BS – ritgerð Ágúst 2016

Fiðrildaathugun á Hvanneyri árin 2010-2015 Áhrif veðurfars á tegundir, flugtíma og fjölda fiðrilda

Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir

Umhverfisdeild

BS – ritgerð Ágúst 2016

Fiðrildaathugun á Hvanneyri árin 2010-2015 Áhrif veðurfars á tegundir, flugtíma og fjöldi fiðrildi

Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir

Leiðbeinandi: Anna Guðrún Þórhallsdóttir

Meðleiðbeinandi: Ásta Kristín Davíðsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands

Umhverfisdeild

II

Yfirlýsing Hér með lýsi ég því yfir að verkefni þetta er byggt á mínum eigin athugunum, er samið af mér. Hluti af gögnum var nýtt í annari Bs ritgerð.

______

Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir

III

Ágrip Loftlagsbreytingar og aðrar breytingar á veðurfari hafa mikil áhrif á lífríkið. Fiðrildi eru talin góður vísir á breytingar í lífríkinu og er bæði ódýrt og einfalt að nota ljósgildru til að vakta breytingar á fjölda og flugtíma þeirra á hverjum stað. Fiðrildavöktun hófst hér á landi árið 1995 að frumkvæði Náttúrufræðistofnunar Íslands. Síðan bættust Náttúrustofur og áhugamenn víða um land smám saman í hópinn. Þessir aðilar hafa sameinað krafta sína og safnað miklu gagnasafni sem gerir það mögulegt að vakta áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið.

Landbúnaðarháskólinn hóf þátttöku í fiðrildavöktuninni árið 2010. Gögn fyrstu þriggja áranna, 2010-2012 voru greind til tegunda í lokaverkefni Ástu Kristínu Guðmundsdóttur vorið 2013. Í þessari ritgerð eru gögn áranna 2013-2015 tegundagreind en jafnframt er heildarsýnasafnið 2010-2015 skoðað. Teknar voru fyrir sex algengustu tegundirnar og skoðaðar sveiflur milli ára, einnig voru þær bornar saman við þrjá veðurfarsþætti, hitastig, vind og úrkomu. Skoðað var hvaða áhrif breytingar á þessum þáttum hefðu á flugtíma og fjölda fiðrildanna. Tegundirnar þola mismiklar breytingar í veðurfari á mismunandi þroskastigum og á mismunandi tímum árs en sumar þola vel breytingar nema þegar veðrið versnar talsvert. Aðrar tegundir þoldu litlar breytingar ílla. Hitastig og úrkoma virðast vera meiri áhrifaþættir en vindur, einnig er kjörhitastig misjafnt milli tegunda og þola þær mismikið úrkomu, þar sem mikil aukning var í fjölda fiðrilda þá vikuna þrátt fyrir talsverða úrkomu, en öðrum tegundum fækkaði alltaf við mikla úrkomu og jafnvel stoppaði flugtímann það árið.

Lykilorð: Fiðrildi, loftlagsbreytingar, lífríki, skordýr, veðurfar.

IV

Þakkir Ég vil þakka Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttir leiðbeinanda mínum fyrir leiðbeiningu við skrif á ritgerðinni. Einnig vil ég þakka Ástu Kristínu Davíðsdóttir meðleiðbeinanda mínum fyrir að hjálpa mér og kenna mér að greina fiðrildin. Jófríður Leifsdóttir á rannsóknastofu Hvanneyrar fyrir að leyfa mér að nýta mér rannsóknarstofuna eins og ég vildi.

Erlingi Ólafsyni og samstafsmanni hans að greina fiðrildin og setja þau upp í Microsoft Excel skjali til frekari úrvinnslu.

Grétu Magnúsdóttur frænku minni og Jónu Heiðdísi Guðmundsdóttur fyrir að lesa yfir ritgerðina. Fanný Lilju Hermundardóttur fyrir að fara yfir tæknilegu atriðin í uppsetningu ritgerðarinnar.

Ég vil líka þakka fjölskyldunni minni fyrir að sýna mér mikla þolinmæði og skilning meðan vinnu stóð á verkefninu.

V

Efnisyfirlit 1. Inngangur ...... 1

1.1 Almennt um fiðrildi ...... 1

1.2 Fiðrildi sem vísihópur til vöktunar á umhverfi...... 2

1.3 Áhrif loftlagsbreytinga á fiðrildi...... 3

1.4 Íslensk fiðrildi ...... 5

1.5 Fiðrildi á Hvanneyri...... 5

1.5.1 Tígulvefari (Epinotia solandriana) ...... 6

1.5.2 Barrvefari (Zeiraphera griseana) ...... 6

1.5.3 Grasvefari (Eana osseana) ...... 7

1.5.4 Haustfeti (Operophtera brumata) ...... 7

1.5.5 Víðifeti (Hydriomena furcata) ...... 8

1.5.6 Brandygla (Euxoa ochrogaster) ...... 8

1.5.7 Flækingar á Íslandi ...... 9

1.6 Moth Monitoring Scheme (MMS) ...... 9

1.6.1 Ljósgildrur ...... 10

2. Efni og aðferðir ...... 11

2.1 Gildran á Hvanneyri ...... 11

2.2 Söfnun sýna ...... 11

2.3 Greining ...... 11

2.4 Veðurgögn ...... 12

2.5 Úrvinnsla ...... 12

3. Niðurstöður ...... 13

3.1 Heildarfjöldi og fjöldi einstakra tegunda fiðrilda...... 13

3.2 Flugtími ...... 15

3.2.1 Tígulvefari (Epinotia solandriana) ...... 16

3.2.3 Barrvefari (Zeiraphera griseana) ...... 20

VI

3.2.4 Víðifeti (Hydriomena farcata) ...... 22

3.2.5 Grasvefari (Eana osseana) ...... 24

3.2.6 Brandygla (Euxoa ochrogaster) ...... 26

4. Umræður ...... 28

5. Lokaorð ...... 32

6. Heimildir ...... 33

7. Viðauki ...... 36

VII

Myndaskrá

Mynd 1: Túnfeti (Xanthorhoe decoloraria) ...... 5

Mynd 2: Birkivefari (Acleris notana) ...... 5

Mynd 3 Gulygla (Noctua pronuba) ...... 5

Mynd 4: Tígulvefari (Epinotia solandriana) ...... 6

Mynd 5: Barrvefari (Zeiraphera griseana) ...... 6

Mynd 6: Grasvefari (Eana osseana) ...... 7

Mynd 7: Haustfeti (Operophtera brumata) ...... 7

Mynd 8:Víðifeti (Hydriomena furcata) ...... 8

Mynd 9 Brandygla (Euxoa ochrogaster) ...... 8

Mynd 10: Sýnir staðsetningu á ljósgildrum á Íslandi sem eru í gangi og þeirra sem hafa verið aflagðar...... 9

Mynd 11: Sýnir inn í ljósgilduna...... 10

Mynd 12: Gildran á Hvanneyri ...... 10

Mynd 13: Gróðurfar í kringum gildruna á Hvanneyri. Ljósgildran sérst hægra megin á myndinni...... 11

Mynd 14: Umhverfið í kringum ljósgilduna ...... 11

Mynd 15: Verið að greina úr einu plastboxi til tegunda...... 11

Mynd 16: Vinnusvæði fyrir greiningu í rannsóknarstofu LBHÍ ...... 11

Mynd 17: Algengustu tegundirnar í ljósagildrunni á Hvanneyri 2010-2015...... 13

Mynd 18: 13 algengustu tegundirnar sem komu í ljósgildruna á Hvanneyri 2010-2013...... 13

Mynd 19: 28 sjaldgæfari tegundir sem komu í ljósgildruna á Hvanneyri 2010-2015. Tegund 1: Bryotropha similis. Tegund 2: Gnorimoschema valesiella. Tegund 3: Scrobipalpa samadensis...... 14

Mynd 20 Fjöldi Tígulvefara árin 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu. 17

VIII

Mynd 21 Fjöldi Haustfeta 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu...... 19

Mynd 22: Fjöldi Barrvefara árið 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu. 21

Mynd 23:Fjöldi Viðifeta árið 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu...... 23

Mynd 24: Fjöldi Grasvefara árin 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu. 25

Mynd 26: Fjöldi Brandyglu árin 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu. . 27

IX

Töfluskrá

Tafla 1: Sýnir hvaða tegundir komu hvert ár fyrir sig...... 15

Tafla 2: Sýnir fjölda og flugtíma Tígulvefara milli ára...... 16

Tafla 3: Sýnir fjölda og flugtíma Haustfeta milli ára...... 18

Tafla 4: Sýnir fjölda og flugtíma Barrvefara milli ára...... 20

Tafla 5: Sýnir fjölda og flugtíma Víðifeta milli ára...... 22

Tafla 6: Sýnir fjölda og flugtíma Grasvefara milli ára...... 24

Tafla 7: Meðaltal veðurfarsgagna og fjölda Grasvefara milli ára...... 26

Tafla 8: Sýnir fjölda og flugtíma Brandyglu milli ára...... 26

Tafla 9: Meðaltal veðurfarsgagna og fjölda Brandygla milli ára...... 28

X

1. Inngangur

Fiðrildi eru mjög vinsælt rannsóknarefni um allan heim og hafa áhugamenn lengi safnað fiðrildum. Fiðrildi eru fallega litrík og auðfundin og því gaman að safna þeim. Vísindamenn hafa einnig áttaði sig á mikilvægi þeirra í vistkerfum og til vöktunar um ástand umhverfisins (Yard & Lulworth, 2013). Áhugamenn og vísindamenn hafa því tekið höndum saman, sameinað áhuga sinn til að auka þekkingu á fiðrildum og getu þeirra á vöktunar ástands umhverfisins. Þær tegundir fiðrilda sem finnast hér á landi hafa ekki skæra fallega liti líkt og fiðrildi erlendis heldur eru þau frekar út í grá og brúna tóna. Af þeim sökum hefur trúlega áhugi á að safna og fylgjast með fiðrildum hérlendis ekki verið jafn mikill og víða erlendis (Erling Ólafsson, 1995). Það breyttist árið 1995 þegar vísindamenn frá Finnlandi höfðu samband við Ísland vegna verkefnis sem þeir voru að koma af stað sem kallast Moth Monitoring Scheme, skammstafað

MMS. Verkefnið fólst í því að setja upp net af gildrum til þess að vakta fiðrildafánuna hér á landi. Erling Ólafsson hjá Náttúrufræðistofnun hafði frumkvæði í að koma þessu verkefni af stað og hafði yfirumsjón með því að koma upp gildrum víða um land. Fyrsta árið voru settar upp tvær gildrur en í dag, 20 árum síðar, eru 18 gildrur settar upp ár hvert víðsvegar um landið (Náttúrufræðistofnun Íslands, á.á.)

Landbúnaðarskóli Ísland hefur verið þátttakandi í verkefninu frá 2010, er gildra var sett upp á Hvanneyri, og hefur safnað sýnum árlega síðan. Sýni úr gildrunni hafa verið notuð í nemendaverkefni og greindi Ásta Kristín Davíðsdóttir sýni fyrstu þriggja áranna í BS verkefni sínu í Náttúru- og Umhverfisfræðum árið 2013. Notast er við greiningu hennar ásamt nýrri greiningu höfundar á sýnum frá árunum 2013-2015 í þessu verkefni.

Markmiðið með ritgerðinni sem hér er lögð fram er að greina hvaða tegundir fiðrilda hafa fundist á Hvanneyri síðast liðin þrjú ár 2013-1015 og með því að nota öll þau gögn sem fyrirliggja (2010-2015) að skoða breytileika í fjölda mismunandi tegunda milli ára og kanna hugsanleg áhrif veðurfars á þennan breytileika.

1.1 Almennt um fiðrildi

Fiðrildi eru skordýr (Insecta) af ættbálknum fiðrildi (). Í heiminum eru 174.250 tegundir fiðrilda þekktar. Á Íslandi hafa fundist 109 tegundir. Af þeim eru 65 sem lifa hér að staðaldri og 44 sem koma hingað sem flækingar (Náttúrufræðistofnun Íslands, á.á.a.).

I

Öll fiðrildi eiga það sameiginlegt að hafa hár sem hafa ummyndast í hreisturflögur sem þekja bol og vængi. Hreistrið getur verið í öllum litum og hver tegund hefur einkennandi lit. Þau geta verið margskonar að stærð. Þau hafa tvö pör af stórum vængjum eða vængstúfum, stór samsett augu, margliðaskipta fálmara og uppundinn sograna sem þau nota til þess að sjúga blómasafa (Náttúrufræðistofnun Íslands, á.á.a.; Standek, 1974). Lirfur fiðrilda eru sívalningslaga maðkar sem flestar nærast á plöntuvef. Lirfurnar hafa mörg hamskipti og púpa sig þar til þær vera fullvaxta. Sumar spinna um sig silkihjúp og púpa sig ofan jarðar, aðrar skríða niður í jarðveg (Náttúrufræðistofnun Íslands, á.á.a.). Langflest fullvaxin fiðrildi lifa á blómasafa en sum nærast þó á dýrahárum, fiðri fugla eða kornmat (Snorri Baldursson, 2014).

