistirými á heimilum sínum fyrir útlenda ferðamenn.“23 hótelstarfsfólki að útvega veigar, voru þær Í fyrstu var byggingin ekki öll lögð undir hótel. Hluti af annarri hæðinni var leigður gjarnan bornar fram í mjólkurkönnum undir skólahald Hótel- og veitingaskólans þar sem tilvonandi veitingamenn fengu kær­ svo lítið bæri á. Sterkari drykkir í minni komna starfsþjálfun. Þegar skólinn flutti síðar í annað húsnæði var hæðin innréttuð fyrir skömmtum, s.s. koníak, voru settir í hótelrekstur. rjómakönnur.

Einvígi aldarinnar Fátt vakti meiri athygli sumarið 1972 en Einvígi aldarinnar, þegar tveir fremstu skákmeist­ arar heims öttu kappi í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Þetta voru Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer og Rússinn Boris Spassky. Sovétmenn nutu mikilla yfirburða í skákheiminum á þessum tíma og í 24 ár hafði heimsmeistarinn komið úr þeirra röðum. Ýmsar uppákomur – einkum dyntir hins sérlundaða Fischers – töfðu framgang einvígisins sem lauk ekki fyrr en eftir einn og hálfan mánuð. Bobby Fischer vann með 12½ vinningi gegn 8½. Fjallað var um einvígið í fjölmiðlum um víða veröld enda stóð kalda stríðið enn sem hæst og á margan hátt var litið á viðureign skásnillinganna sem tákn um togstreitu milli

Bobby Fischer umkringdur lögregluþjónum. hægra megin við hann (óeinkennisklæddur) er Sæmundur Pálsson sem varð mikill vinur skákmeistarans.

FERÐAÞJÓNUSTA | 185 risaveldanna. Ótal sjónvarpsþættir voru síðar gerðir um einvígið og meira en 140 bækur Risaveislur í tonnatali skrifaðar. Beinar útvarpsútsendingar voru frá Höllinni alla dagana sem teflt var og fjöldi Það þykir ekkert tiltökumál að skipuleggja skákáhugamanna kom til Íslands til að fylgjast með. Sumir þeirra kusu að gista í heima­ samkomur fyrir þúsundir manna nú til húsum, enda stóð einvígið yfir í langan tíma. dags, en annað var uppi á teningnum á Fischer gisti víða á meðan á Íslandsheimsókn hans stóð þetta sumar. Hann hafði allan sjöunda áratugnum. Fyrsta risaveislan tímann herbergi á Hótel Loftleiðum, en einnig var leigt fyrir hann hús í Fossvogi sem átti var haldin árið 1968 í Laugardalshöll að verða aðalvinningur í happdrætti DAS það árið. Þegar hann hins vegar vildi fela sig eða fyrir eitt þúsund gesti norrænnar fá næði fyrir forvitnum skákáhugamönnum dvaldi hann ýmist á einkaheimili í Arnarnesi byggingarráðstefnu. Veitingamennirnir sem tekið var á leigu, eða í Vesturbænum, á heimili Sæmundar Pálssonar lögregluþjóns. urðu að fá lánaðan borðbúnað, stóla, „Hann sat þá með fjölskyldunni og kjaftaði langt fram á nótt. Undir morgun hallaði borð og hvaðeina og aðdrættirnir voru hann sér svo bara í sófanum í stofunni,“ segir Sæmundur um þennan eftirminnilega miklir. Maturinn einn vó heilt tonn. Þessi tíma.24 „Hann sneri eiginlega sólarhringnum við og það gat verið erfitt að vekja hann í fyrsta veisla í íþróttahöllinni gekk vel og tæka tíð fyrir skák dagsins sem hófst klukkan fimm.“ Sæmundur segir að Fischer hafi var jafnan nefnd Tonnið í kjölfarið. Fjórum verið fluggáfaður og merkilegur maður, „...en auðvitað svolítið sérstakur eins og oft virðist árum síðar var haldin önnur slík stórveisla vera með séní. En hann var líka framsýnni en við flest. Þetta ár var verið að vinna að því í Höllinni við lok skákeinvígis Fischers og að færa fiskveiðilögsögu Íslands úr 12 mílum í 50, en þá sagði hann að við ættum strax Spasskys. Þá var grillað ofan í þúsund að fara í 200 mílur. Við ættum rétt á því og myndum hvort eð er gera það í framtíðinni. gesti, boðið upp á rauðan, göróttan drykk Þar reyndist hann sannspár.“ sem sagður var víkingablóð og hann drukkinn úr hornum að hætti fornmanna. Loks var dansað í Höllinni frameftir nóttu. Í Gullfoss með glæstum brag stíl við Einvígi aldarinnar var hátíðin jafnan Fyrsta millilandaskip Íslendinga bar nafn eins fegursta foss landsins, Gullfoss. Það skip kölluð Veisla aldarinnar. „Að fjölmenni og lauk hlutverki sínu í seinni heimsstyrjöldinni en skömmu síðar var hafist handa við að öllum íburði munu, enn sem komið er, hanna og smíða annað farþegaskip með sama nafni. Nýr Gullfoss kom til landsins 20. maí engar veislur hér á landi hennar jafnokar,“ 1950 og á hafnarbakkanum í Reykjavík beið mikill mannfjöldi og tók á móti hinu nýja 25 sagði Þorvaldur Guðmundsson síðar. flaggskipi íslenska flotans. Áhöfnin taldi 67 menn en skipið tók 210 farþega og 1.850 tonn af frakt. Það var í reglulegum siglingum milli Íslands, Skotlands og Danmerkur. Tvö farrými voru um borð og jafnvel þrjú á sumrin og aðstaða farþeganna því nokkuð misjöfn. Millilandaferðirnar voru fínustu skemmtisiglingar. Á morgnana röltu farþegarnir um þilförin, spiluðu, lásu eða sóluðu sig ef þannig viðraði. Í hádeginu var boðið upp á málsverð sem átti fáa sína líka, glæsilegt kalt borð með 30 mismunandi réttum. Eftir hádegi var komið að hlutverki skemmtanastjórans, en því gegndi um tíma Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. Þá var farið í félagsvist eða spilað bingó áður en boðið var upp á kaffi og vel útilátið meðlæti. Fyrir kvöldmat klæddu allir sig upp. Karlarnir fóru í dökk jakkaföt og konurnar í brakandi siffonkjóla. Síðan var komið saman á barnum þar sem blandaðir voru kokteilar í gríð og erg. Í matsalnum var svo snæddur fjögurra rétta kvöldverður en að honum loknum fór fram kvöldvaka í reyksalnum, tónleikar í músík­ salnum, eða jafnvel ball á dekkinu. Andrúmsloftið í skipinu á þessum gullaldarárum var heillandi. „Þetta var rómantískur staður, skipið – alveg stafna á milli,“ sagði Helgi Ívarsson sem var lengi í áhöfninni.26 Gullfoss var í förum fyrir Íslendinga í 23 ár. Þegar leið að lokum sjöunda áratugarins

186 | FERÐAÞJÓNUSTA var ljóst að rekstrargrundvöllur fyrir íslenskt farþegaskip var ekki lengur til staðar og áætl­ Gullfoss þótti glæsilegt skip. unarsiglingar yfir Atlantshafið almennt að leggjast af. Flugið hafði leyst siglingar af hólmi og tími til kominn að leggja nafntogaðasta farþegaskipi landsmanna. Alls fór Gullfoss 456 ferðir milli landa á þessum árum og flutti samtals 156.000 far­ þega. Síðustu árin sem skipið var í förum milli landa að vetri til voru farþegarnir að meðal­ tali aðeins 10-15 talsins. Áhöfnin var eftir sem áður jafn fjölmenn, eða 67 manns.

Skíðað á daginn, sungið á kvöldin Síðustu árin sem Gullfoss var í siglingum fyrir Íslendinga bauð Eimskipafélagið upp á ýmsar skemmtiferðir til að nýta skipið. Farnar voru hringferðir um landið og nokkrar fjölskylduferðir í skíðalönd Ísfirðinga sem heppnuðust vel. Í apríl 1970 voru farnar tvær slíkar ferðir. Í þeirri fyrri lagði skipið upp frá Reykjavík að kvöldi miðvikudags fyrir páska og var komið í höfn á Ísafirði morguninn eftir. Farþegarnir, sem voru um 220 talsins, voru svo fluttir með rútum í brekkurnar í Seljalandsdal, vel nestaðir af skipskokkunum. Þar var skíðað í góðu veðri undir leiðsögn skíðakennara. Um kvöldið var svo boðið upp á glæstan kvöldverð um borð í skipinu. Skemmtidagskrá var í reyksalnum og í músíksalnum var sungið og spilað. Nokkur samgangur var milli heimamanna og farþeganna, ekki síst unga fólksins sem tók fagnandi þessari líflegu innspýtingu í samkvæmislíf Ísfirðinga.

FERÐAÞJÓNUSTA | 187 Ómurinn af glaumi og gleði í reyksalnum var þagnaður. Gullfoss var seldur úr landi haust­ ið 1973. Skipið endaði á botni Rauðahafsins eftir að hafa orðið eldi að bráð um jólin 1976. Mörgum var mikil eftirsjá að Gullfossi. Ýmsar hugmyndir voru viðraðar um kaup á nýju farþegaskipi sem gæti jafnvel nýst sem hótel fyrir Íslendinga á Kanaríeyjum á vetrum en aldrei varð af slíku.

Hugmyndir um nýtingu auðlinda Jarðvarminn á Íslandi hefur löngum haft mikið aðdráttarafl. Fyrst voru það goshverirnir sem einkum löðuðu ferðamenn til sín. En jafnframt var snemma farið að huga að heilsu­ bætandi eiginleikum hveravatnsins. Jarðböð af náttúrunnar hendi var að finna á nokkrum háhitastöðum á landinu og eru til nærri aldargamlar tillögur um það hvernig mætti nýta þessa staði betur í þágu ferðamennsku. Kleifarvatn kom til dæmis þar við sögu. Í bók Jarðhiti hefur lengi verið notaður í heilsubótarskyni í Hveragerði. Árna Óla Landið er fagurt og frítt frá árinu 1944 eru slíkar hugmyndir reifaðar: „…enn fremur að þarna rísi upp heilsuhæli sem keppt gæti við frægustu heilsuhæli á meginlandi álfunnar.“ 27 Náttúrulækningamenn, undir forystu Jónasar Kristjánssonar læknis, höfðu ætíð á stefnuskrá sinni að koma upp hæli á háhitasvæði til að nýta heilsubætandi áhrif jarðhitans og leirsins. Náttúrulækningafélagið var stofnað árið 1939 en það var ekki fyrr en 1955 að draumur félagsmanna varð að veruleika með opnun heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði. Ævintýralegustu hugmyndirnar um heilsuhótel voru þó þær sem komu fram í byrjun áttunda áratugarins þegar bandarískt ráðgjafafyrirtæki var fengið til að gera fyrstu faglegu úttektina á íslenskum ferðamálum. Það hafði verið á dagskrá Ferðamálaráðs allt frá stofnun þess árið 1964. Fenginn var danskur viðskiptafræðiprófessor, Ejler Alkær, til að gera stutta úttekt á stöðu mála og framtíðarhorfum. Hann skilaði skýrslu sinni árið 1969 og var hún send Þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna í þeirri von að þaðan fengist styrkur til eflingar íslenskra ferðamála. Umsóknin var samþykkt og stóru, bandarísku ráðgjafafyrir­ tæki, Checchi and Company, falið að vinna úttektina og gera tillögur. Checchi-skýrslan var var fullgerð árið 1975. Þetta var mikill doðrantur og kenndi þar ýmissa grasa. Ferðamálaáætlunin var fyrst og fremst miðuð við fjóra þætti: Ráðstefnuhald, stangveiði í ám og vötnum, skíðaíþróttir og uppbyggingu heilsuhæla – enda væru allir þessir þættir til þess fallnir að lengja ferða­ mannatímann á Íslandi. Fjallað var um nýtingu jarðhita í heilsubót­

188 | FERÐAÞJÓNUSTA arskyni í sérstökum kafla. Í stuttu máli töldu skýrsluhöfundar skilyrði til uppbyggingar á heilsubótarstöðum hér á landi jafngóð eða betri en víðast annars staðar. Gerður var sam­ anburður á 10 stöðum á landinu og kom Krýsuvíkursvæðið langbest út.

300 herbergja geimstöð við Kleifarvatn? Í Checchi-skýrslunni var lagt til að byggður yrði upp fjölnota ferðamannastaður sem opinn yrði allt árið. Þar ættu að vera 300 herbergja lúxushótel, veitingahús, heilsuhæli, golfvöllur, heilsuböð og merktar gönguleiðir um jarðhitasvæðið.Innanhúss yrði kynt með jarðhita, raunar svo miklum að þar þrifist hitabeltisgróður. Öll starfsemin yrði undir risavöxnu hvolfþaki sem um margt minnti á geimstöð. Ferðamannastöðin yrði eins konar vörumerki fyrir Ísland, líkt og Eiffelturninn í París, óperuhúsið í Sydney eða Nálin í Seattle. Ljóst þótti þó að ekki gæti orðið af framkvæmd þessa risadraums fyrr en rættist úr efnahagsvandræðum Íslendinga. Ekki hrifust allir af þessum hugmyndum: „…mér finnst það vera að kasta [verðmæt­ um] á glæ, að eyða miklum peningum í slíka draumórakennda hluti eins og það, að ætla að fara að byggja trópíska eða suðræna paradís undir gler- eða plasthimni suður við Kleif­ arvatn. Ég var satt að segja algjörlega gáttaður á þessu…,“ sagði Sigurður Helgason eldri, forstjóri Flugleiða, um Checchi-skýrsluna á ráðstefnu Ferðamálaráðs 1975.28 Kleifarvatnshugmyndin var framúrstefnuleg og féll í góðan jarðveg hjá ýmsum sem gátu vel hugsað sér að Ísland markaði sér sérstöðu með einstakri ferðamannamiðstöð af þessu tagi. Einn þeirra var Ludvig Hjálmtýsson framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs sem sagði að hún myndi vart kosta meira en ein farþegaþota og þær hefðu verið keyptar nokkrar.29 Í skýrslunni má finna ýmsar aðrar tillögur. Þar á meðal var hugmynd um byggingu menningarmiðstöðvar þar sem væru vísindasafn, sögusafn og gestamiðstöð. Af öðrum

FERÐAÞJÓNUSTA | 189 Ferðamannaparadísin sem hugmyndin var að byggja við Kleifarvatn var glæsileg ásýndum en væntanlega ótímabær. tillögum nefndarinnar má nefna bókunarmiðstöð fyrir ráðstefnur, hótelherbergi og sölu veiðileyfa sem koma þyrfti upp í höfuðborginni. Lögð var áhersla á að auka umhverfis­ vernd, fjölga ódýrum gististöðum á landsbyggðinni og lengja flugbrautina á Akureyri fyrir millilandaflug. Enn ein tillagan sneri að byggingu rannsóknarseturs fyrir jarðvísindi

Jarðhitinn í Reykjanesi hefur löngum haft mikið enda bæri að nýta sérstöðu Íslands varðandi umhverfisvænar orkulindir, s.s. jarðvarma og aðdráttarafl. fallvötn. Gert var ráð fyrir að slík rannsóknarstöð yrði fjármögnuð með erlendum styrkj­ um og lánsfé. Hafa ber í huga að skýrslan er gerð á tímum einnar mestu olíukreppu sem um getur á 20. öld. Skemmst er frá því að segja að umræða um Checchi- skýrsluna varð nokkur en þó varð ekkert úr framkvæmdum. Þjóðin glímdi á þessum tíma við mikla efnahagsörðugleika og var alls ekki í stakk búin til að ráðast í svo dýrar fram­ kvæmdir, þrátt fyrir styrk frá Sameinuðu þjóðunum. „Þetta var mjög merkileg skýrsla,“ segir Kjartan Lárusson sem aðstoðaði Checchi-nefndina við gagnaöflun og samn­ inga.30 „Þarna var lögð fram ákveðin hugmyndafræði og margar af tillögum nefndarinnar urðu síðar að veruleika. Sem dæmi má nefna Bláa lónið. Þessir aðilar áttuðu sig á virði jarðhitans og hvernig mætti nýta hann í eina af fjórum meginstoðum sem ferðaþjónusta skyldi byggja á. Það voru heilsulindir, ráðstefnur, vetraríþróttir og veiði. Miklu var til kostað við gerð þessarar skýrslu sem var mjög vönduð. Við áttum þess kost að fá umtalsvert fjármagn til uppbyggingar úr sjóðum Sameinuðu þjóðanna en íslensk stjórnvöld kusu á þessum tíma frekar að byggja brú yfir Borgarfjörð.“

190 | FERÐAÞJÓNUSTA Æ fleiri gestir Íslendingar vöknuðu af Þyrnirósarsvefni sínum á sjöunda áratugnum. Eftir áratuga skort á gistirými fyrir ferðamenn, hrukku menn allt í einu í gírinn og byggðu hótel hver í kapp við annan. Á átta árum voru opnuð fjögur stór hótel í höfuðborginni með gistipláss fyrir um 800 manns. Það dugði samt varla til. Erlendum ferðamönnum fjölgaði hratt. Árið 1965 komu nærri 29.000 gestir til landsins en fimm árum síðar hafði gestafjöldinn ríflega tvöfaldast. Sumir sáu fyrir sér margföldun ferðamanna næstu árin og vildu slá ærlega í klárinn, eins og sagði í Vísi: „…en gert er ráð fyrir að fullgera þurfi níu hótel á borð við Hótel Sögu á næstu tíu árum og fimm sumarhótel á borð við Hótel Garð til að fullnægja þeirri aukningu í eftirspurn sem þegar virðist vera sýnileg.“31 Líklega var það heldur stórkarlaleg áætlun en ferðamannastraumurinn þyngdist þó jafnt og þétt. Á þessum árum var loksins farið að skoða ferðamál af einhverri alvöru. Aragrúi skýrslna er til frá sjöunda og áttunda áratugnum þar sem menn velta fyrir sér framtíðarhorfum og gera tillögur um úrbætur. Stórkostlegar áætlanir komu fram um uppbyggingu sem fæstar urðu að veruleika. Ferðaþjónustan – sem þá var oftast kölluð ferðamannaiðnaðurinn – var þó farin að marka sér sess sem atvinnugrein. Vaxandi atvinnugrein.

FERÐAÞJÓNUSTA | 191 Skíðaskóli í Eyjamenn ríkastir? Kerlingar­ Sænskur blaðamaður sem sótti fjöllum Vestmannaeyjar heim segir Eyjamenn ríkari og duglegri Hópur skíðaáhugamanna hef- en aðra landsmenn. Einu sinni ur tekið yfir gamla skála Ferða- á ári taki þeir sér frí og fari á félagsins í Kerlingarfjöllum og ærlegt fyllerí. sett þar á fót skíðaskóla. Hóp- urinn hyggur á frekari upp- byggingu á svæðinu. Auglýsa Flugfélagið þögnina óskar eftir Myrkur og þögn hafa víst sveitagistingu sjaldnast verið talin góð Markaðsdeild Flugfélags Íslands söluvara. Nú hafa ábúendur auglýsti eftir sveitaheimilum sem á Stöng í Mývatnssveit þó væru reiðubúin að taka á móti ákveðið að höfða til þeirra erlendum ferðamönnum og sem vilja njóta náttúrunnar veita þeim þjónustu. Fimm bæir í kyrrð og ró, fjarri skarkala á Vestur- og Norðvesturlandi heimsins. Það virðist gefast voru valdir til þátttöku. vel.

„Lafði Díana“

Breska hestakonan Díana Brickel hefur komið 26 sumur í röð til að ferðast á hestum um Ísland. Ævinlega hefjast ferðirnar og enda á Brekkulæk í Miðfirði, þótt leiðirnar liggi víða.

192 | FERÐAÞJÓNUSTA

! ferðaþjónusta í fámenni

Þegar komið var fram á síðari hluta 20. aldar varð mikil aukning í heimsóknum erlendra ferðamanna. Fjöldi þeirra meira en tífaldaðist. Frá því að vera liðlega fjögur þúsund á ári um 1950 urðu ferðamennirnir nær 53 þúsund árið 1970. Það þurfti að leita fjölbreyttra leiða til að geta tekið á móti öllu þessu fólki. Mikil gerjun fór í gang. Meðal þeirra sem brugðust við nýjum aðstæðum var Flugfélag Íslands sem fór að kanna möguleika á því að koma á fót skipulagðri ferðaþjónustu á bændabýlum.

Haldið í hlað Ferðaþjónusta á vegum bænda var síður en svo ný af nálinni. Fram eftir öldum gistu ferðamenn annaðhvort í tjöldum eða á sveitabæjum, enda í fá önnur hús að venda. Bænd- ur tóku vel á móti fólki og lögðu því til hesta og fylgdarmenn. Í ferðabókum og skemmri frásögnum er víða mikið lof borið á gestrisni bænda og greiðasemi. Sjaldnast var krafist borgunar fyrir þjónustuna, en hún var að vonum vel þegin þegar hún var boðin. Markaðsdeild Flugfélags Íslands auglýsti árið 1965 eftir sveitaheimilum þar sem hús- ráðendur væru reiðubúnir að taka á móti erlendum ferðamönnum og veita þeim þjónustu gegn gjaldi. Flugfélagið fékk góðar undirtektir, einkum norðan- og vestanlands. Gerð var úttekt á bæjunum og voru fimm bæir valdir til að bjóða þjónustuna; Efri-Hreppur í Skorradal, Hvítárbakki í Bæjarsveit, Fljótstunga í Hvítársíðu, Stóra-Borg í Víðidal og Laug- arbakki í Miðfirði. Sveitagistingin var kynnt í bæklingum sem Flugfélagið gaf út. Birgir Þorgilsson, þáverandi deildarstjóri hjá Flugfélagi Íslands og fulltrúi í Ferða- málaráði, hafði kynnst bændagistingu í Danmörku og stóð fyrir þessu átaki Flugfélagsins.

FERÐAÞJÓNUSTA | 193 Hann sagði að í bæklingum félagsins hefði verið lýsing á bæjunum og því sem í boði var fyrir ferðamennina, skoðunarferðum og afþrey- ingu. „Reiknað var með að gestir borðuðu með heimilisfólki og fengju að kynnast bústörfum,“ sagði hann.1 „Þessari kynningu var dreift víða erlendis og vakti hún strax mikla athygli ferða- manna.“ Ýmsir bændur tóku þessari nýlundu með Í Fljótstungu í Hvítársíðu hefur verið búið í aldir. miklum fyrirvara. Bjarni Arason ráðunautur fjallaði um málið m.a. á Búnaðarþingi árið Bærinn var meðal þeirra fyrstu sem skráðir voru hjá Ferðaþjónustu bænda. 1971, og hvatti menn til að skoða rækilega þau vandamál sem aukinn ferðamannastraum- ur um landið hefði í för með sér. Hann hlyti til dæmis að hafa veruleg áhrif á viðhorf til eignar og umráðaréttar á landi. Hins vegar þyrfti jafnframt að líta til þeirra tækifæra sem Góð hugmynd sköpuðust. „Túrismanum fylgja jákvæð áhrif, bein og óbein,“ sagði hann.2 „Til óbeinna áhrifa má „Ég hugsaði sem svo: Hér eru gestir hvort telja að hann örvar ýmsa þjónustustarfsemi í viðkomandi héruðum sem oft geta ekki sem er flesta daga. Ég held að þetta hafi vegna fámennis staðið undir henni án viðskipta við ferðamennina. [...] Þá er því ekki að verið mjög góð hugmynd,“ sagði Val­ leyna að viðkynning við framandi fólk eykur víðsýni manna og flytur með sér nýja menn- gerður Ágústsdóttir á Geitaskarði, en ingarstrauma. Flestir munu þó horfa eftir hinum beinni áhrifum á atvinnulíf sveitanna sem hún var meðal þeirra sem fyrir 1970 svör­ geta fylgt ferðaþjónustunni. Hér er um verkefni að ræða fyrir landsbyggðina sem gefur af uðu kalli Flugfélags Íslands um að taka á sér tekjur, er bætt geta efnalega afkomu þess fólks sem fyrir er í byggðunum og gætu móti erlendum ferðamönnum.4 orðið grundvöllur að áframhaldandi búsetu ungs fólks sem þar elst upp.“ Valgerður kvaðst ekki hafa orðið vör við Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugfélags Íslands, sagði að í framhaldi af því að áhuga gesta á að taka þátt í bústörfum, bjóða gistingu á sveitaheimilum væri í undirbúningi að hafa milligöngu um að leigja en margir hafi viljað komast á hestbak. útlendingum sumarbústaði til lengri eða skemmri dvalar. „Það færist nú mjög í vöxt að Ekkert hafi verið tekið fyrir það og þessi fólk úr stórborgum telji sumarfríi sínu best varið í kyrrð og næði og fjarri öðrum ferðaþjónusta hafi í raun ekki verið neitt mannabústöðum,“ sagði hann og benti á reynsluna í Lófót í Noregi þar sem gamlar ver- gróðafyrirtæki. „En sjálf fékk ég heilmikið búðir væru þéttsetnar sumarlangt.3 Þótt leigugjaldið væri lágt væri reynslan sú að þessir út úr þessu og bætti mig í ensku,“ sagði ferðamenn skildu eftir mikið fé hjá bílaleigum og öðrum þjónustufyrirtækjum sem þeir hún. Þó voru flestir gestanna Þjóðverjar skiptu við. Sveinn taldi að ef Íslendingum tækist að halda landi sínu hreinu og óspilltu og líkaði Valgerði vel við þá. Eitt sinn fór ætti móttaka ferðamanna að verða þjóðinni arðvænleg atvinnugrein. hún með þýsk hjón í langan reiðtúr, upp skarðið hjá Geitaskarði og fram í Laxárdal til að skoða hrossastóð frjálst í sumarbeit. Í peysufötum í leikhús „Ég rak hrossin til og lét þau hlaupa. Þeim Um svipað leyti og bændur fóru að taka á móti útlendingum með skipulögðum hætti varð þótti alveg stórkostlegt að sjá svona stór­ til vísir að því sem síðar var kallað bændaferðir. Þessar ferðir hófust með því að nokkrir an hestahóp á hlaupum. Íslenski hestur­ bændur tóku sig saman um að fara á landbúnaðarsýningar erlendis. Þetta voru fámennar inn er svo mikið augnayndi. Þau filmuðu ferðir og aðeins fyrir karlkyns bændur. þetta allt.“ Þýsku hjónin voru svo þakklát Agnar Guðnason, þáverandi jarðræktaráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og síðar Valgerði fyrir þessa ferð að þau buðu blaðafulltrúi bændasamtakanna, taldi að gera mætti hagstæðari samninga um þessar ferð- henni seinna heim. ir. Árið 1966 tók hann því að sér að skipuleggja ferð á Smithfield-landbúnaðarsýninguna

194 | FERÐAÞJÓNUSTA Úr fyrstu bændaferðinni sem Agnar skipulagði til Englands í desember 1966. Hér er hópurinn utan við Buckinghamhöll.

í Englandi. Ferðin stóð bæði körlum og konum úr dreifbýlinu til boða og seldist hún upp á tveimur dögum. „...enda var verðið á fluginu fram og aftur og gistingu í átta daga heldur hagstæðara en bara á fluginu árinu áður,“ sagði hann síðar.5 Þessi ferð Agnars var upphafið að hinum vinsælu bændaferðum sem hann stóð fyrir allt til ársins 2004 þegar Bændaferðir sameinuðust Ferðaþjónustu bænda. Þá voru þessar ferðir löngu farnar að vera opnar öllum almenningi. Í fyrstu ferðinni voru fararstjórar þeir Ólafur E. Stefánsson nautgriparáðunautur og Haraldur Árnason vélaráðunautur. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Meðal annars hafði Agnar keypt miða fyrir allan hópinn á söngleikinn Tónaflóð með Julie Andrews, tónleika með The Shadows og Cliff Richard og kvöld á næturklúbbinum Talk of the Town. Allmargar konur voru í þessari ferð, þótt þær væru í minnihluta. „Þegar við fórum í leikhúsið fóru konurnar í peysufötin og við löbbuðum frá Piccadilly Circus í leikhúsið,“ sagði Agnar. „Þar áttum við frátekna tvo bekki. Fólk var almennt komið í sæti þegar við mættum og það vakti mikla athygli þegar öll strollan kom.“

Íslenski hesturinn slær í gegn Allt frá því að erlendir ferðamenn fóru að koma til Íslands hefur hestaleiga verið hluti af ferðaþjónustunni. Íslenski hesturinn er löngu orðinn vel þekktur um allan heim og marg- ir útlendingar hafa komið til Íslands beinlínis í þeim tilgangi að kynnast honum betur. Aðrir kjósa hestaferðir til þess að upplifa íslenska náttúru og komast á staði sem ekki eru færir bílum. „Það hefur margt breyst síðan ég byrjaði í þessu,“ sagði Þórarinn Jónasson í Laxnesi í

FERÐAÞJÓNUSTA | 195 blaðaviðtali árið 1992.6 Þá var liðinn aldarfjórðungur frá því að hann stofnaði hestaleigu í Laxnesi ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Gíslason. Þórarinn, oftast nefndur Póri, varð frumkvöðull í ferðaþjónustu þegar hann byrjaði að leigja út hesta árið 1967. Þá átti hann aðeins þrjú hross. Upphaflega var hugmyndin að stofna sveitaklúbb og bjóða upp á golf, gufubað, sundlaug og hestaleigu, en þar var hann of langt á undan sinni samtíð. Hins vegar náði hestaleigan að festa sig í sessi, ekki síst vegna aðsóknar erlendra ferðamanna. Árið 2013 var haldið upp það að 45 ár voru liðin frá formlegri stofnun hestaleigunnar. Á þeim tímamótum sagði Þórarinn í útvarpsviðtali að enginn hafi í upphafi haft trú á því að hægt væri að reka stórt ferðaþjónustufyrirtæki með hestaleigu og hestaferðum í Mos- fellsdal, rúmum 20 kílómetrum frá Reykjavík. Því hafi litla fyrirgreiðslu verið að fá. Raunin varð þó sú að hestleigan varð ævistarf fjölskyldunnar og á 45 ára afmælinu voru bæði annar og þriðji ættliður komnir í reksturinn. Þá voru hestarnir orðnir eitt hundrað talsins. Annað dæmi um stórátak í að gera hestamennsku að atvinnugrein á þessum árum var í Skagafirði. Árið 1974 fóru þeir Sveinn Jóhannsson á Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi og félagi hans, Ragnar Stefánsson frá Akureyri, með hóp erlendra gesta ríðandi yfir Kjöl eftir hestamannamót á Vindheimamelum. Sú ferð átti eftir að vinda upp á sig. Þeir félagarnir héldu áfram slíkum ferðum allt til ársins 1985 en þá tók Björn, sonur Sveins, við starfsem- inni ásamt Magnúsi Sigmundssyni frá Vindheimum. Þeir stofnuðu sameignarfélagið Hestasport sem dafnaði vel og bætti við nýrri starfsemi. Meðal annars var boðið upp á hestasýningar undir heitinu Til fundar við íslenska hestinn. Þúsundir erlendra ferðamanna hafa síðan sótt Skagafjörð heim til að fræðast um þennan fyrrum þarfasta þjón Íslendinga.

196 | FERÐAÞJÓNUSTA Lengst af var hestaleigan aðalverkefnið en jafnframt voru sumarhús leigð út í Varmahlíð. leiðangur ferðamanna um Reykadal. Árið 1992 færðu þeir félagar út kvíarnar og fóru meðal annars að huga að fljótasiglingum á Vestari og Austari Jökulsá. „Smám saman kom meiri alvara í þetta og allt í einu – hálf óvart – var ferðaþjónusta orðin mitt aðalstarf,“ sagði Magnús.7 „Þessi atvinnugrein er bæði stórskemmtileg og gef- andi. Ég lít á það sem forréttindi að fá að taka þátt í uppbyggingu hennar á Íslandi ásamt þeim harða kjarna einstaklinga og fyrirtækja sem eru að skila þessum ótrúlega árangri sem ferðaþjónustan er að ná.“

Hestar elds og ísa Hestamiðstöðvarnar urðu fleiri á næstu árum. Einar Bollason stofnaði árið 1982 ásamt fleirum fyrirtækið Íshesta - og þrír ungir menn stofnuðu fjórum árum síðar hestaleiguna Eldhesta í gömlum söluskúr sem þeir settu niður við Varmá í Ölfusi. Þetta voru bræð- urnir Hróðmar og Sigurjón Bjarnasynir og Þorsteinn Hjartarson. Starfsemi Íshesta hófst í Miðdal við Laugarvatn en var síðar flutt til Hafnarfjarðar, þar sem glæsileg hestamiðstöð var opnuð árið 2000. Árið 1992 var gerð breyting á rekstrinum þegar þau Einar Bollason og Sigrún Ingólfsdóttir, kona hans, stofnuðu einkafyrirtæki um reksturinn. Þá voru lengri ferðir settar í hendur verktaka en fyrirtækið annaðist sjálft styttri ferðir frá Kópavogi og Hafnarfirði. Síðar urðu Íshestar hlutafélag í eigu nokkurra fyrirtækja og fjölda einstaklinga og umsvifin jukust stöðugt. Sumarið 2013 taldi Einar að árlega kæmu um 4.000 manns til landsins til að fara í lengri hestaferðir og að um helm-

FERÐAÞJÓNUSTA | 197 ingur þeirra kæmu á vegum Íshesta. Hjá Íshestum hefur mikil áhersla verið lögð á Löng baðferð umhverfismál og hlaut fyrirtækið umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs árið 2001. Lækurinn í Reykjadal, skammt frá Hvera­ Kveikjan að stofnun Eldhesta var Hengilssvæðið og þau náttúrufyrirbrigði sem þar var gerði, hefur löngum verið vinsæll áningar­ að finna. Hugmyndin vaknaði þegar þeir félagarnir, Hróðmar, Sigurjón og Þorsteinn, staður þeirra sem um Hengilsvæðið fara. fengu sér bað í heita læknum í Reykjadal í ágústmánuði 1986. Síðan hefur dagsferð inn í Í einum af mörgum ferðum Eldhesta í Reykjadal verið vinsælasta ferð Eldhesta. Fyrirtækið óx og dafnaði og smám saman skiptu Reykjadal voru átta gestir frá Danmörku hrossin orðið hundruðum og farið var að bjóða upp á 35 ferðir vítt og breitt um landið. og Svíþjóð en fararstjórinn var einn af eig­ Jafnframt fjölgaði eigendum fyrirtækisins. Árið 2002 var byggt hótel á athafnasvæði Eld- endum fyrirtækisins. Þegar í dalinn var hesta á Völlum í Ölfusi, lítið sveitahótel með 26 tveggja manna herbergjum. Umhverfismál komið fóru gestirnir í lækinn og á meðan hafa verið þar í fyrirrúmi og varð hótelið fyrsti gististaðurinn á Íslandi sem fékk viðurkenn- hélt farar­stjórinn í alla tíu hestana sem voru ingu norræna umhverfismerkisins Svansins. Auk þess fengu Eldhestar umhverfisverðlaun með í för. Hestarnir voru geymdir u.þ.b. 150 Ferðamálastofu árið 2011 og gæðavottun Vakans árið 2012. m frá baðstaðnum til að hlífa viðkvæmum Öll þessi fyrirtæki voru enn í fullum rekstri árið 2014 og ótal mörg önnur hafa bæst gróðri við lækinn. Í þetta sinn láðist far­ við. Boðið er upp á allt frá klukkutíma reiðtúr upp í margra daga langferðir víða um land, arstjóra að segja gestum frá því að viðdvöl­ á staði sem best verður notið á hestbaki. in ætti að vera um það bil hálftími. Tíminn leið og þegar ein klukkustund var liðin fór fararstjórinn að ókyrrast. Hann gerði hvað Í startholunum hann gat til að ná sambandi við gesti sína, Þróunin í bændagistingu var ekki hröð fyrstu árin. Þessi þjónusta var í byrjun einungis í en án árangurs. Hann gat ekki sleppt hest­ boði fyrir útlendinga. Fyrsta sumarið urðu gistinætur alls 330 talsins, eða 66 nætur að unum og mátti sig því hvergi hræra. Svo fór meðaltali á hverjum bæ. Árið 1971 fjölgaði bæjunum í 14 og gistinæturnar urðu 550. Á að gestirnir lágu í hálfa þriðju klukkustund í mörgum þeirra hefur verið haldið áfram að veita þjónustuna, víðast þó með hléum, utan læknum og nutu þess í botn. Sjaldan hefur Fljótstungu. Þar er enn rekin ferðaþjónusta og starfsemin hefur aukist verulega. fararstjóri Eldhesta upplifað ánægðari gesti Þessi nýi gistimöguleiki var í upphafi lítið kynntur fyrir Íslendingum og var því ekki en einmitt í þessari ferð! algengt að þeir notfærðu sér hann. Landinn hafði vitaskuld í gegnum tíðina heimsótt vini og ættingja í dreifðum byggðum landsins, en hjá ókunnugum gistu þeir ekki nema eitthvað sérstakt kæmi til. Þannig var það ekki fyrr en árið 1976 að fyrsti íslenski viðskiptavinurinn gisti í Fljótstungu. Tveimur árum síðar gistu þar íslenskir leiðsögumenn og 1979 dvöldu íslensk hjón þar í eina viku. Árið 1988 voru Íslendingar orðnir 65% gesta á bænum.

Orð í tíma töluð „Margir, ekki síst bændur, gera sér ekki nægjanlega ljóst hve ferða- málin gætu orðið ótrúlega mikill þáttur í afkomu bænda og lands- manna allra, ef rétt væri á málum haldið,“ sagði Kristleifur Þorsteinsson bóndi í Húsafelli haustið 1981.8 Hann hafði þremur árum áður ferðast um landið til að hitta bændur sem voru með sumarbústaðalönd. Hann vildi skapa samstöðu þeirra um að samræma starfsemina, bæði hvað varðaði aðstöðu og verðlagningu og var með skýra sýn á það hver stefnan ætti að vera hjá ferðaþjónustubændum: „Takmark okk-

198 | FERÐAÞJÓNUSTA ar á að vera það að búa það vel í haginn fyrir ferðafólk, að hver sá er vill ferðast um land- ið á eigin farartæki, eða jafnvel án þess, með fjölskyldu sína komist vítt og breitt um það án nokkurra áfalla, þurfi ekki að eyða miklu fé, en greiði jafnan sannvirði fyrir það sem hann þiggur á ferð sinni. Ferðamannafjöldinn á að margfaldast og jafnast yfir lengri tíma og dreifast á fleiri áningarstaði og dveljast lengur á hverjum.“9 Á næstu árum vaknaði áhugi hjá bændum á að stuðla að þjónustu við ferðafólk og að það yrði gert með skipulegum hætti. Samtök bænda sem stunduðu ferðaþjónustu voru stofnuð í febrúar 1982 og nutu stuðnings Búnaðarfélags Íslands. Björn Sigurðsson í Úthlíð var kosinn formaður og stuttu síðar var starfsmaður ráðinn í hálft starf fyrir félagið, Oddný Sv. Björgvins.

Frumkvöðlar á Húsafelli Ekki verður annað sagt en að landeigendur á Húsafelli hafi kunnað að nýta þær auðlindir sem þar er að finna; jarðhitann, kalda vatnið undan jöklinum og náttúrufegurðina. Krist- leifur Þorsteinsson réðst í ýmis stórvirki á jörðinni upp úr 1960. Honum blöskraði ágang- ur sauðfjár í skóglendið svo hann hætti að vera með kindur og tók til við uppgræðslu og Fjallahringurinn á Húsafelli er mikill og fagur. Á uppbyggingu svæðisins með tilliti til ferðamanna. Hann og eiginkona hans, Sigrún Berg- góðviðrisdögum sést þar til margra jökla.

FERÐAÞJÓNUSTA | 199 þórsdóttir, reistu lítil sumarhús í byrjun sjöunda áratugarins og leigðu ferðafólki. Alls urðu bústaðirnir 15 talsins en jafnframt voru lóðir undir sumarhús seldar úr jörðinni. „Pabbi vissi af hita í jörðu á Húsafelli, arkaði upp á fjall og lagði þaðan leiðslur niður í dalinn. Heita vatninu var veitt inn í sumarhúsin og heitan pott sem hann útbjó og varð upphafið að fjölbreyttu sundlaugarsvæði hér,“ segir Bergþór Kristleifsson um fram- kvæmdagleði föður síns.9 Síðar var borað eftir heitu vatni á tveimur stöðum í nágrenninu og einnig kemur kalt neysluvatn úr borholum ofan við orlofssvæðið. Afi Bergþórs, Þor- steinn Þorsteinsson, varð fyrstur til að virkja stöðugan 4°C kaldan vatnsflauminn sem kemur undan hrauninu og allt frá árinu 1948 hefur Húsafell verið sjálfbært með raforku. Þrjár virkjanir eru á Húsafelli sem gefa samtals um 500 kW. Sumarið 2013 var sú fjórða í undirbúningi, 1000 kW virkjun. Raforkunni er allri veitt inn á kerfi Landsneti. „Pabbi sá allt í stærra samhengi,“ sagði Bergþór. „Hann vildi leyfa sem flestum að njóta þessa umhverfis og hafði hug á að byggja upp öfluga ferðaþjónustu á svæðinu – allt að Deildartungu, Hraunfossum og upp á jökul.“ „Oftar en ekki þurfti að bjarga málum; finna skyndilausnir á einhverjum vanda. Pabbi var gjarnan kallaður Krilli og þegar ráðist var í reddingar var það kallað að krilla“. Bergþór hefur oft þurft að krilla sjálfur. Hann var til dæmis settur í að aka ferðamönnum um jökul- inn þegar enginn annar komst í verkið, jafnvel þegar hann var rétt nýfermdur og náði varla niður á bensíngjöfina. Kristleifur var iðulega á undan sinni samtíð. Til dæmis má vænta þess að hugmynd hans um „þriggja jökla þjóðgarð“ þyki ekki lengur langsótt. „Hann sá fyrir sér þjóðgarð sem næði yfir Húsafell og jöklasvæðið í kring,“ sagði eiginkona Bergþórs, Hrefna Sigmars- dóttir. „Þau hjón ferðuðust um víða veröld en fannst alltaf Húsafell fallegasti staðurinn. Raunar þótti Kristleifi Eiríksjökull bera af íslenskum fjöllum og skildi ekkert í því þegar Herðubreið var kosin fegurst fjalla á Íslandi. Honum fannst hún eins og gamall, ryðgaður mjólkurbrúsi miðað við Eiríksjökul.“ líf og fjör í sundlauginni í Úthlíð. Fjömennt í Úthlíð Björn Sigurðsson í Úthlíð fór svipaða leið og Kristleifur. Hann byrjaði á því að leigja land undir orlofshús og sumarbústaði. Síðan kom hann sér upp sundlaug, verslun, mötuneyti og golfvelli. Lengi framan af var Björn jafnframt með hefðbund- inn búskap, en sú starfsemi hefur minnkað mjög, þótt enn sé fjárbúskapur í Úthlíð. Í ofanálag er þar nú ein stærsta sum- arhúsa- og orlofsbyggð í landinu og það er í nógu að snúast. „Ég hef verið með rekstrarstjóra í mörg ár og 12-14 manns í vinnu á þrískiptum vöktum,“ sagði Björn.10 „Yfir háannatím- ann á sumrin vinna hér um 17-20 manns og barnabörnin eru ! mjög mikið f arin að hjálpa mér. Í Úthlíð eru tvö hundruð bústaðir sem fólk í þéttbýlinu leigir lönd undir. Á góðum

200 | FERÐAÞJÓNUSTA helgum eru hér iðulega um þúsund manns [...] hér er alltaf eitthvað að gerast, stórveislur og afmæli, og oft þurfa 30-40 manns að fá gistingu. Ég er líka með 40 félagsbústaði fyrir ýmis félagasamtök.“

Fólkið man sögurnar „Léttleikinn í þjónustu við ferðamenn er að segja sögur. Fólkið man sögurnar betur en ýmsan annan fróðleik,“ sagði sagnamaðurinn, smiðurinn og bóndinn Sveinn Jónsson frá Kálfsskinni.11 Hann stofnaði, ásamt Helga Hallgrímssyni líffræðingi, vísindasetur á Ytri- Vík, í landi Kálfsskinns, aðstöðu fyrir náttúruvísindamenn í samvinnu við Háskóla Íslands. Þegar Helgi sneri sér að kennslu á Akureyri breytti Sveinn húsinu í gistiheimili. Hann var hvatamaður að því að borað var eftir heitu vatni á Árskógsströnd og byggingafyr- irtæki hans, Katla, sá um að leggja hitaveitu um Svarfaðardal og Árskógsströnd. Þegar Sveinn fór í ferðaþjónustuna byggði hann sumarhús á Ytri-Vík og þar var heitum pottum komið fyrir við hvert hús. Eins er stór pottur við gamla húsið. Sveinn hafði ótal hugmyndir um afþreyingu fyrir ferðamenn: Hvalaskoðun, sjóstangaveiði og óvissuferðir á sjó og landi voru þar á meðal. Hvalaskoðunarferðir hófust snemma og fékk Sveinn til þess bát með vönum sjó- mönnum frá Hauganesi. Það höfðu ekki allir trú á þessu í byrjun: „Hver heldur þú að borgi fyrir að skoða hval? Við erum alltaf að horfa á þessi stórhveli á sjónum,“ sagði Ferðaþjónusta hefur verið rekin í Ytri-Vík á vinur hans úr sjómannastétt. Árskógsströnd um árabil. ! Þeir Kristleifur og Sveinn voru mikils metnir í hópi ferðaþjónustubænda. Um það bera vitni þessi orð Svövu Guðmundsdóttur í Langaholti: „Frumherjinn Kristleifur á Húsafelli var langt á undan sinni samtíð, alveg fæddur inn í þetta. Sveinn á Kálfsskinni minnir á margan hátt á Kristleif.“12

Farfuglar lenda á Íslandi Þeir byrjuðu smátt félagarnir sem stofnuðu íslenska deild í Farfuglahreyfingunni árið 1939. Hreyfingin á sér hugmyndafræði sem er meira en aldargömul. Hostelling Inter- national – Alþjóðlega farfuglahreyfingin – á rætur a rekja til Þýskalands þar sem Richard Schirrmann opnaði fyrsta farfuglaheimilið árið 1912. Markmið hans var að gera ung- mennum kleift að ferðast og sjá heiminn með því að bjóða ódýra gistingu sem víðast.

FERÐAÞJÓNUSTA | 201 Það lætur ekki mikið yfir sér, farfuglaheimilið í Hugmyndin var að unga fólkið myndi sjá um sig sjálft í gestaeldhúsum og kynnast þar Fljótsdal innst í Fljótshlíðinni. fólki frá öðrum löndum. Hreyfingin óx hratt og árið 1931 voru farfuglaheimilin orðin 2.600 talsins. Stúdentarnir ungu sem stofnuðu Íslandsdeildina voru þeir Bergur Vigfússon, Hilmar Kristjánsson og Þór Guðjónsson. Fyrsti formaðurinn var Pálmi Hannesson rektor Mennta- skólans í Reykjavík. Félagsmönnum fjölgaði ört. Eftir fáar vikur voru þeir orðnir 1.500. Í fyrstu var þetta aðallega skólahreyfing en þróaðist smátt og smátt í það að verða sjálfstæð- ur félagsskapur fólks á öllum aldri, sem átti það sameiginlegt að hafa gaman af útivist og ferðalögum, bæði innanlands og utan. Í fyrstu var þó aðallega ferðast innanlands. Árið 1947 var keypt herbifreið sem tók 14 manns í sæti. Hún var yfirleitt kölluð María og var notuð til smærri hópferða og ýmissa flutninga. Fyrir utan ferðalögin var efnt til margvís- legra skemmtana fyrir félagsmenn og eins var efnt til fræðslu- og kynningarkvölds fyrir erlenda gesti. ! Fyrsta farfuglaheimilið var opnað í Þýskalandi árið 1912 og nú eru þau orðin 4.500 í

202 | FERÐAÞJÓNUSTA heiminum. Hér á landi var þó ekki farið að starfrækja slík heimili fyrr en á sjöunda ára- tugnum. Að vísu höfðu Farfuglar komið sér upp hreiðri þegar árið 1941. Valaból var það kallað og var reist við lítil efni við Músarhelli við Valahnúka sunnan við Hafnarfjörð. Far- fuglaheimilunum fjölgaði svo smám saman, aðallega utan þéttbýlis. Til að byrja með voru þau flest mjög látlaus að allri gerð, þótt misjöfn væru.

Dansað og djammað í náttúrunni Hátíðir af ýmsu tagi áttu stóran þátt í framförum í ferðamálum Íslendinga. Margar hátíðanna voru haldnar í tengslum við sögulega viðburði og þá oftast á Þingvöllum. Meðal þeirra má nefna þjóðhátíð vegna 1100 ára byggðar í landinu árið 1974 og „þjóðvegahátíðina“ svo- nefndu árið 1994. Þá var 50 ára afmælis lýðveldisins minnst og svo mikill áhugi var á hátíð- inni að að fjöldi hátíðargesta komst aldrei á staðinn vegna umferðaröngþveitis. Annars konar útihátíðir hafa þó verið öllu algengari um áratugi. Elst þeirra er líkast til þjóðhátíðin í Eyjum. Sögu hennar má rekja til miðrar 19. aldar, en frá 1901 hefur hún verið haldin með svipuðum hætti og enn er gert. Þjóðhátíð í Eyjum hefur um áratugaskeið dregið fleiri að en heimamenn og árið 1955 voru aðkomumenn ekki færri en 1.500 talsins. Tveir Svíar, blaðamaður og ljósmyndari, sem komu á hátíðina 1950 lýstu Vestmannaey- ingum sem manna ríkustum á landinu. Hinn dæmigerði Eyjamaður væri iðnari en landar hans og kæmist lengra í lífinu: „En einu sinni á ári tekur hann sér frí og fer a.m.k. á ærlegt fyllirí. Þá eru Vestmannaeyjar í nokkra daga frekar Wiskymannaeyjar.“13 Smám saman fjölgaði útihátíðum, oftast er það unga fólkið sem sækir í það að skemmta sér í guðsgrænni náttúrunni. Útihátíðir vorum einkum vinsælar á seinni hluta 20. aldar og um hvítasunnu- og verslunarmannahelgar flykktust íslensk ungmenni í tjaldborgir um land allt. Á sjötta áratugnum var vinsælt að koma saman við Hreðavatn. Þjórsárdalur naut

Fjölmenni á þjóðhátíð í Herjólfsdal..

FERÐAÞJÓNUSTA | 203 hylli unglinga um skeið, sömuleiðis Atlavík, Laugarvatn og fleiri staðir. Þótt hófsemdarfólk skemmti sér yfirleitt vel má segja að alls staðar hafi einhverjir farið fram úr sér í skemmt- anagleðinni. Drykkjuskapur einkenndi jafnvel samkomur þar sem ekkert áfengi átti að vera, s.s. á ungmennafélagsmótum í Húsafelli og jafnvel í Galtalækjarskógi þar sem góð- templarareglan sá um hátíðina. „Hér voru haldin fjölmörg ungmennafélagsmót en hið stærsta var 1987 – og jafnframt hið síðasta,“ segir Hrefna Sigmarsdóttir, einn landeigenda á Húsafelli.14 „Þá voru á svæðinu líklega um átján þúsund manns. Tjöld um allt, þrír hljómsveitapallar og skógurinn troð- fullur af fólki. Auðvitað átti ekkert brennivín að vera haft hér um hönd en menn voru séðir og komu í vikunni fyrir mótið og földu áfengið hér og hvar, grófu það jafnvel í jörðu. Oft höfum við hitt fólk sem rifjar upp minningar frá þessum mótum með bros á vör; einn sagði okkur að hann hefði orðið til á slíku móti – annar sagðist eiga viskípela einhvers staðar í hlíðinni.“

Skíðaskóli í Kerlingarfjöllum „Kerl, Kerl, Kerlingarfjöll – í Kerlingarfjöll við förum,“ sungu ungir sem aldnir skíðagarp- ar í rútum á leið í sumarskíðaparadísina á Kili. Þetta var aðeins öðru vísi söngur en sá sem dundi á útihátíðunum, en krafturinn var engu minni. Í nærri fjóra áratugi nýttu tugþús- undir manna sér aðstöðuna sem komið var upp í Kerlingarfjöllum af hugsjónamönnum um útivist og skíðaíþróttir. Kerlingarfjöll hafa lengi verið önnur helsta miðstöð ferðaþjónustu á Kili – hin er á Kerlingarfjallasvæðið er einstaklega fallegt. Samspil Hveravöllum og það sem helst er líkt með þeim er jarðhitinn sem löngum hefur laðað að jökla og jarðhita er heillandi og Hveradalir í sér ferðafólk, ekki síst í óbyggðum. Allt frá því að brú var byggð yfir Hvítá árið 1933 höfðu Kerlingarfjöllum er eitt stærsta háhitasvæði landsins. menn fikrað sig um Kjöl á bílum allt til Hveravalla og fáum árum síðar var orðið bílfært Þarna má finna íshella, gljúfur, fögur dalverpi, heitar laugar og ljóst líparítið gefur hrjóstrugu hálendinu inn í Kerlingarfjöll. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum var stofnaður árið 1961, en fyrstir til hlýlegan lit. að renna sér á skíðum niður brekkurnar þar voru líklega Guðmundur frá Miðdal og Fjallamennirnir hans sem héldu þar fjalla- og skíðanámskeið undir stjórn austurrísks snillings árið 1939. Það var svo rúmum 20 árum síðar að Valdimar Örnólfsson leiddi hóp skíðaáhugamanna í því að setja á laggirnar skíðaskólann og tóku þeir yfir gamla skálann sem Ferðafélagið hafði komið þar upp. Valdimar og félagar hans, þeir Sigurður R. Guðmundsson, Þorvarður Örnólfsson, Eiríkur Haraldsson, Magnús Karlsson, Jakob Albertsson, Einar Eyfells og Jónas Kjerúlf, byggðu upp frekari gistiaðstöðu, skíðalyftur og annað sem til þurfti til að reka þarna skíðaskóla á sumrin.Talið er að allt að 50.000 manns hafi heimsótt Kerlingarfjöll á

204 | FERÐAÞJÓNUSTA Einstök stemning Líklega geta allir sem sóttu námskeiðin í Kerlingarfjöllum á sínum tíma verið sam­ mála um að þar ríkti einstök stemning. Kennararnir voru ekki einasta flinkir í að renna sér niður snarbrattar brekkurnar, heldur virtist vera skilyrði fyrir sumarvinn­ unni að þeir kynnu líka að spila á gítar, halda lagi og stjórna leikjum. Strax fyrsta kvöldið voru nemendurnir hristir saman með leikjadagskrá og stöðugum söng og dansi á loftinu í skálanum. Látunum linnti ekki fyrr en loftið var orðið svo mettað af svita að dropa tók úr súðinni. Þegar mannskapurinn var rekinn í koju seint um kvöldið var því búið að teygja svo vel að engar urðu harðsperrurnar að morgni. Skíðaskólinn naut mikilla vinsælda hjá ungu fólki og var vikulangt námskeið í Kerlingarfjöllum algeng fermingargjöf.

tímum Skíðaskólans.Stundum voru þar um 400 manns um helgar, aðallega Íslendingar, en eitthvað slæddist þangað af erlendum skíðamönnum líka. Gistu þá margir í tjöldum eða húsbílum. Hlýnandi veðurfar olli því að skíðaskólinn hætti rekstri rétt fyrir aldamótin 2000. Snjóinn vantaði og það var með sorg í hjarta sem menn gáfu skíðaiðkun þarna upp á bátinn. Kerlingarfjöll eru hins vegar náttúruperla sem aðrir en skíðaáhugamenn geta notið og fljótlega var því farið að reka þar myndarlega hálendismiðstöð.

Þrammað um fjöll og firnindi Íslenskir náttúruunnendur hafa löngum sótt til fjalla og inn á öræfin. Ferðafélag Íslands byggði sér skála í Kerlingarfjöllum og áður hafði félagið komið sér upp skála í Hvítárnesi. Félagið var stofnað árið 1927 en á því eru síður en svo nokkur ellimerki. Starfsemin hefur alla tíð byggst á alls kyns gönguferðum, stuttum og löngum, um fjöll og dali, byggðir en þó oftar óbyggðir. Smám saman fjölgaði skálunum og eru þeir nú 14 talsins víðs vegar um landið. Árið 1975 var sett á laggirnar annað ferðafélag, Útivist. Það leggur, eins og Ferðafélag- ið, megináherslu á gönguferðir. Fyrsta gangan var á Keili 6. apríl og hefur verið efnt til afmælisgöngu á Keili á þeim degi síðan. Hjarta félagsins er í Básum í Þórsmörk, en þar

FERÐAÞJÓNUSTA | 205 reistu Útivistarmenn skála sem var vígður árið 1983. Síðar bættust við fleiri skálar. Í öllum framkvæmdum og ferðalögum hafa félagsmenn lagt mikið sjálfboðastarf af hendi. „Verk- efnið, að leyfa öðrum að njóta með, er í senn hvetjandi og heillandi, en um það snýst öll starfsemin. Árangurinn og ánægjan við að fylgja þessu markmiði er Útivistarfólki næg umbun fyrir erfiðið,“ sagði Sigurþór Þorgilsson, sem tók saman sögu Útivistar eftir 10 ára starf.15 Á þeim árum ferðuðust 45 þúsund manns með félaginu. Íslendingar hafa verið í miklum meirihluta í ferðum þessara tveggja ferðafélaga en útlendingar hafa líka verið meðal þátttakenda. Ferðafélag Íslands hefur frá árinu 1928 gefið út árbók. Þetta er einstæður bókaflokkur um land og náttúru, en að auki hefur Ferðafélagið haldið til haga þjóðlegum fróðleik og mikilvægum ferðalýsingum.

