REGLUGERÐ Um Þvingunaraðgerðir Varðandi Íran
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
Nr. 384 3. apríl 2014 REGLUGERÐ um þvingunaraðgerðir varðandi Íran. 1. gr. Almenn ákvæði. Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja: a) ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem eru settar á grundvelli 41. gr. VII. kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, b) ákvörðunum framkvæmdanefnda öryggisráðsins um þvingunaraðgerðir og/eða c) ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, eftir því sem við á. Í þeim gerðum sem vitnað er til í 2. gr., og öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar, kemur fram um hvaða ályktanir öryggisráðsins, framkvæmdanefnda þess eða ályktanir Evrópusambandsins er að ræða, enn fremur hverjar þær þvingunaraðgerðir eru sem koma eiga til framkvæmda og gegn hverjum þær beinast, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008. Ákvæði reglugerðar nr. 119/2009 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða eiga við um framkvæmd reglugerðar þessarar. 2. gr. Þvingunaraðgerðir. Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr. Gerðirnar, ásamt viðaukum, eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa: – Fylgiskjal 1. Ákvörðun ráðsins 2011/235/SSUÖ frá 12. apríl 2011 um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins í Íran. – Fylgiskjal 2. Framkvæmdarákvörðun ráðsins 2011/670/SSUÖ frá 10. október 2011 um framkvæmd ákvörðunar ráðsins 2011/235/SSUÖ varðandi þvingunaraðgerðir gegn til- teknum einstaklingum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins í Íran. – Fylgiskjal 3. Ákvörðun ráðsins 2012/168/SSUÖ frá 23. mars 2012 um breytingu á ákvörðun nr. 2011/235/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum og stofnunum með tilliti til ástandsins í Íran. – Fylgiskjal 4. Ákvörðun ráðsins 2012/810/SSUÖ frá 20. desember 2012 um breytingu á ákvörðun 2011/235/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum og rekstrar- einingum í ljósi ástandsins í Íran. – Fylgiskjal 5. Ákvörðun ráðsins 2013/124/SSUÖ frá 11. mars 2013 um breytingu á ákvörðun 2011/235/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins í Íran. – Fylgiskjal 6. Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1002/2011 frá 10. október 2011 um framkvæmd 1. mgr. 12. gr. reglugerðar ráðsins (ESB) nr. 359/2011 um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum einstaklingum, rekstrareiningum og stofnunum með tilliti til ástandsins í Íran. – Fylgiskjal 7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 264/2012 frá 23. mars 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 359/2011 um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Íran. – Fylgiskjal 8. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1245/2012 frá 20. desember 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 359/2011 um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum, rekstrarein- ingum og stofnunum í ljósi ástandsins í Íran. Nr. 384 3. apríl 2014 – Fylgiskjal 9. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 206/2013 frá 11. mars 2013 um framkvæmd 1. mgr. 12. gr. reglugerðar ráðsins (ESB) nr. 359/2011 um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum einstaklingum, rekstrareiningum og stofnunum með tilliti til ástandsins í Íran. – Fylgiskjal 10. Ákvörðun ráðsins 2010/413/SSUÖ frá 26. júlí 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Íran og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2007/140/SSUÖ. – Fylgiskjal 11. Ákvörðun ráðsins 2010/644/SSUÖ frá 25. október 2010 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2007/140/SSUÖ. – Fylgiskjal 12. Ákvörðun ráðsins 2011/299/SSUÖ frá 23. maí 2011 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 13. Ákvörðun ráðsins 2011/783/SSUÖ frá 1. desember 2011 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 14. Ákvörðun ráðsins 2012/35/SSUÖ frá 23. janúar 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 15. Ákvörðun ráðsins 2012/152/SSUÖ frá 15. mars 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 16. Ákvörðun ráðsins 2012/169/SSUÖ frá 23. mars 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 17. Ákvörðun ráðsins 2012/205/SSUÖ frá 23. apríl 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 18. Ákvörðun ráðsins 2012/457/SSUÖ frá 2. ágúst 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 19. Ákvörðun ráðsins 2012/635/SSUÖ frá 15. október 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 20. Ákvörðun ráðsins 2012/687/SSUÖ frá 6. nóvember 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 21. Ákvörðun ráðsins 2012/829/SSUÖ frá 21. desember 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 22. Ákvörðun ráðsins 2013/270/SSUÖ frá 6. júní 2013 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 23. Ákvörðun ráðsins 2013/497/SSUÖ frá 10. október 2013 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 24. Ákvörðun ráðsins 2013/661/SSUÖ frá 15. nóvember 2013 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 25. Ákvörðun ráðsins 2013/685/SSUÖ frá 26. nóvember 2013 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 26. Ákvörðun ráðsins 2014/21/SSUÖ frá 20. janúar 2014 um breytingu á ákvörðun ráðsins 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 27. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 267/2012 frá 23. mars 2012 um þvingunar- aðgerðir gegn Íran og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 961/2010. – Fylgiskjal 28. Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 350/2012 frá 23. apríl 2012 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 varðandi þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 29. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 708/2012 frá 2. ágúst 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 30. Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 709/2012 frá 2. ágúst 2012 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 varðandi þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 31. Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 945/2012 frá 15. október 2012 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 varðandi þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 32. Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1016/2012 frá 6. nóvember 2012 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 varðandi þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 33. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1067/2012 frá 14. nóvember 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran. Nr. 384 3. apríl 2014 – Fylgiskjal 34. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1263/2012 frá 21. desember 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 35. Framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1264/2012 frá 21. desember 2012 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 36. Framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 522/2013 frá 6. júní 2013 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 37. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 971/2013 frá 10. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 38. Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1154/2013 frá 15. nóvember 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 39. Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1203/2013 frá 26. nóvember 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 40. Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1361/2013 frá 18. desember 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran. – Fylgiskjal 41. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 42/2014 frá 20. janúar 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran. Viðaukar við framangreindar gerðir eru birtir á frummáli, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um fram- kvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008. Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lög- festingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna. 3. gr. Aðlögun. Gerðir skv. 2. gr. skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti: a) ákvæði varðandi ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða aðildarríki Evrópusambandsins („EB“, „ESB“, „bandalagsins“ eða „sam- eiginlega markaðarins“) eiga við um íslenska ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða Ísland, eftir því sem við á, b) ákvæði um tilkynningar eða skýrslugerðir til aðildarríkja Evrópusambandsins eða stofnana gilda ekki. Hið sama á við um ákvæði um gildistöku eða hvenær gerðir skuli koma til framkvæmda, c) tilvísanir í gerðir, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), eiga við um þau ákvæði íslensks réttar sem innleiða þær gerðir, eftir því sem við á, d) tilvísanir í gerðir, sem eru ekki hluti EES-samningsins, eiga við um hliðstæð ákvæði íslensks réttar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði tollalaga nr. 88/2005, e) tilvísanir í eldri ákvæði um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins eiga við um eldri íslensk ákvæði, eftir því sem við á,