854. Skýrsla Samgönguráðherra Um Hafnarframkvæmdir 1975
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
sþ. 854. Skýrsla samgönguráðherra um hafnarframkvæmdir 1975. A. ALMENNAR HAFNIR Inngangur. Á fjárlögum ársins 1975 voru veittar 584,6 milljónir króna til framkvæmda í al- mennum höfnum. Var listinn yfir fjárveitingar eftirfarandi: Þús.kr. 1. Akranes . 36000 2. Borgarnes . 750 3. Arnarstapi . 6950 4. Ólafsvík . 25560 5. Grundarfjörður . 14000 6. Patreksfj örður . 2200 7. Bíldudalur .. , " . 5200 8. Þingeyri . 11800 9. Flateyri . 9750 10. Suðureyri . 6000 11. Bolungarvík . 9200 12. Ísafjörður . 13400 13. Drangsnes . 610(} 14. Hvammstangi . 12600 15. Blönduós . 2700 16. Skagaströnd . 25200 17. Sauðárkrókur . 39400 18. Hofsós . 7500 19. Siglufjörður . 16300 20. Ólafsfjörður . 13500 21. Dalvík . 9500 22. Hauganes . 3000 23. Árskógssandur . 400 2'4. Akureyri . 51200 25. Húsavík . 12600 1 Þús.kr, 26. Raufarhöfn . 5000 27. Þórshöfn . 800 28. Bakkafjörður . 100 29. Borgarfjörður eystri . 16000 30. Seyðisfjörður . 900 31. Neskaupstaður . 6600 32. Eskifjörður . 2900 33. Reyðarfjörður . 16750 34. Fáskrúðsfjörður . 7600 35. Stöðvarfjörður . 13500 36. Breiðdalsvík . 15000 37. Djúpivogur . 5000 38. Hornafjörður . 34900 39. Vestmannaeyjar . 12800 40. Stokkseyri " . 11500 41. Eyrarbakki . 7800 42. Hafnir . 4000 43. Sandgerði . 36100 44. Vogar . 1600 45. Hafnarfjörður . 44950 ----~ Samtals 584610 Við flestar gerðir mannvirkja eru fjárveitingar 75% af kostnaði framkvæmda, en 25% er heimaframlag. Vegna hins almenna niðurskurðar útgjalda ríkisins var þessi upphæð lækkuð síðar af fjárveitinganefnd Alþingis, og leit hinn endurskoðaði listi þannig út: Þús.kr, 1. Akranes . 36000 2. Borgarnes . o 3. Arnarstapi . 3200 4. Ólafsvík . 20360 5. Grundarfj örður . 11 000 6. Stykkishólmur . 5000 7. Patreksfjörður . 6850 8. Bíldudalur . 1000 9. Þingeyri . 5300 10. Flateyri . 18000 11. Suðureyri . 6000 12. Bolungarvík . 9200 13. ísafjörður . 4400 14. Drangsnes . 6100 15. Hvammstangi . 22100 16. Blönduós . 2700 17. Skagaströnd . 15700 18. Sauðárkrókur . 39400 19. Hofsós . 13100 20. Siglufjörður . o 21. Ólafsfjörður . 13500 22. Dalvík . 6500 23. Hauganes . 3000 24. Árskógssandur . 400 25. Akureyri . 46200 2 Þús.kr, 26. Húsavík.................................. 17600 27. Raufarhöfn 0 28. Þórshöfn . 800 29. Bakkafjörður .. 100 30. Borgarfjörður eystri 8500 31. Seyðisfjörður .. 900 32. Neskaupstaður 6.600 33. Eskifjörður 2900 34. Reyðarfjörður 16750 35. Fáskrúðsfjörður 7600 36. Stöðvarfjörður . 13 500 37. Breiðdalsvík.............................. 15000 38. Djúpivogur .. 0 39. Hornafjörður . 34900 40. Vestmannaeyjar 12 800 41. Stokkseyri . 9 000 42. Eyrarbakki 6300 43. Hafnir . 3 000 44. Sandgerði 36 100 45. Vogar 1 600 46. Hafnarfjörður 34950 ----~--~~~~ Samtals 523 910 Samtals nam lækkun fjárveitinga 60.7 millj. króna. Áætlanagerð og rannsóknir. Á árinu var unnið meira að rannsóknum og mælingum hafnarstæða en áður hefur verið gert. Boranir og jarðvegskannanir voru framkvæmdar á eftirfarandi stöðum: Grundarfjörður - rannsakað nýtt hafnarstæði. Bíldudalur - borað innan hafnar og rannsakaðir stækkunarmöguleikar til suðurs. Súðavík - rannsakað hafnarstæði. Hvammstangi - rannsakað hafnarstæði. Skagaströnd - rannsakaðir