Háskóli Íslands

Hugvísindasvið Kvikmyndafræði

Harðskeytt gamalmenni

Úrkynjun og endurreisn vöðvabíósins í nútímanum

Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði

Sindri Dan Garðarsson Kt.: 210993-3639

Leiðbeinandi: Kjartan Már Ómarsson Maí 2017

Ágrip

Í þessari ritgerð er rýnt í hugtakið vöðvabíóið sem snýr að hasargreininni á níunda áratugnum og fylgst með þróun þess í gegnum árin og hver staða þess er í nútímanum. Inngangurinn hefst á því að fjallað er stuttlega um kvikmyndina The Expendables (2010, ) og viðtökur á henni sem endurspegluðu að miklu leyti viðtökur til vinsælustu kvikmynda upprunalega vöðvabíósins ( (1982, Ted Kotcheff) og The Terminator (1984, James Cameron)). Ásamt því er rennt yfir upphaf ferla á helstu fulltrúum vöðvabíóisins, Sylvester Stallone og Schwarzenegger sem leika báðir í The Expendables. Í kjölfarið verður rýnt í þær samfélagslegu aðstæður sem kölluðu á slíkar myndir á níunda áratugnum og bornar saman við hugmyndafræði nýju hægri stefnunnar undir leiðsögn Bandaríkjaforsetans Ronalds Reagans. Stuðst verður við kenningar þekktra fræðimanna á borð við Laura Mulvey um stjörnukenningar og Rick Altman um greinafræði kvikmynda til að útskýra helstu breytingarnar sem hafa átt sér stað í vöðvabíóinu síðan forsetatíð Reagans lauk. Fyrsti kaflinn fer út í samanburð á stefnumálum Bandaríkjaforsetans George H. W. Bush, sem tók við af Reagan, og nýjum áherslum í hasargreininni. Stallone og Schwarzenegger víkja frá íhaldssömu og afturhaldssömu hlutverkum sínum sem mæddir stríðsmenn og ógnvekjandi stríðsvélar sem táknuðu fyrirmyndar karlmennskuna á sínum tíma en urðu síðar að óviðunandi ímynd sem samfélagið hafnaði og fordæmdi. Hér má færa rök fyrir því að vöðvabíóið og hugmyndafræði þess hafi liðið undir lok á hvíta tjaldinu. Fyrri hluti meginmálsins leitast við að útskýra endalok þess á fræðilegan hátt og einnig ræða um aðdraganda endurreisnarinnar sem átti sér stað á síðasta áratug með tilkomu myndanna Balboa (2006, Stallone) og (2008, Stallone) og náði síðan hápunkti með The Expendables. Spurningin er hvort að endurreisnin hafi verið fyrirsjáanleg og hvað einkennir hana. Síðari hluti meginmálsins fjallar um vöðvabíóið í sinni nútímalegri mynd þar sem helstu fyrirmyndir þess eru komnir á eftirlaunaaldur en eiga eitthvað óuppgert við hasargreinina og komnir aftur á fullt skrið á hvíta tjaldinu sem óstöðvandi öfl í hasargreininni. Stallone er borinn saman við , eina skærustu stjörnu vestrans, og litið er á svipaða þætti úr endurkomum þeirra í myndum síðasta áratugar og hvað skilur þá að. Fjallað er um ellina með hugmyndir um stjörnukenningar og ódauðleika stjörnuímyndarinnar. Í lokin er fjallað um Stallone og Schwarzenegger staðalímyndina um hasarhetjuna,

karlmennskukvíðann sem einkennir endurreisn vöðvabíósins og framsetningu á ellinni í kvikmyndum þeirra.

Efnisyfirlit

Inngangur ...... 1

Vöðvabíóið á fræðilegum nótum ...... 5

Reagan og harðkroppurinn ...... 7

Vegið að vöðvabíóinu: harðkroppakrísan tekur við ...... 13

Vöðvabíóinu haldið í skefjum ...... 17

2006 og uppúr: vöðvabíóið kemur úr dvala ...... 20

Æskan tekin í bakaríið: The Expendables og póstmóderníska vöðvabíóið ...... 26

Nýja vöðvabíóið: minnimáttarkennd hjá stórmönnum? ...... 28

Undanlátssemi í vöðvabíóinu: 2014 og uppúr ...... 32

Niðurlag: óstöðvandi vöðvabíóið ...... 35

Heimildaskrá ...... 37

Kvikmyndaskrá ...... 39

Inngangur Í The Expendables (2010, Sylvester Stallone) eru einhverjir helstu kraftakarlar og skærustu hasarhetjur sem prýtt hafa hvíta tjaldið undanfarna áratugi samankomnir til að sannfæra fólk um að ellin sé bara hugarfar og skærustu hasarstjörnur níunda áratugarins séu jafn þrotlausar og nokkurn tímann áður. Myndin skartar sívinsælum leikurum líkt og Sylvester Stallone, sem settist aftur í leikstjórastólinn eftir tilraun sína til að viðhalda einu af sínum eftirminnilegustu hlutverkum sem úr First Blood1 myndaröðinni, í myndinni Rambo (2008), 2 , sem er enginn grænjaxl í hasargreininni, hefur notið sín í hlutverkum kvikmyndum breska leikstjórans Guy Ritchie3 og sem söguhetjan Chev Chelios í æsispennandi hasarmyndinni Crank (2006, Neveldine & Taylor) og í framhaldinu Crank: High Voltage (2009, Neveldine & Taylor), einnig má nefna sem áður lék sovéska hnefaleikakappann á móti Stallone í Rocky IV (1985, Stallone). Aðrir leikarar myndarinnar hafa átt eftirtektarverðan feril utan Hollywood og jafnvel í öðrum listgreinum eða íþróttum en meðal þeirra eru , kínverska ofurstirnið sem hefur notið vinsælda í kínversku, þverþjóðlegu bíói og meginstraumnum í kvikmyndunum Hero (2002, Zhang Yimou) og Lethal Weapon 4 (1998, Richard Donner), og síðan má nefna tvo einstaklinga úr heimi bardagaíþrótta og atvinnuglímu4 en þeir eru og Steve Austin. Myndin er vægast sagt skrautleg flóra af leikurum og persónum sem kenndir eru við eina tiltekna grein kvikmynda, það er að segja hasargreinina. Annað sem vert er að benda á að meðalaldurinn var langt yfir fimmtugu5(samanlagður aldur leikaranna var 850) en enginn tekur það upp í elli

1 Hér gæti lesandi rekið upp stór augu en raunin er sú að upphaflega var kvikmyndaröðin titluð First Blood en ljóst var að nafn aðalpersónunnar varð einhvernveginn að samheiti yfir kvikmyndirnar á alþjóðavísu enda sló hún rækilega í gegn. Fyrsta myndin var aðlögun á skáldsögunni First Blood, skrifuð af David Morell en hann átti engan þátt í framhaldi First Blood, þ.e.a.s. Rambo: First Blood Part II, Rambo 3 og John Rambo. Þess má geta að saga Johns Rambos í bókinni endar með dauða hans. Að henda nafninu Rambo á undan titlinum í framhaldinu var dæmigerð markaðssetning til að auka aðsóknir. Sjá heimasíðu höfundarins: http://davidmorrell.net/rambo- pages/david-morrell-on-rambo/. 2 Rambo og The Expendables voru einnig skrifaðar af Stallone ásamt öðrum reyndum höfundum (), Stallone er samt enginn nýgræðingur á þessu sviði enda var hann einnig höfundur einnar vinsælustu kvikmyndar sinnar, Rocky (1976) og lék þar aðalhlutverkið, . 3 Fyrstu hlutverkin hans Jason eru í myndunum Lock, Stock and Two Smoking Barrels (1998, Guy Ritchie) og Snatch (2000, Guy Ritchie) en hann ávann sér mikilla vinsælda vegna hlutverka sinna í þeim myndum sem einnig hjálpuðu honum að gerast fastráðinn sem annaðhvort harðsnúinn skúrkur eða harðskeytt hetja með hrjóstrugan breskan hreim í myndum líkt og The One (2001, James Wong), The Transporter (2002, Louis Leterrier) og Crank (2006). 4 Hér er talað um æfðu sjónarspilin úr WWE (World Wrestling Entertainment) sem heldur utan um þá viðburði. Þess má geta að sú grein eða bransi hefur reynst mörgum vera hagnýtur vettvangur áður en haldið er út í heim kvikmynda en vöðvabúntin John Cena og Dwayne Johnson eiga rætur að rekja þar og hafa báðir átt farsælan feril í kvikmyndum og sjónvarpi. 5 Vísað er í grein af heimasíðu fréttamiðilsins The Telegraph en þar er rætt um annað framhaldið í kvikmyndaröðinni, (2014). Samanlagður aldur leikaranna var 850, hjónabönd þeirra 26 talsins og einnig er mælikvarði fyrir þeirra mat á karlmennsku sem virkar eins og hefðbundin stjörnugjöf. Sjá

1

sem ei neytti í æskunni enda höfðu margir leikarar myndarinnar ekki lagt skóna á hilluna í hasarbíóinu þrátt fyrir aldur.6 The Expendables vakti vafalaust athygli meðal áhorfenda og gagnrýnenda og ekki síst fræðimanna. Kvikmyndafræðingurinn Chris Holmlund segir eftirfarandi í bók sinni sem nær utan um ævi og feril Stallones: „Nostalgia fuels the new franchise’s success: people the world over have grown up with Stallone, watching his films in cinemas, on TV, video, DVD and online“7 en hér talar hún um vinsældir myndarinnar og væntingarnar í kringum hana sem þóttu sjálfsagðar í ljósi leikaraliðsins og stiklnanna sem leiddu að frumsýningu hennar, þar sem sprengingarnar og byssukúlurnar voru í nægu magni og hasarinn látlausi, vöðvarnir miklu og ofbeldið voru sem óaðskiljanleg fyrirbæri fyrir hasarsmell sumarsins 2010.8 Í stuttu máli fjallar The Expendables um þéttskipað og náið lið vöðvastæltra og óttalausra skæruliða sem taka að sér margvísleg, gríðarlega hættuleg og jafnvel ómöguleg verkefni um víða veröld sem fæstir aðrir leiguhermenn myndu þora. Skæruliðarnir eru fjölbreyttir og ekki alltaf samhuga en eiga það sameiginlegt að telja sig hliðholla hermenn liðsveitar hinna nafntoguðu „útskiptanlegu“ (e. expendables)9 sem er undir leiðsögn harðbrjósta og eitursvala foringjans Barneys Ross (leikinn af Sylvester Stallone). Þeir eru dæmigerð hörkutól sem munda aðeins vopn sem samsvara vöðvamikla formi þeirra10 og hreysti, en eiga sér líka heimilislíf. Þeir elska að hafa nóg fyrir stafni og áhættan er eftirsóknarverð. Barney og hægri höndin hans, Christmas (Jason Statham), þiggja verkefni sem þykir einkum hættumikið enda þurfa þeir að steypa af stóli einræðisherranum Garza sem ríkir í tilbúnu bananalýðveldi, Vilena, í Suður-Ameríku. Þeir ferðast þangað undir huldu höfði og hitta þar heimildarmann þeirra, Söndru (sem síðar leysir úr skjóðunni og viðurkennir að

„The Expendables 3 cast: 850 years old“: http://www.telegraph.co.uk/culture/film/11033521/The-Expendables- 3-cast-850-years-old.html. 6 var ennþá að fara með aðalhlutverkið í kvikmyndaröðinni Die Hard (Live Free or Die Hard kom út 2007, leikstýrð af Len Wiseman, og A Good Day to Die Hard kom út 2013, leikstýrð af John Moore, en 22 ár voru á milli útgáfu Die Hard With a Vengeance (1995, John McTiernan)) og LfoDH. Arnold Scwharzenegger leikur einnig í stuttu gestahlutverki í myndinni en hann tók upp þráðinn á ný eftir stjórnartíð sem ríkisstjóri í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum og lék Tortímandann í Terminator 3: Rise of the Machines (2003, Jonathan Mostow) og fór lítið fyrir honum á meðan hann sat í ríkisstjórastólnum þangað til ársins 2010 þegar hann lék hörkutólið Trench sem myndi einnig koma fram í framhaldsmyndunum tveimur með meira vægi og samtöl í frásögninni. 7 Holmlund, Chris, The Ultimate Stallone Reader, London og New York: Wallflower Press, 2014, bls 1. – eintak sem vísað er í var óprentað og rafrænt en Chris Holmlund lánaði eintak með þessum fyrirvara. Sérstakar þakkir til hennar fyrir framlagið. 8 „The Expendables (2010) – Official #1“, YouTube, 2010, sótt 15. mars 2017 af https://www.youtube.com/watch?v=8KtYRALe-xo. 9 Til gamans má geta þá lét Stallone sjálfur þetta úr sér falla í framhaldinu á First Blood, First Blood Part II (1985, George Cosmatos) og lýsir sjálfum sér og samherjum í hernum sem útskiptanlegum. 10 Vopnaúrvalið er tiltölulega fjölbreytt í The Expendables, allt frá kasthnífum til hríðskotabyssa en fátt þykir flottara hjá köppunum en að sanna karlmennsku sína og fimi í pílukasti með hnífum.

2

hún sé dóttir Garza og vill frelsa íbúa eyjunnar úr ánauð), sem leiðir þá um eyjuna en brátt kemur í ljós að ekki er allt með felldu og harðstjórinn sem ríkir þar er stýrt af fyrrum leyniþjónustufulltrúanum, James Monroe, bakvið tjöldin til að halda uppi tortryggilegri fíkniefnastarfsemi í gangi. Í kjölfarið er dulargervi tvíeykisins afhjúpað og við tekur látlaus hasar sem stigmagnast í hverju atriði og endar með hamförum. Félagarnir hoppa um borð í flugvélina sína, skilja eftir sig sviðna jörð sem kveðjugjöf og flýja burt en söguhetjan Barney hefur ýmislegt á samviskunni eftir ferðalagið og hyggst snúa aftur til eyjunnar í dæmigerðri hasaratburðarás þar sem söguhetjan og óttalausa föruneytið þarf að bjarga hjálparlausu konunni úr klóm óþokkanna og leysa íbúa eyjunnar úr ánauð með látlausu ofbeldi í viðureign milli kúgaðra og ofríkis. Engu er haldið aftur í glæsileika glundroðans, ofbeldisins og vöðvanna. Viðtökurnar á myndinni voru fjölbreyttar og á meðan sumir fögnuðu þessu samansafni af vöðvabúntum í óhemjumiklum hasar, voru aðrir harðorðir í hennar garð, bandaríski gagnrýnandinn Rene Rodriguez hjá blaðinu Miami Herald hafði þetta um myndina að segja: „The Expendables er skemmtilegri sem hugmynd en fullkláruð kvikmynd sem maður þarf að sitja í gegnum – önnur áminning að kvikmyndaarfleifð [hasargreinin] níunda áratugarins var að mestu leyti sorp“.11 Til gamans má geta að frumsýningin á The Expendables á Íslandi var vægast sagt stórviðburður enda reyndu tilvonandi bíógestir sýningarinnar við 100 kg bekkpressu við dyragættina til að gerast gjaldgengir á bíósýninguna.12 Einn aðstandandi viðburðarins skrifaði kvikdóm um kvikmyndina og fór fögrum orðum um hana.

