HÁSKÓLI ÍSLANDS Raunvísindadeild Jarð- og landfræðiskor Byggðaþróun og atvinnulíf

Húnavatnssýsla

Eftir Arngrím Fannar Haraldsson Guðlaugu Ósk Svansdóttur Guðrúnu Erlu Jónsdóttur Hlín Jensdóttur Valgeir Ágúst Bjarnason

Umsjón: Ásgeir Jónsson Efnisyfirlit

Myndaskrá...... 2 Töfluskrá ...... 2 Inngangur ...... 3 1. Landfræðileg sérkenni og afstaða ...... 4 1.1 Húnaþing vestra ...... 4 1.2 Austur-Húnavatnssýsla ...... 5 2 Atvinnumöguleikar á landsbyggðinni...... 6 2.1 Húnavatnssýsla...... 6 3 Þéttbýlismyndun ...... 10 3.1 Hvað rak þéttbýlismyndun í Húnavatnssýslum áfram? ...... 10 3.2 Lykilstaða í samgöngumálum ...... 11 3.3 Þjónustuhlutverk við nágrennið ...... 12 4. Félagsfræðilegir og stjórnunarlegir þættir ...... 13 4.1 Skólamál...... 13 4.2 Íþróttir og tómstundir...... 14 4.3 Heilbrigðisþjónusta, Löggæsla og Slökkvilið...... 15 4.4 Hreppar...... 15 5 Greining á lýðfræði og fólksflutningum ...... 16 Framtíðarhorfur...... 19 Heimildir ...... 22

1 Myndaskrá Mynd 1: Hvítserkur ...... Forsíða Mynd 2: Líkan Krugmans af hringlaga hagkerfi ...... 12

Töfluskrá

Tafla 1: Mannfjöldi 1. desember 1990-2000 eftir sveitarfélagi og ári...... 14 Tafla 2: Búferlaflutningar eftir kyni, ári og sveitarfélögum ...... 15 Tafla 3: Búferlaflutningur eftir sveitarfélögum ...... 16

2 Inngangur

Norðvesturland skiptist í Vestur- og Austur- Húnavatnssýslur og Skagafjörð. Hér verður fjallað um Húnavatnssýslu eystri og vestri en öðrum eftirlátið að fjalla um Skagafjörð. Markmiðið er að reyna að átta sig á byggðaþróun og atvinnulífi á svæðinu og framtíðarmöguleikum þess. Fyrst er gerð grein fyrir landfræðilegum sérkennum og afstöðu sýslunnar. Næst er fjallað um atvinnuvegi og atvinnuhætti í Húnavatnssýslu en þeir hafa mikla þýðingu fyrir búsetuskilyrði á svæðinu sem um ræðir. Á eftir fer umfjöllun um þéttbýlismyndun og hver er vaki þéttbýlismyndunar í Húnavatnssýslum. Einnig er gerð grein fyrir lykilstöðu svæðisins í samgöngumálum og svo þjónustuhlutverki við nágrennið. Greining á lýðfræði og fólksflutningum varpar ljósi á þá þróun sem Húnavatnssýslur hafa staðið frammi fyrir síðustu ár. Að lokum er fjallað um félagsfræðilega og stjórnunarlega þætti, en lífsskilyrði svæða og búsetuskilyrði eru ekki einungis háð samgöngum eða atvinnuvegum heldur spilar félags- og menningarlíf einnig stóra rullu þar.

3 1. Landfræðileg sérkenni og afstaða

Húnaflói, sem er mesti flói Norðurlands, greinir Vestfirði frá Norðurlandi. Þar sem Húnavatnssýsla liggur að sjó hefur útræði verið stundað í gegnum tíðina og eru góðar hafnir í þremur stærstu byggðarkjörnunum, en þeir eru Húnaþing vestra, Blönduós og Höfðahreppur. Jarðhiti er á nokkrum stöðum og er hann nýttur til húshitunar á flestum þéttbýlisstöðunum. Þrátt fyrir það er aðeins hluti jarðhitans nýttur (Húnaþing vestra, 2003).

1.1 Húnaþing vestra Húnaþing vestra liggur inn af Húnaflóa vestanverðum og markast af Hrútafjarðará að vestan en Gljúfurá að austan. Héraðinu má skipta í meginsveitir: Hrútafjörð, Miðfjörð, Vatnsnes, Vesturhóp og Víðidal auk Hvammstanga sem er stærsti þéttbýlisstaðurinn (Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003). Land í Húnaþingi vestra er víðast hvar mjög gróið, grösugar engjar og vel gróin heiðalönd þar sem skiptast á mýrar, flóar og mosavaxin holt. Kvistlendi er lítið og skógar engir. Þetta svæði er eitt best gróna svæði landsins, rof mjög lítið (helst á söndunum norðan Hópsins) og uppblásturshætta lítil. Þrátt fyrir það nefnir Rannsóknarstofnun landbúnaðarins að hrossabeit sé farin að spilla högum í Húnavatnssýslum og sé nokkuð alvarlegs rofs farið að gæta í austursýslunni. Gróið land er talið vera um 1.838 ferkílómetrar eða rúm 70% af flatarmáli sveitarfélagsins (Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, 2003). Þrjár kunnar laxveiðiár eru í Húnaþingi vestra, Hrútafjarðará/Síká, Miðfjarðará og Víðidalsá/Fitjá. Þá eru á svæðinu mikill fjöldi vatna sem mörg hver eru góð veiðivötn en hafa ekki verið nýtt að ráði. Það eru helst vötnin á hinni víðáttumiklu Arnarvatnsheiði sem eru nýtt til sölu veiðileyfa (Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, 2003). Hveraborgir í Síká á Hrútafjarðarhálsi eru háhitasvæði með náttúrulegri baðaðstöðu, tilvalinn áfangastaður fyrir ferðalanga. Selaskoðun er einnig víða aðgengileg á Vatnsnesi, til dæmis við Hindsvík og Ósa. Í Hindsvík er eitt mesta sellátur á Norðurlandi en þar er aðallega hægt að sjá landseli, þó einstaka sinnum einnig útseli (Á ferð um Ísland, 2002). Skipulagðar selaskoðunarferðir eru ónýtt

4 tækifæri í ferðaþjónustu í þessum landshluta. Hvalaskoðun á Íslandi nýtur síaukinna vinsælda og mætti ætla að sami markhópur hefði áhuga á að skoða seli í sínu náttúrulega umhverfi. Fyrir ferðamenn er náttúra svæðisins helsta aðdráttaraflið. Hvítserkur (sjá mynd á forsíðu) er 15 m há brimsorfin blágrýtishella (berggangur) sem stendur undir háum sjávarbakka fyrir landi Ósa. Ýmsar fuglategundir, þ.á.m. Skarfur og fýll eiga aðsetur í Hvítserki. Þær verpa á eyjum og skerjum (Á ferð um Ísland, 2002). Borgarvirki er sérkennilegur blágrýtisstapi sem gnæfir upp úr Borgarási austan við Vesturhópsvatn og skilur að Vesturhóp og Víðidal. Klettaborgin er 10-15 metra hátt stuðlaberg á grágrýtislagi og rís 177 m yfir sjávarmáli. Í virkinu eru rústir skála og þar mun hafa verið brunnur (Á ferð um Ísland, 2002, Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003).

