Ekta Íslenskt Pönk?
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
Hugvísindasvið Ekta íslenskt pönk? Myndun íslenskrar pönkmenningar Ritgerð til MA-prófs í sagnfræði Unnur María Bergsveinsdóttir Júní 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Ekta íslenskt pönk? Myndun íslenskrar pönkmenningar Ritgerð til MA-prófs í sagnfræði Unnur María Bergsveinsdóttir Kt.: 190478-3789 Leiðbeinendur: Guðmundur Jónsson Árni Daníel Júlíusson Júní 2014 2 Ágrip Í rannsókninni er fjallað um íslenska frumpönkið sem menningarkima.Rannsóknin beinist að tímabili sem nær frá árinu 1976, þegar er fyrst er farið að fjalla um pönk í íslenskum fjölmiðlum, fram á vorið 1982. Munnlegra heimilda í formi viðtala var sérstaklega aflað til þess að ná að lýsa reynslu og viðhorfum þeirra sem þátt tóku í menningarkimanum á sem sanngjarnastan hátt. Fjallað er um þá ímyndasköpun sem fram fór í fjölmiðlum áður en eiginleg pönkmenning myndaðist hér á landi og þær fyrirfram mótuðu hugmyndir sem fyrstu pönkararnir mættu. Pönkið var alllengi eitthvað Íslendingar þekktu flestir aðeins af afspurn. Þetta gerði fjölmiðlum kleyft að fjalla um fyrirbærið eftir eigin geðþótta. Eftir því sem á leið og menningarkiminn hóf að kvikna hérlendis vék einhliða fréttaflutningur hinsvegar fyrir raunsærri umfjöllun. Því er lýst hvernig einstaklingar fengu áhuga á pönktónlist og hvernig þeir fóru að því að verða sér úti um pönktónlist og önnur aðföng. Myndun tónlistarvettvangs er lýst en erfiðleikar hvað varðar aðföng og aðstöðuleysi hvað tónlistarflutning varðar virðist hafa verið það sem stóð menningarkimanum lengi vel fyrir þrifum. Auk þeirra praktísku erfiðleika sem fylgdu því að komast á svið kvörtuðu þau sem reyndu að flytja pönk og aðra framsækna tónlist til að byrja með oft undan því að áheyrendur kynnu ekki að meta tónlist sem þeir þekktu ekki og kunni ekki að dansa við. Diskómenningunni var gjarnan kennt um ástandið. Vorið 1980 urðu hinsvegar þáttaskil og pönkið, sem hafði þá kraumað um nokkurt skeið í Kópavoginum, braust upp á yfirborðið. Fjallað er um fyrstu pönkhræringarnar, áhrif tónleika The Stranglers vorið 1978 og pönkmenningu í Kópavogi. Tilurð pönks sem tónlistarlegs vettvangs er skoðuð og helstu hljómsveitum, viðburðum og stöðum lýst. Pönkinu er lýst og það greint sem samfélagslegur vettvangur ásamt útliti og viðhorfum pönkara. Áhrif smæðar samfélags og markaðs á pönkið sem tónlistarlegan og félagslegan vettvang eru greind. Að lokum er skoðuð sú hugmyndafræði sem snýst um höfnun neyslumenningar og almenna andúð á ríkjandi skipan mála og stöðnuðum samfélagshugmyndum (status quo). Pönkið hafnaði stóru útgáfufyrirtækjunum og þeim glamúr sem velgengni á mála hjá slíkum fyrirtækjum var tengdur. Grasrótarvinnubrögð og það að gera hlutina sjálfur og á eigin forsendum var sú sýn sem pönkið boðaði. Þetta viðhorf skapaði grundvöll fyrir því að nálgast íslenskan menningararf og hefðir á nýjan máta. 3 Efnisskipan I. Inngangur .............................................................................................................................................. 5 I. 1 Brestur á með pönki ...................................................................................................................... 5 I. 2 Tilgangur og afmörkun rannsóknar ............................................................................................... 6 I.3 Fræðileg nálgun, aðferðir og heimildir ......................................................................................... 8 I. 4 Skipulag ...................................................................................................................................... 12 II. Ímyndasköpun fjölmiðla og landslag við landnám ............................................................................. 13 II.1 Fyrstu fregnir af pönki ................................................................................................................ 13 II.2 Ógeðfelld ásýnd og fas ................................................................................................................ 14 II.3 Máttlaust grín eða samfélagsleg ógn? ......................................................................................... 19 II.4 Endurómur uppnáms ................................................................................................................... 25 III Pönkið spírar ....................................................................................................................................... 30 III. 1 Vakning .................................................................................................................................. 30 III. 2 The Stranglers kveikja eld ....................................................................................................... 