Konur hafa Sex And The City, Desperate Housewives, Kvennahlaupið og Baðhúsið. Við karlmenn höfum The Expendables. Ég fór á þessa mynd með mestu væntingar sem hægt er að fara með á mynd, hún stóðst væntingar og rúmlega það. Shawshank Redemption, Inception og Godfather eru drasl við hliðina á The Expendables. Ég fullyrði það að þetta sé besta mynd allra tíma13

Titillinn á ritdómnum sem birtist í DV er: „6 PRÓSENT FITA, 100% GÆÐI“ sem vísar í líkamlegt ástand aðalleikarans, Stallone, sem er haft að leiðarljósi í umfjöllun sinni á bíómyndinni en aldur Stallones og mótleikara kemur þar hvergi fram. Óhætt er að segja að Stallone sé ein helsta fyrirmynd hasarhetjunnar eftir hlutverk sín í kvikmyndaröðunum um hnefaleikakappann Rocky Balboa og angurværa stríðsmanninn John Rambo en báðar persónurnar urðu að einhverjum helstu táknmyndum og átrúnaðargoðum hasarkvikmynda og

11 Rodriguez, Rene „The Expendables“, Miami Herald, 11. ágúst 2010, sótt 22. Febrúar 2017 af http://www.miami.com/things-to-do-in-miami/the-expendables-r-4503/ 12 „Bíósýning fyrir vöðvatröll“ Vísir, sótt 22. febrúar 2017 af http://www.visir.is/biosyning-fyrir- vodvatroll/article/2010975349103 13 Egill Einarsson, 2010, „6 PRÓSENT FITA, 100% GÆÐI“, DV, 16. ágúst 2010, bls. 20.

3

er vísað í þær ótal mörgum sinnum í öðrum miðlum og gjarnan stældar.14 Stallone, ásamt flestum leikurum úr liði The Expendables eru einhver helstu mikilmenni hasargreinarinnar og hafa í gegnum tíðina verið kenndir við vöðvastæltar hetjur sem bera sigur úr býtum gegn allskonar illum öflum í myndum sínum, hvort sem það séu skúrkar eða framandi hryðjuverkamenn. Þeirra á meðal eru með gestahlutverkið, Trench, sem kom fyrst í sviðsljósið með látum í heimildarmyndinni Pumping Iron (1977, George Butler) þar sem mikilfenglegi líkami hans og frammistaða á sýningarpöllunum í Mr. Olympia keppninni er í forgrunninum sem og æfingar hans fyrir keppnina15 en ímynd hans í þeirri heimildarmynd, sem sjarmatröllið sem gnæfði yfir flesta aðra samkeppendur festist við hann og varð að eftirsóknaverðum þætti persónu hans og ásýnd á hvíta tjaldinu16: „The movie’s casting is ideal. Arnold Schwarzenegger is inevitably cast as Conan. [...] Physically they [Arnold Schwarzenegger og Sandahl Bergman] look like artist’s conceptions of themselves“17 þetta skrifar kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert um Schwarzenegger í myndinni Conan the Barbarian (1982, John Milius) sem var eitt af fyrstu aðalhlutverkum hans sem hlaut athygli meginstraumsins og guðdómlegi, nánast ómögulegi, líkami hans var vitaskuld í forgrunni sem hinn vígalegi Conan. Það fer ekki framhjá aðdáendum hasarkvikmynda Stallones og Schwarzeneggers að vöðvamiklu og óaðfinnanlegu líkamar þeirra hafi verið óaðskiljanlegir þættir í hasarkvikmyndundum sem þeir fóru með aðalhlutverkin í en hér má að auki nefna Schwarzenegger sem T-800 drápsvélin í Terminator (1984, James Cameron) og má benda á að í fyrsta atriði myndarinnar er hann nakinn18 í einhverskonar óbeinni og forboðinni aðdáun (fyrir karláhorfandann) harðkroppsins. Sylvester Stallone sýnir meira hold með hverju framhaldi í Rambo kvikmyndaröðinni þar sem miðpunktur áhorfsins er á líkama hans.19

14 Þess má geta að vísað er óbeint í John Rambo í The Expendables þegar Stallone og Schwarzenegger mætast og fullyrðir persóna Schwarzeneggers að Barney njóti sín best í frumskóginum en slík hæðni er gegnumgangandi og svarar Barney að Church (Schwarzenegger) sækist eftir forsetastólnum sem er tilvísun í ríkisstjórnartíð hans í Kalíforníufylkis á fyrsta áratugi 21. aldar en fyrir það var hann skipaður fundarstjóri forsetaþings bandarískra íþróttagreina og næringar af fyrrv. Bandaríkjaforseta George H. W. Bush . 15 Myndin beinir almennt ljósi á veröld líkamsræktar. Ferill hans er þar rakinn, ásamt sigurgöngu á mótunum um árin. Keppnin árið 1975 var sú síðasta fyrir Schwarzenegger þegar hann tilkynnti að hann myndi draga sig í hlé úr slíkum mótum og í kjölfarið einbeitti hann sér að leiklistinni. 16 Inngangskaflinn í bókinni Impossible Bodies: Femininity and Masculinity at the Movies fjallar náið um eitt tiltekið fyrirbæri sem er sameiginlegt hugmyndum Susan Jeffords um vöðvabíóið en það er hugtakið kvikmyndakroppurinn (e. film body), sjá bls. 3. Hugtakið „hard body“ verður hér með þýtt sem harðkroppur. 17 Ebert, Roger, „Conan the Barbarian“, RogerEbert.com, 1. janúar 1982, Sótt 17. mars 2017 af http://www.rogerebert.com/reviews/conan-the-barbarian-1982. 18 Í bakgrunni þess skots er að sjá kyrrstæða jarðýtu sem er skemmtileg táknmynd fyrir persónu hans í myndinni sem óstöðvandi afl með einsleitan tilgang: að ráða Sarah Connor af dögunum. 19 Hér er talað um Rambo: First Blood Part II (1985), í henni er lögð meiri áhersla á efri skrokk hans sem er áberandi strax á sumum plakötum myndarinnar þar sem hann mundar flugskeytabyssu með grimmilegan svip.

4

Í því samhengi er forvitnilegt að velta fyrir sér tilteknu fyrirbrigði innan karllægu hasargreinarinnar sem nefnist vöðvabíóið, en það hugtak er afurð fræðilegrar greiningar á vinsælustu leikurunum sem prýtt hafa öndvegisverk hasargreininnar og hlutverkum þeirra þar sem varpað er ljósi á mikilvægi líkama leikaranna, hlutverk þeirra og birtingarmyndir sem hafa haft áhrif á mótun væntingarkerfis hasargreinarinnar. Vöðvabíóið var mest áberandi á níunda áratugnum og karlmennskan í fyrirrúmi í hasargreininni þar sem líkami hasarstjarnanna og innihald myndanna vógu jafnt.20 Tilgangurinn með þessum skrifum er að fjalla náið um þetta tiltekna afbrigði hasargreinarinnar, vöðvabíóið, fagurfræði þess, form og hefðir, uppruna og síðast en ekki síst ástand þess í samtímanum. Hasarflóran fer blómstrandi á dæmalausum hraða með tilkomu nýrra og frumlegra hasarmynda ásamt ofgnótt af framhaldsmyndum – líkt og ofangreinda stórhasarmyndin The Expendables ásamt öðrum gæluverkefnum Stallones (Rocky Balboa (Stallone), framhaldið á henni Creed (Ryan Coogler) og framhaldið á The Expendables) en Schwarzenegger (Terminator Genisys (2015, Alan Taylor)) verður einnig til hliðsjónar vegna sameiginlegs ferils þeirra beggja og svipaðra uppátækja á hvíta tjaldinu, löngu eftir að blómaskeiðið þeirra lauk.

Vöðvabíóið á fræðilegum nótum Hasargreinin og þetta tiltekna afsprengi hennar, vöðvabíóið, kann að vera margslungið fyrirbæri og ekki endilega einföld afþreying með fyrirsjáanlegri atburðarás og dæmigerðri söguhetju. Bókmenntafræðingurinn Heiða Jóhannsdóttir skilgreinir frásagnarfræði hasarmynda í samnefndri grein sinni og segir í upphafi að „hasarmyndir eru fyrst og fremst afþreying sem einkennist af einföldum og auðmeltum söguþræði, spennandi atburðarás og góðum skammti af kímni. Þær fylgja fastmótaðri formúlu sem áhorfendur þekkja vel og geta því gengið að í öruggri vissu um hvað hún feli í sér“.21 Í framhaldinu nefnir hún einnig formúluna sem einkennir frásagnarform hasargreinarinnar, hverjir eru helstu neytendur hennar, ungir karlmenn í von um að fylgjast með hetjum sínum á hvíta tjaldinu með tilheyrandi spennu og stöðluðum ímyndum af karlmennsku, og fagurfræði hennar í einfaldri samantekt en hún segir í lokin að „það væri fordómafullt að afgreiða fyrirbærið sem heimskulegar kvikmyndir fyrir heimska áhorfendur“.22 Þessi fullyrðing endurspeglar vankanta hasarsins, þá

20 Holmlund, Chris, The Ultimate Stallone Reader, bls. 257. 21 Heiða Jóhannsdóttir, 1999, „Frásagnafræði hasarmynda“, Heimur kvikmyndanna, Guðni Elísson (ritstj.), Reykjavík: Forlagið, bls. 764-777, hér bls. 764. 22 Þess má geta að Yvonne Tasker skrifaði grein um karlmennsku í samtímahasarbíóinu sem bar heitið „Heimskar myndir fyrir heimskt fólk“ (e. „Dumb movies for dumb people“) og á hún margt sameiginlegt við

5

sérstaklega einkenni hans sem laða helst til sín áhorfendahóp sem sækist aðallega í ýktar karlímyndir til að fá spennuþrungna útrás í formi sjónarspils, án flókins söguþráðs eða rómantíkur sem gæti gert söguhetjuna mannlegri og skilið eftir tárvot augu í bíósalnum. Karlhetjan má aldrei njóta lífsins með ástinni að ævintýrinu loknu. Það er algengt stef í þess háttar myndum að ástúð og hamingja sé forboðin og örlög kvenmannsins séu stundum bundin óvæntum dauða sem kyndir undir ósvalandi hefndarþorsta karlhetjunnar eða gjörbyltir lifnaðarháttum hennar til hins verra. Nýlegt dæmi um þetta er í hasarmyndinni John Wick (2014, Chad Stahelski) en hún byrjar á því að aðalpersónan hefur misst maka sinn vegna óútskýrðs sjúkdóms og depurðin sem fylgir þeim missi er einkennandi fyrir aðrar mæddar karlpersónur í hasargreininni, ekki ósvipað vanstillta lögreglumanninum Martin Riggs í Lethal Weapon (1987, Richard Donner). Moly Haskell kemur inn á þetta í grein sinni „Frá lotningu til nauðgunar. „Fimmti áratugurinn““ og færir rök fyrir því að innan „karllægu“ kvikmyndagreinanna (einnig flokkað sem karlabíó hjá Rick Altman í Film/Genre), 2324 er viðfangsefnið sál karlmannsins og frelsun hennar, fremur en að fjallað sé um sál konunnar. Það eru forréttindi að fá að feta leiðina frá blindu til sjálfsþekkingar“.25 Karlmaðurinn og raunir hans eru ávallt í forgrunni frásagnarinnar, hitt kynið fær ekki jafn mikið vægi í framvindu sögunnar, annað en sem viðfang nautnar eða ástæða fyrir látlausum blóðsúthellingum í hennar nafni. Þetta samsvarar hugsanlega hugmyndafræði myndanna sem vefja saman líkamlegum áreynslum karlanna í vöðvabíóinu við andlega sigra, hugur er betri en hjörs megin en ekki sakar að vera vöðvastæltur og með ágætt úthald. Hasarinn og vöðvabíóið á fullt erindi í fræðunum í dag enda getur frásögnin verið margslunginn og innihaldsrík26 þó svo að hún sé einkar formúlukennd. Í sínu hráasta formi er hægt að flokka innihald myndanna í einfalt andstæðukerfi þar sem í stuttu máli ráða átök milli

fræðilegri úttekt Heiðu á hasarbíóinu. Einnig er hugtakið heimskar myndir tekið fyrir í bók hennar Spectacular Bodies og fær stutta útskýringu á bls. 6 í þeirri bók. 23 Altman, Rick, Film / Genre, London: BFI, 1999, bls. 128. 24 Þess má geta að hasargreinin er flokkuð sem „karlabíó“ í þematískri greinaflokkun á kvikmyndum í bókinni hans Ricks Altman, Film / Genre, en þar er hann að ræða um hefðbundna nálgun iðnaðarins til að markaðsetja kvikmyndir til ákveðinna markhópa og í þeim flokki má líka finna glæpamyndir (e. gangster film), stríðsmyndir og vestrann, heimavöll Clints Eastwoods. Karlabíóið er samt umfangsmeiri en þessi útskýring og er erindi í allt aðra umfjöllun út af fyrir sig en karlabíóið og undirgreinar þess höfðar aðallega til karla vegna innihalds, dæmigerðra persóna og fyrirsjáanlegrar atburðarásar. 25 Haskell, Molly, 2006, „Frá lotningu til nauðgunar „Fimmti áratugurinn““, Kvikmyndastjörnur, Guðni Elísson (ritstj.), Reykjavík: Háskólaútgáfan, bls. 74-121, hér bls. 94. 26 Þessi fullyrðing er studd af Yvonne Tasker og á bakkápu bókar hennar, Spectacular Bodies segir hún meðal annars: „Film criticism has often dismissed the appeal of the popular action cinema as ‘obvious’ in both its pleasures and its politics. While films such as Rambo, Thelma and Louise and Basic Instinct have operated as major points of cultural reference in recent years, the genre remains neglected within contemporary fiction“, að vísu kemur bókin út 1995, þ.e.a.s. nýjasta útgáfan.

6

góðs og ills frásögninni sem þykir hefðbundið þegar að skáldskap kemur.27 Útlagi á í útistöðum við spillta yfirvaldið, einstaklingurinn á móti stofnuninni o.s.frv.28 Þetta er mest áberandi í hasarmyndum, sérstaklega í einhverri áhrifamestu mynd greinarinnar, First Blood, sem ruddi veginn fyrir fleiri myndum af svipuðum toga. John Rambo var, og er vafalaust ennþá ein glæsilegasta hetja hasargreinarinnar – útlaginn sem berst stanslaust við óþokka sem vilja honum eða bandarískum gildum illt. Hann þoldi allan sársauka og viðspyrnu, var harkaleg drápsvél sem táknaði á sínum tíma alvöru karlmennsku. Rambo mundaði hættulegustu og afkastamestu vopnin og hitti oftast í mark. Hann var hasargoðsögnin með óaðfinnanlegan skrokk, með síspennta vöðva, ruddalegur í framan og prýddur glæsilega síðu hári.29 Hann var sannkölluð táknmynd hasargreinar níunda áratugarins og vöðvabíósins.