1.2 Austur-Húnavatnssýsla Austur- Húnavatnssýsla er við austanverðan Húnaflóa, inn af Húnafirði. Sýslumörk eru við Gljúfurá að vestan en að austan ræður lína frá Skagatá, um Vatnsskarð í Hofsjökul á vatnaskilum. Þjóðvegur eitt liggur í gegnum héraðið. Einnig er Kjalvegur greiðfær sumarvegur úr Árnessýslu og ofan í Blöndudal. Þá má nefna Þverárfjallsveg sem liggur yfir í Skagafjörð og leiðina „fyrir Skaga.“ Nokkrar þekktar veiðiár eru í sýslunni, eins og Vatnsdalsá, Blanda, Svartá og Laxá á Ásum en hún er nú ein dýrasta laxveiðiá landsins (Á ferð um Ísland, 2002, Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003). Jarðhiti er á Reykjum og á Hveravöllum og við Kjalveg er talsvert jarðhitasvæði með allmörgum hverum (Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003). Þéttbýlisstaðir eru tveir í Austur- Húnavatnssýslu; Skagaströnd sem er útgerðarstaður við austanverðan flóann, þekktast í seinni tíð fyrir Hallbjörn, kúreka norðursins og Blönduós sem stendur við Húnafjörð.

5 2 Atvinnumöguleikar á landsbyggðinni

Í skýrslu Byggðastofnunar, Hverjir eru lánamöguleikar fyrirtækja á landsbyggðinni– úttekt á árangri af lánastarfsemi Byggðastofnunar sem unnið var af Nýsi hf árið 2000, kemur fram að útlán sparisjóða til landsbyggðakjördæma, ef höfuðborgarsvæðið og Reykjanes voru ekki talin með, námu 17% af heildar útlánum þeirra. Í ljósi þessa má gera sér betur grein fyrir þeim höftum sem frumkvöðlar á landsbyggðinni standa frammi fyrir. Lánamöguleikar þeirra í nýsköpun í atvinnuháttum eru minni og óljósari en þeirra sem búa við stærri byggðakjarna eins og höfuðborgarsvæðið. Í sömu skýrslu kemur fram að sameiginlega vó hlutur sparisjóða, Lánasjóðs Landbúnaðarins, Byggðastofnunar og Ferðamálasjóðs í útlánum til landsbyggðarinnar fyllilega á móti því sem höfuðborgarsvæðið fær umfram landsbyggðina af útlánum viðskiptabanka, ef miðað er við að útlán skiptist á landsvísu í sama hlutfalli og íbúatala. Á Íslandi hefur umræðan um landsbyggðarflótta einkennst við atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Í sumum tilfellum má sjá bein tengsl á milli sveitarfélaga með kaupfélag innan sveita og hafta í frumkvöðlastarfi, oft nefnt ,,kaupfélagsveiki.“ Þegar sveitarfélag er sýkt af slíkri veiki er oft erfitt að snú blaðinu við og blása til sóknar. Ríkið býr yfir miklu afli og getur drifið heilu byggðalögin áfram. Beina þarf byggðaþróun að atvinnuþróun, þróun búsetuþátta og eflingu grunngerðar, t.d. á sviði samgangna og menntunar. Hlutverk stjórnvalda ætti að vera að nýta betur stoðkerfi ríkisins til að ná því fram. Á Íslandi er byggðaþróun í höndum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Byggðastofnunar (Byggðastofnun, 2001).

2.1 Húnavatnssýsla ,,Í nútímaþjóðfélagi, sem byggir í auknum mæli á þjónustugreinum, munu smærri byggðir landsins, einkanlega þær sem hafa átt mikið undir sjávarútvegi og landbúnaði, eiga undir högg að sækja“ (Byggðarannsóknarstofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, 2003). Húnavatnssýsla er engin undantekning þar á. Þar er víðast hvar fólksfækkun og nokkuð einhæft atvinnulíf. Sýslan byggir afkomu sína að mestu á sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði, og þjónustugreinum ýmiskonar (Skipulag og stefnumótun 2002-2014, 2002). Sé sýslan skoðuð í heild sinni má greina þrjá megin þéttbýliskjarna. Hver og einn þeirra hefur sitt sérkenni og eigin atvinnuhætti. Um er að ræða Hvammstanga,

6 Blönduós og Skagaströnd. Blönduós telst vera þjónustukjarni þessara staða þar sem hann er fjölmennastur, stærstur og liggur við þjóðveg eitt.

2.1.1 Vestur- Húnavatnssýsla Í Húnavatnsýslu vestri er Hvammstangi eina þéttbýlið, fyrir utan Laugabakka og hefur bæjarfélaginu tekist vel að halda nokkuð fjölbreyttu atvinnulífi á staðnum. Á Hvammstanga gætir ekki eins mikillar fólksfækkunar og annarsstaðar í sýslunni og atvinnutækifæri eru næg. Í bænum er starfandi rækjuvinnsla, en rækjan sem þar er unnin er keypt á fiskmörkuðum því rækjustofninn í Húnaflóa er takmarkaður. Nokkrar vonir eru bundnar við nýtingu á kúskel, öðuskel og fleiri tegundum sem veiðast í fjörðunum inn af Húnaflóa (Skipulag og stefnumál 2002-2014, 2002). Nokkrir bátar landa á Hvammstanga, aðallega þorski en engin vinnsla er á staðnum. Aflinn er því seldur á fiskmarkaði (Brynja Bjarnadóttir, 2003, munnlegar heimildir). Sláturfélag Kaupfélags Vestur Húnvetninga er á Hvammstanga. Kjörbúð er í rekstri kaupfélagsins og einnig rekstrar- og búvörudeild. Kaupfélagið hefur flesta á launaskrá í bænum (Sigurður Sigurðsson, 2003, munnlegar heimildir). Mikið frumkvöðlastarf er á Hvammstanga og má þar helst nefna iðnaðarhúsnæði sem byggt var fyrir um þremur árum og hýsir nú fyrirtækið Axið. Það sérhæfir sig í pökkun á korn- og hveitivörum sem selt er á innlendan markað. Prjónastofan Drífa keypti upp prjónasamstæðu frá fyrir nokkru síðan og eru þar aðallega framleiddar ullarvörur til útflutnings. Tvö bílaverkstæði eru í bænum auk prentsmiðjunnar Húnaprents, steypustöð og fjarvinnslufyrirtæki sem hefur með höndum verkefni frá Alþingi. Allt eru þetta góð dæmi um þá fjölbreytni sem er í atvinnulífinu á Hvammstanga og þá eru ekki meðtalin öll þau störf sem falla undir opinbera þjónustu, s.s. sjúkrahús og skólar (Brynja Bjarnadóttir, 2003, munnlegar heimildir). Mjólkurstöðin á Hvammstanga var lögð niður og flutt til Búðardals. Það hefur ekki haft miklar breytingar í för með sér, þó að einhverjir kjósi að keyra á milli Hvammstanga og Búðardals til að sækja áfram vinnu í Mjólkurstöðina. Landbúnaðurinn á svæðinu er aðallega byggður á nautgriparækt, mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Þó hafa tilraunir með annan búskap verið reyndar en ekki gengið sem skildi. Sauðfjárrækt hefur minnkað með árunum og gildir þar sama lögmál og með kúabúin. Þeim fer fækkandi en stækka jafnframt. Landið hentar vel til

