Íslensk Menningarpólitík

Total Page:16

File Type:pdf, Size:1020Kb

Íslensk Menningarpólitík íslensk menningarpólitík menning + listir + vald + almannasvið + menningarstefna + íslensk menningarvitund + þjóðerniskennd + hnattvæðing + stafræn menning + BÍL + ríki + borg + Habermas + stjórnmálaflokkar + Björk + sveitarfélög + Fjölnir + Castells + menningartengd ferðaþjónusta + alþjóðleg menningarsamvinna + fjölmiðlar + Foucault + netsamfélagið Hér er íslensk menningarstefna greind fræðilega og sett í samhengi við alþjóðlegar menningarstefnur. Samband menningar og ríkis, sveitarfélaga, stjórnmálaflokka og markaðar er skoðað, sem og áhrif Fjölnismanna, Bjarkar og fleiri lista- og fræðimanna. Bjarki Valtýsson Þá er skoðað hvernig menningarstefnu tekst að bregðast við breyttu landslagi internets og annarra nýmiðla og spáð fyrir um menningarpólitík framtíðarinnar. Bjarki Valtýsson er doktor í boðskipta- og menningarfræðum og aðjúnkt við IT háskólann í Kaupmannahöfn. íslensk menningarpólitík ISBN 978-9935-413-10-9 Bjarki Valtýsson 9 7 8 9 9 3 5 4 1 3 1 0 9 Íslensk menningarpólitík Íslensk menningarpólitík 2011 Höfundur: Bjarki Valtýsson This work is licensed under the Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 3.0 Unported License. To view a copy of this license, visit http://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/3.0/ Bókin er gefin út með aðstoð starfsstyrks Hagþenkis Útgefandi: Nýhil Kápa: Aðalsteinn Hallgrímsson Umbrot: Oddur Árni Arnarsson Prentun: Leturprent ISBN 978-9935-413-10-9 Bjarki Valtýsson Íslensk menningarpólitík Efnisyfirlit Inngangur 9 Fyrsti hluti Fræðilegar stoðir 18 1 Margfeldni menningarpólitíkur 19 Hvað er menning? 19 Margslunginn síðmódernismi 24 „Glókal“ heimsmynd 28 Sambræðingur hins háa og lága 30 Tilkoma „upplýsts“ almannasviðs 32 Kerfi og lífheimur 35 Blekking skynsamlegra boðskipta 38 Orðræðubúnt og sannleiksveldi 41 Áhrif þjóðerniskenndar á síðmódernisma 44 Menningarpólitískt módel síðmódernismans 46 2 Ólík menningarmódel 59 Fjögur menningarmódel 59 Norðurlandamódelið 62 Aðkallandi viðfangsefni menningarstefnu 68 Annar hluti Íslensk menningarpólitík 72 Styttri fræðistoðir 73 3 Íslensk menningarvitund 77 Frumdrög íslensks almannasviðs 78 Samlíf og samfélag 84 Frumdrættir íslenskrar menningarpólitíkur 91 Menningarvitundin tekur á sig mynd 97 4 Aðalleikararnir í íslenskri menningarpólitík 109 Menningarstefna íslenska ríkisins 109 Framlög á fjárlögum til menningarmála 121 Nokkur einkenni opinberrar menningarstefnu 133 Bandalag íslenskra listamanna og listamannalaun 140 Menningarstefna Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga 154 Markaður 172 Menningartengd ferðaþjónusta 184 Fjölmiðlar 192 Íslensk stjórnmálaöfl 210 Alþjóðleg menningarsamvinna 221 5 Framtíðarsýn íslenskrar menningarstefnu 231 Áhrif Bjarkar 232 Stafræna sprengjan 242 Öflugri almannasvið? 249 Netsamfélagið 254 Endurblönduð menning: Fimm dæmi 257 Stafræn endurblöndun og menningarpólitík 263 Íslensk menning árið 2050 267 Heimildaskrá 278 Prentaðar heimildir 278 Heimildir á netinu 290 Viðmælendaskrá 297 Inngangur Vestræn samfélagsgerð nútímans er flókið fyrirbæri sem mótar einstaklinga eftir mismunandi hefðum og viðmiðum. Sá nútími sem við búum við er ýmist kallaður póstmódernískur nútími, reflexífur nútími, síðmódernískur nútími, nútími netsins, nútími upplifana eða jafnvel súpernútími. Eitt helsta einkenni þessa tímabils virðist vera hversu erfitt það reynist að festa hendur á gagnsæi og samvirkni samfélagsins og af þeim sökum er því oft lýst með flotkenndum orðum eins og margfeldni, margvídd, fjölbreytileiki, flókindi og híbríð. Hvað sem slíkri málnotkun líður þá ætti öllum að vera ljóst að nútíminn hefur flókinn strúktúr sem ómögulegt er að skoða í allri sinni mynd. Þótt