Íslensk Menningarpólitík

Íslensk Menningarpólitík

íslensk menningarpólitík menning + listir + vald + almannasvið + menningarstefna + íslensk menningarvitund + þjóðerniskennd + hnattvæðing + stafræn menning + BÍL + ríki + borg + Habermas + stjórnmálaflokkar + Björk + sveitarfélög + Fjölnir + Castells + menningartengd ferðaþjónusta + alþjóðleg menningarsamvinna + fjölmiðlar + Foucault + netsamfélagið Hér er íslensk menningarstefna greind fræðilega og sett í samhengi við alþjóðlegar menningarstefnur. Samband menningar og ríkis, sveitarfélaga, stjórnmálaflokka og markaðar er skoðað, sem og áhrif Fjölnismanna, Bjarkar og fleiri lista- og fræðimanna. Bjarki Valtýsson Þá er skoðað hvernig menningarstefnu tekst að bregðast við breyttu landslagi internets og annarra nýmiðla og spáð fyrir um menningarpólitík framtíðarinnar. Bjarki Valtýsson er doktor í boðskipta- og menningarfræðum og aðjúnkt við IT háskólann í Kaupmannahöfn. íslensk menningarpólitík ISBN 978-9935-413-10-9 Bjarki Valtýsson 9 7 8 9 9 3 5 4 1 3 1 0 9 Íslensk menningarpólitík Íslensk menningarpólitík 2011 Höfundur: Bjarki Valtýsson This work is licensed under the Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 3.0 Unported License. To view a copy of this license, visit http://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/3.0/ Bókin er gefin út með aðstoð starfsstyrks Hagþenkis Útgefandi: Nýhil Kápa: Aðalsteinn Hallgrímsson Umbrot: Oddur Árni Arnarsson Prentun: Leturprent ISBN 978-9935-413-10-9 Bjarki Valtýsson Íslensk menningarpólitík Efnisyfirlit Inngangur 9 Fyrsti hluti Fræðilegar stoðir 18 1 Margfeldni menningarpólitíkur 19 Hvað er menning? 19 Margslunginn síðmódernismi 24 „Glókal“ heimsmynd 28 Sambræðingur hins háa og lága 30 Tilkoma „upplýsts“ almannasviðs 32 Kerfi og lífheimur 35 Blekking skynsamlegra boðskipta 38 Orðræðubúnt og sannleiksveldi 41 Áhrif þjóðerniskenndar á síðmódernisma 44 Menningarpólitískt módel síðmódernismans 46 2 Ólík menningarmódel 59 Fjögur menningarmódel 59 Norðurlandamódelið 62 Aðkallandi viðfangsefni menningarstefnu 68 Annar hluti Íslensk menningarpólitík 72 Styttri fræðistoðir 73 3 Íslensk menningarvitund 77 Frumdrög íslensks almannasviðs 78 Samlíf og samfélag 84 Frumdrættir íslenskrar menningarpólitíkur 91 Menningarvitundin tekur á sig mynd 97 4 Aðalleikararnir í íslenskri menningarpólitík 109 Menningarstefna íslenska ríkisins 109 Framlög á fjárlögum til menningarmála 121 Nokkur einkenni opinberrar menningarstefnu 133 Bandalag íslenskra listamanna og listamannalaun 140 Menningarstefna Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga 154 Markaður 172 Menningartengd ferðaþjónusta 184 Fjölmiðlar 192 Íslensk stjórnmálaöfl 210 Alþjóðleg menningarsamvinna 221 5 Framtíðarsýn íslenskrar menningarstefnu 231 Áhrif Bjarkar 232 Stafræna sprengjan 242 Öflugri almannasvið? 