7 sauðfjárræktunar þar sem miklar og grónar heiðar liggja inn í land (Skipulag og stefnumál 2002-2014, 2002). Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem fer hvað mest vaxandi í byggðalaginu og eru um 40 ársverk í geiranum, þar af um helmingur heilsársstörf. Ferðaþjónustan byggir helst á ýmis konar gistingu en einnig eru uppi áform um að auka verulega alla afþreyingu. Helsta afþreyingin á Hvammstanga er náttúrutengd, s.s. lax- og silungsveiði, útivistar- og skoðunarferðir og hestaferðir. Stærsta verkefnið sem unnið er að í dag í ferðaþjónustu er svokallað Grettistak og á það við um menningartengda ferðaþjónustu. Íbúar svæðisins binda miklar vonir við verkefnið. Byggðasafnið á Reykjum dregur árlega til sín fjölda ferðamanna, bæði innlenda og erlenda (Skipulag og stefnumál 2002-2014, 2002). Á Hvammstanga er húsnæði ágætlega nýtt, enda er unga fólkið duglegt að snúa aftur heim að loknu námi. Það hefur jákvæð áhrif á byggðalagið þegar það kýs að hefja fjölskyldulíf sitt þar. Uppi eru hugmyndir um að byggja brú yfir í Hrútafjörð og tengja þannig saman fjórðunginn, þ.e. Vestfirði og Norðurland vestra. Ef af því verður mun leiðin milli Hólmavíkur og Hvammstanga styttast um 40-50 km. Er talið að þetta geta eflt allt atvinnulíf á svæðinu (Haukur Garðarsson, 2003, munnlegar heimildir).

2.1.2 Austur- Húnavatnssýsla Húnavatnssýsla eystri inniheldur tvo þéttbýliskjarna, Skagaströnd og Blönduós. Blönduós er miðstöð opinberrar stjórnsýslu í fjórðungnum og eru 15-20% íbúanna þar starfsmenn hins opinbera. Höfnin á Blönduósi er lítið notuð eftir að allur kvóti var seldur úr byggðalaginu. Þrátt fyrir það er þar starfrækt rækjuvinnsla en hún er skuldum vafin, þangað sækja um 20 manns vinnu. Trésmiðjan á Blönduósi sækir öll sín verk út fyrir svæðið og er nú með stórt verk á Bifröst. Á Blönduósi er Mjólkursamlag Húnvetninga og Sláturfélag sölufélags Austur- Húnvetninga. Einnig starfsett vélsmiðja og matvælaframleiðandinn Vilko er staðsettur þar (Haukur Garðarsson, 2003, munnlegar heimildir). Kaupfélag staðarins varð 107 ára um síðustu áramót, var það þá gert að hlutafélagi. Kaupfélagið hefur alla tíð verið mjög virkt og var bæjarfélaginu haldið í heljargreipum kaupfélagsins og mátti enginn opna nýja verslun eða ógna kaupfélaginu

8 með einum eða öðrum hætti. Síðustu átta ár hefur ekkert hús verið byggt á Blönduósi. Á sama tímabili hefur fólksfækkun verið um 200 manns. Ekki hefur verið mikið um atvinnuleysi því fólkið sem flytur skilur eftir sig störf sem aðrir ganga í (Guðrún Blöndal, 2003, munnlegar heimildir). Landbúnaður er í svipaðri stöðu og í vestari hluta sýslunnar, það er fækkun og stækkun búa. Iðnaður er stundaður að einhverju leyti uppi á Skagaheiði, en þar er að finna silungavötn. Fiskurinn er veiddur, unninn, reyktur og fluttur út til Svíþjóðar. Einnig er hafin ræktun á sérstökum íslenskum jurtum að bænum Búrfelli og er það fyrir sama markað og fyrirtækið Íslensk fjallagrös eru að vinna á. Vonir eru bundnar við að þessi framleiðsla verði í hærri gæðaflokki í framtíðinni. Í dag er framleiðslan enn í smáum stíl en hún er þrátt fyrir það ágætis búbót fyrir viðkvæmt byggðalag (Sigurður Sigurðsson, 2003, munnlegar heimildir). Blönduós er í alfaraleið og nýtur þannig góðs af allri umferð um þjóðveg eitt, en uppi eru áform um að leggja þjóðveginn í gegnum Svínadalshrepp. Íbúar Blönduós og Svínadalshrepps mega ekki heyra á þetta minnst og eru mjög ósáttir við þessi áform. Haukur Garðarsson, ferðamálafulltrúi Norðurlands Vestra (munnlegar heimildir, 2003), telur mögulegt að af þessari framkvæmd verði eftir 8-12 ár og reiknað hefur verið með að kostnaður við þessa framkvæmd verði um 1,4 milljarðar króna en komi til baka á skömmum tíma. Þess ber þó að geta að verkefnið er enn í burðarliðnum og því ekki búið að ákveða neitt. Atvinnulífið á Skagaströnd sveiflast með þeim fiskkvóta sem þeir hafa hverju sinni. Nokkrum sinnum hefur bærinn nánast lognast út af en hefur alltaf verið bjargað fyrir horn. Skagaströnd er fiskvinnslubær þar sem allt snýst um fisk og þjónustu við útgerðina. Skagstrendingar sækja einnig vinnu til Blönduós en í litlum mæli. Ímynd Skagastrandar hefur verið tengd við Hallbjörn Hjartarson kántrýkóng með meiru og dregur Kántrýbær að sér þó nokkuð af ferðamönnum ár hvert og þá sérstaklega um Verslunarmannahelgina en þá hafa verið um 5-7 þúsund manns í bænum (Sigurður Sigurðsson, 2003, munnlegar heimildir). Stærsti iðnaðurinn á Skagaströnd er teppa- og ullarvöruframleiðslan Ístex ásamt rækjuvinnslunni (Kristjana Jóhannsdóttir, 2003, munnlegar heimildir).