smíði einhvers konar heildarsamfélagskenningar sé göfugt markmið í sjálfu sér er ég hræddur um að slíkar tilraunir séu dæmdar til að mistakast. Hins vegar er hægt að rannsaka ákveðna samfélagsþræði og greina þá í sam- hengi við aðra skylda samfélagsþræði. Sé slíkum þráðum safnað saman mynd- ast búnt og það samfélagsbúnt sem verður skoðað nánar í þessu verki er jafnan kallað menningarpólitík1 en þar sem slíkt búnt er í eðli sínu of stórt fyrir þessa rannsókn þá snyrti ég og móta búntið þannig að það tekur mynd íslenskrar menningarpólitíkur. Markmiðið er í stuttu máli að greina helstu einkenni ís- lenskrar menningarpólitíkur, að staðsetja hana út frá öðrum menningarmód- elum og spá fyrir um framtíðarþróun hennar, sérstaklega með tilliti til staf- rænnar tækni, breytts fjölmiðlaumhverfis og fjármálakreppunnar sem skall á heimsbyggðinni síðari hluta ársins 2008. Í víðum skilningi er menningarpólitík vettvangur færslna og átaka milli ólíkra aðila menningarsviðsins, t.d. ríkisins, markaðarins, listamanna, fram- leiðenda, neytenda, menningarstofnana, fyrirtækja, sveitarfélaga, gras- rótarhreyfinga og stærri alþjóðlegra stofnana. Markmið og ítök þessara aðila eru auðvitað ekki þau sömu en ásetningur þeirra er að hafa áhrif á þróun og birtingarmyndir lista og menningar í þjóðfélaginu, oft með eigin hagsmuni að leiðarljósi. Þessi stýring ráðandi afla menningarsviðsins ákvarðar hvaða list eigi skilið fjárhagslegan stuðning og neyslu almennings. Þetta er ansi mikið 1Menningarpólitík er einnig oft kölluð menningarstefna (e. cultural policy). Ég nota orðin jöfnum höndum en greini þó blæbrigðamun milli menningarpólitíkur sem regnhlífarhug- taks og menningarstefnu sem orðaðs markmiðs, oft sett fram í formi plaggs. 9 vald því listir og menning hafa mikil áhrif á, og stjórna í sumum tilvikum, þróun ýmissa þátta samfélagsins og mótun sjálfsvitundar einstaklinga þess. Af þessum sökum er hægt að tala um menningarpólitík sem ákveðna tækni, eða aðferð, sem ráðandi aðilar menningargeirans nota til að móta listræn og menn- ingarleg gildi almennings. Mikilvægt er að hafa í huga að hlutverk og markmið þessara ráðandi aðila menningargeirans eru svo ólík að það verður sem betur fer ekki komist hjá líf- legum umræðum og skoðanaágreiningi. Þessar umræður fylgja á yfirborðinu „upplýstum“ röksemdafærslum sem eiga rætur að rekja til heimspeki upplýs- ingarinnar en undir sýnilega sléttu yfirborðinu fer jafnan fram annars konar umræða sem fylgir frekar lögmálum skapandi leiks og þrár valdsins. Ef við lítum nánar á liljur íslenska menningarvallarins er nokkuð ljóst að ríki og sveitarfélög hafa annarra hagsmuna að gæta en t.d. hinn frjálsi markað- ur. Menningarstefna ríkis er lituð pólitískum leiðum og lýðræðislegri umræðu en markaðurinn hefur það helsta markmið að græða sem mest fé á sem allra stystum tíma. Ríkið þarf hins vegar að dragnast með byrðar þróunar þjóð- legrar sjálfsvitundar ásamt viðhaldi og varðveislu menningararfsins. Ríkið setur einnig upp fagurfræðileg og tölfræðileg viðmið sem menningarstofnanir ríkisins vinna út frá. Auk þess gegnir ríkið mikilvægu hlutverki í menningar- legu uppeldi barna og unglinga, og á að vernda menningarlega hagsmuni inn- flytjenda, etnískra og landfræðilegra minnihlutahópa. Þá ákveður ríkið einnig ytri aðstæður margra listamanna og menningarstofnana ríkisins og mótar heildarmenningarstefnu þjóðarinnar, sem hefur vitaskuld mikil áhrif á fram- tíðarþróun allrar menningar í landinu. Markaðurinn virðist hins vegar fylgja því einfalda boðorði að græða pening og gerir því sitt ítrasta til að móta ákveðna fagurfræði sem hægt er að pakka áreynslulítið inn og selja til sem flestra, auk þess sem hann gerir sér í auknum mæli grein fyrir vægi menningar og lista til jákvæðrar ímyndasköpunar. Þrátt