Búháttabreytingar styrktar Á níunda áratugnum voru blikur á lofti í loðdýrarækt og fiskeldi, auk þess sem vaxandi vélvæðing dró mjög úr atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Styrkir voru veittir úr opin- berum sjóðum til bænda sem vildu byggja upp hjá sér aðstöðu til ferðaþjónustu. Á árun- um 1987 til 1991 námu styrkir Framleiðnisjóðs til búháttabreytinga bænda vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu verulegum upphæðum. Ferðaþjónusta bænda fékk líka styrki til reksturs skrifstofunnar. Auk þess fengust framkvæmdastyrkir frá Nýsköpunar- sjóði og eins lögðu Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag Íslands í púkkið. „Það varð sprenging á skrifstofunni,“ sagði Paul Richardson sem var í fararbroddi hjá Ferðaþjónustu bænda um tólf ára skeið frá árinu 1986.16 Áhugi bænda á að veita þessa þjónustu óx hröðum skrefum og býlum þar sem ferðamönnum var boðið upp á gistingu fjölgaði stöðugt. Árlega bættust við 10-15 bæir. Jafnframt var aðstaðan bætt og í stað þess ! að flestir gætu aðeins tekið á móti tveimur til tíu gestum, voru sums staðar komnir gisti- staðir fyrir allt að 50 gesti. Á árunum 1987 til 1992 jókst gistirými hjá Ferðaþjónustu bænda um 88,5%. Nokkrir ferðaþjónustubændur voru smám saman komnir með myndarlegan „hótelrekstur“ auk annarrar þjónustu. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar stóðu þannig til boða fleiri gistirúm á vegum ferðaþjónustubænda en þá fundust á hótelum í Reykjavík. Tjaldstæðum fór líka fjölgandi. Sum voru opin frá miðjum maí, en flest stóðu aðeins til boða í júní, júlí og ágúst.

Gæðamál í brennidepli Mikil áhersla var lögð á að koma á virku gæðakerfi í bændaþjónustunni á þessum árum. „Flokkun og stöðlun“ nefndist verkefnið og það fékk misjafnar undirtektir hjá bændum. Kaupendur þjónustunnar kunnu hins vegar vel að meta það að vita fyrirfram hvernig aðstað- an væri. Farið var að huga að þeim málum fljótlega eftir stofnun samtaka ferðaþjónustu- bænda árið 1981. „Ákveðin skilyrði eru sett varðandi aðstöðuna, umgang og umhverfi, enda viljum við veita góða þjónustu og að burstabæjarmerkið okkar verði strax í upphafi að

206 | FERÐAÞJÓNUSTA Víða er aðstaðan á ferðaþjónustubæjunum eins og á fínustu hótelum. Myndin t.v. er frá Vogafjósi við Mývatn en hin frá Hótel Hellnum á Snæfellsnesi. gæðatákni,“ sagði Oddný Sv. Björgvins í blaðaviðtali árið 1983.17 „Möguleik- arnir í sveitinni eru raunar óþrjótandi. Þar er alltaf eitthvað að gerast og við gerum okkur vonir um að þessi þjónusta þurfi ekki að vera bundin eingöngu við sumartímann. Á vorin er gróandinn og sauðburðurinn. Síðsumars heyskap- ur og berjatínsla og á veturna bjóða margir bændur upp á snjósleðaferðir.“ Oddný bjóst við að fljótlega myndi enn fjölga í samtökunum og frekar yrði beitt takmörkunum en hitt. Stefnan væri að fara hægt af stað og vanda til verka. Hún hafði mikinn áhuga á gæðamálunum, fór sjálf á bæina og hélt námskeið fyrir ferðaþjónustubændur sem voru mjög vinsæl. Þegar Paul Richardson tók við keflinu taldi hann að enn mætti bæta þjón- ustuna. „Ég lagði því áherslu á að búa til gæðakerfi sem væri hægt að treysta á. Kerfið var í vinnslu í fjögur ár. Sumir vildu ekki breyta hjá sér í samræmi við það. Þessar öldur lægði þó og ég tel að ef gæðakerfið hefði ekki verið not- að hefðu sprottið upp um allt land gististaðir sem uppfylltu ekki lágmarks- kröfur.“ Ferðaþjónusta bænda var brautryðjandi í flokkun gististaða og sannaði hún fljótt gildi sitt. Annað hvert ár voru staðirnir teknir í gæðamat. „Fjölbreytni er aðalsmerki okkar,“ sagði Margrét Jóhannsdóttir starfsmaður Ferðaþjónustunn- ar í blaðaviðtali árið 1992.18 „Þetta flokkunarkerfi hefur sannað sig. Það er líka grundvallaratriði að ferðamenn átti sig á því að bak við Ferðaþjónustu bænda er ekki einsleitur hópur.“ Margrét sagði að það segði sína sögu um það hve vel hefði til tekist að kvartanir væru afar fáar.

FERÐAÞJÓNUSTA | 207 Gert út á þögnina „Það var ekki spáð sérstaklega vel fyrir okkur, aðallega vegna þess að við erum fimm kílómetra frá þjóðvegi 1, en ég get sagt núna að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun,“ sagði Ásmundur Kristjánsson á Stöng í Mývatnssveit.19 Hann hafði þá rekið þar ferðaþjónustu í þrjá áratugi ásamt konu sinni, Svölu Gísladóttur. Þau auglýstu þögnina, enda sagði Ásmundur að margir íbúar stórborga tali um hve dásamlegt sé að komast í þá kyrrð sem Mývatnssveitin sé þekkt fyrir. Það sem skipti sköp- un í byrjun var auglýsingatilboð frá kapalsjónvarpsstöð í Þýskalandi árið 1984. Þau tóku því og 15 sekúndna auglýsing frá þeim var birt þrisvar á hverju kvöldi í sex mánuði. „Þetta kostaði mjög lítið en skilaði sér, því hér fylltist allt af Þjóðverjum,“ sagði Ásmundur. Seinna fóru gestirnir að koma víðar að, m.a. frá Austur-Evrópu og Suðaustur-Asíu. Nærri allir gestirnir eru útlendingar.

Vestfirðir heilla „Barðaströnd sú bjarta sveit, best er þar að lifa,“ sagði Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk eitt sinn þegar hann var spurður um sveitina sína.20 Ragnar er væntanlega þekktastur fyrir að hafa verið hafnarvörður á Brjánslæk í samfleytt 63 ár, en þangað hefur ferjan Baldur siglt úr Stykkishólmi frá árinu 1924. Ragnar á Brjánslæk var með tjaldsvæði á landi sínu, en eins og Björn bóndi í Úthlíð orðaði það „...varð Ragnar líka gistibóndi“.21 Það kom til af því að stundum varð ófært yfir Breiðafjörðinn og Baldur komst ekki úr höfn. Sumir farþeganna urðu þá strandaglópar og þurfti að skjóta yfir þá skjólshúsi. Þegar leið á níunda áratug síðustu aldar höfðu samgöngur á Vestfjörðum batnað til mikilla muna og fleiri gerðust ferðaþjónustubændur. Á aðeins fimm árum fjölgaði bæj- unum úr tveimur í tíu. Árið 1988 var hægt að fá gistingu á sveitabæjum allan Vestfjarða-

Fyrst og fremst skemmtilegt „Þetta er mikil vinna sem gefur mikið af sér. Þá er ég ekki að tala um fjárhagslegan ágóða, heldur er þetta fyrst og fremst skemmtileg vinna,“ sagði Ármann Rögnvalds­ son í Syðri-Haga á Árskógsströnd í viðtali sumarið 1990.22 Hann og kona hans, Ulla Maja Rögnvaldsson, höfðu þá unnið við ferðaþjónustu í níu ár. Haustið áður höfðu þau fengið verðlaun Ferðaþjónustu bænda fyrir störf sín, en það var í fyrsta sinn sem slík verðlaun voru veitt. Í Syðri-Haga voru þá aðeins tvö herbergi á bænum ætluð fyrir ferðamenn og náðust því góð tengsl við gestina. Auk þess voru leigð út tvö sumarhús. Ármann sagði að sum­ ir gestanna væru beinlínis að leita eftir því að komast í samband við fólkið, náttúruna og dýrin á bænum. „Fyrir okkur er góð tilbreyting af þessum gestum sem fylgjast vilja með daglegum störfum á sveitaheimili en við höfum kappkostað að setja ferðamenn­ ina í fyrsta sætið og höfum því landbúnaðinn í öðru sæti.“

208 | FERÐAÞJÓNUSTA hringinn, allt frá Bæ í Reykhólasveit til Kollsár í Hrútafirði. Sérstök áhersla var lögð á að Falleg þykir hún Barðaströndin, þótt ekki hafi vegirnir nýta sjó, vötn og ár til að laða að ferðamenn og flestir bæjanna höfðu til sölu veiðileyfi alltaf verið þjálir. fyrir lax og silung eða aðstöðu til sjóstangaveiði. Náttúrufegurð og lífríki Vestfjarða ættu ekki að spilla fyrir og á árunum 1998-2007 fjölgaði erlendum ferðamönnum þar umtals- vert, eða um liðlega 130%.

Veitingar á fjöllum Hálendi Íslands hefur löngum heillað ferðafólk, bæði innlent og erlent. Þar var þó lengi erf- itt að komast leiðar sinnar, en við virkjun Þjórsár og Tungnaár voru gerðar vegabætur á

FERÐAÞJÓNUSTA | 209 suðurhluta hálendisins og við það jókst umferð þar verulega. Við þetta breyttist beitarsvæði fjár og því voru sett niður leitarmannahús í Stóraveri, við þáverandi Sprengisandsleið. Sumarið 1987 fengu hjónin Jórunn Eggertsdóttir og Sveinn Tyrfingsson, bændur í Lækjartúni í Ásahreppi, leyfi til að bjóða til reynslu upp á veitinga- og gistiþjónustu í þessu húsi. Í byrjun var húsið nefnt Stóraverssalir, en síðan einfaldlega Versalir. Að ýmsu þurfti að huga, en hjónin létu duga að útvega rafstöð og kaupa sængur og kodda fyrir fjóra, nauðsynlegustu búsáhöld, örbylgjuofn og vöfflujárn. Það átti heldur betur eftir að koma sér vel. „Staðurinn varð frægur fyrir vöfflurnar sem alla tíð voru hans aðalsmerki, nýbakaðar með heimagerðri rabbabarasultu og þeyttum rjóma,“ sagði Jórunn síðar.23 „Það var heldur ekki óalgengt að bakaðar væru vöfflur úr 100 kg af hveiti yfir sumarið og í eina hræru fóru tvö kíló af hveiti. Það tók því ekki að hræra minni uppskrift.“ Dóttir Jórunnar og Sveins, Ingibjörg, tók fljótlega við rekstri staðarins og átti eftir að dvelja þar í samfleytt 12 sumur. Ekki skiluðu Versalir miklu í fyrstu – tekjurnar dugðu aðeins fyrir launum starfsfólksins og beinum kostnaði. Sjálf fengu þau Jórunn og Sveinn ekkert fyrir alla sína fyrirhöfn við skipulagninguna. Þetta átti eftir að breytast með fjölgun Veitingastúlkurnar í Versölum: Sesselía Helgadóttir, gesta og bættri aðstöðu. Reyndar kom fyrsta rútan strax daginn eftir að opnað var. „Hún Andrea Þráinsdóttir og Ingibjörg Sveinsdóttir. var frá Norðurleið,“ sagði Jórunn. „Og þeir urðu okkar bestu samstarfsmenn, fluttu til dæmis kostinn fyrir okkur öll árin. Við gengum fljótlega í Félag ferðaþjónustubænda, en við vorum algjörir grænjaxlar í svona viðskiptum – gerðum engar rekstraráætlanir og settum heldur ekki eina einustu auglýsingu neins staðar. Við settumst bara við gluggann og biðum.“4 Árið 1994 tóku þau Jórunn og Sveinn þátt í að stofna félagið Hrauneyjar sem keypti starfsmannahús af Landsvirkjun og hóf rekstur hálendismiðstöðvar – hótels og veitinga- staðar á Sprengisandsleið. Hótel Hrauneyjar hefur verið rekið óslitið frá árinu 1998. Þróun ferðaþjónustu bænda Ferðaþjónustubæjum hefur fjölgað gíf­ urlega frá því að þessi þjónusta var fyrst Í hestaferð 26 ár í röð skipulögð. Jafnframt hefur gistirýmum Breska hestakonan Diana Brickel, sem samferðafólkið nefnir jafnan lafði Díönu, lagði leið fjölgað á flestum bæjanna og víða hefur sína til Íslands sumarið 1987 og var tilgangur ferðarinnar að skoða landið á hestbaki. Sum- ferðaþjónustan alfarið tekið við af hefð­ arið 2013 kom hún í 26. sinn, þá áttræð. Ævinlega hófst ferðin og endaði á ferðaþjón- bundnum búskap. ustubænum Brekkulæk í Miðfirði. Ferðafélagarnir eru að mestu sama fólkið, ár eftir ár. Fjöldi bæja: Flestir eru þeir þýskumælandi; Þjóðverjar, Hollendingar og Svisslendingar, enda eru gest- 1965 5 gjafarnir á Brekkulæk það líka. 1983 34 Í upphafi var Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk leiðsögumaður Díönu og samferða- 1990 126 manna hennar. Hann var meðal þeirra fyrstu til að bjóða útlendingum skipulagðar 2006 150 hestaferðir. Það var árið 1979. Bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í meira en hundr- 2013 180 að ár. Nú er þar gistiaðstaða fyrir 35 gesti og veitingastaður. Fyrir utan hestaferðirnar er meðal annars boðið upp á gönguferðir yfir Arnarvatnsheiði og rútuferðir með stuttum Gistinætur: gönguferðum. 1998 440.000 Díana hefur farið í flestar þær hestaferðir sem Arinbjörn og hans teymi bjóða upp á, svo 2012 1.042.000 sem um Arnarvatnsheiði og Dali átta daga hestaferð frá Brekkulæk að Hólum í Hjaltadal.

210 | FERÐAÞJÓNUSTA Hún býr í London en bregður sér gjarnan til Þýskalands á vetrum til fundar við ferðafélaga sína í hestaferðunum, þar sem fyrri ferðir eru rifjaðar upp og sú næsta skipulögð. Breska hestakonan Diana Brickel í einni af 26 Arinbjörn segir að það sé algengt að fólk komi aftur og aftur: „Yfir 40% gestanna hjá hestaferðum sem hún hefur farið frá Brekkulæk í okkur hafa verið hér áður og í hestaferðunum er þetta hlutfall 60%,“ sagði hann.24 Díana er þannig ekki alveg einsdæmi. Jennifer Wolfe frá Edmonton í Kanada kom til að fara í hestaferð frá Brekkulæk árið 1984 og mætti síðan á hverju ári allt þar til hún lést árið 2011.

!

FERÐAÞJÓNUSTA | 211 OLÍUKREPPAN ELDGOS Á HEIMAEY DREGUR ÚR Gosið á Heimaey kom öllum í opna skjöldu. FERÐALÖGUM Með ótrúlega skjótum Eftir að Arabaríkin innan OPEC hætti tókst að flytja skrúfuð fyrir útflutning á olíu til liðlega 5000 íbúa Vest- Bandaríkjanna, til að mótmæla mannaeyja til lands, afskiptum þeirra af átökum fyrir með öllum tiltækum botni Miðjarðarhafs, hefur dregið skipum og bátum, auk flugvéla. Eldsumbrotin mögnuðust skjótt og mjög úr ferðalögum, enda eldsneyt­ þeir sem eftir urðu í eynni höfðu hratt á hæli við að forða verðmæt- ið dýrt og takmarkað. Þetta ástand um frá eyðileggingu. kemur einnig við Íslendinga, sem draga úr utanlandsferðum sínum. SMYRILL FLYTUR BLÁA LÓNIÐ BÍLA OG FÓLK VEKUR AÐDÁUN Heilsusamlegt og fagurt lón í Hin glæsilega farþegaferja, Smyrill, úfnu hrauni í Svartsengi nýtur siglir reglulega milli Íslands, Fær- gríðarlegra vinsælda og er á eyja, Noregs og meginlandsins. skömmum tíma orðið einn af Hún hefur heimahöfn á Seyðisfirði vinsælustu viðkomustöðum ferða­ og hefur fært fjör í ferðamennsku manna. Tíma­ritið National Geo­ graphic tíundar Bláa lónið sem eitt eystra. Vegakerfið á Austfjörðum af undrum veraldar. ræður hins vegar illa við umferðina. TVÍRÆÐUR BOÐSKAPUR Hleypt hefur verið af stokkunum FERÐALANGAR HÓPAST söluátaki sem miðar að því að fjölga ferðamönnum hér á landi Á JÖKLA LANDSINS utan háannatímans. Sumum finnst langt seilst í boðskapnum og jafn­ Ferðamenn verða sífellt nýjunga­ vel gefið í skyn að íslenskar konur gjarnari og þyrstir í ævintýri og óvenju­ lega reynslu. Nú eru fyrirtæki farin að séu léttar á bárunni. Einkum hefur bjóða upp á margs konar ferðir á jökla forsíðumynd á helgarferðabæklingi landsins, með ýmsum farartækjum. Flugleiða vakið athygli en hún sýnir

212Þar | FERÐAÞJÓNUSTA er jafnvel slegið upp glæsilegum þrjár ungar konur í einni og sömu veislum fyrir stóra hópa. lopapeysunni. tækifærin gripin

Efnahags- og olíukreppan sem lagðist yfir Vesturlönd á fyrri hluta áttunda áratugarins átti sinn þátt í því að draga úr streymi ferðamanna til landsins. Það leiddi til þess að ferðaþjón- ustan á Íslandi sat sem fastast á sinni skör og þróaðist lítið í nær áratug. Þegar kreppan losaði tökin komst aftur hreyfing á ferðamennina og þeim fjölgaði hér á landi um nokkur þúsund á ári. Á meðan stjórnendur fyrirtækja glímdu við erfitt árferði reyndi á hugvit og frumkvæði markaðsfólksins. Þróun ferðaþjónustunnar hélst mikið í hendur við flugrekst- urinn og þar reyndu menn að gjörnýta allar vélar og tæki en sækja jafnframt fram með nýjungar. Leiðtogafundir, eldgos, helgarferðir, vöðvatröll og fögur fljóð gerðu einnig sitt til að kynna landið og frumkvöðlar í alls kyns afþreyingu fóru á stjá.

Eyjarnar loga Náttúruöflin búa yfir mögnuðu aðdráttarafli. Fátt er eins ógnvekjandi og stórkostlegt í senn og eldgos. Eldsumbrotin sem Eyjamenn upplifðu í janúar 1973 vöktu heimsathygli. Fyrst flykktust þangað fréttamenn til að fylgjast með gosinu en eftir að því lauk tóku ferðamennirnir við. Eldgosið á Heimaey kom öllum algjörlega í opna skjöldu. Með ótrúlega skjótum og skipulögðum hætti var hafist handa við að flytja 5.200 íbúa Heimaeyjar upp á land. Bregð- ast þurfti snarlega við, því gosið var kröftugt og magnaðist hratt. Öll tiltæk skip og bátar, auk flugvéla Flugfélags Íslands, voru kölluð til og lagði fyrsti báturinn af stað með flótta- fólk hálftíma eftir að gosið hófst. Bátar og flugvélar fluttu svo björgunarsveitir og sjálf- boðaliða út í Eyjar. Um morguninn voru allir Eyjamenn komnir upp á land nema þeir sem

FERÐAÞJÓNUSTA | 213 Af þeim 1.350 húsum sem voru í Vestmannaeyjum hugðust standa vaktina og bjarga verðmætum eftir föngum. Negla þurfti fyrir glugga, árið 1973 fóru 400 undir hraun og önnur 400 moka gjalli af húsþökum og slökkva elda, enda huldi aska og vikur á skömmum tíma skemmdust. Einstakt þykir að manntjón skyldi ekki stóran hluta eyjunnar og glóandi hraun tók að renna yfir byggð. verða í gosinu og að tekist hafi að bjarga miklu af eigum heimamanna. Gosinu lauk í júlí sama ár. Surtseyjargosið árið 1963 hafði vakið mikla athygli erlendis og fóru margir ferðamenn í útsýnisflug á meðan gosið stóð yfir og árin á eftir. Gosið í Heimaey var af öðrum toga, enda hafði ekki áður gosið í byggð á Íslandi. Íslenskir blaða- og fréttamenn voru ekki einir um að vilja komast út í Eyjar, því um 600 erlendir fréttamenn komu til landsins til þess að fylgjast með gosinu. Um leið og því lauk fjölmenntu svo vísindamenn og ferða- menn til Vestmannaeyja til að sjá ummerkin. Næstu tvö árin var mikið að gera hjá þeim sem buðu upp á ferðir út í Eyjar eða útsýnisflug yfir þær því þangað lá leið meirihluta þeirra erlendu gesta sem til Íslands komu.

214 | FERÐAÞJÓNUSTA Fjölmennt fylgdarlið Hugsanlega vakti gosið í Heimaey og vel heppnað einvígi Fischers og Spasskís árið 1972 slíka athygli á Íslandi að Reykjavík varð fyrir valinu þegar finna þurfti hlutlausan fundarstað fyrir leið- toga Bandaríkjanna og Frakklands ári síðar. Til- kynnt var í byrjun maí 1973 að George Pompidou og Richard Nixon myndu hittast í Reykjavík á tveggja daga fundi um mánaðamótin maí – júní, m.a. til að ræða nýjan Atlantshafssamning. Undir- búningur fór á fullan skrið enda von á hátt í 300 manns til landsins vegna leiðtogafundarins. Fundurinn kallaði á mikinn viðbúnað og strang- ari öryggisráðstafanir en Íslendingar höfðu áður kynnst. Ákveðið var að leiðtogarnir hittust á Kjar- valsstöðum. Sérstaklega styrktir öryggisveggir voru settir upp á safninu og plexígler látið fyrir alla glugga fundarsalanna. „Þetta er nú tæplega skothelt – en áreiðanlega kasthelt,“ sagði iðnaðarmaðurinn sem fékk verkefnið.1 Brynvarin bifreið var flutt til landsins fyrir Nix- Alþýðlegur Nixon. on en stór, svartur Citroën var leigður fyrir Pompidou. Báðir gistu leiðtogarnir við Lauf- Bandaríkjaforseti laumaði sér í göngutúr ásveg; Nixon í sendiráði Bandaríkjanna en Pompidou á heimili Alberts Guðmundssonar, um miðbæinn að kvöldi til meðan á sem var aðalræðismaður Frakklands. heimsókninni stóð. Hann var ekki með Fundurinn var haldinn í skugga Víetnamstríðs, mótmæla og Watergate-hneykslis. Því lífverði með sér en þáði fylgd tveggja var jafnvel spáð að Nixon yrði brátt að segja af sér. Pompidou var helsjúkur, þjáðist af íslenskra lögregluþjóna. Forsetinn krabbameini en stóð þó enn forsetavaktina. Fundur þeirra vakti því mikla athygli og komu var hinn kumpánlegasti, tók ýmsa á annað hundrað blaðamenn til landsins til að fylgjast með honum. Utanríkisráðuneytið vegfarendur tali og lék á als oddi. pantaði öll laus hótelherbergi í borginni – og dugði ekki til. „Hann var alveg eins og ég átti Engin sérstök niðurstaða varð af fundinum sem reyndist ekki sérlega merkilegur. Þrátt von á, að vísu dálítið nefþykkur, en fyrir veikindi sín gat Pompidou slegið á létta strengi er hann lýsti samræðunum á þennan annars bara eins og almúgafólk og hátt: „Fundurinn hefur fremur verið í líkingu við það að búa til barn en að fæða það. Og mjög almennilegur,“ sagði Guðrún 2 getnaðurinn er venjulega miklu skemmtilegri en barnsfæðingin.“ Jónsdóttir íbúi við Laufásveg sem hitti Bandaríkjaforseta á gangi.4 Með þessu vinalega þeli hefur hann kannski viljað Dregur úr ferðalögum í olíukreppu bæta fyrir orðin sem hann á að hafa „Margir telja, að ferðamannamóttaka verði einn helzti tekjuliður Íslendinga í framtíðinni látið út úr sér við komuna til landsins: og horfa björtum augum fram á við. Aðrir hrista hausinn og segjast heldur vilja dútla við „God forsaken place“, eða Guðs volaða að flaka fisk í fásinninu en selja útlendingum pylsur og minjagripi í sjoppu á Sprengisandi land. Aldrei fékkst þó staðfest að þau eða í Jökulheimum. Hvað sem slíkum vangaveltum líður, er það staðreynd að Ísland er í hranalegu ummæli hefðu fallið. síauknum mæli að verða „túristaland“.“ Svo sagði í Þjóðviljanum í júlí 1972.3 Þá hafði erlendum ferðamönnum fjölgað um 28%

FERÐAÞJÓNUSTA | 215 á tveimur árum og talsverð gróska í ferðamálum. Utanlandsferðum Íslendinga hafði líka fjölgað mikið, eða um 40%. Allir virtust á faraldsfæti. En þá kom dýfan. Olíukreppan 1973 hafði gífurleg áhrif á ferðalög fólks um allan heim. Arabaríkin innan OPEC vildu mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs og árás Egypta og Sýrlendinga á Ísrael á Jom Kippur-hátíðinni þetta ár. Þau skrúfuðu því fyrir allan útflutning olíu til Bandaríkjanna í október 1973 og gilti bannið fram í mars 1974. Olíu- skorturinn kom afar illa við Bandaríkjamenn, enda hafði orðið mikill samdráttur í olíu- framleiðslu vestanhafs. OPEC-ríkin ákváðu einnig að draga úr heildarframleiðslunni og höfðu þessar ráðstafanir miklar efnahagslegar afleiðingar. Olíuverð margfaldaðist og verðbólga rauk upp úr öllu valdi.

Flugfélög sameinuð á krepputíma Mitt í þessum þrengingum voru íslensku flugfélögin, Loftleiðir og Flugfélag Íslands, sam- einuð undir nafninu Flugleiðir. Það tók sex ár að ljúka sameiningarferlinu enda um tvö stórfyrirtæki að ræða. Þótt erfiðir tímar færu í hönd var ráðist í ýmis verk til að gera hið sameinaða flugfélag samkeppnishæfara á alþjóðavettvangi. Flug- vélakostur var bættur að einhverju leyti, sölukerfi erlendis sam- hæfð, keyptur hlutur í Kynnisferðum og ári eftir sameininguna festu Flugleiðir kaup á Hótel Esju. Enn var ferðamannatíminn hér að mestu einskorðaður við sumarmánuðina. Nýting flugvélaflotans var því heldur léleg yfir vetrarmánuðina. Leiguflug með Íslendinga til sólarlanda bætti eilítið stöðu félagsins en mest munaði um píla- grímaflugið sem hófst árið 1976. Þá var flogið með fullar flugvélar af múslimum hvaðanæva að til Jeddah í Sádi-Arabíu, en þaðan lögðu þeir upp í pílagrímsför til nágrannaborgarinnar Mekka, helg- ustu borgar múhameðstrúarmanna. Ferðirnar voru farnar í föstu- mánuðinum, Ramadan, sem ekki er alltaf á sama tíma í okkar almanaksári. Á þessum árum var Ramadan að vetri til og hentaði því Flugleiðum vel að leigja vélakost sinn í þau verkefni. Þegar leið á áratuginn gerðu Flugleiðamenn tilraun til að reka breiðþotu. Keypt var DC-10 þota sem tók 380 farþega og var ætlað að vera í förum yfir Norður-Atlantshafið. Þegar vélin var tilbúin til notkunar, í byrjun sumarvertíðar 1979, fórst þota sömu tegundar í Chicago. Meðan rannsókn slyssins stóð yfir var flug DC-10 stöðvað um allan heim. Þetta lék Flugleiðir illa og þotan var seld úr landi tveimur árum síðar.

Air Viking, Arnarflug og Atlanta Þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi í flugheiminum á áttunda áratugnum var talsverð gróska í flugmálum hér á landi og samkeppnin jókst. Guðni Þórðarson í Sunnu vildi sjálfur sjá

216 | FERÐAÞJÓNUSTA um að koma sínum farþegum á áfangastað. Hann tók því flugvélar á leigu og stofnaði síðan flugfélagið Air Viking árið 1970. Þremur árum síðar var félagið með þrjár þotur í sinni þjónustu og voru tvær þeirra í eigu félags- ins. Til þess að auka nýtingu vélanna hóf Air Viking pílagrímaflug haustið 1975, nærri ári á undan Flugleiðum. Samkeppni í leiguflugi til sólarlanda var hörð og hafði slæm áhrif á fjárhagsstöðu flugfélaganna. Air Viking varð gjaldþrota árið 1976. Guðni sagði síðar að Sunna hefði verið með mesta umfangið í sölu sólarferða og andstæðingar hans á markaði hefðu knúið Air Viking í þrot.5 Nokkrir af fjölmörgum kröfuhöfum í þrotabú Air Viking stofnuðu í kjölfarið annað Starfsemi Arnarflugs var um tíma umfangsmikil. flugfélag, Arnarflug. Í fyrstu var félagið einkum í leiguflugi víða um heim en árið 1979 fékk Arnarflug sérleyfi til flugs á nokkrum flugleiðum innanlands og áætlunarflug félags- ins til ýmissa borga í Evrópu hófst 1982. Um leið tók samgönguráðherra ákvörðun um að svipta Flugleiðir sérleyfi til Amsterdam og Düsseldorf. Rekstur Arnarflugs gekk heldur brösuglega og leituðu forráðamenn þess til Flugleiða árið 1978 um aðstoð. Flugleiðir keyptu þá meirihlutann í félaginu. Tveimur árum síðar var þeim gert að selja starfsmanna- félagi Arnarflugs 17,5% af þessum hlut. Það var gert að kröfu ríkisins sem vildi aukna samkeppni í fluginu. Um tíma var starfsemi Arnarflugs nokkuð umfangsmikil og þegar mest var unnu þar um 130 manns. Félagið var rekið allt til ársins 1990 þegar það varð gjaldþrota. Einn af fyrrum flugstjórum Arnarflugs, Arngrímur Jóhannsson, stofnaði ásamt eigin- konu sinni, Þóru Guðmundsdóttur, eigið flugfélag árið 1986. Það var flugfélagið Air Atl- anta sem byggði meginstarfsemi sína á útleigu flugvéla, bæði farþega- og fraktvéla. Í byrjun tíunda áratugarins hafði félagið nokkrar breiðþotur í sinni þjónustu og þótt starf- semin hafi að mestu verið erlendis, voru þotur félagins nokkrum sinnum fylltar af Íslend- Ferjurnar Smyrill og síðar Norræna reyndust góð ingum og flogið með þá suður í höf. Pílagrímaflug hefur einnig verið mikilvægur þáttur í viðbót í samgöngumálum Íslendinga. rekstri Air Atlanta allt frá 1988. Svo mjög óx þessi þáttur rekstr- arins að árið 2013 flutti Air Atlanta fleiri pílagríma en nokkurt annað flugfélag í veröldinni. Eignarhald á Air Atlanta breyttist talsvert í gegnum tíðina en í árslok 2007 keypti hópur lykil- starfsmanna félagið. Fyrirtækið var með 18 breiðþotur í rekstri og flutti rétt um 1,6 milljón farþega árið 2013. Flugstarfsemi félagsins er öll erlendis. Hjá því starfa nærri 1.200 manns, þar af um 250 í höfuðstöðvunum á Íslandi.

Smyrill fjölgar valkostum Bæjarbragurinn á Seyðisfirði breyttist heldur betur þegar fær- eyska farþega- og bílaferjan Smyrill hóf siglingar þangað árið 1975. Seyðfirðingar voru snöggir að bæta aðstöðuna á hafnar- bakkanum; á sex vikum komu þeir upp tollskýli, snyrtiaðstöðu

FERÐAÞJÓNUSTA | 217 Ferjan hefur sett svip á Seyðisfjörð allt frá árinu 1975.

og öðru því sem til þarf fyrir bílaferju. Fjöldi fólks tók á móti ferjunni þegar hún sigldi inn fjörðinn í fyrsta sinn laugardagskvöldið 14. júní 1975, með 47 farþega og 10 bíla. Yfir sumartímann sigldi Smyrill vikulega milli Íslands, Færeyja, Noregs og meginlandsins. Þar með hófst nýr kafli í ferðamennsku á Austurlandi. Frá upphafi var þessari viðbót við samgöngur og ferðamennsku tekið fagnandi. Fjöldi erlendra gesta sem vildi ferðast á eigin vegum um Ísland nýtti sér ferjuna og sömuleiðis kusu margir Íslendingar að nota þetta tækifæri til að taka bílana sína og jafnvel hjólhýsin með í ferðalag um meginland Evrópu. Sumarið 1975 fór Smyrill 11 ferðir með yfir 4.000 farþega og nokkur hundruð bíla. Fljótlega heyrðust þó háværar kvartanir yfir holóttum þjóðvegum eystra og fóru fararskjót- arnir sumir hverjir illa út úr viðureign sinni við þá. Fram komu hugmyndir um að ferjan sigldi frekar til Reykjavíkur eða Þorlákshafnar, en þar var fyrir ágæt aðstaða vegna siglinga Herjólfs milli lands og Eyja. Á það máttu Austfirðingar þó ekki heyra minnst: „Um leið og menn syðra sjá að ef til vill sé hægt að græða á þessu á að hrifsa það til sín án nokkurs tillits til hagkvæmni,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, framkvæmdastjóri í Nes- kaupstað í grein í Austurlandi árið 1979.6 „Útlendir ferðamenn eru ekki komnir til Íslands til þess að skoða Reykjavík heldur til að skoða landið og miklu skiptir að sá tími sem í siglinguna fer sé sem stystur. Austfirðingar eiga allir sem einn að mótmæla þessum ósvífna þrýstingi bissnessmanna syðra og vonandi sjá þingmenn okkar og ráðherrar til þess að Smyrill fái áfram að sigla í friði til Seyðisfjarðar.“ Svo fór. Ný ferja leysti þá gömlu af hólmi árið 1983 og tók hún tvöfalt fleiri farþega en

218 | FERÐAÞJÓNUSTA Ferju fylgir fjör í bæ Mikil stemning fylgir ávallt komu Norrænu. Skipið leggst jafnan að bryggju klukkan átta á fimmtudagsmorgnum og leggur aftur úr höfn á hádegi. Bærinn smáfyllist af fólki sem vafrar um plássið á meðan beðið er komu skipsins, raðir ökutækja af öllum gerðum teygja sig marga kílómetra eftir hafnarbakkanum og tollverðir gera sig klára í eftirlitið. Ekki hafa samt ferðalögin með ferjunni alltaf verið vandræðalaus. Ýmsir erlendir ferðamenn hafa reynt að spara sér dýran kost á landinu bláa og flutt með sér nánast allt sem þarf til ferðalagsins; rútu, mat, áfengi og hvaðeina. Tollverðir hafa því löngum haft í nógu að snúast við að gera þetta góss upptækt. Á árum áður fluttu sumir jafnvel aukabirgðir af eldsneyti með sér og það gat Tollurinn ekki liðið. Það hefði þó komið sér vel í olíukreppunni 1979 þegar ekkert eldsneyti var til á bílana sem komu með ferjunni. Urðu þá margir strandaglópar á Seyðisfirði um stund. Fjarðarheiðin hefur líka löngum verið talin erfið hindrun – ekki síst þeim ferðamönnum sem koma úr góða veðrinu suður í löndum og vita ekkert um fyrsta farartálmann sem mætir þeim: Veg í um 600 m hæð yfir sjávarmáli, stundum ófæran illa búnum ökutækjum.

Smyrill eða um þúsund manns og 250 bíla. Hún fékk nafnið Norræna og sigldi næsta ald- arfjórðunginn með fólk og farartæki yfir hafið. Heimamenn stofnuðu fyrirtækið Austfar um afgreiðslu ferjunnar árið 1984 og með tímanum eignaðist Austfar lítinn hlut í útgerð Nor- rænu. Smyril-Line varð síðar alþjóðlegt fyrirtæki með skrifstofur í fjórum löndum. Ferðamannastraumur jókst mikið um Austurland vegna ferjusiglinganna. Árið 1985 var talið að hátt í 20 þúsund ferðamenn hefðu farið um fjórðunginn í tengslum við þær. Árið 1988 var Norræna ferðaskrifstofan sett á laggirnar og annaðist hún sölu ferða með ferjunni og bauð síðar einnig upp á aðra valkosti, svo sem siglingar með norskum skemmtiferðaskipum á fjarlægum slóðum. Áratugalangt samstarf Færeyinga og Austfirðinga um ferjusiglingarnar hefur verið far- sælt. Enn var smíðuð ný ferja árið 2003 og fljótlega eftir það sigldi ferjan allt árið. Aðstaða um borð var prýðileg; þrír veitingastaðir, kvikmyndasalur, sundlaug og heitir pottar og leiksvæði fyrir börn.

Helgarferðir á lopasýningar Á áttunda áratugnum rann upp blómatími lopans. Íslensk ull hafði auðvitað haldið hita á landsmönnum um aldir og flestir ferðamenn sem hingað komu kipptu með sér lopapeysu eða vettlingapari við brottför. Allt í sauðalitunum og handprjónað af íslenskum konum yfir vetrarmánuðina. En litskrúðugar tískuvörur úr lopa voru nýmæli. Lopinn átti síaukn- um vinsældum að fagna og upp úr 1970 margfaldaðist framleiðsla á hand- og vélprjón-

FERÐAÞJÓNUSTA | 219 Tískusýningar á ullarfatnaði voru lengi vinsælar. Hér uðum ullarklæðum. Fyrirtækin hófu markaðsstarf erlendis og útflutningur á ullar- og sýnir tískusýningarfólk frá Módelsamtökunum það skinnvörum jókst um tugi prósenta á ári. Ullarvörudeild SÍS, Álafoss, Hilda, Gefjun og nýjasta á Hótel Loftleiðum á áttunda áratugnum. ótal minni prjónastofur gátu vart annað eftirspurninni. Hjá Sambandinu störfuðu allt að 1.100 manns við ullarframleiðslu og -sölu þegar mest gekk á. Álafoss var með sölufyrirtæki í New York og Hilda hf. rak 30 verslanir í Bandaríkjunum og á eyjum í Karíbahafinu. Álafoss gerði samning við American Express árið 1971 um framleiðslu á 50 þúsund ullar- kápum fyrir viðskiptavini kortafyrirtækisins og varð samningurinn mikilvægur grunnur fyrir útflutninginn. Flíkurnar voru sýndar ferðamönnum á tískusýningum sem haldnar voru í salarkynnum hótelanna í Reykjavík – og eiginlega hvar sem fólk kom saman. Fagurlimað tískusýning- arfólk gekk um svið og palla í litríkum prjónakjólum, skrautlegum peysum, hlýjum legg- hlífum og þæfðum höfuðfötum. Engin samkoma þótti standa undir nafni nema þar færi fram tískusýning. Ljóshærð blómarós í litríku ullarfati leysti lundann af hólmi sem vöru- merki landsins. Flugleiðir notfærðu sér þennan lopaáhuga þegar reynt var að auka eftirspurn eftir vetr- arferðum til landsins. Á níunda áratugnum var enn ekki kominn neinn vetrartúrismi á

220 | FERÐAÞJÓNUSTA Íslandi en Flugleiðamenn vildu breyta því og nýttu sér meðal annars þessar vinsælu tískusýningar. Búnar voru til helgarferðir, sérstaklega ætlaðar konum í mið-vesturríkjum Bandaríkjanna. Boðið var upp á tískusýningar, hlaðborð og skoðunarferðir, en í þeim var meðal annars farið í ullarverksmiðjur. Þetta markaðsátak leiddi til þess að um hverja helgi komu hundruð kvenna að vestan til að skoða og kaupa tískuvörur úr lopa og ull. Óhagstæðar ytri aðstæður urðu til þess að ullarframleiðslan dróst hratt saman upp úr miðjum níunda áratugnum. Hún lagðist þó ekki af og fyrir­ tæki eins og Ístex, Víkurprjón og Glófi tóku við kyndlinum. Lopinn seldist áfram vel hér heima, en útrásinni var lokið – í bili að minnsta kosti.

Hópferðir á jökla Aðdráttarafl íslenskra jökla jókst stórum á síðustu öld. Í stað þess að líta á hvítar fannbreiðurnar sem ógn, fóru menn að sækja þangað í leit að ævintýrum og ógleymanlegri upp­ lifun. Fjallamenn reistu fyrstu háfjalla- og jöklaskálana um 1945 á Fimmvörðuhálsi og Tindfjallajökli og nokkrum árum síðar reistu jöklarannsóknarmenn sinn fyrsta jökla­ skála í Esjufjöllum á Vatnajökli. Þegar um miðjan fimmta áratuginn var farið að auglýsa hópferðir á ýmsa jökla og var einkum farið um páska, áður en snjóa leysti. Nokkrir hópar reyndu sig við konung jöklanna, Vatnajökul, og fóru um hann ýmist gangandi eða á snjóbílum og síðar á vélsleð- um. Akureyringar létu ekki sitt eftir liggja í þessum efnum. Árið 1971 fór Baldur Sigurðsson ásamt hópi manna í könn- unarleiðangur upp á jökulinn um Gæsavötn og Dyngjuháls. Þeir ferðuðust vítt og breitt um Vatnajökul á beltabíl og áðu meðal annars á Bárðarbungu. Skömmu síðar stofnuðu Bald- ur og eiginkona hans, Stefanía Ármannsdóttir, fyrirtækið Jöklaferðir sem bauð upp á reglulegar ferðir á Vatnajökul í samvinnu við ýmsar ferðaskrifstofur. Yfir sumarmánuðina var farið með hópa íslenskra og erlendra ferðamanna nánast daglega á jökul. Stundum var líka farið í miðnæturferðir. Árið 1973 var skáli Jöklaferða Þrátt fyrir snjó og klaka getur verið mikil veðurblíða reistur í Gæsavötnum, í 890 metra hæð. Þar höfðust jöklafarar við milli þess sem þeir fóru á jöklum. um snjóbreiðurnar með hópa fólks á ýmsum sérútbúnum farartækjum. „Þetta voru allt aðrar aðstæður en við þekkjum í dag,“ segir Sigurður Baldursson, sonur Baldurs og Stef- aníu.7 Hann erfði jöklaáhuga foreldranna og starfrækir nú eigið fyrirtæki með ævintýra- ferðir. „Ef eitthvað bilaði þurfti maður að aka langan veg eftir varahlut, jafnvel alla leið til Reykjavíkur. Svo hélt maður sömu leið til baka eins og skot – það var aldrei stoppað. Á

FERÐAÞJÓNUSTA | 221 þessum tíma voru engir farsímar, bara öflugar talstöðvar. Í Gæsavötnum þurftum við helst að fara upp á ákveðinn hól til þess að ná sambandi við Húsavíkurradíó. Hann gekk auðvitað undir nafninu Gólan-hæðir.“ Aðstæður til ferða á Vatnajökul um Gæsavötn breyttust talsvert í byrjun níunda áratug- arnins. Bæði varð vart við mikla bráðnun jökulsins og eins var jarðvegur á norðanverðum Sprengisandi oft svo lengi blautur að ekki var hægt að hefja jöklaferðir fyrr en í byrjun júlí. Vertíðin var því of stutt til að reksturinn bæri sig. Jöklaferðir frá þessum stað lögðust af árið 1983. Nafn fyrirtækisins lifði þó áfram því aðrir jöklagarpar tóku við keflinu og fóru skömmu síðar að bjóða ferðir á Vatnajökul að sunnanverðu.

Jöklaferðir frá Höfn Þetta voru nafnarnir Gísli Geir Sigurjónsson og Gísli Hjálmarsson. Þeir óku með ferða- menn frá Höfn að Breiðamerkurjökli þar sem farið var með snjóbíl upp í Esjufjöll. Þeir keyptu troðara, settu á hann hús og belti til að auðvelda ferðir um ísbreiðurnar en jökullinn reyndist á köflum svo gljúpur að beltin skemmdust. Auk þess myndaðist lón framan við jökulinn sem varð þeim til trafala. Þá kom Selfyssingurinn Tryggvi Árnason til skjalanna en hann á líklega hvað drýgstan þátt í að ferðir á Vatnajökul festust í sessi. Sú barátta kostaði blóð, svita og tár. Tryggvi var sveitarstjóri í Hornafirði þegar hann hóf afskipti af ferðaþjónustunni þar upp úr 1980. „Það var mjög erfitt að reka þetta fyrirtæki og þeir félagar voru við það að gefast upp,“ segir Tryggvi um framgöngu Gíslanna.8 „Ég gekk til liðs við þá árið 1984 og fyrsta verk okkar var að fá fleiri til samstarfs. Við fluttum athafnasvæði okkar yfir á Skálafellsjökul, drógum gamlan símavinnuskúr upp á jökuljaðarinn og notuðum hann fyrstu árin sem Hópur á vegum Jöklaferða á Skálafellsjökli. bækistöð.“

222 | FERÐAÞJÓNUSTA Forystumenn Jöklaferða buðu fjölda blaðamanna og ferðaskrifstofufólks í kynnisferðir upp á jökul, en illa gekk að selja slíkar ævintýraferðir. „Heimamönnum þótti jökullinn ógnvekjandi og höfðu lítinn áhuga á því að aka um hann,“ segir Tryggvi. „Blaðamennirnir skrifuðu jú um ferðirnar en ferðaskrifstofufólkið – sem skemmti sér yfirleitt vel í boðsferðunum – vildi ekki setja þessar ferðir í sölubæklinga. Menn þorðu ekki að brydda upp á nýjungum, vildu bara bjóða upp á endalausar hringferðir. Okkur var sagt að við þyrftum að sanna okkur áður en þeir færu að auglýsa. Hvernig áttum við að gera það ef enginn vildi selja ferðirnar fyrir okkur?“ Veislu slegið upp á jökli. Þrátt fyrir þungan róður börðust Tryggvi og félagar áfram við að bæta aðstöðuna. Gam- all virkjunarvegur lá frá Smyrlabjörgum upp að lónunum á heiðinni fyrir ofan. Þaðan lögðu Jöklaferðamenn veg upp á jökulsporðinn og var þá auðveldara að aka með ferða- mennina að snjóbílunum sem biðu á ísnum.

Samstarfið skilaði sér „Það var ekki fyrr en eftir fyrstu Vestnorden kaupstefnuna sem eitthvað fór að gerast. Bresk ferðaskrifstofa varð fyrst til að auglýsa ferðirnar okkar í bæklingi. Það hreyfði við fleirum og þá fór þetta loksins að ganga. Fyrst og fremst voru það Bretar, Frakkar og Þjóðverjar sem keyptu ferðir upp á Vatnajökul,“ segir Tryggvi. Fyrstu árin fóru 300-400 manns í þær ferðir en þeim fjölgaði smám saman og um miðjan tíunda áratuginn voru þeir orðnir 8.500. Útsýnið skoðað af stærsta jökli landsins.. Tryggvi segir að ferðaþjónustan hafi verið stutt á veg komin þegar hann flutti austur um 1980. Með aukinni samvinnu hagsmunaaðila á borð við Hótel Höfn, Austurleið, Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Flugfélag Íslands og ferðamálafélögin á svæðinu tókst að þoka þeim málum áfram. Fyrir utan að byggja upp jöklaferðir var ráðist í að bæta tjald- stæðin á Höfn, laga golfvöllinn, skapa aðstöðu í Skaftafelli, fara með ferðamenn í hvala- skoðun á humarbátum og sigla með þá um Jökulsárlón. „Okkur tókst að fá Flugfélag Íslands til að fljúga á Höfn tvisvar á dag, fimm daga vikunnar sumarið 1989 og það varð forsenda þess að við gátum boðið helgarpakka sem urðu mjög vinsælir. Þá var farið í hvalaskoðun einn daginn, svo upp á jökul og loks í siglingu um Jökulsárlón síðasta dag- inn. Þetta varð svo vinsælt að það varð algjör sprenging.“ Árið 1991 urðu ákveðin tímamót hjá Jöklaferðum. Þá var tekinn í notkun skáli á jökul- sporðinum á Hálsaskeri, Jöklasel. Skálinn er á tveimur hæðum með svefnpláss fyrir 25 manns og 80 manna veitingasal. Jöklasel gat státað af því að vera hæsta veitingahús lands- ins, í 840 m hæð. Hvataferðir voru þá orðnar mjög vinsælar og stórir hópar fóru um jökulinn á snjósleðum eða jeppum. Búið var að fjölga flugferðum austur og aðsóknin jókst gífurlega. „Við buðum bæði upp á lengri og styttri ferðir, upp á Hvannadalshnjúk og yfir í Kverk- fjöll. Það var mikið um að vera á jöklinum þessi ár en þetta var eilíf barátta við kerfið, barátta fyrir hverju skrefi,“ segir Tryggvi. „Við fengum nánast ekkert fjármagn í verkefnin,

FERÐAÞJÓNUSTA | 223 Jökulsárlón er eitt helsta aðdráttaraflið á engin lán eða styrki. Kynnisferðir voru komnar inn í fyrirtækið um 1990 og hluthöfum Suðausturlandi. var fjölgað til að halda þessu úti. En þetta kostaði allt mikla baráttu.“ Á blómaskeiðinu fengu Tryggvi og félagar margs konar verðlaun fyrir starfsemina. Þá voru vélsleðarnir orðnir 34 og snjóbílarnir þrír. „Þegar þetta brölt átti loksins að fara að skila hagnaði, bættist við mikil samkeppni frá öðrum aðilum sem voru að hefja jöklaferð- ir á Langjökli og síðar Mýrdalsjökli. Þá vorum við aftur komin á byrjunarreit og ég ákvað að losa mig út úr þessu árið 1998.“ Tryggvi lagði sjálfur allt sitt í þennan rekstur en upp- skeran var rýr. „Ég sé ekki eftir einni mínútu sem fór í þetta. Það er erfitt að tapa pen- ingum en allt það sem gert var til að byggja upp ferðaþjónustu eystra stendur enn. Og ekki fer jökullinn.“

Siglt á milli borgarísjaka Jökulsá á Breiðamerkursandi rann lengst af beint undan Vatnajökli en um miðja síðustu öld fór jökullinn að hopa og myndaðist þá lón við rætur hans. Það fer stöðugt stækkandi. Fljótandi ísjakarnir eru stórbrotið sjónarspil sem hefur fangað athygli ferðamanna. Á níunda áratugnum datt heimamönnum í hug að sigla með ferðamennina um lónið og eftir að James Bond-myndin A View to a Kill var sýnd árið 1985 snarjókst áhuginn. Upp- hafsatriði myndarinnar var tekið í og við lónið og gerði það heimsfrægt á svipstundu. Lónið hefur stækkað með árunum og var orðið um 25 km² árið 2013. Það er orðið 260 m djúpt og telst vera dýpsta vatn landsins. Guðbrandur Jóhannesson, sem byrjaði með siglingarnar, notaðist í fyrstu við þrjá plastbáta en síðan tóku við svokallaðir hjólabátar sem auðvelt er að aka upp á ströndina. Síðar var farið að bjóða ferðir með gúmmíhrað- bátum sem þeysa milli ísjakanna og er sá ferðamáti nú hvað eftirsóttastur.

224 | FERÐAÞJÓNUSTA Í lóninu er fjölbreytt fuglalíf og þar gætir sjávarfalla. Því ganga ýmsar tegundir uppsjávar­fiska í það, til dæmis loðna og síld. Í humátt á eftir þeim kemur selurinn sem leggur sig gjarnan uppi á ísbreiðunum eftir gómsæta máltíð. Það hefur ekki orðið til að draga úr ásókn ferðamanna. Þeim hefur fjölgað svo mikið að aðstaðan við Jökulsárlón er löngu sprungin. Á stundum getur biðin eftir bátsferð orðið allt að fjórum klukkustundum á annasömustu dögunum. Heimamenn í Öræfasveit tóku sig því til og hófu að bjóða sigl- ingar á öðru lóni, Fjallsárlóni, sem er um tíu km vestan við Jökulsárlón. Jökulsárlóni bregður fyrir í fjölda annarra kvikmynda en A View to a Kill, svo sem í Tomb Raider, Batman Begins, Beowulf and Grendel og annarri Bond-mynd, Die another Day, sem gerð var árið 2002.

Undursamlegt blátt lón Bláa lónið er einhver fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en segja má að töfrar þess hafi uppgötvast nánast fyrir tilviljun. Árið 1976 myndaðist lítið affallslón við jarðvarmavirkjun Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og vakti blár litur þess strax athygli. Heitt og sérkenni- legt lónið freistaði fljótlega baðgesta og ekki dró úr því þegar í ljós kom að þessi blanda af þörungum, steinefnum og kísil reyndist hafa heilsubætandi áhrif. Einna fyrstur til að baða sig í lóninu var psoriasissjúklingur frá Keflavík. Hann fann strax fyrir góðum áhrifum vatnsins á húðina. Þetta vakti áhuga þeirra sem glíma við húð- sjúkdóma. Fljótlega komu Samtök psoriasis- og exemsjúklinga þarna upp baðaðstöðu og árið 1983 var opnað lítið hótel sem Þórður Örn Stefánsson rak um tíu ára skeið. Fjórum árum síðar var Bláa lónið opnað almenningi. Æ fleiri sóttu sér heilsubót í lónið en öðrum

FERÐAÞJÓNUSTA | 225 Bláa lónið var valið sem eitt af undrum veraldar af fannst bara notalegt að svamla um í volgum, blágrænum jarðsjó – jafnvel um hávetur tímaritinu National Geographic. þegar ekki sá út úr augum fyrir myrkri og gufu. Fjölmargir komu að rekstri, uppbyggingu og rannsóknum við Bláa lónið fyrstu árin, þar á meðal opinberar stofnanir, sveitarfélög á Suðurnesjum, læknar og fyrirtæki. Á ýmsu gekk í rekstrinum þrátt fyrir aukna aðsókn. Grindavíkurbær hafði umsjón með gamla affallslóninu en árið 1992 var stofnað sérstakt hlutafélag, Bláa Lónið hf., um rekstur bað- aðstöðunnar með þátttöku Íslenska heilsufélagsins og Flugleiða. Tveimur árum síðar var opnuð meðferðarstöð fyrir psoriasissjúklinga við lónið. Á rannsókna- og þróunarsetri Bláa lónsins eru framleiddar húðvörur úr virkum efnum þess. Innan fárra ára hafði þessi heilsulind öðlast heimsfrægð. Árið 1995 voru gestir lónsins orðnir um 125 þúsund á ári. Fjárfestarnir urðu að líta á þetta sem langhlaup, reksturinn var þungur og fyrirtækið fór ekki að skila hagnaði fyrr en eftir 15 ár. Lónið var flutt til vesturs og stækkað og sumarið 1999 voru tekin í notkun ný og vegleg mannvirki í Illa- hrauni. Þau voru endurhönnuð og stækkuð árið 2007 og veitingastaðurinn Lava byggður inn í hraunið. Ný lækningalind var tekin í notkun árið 2006 og þangað sækir fólk frá að minnsta kosti 20 þjóðlöndum. „Hraunið og náttúran gera upplifun þeirra sem þangað koma mjög sterka. Við höfum

226 | FERÐAÞJÓNUSTA lagt okkur fram um að skapa umgjörð við hæfi um þessa auðlind,“ sagði Grímur Sæmund- sen, læknir og framkvæmdastjóri Bláa Lónsins.9 Þessi heilsulind hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar. Árið 2011 valdi t.d. tímarit- ið National Geographic það sem eitt af 25 undrum veraldar. Bláa lónið var þá orðið einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Um 635 þúsund gestir komu þangað árið 2013, eða liðlega 80% allra erlendra ferðamanna. Rekstur fyrirtækisins gekk líka vel en Grímur telur að góða afkomu megi ekki síst rekja til stefnubreytingar í verðlagningu árið 2008. Þá var gjaldskráin hækkuð um 50%. „Við erum ekki að verðleggja ferðamannaperlur okkar eins og við ættum að gera,“ segir Grímur. Hluti hagnaðarins fer í frekari uppbyggingu svo hægt sé að taka á móti vaxandi fjölda gesta. „Það er mikilvægt að menn hafi þor til að fjárfesta í uppbyggingu og aðstöðu og verðleggi þjónustuna í samræmi við upplifun og gæði.“

Um flúðir og fljót „Þau bönkuðu hér uppá sumarið 1985 og báðu um að fá að þurrka sokkana en hafa ekki farið síðan,“ sagði Anna Svavarsdóttir, ein Drumba-systra, í blaðaviðtali árið 1996.10 Með Drumba-systrum var átt við systurnar á Drumboddsstöðum. Þar má segja að hafi verið vagga flúðasiglinga á Íslandi. Þau sem bönkuðu upp á með blauta sokka nefndu sig Bátafólkið og voru meðal frumkvöðla í íslenskum ævintýraferðum. Þetta voru hjónin Vilborg Hannesdóttir og Björn Gíslason, eða Villa og Bassi, eins og þau voru jafnan nefnd. Villa og Bassi voru á þessum tíma að þreifa fyrir sér með bátsferðir á Íslandi. Þau höfðu bæði verið í björgunarsveitum og fallið fyrir fjallaklifri og öðrum ævintýrum í náttúru Íslands. „Við horfðum á allar þessar ár og vildum gera eitthvað með þær,“ segir Vilborg.11 „Við kunnum ekkert í fljótasiglingum en keyptum bók um river rafting. Síðan pöntuðum við bát erlendis frá og smíðuðum árarnar sjálf. Það var ekki til meiri peningur.“ Báturinn var uppblásinn sex hólfa gúmmíbátur, sérhannaður til flúðasiglinga. Þegar báturinn var kominn var næsta verk að æfa íþróttina í ýmsum ám. Best leist þeim á Hvítá í Árnessýslu. Þau byrjuðu að eiga við flúðirnar þar árið 1983 þegar Vilborg var enn innan við tvítugt. Þau sigldu frá Brúarhlöðum að Drumboddsstöðum og eftir að hafa fengið að þurrka sokkana sína þennan örlagaríka dag sumarið 1985 voru höfuðstöðvar þeirra þar. Systkinin á bænum, þau Anna, Jórunn, Dóra og Sveinn áttu eftir að vinna talsvert með þeim, ýmist með því að sjá um veitingar í landi eða sem siglarar. „Við kunnum ekki mikið á þetta og lentum í ýmsu á meðan við vorum að ná tökum á íþróttinni,“ segir Vilborg. „Við veltum bátnum, duttum útbyrðis og hvaðeina, en þetta lærðist allt fljótt í kaldri á. Um haustið var hringt frá Ferðamiðstöð Austurlands og spurt hvort við myndum fara svona vatnaferðir með ferðamenn. Við sögðum bara já og næsta Villa og Bassi tilbúin í slaginn við fljótið. sumar fengum við fjóra hópa. Við sömdum við Jórunni heimasætu um að taka að sér veit- ingar fyrir hópana og vorum komin í gang.“ Næstu árin var aðstaðan á Drumboddsstöðum bætt. Bátafólkið keypti skemmu sem þar

FERÐAÞJÓNUSTA | 227 var, kom fyrir eldhúsi og innréttaði húsnæðið eftir sínum þörfum. Fljótlega fóru gestirnir Á fleygiferð um flúðir Austari-Jökulsár í Skagafirði. að skipta þúsundum á hverju ári. Þá þurfti að bæta við starfsfólki og skipuleggja þjálf- unina. Útlendingar voru fengnir til að kenna vatnalistirnar og Vilborg og Björn fóru til Noregs þar sem þau fengu meðal annars þjálfun í öryggisatriðum. Jafnframt færði fyrir- tækið út kvíarnar og hóf líka siglingar niður Austari- og Vestari-Jökulsá í Skagafirði á gúmmíbátum og kajökum. Þar voru þau í samvinnu við fyrirtækin Hestasport-Ævintýra- ferðir og ferðaþjónustuna Bakkflöt. Þær ferðir voru fyrir reyndara ferðafólk, enda eru flúðirnar þar talsvert krefjandi og áin talin erfiðust af þeim sem siglt er á hérlendis. Við undirbúninginn var farið að öllu með gát og leitað til reyndra siglara frá Nýja-Sjálandi, Noregi og Nepal. Þjónusta Bátafólksins var vinsæl hjá starfsmannahópum í hvataferðum, bæði innlendum og erlendum.