9 3 Þéttbýlismyndun

Kaupstaðir eru háðir samgöngum og hafa vatnaleiðir gengt mikilvægu hlutverki í gegnum söguna. Þannig hafa margir höfuðstaðir sprottið upp við vatnaleiðir sem greiðar voru til flutninga og ferðalaga. Íslendingar voru þó nokkuð frábrugðnir öðrum þjóðum lengi framan af. Höfuðból þjóðarinnar, biskupsstólar og þingstaður landsins sátu inni í landi, fjarri sjósamgöngum. Ástæðu þessa telur Björn Þorsteinsson (1985) að landsmenn hafi lengi framan af ekki stundað neina umtalsverða verslun úr ákveðnum höfnum fyrstu 500 ár byggðarinnar enda hafi siglingatæknin verið ,,svo frumstæð að hafsiglingamenn þóttust sælir ef þeir lentu heilu og höldnu í einhverri höfn, en guð einn réði því hvort hún lá sunnan, norðan, austan eða vestan lands.“ Þannig má leiða líkur að því að siglingatækni þess tíma hafi verið ein ástæða þess að kaupstaðamyndun fór ekki fyrr af stað. Gísli Gunnarsson (1985) nefnir enn fremur til að fyrir 1786 hafi erlendar borgir þjónað hlutverki kaupstaðar fyrir Íslendinga og á einokunartímanum hafi það verið Kaupmannahöfn. Dr. Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, telur framleiðslu einkum hafa þróað byggðamynstrið á Íslandi, og þá nær eingöngu fiskiðnaður. Byggðamynstrið sem myndaðist einkenndist af nálægð við fiskimiðin, og voru bæirnir litlir og dreifðir. Bæirnir lágu oft illa við landsamgöngum en þeim mun betur við samgöngum á sjó. Nú eru fólksflutningur frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins að verða alvarlegt vandamál hérlendis. Þá einkum og sér í lagi vegna þess að unga fólkið er að flytjast á brott. Mestur hefur brottflutningurinn verið á Vestfjörðum og í Dalasýslu, um 20% á tímabilinu 1987-1997. Næst koma Húnavatnssýslur, Suðurfirðir Austfjarða og Vestur Skaftafellssýsla með um 12% brottflutning. Einu svæðin sem sýna fjölgun eru höfuðborgarsvæðið, Reykjanes og Árnessýsla, það er svæðin næst höfuðborgarsvæðinu, auk Austur-Skaftafellssýslu (Bjarki Jóhannesson, 1998).

3.1 Hvað rak þéttbýlismyndun í Húnavatnssýslum áfram? Í upphafi þessarar aldar var fámenn og lítil byggð á Blönduósi og Skagaströnd en þó nokkur búseta var í Kálfshamarvík og þaðan var reglulega gert út. Frá því fólk tók sér búsetu við Húnaflóa mun útræði hafa verið stundað þar sem aflavon var. Það var talið

10 til hlunninda að eiga hentugan stað til uppsáturs. Því voru bæir meðfram sjó vanalega byggðir og var til bátur á flestum heimilum sem lágu við sjó og byggðar voru verbúðir við svo að segja hverja vík og vog sem talinn var sæmilegur lendingarstaður. Þó var ströndin frá Blöndu að Skagatá lítið vogskorin og óvíða góðar lendingar (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson, 1975). Fjöldi sögufrægra staða er í Húnaþingi eystra sem vestra enda bjuggu þar margir frægir landnámsmenn. Ingimundur gamli var fyrsti landnámsmaður og reisti hann bæ sinn á Hofi. Á Bjargi í Miðfirði fæddist Grettir sterki Ásmundarson og lengi mætti telja mæta menn frá þessum slóðum. Húnaþing vestra sem og eystra voru búsældarleg á árum áður og má telja það ástæðu þess að vel var búið í Húnaþingi á fyrri öldum (Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003). Húnavatnssýslur höfðu ákveðið sögulegt forskot á grundvelli aðgengis að sjó, góðra landbúnaðarhéraða og jarðhita. Þetta má því telja til þátta sem rak þéttbýlismyndun áfram í sýslunni.

3.2 Lykilstaða í samgöngumálum Mikið hefur verið fjallað um þátt samgangna í byggðaþróun og virðist fólk vera á eitt sátt um að þær hafi miklu hlutverki að gegna, enda hefur þróun samgangna haft mikil áhrif á byggðamynstur í landinu. Bæir í þjóðbraut eru þeir sem eru við þjóðveg eitt og er þar vanalega þéttari byggð að finna en lengra frá honum. Jaðarbyggðir hafa því stundum verið skilgreindar sem byggðir sem eru í verulegri fjarlægð frá hringveginum. Þetta er þó einfölduð skýring, þar sem til að mynda liggur þjóðvegurinn í gegnum Blönduós og Hvammstangi er aðeins örstutt frá honum en báðir staðirnir hafa þrátt fyrir það átt við fólksfækkun að stríða. Sé skoðað líkan Krugmans af hringlaga hagkerfi (sjá mynd 2) má lesa staðsetningu iðnframleiðslu og byggðakjarna sem eru á tveimur meginpólum, 5 og 11 en þeir Mynd 2: Líkan Krugmans af hringlaga hagkerfi pólar samsvara til Suð- Vesturlands og Eyjafjarðar. Heimild: Axel Hall, Ásgeir Jónsson Húnavatnssýslur falla því á jaðarsvæðið á bilinu 8 og Sveinn Agnarsson, 2003 til 9. Jaðarbyggðir má því samkvæmt þessu telja þær byggðir sem eru úr tengslum við annað þéttbýli, einkum þéttbýlisásana tvo, Reykjavík og Akureyri. Bæjarkjarnar í 30– 60 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík hafa tekið annan vaxtarkipp í kjölfar

11 vegabóta, betri bifreiða og lægra eldsneytisverðs. Bæjarfélög eins og , , Grindavík, Hveragerði og hafa tekið vaxtarkipp á síðustu 10 árum (Axel Hall, Ásgeir Jónsson og Sveinn Agnarsson, 2003). Sá þéttbýlisstaður utan Reykjavíkur sem býður upp á fjölbreyttasta þjónustu er Akureyri. Þar er nánast öll sú opinbera þjónusta sem er á annað borð að finna utan höfuðborgarsvæðisins (samanber líkan Krugmans). Aðrir þéttbýlisstaðir eru með færri þjónustuflokka (Einar Ólafsson, 2001). Almenningur í Húnavatnssýslu sækir því einhverja þjónustu inn til Akureyrar, sem ekki er að finna í héraðinu. Fjarlægðin frá öðru þéttbýli er dragbítur sem jaðarbyggðir þurfa að draga í samkeppni við önnur byggðalög um fólk og fyrirtæki (Axel Hall, Ásgeir Jónsson og Sveinn Agnarsson, 2003).

3.3 Þjónustuhlutverk við nágrennið Á þremur síðustu áratugum nítjándu aldar voru víðtæk verslunarsamtök í kringum Húnaflóa. Verslunin var óhæg og það gerði meðal annars fjarlægðin milli verslunarstaða. Því mun áhugi hafa vaknað fyrir því í þeim hluta Húnavatnssýslu sem nú er Vestur- Húnavatnssýsla, að fá löggiltan verslunarstað. Komu þá fram óskir um að vörur væru lagðar upp á Hvammstanga og má segja að þannig hafi saga hans hafist. Hvammstangi var löggiltur verslunarstaður 13.desember 1895 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson, 1975). Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni í Húnaþingi vestra, þjónustumiðstöð nágrannasveita, skólastaður og miðstöð sveitastjórnar. Íbúar eru um 580 talsins (Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003). Blönduós er stærsti þéttbýlisstaðurinn við Húnaflóa. Elsta verslun á Blönduósi hét Möllersverslun og táknar hún upphaf kauptúns á Blönduósi. Löggilding Blönduóss sem kaupstaðar tók gildi 1. janúar 1876 en áður hafði uppsiglingin við Blönduós verið löggilt 1875. Blönduós og Hvammstangi eru þjónustumiðstöðvar fyrir sitt næsta nágrenni. Íbúar í Vestur- Húnavatnssýslu sækja inn til Hvammstanga en íbúar Austur- Húnavatnssýslu til Blönduóss (Húnavatnssýslur og Skagafjörður, 2003).