fyrir þessi skýru markmið markaðsaflanna hafa þau ýmsar leiðir til að raungera þau og stuðla því jafnan að fjölbreytni, jafnvel þótt framleiðslunni sé beint að stórum markhópum. Á milli hins opinbera og markaðar er svo almenn- ingur sem gerir réttmæta kröfu um flæði upplýsinga, skemmtun, fagurfræði, þekkingu og aðra andlega virkni; menningarstofnanir sem krefjast fjárhagslegs öryggis og hagstæðra starfsskilyrða; atvinnulistamenn sem krefjast hliðhollra samfélagsaðstæðna til að geta lifað af list sinni; áhugalistamenn og aðrar 10 félagslegar og uppeldislegar stofnanir sem krefjast fjárhagslegs og líkamlegs svigrúms fyrir starfsemi sína; hin skapandi grasrót sem krefst meiri teygjan- leika og innlimun nýrra listgreina og nýrra hugmynda í menningar batteríið; stjórnmálamennirnir sem vilja skjótfengnar lausnir, oft í gervi árangursstjórn- unarsamninga og annarra aðferða nýrrar opinberrar stjórnunar (e. new public management); fjölmiðlar í öllum sínum fljótandi formum, stjórnmálaflokkar með afar misvel hugsaðar menningarstefnur sínar, og að lokum ýmsar al- þjóðlegar stofnanir eins og Norræna ráðherranefndin, Evrópusambandið, Evrópuráðið og UNESCO, sem einblína á að færa menningarumræðuna frá þjóðríkinu yfir í alþjóðlegt samhengi. Þetta undirstrikar hversu flókið menningarpólitíska sviðið er og hversu langt það teygir sig inn á ólík svið samfélagsins. Til að bæta gráu ofan á svart þá er einnig hlutverk menningarstefnu að sameina ólík listform í eina samfellda stefnu sem hefur það meginhlutverk að stýra og móta framtíðarþróun menn- ingar og lista í samfélaginu. Það eru til margar ólíkar leiðir til að móta, stýra og framkvæma slíka stefnu og mun þetta rit fyrst og fremst horfa á þróun undan- farinna ára og hvernig líklegt er að hún muni verða á Íslandi næstu ár. Til þess að gera grein fyrir núverandi menningarstefnu helstu aðila menningarvett- vangsins tel ég þó nauðsynlegt að hverfa til fortíðar og rekja stuttlega fæðingu ákveðinnar menningarvitundar sem ég tel að sé enn afar áhrifamikil í íslenskri menningarpólitík. Til að koma þessu við mun ég taka menningarhugtakið til nánari skoð- unar í 1. kafla auk þess sem fræðilegar undirstöður verksins verða byggðar. Ég nota ákveðna
Recommended publications
  • MUSIC NOTES: Exploring Music Listening Data As a Visual Representation of Self
    MUSIC NOTES: Exploring Music Listening Data as a Visual Representation of Self Chad Philip Hall A thesis submitted in partial fulfillment of the requirements for the degree of: Master of Design University of Washington 2016 Committee: Kristine Matthews Karen Cheng Linda Norlen Program Authorized to Offer Degree: Art ©Copyright 2016 Chad Philip Hall University of Washington Abstract MUSIC NOTES: Exploring Music Listening Data as a Visual Representation of Self Chad Philip Hall Co-Chairs of the Supervisory Committee: Kristine Matthews, Associate Professor + Chair Division of Design, Visual Communication Design School of Art + Art History + Design Karen Cheng, Professor Division of Design, Visual Communication Design School of Art + Art History + Design Shelves of vinyl records and cassette tapes spark thoughts and mem ories at a quick glance. In the shift to digital formats, we lost physical artifacts but gained data as a rich, but often hidden artifact of our music listening. This project tracked and visualized the music listening habits of eight people over 30 days to explore how this data can serve as a visual representation of self and present new opportunities for reflection. 1 exploring music listening data as MUSIC NOTES a visual representation of self CHAD PHILIP HALL 2 A THESIS SUBMITTED IN PARTIAL FULFILLMENT OF THE REQUIREMENTS FOR THE DEGREE OF: master of design university of washington 2016 COMMITTEE: kristine matthews karen cheng linda norlen PROGRAM AUTHORIZED TO OFFER DEGREE: school of art + art history + design, division