1.2 Fiðrildi sem vísihópur til vöktunar á umhverfi.

Nauðsynlegt er að vakta ástand lífríkis, sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað eins og t.d. veðurfarsbreytingar vegna loftlagsbreytinga og/eða í kjölfar eldgosa og annarra náttúruhamfara.. Vöktun lífríkisins á áhrifum af umsvifum manna er einnig nauðsynleg. Til vöktunar er reynt að finna einfaldar og kostnaðarlitlar leiðir til þess að meta heildaráhrif á lífríkinu og umhverfisþáttum til lengri tíma. Breyting á vistkerfinu gefur til kynna mögulegar breytingar á lífríkinu í kring. Því er reynt að finna þátt sem endurspeglar stöðu vistkerfisins í heild (Erling Ólafsson, 1995).

Fiðrildi uppfylla að mörgu leiti ofangreindar kröfur. Þau gera sérhæfðar kröfur til aðstæðna, eru mörg og eru greinileg (Yard & Lulworth, 2013). Fiðrildi eru sá hópur sem er þekktastur skordýra sem lengi hafa verið vinsælt viðfangsefni safnara víða um heim og því nokkuð miklar upplýsingar til um þau víða. Önnur atriðið sem Erling Ólafsson (1995) telur upp af hverju fiðrildi eru talinn góður vísihópur í vöktun lífríkis:

 „Fjölbreyttur gróður endurspeglar fjölbreytileika fiðrildafánu. Fiðrildi lifa á flestum tegundum plantna, háplöntum, burknum, mosa og fléttum. En hver tegund er frekar sérhæfð í fæðuvali, lifa gjarnan á einni eða fáum skyldum plöntutegundum. Ef að breyting verður á gróðurfari verður breyting á fiðrildafánunni, með því að fylgjast með því og ef einhverjar breytingar verða á henni er hægt að gefa sér að einhverjar breytingar séu á gróðurfari. Sem gæti verið sökum breytinga á öðrum umhverfisþáttum eins og mengunar eða breyttrar stöðu grunnvatns.  Fiðrildi eru mikilvæg fæða fyrir fugla og leðurblökur.  Fiðrildi eru frekar staðbundin ólíkt mörgum öðrum tegundum s.s fuglum og spendýrum.

2

 Fiðrildi verða aðeins ein eða stundum tvær kynslóðir á ári og því eru þau fljót að svara breytingum sem verða á umhverfi þeirra.  Ýmsar fiðrildategundir þróa ný litaafbrigði á skömmum tíma ef að ásýnd umhverfis hefur breyst eins og eftir iðnaðarrekstur.  Söfnun margra tegunda fiðrilda er auðveld í framkvæmd og hægt að nota gildrur.  Vegna mikils áhuga á fiðrildum er auðvelt virkja áhugamenn til þátttöku í öflun sýna og útvinnslu gagna “ (Erling Ólafsson, 1995, bls. 18-20 ).

Þessi fiðrildavöktun er nokkuð ódýr í framkvæmd vegna sjálfvirkni öflunar með gildrunum sem eru ódýrar í framleiðslu. Oft er vinna áhugamanna einnig ólaunuð, þeir fá tækjabúnað frá stofnunum og eiga aflann sjálfir en skila aðeins niðurstöðum til stjórnstöðvar verkefnisins (Erling Ólafsson, 1995). Hins vegar liggur mikill tími og mikil vinna í greiningu tegunda og það er ekki á margra færi að gera það – það krefst mikillar sérþekkingar sem eykur kostnaðinn.

1.3 Áhrif loftlagsbreytinga á fiðrildi

Notkun jarðefnaeldsneytis margfaldaðist í upphafi iðnbyltingarinnar seint á 18.öld og hefur það leitt til mikillar losunar á koltvísýringi (CO2) út í andrúmsloftið. Mikil aukning hefur einnig orðið í losun annarra gróðurhúsalofttegunda, svo sem metans og nituroxíðs vegna landbúnaðar og annarra mannlegra umsvifa (Edenhofer o.fl., 2014). Þessi aukning í losun gróðurhúsalofttegunda hefur raskað jafnvæginu í andrúmsloftinu og hefur styrkur koltvísýrings ekki verið meiri síðustu 650.000 árin (Field o.fl., 2014). Margar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda og hafa þær rannsóknir sýnt að losun þeirra hafi greinilega leitt til hlýnunar jarðar (Edenhofer o.fl., 2014). Talið er líklegt að á þessari öld muni hlýna um 1,8 - 4,0 °C. Þessar miklu breytingar geta haft umtalsverð áhrif á lífríkið, eins og eyðingu kóralrifja, tilfærslu búsvæða tegunda og vatnskort. Vitað er að breytingarnar hafa einnig haft veruleg áhrif á lífsferil nokkurra tegunda fiðrilda sem skoðaðar hafa verið (Field. o.fl., 2014). Ein þekkt rannsókn um áhrif loftlagsbreytinga á fiðrildi er á brúnfiðrildum í Melbourne í Ástralíu sem Kearney o.fl. birtu árið 2010. Borin voru saman hitagögn frá fimmta áratug síðustu aldar og hvenær fyrstu brúnfiðrildin sjást að vori. Á þessum tíma hefur hitastigið hækkað að meðaltali um 0,14°C á hverjum áratug og hafa fiðrildin birst að meðaltali 1,6 dögum fyrr á sama tíma. Nú birtast fiðrildin 10,4 dögum fyrr en þau gerðu á fimmta áratugum. Gerð var rannsókn á eggjum og lirfum fiðrildisins og komist var að þeirri niðurstöðu að þroskaferli þeirra stjórnaðist töluvert af hitastiginu (Kearney o.fl., 2010). Gerð voru líkön sem tengdu

3 saman lífeðlisfræðilega þætti sem hafa áhrif á þroskaferilinn og loftlagsgögn og var spáð fyrir um það hvenær fiðrildin myndu birtast.

Ransóknin leiddi í ljós að kvendýrið bíður fram til lok sumars til að verpa eggjum til að lirfustigið hitti á ákjósanlegt hitastig. Ef sumarið hins vegar lengist er óvíst að fiðrildin geti lifað nógu lengi til þess að hitta á rétt hitastig. Einnig er talin hætta á að það verði þá of hlýtt fyrir fiðrildin að klára lirfustigið (Kearney o.fl., 2010). Aukinn hiti á veturna er almennt talinn hafa áhrif á fiðrildi, en áhrifin eru talin verða mismunandi eftir hvaða tegund á í hlut og hvernig; s.s hvaða hluta lífsferilsins og td. hvort þau púpa sig neðan jarðar, í rótum eða við stöngla. Sum fiðrildi sækja einnig í meiri kulda en hita hvað varðar flugtíma á haustin og getur því hærra hitastig að haustinu truflað eðlilegan flugtíma þeirra (Conrad, Woiwod, Parsons, Fox, & Warren, 2004). Eftir því sem veturinn er mildari er einnig aukinn hætta á sjúkdómum og sníkjudýrum (Franzé & Nilsson, 2012). Bent er þó á að sá möguleiki sé einnig fyrir hendi að saman geti farið að ef fiðrildin fara að vakna fyrr, fari plönturnar í búsvæði fiðrildanna einnig að vaxa fyrr (Menéndez, 2007).

Aukinn hiti á sumrin getur haft góð áhrif á sumar tegundir fiðrilda td. aukið fluggetu, árangur í mökun, varpi og aukningu á lirfum. Það getur einnig aukið dánartíðni á viðkvæmum stigum þar sem aukin hætta er af rándýrum eða sníkjudýrum. Á móti kemur að aukinn hiti á búsvæðum, sem eru mjög heit fyrir, hefur neikvæð áhrif þar sem að mörg búsvæði eru við efri mörk þolsviðs síns (Franzé & Nilsson, 2012).

Viðvarandi úrkoma getur verið skaðleg fyrir fiðrildastofna, haldið flugi niðri og haft neikvæð áhrif á mökun og varp (Dennis & Sparks, 2007). Samkvæmt rannsóknum með ljósgildrur minnkar fjöldi fiðrilda með auknum raka í lofti og neikvæð fylgni er milli fjölda bæði hvað varðar einstaklinga og fjölda veiddra tegunda og rakastigs í lofti. Bent er þó á að möguleiki er á að misræmi gæti gætt vegna þess að mikill raki að nóttu leiðir oft til þoku á rannsóknarsvæðinu sem aftur kann að takmarka hversu langt ljós lýsir frá gildrunni (Jonason, Franzé & Ranius, 2014). Einnig getur breytt veðurfar haft áhrif á búsvæði sem aftur getur valdið því að fiðrildin tapi búsvæði sínu eða að búsvæðum fjölgi. Erfitt getur verið meta áhrifin nema út frá einstökum aðstæðum og erfitt er að yfirfæra niðurstöður (Dennis & Sparks, 2007).

Fiðrildi geta fært sig til ef þau finna annað búsvæði sem hentar. Rannsóknir benda til þess að fiðrildi séu virkari á heitari svæðum og fara lengri vegalengdir en tegundir á kaldari svæðum. Erfitt getur verið að skrá þessar hreyfingar (Franzé & Nilsson, 2012).

4

1.4 Íslensk fiðrildi

Á Íslandi hafa fundist 150 tegundir fiðrilda. Af þeim eru 63 landlægar og talið að aðrar hafi borist með vindum eða komið með innfluttum varningi (Náttúrufræðistofnun Íslands, 2011). Meirihluta íslenskra fiðrilda tilheyra þremur ættum:

Vefaraætt (Tortricidae), Ygluætt (Noctuidae) og Fetaætt (Geometridae) (Náttúrurfræðistofa Kópavogs,

Mynd 1: Túnfeti (Xanthorhoe á.á.). Fetar eru þekktir á því að þeir hvílast gjarnar decoloraria með útbreidda vængi (sjá mynd 1). Þeir eru smáir til meðal stærð með vængjahaf á milli 10-60 mm. Sum kvendýr vantar vængi ( and Moths of North America, á.á.). Hér á landi hafa fundist 8 tegundir feta (Snorri Baldursson, 2014). Vefarar þekkjast á því að þeir leggja vængina á bol í hvíldarstöðu þannig að Mynd 2: Birkivefari (Acleris notana) vængirnir hjúpa bolinn (sjá mynd 2). Þeir eru litlir og gráir eða brúnir á litin, oft með litríka bletti. Vænghaf þeirra er milli 10-33 mm (Butterflies and Moths of North America (á.á.b). Hér á landi hafa fundist 16 tegundir feta (Snorri Baldursson, 2014). Yglur eru stærri og búkmeiri fiðrildi. Þær eru flestar gráar eða brúnar með áberandi bletti á vængjum. Væng haf Mynd 3 Gulygla (Noctua pronuba) þeirra er á milli 20-45 mm. Þær halda vængjunum yfir búkinn til að hlífa honum (sjá mynd 3) (Butterflies and Moths of North Americam, á.á.a.). Hér á landi hafa fundist 39 tegundir af yglum (Snorri Baldursson, 2014).

1.5 Fiðrildi á Hvanneyri

Frá því að söfnun hófst á Hvanneyri árið 2010 hafa sex tegundir fiðrilda verið mest áberandi hvert ár; Tígulvefari, Barrvefari, Grasvefari, Haustfeti, Víðifeti og Brandygla.

5

1.5.1 Tígulvefari (Epinotia solandriana) Vænghaf Tígulvefarans er 16-21 mm og lengd þeirra er um 10,5 mm (Norfolkmoths, á.á.). Framvængur fullorðinna einstaklinga er breytilegur að lit og mynstri allt frá því að vera dökkbrúnn með hvítum þríhyrningi til þess að vera að mestu hvítur með brúnum blettum og allt þar á milli. Lirfur skiptast í tvö lirfustig. Á fyrra lirfustigi eru þær gular og

Mynd 4: Tígulvefari (Epinotia solandriana) hvítleitar. Á seinna lirfustigi verða þær blágráar með svartan haus (BugGuide, á.á.). Tígulvefari kemur aðeins upp einni kynslóð á hverju ári. Eggin eru í dvala yfir veturinn og vaxa lirfurnar upp fyrri hluta sumars. Þær spinna saman laufblöð birkitrjánna um sig og éta sig síðan út um þau. Þegar þær verða fullvaxta síga þær niður til jarðar á spunaþræði og púpa sig í grassverðinum í spunahjúp (Erling Ólafsson,1995). Lirfurnar nærast á birkilaufum og því eru birkiskógar kjörlendi Tígulvefara (Erling Ólafsson, 1995). Flugtími er frá seinni hluta júlí og fram í miðjan október. Hápunkturinn er í seinni hluta ágúst (Erling Ólafsson, 1995). Tígulvefari (sjá mynd 4) er útbreiddur frá N-Skandinavíu og suður til Miðjarðarhafs. Hann finnst í miðausturlöndum og austur eftir Asíu, N-Ameríku og í Færeyjum. Tígulvefari lifir á láglendi á Íslandi og er algengastur um sunnan- og vestavert landið.