228 | FERÐAÞJÓNUSTA Ævintýraferðir sækja á Bátafólkið var lengi að mestu eitt um hituna. Árið 1997 bættist við fyrirtækið Arctic Raf- ting. Eftir að Björn lést árið 2000 gekk Vilborg til samstarfs við fjögur önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu og í ársbyrjun 2001 var stofnað fyrirtækið Íslenskar ævintýraferðir. Þarna komu saman margir frumkvöðlar í ferðaþjónustu, aðallega í jöklaferðum, þeir Arngrímur Hermannsson, Jón Kristleifsson frá Húsafelli, Garðar K. Vilhjálmsson og Vilborg. Eftir ýmsar hræringar runnu fyrirtækin Arctic Rafting og Bátafólkið saman í eitt. Þeir Torfi Yngvason framkvæmdastjóri Arctic Rafting og Jón Heiðar Andrésson, einn af Báta- fólkinu, tóku sig saman árið 2005 og keyptu bæði fyrirtækin. Nýja fyrirtækið hélt nafninu Arctic Rafting og í byrjun voru starfsmenn þar aðeins sjö talsins. Smám saman bættu þeir félagarnir við sig tækjum og tólum og framboðið á ævintýraferðum varð fjölbreyttara. Í byrjun gekk sá hluti starfseminnar þó ekki sérlega vel. Þeir Torfi og Jón gáfu út bæking í 50 þúsund eintökum en seldu ekki eina einustu hjóla- eða fjallgönguferð fyrsta árið. Eftir þrjú ár höfðu þeir farið með 200 manns í Esjugöngu en aðeins ein hjón fóru alla leið upp Leynilöggur á barnum á topp. Þau voru frá Argentínu. Vegna nafnsins á fyrirtækinu héldu þau að þau væru að Norrænir hótel- og veitingamenn hafa 12 fara að bátunum! oft fundað á Íslandi, í fyrsta sinn árið Þetta átti sannarlega eftir að breytast. Innan við áratug síðar var fyrirtækið farið að reka 1950.Þegar þeir þinguðu hér árið 1977 sjö ferðaskrifstofur, tvær á Íslandi og hinar víða um lönd. Starfsmennirnir voru orðnir um voru helstu umræðuefnin áfengismál og 130 allt árið og 240 á tímabilinu apríl-september. Auk flúðasiglinganna voru þá komnar kredit­kort, en notkun þeirra var ekki hafin alls konar ævintýraferðir á dagskrána, svo sem fjallgöngur, hjólaferðir, ísklifur og snorkel- hér á landi. „Íslendingar búa við örðugustu köfun, svo nokkuð sé nefnt. Smám saman hafa fleiri boðið upp á ævintýraferðir og fram- áfengislöggjöfina af þessum þjóðum öll- boðið er orðið æ fjölbreytilegra. um. Þetta er frumskógur af reglum, sem í raun og veru er ómögulegt að framfylgja,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson formaður Kokkar og þjónar á skólabekk samtakanna.13 Hann nefndi sem dæmi Með vaxandi ferðaþjónustu jókst þörfin fyrir menntun starfsfólks í þjónustugreinum. Mat- að ekki mætti selja dæmdum brugg- sveina- og veitingaþjónustuskólinn hafði reyndar verið starfandi urum eða smyglurum vín, þótt engin frá árinu 1947 en það var ekki fyrr en um miðjan sjötta leið væri fyrir veitingamenn að vita hver áratuginn að hann fékk eitthvert rekstrarfé að hefði gerst sekur um slíkt. Ekki mátti selja ráði. Árið 1971 var nafni skólans breytt í manni úr flugáhöfn vín ef minna en sex Hótel- og veitingaskólann. Hann hafði verið tímar voru liðnir síðan hann kom úr flugi til húsa í Sjómannaskólanum en fékk nú og þá máttu starfsmenn vínveitingastaða inni á Hótel Esju við Suðurlandsbraut. ekki neyta áfengis á vínveitingahúsum Þar deildi hann fjórum kennslustofum á þeim tíma sem þau væru opin. Þetta með Tækniskóla Íslands. Húsnæðið þýddi að jafnvel þótt þeir væru gestir í bauð ekki upp á kennslu í hótelrekstri veislu máttu þeir aðeins drekka óáfenga eða ferðaþjónustu og var námið því drykki. „Það liggur við að við þurfum að takmarkað við matreiðslu- og fram- ráða leynilögreglumenn eða lögfræðinga reiðslustörf. Hugmyndir um að tengja á barina til þess að geta sinnt hinum lög- námið betur matvælaiðnaði og ferða- legu skyldum,“ sagði Þorvaldur. mennsku urðu ekki að veruleika fyrr en árið

FERÐAÞJÓNUSTA | 229 Fylgst með verðandi kokkum í sveinsprófi í janúar 1997.

Góð póstþjónusta á langri leið Í árdaga kreditkortanna voru viðskiptin ekki rafræn heldur var kortið lagt í sér- stakt mót, úttektarseðill í þríriti settur ofan 1996 þegar skólinn var fluttur í nýbyggingu við Menntaskólann í Kópavogi. Þar fékk skól- á og sleða rennt yfir. Hann þrykkti upplýs- inn bæði framtíðarhúsnæði og nýtt nafn: Hótel- og matvælaskólinn. ingum af kortinu á seðilinn. Seljandinn Störf kokka og þjóna hafa verið lögvarðar iðngreinar frá árinu 1941. Þessar stéttir höfðu safnaði svo saman úttektarseðlunum og gert ýmsar tilraunir til að stofna með sér félög á þriðja áratugnum en í því efni gekk á sendi mánaðarlega í bankann. Viðskipta- ýmsu. Deilur leiddu til klofnings, ný félög voru stofnuð, þeim slitið eða þau sameinuð banki seljandans flokkaði seðlana, rukk- öðrum. Samtök stétta í veitingarekstri miða þó upphaf félagsstarfsins til stofnunar Mat- aði kaupendurna um úttektirnar og sendi sveina- og veitingaþjónafélags Íslands árið 1927. afrit af seðlunum aftur til seljanda. Yfirmenn þeirra – veitingamennirnir – stofnuðu með sér samtök árið 1945. Samband veit- Veitingamaður sem rak kínverska veit- inga- og gistihúsa nefndust þau og fengu fljótlega aðild að Norræna veitingasambandinu. ingahúsið Sjanghæ við Laugaveg 28b á Auk þess að fá þjálfun í faginu hér heima, sóttu sumir veitinga- og framreiðslumenn níunda áratugnum var í viðskiptum við sér menntun annars staðar á Norðurlöndum. Þegar leið á 20. öldina fóru Íslendingar í Alþýðubankann sem var hinum megin vaxandi mæli til náms á meginlandi Evrópu þar sem lengi hafa verið starfræktir sérhæfðir við götuna. Þangað fór veitingamaðurinn skólar í hótelrekstri og veitingamennsku. Einkum voru skólar í Sviss vinsælir, t.d. í borg- eitt sinn sem oftar með bunkann sinn og unum Hosta, Bouveret og Brig. Árið 1987 voru t.d. 18 Íslendingar við nám í hótel­ skildi hann eftir hjá gjaldkera. Mánuður skólanum í Hosta. leið og ekki fékk veitingamaðurinn afritin sín til baka. Þegar hann hringdi í bank- ann var honum sagt að afritin hefðu fyrir Plastpeningabyltingin nokkru verið send í pósti. Enn liðu einn Kreditkort eiga sér langa sögu í Bandaríkjunum og voru orðin býsna algeng í viðskiptum og tveir og þrír mánuðir, en aldrei komu vestanhafs um miðja síðustu öld. Íslendingar vildu líka njóta slíkrar þjónustu enda tóku seðlarnir. Það var fyrst fjórum mánuðum þeir vel við sér þegar þessi nýjung stóð þeim loksins til boða upp úr 1980. eftir viðskiptin að veitingamanninum Olíufélögin höfðu útbúið sérstök úttektarkort fyrir stóra viðskiptavini í byrjun áttunda barst þykkt umslag í pósti. Á það höfðu áratugarins en þau voru felld úr gildi í olíukreppunni árið 1974. Í október 1979 voru verið stimpluð ýmis torræð tákn – og svo fyrstu kreditkortin viðurkennd af gjaldeyrisyfirvöldum, en aðeins fyrir þá sem gátu sýnt setning á ensku: No such address found in fram á brýna nauðsyn, svo sem vegna viðskiptasamninga erlendis. Sækja þurfti um gjald- Shanghai. eyrisyfirfærslu vegna skuldanna og skipti máli hvers kyns þær voru.

230 | FERÐAÞJÓNUSTA Fljótlega vildu allir fá kort. Fyrirtækið Kreditkort var stofnað árið 1980 og hafði umboð fyrir Eurocard/Mastercard. Í fyrstu giltu kortin aðeins á Íslandi og gátu menn tekið út vörur fyrir allt að 800 þúsund gömlum krónum, en fyrir þá upphæð mátti kaupa sæmilega gott myndbandstæki. Engir vextir voru lagðir á úttektarlánið. Menn fóru undireins að hafa áhyggjur af því að fyrirkomulagið leiddi til aukinnar eyðslu. Meðal annars spunnust um þetta umræður á Alþingi og veltu menn því fyrir sér hvort líta ætti á kortin sem greiðslu- tæki eða lánatæki. Fólk komst þó fljótt að raun um það hversu þægilegur greiðslumáti kortaviðskipti eru. Þróunin var augljóslega í átt að seðlalausu umhverfi. Visa Ísland var sett á laggirnar árið 1983 og í kjölfarið fylgdu önnur fyrirtæki og önnur kort; debetkort, T-kort, E-kort og hvaðeina. Ferðatékkarnir hurfu af sjónarsviðinu. Það var ekki síst í ferðaþjónustunni sem kortaviðskipti ollu gjörbyltingu. Erlendir gest- ir gátu þá loksins notað kortin sín hér á landi, bókanir og greiðslur urðu einfaldari. Það kostaði að vísu talsvert umstang því í fyrstu þurfti að hringja inn hverja færslu til þess að Vigdís Finnbogadóttir ásamt dóttur sinni Ástríði fá hana samþykkta. En það sem mest var um vert: Menn eyddu meiru og skildu þar af Magnúsdóttur eftir að úrslit forsetakosninganna árið leiðandi eftir meiri gjaldeyri í landinu. Illu heilli átti það reyndar líka við um Íslendinga á 1980 lágu fyrir. ferð erlendis.

Konur vekja athygli Aukinn kraftur var settur í landkynningu á níunda áratugnum. Smám saman kynntist heimurinn Íslandi betur og fór að tengja landið við fleira en fisk og eldgos. Ör fjölgun ferðamanna á þessum árum bendir til þess að landkynn- ingin hafi haft góð áhrif, en fleira kom til. Kosning Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta árið 1980 hafði sannarlega sitt að segja. Hún varð fyrst kvenna til að gegna embætti þjóðkjörins forseta í lýðræðisríki. Hún átti ekki aðra sína líka; vel menntuð og glæsileg einstæð móðir sem flutti ræður á fjölda tungumála. Á þeim 16 árum sem hún gegndi embættinu þreyttist hún ekki á því að upplýsa aðrar þjóðir um sögu Íslands, menningararf þjóðarinn- ar og sérkenni. Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri sagði í viðtali við Frjálsa verslun árið 1986 að opinberar heimsóknir hennar væru ein besta land- kynning sem fengist og væri ávallt hægt að merkja mikla aukningu á erlend- um ferðamönnum hingað til lands frá þeim löndum sem hún hefði heimsótt.14 Fleiri íslenskar konur vöktu athygli á Íslandi. Þær sameinuðust um þverpólitískt framboð til Alþingis og buðu fram sérstaka kvennalista til bæj- ar- og borgarstjórnarkosninga í Reykjavík og á Akureyri. Þessi framboð urðu til þess að fjölga konum í stjórnmálum og framganga þeirra í jafnréttisbar- áttunni kom landinu í heimsfréttirnar.

FERÐAÞJÓNUSTA | 231 Kraftar og fegurð selja Árangur kvennabaráttunnar var lítið nýttur til landkynningar. Lagt var í ýmsar herferðir til að auka ferðamannastrauminn á níunda áratugnum en þar var frekar flaggað fegurðar­ dísum og kraftajötnum en kvenfrelsi. Því hefur löngum verið lýst með stolti að Ísland státi af heimsins fríðustu snótum og ýmislegt sem staðfesti það svo sem góður árangur íslenskra þátttakenda í alþjóðlegum fegurðarsamkeppnum. Guðrún Bjarnadóttir var kjörin Miss Universe International árið 1962 og fleiri stúlkur komust á verðlaunapalla í öðrum sam- keppnum. Árið 1985 var svo Hólmfríður Karlsdóttir kjörin Ungfrú heimur og þremur árum síðar sigldi Linda Pétursdóttir í kjölfarið. Þetta þótti einstaklega hátt hlutfall alheims- fegurðardísa hjá fámennri þjóð. Ungfrú heimur ver árinu sem hún ber titilinn í ferðalög heimshorna á milli. Hófí ferð- aðist t.d. til liðlega 40 landa. Talið var mikilvægt að nýta tækifærið og kynna íslenska ull, fisk og ferðaþjónustu. Nokkur stórfyrirtæki og stofnanir gerðu samning við Hófí um að aðstoða við landkynninguna. Mörgum þótti ofureðlilegt að hún sinnti hlutverki sérhæfðs sendiherra á meðan hún bar titilinn en samningurinn var þó umdeildur og þótti jafnvel Hólmfríður Karlsdóttir og Jón Páll Sigmarsson draga brjóta í bága við jafnréttislög. út vinningshafa í happdrætti erlendra fréttamanna á leiðtogafundinum 1986. Fleira var notað í landkynningarskyni en fögur íslensk fljóð. Fremstur í flokki krafta-

232 | FERÐAÞJÓNUSTA Molar og Mezzo kynna Ísland Útrás íslenskrar tónlistar hófst á níunda áratugnum. Tvær íslenskar hljómsveitir vöktu þá mikla athygli erlendis þótt afar ólíkar væru: Mezzoforte og Sykurmolarnir. Sú fyrrnefnda var stofnuð 1977 og var tónlist hennar bræðingur af jazzi, fönki og fusion. Grípandi takturinn í laginu Garden Party kom strákunum í Mezzoforte á vinsældalista í Bretlandi og víðar í Evrópu árið 1983 og fór hljómsveitin í tónleikaferðir víða um heim upp úr því. Sykurmolarnir, með söngkonuna Björk Guðmundsdóttur í broddi fylkingar, voru aftur á móti þróað afsprengi pönkbylgjunnar. Hljómsveitin varð bæði umdeild og vinsæl og urðu Sykurmolarnir þekktir víða um lönd, ekki síst vegna óvenjulegrar sviðsframkomu. Eftir að hljómsveitinni var slitið árið 1992, hélt Björk áfram á frægðarbrautinni og fáir – ef nokkrir – Íslendingar hafa orðið þekktari á alþjóðavettvangi en hún.

jötna norðan úr höfum var Jón Páll Sigmarsson. Hann bar sigur úr býtum í keppninni um sterkasta mann heims árið 1984 – og hreppti raunar titilinn í þrígang síðar. Hann var ljós- hærður, glaðsinna og ófeiminn og vakti alls staðar eftirtekt fyrir skemmtileg tilsvör. Bækl- ingar, fjöldi plakata og myndbanda voru útbúin með myndum af kraftajötnum og fegurðardísum og þeim flaggað um heim allan. Með góðum árangri.

Tvíræðar auglýsingar Skýringuna á auknum ferðamannastraumi hingað á níunda áratugnum má að einhverju leyti rekja til söluátaks í helgarferðum til landsins og þar var þáttur Flugleiða drjúgur. Háannatíminn í ferðamennsku var yfir sumarmánuðina, en upp úr 1980 var margt gert til að reyna að lengja tímabilið. Þriggja til fjögurra daga ferðir til Íslands yfir vetrarmánuðina voru boðnar beggja vegna Atlantsála og seldust ágætlega. Á sama hátt og bandarískar konur voru laðaðar til landsins í lopainnkaup var leitað í hina áttina eftir viðskiptavinum – og nú í hópi karla. Ákveðið var að bjóða vetrarflug frá Stokkhólmi. Skemmtun og fjör var málið. Menn gengu langt í því að nýta sér íslenska fegurð í auglýsingum og gáfu ýmislegt í skyn. Auglýsingarnar frá þessum tíma voru margar með tvíræðum undirtón: Touch me – and take a closer look var yfirskrift bæklings um ullarvörur frá Álafossi, stúlka sem sat á grófum trékassa í sundbol einum fata auglýsti flugfrakt, Arousing viking feast var innifalið í helgarferð sem Linda Pé auglýsti og í afar umdeildum bæklingi Flugleiða voru þrjár stúlkur á forsíðu klæddar í einu og sömu lopapeysuna. Bæklingurinn kom út 1982 og átti að höfða sérstaklega til sænskra karlmanna. Heitar

FERÐAÞJÓNUSTA | 233 umræður spunnust um þessa markaðssetningu sem gaf í skyn að íslenskar stúlkur væru lauslátar. Mörgum var misboðið. Blaðakona sænska blaðsins Expressen sagði t.d. í grein sinni um helgarferðirnar að það væri „…ósmekklegt að selja grunlausar íslenskar konur sænskum körlum eins og Reykjavík sé ný Bangkok.“ ¡5 Hótel í höfninni Markaðsmennirnir voru ekki á sama máli. Að þeirra mati var verið að auglýsa skemmt- Ferðamálaráði var gert að grípa til ráðstaf- un í vetrarborginni og herferðin skilaði sér í mikilli söluaukningu helgarferða. ana vegna skorts á gistirými dagana sem leiðtogafundurinn stóð yfir. Með aðstoð Eimskipafélagsins og Ferðaskrifstofu rík- Höfði í heimsljósi isins tók ráðið á leigu norsku ferjuna M/F Skuggi kalda stríðsins hafði vofað yfir hinum frjálsa heimi allt frá lokum síðari heimsstyrj- Bolette „Skipið þjónaði sem hótel fyrir aldar. Bandaríkin og Sovétríkin höfðu att kappi við að koma sér upp slíkum forða af ger- fréttamenn,“ segir Magnús Oddsson, sem eyðingarvopnum að ólíft yrði á jörðinni ef þeim yrði nokkurn tíma beitt. Á níunda þá var í framkvæmdastjórn Ferðamála- áratugnum gerðu menn sér grein fyrir því að ekki yrði haldið áfram á þeirri braut en samn- 16 ráðs. „Það voru 180 káetur í skipinu og ingar um að farga þessum stórtæku vopnum gengu illa. Leiðtogar stórveldanna hittust í við fylltum það. Þarna gistu fréttamenn Genf í nóvember 1985 en samkomulag náðist ekki. Ákveðið var að foringjarnir hittust frá CBS, ABC og CNN og blaðamenn frá aftur og í byrjun október 1986 var tilkynnt að halda ætti fundinn í Reykjavík. Times og AP. Nóttin um borð í skipinu – Íslendingar höfðu einungis tíu daga til að undirbúa einhvern mikilvægasta fund sög- sem var eins og skemmtiferðaskip – kost- unnar. Von var á allt að þúsund blaða- og fréttamönnum enda var kastljósi heimsins beint aði tíu þúsund kall. Það þótti heldur dýrt. að leiðtogunum tveimur og hvernig þeim tækist að semja. Þrátt fyrir tímaþröng gekk allt En við höfðum þokkalegt upp úr þessu.“ upp. Fjarskiptatæki voru leigð um allan heim og flutt til landsins, skólar voru rýmdir og Íslendingar máttu panta borð í ferjunni heilu hverfahlutarnir skermaðir af til að standa mætti sem best að fundahöldunum og og snæða þar kvöldverð og þegar út fréttaflutningi af þeim. spurðist að þar mætti kaupa áfengan Svo hófst fundurinn. Daglangt störðu sjónvarpsáhorfendur á hurðarhúninn í Höfða, bjór, varð Bolette vinsælasti skemmtistað- hinu virðulega húsi við Sæbraut í Reykjavík. Þar inni sátu Ronald Reagan og Mikhail ur bæjarins. Tvö önnur skemmtiferðaskip komu til landsins, bæði frá Sovétríkjunum: Baltika var notað sem hótel fyrir sov- ésku pressuna og um borð í Georg Ots bjuggu Gorbat- jov-hjónin ásamt fylgdarliði. Baltika var Íslendingum ágætlega kunn eftir frægð- arför hennar með fullfermi af söngelskum Íslending- um um Miðjarðarhafið árið 1966.

234 | FERÐAÞJÓNUSTA Lítill heimur Reykjavík fór á annan endann þegar ákveð- ið var að halda leiðtogafundinn hér. Allt gistirými bókaðist upp á svipstundu. Þeir sem ekki náðu í hótelherbergi fengu inni á heimilum borgarbúa. Hagaskóli og Hót- el Loftleiðir voru lögð undir aðstöðu fyrir fréttamenn, Háskólabíó gert klárt fyrir ris- afréttafundi, Bændahöllin rýmd fyrir fylgd- arlið leiðtoganna, símalínur lagðar þvers og kruss um Vesturbæinn og gervihnattadisk- um plantað á lóðir skólabygginga. Morg- unblaðið starfrækti eigin fréttamannamið- stöð og bauð ljósmyndurum bandarísku fréttastofunnar AP og hinnar sovésku TASS framköllunaraðstöðu. Þar var jafnan líf og fjör og samgangur ljósmyndaranna tákn- rænn fyrir þíðuna í samskiptum risaveld- Gorbatjov ásamt nánustu aðstoðarmönnum og tókust á um málin. Þegar þeir loksins birt- anna. Heimurinn var að minnka. Einum ust í dyragættinni, þungir á brún, varð ljóst að enginn samningur var í höfn. Hins vegar ljósmyndara AP í New York fannst hann þó leiddu viðræður þeirra til samkomulags um lok kalda stríðsins sem var undirritað í Wash- furðulega lítill. Hann hafði verið staddur í ington ári síðar. Green Bay í Wisconsinfylki þegar hann fékk Heimsókn leiðtoganna stóð yfir í tvo daga, 11. og 12. október og var mikill viðbún- skipun um að fara til Íslands. „Við biðjum aður vegna hans; alþjóðaflug var takmarkað yfir Reykjavíkurflugvelli, þyrlur voru á sveimi að heilsa Guðrúnu Ólafsdóttur vinkonu yfir bílalestum, kafarar könnuðu aðstæður í sjónum úti fyrir Höfða og skrifstofur voru okkar,“ sögðu blaðamenn Green Bay Press- rýmdar í nálægum húsum. Rétt um þúsund manns unnu við öryggisgæslu í tengslum við Gazette þegar hann kvaddi, og sýndu fundinn.Þótt afrakstur fundarins yrði minni en menn höfðu vænst, skilaði þessi athygli sér honum mynd frá árinu áður af íslenskum í auknum ferðamannastraumi til landsins. Höfði, hvíta húsið á Íslandi, varð þekktur um lærlingi á blaðinu. „Já, einmitt, miklar lík- allan heim og einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna um árabil eftir þetta. ur á því að hitta hana,“ svaraði ljósmynd- arinn hæðnislega. Hann flaug til Íslands, Hvort á að veiða eða skoða hvali? tók rútuna í bæinn og leigubíl frá Hótel Loftleiðum niður í Aðalstræti og var kom- Ísland komst einnig í sviðsljósið fyrir hvalveiðar. Alþjóðahvalveiðiráðið, sem sett var á inn í upplýsingamiðstöð Morgunblaðsins laggirnar árið 1946 til að vinna gegn ofveiði hvala, fyrirskipaði algjört bann við hvalveið- rétt fyrir lokun. Þar tók á móti honum ung um í atvinnuskyni árið 1986. Íslendingar mótmæltu banninu og sögðu sig úr ráðinu kona - fyrsti Íslendingurinn sem hann talaði nokkru síðar. Þeir fengu í gegn undanþágu til að stunda takmarkaðar veiðar í vísinda- við, fyrir utan flugfreyjur Flugleiða. Hann skyni. Hvalveiðiþjóðir á borð við Norðmenn, Japani og Íslendinga, hafa síðan staðið í starði lengi á hana og sagði svo: „Þú ert deilum við hvalveiðiráðið og hvalfriðunarsinna. Guðrún, er það ekki?“ Þegar hún kvað já Á sama tíma og rekistefnan um hvalveiðar stóð sem hæst, var hafinn undirbúningur að við því, sagði hann: „Þetta er fáránlega lítið nýrri grein ferðaþjónustu sem átti eftir að vaxa ört: Hvalaskoðun. Í fyrstu tóku menn hug- land!“ myndinni með fyrirvara og töldu of kostnaðarsamt að gera út báta til að sigla á miðin upp

FERÐAÞJÓNUSTA | 235 Hvalstöðin í Hvalfirði þótti um langt skeið einn markverðasti staðurinn til að sýna ferðamönnum. Um leið og út spurðist að hvalbátur væri á leið í land með eitt eða fleiri stórhveli, flykktust ferðamennirnir að til að fylgjast með skurði þeirra. Ef liðnir voru nokkrir dagar frá því hvalirnir voru veiddir, súrnaði kjötið og mikill óþefur gaus upp þegar skorið var á innyflin. Sá fnykur – sem og lyktin frá bræðslunni – er mörgum ferðamanninum ógleymanlegur.

Hið stóra hjarta Jóhannes S. Kjarval batt ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og samferðarmenn- ir og var stundum á undan sinni samtíð. Hann spurði í Morgunblaðsgrein árið á von og óvon, enda stundum erfitt að finna hvalina. Á fundi Landverndar í ágúst 1985 1948: „Er nokkuð frjálsara, óháðara og mæltist bandarískur líffræðingur, Robert Payne, til þess að Íslendingar nýttu sér þá hlutlausara en sjá hvali fara stefnur sínar möguleika sem hvalaskoðun byði upp á frekar en að stunda vísindaveiðar. Hann sagði á flötum hafsins?“ Þar mælir hann gegn hvalaskoðun njóta mikilla vinsælda í sínu heimalandi. Hún væri vaxandi atvinnuvegur hvalveiðum og leggur til að byggt verði sem velti háum upphæðum. Þegar hugmyndin var rædd á Alþingi sagði Eiður Guðnason hvalfriðunarskip. Kjarval rökstyður þörfina alþingismaður þessa uppástungu Paynes eina þá fáránlegustu sem hann hefði lengi heyrt 17 á að vernda hvali: og vitna um gífurlega vanþekkingu á íslenskum aðstæðum. „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum sem mundu glatast þessum hnetti ef við hög- Vestnorden skipti sköpum um okkur verr en óvitar. [...] Ekki kemur Á níunda áratugnum þótti tímabært að slá í klárinn hvað varðaði sölu ferða til Norður- mjer til hugar að hætt verði að veiða hvali landanna sem liggja á vesturjaðrinum: Íslands, Grænlands og Færeyja. Á fundi samstarfs- fyrir þetta greinarkorn, síður en svo. Það ráðherra Norðurlanda á Höfn í Hornafirði árið 1986 var ákveðið að stofna þróunarsjóð til er nú ekki þesslegur veruleikaheimurinn að efla atvinnulíf í þessum löndum og gera það fjölbreyttara og samkeppnishæfara. Ferða- okkar nú.“18 málasamtök landanna skipulögðu í framhaldinu ferðakaupstefnu sem haldin hefur verið Samt telur listamaðurinn að hægt væri árlega allar götur síðan, til skiptis í löndunum þremur. Um 30 íslensk fyrirtæki tóku þátt að afmarka hæfilegt svæði þar sem hvalir í fyrstu kaupstefnunni sem var haldin í Laugardalshöllinni í september 1986. Þeim fjölgaði gætu synt óáreittir: „Það eru langar leiðir, þó hratt, enda varð árangurinn af þessari landkynningu skjótt sýnilegur. Þegar Grænlend- lengri en auga mannsins sjer, sem hvalur- ingar héldu Vestnorden kaupstefnuna í fyrsta sinn í Nuuk árið 1987, sóttu hana 200 inn þarfnast. Vegna þeirrar bylgjulengdar, manns frá 70 ferðaheildsölum. Aldrei áður hafði komið svo stór hópur til landsins frá sem hann er uppalinn við, þar koma til öllum heimsins hornum.Vestnordenkaupstefnunni óx ásmegin og sóttu hana sífellt fleiri greina meginhafsstraumar, himinstjarna ferðaheildsalar. Þarna kynntu stórir sem smáir aðilar þjónustu sína. Flugfélög, ferða- skírleiki, allskonar stjörnumerkja aðstæður, málaráð og allt niður í lítil afþreyingarfyrirtæki seldu grimmt og voru menn á einu máli auk norðurljósa. [...] Ef við gætum stuðl- um mikilvægi þessa vettvangs til landkynningar. Fyrir suma skipti þessi kaupstefna sköp- að að því að byggja hvalafriðunarskip, er um: spor stigið til lífsins leiða. Og svo getum „Á Vestnorden tókst okkur að fá auglýstar ferðir hjá erlendum ferðaheildsölum og í 19 við byrjað á að taka ofan fyrir hvölunum.“ kjölfarið fór allt í gang,“ sagði Tryggvi Árnson hjá Jöklaferðum. „Ef Vestnorden hefði ekki komið til, hefði orðið lítil þróun í ferðaþjónustu á Íslandi.“ Í sama streng tóku forsvars-

236 | FERÐAÞJÓNUSTA menn Ferðamálaráðs: „Ég er ekki í nokkrum vafa um að Vestnorden kaupstefnan á drjúg- an þátt í þeim vexti sem orðið hefur í ferðaþjónustu undanfarin ár,“ sagði Haukur Birgisson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs.20 „Vestnorden er einn liður í þeirri markaðssetn- ingu að koma Íslandi og íslenskri ferðþjónustu á framfæri.“ Þessi kaupstefna hefur sannað gildi sitt og þegar hún var haldin í Hörpu árið 2012 sóttu hana liðlega 600 manns á vegum 400 ferðaþjónustuaðila.

Ferðamálin fjársvelt Lög um skipan ferðamála voru endurskoðuð árið 1976 og voru þá ýmis verkefni sem áður tilheyrðu Ferðaskrifstofu ríkisins færð til Ferðamálaráðs Íslands. Ludvig Hjálmtýsson, sem verið hafði formaður Ferðamálaráðs, var þá skipaður ferðamálastjóri. Ráðið fór með skipulag ferðamála undir yfirstjórn samgönguráðneytisins. Auk þess var ráðinu falið að sinna landkynningu, taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi, skipuleggja nám leiðsögumanna og líta eftir umgengni á ferðamannastöðum. Aðaltekjustofn þess var 10% af söluverðmæti Fríhafnarinnar. Ekki skiluðu pen- ingarnir sér þó alltaf í skúffu ráðsins, því stjórnvöld klipu oftast vel af tekjustofninum og nýttu féð í annað. Lög um ferðamál voru aftur endurskoðuð árið 1985 og var þar gert ráð fyrir því að Ferðaskrifstofa ríkisins yrði gerð að hlutafélagi. Úr því varð þó ekki fyrr en þremur árum síðar þegar Ferðaskrifstofa Íslands tók við rekstrinum, en hún var að tveimur þriðju hlutum í eigu starfsmanna. Meginverkefni skrifstofunnar var rekstur Edduhótelanna, skipulagning orlofs- og hópferða innanlands og einnig tók hún að sér bók- anir á ferðum Íslendinga til útlanda. Auk þess sem ráðið rak tvær skrifstofur erlendis á þessum tíma, í New York og Hamborg. Kjartan Lárusson var ráðinn forstjóri nýju skrifstof- unnar en hann hafði þá stýrt Ferðaskrifstofu ríkisins um 12 ára skeið. Íslendingar hafa frá upphafi verið með kynningarbás á stærstu ferðakaupstefnu veraldar, ITB, sem haldin er árlega. Hér heilsar Dr. Richard von Weizsäcker, þá- Um öldur Breiðafjarðar verandi borgarstjóri Berlínar, síðar Þýskalandsforseti, Skipuleg uppbygging ferðaþjónustu á Vesturlandi hófst ekki að neinu marki fyrr en á upp á þá Dieter Wendler, frá Flugleiðum í Frankfurt, og Andreas Howaldt, ræðismann Íslands í Berlín, á níunda áratugnum. Þá fóru ferðamálasamtök landshlutanna að myndast og árið 1982 voru ferðamessunni þar í borg árið 1983. Ferðamálasamtök Vesturlands sett á laggirnar en það tók tíma að samhæfa fólk í greininni og byggja upp traust fyrirtæki. Árið 1985 voru á Snæfellsnesi fáein hótel og gistihús en utan þeirra var nánast hvergi veitingar að fá nema á bensínstöðvum. Í Stykkishólmi hafði verið starfandi hótel frá því á fimmta áratugnum enda Hólmurinn þá tekinn við sem helsta miðstöð verslunar við Breiðafjörð. Frameftir öldinni voru það helst heimamenn sem nýttu sér þjónustu flóabátsins

FERÐAÞJÓNUSTA | 237 Ferðamenn um borð í Særúnu frá Stykkishólmi mynda fugla í einni af óteljandi eyjum Breiðafjarðar. Baldurs, sem siglt hafði milli helstu staða við Breiðafjörð frá árinu 1927. Þeir sem vildu auka straum ferðamanna í héraðinu þurftu að hafa talsvert fyrir því að fá fólk til að leggja lykkju á leið sína af þjóðvegi 1 til að skoða helstu perlur Vesturlands. Í Stykkishólmi sáu hjónin Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirsdóttir fram á breytta tíma í útgerðinni með tilkomu nýs kvótakerfis árið 1985. Ljóst var að minna yrði að gera í veiðunum á sumrin og því fóru þau að bjóða stuttar skemmtiferðir um Breiðafjörð það sumarið. Gafst það svo vel að þau stofnuðu fyrirtækið Eyjaferðir ári síðar og fjárfestu í stærri bát, Brimrúnu. Sumarið 1986 urðu farþegarnir tæplega 3.000. Þeir skoðuðu fugla- líf og fagra náttúru, veiddu skelfisk og snæddu um borð. Þar var sniðin fyrirmynd að ferðum sem áttu eftir að njóta mikilla vinsælda næstu áratugina. Einnig buðu þau upp á lengri ferðir út í Flatey og árið 1997 var farið að sigla lengra út á fjörðinn til að sjá stór- hveli. „Þegar við byrjuðum með þessar skemmtisiglingar var hlegið að okkur og mjög fáir – ef nokkrir – trúðu því að þetta væri hægt,“ segir Svanborg um uppátækið.21 Pétur tekur undir það: „Það var erfitt að fá ferðafólk til að prófa nýja hluti. Það skipti reyndar miklu máli að hér var starfandi gott hótel en við þurftum nánast að elta leiðsögumennina uppi til að fá þá í lið með okkur.“ Þrátt fyrir ýmis áföll héldu þau uppbyggingunni áfram. Þau bættu við öðrum báti, Hafrúnu, og gerðu upp eitt elsta húsið í bænum, Egilsenshús. Þar voru þau með miðasölu, verslun og gistiheimili fyrir ferðamenn. Árið 1997 var enn einn farkosturinn keyptur, fyrsta tvíbytna landsins. Um borð var hægt að halda veislur fyrir farþegana sem fjölgaði jafnt og þétt. Sumarið 2001 voru þeir orðnir 12.000. „Oft hefur gefið verulega á bátinn, en við höfum staðist þau boðaföll og öðlast mikla reynslu,“ segir Svanborg um starfsemi þeirra sem eftir margra ára þrotlausa vinnu, var farin að skila arði. Talið er að á Breiðafirði séu um 2.700 eyjar, en aðeins Flatey er í byggð. Þar búa fimm manns árið um kring en á sumrin fjölgar íbúum svo um munar og mikill fjöldi ferða-

238 | FERÐAÞJÓNUSTA Söngelskur og framsettur skipstjóri Sæferðir eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki og eru margir þeirra sem þar starfa tengdir Pétri og Svanborgu fjölskylduböndum. Pétur er gamall skipstjóri en fleiri úr fjölskyldunni hafa skipstjórnarréttindi, meðal annars dóttir þeirra, Lára Hrönn. Auk þess að fræða ferðafólk um sögu og náttúru eyjanna er hún liðtæk söngkona og syngur gjarnan gömul íslensk lög fyrir farþegana á sama tíma og hún stýrir fleyi sínu um sundin milli eyjanna. „Mér er það ógleymanleg sjón þegar ég stóð á bryggjunni í Stykkishólmi einn góðan veðurdag og horfði á Hafrúnu sigla inn,“ segir Þórdís G. Arthúrsdóttir, fyrrum ferðamálafulltrúi Vesturlands.22 „Á kajanum stóð Svanborg með eitt barnabarnið sitt og beið eftir bátnum. Við stýrið stóð kona með Nokkrir starfsmenn Sæferða, t.f.v. Sigmar Logi Hinriksson, Kristján kaskeiti, fallega framsett og söng hástöfum. Ég efast um að margir Jóhann Karlsson, Lára Hrönn Pétursdóttir, skipstjóri, Ómar Örn erlendu ferðamannanna sem um borð voru hafi fyrr eða síðar tekið Gunnarsson og Hrefna Rós Lárusdóttir. sér far með svo óvenjulegum skipstjóra!“

manna sækir eyjuna heim. Eyjaferðir – sem nú heita Sæferðir – héldu sig í byrjun aðallega við siglingar um Suðureyjarnar, en árið 2001 tók fyrirtækið við rekstri flóabátsins Baldurs sem var í reglulegum ferðum milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Árið 2013 var heildarfjöldi farþega með skipum Sæferða kominn yfir 60.000 á ári. Flóa- báturinn var í eigu íslenska ríkisins og reksturinn styrktur af því og Vegagerðinni enda um mikilvægar almenningssamgöngur að ræða. Nýir hluthafar komu inn í Sæferðir árið 1999 og ný ferja var keypt fjórum árum síðar. Árið 2009 var ferjan í fyrsta sinn rekin án aðkomu ríkisins yfir sumarmánuðina.

Um 1990 var gert átak í að gera upp gömul hús í Flatey á Breiðafirði og færa þau í upprunalega mynd. Þorpið ber nú heildstætt og aðlaðandi svipmót liðinna tíma. Lengi vel var þar rekinn veitinga- og gististaðurinn Vogur á sumrin og árið 2006 var hótel Flatey opnað og loks verslun í Bryggjubúðinni árið 2009. Allt hefur þetta aukið ferðamannastrauminn um eyjuna. FERÐAÞJÓNUSTA | 239 Bjartar nætur Lengi fram eftir síðustu öld var framboð á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn í Reykjavík heldur frábreytt. Eitt af því sem þeim stóð til boða var að sækja sýningar á kvikmyndum Ósvaldar Knudsen á vinnustofu hans í Hellusundi. Ósvaldur var líklega fyrstur til að gera heimilidarmyndir á Íslandi og nutu þær mikilla vinsælda, ekki síst myndin um Heklugosið 1947. Sonur Ósvaldar, Vilhjálmur Knudsen, starfaði með föður sínum og hélt merki hans á lofti að honum gengnum. Eldfjallakvikmynd þeirra feðga, The Volcano Show, hefur verið sýnd daglega frá árinu 1975 á ýmsum tungumálum.Þá hefur Kristín G. Magnús haldið úti leiksýningum á ensku fyrir ferðamenn í Reykjavík á sumrin allt frá árinu 1965. Á sýningunni Light Nights er saga Íslands rakin allt frá víkingaöld til nútímans á lifandi hátt með dansi, söng og glensi. Og jafnvel glímu. Sýningin hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina og sýningarstaðurinn hefur ekki alltaf verið sá sami, en þessi sögulega leikgerð er fyrir löngu orðin sígildur hluti ferðaþjónustunnar. Ferðamennirnir kunna líka vel að meta Light Nights: „...þar fær maður innsýn í liðna tíð og sögu Íslendinga. Það er algjört „möst“ fyrir ferðamenn að sjá sýninguna til að njóta dvalarinnar hér. Ég fór meira að segja tvisvar,“ sagði bandaríski presturinn Miller frá Michigan.23

Franskar, sósa og salat Um 1980 urðu ákveðin tímamót í matarmenningu landsmanna. Um langa hríð hafði þá ríkt nokkur stöðnun í veitingarekstri. Vissulega voru fáein „fínni“ veitingahús starfrækt á landinu, en fólk fór helst ekki út að borða nema tilefnið væri ærið. Íslendingar voru líka vanafastir, vildu helst turnbauta með bernaise þegar þeir snæddu á Grilli, Holti, í Blóma- sal eða Nausti. Utan Reykjavíkur var veislumat nær eingöngu að fá á hótelum kaupstað- anna. Ódýrari stöðum hafði fjölgað á sjötta og sjöunda áratugnum en þeir voru flestir með áþekkan matseðil; hamborgara eða grillaða kjúklinga – og auðvitað franskar og kokteil- sósu með. Þar voru staðir eins og Sælkerinn, Brauðbær og Askur í fararbroddi en hinn síðastnefnda stofnaði einmitt höfundur íslensku kokteilsósunnar, Magnús Björnsson. Hann hafði verið veitingamaður í Keflavík og þar varð sósan vinsæla til. „Árið 1963 gerði ég mér sérstaka ferð ásamt nokkrum kollegum til Magnúsar í kaffiteríuna Vík til að smakka þessa frægu sósu,“ segir Bjarni Ingvar Árnason, oftast kenndur við Brauðbæ, um fyrstu kynni sín af kokteilsósunni.24 „Við fengum hamborgara og franskar og biðum svo spenntir eftir sósunni sem Magnús bar fram í djúpum disk með ausu. Hún var svo betr- umbætt þegar Magnús opnaði Ask, en einstök er hún,“ segir Bjarni. Annars konar skyndifæði hafði líka lengi verið í boði: Pylsur í brauði með „tilbehør“ hafði verið hægt að kaupa hjá Bæjarins beztu síðan 1937 og smurbrauð að hætti danskra jómfrúa nánast jafn lengi.

240 | FERÐAÞJÓNUSTA Breyttar matarvenjur Leirtauinu stolið Nánast fram á níunda áratuginn gilti almennt það viðhorf að menn þyrftu ekki að sækja Einn af fyrstu asísku stöðunum í Reykjavík vatnið yfir lækinn – þeir gætu bara borðað heima hjá sér. Það var hins vegar erfitt að reka var Drekinn, sem opnaður var við Lauga- veitingastað allt árið þegar aðsóknin var lítil nema rétt yfir hásumarið. Þá reyndi á hugvit veg árið 1980. Hann naut strax mikilla vin- veitingamannanna sem fundu upp á ýmsu til að lokka landa sína út að borða. Jólahlað- sælda og þótt hann tæki aðeins 35 í sæti borðin héldu innreið sína í ýmsum útgáfum í byrjun níunda áratugarins og nutu strax komu ekki færri en 650 manns í mat þar á vinsælda og á Hótel Loftleiðum var matargesta freistað með auglýsingum um kalt borð, Þorláksmessu eitt árið. Eigendur staðarins villibráð eða fjölþjóðleg sælkerakvöld. „Það þurfti að sækja fólkið, draga það út af heim- áttu í fyrstu í erfiðleikum með að finna ilunum og inn á veitingastaðina,“ segir Bjarni. „Í Brauðbæ og síðar Hótel Óðinsvéum nægilega mikið hráefni í hina framandi buðum við upp á ýmiss konar hlaðborð í hádeginu þar sem fiskur var hafður í hávegum. rétti og brugðu jafnvel á það ráð að gera Einna mestu vinsældanna naut samt barnamatseðillinn sem við byrjuðum með árið 1968. sérstaklega út bát á trjónukrabbaveiðar. Þar voru skammtarnir minni og miklu ódýrari.“ Gosdrykkir voru dýrir á þessum tíma en Þeir glímdu líka við sitthvað annað: „Við glasið á barnamatseðlinum kostaði aðeins fjórðung af almennu verði og því fylgdi líka vorum með prjóna með matnum og kín- ókeypis áfylling. Þetta kunnu menn að nýta sér. „Auðvitað mætti fólk með alls kyns láns- verskt leirtau og það var stórvandamál, því börn með sér eða drakk sjálft áfyllinguna sem náð var í fyrir barnið – en þetta skipti mig þessu var meira eða minna stolið,“ sagði engu máli. Ég eignaðist þarna marga góða vini og framtíðarviðskiptavini,“ segir Bjarni. Bragi Guðmundsson, eigandi staðarins í Matarbyltingin á níunda áratugnum hélst að sumu leyti í hendur við komu fyrstu viðtali árið 1989.25 Prjónar og skálar áttu víetnömsku flóttamannanna hingað til lands árið 1979. Nokkrir þeirra fengu vinnu á veit- það til að hverfa upp í ermar gestanna. ingastöðum í Reykjavík og hófu fljótlega rekstur eigin veitingahúsa. Þeir kynntu til sög- unnar framandi matargerð Austurlanda – en þó með íslensku ívafi: Sjávarfangi var velt upp úr krydduðu hveiti og dýft í snarkandi olíu, blessað lambið varð óþekkjanlegt undir hjúpi af sterkri karrýsósu og grjónin borin fram með súrsætri sósu. En Íslendingum féll

þessi innrás nýrra matarhefða vel í geð. Áratug síðar var búið að opna á annan tug veit- Jakob Magnússon (annar f.v.) ásamt starfsliði sínu á ingastaða sem sérhæfðu sig í matargerð frá öðrum heimshlutum. Höfuðborgin fékk upphafsárum veitingahússins Hornsins í Reykjavík. alþjóðlegra yfirbragð.

Framandi flatbökur Ítölsk matargerð þótti líka nýstárleg á þessum tíma. Lík- lega varð Naustið fyrst til að auglýsa pizzur á sérstökum Ítalíu-matseðli árið 1960, en staðir eins og Smárakaffi á Laugavegi og Halti haninn á Suðurlandsbraut voru fyrst- ir til að hafa þær á föstum matseðli. Í Smárakaffi var t.d. hægt að fá frumlegar útgáfur eins og hamborgarapizzu eða pizzur með spaghetti og ananas. Elsta starfandi pizzerían þar sem flatbökurnar eru eldbakaðar fyrir framan viðskiptavinina er Hornið í Hafnarstræti. Jakob Magnússon matreiðslumaður hafði unnið á ítölskum veitingastað í Kaupmannahöfn og ákvað að prófa að opna slíkan stað í Reykjavík. Það gekk þó ekki þrautalaust að fá veitingaleyfið: „Við vildum hafa

FERÐAÞJÓNUSTA | 241 staðinn opinn og bjartan og það þótti afar skrýtið að engar gardínur ættu að vera í glugg- um sem sneru út á götu,“ segir Jakob sem stýrt hefur staðnum allt frá opnun.26 „Það þótti ekki nógu „prívat“ enda voru á þessum tíma víðast þykk gluggatjöld á veitingahúsum og borðin höfð inni í básum. Það þótti nánast óviðeigandi að glápa á gestina inn um gluggana, þar voru heldur engir básar, engin teppi á gólfunum, bara harðar flísar.“ Leyfið fékkst þó sumarið 1979 og Hornið var opnað í júlí. Fram að því voru fáir staðir í miðbænum opnir á kvöldin, kannski einna helst Hressó sem var opinn til klukkan níu. „Ég kom inn á hárréttum tíma,“ segir Jakob. „Staðnum var mjög vel tekið þótt fólk hafi ekki kunnað nein skil á þessum mat. Það vissi ekkert hvað tagliatelle var, eða parmesan og lasagne. Og sniglarnir sem við bárum fram með hvítlauksolíu þóttu stórfurðulegur matur.“ Sniglanir mæltust hins vegar svo vel fyrir að 35 árum síðar voru þeir annar af Kaffihúsamenning tveimur upprunalegu réttunum sem enn má finna á matseðlinum. Hinn er djúpsteiktur Íslendingar hafa alla tíð elskað molasop- camenbert sem margir kannast við. ann sinn og drukkið kaffi nánast í lítravís daglega í meira en öld. Upp úr miðjum Fyrsta hótelið í alþjóðlegri keðju níunda áratugnum urðu nokkur kaflaskil þegar eiginleg kaffihúsamenning hélt Skortur á gistirými meðan á leiðtogafundinum stóð árið 1986 og væntingar um aukinn innreið sína. Þá kynntust Íslendingar ýms- ferðamannastraum urðu hóteleigendum hvatning til að stækka við sig. Árið 1985 voru um erlendum kaffidrykkjum, svo sem rekin 86 hótel á Íslandi, þar af 47 allt árið. Margir hugsuðu sér gott til glóðarinnar: Ný cappuchino, expresso og tvöföldum latté álma var byggð við Hótel Sögu, í Hveragerði reis Hótel Örk með rúmum fyrir 120 manns – og féllu kylliflatir fyrir þeim. Ýmis kaffi- og sundlaug sem þótti ævintýraleg, viðbygging var fyrirhuguð við Hótel Esju og ráðagerð- hús höfðu verið starfrækt fyrir þann tíma, ir heyrðust um byggingu hótels í nýja miðbænum í Reykjavík og risahótels í Kópavogi. t.d. Mokka við Skólavörðustíg, Adlon-stað- Eimskipsmenn ætluðu að byggja hótel við Skúlagötu í samstarfi við alþjóðlega hótelkeðju ir Silla og Valda og Prikið í Bankastræti. og í Ármúla fyrirhugaði Ólafur Laufdal að koma upp 120 herbergja hóteli. Hann var En á níunda áratugnum varð hálfgerð umsvifamikill í veitingarekstri á þessum árum, rak Hótel Akureyri og Hótel Borg auk þess sprenging. Kaffihús voru opnuð hvert á að vera ókrýndur konungur skemmtistaða landsins þar sem hann stýrði bæði Hollywood fætur öðru. Eitt þeirra var Mensa sem hóf og Broadway í Reykjavík og Sjallanum á Akureyri. Ólafur lagði síðan drög að því að ná rekstur árið 1981 í Lækjargötu í Reykjavík þar sem tæpri öld áður hafði verið starf- andi samnefnd matsala fyrir stúdenta. Yfirbragð staðarins minnti líka á gamla tíma. „Mér fannst öll kaffihúsin hérna svo „ný“ og það var allt eins,“ sagði Ingibjörg Pétursdóttir, eigandi Mensu.27 „Mér fannst vanta gamaldags og rómantískan stað.“

242 | FERÐAÞJÓNUSTA sjálfur í gesti á nýja hótelið með stofnun Ferðaskrifstofu Reykjavíkur árið 1987, en þar voru helst í boði pakkaferðir til Íslands. Og hann var langt í frá hættur: „Það má segja að það sé veikleiki hjá mér að ég er alltaf að fá nýjar og nýjar hugmyndir,“ sagði Ólafur í við- tali skömmu áður en Hótel Ísland var opnað sumarið 1987.28 „Ég er með í huga 10 nýja staði. Ég veit nákvæmlega hvernig þeir eiga að vera og hvernig á að fara að því að koma þeim af stað. Spurning er bara sú hvort maður nái að halda utan um allan reksturinn. Þar eru manni takmörk sett.“ Það voru fleiri en sjóaðir veitingamenn sem vildu byggja hótel. Guðbjörn Guðjónsson, fóðurinnflytjanda, hafði alltaf dreymt um að eignast gistihús. Hann fékk lóð við Sigtún í Reykjavík og hófst handa við byggingu 100 herbergja hótels undir merkjum Holiday Inn. Þetta var fyrsta hótelið á Íslandi sem starfaði innan alþjóðlegrar keðju og fyrsta Holiday Inn hótelið á Norðurlöndum. Guðbjörn sá mikla möguleika fólgna í því að komast inn í sameig- inlegt bókunarkerfi keðjunnar, auk þess sem nafnið tryggði góða þjónustu og ákveðinn aðbúnað. Hótelið reis árið 1987 en bygging þess fór fram úr kostnaðaráætlun á tímum hárra vaxta. Tveimur árum síðar fór fyrirtækið í þrot. Holiday Inn komst í eigu Íslandsbanka og fjármögnunarfyrirtækisins Glitnis en var árið 1995 selt Ólafi Torfasyni og Guðmundi Jón- assyni ehf. Ólafur rak hótelið fyrst um sinn sem Holiday Inn en síðar var nafni þess breytt í Þeir eltust ekki allir vel, landkynningarbæklingarnir! Grand Hotel. Ólafur varð umsvifamikill á þessu sviði og rak ásamt fjölskyldu sinni alls 13 hótel undir hatti Íslandshótela árið 2013.

Ferðaþjónusta – alvöru atvinnugrein Nýjustu tölur Það er hægur stígandi í þróun ferðaþjónustunnar. Hægt og bítandi laðar landið til sín æ Árið 1986 voru heilsárshótel á Íslandi fleiri ferðamenn. Íslendingar kynnast eigin landi betur og sífellt stærri hópur fólks hefur 46, sumarhótelin 37 með samtals 2.500 atvinnu af því að sinna ferðalöngum. Árið 1982 var talið að 4.200 manns hefðu beina herbergjum og rúmum fyrir 6.000 manns. atvinnu af ferðamálum af einhverju tagi. Fjórum árum síðar taldi þáverandi ferðamála- Auk þess var gisting í heimahúsum stjóri að talan væri komin í 6.000. algeng, talið að 150 rúm væru þar til „Það fer ekki á milli mála að atvinnugreinin íslensk ferðaþjónusta hefur mikinn með- leigu. Ferðaskrifstofur í landinu voru 30 vind í þjóðfélaginu um þessar mundir,“ sagði Birgir Þorgilsson, þáverandi ferðamálastjóri, talsins, þar af 8-10 sem sinntu erlendum á ferðamálaráðstefnu í Vestmannaeyjum árið 1985.29 „Stjórnmálamenn landsins veita nú gestum. Samkvæmt könnun Hagvangs ferðamálum aukna athygli miðað við það sem áður var og eru að byrja að trúa á ferðaþjón- árið 1984 ferðuðust Íslendingar um ustuna sem alvöru atvinnugrein á Íslandi.“ eigið land í vaxandi mæli og var þá talið En hver var stefna stjórnvalda í ferðamálum á níunda áratugnum? Því veltu menn fyrir að hver landsmaður 18 ára og eldri færi sér í ritstjórnargrein Frjálsrar verslunar vorið 1986: „…aðilar í ferðaþjónustunni [þurfa] að í ferðalag innanlands annað hvert ár. gera sér glögga grein fyrir því að hverju menn vilja stefna. Hve mikinn fjölda ferðamanna Um 65% þeirra sem tóku sér sumarleyfi viljum við og getum tekið á móti, hvað erum við tilbúnir að fjárfesta mikið í ferðaþjónust- ferðuðust innanlands það ár en 35% fóru unni, ekki síst landkynningu, hve miklu viljum við kosta til að byggja sameiginlega aðstöðu utan. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni fyrir ferðamenn […] stefnum við að því að ná aðeins til ferðamanna sem hafa góðar tekjur voru 3,5 milljarðar króna árið 1985 sem og svo framvegis. Eða þurfum við ef til vill ekki neina ferðamálastefnu?“30 var um 14% af heildarútflutningstekjum Þetta eru spurningar sem voru enn í umræðunni þegar tíundi áratugurinn var í augsýn. En landsmanna.31 ferðaþjónustan var engu að síður orðin að atvinnuvegi sem miklar vonir voru bundnar við.

FERÐAÞJÓNUSTA | 243 RISA­­ B-DAGURINN Hinn 1. mars 1989 var aftur leyft að FJÁRFESTINGAR selja áfengan bjór hér á landi, eftir Í FLUGINU hartnær 70 ára hlé. Fréttir af afnámi bjórbannsins hafa borist um allan Forráðamenn Icelandair eru heim, og erlendir fréttamenn hafa stórhuga og hyggjast snúa vörn fylgst spenntir með niðurtalningunni. í sókn með gríðarlegri fjárfest- ingu. Keyptar verða nýjar þotur frá Boeing fyrir í millilanda- flugið og nýjar Fokker skrúfu- EINN FERÐAMAÐUR = þotur fyrir innanlandsflugið. Hótelin verða tekin í gegn, nýtt EITT TONN AF ÞORSKI flugskýli byggt og floti bílaleig- Magnús Oddson gat þess nýlega í blaðagrein að gjaldeyristekjur af hverjum unnar endurnýjaður. Samhliða erlendum ferðamanni hér á landi væri sambærilegur við tekjur af hverju tonni þessu verði leiðarkerfi félagsins af útfluttum þorski. Auk þess færi ferðamannastofninn vaxandi á sama tíma og umbylt. þorskstofninn ætti í vök að verjast. LOKSINS NÝ FLUGSTÖÐ HVALASKOÐUN

Flugstöð Leifs Eiríksson hefur verið vígð í Keflavík. Hún er um 1400 SLÆR Í GEGN fermetrar að stærð, þrefalt stærri en sú gamla. Nýja flugstöðin er mikið fagnaðarefni fyrir þá sem sinna ferðamennsku á Íslandi og góður góður Óhætt er að fullyrða að fá ný- grunnur að vexti og viðgang í greininni. mæli hafa notið viðlíka vin- sælda meðal ferðamanna og hvalaskoðunarferðir. Nú er hægt að skreppa í hvalaskoðun­ frá fjölmörgum stöðum á landinu. Þetta hefur t.d. gerbreytt ásýnd Húsavíkur sem er að verða e.k. Mekka hvalavina, enda bregst sjaldan að hvalirnir birtist á Skjálfandaflóanum.