    [Show full text]
  • Descargar Archivo
    Revista Arte Críticas participantes // enlaces // contacto sobre arte críticas Agenda Búsqueda tipo de búsqueda música artículos // críticas // debates // entrevistas // todos artículos octubre La era del hielo 2016 por Patricio Durán Este año se cumplió una década de la edición mundial de Agætis Byrjun, la obra emblemática de Sigur Rós, una de las bandas que definieron el sonido post-rock. ‘Sigur Rós’ significa ‘rosa de la victoria’. No se molesten en buscar algún significado en particular, el nombre de la banda es el de la hermana menor del cantante y guitarrista Jónsi Birgisson, nacida el mismo día en que se formó el grupo. De hecho, es uno de los nombres femeninos más comunes en Islandia, la tierra de donde proviene el cuarteto que en este momento se está tomando un “descanso indefinido” mientras los integrantes se dedican a sus trabajos en solitario y a pasar más tiempo con sus familias. Sigur Rós se formó en 1994 en la capital islandesa, Reykjavik. Comenzó como un trío con Jónsi Birgisson junto a Georg Hólm (bajo) y Ágúst ISSN:1853-0427 Gunnarsson (batería). Con esta formación grabaron un primer disco, Von en 1997 (‘von’ significa ‘esperanza’). En su debut nos encontramos con un Sigur Rós extraño, distinto a lo que vendría después. Plagado de momentos ambient donde sólo se escuchan voces y sonidos metálicos y electrónicos, junto a composiciones más bien oscuras que proponen un clima tenebroso. Este primer trabajo revela la influencia del minimalismo en el grupo. A lo largo de varias canciones podemos notar la repetición de una pequeña idea con variaciones casi imperceptibles.
    [Show full text]
  • Hingstenavne 7. Maj 2019 Navn Abbi Abel Abraham Absalon Adam Addi
    Hingstenavne 7.
    [Show full text]
  • Það Sem Ekki Má Klikka Um Verslunar- Mannahelgina Friðrik Ómar Ekki Í Dragi Á Gay Pride Friðgeir Bergsteins Með Fullan
    TT K ÞI A NT EI SIRKUS4. ÁGÚST 2006 l 31. VIKA ÞAÐ SEM EKKI MÁ KLIKKA UM VERSLUNAR- MANNAHELGINA FRIÐRIK ÓMAR EKKI Í DRAGI Á GAY PRIDE FRIÐGEIR BERGSTEINS MEÐ FULLAN SÍMA AF FRÆGUM GILLZ GEFUR ÞAÐ ÓMATREITT FFÍÍFFLLAAGGAANNGGUURR ÚÚTT ÍÍ GGEEGGNN RAGNAR BJARNASON STENDUR Á TÍMAMÓTUM ÞESSA DAGANA. SUMAR- GLEÐIN KEMUR SAMAN EFTIR 20 ÁRA FJARVERU. HANN ER ÁN EFA REYND- ASTI SKEMMTIKRAFTUR LANDSINS OG ÞARF ÞVÍ EKKI AÐ KAFA DJÚPT Í REYNSLUBANKANN TIL AÐ KLÁRA EINA VERSLUNARMANNAHELGI.0 HANN SEGIR GAMAN AÐ KOMA AFTUR FRAM MEÐ SUMARGLEÐINNI. + ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM MENNINGAR- OG SKEMMTANALÍFIÐ Í REYKJAVÍK SIRKUS MÆLIR MEÐ Sirkus-mynd Anton Brink Mýrargötu. Loksins ætlar þessi dularfulla, niðurnídda gata að vakna til lífsins, en fyrirhugað er að opna kaffihús þar, búðir með sérhannaðar vörur eftir Íslendinga, nýja „Nonnabúð“ og margt fleira. Sannkallaður nýr heitur blettur í Reykjavík, ná- lægt Búllunni, höfninni og Kaffivagninum – er hægt að biðja um meira? Stuðmenn munu koma með öll sín hliðarspor upp á yfirborðið. Barnum. Á horni Klapparstígs og Laugavegs, þar sem 22 var áður, er nú frábær bar sem er í beinni samkeppni við staði eins og Kaffibarinn og Sirkus. Um helgar má heyra besta teknóið í Reykjavík á neðri hæðinni, en Dj-ar eins og Gísli Galdur og President Bongó spila þar, og á efri hæðinni er SYNDUNUM KASTAÐ einnig gebbað dansgólf. Vitabar. Það er ekki til betri leið að byrja helgina en að stoppa við á Vitabar og panta sér hamborgaratilboð, með frönskum og bjór á rúmlega 1000 kall. Fyrir flottari pinna er einnig boðið upp á nautasteik með bjór, svo ekki sé AFTUR FYRIR SIG minnst á hinn margfræga Gleymmérey – besta hamborgara Íslands, að sögn margra.