1.5.2 Barrvefari (Zeiraphera griseana) Vængahaf Barrvefara er 14-19 mm og lengd búksins er 11 mm (Norfolkmoths, á.á.a.). Fullorðinn Barrvefari hefur einkennandi mjóa, gráleita vængi yfir bolnum (Erling Ólafsson, 1995). Framvængir eru einnig með hvítum flekkjum eins og mynd 5 sýnir. Lirfur eru upphaflega gráar með gulleitt Mynd 5: Barrvefari (Zeiraphera griseana) höfuð, þegar þær verða eldri verða þær dökkgráar eða svartar. Það verður til ein kynslóð á hverju ári. Á haustin og veturna eru eggin í dvala, klekjast út á vorin og fer lirfan af stað í apríl-maí (Alma mater studiorum universtita di bologna, á.á). Þær nærast á nálum barrtrjáa; t.d. grenis, furu og lerkis. Þær spinna spunahjúp utan um barrnálarnar og éta þær frá oddi inn að rótum. Þegar þær eru búnar með nálina, spinna þær nýjan hjúp utan um aðra nál. Hver og ein lirfa skilur eftir sig nokkra spuna (Erling Ólafsson, 1995). Þær púpa sig í júlí og eftir 25-36 daga klekks út fullorðið fiðrildi (Alma mater studiorum universtita di bologna, á.á). Flugtími Barrvefara er frá lok júlí og fram í miðjan október.

6

Hápunktur flugtíma þeirra er um miðjan ágúst (Erling Ólafsson, 1995). Útbreiðsla Barrvefara er Evrópa frá N-Skandínavíu suður til Miðjarðarhafs, um Mið-Austurlönd og austur eftir Asíu til Japan, N-Ameríku og Færeyja. Á Íslandi finnst hann á sunnanverðu landinu, frá höfðaborgarsvæðinu, austur á Hallormstað og Neskaupstað og vestur að Hvanneyri (Erling Ólafsson, 1995).

1.5.3 Grasvefari (Eana osseana) Búkurinn er 11,5 mm og vængjahafið er 16-23 mm (Norfolkmoths, á.á.b.). Grasvefari er drappgulur á lit (sjá mynd 6). Kjörlendi hans er graslendi en hann er einnig algengur í mó-, kjarr-, og skóglendi. Lirfurnar lifa á rótum grasa. Þær leggjast í vetradvala hálfvaxnar og vakna svo að vetri liðnum og halda áfram að vaxa, Mynd 6: Grasvefari (Eana osseana) lirfurnar púpa sig svo þegar líða fer á vorið og skríða úr púpu í júní. Flugtími þeirra er frá júní og fram í október en hápunkturinn er í júlí (Erling Ólafsson, 1995). Útbreiðsla Grasvefara er frá Norður-Evrópu og fjalllendi Mið- Evrópu, austur til Síberíu, til Færeyja og N-Ameríku. Á Íslandi er Grasvefari útbreiddur um allt land, bæði á hálendi og láglendi (Erling Ólafsson, 1995).

1.5.4 Haustfeti (Operophtera brumata) Fullorðin haustfeti er drapplitaður eins sjá má á mynd 7 (Mass Audubon, á.á.). Aðeins karldýrið getur flogið en kvendýrið heldur sig á trjám eða veggjum og laðar karlkynið að sér. Kvendýrið verpir á trjágreinar undir börkinn og deyr svo. Í mars til apríl klekjast út grænar lirfur með hvíta línu á hvorri hlið á líkamanum. Þegar Mynd 7: Haustfeti (Operophtera brumata) þær verða fullvaxta síga þær til jarðar á silkiþræði og púpa sig í jarðveginum. Fullorðin fiðrildi koma svo upp um haustið. Haustfeti er á ferli frá miðjum september fram eftir nóvember (Erling Ólafsson, 1995). Lirfur éta laufblöð birki, reynivið, víði og kirsuberjatré einnig fjölda runna. Útbreiðsla Haustfeta er í Evrópu frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu til Japans. Á Íslandi er hann að finna

7

á sunnanverðu landinu, frá Borgarfirði og austur í Lón. Einnig hefur hann fundist á stöku stað eins og á Bíldudal, Akureyri og Egilsstöðum (Erling Ólafsson, 1995).

1.5.5 Víðifeti (Hydriomena furcata) Lirfan er um 20 mm á lengd og vænghaf fullorðins fiðrildis er um 26-36 mm. Litur fullorðna er ljós og dökk brúnn með mismunandi röndum á vængjum (sjá mynd 8) (BugGuide, á.á.a.). Kjörlendi Víðifeta er víðikjarr og skóglendi með víði og öspum. Hann finnst einnig í húsgörðum í þéttbýli. Lirfurnar éta lauf víðitegunda sem þær spinna saman með spunaþráðum Mynd 8:Víðifeti (Hydriomena furcata) sínum. Einnig hafa þær lagst á aspir og bláber (Erling Ólafsson, 1995). Þær vaxa fyrri hluta sumars og púpa sig undir visnum laufum á jörðu og þar liggja eggin yfir veturinn. Flugtími Víðifeta er frá miðjum júlí fram í miðjan september, hápunktur er mánaðarmótin júlí/ágúst (Erling Ólafsson, 1995). Útbreiðsla Víðifeta er öll Evrópa frá norðurslóðum suður til Miðjarðarhafs. Austur eftir Asíu til Kyrrahafs og N-Ameríku. Á Íslandi er Víðifetinn um allt láglendið, algengari á sunnaverðu landinu en norðanlands.

1.5.6 Brandygla (Euxoa ochrogaster)

Brandyglur eru dökkar, grábrúnar eftir baki með dekkri hliðarbletti og mjórri ljósari hliðarrák (sjá mynd 9). Lirfunnar nærast á rótum, laufblöðum og stönglum plantna. Á daginn halda þær sig í efsta hluta jarðvegarins en koma upp á yfirborðið á næturnar. Fullorðin fiðrildin verpa síðsumars og eggin klekjast út á vorin og vaxa upp fyrrihluta Mynd 9 Brandygla (Euxoa ochrogaster) sumars en púpa sig síðan í byrjun júlí (BugGuide, á.á.b.). Flugtími Brandyglunnar er frá byrjun júlí fram í lok september (Erling Ólafsson, 1995). Útbreiðsla Brandyglunnar er um miðbik Rússlands, austur til Kamchatka og Japan, norðanverð N-Ameríku frá austri til vesturs. Ekki er mikið um Brandyglu á Norðurlöndunum, aðeins hafa fundist nokkur eintök í Svíþjóð og Finnlandi. Á Íslandi finnst Brandyglan um land allt en er algengust á suðausturlandi (Erling Ólafsson, 1995). 8

1.5.7 Flækingar á Íslandi

Flækingar berast hingað til lands með eigin afli, þ.e. fljúga hingað sjálf eða berast með vindi. Einnig er nokkuð um að fiðrildi berist hingað með varningi (Náttúrurfræðistofa Kópavogs, á.á.). Líkur eru á mun fleiri flækingum hingað til lands vegna yfirvofandi loftlagsbreytinga og hækkunar hitastigs (Dennis & Sparks, 2007). Breyttar aðstæður á búsvæðum geta leitt til breyttrar samkeppnisstöðu tegunda og þær hörfa annað (Crozier, 2003).

1.6 Moth Monitoring Scheme (MMS)

Moth Monitoring Scheme eða MMS er rannsóknarverkefni sem hófst í Finnlandi árið 1993. Tilgangur þess var að kanna útbreiðslu tegunda af ákveðum ættum náttförulla fiðrilda (moths) og vakta stofna þeirra frá ári til árs. Markmiðið var að ná tíu ára samfellri gagnasöfnun (Nieminen, 1996)

Finnland kom sér upp 62 starfstöðum árið 1993. Ári seinna tók Norræna ráðherranefndin verkefnið upp á sína arma og aðstoðaði önnur lönd til að taka þátt í verkefninu. Gildrur voru settar upp í Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Rússlandi, Danmörku og Íslandi árið 1995 (Erling Ólafsson, 1995). Verkefnið hefur því staðið yfir á Íslandi í meira en 20 ár í umsjá Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samstarfsaðilar sem koma að verkefninu eru Náttúrustofur austurlands, norð-austurlands, norð-vesturlands, suð-austurlands, suðurlands og vesturlands, auk Landbúnaðarháskóla Íslands og nokkurra áhugamanna sem hafa tekið að sér að safna fyrir verkefnið. Vaktað er á 18 stöðum á landinu (sjá mynd 10).

Mynd 10: Sýnir staðsetningu á ljósgildrum á Íslandi sem eru í gangi og þeirra sem hafa verið aflagðar.

9

Ljósgildrur eru notaðar til þess að safna sýnum (Náttúrufræðistofnun Íslands, á.á.). Veiðitæknin byggist á því að fiðrildin sækjast í ljós (Erling Ólafsson, 1995). Gildrurnar eru tæmdar vikulega í 30 vikur á ári, sýnum safnað saman og þau greind (Náttúrufræðistofnun Íslands, á.á.). Með rannsóknunum er verið að kanna fjölbreytni í tegundasamsetningu og stofnstærð fiðrilda vítt og breitt um landið. Markmiðið er að afla svo haldgóðra upplýsinga um fiðrildi að hægt verði að nota þau sem vísihóp til vöktunar umhverfis (Erling Ólafsson, 1995). Þannig er verið að fylgjast með fiðrildafánu landsins sem er undir áhrifum af breyttu veðurfari vegna hlýnunar, breytingum á gróðurfari og náttúruhamförum eins og eldgosi. Einnig að fylgjast með flækingum sem berast til landsins (Náttúrufræðistofnun Íslands, á.á.).

1.6.1 Ljósgildrur

Til eru margar misflóknar gerðir af ljósgildrum. Gildran sem notuð er á Íslandi er stór trekt sem liggur niður í stórt söfnunarílát. Fyrir ofan trektina er stórri ljósaperu komið fyrir. Hægt er að nota ýmsar tegundir ljósapera en algengasta tegundin er 160-200 W blandljósapera. Sá galli er hinsvegar á þeim að þær eiga það til að hitna og springa oft við miklar veðurbreytingar. Ljósgjafi gildranna kallar Mynd 11: Sýnir inn í ljósgilduna á tengingu við rafmagn og er því æskilegt að hafa aðgang að rafkerfi húsa. Misjafnt er hvort það sé þak yfir gildrunum til þess að hlífa þeim fyrir regni og laufum. Þá er höfð minni trekt ofan í safnílátinu til þess að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir. Í safnílátinu er svæfingarefni sem svæfir fiðrildin er þau falla niður í ílátið. Netgrisja er höfð yfir trektinni til þess að fiðrildin sleppi ekki í gegnum hana. Ýmis efni hafa verið notuð til að svæfa fiðrildin og þurfa þau að Mynd 12: Gildran á Hvanneyri vera gædd ákveðnum eiginleikum. Efnið þarf að hafa hæga uppgufun, ekki hafa áhrif á lit fiðrildanna eða stífleika þeirra. Tvö efni hafa verið notuð, klóróform og tetraklórenta. Tetraklórenta drepur fiðrildin strax en klóróform er hægvirkara og svæfir fiðrildin. Bæði efnin eru varasöm og þarf að meðhöndla af varúð. Erfitt er að átta sig á áhrifasvæði gildrunnar en gert er ráð fyrir að áhrifin vari í um 50 m radíus í kringum gildruna. (Erling Ólafsson, 1995).