244 | FERÐAÞJÓNUSTA vaxtarsprotinn tekur kipp

Þegar hallaði undir lok tuttugustu aldar var ferðaþjónustan hætt að vera eins konar aukabúgrein og orðin mikilvæg atvinnugrein. Vöxturinn var með ólíkindum og inntakið varð æ fjölbreytilegra. Þjónusta við ferðamenn teygði sig inn á sífellt fleiri svið samfélags- ins og varð hennar hvarvetna vart. Við aldamót var þessi þjónusta farin að skipta verulegu máli í gjaldeyrisöflun Íslendinga. Sú staða náðist þó ekki fyrirhafnarlaust.

Risafjárfesting og breytt markaðsstefna „Stóra breytingin varð á árunum 1986 til 1988,“ sagði Steinn Logi Björnsson, þáverandi markaðsstjóri Flugleiða.1 „Við ákváðum að snúa markaðsstarfinu fyrst og fremst að Íslandi og settum mjög mikla peninga í landkynningu. Tekin var meðvituð ákvörðun um það hjá félaginu að taka fullan þátt í ferðaþjónustunni til að skapa aukna eftirspurn í fluginu.“ Eftir olíukreppu áttunda áratugarins tók nánast við svartnætti í rekstri Flugleiða. Afkoman var afleit. Mikið rekstrartap varð vegna gífurlegrar hækkunar á eldsneyti en einnig vegna harðnandi samkeppni í flugheiminum. Bandarísk stjórnvöld höfðu gefið far- gjöld á Norður-Atlantshafinu alveg frjáls og leiddi það til verðstríðs sem reyndi verulega á úthald flugfélaganna. Að auki voru árin frá sameiningu flugfélaganna og fram yfir miðjan níunda áratuginn lituð af átökum á vinnumarkaði, tíðum verkföllum og uppsögnum. Árið 1979 neyddust stjórnendur Flugleiða til að segja upp þriðjungi starfsfólksins, um 500 manns. Í reynd háði félagið varnarbaráttu á þessum árum og rambaði á barmi gjaldþrots. Flugleiðamenn tala um að árin frá 1979-1986 hafi verið ár gjörnýtingar, sjö mögur ár. Félagið þurfti stuðning frá hinu opinbera til þess að komast í gegnum erfiðleikana. Ríkið

FERÐAÞJÓNUSTA | 245 eignaðist þá 20% hlut í fyrirtækinu og fékk tvo menn í stjórn. Breytingar urðu í brúnni og árið 1984 var nýr forstjóri ráðinn, Sigurður Helgason, oft- ast kallaður yngri til aðgreiningar frá nafna sínum stjórnarformanninum. „Þegar ég tók við sem forstjóri árið 1985 var fjárhagsstaða fyrirtækisins ennþá slæm, lítið eigið fé og öll tæki orðin meira eða minna úrelt,“ sagði Sigurður Helgason í viðtali árið 2003.2 Framtíðin var ekki sérlega björt. Flugfloti félagsins var orðinn gamall eins og flestar aðrar eigur félagsins, s.s. hótelin og bílaleigubílarnir. Stjórnendurnir lögðust undir feld til að finna nýjar leiðir svo brjótast mætti úr klóm kreppunnar og var niðurstaðan sú að sókn væri besta vörnin. Ráðist var í risafjárfestingar. Stærstu ákvarðanirnar vörðuðu nýja hugsun í leiðakerfi félagsins og kaup á nýjum flugvélum. Á árunum 1987-1993 var flugflotanum skipt út. Nýjar Boeing 737-400 og 757-200 þotur leystu gömlu vélarnar af hólmi í millilandafluginu og nýjar Fokker F-50 skrúfuþotur voru keyptar fyrir innanlandsflugið. Nýtt flugskýli var byggt, Hótel Loftleiðir og Hótel Esja voru tekin í gegn, floti bílaleigunnar var sömuleiðis endurnýjaður, nýtt farskrárkerfi innleitt og leiðakerfi flugfélagsins umbylt. Þetta voru mestu fjárfestingar sem íslenskt fyrirtæki hafði ráðist í til þessa. „Á þessum tíma var um tvennt að velja: Að ráðast af einhug í þessa endurnýjun eða loka fyrirtæk- inu,“ sagði Sigurður um þessar afdrifaríku ákvarðanir.3 Endurnýjunin kostaði 30 milljarða króna, tvöfalda ársveltu félagins. Lán voru tekin fyrir allri upp- hæðinni. Nýja hugsunin í leiðakerfinu byggði á því að samhæfa komu- og brott-

Frá vígsluáhöfn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 15. apríl farartíma flugvéla í Keflavík og laða að sér farþega sem voru á leið frá einum áfangastað í 1987. Bandaríkjunum til einhverra áfangastaða félagsins í Evrópu og öfugt. Félagið hafði langa reynslu af því að flytja farþega frá Lúxemborg til Bandaríkjanna en gat nú boðið upp á mun fjölbreyttari samsetningu ferðaáætlana en áður. Með því að „sækja okkur farþega inn á heimsmarkað,“ eins og forstjóri félagsins komst að orði árið 2002, „inn á hinn risastóra Norður-Atlantshafsmarkað - og leiða þann gífurlega farþegafjölda í gegnum skiptistöð á Keflavíkurflugvelli [...] gátum við byggt upp ferðatíðni til og frá landinu sem var og er langtum meiri en íslenski markaðurinn stendur undir.“ Þessi aukna tíðni ferða frá Evrópu og Bandaríkjunum bauð upp á alveg nýja möguleika fyrir ferðaþjónustuna, nálægð við markaði og aðgang að öflugum samstarfsaðilum og hafði miklar afleiðingar. Á síðustu árum 20. aldar höfðu Flugleiðir byggt upp leiðakerfi sem tengdi saman 20-30 áfangastaði í Evrópu og Norður- Ameríku. Á árunum 1994-2000 jókst tíðni flug- ferða til og frá Íslandi um 85% og árið 2000 hafði árlegur heildarfjöldi farþega félagsins þrefaldast frá því sem hann hafði verið í upphafi níunda áratugarins. Aðferðafræðin sner- ist um að auka eftirspurn með tíðum ferðum og styrkja þannig leiðakerfið sem allt byggð- ist á hugmyndinni um Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð.

246 | FERÐAÞJÓNUSTA Flugstöð með stæl Gamla flugstöðin á Keflavíkuflugvelli var orðin löngu úrelt, enda reist til bráðabirgða árið 1949 þegar Íslendingar gengu í Atlantshafsbandalagið. Flugstöðin var í miðri herstöð Bandaríkjamanna og þurftu allir flugfarþegar að fara í gegnum öryggishlið með vopnuðum verði á leið inn og út af herstöðvarsvæðinu. Um 1970 var farið að skoða möguleikana á því að skilja farþegaflug frá herstöðinni og næstu ár fóru í að hanna og teikna upp nýtt skipulag á flugvallarsvæðinu og nýja flugstöð utan herstöðvarinnar. Hönnun flugstöðvar- innar tók óratíma og var fyrsta skóflustungan ekki tekin fyrr en 1983. Byggingartíminn var áætlaður fjögur ár og máttu 400 starfsmenn og þúsundir farþega sætta sig við þrengslin í gömlu flugstöðinni allt fram til 15. apríl 1987, þegar Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð. Hún var 14.000 m² að stærð eða þrisvar sinnum stærri en sú gamla. Aðstöðumunurinn var gífurlegur. Flugleiðir byggðu þjónustubyggingu skammt frá þar sem flugeldhús, tækjaverkstæði og fraktdeild höfðu aðsetur. Nú fór vel um alla, bæði starfsmenn og ferðafólk, en líklega grunaði fáa að umferð um völlinn myndi aukast svo á næstu árum að huga þyrfti að stækkun flugstöðvarinnar innan tíu ára – og svo aftur og aftur. Árið 2014 var flugstöðin orðin 56.000 m² – og enn var þörf á stækkun.

Bylting var í móttöku véla og farþega með tilkomu nýju flugstöðvarinnar.

Upplýsingamiðstöð – loksins! Eitt af því sem augljóslega þurfti að gera var að stórbæta upplýsingagjöf til ferðamanna. Þetta varð öllum ljóst í því mikla fréttafárviðri sem geisaði í kringum leiðtogafundinn 1986. Það vantaði skrifstofu sem gæti veitt allar upplýsingar um samgöngur, áhugaverða staði, gistingu í bæjum og sveitum, afþreyingu og hvaðeina annað sem erlendir gestir þurftu að fá að vita. Vasaútgáfa af slíkri miðstöð var starfrækt á 2,5 fm² í gömlum söluturni á Lækjartorgi frá

FERÐAÞJÓNUSTA | 247 miðjum áttunda áratugnum. Þar unnu leiðsögumenn í sjálfboðastarfi. Það var betra en ekk- ert en dugði engan veginn þegar straumur ferðamanna fór að þyngjast. Í júlí 1987 var því opnuð sérstök upplýsingaskrifstofa í Ingólfsstræti. Að henni stóðu Ferðamálaráð, Ferðamálasamtök landshlutanna og Ferðamálanefnd Reykjavíkur, sem var stofnuð árið 1986. Áslaug Alfreðsdóttir hótelstjóri var fengin til að koma skrifstofunni á laggirnar og stýra henni fyrstu árin. Upplýsingaskrifstofan var opin árið um kring og bætti úr sárri þörf. Auðvitað var mest að gera á sumrin en veturna notuðu starfsmenn til að útbúa handbækur og annað kynningarefni. Auk þess að fá upplýsingar gátu ferðamenn komist í síma í miðstöðinni, keypt frímerki og bókað bæði gistingu og veitingar. Samhliða aukinni upplýsingagjöf til ferðamanna var farið að taka saman upplýsingar um þá. Á Hagstofu Íslands var frá árinu 1984 skráður fjöldi gistinátta á hótelum og gisti- húsum. Þessi skráning varð mikilvægur grunnur fyrir áætlanagerð og skipulag ferðaþjón- ustunnar og bættist við upplýsingar um komufarþega flugfélaganna og síðar umferð um Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Bjórinn snýr aftur Hinn 1. mars 1989 var sala á áfengum bjór leyfð á Íslandi eftir 74 ára hlé. Þótt sú ráð- stöfun hafi verið umdeild – eins og flest það sem að áfengi lýtur – hafði söluleyfið mikil áhrif á veitingamennsku í landinu og þar með ferðaþjónustuna. Upp spratt fjöldi veitinga- húsa og kráa sem settu bjórinn í öndvegi. Sterkur bjór hafði verið bannaður allt frá árinu 1915 og eina leiðin til að fá sér bjór var lengst af að brugga hann sjálfur. Upp úr 1970 spruttu upp fyrirtæki sem seldu efni og áhöld til ölgerðar og reyndist eftirspurnin mikil. Áhafnir í millilandasiglingum og -flugi

Mikill fögnuður braust út meðal bjóráhugamanna höfðu fengið leyfi til að taka með sér nokkrar dósir af bjór við komuna til landsins og árið þegar mjöðurinn var loksins leyfður. 1980 fengu almennir millilandarfarþegar sama rétt. Veitingamenn klæjaði í fingurna að fá að selja áfengan mjöð og útsjónarsamir úr þeirra röðum fundu leið framhjá lögunum með því að blanda saman léttöli og sterku áfengi og kalla það bjórlíki. „Við höldum því fram að fólk hafi meðal annars komið til að mótmæla bjórlíki í landinu, það kallaði slagorð eins og „bjór er þjóðarstolt“,“ sagði Guðvarð- ur Gíslason veitingamaður á Gauki á Stöng árið 1985 þegar hópur manna gekk á milli kránna í miðbæ Reykjavíkur, safnaði bjórlíki í tunnu og jarð- aði það á táknrænan hátt á Steindórsplaninu.4 Gauk- urinn var um árabil vinsæll samkomustaður Reykvíkinga, þótt ekki væri hann stór. Ekki síst var hann eftirsóttur fyrir litla tónleika af ýmsu tagi. Dagurinn þegar bjórinn var lögleiddur var nefnd-

248 | FERÐAÞJÓNUSTA Þegar Davíð keypti ölið Frá árinu 1965 höfðu áhafnir millilandaskipa og -flugvéla haft leyfi til að taka með sér takmarkað magn af bjór inn í landið en ekki hinn almenni farþegi. Þetta særði réttlæt- iskennd ýmissa. Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sólar og forystumaður iðnrek- enda, lét reyna á réttmæti reglnanna með því að taka hálfan kassa af bjór með sér við komu til landsins í desember 1979. Hann var stöðvaður í tollafgreiðslunni og ölið gert upptækt. Davíð taldi það brot á jafnræðisreglunni. „Það fauk í mig þegar dóttir mín sem var flugfreyja mátti koma með bjór til landsins en ekki ég,“ segir Davíð.5 „Og ég iðrast þess ekki að hafa í þetta sinn látið vera að hafa stjórn á skapi mínu.“ Þessi jafnréttisbarátta hans leiddu til þess að gerð var breyting á bjórreglugerðinni ári síðar. Með henni var almennum farþegum heimilað að flytja inn sama magn af bjór og áhafnirnar. Tólf dósir í hverri ferð. ur B-dagurinn, eða bjórdagurinn. Upphitunin var mikil og umræðan stórkostleg. Liggur nærri að um bjórinn hafi verið skrifaðar þrjár blaðagreinar á dag frá áramótum og fram til Deilt um álagningu stóra dagsins. Virtust sumir eiga von á því að fólk gengi af göflunum við það að geta keypt Það skyggði nokkuð á ánægju veitinga- bjór á löglegan hátt. Erlendir blaðamenn fylgdust með niðurtalningunni og flaug fiski­ manna með innleiðingu bjórsins að fréttin um afnám bannsins um allan heim. álagning þeirra átti að vera sú sama á bjór Innleiðing bjórsins fór prúðmannlegar fram en menn áttu von á, en salan var mikil. Þeir og léttvín, eða 40%. Þeir vildu fá frjálsa hörðustu sváfu í svefnpokum utan við útsölustaðina í 15 stiga gaddi til að vera fyrstir til álagningu eins og tíðkaðist í flestum lönd- að kaupa bjórinn. Mikil örtröð var í verslununum og 1. mars seldust um 340.000 dósir af um. Efnt var til fundar á Hótel Sögu. Erna hinum gullna vökva. Hauksdóttir talaði við Halldór Ásgrímsson dómsmálaráðherra og sagði honum að haldinn yrði blaðamannafundur eftir fund Ekki nógu víða og ekki nógu lengi veitingamanna. Á fundinum var kallað Allt frá því að farið var að líta á ferðaþjónustuna sem mikilvæga atvinnugrein blöstu við á Ernu í símann. Það var Halldór. Hann tvö stór viðfangsefni: Að lengja vertíðina og fá ferðamenn til að fara víðar um landið. Aug- sagði: „Þið fáið frjálsa álagningu.“ „Það var ljóst var að fjárfestingar í ferðaþjónustu yrðu tæpast arðbærar ef rekstrartíminn næði gaman að fara upp í sal og tilkynna þetta,“ aðeins yfir tólf vikur á ári. Hitt vandamálið – samþjöppun ferðamannanna – blasti ekki sagði Erna.6 síður við. Meginþungi umferðarinnar náði ekki að neinu verulegu ráði út fyrir höfuðborg-

FERÐAÞJÓNUSTA | 249 Öll skilningarvit vakin „Þetta var mjög metnaðarfullt starf og leiðandi fyrir aðra klasa víðs vegar um land,“ sagði Þórdís G. Arthursdóttir, verkefnisstjóri tilraunar sem gerð var með samstarf ferðaþjónustufyrirtækja í sama landshluta.7 Útflutningsráð Íslands stóð haustið 2004 fyrir námskeiðum um allt land undir heitinu „Hagvöxtur á heimaslóð“. Þeim var ætlað að auka hagvöxt á landsbyggðinni með öflugu samstarfi fyrirtækja sem annars voru í sam- keppni. Í framhaldi af slíku námskeiði ákváðu stjórnendur 17 ferðaþjónustu fyrirtækja á Vesturlandi að vinna saman að ákveðnum markaðs- og gæða- verkefnum. Samstarfið átti að standa í sex mánuði en stóð í sex ár. Þeim leiddist ekki í klasasamstarfinu þeim Klasinn stóð líka að stofnun og rekstri Markaðsstofu Vesturlands og alls komu 38 fyrirtæki að Steinari Berg, Kristrúnu Konráðsdóttur, verkefninu. „Upplifðu allt á Vesturlandi“ var kjörorðið og klasinn nefndist All Senses Awoken, enda Kjartani Ragnarssyni, Guðrúnu Bergmann, Unni Halldórsdóttur, Þórdísi G. var höfðað til allra skilningarvita. „Þeir sem tóku þátt í þessu samstarfi merktu strax árangur sem Arthursdóttur og Hansínu B. Einarsdóttur var góð viðbót við ánægjuna sem það veitti,“ sagði Þórdís. All Senses Awoken-klasinn hlaut frum- – sem lengst af var formaður klasans. kvöðlaverðlaun Vesturlands árið 2006.

ina og hefðbundna viðkomustaði í Gullna hringnum. Ef fjölbreytt ferðaþjónusta utan þess svæðis ætti að geta dafnað varð að dreifa ferðamannastraumnum mun betur um landið. Stofnun ferðamálasamtaka fyrir landshlutana á níunda áratugnum var vísir að skipu- lagi ferðaþjónustunnar utan höfuðborgarsvæðisins. Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarasvæðið höfðu þá eignast samtök sem svo sameinuðust í Ferðamálasamtökum Íslands. Sums staðar voru ráðnir ferðamálafulltrúar, flestir þó í hlutastarf til að byrja með. „Með þessu mynduðust tengsl út um landið,“ sagði Magnús Oddsson sem var markaðsstjóri Ferða- málaráðs frá 1990 og síðan ferðamálastjóri frá 1993 til 2007.8 „Einn úr hverjum lands- hluta átti sæti í Ferðamálaráði. Menn kynntust og ræddu málin. Ferðamálasamtökin voru að verða afl.“ Þá var á stöku stað komið á upplýsinga- eða kynningarmiðstöðum sem ekki voru þó alltaf í nánum tengslum við ferðamálasamtökin. Víðast stóð fjármögnunarvandi öllu þessu starfi fyrir þrifum, þótt sveitarfélög og atvinnuþróunarnefndir veittu samtökunum styrki. Viljinn til að auka aðsókn að héruðum utan suðvesturhornsins var alls staðar fyrir hendi en menn voru svolítið að vinna hver í sínu horni. Sums staðar tóku aðilar í ferðaþjónustu sig saman og mynduðu klasa þar sem menn beindu viðskiptum hver til annars. Þannig var hægt að bjóða ferðamönnum fjölbreyttari þjónustu og afþreyingu.

Göngin breyttu öllu Eftir að Hvalfjarðargöngin voru opnuð fyrir umferð sumarið 1998 dró að vonum stórlega úr umferð í Hvalfirði. En þótt viðskipti í vegasjoppum hafi minnkað verulega og þeim fækkað, voru íbúar á svæðinu síður en svo óánægðir með þróunina. „Göngin breyttu öllu,“

250 | FERÐAÞJÓNUSTA segir Arnheiður Hjörleifsdóttir á Bjarteyjarsandi.9 „Með göngunum varð Hvalfjörðurinn tilvalinn til útivistar. Hér hefur byggst upp frístundabyggð og ferðaþjónusta. Við önnum engan veginn öllum sem koma og því er mikil samvinna hjá okkur sem störfum í ferða- þjónustu á svæðinu.“ Slík samvinna hefur orðið til víða. Fyrirtæki á afmörkuðum svæðum mynda klasa, þar sem ferðaþjónustufólk vísar á kollega sem gætu veitt þá þjónustu sem óskað er eftir. Arnheiður segir að Hvalfjarðarklasinn hafi reynst vel. Á Bjarteyjarsandi hefur sama ættin búið frá árinu 1887. Nú eru þar þrír ættliðir og þar er verkaskiptingin skýr. Tengdaforeldrar Arnheiðar, Sigurjón Guðmundsson og Kolbrún Eiríksdóttir, sjá um útleigu á fjórum sumarhúsum en búreksturinn er að öðru leyti á ábyrgð Arnheiðar og eiginmanns hennar, Guðmundar Sigurjónssonar. Bjarteyjarsandur er gott dæmi um opið býli þar sem gestir geta fylgst með sveitastörfum. Fjölskyldan er með 600 fjár, nokkur útisvín, íslenskar landnámshænur, geit, kanínur, hunda, ketti og hesta. Dýrin gleðja meðal annars skólabörn, aðallega frá Akranesi og höfuðborgarsvæðinu, sem koma í heimsókn til að kynnast sveitastörfum og gefa dýrunum. Sams konar þjónusta er á Grjóteyri og í Miðdal í Kjós og Hraðastöðum í Mosfellsbæ. „Ég vildi efla heimsóknir,“ sagði Arnheiður sem er landfræðingur og með meistara- gráðu í umhverfisfræðum. „Hér er fullt alla daga í sauðburðinum. Á þeim tíma fáum við 4-5 þúsund gesti. Það sem við erum að byggja upp hérna er afþreying. Við erum með náttúrutengda ferðaþjónustu og framleiðslu „beint frá býli“. Við höfum aðallega verið tvö í þessu en nú þarf fleiri. Mig langar ekki til að hafa margt starfsfólk. Ég hef unun af því að að vera leiðsögumaður og sýna fólki. Það er líka mikils virði, því víða er það þannig að erlendir ferðamenn hitta ekki Íslending – alls staðar eru útlendingar að vinna við móttöku ferðamanna,“ segir Arnheiður.

Stór fæðingardeild Eftir heimsókn í sveitina skrifa skólabörnin gjarnan ritgerð um reynslu sína. Hér er gripið niður í eina þeirra:

„Á Bjarteyjarsandi er ansi stór fæðingardeild og svo var komið og látið okkur vita af því að kind var alveg að fara að fæða. Við horfðum á fæðinguna, það leið yfir Elfu í fimmta bekk, henni fannst það eitthvað svo ógeðslegt. Lambið sem fæddist var svo skírt Elfa. Það var líka eitt annað sem gerðist, við fengum að halda á lömbum og eitt lambið það skeit í lófann á henni Ásu.“

FERÐAÞJÓNUSTA | 251 Of mikill átroðningur? Þegar leið á níunda áratuginn var árlegur fjöldi ferðamanna kominn um og yfir 100 þús- und. Meirihluti þeirra kom að sumarlagi og farið var að ræða um áhrif þeirra á landið. Talið var að ýmsir ferðamannastaðir væru að eyðileggjast vegna of mikils ágangs. „Umræðan um umhverfismál ferðaþjónustunnar varð áberandi á níunda áratugnum og sérstaklega eftir 1985,“ sagði Magnús Oddsson.10 Þau mál komust svo enn frekar í brenni- depil nokkrum árum síðar þegar Ferðamálaráð var orðið skipað 23 fulltrúum frá öllum landshlutum. Fyrsti umhverfisfulltrúinn var ráðinn árið 1991. Það var Jóhanna B. Magnús­dóttir umhverfisfræðingur sem áður hafði gert úttekt á 47 ferðamannastöðum. Verkefni hennar sem umhverfisfulltrúa var að sinna ráðgjöf vegna uppbyggingar og úrbóta á viðkvæmustu stöðunum.

Fjölgun ferðamanna hefur leitt til þess að mannvirki „Hún fékk skóflu og hrífu og fór að laga göngustíga,“ sagði Magnús. „Svo fórum við að hafa orðið undan að láta. fá skólakrakka í þetta og fólk frá útlöndum, meðal annars frá samtökunum Seeds. Meðal

252 | FERÐAÞJÓNUSTA Viða er land farið að láta á sjá vegna of mikillar umferðar.

þeirra sem voru fremstir í flokki í umhverfismálunum á þessum tíma voru Birna Bjarnleifs- dóttir leiðsögumaður og síðar Guðlaugur og Guðrún Bergmann á Snæfellsnesi. Gulli barð- ist fyrir flokkun samkvæmt áætlun um sjálfbæra þróun. Þetta hefur haft mikil áhrif.“

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna 1986-2000

1986 113.528 1994 179.241

1987 129.315 1995 189.796

1988 128.830 1996 200.835

1989 130.503 1997 201.654

1990 141.718 1998 232.219

1991 143.459 1999 262.605

1992 142.560 2000 302.900

1993 157.326

Heimild: Útlendingaeftirlitið. Komur erlendra gesta um millilandaflugvelli og hafnir 1972-2000.

Góðir Íslendingar Sumarið 1992 var gerð könnun á ferðum Íslendinga um eigið land. Könnunin nefndist Góðir Íslendingar og tilgangurinn var meðal annars að auðvelda ferðamálasamtökum og þjónustuaðilum í ferðamennsku að skipuleggja uppbygginguna og gera hana markvissari þannig að hægt yrði að fá Íslendinga til að ferðast meira innanlands.11 Helstu niðurstöður voru þær að meðalferðalengd var sjö dagar, um 86% ferðuðust á einkabílum og flestir gistu hjá ættingjum og vinum, á tjaldstæði eða í orlofshúsi. Flestar gistinæturnar voru í

FERÐAÞJÓNUSTA | 253 Árnes- og Rangárvallasýslum, en þeir sem ferðuðust um Vestfirði og Strandir höfðu lengsta viðdvöl, 6,8 daga að meðaltali. Í könnun sem gerð var meðal Íslendinga árið 2000 voru niðurstöðurnar svipaðar.12 Á árinu sögðust 81% svarenda hafa ferðast innanlands, flestir í stuttri skemmtiferð um sum- arið. Rúmlega 82% ferðafólksins ferðaðist á einkabílum og sem fyrr virtust flestir gista hjá ættingjum, vinum, á tjaldstæði eða í orlofshúsi. Aðeins 14,5% gistu á hóteli eða gistiheim- ili. Samkvæmt þessum könnunum ferðuðust Íslendingar aðallega um eigið land í júní, júlí eða ágúst. En þeir voru ekki mikið að nýta sér þjónustu rútufyrirtækja, flugfélaga eða þeirra sem bjóða upp á gistingu gegn gjaldi. Í síðari könnuninni voru ferðamennirnir spurðir hvort þeir teldu fjölbreytta afþreyingar­ möguleika vera í boði og 58% taldi svo vera. Í því efni hafði líka margt breyst til batnaðar. Þrátt fyrir heldur óljóst heildarskipulag, vantaði ekkert upp á áhugann og framtakssemina hjá þeim sem veittu ferðamönnum þjónustu á landsbyggðinni.

Ísland - sækjum það heim Sumarið 1994 var efnt til átaks til að hvetja Íslendinga til að ferðast um eigið land og vekja athygli þeirra á íslenskri ferðaþjónustu sem atvinnugrein og fjölbreyttum möguleikum til afþreyingar og dægradvalar. Stjórnvöld og ferðaþjónusta tóku höndum saman og markaði það ákveðin þáttaskil. Náttúru og sögu landsins voru gerð góð skil og mikið gert til að vekja áhuga fólks á landi sínu. Yfirskriftin var Ísland - sækjum það heim.

„Gerðu eitthvað svona ferða!“ Ásborg Arnþórsdóttir gerðist ferðamálafulltrúi Biskupstungna árið 1995 en starfið þróaðist svo í embætti ferðamálafull- trúa uppsveita Árnessýslu. Starfssvæðið nær frá Þingvöllum að Þjórsá en hún hefur aðsetur í Aratungu. Ásborg hefur starfað á ýmsum sviðum ferðaþjónustu, þar á meðal á Ferðaskrifstofu ríkisins og síðar Íslands. Hún segir að það hafi ekki verið alveg ljóst hvað hún ætti að gera þegar hún hóf störf sem ferðamálafulltrúi. Gísli Einarsson, sveitarstjóri frá Kjarnholtum, lét senda eftir skrifborðinu hennar og setja það upp í Aratungu og sagði svo: „Gerðu eitthvað svona ferða!“ Það gerði hún svo auðvitað og mótaði starfið sem er síbreytilegt. Í byrjun var lítil sam- ræming á starfi ferðamálafulltrúa víðs vegar um landið og hið sama átti almennt við um þá sem unnu að ferðamálum. Það voru allir að gera hlutina hver í sínu horni. „Það hafa glatast ýmis tækifæri til þess að einfalda og skipuleggja kerfið hér. Þegar til dæmis netnotkun varð almenn og vefurinn kom til sögunnar hefði verið hægt að setja strax upp flottan ferðavef – en í staðinn fóru allir að gera eitthvað á eigin vegum,“ sagði Ásborg.13 Af samvinnuþörf var Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi stofnað um aldamótin og þar varð til gott samstarf á landsvísu. Í félaginu voru um 30 félagar sem höfðu mismunandi starfsheiti: Ferðamálafulltrúar, forstöðumenn upplýsingamið- stöðva og markaðs- og upplýsingafulltrúar, en áttu það sameiginlegt að vinna að ferðamálum svæða eða sveitarfélaga. Ásborg var einn af stofnfélögunum og segir hún að lögð hafi verið áhersla á að viðhalda léttleikanum í samstarfinu. Síðar átti samstarfið eftir að verða meira landshlutaskipt. „Við Sunnlendingar höfum til dæmis gott tengslanet og hittumst reglulega. Samstarfsverkefni verða gjarnan til á vettvangi markaðstofanna og menningarráða landshlutanna.“

254 | FERÐAÞJÓNUSTA Einn ferðamaður = eitt tonn af þorski „Ég held að ég hafi aldrei fengið eins mikil viðbrögð við nokkurri grein,“ sagði Magnús Oddsson og vísaði til greinar sem hann skrifaði árið 1993.14 Þar vakti hann athygli á því að erfitt væri að fá stjórnvöld til að viðurkenna ferðaþjónustuna sem alvöru, gjaldeyrisskapandi atvinnugrein. Þó væri hún í raun alveg jafn mikilvæg og sjávarútvegurinn. Þetta rökstuddi hann með því að benda á að gjaldeyristekjur af hverjum erlendum ferðamanni væru nokkurn veginn þær sömu og það sem fengist fyrir hvert tonn af þorski. Til að vega upp á móti 50 þúsund tonna niðurskurði í þorskafla þyrfti því að fá 50 þúsund fleiri ferðamenn til landsins. Í ofanálag væri ekki annar kvóti í ferðaþjónustu en takmörk landsins og fjárfestinganna og þar væri enn borð fyrir báru. „Ferðamannastofninn“ færi vaxandi öfugt við þorskstofninn. Með tiltölulega litlum fjárfestingum mætti auka fjölda ferðamanna svo að þeir yrðu 100.000 fleiri innan sjö ára. Það tókst á innan við sex árum – hvað sem fjárfestingum leið. Haustið 2009 var í annarri blaðagrein bætt um betur í samlíkingunni. Þá skrifaði Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland Grímsson: „Eitt tonn af útfluttum fiski gaf okkur 260 þúsund krónur í gjaldeyristekjur í fyrra. Eitt tonn af áli gaf 210 þúsund krónur. Eitt tonn af túristum gaf hins vegar 2,6 milljónir króna (miðað við 12 ferðamenn í hverju tonni).“15

Bakhjarlar átaksins voru Olíufélagið hf. og Mjólkursamsalan en fjölmargir aðrir komu að fjármögnuninni, opinberir aðilar og fyrirtæki. Nánast allir fjölmiðlar landsins sýndu átakinu áhuga og birtu greinar og þætti. Fyrirtæki notuðu merki átaksins, ferðafélög sinntu því í sinni dagskrá, nemendur skrifuðu greinar og loks má geta þess að nærri 20.000 börn tóku þátt í verkefninu með myndlistarsýningum. Það var sama hvert litið var þetta sumar – alls staðar blasti slagorðið góða við. Átakið fór heldur ekki framhjá landsmönnum og viðbrögðin voru góð. Könnun í sumarlok leiddi í ljós að 64% aðspurðra höfðu farið í ferðalag um sumarið og eytt í það að meðaltali 11 dögum. 14% aðspurðra kváðu átakið hafa leitt til ferðalaga, en það samsvarar um 18-20 þúsund einstaklingum. Þessu markaðsstarfi var haldið áfram næstu árin og skilaði umtals- verðum árangri. Í ársskýrslu Ferðamálaráðs fyrir árið 1996 sagði Magnús Oddsson ferða- málastjóri að orðið hefði athyglisverð fjölgun gistinátta Íslendinga, en þær voru 6,7% fleiri en árið 1995. Á næstu árum kom í ljós að átakið hafði áhrif til lengri tíma. Sveitarstjórnar­ menn sáu að með því að efna til bæjarhátíða og viðburða af því tagi væri hægt að laða að

FERÐAÞJÓNUSTA | 255 Bæði innlendir og erlendir ferðalangar hafa notið fleiri gesti. Svo hjálpaði aukin bílaeign og tjaldvagnavæðing til. Ferðalög Íslendinga innan- þess að fara á hestum um landið. lands héldu því áfram að aukast. Eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin 11. september 2001 var enn gefið í. Átakið Ísland – sækjum það heim fékk aukið vægi og jafnframt var hafin stórsókn á Evrópumarkaði. Sturla Böðvarsson þáverandi samgönguráðherra sagði í blaðagrein að þetta hefði orðið til þess að þrátt fyrir fækkun erlendra ferðamanna til landsins árið 2002 hefði gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgað um 6%.16

256 | FERÐAÞJÓNUSTA Frá fjöru til fjalla Það verður ekki annað sagt en að á þessum tíma hafi víða verið leitað fanga varðandi nýj- ungar í þjónustu við ferðafólk. Stöðugt voru fundnar nýjar aðferðir til að nýta íslenska náttúru og spennandi leiðir til að njóta hennar. Í því efni var horft til allra möguleika, allt frá fjöru til fjalla og hafið var auðvitað líka notað. En það kostar mikla fjármuni, tíma og óendanlega þolinmæði að byggja upp ferðaþjónustu, sérstaklega þegar verið er að byrja frá grunni. Og ekki njóta allir eldanna sem fyrstir kveikja þá. Oftar en ekki brestur úthald- ið og frumkvöðlarnir hrökklast frá en aðrir taka við kyndlinum og njóta afraksturs margra ára uppbyggingarstarfs. Eftir því sem nær dró aldamótunum fjölgaði afþreyingarmöguleikum ferðamanna ört og gamlar hugmyndir voru betrumbættar. Fyrirtæki og einstaklingar buðu upp á hesta- leigu, ferðir á jökla, hvalaskoðun, sjóstangaveiði, skoðunarferðir á sjó og landi, klettaklif- ur og köfun. Listinn lengdist stöðugt. Ferðamönnum gafst kostur á að ferðast um landið með leiðsögn, gangandi, hjólandi, ríðandi eða akandi og hvarvetna spruttu upp fjölbreytt- ir möguleikar á afþreyingu. Það tók þó sannarlega tíma að byggja þessa starfsemi upp. Í raun má segja að fæst þessara fyrirtækja hafi tekið flugið fyrr en með nýrri öld.

Hvalaævintýrið mikla Árið 1990 kom út skýrsla frá danska sagnfræðingnum og heimspekingnum Ole Lindquist, þar sem gerð var úttekt á möguleikunum á hvalaskoðun við Ísland. Þar kom fram að hvalategundir væru fjölbreyttar og að fjöldi hvala á grunnslóð gæfi góð fyrirheit um árang- ursríka hvalaskoðun. Á þessum tíma voru margar þjóðir farnar að bjóða upp á hvalaskoð- un og fjöldi hvalaskoðenda í heiminum kominn í eina milljón. Íslendingar voru hins vegar lítið farnir að huga að þessum möguleika og skipulögð hvalaskoðun hófst ekki við Íslandsstrendur fyrr en árið 1995. Nokkur ár á undan höfðu þó ýmsir farið með ferðamenn í skemmtisiglingar, bæði til þess að skoða fugla og hval. Þannig fékk fékk Íslandsvinurinn Clive Stacey, stofnandi Arctic Experience í Bretlandi, þá hugmynd sumarið 1992 að fá Tryggva Árnason hjá Jöklaferðum til þess að bjóða upp á hvalaskoðun. Tryggvi útvegaði humarbát í leiðang- urinn og fyrsti hópurinn kom síðsumars. „Það seldist strax upp,“ sagði Tryggvi.17 Ferð- irnar voru þannig skipulagðar að flogið var frá Bretlandi til Keflavíkur og þaðan beint til Hafnar. Næstu daga var svo ýmist farið í hvalaskoðun sem tók 10-14 tíma eða á jökul í 8-10 tíma ferð. Þetta fyrirkomulag hélst í fimm til sex ár en reyndist ekki að öllu leyti vel. Það þurfti til dæmis að sigla nokkuð langt til að sjá hval. Hann sást helst á haustin og þá setti veður oft strik í reikninginn. Tryggvi segir að fyrir hafi komið að þeir hafi tæmt apótekið af sjóveikitöflum. Um svipað leyti var farið að bjóða upp á hvalaskoðun frá Hauganesi í Eyjafirði og Húsavík. Báðir þessir staðir eru skammt frá hvalaslóðum. Eitt sinn bauð Clive vini sínum Ásbirni Björgvinssyni að koma með í hvalaskoðunar- ferð frá Höfn. Sú ferð breytti lífi Ásbjörns því upp frá því skipuðu hvalir þar stóran sess.

FERÐAÞJÓNUSTA | 257 Hvalur á lofti rétt við landsteinana á Húsavík. Hann var fenginn til að halda þriggja daga vinnufund í Keflavík um hvalaskoðun með áhugasömum ferðaþjónustuaðilum. Sá fundur var haldinn í byrjun júní 1995 og frá því sumri komst hvalaskoðunin á flug. Farið var að bjóða upp á reglubundnar hvalaskoðunar- ferðir á nokkrum stöðum á landinu og þetta sumar fóru alls 2.200 ferðamenn í hvala- skoðun á vegum fjögurra fyrirtækja: Jöklaferða, Hvala- og höfrungaskoðunar í Keflavík, Sjóferða á Dalvík og Norðursiglingar á Húsavík. „Fólk verður uppnumið af hrifningu,“ sagði Ásbjörn um viðbrögð ferðalanganna þegar hvalir birtast þeim.18 „Töfrarnir eru ótrúlegir. Ég hef oft séð fólk hreinlega gráta, svo mik- il er geðshræringin.“ Ásbjörn segir að 98% líkur séu á því að sjá hval í ferðum frá Reykja- vík og 99% líkur fyrir norðan. Hnúfubakur hefur löngum verið meðal algengustu hvalanna, en hann hefur verið alfriðaður síðan 1963. Reiknað er með að stofninn telji nú um 15 þúsund dýr. Mörgum finnst hnúfubakurinn skemmtilegastur. Hann er gæfur, for- vitinn og stekkur mikið. Fljótlega eftir að farið var fyrir alvöru að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun fjölgaði bátunum. Fyrirtæki sem höfðu verið með skemmtisiglingar fóru að leita hvalina uppi og ný fyrirtæki komu til sögunnar. Árið 2004 voru fyrirtækin orðin ellefu á átta stöðum. Besti hvalaskoðunartíminn er frá byrjun júní og fram til ágústloka, en sum fyrirtækj- anna eru farin að lengja vertíðina. Í Reykjavík eru ferðir í boði allt árið og fer um þriðj- ungur þeirra ferðamanna sem til landsins koma í hvalaskoðun.

Vetrinum bætt við „Það héldu allir að við værum orðin rugluð þegar við byrjuðum að bjóða upp á hvalaskoð- unarferðir á veturna líka,“ sagði Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, sem frá árinu 2002 hefur gert út frá Reykjavík.19 „Við hófum reglulega vetrarhvalaskoðun í hruninu árið 2008 þar sem eftirspurn var mikil og hvalur á svæðinu. Vöxturinn í vetrar- ferðum hefur farið fram úr björtustu vonum og verið nánast ævintýralegur.“ Grétar Sveinsson, faðir Rannveigar, átti hugmyndina og fyrirtækið var stofnað um aldamót-

258 | FERÐAÞJÓNUSTA in 2000. Fjölskyldan keypti bátinn Eldingu og hóf hvalaskoðunarferðir frá Sandgerði í sam- starfi við veitingahúsið Vitann þar í bæ. Ári síðar var öðrum báti bætt við og starfsemin flutt til Hafnarfjarðar og síðan Reykjavíkur. Þar var þá engin hvalaskoðun í boði. Elding samein- aðist hvalaskoðunarfyrirtækinu Hafsúlunni árið 2007 og við það varð til stærsta hvalaskoð- unarfyrirtæki landsins. Boðið er upp á hvalaskoðun, norðurljósaferðir, sjóstangaveiði og lundaskoðun. Bátarnir eru orðnir fimm, auk þess sem fyrirtækið rekur Viðeyjarferjuna og veitingastaðinn MAR við gömlu höfnina í Reykjavík. „Við tókum þá ákvörðun snemma að láta umhverfið okkur varða og hófum formlegt umhverfisstarf árið 2006,“ sagði Rannveig. Það hefur tekist svo vel að fyrirtækið fékk umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2008, Fjörusteininn, og fleiri ámóta viðurkenn- ingar fylgdu í kjölfarið.“

Höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu? Óvíða varð þróun hvalaskoðunar örari en hjá fjölskyldufyrirtækinu Norðursiglingu. Bræð- urnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir vildu bjarga gömlum 20 tonna eikarbáti, Knerr- inum, og létu gera hann upp. Hann var tekinn í gagnið sumarið 1995 og þá fóru 1.700 manns í náttúru- og hvalaskoðun með honum. Fyrir björgun bátsins fengu þeir bræður umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs árið 1996. Næstu árin fjölgaði bæði farþegum og bátum Norðursiglinga ört og árið 2007 fékk fyr- irtækið nýsköpunarverðlaun SAF. Árið 2010 voru bátarnir orðnir sex, allt gamlir, endurbyggðir íslenskir eikarbátar, og farþegafjöldinn kominn vel yfir 30.000 á ári. Veitingahúsið Gamli Baukur var sett á laggirnar árið 1998 og smám saman var bætt við húsakost og þjón- ustan aukin. Húsavík hefur að sögn heimamanna getið sér orðspor sem höf- uðborg hvalaskoðunar í Evrópu. Páll Þór Jónsson hótelstjóri á Hótel Húsavík, stundum kallaður Hvala-Palli, var með þeim fyrstu sem hvöttu til hvalaskoðunarferða þar um slóðir og hann var einnig helsti hvatamaður þess að komið var upp merkilegu hvalasafni á Húsavík. „Páll dró mig norður árið 1997 til að koma þessu safni upp,“ sagði Ásbjörn Björgvinsson um tildrög þess að hann varð fyrsti safnstjór- inn.20 „Fjölskyldan var til í að prófa þetta í eitt ár en við vorum þarna í ellefu ár.“ Í byrjun var safnið í sal á hótelinu, síðan fékkst pláss fyrir það í verbúðum á hafnarsvæðinu og árið 2003 var það komið í 1.600 fer- metra húsnæði í gamla sláturhúsinu. Safnið gegnir lykilhlutverki í fræðslu og uppslýsinga- miðlun um hvali og lífríki þeirra við Ísland. Beinagrindur af tíu tegundum hvala gefa góða mynd af því hversu stór og mikilfengleg þessi dýr eru. Frá stofnun safnsins hafa yfir 200.000 manns skoðað það. Sum árin hafa gestirnir orðið 25-27 þúsund talsins.

FERÐAÞJÓNUSTA | 259 Aðsókn í hvalaskoðun á árunum 1995-2012: Eins og sjá má á þessari töflu varð stöðugt mikil fjölgun farþega í hvalaskoðun allt frá árinu 1995.

Vantar töflu Myndinn verður unnin betur

Haftengd ferðaþjónusta Fjölmörg fyrirtæki veita þjónustu sem á ýmsan hátt tengist hafinu. Flest þeirra einbeita sér að náttúruskoðun þar sem hvalir, fuglar og selir eru meginaðdráttaraflið. 75% þeirra ferða- manna sem spurðir voru hvaða afþreyingu þeir veldu hér á landi nefna annað hvort hvala- Á Hvalasafninu á Húsavík eru beinagrindur af mörgum tegundum hvala. skoðun eða bátsferðir. Í bátsferðunum er vinsælt að stunda sjóstangaveiði. Margir

260 | FERÐAÞJÓNUSTA ferðamenn sækjast líka eftir að komast í kajaka- eða skútusiglingar, sjó- sund og sportköfun. Þá eru ótaldir allir þeir möguleikar sem gefast á fágætri upplifun við strendurnar. Söfn sem tengjast hafinu eru víða; sjóminjasöfn í Reykjavík, á Húsavík, Eskifirði, Eyrarbakka og Hellissandi, hafíssetur á Blönduósi og selasetur á Hvammstanga, að ógleymdu Síldarminjasafninu á Siglufirði.

Hvataferðir og ráðstefnuhald Svokallaðar hvataferðir fóru að tíðkast í nágrannalöndunum upp úr miðjum níunda áratugnum. Fyrirtæki, aðallega stórfyrirtæki, buðu völd- um starfsmönnum í tveggja til þriggja daga ferðir og var tilgangurinn að verðlauna starfsfólk fyrir vel unnin störf eða hvetja það til dáða. Sumar hvataferðir voru þó fyrst og fremst ætlaðar viðskiptavinum og samstarfsaðilum. Þegar fyrstu hóparnir fóru að koma til landsins voru hvataferðir óþekktar hér á landi. „Hér var ekki úr miklu að moða í viðburðum handa þessum hópum en við unnum til dæmis með Arngrími Hermannssyni sem fór með fólkið á jökul og Jói [Jóhannes Viðar Bjarnason] í Fjörukránni sá um að fólkið yrði fyrir árásum víkinga,“ sagði Hrönn Greips- dóttir, einn af örfáum starfsmönnum innanlandsdeildar Útsýnar árið 1987.21 Á þessum tíma var deildin farin að fá fyrirspurnir erlendis frá um möguleika á að taka á móti svona hópum og smám saman fóru að koma fleiri hvataferðahópar, aðallega frá Norðurlöndun- um. „Það voru ekki margir sem unnu við þetta í byrjun,“ sagði Hrönn, „og það var rosalega vinna í kringum hvataferðirnar – enginn tölvupóstur kominn og allt fremur þungt í vöf- um. En þetta vatt upp á sig og fljótlega kviknaði mikill áhugi á að beina slíkum ferðum til Íslands.“

Góður sölumaður Íslands Árið 1972 kom breskur unglingur til Flateyrar, dvaldist þar í eitt ár, vann í fiski og ferðaðist um – og kolféll fyrir Íslandi. Nú er hann forstjóri breska fyrirtækisins Discover the World þar sem Íslandsferðir eru ofarlega á baugi. Maðurinn er Clive Stacey sem áratugum síðar sagði að úr öllum hans ferðalögum um heiminn væri tvennt eftirminnilegast; þegar hann sá norðurljósin í fyrsta sinn á Íslandi og þegar hann horfði á hraunrennsli í Kröflueldum.22 Fyrsta Íslandsheimsókn Clives kom þannig til að móðir hans var pennavinkona móður Ásbjörns Björgvinssonar, síðar stofnanda Hvalasafnsins á Húsavík, og þau samskipti urðu til þess að honum var boðið í heimsókn til Flateyrar þar sem fjölskyldan bjó þá. Árið 1973 var hann kominn aftur heim og í vinnu hjá Scantours sem Íslandssérfræðingur. Næsta áratuginn var sama hvar hann vann, alltaf varð fyrirtækið á stuttum tíma einn stærsti Íslandssalinn í Bretlandi. Clive hefur margsinnis komið til Íslands. Hann á hér marga vini og hefur miðlað ótal hugmyndum um nýja afþreyingarmöguleika á Íslandi.

FERÐAÞJÓNUSTA | 261 Hinsta óskin Sextán ára krabbameinssjúkur piltur, Coty Brown, átti sér þann draum æðstan árið 1995 að sjá hval í öllu sínu veldi. Þetta var hans hinsta ósk og var allt gert til að verða við henni. Þegar hann kom til Húsavíkur var ekkert sjóveður og þannig liðu tveir dagar. Undir lok þriðja dagsins datt hins vegar á stafalogn og þá var ekki beðið boðanna. Með skipverjum voru í för þeir Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason og gerðu þeir þátt um Coty í Stiklur Ómars. Ásbjörn Björgvinsson sá um ferðina og sagði hann að hjólastól piltsins hefði verið komið fyrir í skjóli við stýrishúsið. Hrönn sagði að þetta hefðu verið ferðir í hæsta gæðaflokki og afraksturinn eftir því, „Það var svo skrýtið, að hvalirnir komu sérstaklega þegar sama fyrirtækið pantaði allt upp í sex sams konar ferðir. Eftir sameiningu allir upp hans megin,“ sagði hann.23 „Þetta Úrvals og Útsýnar 1989 var komin stór deild til að sinna hvataferðum og ráðstefnum og var kvöld sem maður gleymir aldrei. Hrönn hélt þessari vinnu áfram í ört stækkandi innanlandsdeild þar. Áður er langt um leið Hafið eins og spegill, miðnætursól og var fyrirtækið komið með stóra deild til að sinna þessum arðbæru verkefnum. drengurinn himinlifandi.“ Diljá Gunnarsdóttir og Matthías Kjartansson sem höfðu starfað hjá innanlandsdeild Að þessu ævintýri loknu var send Útsýnar höfðu þá stofnað eigið fyrirtæki um þessi verkefni: Ráðstefnur og fundi hf. Þessi flugvél eftir piltinum frá Bretlandi og verkefni komu sér vel hjá ferðaþjónustuaðilum, því bæði fundahöld og hvataferðir voru daginn eftir var hann allur. yfirleitt á dauðum tímum yfir veturinn. Aðalráðstefnutímabilið var í maí og júní og svo aftur í lok ágúst og september, og hvataferðirnar voru að vetrarlagi. „Þetta hefur gengið ágætlega það sem af er,“ sagði Matthías í blaðaviðtali árið 1990.24 „Við finnum okkur alltaf verkefni, en svona viðskipti þarf að skipuleggja langt fram í tím- ann. Ráðstefnur þarf til dæmis að skipuleggja með að minnsta kosti tveggja ára fyrirvara og við erum núna að taka niður pantanir um ráðstefnuhöld fyrir árið 1994 svo næstu árin líta vel út.“

Allir út að veiða Árið 1992 var Ráðstefnuskrifstofa Íslands sett á fót. Markmiðið var að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan stað fyrir fundi, ráðstefnur og hvataferðir og nýta þar með betur utan háannatímans þær fjárfestingar sem fyrir voru í ferðaþjónustunni. Að stofnuninni stóðu Ferðamálaráð Íslands, Flugleiðir, Reykjavíkurborg, Félag íslenskra ferðaskrifstofa og Samband veitinga- og gistihúsa. Júlíus Hafstein, formaður Ferðamálanefndar Reykjavíkur, sagði að aukið ráðstefnuhald væri gífurlega mikilvægt fyrir borgina, ekki síst þær ráðstefn-

262 | FERÐAÞJÓNUSTA ur sem fengjust utan háannatímans. „...það eru engin takmörk á ferðamönnum eins og eru á fiskinum í sjávarútvegi, við þurfum aðeins að vera duglegri að veiða…“ sagði hann.25 Júlíus hafði reynslu af þessum veiðum, enda átti hann mikinn þátt í fyrsta átakinu í að fá ráðstefnur til landsins. Það hófst í framhaldi af fundi Reagans og Gorbatjovs. Sem for- maður ferðamálanefndar fékk Júlíus Jón Hákon Magnússon hjá Kynningu og markaði (KOM) í lið með sér og fóru þeir í umfangsmikla markaðssetningu víða um lönd á ráð- stefnuhaldi í Reykjavík. Alls höfðu þeir samband við um fimm þúsund aðila á árunum 1986-1992. „Við höfðum í raun enga aðstöðu til að bjóða upp á,“ sagði Júlíus.26 „Við vorum bara með sali á Hótel Loftleiðum og Hótel Sögu sem hægt var að nota fyrir fundi og ráðstefnur og þeir dugðu í raun skammt.“ Átakið skilaði þó heilmiklu og leiddi til stofnunar Ráðstefnuskrifstofu Íslands. Júlíus varð fyrsti stjórnarformaður og Ársæll Harðarson var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri skrif- stofunnar. Stefnt var að því að starfstími hennar yrði þrjú ár. Raunin varð þó önnur, því starfsemin hélt áfram þótt formið breyttist með tímanum. Síðar tók við hlutverkinu Ráð- stefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík).

Upp til fjalla Um leið og farið var að vinna í þessum nýju möguleikum á að lokka gesti til landsins vatt starfsemin fljótt upp á sig. Erlend fyrirtæki litu í auknum mæli til Íslands þegar kom að því að umbuna starfsmönnum og íslensk fyrirtæki tóku upp sama sið – en þá yfirleitt með því að halda viðskiptunum heima. Fyrirtækjum í þessum geira óx fiskur um hrygg og þeim fjölgaði hratt. Árið 2002 voru gæðaverðlaun Ferðaskrifstofu Íslands veitt í annað sinn og þá var leitað álits hjá innlendum og erlendum farþegum sem fóru í sérferðir, á fundi og í hvataferðir.

Þegar leið á 20. öldina varð æ vinsælla að taka þátt í erfiðum ævintýraferðum um fjöll og firnindi.

FERÐAÞJÓNUSTA | 263 Veisla á Vatnajökli Efnt var til óvenjulegrar hvataferðar til Íslands vorið 1992. Þá bauð vínframleiðandinn Cointreau þýskum veitingahúsaeigendum og barþjónum, ásamt nokkrum blaðamönnum, til Íslands til að fá appelsínulíkjörinn á almennilegum ís! „Þetta var risaverkefni á þessum tíma. Við Hrönn [Greipsdóttir] vorum fjóra mánuði að undirbúa heimsóknina ásamt þýsku ferðaskrifstofunni sem hélt um þræðina úti,“ sagði Goði Sveinsson sem var yfirmaður innanlandsdeildar Úrvals Útsýnar á þessum tíma.27 Skipulagningin hvíldi mest á herðum þeirra og Jöklaferða á Höfn. Flugvél Flugleiða var send eftir gestunum til Frankfurt og við komuna biðu farþeg- anna þrír Fokkerar sem fluttu þá til Hafnar í Hornafirði. Þar blasti við flugturninn sem hafði verið færður í gervi Cointreau-flösku. Síðan var haldið á Vatnajökul þar sem búið var að höggva út helli, borð og bekki og útbúa þannig bar. Sex metra há flaska með sama lagi og útliti og líkjörinn hafði einnig verið gerð úr klaka Vatnajökuls og úr henni var síðar skotið flugeldum. Allir gestirnir, yfir 150 talsins, fengu hvítar úlpur til að halda á sér hita og síðan var slegið upp dýrindis veislu með fiskirétt- ahlaðborði við undirleik hljómlistarmanna frá Þýskalandi. Að loknum málsverði var haldið til Reykjavíkur þar sem gleðin var áfram við völd allt þar til gestirnir hurfu til síns heima, rúmum sólarhring síðar. Goði sagði að reynt hafi verið að laða að gesti í hvataferðum utan besta ferðamannatímans og þennan vetur hafi gestirnir orðið um 4.000 talsins. Meðal annars hefði verið farið með fimm aðra hópa á jökulinn.

Fyrirtækin Fjallamenn og Íslandsflakkarar komu best út þeirri könnun, ásamt veitinga- húsinu Perlunni. Fjallamenn voru á þeim tíma fyrst og fremst jeppa- og snjósleðafyrirtæki og meðal þess sem þeir tóku að sér voru hvataferðir. Herbert Hauksson, einn Fjallamanna, sagði að slík- um ferðum færi ört fjölgandi og Fjallamenn hefðu veturinn 2001-2002 flutt um 10.000 útlendinga á jökla og í snjósleðaferðir, aðallega á Langjökul og Mýrdalsjökul.28 Elín Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Íslandsflakkara sagði að fyrirtækið hefði gert mikið af því að skipuleggja hvataferðir bæði fyrir útlendinga og íslensk fyrirtæki.29 Hún sagði að það færðist í vöxt að íslensk fyrirtæki byðu starfsfólki út fyrir bæinn til að efla starfsandann. Farið væri í hellaferð eða skipulagða gönguferð og kannski endað á veit- ingastað eða grillað úti í guðsgrænni náttúrinni. Eins væri boðið upp á svokallaða leikja- daga sem væru sérsniðnir fyrir hvert fyrirtæki. „Útivist og fjallamennska er okkur í blóð borin,“ sagði Arnar Már Ólafsson markaðs- stjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna.30 „Við erum í þessu af lífi og sál. Stofnendur fyrirtæk- isins höfðu fyrst og fremst áhuga á að hafa atvinnu af sinni ástríðu og tuttugu árum síðar er þetta stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða með tæplega þrjátíu manns í vinnu á skrif- stofu og yfir háannatímann á sumrin margfaldast starfsfólkið þegar leiðsögumenn, bíl-

264 | FERÐAÞJÓNUSTA stjórar, eldhúsbílafólk og fleiri koma til starfa. Nú er þetta heilsársstarfssemi og vöruúrvalið eykst stöðugt. Stofnendurnir eru flestir enn innanborðs og við höfum alltaf haft upplifun ferðamannsins og virðingu fyrir náttúru og umhverfi að leiðarljósi í öllu sem við gerum.“ Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa fengið margar viðurkenningar, m.a. nýsköpunarverð- laun SAF árið 2010. Á nýrri öld hafa fjölmörg ný fyrirtæki tekið til starfa í þessari grein ferðamennsku, enda falla hvataferðir vel að starfsemi fyrirtækja sem að miklu leyti byggja afkomu sína á ferða- mannastraumi að sumri til.