    [Show full text]
  • Afi European Union Film Showcase November 3–22
    ISSUE 54 AFI SILVER THEATRE AND CULTURAL CENTER NOVEMBER 3, 2011– FEBRUARY 2, 2012 AFI EUROPEAN UNION FILM SHOWCASE NOVEMBER 3–22 Festival of New Spanish Cinema More MuppetsTM, Music & Magic Alexander Payne Holiday Classics Washington Jewish Film Festival Pictured: Keira Knightley and Michael Fassbender in David Cronenberg's A DANGEROUS METHOD, one of the centerpiece screenings at the AFI European Union Film Showcase AFI.com/Silver Contents European Union Film Showcase 2011 AFI European Union Film Showcase ......... 2 November 3-22 Special Engagements ..................... 9,16 Now in its 24th year, the AFI European Union Film OPENING NIGHT Festival of New Spanish Cinema ...........10 Showcase features a first-class selection of films from EU member states. This year’s selection of more than The Films of Alexander Payne ...............11 oldwyn Films 40 films includes multiple award-winners, international G More Muppets™, Music & Magic: festival favorites, local box-office hits and debut works Jim Henson's Legacy ...........................12 by promising new talents, plus many countries’ official Oscar submissions for Best Foreign Language Film. Holiday Classics ..................................13 Courtesy of Samuel Highlights of the festival include Opening Night film AFI & Montgomery College/ THE WOMAN IN THE FIFTH, Pawel Pawlikowski’s Kids Euro Festival/ Talk Cinema/ moody thriller starring Ethan Hawke and Kristin Scott Washington Jewish Film Festival ...........14 Thomas; Aki Kaurismäki’s quirkily inspiring charmer Calendar ............................................15 LE HAVRE; the Dardenne brothers’ Cannes Grand Prix THE WOMAN IN THE FIFTH winner THE KID WITH THE BIKE; David Cronenberg’s LOOK FOR THE razor-sharp drama about Sigmund Freud, Carl Jung and THE WOMAN IN THE FIFTH the woman who came between them, A DANGEROUS Scheduled to appear: actress Joanna Kulig AFI Member passes accepted for METHOD, starring Michael Fassbender, Viggo Thu, Nov 3, 7:30, reception to follow designated screenings.
    [Show full text]
  • August 1-7, 2013
    AUGUST 1-7, 2013 -------------------------- Feature • Nic Cowan/Niko Moon ------------------------- Making His Own Kind of Music By Mark Hunter an, a native Texan trans- and low-paying bar gigs, playing his own planted to Atlanta and material and adhering to his father’s advice, Those of you expecting to hear raised in a family of mu- which was to be original at the expense Nic Cowan perform at the Botanical sicians. Like his father, of everything else. He played at night and Roots Outdoor Concert Series on a Moon was a drummer worked at UPS and as an apartment complex hot August night are in for a surprise. when he first started maintenance man during the day. Nic Cowan is now Niko Moon, and playing. He switched In addition to his own tunes, he began he’ll be playing acoustic versions to guitar in high school learning covers so he could get more gigs. from his self-titled debut CD as and started writing songs At one show he caught the eye of a booking Niko Moon. The Botanical Roots immediately. At first he agent named Francisco Vidal. Vidal eventu- show will be his first as Niko Moon bounced around genres ally got him a slot opening for Zac Brown. and the first to feature his new and ideals, from Soon Cowan found himself snugly under music. fronting a Brown’s wing, writing songs for Brown, Lee Miles, who is punk band touring with him and finally recording under still Lee Miles, and to leading Brown’s label. his band Illegitimate a worship From the start, Cowan fit right in with Sons will open.