10

2. Efni og aðferðir

2.1 Gildran á Hvanneyri

Gildran á Hvanneyri (sjá mynd 11) var sett upp árið 2010 sem liður í MMS rannsóknaverkefninu á Íslandi. Hún var sett upp nálægt rannsóknarhúsinu á Hvanneyri til að hafa góðan aðgang að gildrunni og Mynd 13: Gróðurfar í kringum gildruna á auðveldan aðgang að rafmagni. Í kringum gildruna er Hvanneyri. Ljósgildran sérst hægra megin á myndinni. fjölbreytt vistkerfi, m.a.flæðiengjar, lækir, tún og ræktaður garður (sjá mynd 13 og 14). Þar er að finna bæði innlendar og erlendar tegundir s.s. birkitré, sitkagrenitré, aspartré, spánar- og skógarkerfils, njóla og umfeðming (sjá mynd 13).

Mynd 14: Umhverfið í kringum ljósgilduna

2.2 Söfnun sýna Ljósgildrur MMS verkefnisins eru hafðar uppi frá 22- 23. apríl til 25-26. október á hverju ári eða í um 30 vikur. Þær eru tæmdar vikulega, allaf á föstum mánaðardögum og er því tæmingardagur mismunandi vikudagur ár hvert. Fiðrildin eru sett í box og geymd í frysti til frekari greiningar. Í hverri tæmingu er Mynd 15: Vinnusvæði fyrir greiningu í rannsóknarstofu LBHÍ klóróform CHCl3 (M=119,38 g/mól. 1l=1,47 kg) sett á ný í gildruna til svæfingar á fiðrildunum.

2.3 Greining Greind voru öll sýni frá árunum 2013-2015. Sýnin voru geymd í frysti þar til greining fór fram. Hvert og eitt box fyrir sig var tæmt og fiðrildin grófflokkuð (sjá mynd 15). Aðrar tegundir skordýra sem komu einnig í gilduna voru tekin frá en fiðrildin greind til tegundar. Notið var Mynd 16: Verið að greina úr einu plastboxi til tegunda. aðstoðar Ástu Kristínar Davíðsdóttur, (BS í náttúru og 11 umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands) sem greindi sýnin frá 2010-2012, með hliðsjón af vefsíðu Náttúrfræðistofnunar http://www.ni.is/taxon/lepidoptera og erlendum greiningarsíðum, eins og http://www.ukmoths.org.uk/ og http://www.norfolkmoths.co.uk/ til þess að hafa til samanburðar sem flestar myndir af þeim fiðrildum sem hægt var að greina. Reynt var að greina alla feta og yglur til tegunda og þær tegundir sem unnt var að greina voru flokkaðar, taldar og skráðar niður (sjá mynd 16). Vefarar eru torgreindir nema af þeim sem hafa mikla sérþekkingu þar sem skoða þarf hvern einstakling í víðsjá og eru kynfæri notuð sem greiningareinkenni. Undirrituð greindi því ekki vefarana til tegunda. Þegar öll sýnin höfðu verið skoðuð og greind eins og unnt var, var farið með öll sýnin á Náttúrfræðistofnun til skordýrasérfræðingsins Erlings Ólafssonar. Hann fór yfir hverja og eina greiningu, leiðrétti það sem þurfti að leiðrétta og greindi vefaranna. Niðurstöður voru skráðar í excel til frekari úrvinnslu.

2.4 Veðurgögn

Fengin voru gögn frá Veðurstofu Íslands um vindstig, hitastig og úrkomu frá árunum 2010- 2015 (Veðurstofa Íslands - samantekin umbeðin gögn). Notast var við Microsoft Excel forrit við úrvinnslu þessara ganga. Tekið var vikumeðaltal vikunnar á undan tæmingardegi til að skoða áhrif veðurfars á þau fiðrildi sem þá voru á ferðinni og enduðu í gildrunni.

2.5 Úrvinnsla

Gögnin voru borinn saman í Microsoft Excel og skoðaður munur á flugtíma og fjöldi hverrar tegundar fyrir sig og munurinn á milli ára skoðaður, bæði árið sem heild og hver vika fyrir sig. Með flugtíma er átt við þann tíma sem fiðrildin eru á flugi, frá því þau klekjast úr púpum og þar til þau drepast. Þau gögn voru borin saman við meðaltal vinds, hitastigs og úrkomu á sama tíma. Notast var við SAS Enterprise Guide 7.1 gerð var einföld fervikagreining og kannað hvort að marktækur munur væri á flugtíma og fjölda með tilliti til veðurskilyrða.

12

3. Niðurstöður

3.1 Heildarfjöldi og fjöldi einstakra tegunda fiðrilda.

Mynd 17: Algengustu tegundirnar í ljósagildrunni á Hvanneyri 2010-2015.

Á árunum 2010-2015 komu alls 14.014 fiðrildi í gildruna af 41 tegund. Notast var við greiningar Ástu Kristínar frá 2010-2012 og greiningar höfundar frá 2013-2015. Tegundirnar voru misalgengar, aðeins 13 tegundir mátti flokka sem algengar, með samanlagt 13.746 einstaklinga.

Mynd 18: 13 algengustu tegundirnar sem komu í ljósgildruna á Hvanneyri 2010-2013.

13

Hinar 28 tegundirnar sem eru ekki eins algengar og eiga samanlagt 268 einstaklinga.

Mynd 19: 28 sjaldgæfari tegundir sem komu í ljósgildruna á Hvanneyri 2010-2015. Tegund 1: Bryotropha similis. Tegund 2: Gnorimoschema valesiella. Tegund 3: Scrobipalpa samadensis.

Flest þessara fiðrilda eru flækingar sem hafa komið frá útlöndum og eru utan útbreiðslusvæðis síns á Íslandi. Þessi fiðrildi voru ekki skoðuð sérstaklega.

Tekin voru fyrir algengustu fiðrildin, með 1000 eða fleiri einstaklinga öll árin, og flugmynstur þeirra skoðað sérstaklega. Flestir einstaklingar þessara tegunda komu árið 2010 eða 3846 einstaklingar. Einstaklingunum fækkaði síðan næstu árin og fæstir urðu þeir 1374 árið 2014. Árið 2015 varð aftur aukning með 2153 einstaklinga skráða.

Það komu á milli 20 og 28 innlendar tegundir í gildruna á hverju ári. Tólf tegundir komu öll árin; Tígulvefari, Haustfeti, Barrvefari, Víðifeti, Grasvefari, Brandygla, Skrautfeti, Jarðygla, Mófeti, Reyrslæða, Gulygla, Grasygla. Sum árin sáust ekki aðrar tegundir og er mögulegt að eitthvað hafi komið fyrir stofna þeirra þau ár. Auk þeirra komu 1-5 flækingar hvert ár; þeir helstu voru Föruglæða, Dílaygla, Skrautygla, Kálmölur og Gammaygla. Vænta má að þær hafa flogið yfir hafið eða komið með varningi

14

.Tafla 1: Sýnir hvaða tegundir komu hvert ár fyrir sig. X merkja útlendar tegundir.

2010 2011 2012 2013 2014 2015 Tígulvefari 1 1 1 1 1 1 Haustfeti 1 1 1 1 1 1 Barrvefari 1 1 1 1 1 1 Víðifeti 1 1 1 1 1 1 Grasvefari 1 1 1 1 1 1 Brandygla 1 1 1 1 1 1 Túnfeti 1 1 1 1 1 1 Skrautfeti 1 1 1 1 1 1 Jarðygla 1 1 1 1 1 1 Mófeti 1 1 1 1 1 1 Reyrslæða 1 1 1 1 1 1 Gulygla 1 1 1 1 1 1 Grasygla 1 1 1 1 1 1 Einifeti 1 1 1 1 1 Birkivefari 1 1 1 1 1 Flikruvefari 1 1 1 1 1 Kálmölur x x x x x Hærupysja 1 1 1 1 Gammaygla x x x x x Lyngvefari 1 1 1 1 1 Ertuygla 1 1 1 1 Dumbygla 1 1 1 1 1 Birkifeti 1 1 B. similis 1 1 G. valesiella 1 1 Mýrfeti 1 1 1 Kjarrvefari 1 1 1 Skrautygla x Dílamölur 1 1 1 1 Gráygla 1 1 Hnappvefari 1 1 1 Dílaygla x Asparygla 1 Klettafeti 1 1 Möðrufeti 1 Lyngfeti 1 Úlfygla 1 Birkikemba 1 Föruglæða x S. samadensis 1 Silfurygla 1 Innlendar 28 25 22 23 22 21 Útlendar (x) 3 2 4 2 1 1 Tegundir alls 31 27 26 25 23 22

3.2 Flugtími

Flugtími hverrar tegundar fyrir sig er misjafn að lengd og tíma og er því hver tegund skoðuð fyrir sig. Flugtími einstakra tegunda var greindur með tilliti til tíma árs og hvort fylgni væri á milli flugtíma einstakra tegunda og veðurfars á hverjum tíma.

Skoðaðar voru sérstaklega þær sex tegundir sem náðu 1000 einstaklingum yfir þetta tímabil. Athugaðir voru þrír mögulegir áhrifaþættir: hitastig, vindstig og úrkoma. Daggildin fyrir hvert 15

ár fyrir sig voru skráð; tekið saman meðaltal hitastigs í vikunni á undan tæmingu úr ljósgildrunni og borið saman við flugtíma og fjölda einstaklinga.

3.2.1 Tígulvefari (Epinotia solandriana) Tafla 2: Sýnir fjölda og flugtíma Tígulvefara milli ára.

Tígulvefari Tæming 30.7. 6.8. 13.8. 20.8. 27.8. 3.9. 10.9. 17.9. 24.9. 1.10. 8.10. 15.10. 22.10. 29.10.

Vika 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 Samtals 2010 1 12 147 158 144 131 119 5 1 1 719 2011 21 120 244 390 775 2012 12 57 527 198 81 7 1 4 1 1 1 890 2013 19 30 56 69 149 4 20 48 1 8 1 405 2014 3 20 127 70 194 36 5 2 2 459 2015 1 7 57 65 74 193 250 28 675

Alls komu 3923 einstaklingar af Tígulvefara í gildruna öll sex árin. Flestir voru 890 einstaklingar árið 2012 og fæstir 405 árið 2014. Flugtími þeirra hófst almennt í seinni hluta júlí og náði allt fram í miðjan október. Hápunktar flugtímans voru mismunandi tíma milli ára. En hámark var í seinni hluta ágúst öll árin. Á Hvanneyri var fyrsti skráði einstaklingurinn 30.06.2010 og sá seinasti þann 29.10.2010 og var það ár einnig með lengsta flugtíma. Stysti flugtíminn var árið 2011 en þá var hann aðeins frá 06.08.–03.09. en það ár virðist fjöldin einnig hafa fallið í hápunkti flugtímans. Árin 2010-2012 var hápunktur flugtímans milli 20.08. og 03.09. en árin 2013-2015 virðist hápunktur flugtímans færast aftar. Á bilinu 2013-2014 var hápunktur frá 03.09-10.09 en árið 2015 var hann 17.09.-24.09.

16

Mynd 20 Fjöldi Tígulvefara árin 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu. Skoðuð voru línuritin hér að ofan og gögn frá veðurstofunni og hægt var að sjá að fyrstu fiðrildin hvert ár komu í gildruna þegar hitastigið var á milli 9-13°C, hápunktur var þegar hitastigið var á milli 8,5-11°C. Fjöldin féll þegar hitastigið fór niður fyrir 8°C, þá er átt við að fjöldin fellur milli vikna um meira en 50%. Stofnin fór undir 10 einstaklinga þegar hitastigið fór niður fyrir 6.5°C. Þegar meðaltal úrkomu fer yfir 3 mm þá hafi það áhrif á fjölda fiðrilda. Þegar fiðrildin komu fyrst í gilduna var úrkoman á milli 0,1-1,4 mm og þegar hápunktur verður var úrkoman 0,3-3 mm. Þegar fjöldin féll var úrkoman meiri en 3 mm, að undanskyldu árið 2011 var úrkoman aðeins 1,5 mm. Þegar vindur var skoðaður var ekki hægt að sjá að vindur hafi áhrif á fiðrildin.

Flest fiðrildi komu þegar hitin er hæstur og fækka svo þegar hitin lækkaði með haustinu. Árið 2010 kom mikill úrkoma 24.09 og þá féll fjöldin frá 250 einstaklingum niður í 28 einstaklinga og fjöldinn nær sér ekki aftur upp eftir það. Árið 2011 10.09. lækkar meðalhitinn og úrkoman eykst og þá féll fjöldinn frá 390 einstaklingum niður í enga. Þann 01.10. árið 2015 fer úrkoman að aukast til muna og hitastig fer niður í 4.7 °C og fjöldinn féll frá 250 niður í 28. Vikuna eftir

17

það fer úrkoman upp í 17,2 mm og hitastig lækkar enn meira og engin fiðrildi koma í ljósgildruna eftir það. Hins vegar fannst engin marktæk fygni milli fjölda Tígulvefara og hitastigs (p=0,7563), úrkomu (p=0.9996) né vinds (p=0,9777) á þeim tíma sem skoðaður var.