12 4. Félagsfræðilegir og stjórnunarlegir þættir

4.1 Skólamál Skólamál fyrir yngstu kynslóðina eru vel ásættanleg í Vestur- og Austur- Húnavatnssýslu. Leikskólar eru í öllum þéttbýlisstöðunum og einnig grunnskólar fyrir allar bekkjadeildirnar tíu og svo þjónar Húnavallaskóli í Austur- Húnavatnssýslu, sveitunum í kring. Þó er fyrirkomulagið þannig að grunnskólinn á Hvammstanga nýtir einnig aðstöðu sem fyrir var á Laugabakka en krakkar í fyrsta til sjötta bekk fara í skólann á Hvammstanga. Krakkarnir í 7 til tíunda bekkjar fara hins vegar í skólann á Laugabakka. Þrátt fyrir þetta er um sama skólann að ræða, sem lýtur sömu stjórn en með þessu fyrirkomulagi á sér stað ákveðin hagræðing. Fram að tíunda bekk eru því krakkar í sýslunum í góðum málum og þeirra þörfum (og foreldranna) sinnt sem skyldi (Grunnskóli Húnaþings vestra, 2003, Aðalheiður Einarsdóttir, 2003, munnlegar heimildir). Engir framhaldsskólar eru þó í sýslunum en næsti framhaldsskóli er Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra á Sauðárkróki og fara unglingarnir yfirleitt þangað í framhaldsskóla. Leiða mætti líkur að því að vegna skorts á aðhaldi myndu unglingar á heimavist, fjarri „afskiptasemi“ foreldra flosna frekar upp úr námi. Nú þegar sjálfræðisaldurinn er orðinn 18 ár, bera skólayfirvöld meiri ábyrgð á unga fólkinu en fyrr og hafa upplýsingaskyldu gagnvart foreldrum þeirra. Það hefur komið fram í breytingum á aðhaldi við nemendur á heimavistinni á Sauðárkróki og m.a. eru þeir vaktir á morgnanna af starfsmanni og foreldrarnir fá reglulega sent yfirlit yfir fjarvistir barna sinna. Þetta hefur minnkað brottfall nemenda og ekki er meira um að nemendur á heimavistinni flosni upp úr námi en aðrir nemendur sem eru búsettir á Sauðárkróki (Helga Sigurðardóttir, 2003, munnlegar heimildir). Á Hvammstanga hefur verið reynt að brúa bilið á milli grunnskóla og framhaldsskóla fyrir krakka í Húnaþingi Vestra. Hægt er að stunda fjarnám á sjúkraliða- eða skrifstofubraut við framhaldsskólann á Sauðárkróki með tilstuðlan fjarfundarbúnaðar sem er í Grunnskólanum á Hvammstanga. Ekki er hægt að segja annað en að þetta sé góð hugmynd og þetta gefur krökkum kleift að vera lengur í heimahúsum en jafnframt halda áfram í námi. Ef þeir svo ákveða að halda áfram í námi, fá þeir bóklega námið metið yfir í nám til stúdentsprófs við framhaldsskólann á

13 Sauðárkróki (Aðalheiður Einarsdóttir, 2003 og Helga Sigurðardóttir, 2003, munnlegar heimildir). Reykjaskóli við Hrútafjörð var aðal „menntasetrið“ í Vestur- Húnavatnssýslu á sínum tíma en nú hefur honum verið breytt í skólabúðir og engin almenn kennsla fer fram þar lengur. Ástæðan fyrir því að Reykjaskóli var reistur þar sem hann stendur í dag er sú að nýbúið var að byggja sundlaug en í hana var veitt úr Reykjahver, sem er rétt fyrir ofan. Önnur ástæða var sú að Jónas Jónsson frá Hriflu, þáverandi kennslumálaráðherra „beitti […] sér mjög fyrir nýtingu jarðhita, byggingu sundlauga og stofnun héraðsskólanna. Var hann manna áhrifamestur í þeim efnum um sína daga“ (Ólafur H. Kristjánsson, 1985). Ef Reykjaskóli hefði aftur á móti verið reistur á Hvammstanga en ekki á Reykjatanga má nokkurn vegin gefa sér að byggð þar væri meiri og öflugri í dag en raunin er, eins og líkum er leitt að í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Byggðir og Búseta, þéttbýlismyndun á Íslandi (2003).

4.2 Íþróttir og tómstundir Allir þéttbýlisstaðirnir hafa nú sitt eigið íþróttahús og eigin sundlaug. Ekki er hægt að segja annað en að það sé bót til batnaðar en þangað til í fyrra hafði Hvammstangi ekkert íþróttahús og því urðu krakkar að fara til Laugabakka til íþróttaiðkunar innanhúss, nú eða að leggja undir sig félagsheimilið (Aðalheiður Einarsdóttir,2003, munnlegar heimildir, Blönduósbær, 2003 og Skagaströnd, 2003). Knattspyrnuvellir eru á öllum stöðunum, golfvöllur er á Blönduósi, reiðvöllur er fyrir ofan Hvammstanga og hestamiðstöð er á Gauksmýri. Félagsheimilin á Skagaströnd, Hvammstanga og Blönduósi hafa löngum þjónað þeim tilgangi að vera samkomustaður sveitunganna í kring og þar eru enn þann dag í dag haldnar leikhússýningar, bíósýningar, dansleikir, ættarmót, veislur, tónleikar og fleira. Félagsheimilin á Hvammstanga og Skagaströnd hýsa einnig bókasöfn staðanna og áður en íþróttahúsin voru byggð, fór íþróttaiðkun fram þar (Aðalheiður Einarsdóttir, 2003, munnlegar heimildir og Skagaströnd, 2003). Kórar, leikfélög, íþróttafélög, ungmennafélög, kvennfélög, klúbbar og fleira leggjast svo á eitt til að gera menningarlíf í sýslunum fjölbreyttara og til að lífga upp á tilveruna fyrir íbúa svæðisins.

14 4.3 Heilbrigðisþjónusta, Löggæsla og Slökkvilið. Á Hvammstanga og Blönduósi eru sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, apótek, tannlæknar og slökkvilið en á Skagaströnd er útibú frá heilsugæslustöðinni á Blönduósi. Sami sýslumaðurinn er fyrir báðar sýslurnar og nú er staðan þannig að lögreglan á Blönduósi sér einnig um löggæslu á Hvammstanga og Skagaströnd. Á Blönduósi og Hvammstanga er sambýli fyrir fatlaða og hús fyrir eldri borgara. Enn er það þó svo að sjúkrahúsin á Hvammstanga og Blönduósi þjóna einnig sem elliheimili (Aðalheiður Einarsdóttir, 2003, munnlegar heimildir, Guðrún Jónsdóttir, 2003, Húnaþing vestra).