35 III. 3 Fyrstu hræringar ...................................................................................................................... 37 III. 4 Sköpun vettvangs .................................................................................................................... 40 IV Tónlistarvettvangur ......................................................................................................................... 48 IV.1 Sérstakar aðstæður ...................................................................................................................... 48 IV.2 Myndun tónlistarvettvangs .......................................................................................................... 49 VI.3 Virkni tónlistarvettvangsins ........................................................................................................ 75 V Félagslegur vettvangur ........................................................................................................................ 81 V.1 Hópamyndun: tengsl og rými ...................................................................................................... 81 V.2 Af útliti ........................................................................................................................................ 92 V.3 Kröfur um hugmyndafræði ......................................................................................................... 98 VI Hugmyndafræði höfnunar ............................................................................................................... 104 VI.1 Höfnun sem gagnrýni ................................................................................................................ 104 VI.2 Höfnun neyslumenningar .......................................................................................................... 105 VI.3 Nýjar nálganir á menningararfinn ............................................................................................. 110 VII Niðurstöður .................................................................................................................................. 120 Heimildir .................................................................................................................................................... 126 4 I. Inngangur I. 1 Brestur á með pönki Í ágúst 1977 skýrði Dagblaðið frá nýrri tónlistarstefnu, ræflarokkinu. Það var sagt upprunnið meðal breskra lágstéttarunglinga og væri nú óðum að breiðast út um heiminn. Blaðamaðurinn tók það fram að vinsældir fyrirbærisins væru slíkar, að ræflarokkið hefði jafnvel náð vinsældum í Svíþjóð, þar sem ungt fólk væri enda löngu orðið hundleitt á velferðinni. Samkvæmt blaðamanni Dagblaðsins var helsta einkenni stefnunnar tónlistarleg vankunnátta og ofbeldishneigð. Ræflarokkið átti þó samkvæmt umfjöllun blaðamannsins sína yfirborðskenndu glanshlið, en hann tók sérstaklega fram að tískukóngar væru farnir að framleiða rifin og slitin pönkföt sem fína fólkið kaupi og klæðist, án þess þó að hafa nokkurn áhuga á því að umgangast alvöru pönkara. Árið 1977 bjó tónlistaráhugafólk ekki við þann lúxus sem internetið hefur síðar reynst þeim sem búsettir eru á í fámennum markaðssvæðum á afskekktum eyjum Norður-Atlantshafs. Íslenskar plötubúðir fluttu inn þá tónlist sem talin var vinsæl og líkleg til að seljast en áhugamenn um nýjustu strauma og stefnur í tónlist sultu tónlistarlegu svelti. Blaðamaður Dagblaðsins gerði heiðarlega tilraun til þess að kynna sér ræflarokkið sem tónlistarstefnu. Þrátt fyrir að hann gengi búð úr búð var plata með bresku pönkurunum The Clash eina platan sem hann komst yfir. Um gildi tónlistarstefnunnar lét Dagblaðið sér því nægja að hafa eftir yfirlýsingu „ónefnds íslensks tónlistarmanns“, úr hópi „meiriháttar spámanna“: „Ræflarokk? Þetta er tóm helvítis vitleysa maður!“ Sumarið 1980 urðu hins vegar straumhvörf. Pönkið tók að krauma í Kópavogi og vorið 1980 gáfu Fræbbblarnir út fyrstu íslensku pönkplötuna. Utangarðsmenn stukku fram á sjónarsviðið á Kópavogspönkhátíðinni Heilbrigð æska og tóku strax til við að spila af gríð og erg. Bílskúrar fylltust af unglingahljómsveitum og strax um veturinn varð til öflugur og fjölskrúðugur tónlistarvettvangur. Þetta gerðist svo hratt að til þess var tekið og í úttektum á tónlistarsögu þessa tímabils er stundum talað um „rokksprengingu“1. Í grein titlaðri „Kynslóðaskipti“ í Vísi í lok apríl 1981 segir að það hafi varla farið fram hjá neinum að nú skjótist hver hljómsveitin á fætur annarri úr úr dimmum og þröngum bílskúrum og láti ljós sitt skína. Ekki aðeins hafi orðið sprenging í fjölda hljómsveita, heldur hafi einnig orðið sú viðhorfsbreytingar til tónlistarsköpunar að „kóperingin“ hafi verið látin lönd og leið, Nú þyki sjálfsagt að nýjar 1Gunnar Lárus Hjálmarsson, Eru ekki allir í stuði? Rokk á Íslandi á síðustu öld. (Reykjavík: Forlagið