Reagan og harðkroppurinn He’s gotta be strong and he’s gotta be fast [...] and he’s gotta be larger than life. - Bonnie Tyler

Í stuttu máli er líkaminn í vöðvabíóinu þungamiðja feðraveldisins og nýfrjálshyggjunnar sem ríkti á forsetatíð Ronalds Reagans (forseti BNA 1981-1989) og er meginumfjöllunarefni bókarinnar Hard Bodies þar sem stefnumál Reagans eru höfð til hliðsjónar í kvikmyndafræðilegri greiningu á persónum og frásögn hasarkvikmynda á níunda áratugnum. Líkaminn átti að tákna ósigrandi og sívaxandi hernaðarmátts Bandaríkjanna í hugmyndafræðilegri baráttu gegn Sovétríkjunum og vera fyrirmynd fyrir samfélag sem átti að efla hugmyndir um karlmennsku og birtingarmyndir hennar. Þetta hefur stundum gengið undir

27 Þetta er mikil einföldun á umfangsmiklu hugtaki sem er gjarnan notað í umfjöllun á togstreitunni milli tveggja afla í frásögn hasarmynda og er einstaklega víðtækt. Í bókinni Hard Bodies eftir Susan Jeffords en iðullega er verið rætt um Bandaríkin, sem standa vörð um gildi, siðgæða vestursins og einstaklingsfrelsis en helsti fjandmaður þeirra eru Sovétríkin sem svífast einskis og var táknmynd ofríkis sem barði niður einstaklingsfrelsi. Að vísu var fjallað líka um veiklynd og/eða gjörspillt stjórnvöld sem níddust á einstaklingnum. Heiða Jóhannesdóttir dregur upp skýra mynd af þessu í greininni „Frásagnarfræði hasarmynda“ í bókinni Heimi kvikmynda á síðum 767-768 og 774, en þar koma fram þær margvíslegar birtingarmyndir andstæðuaflanna og hvernig það getur verið þríþætt með tveimur óæskilegum öflum sem umlykja jákvæð öfl: óreiða ‹-› frumkvæði ‹- › vélrænt kerfi. Heiða Jóhannesdóttir, 1999, bls 774. 28 Heiða Jóhannsdóttir, Heimur kvikmynda, 1999, Bls. 764-767. 29 Stallone sem John Rambo skartaði gjarnan liðuðu síðu hári sem útlagatýpan en aðrir leikarar á borð við Kurt Russell í Tango & Cash (1989) og í Lethal Weapon voru líka óhræddir að láta hárið vaxa sem táknaði einstaklingshyggju, sjálfstæði og réttsýni enda voru persónur þeirra allir laganna menn á einhvern hátt þótt Rambo taldi sig heyra undir annarri hlið laganna, hernum. Þeir kenna sig innan jaðarsins en eru löghlýðnir.

7

nafninu Reagan-byltingin (e. Reagan-Revolution).30 Líkami Rambos endurspeglaði Reagan- hugmyndafræðina sem snerist um sameinuð Bandaríki í formi hraustleika og dyggða. Bandaríkin urðu að undirbúa sig fyrir yfirvofandi ógn sem Sovétríkin táknuðu31 og líkami Rambo sannaði það að óundirbúnir og veikburða líkamar urðu að snöggri bráð fyrir vel þjálfuðum harðkroppi Rambos, en hann bar sigur úr býtum gegn yfirvaldinu sem vildi honum mein gera með yfirburða hans og herþjálfun (sem yfirvaldið veitti honum til að ráða öðrum bana).32 Óskrifuðu reglurnar voru einnig þær að hasarhetjan sem endurspeglaði þessa hugmyndafræði varð að vera ljós á hörund en sú ímynd varð fastmótuð eftir velgengni Stallone og Schwarzenegger hvor í sínum myndum sem aðalpersónurnar þó svo að samherjar þeirra í einstökum hasarmyndum, (t.d. í Predator (1987, John McTiernan)) voru þeldökkir en þeir voru gjarnan félagar þeirra með einsleitan tilgang og komu oft hvíta vini sínum í neyð til aðstoðar (Reginald VelJohnson í Die Hard (1988, John McTiernan)) en hvíta hetjan og óaðfinnanlegi harðkroppur hennar (sem er einnig ógerlegt fyrir meðalmann að áorka) stóð fyrir nýja ofurafli Bandaríkjanna og þéttingsföstu taki Ronalds Reagan á birtingarmyndum karlmennskunnar sem Schwarzenegger og Stallone sannarlega táknuðu. Þeirra líkamar áttu að vera hið nýja viðmið karlmennskunnar á níuna og tíunda áratug síðustu aldar en einnig mikilfengleg ummerki um líkamsdýrkun, vilja og dugnað án mikils aðhalds og atorkusemi (smá þversagnakennt). Þeir voru óhefðbundnir og fjarstæðir fyrir meðalmanninn (enda snerist ímynd og ferill þeirra beggja um viðhald á þessum ofurkroppi, eitthvað sem hversdagsmaður gat ekki auðveldlega öðlast) en samkvæmt Reagan-byltingunni voru þeir ákjósanlegir til að gegna sem hetjur forsetans á hvíta tjaldinu.33 Mikilvægt er að útskýra frásagnarhefðir hasargreinarinnar áður en farið er yfir í samtímann til að skilja þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað, þrátt fyrir að greinin og hreinræktuðu hasarmyndirnar lítið hafa breyst með árunum. Í hasarmyndum er söguhetjan

30 Jeffords, Susan, Hard Bodies. Hollywood Masculinity in the Reagan Era, New Jersey: Rutgers University Press, 2004, bls. 13. Reagan-byltingin er regnhlífarhugtak um stefnubreytingarnar í bandarísku samfélagi eftir að Reagan tók við forsetastólnum. Í grunninn snýst hún um að víkja frá hugmyndafræði fráfarandi forsetans, Jimmy Carter, um „lina karlmennsku“ (e. soft body), þ.e.a.s. umdeildu ákvarðanir hans sem bandaríkjaforseti sem voru harðlega gagnrýndar af hægri öflunum. Reagan-byltingin var þversagnakennd ef rýnt er í smáatriði hennar. Reagan byltingin sóttist eftir sameiningu í afli eða krafti (e. unified body) manna í Bandaríkjunum á meðan hún fordæmdi hugmyndafræði Sovétríkjanna sem sóttist eftir svipuðu. 31 Andstæðingur Rockys í fjórðu myndinni var vægðarlausa vöðvatröllið , fremsti hnefaleikakappi Sovétríkjanna sem veitti banahöggi í hringnum í upphafi myndarinnar. Ivan er afurð hávísindalega rannsókna til að skapa hinn fullkomna íþróttamann. Hann er táknmynd Sovétríkjanna í allri sinni sameiningu: einstaklingseðlið er ýtt til hliðar til að virkja kraft lýðsins og deila afurðinni. Ivan er táknfræðileg andstæða við Rocky en hann táknar bandaríska lítilmagnann sem er fær um að klifra upp metorðastigann með dugnaði og vilja. Hann er táknmynd einstaklingsins og bandarískra gilda. Rocky naumlega sigrar Ivan í hringnum eftir erfiða þjálfun sem var frumstæð í samanburði við hávísindalegu æfingarnar hans Ivans. 32 Jeffords, Susan, Hard Bodies, bls. 32. 33 Holmlund, Chris, Impossible Bodies: Femininity and Masculinity at the Movies, New York: Routledge, 2002, bls. 4.

8

iðulega ein á ferð en nýtur af og til stuðnings til að sigrast á illum öflum, hetjan er fyrirmynd þeirra væntinga sem gerðar eru til manna með góða samvisku og gætir hagsmuna samfélagsins. Hetjan og aðgerðir hennar eru ekki bundnar þegnskyldu heldur hæfni hennar til að „yfirvinna tilhneigingar til öfga í báðar áttir, sem búa með henni sjálfri“.34 Þótt hetjan tilheyri stofnunum sem gæddu henni eiginleika sína, þá er hún ekki skilyrðislaust hliðholl þeim og getur snúið í baki við þeim til að framfylgja réttlæti þegar allt fer á annan endann og hetjunni er fleygt í háskalegar aðstæður með margt í húfi. Hetjan hlýðir eigin samvisku og sniðgengur fyrirmæli. Þetta er hefð sem myndi einkenna margar hetjur innan hasargreinarinnar þar sem augljósar andstæður ráða ferðinni, sem er vissulega ríkjandi hugmyndafræði þar. Það gerir áhorfendum kleift að samsama sig betur með hetjunni sem stendur vörð um gildi samfélagsins, þá vitanlega bandarísk gildi, en í einstökum tilfellum beindu yfirvöld spjótum að karlhetjunni þegar hún sýnir andóf gegn spillingu yfirvalda eða ofríkis (t.d. First Blood þegar Rambo gerist útlagi eftir tilefnislausa árásargirni lögreglunnar gegn honum). Í öðrum tilfellum þarf hetjan að grípa til ráða þegar yfirvöld hafa guggnað og þora ekki að grípa til nauðsynlegra ráða. Óhætt er að segja að hasarhetja Bandaríkjanna á níunda áratuginum var táknmynd gilda þjóðarinnar og efldi þjóðernishyggju, hún var þungamiðjan í endurmótun á ímynd bandarískrar karlmennsku á níunda áratugnum í kringum Reagan tímabilið með allri sinni íhaldssemi og stefnubreytingum í samfélagsmálum, í hernaði og utanríkismálum og sjónarmiðum til hlutverka kynjanna og birtingarmyndum þeirra. Hetjan samanstóð nú af þremur megingildum, athafnamanninum, hermanninum og ættföðurnum: „áherslan á athafnamanninn boðar einstaklingsframtak í stað ofstjórnar ríkis og velferðarhyggju, hermaðurinn stendur vörð um hið kapítalíska kerfi og áherslan á ættföðurinn boðar hefðbundin karlleg gildi“.3536 Þetta er meginumfjöllunarefni bókarinnar Hard Bodies: Hollywood Masculinity in the Reagan Era, eftir Susan Jeffords, en í hennar skrifum er farið yfir samspil hasargreinarinnar og Reagans en í hans stjórnartíð breyttust áherslur á karlmannslíkamann og karlmennsku í þá veru að æskilegast væri að hann endurspeglaði íhaldssamar föðurlandsstefnur og endurreisn karlmennskunnar.37 Bókin beinir sjónum nánar að undirliggjandi holdsdýrkuninni sem var samferða uppgangi þessara ofangreindu

34 Heiða Jóhannsdóttir, 1999, Bls. 771. 35 Heiða Jóhannsdóttir, 1999, Bls 773. 36 Þetta er bein tilvísun í kaflann „The Return of the Hero: Entrepeneur, Patriarch, Warrior“ úr Camera Politica. The Politics and Ideaology of Contemporary Hollywood Film. Kaflinn fjallar um nýju hægri stefnuna í Bandaríkjunum á áttunda og níunda áratuginum og áherslur á íhaldssöm gildi og birtingarmyndir þeirra í menningarafurðum þess tíma. Ryan, Michael & Kellner, Douglas, Camera Politica, Indianda: Indiana University Press, 1990, bls. 219. 37 Susan Jeffords færir einnig rök fyrir því að Reagan hafi litið á sjálfa sig sem föðurímynd Bandaríkjanna á þessum í forsetatíð sinni.

9

vöðvatrölla og endurspeglar kannski þær kröfur sem einlægir aðdáendur og vöðvaáhugamenn gerðu til The Expendables þegar stiklurnar lofuðu engu öðru en linnulausum sprengingum, skotbardögum og áhættuatriðum sem gæti satt hungur þessara soltnu. Áhersluna á líkamann má rekja til ummæla Reagans gegn Sovétríkjunum þar sem ítrekað var í gegnum margskonar birtingarmyndir að Sovétríkin væru ekki einungis andstæðingar frjálsa vestursins sem vildu smita heiminn af hugmyndafræði sinni, heldur væri þau einnig þeirra helsta ógn.

Given that so much of Reagan’s characterization of the Soviet Union as an „evil empire“ is grounded on communism’s ostensible disregard for human individuality, it is imperative that Rambo be more than a fighting machine. In order to be the embodiment of Reagan democratic ideals, he must both be muscular and independant of mind.38

Þessi tilvísun nær að fanga megininnihald skrifa Susan Jeffords um hasarhetjuna sem Reagan- hugmyndafræðin (nýju hægri öflin, Reagan-byltingin) mótaði, Rambo sem getur sigrast á vanmáttugu kerfi með lítilli fyrirhöfn en iðkar dráp sín og hefndarverk með góðri samvisku vegna hollustu. Rambo er nær ósigrandi drápsvél, ekki ólíkt Tortímandanum, og stendur alltaf uppi sem sigurvegari gegn ranglætinu, harðsnúið hasarmenni með óbifandi líkama og hug. Áherslan á líkamann í greininni verður æ víðtækari með hasarmyndum sem koma í kjölfarið og seinna meir myndast skýrari markhópur í kringum þessa óformlegu undirstöðu hasarsins. Yvonne Tasker fjallar náið um þetta í inngangskaflanum á Spectacular Bodies sem, líkt og Hard Bodies, útskýrir tilurð „nýja mannsins“ á hvíta tjaldinu en sú karlímynd var í algerri mótsögn við harðkroppa Stallones og Schwarzeneggers. Nýi maðurinn var blásin lífi í gegnum auglýsingaherferðir með femínískan blæ sem hann átti að standa fyrir. Hann var andstæðan við öfgakenndu ímynd karlmennskunnar, hann var fágaður, frjálslyndur og viðkunnanlegur og var afurð uppgangs femínisma á áttunda áratugnum. Stallone og Schwarzenegger stóðu fyrir ýktra og ögrandi karlímynd sem hristi rækilega upp í venjubundinni birtingarmynd karlmennskunnar í afþreyingu og fjölmiðlum. Sumir töldu það jafnvel vera hálf fasíska aðdáun á hvíta karllíkamanum.39 Karlmennska harðkroppsins var „ummerki um völd – náttúruleg, áunnin, hreinræktað reðurtákn“.40 Richard Dyer tekur undir orð kvikmyndafræðingsins Yvonne Tasker, hann álítur þessa óhóflegu vaxtaræktun og einhliða sýn á vöðva og karlmennsku vera klámfengna og með fasíska undirtóna - þvert á

38 Jeffords, Susan, 2004, bls. 41. 39 Tasker, Yvonne, Spectacular Bodies, New York: Routledge, 1995, bls 1. 40 Dyer, Richard, „Don’t Look Now: The Male Pin-Up“, The Sexual Subject, Routledge: New York, 1995, bls. 265-276, hér bls. 273.