4.4 Hreppar Miklar breytingar hafa orðið í stjórnsýslu Vestur- Húnavatnssýslu á síðustu árum og árið 1998 voru sjö hreppar sameinaðir í Húnaþing vestra. Hrepparnir voru Staðarhreppur, Fremri Torfustaðahreppur, Ytri Torfustaðahreppur, Hvammstangahreppur, Kirkjuhvammshreppur, Þverárhreppur og Þorkelshólshreppur. Árið 2002 varð ein sameining á hreppum í Austur- Húnavatnssýslu en það var sameining Blönduóss og Engihlíðarhrepps. Eftir þá sameiningu eru hrepparnir átta: Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfulækjarhreppur, Blönduósbær og Engihlíðarhreppur, Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Höfðahreppur og Skagabyggð (Samband Íslenskra sveitarfélaga, 2003). Vegna mikilla fjarlægða á milli þéttbýlisstaða í sýslunum og vegna þess hversu fámennar þær eru, er ekki hægt að segja annað en að stærðarhagkvæmni gætir aðeins að verulega litlu leyti í sýslunum og að þær séu ekki sérlega góð stjórnunarleg eining. Þó virðist sem ákveðin hagræðing hafi átt sér stað á síðustu árum og má þar meðal annars nefna sameiningu skólanna í Vestur- Húnavatnssýslu og samnýtingu löggæsluembættanna.

15 5 Greining á lýðfræði og fólksflutningum

Á síðustu árum hafa töluverðar breytingar átt sér stað á búsetu fólks og íbúafjölda flestra byggðalaga á Íslandi. Fólksflutningarnir hafa aðallega stefnt í eina átt eða til höfuðborgarsvæðisins. Hér að neðan verður þessu gert nánari skil á myndrænan hátt. Einblínt verður á þrjú byggðalög á Norð-Vesturlandi en þau eru: Húnaþing vestra, Blönduós og Höfðahreppur. Helstu ástæður fyrir búferlaflutningum má rekja til þriggja lýðfræðilegra þátta s.s. aldurs, hjúskaparstöðu og menntunar.

Mannfjöldi eftir sveitarfélagi og ári 1990-2000

1400 Hvammstangahreppur/ 1200 Húnaþing vestra 1000 Blönduós 800

Fjöldi 600 Höfðahreppur 400 200 0

1990 1992 1994 1996 1998 2000 Ár

Tafla 1: Mannfjöldi 1. desember 1990-2000 eftir sveitarfélagi og ári. Heimild: Hagstofa Íslands

Á töflu eitt má sjá að á árunum 1990 til 1995 fækkaði íbúum í Hvammstangahreppi um 30 íbúa en þeim fjölgaði um 11 árið 1995. Tveimur árum seinna hafði þeim fækkað um 44. Á Blönduósi fækkaði íbúum um 106 á árunum 1990-1998. Íbúar í Höfðahreppi voru flestir árið 1994 eða 690 en hefur farið fækkandi á síðustu árum (Hagstofa Íslands, 2003). Árið 1998 sameinuðust sjö sveitarfélög í Húnaþing vestra eins og áður hefur komið fram þar á meðal Hvammstangahreppur. Það ár bjuggu 1285 manns þar en ári seinna hafði þeim fækkað niður í 1249 eða um tæplega 3%. Á árunum 1999 og 2000 lækkaði um tæplega 2%. Á Blönduósi var fjöldi íbúa 978 árið 1998 en hafði fækkað um 51 íbúa eða rúmlega 5% árið 1999. Árið 2000 fjölgaði íbúum á Blönduósi um tæplega 0,5%. Árið 1998 voru íbúar 601 talsins í Höfðahreppi en árið 1999 voru þeir orðnir 624. Hafði því íbúum fjölgað um tæplega 4%. Íbúum fækkaði niður í 615 árið 2000 eða um tæplega 1,5% (Hagstofa Íslands, 2003).

16 Á töflu 2 má sjá verulega breytingu á íbúafjölda í Húnaþingi vestra árið 1998. Alls 13 karlar og 31 kona fluttu úr byggðalaginu. Sama ár flutti 1 karl og 6 konur frá Blönduósi. Aftur á móti fluttu 11 karlar og 24 konur úr Höfðahreppi (Hagstofa Íslands, 2003). Árið 1999 fluttu jafn margir karlmenn frá Húnaþingi og árinu áður eða alls 13. Konurnar voru fleiri sem fluttu burt eða 25 talsins. Blönduós varð einnig fyrir talsverðri fólksfækkun en 30 karlar og 25 konur fluttu þaðan. Höfðahreppur missti 7 karla burt en 15 konur fluttu í hreppinn (Hagstofa Íslands). Fólksflutningar árið 2000 frá Húnaþingi var þannig að 14 karlar og 14 konur fluttu úr byggðalaginu. Á Blönduósi stóð íbúafjöldinn í stað þegar 9 karlar fluttu til bæjarins en 9 konur frá honum. Fólksfækkun varð í Höfðahreppi sama ár en 12 konur fluttu þaðan en 1 karl flutti í byggðina (Hagstofa Íslands, 2003). Húnaþing missti 15 karla og 6 konur frá sér árið 2001. Töluvert fleiri fluttu frá Blönduós eða 14 karlar og 15 konur. Höfðahreppur fékk til sín 3 konur en missti 2 karla á móti. Á þessu má því greina athyglisvert mynstur á búferlaflutningi fólks frá byggðalögunum. Það má segja að það hafi verið mest konurnar sem fluttu sig um set (Hagstofa Íslands, 2003). Aðspurt sagðist fólk í byggðalögunum þremur ekki hafa neina ákveðna útskýringu á ástæðu þessara búferlaflutningum.

Búferlaflutningar eftir kyni og sveitarfélögum

20 Karlar 1998 Konur 1998 10 Karlar 1999

0 Konur 1999 Karlar 2000 -10 Konur 2000

Fjöldi Karlar 2001 -20 Konur 2001

-30 -40 Húnaþing vestra Blönduós Höfðahreppur

Tafla 2: Búferlaflutningar eftir kyni, ári og sveitarfélögum Heimild: Hagstofa Íslands, 2003

17 Það sagðist helst halda að um tilviljun hafi verið að ræða. Draga mætti þá ályktun að helstu ástæður fyrir þessum búferlaflutningum frá byggðalögunum megi rekja til menntunar og starfsmöguleika. Unga fólkið verður að sækja framhalds-og háskólamenntun sína annað. Enda er það sá hópur sem flyst helst búferlum auk ungra einhleypra og barnlausra einstaklinga. Störf fyrir framhalds- og háskólagengið fólk er af skornum skammti og því velur meirihlutinn að flytja þangað sem störf við hæfi bjóðast. Eins og áður hefur komið fram hefur störfum við sjávarútveg og landbúnað farið fækkandi þannig að margir flytja burt vegna atvinnuleysis. Einnig hefur það áhrif að þetta eru láglaunasvæði. Atvinnulíf svæðanna er einhæft og árstíðabundin s.s. á Blönduósi. Félagslegi þátturinn spilar einnig inn í. Unga fólkið vill helst vera í stærra byggðalagi þar sem meira er í boði s.s. þjónusta og afþreying (Hagstofa Íslands, 2003).