3.2.2 Haustfeti (Operophtera brumata)

Tafla 3: Sýnir fjölda og flugtíma Haustfeta milli ára.

Haustfeti Tæming 24.9. 1.10. 15.10. 22.10. 29.10. 5.11. 12.11. Vika 38 39 41 42 43 44 45 Samtals 2010 2 210 421 89 4 967 2011 4 5 108 23 37 5 199 2012 2 46 4 12 1 73 2013 7 118 5 8 146 2014 4 16 54 32 136 2015 2 10 278 288

Alls komu 1819 einstaklingar af Haustfeta öll sex árin. Flestir einstaklingar komu 2010 eða 969 og fæstir 2012 aðeins 75 einstaklingar. Almennur flugtími þeirra er frá miðjum september fram í nóvember. Á Hvanneyri eru fyrstu skráðu einstaklingarnir 24.09 árin 2010, 2012, 2014, 2015. Síðasti einstaklingurinn er skráður 12.11 árið 2011. Flugtíminn er fimm vikur, árin 2011 og 2012 eru með lengsta flugtímann og árin 2013 og 2014 eru með stysta flugtímann.

Hápunktur flugtímans 2010 er 08.10., árin 2011–2014 er hápunkturinn á bilinu 15.10.-22.10. Árið 2015 kemur hápunkturinn seinna eða 29.10. Það ár komu aðeins tveir einstaklingar í gildruna 24.09 og svo enginn þangað til 22.10. Þannig það má velta fyrir sér hvers vegna flugtíminn er svona seint árið 2015 .

18

Mynd 21 Fjöldi Haustfeta 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu.

Fyrstu Haustfetanir komu þegar hitastigð var á milli 3,1-10,5°C, hápunktur var þegar hitastigið var á milli -0,4-3,5°C. Fjöldinn féll þegar hitastigð var á milli -0,01-4,3°C og fjöldin fer undir

19

10 einstaklinga milli 1,2-7,6°C. Fyrstu Haustfetanir koma þegar 0,4-14,4 mm og hápunktur var þegar úrkoman var á milli 0-3,7 mm. Fjöldin fell þegar úrkoman er á milli 0-5,9 mm og fjöldinn fer undir 10 einstaklinga þegar 1,6-6,8 mm. Þegar skoðað var línurit og gögn frá veðurstofunni þá var ekki hægt að sjá að vindur hafi áhrif á fiðrildin. Hausfetinn þolir meiri kulda en hin 5 fiðrildinn, þar sem meðalhiti er mun lægri á hans flugtíma en hjá hinum. Árið 2011 var hápunktur seinna en árið á undan. Mikill úrkoma var fyrstu vikunar og náði fjöldin sér ekki á strik fyrr en úrkoman var komin niður í 2,3 mm. Árið 2012-2013 er hitastigið hærra fyrstu vikunar og virðist Haustfetinn ekki ná sér á strik fyrr en hitinn lækkar og fer rétt fyrir ofan frostmark. Árið 2015 er hápunkturinn mun seinna en árin á undan, 15.10 er mikill aukning á úrkomu. Samkvæmt fervikagreiningu er hins vegar engin fylgni á fjölda Haustfeta og hitastigs (p=0,7253), úrkomu (p=0,2801) né vinds (p=0.2217) á þeim tíma sem skoðaður var.

3.2.3 Barrvefari (Zeiraphera griseana) Tafla 4: Sýnir fjölda og flugtíma Barrvefara milli ára.

Barrvefari Tæming 30.7. 6.8. 20.8. 27.8. 3.9. 10.9. 17.9. 24.9. 1.10. 8.10. 15.10. 22.10. 29.10. Vika 30 31 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 Samtals 2010 28 119 25 27 33 1 2 406 2011 7 36 74 117 2012 2 21 211 50 29 7 3 1 373 2013 6 38 54 75 2 7 1 10 193 2014 1 82 30 128 46 3 1 318 2015 2 6 23 66 27 167 47 388 Alls komu 1719 einstaklingar af Barrvefara öll sex árin. Flestir einstaklingar komu 2010 eða 406 einstaklingar og fæstir 2011 eða aðeins 117 einstaklingar. Almennur flugtími hans er frá lokum júlí og fram í miðjan október með hámark upp úr miðjum ágúst. Flugtíminn á milli ára var 3-13 vikur, mest var 2010 með 13 vikur og fæst var 2011 með 3 vikur. Hápunktur flugtímans var misjafn milli ára; árið 2010 var hápunkturinn þann 13.08 en árið 2011 eru fáir einstaklingar og hápunktur er þann 03.09. og þá fellur stofninn og koma ekki fleiri einstaklingar í gildruna. Árið 2012 var hápunkturinn 20.08. og árið 2013 var hápunktur 10.09. Árið 2014 var hápunktur 03.09. og 2015 kom hápunkturinn ekki fyrr en 24.09. Spurning af hverju flugtími er seinni að ná sér upp árið 2015.

20

Mynd 22: Fjöldi Barrvefara árið 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu.

21

Þegar skoðað voru gögn og línurit komu fyrstu Barrvefaranir þegar hitastigið var á milli 8,8- 13,6°C og hápunkturinn var hitastigð á milli 8,2-13,9°C. Fjöldinn féll þegar hitastigið var á milli 7,8-10,5 og þegar fjöldin fór undir 10 einstaklinga var hitastigið á milli 5,7-9,5°C. Fyrstu Barrvefaranir komu þegar úrkoman var á milli 0-2,4 mm og hápunktur var þegar úrkoman var á milli 0,1-3,2 mm. Fjöldin féll þegar úrkoman var á milli 1-8,4 mm og fjöldin fór undir 10 einstaklinga þegar úrkoman var 1,3-8,4 mm. Þegar skoðað var línurit og gögn frá veðurstofunni þá var ekki hægt að sjá að vindur hafi áhrif á fiðrildin. Flugtíminn árið 2011 var aðeins þrjár vikur og fer fjöldin frá hápunkti í enga einstaklinga og lækkar hitastigið um 2,3°C milli vikna. Árið 2015 koma fyrstu einstaklingarnir í gilduna mun seinna en árin á undan. Flugtímin byrjar ekki fyrr en úrkoman eykst en litlar rigningar voru í júní og júlí það ár. Samkvæmt fervikagreiningu er heldur ekki nein fylgni á milli Barrvefara og hitastigs (p=0,5871), úrkomu (p=0,9994) og vind (p=0,6886) á þeim tíma sem skoðaður var.

3.2.4 Víðifeti (Hydriomena farcata) Tafla 5: Sýnir fjölda og flugtíma Víðifeta milli ára.

Víðifeti Tæming 16.7. 23.7. 6.8. 13.8. 20.8. 27.8. 3.9. 10.9. 17.9. Vika 28 29 31 32 33 34 35 36 37 Samtals 2010 24 62 75 30 1 1 278 2011 2 18 40 66 57 16 1 239 2012 2 19 38 17 2 103 2013 4 84 124 111 32 5 401 2014 1 21 60 59 29 14 6 280 2015 8 28 50 120 73 22 4 305

Alls komu 1606 einstaklingar í gildruna öll sex árin. Flestir einstaklingar komu árið 2013 eða 401 einstaklingur og fæstir komu 2012 eða 103 einstaklingar. Almennur flugtími hefst upp úr miðjum júlí og er fram í miðjan september. Hámarkið er um mánaðarmótin júlí/ágúst. Fyrsti skráði einstaklingurinn úr gildrunni kom 16.07. árin 2012 og 2014. Síðasti skráði einstaklingurinn var 17.09. árið 2015. Flugtíminn er 7-8 vikur, hápunktur flugtímans 2010, 2012 og 2014 er jafn á bilinu 30.07.-06.08. Árin 2011 og 2013 er hann á bilinu 13.08.-20.08. en 2015 seinkar hápunktinum alveg til 27.08. Árið 2012 kemur enginn einstaklingur í gildruna 13.08.

22

Mynd 23:Fjöldi Viðifeta árið 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu.

23

Þegar fyrstu Víðifetanir komu í gilduna hvert ár var hitastigið 9,7-13,4°C og þegar hápunktur var hitastigið á milli 9,8-14,4°C. Fjöldinn féll þegar hitastigið var á milli 8,3-13,6°C og fjöldinn fer undir 10 einstaklinga þegar hitastigið er á milli 8,2-10,5°C. Þegar fyrstu Víðifetanir sem komu í gilduna var úrkoman milli 0,1-4,2 mm og hápunkturinn var þegar úrkoman er á milli 0- 2,5 mm. Fjöldinn féll þegar úrkoman er á milli 1-6,2 mm og fjöldin fer undir 10 einstaklinga þegar úrkoman er að meðaltali 0,1-8,4. Meðaltal vinds var frekar jafn öll árin og því ekki hægt að sjá nein áhrif vinds á fjölda fiðrilda eða flugtíma þeirra. Árið 2012 fór úrkoman upp í 6,2 mm og kom þá engin Víðifeti í ljósgildruna en vikuna á undan var hápunktur. Vikuna eftir komst þó Víðifetin aftur á skrið. Úrkoma hafði einnig áhrif árið 2013 þegar úrkoma fór upp í 8,2 mm og fjöldin féll. Ekki fannst martækur fylgni milli fjölda Víðifeta og hitastigs (p=0,4809), úrkomu (p=0,9846) og vinds (p=0,5506) á þeim tíma sem skoðaður var.

3.2.5 Grasvefari (Eana osseana) Tafla 6: Sýnir fjölda og flugtíma Grasvefara milli ára.

Grasvefari Tæming 9.7. 16.7. 30.7. 6.8. 13.8. 20.8. 27.8. 3.9. Vika 27 28 30 31 32 33 34 35 Samtals 2010 1 1 189 77 14 2 329 2011 33 19 42 64 590 81 839 2012 1 1 4 1 11 2013 1 1 4 11 5 22 2014 1 1 2015 1 1 2

Alls komu 1204 einstaklingar af Grasvefara í gildruna. Flestir einstaklingar komu 2011 eða 839 og fæstir komu 2014, aðeins einn einstaklingur. Árin 2010-2011 komu margir einstaklingar en á árunum 2012-2013 hefur stofninn hrunið niður í 1-22 einstaklinga. Almennur flugtími Grasvefara er frá júlí og alveg fram í byrjun október. Fyrstu skráðu einstaklingarnir úr gildrunni komu 09.07. árin 2010 og 2012. Síðustu skráðu einstaklingarnir eru skráðir 03.09 2011 og 2015. Flugtíminn er 5-7 vikur og hápunktur flugtímans 2010 er 30.07. en 2011 er hann 27.08, það er mánuður á milli hápunkta milli ára. Árin 2012-2015 eru of fáir einstaklingar til þess að gera sér grein fyrir ákveðnum hápunkti.

24

Mynd 24: Fjöldi Grasvefara árin 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu.

25

Ekki fannst marktæk fylgni á milli Grasvefara og hitastigs (p=0,2080), úrkomu (p=0,8732) eða vinds (p=0,7682) á þeim tíma sem skoðaður var. Ekki var hægt að bera saman veðurfarsleg gögn við fjölda Grasvefara þar sem ekki var nægirlegur fjöldi hvert ár til þess að lýsandi áhrif. Einnig var skoðað meðaltal veðurgagna milli ára og ekki sást munur til þess að skýra fækkun fjöldan vegna veðuráhrifa.

Tafla 7: Meðaltal veðurfarsgagna og fjölda Grasvefara milli ára.

Fjöldi Hitastig Vindur Úrkoma 2010 329 12,4 3,7 1,1 2011 839 10,8 3,8 0,8 2012 10 11,3 3,8 2,0 2013 22 10,3 3,9 2,9 2014 1 11,4 3,4 1,8 2015 1 10,1 4,0 1,1

3.2.6 Brandygla (Euxoa ochrogaster)

Tafla 8: Sýnir fjölda og flugtíma Brandyglu milli ára.

Brandygla Tæming 23.7. 30.7. 13.8. 20.8. 27.8. 3.9. 10.9. 17.9. 24.9. Vika 29 30 32 33 34 35 36 37 38 Samtals 2010 13 197 111 5 9 6 422 2011 4 60 94 45 14 1 8 233 2012 5 5 63 93 12 1 231 2013 1 14 30 9 23 5 83 2014 4 1 3 2 10 2015 10 17 32 17 8 1 1 87

Alls komu 1066 einstaklingar af Brandyglu í gildruna. Flestir komu árið 2010 eða 422 einstaklingar en fæstir 2014, aðeins 10 einstaklingar sem er mjög mikill breytileiki.