10

móti bandarískum gildum. Karlhetjurnar voru óaðfinnanlegar og nánast óviðjafnanlegar, lýtalausu kroppar þeirra og harðneskja urðu að nýju markmiðunum til að stappa í stálið og vera karl í krapinu, að vera sjálfstæður og hugrakkur, stæltur og stórfenglegur, gagnkynhneigðir menn sem verða ekki höggi á komið41 – hetjur Reagans.4243 Vöðvabíóið, ekki ólíkt vestranum, hættir brátt að gera greinarmun á frásögn og sjónarspili sem er umvafið sjónfróun og blætisdýrkun, karllíkaminn tekur við sem viðfang atriðanna og nýtur sín í forgrunni sögunnar.44 Líkami Stallone virkar sem sjónarspil, bæði sem helsti kostur stjörnunnar og veigamikill þáttur vöðvamenningarinnar í hasarmyndum.45 Richard Dyer leitar til Laura Mulvey46 í þessari umræðu þegar fjallað er um íkonísku skotbardagana í vestrum Sergios Leones47 en hann færir rök fyrir því að „okkur [áhorfendum] er boðið upp á sjónarspil sem samanstendur af líkömum karla, en líkamarnir eru ekki viðurkenndir sem erótísk viðföng. [...] það er engin menningarleg eða kvikmyndarleg hefð sem myndi leyfa karllíkamanum að vera uppstilltur [sem viðfang nautnar eða þrár, sem kynbombu]. [...] við sjáum búk karlsins í brotum með aðstoð nærmynda, áhorf okkar er ekki stýrt, það miðast aðallega á útliti persónanna sem tilheyra senunni. Það útlit einkennist ekki af þrá, heldur ótta, hatri og fólsku“.48 Greinin „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“ eftir Laura Mulvey var merkur

41 Hálf þversagnakennt þetta, enda eru myndir þeirra iðandi af reðurtáknum og hómóerótískum undirtónum. Rocky hunsar eiginkonu sína til að láta drauma sína rætast um að gerast hnefaleikameistari, berjast við þáráðandi meistara hringsins. Schwarzenegger er einnig sekur um þetta í myndinni Predator sem harðlyndi hermaðurinn Dutch, lögð er sterk áhersla á vöðva hans sem eru bornir saman við hans Dillon (Carl Weathers en hann lék á móti Stallone í Rocky sem Apollo Creed. Í báðum tilfellum er hann andstæðingur aðalleikaranna en samt náinn vinur rétt eins og gerist í þriðju og fjórðu Rocky myndinni). Þegar þeir tveir njóta endurfunda takast þeir í hendur og spenna vöðvanna í spennuþrunginni keppni um karlmennsku og úthald. 42 Holmlund, Chris, 1995, Masculinity as Multiple Masquerade, í Cohan, Steven og Rae Hark, Ina (ritstj.) Screening the Male, New York og London: Routledge, bls. 213-229, hér bls. 214. 43 Í kaflanum „The Return of the Hero“ í Camera Politica er þessi hetja titluð „nýja hetjan“, einstaklingur sem endurspeglaði nýju hægri stefnu Reagans og aflanna bakvið hann: „Callousness and a return-to-the-jungle, survivalist mentality of the market in domestic matters were linked with brutality and murder in foreign affairs. The new conservative hero (both on the screen and off) thus combines entreprenueurial power with military power; he is also a warrior. Finally, the new hero is often a patriarch, someone who dominates women. The conservative revolution was also a counterrevolution against feminism“. Ryan, Michael & Kellner, Douglas, Camera Politica, Indianda: Indiana University Press, 1990, bls. 220. 44 Vert er að minnast á eitt fyrsta hlutverk Stallones sem leikari en það var í hálfdjarfri klámmynd (e. softcore porno) sem flokkast undir lágkostnaðar jaðarmynd og sú mynd er Italian Stallion (1970) en hann hlaut viðurnefnið ítalski folinn í Rocky myndaröðinni og er gjarnan kallaður það utan hvíta tjaldsins. Þetta undirstrikar að einhverju leyti hugmyndina um víxlun á karllæga sjónarmiðinu, kenningu Laura Mulvey. Sjá „Flashback: Sylvester Stallone Stars in 1970 Softcore Porn Film“: http://www.rollingstone.com/movies/videos/flashback- sylvester-stallone-stars-in-1970-softcore-porn-film-20140814 45 Tasker, Yvonne, 1995, Bls. 79. 46 Laura Mulvey er breskur kvikmyndafræðingur sem hefur skrifað ítarlega um femíniska fræði á hvíta tjaldinu. Einhver þekktasta grein hennar, „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“ (e. „Visual Pleasure and Narrative Cinema“) kom út fræðiritinu Screen árið 1975. 47 Leikstjóri The Good, the Bad and the Ugly (1969) og Once Upon a Time in the West (1968). Sergio var kvikmyndahöfundur sem leikstýrði einhverjum þekktustu kvikmyndum vestrans og réði gjarnan harðgerða leikara í aðalhlutverk líkt og Clint Eastwood. 48 Neale, Steve, „Masculinity as Spectacle, í The Sexual Subject, Routledge: New York, 1995, bls. 286.

11

staksteinn í kvikmyndafræðinni og fjallar í stuttu máli um þá ríkjandi og ómeðvituðu stefnu kvikmyndaiðnaðarins að hlutgera konur og táknkerfi þeirra sem hefur verið stýrt af feðraveldinu með ofgnótt reðurtákna og stýrðu karlsjónarmiði. Greinin er í tveimur hlutum og byggir hún rök sín á skrifum geðlæknanna og starfsbræðra Sigmunds Freuds og Jacques Lacans, báðir skrifuðu ítarlega um dulvitund og sálgreiningu og voru miklir jafnokar í fræðum sínum. Fyrri hlutinn fjallar um nautn áhorfsins eða aðdáun á mannsmyndinni og síðari um konuna sem ímynd og karlinn sem áhorfenda. Forsendur greinarinnar eru bæði að sýna fram á þráhyggjur samfélagsins og hvernig þær endurspeglast í formgerð kvikmynda innan iðnaðarins og að færa rök fyrir því að ný og óháð kvikmyndagerð (framúrstefna eða jaðarkvikmyndagerð sem rekja má til tilkomu 16 mm kvikmyndavélarinnar) sé viðnámið gegn þessum ríkjandi viðhorfum og þráhyggjum.49 Hugarórar og holdsýrkun karlmannsins hefur því gríðarlegt vægi í frásögnum kvikmyndanna. Í grunninn snýst grein Mulvey um framsetningu á órum karlsins og hvernig það mótar frásögnina, þá koma fram hugtök eins og sjálfshvöt, kynhvöt og gláphvöt sem tengjast sjónrænni nautn og glápþörf. Í tengslum við Freud er vert að nefna virkni áhorfandans og hvernig hún er kynjabundin. Þar sem sjónarmiðið ræðst af hinu karllæga er karlmaðurinn hinn virki áhorfandi:

Í heimi þar sem kynferðislegur ójöfnuður ríkir hefur glápnautnin verið greind í andstæðurnar virkni/karlkyn og óvirkni/kvenkyn. Hið ráðandi karllega augnaráð varpar órum sínum á ímynd konunnar sem gripur, á hana er horft á sama tíma og hún er til sýnis. Ásýnd hennar er tákngerð til að hafa sterk sjónræn og kynörvandi áhrif svo að konuna megi jafnfram meta í ljósi áhorfanleika hennar. [...] kvikmyndin er byggð upp í kringum miðlæga mannsmynd sem áhorfandinn getur samsamað sig með. Þar sem áhorfandinn samsamar sig karlhetjunni beinir hann augnaráðinu að hliðstæðu sinni og staðgengli á tjaldinu þannig að hið virka vald karlhetjunnar sem knýr atburðarásina áfram rennur saman við virkt vald hins kynferðislega augnaráðs og veitir svalandi almættiskennd. Glæsilegir eiginleikar karlkyns kvikmyndastjörnunnar eru því ekki ætlaðir sem viðfang kynferðilegs gláps, heldur sem sú upphafna og öfluga sjálfsfyrirmynd sem barnið skynjaði í spegilmynd sinni.50

Síðasta setningin í tilvísuninni að ofan er samanburður á hugmyndum Lacans um sjálfið og spegilstigið, hvernig barn mótar sjálfið þegar það ber kennsl á eigin ímynd. Hér verður árekstur eða þversögn í umfjölluninni á greiningu karllíkamans í vöðvabíóinu og undirliggjandi hómóerótísk nautn á harðkroppinum. Vissulega er ekki formlegi tilgangur

49 Mulvey, Laura, „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“, Áfangar í kvikmyndagerð, Forlagið: Reykjavík, 2003, bls. 331. 50 Sama rit, bls 334-335.

12

kvikmynda vöðvabíósins að upphefja líkama Stallones eða Schwarzeneggers og dásama kynþokka þeirra (þegar lesið er Laura Mulvey og hugmyndina um karllæga sjónarmiðið er skýrt að í vöðvabíóinu hefur konunni verið skipt út fyrir myndarlega vöðvabúntið. Það er einnig þversagnakennt, það er forboðið að karláhorfandinn dásami hold mannsins á hvíta tjaldinu en það er undirliggjandi krafan í Reagan-hugmyndafræðinni sem umlykur vöðvabíóið: taktu líkamann til fyrirmyndar) en slíkt er óhjákvæmilegt vegna hugmyndafræði Reagan- byltingarinnar og karlmenskudýrkunar sem kallaði á aukið harðlyndi og góða líkamsburði sem samsvöruðu hernaðarveldi Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að The Expendables hitti í mark hjá markhópi sínum, karlmönnum í von um að njóta blygðunarlaust spennumikla frammistöðu stæltra manna, með snefil af óviðurkenndri líkamlegri nautn ef kenningar Laura Mulvey eru hafðar til hliðsjónar. Myndin fangar að miklu leyti lykilatriði vöðvabíós níunda áratugarins og virðir hefðir þess samviskusamlega. The Expandables er einstök tilraun til að blása lífi í hugmynda- og fagurfræði sem hefur dofnað með árunum en annars hefur hasarinn í sínu fjölbreytta formi ekki fjarað út líkt og vöðvabíóið. Hér er verið að rýna í aðdraganda og tilurð The Expendables með tilliti til strauma og stefna innan hasargreinarinnar og ferils Stallones fyrir útgáfu hennar og hvort myndist svigrúm fyrir þessa tegund hasarmyndar sem naut mestra vinsælda á öðru tímaskeiði með allt annarri kynslóð áhorfenda, samfélags og stjórnmála. Til hliðsjónar eru kenningar um kvikmyndastjörnur, greinafræði hans Ricks Altmans í bókinni Film / Genre sem gætt veitt innsýn í þetta afbrigðilega fyrirbæri og hvort að aðrar slíkar tilraunir þar sem meistarar sinnar greinar reyna að koma sér aftur á framfæri eða sanna sína yfirburði á ný. Er vöðvabíóið eftir langan dvala að sækjast eftir einhverri viðurkenningu í ljósi uppgangs annarra undirgreina hasarsins? Má draga ályktanir af aldri aðalleikarans, Stallone (og jafnframt Schwarzenegger í ljósi þess hversu keimlíkir ferlar þeirra eru) og ástand stjörnuímyndar hans og líkama og hvernig það mótar nýju vöðvabíóið? Er þetta dæmalaus tilraun til endurmótunar á stjörnuímynd og viðhald á tilteknu afbrigði hasargreinarinnar, þ.e.a.s. vöðvabíóinu?

Vegið að vöðvabíóinu: harðkroppakrísan tekur við Hin dæmigerðu hlutverk hasargreinarinnar sem heyrðu undir staðal nýju hægri aflanna og áhersluna á endurbættu karlmennskuna (Reagan-byltingin),51 (Stallone, Schwarzenegger,

51 Þ.e.a.s. hugmyndafræðilegu fjarstæðukenndu líkamskröfum hans til karlmanna eða afburðarhugrekki í þágu samfélagsins eða þjóðar. Í kaflanum „Life As a Man in the Reagan Revolution“ er fært rök fyrir því að Reagan

13

Bruce Willis svo fáir séu nefndir) hrökkluðust undan hinni harðsnúnu ímynd hasarhetjunnar með stjórnarskiptum í Bandaríkjunum um lok 9. áratugarins. Föðurímynd þjóðarinnar, og í senn dagar tilfinningasnauða útlagans og harðskeytta hermannsins, John Rambo, voru taldir, á hvíta tjaldinu.52 Með tilkomu George H. W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta (1989-1993), var kallað eftir breytingum á ímynd karlmennskunnar. Hún hafði staðnað og þörf var á fjölskylduvænni fyrirmyndum á hvíta tjaldinu.53 Stallone og Schwarzenegger var gert að aðlagast nýrri birtingarmynd samfélagsins sem George forseta þótti við hæfi.54 Það er mikilvægi kjarnafjölskyldunnar og föðurhlutverkisins.5556 Árið 1989 þegar Bush tók við forsetastólnum hafði áhugi meginstraumsins á réttlæti og hernaði dvínað.57 Skuggi fráfarandi forsetans gnæfði yfir forsetatíð Bush þar sem hann var stanslaust borinn saman við forvera sinn og hvað þá á ögurstundum,58 þegar helsti erkifjandi Bandaríkjanna, Sovétríkin, hrundi á miðri forsetatíð hans og sjá mátti töluverðar breytingar í heimsmyndinni í kvikmyndum Schwarzeneggers og Stallones. Fjölbreytnin jókst í hasargreininni og myndaðist sú tíska í iðnaðinum að sækjast eftir hversdagslegri mönnum með raunverulegra líkamsform sem samsvaraði meðalmanni í hasarhlutverk líkt og Keanu Reeves í Speed (1994, Jan De Bont), mýkri Bruce Willis í Die Hard myndaröðina og Will Smith í Independance Day (1996, Roland Emmerich) en sú stefna var vissulega markaðsdrifin til að höfða til breiðari áhorfendahóps heldur en að vera með fráhrindandi ímyndir líkt og útþöndu og teiknimyndalegu hetjurnar í Terminator og First Blood. Nýju viðkunnanlegu náungarnir voru í líkingu við hina marghæfu og sígildu Hollywood stórleikara.5960 Hlutverk Stallones og Schwarzeneggers tóku einnig á sig nýja mynd þótt þeir héldu sig aðallega innan hasargreinarinnar með myndum á borð við

hafi verið óbugandi föðurímynd þjóðarinnar sem var nauðsynleg til að endurmóta karlmennskuna í takt við þjóðarandann sem Reagan kallaði á og hernaðarvaldið sem óx fiskur um hrygg í stjórnartíð hans. „Ronald Reagan was able to [...] portray himself as both a „real man“ and a „real president“, as both a father and king“. Jeffords, Susan, 2004, bls. 9. 52 Þriðja Rambo myndin kom út árið 1988, ári fyrir stjórnarskiptum Ronalds og George. 53 Samantekt á þessum hugmyndum má finna á bls. 175 í Hard Bodies: „the Bush government was a „kinder, gentler“ place, where men were pledged to their families, were reluctant to kill and were confident, firm, and decisive; where the line goes, they were dedicated to the preservation of the future and not the destruction of the present“. 54 Samkvæmt henni snerist kosningabarátta Bush meira um að viðhalda bandarískum gildum og samkennd en að takast á við þjóðfélagsmálum. Jeffords, Susan, Hard Bodies, 2004, bls. 102. 55 Jeffords, Susan, 2004, bls. 101. 56 Sjá einnig bls. 13 í sömu bók fyrir samantekt á þessum hugmyndum þegar stefnumál tveggja forsetanna skerast. 57 Sama rit, bls. 141. 58 Sama rit, bls 91-92. 59 Burr, Ty, Gods Like Us, New York: Anchor Books, 2013, bls. 298. 60 Fjallað er um leikaranna Tom Hanks og Kevin Costner. Frammistöður þeirra og útlit voru gjarnan borin saman við leikara sígilda Hollywoods líkt og Gary Cooper og Jimmy Stewart – stórstjörnur og fyrirmyndir karlmennskunnar síns tíma. Sama rit, bls 299-300.

