Húnavatnssýsla
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
HÁSKÓLI ÍSLANDS Raunvísindadeild Jarð- og landfræðiskor Byggðaþróun og atvinnulíf Húnavatnssýsla Eftir Arngrím Fannar Haraldsson Guðlaugu Ósk Svansdóttur Guðrúnu Erlu Jónsdóttur Hlín Jensdóttur Valgeir Ágúst Bjarnason Umsjón: Ásgeir Jónsson Efnisyfirlit Myndaskrá......................................................................................................................2 Töfluskrá ........................................................................................................................2 Inngangur .......................................................................................................................3 1. Landfræðileg sérkenni og afstaða ..............................................................................4 1.1 Húnaþing vestra ...................................................................................................4 1.2 Austur-Húnavatnssýsla ........................................................................................5 2 Atvinnumöguleikar á landsbyggðinni.........................................................................6 2.1 Húnavatnssýsla.....................................................................................................6 3 Þéttbýlismyndun .......................................................................................................10 3.1 Hvað rak þéttbýlismyndun í Húnavatnssýslum áfram? .....................................10 3.2 Lykilstaða í samgöngumálum ............................................................................11 3.3 Þjónustuhlutverk við nágrennið .............................................................................12 4. Félagsfræðilegir og stjórnunarlegir þættir ...............................................................13 4.1 Skólamál.............................................................................................................13 4.2 Íþróttir og tómstundir.........................................................................................14 4.3 Heilbrigðisþjónusta, Löggæsla og Slökkvilið....................................................15 4.4 Hreppar...............................................................................................................15 5 Greining á lýðfræði og fólksflutningum ...................................................................16 Framtíðarhorfur............................................................................................................19 Heimildir ......................................................................................................................22 1 Myndaskrá Mynd 1: Hvítserkur .............................................................................................Forsíða Mynd 2: Líkan Krugmans af hringlaga hagkerfi ........................................................12 Töfluskrá Tafla 1: Mannfjöldi 1. desember 1990-2000 eftir sveitarfélagi og ári........................14 Tafla 2: Búferlaflutningar eftir kyni, ári og sveitarfélögum ......................................15 Tafla 3: Búferlaflutningur eftir sveitarfélögum ..........................................................16 2 Inngangur Norðvesturland skiptist í Vestur- og Austur- Húnavatnssýslur og Skagafjörð. Hér verður fjallað um Húnavatnssýslu eystri og vestri en öðrum eftirlátið að fjalla um Skagafjörð. Markmiðið er að reyna að átta sig á byggðaþróun og atvinnulífi á svæðinu og framtíðarmöguleikum þess. Fyrst er gerð grein fyrir landfræðilegum sérkennum og afstöðu sýslunnar. Næst er fjallað um atvinnuvegi og atvinnuhætti í Húnavatnssýslu en þeir hafa mikla þýðingu fyrir búsetuskilyrði á svæðinu sem um ræðir. Á eftir fer umfjöllun um þéttbýlismyndun og hver er vaki þéttbýlismyndunar í Húnavatnssýslum. Einnig er gerð grein fyrir lykilstöðu svæðisins í samgöngumálum og svo þjónustuhlutverki við nágrennið. Greining á lýðfræði og fólksflutningum varpar ljósi á þá þróun sem Húnavatnssýslur hafa staðið frammi fyrir síðustu ár. Að lokum er fjallað um félagsfræðilega og stjórnunarlega þætti, en lífsskilyrði svæða og búsetuskilyrði eru ekki einungis háð samgöngum eða atvinnuvegum heldur spilar félags- og menningarlíf einnig stóra rullu þar. 3 1. Landfræðileg sérkenni og afstaða Húnaflói, sem er mesti flói Norðurlands, greinir Vestfirði frá Norðurlandi. Þar sem Húnavatnssýsla liggur að sjó hefur útræði verið stundað í gegnum tíðina og eru góðar hafnir í þremur stærstu byggðarkjörnunum, en þeir eru Húnaþing vestra, Blönduós og Höfðahreppur. Jarðhiti er á nokkrum stöðum og er hann nýttur til húshitunar á flestum þéttbýlisstöðunum. Þrátt fyrir það er aðeins hluti jarðhitans nýttur (Húnaþing vestra, 2003). 