Hellarnir heilla Yfirgnæfandi meirihluti erlendra ferðamanna koma til Íslands í því skyni að upplifa nátt- úruna, ekki síst á hálendinu eða upp til fjalla. Það er því ekki að undra að sífellt fleiri fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir með fjallajeppum skjóta upp kollinum. „Þegar við vorum að byrja í þessum bransa fyrir sautján árum voru kannski tvo eða þrjú fyrirtæki í þessu, en nú eru þau orðin svo mörg að ég hef enga tölu á þeim,“ sagði Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Mountain Taxi í blaðaviðtali sumarið 2012.31 Björn Hróarsson hjá Extreme Iceland segir að aðsóknin að jeppaferðum hafi jafnvel aukist meira en sem nemur fjölgun ferðamanna. Aðallega eru það erlendir ferðamenn sem sækja í þessar ferðir. Þeir vilja flestir fara inn í Þórsmörk, í Landmannalaugar, á Fjallabaks-

Náttúruundrið Þríhnúkagígur Þríhnúkar í nágrenni Bláfjalla geyma náttúrufyrirbæri sem vart á sinn líka í veröldinni, gígrásir sem liggja djúpt í jörðu og gríðar- stóran gíghelli á um 120 metra dýpi. Hellirinn er tæmt kvikuhólf eldstöðvar sem gaus fyrir um þrjú til fjögur þúsund árum. Þrí- hnúkahellir talinn vera stærsti hraunhellir í heimi. Árið 1974 seig Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellaskoðunarmaður, fyrstur manna í gíginn. Hann var svo kannaður ítarlega og kortlagður árið 1991 og frá árinu 2004 hefur verið unnið að undirbúningi þess að gera hann aðgengilegan ferðamönnum. National Geographic gerði þátt um Þríhnúkagíg sem sýndur var árið 2011 og ári síðar skipulagði fyrir­ tækið Þríhnúkar ferðir fyrir almenning ofan í gíginn. Forsvarsmaður félagsins, Björn Ólafsson, sagði að flestir gestir gígsins væru erlendir ferðamenn en Íslendingar hafi í auknum mæli farið að sýna þessu áhuga . „Það er alltaf þannig að fólk er frekar tilbúið að borga fyrir að skoða hluti þegar þeir eru í útlöndum en Íslendingum hefur samt verið að fjölga, sem koma í þessar ferðir,“ sagði hann.32 „Hellirinn var stórfenglegur og ógnvekjandi í senn,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, fyrrum héraðsdómari, en hún er meðal þeirra sem hafa lagt í að skoða Þríhnúkagíg.33 Hún segir að hellirinn hafi verið erfiður yfirferðar og hvergi auðvelt að heyfa sig. Ferð í gíginn sé alls ekki fyrir hvern sem er, þótt eftirminnileg sé.

FERÐAÞJÓNUSTA | 265 svæðið og á Langjökul. Fjallajepparnir eru örugg farartæki allt árið og enginn munur á hellunum eftir árstíðum. Björn hefur farið með ótal ferðalanga undir yfirborð Íslands, allt frá árinu 1979. Fyrst voru Íslendingar í miklum meirihluta í ferðunum, en útlendingar eiga líklega vinninginn núna. „Þetta er langfallegasti hlutinn af Íslandi,“ segir Björn.34 „Í hellunum ríkir fegurðin ein.“ Björn er jarðfræðingur og hellafræðingur og hefur starfað við ferðaþjónustu nær samfleytt frá árinu 1987. Jafnframt hefur hann skrifað fræðibækur um náttúru Íslands. Hann segir að þegar hann byrjaði í hellarannsóknum hafi um 20 hellar verið þekktir á landinu. Tíu árum síðar voru þeir 150 og nú er fjöldinn kominn vel yfir 500.

Paradís kafaranna „Það er hvergi í heiminum betra skyggni en í Silfru,“ sagði Héðinn Ólafsson kafari.35 Hann sagði að skyggnið í gjánni væri yfirleitt 150 metrar en til samanburðar væri skyggnið á einum vinsælasta köfunarstað heims, Rauðahafinu, 20-50 metrar. Silfra hefur nú öðlast heimsfrægð og er talin vera einn af tíu glæsilegustu köfunarstöð- Silfra stendur undir nafni enda silfurtær. um í heimi. Íslenskir kafarar hafa lengi sótt í gjána og hópur erlendra kafara sem hafa sótt

266 | FERÐAÞJÓNUSTA hana heim fer stöðugt stækkandi. Vatnið í gjánni er kristalstært og njóta því margvíslegar hraunmyndanir sér einstaklega vel. Vatnið í gjánni leggur aldrei og því er hægt að kafa allt Lenti óvart í hótelrekstri árið. Köfurum finnst einstakt að kafa á flekaskilum Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuf- Sumarið 1993 var opnað glæsilegt hótel í lekans, allt niður á 40-50 metra dýpi og jafnvel þar niðri skapar tærleikinn möguleika á Varmahlíð í Skagafirði. Það stóð reyndar á að taka stórkostlegar myndir. Þeir sem ekki hafa tilskilin köfunarréttindi verða að halda gömlum merg, en búið að endurnýja það sig við yfirborðið. og stækka. Fyrir þeim framkvæmdum stóð „Birtan og skyggnið er nánast af öðrum heimi; blámi vatnsins sem dýpkaði eftir því sem Ásbjörg Jóhannsdóttir hótelstjóri. Hún neðar kom, haglélið sem buldi á yfirborðinu og bjó til stjörnublik hið neðra og hvernig hafði keypt hótelið árið 1990 eftir að hafa sólin lék sér í vatninu.“ Þessi skáldlegu ummæli viðhafði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- unnið þar í 18 ár við góðan orðstír. Sér- stjóri eftir að hafa skyggnst undir yfirborðið í Silfru í aprílmánuði árið 2009.36 staklega þóttu kaffiborðin hennar girnileg. Árið 1994 hóf Erlendur Bogason köfun með ferðamenn á Pollinum í Eyjafirði í sam- Í blaðaviðtali kvaðst hún hafa lent í þess- vinnu við Sportferðir. Kafað var niður að skipsflaki á Pollinum og í einum leiðangrinum um hótelrekstri óvart og ílenst í honum í árið 1997 fannst fyrsta hverastrýtan í Eyjafirði. Í kjölfarið fundust fleiri og hafa þær nú 19 ár. „Þótt erfitt sé, þá finnst manni þetta allar verið friðaðar. Fyrir þetta frumkvöðlastarf fékk Erlendur viðurkenningu á uppskeru- eitthvað spennandi. Annars væri maður hátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. ekki í því,“ sagði hún.37 „Enn ein rós í hnappagatið“ var fyrirsögn- in í Pressunni og tilefnið var endurnýjun Stórafmæli fagnað hótelsins og ný viðbygging við það.30 Þetta Í september 1995 var þess minnst að 50 ár voru liðin frá því að Samband veitinga- og gerði Ásbjörg á eigin spýtur. Þegar upp var gistihúsa var stofnað hinn 6. september 1945. Á stofnfundinum voru 36 félagar en á staðið var komið heilsárs glæsihótel með þessum fimm áratugum hafði fjöldinn nærri fimmfaldast. Um 150 veitinga- og gistihús á 12 tveggja manna herbergjum og veit- öllu landinu voru orðnir félagar í SVG. ingasal sem tók á annað hundrað manns. Haldið var upp á afmælið af rausn. Tilefnið var notað til þess að gefa út bók, Gestir og Sjálf gat Ásrún ekki verið viðstödd opn- gestgjafar, þar sem byggt var á viðtölum sem höfundurinn, Gylfi Gröndal, og Sigurður unina. Hún hafði fengið heilaæxli og var að Magnússon blaðafulltrúi höfðu tekið við nokkra forkólfa í stéttinni. Til þess að fagna jafna sig eftir brottnám þess. Nokkru síðar var hún komin aftur til starfa á hótelinu, þótt starfsþrekið væri skert.

Formaður SVG, Áslaug Alfreðsdóttir, sæmir tvo félaga sína, Einar Olgeirsson, hótelstjóra Esju, og Bjarna Ingvar Árnason í Brauðbæ, heiðursmerki sambandsins á afmælisfundinum.

FERÐAÞJÓNUSTA | 267 tímamótunum fóru félagsmenn og -konur í vínsmökkunar- og sælkeraferð til Frakklands Dýrmætur puttalingur og loks var svo efnt til mikillar veislu í Súlnasal Hótels Sögu. Veislan var gjarnan kölluð „Það var ríkjandi hálfgerð andúð á veisla aldarinnar í hópi veitingamanna, enda var hún bæði glæsileg og eftirminnileg. Til að bakpokaferðalöngum á Íslandi og ég stýra undirbúningi ferðalagsins og veislunnar voru fengnir þeir Bjarni I. Árnason, oftast var sterklega varaður við að taka upp nefndur Bjarni í Brauðbæ, og Óskar Finnsson, veitingamaður á Argentínu. svona puttalinga á ferðum mínum um landið,“ segir Ómar Ragnarsson fréttamaður.38 „En ég fór ekkert eftir því Jóla- og áramótaferðir til Íslands og árið 1976 bauð ég meðal annars Veturinn 1996 voru jólaferðir til Íslands markaðssettar í fyrsta sinn. 250-300 manns komu einum svona ferðalangi far á leiðinni til landsins í tengslum við það átak, en að auki komu um 1.500 erlendir gestir um áramót- til Akureyrar. Hann heitir Ulrich Münzer in, 200 fleiri en árið á undan. Áramótaferðir til Íslands höfðu þá verið í boði í um áratug og er núna orðinn jarðfræðingur og og í fyrstu ferðinni voru 50 gestir. Síðan jókst eftirspurnin jafnt og þétt og um þessi ára- háskólaprófessor með meiru. Á hverju mót, 1996-1997, var svo komið að góð nýting var á hótelunum í Reykjavík. Ferðalang- ári kemur hann með minnst 40 manns til arnir komu frá meginlandi Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan. Íslands, nemendur sína. Hann algerlega Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði að rík hefð væri fyrir því um allan heim að fólk heillaðist af Íslandi og hefur sýnt það ferðist um áramót. „Fólk vill gjarnan upplifa áramót annars staðar en heima hjá sér og sjá með ýmsu móti. Meðal annars vann eitthvað gjörólíkt,“ sagði hann.39 „Hér á landi fá erlendir gestir að fylgjast með brennum hann að landmælingum með Ágústi og því hvernig við lýsum upp himininn með flugeldum. Síðan njóta þeir kvöldsins með Guðmundssyni hjá Landmælingum mat og drykk og skemmtan. Að sjálfsögðu er svo boðið upp á hefðbundnar skoðunarferð- Íslands. Bakpokaferðalangarnir geta ir á þeim slóðum sem þeir dveljast. Það sem þeir sækjast þó fyrst og fremst eftir er að halda sannarlega verið alveg jafn mikils virði upp á áramót í allt öðru umhverfi en þeir eiga að venjast á sama hátt og átta hundruð og aðrir ferðamenn.“ Íslendingar kjósa að upplifa áramótin erlendis.“ Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar varð fyrst til að bjóða upp á jólaferðir til Íslands og árum saman fögnuðu ferðahópar skrifstofunnar áramótunum með því að fara á brenn- ur og síðan í dýrindis kvöldverð í Perlunni.

Til Íslands á hverju ári í 36 ár „Ég kom til Íslands í viðskiptaerindum fyrir 36 árum, ætlaði að vera í þrjá daga en þeir urðu sjö. Síðan hef ég komið á hverju ári, stundum oftar en einu sinni, og dvalið í mánuð eða lengur við veiðar, golf og fjallgöngur eða sem trússari fyrir vini mína þegar þeir fara í útreiðartúra,“ sagði John Mckay, skoskur verkfræðingur og Íslandsvinur, þegar rætt var við hann haustið 2013.40 John er ættaður frá nyrsta hluta Skotlands, þar sem umhverfið er svipað og á Íslandi, en hefur starfað víða um heim. Hann bjó í Ástralíu í sex ár en lét sig ekki muna um að fara alla leið til Íslands á hverju sumri. Hann hefur farið um allt land og þótt sumarið sé í mestu uppáhaldi hjá honum hefur hann líka komið til Íslands að vetri til og farið á skíði í Bláfjöllum. Í Íslandferðunum hefur John eignast fjölda vina og oft hefur hann tekið með sér gesti frá ýmsum löndum. Hann hefur áhyggjur af mikilli fjölgun ferðamanna, sér- staklega er honum hugleikin verndun svæðisins umhverfis Mývatn sem hann telur

268 | FERÐAÞJÓNUSTA einstakt. „Átta hundruð þúsund túristar eru of mikið fyrir Íslendinga,“ sagði hann. „Þið ættuð að taka gjald af útlendingum fyrir að koma á vinsælustu staðina, eins og Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Þetta er gert um allan heim við náttúruundur. Fimm evrur á mann er ekki mikið, en gæti dugað til að halda stöðunum við og vernda þá fyrir kynslóðir framtíðarinnar, bæði erlendra ferðamenn og Íslendinga. Fegurð og náttúru Íslands verður að vernda.“

Nýjar flugvélar kalla á fjölgun farþega Endurnýjun Flugleiða á flugflota sínum var gífurlegt átak og til að hægt yrði að standa straum af þeirri fjárfestingu var nauðsynlegt að auka ferðamannastrauminn. „Vetrarferða- mennska var okkur nauðsyn og því fjárfestum við í því sem örvaði hana,“ sagði Steinn Logi Björnsson.41 „Nýju flugvélarnar urðu að fljúga á hverjum degi, allt árið.“ Flugleiðir keyptu Ferðaskrifstofu Íslands árið 1996 og þegar búið var að sameina Eddu- hótelin Hótel Loftleiðum og Hótel Esju var félagið komið í ferðaþjónustuna. Um svipað leyti settu aðilar í ferðaþjónustu saman hópa sem skoðuðu mismunandi málefni sem til- heyrðu henni. Niðurstöður þeirra voru kynntar árið 1997 og jafnframt voru settar fram markaðsáætlanir og markmið varðandi aukningu í ferðaþjónustunni; hvað þyrfti að gerast til að hún næðist.

Allir saman nú... Þegar málin höfðu verið vandlega skoðuð varð ljóst að menn yrðu að taka höndum saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, ríki og borg yrðu að koma saman að málum. Ferðaþjónustan var hins vegar ekki nægilega samstillt. Það vantaði skipulagðari samtök til að ræða við ríki og borg um stuðning við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. „Það var mikill áhugi á að fara í öflugt markaðsstarf og fá sam- starf við ríkið,“ segir Erna Hauksdóttir, sem þá var framkvæmda- stjóri SVG.42 „Vandamálið var að ferðaþjónustan átti sér engan sameiginlegan málsvara sem gæti náð samningum við ríkið.“ Vissulega þótti það nokkuð byltingarkennd hugmynd að stofna samtök sem öll fyrirtæki í ferðaþjónustu ættu aðild að, hótel, veitingahús, ferðaskrifstofur, flugfélög, bílaleigur og hvað- eina. Hins vegar var staðan sú að frá greininni komu misvísandi upplýsingar sem gerðu stjórnvöldum erfitt um vik að koma að málum og eins vantaði einhvern einn aðila sem fjölmiðlar gætu snúið sér að við öflun upplýsinga. Niðurstaðan varð sú að samstaða náðist um að fara þess á leit við SVG hvort hægt væri að breyta nafninu og víkka þátttöku í samtökunum. Veitinga- og gistihúsaeigendur brugðust vel við og á aðalfundi SVG var samþykkt að breyta félaginu í Samtök ferðaþjónustunnar. Þetta var undirritað hinn 11.11.1998 kl.

FERÐAÞJÓNUSTA | 269 11.11. Þetta var merkileg tímasetning. Eins og kunnugt er lauk fyrri heimsstyrjöldinni hinn 11.11.1918. Ekki svo að skilja að stofnun SAF hafi þýtt endalok einhverra meirihátt- ar átaka. Þvert á móti. Samband veitinga- og gistihúsa var af fúsum og frjálsum vilja svo örlátt að leggja til að sambandið yrði opnað, skipt um nafn, lögum breytt og öllum boðin þátttaka. Þannig eignuðust hin nýju samtök atvinnufyrirtækja í ferðaþjónustu, SAF, allar eignir SVG: Eigið fé upp á 30 milljónir króna. Þetta hefur skipt miklu máli. Augljóslega hefði verið erfitt að fara af stað með ný samtök sem ættu ekki krónu. „Það var enginn á móti þessu,“ segir Erna. Í framhaldi aðalfundar SVG var stofnfundur Samtaka ferðaþjónustunnar haldinn. Á fund- inum gengu tugir fyrirtækja í samtökin. Jafnframt voru önnur félög sem starfað höfðu á sviði ferðamála, eins og Félag ferðaskrifstofa og Félag sérleyfishafa, lögð niður. Fram kom að mörg stór mál biðu úrlausnar. „Þar má nefna mál sem snúa til dæmis að umhverfismálum og gæðamálum, auk þess sem mörg mál á sviði upplýsingatækni og rannsókna liggja fyrir,“ sagði Áslaug Alfreðsdóttir, síðasti formaður SVG.43 „Verkefnin eru óþrjótandi.“ Steinn Logi Björnsson framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða var kjörinn fyrsti for- maður SAF. Með honum í stjórninni voru Einar Bollason, Íshestum, varaformaður, Áslaug Alfreðsdóttir, Hótel Ísafirði, Garðar Vilhjálmsson, Bílaleigunni Geysi, Helgi Jóhannsson, Samvinnuferðum, Ómar Óskarsson, Austurleið og Stefán Sigurðsson, Perlunni. Erna Hauksdóttir var ráðin framkvæmdastjóri samtakanna. Strax í upphafi fór í gang mikið grasrótarstarf. Stofnaðar voru fagnefndir fyrir hverja grein, alls sjö nefndir; afþreyingarnefnd, bílaleigunefnd, ferðaskrifstofunefnd, flugnefnd, gististaðanefnd, hópbifreiðanefnd og veitinganefnd. Þar að auki voru settar á laggirnar nefndir þvert á greinar s.s. umhverfisnefnd sem enn starfar. Fyrstu árin voru þrír starfsmenn á skrifstofu SAF en árið 2005 bættist fræðslustjóri í hópinn. Auk þess hafa fjölmargir félagsmenn verið virkir í starfi samtakanna og haft þar áhrif, meðal annars með þátttöku í nefndum og stjórnum.

Breytingar í innanlandsflugi Innanlandsflug var gefið frjálst í byrjun júní 1997. Reksturinn hafði alltaf verið erfiður, jafnvel hjá Flugleiðum sem höfðu haft sérleyfi á ýmsum áætlunarleiðum. Þegar ljóst var Farþegar í innanlandsflugi að sérleyfin yrðu afnumin gerðu Flugleiðir ýmsar breytingar á skipulagi innanlandsflugs- 1995 rétt tæplega 350.000 ins. Stofnað var sérstakt félag, Flugfélag Íslands, og innanlandsflug sameinað Flugfélagi 1996 rétt rúmlega 350.000 Norðurlands. 1997 rétt tæplega 400.000 Jón Karl Ólafsson, þáverandi framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sagði að breytt 1998 ca. 430.000 fyrir­komulag innanlandsflugs hafði leitt til verðstríðs sem hafi lækkað verð farmiða of 1999 450.000 mikið.Afkoman hefði því versnað þótt farþegum fjölgaði. Þetta myndi væntanlega leiða til Heimild: Jón Karl Ólafsson, ráðstefna um fækkunar áfangastaða.44 ´ almenningssamgöngur, apríl 2000. Það reyndust orð að sönnu. Á þessum árum gekk á ýmsu með áætlunarflug innanlands, þótt farþegum fjölgaði um hundrað þúsund manns á tímabilinu 1995 til 1999. Flugfélag- ið Ernir sem verið hafði með áætlunarflug milli Reykjavíkur og Ísafjarðar hætti rekstri árið

270 | FERÐAÞJÓNUSTA 1995 og hóf ekki rekstur aftur fyrr en árið 2003. Íslandsflug, Landsflug og Ernir önnuðust svo flug til Bíldudals, Gjögurs, Sauðárkróks, Húsavíkur, Hafnar í Hornafirði og Vest- mannaeyja – með hléum þó. Nokkrum árum síðar náði áætlunarflug Flugfélags Íslands aðeins til þriggja staða inn- anlands, Akureyrar, Egilsstaða og Ísfjarðar. Frá árinu 1986 til 2014 fækkaði áfangastöðum Stjörnmerking gististaða hófst formlega á Hótel í reglubundnu flugi innanlands úr 30 í 13. Ísafirði þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hengdi þar skilti með þremur stjörnum 30. ágúst 2000. Á myndinn er hann ásamt Magnúsi Oddssyni Enginn með fimm stjörnur ferðamálstjóra og hótelstjórahjónunum Ólafur Erni Ólafsson og Áslaugu Alfreðsdóttur. Upp úr 1990 fór að bera á því að erlendir söluaðilar væru farnir að flokka íslenska gisti- staði í bæklingum sínum og oft var misræmi í flokkuninni eftir því hver sá um hana. „Það var ekki fyrr en árið 1998 að ákveðið var að ráðast í að reyna að finna kerfi sem væri til á okkar markaðssvæðum og sem hentaði okkur,“ sagði Magnús Oddsson.45 Fyrir valinu varð kerfið sem notað var í Danmörku – og síðar víðar. Það var aðlagað íslenskum aðstæðum og ákveðið að eigendur gististaðanna réðu því sjálfir hvort þeir notuðu kerfið. Samkvæmt þessu flokkunarkerfi fengu gististaðirnir stjörnur, eina til fimm. Kerfið er enn í notkun. „Það var ákveðið að staðallinn yrði metnaðarfullur og það þyrfti að uppfylla verulegar kröfur til þess að ná fimm stjörnum,“ sagði Magnús. Samkvæmt kerfinu getur gististað- ur aldrei fengið hærri einkunn en lélegasta herbergið gefur tilefni til. Magnús taldi afar hæpið að nokkurt hótel myndi í fyrstu umferð upp- fylla þær kröfur sem gerðar eru til fimm stjörnu gististaða, en líklega myndu nokkur hótel á landinu geta fengið fjórar stjörnur. Fimmtán árum seinna hafði enginn gististaður á Íslandi enn uppfyllt fimm stjörnu markmiðin. Til þess að ná þeim árangri þyrfti gististaðurinn meðal annars að hafa örygg- ishólf á hverju einasta herbergi, lyfturnar yrðu að vera jafn margar og hæðirnar, allar inn- réttingar þyrftu að vera glæsilegar og heilsurækt yrði að vera í hótelinu.

Tónlistin lengir ferðamannatímann „Þessi ferð þjónar tvennum tilgangi. Ég er kominn til þess að skoða land sem státar af heitum uppsprettum, miklum jöklum, háum fjöllum, Bláa lóninu fræga, svörtum sand- ströndum og virkum eldfjöllum. En það sem fékk mig fyrst og fremst til að hoppa upp í flugvél og ferðast svona langt í norður er Iceland Airwaves.“ Svona fórust blaðamanninum Casey Stegall orð í frásögn sinni af Airwaves hátíðinni árið 2007.46 Fyrsta hátíðin var haldin í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll árið 1999. Markaðsmenn Icelandair áttu hugmyndina og félagið annaðist undirbúning hátíðarinnar í samstarfi við Reykjavíkurborg. Hún var hugsuð sem kynningarvettvangur fyrir nýja innlenda og

FERÐAÞJÓNUSTA | 271 Iceland Airwaves hátíðirnar hafa alla tíð verið mjög fjölsóttar. erlenda dægurtónlist, en tilgangurinn var ekki síður sá að laða erlenda ferðamenn til landsins utan háannatíma. Iceland Airwaves er umfangsmesta tónlistarhátíðin á Íslandi. Hún hefur verið haldin seint á haustin og hefur þróast í það að verða vinsæl fjölþjóðleg hátíð sem dregur til lands- ins tónlistarmenn og áheyrendur víða að. Lengst af hefur hátíðin verið haldin í miðbæ Reykjavíkur á ýmsum tónleikastöðum, börum og klúbbum. Hátíðin stendur yfir í fimm daga og á henni koma fram um 170 flytjendur. Um 76% þeirra eru íslenskir. Aðsóknin hefur verið góð og farið vaxandi. Miðarnir hafa oftar en ekki selst upp og Iceland Airwaves hefur náð að marka sér nokkra sérstöðu og gott orðspor. Jafnframt er hún ákjósanlegur vettvangur fyrir unga og efnilega íslenska tónlistarmenn til að láta til sín taka. Eflaust hefur Airwaves-hátíðin átt sinn þátt í því hve margir þeirra hafa náð góðum árangri erlendis. „Fyrstu upplýsingarnar sem ég fékk um Ísland var tónlist. Fyrir mér var það Debut [fyrsta plata Bjarkar] og svo keypti ég GusGus-geisladisk árið 1999, Polydistortion, og ég varð bara ástfanginn. Þá vissi ég að mig langaði til Íslands,“ sagði einn viðmælenda í könn- un sem gerð var á mikilvægi íslenskrar tónlistar sem landkynningar.47 Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands, segir að aukn- ing ferðamanna hafi verið viðbúin. Stjórnvöld hafi lagt mikla áherslu á að markaðssetja Ísland utan háannatíma og það sé farið að skila sér. Menningar- og tónlistarviðburðir af ýmsu tagi séu farnir að trekkja ferðamenn til landsins.48

Náttúruskoðun og sund Hvað er það sem togar ferðamenn til Íslands? Það er spurning sem margir hafa velt fyrir sér. Þetta hefur auðvitað verið kannað, eins og svo margt annað. Kannanir Ferðamálastofu meðal ferðamanna sem hingað koma benda til þess að langflestir komi með maka, vinnu-

272 | FERÐAÞJÓNUSTA félögum eða vinum en án barna.49 Það bendir til þess að erlendir ferðamenn séu að sækjast eftir upplifun og ævintýraferðum eins og fljótasigling- um, köfun, hjólaferðum og þess háttar. Hægt er að skipta afþreyingu fyrir ferðamenn eftir því hvað hún kostar. Ódýrir möguleikar eru til dæmis hvalaskoðun, ferð í Bláa lónið, Gullni hringurinn, styttri hestaferðir, fjallgöngur og hjóla- ferðir. Þeim sem hafa meira á milli handanna standa ýmsir aðrir möguleikar til boða. Þar á með- al eru lengri ferðir um fjöll og firnindi á aflmiklum farartækjum og með leiðsögumönnum.

Sameinuð á uppleið Um aldamótin varð ekki annað sagt en að útlitið væri skikkanlega bjart hjá ferðaþjónust- Sundlaugin á Hofsósi hefur hlotið margvísleg hönnunarverðlaun. unni. Á fjórtán árum hafði fjöldi erlendra ferðamanna til landsins þrefaldast og ekkert sem benti til að sú bólga myndi hjaðna. Það munaði miklu að tekist hafði að sameina kraftana með stofnun SAF. Flugleiðir komu af miklu afli í samstarfið og sölustarfsemi þeirra kom samtökunum vel. Undir lok aldarinnar voru til dæmis um 110 manns á söluskrifstofu Flugleiða í Baltimore og 15-40 manns í öllum helstu borgum Vestur-Evrópu. Alls var þetta um 250 manna markaðs- og sölukerfi með fjárveitingu upp á milljarða.50

Könnun á afþreyingu

Náttúruskoðun 82% Spa/heilsulind 24% Gönguferðir 50% Eldfjallaferð 21% Sundlaugar og náttúruböð 62% Jökla-/sleðaferðir 17% Gönguferð og fjallgöngur 50% Hestaferðir 15% Söfn og sýningar 49% Hátíð/viðburður 14% Á þessari mynd má sjá að náttúruskoðun á vinning- Hvalaskoðun 39% Fljótasigling 5% inn þegar kannaðar eru vinsældir mismunandi af- þreyingar. Sundlaugar og náttúruböð koma þar næst, Bátsferð 36% Stangveiði/skotveiði 5% 62% aðspurðra höfðu valið þau. Færri höfðu sóst eftir Gallerí/Handverksmiðjur 31% Lengri ferðir með leiðsögn 10% erfiðari afþreyingu, eins og jökla- og hestaferðum og Dagsferð með leiðsögn 25% fljótasiglingum.

á eftir að vinna töflu

FERÐAÞJÓNUSTA | 273 -Aflýsa hefur þurft 100.000 áætlunarferðum GOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI LAMAR FLUG - Gosmökkurinn náði liðlega 6 kílómetra hæð - Aska þekur stór svæði í námunda við jökulinn

Flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík hefur neyðst til að flytja tengistöð um þess. Forráðamenn ferðamála hér hafa lokast vegna hamfaragossins í sína tímabundið til Glasgow. Eldgos- á landi eru staðráðnir í að snúa vörn Eyjafjallajökli. Gríðarleg umfjöllun er ið hefur haft geysileg áhrif á ferðalög í sókn um leið og tækifæri gefst til um eldsumbrotin og landið í frétta- fólks um heim og ljóst er að nokkurn þess. miðlum um veröld víða. Icelandair tíma mun taka að vinda ofan af áhrif- 274 | FERÐAÞJÓNUSTA ferðaþjónustan í fararbroddi

Ný öld, nýtt árþúsund rann upp og bar með sér ferska vinda. Stórtíðindin í ferðaþjónust­ unni voru þau að erlendir ferðamenn sem hingað komu árlega voru orðnir fleiri en íbúar landsins. Ísland hafði markað sér sess sem áhugavert land og spár gerðu ráð fyrir því að ferðamönnum fjölgaði enn frekar. Margir vildu taka þátt í leiknum. Draumarnir voru stórir og fjárfestingarnar risavaxnar. Svo knúði raunveruleikinn dyra; fjármálafótunum var kippt undan þjóðinni og skömmu síðar tóku íslensk eldfjöll að gjósa af slíkum móð að hik kom á alþjóðaflugið. Um tíma leit út fyrir að allt yrði Íslands óhamingju að vopni. En með harðfylgi risu landsmenn upp úr öskustó hamfara og gerðu Ísland að hástökkvara á sviði ferðamála. Flest línurit tóku strikið upp á við, sama hvort um var að ræða vöxt, gjaldeyr­ istekjur eða fjölda ferðamanna. Innan fimm ára frá efnahagshruninu var ferðaþjónustan orðin að risa í íslensku atvinnulífi. Það var þó ekki vandræðalaust að taka á móti slíkum fjölda ferðamanna og ærin verkefni framundan.

Skammvinn sæla Upp úr aldamótum hófst efnahagslegt uppgangsskeið. Fjármálakerfi heimsins bólgnuðu út, eignaverð var á hraðri uppleið eins og vextirnir og mikið lánsfjármagn í umferð. Á vissan hátt minnkaði þó veröldin. Netið hafði einfaldað samskipti milli fólks, hvar í heim­ inum sem það var statt. Flugfargjöld höfðu líka lækkað í kjölfar mikillar samkeppni á alþjóðaflugmarkaði og voru upp úr aldamótum aðeins um þriðjungur af því sem verið hafði um miðjan níunda áratuginn. Íslenska krónan styrktist og Íslendingar streymdu til útlanda.

FERÐAÞJÓNUSTA | 275 Erlendum ferðamönnum hélt áfram að fjölga hér, þrátt fyrir að Ísland þætti dýrt land og gengisþróunin ferðafólkinu óhagstæð. Sumarið 2001 var von á fleiri erlendum gestum en nokkru sinni fyrr og þá kom upp gamalkunnugt vandamál; skortur á gistirými í Reykjavík yfir sumartímann. Ekki voru þá fyrirhugaðar byggingar á nýjum hótelum í höf­ uðborginni og einstaka hótelhaldarar biðluðu til almennings um að leigja út einkahús­ næði. En þá dró til tíðinda.

Hryðjuverk kollsteypa flugheimi Árásir hryðjuverkamanna í New York og Washington hinn 11. september 2001 settu heiminn á annan endann. Öll flugumferð um bandaríska lofthelgi var bönnuð í nokkra daga á eftir en afleiðingar árásanna urðu afdrifaríkar og langvarandi. Farþegaflugvélum var beitt í árásum hermdar­ verkamanna og lengi á eftir hugsaði fólk sig tvisvar um áður en það lagði í flugferðir. Ferðum til og frá Bandaríkjunum fækkaði um þriðjung næstu mánuðina. Icelandair fór ekki varhluta af þessum hörmungum. Fólk mætti ekki í flug og bókanir drógust strax saman um 20-30%. Rekstrarumhverfið hafði ekki verið flugfélaginu hagstætt tvö árin á undan og höfðu stjórnendur þess legið yfir áætlun um breyttar áherslur í rekstrinum. Sú vinna kom þeim til góða þegar hryðjuverkin dundu yfir og gátu Skelfing greip um sig á Keflavíkurflugvelli þegar þeir því strax dregið saman seglin og lagað leiðakerfið að breyttum áherslum í alþjóðaflugi. fréttir bárust af hermdarverkum í Bandaríkjunum 11. Uppbygging félagsins hafði verið að mestu leyti tengd Norður-Atlantshafsfluginu en nú september árið 2001. reyndu menn að hægja á vextinum og auka arðsemi. Dregið var úr rekstrarkostnaði og starfsfólki fækkað. Um allan heim brugðust flugfélög við þessum þrengingum með því að lækka fargjöld enn frekar, jafnvel um allt að 40% í Bandaríkjunum. Ekki dugði það þó öllum og fóru nokkur í þrot.

Hremmingum breytt í hagvöxt „Eftir hryðjuverkin fraus allt,“ segir Steinn Logi Björnsson, sem þá stýrði markaðsmálum Icelandair og gegndi formennsku í Samtökum ferðaþjónustunnar.1 Dagskrá ferðamálaráð­ stefnu á Hvolsvelli var breytt í skyndi og þar komu fram miklar áhyggjur af afleiðingum voðaverkanna. „Helmingur fulltrúanna sagðist þegar hafa fundið fyrir samdrætti en allir voru sammála um að hér væri líka tækifæri til þess að auglýsa Ísland sem öruggt land. Niðurstaða fundarins var að leggja strax í mikla kynningarherferð.“ Ríkið lagði til 150 milljónir króna í átakið og Icelandair og fleiri fyrirtæki innan SAF lögðu fram aðrar 150 milljónir. „Á meðan aðrir hörfuðu í skjól, fórum við af hörku í sókn,“ segir Steinn Logi. „Ísland var eina landið í heiminum sem ákvað að stíga á bensín­

276 | FERÐAÞJÓNUSTA gjöfina í stað bremsunnar. Þarna kom sér vel að ferðaþjónustan var búin að finna sameig­ inlegan takt, allir unnu saman að því markmiði að koma ferðamönnunum aftur af stað. Icelandair hafði þegar hafið stóra vetrarferðaherferð og sett upp auglýsingar um Íslands­ ferðir í ýmsum borgum í Bandaríkjunum og Evrópu. Þegar hefði átt að taka þær niður var það ekki gert. Allir hættu að auglýsa – nema við. Þetta skilaði sér margfalt. Það sáum við ári seinna þegar flugfélagið var komið í miklu betri stöðu og ferðamennirnir streymdu að.“

Iceland naturally Bandarískum ferðamönnum hafði fjölgað talsvert á Íslandi á síðustu árum 20. aldar og þeir sóttu frekar í ferðir hingað utan háannatímans. Þeir áttu þannig sinn þátt í því að lengja ferðamannatímann. Eftir að könnun leiddi í ljós að hinn almenni Bandaríkjamaður vissi nánast ekkert um landið en tengdi það helst á einhvern hátt við náttúruna, var ákveðið að það yrði útgangspunkturinn í Iceland naturally, einu öflugusta landkynningarverkefni sem lagt hafði verið í. „Niðurstaðan var sú að þessi sérstaða Íslands væri besta leiðarljósið,“ sagði Einar Gúst­ avsson, sem stýrði verkefninu í Bandaríkjunum og Kanada.2 Átakið hófst árið 2000 og átti að standa í fimm ár. Að því stóðu íslenska ríkið, Icelandair og nokkur sjávarútvegsfyrir­ tæki. Þetta bar árangur. Það mátti t.d. merkja af umfjöllun um landið í fjölmiðlum og fram­ Kynning á íslenskri menningu er hluti boði Íslandsferða. „Árið 1990 höfðu um tíu ferðaheildsalar Íslandsferðir á boðstólum en af verkefninu Iceland naturally. Hér er fjölþjóðlegur hópur tónlistarmanna að búa tíu árum seinna eru þeir ekki færri en 300 talsins,“ sagði Einar í viðtalinu árið 2000. Það sig undir flutning tónverksins Light of Air eftir ár komu um 60.000 bandarískir ferðamenn til Íslands en áratug áður voru þeir 22.500. íslenska tónskáldið Önnu Þorvaldsdóttur.

FERÐAÞJÓNUSTA | 277 Milljón ferðamenn – kanntu annan? Yfirskrift aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2001 var „Milljón ferðamenn – Hvernig tökum við á móti þeim?“ „Árið 2015 var nefnt sem ögrun,“ sagði Steinn Logi Björnsson, þáverandi formaður SAF.43„Mörg erindin sem flutt voru á fundinum eiga alveg við í dag. Það var mikið rætt um vegina og umgengni um vinsælustu ferðamannastaðina. Fólki fannst þessi umræða absúrd, enda hljómaði þetta eins og útópía þegar horft var til þess að árið 2000 voru ferðamennirnir 300 þúsund. En við voru að ögra fólki og vekja athygli á fundinum.“ Þetta reyndust þó aldeilis orð að sönnu. Í janúar 2014 spáði greiningardeild Arion- banka því að fjöldi ferðamanna á Íslandi myndi ná einni milljón árið 2015 – og sjö þúsundum betur. Í þeirri spá var unnið út frá því að árið 2013 komu rúmlega 780 þúsund ferðamenn til landsins um Keflavíkurflugvöll. Frá árinu 2010 hafði þeim þá fjölgað um 70%.

Nokkuð dró úr straumnum í kjölfar hryðjuverkanna 2001. Þegar heimurinn jafnaði sig smám saman á þessum voðaatburðum jukust ferðalög á ný og árið 2004 var farþegafjöld­ inn sem leið átti um Flugstöð Leifs Eiríkssonar orðinn svipaður og hann var fyrir hryðju­ verkin, eða tæplega ein og hálf milljón manna. Átakið Iceland naturally var framlengt og fleiri fyrirtæki bættust í hópinn. Það var talið eiga sinn þátt í því að bandarískum ferðamönnum hingað fjölgaði. Árið 2012 komu 95 þúsund Bandaríkjamenn til Íslands - fleiri en frá nokkru öðru landi. Ísland gerðist aðili að Schengen-samningi Evrópuríkja í mars 2001. Hann átti að auð­ velda ferðalög fólks milli aðildarríkjanna án vegabréfaeftirlits. Á hinn bóginn skyldi herða eftirlit við ytri landamæri Schengen. Ísland varð einn af útvörðunum og það kostaði sitt að taka að sér það hlutverk. Byggja þurfti sérstaklega við flugstöðina fyrir farþega á leið

Food and fun „Íslensku veitingahúsin eru í stöðugri sókn; góður og ferskur matur, unninn úr ómenguðu hráefni vekur áhuga fólks í Banda- ríkjunum, það er stöðutákn að vera sælkeri og það er „inni“, eins og sagt er,“ sagði Einar Gústavsson, sem stýrði átakinu vestra.4 Árið 2002 var skipulögð sérstök sælkerahátíð í febrúar sem fékk nafnið Food and fun festival. Tíu gestakokkar frá fjórum löndum öttu kappi í matreiðslukeppni og lögðu jafnframt línurnar með matseðil fyrir heila viku á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík. Hátíðin festist í sessi og var haldin árlega eftir þetta. „Tilgang- ur hátíðarinnar er að laða erlenda aðila til landsins og fá umfjöllun um íslenskar landbúnaðarafurðir, hreinleikann, öryggið og landsins gæði. Það hefur tekist og það er varla fjallað um landið í dag án þess að minnast á matinn sem einkennir okk- ur,“ sagði Sigurður Hall matreiðslumeistari árið 2011 en hann og Baldvin Jónsson áttu hugmyndina að sælkerahátíðinni.5

278 | FERÐAÞJÓNUSTA inn og út af Schengen-svæðinu. Hin nýja 16.000 m² suðurbygging flugstöðvarinnar var tekin í notkun í mars 2001 og var heildargólfflötur stöðvarinnar þá kominn í 38.000 m². Enn átti Leifur Eiríksson eftir að breiða úr sér því norðurbyggingin var stækkuð á árunum 2005-2008 og var þá flugstöðin orðin 56.000 m² að stærð.

Breytt umhverfi ferðaskrifstofa Síðustu ár liðinnar aldar einkenndust af mikilli samkeppni milli ferðaskrifstofa sem sáu um að flytja Íslendinga til útlanda. Ferðaskrifstofuflóran var fjölbreytt en mikið var um sameiningar þar sem einingarnar voru of litlar. Netið breytti miklu: Fólk gat bókað ferðir sínar og hótelgistingu sjálft og ekki var lengur þörf á mörgum heimsóknum á ferðaskrif­ stofu. Ýmsar þeirra hurfu af sviðinu eftir aldamót og þær urðu færri en stærri. Mörgum brá við fréttir af gjaldþroti ferðarisans Samvinnuferða-Landsýnar árið 2001. Einstaka ferðaskrifstofa færði samt út kvíarnar, eins og til dæmis Heimsferðir sem Andri Már Ing­ ólfsson stofnaði árið 1992. Síðar festi hann kaup á flugfélaginu Primera Air sem sá um að flytja farþega á vegum Heimsferða í leiguflugi. Einnig lagðist Andri í víking og reyndi fyrir sér með ferðaskrifstofurekstur víðar á Norðurlöndunum. Árið 2014 var Primera Travel Group samstæðan með rekstur á öllum Norðurlöndunum og í Eistlandi. Þótt aðeins um 3% af veltu félagsins tengdist Íslandi var aðsetur móðurfélagsins hér og taldist Primera Travel Group vera 14. stærsta fyrirtæki landsins árið 2013 og eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlöndum.6

Í lok síðustu aldar var algengt að fólk leitaði upplýsinga á ferðaskrifstofunum. Netið hefur breytt því.

FERÐAÞJÓNUSTA | 279 Stundum þarf fleiri atrennur Utanlandsferðir Íslendinga Mýmörg dæmi eru um hugmyndaríka frumkvöðla sem hafa farið af stað í uppbyggingu í 291.601 ferðaþjónustu með takmarkað eigið fé og lent í greiðsluþroti. Oft hefur þurft að taka tvær 345.350 til þrjár atrennur að slíkum rekstri áður en hann fer að skila arði. 396.269 „Það er landlægt í greininni að nánast allir byrja með tvær hendur tómar og djöflast svo

431.533 áfram upp á guð og lukkuna. Sumum tekst það en öðrum ekki,” segir Pétur Snæbjörns­ son, hóteleigandi í Reynihlíð við Mývatn.7 Þetta á við um allar greinar ferðaþjónustunnar: 469.885 Hótelrekstur, afþreyingu og veitingastaði. Pétur segir að illa gangi að fá fjárfesta að borðinu 406.646 þegar byggt sé upp í ferðaþjónustunni enda hafi þeir í gegnum tíðina haft óraunhæfar 254.537 hugmyndir um arðsemi og endurgreiðslu fjárfestinganna. 293.770 Einstaka dæmi eru þó til um velheppnað samband frumkvöðla og fjárfesta, eins og til

341.091 dæmis þegar Baðfélag Mývatnssveitar var stofnað árið 1998 um uppbyggingu jarðbað­ anna. Það tók félagið sex ár að gera viðskiptaáætlanir og safna kjölfestufjárfestum en 358.201 Jarðböðin við Mývatn voru opnuð í lok júní 2004. Sögu gufu- og jarðbaða á þessum stað 364.912 má reyndar rekja allt til 13. aldar þegar Guðmundur góði vígði gufuholu til baða. „Enginn Heimild: Hagstofan hafði trú á þessari hugmynd sem nú malar gull, eins og ég alltaf vissi,” segir Pétur. „Okk­

Jarðböðin í Mývatnssveit eru einn fjölsóttasti ferðamanna- staðurinn á Norðurlandi.

280 | FERÐAÞJÓNUSTA ur tókst með harðfylgi og heppni að fjármagna alla þá fjárfestingu með eigin fé og á opn­ unardegi skuldaði félagið ekki krónu. Einn stofnfjárfestirinn var sjóður sem ætlað var að fjárfesta í áhættusamri nýsköpunarstarfsemi. Stjórnendur hans voru sannfærðir um að þeir hefðu verið plataðir og vildu losna sem fyrst. Þeir sitja nú sem fastast og þetta er satt að segja ein af fáum fjárfestingum þeirra sem þeir hafa ekki þurft að afskrifa. Sama gildir um Byggðastofnun sem var einn af þremur kjölfestufjárfestum í Böðunum. Þar á bæ voru menn sannfærðir um að þetta væri ónýtt á opnunardegi. Þeir seldu hlut sinn fimm árum síðar með fádæma ávöxtun.”

Krónurnar telja en ekki fjöldinn Þótt vöxturinn væri talsverður í ferðaþjónustunni á fyrstu árunum eftir aldamót var arð­ semin óviðunandi. Ferðamönnunum fjölgaði en tekjurnar voru minni. Ýmsar skýringar voru á því, til dæmis hátt gengi íslensku krónunnar og flugfargjöld sem höfðu lækkað vegna mikillar samkeppni á flugmarkaði. Gistinóttum fjölgaði um 32% frá árinu 2001 til 2005 en auknar skattaálögur hindruðu frekari vöxt.Á ýmsan hátt voru þessi ár ferðaþjón­ ustunni erfið. „Menn vilja vera bjartsýnir eins og siður er í ferðaþjónustunni,“ sagði Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri SAF í viðtali árið 2006 en bætti því við að fjölgun ferða­ manna skilaði sér ekki í hærri tekjum.8 „Það er ekki hausafjöldinn sem telur heldur krónutölurnar upp úr kassanum,“ sagði hún. Annað sem hefur mikil áhrif á arðsemi í ferðaþjónustunni er starfsemi leyfislausra fyr­ irtækja. Allt atvinnulíf á Íslandi hefur lengi strítt við þann vanda sem skapast af svartri atvinnustarfsemi og getur skekkt samkeppnisumhverfið verulega. Barátta gegn slíkri hátt­ semi hefur verið meðal brýnustu verkefna hagsmunasamtaka innan ferðaþjónustunnar allt frá því að þau voru stofnuð. Framboð af leyfislausri gistingu jókst umtalsvert á nýrri öld sem hafði áhrif á nýtingu hótelgistingar. Í mörgum tilvikum var um gistingu í heimahús­ um að ræða og töldu margir að flókið umsóknarferli fyrir leyfisveitingu væri ákveðinn hvati til undanskota og að einföldun þess væri verðugt framtíðarverkefni stjórnvalda. Ferðamarkaðurinn breyttist nokkuð á þessum fyrstu árum 21. aldar. Netbókanir gerðu fólki auðveldara að hafa styttri fyrirvara á ferðum sínum. Það var auðvitað þægilegra fyrir ferðalanginn, en að sama skapi gerði það áætlanagerð og skipulagningu örðugri. Mark­ hópurinn breyttist líka á fyrsta áratug nýrrar aldar. Áður hafði megináherslan verið lögð á ferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu en eftir aldamót beindust sjónir í vaxandi mæli að ferðamönnum frá Austur-Asíu, Kyrrahafslöndum og fyrrum Austur-Evrópulöndum.

Mennt er máttur Eitt af helstu áherslumálum SAF allt frá stofnun hefur snúið að menntamálum í ferðaþjón­ ustu. Lengi vel dugði mönnum að kunna svolítið í ensku eða dönsku til að setjast upp í rútu og leiðsegja ferðamönnum. Menn treystu á hyggjuvitið og þeir voru vinsælastir sem sögðu skemmtilegustu sögurnar. Á síðustu 30 árum hafa verið þróaðar alls kyns leiðir að

FERÐAÞJÓNUSTA | 281 Hverasvæðin hafa stöðuggt aðdráttarafl. aukinni menntun innan ferðaþjónustunnar. Námsframboð er talsvert, bæði hagnýtt og fræðilegt. „Það telst sjálfsagt ekki til menntunar í ferðaþjónustu að kunna að elda, keyra rútu og skrifa reikninga, en það eru nú samt undirstöðuatriðin í því að geta þjónað ferðamönn­ um,“ segir Hildur Jónsdóttir, kennari við Ferðamálaskólann í Kópavogi sem er móðurskóli fyrir nám í ferðaþjónustu.9 Eins og Hildur bendir á eru grunnstoðirnar greinarinnar veit­ ingar og gisting, samgöngur og afþreying. Kokkar og þjónar hafa notið menntunar um áratugaskeið en frá árinu 1996 hefur allt nám tengt hótel- og veitingaþjónustu farið fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Í Hótel- og matvælaskólanum er kennd matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakstur. Árið 2007 var svo bætt við hótelstjórnun sem kennd er í samstarfi við virtan hótelskóla í Sviss, César Ritz. Ferðamálaskólinn hefur verið starfræktur í MK síðan 1987 og býður upp á hagnýtt nám á framhaldsskólastigi, öflugt starfsnám þar sem kappkostað er að undirbúa nemendur undir alhliða störf í ferðaþjónustu. Leiðsögumenn þurfa líka leiðsögn. Námsframboð fyrir þá hefur aukist mikið frá því að eingöngu voru í boði nokkurra vikna námskeið á vegum Leiðsöguskólans um miðjan átt­ unda áratuginn. Náminu var síðar komið fyrir í MK og er nú eins árs nám á háskólastigi.

282 | FERÐAÞJÓNUSTA „Skólinn hefur aukið sérhæfingu í þessu námi undanfarin ár. Til dæmis eru nú sérleiðir fyrir fjallaleiðsögumenn og afþreyingarleiðsögn,“ segir Hildur. Leiðsögumenn geta einnig sótt þriggja missera nám á háskólastigi innan Endurmenntunar Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem Samtök ferðaþjónustunnar höfðu forgöngu um að koma á í samstarfi við Leiðsöguskólann. Að auki er boðið nám í svæðisleiðsögn víða um land.

Fræðin kennd á ýmsum skólastigum Með árunum varð til sérstök fræðigrein þar sem ferðamennska og áhrif hennar á náttúru og samfélag eru skoðuð. Ýmsir framhaldsskólar bjóða upp á áfanga í ferðamálafræði en fræðin eru líka kennd í Háskóla Íslands og Háskólanum á Hólum. Í Háskólanum á Bifröst er einnig hægt að nema viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu. Ýmiss konar fram­ haldsnám tengt ferðaþjónustu er svo í boði í endurmenntunardeildum háskólanna í Reykjavík, á Akureyri og Bifröst. Ekki eru samt allir sem starfa við ferðaþjónustuna með próf upp á vasann. Á nýrri öld gætti enn mikilla árstíðarsveiflna í greininni sem kallaði eftir stórauknu vinnuafli á sumrin. Með auknum ferðamannastraumi fjölgaði sumarstarfsfólki sem ekki hafði sér­ hæfða þekkingu eða reynslu. Til þess að átta sig betur á því hvar úrbóta væri þörf, gengust Samtök ferðaþjónustunnar fyrir viðamikilli þarfagreiningu árið 2004 í samstarfi við ýmis starfsgreinaráð og sjóði. Í ljós kom að meðal annars væri brýn þörf á fræðslu fyrir ófag­ lærða, en hlutfall þeirra sem ekki höfðu lokið nokkurs konar formlegu námi var mjög hátt eða 30-40%.10 Í kjölfar greiningarinnar réðu Samtök ferðaþjónustunnar Maríu Guðmundsdóttur í starf fræðslufulltrúa. „Það var mikilvægt að allir hagsmunaaðilar legðust á eitt við að auka samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar og hæfni vinnuaflsins,“ segir María.11 Samtökin höfðu forgöngu um gerð tveggja nýrra námsskráa undir heitinu Færni í ferðaþjónustu, til að styrkja grunnmenntun þessa hóps. Annars vegar var um 60 klst. námskeið að ræða og hins vegar 100 stunda grunnnám. Námið skilaði sér strax og var hlutfall ófaglærðra kom­ ið niður í 19% árið 2014. „Við erum mjög stolt af árangrinum. Á sjö árum hafa um 800 manns lokið þessu námi,“ segir María. Samtökin hafa stuðlað að aukinni fagmennsku með því að hvetja stjórnendur til að efla menntun, þjálfun og tækifæri til starfsþróunar í greininni. „Þetta er afar mikilvægt nú þegar unnt verður að bjóða heilsársstörf í auknum mæli,“ segir María. Fyrirtæki hafa ver­ ið hvött til þátttöku í verkefninu Fræðslustjóra að láni þar sem mannauðsstjóri er fenginn til aðstoðar við að sérsníða fræðsluáætlun í fyrirtækjum og auka tækifæri til starfsþróunar innan þeirra. Vorið 2006 var ákveðið að sameina starfsemi fjögurra fræðsluráða í iðnaði og ferða­ þjónustu undir nafninu IÐAN fræðslusetur. Samtök ferðaþjónustunnar eru meðal eigenda stöðvarinnar en hún annast m.a. fræðslumál á sviði matvæla- og veitingagreina. Upphaf fræðslustarfs af hálfu SAF má rekja til stofnunar Fræðsluráðs hótel- og veitingagreina árið 1986. Það var gert að frumkvæði Wilhelms Wessman sem þá stýrði Sambandi veitinga- og

FERÐAÞJÓNUSTA | 283 gistihúsa og lét sig menntamál innan greinarinnar miklu varða. Félag matreiðslumanna og Enskukennsla í farsíma. Félag framreiðslumanna gengu síðan til liðs við fræðsluráðið og var þá meðal annars byrj­ Samtök ferðaþjónustunnar hafa að að taka þátt í Norrænu nemakeppninni. Ein námsleiðin enn bættist við í ferðaþjónust­ gengist fyrir ýmsum nýjungum á sviði unni árið 2013 þegar Íþróttaakademía Keilis bauð í fyrsta sinn upp á nám í fræðslumála og beitt nýstárlegum ævintýraferðamennsku í samstarfi við kanadískan háskóla. kennsluaðferðum. Til dæmis fengu Eitt af meginmarkmiðum Samtaka ferðaþjónustunnar er að bæta arðsemi og sam­ dyraverðir snaggaralegt 24ra stunda keppnishæfni fyrirtækja. Hluti af því er að stjórnendur veiti starfsfólki tækifæri til þjálf­ samskiptanámskeið og bílstjórum hjá unar og menntunar. Samtökin hafa árlega veitt sérstaka starfsmenntaviðurkenningu til Kynnisferðum var boðin enskukennsla fyrirtækja sem þykja skara fram úr á því sviði. Að auki hafa samtökin staðið fyrir sérstakri með aðstoð sérstakrar lófatölvu sem ráðstefnu á Degi menntunar í ferðaþjónustu og tekið þátt í Menntadegi atvinnulífsins. svipar til farsíma. „Við fengum þessi tæki lánuð en með þeim lærðum við bæði framburð og stafsetningu ýmissa orða,“ Fljótandi hótelum fjölgar 12 segir Magnús Jónsson bílstjóri. „Við Sífellt fleiri skemmtiferðaskip komu til Íslands eftir aldamót. Flest höfðu þau viðdvöl í hittumst nokkrum sinnum í fundarsal Reykjavík og mörg þeirra komu við á ýmsum öðrum stöðum á landinu, s.s. Akureyri, Kynnisferða í Kópavogi en að öðru leyti Ísafirði, Vestmannaeyjum, Seyðisfirði, Grundarfirði – og jafnvel á Bíldudal og Djúpavogi. fór námið fram heima. Ég var mjög Nokkur fyrirtæki höfðu sérhæft sig í móttöku skipanna og flutningi farþega um skoðunar­ ánægður með þetta. Ég lærði heilmikið verða staði í landi og árið 2004 sameinuðust þau undir merkjum Cruise Iceland. Innan sem ég get nýtt mér í mínu starfi við að vébanda þeirra eru 26 fyrirtæki og hafnir. aka erlendum ferðamönnum.“ Eftir að farþegaflug varð almennt um miðja síðustu öld breyttist hlutverk farþegaskip­ anna. Í stað þess að vera fyrst og fremst samgöngutæki urðu þau fljótandi lúxushótel með mörgum veitingastöðum, sundlaugum, bókasöfnum, skemmtistöðum, spilavítum og hvaðeina. Um aldamótin komu um 40 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur og þá lá fyrir að þeim myndi fjölga enn á komandi árum. Í Sundahöfn var byggður 500 metra viðlegu­ kantur og aðstaða til móttöku fyrir farþega í landi. Nýja aðstaðan var vígð í júní árið 2006. Skemmtiferðaskipunum fjölgaði enn; árið 2006 höfðu 77 skip viðdvöl í Reykjavík og vertíðin lengdist. Síðasta skipið fór þá ekki fyrr en í lok september. Hvert metið á fætur öðru var slegið. Hinn 9. júlí 2013 komu fimm skip sama daginn til Reykjavíkur og Hafn­ arfjarðar með 9.450 manns, þar af 6.600 farþega.Stærsta skipið sem hingað kom, Advent­ ures of the Seas, var jafnframt stærsta skip sem lagst hafði að bryggju á Íslandi, 137 þúsund tonn. „Við erum að markaðssetja Reykjavík og vinnum í því að fá skipafélögin til þess að sigla hingað og það er mjög hörð samkeppni við önnur Evrópulönd,“ sagði Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna í ágúst árið 2013.13 „Vöxturinn hefur verið jafn og stöðugur hjá okkur og nú eru að koma hátt í 90 skip til okkar í sumar þannig að þetta gengur ágætlega.“ Skemmtiferðaskipin fara stækkandi enda er hagkvæmara að reka stærri einingar en litlar. Á árunum 2002 til 2013 þrefaldaðist farþegafjöldinn en skipakomurnar tvöfölduð­ ust.14 Því fylgja ákveðin vandamál – eða úrlausnarefni – fyrir litla staði eins og Ísland. Skipin hafa gjarnan viðdvöl í fleiri en einni höfn og sigla þá á milli þeirra á nóttunni. Þá

284 | FERÐAÞJÓNUSTA þarf að ferja leiðsögumenn og tómar rútur um landið þvert og endilangt að næturlagi svo Húsin í Akureyrarbæ verða agnarsmá í samanburði allt sé klárt til að taka á móti þessum stóru hópum á nýjum stað að morgni. við hið risavaxna fley. Það sem veldur hins vegar meiri áhyggjum heimamanna er hinn mikli fjöldi sem fer að skoða náttúruperlur Íslands samtímis. Að jafnaði hefur farþegum skemmtiferðaskipa fjölg­ að um 12,4% á ári frá aldamótum.Hinn 19. júní 2012 var metdagur. Þann dag voru 6.500 farþegar skemmtiferðaskipa á flakki milli skoðunarverðra staða sunnanlands. Var þá þröng á gömlum þingstað sem og við Gullfoss og Geysi og þótti brýnt að stýra betur flæði farþegaskipanna og dreifingu milli hafna.