Almennur flugtími er frá byrjun júlí fram í september. Fyrstu einstaklingarnir koma í gildruna vikuna 23.07 árið 2012 og síðasti einstaklingurinn kom 24.09 árið 2015. Flugtíminn er 4-9 vikur, lengst 2012 og styst 2014. Hápunktur flugtímans öll árin er á tímabilinu frá 13.08 til 20.08. Árin 2012 og 2014 nær stofninn lágmarki fyrr en hin árin eða á bilinu 27.08-3.09. Öll hin árin flýgur stofninn einni til þremur vikum lengur.

26

Mynd 25: Fjöldi Brandyglu árin 2010-2015 í samanburði við hitastig, vindstig og úrkomu.

27

Þegar fyrstu Brandyglunar komu ár hvert var hitastigið 9,7-14,4°C og þegar kemur hápunktur var hitastigið á milli 8,5-12,9°C. Fjöldinn féll þegar hitastigið var á milli 8,3-11,4°C og hitastigið var þegar fjöldin komin undir 10 einstaklinga 8,3-9,3°C. Úrkoman var á milli 0,1-3,5 mm þegar fyrstu fiðrildinn komu ár hvert og hápunktur var úrkoman á milli 0-2,5 mm og þegar fjöldin var komin undir 10 einstaklinga var úrkoman á milli 0,1-8,2 mm.

Árið 2013-2015 fækkar Brandyglum verulega. Árið 2010 þegar mesti fjöldi kom í ljósgilduna var hitastigið rúmlega 1,4°C hærra en árin eftir. Því gætu aðrar umhverfisaðstæður skýrt þessa fækkun. Eins og komið hefur fram að þá breyttust umhverfisaðstæður yfirrannsóknartímann í kringum gilduna. Ekki fannst fylgni milli veðurfarsþátta, hitastigs (p=0,4792), vinds (p=0,6886) og úrkomu (p=0,9089) og fjölda Brandygla á á þeim tíma sem skoðaður var.

Tafla 9: Meðaltal veðurfarsgagna og fjölda Brandygla milli ára.

Fjöldi Hitastig Vindur Úrkoma 2010 422 11,3 3,7 2,0 2011 233 9,8 3,8 1,2 2012 231 9,4 3,8 2,2 2013 83 9,0 4,0 2,9 2014 10 9,9 3,8 1,8 2015 87 9,6 3,9 1,7

4. Umræður

Stór hluti þessa verkefnis var að greina til tegunda þau fiðrildi sem komu í gildruna á Hvanneyri 2013-2015 og bera saman við fjölda og samsetningu tegundanna árin á undan. Greining fiðrilda er vandaverk. Oft þarf að greina mikinn fjölda í einu og eru tegundirnar oft líkar, einnig geta einstaklingar innan sömu tegund verið misjöfn. Auðveldast er að greina á milli ygla. Þær eru oft með greinilegri lit og mynstur á vængjum en fetar og vefarar. Fetar eru bæði með greinilegt mynstur en einnig verið einlitir, oft eru þeir orðnir lélegir og mynstrið fljótt að fölna. Fetar eru mjög líkir og oft erfitt að greina þá nema undir víðsjá.

Samkvæmt niðurstöðunum voru 13 tegundir algengar öll árin en nokkuð um sveiflur á milli ára. Einifeti kom öll árin nema 2010, Birkifeti kom öll árin nema 2015, Flikruvefari kom ekki 2014 og Lyngvefari kom ekki 2012. Aðrar tegundir eins og Hærupysja, Ertuygla, Birkifeti og fleiri tegundir koma aðeins þrjú ár eða sjaldnar. Það komu milli 21-28 tegundir ár hvert flest árið 2010 og færst árið 2015. Ekki var hægt að sjá að það var eitthvað sérstaklega fá fiðrildi eitt

28

árið eða að ein ættkvísl var færri eitthvað árið. Það getur munað nokkur hundruð fiðrilda milli ára hjá tegundum eins og hjá Hausfetunum kemur 969 fiðrildi 2015 en öll hin árin koma undir 300 fiðrildi í gilduna. Grasvefaranum kemur 329 fiðrildi árið 2010, 839 árið 2011 og svo aðeins 1-22 fiðrildi 2012-2015. Þessar tegundir eiga það sameiginlegt að flest fiðrildi komu fyrstu árin en fækka svo næstu árin á eftir. Undarskyldu því eru Barrvefari, Víðifeti og Tígulvefari en þeir eru nokkuð jafnir öll árin. Birkivefari kom fyrst og árið 2014 komu þau 23.04 sem er fyrsta vikan sem gildran er tæmd. En Birkivefarinn er með flugtíma frá apríl fram í enda maí. Um sumarið klekjast lirfurnar úr eggjunum og vaxa upp í júní og júlí og svo á hann aftur flugtíma í enda ágúst og seinasta fiðrildið kom fram 12.11. Eftir það leggst Birkivefurinn í vetradvala og vaknar aftur upp í febrúar (Náttúrufræðistofnun Íslands, á.á.b). Flestar tegundir eru með flugtíma frá maí fram í september. Hjá Tígulvefaranum og Gulyglunni teygist flugtíminn aftur í enda október. Flugtími Haustfeta byrjar í enda september og er fram í miðjan nóvember. Munur er á lengd flugtíma milli ára hjá flestum tegundum. Jarðygla er með flugtíma frá 4 vikum árið 2014 og 10 vikur árið 2010. Flugtími tígulvefara er árið 2010 14 vikur en aðeins 4 vikur árið 2011. Engin af þeim tegundum sem komu með meira en 30 fiðrildi í ljósgildruna var með svipaðan flugtíma öll árin. Það getur einnig munað nokkrum vikum hjá hverri tegund hvenær flugtíminn byrjar og endar milli ára. Því er óhætt að tala um að flugtími er ólíkur, bæði milli tegunda og milli ára innan tegundarinnar. Erfitt er að segja til um hverjar ástæðurnar eru þarna á bakvið endar eru þær eflaust margar. Mögulega einhver veðurfarsleg áhrif einhvern tíman á lífhringnum, breytingar á búsvæðum. afræningjar eða sjúkdómar (Franzé & Nilsson, 2012). Það komu 1-4 flækingar hvert ár. Kálmölur og Gammaygla komu öll árin nema eitt. Skrautygla, Dílaygla og föruglæða komu hver einu sinni.

Í þessari rannsókn var aðeins skoðað hvort veðurfar í vikunni á undan hefði áhrif á fjöldann í vikunni á eftir. Það kom í ljós að svo var ekki en ekki er hægt að fullyrða að veðurfar hafi ekki áhrif á fjölda einstaklinga á ferðinni á hverjum tíma. Mun víðtækari gögn þarf til að geta greint hugsanleg áhrif veðurfars á mismunandi þroskastig og þar með fjölda einstaklinganna yfir allt árið. Sú umfangsmikla greining bíður annarra þar sem hún er utan ramma þessa verkefnis.

Skoðuð fylgni á milli veðurfarsþátta í vikunni á undan hverri söfnun og á flugtíma tegundarinnar. Samkvæmt niðurstöðunum hefur veðurfar, hiti, úrkoma og vindur ekki áhrif á fjölda og flugtíma fiðrilda vikuna á undan hjá þeim tegundum sem skoðaðar voru. Það eru því aðrir þættir sem stjórna fjöldanum hverju sinni. Í ítarlegri rannsókn á Bretlandseyjum (Wilson o.fl., 2015) á 200 tegundum náttfiðrilda og tengslum veðurfars og fjölda kom í ljós að það var mjög mismunandi milli tegunda hvaða tímabil ársins virtist hafa áhrif á fjölda einstaklinga á

29 ferðinni og einnig hvaða veðurfarsþættir höfðu þá áhrif. Fiðrildi krefjast mismunandi skilyrða til þess að geta lokið lífshring sínum (Fox, 2012) og það er mjög mismunandi milli tegunda hvenær þau eru viðkvæmust fyrir veðurfarsskilyrðum. Einnig getur veðurfar valdið því að búsvæði breytast sem hefur áhrif á fjölda fiðrilda. Erfitt er að meta þau áhrif nema út frá einstökum aðstæðum og erfitt er að yfirfæra niðurstöðunnar (Dennis & Sparks, 2007).

Það skýrir þó aðeins hluta af fjölda einstaklinga hvert ár, þar sem veðurfar hefur einnig áhrif á lirfustigið og gerð var rannsókn á eggjum og lirfum og komist var að þeirri niðurstöðu að þroskaferli þeirra stjórnast töluvert af hitastiginu. Talið er að þau sem eru á eggstigi yfir veturinn eigi erfiðara uppdráttar yfir vetrartímann en þær sem þá liggja í dvala sem lirfur (Conrad, Woiwod, Parsons, Fox, & Warren, 2004). Lífsferill fiðrilda er flókinn og því erfitt að átta sig á hvar í ferlinu áhrif á stofnstærð gæti komið. Kuldi á einu tímabili lirfustigsins getur haft mikil áhrif sem kemur fram í stofnstærð fiðrildanna árið eftir. Erfitt er að greina hvaða tímabil skiptir mestu máli að skoða (Náttúrufræðistofnun Íslands, á.á.a.). Vert væri að skoða veður allt árið til þess að sjá einnig áhrif veðurs á lirfustigi og þá tengja það við fjölda fiðrilda. Þannig væri hægt að skoða þetta nákvæmar og taka umhverfisþætti meira inn s.s. hversu tilbúnar plönturnar eru fyrir hvert skref hjá fiðrildunum, einnig mætti skoða hvaða breytingar hafa átt sér stað sem öllu þessum breytinga hjá Brandyglu og Grasvefara. Þessi athugun spannar ekki nægilega langan tíma til þess að geta metið bein áhrif á fiðrildi vegna loftlagsbreytinga, en gefur vísbendingu um hversu viðkvæm fiðrildi eru fyrir veðurfarsbreytingum sem gefur til kynna þau áhrif sem breyting á hitastigi getur haft í för með sér.

Við skoðun á gögnunum sést að flugtími er mjög mismunandi hjá tegundunum. Einnig getur flugtíminn verið mismunandi milli ára hjá hverri tegund, flugtíminn byrjar fyrr eða seinna en árin á undan og hápunktur verið á mismunandi tímum. Hægt er að sjá á gögnunum þótt ekki hafi fundist næg fylgni að það fer eftir tegundum hvort fiðrildin sækjast í hærri hita eða lægri hita. Haustfetinn á t.d. flugtíma á milli september og nóvember og virðast kjöraðstæður hans vera í kringum frostmark. Ef að hitinn hækkar mikið þá fækkar fjöldanum. Einnig þoldi hann illa úrkomu og ef úrkoma fór mikið yfir 2 mm fór það að hafa áhrif á fjölda Haustfeta (Kutli o.fl., 2011). Hjá hinum tegundunum var flugtíminn í júlí til september og komu einstaka fiðrildi í október. Einnig virðist vera að sem fyrr á flugtímanum þeirra þoldu fiðrildin frekar breytingar á veðurfari en þegar leið á flugtímann þar sem aldur fiðrildanna var þá farinn að segja til sín. Fiðrildin þoldu oft mikla úrkomu fyrr á flugtímanum en ef að hún kom seinna á flugtímanum fækkaði fjöldanum í flestum tilfellum mikið eða flugtímanum lauk við það, það árið.

30

Rannsóknir hafa leitt í ljós að fjöldi einstaklinga er almennt hærri frá miðjum maí og til enda ágúst. Það gæti verið vegna þess að hærra hitastig eykur flugvirkni og fjölda einstaklinga yfir sumartímann (Yard & Lulworth, 2013; Jonason, Franzé, Ranius, 2014). Einnig hafa rannsóknir sýnt að með hærra hitastigi er meira um að fleiri en ein kynslóð komu fram sama árið (Itämies & fl., 2011). Bæði fjöldi tegunda og fjöldi af hverri tegund var minni eftir september þó að hitastigið væri svipað hátt og á sumrin. Það bendir til þess hitastig eitt og sér sé ekki ráðandi um fjölda tegunda og fjölda einstaklinga sem er á ferðinni heldur komi aðrir þættir þar einnig við sögu, s.s. plöntutegundir í blóma og þar með fæðufamboð. Þannig að hægt er að útskýra það einnig með umhverfisáhrifum þar sem blóm eru að blómstra og mikill fjölbreytni í umhverfinu (Jonason, Franzé, Ranius, 2014).