1.1 Húnaþing vestra Húnaþing vestra liggur inn af Húnaflóa vestanverðum og markast af Hrútafjarðará að vestan en Gljúfurá að austan. Héraðinu má skipta í meginsveitir: Hrútafjörð, Miðfjörð, Vatnsnes, Vesturhóp og Víðidal auk Hvammstanga sem er stærsti þéttbýlisstaðurinn (Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003). Land í Húnaþingi vestra er víðast hvar mjög gróið, grösugar engjar og vel gróin heiðalönd þar sem skiptast á mýrar, flóar og mosavaxin holt. Kvistlendi er lítið og skógar engir. Þetta svæði er eitt best gróna svæði landsins, rof mjög lítið (helst á söndunum norðan Hópsins) og uppblásturshætta lítil. Þrátt fyrir það nefnir Rannsóknarstofnun landbúnaðarins að hrossabeit sé farin að spilla högum í Húnavatnssýslum og sé nokkuð alvarlegs rofs farið að gæta í austursýslunni. Gróið land er talið vera um 1.838 ferkílómetrar eða rúm 70% af flatarmáli sveitarfélagsins (Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, 2003). Þrjár kunnar laxveiðiár eru í Húnaþingi vestra, Hrútafjarðará/Síká, Miðfjarðará og Víðidalsá/Fitjá. Þá eru á svæðinu mikill fjöldi vatna sem mörg hver eru góð veiðivötn en hafa ekki verið nýtt að ráði. Það eru helst vötnin á hinni víðáttumiklu Arnarvatnsheiði sem eru nýtt til sölu veiðileyfa (Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, 2003). Hveraborgir í Síká á Hrútafjarðarhálsi eru háhitasvæði með náttúrulegri baðaðstöðu, tilvalinn áfangastaður fyrir ferðalanga. Selaskoðun er einnig víða aðgengileg á Vatnsnesi, til dæmis við Hindsvík og Ósa. Í Hindsvík er eitt mesta sellátur á Norðurlandi en þar er aðallega hægt að sjá landseli, þó einstaka sinnum einnig útseli (Á ferð um Ísland, 2002). Skipulagðar selaskoðunarferðir eru ónýtt 4 tækifæri í ferðaþjónustu í þessum landshluta. Hvalaskoðun á Íslandi nýtur síaukinna vinsælda og mætti ætla að sami markhópur hefði áhuga á að skoða seli í sínu náttúrulega umhverfi. Fyrir ferðamenn er náttúra svæðisins helsta aðdráttaraflið. Hvítserkur (sjá mynd á forsíðu) er 15 m há brimsorfin blágrýtishella (berggangur) sem stendur undir háum sjávarbakka fyrir landi Ósa. Ýmsar fuglategundir, þ.á.m. Skarfur og fýll eiga aðsetur í Hvítserki. Þær verpa á eyjum og skerjum (Á ferð um Ísland, 2002). Borgarvirki er sérkennilegur blágrýtisstapi sem gnæfir upp úr Borgarási austan við Vesturhópsvatn og skilur að Vesturhóp og Víðidal. Klettaborgin er 10-15 metra hátt stuðlaberg á grágrýtislagi og rís 177 m yfir sjávarmáli. Í virkinu eru rústir skála og þar mun hafa verið brunnur (Á ferð um Ísland, 2002, Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003). 1.2 Austur-Húnavatnssýsla Austur- Húnavatnssýsla er við austanverðan Húnaflóa, inn af Húnafirði. Sýslumörk eru við Gljúfurá að vestan en að austan ræður lína frá Skagatá, um Vatnsskarð í Hofsjökul á vatnaskilum. Þjóðvegur eitt liggur í gegnum héraðið. Einnig er Kjalvegur greiðfær sumarvegur úr Árnessýslu og ofan í Blöndudal. Þá má nefna Þverárfjallsveg sem liggur yfir í Skagafjörð og leiðina „fyrir Skaga.“ Nokkrar þekktar veiðiár eru í sýslunni, eins og Vatnsdalsá, Blanda, Svartá og Laxá á Ásum en hún er nú ein dýrasta laxveiðiá landsins (Á ferð um Ísland, 2002, Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003). Jarðhiti er á Reykjum og á Hveravöllum og við Kjalveg er talsvert jarðhitasvæði með allmörgum hverum (Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003). Þéttbýlisstaðir eru tveir í Austur- Húnavatnssýslu; Skagaströnd sem er útgerðarstaður við austanverðan flóann, þekktast í seinni tíð fyrir Hallbjörn, kúreka norðursins og Blönduós sem stendur við Húnafjörð. 5 2 Atvinnumöguleikar á landsbyggðinni Í skýrslu Byggðastofnunar, Hverjir eru lánamöguleikar fyrirtækja á landsbyggðinni– úttekt á árangri af lánastarfsemi Byggðastofnunar sem unnið var af Nýsi hf árið 2000, kemur fram að útlán sparisjóða til landsbyggðakjördæma, ef höfuðborgarsvæðið og Reykjanes voru ekki talin með, námu 17% af heildar útlánum þeirra. Í ljósi þessa má gera sér betur grein fyrir þeim höftum sem frumkvöðlar á landsbyggðinni standa frammi fyrir. Lánamöguleikar þeirra í nýsköpun í atvinnuháttum eru minni og óljósari en þeirra sem búa við stærri byggðakjarna eins og höfuðborgarsvæðið. Í sömu skýrslu kemur fram að sameiginlega vó hlutur sparisjóða, Lánasjóðs Landbúnaðarins, Byggðastofnunar og Ferðamálasjóðs í útlánum til landsbyggðarinnar fyllilega á móti því sem höfuðborgarsvæðið fær umfram landsbyggðina af útlánum viðskiptabanka, ef miðað er við að útlán skiptist á landsvísu í sama hlutfalli og íbúatala. Á Íslandi hefur umræðan um landsbyggðarflótta einkennst við atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Í sumum tilfellum má sjá bein tengsl á milli sveitarfélaga með kaupfélag innan sveita og hafta í frumkvöðlastarfi, oft nefnt ,,kaupfélagsveiki.“ Þegar sveitarfélag er sýkt af slíkri veiki er oft erfitt að snú blaðinu við og blása til sóknar. Ríkið býr yfir miklu afli og getur drifið heilu byggðalögin áfram. Beina þarf byggðaþróun að atvinnuþróun, þróun búsetuþátta og eflingu grunngerðar, t.d. á sviði samgangna og menntunar. Hlutverk