Tafla yfir skipakomur og farþega

Ár Skipakomur Farþegafjöldi

2000 26 þúsund

2004 60 þúsund

2010 200 73 þúsund

2012 225 95 þúsund Frá Þingvöllum metdaginn 19. júní 2012. Um 96% skemmtiferðaskipa koma við í Reykjavík Aðrar hafnir: Akureyri, Ísafjörður, Grundarfjörður, Vestmannaeyjar, Seyðisfjörður, Djúpivogur, Húsavík ...

Heimild: Ferðamálastofa – Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, apríl 2013

FERÐAÞJÓNUSTA | 285 Reykingabann Nægar tekjur af skipunum? Tímamót urðu í hótel- og veitingarekstri Enn eitt álitamálið í tengslum við skemmtiferðaskipin var hversu ábatasamt það væri fyr­ á Íslandi 1. júní 2007 þegar bann við ir íslenska ferðaþjónustu að komum þeirra fjölgaði. Tekin voru dæmi um farþega sem reykingum tók gildi. Reykleysi hafði keyptu sér heildarpakka með skipi hingað þar sem allt var innifalið og engin ástæða til að verið til umræðu í nokkur ár og árið 2005 kaupa svo mikið sem en einn kaffibolla í landi. Sagt var að ferðaskrifstofurnar fengju sitt voru 80 veitingahús þegar orðin laus við og eins rútufyrirtækið og leiðsögumennirnir en önnur viðskipti væru lítil. mökkinn. Ýmsir veitingamenn settu sig Þetta hefur að einhverju leyti breyst. Áður stoppuðu skipin sjaldnast lengur en 8-10 upp á móti banninu og töldu að það klst. en mörg þeirra fóru síðar að hafa lengri viðdvöl í höfn. Ferðamennirnir keyptu sér þá myndi draga úr aðsókn. Merkilegra þótti gjarnan málsverð í bænum, minjagripi eða fatnað. Hafnir landsins höfðu af þessu ágætar þó að veitingamenn innan SAF studdu tekjur, til dæmis var innkoma Hafnasamlags Norðurlands af viðdvöl skemmtiferðaskipa á reykbannið og fögnuðu þessum áfanga. Akureyri árið 2013 um 120 milljónir króna eða um fjórðungur af heildarveltu samlags­ ins.15 Á meðan ýmsir sáu vaxandi ferðamannafjölda á skipunum sem ógn, sáu aðrir tæki­ færi: „Við teljum að þetta geti skapað góðar tekjur og mikla vinnu fyrir þá aðila sem að þessu koma,“ sagði Einar Þ. Einarsson hjá Icecard í bréfi til Faxaflóahafna þegar hann óskað eftir að fá að setja upp sölutjöld á Skarfabakka.16

Tekist á við hrun „Eins og hjá öðrum skapaðist mikil óvissa í ferðaþjónustunni við hrun bankakerfisins,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sem tók við formennsku í SAF vorið 2008.17 Hann hafði ekki verið lengi í því hlutverki þegar efnahagsbólan sprakk eftir mikla upp­ sveiflu áranna á undan. „Við vorum í fyrstu alls ekki viss um hvernig og hvort kerfið virkaði – hvernig greiðslur milli landa gengju fyrir sig, hvort hér yrði vöruskortur eða hvort ferða­ mennirnir kæmu yfirleitt. Seðlabankinn var allt í einu kominn í hlutverk viðskiptabanka og átti að taka á móti greiðslum frá erlendum ferðaskrifstofum fyrir hópa sem von var á hingað til lands. Allt fór þetta í flækju sem tók tíma að vinna úr. Sem betur fer varð hrunið ekki á háanna­ tíma svo við höfðum svolítið svigrúm til að greiða úr málum. Eftir áramótin héldum við fundi með helstu söluaðilum Íslandsferða í sendiráðum erlendis því það var afar mikilvægt að halda viðskiptavinum okkar upplýstum. Þetta var mjög óþægilegur tími en það sýndi hve aðlögunar­ hæfni mannsins er mikil að okkur tókst að stýra þessu í ákveðið horf. Helst höfðum við áhyggjur af því að ímynd Íslands myndi skaðast. Sem betur fer reyndist hún byggja meira á náttúrunni og sögunni en að hér væri hrunin mikil fjármálamiðstöð.“ Hálfu ári síðar fóru menn að anda rólegar og afleiðingar hrunsins urðu minni en menn ótt­ uðust. Raunar mátti finna jákvæðar afleiðingar þess: Fram að falli íslensku krónunnar hafði Ísland vermt sæti eins dýrasta lands í heimi en nú varð skyndilega ódýrt að ferðast hingað. „Þótt ferðamennirnir kæmu ekki beinlínis vegna hagstæðs gengis, gerðu þeir betur við sig og gátu líka gert góð kaup á ýmsum varningi,“ segir Árni Gunnarsson. „Í flugstöðinni á Reykjavíkur­ flugvelli hafði til dæmis aldrei þurft að hafa tax free umslög en eftir hrun urðum við að koma upp slíkri aðstöðu því Færeyingar voru fljótir að finna það út að það væri hægt að kaupa ýmis tæki og munaðarvöru á miklu lægra verði hér en í Færeyjum eða Danmörku.“

286 | FERÐAÞJÓNUSTA Matarsendingar í kreppu „Þegar við hófum hótelrekstur árið 2006 var fyrsti hópurinn okkar þýskur, eins og svo margir síðan,“ sagði Stefán Tryggvason á Hótel Natur, Þórisstöðum á Svalbarðsströnd.18 Þar sem þetta var fyrsti hópurinn tók hann myndir af fyrstu kvöldmáltíðinni. Þegar fjölskyldan svo fór að skoða þær, mundu synir hans sérstaklega eftir fjórum körlum, aðallega vegna þess að einn þeirra hafði gefið þeim merktar derhúfur. „Ekki var þó samræðunum fyrir að fara því þeir töluðu enga ensku og við ekki þýsku,“ sagði Stefán. „Segir nú ekki frekar af þessum ágætu gestum fyrr en undir jól, að kassi frá Þýskalandi kemur í hús. Þar kenndi ýmissa grasa, dagbækur á þýsku, reiknivélar, úr, pennar og fleira, allt merkt fyrirtæki.“ Merkið var það sama og á derhúfunum og fjölskyldan fékk aðstoð við að skrifa þakkarbréf og með því sendu þau ljósmyndabók frá Íslandi. Næstu jól endurtók þetta sig, en þriðju jólin gerðist ekkert fyrr en um miðjan janúar. Þá kom tilkynning frá tollinum um upptöku á hrárri matvöru. „Við vorum undrandi, áttum ekki von á neinu slíku. En skýringin kom fáeinum dögum síðar. Þá kom kassi sem innihélt mat af ýmsu tagi, kex og kökur, sælgæti og niðursoðnar pylsur! Og þá rann upp fyrir okkur ljós. Þýski vinur okkar hafði auðvitað heyrt af kreppunni ógurlegu á Íslandi og vildi leggja okkur lið.“

Þrátt fyrir þetta fækkaði erlendum ferðamönnum lítillega milli ára, en þeir voru hálf milljón talsins árið 2008 fyrir utan farþega skemmtiferðaskipanna. Þótti það góður varnarsigur.

Úr öskunni í eldinn Menn voru varla búnir að safna vopnum sínum eftir hrun þegar eldgos hófst á Fimm­ vörðuhálsi 20. mars 2010. Það kom jarðvísindamönnum reyndar ekki á óvart því umbrot og hræringar höfðu mælst á þessu svæði í langan tíma. Gosið á Fimmvörðuhálsi var til­ tölulega lítið og gerði nánast engan óskunda. Þvert á móti dró það að áhorfendur í þús­ undavís, bæði innlenda og erlenda. Um páskana var stöðugur straumur bíla austur í Fljótshlíð þar sem útsýnið yfir gosstöðvarnar var einna best. Margir nýttu sér líka tilboð um útsýnisflug yfir svæðið, m.a. með þyrlum sem fóru frá Skógum eða Hótel Rangá. Fólk gat líka gengið eða ekið upp á Eyjafjallajökul og komist þannig mjög nálægt gosstöðvun­ um. Túristagosinu góða á Fimmvörðuhálsi lauk 12. apríl. En þá dró til verri tíðinda. Tæpum tveimur sólarhringum síðar fékk Eyjafjallajökull sjálfur útrás og spjó vel og dyggilega yfir réttláta og rangláta. Komst Ísland þá enn og aftur í heimspressuna. Gosið var kröftugt og náði gosstrókurinn upp í meira en sex kílómetra hæð þegar mest var. Askan barst yfir stórt svæði sunnanlands svo vart sá út úr augum. Rýma þurfti bæi, búfé var í hættu og vegir skemmdust. Og það sem meira var: Öskuskýið náði langt út á haf og raskaði flugumferð í margar vikur. Í fimm sólarhringa lagðist hluti farþegaflugs í Evrópu að miklu leyti af. Aflýsa þurfti um 100.000 áætlunarferðum. Margir urðu strandaglópar hér og hvar í heim­ inum vegna öskunnar. Þeir bölvuðu Eyjafjallajökli hraustlega, jafnvel þótt þeir gætu alls ekki borið fram nafnið. „Fyrstu dögunum vörðu flugfélögin í að reyna í samvinnu við Veðurstofuna að halda

FERÐAÞJÓNUSTA | 287 19 Gosið á Fimmvörðuhálsi var sannkallað sjónarspil. öllu gangandi,“ segir Árni Gunnarsson. „Fljótlega varð svo ljóst að það þurfti að bregðast Glóandi hraun fossaði niður hlíðarnar í áttina að við þessu ástandi sem enginn vissi hvað myndi vara lengi. Þeir voru margir krísufund­ Þórsmörk og dró að þúsundir ferðalanga. irnir sem við áttum þessa daga.“ Flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík lokuðust oft á gostímanum en Icelandair nýtti hvert tækifæri sem gafst til að halda uppi loftbrú milli Evrópu og Bandaríkjanna. Tengi­ stöð félagsins fyrir millilandaflug var þá tímabundið flutt til Glasgow í Skotlandi. Um fimmtungur af áætlunarflugi Iceland Express og Icelandair féll niður á gostímanum og farþegum fækkaði umtalsvert. Bændur og íbúar í grennd við jökulinn urðu verst úti. En þetta gos kom sér líka afar illa fyrir ferðaþjónustuna. Í stað þess að ferðamannastraumurinn ykist um 10% eins og áætlanir höfðu gert ráð fyrir, hætti fólk við að koma. Stórkarlalegar lýsingar í erlendum fjölmiðlum gáfu þá mynd að landið allt væri meira eða minna ófært vegna öskufalls. Þetta jók á hræðslu ferðamanna og afbókanir tóku að berast í stórum stíl. Þá sneru menn bökum saman, settu undir sig höfuðið og sóttu fram.

288 | FERÐAÞJÓNUSTA Innblásin af Íslandi Nokkrum dögum eftir að gosið hófst voru hagsmunaaðilar í ferðaþjónustunni kallaðir á fund hjá Katrínu Júlíusdóttur, þáverandi iðnaðarráðherra, sem fór með yfirstjórn ferða­ mála. Skipaður var samráðshópur stjórnvalda og ferðaþjónustu, eins konar viðbragðs­ hópur, sem átti að vinna í því að mæta áhrifum eldgossins. „Í stað þess að horfa á neikvæð áhrif gossins ákváðum við að reyna að nýta okkur athygli heimsins. Landið var í brennidepli,“ segir Erna Hauksdóttir sem átti sæti í samráðs­ hópnum.20 Frá Icelandair komu hugmyndir um markaðsherferð til að koma í veg fyrir þann samdrátt á bókunum sem útlit var fyrir. Eins og eftir hryðjuverkaárásirnar 2001 lögðu allir í púkk, nú samtals um 700 milljónir króna. Ríkið setti 350 milljónir í átakið. Hitt kom frá Reykjavíkurborg, Icelandair og um 80 aðilum innan vébanda SAF. Árið 2006 höfðu verkefni skrifstofu Ferðamálaráðs verið færð í nýja stofnun: Ferða­ málastofu. Sumarið 2010 tók svo ný stofnun, Íslandsstofa, til starfa og yfirtók hún meðal annars verkefni Útflutningsráðs og mark­ aðsmál erlendis sem Ferðamála­ stofa hafði áður haft með höndum. Þar með var öll kynning á við­ skiptalegum hagsmunum Íslands erlendis komin á einn stað og starfsfólki Íslandsstofu falið að leiða markaðsátakið í kjölfar goss­ ins. Í maí 2010 leit svo herferðin Inspired by Iceland dagsins ljós. Henni var ætlað að sýna að Ísland væri bókstaflega að springa úr orku. Herferðin var í ótal útfærslum og birtingarmyndum og beint bæði að ferðasöluaðilum og almenningi í helstu viðskiptalöndum okkar. Markmið­ Mikil hugkvæmni einkenndi myndatökur og ið var að bjarga afkomu íslenskrar ferðaþjónustu með því að grípa strax inn í þróunina og uppsetningu átaksins Inspired by Iceland.. hafa jákvæð áhrif á umræðu um gosið og landið í fjölmiðlum. Sett var upp vefsíða fyrir átakið með fjölbreyttri sýn á landið. Á síðunni var hægt að horfa á beinar útsendingar um vefmyndavélar frá nokkrum ferðamannastöðum. Þar mátti líka nálgast íslenska tónlist og hlusta á frásagnir erlendra ferðamanna sem hingað höfðu komið. Þeim varð tíðrætt um hve áhrifamikið það væri að kynnast landinu og sækja í það innblástur. Þá var búið til myndband þar sem fjöldi fólks túlkaði sérstöðu lands og þjóðar með fjörugum dansi og söng. Í því birtist sjálfsmynd þjóðarinnar sem lýst var einhvern veginn svona: „Hvatvís og pínu klikk“, „bæði þjóðleg og alþjóðleg, forn og nútímaleg í senn.“21 Náttúran var auðvitað líka í aðalhlutverki sem ætíð fyrr. Myndbandið fór sem

FERÐAÞJÓNUSTA | 289 Mikil hugkvæmni einkenndi myndatökur og upp- eldur í sinu um netið. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook voru þá orðnir gríðarlega setningu átaksins Inspired by Iceland. útbreiddir og þegar átakið hófst kom í ljós hvers þeir voru megnugir. „Netið bauð upp á stórkostlega nýja möguleika fyrir aðila sem ekki höfðu ótakmarkaða fjármuni til að auglýsa,“ segir Kjartan Lárusson, sem starfaði að ferðamálum í áratugi.22 „Fram að því þurftu menn að eiga fulla vasa fjár til að kaupa hálfsíðu í New York Times. Netið fer um allt og hægt er að ná til nánast allra. Þar stöndum við loksins jafnfætis öðr­ um.“ Herferðin átti sinn þátt í þeim árangri sem náðist. Reiknað hafði verið með talsverðum samdrætti í ferðalögum hingað yfir sumarmánuðina, jafnvel hátt í 20%. Þess í stað fjölgaði ferðamönnunum um 0,6% frá sama tímabili árið áður. Haustmánuðirnir urðu líka mun betri með 3,2% aukningu. Kannanir sýndu auk þess talsvert jákvæðara viðhorf til landsins en það var fyrir gos og vildu margir þakka það herferðinni. Á vefnum jókst jákvæð umfjöllun um Ísland á þessum tíma um 89%.23 Aðstandendur herferðarinnar töldu markmiðum þess hafa verið náð því ferðasumarið 2010 reyndist koma vel út, þrátt fyrir gos. Alls komu 488.600 erlendir ferðamenn til landsins. „Skilaboðin um að óhætt væri að koma hingað náðu í gegn. Það skipti aðalmáli,“ segir Árni Gunnarsson.24 Viðbragðsáætlun ferðaþjónustunnar kom að góðum notum vorið eftir þegar aftur fór að gjósa. Menn trúðu vart eigin eyrum þegar spurðist að gos væri hafið í Grímsvötnum í Vatnajökli 21. maí 2011. Þetta var stærsta gos í eldstöðinni í heila öld en varði sem betur fer ekki lengi, aðeins sex og hálfan sólarhring. Lítils háttar röskun varð á flugi þessa daga og gjóska lá nokkuð lengi í loftinu en lítið var um afbókanir. Í heildina hafði gosið lítil áhrif á ferðaþjónustuna. Inspired by Iceland var fylgt eftir næstu árin með ýmiss konar útfærslum. Ferðamenn­ irnir héldu áfram að streyma að, voru orðnir 565.600 árið 2011 og ríflega hundrað þús­ und fleiri ári síðar, eða 672.000.25

290 | FERÐAÞJÓNUSTA Beint flug: Akureyri – Ljubljana Helena Dejak hefur búið á Íslandi í 40 ár. Sem barn las hún allar bækur Jóns Sveinssonar – Nonna – og hreifst af lýsingum hans á þjóðinni í norðri og fannst hún vera komin heim þegar hún heimsótti slóðir hans fyrst. Helena er menntaður ferðamálafræðingur og var fararstjóri hjá íslenskum ferðaskrifstofum sem sendu sóldýrkendur í þúsundatali á strendur við Adríahafið í lok áttunda áratugarins. Atvik höguðu því þannig að hún fluttist til Akureyrar og stofnaði eigin ferðaskrifstofu árið 1989. Stofuna kenndi Helena við hinn þekkta norðlenska prest, Nonni Travel heitir hún. „Ég elska Ísland – og þá sérstaklega Norðurland,“ segir Helena.26 „Ég vildi leyfa fleirum að uppgötva þennan landshluta og sérhæfði mig í móttöku erlendra ferðamanna á Akureyri.“ Reyndar er Helena líka ákaflega hrifin af Grænlandi, stofnaði fyrirtæki með heimamönnum í Scoresbysundi og hefur selt mörgum ferðir þangað frá Akureyri. Mikið hefur verið reynt til þess að fá beint millilandaflug til Akureyrar þótt reglubundið flug hafi enn ekki náð að festa sig í sessi. Helena hefur lagt hönd á þennan plóg. Hún hefur m.a. staðið fyrir dagsferðum frá London til Norðurlands og var tilgangurinn að sýna fólki Mývatn og nágrenni – og auðvitað Akureyri. Þetta gekk ágætlega. Hún fékk svo upphringingu árið 2010 frá sendiherra Slóveníu í Kaupmannahöfn. Til að minnast þess að Íslendingar hefðu orðið fyrstir til að viðkenna sjálfstæði Slóveníu árið 1991 vildi sendiráðið skipuleggja ferð til Íslands á 20 ára afmælinu. Helena tók vel í það og sagði: „Ekkert mál, svo framarlega sem þið komið til Akureyrar!“ Það gekk eftir og ári síðar lenti Airbusvél full af Slóvenum á Akureyri. Vélin fór til baka með fólk frá Norður- og Austurlandi sem dvaldi í níu daga við Adríahafið. Síðan hefur verið árlegt flug beint á milli Ljubljana og Akureyrar, Slóvenar hingað og Íslendingar út. Helena lætur alla landa sína gróðursetja tré í sérstökum vinalundi landanna tveggja í Kjarnaskógi. Lundurinn stefnir í að verða myndarlegur. Ferðaskrifstofan Nonni hefur dafnað vel. Ef Helena er í vafa um hvaða verkefni hún eigi að ráðast í næst, segist hún leita ráða hjá vini sínum. „Ég spyr bara Nonna – hann er með mér í þessu og leiðir mig alltaf áfram.“

Hátt skrifuð farfuglaheimili Farfuglaheimilin hafa löngum haft það orð á sér að vera helst fyrir unga bakpokaferða­ langa. Þessi ímynd ætti að vera á undanhaldi, enda hafa flest heimili farfugla nálgast mjög venjuleg hótel í öllum aðbúnaði. Þá hafa þau verið framarlega í flokki þeirra sem leggja áherslu á umhverfismál og ótal viðurkenningar hafa fallið þeim í skaut á því sviði. Ferðamenn sem velja þennan gistimöguleika eiga þess kost að gefa heimilunum ein­ kunn og íslensk farfuglaheimili hafa margsinnis verið þar ofarlega á blaði. Þó eru þau

FERÐAÞJÓNUSTA | 291 innan við einn hundraðasti af farfuglaheimilum heimsins. Á lista yfir þau tíu bestu hafa til dæmis komist farfuglaheimilin á Dalvík, Selfossi, Kópaskeri og Laugarvatni, Loft Hostel við Bankastræti og Reykjavík Downtown á Vesturgötu. „Reykjavík Downtown hefur verið á listanum yfir 20 bestu farfuglaheimili í heimi frá því það var opnað 2009 og við fikrum okkur sífellt upp listann,“ segir Sigríður Ólafsdótt­ ir rekstrarstjóri farfuglaheimilanna í Reykjavík.27 Þau fengu umhverfisverðlaun Ferða­ málastofu árið 2010 og þau eru með Svaninn, opinbert umhverfismerki Norðurlanda. Á þeim tíma voru þau jafnframt einu umhverfisvottuðu gistihúsin á Reykjavíkursvæðinu. Aðstaðan í Laugardalnum í Reykjavík er oft nefnd þegar talað er um góða, ódýra gist­ ingu. Á tjaldsvæðinu eru árlegar gistinætur komnar yfir þrjátíu þúsund og farfuglaheim­ ilið í dalnum er farið að líkjast meira hóteli en farfuglaheimili. Alls voru gistinætur á íslenskum farfuglaheimilum árið 2013 rúmlega 170.000. Þá höfðu bæst við tvö glæsileg farfuglaheimili í höfuðborginni. Nokkrir félagar opnuðu gististaðinn Reykjavík Backpac­ kers að Laugavegi 28 í hálfgerðu bríaríi en reka nú jafnframt hótel á Akureyri og gistiheim­ ili að Skógum. Hinn gististaðurinn, Kex Hostel við Skúlagötu, hefur líka slegið í gegn. Það Á mörgum farfuglaheimilunum er lögð áhersla á að bætist stöðugt við flóruna og um leið verður auðveldara fyrir peningalitla ferðamenn að skapa heimilislegt andrúmsloft. Frá Kex Hostel við komast til Íslands. Skúlagötu í Reykjavík.

292 | FERÐAÞJÓNUSTA „Aukin áhersla lággjaldaflugfélaga á ferðir til Íslands hefur bætt aðgengið fyrir sparsama Norðurljós eftir pöntun ferðamenn sem eru einmitt að leita að þessari tegund gistingar,“ segir Björk Kristjánsdótt­ Norðurljós eru ekki gefin veiði og sumir ir, framkvæmdastjóri Reykjavík Backpackers.28 Hún lætur vel af gestunum: „Ég hef starfað eru heppnari en aðrir. Svo var um Bret- í ferðaþjónustugeiranum um langt skeið, m.a. sem leiðsögumaður, og ég er ekki frá því að ann sem pantaði gistingu hjá Birgi Þór- bakpokaferðalangar séu rjóminn af ferðamönnum,“ segir hún. „Ferðamenn sem gista á arinssyni á Minna-Knarrarnesi á Vatns- farfuglaheimilum eru oftast víðsýnir, opnir fyrir því að kynnast öðru fólki og reyna nýja leysuströnd eina helgi í nóvember. Hann hluti. Þess vegna gengur fyrirkomulagið vel upp.“ spurði hvort hægt væri að sjá norður- ljósin þar og fékk þau svör að svo væri – Skoða norðurljós á náttfötum við réttar aðstæður. Föstudagurinn rann upp og gestirnir, ungt par, renndu í hlað Aðdráttarafl norðurljósanna hefur farið vaxandi á 21. öldinni og þeim hefur verið hampað á bílaleigubíl. Allan þann dag var súld og af alefli í ferðaþjónustunni. Ferðamönnum sem hingað koma gagngert í þeim tilgangi að rigning og laugardagurinn leið á sama sjá þau hefur fjölgað gífurlega. Árið 2013 fóru ekki færri en eitt hundrað þúsund ferða­ hátt. Parið tók stefnuna á Gullna hring- menn í sérstaka ferð til að leita þeirra. Áhugamenn fylgjast með sérstökum langtímaspám inn og kom ekki heim fyrr en klukkan Veðurstofunnar um norðurljós en þær ganga ekki alltaf eftir. „Ef við erum heppin þá að verða ellefu um kvöldið. Stuttu síðar finnum við norðurljós,“ segir Þórir Garðarsson, sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions varð Birgi litið út um eldhúsgluggann sem er annað stærsta hópferðafyrirtæki landsins.29 „Þau sýna sig ekki alltaf í næsta og viti menn – stór norðurljósasveigur nágrenni við Reykjavík og lengst höfum við þurft að senda bílana okkar austur undir blasti við. Hann gerði parinu strax viðvart Skóga, norður í Hrútafjörð eða vestur á Mýrar til þess að komast á annað veðursvæði með og þau þustu út, svo við lá að þau hlypu hagstæðara skýjafari.“ Birgi um koll. Hann heyrði þau dásama Friðrik Pálsson hótelhaldari á Hótel Rangá hefur verið óþreytandi við að vekja athygli norðurljósin hástöfum, svo kom hlátur ferðamanna á háloftadansi norðurljósanna. „Við getum selt myrkrið, ég hef talað fyrir því og síðan þögn. Ungi maðurinn hafði í mörg ár og myrkrið vekur athygli útlendinga sem hafa jafnvel aldrei séð það áður,“ seg­ sem sé notað tækifærið og borið upp ir Friðrik.30 Hann byrjaði að gera sérstaklega út á norðurljósin árið 2004 og hefur sá bónorðið. Nokkrum mínútum síðar fór þáttur ferðamennskunnar vaxið mikið. „Það er afar skemmtilegt að sjá fullt af fólki á nátt­ aftur að rigna.32 fötum úti á hlaði um miðjar nætur að skoða norðurljósin,“ sagði hann árið 2011.31 Til þess að hinir áhugasömu gestir þyrftu ekki að standa fáklæddir úti í íslensk­ um norðangarra lét Friðrik þremur árum síðar útbúa sérstaka aðstöðu skammt frá hótelinu sem tekin var í notkun í mars 2014. Tveimur öflug­ um stjörnusjónaukum var þá komið fyrir í 25 m² skýli með þaki sem hægt er að renna af þegar réttar aðstæður skapast. Þar geta gestirnir virt fyrir sér norðurljósin og stjörnurnar – og reyndar líka tunglið og sólina í gegn­ um sólarfilter.

Hótel Rangá. baðað norðurljósum.

FERÐAÞJÓNUSTA | 293 Utan alfaraleiða Sumir þéttbýlisstaðir landsins eru þannig í sveit settir að þeir liggja ekki beint við sem viðkomustaðir ferðamanna. Jafnvel þegar komið var fram á 21. öldina og ferðafólk þusti um landið í stríðum straumum virtust sumir landshlutar vera utan sjónsviðsins. Árið 2013 nefndi Tímaritið Time til dæmis Vestfirði sem eitt af best varðveittu leyndarmálum heims. Samkvæmt tölum frá 2011-2012 komu þangað aðeins 4,6% erlendra ferðamanna að vetr­ inum og 13,9% á sumrin.33 Þó er þar rómuð náttúrufegurð og fjölmargir áhugaverðir staðir. Þarna eru svartar, hvítar og rauðar strendur, eyðifirðir, Látrabjarg, Hornstrandir, fossinn og náttúrulaugar, svo nokkuð sé nefnt. Vestfirðir eru hins vegar utan við hringveginn og akvegir þar eru víða erfiðir ferðalöngum á vetrum. Áslaug Alfreðsdóttir og eiginmaður hennar, Ólafur Örn Ólafsson, hafa starfað við hótel­ rekstur um áratugaskeið og eiga drjúgan þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Vest­ fjörðum. „Þegar við komum vestur árið 1989 trúðum við því að það væri auðveldara en raun bar vitni að fjölga ferðamönnum og lengja ferðamannatímabilið,“ sagði Áslaug.34 „Þá var starfandi Ferðaskrifstofa Vestfjarða sem skipulagði ferðir um nágrennið fyrir ferða­ menn. Við tókum m.a. þátt í því að kaupa bát til að fara í skoðunarferðir í Æðey og Vigur og yfir á Hornstrandir. Þegar ferðaskrifstofan lagði upp laupana fengum við Ferðaskrif­ Gönguferðir á Hornströndum eru krefjandi en útsýnið er stórfenglegt. stofu Íslands til að stofna með okkur Ferðaskrifstofuna Vesturferðir árið 1993 sem allar

294 | FERÐAÞJÓNUSTA götur síðan hefur verið með margvíslegar ferðir um Vestfirði, auk þess að annast þjónustu við skemmtiferðaskipin sem sækja Ísafjörð heim á sumrin.“ Hægt og bítandi fjölgaði í greininni og árið 2013 töldust um 200 aðilar sinna ferða­ þjónustu í landshlutanum og stórhugur var í mörgum. Á Patreksfirði tók t.d. til starfa ný ferðaskrifstofa árið 2013, Westfjords Adventures, sem bauð upp á alls kyns ferðir, hvort sem var á sjó eða landi. Sama ár var þar einnig opnað nýtt hótel á vegum Fosshótela, veit­ ingastaður og kaffihús. Einn helsti vaxtarbroddurinn í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum er tengdur sjónum. Sjóstangaveiði hefur dregið að þúsundir ferðamanna á ári hverju og Ísafjörður hefur orðið eins konar miðstöð fyrir sjósport. Lítil ferðaskrifstofa á Ísafirði, Borea Adventures, hefur sérhæft sig í ferðum fyrir náttúruunnendur. Stefna eigendanna er að leyfa ferðamönnum að kynnast landinu með þeim hætti að þeir skilji eftir sig sem fæst umhverfisspor. Þeir kjósa að fara hljóðlega um og nota helst aldrei vélknúin ökutæki til Fjallasíðamennska hefur rutt sér æ meir til rúms. að koma sínu fólki á áfangastaði. Í þjónustu Borea er 60 feta skúta, Aurora sem tekur 12 manns. Á vetrum gegn­ ir hún hlutverki fljótandi gistihúss fyrir fjallaskíðamenn. Þá er siglt með skíðafólkið yfir í Jökulfirði og beðið með­ an ofurhugarnir renna sér niður snarbrattar hlíðar fjalla sem alla jafna eru lítið heimsótt af mannfólki. Þótt menn hafi tekið upp á ýmsum nýjungum í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum segir Áslaug að enn sé margt ógert. Það þurfi að bæta innviðina og efla vöru­ þróun. Slíkt skili sér ekki strax. Það geti tekið allt að fimm ár að fara að fá tekjur af nýjungum.

Borga fyrir að fara í leitir. Ferðir um hálendi Íslands, fótgangandi, akandi eða á hestum eru smám saman orðnar svo eftirsóttar að varla verður þverfótað fyrir ferðamönnum. Meira að segja hefðbundnar göngur bænda á afréttum eru orðnar eftirsóttar af innlendum og erlendum ferðamönnum. Þeir reynast meira en tilbúnir til að borga fyrir að fá að fara með í leitirnar. Dæmi um það er Landmannaafréttur en í leitum þar taka þátt margir aðrir en þeir sem þurfa að ná í fé sitt af fjalli. Kristinn Guðnason fjallkóngur Landmanna sagði í blaðaviðtali haustið 2013 að það væru alltaf margir fjallmenn í þessum leitum: „Við eigum að vera eitthvað um þrjátíu en ég held að flesta dagana höfum við verið eitthvað yfir sextíu,“ sagði hann.35 Gistimöguleikar eru orðnir allgóðir á fjöllum og því er orðið gerlegt að fara með fjölmenna hópa um öræfin, hvort sem það er vegna fjárleita eða bara náttúruskoðunar. Hjónin Vilborg Guðmundsdóttir og Loftur Jónasson á Myrkholti í Biskupstungum eru meðal þeirra sem þar hafa lagt hönd á plóg. Þau reka fyrirtækið Gljástein sem leigir út fjóra fjallaskála á Kili, auk þess sem þau byggðu nýjan gistiskála heima á Myrkholti sem veitir sömu þjónustu. Upphaflega voru skálarnir fyrir hestamenn og gangnamenn en síðar fóru ferðaskrifstofur að panta gistingu í þeim fyrir sitt fólk, auk þess sem færst hefur í vöxt að fólk taki sig saman um að leigja skála yfir helgi.

FERÐAÞJÓNUSTA | 295 Ótryggar samgöngur eru ein helsta hindrunin fyrir uppbyggingu vetrarferðamennsku á Vestfjörðum og því hafa margir hikað við að hella sér alfarið í ferðaþjónustu – margir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki þar um slóðir líta frekar á þetta sem hlunnindi með öðr­ um búrekstri.

Einstakar Hornstrandir Fjölgun ferðamanna er ekki öllum kappsmál. Nær allt svæðið norðan Drangajökuls – um 600 km² – heyrir til Hornstrandafriðlands sem stofnað var árið 1975. Hin síðari ár hefur svæðið verið flokkað sem víðerni (wilderness) eftir skilgreiningu alþjóða náttúruverndarsamtakanna IUCN. Þetta er eina svæðið á Íslandi sem er þannig flokkað. Þar er náttúran í fyrsta sæti og maðurinn verður að laga sig að henni. Aðgengi er þar jafnan erfitt, engir akvegir, engin þjón­ usta og innviðir frumstæðir. Um 6.000 ferðamenn leggja leið sína á Hornstrandir árlega, helmingurinn Íslendingar. Dagsferðalöngum hefur fjölgað mikið hin síðari ár, aðallega eru það farþegar af skemmtiferðaskipum sem koma með áætlunarbátum frá Ísafirði. „Fólkið kemur þá til Hesteyrar og dvelur í nokkrar klukkustundir. Fær sér kaffi í Lækn­ ishúsinu eða fer í stuttar gönguferðir. Þessar ferðir hafa minnst áhrif á viðkvæma náttúruna enda dvölin stutt og hópunum stýrt í gegnum svæðið,“ segir Jón Björnsson landvörður á Hornströndum.36 Hann segir það ekkert sérstakt keppikefli aðstandenda friðlandsins að Ferðamenn á Hesteyri í Jökulfjörðum. fjölga ferðamönnunum utan Hesteyrar. „Mikil fjölgun ferðamanna myndi sennilega hafa neikvæð áhrif jafnt á náttúru svæðisins sem upplifun gesta, enda sækja flestir Hornstrand­ ir heim vegna einangrunar og fámennis. Gildi svæðisins felst ekki síst í því.“ Menn hafa verið meðvitaðir um þennan þátt og hafa reynt að stýra ferðamannastraumnum með verðlagningu og öðrum úrræðum. Hornstrandir eru erfitt landsvæði; þar eru sumrin stutt og veðurfar umhleypingasamt. Yfirleitt er snjór á svæðinu fram í júní og þar haustar snemma. Oft er komið næturfrost í byrjun ágúst. Um 30% þeirra sem sækja Hornstrandir heim eru göngufólk, bæði Íslend­ ingar og erlendir náttúruskoðarar. „Vegna aðstæðna á svæðinu gerir friðlandið miklar kröfur til gesta sinna um reynslu, þekkingu á óbyggðaferðum og útbúnað,“ segir Jón. „Langstærsti hluti gesta uppfyllir þær og sækir reyndar í heimsóknir á svona svæði. Þeir ganga vel um og eru meðvitaðir um skyldur sínar gagnvart náttúru og umhverfi svæðisins svo og nærsamfélagi þess.“

Íbúafjöldinn margfaldast á sumrin Sívaxandi ferðamannastraumur hefur leitt til þess að jafnvel afskekktustu staðir landsins lifna við á háannatíma ferðaþjónustunnar. Það á við um nyrsta og fámennasta sveitarfélag Strandasýslu, Árneshrepp. Hinn 1. janúar 2013 töldust íbúar þessa landmikla hrepps vera 54 og flest hús eru komin í eyði. Samgöngur á vetrum eru mjög erfiðar og því lítið um gestakomur þá mánuði. Samt er heilsárshótel í Reykjarfirði, Hótel Djúpavík. Frá árinu 1985 hafa þau Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson staðið þar vaktina, þrátt fyrir

296 | FERÐAÞJÓNUSTA heldur litla umferð ferðamanna. Á sumrin gjörbreytist þessi staða. Í júní, júlí og ágúst búa um 400 manns í Árneshreppi og jafnvel á Norðurfirði – þar sem aðeins búa átta manns allt árið – iðar allt af lífi. „Það er ævinlega fullt af gestum og um það bil helm­ ingur þeirra eru erlendir ferðamenn af margvíslegu þjóð­ erni,“ segja hjónin Sveinn Sveinsson og Margrét Nielsen sem reka Kaffi Norðurfjörð, fullbúið veitingahús í eigu Árneshrepps fyrir allt að 50 gesti.37 Sveinn hefur verið veitingastjóri og rekstrarstjóri í nærri hálfa öld, fyrst á Hótel Sögu, þar sem hann vann í 35 ár og síðan í Bláa lón­ inu og Sjávarkjallaranum. Á Kaffi Norðurfirði er lögð áhersla á mat úr héraðinu, heimabakað brauðmeti og fiskurinn er auðvitað úr Norðurfirði. Veitingahúsið er opið þrjá Í Norðurfirði má æfa sveifluna og slá kúlur í fang Ægis mánuði á ári, frá byrjun júní til loka ágúst. Ferðamannatíminn er ekki lengri þar um slóð­ sem skilar þeim oftast aftur. Hér munda þau Margrét og Sveinn kylfurnar – að vísu í öfuga átt. ir, en á meðan á honum stendur eru hreppsbúar nærri tífalt fleiri en á öðrum árstímum og flestir sinna þá ferðamönnum. Nokkur hús sem ekki þjóna lengur upprunalegu hlut­ verki sínu hafa verið innréttuð á ný með þarfir ferðamanna í huga og nokkur sumarhús hafa verið reist í Norðurfirði og víðar. Dæmi um það er gistiaðstaðan Urðartindur þar sem fjögur herbergi með baði eru komin á gamla hlöðuloftið. Þar eru líka sumarhús og tjald­ stæði, auk þess sem hægt er að komast í siglingar, m.a. til Hornstranda. Á Norðurfirði má því segja að allt sé til alls. Í næsta nágrenni er náttúrulaug í fjöruborð­ inu, Krossneslaug, og Sveinn og Margrét eru með frumlegasta golfvöll landsins. Völlurinn er hafið sjálft: Af mottu í fjörunni er boðið upp á að slá teighögg út á Atlantshafið með sérstökum flotkúlum sem svo skila sér flestar með haföldunni í fyllingu tímans.

Ferðamannafjós Þjónusta við ferðamenn á landsbyggðinni tók miklum breytingum með auknum ferðamanna- straumi. Hefðbundin sveitastörf urðu í vaxandi mæli aðdráttarafl fyrir ferðamenn og víða skutu upp koll- inum veitingahús við fjós, svokölluð ferðamanna- fjós. Vogafjós við Mývatn var meðal þeirra fyrstu. Það var opnað árið 1999 og þar er bæði hægt að fylgjast með kúnum meðan borðað er og kaupa af- urðir beint frá býli.

FERÐAÞJÓNUSTA | 297 Á hjara veraldar Raufarhöfn er annar afskekktur en áhugaverður staður. Norðurhjari, klasi ferðaþjónustu­ aðila allt frá Kelduhverfi til Bakkafjarðar, leggur áherslu á að efla ferðaþjónustu á þessu svæði og veitir ekki af. Þar hefur aukinn ferðamannastraumur til landsins ekki breytt miklu fyrir íbúana og fólki fækkar. Hátt í 500 manns bjuggu á Raufarhöfn á velmektarár­ um bæjarins 1960-1980, en árið 2013 töldust þeir vera 169. „Tækist að tengja betur norðausturhornið og gersemar þess við hina hefðbundnu ferða­ mannastaði Norðurlands yrði það mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu austan Tjörness,“ segir í þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi 2001-2002.38 Bent er á að hátt í 100 þúsund ferðamenn komi í Ásbyrgi og þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum árlega. Fæstir þessara ferðamanna skila sér til Raufarhafnar. Hópurinn hefur þó heldur stækkað allra síðustu ár. Áætlað er að árið 2005 hafi 17.000 ferðamenn komið til Raufarhafnar, en árið 2012 voru þeir 29.000, liðlega helmingurinn Íslendingar.Hótelstjórinn á Raufarhöfn, Erlingur B. Thoroddsen, finnur ekki fyrir mikilli aukningu. „Gestafjöldinn hefur verið mjög svipaður hér þau 18 ár sem ég hef rekið Hótel Norður­ ljós,“ segir hann.39 „Munurinn felst einkum í því að nú er minna um hópa og meira um einstaklinga. Það er löng leið frá Reykjavík til Raufarhafnar. Að vísu varð nokkur aukning í gestakomum eftir að hótelið var gert upp árið 2000, en mestu breytti þó að við fengum vandlátari viðskiptavini eftir breytingarnar. Við höfum opið allt árið þótt lítið sé að gera að vetrinum, enda búum við hér, fjölskyldan.“

Hluti Heimskautsgerðis við Raufarhöfn en fullgert verður það líklega stærsta útilistaverk landsins.

298 | FERÐAÞJÓNUSTA Samgöngur á Norðausturlandi hafa batnað nokkuð síðustu árin. Sumt af því hefur komið byggðunum á Melrakkasléttu til góða, annað hefur ef til vill hamlað för ferðamanna á þær slóðir. Þannig varð mikil bót af hinum nýja Hófaskarðsvegi, en á móti kemur að nýr og betri vegur að Dettifossi virðist hafa leitt til þess að ferðamenn láta duga að fara þangað. Fjöldi ferðamanna að Dettifossi jókst um 30% á tveimur árum, úr 124.000 árið 2010 í 163.000 árið 2012. Á sama tíma fjölgaði ferðamönnum aðeins um 2% í Ásbyrgi. Munaði þar mestu að íslenskum ferðamönnum fækkaði um 7%.40 Uggur ferðaþjónustuaðila á norðausturhorninu um að hálfur Dettifossvegur væri verri en enginn fyrir ferðaþjónustu á svæðinu virðist því hafa verið á rökum reistur. Þetta horfir þó til bóta, því seinni áfangi Dettifossvegar í Kelduhverfi er á áætlun. Heimskautsgerðið sem hafin var bygging á árið 2008 mun eflaust laða fleiri til Rauf­ arhafnar. Erlingur er hugmyndasmiðurinn og segir hann að yfir sumarið sé geysimikil umferð fólks sem kemur til að skoða mannvirkið. Gerðið verður stærsta útilistaverk á Íslandi og einstakt á heimsvísu. Það mun virkja miðnætursólina við heimskautsbaug og rís utan um goðsögulegan hugarheim og dvergatal Völuspár. Heimskautsgerðið verður 52 metrar í þvermál þegar byggingu þess lýkur.

Hátíð í bæ Landið er fagurt og frítt – en ekki síður fjörugt. Bæjarhátíðir af ýmsu tagi fóru snemma á öldinni að draga að sér fjölda ferða­ manna, einkum þó Íslendinga. Flestar hafa hátíðirnar verið haldnar á sumrin og fljótlega gat fólk auðveldlega varið sum­ arfríinu í að flakka á milli þeirra og taka hringferð um landið í leiðinni. Yfirbragð hátíðanna er mismunandi og allt mögulegt haft í hávegum svo sem menning, matur, tónlist, bílar, söfn eða súpur. Svo dæmi sé tekið þróaðist bæjarhátíðin á Dalvík í árlegan stórviðburð. Fiskidagurinn mikli varð ein stærsta útihátíð landsins með tugi þúsunda gesta. Upphaflegu hugmyndina átti Þorsteinn Aðalsteinsson fiskverkandi sem lengi hafði dreymt um að hóa saman Dalvík­ Allt að 38.000 manns hafa lagt leið sína til Dalvíkur á ingum niður við höfn með grillin sín og gefa þeim fisk á glóðirnar. Hann fékk fleiri í lið Fiskideginum mikla. með sér og fyrr en varði var hugmyndin orðin að heilmikilli matarhátíð. Meistarakokk­ urinn Úlfar Eysteinsson, frá Þremur Frökkum í Reykjavík, útbjó fjölda rétta úr alls kyns sjávarfangi fyrir gesti. Fyrsta hátíðin var haldin árið 2001 og var búist við þrjú til fimm þúsund gestum. Þegar Úlfar heyrði að ekki stæði til að rukka neitt fyrir matinn, þagði hann um stund og sagði svo: „Nú, þetta er bara Fiskidagurinn mikli.“ Nafnið festist við hátíðina sem haldin er fyrrihluta ágústmánaðar. „Gestir á fyrsta Fiskideginum héldu sumir að það væri eitthvað í smáa letrinu í boðs­ kortinu sem gerði það að verkum að þeir þyrftu að lokum að borga. En það er ekkert

FERÐAÞJÓNUSTA | 299 Siglufjörður blómstrar á ný Þegar síldin hvarf af miðunum Norðanlands árið 1964 lauk blóma- skeiði nyrsta kaupstaðar landsins, Siglufjarðar. Þar höfðu búið rúmlega 3.000 manns þegar best lét auk fjölda farandverkafólks sem þar vann á vertíðum. Stundum lágu hundruð skipa á firðinum þegar ekki gaf á sjó – og fjölgaði þá enn í fjörugum bæ. Síld var unnin og brædd á 20 stöðum, reknar voru fjölmargar verslanir yfir vertíðina, flautað á stúlkurnar á planinu og dansað á hótelunum Hvanneyri og Höfn um helgar. Yfir firðinum sveimuðu litlar flug- vélar í síldarleit og vísuðu skipunum á silfur hafsins. Þegar gullárin voru að baki hófst tími hnignunar. Fólkinu fækk- aði, fyrirtæki hurfu og þótt síðar kæmi til annars konar útgerð og vinnsla sjávarfangs, varð yfirbragð bæjarins aldrei samt og áður. Til að minnast fornrar frægðar var Síldarminjasafnið opnað árið 1991 og hefur síðan árlega laðað að þúsundir gesta. Safnið hefur hlotið margskonar viðurkenningar fyrir framsetningu, m.a. Evrópuverðlaun safna árið 2004. Siglfirðingar gerðu átak í því að laga ásýnd bæjarins, gera upp hús og mála í glaðlegum litum. Héðinsfjarðargöng voru opnuð árið 2010 og bættu þau samgöngur á norðanverðum Tröllaskaga verulega. Umferð til Siglufjarðar stórjókst og ferðamönnum fjölgaði. Mikil uppbygging hófst í ferðaþjónustu og afþreyingu í kjölfarið: Smábátahöfnin var löguð, kaffihús og veitingastaðir voru opnuð á kæjanum, golfvöllur og skíðasvæði voru endurbætt og fyrirhuguð var bygging hótels við höfnina. Margt af þessu var að frumkvæði Rauðku, félags í eigu athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar. Fleiri skipulögðu lúxusferðamennsku á svæðinu sem tengd- ist meðal annars veiðiskap í Fljótum og þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga. Allt í því augnamiði að gera Siglufjörð að eftirsóttum ferðamannastað.

smátt letur og hefur aldrei verið,“ segir Júlíus Júlíusson sem hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi.41 Gestirnir á Fiskideginum fyrsta voru ríflega sex þúsund en þeim fjölgaði ár frá ári. Flestir hafa þeir orðið 38.000. Það var árið 2009.

Austfirðir taka við sér Þróun ferðaþjónustu á Austfjörðum var lengi vel nokkuð hægari en víðast annars staðar á landinu. Margir fóru um landsfjórðunginn en flestir virtust á leið eitthvert annað og stöldr­ uðu stutt við. Þessu vildu Austfirðingar breyta og sömdu ýmsar áætlanir á tíunda áratugn­ um til þess að laða að fleiri ferðamenn. Helst var lögð áhersla á matarmenningu, veiðar og bátsferðir. Upp úr aldamótum var náttúran sett í forgrunn í allri kynningu enda leiddu kannanir í ljós að ferðamenn sæktust einkum eftir því að njóta sérstæðrar náttúru og landslags. Ferðaþjónustan á Austurlandi fékk vind í seglin og fjölgaði gistinóttum á hót­ elum og gistiheimilum eystra um heil 190% á árunum 2000-2013.42 Flestir ferðamenn á Austurlandi fara um Egilsstaði. Reynt var að fá þá til að staldra við á minni stöðum og skoða perlur á borð við Steinasafn Petru á Stöðvarfirði, Hengifoss í

300 | FERÐAÞJÓNUSTA Fljótsdal, trjásafnið og skóginn á Hallormsstað, svo eitt­ hvað sé nefnt. Sérstæður fjallahringurinn á Borgarfirði eystri hefur lengi heillað ferðamenn. Um aldamótin bjuggu þar aðeins um 150 manns. Hins vegar fór aukið líf að færast í þorpið Bakkagerði á sumrin þegar ferðamönnum fjölgaði þar ört á nýrri öld. Frá Bakkagerði leggja margir upp í göngur um fjöll og nærliggjandi sveitir, þar á meðal Loðmundarfjörð. Hin árlega tónlistarhátíð, Bræðslan, hefur einnig dregið marga að, enda troða þar upp margir af helstu tónlistar­ mönnum landsins. Færri komast þar að en vilja en frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2005 hefur nánast alltaf verið uppselt á hana. Þetta litla bæjarfélag getur ekki tekið á móti ótakmörkuðum fjölda gesta og eru því aðeins seld­ ir 850 miðar á hátíðina. Bakkagerði tekur þá á sig mjög breytta mynd, sönglandi fólk hvert sem litið er og tjald­ búðir í flestum húsagörðum. Drífandi fólk er víðar að finna á Austfjörðum. Á Fáskrúðsfirði var lagt í stórt verkefni til að bæta ásýnd bæj­ arins og gera hann að viðkomustað ferðamanna. Einn af þremur spítölum sem franska ríkið byggði á Íslandi til að þjóna frönskum fiskimönnum var reistur á Fáskrúðsfirði árið 1903. Þegar þeim veiðum var hætt um 1940 var spít­ alinn fluttur í Hafnarnes þar sem hann var nýttur sem íbúðarhús og skóli.Húsið mátti muna sinn fífil fegurri þeg­ ar hafist var handa við endurgerð þess undir stjórn Minja­ nefndar nærri sjötíu árum síðar. Þá var það flutt á upprunalegan stað neðan við Læknishúsið og húsin tvö tengd með göngum undir Hafnargötuna. Þar var sett upp miðstöð ferðaþjónustu fyrir svæðið og Fosshótel tóku hluta hússins á leigu fyrir þriggja stjörnu hótel. Jafnframt var þar opnaður veitingastaður Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði hefur tekið miklum stakkaskiptum. og sýning um veiðar franskra sjómanna við Íslandsstrendur sem spönnuðu nærri fjórar aldir.

Sagan í máli og myndum „Við vorum lengi leiðsögumenn hjá Íshestum og þar kynntumst við því hve mikils virði það er að geta sagt ferðamönnum sögu,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir sem árið 2006 kom upp Landnámssetri Íslands í Borgarnesi ásamt manni sínum, Kjartani Ragnars­ syni.43 Þau sáu í starfi sínu þá miklu möguleika sem felast í sögu landsins og koma að gagni í ferðaþjónustu. „Í Íslendingasögunum eru staðháttarlýsingar svo nákvæmar að það

FERÐAÞJÓNUSTA | 301 er hægt að sjá enn í dag hvar hvað gerðist og örnefnin eru ennþá þau sömu.“ Þetta kveikti hugmyndina um að nýta menningararf­ inn. Þau ákváðu að fara í vikulangt ferðalag og kynna sér uppbygginguna í Flatey, á Ísafirði og Siglufirði þar sem búið er að gera mikla andlitslyftingu á gömlum húsum. Þau lögðu líka leið sína á Hofsós þar sem Drangeyjarsafn og Vesturfarasetrið draga að sér þúsundir ferðamanna ár hvert. Allir þessir staðir og margir fleiri hafa lagt áherslu á menningartengda ferðaþjónustu. „Markmiðið var ekki ferðaþjónusta. Hún er afleið­ ingin,“ segja þau. „Við getum sagt sögurnar hvort sem þær eru sannar eða ekki. Þetta er menningararfur. Við erum að reyna að lyfta honum upp og útlendingum Kjartan og Sigríður Margrét við Landnámssetrið í finnst sagan frábær og merkileg.“ Borgarnesi. Landnámssetrið er mitt í sögusviði Egilssögu og þar eru sýningar þar sem landnáms­ sagan og saga Egils Skallagrímssonar eru raktar með mjög myndrænum hætti og hljóð­ leiðsögn sem hægt er að fá á 14 tungumálum. Eins hefur verið útbúin leiðsögn í snjallsíma um sögusvið Egilssögu á þeim stöðum sem atburðirnir gerðust. Gestir Landnámsseturs urðu um 40 þúsund á ári þegar komið var fram á 21. öldina og útlendingar voru þá ríflega helmingur gesta, aðallega Norðurlandabúar. Landnámssetrið er að stofni til í litlu pakkhúsi frá tímum Thors Jensen en það hefur verið stækkað svo lítið ber á. Undir súð í þessu litla húsi er svo leikhús þar sem settar eru upp margar og frumlegar sýningar á hverju ári við góða aðsókn. „Við ætluðum aldrei að reka þetta,“ segir Kjartan. „Við réðum okkur bara í einn vetur

Vesturfarasetrið setur mikinn svip á Hofsós. til að þróa hugmyndina og gera viðskiptaáætlun. En við erum hérna enn.“

302 | FERÐAÞJÓNUSTA Meiri menning Menningartengd ferðaþjónusta hefur víðar unnið sér sess í þjóðfélaginu. Sögusetrið á Hvolsvelli á sér orðið nokkra sögu. Það varð til fyrir aldamótin 2000, kannski ekki síst fyrir tilstilli Arthurs Björgvins Bollasonar og hefur æ síðan hýst merkar sýningar og söfn, auk þess sem boðið er upp á alls kyns menningarviðburði. Brennu-Njálssaga vekur athygli Næturferð erlendra gesta og á góðum degi má sjá hópa víkinga á stjái með vopn sín og verjur. Starfs­ Illt er að vera einn á gangi fólk á Sögusetrinu fer auk þess gjarnan í ferðir með fólk um sögusvið Njálu og veitir því úfið svarrar brim við hlein, fræðandi leiðsögn á nokkrum tungumálum. fjörulalli felst í þangi, Á Vesturfarasetrinu á Hofsósi er þeirra Íslendinga minnst sem fluttust til Norður-Ameríku ferlegt skrímsl á bak við stein. á árunum 1850-1914. Safnið var stofnað árið 1996 og markmiðið var að segja sögu fólksins sem fór og efla tengslin milli afkomenda þeirra og frændfólksins á Íslandi. Þetta hefur tekist Harður ótti vitund vekur, með miklum ágætum. Starfsemi safnsins hefur eflst með hverju árinu og aðsókn er mikil. vefur myrkur freðna jörð. Í rannsókn á menningartengdri ferðaþjónustu voru talin alls 18 setur, söfn og sýningar Hugur sagnir rammar rekur á Vestfjarðakjálkanum. Liggur nærri að í hverjum þéttbýliskjarna landshlutans hafi verið reimleika við Arnarfjörð. stofnað til starfsemi sem tengist ferðaþjónustu. Þar á meðal er sýning um galdramál 17. (Hafliði Magnússon frá Bíldudal) aldar á Hólmavík, galdrasýningin Strandagaldur. Hún var opnuð árið 2000 og laðar árlega að sér þúsundir gesta, aðallega útlendinga. Skrímslasetrið á Bíldudal sem tók til starfa árið 2009 í gömlu iðnaðarhúsi er annað vel heppnað dæmi. Þar er haldið utan um skrímslasögur úr Arnarfirði og á margmiðlunar­ borði í safninu öðlast þær líf. Náttúra Arnarfjarðar er stórbrotin og margt hefur virst ógnvænlegt þegar fólk þurfti að ganga langar leiðir með hrikaleg fjöll á aðra hönd og ólg­ andi hafið á hina. Fjöldi brottfluttra Arnfirðinga vildi leggja gömlu heimabyggðinni lið við að gera hana eftirsóknarverðan viðkomustað ferðamanna. Það var sýnt í verki með því að leggja þúsundir vinnustunda í að gera iðnaðarhúsið að safni og síðan hefur bæst við veit­ ingasala og sitthvað fleira. Utar í Arnarfirði er svo Selárdalur þar sem Samúel Jónsson, oft nefndur listamaðurinn

FERÐAÞJÓNUSTA | 303 með barnshjartað, skildi eftir sig einstæð verk, höggmyndir og byggingar. Veður og vind­ ar höfðu leikið þær grátt en hópur áhugamanna tók sig til og vann ötullega að endurreisn þessa óvenjulega listasafns. Þar með gátu ferðamenn aftur notið þess að heimsækja þenn­ an eftirtektarverða stað.