dýpkunarmöguleikar innan hafnar. Dalvík - rannsakaðir dýpkunarmöguleikar innan hafnar. Akureyri - jarðvegsrannsóknir í vöruhöfn. Vopnafjörður - rannsakað nýtt hafnarstæði. Seyðisfjörður - rannsakað bryggjustæði framan við frystihús. Reyðarfjörður - rannsókn á stálþilsstæði. Fáskrúðsfjörður - borað í dráttar brautar stæði. Stöðvarfjörður - rannsakað hafnarstæði. Breiðdalsvík - borað í stálþilsstæði. Þorlákshöfn - rannsakaðir dýpkunarmöguleikar í bátakví. Sandgerði - borað innan hafnar vegna skipulagningar. Mælingar á höfnum og umhverfi þeirra voru framkvæmdar á eftirfarandi stöð- um: Grundarfirði, Sauðárkróki, Ólafsfirði, Tálknafirði og Reyðarfirði. Unnið var að ákvörðun hafnarstæðis og hönnun í samvinnu við heimamenn á þessum stöðum: Neskaupstað, Grundarfirði, Hvammstanga, Skagaströnd, Súðavík og Vopnafirði. Var stuðst við þær jarðvegsrannsóknir sem hér hafa verið nefndar, og rannsókn- ir á öldulagi, veðurfari og atvinnuháttum. Á Neskaupstað, Grundarfirði og Hvammstanga komu hinar nýju lausnir þegar til framkvæmda. Höfnin á Neskaupstað var upprunalega ekki inni í áætlun ársins 1975, en snjóflóðin þar ollu því að gera varð átak þar í hafnamálum strax. 3 Þar sem ekki lá fyrir hönnun hafnarinnar í botni Norðfjarðar, varð það verk- efni að fá forgang. Þegar form þessarar hafnar var orðið ljóst, var það prófað í rannsóknarstöðinni í Keldnaholti. Niðurstaða fékkst varðandi vöruhöfnina á Akureyri, sem hefur reynst erfið við- fangs. Hætta varð við gerð bryggju úr steyptum einingum, en ákveðið að reka þess í stað niður stálþil. Hófst sú vinna í september og gekk vel. Dýpkunartæki Hafnamálastofnunar. Grettir, grafskip Hafnamálastofnunar, var frá ársbyrjun 1975 þar til í byrjun febrúar við dýpkun í Grindavíkurhöfn. Var hann síðan látinn í mikla viðhalds-við- gerð. Í janúar voru grafin upp með Gretti um 1000 m" af grjóti innan hafnarinnar. Hafin var aftur vinna með Gretti í Grindavíkurhöfn 28. ágúst og var hann þar til 12. desember. Var þá dýpkað bæði innan hafnar og í innsiglingu, alls um 11 000 m", Verkið gekk illa vegna slæmrar veðráttu og lélegs árangurs af sprengingum. Er dýpkununi með Gretti þar með lokið í Grindavík að svo stöddu. Hákur, dæluprammi Hafnamálastofnunar, var í ársbyrjun við dælingu í höfninni á Ólafsfirði. Vegna þess að verkefnið þar reyndist meira en ætlað hafði verið í fyrstu, var Hákur þar fram á sumar eða þar til 13. júní 1975. Frá Ólafsfirði fór Hákur til Dalvíkur og dældi þar á tímabilinu 27. júní til 12.júlí. Þá var Hákur dreginn suður í Breiðafjörð og dældi við Karlsey á tímabilinu 21. júlí til 5. ágúst. Síðan fór hann til Ólafsvíkur og dældi þar frá 15. ágúst til 16. okt., og á Rifi frá 17. okt. til 29. okt. Þegar dælingu var lokið á Rifi var Hákur dreginn til Fossvegsstöðvar Hafna- málastofnunar þar sem hann var yfir farinn og endurnýjaður, svo að hann var í fullkomnu lagi við byrjun verkefna ársins 1976. Nánari lýsingar á verkefnum Háks má sjá í lýsingum á framkvæmdum hverrar hafnar fyrir sig. Yfirlit yfir frarnkvæmdakostnað í almennum höfnum árið 1975. Kostnaður Staður Mill.i.kr. Akranes . 60.0 Ólafsvík . 34.7 Grundarfjörður . 47.0 Stykkishólmur ., . 40.0 Karlsey . 85.5 Patreksfjörður ., " . 9.0 Flateyri . 18.5 Bolungarvík . 11.0 Hvammstangi . 22.2 Skagaströnd . 