14

Kindergarten Cop (1990, Ivan Reitman) með Schwarzenegger í aðalhluverki sem rannsóknarlögreglumaðurinn, John Kimble, sem tekur að sér óhefðbundið verkefni og gerist tímabundið leikskólakennari til að leysa stórbrotinn glæp. Í kjölfarið mýkist járnkarlinn upp og gerist föðurlegri í kringum börnin sem hann umgengst í leikskólanum. Boðskapur myndarinnar, þegar honum er varpað á stefnumál Bush er skýr: harðkropparnir nutu sín betur í hlutverkum góðlátra feðra en mæddra stríðsmanna, föðurhlutverkið varð að þungamiðju frásagnarinnar. Svipað gerist í framhaldinu á Terminator, Terminator 2: Judgement Day (1989, James Cameron) þegar nær óstöðvandi drápsvélin úr framtíðinni T-800 (Schwarzenegger) hefur verið endurforritaður, í takt við samfélagið handan hvíta tjaldsins, þveröfugt við fyrri tilgang hans, sem var að bana Sarah Connor til að fyrirbyggja uppreisn mannkynsins gegn útrýmingu þess af völdum vélmenna. Í framhaldinu snýr Arnold Schwarzenegger aftur sem verndari Sarah og sonar hennar, John Connor, eftir að John fiktaði í eðli tortímandans og sendi hann aftur til fortíðarinnar í von um að bjarga sjálfum sér og mannkyninu. Í lok myndarinnar fórnar T-800 tortímandinn sér fyrir æðri málstað sem óeigingjörn föðurímynd og bjargvættur mannkyns.61 Terminator 2 bauð upp á skýra endurspeglun á þeim fjölþættu vandamálum sem karlmennskan stóð fyrir undir lok Reagan stjórnartíðarinnar: „Terminator films offer male viewers an alternative to the declining workplace and national structure as sources of masculine authority and power – the world of family“.62 Stallone tók ekki eins markvissa stefnu í þessum málum en tíð hans var liðin sem harðkroppurinn Rocky í hnefaleikahringnum og fáláti hermaðurinn, John Rambo.63 hann sneri baki við þessum ímyndum en hélt sig innan þægindarammans og lék í fjölbreyttari hasarmyndum líkt og Cliffhanger (1993, Renny Harlin) og vert er að nefna myndina Over the Top (1987, Menahem Golan). Sú mynd markar tímamót í ferli Stallones og nýju hefð hasarbíósins að bæta föðurhlutverkinu inn í formúluna ásamt því að viðhalda eiginleikum vöðvabíósins. Myndin kemur út á síðari hluta forsetatíðar Reagans en ummerki um fjölskylduvænni viðmið eru þá orðin áberandi. Stallone leikur Lincoln Hawk, vörubílstjóra sem á ekki sjö dagana sæla. Hann og fjölskyldan ná ekki endum saman og til að eiga fyrir salti í grautinn neyðist hann til að keppa í móti í sjómanni og halda uppi fjölskyldunni eftir að kona hans fellur frá vegna veikinda. Sagan er tilfinningaþrungin og frásögnin vefur saman þáttum úr vöðvabíóinu (líkamlegir yfirburðir Stallones) ásamt nýjum áherslum á aðild föðursins. (1990, Stallone) undirstrikaði einnig samband föðurs og

61 Jeffords, Susan, 2004, Bls. 167. 62 Jeffords, Susan, 2004, Bls. 170. 63 Rambo III kemur út 1988 og Rocky V árið 1990.

15

sonar þegar Rocky hefur vanrækt son sinn, Robert, til að sinna ungum og efnilegum kappa, Tommy Gunn, sem snýr svo baki við Rocky. Á endanum skorar hann á hólm í hnefaleikahringnum og Rocky ber sigur úr býtum. Robert og Rocky taka upp þráðinn á ný og hann gerist betri föðurímynd fyrir vikið. Viðkunnanlegri hetjur sem auðvelt var að samsama sig við urðu eftirsóknarverðari. Ljóst var orðið að þeir Stallone og Schwarzenegger urðu hálfuppgefnir af dæmigerðu útlaga- og skæruliðamyndunum (Rambo, Commando (1985, Mark Lester) og Predator (1987, John McTiernan)). Stallone tók á sig nýtt gervi á hvíta tjaldinu og í einkalífi þegar hann þáði siðfágaðra hlutverk, í Tango & Cash (1989, Andrey Konchalovskiy). Hann gerðist menningarlegri einstaklingur sem naut hálistar líkt og klassískrar tónlistar og myndlistar, ásamt því að klæðast sérsniðnum jakkafötum og gleraugum – hasarhetjan gat líka verið prúðmenni.64 Þetta var hluti af herferð hans til að endurmóta stjörnuímyndina og var titluð „nýmennið“ (e. New Man, sambærilegt hugmyndinni um nýja manninn líkt og Yvonne Tasker fjallaði um), örvæntingarfull tilraun til að losa sig við ókosti Rambo harðkroppsins og hvað hann táknaði. Kurt Russell og Stallone mættu báðir í viðtal hjá Oprah árið 1989 til að kynna myndina, Stallone í sínu fínasta pússi (stór gleraugu, axlabönd, snyrtilegt og stutt hár ásamt bindisnælu og skjannahvítu brosi sem prýddi andlit hans), nánast tær endurspeglun á persónu sinni í Tango & Cash.65 Sígilda hasarhetjan, Rambo, hafði staðnað í daglegri umfjöllun og persónan varð æ ómerkilegri með tímanum. Framhald myndanna var almennt séð lakara og persónan einfaldari með hverri mynd.66 Raymond Tango, fágaði og framtaksmikli rannsóknarlögreglumaðurinn sem Stallone lék í myndinni vísar meira að segja í John Rambo og kallar hann aumingja (e. pussy) þegar persónurnar tvær eru bornar saman í myndinni.67 Því má færa rök fyrir því að tilvistarkreppa harðkroppsins hafi einkennt hasargreinina á árunum eftir stjórnartíð Reagans þar sem samspil stjórnmála og þróun samfélagsmála höfðu ennþá auðsjáanleg áhrif á hlutverk innan hasargreinarinnar en það boðaði hins vegar ekki endalok hennar, hvorki í úrvali né vinsældum. Fulltrúar vöðvabíósins voru komnir á fertugsaldur og vildu fegra stjörnuímynd sína og gera hana eftirsóknarverðari

64 Tasker, Yvonne, 1995, bls. 85. 65 „The Time Sylvester Stallone Taught Kurt Russell To Play Polo | The Oprah Winfrey Show | OWN“, YouTube, 18. mars 2016, sótt 12. apríl af: https://www.youtube.com/watch?v=CsIQR1FM2po 66 Tasker, Yvonne, 1995, bls 84. 67 Raymond Tango veitir grunsamlegum olíuflutningabíl eftirför með miklum háska og í örvæntingarfullri tilraun til að hindra komu þeirra í annað lögsagnarumdæmi, enda ríkislögreglan rétt á hælunum, tekur hann fram úr þeim og staðnæmir bílinn sinn þvert yfir veginn. Hann dregur upp sexhleypuna og hleypir af með mikilli nákvæmni og aga, trukkurinn snarhemlar og tveir ökumenn þess þjóta út um framrúðurnar. Ríkislögreglan skoðar innihald trukksins gaumgæfulega en ekkert miðar, tveir lögreglumenn hrakyrða Raymond og vinnubrögð hans og bera hann saman við Rambo. Það leggst ekki vel í Raymond, kallar Rambo aumingja, hann sannar mál sitt og skýtur í tankinn og út lekur smyglvarningurinn (kókaín).

16

og framfarasinnaða. Stjörnuímynd sem er ekki bara bundin hvíta tjaldinu, hún er margþætt og óstöðugt fyrirbæri líkt og Stallone sannaði.68 „The star in star studies is not an individual at all but a system of signs, a social construction, flattened into a text that has multiple meanings and that can be read as cultural product“69 skrifar fræðikonan Reni Celeste í grein sinni „The Tragedy of Falling Stars“ um eðli nútímastjörnu og helgimynd hennar. Hún leitast við að útskýra hana án þess að fletja hana út í táknfræðilegan texta. Stallone og þróun á ferli hans eftir stjórnartíð Reagans er sambærileg öðrum stjörnum líkt og Marilyn Monroe (bæði sem fulltrúi nýjustu hugmynda um kynferði en einnig sakleysis) og Marlon Brando (bæði sem fyrirmynd karlmennskunnar en einnig tengdur tvíkynhneigð vegna persóna hans á hvíta tjaldinu)70, ímynd hans verður fyrir hugmyndafræðilegum þversögnum. Stallone táknar bæði bandarísk yfirvöld og miklum vexti hernaðarins og einblýnun á einstaklingseðli og réttlætiskennd á meðan ímynd hans er umvafin fasískum gildum hvað líkama varðar og einhliða nálgun á vaxtarrækt og ofbeldi í myndunum sem er þversögn við bandarísk gildi.

Vöðvabíóinu haldið í skefjum Raddir samfélagsins voru einróma, hernaður og karlmennska voru óæskileg samstæða enda höfðu hlutverk Stallones og Schwarzeneggers sem grófgerðir útlagar, hermenn eða skæruliðar að berjast gegn eigin yfirvöldum eða utanaðkomandi ógnum orðin óviðeigandi í ljósi breytinga í bandarísku samfélagi. Yvonne Tasker fjallar náið um þetta í kaflanum „Masculinity, Politics and National Identity“ og segir meðal annars að boðskapur myndanna (báðar First Blood myndirnar (Stallone), Predator og Commando (Schwarzenegger)) og

68 Saga og fræði stjörnuímyndarinnar er áhugavert umfjöllunarefni út af fyrir sig. Bókmenntafræðingurinn Alda Björk Valdimarsdóttir skrifar náið um fyrirbærið í inngangskaflanum, „Kvikmyndastjarnan sem spegill samtímans“ í Kvikmyndastjörnur. Hún rekur sögu stjörnuímyndarinnar og menningarleg áhrif hennar úr fyrri hluta 20. aldar þegar kvikmyndaverin réðu en markaðnum og stjarnan var meira og minna vara hennar en seinna meir urðu leikararnir áhrifameiri hvað aðsóknir kvikmyndanna varðar. „Upp úr 1920 þegar stjörnukerfið var fullmótað fór ímynd stjarnanna að verða hluti af félagslegum veruleika. Nærvera leikarans varð jafnframt stærri og flóknari en persóna hans. Ljóst var að stjörnur höfðu mun meiri söluáhrif en ímynd valdamikilla kvikmyndavera og áhorfendur skilgreindu jafnan myndina frekar út frá stjörnunni en leikstjóranum“ skrifar Alda á blaðsíðu 6. Seinna færir hún rök fyrir því að stjörnur „segi okkur eitthvað um þau samfélagsöfl sem ráðandi eru á þeim tíma sem þær eu vinsælar. Jafnframt geta þær sagt okkur eitthvað um viðhorfin til einstaklingsins í kapítalísku samfélagi. Stjörnur eru margþættar, mótsagnakenndar, þær eru tákn sem hafa flókna merkingu fyrir áhorfendum og samfélagslega virkni þeirra er erfitt að festa niður“ (bls. 7). Þetta samsvarar þróun Stallones á bæði persónu hans í einkalífi og sem ímynd á hvíta tjaldinu. Stallone er bæði höfundur í sjálfu sér ásamt því að vera virkt afl í iðnaðinum með einstakt væntingarkefi sem hann sjálfur getur mótað og kröfurnar til hans geta einnig mótað feril og hlutverk. „Stjarnan er spegill. Í henni sjá áhorfendur sjálfa sig og gengur ímyndaframleiðslan oft svo langt að hún nær út fyrir kvikmyndahúsin“ (bls. 9). Alda Björk Valdimarsdóttir, Kvikmyndastjörnur, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 7-9. 69 Celeste, Reni. „The Tragedy of Falling Stars“, Journal of Popular Film and Television 33(1)/2005, bls. 29-38, hér bls. 29. 70 Alda Björk Valdimarsdóttir, 2006, Bls 10.

17

einhliða sýn á ofbeldi, aðdáun harðkroppanna sé ófrávíkjanlegur hluti fagurfræði hasargreinarinnar og frásagnarfræði hennar. Slíkar myndir hafi áunnið sér neikvæða umfjöllun sem afturhaldssinnaðar myndir, væru bæði barnalegar og fælandi71 ásamt því að hafa slæm áhrif á æsku Bandaríkjanna með normaliseringu á hernaði og ofbeldi í hverdagslegri afþreyingu.72 Nálgun Stallones á þessum vanda var með kvenlegu eða femínísku ívafi. Hann var ekki lengur að takast á við væminn og veikburða heim þar sem svikahrappar og heiglar réðu ríkjum með óstöðvandi ofbeldi og blóðsúthellingum til að ná sínu fram. Þessi straumhvörf í samfélaginu sem endurspeglast í menningarafurðinni (hasargreininni) komu Schwarzenegger og Stallone vissulega í klípu. Þeir gátu ekki lengur stólað á sívinsælu hlutverkin sín sem þroskuðust lítið með hverju framhaldi eða myndum með svipaða frásögn og karaktera ef þeir vildu halda sigurgöngu sinni áfram í Hollywood og þenja stjörnuímynd sína. Þeir urðu að aðlagast tíðarandanum til að viðhalda stöðu sinni og kröfu sem alvöru og fjölhæfir leikarar73 án þess að fórna vöðvunum og líkamlegu yfirburðum sínum, helsta kennimerka þeirra sem stórstjörnur hasargreinarinnar. Vöðvabíóið, bæði sem stefna, hugmyndafræði og fagurfræði innan hasargreinarinnar var í hættu að fjara út undan nýrri og uppbyggilegri samfélagsmynd. Rick Altman hefur fjallað náið um eðli kvikmyndagreina í bókinni sinni, Film / Genre, og hvernig greinar geta verið lifandi og síbreytilegar eftir viðtökum og væntingum.74 Vöðvabíóið er engin undantekning þó svo að það sé hugmyndafræðileg afurð hasargreinarinnar. Eitt af undirstöðuatriðum vöðvabíósins er að hafa líkama söguhetjunnar í nærmynd og undirstrika gæði og getu vöðvabúntsins þegar voðinn er vís. Stjórnarskiptin undir lok níunda áratugarins og þróunin á bæði væntingum og kröfum áhorfenda sem endurspeglar ný viðmið og auknar áherslur á fjölskylduvæn gildi í samfélaginu var skýr hvatning fyrir Schwarzenegger og Stallone til að endurmóta sjálfa sig. Hér er tilefni til að ræða um áhrif ofangreindu hasarstjörnurnar tvær sem einstaka kvikmyndahöfunda að því leyti að þeir voru, og jafnvel

71 Tasker, Yvonne, 1995, Bls 95. 72 Sömuleiðis fjallar hún náið um mikilvægi karllíkamans og samspil vöðva og karlmennsku í kaflanum „Body in Crisis or Body Triumphant“ í Spectacular Bodies. 73 Hér er tilefni til að minnast á feril Stevens Seagal sem náði hápunkti á níunda áratuginum með myndum eins og Under Siege (1992) og Executive Decision (1996). Steven sló í gegn á þessum árum með einstökum hasarmyndum en náði aldrei að viðhalda frama sínum upp úr aldamótum vegna einsleitra verka hans og hlutverka í þeim myndum. Flestar myndir hans upp úr 2003 voru rötuðu ekki á hvíta tjaldið og voru gefnar út á myndbandi og diskum. 74 Film/Genre Ricks Altmans markar kaflaskil í umræðunni um kvikmyndagreinar og eðli þeirra. Hér er rýnt í annan kafla bókarinnar, „What is generally understood by the notion of film genre?“ og í þeim kafla ber Altman kvikmyndagreinar við bókmenntagreinar og útskýrir helstu undirstöðuatriði kvikmyndagreinanna, fagurfræði, frásagnarfræði, helstu táknin o.s.frv. og einnig hverjar væntingar áhorfendur gera til tiltekinnar greinar. Bókin fer einnig út í það hvernig greinar eru markaðssettar og til hverja sem bæði menningarafurð og neysluvara.