249 Netsamfélagið 254 Endurblönduð menning: Fimm dæmi 257 Stafræn endurblöndun og menningarpólitík 263 Íslensk menning árið 2050 267 Heimildaskrá 278 Prentaðar heimildir 278 Heimildir á netinu 290 Viðmælendaskrá 297 Inngangur Vestræn samfélagsgerð nútímans er flókið fyrirbæri sem mótar einstaklinga eftir mismunandi hefðum og viðmiðum. Sá nútími sem við búum við er ýmist kallaður póstmódernískur nútími, reflexífur nútími, síðmódernískur nútími, nútími netsins, nútími upplifana eða jafnvel súpernútími. Eitt helsta einkenni þessa tímabils virðist vera hversu erfitt það reynist að festa hendur á gagnsæi og samvirkni samfélagsins og af þeim sökum er því oft lýst með flotkenndum orðum eins og margfeldni, margvídd, fjölbreytileiki, flókindi og híbríð. Hvað sem slíkri málnotkun líður þá ætti öllum að vera ljóst að nútíminn hefur flókinn strúktúr sem ómögulegt er að skoða í allri sinni mynd. Þótt smíði einhvers konar heildarsamfélagskenningar sé göfugt markmið í sjálfu sér er ég hræddur um að slíkar tilraunir séu dæmdar til að mistakast. Hins vegar er hægt að rannsaka ákveðna samfélagsþræði og greina þá í sam- hengi við aðra skylda samfélagsþræði. Sé slíkum þráðum safnað saman mynd- ast búnt og það samfélagsbúnt sem verður skoðað nánar í þessu verki er jafnan kallað menningarpólitík1 en þar sem slíkt búnt er í eðli sínu of stórt fyrir þessa rannsókn þá snyrti ég og móta búntið þannig að það tekur mynd íslenskrar menningarpólitíkur. Markmiðið er í stuttu máli að greina helstu einkenni ís- lenskrar menningarpólitíkur, að staðsetja hana út frá öðrum menningarmód- elum og spá fyrir um framtíðarþróun hennar, sérstaklega með tilliti til staf- rænnar tækni, breytts fjölmiðlaumhverfis og fjármálakreppunnar sem skall á heimsbyggðinni síðari hluta ársins 2008. Í víðum skilningi er menningarpólitík vettvangur færslna og átaka milli ólíkra aðila menningarsviðsins, t.d. ríkisins, markaðarins, listamanna, fram- leiðenda, neytenda, menningarstofnana, fyrirtækja, sveitarfélaga, gras- rótarhreyfinga og stærri alþjóðlegra stofnana. Markmið og ítök þessara aðila eru auðvitað ekki þau sömu en ásetningur þeirra er að hafa áhrif á þróun og birtingarmyndir lista og menningar í þjóðfélaginu, oft með eigin hagsmuni að leiðarljósi. Þessi stýring ráðandi afla menningarsviðsins ákvarðar hvaða list eigi skilið fjárhagslegan stuðning og neyslu almennings. Þetta er ansi mikið 1Menningarpólitík er einnig oft kölluð menningarstefna (e. cultural policy). Ég nota orðin jöfnum höndum en greini þó blæbrigðamun milli menningarpólitíkur sem regnhlífarhug- taks og menningarstefnu sem orðaðs markmiðs, oft sett fram í formi plaggs. 9 vald því listir og menning hafa mikil áhrif á, og stjórna í sumum tilvikum, þróun ýmissa þátta samfélagsins og mótun sjálfsvitundar einstaklinga þess. Af þessum sökum er hægt að tala um menningarpólitík sem ákveðna tækni, eða aðferð, sem ráðandi aðilar menningargeirans nota til að móta listræn og menn- ingarleg gildi almennings. Mikilvægt er að hafa í huga að hlutverk og markmið þessara ráðandi aðila menningargeirans eru svo ólík að það verður sem betur fer ekki komist hjá líf- legum umræðum og skoðanaágreiningi. Þessar umræður fylgja á yfirborðinu „upplýstum“ röksemdafærslum sem eiga rætur að rekja til heimspeki upplýs- ingarinnar en undir sýnilega sléttu yfirborðinu fer jafnan fram annars konar umræða sem fylgir frekar lögmálum skapandi leiks og þrár valdsins. Ef við lítum nánar á liljur íslenska menningarvallarins er nokkuð ljóst að ríki og sveitarfélög hafa annarra hagsmuna að gæta en t.d. hinn frjálsi markað- ur. Menningarstefna ríkis er lituð pólitískum leiðum og lýðræðislegri umræðu en markaðurinn hefur það helsta markmið að græða sem mest fé á sem allra stystum