Hollywood norðursins Íslenskt landslag hefur af og til verið bakgrunnur í erlendum auglýsingum og fáeinum kvikmyndum. Um aldamótin var gerð tilraun til að laða að erlenda kvikmyndaframleið­ endur með því að bjóða allt að 20% skattaafslátt fyrir myndir sem teknar væru upp hér­ lendis. Endurgreiðslan var þó háð því að myndin kynnti íslenska náttúru eða þjóðlíf. Erlendir kvikmyndaframleiðendur nýttu sér þetta í vaxandi mæli á fyrsta áratug ald­ arinnar en á árinu 2012 tók þessi grein flugið. Hver stórmyndin á fætur annarri fékk íslenskt yfirbragð og heimsþekktar stórstjörnur settust hér að um stundarsakir meðan á tökum stóð. Ísland varð Hollywood norðursins. Dvöl stórleikaranna hafði þannig áhrif á marga þeirra að þeir eru óþreytandi við að bera lof á land og þjóð í viðtölum erlendis. Erlendar stórmyndir hafa vakið athygli umheimsins á Íslandi. Ben Stiller er einn þeirra sem komst þannig í „Í fyrsta lagi er það sú mikla starfsemi og gróska sem er í kringum þennan iðnað. Aðil­ hóp Íslandsvina. ar eins og framleiðendur Game of Thrones, Oblivion og Walter Mitty hafa komið hingað til lands og það skapar mikla atvinnu og umsvif,“ sagði Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Veitingavagn farandmötuneytisins minnir um Íslandsstofu.44 „Síðan vekur þetta athygli erlendis þegar menn átta sig á því að það sé margt á bandarískan diner. verið að taka upp á Íslandi. Í þriðja lagi er að fara í gang ferðaþjónusta sem snýr að því að heimsækja þessa tökustaði og fá að sjá hvar ákveðin skot úr þessum myndum voru tekin upp og annað slíkt. Þannig að þegar upp er staðið tel ég að heildaráhrifin af þessu geti verið ansi mögnuð.“ Hliðaráhrif kvikmyndagerðarinnar eru því umtalsverð – og margs konar. Þannig sáu veitingamennirnir í Laugaási tækifæri í þess­ ari nýju grein. Feðgarnir Ragnar Guðmunds­ son og Guðmundur Kristján Ragnarsson höfðu lengi rekið umsvifamikla veisluþjón­ ustu samhliða veitingahúsinu í Laugarásnum og höfðu þjónustað erlend sjónvarps- og kvikmyndatökulið frá árinu 1998. Oft þurftu þeir að koma upp skyndi-mötuneyti utan bæjarmarkanna. Ýmsar tökur fóru fram á hálendinu, þar sem hvorki er að finna raf­ magn né rennandi vatn, svo feðgarnir fjár­ festu í fullkomnu farandeldhúsi frá Þýskalandi.

304 | FERÐAÞJÓNUSTA Þetta er sérsmíðað torfærutröll með eigin rafstöð og vatnskerfi sem þolir 35 gráðu frost. Að Hvert fara rúturnar á veturna? Frá því snemma vors og fram á haust má hvarvetna sjá rútur í öllum regnbogans litum. Um 40 rútufyrirtæki voru starfrækt á landinu árið 2014 með samtals 2.179 hópferðabíla í sinni þjónustu. Á haustin – um það leyti sem farfuglarnir fljúga suður á bóginn – verða þessi stóru ökutæki minna áberandi. En hvað verður um þau? „Fyrir aldamót var talsvert gert af því að leigja rúturnar í verkefni erlendis yfir veturinn, en það er lítið um það núorðið,“ segir Þórir Garðarsson hjá Iceland Excursions/ Allrahanda.45 „Hjá okkur er mun meira að gera yfir veturinn en áður, þannig að nýtingin á rútunum hefur batnað frá því sem var og það á við um fleiri rútufyrirtæki.“ Bílaleigubílarnir eru líka tæki sem eru misjafnlega eftirsótt eftir árstíðum. Þeim hefur fjölgað geysimikið og skipta þúsundum. Á sumrin eru þeir vel yfir 10.000 talsins. Stærsta bílaleiga landsins, Bílaleiga Akureyrar – sem hefur starfað frá árinu 1966 – rekur 16 afgreiðslur víðsvegar um landið og hún er með 3.000 bíla í gangi á sumrin og 1.600 að vetrinum. Steingrímur Birgisson forstjóri fyrirtækisins segir að það hafi aukist að Íslendingar leigi bíla á veturna, yfirleitt sem aukabíl á heimilið, og það dragi örlítið úr sveiflum. Engu að síður sé þó taprekstur á bílaleigunum um níu mánuði á ári, en það jafnist yfirleitt út á sumrin.Þetta breytist lítið með aukinni vetrarferðamennsku, þótt vissulega hafi eftirspurn aukist. Ferðamenn leigi sér þá mun sjaldnar bíl en á sumrin. „Ég geri ekki ráð fyrir miklum breytingum á þessari þróun,“ segir hann.46 „Megnið af vetraraukningunni skilar sér meira í rútu- og jeppaferðir.“ Steingrímur varar við gullgrafaraæði sem hann telur vera víða í ferðaþjónustu. Það sé of mikið um óskráðan rekstur og í bílaleigubransanum sé stundum boðið upp á gamla bíla sem jafnvel sé undir hælinn lagt hvort hafi verið skoðaðir eða tryggðir.

auki var smíðaður tengivagn sem hægt er að smella aftan í eldhúsbílinn og draga hvert á land sem er. Í honum er veitingasalur með sæti fyrir 32 gesti – nánast fullkomin eftirlíking af bandarískum diner. „Það hefur aðeins reynt á kuldaþolið,“ segir Guðmundur Kristján í samtali árið 2014.47 „Við vorum með bílinn á Mývatni í vetur þar sem verið var að taka upp auglýsingu fyrir Goodyear og frostið fór niður í 25 stig. Með vindkælingu var í raun enn kaldara. En bíllinn klikkaði ekki.“ Feðgarnir eru orðnir sjóaðir í þessum veitingarekstri og hafa verið í allt að sex vikna úthaldi með eldhúsbílinn á hálendinu. „Eitt sinn þurftum við að útbúa kvöld­ verð fyrir 350 manns við Heklurætur með aðeins klukkustundar fyrirvara. Þá var gott að eiga birgðir í búrinu.“ Í gegnum starf sitt hefur Guðmundur kynnst mörgum af stærstu stjörnum kvik­ myndanna en er þögull sem gröfin þegar hann er beðinn um sögur af þeim. Segir þó þetta: „Eiginlega hefur mér fundist þeir auðmjúkari eftir því sem þeir eru frægari. Einna sterk­ ustu nærveru fannst mér þó Anthony Hopkins hafa – ég er stoltur af því að hafa eldað fyrir hann góðan, íslenskan mat.“

FERÐAÞJÓNUSTA | 305 Gríðarleg sókn í ferðaþjónustunni FERÐAÞJÓNUSTAN SKAPAR MESTAR GJALDEYRISTEKJUR Samkvæmt nýjustu útreikn- skapar þjóðarbúinu mestar at- er að ekki er langt í að árlegur ingum Hagstofunnar er ferða- vinnutekjur. Vöxturinn í grein- fjöldi erlendra ferðamanna á Ís- þjónustan sú atvinnugrein sem inni er með ólíkindum og ljóst landi nái einni milljón.

BORGA FYRST – Lonely Planet: SKOÐA SVO ÍSLAND Í Gjaldtaka á ferðamannastöðum EFSTA SÆTI virðist vera að færast í vöxt og sýn- Eitt þekktasta ferðamálafyrir- ist sitt hverjum. Nauðsynlegt er að tæki heims, Lonely Planet, setti hlúa að vinsælustu stöðunum og Ísland í efsta sæti lista síns um byggja þar upp þjónustu, og það áhugaverðustu staði veraldar árið 2010.Árið 2012 var landið kostar vissulega sitt. Brýnt er að enn á meðal 10 efstu staðanna mótuð verði stefna í þessum málum og Reykjavík var valin áhuga- sem allra fyrst. verðasta borgin.

HVAÐ ÞOLIR HÁLENDIÐ MIKIÐ ÁLAG? Stjórnvöld hafa sett af stað rannsóknarvinnu sem miðar að því að meta hvar þolmörkin liggja í víð- ernum Íslands, hvað fjölda ferðamanna varðar. Íslenskar óbyggðir og víðerni eru gersemar sem hlúa þarf að, annars er hætt við að landið glati 306 | FERÐAÞJÓNUSTA sérstöðu sinni. horft til framtíðar

Saga ferðaþjónustunnar er enn í mótun. Líklegast er hápunktur hennar ekki einu sinni í augsýn. Það hefur hins vegar margt gerst á langri vegferð allt frá því fyrstu erlendu gest- irnir fóru að sækja Íslendinga heim til að njóta einstæðrar náttúru landsins og gestrisni íbúa þess. Í hugum margra Íslendinga varð ferðaþjónusta lausnarorðið eftir bankahrun og eldgos í Eyjafjallajökli. Margir hugðu gott til glóðarinnar, breyttu um starfsvettvang og helltu sér í ferðaþjónustu. Að sama skapi fjölgaði ferðamönnum mjög hratt á þessum árum og horfðu menn til þess að þeir gætu orðið ein milljón árið 2014 – eða þrefaldur íbúafjöldi landsins. Ferðaþjónusta er í gífurlegri sókn og náði því í fyrsta sinn árið 2013 að verða sú atvinnugrein sem skapaði mestu gjaldeyristekjurnar. Slíkur vöxtur hefur bæði kosti og galla enda fylgir vandi vegsemd hverri.

Máttur samstöðunnar Undir hatti ferðaþjónustunnar rúmast ótalmargt. Tugþúsundir Íslendinga hafa atvinnu af þjónustu við ferðamenn en margfeldisáhrif greinarinnar eru miklu víðtækari; áhrifa henn- ar gætir á nánast öllum sviðum samfélagsins. Sá sem selur bensín á bílaleigubílinn á Þórs- höfn, afgreiðir ís í brauðformi í Hveragerði, þvær línið af hótelinu á Höfn, prentar bæklingana fyrir Sæferðir í Stykkishólmi, þrífur snyrtiaðstöðu í Leifsstöð, hefur umsjón með sundlauginni í Neskaupstað, selur sætabrauð í bakaríinu í Vestmannaeyjum eða útbýr vefsíðu fyrir ferðaþjónustuna að Hofi í Öræfasveit – allt tekur þetta fólk beint eða óbeint þátt í ferðaþjónustu. Einhverjum taldist til að greinar hennar væru ekki færri en

FERÐAÞJÓNUSTA | 307 þrjátíu og fyrirtækin innan þeirra ólík. En hagsmunirnir fara iðulega saman. Þess vegna hefur reynst mikilvægt að hafa sameiginlegan málsvara. „Starfið hefur ekki síst verið fólgið í því að vera á verði og hindra að slæmar hugmynd- ir verði að veruleika, svo sem stórhækkanir skatta og gjalda,“ segir Erna Hauksdóttir sem var í forsvari fyrir ferðaþjónustuna um áratugaskeið.1 Fyrst starfaði hún hjá Sambandi Fjöldi rúma á hótelum og veitinga- og gistihúsa en síðar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar þar sem hún var fram- gistiheimilum: kvæmdastjóri frá stofnun þeirra til ársloka 2013. 2000-2013 – aukning upp á 123% Samtökunum tókst t.d. að hnekkja áformum stjórnvalda um hækkun virðisaukaskatts (fá tölurnar fyrir árin 2000, 2005, 2010 og á gistingu haustið 2012. Það taldi formaður SAF mikinn sigur. „Enn gætir þó nokkurs 2013) misræmis í skattlagningu ferðaþjónustunnar allrar og við höfum lagt til að heildarendur- skoðun verði gerð á þessari hraðvaxandi atvinnugrein,“ segir Árni Gunnarsson.2 Baráttunni fyrir hagsmunum ferðaþjónustunnar er langt í frá lokið. „Það hefur orðið talsverð breyting víða í rekstrarumhverfinu frá stofnun SAF og oft þurfti að berjast hart fyrir jákvæðum breytingum,“ segir Erna. „Við höfum líka lagt mikla áherslu á að koma ferðaþjónustunni og málefnum hennar á framfæri í fjölmiðlum. Það var oft örðugt í upp- hafi. Áhuginn var takmarkaður, en það hefur gjörbreyst eftir að ferðaþjónustan efldist eins og raun ber vitni. Lán samtakanna hefur verið að hafa öfluga forystu, formennina Stein Loga Björnsson, Jón Karl Ólafsson og Árna Gunnarsson, auk þess sem margir stjórnar- menn hafa lagt mjög mikið af mörkum til starfsins.“

Ísland allt árið – vaxtarverkir Markaðsherferðin Inspired by Iceland þótti takast einkar vel. Hún var því höfð til fyrir- myndar þegar ákveðið var að gera átak í að lengja ferðamannatímann. Ísland allt árið var yfirskrift þriggja ára átaksverkefnis opinberra aðila og rúmlega 100 einkafyrirtækja sem hófst haustið 2011.

Jólasveinarnir hafa lagt ferðaþjónustunni í Mývatns- sveit lið með því að taka á móti gestum í Dimmu- borgum á aðventunni. Aðsóknin hefur verið mjög góð og eflt vetrarferðamennsku á Norðurlandi. Fyrir þetta nýmæli hlaut fyrirtækið Mývatn ehf. Nýsköp- unarverðlaun SAF árið 2004.

308 | FERÐAÞJÓNUSTA „Tilgangurinn var að jafna árstíðasveiflur í komu ferðamanna til landsins og fjölga heilsársstörfum í ferðaþjónustu,“ segir Helga Haraldsdóttir, stjórnarformaður átaksins og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.3 „Sett voru markmið um að fjölga ferðamönnum utan háannar um hundrað þúsund á þremur árum eða um 12 prósent á ári. Það hefur tekist og vel það.“

Þótt landið allthafi verið vandlega kynnt á vegum Inspired by Iceland og Ísland allt árið Rúmlega þriðjungur erlendra sumarferðamanna hefur þó hinn mikli vöxtur í ferðamennsku á vetrum aðallega verið bundinn við höfuð- skoðar fugla í Íslandsferðum sínum, að því er borgarsvæðið og nærsveitir. Helsta ástæðan fyrir því að landsbyggðin fjær Reykjavík situr kannanir sýna. Í mörgum tilvikum fer fuglaskoðunin fram samhliða annarri náttúruskoðun en hluti þessa óbætt hjá garði eru erfiðar samgöngur. hóps kemur gagngert hingað til lands í þeim tilgangi „Við erum búin að berjast hér í 50 ár við það að lengja ferðamannatímann en árang- að skoða fugla. Einna áhugasamastir um þessa iðju urinn er ekki í samræmi við það,” segir Pétur Snæbjörnsson, eigandi Hótels Reynihlíðar eru ferðamenn frá Benelux-löndunum og Suður- við Mývatn.4 „Það er vegna þess að ekki er tekið á grunnþættinum, sem er samgöngukerf- Evrópu. Mývatnssveit er meðal vinsælustu svæðanna til fuglaskoðunar og þar er að finna eitt stærsta fugla- ið, innviðir þess og uppbygging. Það þýðir lítið fyrir okkur að búa til pakka og markaðs- safn í einkaeigu, Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar setja þá ef enginn kemst til okkar.” að Ytri-Neslöndum. Auk veglegs safnkosts er þar að Innviðirnir – grunnstoðir ferðamennsku – voru þannig ekki undir það búnir að taka á finna góða aðstöðu til fuglaskoðunar við vatnið.

FERÐAÞJÓNUSTA | 309 Ferðamenn á göngu um öræfin í Vatnajökulsþjóð- móti þeim mikla fjölda sem streymdi til landsins í kjölfar öflugrar markaðssetningar. Sam- garði. göngukerfið, aðstaða við helstu náttúruperlurnar og þjónusta í bæjum og sveitum héldu vart í við öra fjölgun ferðalanga. Eitt skorti þó ekki: Bjartsýni. Út um allt land var byggt og endurbætt, fararskjótar keyptir og nýjar leiðir markaðar fyrir erlenda ferðamenn. Í takt við spár um frekari sókn ferðaþjónustunnar spratt upp fjöldi hótela og gistiheimila um allt land og í höfuðstaðnum birtust byggingarkranarnir á ný. Þar átti að fjölga hótelherbergj- um um 50% á fáeinum árum. Mörgum virtist þarna vel í lagt.

Náttúran og dýrðin – og þolmörkin Sérstæð náttúran dregur flesta erlenda gesti til Íslands. Um 88% sumargestanna segjast vera hingað komnir vegna hennar og margir flokkast sem sérlegir náttúruferðamenn.4 Þeim fjölgaði mjög á nýrri öld, hlutfall þeirra á heimsvísu fór úr 2% í 20% á einum áratug. Náttúruferðamenn kjósa helst af öllu að upplifa í einrúmi óspillt víðerni, stórkostlegt landslag og nálægð við öfl sem maðurinn fær ekki stjórnað. Jafnvel í okkar strjálbýla landi er því þó ekki alltaf að heilsa nú orðið. Svo mikið hefur þeim fjölgað sem sækja inn á hálendið. Stjórnvöld hafa gert sér grein fyrir því að þessi mikilvæga auðlind er bæði takmörkuð og viðkvæm. Þetta hefur mikið verið rannsakað og árið 2010 var til dæmis lagt í þriggja ára rannsókn undir stjórn Önnu Dóru Sæþórsdóttur landfræðings og Rögnvaldar Ólafs-

310 | FERÐAÞJÓNUSTA sonar eðlisfræðings á þolmörkum ferðamennsku á miðhálendinu. Þar var reynt að meta fjölda ferðamanna og greina upplifun þeirra. Rannsókninni var ætlað að verða grunnur fyrir stefnumótun varðandi framtíðarskipulag auðlindanna í óbyggðunum. „Á þessa auð- lind hefur gengið mjög hratt undanfarin sextíu til sjötíu ár og svo mun væntanlega óhjá- kvæmilega verða áfram um næstu framtíð,“ segir í niðurstöðum rannsóknarhópsins.5 „Mikilvægt er að hægja á og grípa inn í þróunina áður en auðlindin er gengin til þurrðar. Nú þegar má greina ákveðin hættumerki um að þolmörkum ferðamanna sé náð sums staðar á hálendinu.“ Sem dæmi um vinsælt svæði þar sem hættumerkin eru greinileg er Friðland að Fjalla- baki. Þangað lögðu á annað hundrað þúsund ferðamenn leið sína sumarið 2011 sam- kvæmt könnun hópsins. Tæp 15% fóru inn í Eldgjá og 85% í Landmannalaugar. „Ferðamennsku sem gerir út á viðkvæma náttúru þarf að skipuleggja með það að leið- arljósi að náttúran skerðist ekki og á þann hátt að ferðamennskan grafi ekki undan tilvist sinni,“ segir í skýrslunni. „Öðruvísi er ekki hægt að tryggja sjálfbærni atvinnugreinarinnar til framtíðar. Þetta er hins vegar vandasamt því ferðamennskan sjálf veldur því óhjá- kvæmilega að staðir breytast. Eftir því sem staðir öðlast meiri vinsældir og ferðamönnum fjölgar, því styttra er í að þolmörkum staða sé náð. Fjöldinn kallar á aukna uppbyggingu ferðaþjónustu og veldur auknu álagi á umhverfi, þannig að upplifun ferðamanna skerðist.“ Á það er bent að þegar þessum þolmörkum sé náð fari stöðunum að hnigna og í kjölfarið fækki ferðamönnum.6

FERÐAÞJÓNUSTA | 311 Dómsdagsspá frá 1973 Árið 2014 stefndi í að fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi færi yfir eina milljón. Ýmsir vildu gjalda varhug við þessum hraða vexti ferðaþjónustunnar. Svipaðar áhyggjur voru viðraðar fyrir margt löngu þegar ferðamennirnir voru þó ekki nærri eins margir. Árið 1972 voru þeir um 70 þúsund og voru þá 15% fleiri en árið áður. Ef slík aukning héldist áfram reiknaðist mönnum til að þeir yrðu ein milljón árið 1990 og tvær milljónir árið

Umferð ferðamanna við Svartafoss í Skaftafelli 1995. Þessar spár rættust ekki en tilhugsunin nægði Gísla Sigurðssyni til að fyllast óhug. hefur aukist mikið hin síðari ár. Í pistli hans í Lesbók Morgunblaðsins 7. janúar 1973 segir m.a.:

312 | FERÐAÞJÓNUSTA „Horfurnar eru uggvænlegar. [...] Þeir, sem á annað borð þekkja eitthvað til íslenzkrar náttúru, hljóta að sjá hver dómsdagsspá felst í þessu. [...] þá eru sum hin smærri atriði í náttúru landsins geysilega viðkvæm. [...] Lyngið á Lögbergi helga og flosmjúkur mosinn á hraunhólunum þolir ekki áníðslu. Og hvað verður um blágresið í brekkum Skaftafells, þegar stöðugur mannfjöldi treður þær sumarlangt? [...] Við fjallavötnin fagurblá er friður, tign og ró [...] En hverjum kemur til hugar, að það verði friður, tign og ró, þegar túrista- fjöldinn skiptir hundruðum þúsunda? [...] Óspillt útilífsgæði eru nú meðal þess, sem talið er til meiri háttar verðmæta í veröldinni og gengið á þeim hækkar jafnvel örar en íslenzka krónan fellur. Svo mikil eftirspurn getur orðið eftir þessum gæðum, að landið verði svo að segja kaffært í túristastraumi. Stendur metnaður okkar til þess að svíkja nátt- úruauðlegð landsins fyrir peninga? Ætlum við að selja landið fólki frá öðrum þjóðum, sem hafa ekki haft framsýni eða manndóm til að vernda sína eigin náttúru og fórnað henni hugsunarlaust fyrir verksmiðjur og hagvöxt?9

Umdeild gjaldtaka Einstæð náttúra Íslands er sameign þjóðarinnar og því margir sem koma að hinum viða- mikla málaflokki sem umhverfismál og náttúrvernd er. Stjórnvöld, náttúruverndarsamtök, rannsóknarstofnanir, þjóðgarðar, fyrirtæki og einkaaðilar sem eiga hagsmuna að gæta – allir vilja þeir hafa eitthvað um það að segja hvernig á spöðunum verður haldið í framtíð- inni. Uppbygging á vinsælustu stöðunum hefur í fæstum tilfellum haldist í hendur við auk- inn gestafjölda og var ástandið sums staðar orðið mjög slæmt þegar öldin var komin á legg. En hver á að greiða fyrir nauðsynlegar framkvæmdir? Í sumum tilvikum eru vinsælir ferðamannastaðir í eigu sveitarfélaga eða einkaaðila. Fjölbreytt eignarhald og óskýr ábyrgð hefur átt það til að flækjast fyrir þegar kemur að því að vernda svæði og byggja upp aðstöðu á þeim. Gripið var til þess ráðs að leggja á sérstakt gistináttagjald árið 2011 til að fjármagna slíkar framkvæmdir. Tekjurnar runnu í nýjan sjóð, Framkvæmda- sjóð ferðamála, en fljótlega varð ljóst að hann dugði hvergi nærri til. Þá var dregin fram hugmynd sem er langt frá því að vera ný af nálinni. Raunar má sjá hennar getið í fundargerð frá stofnfundi Ferðamálaráðs árið 1964. Hugmyndin gekk út á að innheimta aðgangseyri, annað hvort við helstu ferðamannastaðina eða við komu ferða- manna til landsins. Úr sameiginlegum sjóði yrði svo veitt fjármagni til göngustíga, snyrti- aðstöðu, bílastæða og göngubrúa svo eitthvað sé nefnt. Allir voru sammála um nauðsyn þess að skapa þessa tekjulind en mjög var deilt um það hvernig ætti að útfæra hugmynd- ina: Hvar og hverja átti að rukka? Ýmsir mótmæltu harðlega hugmyndum um að Íslendingar þyrftu að greiða fyrir aðgang að náttúruperlum eigin lands. „Það eru auðvitað uppi ýmis sjónarmið í þessum efnum en við verðum að muna að Íslendingar sem fara um landið skilja eftir sig jafn djúp spor og erlendu ferðamennirnir,“ segir Árni Gunnarsson.10 „Það gera allir kröfur um þokkalega aðstöðu og þjónustu á fjölsóttum svæðum, Íslendingar sem útlendingar, og það réttlætir

FERÐAÞJÓNUSTA | 313 að borgað sé fyrir það sem gert er. Samkvæmt milliríkjasamningum er okkur ekki heimilt að rukka eingöngu erlendu ferðamennina. Aftur á móti má færa fyrir því rök að Íslend- ingar borgi fyrir afnot af landinu með sköttunum sem við greiðum og það sé því ekki rétt að innheimta gjald af íbúum landsins.“

Á verðlaunapalli Það skiptir miklu máli að hrósa því sem vel er gert. Verðlaun og viðurkenn- ingar hvetja fólk til að gera enn betur. Í yfir 20 ár, frá 1982 til 2005, hvatti Ferðamálaráð til umfjöllunar um ferðamál í fjölmiðlum með því að veita sérstök fjölmiðlaverðlaun. Meðal þeirra sem þau hlutu var Magnús Magnússon fyrir umfjöllun um Ísland í Bretlandi og Ríkisútvarpið fyrir stiklur Ómars Ragnars- sonar. Þá hefur Ferðamálastofa frá árinu 1995 veitt sérstök umhverfisverðlaun árlega þar sem athygli ferðamanna er beint að þeim stöðum og fyrirtækjum sem sinna umhverfismálum af natni. Verðlaunahafar hafa komið úr öllum greinum ferðaþjónustunnar; þar eru t.d. hótel, afþreyingarfyrirtæki, farfuglaheimili, rútufyrirtæki og tjaldsvæði. Samtök ferðaþjónustunnar hafa frá árinu 2004 veitt sérstök nýsköpunar- verðlaun til þeirra sem sýnt hafa frumleika og hugmyndaauðgi í sínum rekstri. „Þessi verðlaun skipta miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir sem tók við starfi framkvæmdastjóra SAF af Ernu Hauksdóttur í desember 2013.11 „Það er afar mikilvægt að hvetja til vöruþróunar í þeirri ört vaxandi atvinnugrein sem ferðaþjónusta á Íslandi er. Þannig nýtum við betur innviði og aukum framlegð í greininni um land allt. Nýsköpunarverðlaunin skila sér í margvíslegum nýjungum í ferðaþjónustu.“ Dæmi um fyrirtæki sem hafa verið verðlaunuð fyrir nýsköpun eru Saga Travel á Akur- eyri fyrir næturferðir í Mývatnssveit, Pink Iceland sem býður sérhæfða ferðaþjónustu fyrir samkynhneigða, Þórbergssetur á Hala í Suðursveit fyrir uppbyggingu menningar-

Tafla yfir fjölda erlendra ferðamanna til landsins (bls 2 Hagtölur SAF. úr 34.733 árið 1966 í 807.349 árið 2012) – línurit, mjög skýrt.

314 | FERÐAÞJÓNUSTA tengdrar ferðamennsku, Íslenskir fjallaleiðsögumenn fyrir fagmennsku og Kex Hostel í Reykjavík fyrir vandaða hönnun og útfærslu á grunnstoð í ferðaþjónustu. Landið sjálft hefur hlotið ýmsar vegtyllur. Eitt þekktasta ferðamálafyrirtæki heims, Lonely Planet, setti Ísland í toppsætið á lista yfir áhugaverðustu staði veraldar árið 2010 og landið komst aftur á topp 10 lista fyrirtækisins árið 2012. Það ár valdi Lonely Planet Reykjavík sem áhugaverðustu borgina. Ári síðar varð Norðurland í þriðja sæti á lista Lonely Planet auk þess sem landið lenti ofarlega í öðrum flokkum, þar á meðal fyrir hönn- un, ævintýraferðir og ferðamöguleika utan alfaraleiða. Hið virta tímarit National Geographic hefur einnig hampað Íslandi; í ferðahluta þess var landið efst á lista yfir bestu áfangastaði heims árið 2012 og Bláa lónið komst á lista tímaritsins yfir 25 undur veraldar sama ár.

Ótrúlegur vöxtur Vöxtur íslenskrar ferðaþjónustu var með ólíkindum í upphafi 21. aldar. Frá árinu 2002 til 2013 fjölgaði þeimerlendum ferðamönnum sem komu hingað til lands um 190%.12 Reyndar fjölgaði ferðamönnum mjög á heimsvísu – alls var meira en milljarður manna á faraldsfæti í heiminum árið 2013. Frá 2002-2013 fjölgaði ferðamönnum í Evrópu um 45%, í Asíu um 115% og 61% á heimsvísu.13 Eftir að aukin áhersla var lögð á heilsársferðamennsku fjölgaði kom- um ferðamanna til Íslands hlutfallslega mest yfir vetrarmánuðina. Sem dæmi má nefna að í janúar 2014 komu 40% fleiri gestir til landsins en í sama mánuði árið áður og í febrúar voru þeir 31% fleiri.14 Auðvitað hjálpaðist margt að við að kalla fram þennan vöxt; markaðsstarf skilaði sér, aukin umfjöllun fjölmiðla, góðar umsagnir heimsþekktra gesta, svo sem leikara og tónlistarmanna, verðlaun og viðurkenningar. Líklega hefur þó aukin ferðatíðni haft veruleg áhrif því samtals auglýstu 16 flugfélög ferðir til og frá Íslandi árið 2013, ýmist í áætlunarflugi eða leiguflugi. „Svona hröðum vexti innan atvinnugreinar fylgja gjarnan vaxtar- verkir og íslensk ferðaþjónusta hefur ekki farið varhluta af þeim,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.15 „Þróunin hefur vissulega verið um margt jákvæð á undanförnum árum og margt hefur verið vel gert. Innan greinarinnar starfar atorkusamt og drífandi fólk sem staðið hefur að metnaðarfullri uppbyggingu víða um land. Kannanir sýna að erlendum gestum okkar finnst við vera góðir gestgjafar og telja gestrisni meðal helstu auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu. Á þessu þurfum við að byggja áfram en jafnframt að tryggja að ferðaþjónustan sem atvinnu- grein njóti áfram velvildar meðal heimamanna, enda samfélagið sjálft og samskipti við heimamenn mikilvægur þáttur í upplifun gesta af heimsókn sinni.“

FERÐAÞJÓNUSTA | 315 RAMMI/Tafla. Tekjur af ferðaþjónustu - Nýjasta gjaldeyriskakan gjaldeyristekjur ferðaþjónustu 2013 = 275 milljarðar

Árið 2014 gerðu ýmsar spár reyndar ráð fyrir því að næstu árin myndi hægja á þessum vexti og hægt og bítandi myndi hann leita í langtímameðaltal sem væri í kringum 9% á ári.16 Ef það gengi eftir mætti búast við að ferðamennirnir yrðu um tvær milljónir árið 2023.

Fram á veginn Árið 2013 skapaði enginn atvinnuvegur íslenska þjóðarbúinu meiri gjaldeyristekjur en ferðaþjónustan. Fram að því hafði sjávarútvegur ætíð trónað á toppnum. Árið áður hafði ferðaþjónustan náð öðru sætinu af álframleiðslu. Yfirlýst stefnA SAF Þennan vöxt mátti að miklu leyti rekja til þeirrar áherslu sem lögð hafði verið á mark- • Ferðaþjónustufyrirtæki búi aðssetningu landsins. Stjórnendur SAF töldu þó að löngu tímabært væri að ná utan um við heilbrigða samkeppni og alla þætti ferðaþjónustunnar. „Þetta er stórt land og við getum tekið á móti mörgum gest- samkeppnishæf rekstrarskilyrði um,“ segir Árni Gunnarsson.17 „Fjöldi ferðamanna skiptir í raun ekki höfuðmáli. Ef vel • Nýsköpun og fagmennska er á málum haldið er hægt að skipuleggja svæðin og dreifingu ferðamanna. En við verðum treysti stoðir ferðaþjónustunnar sem að styrkja innviðina og huga vel að þeim samfélagslegu áhrifum sem ferðamanna­ atvinnugreinar og byggi á virðingu fyrir straumnum fylgja. Við viljum búa þannig um hnútana að væntingar og upplifun eins landi og þjóð ferðamanns rekist ekki á hagsmuni annars og allt fari þetta fram í sátt við náttúru og íbúa • Ferðaþjónustan búi við innviði sem landsins. Við þurfum að þreifa okkur áfram með þolmörk gagnvart náttúrunni en líka styði framþróun hennar gagnvart samfélaginu. Helst af öllu viljum við þó halda í gestrisnina – að Íslendingar geti • Samtök ferðaþjónustunnar séu áfram notið þess að vera góðir heim að sækja.“ sameiningartákn og talsmaður fyrirtækja í ferðaþjónustu

316 | FERÐAÞJÓNUSTA Gamall draumur orðinn að veruleika Stjórn Samtaka Ferðaþjónustunnar ákvað vorið 2011 að láta taka saman feril og þróun hinna ýmsu greina í þjónustu við ferðamenn. Nú, rúmum þremur árum síðar, er saga ferðaþjónustunnar í máli og myndum, sannkölluð atvinnu- og mannlífssaga, komin í hendur lesenda. Ritnefndin sem skipuð var af SAF tók til starfa í desember 2012. Fyrsta verkefnið var að ákvarða umfang og eðli ritverksins og að velja fólk til þess að vinna það. Lögð var áhersla á að tryggja fagmennsku og vönduð vinnubrögð. Farin var sú óvenjulega leið að ráða strax í upphafi bæði útgáfustjóra og höfunda til þess að tryggja fagmennsku og vönd- uð vinnubrögð. Sigurveig Jónsdóttir og Helga Guðrún Johnson rithöfundar og Sigurður Svavarsson útgáfustjóri voru valin til verksins. Í hönd fór mjög ánægjulegt samstarf, mik- il heimilda- og myndaleit og gefandi umræður um hvað skyldi prýða þessa bók og hvern- ig hún gæti best orðið. Ferðaþjónustan er í senn ung grein og gömul. Hún á sér rætur í almennri gestrisni en hefur á mjög stuttum tíma þróast yfir í margbrotinn og umfangsmikinn atvinnuveg. Margir helstu frumkvöðlar greinarinnar eru enn á lífi eða nýlega fallnir frá og mikil gerjun er að eiga sér stað. Það er því ekki einfalt verk að sækja og velja efni í rit sem þetta, og koma því til skila þannig að úr verði fróðleg, heiðarleg og skemmtileg saga. Þau Helga Guðrún, Sigurveig og Sigurður eiga miklar þakkir skildar fyrir smitandi áhuga og hug- myndaauðgi sem hefur skilað fallegu og góðu verki. Svona heimildavinna og frásögn verður hinsvegar aldrei tæmandi. Bókin hefur að geyma ógrynni af góðum sögum, myndum og heimildum sem þurfti að varðveita. Til þess var hún skrifuð.

Hildur Jónsdóttir Erna Hauksdóttir Áslaug Alfreðsdóttir Magnús Oddson Guðjón Arngrímsson Helga Haraldsdóttir

FERÐAÞJÓNUSTA | 317 Frá höfundum Samtímasögu er snúið að skrá. Líklegt er að sýn manna á atburði og þróun breytist nokkuð með árunum. Okkar beið mikil áskorun þegar við tókumst á hendur að skrá sögu ferðaþjónustu á Íslandi, enda er þróunin í þeirri grein hröð og vöxturinn með ólíkindum. Við gerðum okkur strax ljóst að aldrei yrði hægt að segja frá öllu. Margir munu sjálfsagt sakna ýmissa afreka sem unnin hafa verið innan ferðaþjónustunnar. Hjá því verður ekki komist. Við reyndum að gera frumkvöðlunum skil, rekja þessa miklu sögu með frá­ sögnum þeirra sem riðu á vaðið og stóðu fyrir nýbreytni. Augljóst er að margt hefur þurft að víkja til að halda bókinni í viðráðanlegri stærð. Það er engu að síður von okkar að hér hafi tekist að koma til skila með læsilegum hætti sögunni af því hvernig sjálfsögð gestrisni heimamanna við fáeina ferðamenn á öldum áður þróaðist í að verða stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Við þessa vinnu nutum við góðrar aðstoðar margra sem gáfu sér tíma til að finna til myndir, segja okkur sögur og tína til gögn. Sérstaklega ber þó að þakka öflugri og áhuga- samri ritnefnd sem var okkur til halds og trausts. Í henni var fólk sem býr yfir mikilli yfirsýn og þekkingu á flestum hliðum ferðaþjónustunnar. Þeirra stuðningur var okkur mikils virði. Þá viljum við sérstaklega þakka Sigurði Svavarssyni og hans fólki hjá Opnu fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf.

Reykjavík, á hundadögum 2014 Sigurveig Jónsdóttir og Helga Guðrún Johnson

318 | FERÐAÞJÓNUSTA Tilvísanir

Utan alfaraleiða 34. Glöggt er gests augað, bls. 154. 24. Ingólfur 26.6. 1904, bls. 107. 1. Gestir og grónar götur, bls. 15. 35. Travels in 19th Century Iceland: Travellers: 25. Unga Ísland 1.8. 1905, bls. 59. 2. Glöggt er gests augað, bls. 142. Mrs. Disney Leith (netslóð). 26. Laust mál II bls. 424 og 433. 3. Glöggt er gests augað, bls. 183. 36. Saga Íslendinga bls. 210 27. Úr stofnfundargerð FÍ 27.11. 1927, 4. Á ferð um Ísland, 2008, bls. 19. 37. Anna L. Thoroddsen, Æskuminningar, net- 5. Glöggt er gests augað, bls. 27. slóð: http://arnim.blog.is38. Vegir, vertar og veitingar 6. Glöggt er gests augað, bls. 28. Heimskringla, Winnipeg, 23.1. 1936, bls. 1. Ísafold, 24.8. 1926, bls. 2 7. Öldin 17., bls. 25. 3, úrdráttur úr bók J. Ross Browne: 2. Bifreiðar á Íslandi 1904-1930, bls. 89 8. Glöggt er gests augað, bls. 38. The Land of Thors, N.Y. 1867. 3. Lesbók Morgunblaðsins, 19.6. 1999, 9. Glöggt er gests augað, bls. 62 39. Ísland Howells, bls. 69. bls. 4-6 10. Á ferð um Ísland 2008, bls. 19. 40. Lesbók Morgunblaðsins, 15.5. 1937. 4. Jóhannes á Borg, bls. 299 11. Glöggt er gests augað, bls. 63. 41. Lesbók Morgunblaðsins, 31.3. 2001, 5. Glöggt er gests augað, bls. 368 12. Náttúrufræðingurinn, 2. hefti, 1968, bls. 10. 6. Morgunblaðið, 6.4. 1930, bls. 7 bls. 49-63. 7. Morgunblaðið, 8.4. 1982, bls. 64-66 13. Sama heimild. 8. Morgunblaðið, 8.4. 1982, bls. 64-66 14. Glöggt er gests augað, bls. 75. Ekki bara kóngar og sérvitringar 9. Skýrsla forstjóra, 1936 15. Íslandsmyndir Mayers bls. 6. 1. Stefnir, 22.8. 1900, bls. 54. 10. Viðtal við Hjört Nielsen á heimasíðu SAF 16. Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur, bls. 2. Þjóðólfur, 8.6. 1900, bls. 1. 11. Viðtal við Björn Björnsson á heimasíðu SAF 154 og Þorsteinn Jónsson, Reykvíkingar, 3. Gjallarhorn, 18.5. 1911, bls. 67. 12. Kristín Dahlstedt veitingakona, bls. bls. 69. 4. Kvennablaðið, 15.3. 1907, bls. 21. 221-222. 17. Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar: 5. Ísafjarðarpóstur, 24.6. 1908, bls. 26. 13. Kristín Dahlstedt veitingakona, bls. 158. MA-ritgerð, Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, 6. Gamlar götur, konungskoman: Örn H. 14. Kristín Dahlstedt veitingakona, bls. 225. HÍ, 2012. Bjarnason, www.hugi.is. 15. Kristín Dahlstedt veitingakona, bls.239. 18. Um frumkvöðla á Akureyri: www.skjala­ 7. Sýningarskrá Þjóðarbókhlöðunnar árið 16. Vikan, 1958, bls. 5 dagur.is/2005 603_03.html. 2007, bls. 11. 17. Skinfaxi 1930, bls. 4 19. Æviþættir og aldarfar II bls. 74. 8. Þjóðólfur, 4.8. 1899, bls. 151. 18. Dagbók Guðrúnar Geirsdóttur 20. Æviþættir og aldarfar II, bls. 86. 9. Ísafold, 8.7. 1908, bls. 163. 19. Vernharður Bjarnason: Minningarbrot, fjölrit 21. Sverrir Kristjánsson, Ritsafn 2, bls. 10. 10. Ísafold, 16.7. 1913, bls. 225. 19.9. 1977 22. Sunnudagsblaðið, 4.3. 1956, bls. 59. 11. Eimreiðin, 1.9. 1900, bls. 197. 20. Morgunblaðið, 19.9. 1999, bls 34 23. brim 123/is page 8487. 12. Sunnanfari, 1.7. 1893, bls. 7. 21. Tímaritið Súlur II, 3, 1972 24. Frásagnir, Lifnaðarhættir í Reykjavík 13. Í túninu heima, bls. 146-147. 22. Vikan, nr. 45, 1947 bls. 116. 14. Eimreiðin, 1.9. 1913, bls. 215. 23. Óbirt ritgerð eftir Guðmund Einarsson frá 25. Frásagnir, Lifnaðarhættir í Reykjavík, 15. Morgunblaðið, 10.7. 1931, bls. 2. Miðdal bls. 116 16. Eimreiðin, 1.9. 1913, bls. 215. 24. Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar, 29. 26. Þjóðólfur, 26.6. 1872, bls. 134. 17. Unga Ísland, 1.8. 1905, bls. 57. tbl. 2003, bls. 1 27. Glöggt er gests augað, bls. 283. 18. Lesbók Morgunblaðsins, 18.8. 1974, bls. 7. 25. Sama heimild bls. 2-3 28. Glöggt er gests augað, bls. 164. 19. Ísland, 6.7.1935, bls. 2. 26. Hálendið heillar, bls. 42 29. Dagbækur Milliams Morris. 20. Úr vísnasafni Sigurðar J. Gíslasonar/Héraðs- 27. Nýja dagblaðið, 26.1. 1936, bls. 1 30. Glöggt er gests augað, bls. 165 skjalasafn Skagfirðinga 28. Vikan, 8.8. 1946, bls. 3 31. Ísland – framandi land, bls. 163. 21. Gestir og gestgjafar, bls. 72. 29. Skýrsla Eggerts Briem frá 1936 32. Dagbækur Williams Morris bls. 90. 22. Sama heimild. 33. Glöggt er gests augað, bls. 151. 23. Ísafold 30.5. 1900.

FERÐAÞJÓNUSTA | 319 Uppgrip í stríði 19. Viðtal við Kjartan Helgason á heimasíðu 26. Frjáls verslun 5. tbl. 1976, bls. 51. 1. Erlendur Jónsson: Íslensk skáldsagnaritun SAF. 27. Viðtal við Sæmund Sigmundsson á heima- 1940-1970, bls. 21. 20. Viðtal við Rögnu Samúelsson á heimasíðu síðu SAF. 2. Egilsstaðabók, bls. 94-95. SAF. 28. Hálendið heillar, bls. 135. 3. Þjóðviljinn, 6.7. 1945, bls. 8. 21. Viðtal við Davíð Vilhelmsson á heimasíðu 29. Viðtal við Sæmund Sigmundsson á heima- 4. Sigursæll Magnússon, viðtal á heimasíðu SAF. síðu SAF. SAF. 22. Sama heimild. 30. Ský 2. tbl. 2011 bls. 20. 5. Viðtal höfunda við Einar Pál Einarsson, 23. Viðtal við Dieter Wendler á heimasíðu SAF. 31. Morgunblaðið 21.8. 1964, bls. 10. frænda systranna. 24. Viðtal við Rögnu Samúelsson á heimsíðu 32. Viðtal höfunda við Sigfús Guðbrandsson. 6. Viðtal við Lóu Kristjánsdóttur á heimasíðu SAF. 33. Viðtal höfunda við Þorgils Jónasson. SAF. 25. Viðtal við Dieter Wendler á heimasíðu SAF. 34. Viðtal við Ludvig Hjálmtýsson á heimasíðu 7. Vefur Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðar- 26. Afmælisrit Félags leiðsögumanna, júní SAF. firði. 2012, bls. 35. 35. Viðtal við Báru Guðmundsdóttur á heima- 8. Þjóð á Þingvöllum, 1994, bls. 8. 27. Afmælisrit Félags leiðsögumanna, júní síðu SAF. 9. Viðtal við Steingrím Karlsson á heimasíðu 2012, bls. 28. 36. Viðtal höfunda við Jóhönnu Leópoldsdótt- SAF. 28. Sama heimild, bls. 35. ur. 10. Ölfusárbrú 100 ár, bæklingur frá 1991. 37. NT 21.7. 1985 bls. 9. bls. 15. 38. Morgunblaðið 1.7. 1990, bls. 6. 11. Viðtal höfunda við Ernu Hauksdóttur. Um veg og vegleysur 39. Viðtal höfunda við Önnu Magnúsdóttur. 12. Vikan, 8.8. 1946, bls. 3. 1. Alþýðublaðið 15.8. 1953, bls. 5. 40. Morgunblaðið, 18.5. 1986, bls. C5. 13. Morgunblaðið, 24.6. 1954, bls. 8. 2. Hálendið heillar, bls. 155. 3. Íslenska bílaöldin, bls. 171. 4. Viðtal við Óskar Sigurjónsson á heimasíðu Hótelvæðing í bæ og sveit Af himni ofan. SAF. 1. Skýrsla Þorleifs Þórðarsonar, Sigurjóns Guð- 1. Á flugi, bls 30. 5. Skýrsla Benedikts Gröndal til samgöngu- mundssonar og Ludvigs Hjálmtýssonar til 2. Á flugi, bls 35. ráðuneytisins, nr. I, 1946. samgönguráðherra um Flugvallarhótelið 3. Ársrit Íslenska Flugsögufélagsins, 4. árg., 6. Tíminn, 5.11. 1932, bls. 183. dags. 23.10. 1950, bls. 3. (1985), bls. 23. 7. Viðtal við Óskar Sigurjónsson á heimasíðu 2. Tillögur skipulagsnefndar gistihúsamála, 4. Viðtal við Sigurð Helgason (eldri) á heima- SAF. 1951. síðu SAF. 8. Morgunblaðið, sunnudagsblað, 2.11. 1997, 3. Ferðamálin. Skýrsla Þorleifs Þórðarsonar frá 5. Viðtal við Íslaugu Aðalsteinsdóttur á heima- bls. B22. 1955, bls. 8. síðu SAF. 9. Viðtal við Pál Arason á heimasíðu SAF. 4. Vísir, 28. 6. 1962, bls. 16. 6. Ferdamalastofa.is. 10. Hálendið heillar, bls. 118. 5. Fylkir, 29.12. 1950, bls. 1. 7. Viðtal við Birgi Þorgilsson á heimasíðu SAF. 11. Sama heimild, bls. 63. 6. Skessuhorn, 31.10. 2012. 8. Viðtal höfunda við Einar Gústavsson og við- 12. Sama heimild, bls. 127. 7. Samvinnan, 1.7. 1955, bls. 6. tal á heimasíðu SAF. 13. Viðtal við Óskar Sigurjónsson á heimasíðu 8. Gestir og gestgjafar, bls. 182. 9. Viðtal höfunda við Stein Lárusson og viðtal SAF. 9. Viðtal við Þorvald Guðmundsson á heima- á heimasíðu SAF. 14. Áfram skröltir hann þó, bls. 57. síðu SAF. 10. Viðtal við Kristján Jónsson á heimasíðu 15. Viðtal við Sæmund Sigmundsson á heima- 10. Spegillinn, 1.6. 1960, bls. 135. SAF. síðu SAF. 11. Viðtal við Þorvald Guðmundsson á heima- 11. Viðtal við Sigurð Helgason (eldri) á heima- 16. Viðtal höfunda við Tyrfing Guðmundsson. síðu SAF. síðu SAF. 17. Morgunblaðið 14. 7. 1991, C2. 12. Vikan, 31.7. 1958, bls. 17. 12. Sama heimild. 18. Sama heimild. 13. Viðtal við Þorvald Guðmundsson á heima- 13. Viðtal við Guðna Þórðarson á heimsíðu 19. Viðtal við Gunnar Guðmundsson á heim- síðu SAF. SAF. síðu SAF. 14. Vísir, 31. 7. 1977, bls. 47. 14. Sama heimild. 20. Á öræfum, bls. 18-19. 15. Viðtal við Ludvig Hjálmtýsson á heimasíðu 15. 494. Frumvarp til laga um skipulag ferða­ 21. Hálendið heillar bls. 159. SAF. mála (238. mál) frá 1975-1976. 22. Sama heimild, bls. 81. 16. Afmælisblað SVG 1970, bls. 47. 16. Morgunblaðið, 18.6. 2010 (net). 23. Egilsstaðabók – frá býli til bæjar, bls. 58. 17. Viðtal höfunda við Emil Guðmundsson. 17. Viðtal við Stein Lárusson á heimasíðu SAF. 24. Viðtal við Kristján Jónsson á heimasíðu 18. Viðtal höfunda við Kjartan Lárusson í 18. Viðtal höfunda við Einar Gústavsson. SAF. janúar 2014. 25. Hálendið heillar, bls. 126. 19. Sama heimild.

320 | FERÐAÞJÓNUSTA 20. Samantekt Sigurðar Magnússonar um 22. Dagur, 13.6. 1990, bls. 6. 6. Viðtal höfunda við Ernu Hauksdóttur. Edduhótel Ferðaskrifstofu ríkisins, 1981, 23. Viðtal höfunda við Jórunni Eggertsdóttur. 7. Viðtal höfunda við Þórdísi Arthursdóttur. bls. 29. 24. Viðtal höfunda við Arnibjörn Jóhannsson. 8. Viðtal höfunda við Magnús Oddsson. 21. Lesbók Morgunblaðsins 19.6. 1999. 9. Viðtal höfunda við Arnheiði Hjörleifsdóttur. 22. Gestir og gestgjafar, bls. 217. 10. Viðtal höfunda við Magnús Oddsson. 23. Vísir, 4.5. 1970, bls. 12. Tækifærin gripin 11. Ferðakönnun: Íslendingar á Íslandi sumarið 24. Viðtal höfunda við Sæmund Pálsson haustið l. Vísir 22.5. 1973, bls. 16 1992. 2013. 2. Morgunblaðið, 2.10. 1986, bls. 34. 12. Gallup. Ferðavenjur árið 2000. 25. Viðtal við Þorvald Guðmundsson á heima- 3. Þjóðviljinn, 15.7. 1972, bls. 9. 13. Viðtal höfunda við Ásborgu Arnþórsdóttur. síðu SAF. 4. Morgunblaðið, 10.12. 1995, sunnudags- 14. Viðtal höfunda við Magnús Oddsson. 26. Úr þættinum Gullfoss með glæstum brag, blað. 15. Morgunblaðið, 10. 8. 2009. Stöð 2, 1992. 5. Viðtal við Guðna Þórðarson á heimasíðu 16. Morgunblaðið, 17.3. 2003. 27. Landið er fagurt og frítt, Árni Óla, bls. SAF. 17. Viðtal höfunda við Tryggva Árnason. 196-199. 6. Austurland, 19.7. 1979, bls. 2. 18. Viðtal höfunda við Ásbjörn Björgvinsson. 28. Fundargerð Ferðamálaráðstefnunnar 1975, 7. Viðtal höfunda við Sigurð Baldursson. 19. Viðtal höfunda við Rannveigu Grétarsdóttur. Ferðamálaráð, bls. 9. 8. Viðtal höfunda við Tryggva Árnason. 20. Viðtal höfunda við Ásbjörn Björgvinsson. 29. Fundargerð Ferðamálaráðstefnunnar 1975, 9. Morgunblaðið, 3.1. 2013, viðskipti (net). 21. Viðtal höfunda við Hrönn Greipsdóttur. Ferðamálaráð, bls. 28. 10. Mbl. 19. maí 1996, bls. 8. 22. Heimasíða Discover the World. 30. Viðtal höfunda við Kjartan Lárusson. 11. Viðtal höfunda við Vilborgu Hannesdóttur. 23. Viðtal höfunda við Ásbjörn Björgvinsson. 31. Vísir, 23.2. 1970, bls. 16. 12. Viðtal höfunda við Jón Heiðar Andrésson 24. Morgunblaðið, 26.7. 1990, viðskiptablað. og Torfa Yngvason. 25. Morgunblaðið, 15.1. 1994. 13. Tíminn 15.6. 1977, bls. 8. 26. Viðtal höfunda við Júlíus Hafstein. Ferðaþjónusta í fámenni 14. Frjáls verslun, 1.5. 1986, bls. 52. 27. Viðtal höfunda við Goða Sveinsson. 1. Viðtal við Birgi Þorgilsson á heimasíðu SAF. 15. Þjóðviljinn, 6.10. 1982, bls. 3. 28. Morgunblaðið, 23.6. 2002. 2. Ferðaþjónusta bænda 1988 – þættir í 16. Viðtal höfunda við Magnús Oddsson. 29. Viðtal höfunda við Elínu Sigurðardóttur. rekstri samtakanna, bls. 21. 17. Morgunblaðið 16.8. 1985, bls. 2. 30. www.landogsaga.is. 3. Tíminn, 29.5. 1971, bls. 20. 18. Morgunblaðið, 14.3. 1948, bls. 4. 31. Fréttablaðið, 5.7. 2012. 4. Viðtal Oddnýjar Sv. Björgvins við Valgerði 19. Viðtal höfunda við Tryggva Árnason. 32. Morgunblaðið, 6.6. 2013. Ágústsdóttur. 20. Morgunblaðið 13.9. 2000 (net). 33. Viðtal höfunda við Sigríði Ólafsdóttur. 5. Morgunblaðið, 22.11. 2004, bls. 18. 21. Viðtal höfunda við Svanborgu Siggeirsdótt- 34. Viðtal höfunda við Björn Hróarsson. 6. Morgunblaðið, 12.7.1992, bls. 6. ur og Pétur Ágústsson. 35. Netslóð: pressan.is, sótt 23. febrúar 2011. 7. Sjónmál, RÚV, 15.7 2013. 22. Viðtal höfunda við Þórdísi G. Arthúrsdóttur. 36. Ferðamálastofa, 7. apríl 2009. 8. Úr erindi til Rannsóknarráðs ríkisins 1981. 23. Netslóð: lightnights.com, sótt 10. mars 37. Morgunblaðið, 31.7. 1992. 9. Viðtal höfunda við Bergþór Kristleifsson. 2014. 38. Viðtal höfunda við Ómar Ragnarsson. 10. Viðtal Oddnýjar Sv. Björgvins við Björn 24. Viðtal höfunda við Bjarna Ingvar Árnason. 39. Viðtal höfunda við Magnús Oddsson. Sigurðsson. 25. Morgunblaðið, 30.11. 1989, viðskiptablað 40. Viðtal höfunda við John Mckay. 11. Viðtal Oddnýjar Sv. Björgvins við Svein 26. Viðtal höfunda við Jakob Magnússon. 41. Viðtal höfunda við Stein Loga Björnsson. Jónsson. 27. Helgarpósturinn, 13.11. 1981, bls. 12. 42. Viðtal höfunda við Ernu Hauksdóttur. 12. Viðtal Oddnýjar Sv. Björgvins við Svövu 28. Frjáls verslun 1.8. 1987, bls. 49. 43. DV, 12.11. 1998. Guðmundsdóttur. 29. DV, 19.9. 1985, bls. 30. 44. Á flugi, bls. 206. 13. Fylkir, 29.12. 1950, bls. 1. 30. Frjáls verslun, 1.5. 1986 bls. 51 45. Viðtali höfunda við Magnús Oddsson. 14. Viðtal höfunda við Hrefnu Sigmarsdóttur. 46. Fox news, 6.11.2013. 15. Netslóð: utivist.is-saga. 47. Íslensk tónlist sem landkynning. 16. Viðtal höfunda við Paul Richardson. Vaxtasprotinn tekur kipp Höf. Tómas Viktor Young. 17. Tíminn, 30.6. 1983, bls. 31. 1. Viðtal höfunda við Stein Loga Björnsson 48. Netslóð: visir.is, 10.11. 2005. 18. DV, 24.6.1992, bls. 28. 2014. 49. Könnun meðal erlendra ferðamanna á 19. Viðtal Oddnýjar Sv. Björgvins við Ásmund 2. Á flugi, bls. 136. Íslandi sumarið 2010. Kristjánsson. 3. Á flugi, bls. 147. 50. Viðtal höfunda við Guðjón Arngrímsson. 20. Fréttablaðið 19.5. 2006, bls. 26. 4. Morgunblaðið, 17.9. 1985. 21. Viðtal Oddnýjar Sv. Björgvins við Björn Sig- 5. Viðtal höfunda við Davíð Sch. Thorsteins- urðsson. son.