Veðurskilyrði, eins og hitastig, rigning og vindur hafa sýnt sig að hafa áhrif á veiðigetu ljósgildrunnar. Við hagstæð veðurskilyrði; t.d. hærra hitastig, minni úrkomu og vind, er aflinn ávalt meiri en við lakari veðurskilyrði. Þetta á við um allar tegundir (Wilson o.fl., 2015). Einnig getur mikill raki á nóttu leitt til þoku á rannsóknarsvæðinu sem kann að takmarka hversu langt ljós lýsir frá gildrunni (Jonason, Franzé & Ranius, 2014). Þegar gögn eru skoðuð er í flestu tilfellum þar sem vindur og úrkoma er lítil og hitastig hærra þegar hápunkti flugtíma er náð. Haustfeti er þar undanskilin þar sem hitastig er einnig lágt þegar hans hápunkti er náð.

Miklar breytingar hafa verið á svæðinu síðan gildran var sett upp, trjám var plantað, lagður var göngustígur nálægt gildrunni og gras var plægt upp. Einnig hafa orðið breytingar á gróðurfari í kringum gildruna og hefur Spánar- og Skógarkerfill aukist til muna seinustu ár og fært sig nær gildrunni. Gróðursettar hafa verið plöntur í kringum gildruna. Þær umhverfisbreytingar sem hafa átt sér stað gætu verið ein skýringin á hvers vegna fjöldi Grasvefara og Brandygla lækkaði til muna seinni árin.

Ýmsir mannlegir þættir við gerð þessa verkefnis gætu hafa skekkt niðurstöðurnar. Kom fyrir að gleymdist að losa úr ljósgildrunni, einnig að ljósgildran varð full af laufum þannig að minna ljós kom frá ljósgildrunni og fiðrildi komust ekki ofan í gildruna. Peran sprakk einnig yfir þetta tímabil og varð að skipta um þéttingu í kringum kassann til þess að draga úr hraða uppgufunar á klóróforminu. En vegna vikulegs eftirlits gildrunnar ætti það ekki hafa haft mikil skekkjuáhrif.

31

5. Lokaorð

Tæplega helmingur tegunda koma öll árin á Hvanneyri, aðrar tegundir komu sjaldnar yfir árin. Engin fyglni fannst milli ára hvaða tegundir komu hvaða ár eða að eitt árið hafi komið sérstaklega fáar tegundir. Veðurfar hefur ekki mikil áhrif á fjölda einstaklinga þeirra tegunda sem skoðuð voru sem eru á ferðinni á hverjum tíma. Þar sem aðeins var skoðuð fylgni milli veðurfars vikunnar á undan við fjölda einstaklinganna sem var á ferðinni vikuna á eftir þá er ekki hægt að segja að veðurfar hafi ekki áhrif, aðeins að ekki fundust tengsl milli þeirra tímabila sem skoðuð voru. Erlendis hefur fundist fylgni milli veðurfars á tilteknu tímabili og fjölda einstaklinga á ferðinni ár hvert en þegar miklar breytingar eru á veðurfarinu getur það valdið miklum sveiflum hjá fiðrildunum eða stoppað af flugtímann það ár ef það verða ýktar veðurbreytingar. Tegundir hafa mismunandi kjörveðurfar sem hentar þeim og þola þau mismiklar breytingar. Og því er greinilegt að litlar breytingar til langs tíma á veðurfari geta haft mjög miklar afleiðingar. Rannsóknir á fiðrildum eru mjög mikilvægar og góður vísir á áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið. Ljóst er að þessi breyting sem þegar hefur orðið á veðurfari hefur haft mikil áhrif á fiðrildin og er þá vert að skoða hvaða breytingar hafa átt sér stað í lífríkinu í kringum þau og rannsaka nánar hvernig allir þessir þættir spila saman. Hér á Íslandi er komið rúmlega 20 ára gagnasafn af sýnum um land allt sem eru í vinnslu núna til að mynda stórt gagnasafn. Með því verður auðveldara að vinna með þessar upplýsingar og sjá breytingarnar á lífríkinu með breyttu loftslagi.

32

6. Heimildir

Alma mater studiorum universtita di bologna (á.á). Zeiraphera griseana Hubner. Skoðað 28.07.2016 á http://www.entom.unibo.it/insetti%20alberi/Larice/Z_griseana.htm Conrad, K. F., Woiwod, I. P., Parsons, M., Fox, R., & Warren, M. S. (2004). Long-term population trends in widespread British moths. Journal of Conservation, 8(2-3), 119-136 BugGuide (á.á.). Species Epinotia solandriana – Birch Leafroller. Skoðað 28.07.2016 á http://bugguide.net/node/view/185087 BugGuide (á.á.a.). Species Hydriomena furcata – July Highflyer. Skoðað 29.07.2016 á http://bugguide.net/node/view/141667 BugGuide (á.á.b.) Species Euxoa ochragaste. Skoðað 29.07.2016 á http://bugguide.net/node/view/688807 Butterflies and Moths of North America (á.á.). Family geomatridae. Skoðað 21.10.2016 af http://www.butterfliesandmoths.org/taxonomy/geometridae

Butterflies and Moths of North America (á.á.a.). Family noctuidae. Sótt 21.10.2016 af http://www.butterfliesandmoths.org/taxonomy/noctuidae

Butterflies and Moths of North America (á.á.b.). Family tortricidae. Sótt 21.10.2016 af http://www.butterfliesandmoths.org/taxonomy/tortricidae

Crozier, L. (2003). Winter warming facilitates range expansion: cold tolerance of the Atalopedes campestris. Oecologia, 135(4), 648-656

Dennis, L.H., & Sparks, T.H. (2007). Climate signal are reflected in an 89 yar series of Brithis Lepidoptera records. European Journal of Entomology, 104, 763-767 Edenhofer, O., R. Pichs-Madruga, Y. Sokona, E. Farahani, S. Kadner, K. Seyboth, A. o.fl. (2014). Climate Change 2014: Mitigation of Climate Change. 287-292. United Kingdom, New York. Cambrige University Press.

Erling Ólafsson (ritstj.) (1995). Fiðrildi á Íslandi 1995. Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands: Reykjavík Field C., Barros V., Mastandrea D., Mach K., Abdrabo M., Adger W. o.fl. (2014). Climate Change 2014: Impacts, Adaptation and Vulnerability. 1158- 1171. Oslo: IPCC WGII 11

Franzé, M. & Nilsson, S.G.(2012). Climate-dependent dispersal rates in metapopulations of bunet moths. Journal of Insect Conservation, 16(6), 941-947

33

Fox R. (2012). The decline of moths in Great Britain: a review of possible causes. Insect Conservation and Diversity. 6 (1), 5-19.

Itämies, J. H., Leinonen, R., Meyer-Rochow, V. B. (2011). Climate Change and Shifts in the Distribution of Moth Species in Finland, with a Focus on the Province of Kainuu. Climate Change- Geophysical Foundation and Ecological effects. Gefið út á netinu. http://www.intechopen.com/books/climate-change-geophysical-foundations-and- ecological-effects/climate-change-and-shifts-in-the-distribution-of-moth-species-in- finland-with-a-focus-on-the-provinc

Jonason, D., Franzé, M., Ranius, T. (2014). Surveying Moths Using Light Traps: Effects of Weather and time of Year. Plos ONE, 9(3), e92453 Kearney, M.R., Briscoe, N.J., Karoly, D.J., Porter, W.P., Norgate, M., Sunnucks, P. (2010). Early emergence in a butterfly causally linked to anthropogenic warming. Biology Letters, global change biology. 2010(0053). Gefið út á netinu. http://rsbl.royalsocietypublishing.org/content/6/5/674 Kutli. Z., Hrika A., Hufnagel L., Ladanyi M. (2011). Population Dynamical Model of Operophtera brumata, L. Extended by Climatic Factors. Applied Ecology and Environmental Research. 9 (4), 433-447.

Mass Audubon (á.á.) Winter Moths. Sótt 29.07.2016 á http://www.massaudubon.org/learn/nature-wildlife/insects-arachnids/nuisance- moths/winter-moths Menéndez, R. (2007). How are responding to global warming? Tijdschrift voor Entomologie, 150(2), 355-365.

Náttúrufræðistofa Kópavogs (á.á.). Fiðrildi. Skoðað 05.07.2016 á http://www.natkop.is/syningar/page.asp?ID=414

Náttúrufræðistofnun Íslands (2011). Á vængjum fögrum Fiðrildi [bæklingur]. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands Náttúrufræðistofnun Íslands (á.á.). Vöktun fiðrilda. Skoðað 02.07.2016 á http://www.ni.is/greinar/voktun-fidrilda Náttúrufræðistofnun Íslands (á.á.a.). Fiðrildi (Lepidoptera). Skoðað 02.07.2016 á http://www.ni.is/taxon/lepidoptera Náttúrufræðistofnun Íslands (á.á.b) Birkivefari (Acleris notana). Skoðað 25.11.2016 á http://www.ni.is/animalia/arthropoda/hexapoda/insecta/lepidoptera/tortricoidea/tortrici dae/acleris/acleris_notana

34

Nieminen, M. (1996). International Moth Monitoring Scheme: Proceedings of a Seminar, Helsinki, Finland 10 April 1996: Nordic Council of Ministers.

Norfolkmoths (á.á.). Epinotia solandriana. Skoðað 28.07.2016 á http://www.norfolkmoths.co.uk/micros.php?bf=11560 Norfolkmoths (á.á.a.). Zeiraphera griseana. Skoðað 28.07.2016 á http://www.norfolkmoths.co.uk/micros.php?bf=11660 Norfolkmoths (á.á.b.). Eana osseana. Skoðað 28.07.2016 á http://www.norfolkmoths.co.uk/micros.php?bf=10290 Snorri Baldursson (2014). Lífríki Íslands, vistkerfi lands og sjávar. Reykjavík: Forlagið

Standek, V.J. (1974). Stóra skordýrabók. Reykjavík: Bókaútgáfan Fjölvi

Umhverfisráðaneytið (2008). Loftalagsbreytingar. Reykjavík: Umhverfisráðaneytið

Wilson J. F., Baker D., Cook M., Davis G., Freestone R., Gardner D., Grundy D., Lowe N., Orridge S., Young H. (2015). Climate association with fluctuation in annual abundance fifty widely distributed moths in England and Wales: a citizen-science study. Journal of Insect Conservation. 19 (5), 935-946.

Yard, M. Lulworth, E. (2013). The decline of moths in Great Britain: a review of possible causes. Insect Conservation and Diversity. 6, 5-19

35

7. Viðauki

Fjöldi alls 2010- 2015 Epinotia solandriana Tígulvefari 3.923 Operophtera brumata Haustfeti 1.819 Zeiraphera griseana Barrvefari 1.745 Hydriomena furcata Víðifeti 1.606 Eana osseana Grasvefari 1.204 Euxoa ochrogaster Brandygla 1.066 Xanthorhoe decoloraria Túnfeti 831 Dysstroma citrata Skrautfeti 566 Diarsia mendica Jarðygla 468 Eupithecia satyrata Mófeti 178 Crambus pascuella Reyrslæða 152 Noctua pronuba Gulygla 103 Cerapteryx graminis Grasygla 85 Eupithecia pusillata Einifeti 39 Acleris notana Birkivefari 36 Cochylis dubitana Flikruvefari 34 Plutella xylostella Kálmölur 32 Coleophora algidella Hærupysja 24 Autographa gamma Gammaygla 14 Acleris maccana Lyngvefari 11 Melanchra pisi Ertuygla 11 Apamea crenata Dumbygla 10 Rheumaptera hastata Birkifeti 7 Bryotropha similis 1 6 Gnorimoschema valesiella 2 6 Xanthorhoe designata Mýrfeti 5 Apotomis sororculana Kjarrvefari 4 Phlogophora meticulosa Skrautygla 4 Dílamölur 4 Rhyacia quadrangula Gráygla 4 Lobesia littoralis Hnappvefari 3 Peridroma saucia Dílaygla 3 Agrochola circellaris Asparygla 2 Entephria caesiata Klettafeti 2 Epirrhoe alternata Möðrufeti 1 Eupithecia nanata Lyngfeti 1 Eurois occulta Úlfygla 1 Heringocrania unimaculella Birkikemba 1 Nomophila noctuella Föruglæða 1 Scrobipalpa samadensis 3 1 Syngrapha interrogationis Silfurygla 1 Fjöldi alls 14.014 Fjöldi teg. 41

36

Fjöldi Ár fiðrilda 2010 3.846 2011 3.019 2012 1.931 2013 1.691 2014 1.374 2015 2.153 14.014

37

1

1

0

2

1

6

4

0

0

1

2

1

0

5

0

0

1

0

0

5

3

0

0

2

2

16

27

12

19

15

11

406

147

969

278

422

109

719

329

188

142

3.846

Total

0

47

26.11.

0

46

19.11.

0

45

12.11.

0

44

5.11.

7

2

4

1

43

29.10.

89

89

42

22.10.