    [Show full text]
  • Sigur Rós E O Projeto “Valtari Mystery Film Experiment”: Por Uma Reflexão Enunciativa Em Videoclipes Musicais1
    Sigur Rós e o projeto “Valtari Mystery Film Experiment”: por uma reflexão enunciativa em videoclipes musicais1 LIENE NUNES SADDI Resumo O presente artigo busca propor um espaço enunciativo para a análise de videoclipes musicais enquanto objetos da cultura visual incorporados ao universo da arte contemporânea, através do estudo de caso do projeto “Valtari Mystery Film Experiment” (2012), do grupo musical islandês Sigur Rós. Para isto, promove aproximações entre os campos da comunicação e os domínios teóricos das artes visuais, traçando pontos de observação que partem da subjetividade dos músicos e diretores envolvidos até chegarem a Palavras-chave: Videoclipes, regime questões de reorganização da circulação de obras na contemporâneo, cultura visual contemporaneidade. 40 VISUALIDADES, Goiânia v.13 n.1 p. 40-55, jan-jun 2015 Sigur Rós and the “Valtari Mystery Film Experiment” project: for an enunciative reflection on music videos LIENE NUNES SADDI Abstract This paper seeks to propose an enunciative space to analyze music video clips as objects of visual culture incorporated into the universe of contemporary art, through the case study of the project “Valtari Mystery Film Experiment” (2012), created by the post-rock Icelandic band Sigur Rós. To achieve this, it brings together the fields of communication and the theoretical domains of Visual Arts, by tracking observation points that go Keywords: from the subjectivities of musicians and directors to issues of Music video clips, contemporary reorganizing the circulation of contemporary works.
    [Show full text]
  • Human Rights Abuses in Protest Arrests the Ascendancy of Ultraflex the Government-Sanctioned Amount of Yule Lad Content
    THE NEVER BEFORE HEARD HISTORY OF ODIN'S RAVEN MAGIC, IN WHICH... ALSO IN THIS ISSUE: HUMAN RIGHTS ABUSES IN PROTEST ARRESTS THE ASCENDANCY OF ULTRAFLEX THE GOVERNMENT-SANCTIONED AMOUNT OF YULE LAD CONTENT ... & MORE COVER PHOTO: Based on stills from the Odins Raven Magic The cover image is a concert recording in home-brewed homage Paris, 2008. to a faint memory of what mid-century Photocollage by scandinavian film Sveinbjörn Pálsson. posters looked like. 08: PROTEST = ARREST 11: SIGUR MF RÓS 31: ICE CAVES!!!1! 07: Hel, Half-Zombie 18: Ultraflex Makes You 28: COVID-Christmas Full-Sex Icon Sweat Buffets 06: High On Highlands 26: #YuleLadHoliday 30: Holiday-Scopes First EDITORIAL New Year Di!erent Mankind What will change in the new year? Well, But we were also reminded of how seem like a distant dream. That every- can’t be underestimated. This our wake everything—or not so much. The whole underfunded our healthcare system is. thing and everyone will get back on up call. And from what I have seen and world connected for a moment over Icelanders of my generation have been their feet. That tourism will come back. read and experienced myself in this the dreaded coronavirus. We saw what raised up to believe it was the best in the That we will be able to visit our loved pandemic, I’m more optimistic than leaders and nations are made of. And world. It is not. The reason is decades of ones when we want. And that the econ- pessimistic. Let’s wake up, do the work what’s perhaps more important, we politicians underfunding the system in omy will bloom.
    [Show full text]
  • Áskorun Til Alþingis 53.138 Hagsmunaðila!