Búferlaflutningur eftir sveitarfélögum

20 10 0 1998 -10 1999 -20

Fjöldi -30 2000 -40 -50 2001 -60 Húnaþing Blönduós Höfðahreppur vestra

Tafla 3: Búferlaflutningur eftir sveitarfélögum Heimild: Hagstofa Íslands, 2003

Töluverðar breytingar áttu sér stað í fólksfjölda í Húnaþingi vestra, á Blönduósi og í Höfðahrepp á árunum 1998 til 2001 eins og tafla 3 gefur til kynna. Mestar breytingar urðu í Húnaþingi en árið 1998 fluttu 44 íbúar þaðan. Ári seinna voru það 38 manns sem fluttu sig um set. Árið 2000 varð enn frekari fólksfækkun en þá fluttu 28 manns en 21 íbúi fór þaðan árið 2001 (Hagstofa Íslands, 2003). Íbúum fækkaði um 7 árið 1998 en þeir voru talsvert fleiri árið 1999 en þá fluttu 55 þaðan. Árið 2000 stóð íbúafjöldinn í stað en ári síðar fluttu þaðan 29 manns. Höfðahreppur varð fyrir fólksfækkun árið 1998 en þá voru það 35 manns sem færðu sig um set. Aftur á móti fluttu þangað 8 manns ári seinna. Íbúum fækkaði um 11 manns árið 2000 en fjölgaði um 1 íbúa ári síðar (Hagstofa Íslands, 2003).

18 Framtíðarhorfur

Við framtíðarspá Húnavatnssýslu þarf að gefa sér ákveðnar forsendur þar sem erfitt er að ráða úr um framtíðina. Annars vegar er hægt að gefa sér það að engar miklar samgöngubætur verði í sýslunni á næstkomandi árum. Það þýðir að þróunin sem staðið er frammi fyrir í dag muni halda áfram. Reikna má þá með að brottflutningur haldi áfram og smám saman muni fasteignaverð lækka verulega. Við það munu margir ekki sjá sér fært að flytjast í burtu frá svæðinu þrátt fyrir að eiga takmarkaða möguleika á að vinna sér inn mannsæmandi laun. Það gæti einnig þýtt að þjónusta á svæðinu minnki verulega, tekjur fyrir sveitafélögin lækki, almenningsþjónusta minnki og lítil eða engin endurnýjun eigi sér stað. Ef ekkert verður að gert er útlitið ekki bjart fyrir sýsluna. Áætlaðar framkvæmdir um flutning á þjóðvegi eitt suður fyrir Blönduós bæta gráu ofan á svart. Það mun væntanlega hafa í för með sér tekjumissi fyrir bæjarbúa enda þarf fólk þá á ferð um landið að gera sér aukakrók til að koma við í héraðinu. Það þýðir að þær tekjur sem fást í þjónustu við þjóðveg eitt, munu nú tapast. Ef Þverárfjallsvegur verður að veruleika þannig að ferðalagið á milli staðanna taki 20 mínútur í stað 60 mínútna, mun byggaðalandslagið í Húnavatnssýslu væntanlega breytast að einhverju ráði. Menntaskólakrakkar frá Blönduósi sem nú eru á heimavistinni á Sauðárkróki, gætu þá farið að keyra á milli daglega í stað þess að búa á þar. Það gæti þannig auðveldað ungu fólki í sýslunni að sækja menntun og þá sérstaklega þeim sem búsett eru í Austur- Húnavatnssýslu. Breyttur ferðatími milli staðanna gæti einnig haft það í för með sér að lágvöruverslun sjái hag í því að opna útibú á Sauðárkróki í ljósi þess að markaðssvæðið yrði stærra. Verslun á Sauðárkróki gæti því sinnt svæðinu frá Hofsósi að Skagaströnd með tilheyrandi sparnaði fyrir íbúa svæðisins. Þetta gæti þó óhjákvæmilega haft þau áhrif að fyrirtækjum í sýslunni myndi fækka og íbúarnir þyrftu að sækja vörur og þjónustu í auknu mæli til Sauðárkróks. Eins og hagfræðin boðar, þá eiga einstaklingar, þjóðfélög og sýslur að sérhæfa sig í því sem þau hafa hlutfallslega yfirburði í. Það að hafa hlutfallslega yfirburði í einhverri atvinnugrein þýðir að viðkomandi einstaklingur og/eða þjóðfélag geti stundað hana með minni fórnarkostnaði en aðrir. Ef Húnavatnssýsla er skoðuð með tilliti til þessa, kemur strax upp spurningin um jarðhitann, hvort ekki sé hægt að nota

19 hann í einhverja framleiðslu eða nýta hann í einhverri atvinnugrein. Vegna jarðhitans á svæðinu er t.d. húshitunarkostnaður íbúanna mun minni en annarsstaðar Hægt væri að líta til landbúnaðarins þar sem sýslan er vel gróin og það hversu vel sýslan nýttist til landbúnaðar var einn af áhrifaþáttunum sem höfðu áhrif á búsetu þar í upphafi. Því miður verður þó að segjast að Ísland, með sitt kalda loftslag og hátt launaða starfsfólk, er ekki með hlutfallslega yfirburði í landbúnaði miðað við önnur lönd og þó að við lítum einungis á Ísland í þessu samhengi en ekki allan heiminn, þá verður að segja að Suðurlandið er frekar með hlutfallslega yfirburði á þessu sviði. Má sjá það á samþjöppun landbúnaðarfyrirtækjanna þar en Flúðasveppir, Þykkvabær, Mjólkurbú Flóamanna og gróðurhúsin í Hveragerði eru nokkur dæmi um það. Heimamenn á svæðunum vonast til að ferðaþjónustan snúi við þróun síðustu ára og að aukning í fjölda ferðamanna skapi atvinnu og tekjur fyrir íbúanna og sveitafélögin. Í Húnavatnssýslu er enginn Geysir eða Gullfoss, ekkert Mývatn og enginn jökull en þeir hafa ýmislegt annað sem hægt er að byggja á. Síðasta aftakan fór fram á Vatnsnesi eins og fjallað var um í bíómyndinni Agnes. Átaksverkefnið Grettistak er sjálfseignarstofnun sem sett var á laggirnar sumarið 2002. Að verkefninu standa Húnaþing vestra, Hagfélagið ehf, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og Ferðamálafélag V-Hún. Ætlunin er að vinna markvisst að gera Húnaþing vestra sýnilegra, bæta ímynd svæðisins og gera hana jákvæðari. Vonast er til að verkefnið hafi mikil margfeldisáhrif í þjónustu og iðnaði á svæðinu, sem síðan eflir byggðaþróun. Selalátur á Vatnsnesi væri hægt að nýta sem aðdráttarafl en ekki er ólíklegt að fjöldi fólks vilji fylgjast með selum í sínu náttúrulega umhverfi úr lítilli fjarlægð. Hestaferðir eru mjög vinsæl afþreying og því er ekki vitlaust að nýta sér það í Húnavatnssýslu sem annarsstaðar. Eins og fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar, Byggðir og búseta, er atvinnuhúsnæði ódýrara eftir því sem lengra er farið frá höfuðborgarsvæðinu ef ekki er um að ræða húsnæði í eða nálægt stórum þéttbýlisstöðum sem þjóna sem héraðshöfuðborgir. Húnavatnssýslurnar eru í um tveggja til þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík og einnig Akureyri, það mætti segja að þær séu þar mitt á milli tveggja póla þar sem fasteignaverð er hlutfallslega hátt miðað við aðra staði á landinu. Samkvæmt upplýsingum í skýrslu Hagfræðistofnunar varðandi verð á atvinnuhúsnæði, má gera ráð fyrir að atvinnuhúsnæði er helmingi lægra í