18

enn eru, einhver sterkustu og áhrifamestu tákn hasargreinarinnar. Rick Altman telur upp þekkta leikara sem höfðu byggt upp einstakt væntingarkerfi útfrá hlutverkum þeirra og meðal þeirra eru Boris Karloff (þekktastur fyrir hlutverkið sitt sem Frankenstein skrímslið í lágkostnaðarhrollvekjum), John Wayne (einn eftirminnilegasti kúreki hvíta tjaldsins) og síðast en ekki síst vöðvatröllin tvö, Schwarzenegger og Stallone sem foringjar hasargreinarinnar og skærustu stjörnur vöðvabíósins.75 Gömlu hetjurnar sem þeir léku táknuðu ekki lengur ákjósanlega karlmennsku og að mati Yvonne Tasker er ekki hægt að kenna karlmennsku eða kvenleika við líkamsstaðla og því hugmyndin um karlmennsku breytanleg eftir aðstæðum, 76 sérstaklega þegar litið er til ríkjandi hugmynda um karlmennsku í Hollywood, góð dæmi eru þeir Clint Eastwood77 og Humphrey Bogart en báðir nutu mikilla fræðgar á sínum tíma á hvíta tjaldinu og gjarnan kenndir við æskilega karlmennsku en hvorugir voru jafn stæltir og Schwarzenegger og Stallone. Færa má rök fyrir því að vöðvabíóið teljist ekki endilega vera kvikmyndagrein út af fyrir sig. Fyrirbærið er samansafn margvíslega atriða sem snúa að fagurfræði hasarnynda, efnistök og frásagnarfræði en fyrst og fremst leikaraliðið með ákveðna líkamsstaðla. Ekki slokknaði á loga hasargreinarinnar þó svo að vöðvabíóið átti undir högg að sækja frá röddum samfélagsins. Kvikmyndagreinar gangast undir ferli þar sem þær annað hvort þroskast og dafna eða hnigna. Lítið er hægt að sporna gegn því þó svo að sterkur markhópur sé enn til staðar, markaðsöflin ráða örlögum greinanna. Til eru góð dæmi um þetta, t.d. söngleikjamyndir og vestrar, en báðar greinarnar nutu mikilla vinsælda á tilteknum skeiðum en urðu síðar óeftirsóknarverðar. Það sem getur gerst í þessum tilfellum er að ákveðin grein býður ekki upp á nægt úrval eða fjölbreytileika og á í hættu að staðna.78 Rick Altman dregur saman kenningar annarra kvikmyndafræðinga (Thomas Schatz og bókin hans Hollywood Genres: Formulas, Filmmaking, and The Studio System) og rýnir í hugmyndina um kvikmyndagreinina sem manngervingu (e. anthropomorphism) þar sem greinar geta þroskast, brugðist við, orðið sjálfmeðvitaðar (e. self-conscious) og í sumum tilfellum orðið sjálfum sér að bana.79 Sumar af þessum hugmyndum eiga við vöðvabíóið, þegar það upplifði óvænta endurreisn á síðasta áratug. Hnignun vöðvabíóisins er því tvíþætt, fyrsta lagi er hún viðbrögð

75 Altman, Rick, 1999, bls. 25. 76 Tasker, Yvonne, Spectacular Bodies, bls 119. 77 Eastwood er vitanlega enn á lífi en hefur dregið sig í hlé frá hvíta tjaldinu og hefur verið duglegur að leikstýra hasar og stríðsmyndum síðastliðin ár og notið vinsælda í því hlutverki. Ekki ósvipað honum Stallone og Eastwood leikur gjarnan í myndunum sem hann leikstýrir: Firefox (1982), Heartbreak Ridge (1986). 78 Hér vísar Rick í kvikmyndafræðinginn Robert Warshow sem skrifaði: „variation is absolutely necessary to keep the type from becoming sterile; we do not want to see the same movie over and over again, only the same form“. Warshow, Robert, The Immediate Experience, New York: Antheneum, 1974, bls 174. 79 Altman, Rick, 1999, bls 21.

19

við andstreymi samfélagsins og fjölskylduvænni viðmið, í öðru lagi er hún krafa til Stallones og Schwarzeneggers að umbreyta stjörnuímynd sinni bæði í takt við kröfur samfélagsins og til að sanna hæfileika sína sem alvörugefnir leikarar, ekki bara harðskeytt vöðvabúnt með sígilda frasa. Reni Celeste færir rök fyrir því að nútímastjarnan sé umvafinn átökum og þversögnum,80 líkt og Marilyn Monroe og Marlon Brando. Mergur málsins í grein hennar er sá að stjarnan þurfi að aðskilja sig frá hugmyndafræði dauðleikans, manneskjan sjálf er efnisleg og útilokað að hún lifi að eilífu (kannski bara í hlutverkum sínum á hvíta tjaldinu). Hún endurspeglar líka það mannlega í okkur, okkar eigin aldur og dauðleika þegar fylgst er með ferli hennar.81 Þetta leiðir að einhverju leyti til endurreisnar Stallones og hugarfars hans á eigin aldri síðasta áratug í gegnum hlutverk sín í nýja vöðvabíóinu, afneitun og minnimáttarkennd. Líkami hans verður að samsvara fyrirmyndar líkama vöðvabíósins til að viðhalda eigin ímynd og í örvæntingarfullri tilraun til að gera sjálfan sig ódauðlegan á táknfræðilegan hátt. Hér ber Reni Celeste stjörnuna saman við Jesú Krist, krossfestingu og upprisu hans: „If the star’s body represents the attempt to bridge the limited between finite and infinite forces, it also lends itself to religions symbolism. [...] To accomplish his task as Christ, he must survive the body. Torture of the body, death, and resurrection are the path to the inifinite. Likewise, the star must suffer, die, and survive the body, all its excesses, to be reborn as pure image and immortal icon“.82 Hér verður endurreisn Stallones fyrirsjáanleg í ljósi stjörnufræðinnar. Nútímastjarnan er einstaklingur og tákn sem er ekki útskiptanlegt. Síðari hluti greinar Reni Celeste fer lengra út í þessa kristilegu nálgun á stjörnuímyndina. Líkt og stjarnan er bundin átökum, þá eru hápunktar og lágpunktar helstu ummerki um trúarlegu kosti hennar og sömuleiðis ódauðleikinn.

2006 og uppúr: vöðvabíóið kemur úr dvala Líkamar hasarstjarnanna Stallones og Schwarzenegger voru nær undantekningarlaust glæsilegir og vel viðhaldnir en árin liðu fljótt og þrátt fyrir táknræna og vöðvastælta kroppa þeirra í bíómyndum þeirra, þá voru stjörnurnar ekki ónæmar fyrir öldrun. Áratugur óhófsins í hasar og vöðvadýrkunar var liðin. Hasarstjörnurnar mátuðu ný og fjölbreytt hlutverk í margvíslegum kvikmyndagreinasamsuðum, tilbreyting var í tísku og Stallone lék þrisvar harðan lögreglumann í vísindaskáldskaparmyndunum Demolition Man (1993, Marco

80 Celeste, Reni, bls 32. 81 Celeste, Reni, bls 32. 82 Celeste, Reni, bls 33.

20

Brambilla), Judge Dredd (1995, Danny Cannon) og síðan örlítið fágaðra hlutverk sem samviskusami fógetinn Freddy Heflin í myndinni Cop Land (1997, James Mangold), en í þeirri mynd hafði hann greinilega bætt á sig töluverðri þyngd, kominn með ístru í takt við hversdagslegri mann sem var á skjön við dæmigerðu harðkroppa hasarímynd hans. Upp úr síðustu aldamótum var orðið ljóst að Stallone og Schwarzenegger, helstu táknmyndir vöðvabíósins, höfðu hægt á sér í hasargreininni sem skotglaðir byssubrandar eða óforbetranlegir harðkroppar. Fyrir stjórnartíð Schwarzeneggers sem ríkisstjóri Kalíforníufylkis lék hann í örfáum hasarhlutverkum og merkilegast þeirra var endurkoma hans sem tortímandinn í Terminator 3: Rise of the Machines (2003, Johnathan Mastow), á meðan fór Stallone með aðalhlutverkin í glæpahasarmyndum Get Carter (2000, Stephen Kay) og Avenging Angelo (2002, Martyn Burke) en hvorugar gerðust hornsteinar í kanónu hans sem hasarleikari. Þetta er einmitt um það tímabil þar sem aldur þeirra gerðist æ áberandi og hlutverkin þeirra urðu efnisminni. Sú flóra hasarmynda sem unnu sér mikilla vinsælda á síðasta áratug innihéldu ekki þessi vöðvabúnt og var nærvera þeirra í hasargreininni ekki eins eftirsóknarverð og á níunda og tíunda áratugnum. Þetta leiðir til umræðunnar um hasarstjörnurnar Schwarzenegger og Stallone á tímamörkum þegar aldur þeirra hefur nálgast tilteknu skeiði þar sem ímynd þeirra samsvarar ekki lengur þeirra framandi harðkroppum úr blómaskeiði vöðvabíósins. Ellin er óhjákvæmileg og fylgifiskar hennar er hrörnun, úrkynjun eða framfarir á stjörnuímynd leikaranna í Hollywood. Reni Celeste skrifaði um ódauðleika stjarnanna og getu þeirra til að rísa upp frá dauðum á táknlegan hátt en þegar litið er á endurreisn Stallones, þá verður einhver hallærisleg árátta hjá honum áberandi í hlutverkum hans þar sem hann reynir með eintómri örvæntingu að viðhalda harðsnúnu hasarímynd sinni, þrátt fyrir háan aldur. Fjallað hefur verið um svipað atvik með tilliti til ferils Clints Eastwoods í bókinni Impossible Bodies en athyglisvert er að bera saman leikaranna Eastwood, Stallone og Schwarzenegger með hugmyndir hennar Chris Holmlund, höfund bókarinnar, um Clint Eastwood í kaflanum „The Aging Clint“ og rýna í breytingar á karlmennsku ímyndinni sem fylgir ellinni. Ein setning í upphafi kaflans reynist ágætur fyrirboði um framtíð hasarsins í Hollywood og einnig endurvakningu vöðvabíósins. Holmlund vísar þá í menningarfræðinginn Margaret Gullette sem segir að „aldur, ekki kyn, mun einkenna næstkomandi markað [þ.e.a.s. Hollywood] kerfisins.“83 Hér er verið að tala um heljartak karlstjarnanna í Hollywood á sinni eigin stjörnuímynd og dæmigerðu hlutverkunum sem þeir gjarnan halda sig við, annaðhvort eru þeir

83 Holmlund, Chris, 2002, bls. 144.

21

í afneitun vegna aldurs síns og ókosta hans og reyna að vinna bug á eigin hrörnun eða eru hreinlega fastir í sínum gömlu hlutverkum. Athyglivert er að bera þessi ofangreindu atriði um stjörnuímynd og elli við bæði framhöldin á sígildu hlutverkum Stallone og Schwarzenegger, Rambo (2008), Rocky Balboa (2006, Stallone), Terminator 3 (2003, Jonathan Mostow) og að lokum stórhasarmyndina The Expendables (ásamt framhaldsmyndum) og Terminator Genisys (2015, Alan Taylor) í næstu köflum. Rocky Balboa og Rambo líta aftur á atkvæðamikinn feril samnefndu persónu myndanna með aðdáun en einnig eftirsjá, snefil af söknuði og umfram allt, óöryggi með karlmennskuna. Sextán ár liðu á milli útgáfu fimmtu myndarinnar í Rocky-myndaröðinni og þeirri sjöttu en Rocky V bauð upp á hetju sem hafði fallið niður metorðastigann og glatað auðæfum sínum í misheppnuðum fasteignaviðskiptum. Hann er ófær um að stíga aftur í hnefaleikahringinn að sögn læknis sem neyðir hann á eftirlaun (Stallone er 53 ára þegar hann leikur í myndinni). Þegar Rocky mætir ungum og efnilegum áhugahnefaleikakappa, Tommy Gunn, bindur hann formlega enda á tíð sína sem niðurbrotinn hnefaleikakappi og gerist þjálfari hans. Krakkinn virðist einstaklega efnilegur og Rocky gerist föðurímynd drengsins, þetta fer fyrir brjóstið á syni hans, Robert. Seinna finnur Tommy sér nýjan þjálfara sem lofar honum alvöru frægð og frama og Tommy brennur allar brýr að baki sér með Stallone og elda þeir grátt silfur saman. Drengurinn verður síðar að helsta andstæðingi Rockys og í lokin útkljá þeir málin í hringnum og eftir átakanlega baráttu milli þeirra, ber Rocky sigur út býtum. Niðurstöðu bardagans má túlka á þá leið að hugmyndafræði gömlu hasarstjarna vöðvabíósins lifi enn góðu lífi á hvíta tjaldinu. Rétt eins og kapparnir táknuðu mikilfenglega hernaðarvald Bandaríkjanna á níunda áratugnum, þá hafa vöðvarnir ekkert rýrnað með aldrinum, hvað þá yfirburðir þeirra gegn hrokafullri æsku sem vill spreyta sig gegn lifandi goðsögnum.84 Að stilla æskunni upp á móti ellinni hefur verið í tísku í rúma tvo áratugi hjá bæði Stallone og Schwarzenegger. Eastwood hefur að miklu leyti fagnað tilkomu ellinnar og nýtt sér hana í myndunum sem komu eftir Unforgiven (1990, Eastwood) en meðal þeirra er myndin Gran Torino (2009, Eastwood) en Clint leikstýrir henni og fer með aðalhlutverkið

84 Svipað mynstur er áberandi í frásögn Unforgiven þar sem Schofield-pilturinn sannfærir Munny (leikinn af Clint Eastwood) um að munda sexhleypuna á ný en drengurinn er greinilega mikill nýgræðingur í faginu þrátt fyrir gortað sig um látlausa skotbardaga hans og sigra, allt útúrsnúningur á viðburðum eða eintóm lygi. Munny hefur enga löngun til að hleypa af byssunni og löngu sætt sig við ellina, hann á erfitt við að stíga á bak hestsins og líkami hans er veikburðari sem samsvarar aldri. En þrátt fyrir fylgifiska ellinnar, bera bæði Rocky og William Munny sigur úr býtum og sanna sig með ofjarla allra sem bjóða þeim birginn og æskan, Tommy og Schofield- pilturinn, þrátt fyrir hraustleika hennar og úthald er hún enginn jafnoki þessara reyndu karla, byssubrandinn Eastwood og úthaldsmikla Stallone. Vert er að nefna hér athugasemd kvikmyndagagnrýnandans Rogers Eberts um nafnið á drengnum, en óskrifaða reglan í villta vestrinu var sú að menn unnu sér gælunöfn í samræmi við verknað þeirra og athæfi, en Schofield-pilturinn skírði sjálfan sig og það brýtur í bága við hefðir vestrans og því ólögmætt gælunafn. Sjá „Unforgiven“: http://www.rogerebert.com/reviews/great-movie-unforgiven-1992

22

sem gamla stríðshetjan og bitri harðjaxlinn Walk Kowalski sem virðist eiga ýmislegt óuppgert með æskunni í nágrenni sínu.85 Í kaflanum „The Aging Clint“ í bókinni Impossible Bodies er fjallað um lacaníska nálgun á ástandi gömlu stjarnanna sem áður voru höfðingjarnir í dæmigerðri ímynd um karlmennsku á hvíta tjaldinu.