2.2 Sauðárkrókur . 44.0 Hofsós . 20.0 Ólafsfjörður . 37.2 Dalvík . 13.2 Hrísey . 2.7 Hauganes . 8.3 Akureyri . 85.0 Húsavík . 16.7 Vopnafjörður , , , . 2.3 Borgarfjörður eystri . 21.4 Seyðisfjörður . 1.0 4 Kostnaður Staður Millj.kr. Neskaupstaður . 127.6 Reyðarfjörður . 21.8 Fáskrúðsfjörður . 18.3 Stöðvarfjörður . 15.0 Breiðdalsvík . 17.0 Djúpivogur ..............................•..... 0.5 Hornafjörður . 18.6 Vestmannaeyjar . 12.0 Eyrarbakki . 5.0 Grindavík . 154.1 Sandgerði . 104.0 Hafnir . 5.4 Vogar . 3.0 Hafnarfjörður , . 48.6 Samtals 1132.8 Hér fer á eftir lýsing framkvæmda í hverri höfn fyrir sig. AKRANES Lokið var við byggingu ferjubryggju í júlí. Byrjað var á byggingu þessa mann- virkis haustið áður, og var unnið við það allan veturinn 1974-75. Bryggjan er byggð úr steyptum einingum, sem raðað er upp og síðan steypt þekja ofan á. Þessi aðferð hefur verið notuð áður í Akraneshöfn og gefið góðan árangur. Einnig þurfti að framkvæma verulega dýpkun með neðansjávarsprengingum til að gera þennan hlut hafnarinnar nýtanlegan. Nýja ferjubryggjan eykur viðlegurými í Akraneshöfn um 50 metra auk ferju- lægisins. Ferjulægíð var tekið í notkun Í byrjun ágúst. Hafnarsjóður Akraneshafnar sá um framkvæmdir. Framkvæmdakostnaður: 60.0 millj. kr. ÓLAFSVÍK í febrúarbyrjun var Sandey, dæluskip Björgunar hf., fengið til að dýpka við nýja stálþilið, svo að hægt yrði að taka það í notkun. Dældi Sandey upp 13000 m-, Dælupramminn Hákur dældi síðar upp 22 000 m3 úr höfninni á tímabilinu 15. ágúst til 16. október. Byrjað var á byggingu bílavogar á árinu, en því verki var ekki lokið um áramót. Framkvæmdakostnaður: 34.7 millj. kr. GRUNDARFJÖRÐUR Veturinn 1974-75 voru gerðar allítarlegar kannanir á hafnarsvæðinu í Grundar- firði. Niðurstöður þessara rannsókna sýndu, að mögulegt var að byggja skjólhöfn nokkuð sunnan við eldra hafnarsvæðið. Haldnir voru fundir með heimamönnum um málið, og var samþykkt að byggja skjólgarð úr grjóti um 380 metra langan. Grjótmagn um 60000 m", Gekk það verk mjög vel, og tókst að koma meðalkostnaði á rúmmetra grjóts niður fyrir 800 kr./ms, sem verður að teljast mjög hagstætt. Lokið var við þennan áfanga grjótgarðanna. Verkið hófst seinni hluta júlí, og var vinnu hætt í byrjun desember. Fraamkvæmdakostnaður: 47.0 millj. kr. 5 STYKKISHÓLMUR Unnið var við byggingu nýs 50 metra langs staurabryggjukants með 5 metra viðlegudýpi. Var verkinu lokið að mestu um áramót. Kantur þessi er mjög traustur og vandaður, byggður úr forspenntum steyptum einingum nema staurar, sem eru úr harðviði. Framleiðsla steinsteypueininga var unnin af Möl og Sandi hf. Verkið hófst 22. maí 1975 og var enn unnið um áramót. Framkvæmdakostnaður: 40.0 millj. kr. KARLSEY Á tímabilinu apríl-maí var byggður 16 metra langur trébryggjukantur, svo að hægt yrði að afferma efni til síðari framkvæmda og byggingar Þörungavinnsl- unnar. Einnig var þessi kantur notaður við losun hráefnis til Þörungavinnsluunar. Frá 18. júlí til 5. ágúst dældi dælupramminn Hákur upp úr höfninni 18000 m3 af leir, og gekk vel. Dýpkunin var aðallega framkvæmd til að fjarlægja laust efni undan væntanlegum hafnargarði. Haldið var áfram framkvæmdum við hafnar- garð. Keyrðir voru út um 20000 m3 af grjóti og fyllingarefni og garðurinn lengdur