20 Húnavatnssýslu en á höfuðborgarsvæðinu. (Axel Hall, Ásgeir Jónsson, Sveinn Agnarsson 2003) Með tilliti til þessara þátta má segja að Húnavatnssýsla sé kjörin fyrir fyrirtæki sem sækjast eftir lægri fastakostnaði. Kostnaðurinn við starfssemina í Húnavatnssýslu þarf þó að vera það mikið lægri en á Höfuðborgarsvæðinu, að það vegi alveg upp á móti kostnaði við að flytja vöruna. Ýmis annar kostnaður starfsseminnar hækkar einnig t.d. er oft dýrara að fá viðgerðarmenn og varahluti ef fyrirtækið er staðsett úti á landi o.s.frv. Ekki er gott að segja hvaða fyrirtæki eru best til þess fallin að starfa í Húnavatnssýslu, en hin ósýnilega hönd markaðarins á að sjá um að stýra markaðnum þannig að hagkvæmni skapist og með smá aðstoð yfirvalda, ættu einhver fyrirtæki að sjá sér hag í því að flytja starfssemina til sýslunnar, eða að hefja starfssemi þar.

21

Heimildir

Aðalheiður Einarsdóttir, 2003: Starfsmaður skrifstofu Húnaþings vestra. s: 451 2353, munnleg heimild, 21. mars 2003.

Axel Hall, Ásgeir Jónsson og Sveinn Agnarsson 2003: Byggðir og búseta. Reykjavík, Hagfræðistofnun.

Á ferð um Ísland, 12 útg. 2002: Heimur hf, Reykjavík.

Bjarki Jóhannesson 1998: Breyttir atvinnuhættir og byggðaþróun. Erindi tekið af heimasíðu Byggðastofnunar, slóðin er; http://www.bygg.is/adal/byggda_og_atvthroun/stefnumorkun/atvhaettir.htm Skoðað 26. febrúar 2003.

Björn Þorsteinsson 1985: Í: Landnám Ingólfs, 2. útg., Hvers vegna var ekkert atvinnuskipt þéttbýli á Íslandi á miðöldum? Reykjavík, Ingólfur.

Blönduósbær, 2003: Grunnskóli. Slóðin er: http://www.blonduos.is/grunnskoli.asp. Skoðað 20.mars 2003.

Brynja Bjarnadóttir, 2003: Starfsmaður hreppsskrifstofu Hvammstanga. Munnleg heimild, 21.mars 2003.

Byggðarannsóknarstofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 2003: Fólk og fyrirtæki; um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni. Reykjavík, Iðnaðarráðuneytið.

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, 2003: Húnaþing vestra. Slóðin er: http://www.simnet.is/ofeigur/hunathing.htm Skoðað 19.mars 2003.

Byggðastofnun, 2001: Atvinnuþróun og stoðkerfi atvinnulífsins á landsbyggðinni 2001. Slóðin er: http://bygg.is. Skoðað 27. feb. 2003.

Byggðastofnun, 2000: Hverjir eru lánamöguleikar fyrirtækja á landsbyggðinni – úttekt á árangri af lánastarfsemi Byggðastofnunnar, unnið af Nýsi hf fyrir stjórn Byggðastofnunnar 2000. Slóðin er: http://bygg.is. Skoðað 23. feb. 2003.

Einar Ólafsson, Guðmundur Guðmundsson, Grétar Þór Eyþórsson og Hjalti Jóhannesson og 2001: Áhrif samgöngubóta á byggðaþróun. Reykjavík, Byggðastofnun.

Guðrún Blöndal, 2003: Starfsmaður skrifstofu Blönduósbæjar. Munnleg heimild 21. mars 2003.

22

Guðrún Jónsdóttir, 1996: Aðalskipulag Blönduóss. 1993-2013. Blönduósbær og Skipulag ríkisins, Reykjavík.

Grunnskóli Húnaþings vestra, 2003: Um skólann og stjórnsýsla. Slóðin er: http://hvammstangi.ismennt.is. Skoðað 10 mars. 2003.

Hagstofa Íslands 2003. „Hagtölur. Mannfjöldi. Búferlaflutningar.“ Búferlaflutningar eftir kyni, ári og sveitarfélögum. Slóðin er: http//:www.hagstofa.is. Skoðað 7. mars 2003.

Hagstofa Íslands 2003. „Hagtölur. Mannfjöldi. Búferlaflutningar.“ Búferlaflutningur eftir sveitarfélögum. Slóðin er http//:www.hagstofa.is. Skoðað 7. mars 2003.

Hagstofa Íslands 2003. „Hagtölur. Mannfjöldi. Sveitarfélög.“ Mannfjöldi 1. desember 1990-2000.eftir sveitarfélagi og ári. Slóðin er: http//:www.hagstofa.is. Skoðað 7. mars 2003.

Haukur Garðarsson, 2003: Ferðamálafulltrúi og starfsmaður Iðnþróunarfélags Norðurlands Vestra. Munnleg heimild, 18. febrúar 2003.

Helga Sigurðardóttir, skólafulltrúi Framhaldsskóla Norðurlands Vestra, munnleg heimild.

Húnavatnssýslur og Skagafjörður 2003: Um sýslurnar, slóðin er; www.northwest.is. Skoðað 23.febrúar 2003.

Húnaþing vestra, 2003: Skipulag og stefnumótun 2002-2014. Slóðin er: www.hunathing.is. Skoðað 27. febrúar 2003.

Kristjana Jóhannsdóttir, 2003: Starfsmaður skrifstofu Höfðahrepps. Munnleg heimild, 24. mars 2003

Landnám Ingólfs, 2. útg. Ingólfur 1985, Reykjavík. Greinin: Frá úthöfnum til borgar. Þáttur um íslenska þéttbýlismyndun. Eftir Gísla Gunnarsson.

Ólafur Arnalds, 2003: Jarðvegsrof á Íslandi. Brot úr skýrslu, tekið af heimasíðu RALA. Slóðin er; http://www.rala.is/kvassir/nidurst/landshlutar/nvestur.htm Skoðað 10. mars 2003.

Ólafur H. Kristjánsson, 1985: Héraðsskólinn að Reykjum 1931-1981, Saga skólans kennara- og nemendatal. Reykjavík, Örn og Örlygur.

23 Samband Íslenskra sveitarfélaga, 2003. Sveitarfélög, Norðurland vestra. Slóðin er: http://www.samband.is/files/%7B12b34046-5b01-464c-9e10- 2afa69aa25d8%7D_sameining_sveitarfelaga_1950-1998.doc Skoðað 24. mars 2003.

Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritnefnd) 1975: Húnaþing I. Akureyri

Sigurður Sigurðsson, 2003: Iðnþróunarfélag Norðurlands Vestra. Munnleg heimild, 3. febrúar 2003.

Skagaströnd, 2003: Grunnskóli. Slóðin er: http://www.skagastrond.is/grunnskoli.asp. Skoðað 20.mars 2003.

24