As older bodies become less reliable, what is whole is increasingly felt to reside within the individual. As a result, psychoanalyst Charlotte Herfray posits an inverse mirror stage of old age: where Lacan argued that in childhood the mirror image proffers a narcissistic ideal ego as model for the forming ego, Herfray maintains that in old age the mirror represents a narcissistic affront to, even an attack on, the adult ego.86

Þetta á vel við ímynd karlmennskunnar sem Clint táknar í Unforgiven sem og hetjuna sem eldist í takt við leikarann og síminnkandi úthald hans sem nær hápunkti í myndinni Gran Torino þegar Eastwood er orðinn stirður, hæglátur, einangraður, yfirgefið gamalmenni og dauðvona. Hægt er að færa rök fyrir því að Eastwood hafi fetað svipaðan farveg og Stallone í nútímanum. Frásögn Gran Torino er ekki ósvipuð Unforgiven (hreinræktaður vestri), hún gerist bara í borginni þar sem trausti skjóturinn hans er sígildur kaggi sem nágrannar dást að, Eastwood er bara orðinn töluvert eldri. Hann leikur enn útlagan sem tekur réttlætið í sínar eigin hendur (nálíkt Rambo) enda munu veikgeðja yfirvöld ekki bregðast við vandanum í nágrenninu.87 Ólíkt Stallone, svíkur æskan hann ekki líkt og í Rocky V (Tommy Gunn), Eastwood játar ósigur í ellinni, tilbúinn að hleypa æskunni að og sannar þar með eigin karlmennsku, kjark og fórnfýsi með því að fórna sjálfum sér fyrir réttlæti í Gran Torino. Seinna meir í kaflanum „The Aging Clint“ eru færð rök fyrir því að ákvörðun Clints að fela ekki aldur sinn heldur að taka honum fagnandi í hlutverkum sínum hafi verið mikilvægur þáttur í að varðveita eigin stjörnuímynd á fágaðan og virðulegan hátt.88 Annað sem vert er að taka fram er tvöfeldnin í kvikmyndaiðnaðinum og viðbrögðum við öldrun hjá kynjunum. Karlmenn fá gjarnan meira svigrúm á þessu sviði og hafa skýrt leyfi til að eldast. Chris Holmlund segir meðal annars: „[...] reason might be that in our culture, women are aged twice, once at menopause and once in old age, wheras men are only officially aged once, at

85 Hann nýtur eftirlaunaáranna sitjandi á verönd sinni, drekkandi bjór og minnist látinnar eiginkonu sinnar ásamt því að bölva nútímanum og úrkynjun nágrennis hans sem er þakið illskeyttum ungmennum og í almennri niðurníðslu. Atburðarásin og frásögnin er ekkert ný af nálinni þar sem gamalmennið þarf að snúa aftur til leiks til að framfylgja göturéttlæti fyrir hönd ungmennis sem hann hefur tekið undir verndarvæng sinn og í kjölfarið fórna sjálfum sér fyrir góðan málstað. 86 Holmlund, Chris, 2002, bls 145. 87 Færa má rök gegn þessu enda fórnar hann sjálfum sér fyrir réttlætið og þar með bjargar örlögum æskunnar sem honum þykir vænt um. Stallone hefur ekki náð svo langt. 88 Sama rit, bls. 155.

23

retirement. A change is, however, [...] middle-aged and older men, like younger and older women, are increasingly urged by advertising and mass media to stay young“89 en þetta var skrifað árið 2002, stuttu fyrir útgáfu Rocky Balboa og Rambo. Rocky Balboa er einstök að því leyti að þar hafði Stallone náð sextugsaldri við útgáfu myndarinnar. Eiginkona Rockys er látin og hann býr einn í látlausu húsi í úthverfi Philidelphiu og hefur notið þessa að reka eigin veitingastað sem laðar að sér viðskiptavini vegna frægðar hans. Rocky er samt bersýnilega enn í góðu formi þrátt fyrir aldur og æfir sig daglega á morgnana í sérútbúinni líkamsræktaraðstöðu í bakgarðinum. Fyrri hluti frásagnarinnar er atburðarlítil og snýst aðallega um fyrirhafnarlítið líf hans sem veitngastaðaeigandi og góðvilja hans þegar hann tekur ungmenni og móður hans undir sinn verndarvæng eftir að sonur hans, Robert, sem er floginn úr hreiðrinu getur ekki höndlað skuggann er gnæfir yfir honum vegna áratugalangrar sigurgöngu pabba síns í hnefaleikum. En þrátt fyrir maklegu málalok Rockys úr hnefaleikadýrðinni býðst honum að fara aftur í hringinn og keppa við ósigraða kjaftfora kappann Mason Dixon, því að tölvuhermir sýndi fram á að Rocky hefði burstað hann þegar hann var í sínu besta formi. Fortíðarþráin kraumar í huga Rockys. Þrátt fyrir einróma andstöðu íþróttanefndar borgarinnar sem úthlutar leyfi til að stunda hnefaleika og frá einum nánasta vini og bakhjarli, Pauly, sem spyr hann: „haven’t you peaked yet?“, þegar Rocky gælir við hugmyndina um að klæðast boxhönskunum á ný. Rocky stóðst öll próf og þolraunir íþróttanefndarinnar en er samt í fyrstu synjað um að stíga aftur í hringinn vegna samvisku nefndarinnar og áhyggna að aldurinn trompi og stofni honum í hættu. Rocky flytur tilfinningaþrungna ræðu um einstaklingsfrelsi og sömuleiðis aldursfordóma en í raun er hún forvitnileg vegna þess hversu mikið yfirlýsing nefndarinnar ristir í karlmennsku hans og ímynd sem nær ósigrandi ofurmenni og endurspeglast það síðar í Rambo og í The Expendables. Rocky talar af miklum ákafa um einstaklinginn og svokallaða eftirsókn hamingjunnar (e. pursuit of happiness) og ber hana saman við mannréttindi, hann fordæmir skrifræði og hagsmunagæslu yfirvalda sem traðka á réttindum og ástríðu hans. Þetta minnir óneitanlega á hugmyndafræði vöðvabíósins og karlmennskuáráttu Reagans sem berst statt og stöðugt fyrir einstaklingnum og andófi gegn íhlutun yfirvalda á einstaklinginn. Yfirvöldin gefa eftir og hann fær leyfið til að iðka hnefaleika á ný. Í kjölfarið tekur við þrotlaus þjálfun þar sem helsti þjálfari hans fullyrðir að aldurinn hafi gert hann stirðan og hægan og því þurfi hann helst að beita hreinu afli í höggum sínum. Stallone, sem Rocky, hefur greinilega haldið sér í formi fyrir myndina og sést það þegar hann stígur í hringinn, jafn

89 Sama rit, bls. 144.

24

vöðvamikill og nokkurn tímann áður, kannski stæltari og einu ummerkin um aldurinn eru í andlitinu sem hefur gengið undir hnífinn nokkrum sinnum og útskýrir það stífleikann (hluti af áráttu hans til að sporna gegn ummerkjum ellinnar).90 Það munar á mjóu í bardaganum og stigagjöfin var nánast hnífjöfn en Mason bar naumlega sigur úr býtum, áhorfendur hrópa samt nafn Rocky fyrir veglega tilraun hans. Goðsögnin, þótt hún hafi verið sigruð, er samt nánast óviðjafnanleg líka á móti yngstu og fremstu keppendunum í greininni, aðeins þeir efnilegustu eiga roð í manninn. Karlmennskan er hólpin í höndum Rocky og í kjölfarið Stallone (sem er eina mögulega birtingarmynd hans) sem sannar að fáir eru jafnokar hans á heimavelli og hægt sé að vinna bug á ókostum ellinnar með vilja. Helsti keppinautur hasarhetjunnar á þessum aldri er fyrst og fremst hugarfarið. Líkt og Holmlund segir, um leið og við eldumst, höfnum við aldrinum, þá sérstaklega ef hann tengist karlmennskunni og förum í vörn eða afneitun.91 Karlmennskan á hvíta tjaldinu sem áður var samofin Reagan-hugmyndafræðinni og síðan stakkaskiptum í samfélaginu, t.d. hjá Bush og Clinton hefur að miklu leyti staðnað eða fjarað út vegna samfélagsbreytinga og væntinga hjá áhorfendum, fleiri leikarar tóku af skarið sem litu hversdagslegri út sem áhorfendur gátu samsamað sig við. Ekki var leit að sameiningartákni sem Reagan bauð upp á heldur að einhverju heilnæmara. Endurkynni Stallones við gömlu hlutverkin sín voru vissulega ekki tilefnislaus. Til að gulltryggja það að ímynd hans sem harðsnúinn hasarleikari með óbugandi harðkropp væri gerð eilíf, var tilvalið að bursta rykið af John Rambo og munda stóru byssurnar á ný. Hann var orðinn 62 ára gamall og alls ekki búinn að segja sitt síðasta. Hann var jafn sprækur og nokkurn tímann áður og sannaði það með endurkomu sinni í Rocky Balboa. Nú var stefnt að hráasta formi vöðvabíósins, bara hreinn hasar yfirfylltur testósterón, hómóerótík og forboðinni sjónrænni nautn karláhorfandans.

90 Holmlund, Chris, 2014, bls. 4. 91 Holmlund, Chris, 2002, bls. 155.

25

Æskan tekin í bakaríið: The Expendables og póstmóderníska vöðvabíóið

It ain't about how hard you hit. It's about how hard you can get hit and keep moving forward; how much you can take and keep moving forward. That's how winning is done! – Rocky Balboa

Efasemdaraddirnar voru kveðnar í kútinn, harðkroppurinn var kominn aftur til að vera og Stallone sannreyndi það án þess að stíga út fyrir þægindarammann, framhaldsmyndir og líkamlegir yfirburðir sem einkenna feril hans. hann var, er og mun líklegast ávallt vera svokallaður leikari líkamans, leikari sem hampar líkama sínum.9293 En aldur og niðurlot er ekki samheiti yfir John Rambo sem sýndi ávallt fram á að líkami hans og færni átti ekki sinn líkan, hann var meistari réttlætisins og forvígsmaður einstaklingsfrelsisins og hafði yfirburði yfir illskeytt yfirvöld, vanmáttugar stofnanir eða illvirki. En í Rambo er sjónum beint að mislyndum og tregum John Rambo sem hefur sest að í óbyggðum Búrma þar sem hann veiðir snáka og selur á svörtum markaði. Dag nokkurn koma til hans bandarískir trúboðar með tilboð um að leiða þau um hættulegar stríðshrjáðar slóðir að þorpi sem sárvantar trúarbragðarkennslu. Eitt leiðir að öðru og stuttu eftir komu þeirra, ráðast illskeyttir hermenn á þorpið, slátra þorpsbúunum og fanga trúboðana. Í kjölfarið slæst Rambo í för með hrokafullum skæruliðum til að bjarga samlöndum sínum. Rambo er ennþá jafn bölsýnn á heiminn og áður, 94 bitur og svartsýnn en samt velviljaður og kemur fólkinu í neyð til aðstoðar góðfúslega. Persónan er einnig jafn torræð og margslunginn og áður. Hann þjáist enn illa af áfallastreituröskun og þráir enn tilbreytingasnautt líf án átaka. Myndin vísar í raunir söguhetjunnar úr fyrri myndum með óhugnanlegum endurlitum. Rambo rifjar upp átakanlegar minningar um blóðsúthellingar og mannvonsku, eitthvað sem hefur valdið honum miklu hugarangri. Þrátt fyrir að vera á sextugsaldri var ekki tilefni til að setjast í helgan stein líkt og með Rocky í Rocky Balboa – síðari persónan auðvitað lifði við svipaðar aðstæður en Rocky var ekki tilneyddur í hringinn heldur þjáðist hann særðu egói og óöryggi vegna aldurs síns, Rambo fann sig knúinn til að fara hamförum aftur í frumskóginum vegna góðrar samvisku og

92 Holmlund, Chris, „Celebrity, ageing and : middle-aged Asian in transnational action“, Celebrity Studies, 17. mars 2010, 1:1, bls. 96-112, hér bls. 106. 93 106. Hvað líkamlegur leikari varðar, þá eru Stallone og Jackie Chan bornir saman, báðir eru komnir á eftirlaunaaldur en neita að láta það aftra sér. Holmlund skrifar: „None is a physical performer on par with Chan or Stallone“, rétt væri að lýsa þeim sem leikurum sem reiða mest á listir sínar sem bardagamenn eða vöðvabúnt, líkamlegir yfirburðir þeirra eru ávallt í hávegum hafðir og grundvallaratriði í fráögn mynda sinna.

94 „Fuck the world“ hreytir hann út úr sér þegar einn trúboðanna reynir að sannfæra hann um að heimurinn sé ekki eins svart hvítur og hann ímyndar sér.