1

1

1

424

421

41

15.10.

1

2

2

248

243

40

8.10.

210

210

39

1.10.

2

2

38

24.9.

1

1

2

5

2

11

37

17.9.

1

1

2

1

1

6

2

1

1

6

33

174

119

36

10.9.

1

1

1

9

1

1

1

1

27

174

131

35

3.9.

2

5

3

25

179

144

34

27.8.

2

2

3

2

1

30

64

492

119

111

158

33

20.8.

1

1

1

3

75

14

84

694

171

197

147

32

13.8.

7

2

5

3

28

62

81

12

77

26

303

31

6.8.

2

2

1

8

9

7

19

85

13

12

347

189

30

30.7.

3

9

3

95

11

24

45

29

23.7.

8

1

5

1

15

28

16.7.

2

1

2

1

2

59

29

22

27

9.7.

1

1

3

3

3

46

10

44

111

26

2.7.

2

3

1

9

14

58

43

11

141

25

25.6.

1

4

62

10

32

15

24

18.6.

7

7

23

11.6.

1

1

22

4.6.

0

21

28.5.

1

1

20

21.5.

0

19

14.5.

0

18

7.5.

0

17

30.4.

0

16

23.4.

Vika:

Tæming:

Fjöldieintaka

Barrvefari

Mýrfeti

Túnfeti

Silfurygla

Gráygla

Dílamölur

Birkifeti

Kálmölur

Skrautygla

Dílaygla

Haustfeti

Föruglæða

Gulygla

Ertuygla

Hnappvefari

Víðifeti

Birkikemba

Brandygla

Úlfygla

Mófeti

Einifeti

Lyngfeti

Möðrufeti

Tígulvefari

Klettafeti

Grasvefari

Skrautfeti

Jarðygla

Reyrslæða

Hærupysja

Flikruvefari

Grasygla

Gammaygla

Kjarrvefari

Dumbygla

Asparygla

Birkivefari

Lyngvefari 2010

38

0

0

1

0

1

0

2

0

0

0

7

0

0

1

0

2

0

0

0

4

1

4

1

3

0

3

1

21

21

82

81

10

20

117

182

199

239

233

775

839

169

3.019

Total

47

25.11.

46

18.11.

6

5

1

45

11.11.

1

38

37

44

4.11.

23

23

43

28.10.

108

108

42

21.10.

5

5

41

14.10.

17

17

40

7.10.

4

4

39

30.9.

2

2

38

23.9.

4

8

1

13

37

16.9.

1

1

1

6

1

10

36

9.9.

2

8

74

16

14

81

585

390

35

2.9.

5

1

2

36

57

45

42

244

590

34

1022

26.8.

7

5

3

3

1

1

1

66

94

64

20

385

120

33

19.8.

7

3

5

3

3

40

60

21

42

184

32

12.8.

1

7

5

1

1

1

85

18

18

19

14

31

5.8.

1

4

2

2

9

1

1

56

39

33

33

46

227

30

29.7.

5

2

1

5

1

1

1

46

10

52

15

139

29

22.7.

1

1

40

18

20

28

15.7.

1

1

4

55

20

29

27

8.7.

7

9

4

49

29

26

1.7.

5

1

5

1

12

25

24.6.

3

3

24

17.6.

3

3

23

10.6.

0

22

3.6.

0

21

27.5.

0

20

20.5.

1

1

19

13.5.

1

1

18

6.5.

2

1

1

17

29.4.

0

16

22.4.

Vika:

Tæming:

Fjöldieintaka

Barrvefari

Mýrfeti

Túnfeti

Silfurygla

Gráygla

Dílamölur

Birkifeti

Kálmölur

Skrautygla

Dílaygla

Haustfeti

Föruglæða

Gulygla

Ertuygla

Hnappvefari

Víðifeti

Birkikemba

Brandygla

Úlfygla

Mófeti

Einifeti

Lyngfeti

Möðrufeti

Tígulvefari

Klettafeti

Grasvefari

Skrautfeti

Jarðygla

Reyrslæða

Hærupysja

Flikruvefari

Grasygla

Gammaygla

Kjarrvefari

Dumbygla

Asparygla

Birkivefari

Lyngvefari 2011

39

0

0

0

0

1

0

1

4

3

0

1

0

0

0

0

8

6

0

1

1

3

1

5

0

5

0

1

0

4

0

66

75

16

11

61

24

36

373

103

231

890

1.931

Total

0

47

26.11.

0

46

19.11.

0

45

12.11.

1

1

44

5.11.

12

12

43

29.10.

4

4

42

22.10.

1

1

48

46

41

15.10.

1

1

12

10

40

8.10.

1

1

39

1.10.

3

2

1

4

1

2

13

38

24.9.

2

1

1

37

17.9.

7

1

7

1

16

36

10.9.

2

1

1

29

81

114

35

3.9.

4

6

2

1

50

12

273

198

34

27.8.

3

1

3

5

2

17

93

25

887

211

527

33

20.8.

4

1

1

1

49

63

57

18

13

207

32

13.8.

7

1

4

2

3

21

38

52

12

15

12

167

31

6.8.

2

5

5

1

1

2

2

43

25

30

30.7.

4

1

5

4

1

3

2

1

1

41

19

29

23.7.

6

2

2

1

11

28

16.7.

7

4

1

1

1

27

9.7.

1

6

3

22

12

26

2.7.

1

4

1

23

17

25

25.6.

9

4

3

2

18

24

18.6.

4

2

2

23

11.6.

4

1

1

1

1

22

4.6.

0

21

28.5.

1

1

20

21.5.

0

19

14.5.

0

18

7.5.

0

17

30.4.

0

16

23.4.

Vika:

Tæming:

Fjöldieintaka

Barrvefari

Mýrfeti

Túnfeti

Silfurygla

Gráygla

Dílamölur

Birkifeti

Kálmölur

Skrautygla

Dílaygla

Haustfeti

Föruglæða

Gulygla

Ertuygla

Hnappvefari

Víðifeti

Birkikemba

Brandygla

Úlfygla

Mófeti

Einifeti

Lyngfeti

Möðrufeti

Tígulvefari

Klettafeti

Grasvefari

Skrautfeti

Jarðygla

Reyrslæða

Hærupysja

Flikruvefari

Grasygla

Gammaygla

Kjarrvefari

Dumbygla

Asparygla

Birkivefari

Lyngvefari 2012

40

1

0

0

0

0

0

0

0

1

1

0

0

0

8

0

0

1

0

5

5

0

1

2

4

0

5

3

13

21

83

32

22

69

35

193

121

146

401

405

113

1.691

Total

0

47

26.11.

0

46

19.11.

0

45

12.11.

0

44

5.11.

8

8

43

29.10.

6

5

1

42

22.10.

(stíflað)

1

8

1

2

10

140

118

41

15.10.

1

8

1

1

11

40

8.10.

7

7

62

48

39

1.10.

20

20

38

24.9.

8

2

2

4

37

17.9.

6

5

6

75

241

149

36

10.9.

6

5

9

1

54

23

69

167

35

3.9.

1

3

9

1

5

38

32

56

27

172

34

27.8.

6

2

1

2

7

3

1

30

30

11

26

230

111

33

20.8.

4

1

4

1

9

13

14

19

13

202

124

32

13.8.

1

1

1

1

5

2

1

35

84

131

31

6.8.

1

1

1

1

5

2

1

1

2

25

12

41

16

18

127

30

30.7.

1

4

2

2

1

2

49

10

27

29

23.7.

1

3

15

11

28

16.7.

1

7

1

62

16

37

27

9.7.

8

4

2

2

26

2.7.

4

8

3

15

25

25.6.

9

9

24

18.6.

4

4

23

11.6.

0

22

4.6.

1

1

21

28.5.

1

1

20

21.5.

2

2

19

14.5.

0

18

7.5.

0

17

30.4.

0

16

23.4.

Vika:

Tæming:

Fjöldieintaka

Barrvefari

Mýrfeti

Túnfeti

Silfurygla

Gráygla

Dílamölur

Birkifeti

Kálmölur

Skrautygla

Dílaygla

Haustfeti

Föruglæða

Gulygla

Ertuygla

Hnappvefari

Víðifeti

Birkikemba

Brandygla

Úlfygla

Mófeti

Einifeti

Lyngfeti

Möðrufeti

Tígulvefari

Klettafeti

Grasvefari

Skrautfeti

Jarðygla

Reyrslæða

Hærupysja

Flikruvefari

Grasygla

Gammaygla

Kjarrvefari

Dumbygla

Asparygla

Birkivefari

Lyngvefari 2013

41

3

0

0

2

1

1

0

0

0

4

0

0

1

0

0

3

4

0

0

0

1

9

4

0

0

5

0

0

0

1

0

3

61

12

10

39

13

318

140

280

459

1.374

Total

0

47

25.11.

0

46

18.11.

0

45

11.11.

0

44

4.11.

0

43

28.10.

32

32

42

21.10.

54

54

41

14.10.

1

1

2

38

34

40

7.10.

16

16

39

30.9.

4

2

4

10

38

23.9.

8

3

5

37

16.9.

82

46

36

36

9.9.

1

2

6

2

2

1

1

13

350

128

194

35

2.9.

1

3

1

7

30

14

70

126

34

26.8.

1

1

8

82

29

248

127

33

19.8.

2

1

4

1

8

1

27

59

20

123

32

12.8.

1

1

1

3

2

68

60

31

5.8.

1

3

4

98

90

30

29.7.

2

3

1

1

28

21

29

22.7.

6

2

1

1

1

11

28

15.7.

1

2

1

22

18

27

8.7.

2

2

5

33

24

26

1.7.

9

8

1

25

24.6.

1

1

24

17.6.

2

2

23

10.6.

2

1

1

22

3.6.

0

21

27.5.

0

20

20.5.

1

1

19

13.5.

2

2

18

6.5.

7

7

17

29.4.

3

1

2

16

22.4.

Vika:

Tæming:

Fjöldieintaka

Barrvefari

Mýrfeti

Túnfeti

Silfurygla

Gráygla

Dílamölur

Birkifeti

Kálmölur

Skrautygla

Dílaygla

Haustfeti

Föruglæða

Gulygla

Ertuygla

Hnappvefari

Víðifeti

Birkikemba

Brandygla

Úlfygla

Mófeti

Einifeti

Lyngfeti

Möðrufeti

Tígulvefari

Klettafeti

Grasvefari

Skrautfeti

Jarðygla

Reyrslæða

Hærupysja

Flikruvefari

Grasygla

Gammaygla

Kjarrvefari

Dumbygla

Asparygla

Birkivefari

Lyngvefari 2014

42

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

1

0

0

1

5

0

0

0

2

2

1

1

4

0

1

1

1

0

0

2

25

87

19

11

338

254

290

305

675

127

2.153

Total

0

47

26.11.

0

46

19.11.

0

45

12.11.

0

44

5.11.

278

278

43

29.10.

10

10

42

22.10.

0

41

15.10.

0

vantar sýni vantar

40

8.10.

3

2

80

47

28

39

1.10.

2

4

1

2

1

427

167

250

38

24.9.

3

4

1

1

2

27

231

193

37

17.9.

7

8

2

1

66

22

74

30

210

36

10.9.

2

4

5

1

1

2

1

23

73

17

65

41

235

35

3.9.

6

4

3

1

1

10

32

57

33

267

120

34

(27.8.)

2

5

7

1

3

16

50

17

14

115

33

gulartölurlagaðar

20.8.

4

1

5

2

1

82

28

10

133

32

13.8.

1

8

1

3

2

1

135

119

31

6.8.

7

7

30

30.7.

spr.pera

6

5

1

29

23.7.

2

2

28

16.7.

2

12

10

27

9.7.

2

1

1

26

2.7.

2

1

1

25

25.6.

1

1

24

18.6.

0

23

11.6.

0

22

4.6.

0

21

28.5.

0

20

21.5.

0

19

14.5.

0

18

7.5.

0

17

30.4.

0

16

23.4.

Vika:

Tæming:

Fjöldieintaka

Barrvefari

Mýrfeti

Túnfeti

Silfurygla

Gráygla

Dílamölur

Birkifeti

Kálmölur

Skrautygla

Dílaygla

Haustfeti

Föruglæða

Gulygla

Ertuygla

Hnappvefari

Víðifeti

Birkikemba

Brandygla

Úlfygla

Mófeti

Einifeti

Lyngfeti

Möðrufeti

Tígulvefari

Klettafeti

Grasvefari

Skrautfeti

Jarðygla

Reyrslæða

Hærupysja

Flikruvefari

Grasygla

Gammaygla

Kjarrvefari

Dumbygla

Asparygla

Birkivefari

Lyngvefari 2015

43