    5 SAMSTÖÐUFUNDUR -16 mars Fjölmennumlaugardaginn á Austurvöll 29. kl. 15 Slástu í hóp Áskorun til Alþingis 53.138 hagsmunaðila! Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu. Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga. Þess vegna er hafin undirskriftasöfnun á vefnum Þjóð.is þar sem skorað er á Alþingi að leita þjóðarviljans. Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir. www.þjóð.is Um áskorunina og undirskriftasöfnunina Þann 21. febrúar 2014 lagði utanríkisráðherra fram á Alþingi þingsályktunartillögu á þingskjali nr. 635 um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, 340. mál. Óhætt er að segja að tillagan hafi vakið hörð viðbrögð og mörgum þótt vinnubrögðin í hæsta máta sérkennileg í ljósi yfirlýsinga fyrir og eftir kosningar um með­ ferð aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Já Ísland ákvað að bregðast við með því að hleypa af stað undirskriftasöfnun til þess að krefjast þess að þingsá­ lyktunartillagan yrði lögð til hliðar og að boðað yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Undirskriftasöfnunin hófst að kvöldi sunnudagsins 23. febrúar og lauk sunnudaginn 27. apríl eftir páska. Söfnunin stóð því samtals í 63 daga og er beint til 63 þingmanna. Áskorunin er þessi: Við undirrituð skorum á Alþingi að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar verði spurt: Vilt þú ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið, sem hófust með ályktun Alþingis 16. júlí 2009, eða vilt þú slíta þeim? Áskorunin var birt á vefsetrinu www.þjóð.is með þessum formála: Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu.
    [Show full text]
  • Norður Og Niður Schedule with the Flow and Interact with It Live,” Says Band Member Sólrún Words: John Rogers & Jessica Peng Sumarliðadóttir
    SPECIAL ISSUE 2017: NORÐUR OG NIÐUR SIGUR RÓS ARE SEEING OUT 2017 IN STYLE. THEIR NORÐUR OG NIÐUR FESTIVAL PROMISES TO FILL THE HAZY VOID BETWEEN CHRISTMAS AND NEW YEAR WITH MUSIC, ART, LIGHT AND COLOUR. INSIDE: WE TALK TO THE BAND ABOUT CREATING THE FESTIVAL; THE ARTISTS NOT TO MISS; THE FULL SCHEDULE; AND LOTS MORE. SCHEDULE, INFORMATION, GUIDES AND INTERVIEWS “It’s tempting when you’re scor- ing a movie like this, which is quite South And Up? abstract and doesn’t really have a clear story, to just improvise, go Don’t get lost in the Norður og Niður schedule with the flow and interact with it live,” says band member Sólrún Words: John Rogers & Jessica Peng Sumarliðadóttir. “But we decided we wanted to sort of work the film With 46 fascinating artists al- and make it easier for us and for the ready announced for the inaugu- audience to stay focused, because ral Norður og Niður music festival, the tempo of the film is quite differ- and more to come, we thought ent from the tempo we’re used to we’d offer you a few choice today. Some scenes are excruciat- picks from the lineup. Here are ingly long and sort of about noth- a handful of artists you should ing, while others that have a lot go- firmly ring on the schedule. ing on and are over in a moment.” JFDR Jófríður Ákadóttir has grown Framing Fantômas from her folk roots to being one of the most well-known faces of Amiina was originally asked to the Icelandic music scene.