tíma. Ríkið þarf hins vegar að dragnast með byrðar þróunar þjóð- legrar sjálfsvitundar ásamt viðhaldi og varðveislu menningararfsins. Ríkið setur einnig upp fagurfræðileg og tölfræðileg viðmið sem menningarstofnanir ríkisins vinna út frá. Auk þess gegnir ríkið mikilvægu hlutverki í menningar- legu uppeldi barna og unglinga, og á að vernda menningarlega hagsmuni inn- flytjenda, etnískra og landfræðilegra minnihlutahópa. Þá ákveður ríkið einnig ytri aðstæður margra listamanna og menningarstofnana ríkisins og mótar heildarmenningarstefnu þjóðarinnar, sem hefur vitaskuld mikil áhrif á fram- tíðarþróun allrar menningar í landinu. Markaðurinn virðist hins vegar fylgja því einfalda boðorði að græða pening og gerir því sitt ítrasta til að móta ákveðna fagurfræði sem hægt er að pakka áreynslulítið inn og selja til sem flestra, auk þess sem hann gerir sér í auknum mæli grein fyrir vægi menningar og lista til jákvæðrar ímyndasköpunar. Þrátt fyrir þessi skýru markmið markaðsaflanna hafa þau ýmsar leiðir til að raungera þau og stuðla því jafnan að fjölbreytni, jafnvel þótt framleiðslunni sé beint að stórum markhópum. Á milli hins opinbera og markaðar er svo almenn- ingur sem gerir réttmæta kröfu um flæði upplýsinga, skemmtun, fagurfræði, þekkingu og aðra andlega virkni; menningarstofnanir sem krefjast fjárhagslegs öryggis og hagstæðra starfsskilyrða; atvinnulistamenn sem krefjast hliðhollra samfélagsaðstæðna til að geta lifað af list sinni; áhugalistamenn og aðrar 10 félagslegar og uppeldislegar stofnanir sem krefjast fjárhagslegs og líkamlegs svigrúms fyrir starfsemi sína; hin skapandi grasrót sem krefst meiri teygjan- leika og innlimun nýrra listgreina og nýrra hugmynda í menningar batteríið; stjórnmálamennirnir sem vilja skjótfengnar lausnir, oft í gervi árangursstjórn- unarsamninga og annarra aðferða nýrrar opinberrar stjórnunar (e. new public management); fjölmiðlar í öllum sínum fljótandi formum, stjórnmálaflokkar með afar misvel hugsaðar menningarstefnur sínar, og að lokum ýmsar al- þjóðlegar stofnanir eins og Norræna ráðherranefndin, Evrópusambandið, Evrópuráðið og UNESCO, sem einblína á að færa menningarumræðuna frá þjóðríkinu yfir í alþjóðlegt samhengi. Þetta undirstrikar hversu flókið menningarpólitíska sviðið er og hversu langt það teygir sig inn á ólík svið samfélagsins. Til að bæta gráu ofan á svart þá er einnig hlutverk menningarstefnu að sameina ólík listform í eina samfellda stefnu sem hefur það meginhlutverk að stýra og móta framtíðarþróun menn- ingar og lista í samfélaginu. Það eru til margar ólíkar leiðir til að móta, stýra og framkvæma slíka stefnu og mun þetta rit fyrst og fremst horfa á þróun undan- farinna ára og hvernig líklegt er að hún muni verða á Íslandi næstu ár. Til þess að gera grein fyrir núverandi menningarstefnu helstu aðila menningarvett- vangsins tel ég þó nauðsynlegt að hverfa til fortíðar og rekja stuttlega fæðingu ákveðinnar menningarvitundar sem ég tel að sé enn afar áhrifamikil í íslenskri menningarpólitík. Til að koma þessu við mun ég taka menningarhugtakið til nánari skoð- unar í 1. kafla auk þess sem fræðilegar undirstöður verksins verða byggðar. Ég nota ákveðna

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    298 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us