FERÐAÞJÓNUSTA | 321 Ferðaþjónusta í fararbroddi 26. Viðtal höfunda við Helenu Dejak. Horft til framtíðar 1. Viðtal höfunda við Stein Loga Björnsson. 27. Viðtal höfunda við Sigríði Ólafsdóttur. 1. Viðtal höfunda við Ernu Hauksdóttur. 2. Frjáls verslun, 1.11. 2000, bls. 47. 28. Viðtal höfunda við Björk Kristjánsdóttur. 2. Viðtal höfunda við Árna Gunnarsson. 3. Viðtal höfunda við Stein Loga Björnsson. 29. Viðtal höfunda við Þóri Garðarsson. 3. Viðtal höfunda við Helgu Haraldsdóttur. 4. Frjáls verslun, 1.11. 2000, bls. 48. 30. Morgunblaðið 29.1. 2014 4. Viðtal höfunda við Pétur Snæbjörnsson. 5. Fréttablaðið 3.3. 2011, bls. 31. 31. Morgunblaðið 23.12. 2011 5. Anna Dóra Sæþórsdóttir, Þorkell Stefáns- 6. Morgunblaðið, 25.7. 2013, viðskiptablað. 32. Saga frá Birgi Þórarinssyni. son: Þolmörk ferðamanna í Friðlandi að 7. Viðtal höfunda til Pétur Snæbjörnsson. 33. Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, apríl 2013. Fjallabaki, 2012, bls. 1. 8. Blaðið 7.2. 2006, bls. 6. 34. Viðtal höfunda við Áslaugu Alfreðsdóttur. 6 Anna Dóra Sæþórsdóttir, Rögnvaldur 9. Viðtal höfunda við Hildi Jónsdóttur. 35. Morgunblaðið 26.9. 2013. Ólafsson: Áætlun um ferðamennsku um 10. Þarfagreining fyrir fræðslu og menntun í 36. Viðtal höfunda við Jón Björnsson. miðhálendi Íslands, niðurstöður rannsókna, ferðaþjónustu, 2005. 37. Viðtal höfunda við Margréti Nielsen og 2012, bls. 13. 11. Viðtal höfunda við Maríu Guðmundsdóttur. Svein Sveinsson. 7. Sama heimild, bls. 4. 12. Viðtal höfunda við Magnús Jónsson. 38. Ferðaþjónusta á norðausturhorni Íslands, 8. Sama heimild, bls. 38. 13. Fréttatíminn, 16.8. 2013. 199. mál þingsályktunartillaga 2001-2002. 9. Morgunblaðið 7.1. 1973, bls. 15. 14. Netslóð: faxaflóahafnir.is. 39. Viðtal höfunda við Erling B. Thoroddsen. 10. Viðtal höfunda við Árna Gunnarsson. 15. Vikudagur, 12.11.2013. 40. Rúv, 1.2.2014. 11. Viðtal höfunda við Helgu Árnadóttur. 16. Vísir.is, 26.8. 2013. 41. Viðtal höfunda við Júlíus Júlíusson. 12. Hagtölur SAF, tölur frá Ferðamálastofu, 17. Viðtal höfunda við Árna Gunnarsson. 42. Netslóð: sjalfbaerni.is/austurlandsverkefnid bls. 1. 18. Viðtal höfunda við Stefán Tryggvason 2013. og Hagstofan, gisting á hótelum og gisti- 13. UNWTO – skýrsla, janúar 2014. 19. Viðtal höfunda við Árna Gunnarsson. heimilum árin 2000 og 2013. 14. Ferðamálastofa, tilkynning í mars 2014. 20. Viðtal höfunda við Ernu Hauksdóttur. 43. Viðtal höfunda við Sigríði Margréti Guð- 15. Viðtal höfunda við Ólöfu Ýrr Atladóttur. 21. Flug og sjálfsmynd, Ólafur Rastrick (2012), mundsdóttur og Kjartan Ragnarsson. 16. Ferðaþjónustan, greining Hagfræðideildar bls. 10-11. 44. Morgunblaðið 24.7. 2013. Landsbankans, mars 2014, bls. 5. 22. Viðtal höfunda við Kjartan Lárusson. 45. Viðtal höfunda við Þóri Garðarsson. 17. Viðtal höfunda við Árna Gunnarsson. 23. Skýrsla Íslandsstofu, bls. 20. 46. Viðtal höfunda við Steingrím Birgisson. 24. Viðtal höfunda við Árna Gunnarsson. 47. Viðtal höfunda við Guðmund Kristján 25. Útlendingaeftirlitið og Ferðamálastofa. Ragnarsson.

322 | FERÐAÞJÓNUSTA Heimildir

Bækur Gils Guðmundsson tók saman (2010): Öldin sem Jón Helgason (ritstjóri) (1966). Öldin sautjánda: Anna L. Thoroddsen (1936). Æskuminningar leið: 1860-1900. Reykjavík: Iðunn. (1. útgáfa Minnisverð tíðindi 1601-1700. Reykjavík: (sérpr. úr Landnámi Ingólfs, II. bindi). 1955). Iðunn, 1966. Reykjavík: Ingólfur. Guðjón Friðriksson (1991-1994). Saga Reykja- Klemens Jónsson (1929). Saga Reykjavíkur. Arnar Guðmundsson og Unnar Ingvarsson víkur, Bærinn vaknar 1870-1940. Reykjavík: Reykjavík: Steindór Gunnarsson. (1993). Bruggið og bannárin. Reykjavík: Fróði. Iðunn. Loftur Guðmundsson (1975). Hálendið heillar: Arngrímur Sigurðsson (1971-1990)(ritstjóri). Guðjón Friðriksson (2013). Hér heilsast skipin – Þættir af nokkrum helstu öræfabílstjórum. Annálar íslenskra flugmála. Reykjavík: Æskan: saga Faxaflóahafna. Akranes: Uppheimar. Reykjavík: Bókaútgáfa Þórhalls Bjarnarsonar. Íslenska flugsögufélagið. Guðlaugur Jónsson (1983). Bifreiðir á Íslandi Magnús Jónsson (1957). Saga Íslendinga Arngrímur Sigurðsson (ritstjóri) (1994). Það 1904-1930. Reykjavík: Bílgreinasambandið. (1871-1903), 9. bindi. Reykjavík: Félags- verður flogið... flugmálasaga Íslands 1919-1994. Guðmundur Magnússon (1998). Eimskip frá prentsmiðjan. Reykjavík: Skjaldborg. upphafi til nútíma. Reykjavík: Eimskipafélag Martin A. Hansen (1984). Á ferð um Ísland. Arnþór Gunnarsson (2006). Guðni í Sunnu, Íslands. Reykjavík: Almenna bókafélagið. endurminningar og uppgjör. Reykjavík: Vaka- Gylfi Gröndal (1997). Þjónusta, matur og menn- Morris, William (1975). Dagbækur úr Íslands- Helgafell. ing. Reykjavík: Félag matreiðslumanna og ferðum 1871-1873. Reykjavík: Mál og menn- Arnþór Gunnarsson (1997-2000). Saga Hafnar í Félag framreiðslumanna. ing. Hornafirði. Hornafjörður: Hornafjarðarbær. Gylfi Gröndal (1995). Gestir og gestgjafar. Ponzi, Frank (2004). Ísland Howells 1890-1901. Ármann Halldórsson (ritstjóri) (1974-1995). Reykjavík: Samband veitinga- og gistihúsa. Mosfellsbær: Brennholtsútgáfan. Sveitir og Jarðir í Múlaþingi, II. Búnaðar­ Gylfi Gröndal (1998). Þorvaldur Guðmundsson í Rögnvaldur Guðmundsson (1993). „Góðir samband Austurlands. Síld og fisk. Reykjavík: Forlagið. Íslendingar!“ ferðamálakönnun meðal Íslendinga Árni Óla (1944). Landið er fagurt og frítt. Hafliði Jónsson (1961). Kristín Dahlstedt á ferð um Ísland sumarið 1992. Reykjavík: Reykjavík: Bókfellsútgáfan. 1876-1968. Reykjavík: Muninn. Ferðamálaráð Íslands. Ásgeir S. Björnsson (ritstjóri) (1986). Íslands- Halldór Laxness (1990). Í túninu heima. Reykja- Sigurður Grímsson (ritstjóri) (1946). Glöggt er myndir Mayers 1836. Reykjavík: Örn og vík: Vaka Helgafell. gests augað. Reykjavík: Menningar- og Örlygur. Hallgrímur Jónasson (1961). Á öræfum. Reykja- fræðslusamband alþýðu. Birna G. Bjarnleifsdóttir (1988). Saga Ferðaþjón- vík: Leiftur. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson (2004). Saga ustunnar (hefti). Reykjavík: Bókaútgáfan Saga. Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir bílsins á Íslandi 1904-2004. Reykjavík: Saga Bjarni Guðmarsson (ritstjóri) (2012). Ísland í (2004). Á flugi. Reykjavík: Flugleiðir. bílsins á Íslandi. aldanna rás. Reykjavík: JPV. Hilmar Snorrason (2014). Eimskipafélag Íslands í Skúli Helgason (1959). Saga Kolviðarhóls. Sel- Björn Vigfússon (ritstjóri) (1997). Egilsstaðabók, 100 ár, skipasaga. Reykjavík: Eimskipafélag foss: Prentsmiðja Suðurlands h.f. frá býli til bæjar. Egilsstaðir: Egilsstaðabær. Íslands. Stefán Jónsson (1964). Jóhannes á Borg. Reykja- Bruun, Daniel (1921). Reykjavik og kysten rundt Ísleifur Gíslason (1982). Detta úr lofti dropar vík: Ægisútgáfan. med damper. Kaupmannahöfn: Gyldendals stórir. Reykjavík: Ottó A. Michelsen. Steinar J. Lúðvíksson og Sveinn Sæmundsson forlagstrykkeri. Jakob F. Ásgeirsson (1984). Alfreðs saga og Loft- (1989). Fimmtíu flogin ár - atvinnuflugsaga Eggert Þór Bernharðsson (1998). Saga Reykjavík- leiða. Reykjavík: Iðunn. Íslands 1937-1987, I. bindi. Reykjavík: Frjálst ur: borgin:1940-1990. Reykjavík: Iðunn. Jakob F. Ásgeirsson (2000). 20. öldin – brot úr framtak hf. Einar Benediktsson (1952). Laust mál – úrval. sögu þjóðar. (Byggt á sjónvarpsþáttaröð Steindór Steindórsson frá Hlöðum (1993). Akur- Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja. Stöðvar 2 í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar.) eyri: höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Erlendur Jónsson (1971). Íslensk skáldsagnaritun Reykjavík: Nýja bókafélagið. Örn og Örlygur. 1940-1970. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja. Jakob F. Ásgeirsson (2008). Þjóð í hafti: Saga Sumarliði Ísleifsson (1996). Ísland framandi land. Friðþór Eydal (2007). Frá heimsstyrjöld til her- verslunarfjötra á Íslandi 1930-1960. Reykjavík: Reykjavík: Mál og menning. verndar. Keflavíkurstöðin 1942-1951. Reykja- Ugla. Sverrir Kristjánsson (1981-1987). Ritsafn. II. vík: Bláskeggur. bindi. Reykjavík: Mál menning.

FERÐAÞJÓNUSTA | 323 Sölvi Björn Sigurðsson (2013). Stangveiðar á Frjáls þjóð: 18.1. 1968. Ský: 2. tbl. 2011. Íslandi og Íslensk vatnabók. Reykjavík: Sögur. Fylkir: 29.12. 1950. Spegillinn: 1.6. 1960. Tómas Guðmundsson (1999). Skammdegisörlög Gjallarhorn: 18.5. 1911. Sunnanfari: 1.7. 1893, 1.10. 1895. (sagnaþættir - frásögn af Sire Ottesen og Lord Helgarpósturinn: 13.11. 1981. Súlur II: 1972. Dillon). Reykjavík: Mál og menning. Ingólfur: 26.6. 1904, 11.8. 1907. The Tourist in Iceland: 1. tbl. 1892. Tómas Guðmundsson (1981). Æviþættir og ald- Ísafjarðarpóstur: 24.6. 1908. Tíminn: 5.11. 1932, 19.8. 1936, 21.10. 1950, arfar II. Reykjavík: Almenna bókafélagið. Ísafold: 7.3. 1879, 30.5. 1900, 24.2. 1906, 8.7. 11.5 1961, 24.6. 1961, 24.12. 1961, 14.7. Þorsteinn Jónsson (2011-2012). Reykvíkingar: 1908, 16.7. 1913, 24.8. 1926. 1962, 2.9. 1964, 24.3. 1966, 29.5. 1971, fólkið sem breytti bæ í borg. 1. bindi. Reykjavík: Ísfirðingur: 19.7. 1988. 15.6. 1977, 30.6. 1983. Sögusteinn. Íslendingur: 20.10. 1961. Unga Ísland: 1.8. 1905. Þorsteinn Matthíasson (1983). Áfram skröltir Kvennablaðið: 15.3. 1907. Viðskiptablaðið - vb.is: 27.8. 2013, 7.11. 2011. hann þó. Reykjavík: Örn og Örlygur. Lesbók Morgunblaðsins: 15. 5. 1937, 18.8. 1974, Vikan: 8.8. 1946, 6.11. 1947, 31.7. 1958, 6.12 Þorvaldur Thoroddsen (2003). Landafræðissaga 13.6. 1987, 24.6. 1995, 19.6. 1999, 25.11. 1962, 16.6. 1965, 18.9. 1986, 5.10. 1989. Íslands. Reykjavík: Ormstunga. 2000, 31.3. 2001, 18.6. 2010. Vikudagur.is: 8.9. 2013. Þór Whitehead (2002). Ísland í hers höndum. Mánudagsblaðið: 16.7. 1962. Vísir: 25.6. 1958, 11.8. 1961, 28.6. 1962, 29.6. Reykjavík: Vaka – Helgafell. Morgunblaðið: 2.1. 1915, 29.7. 1917, 23.11. 1964, 23.2. 1970, 4.5. 1970, 9.6. 1970, 20.7. Þórbergur Þórðarson (1936). Lifnaðarhættir í 1927, 6.4. 1930, 7.7. 1937, 14.3. 1948, 13.4. 1970, 4.11. 1971, 15.5. 1973, 31.7. 1977, Reykjavík, Landnám Ingólfs II. Reykjavík: 1954, 24.6. 1954, 22.5. 1955, 31.8. 1956, aukaútgáfa október 1986. Félagið Ingólfur. 14.7. 1962, 26.3. 1963, 21.8. 1964, 21.11. visir.is: 10.11. 2005, 29.9. 2012, 27.10. 2012, Þórður Tómasson (2000). Gestir og grónar götur. 1964, 15.5. 1965, 2.4. 1970, 15.5. 1973, 26.8. 2013. Reykjavík: Mál og mynd. 22.10. 1974, 17.6. 1975, 8.4. 1982, 18.5. Þjóðólfur: 30.4. 1897, 4.8. 1899, 8.6. 1900, Örlygur Sigurðsson (1971). Bolsíur frá bernsku- 1983, 14.1. 1984, 18.7. 1985, 8.8. 1985, 18.12 1900, 20.9. 1907, 15.7. 1910. tíð. Reykjavík: Geðbót. 17.9. 1985, 18.5. 1986, 2.10. 1986, 3.9. Þjóðviljinn: 6.7. 1945, 28.7. 1955, 24.2. 1965, Örn Sigurðsson (2003). Íslenska bílaöldin. 1988, 12.7. 1989, 2.6. 1988, 30.11. 1989, 13.5. 1967, 15.7. 1972, 6.10. 1982, 6.6. Reykjavík: Forlagið. 19.2. 1989, 14.6. 1990, 1.7. 1990, 14.7. 1987, 28.7. 1987. 1991, 30.1. 1992, 4.6. 1993, 15.1. 1994, 10.3. 1994, 5.6. 1994, 2.8. 1995, 13.8. 1995, Dagblöð og tímarit 10.9. 1995, 10.12. 1995, 19.5. 1996, 29.12. Annað útgefið efni Alþingistíðindi: 1905 d. 2479-2480. 1996, 2.11. 1997, 4.4. 1998, 8.8 1998, 1.8. Á ferð um Ísland (grein eftir Sumarliða Ísleifs- Alþýðublaðið: 18.12. 1947, 6.9. 1950, 15.8. 1998, 19.9. 1999, 16.7. 2000, 22.7. 2001 (B- son) (2008). Reykjavík: Útgáfufélagið Heim- 1953, 28.7. 1955, 1.2. 1958, 4.2. 1965, 24.3. blað), 6.12. 2001, 9.7. 2003, 13.7. 2003, ur. 1966, 8.6. 1967, 1.9. 1967, 17.4. 1968, 14.8. 29.9. 2003, 15.4. 2004, 22.11. 2004, 5.10. Ársrit Íslenska Flugsögufélagsins, 4. árg., 1986. 2005, 15.12. 2005, 26.1. 2006, 10.8. 2009, (1985). Andvari: 1.1. 2010. 18.6. 2010, 18.12. 2010, 23.12. 2011, 19.6. Andrés Guðmundsson, Árni Magnússon ábm. Austri: 20.7. 1967. 2012, 2.9. 2012, 20.2. 2013 – viðskipti, 2.9. og Jón Baldur Hlíðberg (1992). Félag leiðsögu- Austurland: 19.7. 1979. 2013, 2.10. 2013, 3.11. 2013, 27.12 2013, manna 20 ára. Reykjavík: Félag leiðsögu- Blaðið: 7.2. 2006. 13.1. 2014, 18.1. 2014, 29.1. 2014, 14.3. manna. Bændablaðið: 15.9. 2011. 2013, 9.7. 2013, 24.7. 2013, 25.7. 2013 – Afmælisrit Félags leiðsögumanna, júní 2012. Dagur: 26.11. 1952, 30.7. 1981, 11.11. 1982, viðskipti, 2.10.2013. Afmælisblað Sambands veitinga- og gistihúsa, 5.2. 1986, 13.6. 1990. Náttúrufræðingurinn: 1.10. 1968. SVG, 1970. DV: 10.6. 1985, 19.9. 1985, 8.10. 1986, 7.1. Norðanfari: 4.7. 1879. Aukinn skilning mun hún færa oss, þessi Íslandsferð 1989, 24.6. 1992, 17.7. 1995, 12.11. 1998, NT: 21.7. 1985. – Heimsókn Friðriks VIII Danakonungs til 19.7. 2000, 10.1. 2006, 16.9. 2000, 23.4. Ný vikutíðindi: 13.10. 1961. Íslands 1907 (2007). Sýningarskrá Lands- 2001. Nýja dagblaðið: 26.1. 1936. bókasafns Íslands. Eimreiðin: 1.9. 1900. Óðinn: 7.-12. tbl. 1926. Áætlun um ferðamennsku um miðhálendi Fálkinn: 4.8. 1928, 18.2. 1933, 21.11 1962. Pressan: 1.3. 1989, 17.7. 1993. Íslands: Niðurstöður rannsókna, Anna Dóra Fréttablaðið: 19.5. 2006, 3.3. 2011, 5.7. 2012, Pressan.is: 23.2. 2011. Sæþórsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, loka- 2.10. 2012. RÚV - ruv.is: 3.6. 2013, 1.2. 2014. skýrsla 2012. Fréttatíminn: 16.8. 2013, 17.8. 2012. Samvinnan: 1.7. 1955. Erlendir ferðamenn á Íslandi, þróun á ferðavenj- Frjáls verslun: 1.5. 1976, 1.1. 1986, 1.5. 1986, Skessuhorn: 31.10 2012. um og áhrif á samgöngukerfi, Bjarni Reynars- 1.8. 1987, 1.6. 1989, 1.11. 2000. Skinfaxi: 1.1. 1930. son, unnið fyrir samgönguráð júní 2006.

324 | FERÐAÞJÓNUSTA Ferðamálakönnunin 1972-1976, gangur hennar Tourism in Iceland, skýrsla Checchi & compa- 10.2. 2014, www.almannavarnir.is,­ sótt 10.2. og niðurstöður. Ólafur S. Valdimarsson, sam- ny, Washington D.C., Final report 1973. 2014 gönguráðuneytið, febrúar 1976. Valhöll á Þingvöllum, úttekt og stefnumörkun, Gullfoss: Heimildamynd Guðjóns Arngrímsson- Ferðamálin, skýrsla Þorleifs Þórðarsonar frá Þorsteinn Gunnarsson og Ríkharður Krist- ar: Gullfoss með glæstum brag, Stöð 2, 1992. 1954. jánsson, forsætisráðuneytið 2005. http://www.youtube.com, sótt 12.7. 2013. Ferðamálin, skýrsla Þorleifs Þórðarsonar frá Þarfagreining fyrir fræðslu og menntun í ferða- Hlíðarvatn: www.nat.is/veidi/hlidarvatn.htm, 1955. þjónustu, SAF 2005. sótt 10.8. 2013. Ferðavenjur árið 2000, könnun Gallup fyrir Ölfusárbrú 100 ár, bæklingur frá 1991. Prent- Hvalaskoðun: Angela Walk, BA-ritgerð HÍ, Þró- Ferðamálaráð, desember 2000. smiðja Suðurlands. un hvalaskoðunar á Íslandi, júní 2005, http:// Ferðaþjónusta á norðausturhorni Íslands, 199. Þolmörk ferðamanna í Friðlandi að Fjallabaki, hdl.handle.net/1946/7550, sótt 18.9. 2013. mál 127. löggjafarþing 2001-2002. Anna Dóra Sæþórsdóttir, Þorkell Stefánsson. Inspired by Iceland: http://www.islandsstofa.is, Flug og sjálfsmynd, Ólafur Rastrich, skýrsla Umhverfisstofnun desember 2012. sótt 28.3. 2014. unnin fyrir Icelandair Group 2012. Íslandsferðir: http://www.discover-the-world. Flugvallarhótelið, skýrsla Þorleifs Þórðarsonar, co.uk/en/, sótt 18.9. 2013. Sigurjóns Guðmundssonar og Ludvigs Hjálm- Vefsíður Íslandsstofa: www.islandsstofa.is , síðast sótt týssonar til samgönguráðherra 23.10. 1950. Almenningssamgöngur: Ræða Jóns Karls Ólafs- 3.5. 2014. Fréttabréf leiðsögumanna, desember 2011. sonar, 2000. http://www.innanrikisraduneyti. Járnbrautir á Íslandi: Þórður Atli Þórðarson, BA- Frumvarp til laga um skipulag ferðamála (36, is, sótt 13.1. 2013. ritgerð HÍ, Land án járnbrauta, september mál) frá 1962. Áhrif hryðjuverkanna í september 2001: http:// 2011, sótt 4.6. 2013. Frumvarp til laga um skipulag ferðamála 494. www.kefairport.is, sótt 17.1. 2014. Kerlingarfjöll: http://www.kerlingarfjoll.is, sótt (238. mál) frá 1975-1976. Bláa lónið: http://www.velferdarraduneyti.is/ 9.7. 2013. Fundargerð Ferðamálaráðstefnunnar 1975. media/Skyrslur/Skyrsla_Blaalonsnefndar.pdf. Konungsvegurinn: (Örn H. Bjarnason) http:// Ferðamálaráð. og www.grindavik.is, sótt 19.9. 2013. www.hugi.is, sótt 3. 4. 2013. Heildarfjöldi erlendra gesta 1949-2013, Discover the World/Clive Stacey: http://www. Konungsveisla 1907: Matseðill frá veislu fyrir Útlendingaeftirlitið 2014. discover-the-world.co.uk/en/, sótt 6.10. 2013. konung í Barnaskóla Reykjavíkur 30. júlí Heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu, Íslands- Einvígi aldarinnar: http://www.thjodminjasafn. 1907, úr safni Knud Zimsen: http://www. stofa, febrúar 2013. is, sótt 17.9. 2013. borgarskjalasafn.is, sótt 11.5. 2013. Hernámstíðindi – Fréttir úr stríðinu. Útgáfufélag Ferðamálastofa, www.ferdamalastofa.is, síðast Krýsuvík: http://os.is, sótt 19.9. 2013. Stríðsárasafnins á Reyðarfirði. 2010. sótt 5.5. 2014. Könnun meðal erlendra ferðamanna, 2011, Könnun á ferðavenjum sumarið 2010, Landráð Ferðavenjur Íslendinga 1992: http://www.ferda- http://www.ferdamalastofa.is, sótt 19.9. 2013. sf., Bjarni Reynarsson, unnin fyrir samgöngu- malastofa.is/is/tolur-og-utgafur/utgefid-efni/ Light nights: http://lightnights.com, sótt yfirvöld. ferdavenjur, sótt 12.3. 2013. 10.3.2014. Móttaka milljóna í sátt við land og þjóð? Erindi Ferðamenn á heimsvísu, skýrslur: http://www2. Maddama Vilhelmína Lever: http://www.skjala- Magnúsar Oddssonar á ráðstefnu Íslandsstofu unwto.org/, sótt síðast 5.5. 2014. dagur.is, sótt 12.3. 2013. 20.3. 2013. Ferðaþjónusta bænda: www.sveit.is, síðast sótt Mary Disney-Leith: http://www.northernlite.ca, Menningartengd ferðaþjónusta, Tómas Ingi 15.5 2014. sótt 1.3. 2013. Olrich, skýrsla nefndar á vegum samgöngu- Fjárhagur ríkissjóðs 1950: http://www.althingi. Móttaka skemmtiferðaskipa 2007: http://www. ráðuneytis 2001. is, sótt 3.5. 2013. ferdamalastofa.is, sótt 14.2. 2013. Reykjavik and its Environs, handbook for visi- Flug og flugvélar: http://www.flugsafn.is, sótt Sjóminjar Íslands: www.sjominjar.is, sótt 23.3. tors, bæklingur frá Snæbirni Jónssyni, Reykja- 2.3. 2013., www.isavia.is, sótt 5.3. 2013, 2013. vík 1922. www.kefairport.is, sótt 5.3. 2013. Stríðsár á Seyðisfirði: http://www.tekmus.is, Skýrsla Bláalónsnefndarinnar, október 1996. Friðland á Hornströndum: http://www.vestur- sótt 12. 6. 2013. Skýrsla Eggerts Briem, forstjóra Ferðaskrifstofu ferdir.is, http://is.westfjords.is/, sótt 23.2. Vigdís Finnbogadóttir: Ragnhildur Helgadóttir, ríksins, 1936. 2014. MA-ritgerð HÍ: Ósvikinn leiðtogi, maí 2010, Skýrsla um starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins fyr- Fyrsta ferð yfir Sprengisand: Framkvæmdafréttir http://hdl.handle.net, www.vigdis.is, sótt 8.8. ir árið 1952. Vegagerðarinnar 29. tbl. 2003, http://www. 2013. Tillögur skipulagsnefndar gistihúsamála, skýrsla vegagerdin.is, sótt 13.5. 2013. Smyrill og Norræna: www.smyrilline.is, sótt 6.6. Þorleifs Þórðarsonar, Sigurjóns Guðmunds- Gildaskálinn: http://leikminjasafn.is, sótt 15.3. 2013. sonar og Ludvigs Hjálmtýssonar til sam- 2013. Staða ferðaþjónustunnar: http://www.atvinnu- gönguráðherra, 1951. Gos í Eyjafjallajökli: www.visindavefur.is, sótt vegaraduneyti.is, sótt 5.2. 2013.

FERÐAÞJÓNUSTA | 325 Tónlist og landkynning: Tómas Viktor Young, Bára Guðmundsdóttir Björn Hróarsson BS-ritgerð HÍ, Íslensk tónlist sem landkynn- Birgir Þorgilsson Björn Ólafsson ing, maí 2008, http://hdl.handle.net, sótt Björn Björnsson Davíð Sch. Thorsteinsson 22.2. 2013. Davíð Vilhelmsson Dejak, Helena Veiðar: Magnús Fjeldsted (2010). Laxveiði- og Dieter Wendler Díana Mjöll Sveinsdóttir sögusafnið Ferjukoti, viðskiptaáætlun. Einar Gústavsson Einar Páll Einarsson Háskólinn á Bifröst. skemman.is Elín Ólafsdóttir) Einar Gústavsson Veitingahúsið Iceland: http://fornleifur.blog.is, Guðni Þórðarson Elín Sigurðardóttir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sótt 14.6. 2013. Hjörtur Nielsen Emil Guðmundsson Viðhorf ferðamanna eftir gos í Eyjafjallajökli: Íslaug Aðalsteinsdóttir Erlingur B. Thoroddsen www.ferdamálastofa.is fréttir 8.4. 2009, sótt Kjartan Helgason Erna Hauksdóttir 24.3. 2014. Kristján Jónsson (Hveragerði) Friðþór Eydal Ýmsar tölulegar upplýsingar: www.hagstofan.is, Lóa Kristjánsdóttir Goði Sveinsson síðast sótt 2.4. 2014. Ludvig Hjálmtýsson Grímur Sæmundsen Ýmsar tölulegar upplýsingar: www.ferdamala- Magnús Ólafsson Guðjón Arngrímsson stofa.is, Ferðaþjónusta í tölum 2009-2014. Óskar Sigurjónsson Guðmundur Kristján Ragnarsson Þjóðhátíð á Þingvöllum: http://servefir.ruv.is, Páll Arason Gunnar Guðmundsson sótt 15.6. 2013. Ragna Samúelsson Helga Árnadóttir Þrastalundur: Gunnhildur Hrólfsdóttir: Þrasta- Ragnar Jónsson Helga Haraldsdóttir lundur í þjóðbraut 1928-1942, BA-ritgerð, Sigurður Helgason Herbert Hauksson sagnfræði HÍ 2010. skemma.is, sótt 11.9. Sigursæll Magnússon Héðinn Ólafsson 2013. Steingrímur Karlsson Hildur Jónsdóttir Steinn Lárusson Hrefna Sigmarsdóttir Sæmundur Sigmundsson Hróðmar Bjarnason Óútgefið efni Tómas Zoëga Hrönn Greipsdóttir Ferðaskrifstofa, skýrsla Benedikts Gröndal frá Þorvaldur Guðmundsson Jakob Magnússon 1946 fyrir samgönguráðuneytið. John McKay Ferðadagbók Guðrúnar Geirsdóttur frá 1937. Viðtöl úr safni Ferðaþjónustu bænda: Jóhanna Leópoldsdóttir Minningarbrot um hjónin Þórdísi Ásgeirsdóttur Viðtölin tók Oddný Sv. Björgvins. Jón Ásbergsson Jón Björnsson og Bjarna Benediktsson frá Húsavík, Vernharð- Ármann Rögnvaldsson Jórunn Eggertsdóttir ur Bjarnason, gefið út í fjölriti 29. 9. 1977. Björn Sigurðsson Júlíus Hafstein Ritgerð eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, Símon Sigurmonsson Júlíus Júlíusson 1939. Svava Guðmundsdóttir Kjartan Lárusson Ferðamál, skýrsla Eggerts Briem, 1936. Sveinn Jónsson Kjartan Ragnarsson Samantekt Sigurðar Magnússonar um Edduhótel Valgerður Ágústsdóttir fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins, 1981. Kristján Kristjánsson Magnús Jónsson Samantekt Tryggva Guðmundssonar fram- Viðmælendur höfunda: kvæmdastjóra Edduhótelanna, 22.11. 2013. Magnús Oddsson Erindi Kristleifs Þorsteinssonar til Rannsóknar- Anna Magnúsdóttir Margrét Nielsen ráðs ríkisins 1981. Arinbjörn Jóhannsson María Guðmundsdóttir Greinargerð Oddnýjar Sv. Björgvins um fyrstu Arnar Már Ólafsson McKay, John starfsár Ferðaþjónustu bænda. Arnheiður Hjörleifsdóttir Oddný Sv. Björgvins Árni Gunnarsson Ólöf Ýrr Atladóttir Áslaug Alfreðsdóttir Ómar Ragnarsson Ásborg Arnþórsdóttir Paul Richardsson Munnlegar heimildir Baldur Sveinsson Pétur Ágústsson Viðtöl úr safni Samtaka ferðaþjónustunnar á Baldur Þór Þorláksson Pétur Snæbjörnsson árunum 1980-1981 (Sigurður Magnússon), Bergþór Kristleifsson Rannveig Grétarsdóttir 2006-2008 (Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Birgir Þórarinsson Sigfús Guðbrandsson Sæmundsdóttir) og 2010-2011 (Kjartan Lárus- Bjarni Ingvar Árnason Signý Guðmundsdóttir son): Björk Kristjánsdóttir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir

326 | FERÐAÞJÓNUSTA Sigríður Ólafsdóttir, héraðsdómari Svanborg Siggeirsdóttir Tyrfingur Guðmundsson Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sveinn Sigurbjarnarson Vilborg Hannesdóttir Sigurður Baldursson Sveinn Sveinsson Þorgils Jónasson Stefán Tryggvason Sæmundur Pálsson Þorkell Fjeldsted Steingrímur Birgisson Torfi Yngvason Þórdís G. Arthúrsdóttir Steinn Logi Björnsson Tryggvi Árnason Þórir Garðarsson Steinn Lárusson Tryggvi Guðmundsson

Nafnaskrá

Aðalbjörn Kristbjarnarson 127 Árni B. Stefánsson 265 Bernhöft, Daníel 69 Brickel, Diana 210-211 Agnar Guðnason 194-195 Árni Gunnarsson 286, 288, 290, Bernhöft, Tönnie Daniel 28-29 Brown, Coty 262 Akroyd, Charles H. 70 308, 313-314, 316 Bernhöft, Vilhelm 69 Browne, John Ross 35 Albert Guðmundsson 215 Árni Jónsson frá Múla 76 Bertel Thorvaldsen 57 Bruhn, Erik 12 Alexandrina Danadrottning 66-67 Árni Sigurjónsson 160 Birgir Þorgilsson 129, 183, 193, Bruun, Daniel 39-40, 53 Alfred Rosenberg 59, 86-87 Árni Stefánsson 178 231, 243 Brynjólfur Brynjólfsson 110-111 Alfreð Elíasson 125 kafla Ársæll Harðarson 263, 272 Birgir Þórarinsson 293 Brynjólfur Gíslason 118 119 Alkær, Ejler 188 Ásbjörg Jóhannsdóttir 267 Birna G. Bjarnleifdóttir 140, 253 C. Ziemsen 55 Anders Nyborg129 Ásbjörn Árnason 93 Bjarni Arason 194 Carl Billich 87 Anderson, Johann 14 Ásbjörn Björgvinsson 257, Bjarni Benediktsson dómsmála-/ Christensen, J.C. 44 Andrés Andrésson Fjeldsted 68-69 258-259, 261-262 forsætisráðherra 135, 141 Churchill, Winston 106 Andri Már Ingólfsson 279 Ásbjörn Þorgilsson 296 Bjarni Benediktsson útgerðarmaður Coghill, John 29-30 Angel, Margreth 17-19 Ásborg Arnþórsdóttir 254 91-92 Collingwood, W.G. 93 Anna Dóra Sæþórsdóttir 310 Ásdís Sveinsdóttir 94 Bjarni Bjarnason 182 Cotton, Arthur 57 Anna L. Thoroddsen 34 Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá 98 Bjarni Guðmundsson frá Túni 146 Dagmar Bjarnason Anna Magnúsdóttir 165 Ásgeir Ásgeirsson forseti 78 Bjarni Ingvar Árnason 240-241, Daníel Daníelsson 48 Anna Svavarsdóttir 227 Ásgeir G. Ásgeirsson 34 267-268 Davíð Bjarnason 37 Anna Þorvaldsdóttir 277 Áslaug Alfreðsdóttir 248, 267, Bjarni Pálsson 14-16 Davíð Scheving Thorsteinsson 249 Annandale, Nelson 26 270-271, 294 Bjarni Thorarensen 16 Davíð Stefánsson 78 Arinbjörn Jóhannsson 210-211 Ásmundur Kristjánsson 208 Björk Guðmundsdóttir 233 Davíð Vilhelmsson Armstrong, Neil 141 Ásmundur Sveinsson 179 Björk Kristjánsdóttir 293 Dejak, Helena 291 Arnar Már Ólafsson 204 Ástríður Magnúsdóttir 231 Björn Björnsson 83-84 Dietrich, Marlene 113 Arngrímur Hermannsson 229, 261 Balbo, Italo 76 Björn Gíslason 227-229 Diljá Gunnarsdóttir 262 Arngrímur Jóhannsson 217 Baldur Sigurðsson 221 Björn Halldórsson 145 Dillon, Arthur 20 Arngrímur Jónsson lærði 11, 13 Baldur Sveinsson 74 Björn Hróarsson 265-266 Dillon, Henrietta 20 Arngrímur Kristjánsson 153 Baldvin Jónsson 278 Björn Jónsson 49, 54 Disney-Leith, Mary 29 Arnheiður Hjörleifsdóttir 251 Banks, Joseph 16 Björn Ólafsson (Vífilfell) 55, 70-71 Díana Mjöll Sveinsdóttir 159 Arnþór Björnsson 155, 177 Bára Guðmundsdóttir 161 Björn Ólafsson (Þríhnúkagígur) Dorothea Jörgensen 24 Arthur Björgvin Bollason 303 Bára Sigurgrímsdóttir 151 265 Dóra Svavarsdóttir 227 Arthur Guðmundsson 93 Benedikt Gröndal 145 Björn Sigurðsson 199-201 Dufferin lávarður 25-26 Askam kaupmaður 23 Benedikt Guðmundsson 150 Blefken, Dithmar 11-12 Edward Frederiksen 184 Axel Sigurðsson 108-111 Berglind Guðmundsdóttir 150 Bragi Einarsson 164, 166 Eggert Kristjánsson 152-153 Ágúst Ágústsson 284 Bergur Vigfússon 202 Bragi Guðmundsson 241 Eggert Ólafsson 13-15, 154 Ármann Rögnvaldsson 208 Bergþór Kristleifsson 200 Braun, Eva 105 Eggert P. Briem 100, 121

FERÐAÞJÓNUSTA | 327 Eggert Stefánsson 76 Geir Zoëga 34-35 Gylfi Gröndal 267 Hróðmar Bjarnason 197-198 Egill Benediktsson 119 Geir G. Zoëga 53 Hafliði Magnússon 303 Hrönn Greipsdóttir 261-262, 264 Egill Kristbjörnsson 153 Geir G. Zoëga (vegamálastjóri) 73 Halberg, Johan 24, 86 Hörður Sigurbjarnarson 259 Eiður Guðnason 236 Geir H. Zoëga 53, 137 Halldór Ásgrímsson 249 Hörður Sigurgestsson 184 Einar Benediktsson 36,61,70,85 Gillies, Harold 70 Halldór Helgason 150 Imsland, L.J. 113 Einar Bollason 197, 270 Gísli Einarsson 254 Halldór Laxness 55, 85 Indriði G. Þorsteinsson 184 Einar Eyfells 204 Gísli Geir Sigurjónsson 222 Halldór Vilhjálmsson 69 Indriði Hannesson 93 Einar Friðriksson 176 Gísli Hjálmarsson 222 Hallgrímur Hallgrímsson 76 Ingibjörg Guðmundsdóttir 14 Einar Gilsson 37 Gísli Ólafsson 147 Hallgrímur Jónasson 147, 151-152 Ingibjörg Karlsdóttir 116 Einar Gústavsson 129-130, 136, Gísli Sigurðsson 37, 312 -313 Hallgrímur Lárusson255 Ingibjörg Pétursdóttir 242 277-278 Gísli Sveinsson 74, 115 Hannes Hafstein37, 40 Ingibjörg Sveinsdóttir 210 Einar Magnússon 98, 100, Goði Sveinsson 264 Hannibal Valdimarsson 143-144 Ingimar Ingimarsson 146, 153 147-148, 153 Gorbatjov, Michail 234-235, 263 Hansína B. Einarsdóttir 250 Ingimar Sigurðsson 147 Einar Olgeirsson 267 Grétar Sveinsson 258 Haraldur Árnason, kaupmaður 100 Ingólfur Guðbrandsson 131 Einar Zoëga 36, 61 Grímur Sæmundsen 227 Haraldur Árnason, ráðunautur 195 Ingólfur Guðmundsson 100 Einar Þ. Einarsson 286 Grímur Thomsen 29-31 Haraldur J. Hamar 138 Ingólfur Jónsson 136 Eiríkur Ásmundsson 32 Guðbjörn Guðjónsson 243 Haraldur prins 42 Ingólfur Margeirsson 116 Eiríkur Gíslason 161 Guðbrandur Jóhannesson Haukur Birgisson 237 Ingólfur Pétursson 165, 171, 176, Eiríkur Haraldsson 204 Guðbrandur Jörundsson 151-152 Haukur Gunnarsson 175 183-184 Eín Egilsdóttir 88-89, 109, 111 Guðjón Samúelsson 75 Haukur Hjaltason 134 Íslaug Aðalsteinsdóttir 128 Elín Sigurðardóttir 264 Guðlaug Björnsdóttir 108 Heimir Hannesson 138 Jacobsen (veitingamaður) 22 Elísabet Guðmundsdóttir 119 Guðlaugur Bergmann 253 Helena Herborg Guðmundsdóttir Jakob Albertsson 204 Ellen Einarsson 69 Guðlaugur Guðmundsson 108 150 Jakob Magnússon 241-242 Emil Guðmundsson 179 Guðmundur Angantýsson 176 Helga Árnadóttir 314 Johnson, Lyndon B. 175 Erlendur Bogason 267 Guðmundur Daníelsson 99 Helga Haraldsdóttir 309 Jóhann Magnússon 93 Erlendur Jónsson 103 Guðmundur Eggertz 56 Helga Marteinsdóttir 110 Jóhanna B. Magnúsdóttir 252 Erlingur B. Thoroddsen 298-299 Guðmundur Einarsson frá Miðdal Helga Valborg Pétursdóttir 177 Jóhanna Leópoldsdóttir 162 Erlingur Pálsson 179 96-97, 204 Helgi Benediktsson 171 Jóhannes Jónsson 37 Erna Hauksdóttir 249, 269-270, Guðmundur H. Sigurðsson 145 Helgi Hallgrímsson 201 Jóhannes Jósefsson 75-76 281, 289, 308, 314 Guðmundur Jónasson 80-81, 146, Helgi Helgason 47 Jóhannes Kjarval 76, 84, 94 Erna H. Þórarinsdóttir 184 149, 151-154, 156-157 Helgi Ívarsson 186 Jóhannes Kolbeinsson 151 Erna Þórarinsdóttir 177 Guðmundur Kristján Ragnarsson Helgi Jóhannsson 270 Jóhannes R. Snorrason 127 Eva Sigurbjörnsdóttir 296 304-305 Helgi Pétursson 149-150 Jóhannes Zoëga 35 Eyjólfur Halldórsson 151 Guðmundur Laugdal Jónsson 150 Helgi Zoëga 53 Jóhannes Zoëga, yngri 36 Eyvindur (leiðsögumaður) Guðmundur Sigurjónsson 251 Herbert Hauksson 264 Jón Ásbergsson 304 Fisher, Bobby 185-186, 215 Guðmundur Tyrfingsson 150 Hermann Hermannsson 93 Jón Björnsson 296 Fonblanque de, Caroline Alicia 29 Guðni Þórðarson 131-132, 216 Hermann Ragnar Stefánsson 186 Jón Borgfirðingur 22 Fortescue, Lionel 70 Guðríður Árnadóttir 42 Héðinn Ólafsson 266 Jón Guðmundsson 67 Friðrik konungur V. 13-14 Guðrún Bergmann 250, 253 Hildur Jónsdóttir 282-283 Jón Hákon Magnússon 263 Friðrik Kristjánsson 184 Guðrún Bjarnadóttir 332 Hilmar Helgason 150 Jón Heiðar Andrésson 229 Friðrik Pálsson 293 Guðrún Geirsdóttir 91 Hilmar Kristjánsson 202 Jón Hjaltalín 22, 34 Friðrik prins 66 Guðrún Jónsdóttir 215 Hjörtur Nielsen 82 Jón Hjaltason 134 Friðrik VIII. 42-45 Guðrún Ólafsdóttir 235 Hlíf Steinsdóttir 162 Jón Kristjánsson 155 Friðsteinn Jónsson 108, 110-111, Guðrún Pálsdóttir 22 Hopkins, Anthony 305 Jón Kristleifsson 229 119, 172 Guðrún Sigurðardóttir 177 Horrebow, Niels 14 Jón Magnússon, forsætisráðherra Friðþjófur Helgason 262 Guðvarður Gíslason 248 Howaldt, Andreas 237 67 Fritz Weisappel 87 Gunnar Björnsson 147 Howell, Frederick 16-27, 33, Jón Ólafsson 144 Gaimard, Paul 9, 17, 32 Gunnar Guðmundsson 151 35, 40 Jón Karl Ólafsson 270, 308 Garðar Guðnason 146 Gunnar Jónasson 116 Hólmfríður Karlsdóttir 232 Jón Pétursson finnst ekki Garðar K. Vilhjálmsson 229, 270 Gunnar Þorsteinsson 157 Hrefna Rós Lárusdóttir 239 Jón Ragnarsson 175 Garðar Vilhjálmsson Gunnlaugur Loftsson 91 Hrefna Sigmarsdóttir 200-204 Jón Páll Sigmarsson 232-233

328 | FERÐAÞJÓNUSTA Jón Sigurðsson 74 Kristleifur Þorsteinsson 198, 200, Münzer, Ulrich 268 Ragna Samúelsson 138 Jón Thorstensen 29 201 Nicolaj Bjarnason 55 Ragnar E. Kvaran 100 Jón J. Víðis 98 Kristrún Konráðsdóttir 250 Nixon, Richard 215 Ragnar Guðlaugsson 119 Jón Þorláksson 62, 71 Lára Hrönn Pétursdóttir 239 Níels Jörgensen 23 Ragnar Guðmundsson 304 Jónas Hallgrímsson 20 Lárus Ottesen 151 Nína Tryggvadóttir 179 Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk Jónas Jónsson frá Hriflu 75 Lárus Sigurjónsson 58 Oddný Sv. Björgvins 199, 207, 208 Jónas Kjerúlf 204 Leifur Sveinsson 93 Olga Sigurðardóttir 162, Ragnar Jónsson 114, 175 Jónas Kristjánsson 188 Leópold Jón Jóhannesson 162 Oscar Johansen 59 Ragnar Stefánsson 196 Jóninna Sigurðardóttir 111, Leutelt, D.R. 97 Oswald, Elizbeth Jane 29 Ragnar Þórðarson 119 116, 180 Lever, Vilhelmína 18 Ottesen, Sire 19, 20 Ragnheiður Gíslason Jórunn Eggertsdóttir 210 Linda Pétursdóttir 232 Ófeigur Jónsson 29 Rannveig Grétarsdóttir 258, 259 Jórunn Svavarsdóttir 227 Lindquist, Ole 257 Ólafur Helgi Jónsson 10 Rannveig Ólafsdóttir 14 Jósef Felzmann 87 Loftur Jónasson 295 Ólafur Ketilsson 144, Reagan, Ronald 234 Júlíus Hafstein 262-263 Lóa Kristjánsdóttir 108, 111, 172 Ólafur Laufdal 180, 242 Reeves, A.R. ATH Júlíus Júlíusson300 Ludvig Hjálmtýsson 137, 160, Ólafur Ólafsson 110 Richard, Cliff 195 Karl Friðriksson 180 176, 183, 189, 237 Ólafur J. Ólafsson 101 Ritchie, James Ath. Karólína Guðlaugsdóttir 76 Lund, Anker Niels 29 Ólafur Örn Ólafsson 271, 294 Ríkharður Jónsson 33 Katrín Júlíusdóttir 289 Lúðvík Geirsson 147 Ólafur E. Stefánsson 195 Robert Payne 236 Keilhack, Konrad 25 Lydia Pálsdóttir 96 Ólafur Stephensen 19 Róbert Guðfinnsson 300 Kennard, Walterina Favoretta 70 Magnea Þorkelsdóttir 181 Ólafur Thors 126 Rögnvaldur Ólafsson 310 Kinckowström, Axel 61 Magnús Björnsson 240 Ólafur Torfason 243 Samúel Jónsson 303 Kjartan Helgason 134, 137 Magnús Gíslason 161 Ólína Sigvaldadóttir 163 Samúel Ólafsson 35 Kjartan Lárusson 183, 190, Magnús Hjaltason 85 Ólöf Sverrisdóttir 178 Scheel, Henrik 19 237, 290 Magnús Jóhannesson 145 Ólöf Ýrr Atladóttir 267, 315 Schrader, George 30 Kjartan Ragnarsson 250, 301, 302 Magnús Jónsson, dósent 145 Ómar Örn Gunnarsson 239 Sesselja Kristjánsdóttir 68 Kloss, Frederick 16, 31 Magnús Jónsson, bílstjóri 284 Ómar Óskarsson 270 Sigfús Eymundsson 68 Knútur prins 66 Magnús Karlsson 204 Ómar Ragnarsson 262, 268, 314 Sigfús Guðbrandsson 159 Kolbrún Eiríksdóttir 251 Magnús Magnússon 314 Óskar Finnsson 268 Sigmar Logi Hinriksson 239 Kristinn Guðnason 295 Magnús Oddsson 234, 250, 252, Óskar Guðnason 146 Sigmundur Sæmundsson 148 Kristinn V. Jóhannsson 218 255, 268, 271 Óskar Sigurjónsson 145, 149 Signý Guðmundsdóttir 151 Kristín Árnadóttir 118 Magnús Ólafsson 55 Ósvaldur Knudsen 240 Sigríður Benediktsdóttir 150 Kristín Dahlstedt 85, 86, Magnús Sigmundsson ATH. Paijkull, Carl Wilhelm 10 Sigríður Björnsdóttir 69 Kristín Eggertsdóttir 61 Margrét Jóhannsdóttir 207 Paul Richardson 207 Sigríður Fanney Jónsdóttir 93, 94 Kristín G. Magnús 240 Margrét Jónsdóttir 137 Pálína Sigurgrímsdóttir 151 Sigríður Gísladóttir Kristín Guðmundsdóttir Margrét Nielsen 297 Páll Arason 134, 140, 148, 156 Sigríður Guðmundsdóttir 150 Kristín Helgadóttir 150, 151 Margrét Tómasdóttir 36 Páll S. Pálsson 119 Sigríður Margrét Guðmundsdóttir Kristín Jónsdóttir 93 Margrét Valdimarsdóttir 109, 111 Páll Sigurðsson 147 301, 302 Kristín Snæhólm 127 Margrét Zoëga 61, 62 Páll Þorsteinsson 124 Sigríður Gunnlaugsdóttir 127 Kristjana Milla Thorsteinsson 125 Marit Einarsson 165 Páll Þór Jónsson 259 Sigríður Ólafsdóttir, héraðsdómari Kristján Arngrímsson 140 María Guðmundsdóttir 283 Pálmi Hannesson 202 265 Kristján Jóhann Karlsson 239 Marmier, Xavier 9 Pálmi Rögnvaldsson 155 Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Kristján E. Schram 43 Matthías Einarsson 69 Peerse, Gories 10 292 Kristján IX. 35, 36 Matthías Jochumson 34, 37 Pétur Ágústsson 238, 239 Sigríður Sigurgrímsdóttir 151 Kristján Jónsson, Hveragerði 155 Matthías Johannessen 137, 174 Pétur Daníelsson 119 Sigríður Tómasdóttir 33 Kristján Jónsson, Kynnisferðum Matthías Jóhannesson ATH Pétur Geirsson 162, 163, 171 Sigrún Bergþórsdóttir 199 130 Matthías Kjartansson 262 Pétur Haukur Helgason 149, 150 Sigrún Bjarnadóttir 90 Kristján Kristjánsson (bílakóngur) Mayer, Auguste 32, Pétur Jónsson 176, 177, Sigrún Blöndal 93 74, 75, 79, 82, 147, 184 Mckay, John 268, 269 Pétur Pétursson 84 Sigrún Ingólfsdóttir 197 Kristján Kristjánsson 265 Michael Larsen 101 Pétur Snæbjörnsson 280, 309 Sigurbjörn Einarsson ATH Kristján E. Schram 43 Miller 240 Pfeiffer, Ida 28 Sigurbjörn Sigurðsson ATH Kristján X. 77, 85, 89 Morris, William 25, 27, 28, 33 Pompidou, George 215 Sigurborg Kristjánsdóttir 67

FERÐAÞJÓNUSTA | 329 Sigurður Baldursson 221 Steinar Berg 250 Theódóra Sveinsdóttir 166 Vilhjálmur Þór 100, 101 Sigurður Daníelsson 95 Steindór Einarsson 65, 78, 79, 80 Thiele, Louise Frances Kate von Watson, Mark 93, 94 Sigurður Einarsson 177 Steindór Steindórsson frá Hlöðum 29, 35 Wendler, Dieter 139, 237 Sigurður Greipsson 89, 90 15 Thomsen, Ditlev 53, 63 Weizsäcker, Richard von 237 Sigurður Grímsson 58 Steingrímur Birgisson 305 Thor Thors 76, 101, Wilhelm Wessman 283 Sigurður Hall 278 Steingrímur Karlsson 116 Torfi Yngvason 229 Wolfe, Jennifer 211 Sigurður Helgason (eldri) 130, Steinn Lárusson 130, 135 Tómas Guðmunsson 20 Wright-bræður 65 131, 189,127 Steinn Logi Björnsson 245, 269, Trampe greifi 23, 25 Þorgils Jónasson 159 Sigurður Helgason (yngri) 246 270, 276, 278 Trausti Einarsson 90 Þorgrímur Thomesen ATH Sigurður Jónsson 65 Steinunn Hafstað 171, 173 Troil, Uno von 16 Þorlákur Ó. Johnson 22, 49 Sigurður Jónsson frá Laug 97, 98, Steinunn Valdimarsdóttir 109, 111 Trollope, Anthony 26 Þorleifur Þórðarson 100, 119, 146 Stella Briem 57 Tryggvi Árnason 222, 223, 224, 121, 181 Sigurður Magnússon 183, 267, Stewart, R. 70 236, 257 Þorsteinn Aðalsteinsson 299 Sigurður R. Guðmundsson 204 Streyc, Daniel 12 Tryggvi Gunnarsson 32, 54, 88 Þorsteinn E. Jónsson 127 Sigurgrímur Pálsson 151 Sturla Böðvarsson 256, 271 Tryggvi Pétursson ATH Þorsteinn Hjartarson 197, 198 Sigurjón Bjarnason 197 Sumarliði R. Ísleifsson 13 Tryggvi Þórhallsson 78 Þorsteinn Jósefsson 149 Sigurjón Guðmundsson 251 Svala Gísladóttir ATH Tweedie, Ethel 29 Þorsteinn Kristjánsson ATH. Sigursæll Magnússon 107, 111, Svanborg Siggeirsdóttir 238, 239 Tyrfingur Guðmundsson 150 Þorsteinn Þorsteinsson ATH 175 Svava Guðmundsdóttir í Langaholti Ulla Maja Rögnvaldsson 208 Þorvaldur Guðmundsson 127, 170, Sigurþór Þorgilsson 206 201 Unnur Halldórsdóttir 149 173, 175, 186, 229, Sire Ottesen 19, 20 Svava Sigurðardóttir 177 Unnur Helga Marteinsdóttir 150 Þorvaldur Thoroddsen 15, 26 Skúli Magnúson 18 Svava Sverrisdóttir 178 Úlfar Eysteinsson 299 Þorvarður Örnólfsson 204 Skúli Þorbergsson 151 Svava Þórhallsdóttir 69 Úlfar Jacobsen 146, 149, 157 Þór Guðjónsson 202 Snorri Arnfinnsson 119 Svavar Gests 174 Valdimar Ásmundsson Þóra Guðmundsdóttir ATH Snæbjörn Jónsson 65 Sveinbjörn Sveinbjörnsson 34 Valdimar Fast 157 Þóra Jónsdóttir 67 Snæland Grímsson 151, 255 Sveinn Björnsson 70, 115 Valdimar prins 36 Þórarinn E. Thulinius 46 Sonja Lind Eyglóardóttir 171 Sveinn Jóhannsson 196 Valdimar Sveinbjörnsson 98 Þórarinn Jónasson 195, 196, Spassky, Boris 185, 186, 215, Sveinn Jónsson 93, 94 Valdimar Örnólfsson 204 Þórbergur Þórðarson 22, 137 Stacey, Clive 257, 261 Sveinn Jónsson frá Kálfsskinni 201 Valgarð S. Halldórsson 150 Þórdís Ásgeirsdóttir 92 Stefanía Ármannsdóttir 221 Sveinn Oddsson 73, 74 Valgerður Ágústsdóttir 194 Þórdís G. Arthúrsdóttir 239, 250 Stefán Gíslason 159 Sveinn Sigurbjarnarson 158, 159 Valgerður Þórðardóttir 95 Þórdís Jónsdóttir 37 Stefán Þormar Guðmundsson 163 Sveinn Svavarsson 227 Vernharður Bjarnason 92 Þórður Edilonsson 69 Stefán Gunnarsson 151 Sveinn Sveinsson 297 Vigdís Finnbogadóttir 140, 231 Þórður Örn Stefánsson 225 Stefán Íslandi 76 Sveinn Sæmundsson 194 Vigfús „vert“ Sigfússon 61, 180 Þórhallur Dan Kristjánsson ATH Stefán Sigurðsson 270 Sveinn Tyrfingsson 210 Vigfús Guðmundsson 100, 162 Þórir Garðarsson 293, 305 Stefán Stefánsson 55 Sverrir Sigurðsson 110 Vilborg Guðmundsdóttir 295 Þuríður Gísladóttir 176 Stefán Steinþórsson frá Hömrum Sæmundur Ólafsson 152, 153, Vilborg Hannesdóttir 227, 229 Örlygur Sigurðsson 61 59, 93, 94 157, 158 Vilhelm Bernhöft 69 Stefán Tryggvason 287 Sæmundur Pálsson 185, 186 Vilhjálmur Einarsson 105, 106 Stegall, Casey 271 Sæmundur Sigmundsson 148, 149 Vilhjálmur Knudsen 240

330 | FERÐAÞJÓNUSTA MYNDAskrá

FERÐAÞJÓNUSTA | 331 Helga Guðrún Johnson Guðrún Helga Sigurveig Jónsdóttir Sigurveig Jónsdóttir ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Helga Guðrún Johnson Saga ferðaþjónustu á Íslandi Saga skipulegrar ferðaþjónustu á Íslandi er ekki löng í sögulegu samhengi, en hún er þeim mun ævintýralegri. Frásagnir ferðalanga og landkönnuða sem sóttu landið heim á fyrri öldum eru merkar heimildir, og vitna jafnt um fordóma og fáfræði sem forvitni og aðdáun. Slíkar heimsóknir voru svo fáar að þær rötuðu í annála hér heima og ófá rit voru gefin út erlendis um upplifun og rannsóknir ferðlanganna, gjarnan prýdd ómetanlegum myndum. Íslenskir fræðimenn fóru svo smám saman að kanna landið sitt

og skrifa um það, meðal annars í þeim tilgangi að ryðja úr vegi ýmsum ÞAÐ ER KOMINN GESTUR bábiljum í ritum útlendinganna.

Skipulegar skemmtiferðir og lystireisur hingað til lands hófust þó ekki fyrr en seint á 19. öldinni, þegar skipakomum fjölgaði. Þá skapaðist grundvöllur fyrir ferðaþjónustu og fyrstu útibú erlendra ferðaskrifstofa voru opnuð hér á landi. Þar með hófst magnað ferli, þar sem sjálfsögð gestrisni við fáeina ferðamenn þróaðist í að verða stærsta atvinnugrein þjóðarinnar, og sér ekki fyrir endann á því ævintýri. Framfarir í sam- göngumálum gera það að verkum að Ísland er ekki lengur úr leið, auk þess sem Íslendingar ferðast nú mun meira um eigið land en áður var, og leita þá gjarnan á vit friðsemdarinnar fjarri mannabyggðum.

Höfundar verksins, Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir, hafa unnið mikið við að skrá sögu atvinnulífsins. Í þessu verki hafa þær kapp- kostað að gera frumkvöðlum í ferðaþjónustu skil, og rekja þessa miklu sögu með frásögnum þeirra sem riðu á vaðið og stóðu fyrir nýbreytni. Það er léttur blær yfir frásögninni og bókin er búin fjölmörgum ljós- ÞAÐ ER KOMINN myndum sem glæða þessa einstöku sögu mögnuðu lífi.

Saga ferðaþjónustu á Íslandi GESTUR

Samtök ferðaþjónustunnar