    [Show full text]
  • Árskýrsla RNS 2011
    Rannsóknarnefnd sjóslysa EFN IS YF IR LIT FORMÁLI . .............. 7 RANNSÓKNARNEFND SJÓSLYSA . 8 NEFNDARMENN OG STARFSMENN . 8 LÖG OG REGLUGERÐIR . ..... 9 RNS 2002 - 2011 . .......... 9 STARFSEMI RNS 2011 . 10 BANASLYS . 10 SLYS Á FÓLKI . 11 SKIP ................................................ .................. 11 VÉLARVANA SKIP . 11 PRENTAÐAR SKÝRSLUR RNS . 11 ERLENT SAMSTARF . 11 VEFUR RNS . 12 MARKMIÐ RNS . 12 SKRÁÐ AT VIK HJÁ RNS ÁRIÐ 2011 . 13 TÍMABIL ATVIKA 2011 . 17 TILKYNNINGAR ATVIKA TIL RNS . 18 STAÐSETNING ATVIKA 2011 . 19 STAÐSETNING ATVIKA 2000 - 2011 . 20 FLOKKUN ATVIKA 2011 . 21 FLOKKUN ATVIKA EFTIR TEGUNDUM SKIPA . 21 TILLÖGUR Í ÖRYGGISÁTT 2011 . 22 SÉRSTAKAR ÁBENDINGAR 2011 . 22 SLYS Á SJÓMÖNNUM SKRÁÐ HJÁ RNS 2011 . 23 AÐGERÐ SKIPS VIÐ SLYS Á SJÓMÖNNUM 2011 . 24 TÍMABIL SLYSA Á SJÓMÖNNUM 2011 . 24 ALDUR SLASAÐRA 2011 . 24 STARFSHEITI SLASAÐRA SJÓMANNA 2011 . 26 RANNSÖKUÐ SLYS Á SJÓMÖNNUM 2001 - 2011 . 27 BANASLYS . 27 SKRÁÐ SKIP OG BÁTAR 2011 . 28 ÓHÖPP SEM TENGJAST SKIPUM OG BÁTUM 2001 - 2011 . 29 SKIP SÖKKVA . 29 SKIP SEM SUKKU 2011 . 29 ÁREKSTUR OG ÁSIGLINGAR . 30 SKIP STRANDA EÐA TAKA NIÐRI . 30 ELDUR UM BORÐ . 31 LEKI ................................................ .................. 31 VÉLARVANA OG DREGINN TIL HAFNAR . 32 ÚTKÖLL HJÁ BJÖRGUNARSKIPUM . 33 TILKYNNINGAR UM SLYS Á SJÓMÖNNUM TIL SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS . 34 SKRÁÐ SLYS Á SJÓMÖNNUM 1987 - 2011 . 34 FLOKKUN SLYSA Á SJÓMÖNNUM TIL STÍ 2011 . 35 TÍMI SLYSA 2011 . 36 ALDUR SLASAÐRA SJÓMANNA 2011 . 36 STARFSHEITI SLASAÐRA SJÓMANNA OG ÁRSTÍMI 2011 . 37 SKRÁÐ SLYS EFTIR STARFSHEITI . 37 SKRÁÐ SLYS EFTIR MÁNUÐI . 37 2 Rannsóknarnefnd sjóslysa BANASLYS Á ÍSLENSKUM SJÓMÖNNUM 1971 - 2011 . 38 HÆTTUR Í KRINGUM LANDIÐ . 39 LOKASKÝRSLUR . 41 ÁREKSTUR MILLI SKIPA: 1. NR. 093 / 11 Tryllir GK 600 / Glær KÓ 9 .
    [Show full text]
  • Téléchargez Le
    GRATUIT Bilingue et interculturel English version at the back Le Chant’Ouest débarque à la fin septembre à Régina Page 7 Depuis 1999 Vol 16 No 26 | 13 au 27 septembre 2016 www.thelasource.com Une Latine au Canada par Charlotte Cavalié artir vivre au Canada était Pun rêve d’adolescente. Une quête de lointain, de grands espaces. Une vie simple, près d’un lac à l’orée d’une forêt. Un milieu naturel pour prendre racine, loin, très loin de mes terres natales : le Languedoc et le Sonora. Le sud de la France et le nord-ouest du Mexique. Deux bouts du monde que tout op- pose, en apparence. Car l’Es- pagne est bien là, ancrée. Au vaguesfil des siècles, migratoires dans lesont veines, semé dessur hybrides.les figures. Des Conquêtes « latins » auet « latinos », en une lettre, un sens nouveau. C’est en grandissant qu’on Photo de James Nicholson s’éloigne du sol. Et, paradoxa- lement, plus on s’en éloigne, plus on prend conscience de ses racines. Me voilà donc, Yoga : plus controversé qu’on le croirait Française et Mexicaine, dou- blement latine. par eduard lladó vila C’est lorsqu’une personne uti- les cheveux pour avoir une Le yoga n’échappe donc pas Les années passent, le songe lise de manière ostentatoire coiffure afro. En Amérique du aux critiques. canadien se transforme et mû- Peu d’activités jouissent au- des codes, pratiques ou objets Nord, cette notion fait d’au- rit. Vancouver, entre jungle Un détournement culturel jourd’hui d’une telle vénération. liés à une communauté ayant tant plus rage qu’elle fait écho urbaine et forêts millénaires, En raison de ses bienfaits pour historiquement subi des dis- au souvenir de l’oppression Le cas le plus récent alliant yoga semble être un bon compro- la santé et de sa valeur spiri- criminations que le concept subie par les populations abo- et appropriation culturelle a mis.
    [Show full text]