26

vitandi það að hann væri ómissandi í björgunarleiðangurinn vegna reynslu og afburði í herkænsku sem reynist síðan ómetanlegir. Boðskapurinn er opinn til umræðu en hægt er að færa rök fyrir því að hér sé Rambo (og í senn Stallone) risinn upp og sé, í takt við stjörnuímyndina og helgimynd hennar, alvöru bjargvættur trúboðanna. Nú mátti breiða út fagnaðarerindið um að Stallone, fyrirmynd (og fyrirsæta) vöðvabíósins sé upprisinn. Rambo og Rocky eru merkingarþrungin hlutverk sem hann (og aðrir) hefur nýtt sér til að móta önnur hlutverk í hasarmyndum. Hægt er að færa rök fyrir því að þetta sé ákveðin sjálfhverfa hjá honum að leika alltaf sömu hlutverk (eða hlutverk sem stæla hans sígildu) en það er ljóst að Stallone var í persónulegri herferð gegn eigin elli og á áliti annarra á getu eldri leikara að leika í líkamlegum og áreynslumiklum hlutverkum. Vöðvabíóið (sannarlega hans yfirráðasvæði) var opið öllum sem þorðu og vitanlega stóðust hörðustu líkamskröfur þess þar sem harðkroppar Schwarzeneggers og Stallones eru til fyrirmyndar og standast tímans tönn. Líkt og Rambo og Rocky Balboa sanna. Í umfjölluninni um guðdómlegu stjörnuímyndina og Marilyn Monroe skrifar Reni Celeste eftirfarandi:

Norma Jean became Marilyn Monroe. The Shadow of the mask of Marilyn is Norma Jean. Both are essential to her myth. The one is buried beneath the other. But she does not represent a „norm“ or „mass“ in an allegorical manner, where she is just one example of a universal. She is absolute singularity. She can be copied, made into a stereotype, but she cannot be replaced.95

Þegar þetta er haft til hliðsjónar má lesa svipað úr hugarfari Stallones sem álítur sjálfan sig vera órjúfanlegan þátt hasarbíósins. Með endurkomu sinni í vöðvabíóið, með sígildu hlutverkin sín, vildi hann undirstrika mikilvægi nærveru sinnar í hasargreininni og að ímynd hans, bæði í fortíð og nútíð, sé viðmiðið hvað líkama og úthald varðar. Hann er, líkt og Monroe, sérkenni vöðvabíósins, einstök táknmynd þess sem hægt er að stæla en ekki hægt að skipta út fyrir einhvern annan. Hann er útskiptanlegur karakter en ómissandi ímynd. Á þessum tímapunkti var orðið ljóst að Stallone hafði gert tilkall til hasarímyndar sem hafði fjarað út og tilheyrt liðinni tíð. Hasarhetjan var síbreytilegt form og var bundin leikurum í takt við tíðarandann en þrautseigjan Stallones eftirtektarverð. Vöðvabíóið sem hann tilheyrði og réði að stórum hluta hafði ekki þroskast almennilega ef rýnt er í hlutverkið hans í fimmtu Rocky myndinni og að einhverju leyti í Rocky Balboa. Stallone hefur ekki beinlínis tekist að standa jafnfætis á þeirri mjóu gjá sem aðskilur æskuna og ellina. Hann þarf stöðugt að sanna sig með aldrinum sem harðfengna hasarhetju og forystumann hasargreinarinnar sama hvað á

95 Celeste, Reni, bls. 35.

27

bjátar, þar sem líkami hans er undir stöðugu áhlaupi en í senn ósæranlegur. Þennan áratugu má líta á sem endurreisn hans sem hasarhetju en einnig úrkynjun á sígildu ímynd vöðvabíósins, æskan og ellin eru ekki eitt, fimmta og sjötta Rocky myndirnar koma því vel á framfæri þar sem ungir og efnilegir kappar sem mæta Rocky eru ekki með glæsilegar sigurhorfur. Stallone sem stjarna með skýrar væntingar bundnar við ímynd hans olli fáum vonbrigðum í Rocky Balboa, þetta var tilraun til að undirstrika líkamlegu getu hans og hreysti, hann þaggaði í efasemdarröddunum með frammistöðu sinni í myndunum sem luku með tignarlegum en tæpum ósigri (Rocky sigrar í fimmtu). Sömuleiðis í Rambo fer Stallone hamförum og leggur illskeyttu hermennina að velli með hríðskotabyssu og áorkar einhverju sem hinir skæruliðarnir voru ófærir um vegna reynsluleysis. Að vísu var Rambo einnig einlæg kveðja til aðdáenda en John Rambo snýr aftyr heim til Rambo býlisins í Kansas í lok myndarinnar.

Nýja vöðvabíóið: minnimáttarkennd hjá stórmönnum? Óöryggið með karlmennsku náði hápunkti í The Expendables, vöðvabíóið í sínu tærasta formi var endurvakið í takt við stefnuna á níunda áratugnum án samfélagslegra aðstæðna sem kölluðu á táknræna endurspeglun. Það var engin innistæða fyrir þessum tilkomumikla hasar sem skartaði stærstu hasarstjörnum níunda áratugarins ásamt nokkrum nafntoguðum hasarkörlum sem komust í sviðsljósið upp úr aldamótunum, Jason Statham og Jet Li sem dæmi. Myndin var skýr endurkoma á ákveðni tegund hasargreinarinnar. Hún hafði þroskast mikið með árunum og gerðist einstakur stökkpallur fyrir leikara til að koma sér betur á framfæri og tileinka sér íkonísk hlutverk. Auðvelt er að verja þessa fullyrðingu með myndaröðinni um minnislausa ofurspæjarann Jason Bourne með Matt Damon í aðalhlutverki og einnig þá flóru hasarmynda sem óx fiskur um hrygg frá aldamótunum með kvikmyndaröðinni um Spider-Man með ungmenninu Tobey Maguire sem kóngulóarmennið. Báðir Damon og Maguire tóku skýrt fram að leikarar með hófsamari líkama sem meðalmaðurinn gæti sjálfur öðlast væri hið nýja viðmið í hasarnum og myndir þeirra voru gríðarlega vinsælar,96 eitthvað sem forverar þeirra (hversdagslegu hasarhetjurnar), Bruce Willis og Keanu Reeves afrekuðu líka á tíunda áratugnum og varð að gegnumgangandi tísku sem þótti betur við hæfi. Einnig er hægt að færa rök fyrir því að vöðvabíóið var hálfpartinn

96 Spider-Man 2 (2004) þénaði til dæmis 783 milljónir dollara á heimsvísu en kostnaðurinn var ríflega 200 milljónir dollara, sjá „Spider-Man 2“: http://www.boxofficemojo.com/movies/?id=spiderman2.htm. Þriðja myndin um Jason Bourne rakaði inn 442 milljónum dollara en hún var tekjuhæst í myndaröðinni, sjá „Bourne Ultimatum“: http://www.boxofficemojo.com/movies/?id=bourneultimatum.htm.

28

endurlífgað óvænt með myndinni 300 (2006) um þrjúhundruð Spartverjana og konung þeirra sem gættu ríkis síns gegn víðtækri árás frá Persum. Spartverjarnir sem prýða myndina voru allir sannarlega vöðvum gæddir ásamt ýktasta og jafnframt hráasta form karlmennskunnar sem hægt er að ímynda sér. Allir Spartverjarnir voru berir að ofan með prýðilega magavöðva og unnu bug á öllum mögulegum árásaraðilum með afburðarherkænsku sinni og þéttri samheldni líkt og í The Expendables. Útgáfa The Expendables var hlaðin miklum eftirvæntingum (líkt og hér á landi með aðdáendaklúbbnum hans Stallones og tilheyrandi inntökuprófi) en einnig tortryggni, þ.e.a.s. karlmennskukvíða, sem Stallone var ábyrgur fyrir og gerðist æ áberandi í viðtölum við hann en tilkoma myndarinnar var ekki tilefnislaus (þó kannski innihaldslaus) né ófyrirsjáanleg. Honum fannst hart vegið að hasargreininni sem hann taldi sig eiga forræði yfir og væri samofið hans eigin hasarstjörnuímynd, að hans mati átti John Rambo að vera viðmiðið ekki skotspónn hasargreinarinnar í nútímanum.97 Í viðtali við The New York Times fannst Stallone eins og að hasargreinin hafi tekið vitlausa stefnu um aldamótin og það væri skýrt markmið hans að rétta úr henni til að varðveita þá helgu ímynd og væntingar sem áhorfendur gerðu til greinarinnar á níunda áratugnum þegar hann og Schwarzenegger voru stærstu tákn hennar. Aðstæðurnar voru ekki endilega ósvipaðar og á Reagan stjórnartíðinni, Bandaríkin heyjuðu umdeilt stríð í Írak sem síðar naut ekki mikillar hylli almennings og á alþjóðavísu og í þokkabót var skæruliðahernaður umdeildur þáttur ágreiningsins. Stallone reynir að fegra ímyndina í kringum skæruliðahernað og vildi fjarlæga smánarblettinn sem þjakaði slíkar stofnanir: „The idea was to make an old-fashioned action movie about soldiers of fortune, „back when „mercenary“ wasn’t such a dirty word because of private contractors’ dealings in Iraq“ sagði einn framleiðandi myndarinnar98 en árið 2009 var Bush yngri, forystumaður átakanna í Írak farinn frá völdum og 44. forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, tekinn við. Andstæðukerfið er ansi áberandi í myndinni og líkt og tíðkast í gamla vöðvabíóinu, bandarísk yfirvöld eru vanmáttug eða of smeyk til að takast á við slík verkefni sem hinum „útskiptanlegu“ bjóðast, enda ekkert hik hjá þeim að þiggja slíka hættu. Að auki er vottur af fortíðarþrá og fyrirlitningu í yfirlýsingu Stallones um hasargreinina í nútímanum. Ungu og

97 Vísað er reglulega í Rambo og frasa hans úr myndunum ásamt stórýkta ofbeldinu í kringum hann í meginstraumnum. Skemmtilegt dæmi um þetta er myndin UHF (1989) sem skartar spaugsöngvarann „Weird“ Al Yankovic í aðalhlutverki, hann stælir ýmislegt stórhlutverk í myndinni líkt og Conan og Indiana Jones en fer einnig í búning Rambos og hermir eftir hallærislegu atriði úr Rambo III (1988). Myndin var þýdd sem Stöð sex 2. 98 Cieply, Michael, „Return of the Action Flick All-Stars“, The New York Times, 28. júní 2010, sótt 2. apríl 2017 af: http://www.nytimes.com/2010/06/29/movies/29expendables.html

29

upprennandi hasarhetjurnar voru að hans mati „óekta“ eða „ósannar“99 og helstu rökin fyrir þeirri fullyrðingu er að tæknin nú til dags getur gert hvaða leikara sem er að hasarhetju – „þegar stjörnur gátu límt vöðvana á sig, þá var öllu lokið“ sagði Stallone í sama viðtali. Vöðvabíóið er greinilega að hans mati tærasta form hasargreinarinnar, vöðvar og látlausar sprengingar og gróft ofbeldi án íhlutanir kvenna er enn staðallinn í dag þrátt fyrir að hann hafði yfirgefið Reagan hugmyndafræðina á sínum tíma sem umlukti vöðvabíóið og áhersluna á líkamlega yfirburði og óhófsemi ásamt ofgnótt ofbeldis. Viðtalinu lýkur á áhugaverðum nótum, Stallone segist vera þreyttur á raunsæisskorti í hasargrein nútímans og spáir fyrir auknum hasar með miklum svita (í mynd sinni og vöðvabíóinu sem var á uppleið á ný). Ungu og upprennandi stjörnurnar sem vilja spreyta sig í greininni eru óviðurkenndar uns þær fylgja hálffirrtu stefnu hans og ávinna sér Stallone gæðastimpilinn og hljóta tignarheitið „hasarhetja“. Þetta undirstrikar bæði fælingarmætti (e. exclusivity) í vöðvabíóinu og afturhaldssemi þess ásamt karlmennskukvíðann sem fylgir ellinni. Stallone lék í hnefaleikamyndinni (Peter Segal leikst.) árið 2013 á móti Robert De Niro (sem lék í Raging Bull árið 1980 sem hnefaleikakappinn Jake Le Motta). Frásögnin dregur greinilega mikinn innblástur úr Rocky Balboa en atburðarásin og helstu átök myndanna eru einstaklega svipaðar. Myndin byrjar á tölvugerðum bardaga milli Kid (De Niro) og Razor (Stallone) á hápunkti ferla þeirra. Eftir persónulegar deilur milli þeirra í hringnum og utan hans, sögðu þeir skilið við ferla sína og fóru í sitthvora áttina. Árum seinna (í nútímanum) var stungið uppá að þeir skyldu mætast aftur í hringnum til að útkljá málin í hnefaleikaviðureign aldarinnar. Sami undirliggjandi kvíði er til staðar og í Rocky Balboa, blaðamenn eru furðu slegnir yfir bardaganum og spyrja sömu spurningar og dómnefndin í fyrrnefndu myndinni, hvort þetta sé nokkuð öruggt vegna aldurs þeirra. Einn aðstandandinn svarar fullum hálsi: „You are very disrespectful, a man turns 60 and all of a sudden you kick him out [of] the work place, that may have been fine a hundred years ago when men were dying at the age of 50. But in this world it’s different, in this world elderly are strong, their spirit is strong and they have a voice and that voice is in these two men and they will be heard“. Þetta undirstrikar hugarfarið hjá Stallone í endurreisn sinni og þeim mótbyr sem hann finnur fyrir. Hann hefur áður sannað yfirburði sína gegn æskunni og staðfest upprisu sína sem óviðjafnanlegt afl í vöðvabíóinu og óskeikul hasarhetja. Myndin er í sjálfu sér smá írónía ef litið er á endurkomu Stallones í vöðvabíóið með Rocky Balboa en þar barðist hann við meistarann Mason Dixon í hringnum sem var einnig nokkrum kynslóðum á

99 Þetta er einnig fjallað um í kaflanum „Stallone, Ageing and Action Authenticity“ í The Ultimate Stallone Reader en þar er fjallað um mótherja hans í myndinni Rocky Balboa sem hefur ekki sama „hjarta“ og Rocky. Holmlund, Chris, 2014, bls. 245.

30

eftir Stallone. Hér sækist hann eftir annarri fullgildingu sem ríkjandi hasarhetja Hollywoods, ekki bara sem óbugandi tröllið sem æskan á ekki roð við Stallone heldur einnig sem drottnara ellinnar í hasargreininni. Það má lesa ýmislegar þversagnir við þessa hugmynd en myndin endar á því að Razor (Stallone) ber naumlega sigur úr býtum gegn The Kid (De Niro) að mati dómaranna. Hann vill ekki særa egóið meðal jafnaldra sinna. Þetta er tilraun til að færa ellinni byr undir báða vængi í hasargreininni og afsanna „ranhugmyndir“ fólks um ellina. Þú ert fær um allt ef viljinn er fyrir hendi, þetta samsvarar boðskapnum úr gamla vöðvabíóinu sem leggur einnig áherslu á einstaklinginn og yfirburði hans ef hann lætur ekki bugast af mótbyr. Stallone hefur vissulega elst þokkalega, þrátt fyrir margvíslegar lýtaaðgerðir og sterahneyksli þegar gamlinginn sá sér ekki fært að halda í útblásnu vöðvana án steranna, sérstaklega á þessum aldri. Eftir tökur myndarinnar The Expendables dró hann sig í hlé úr stífu dagskránni til að viðhalda forminu og sagði meðal annars: „you learn that your body’s got to take a vacation, just deflate down“.100 Það er því óhætt að segja að um þetta leyti hafi Stallone verið í ákveðinni afneitun eða jafnvel haldinn mikilli áráttu við að viðhalda stjörnuímynd sinni sem er samheiti yfir harðkroppinn, sem er frábrugðið stefnu hans á tíunda áratugnum þegar hann mýktist. Æskan á líka erfitt til uppdráttar í vöðvabíóinu, þrátt fyrir skort á ungmennum í The Expendables, var Stallone tilbúinn með eitt hlutverk fyrir unga kvennagullið Liam Hemsworth (yngsti leikarinn þangað til), sem Billy the Kid, í anda alræmda byssubrandsins úr 19. öld, en hann deyr sorglegum dauðdaga þegar óforbetranlega illmenni sögunnar, með „merkingarþrungna“ nafnið Vilain (leikinn af Van Damme) sýnir bardagalistir sínar og sparkar sverði í gegnum hjartað hans þegar aðspurður hvort hann óttist sig ekki. Þetta staðfestir duldu ógnina sem Stallone stafar af í myndum sínum á þessu skeiði og karlmennskukvíðann, æskan er ekki jafn veraldarvön og tilbúinn líkt og þeir rosknu og reyndu. Samt sem áður var Billy undir verndarvæng Barney, forystumanns hinna útskiptanlegu, og Barney var kæri læriföður hans, dauði Billys var áfallamikill fyrir Barney og hrjáði enn þann gamla í þriðju Expendables myndinni, The Expendables 3 (2014, Patrick Hughes). Hann gerist varkárari og verndarvættur hópsins og hleypir ekki sínum nánustu í áhættusamt verkefni vegna góðrar samvisku (minnir á nefndina í Rocky Balboa sem hafnaði beiðni hans og rök þeirra). Þess í stað ræður hann aðra unga og óreynda skæruliða til starfa (og konu í þetta skipti, margverðlaunu bardagakonuna ) en að lokum sameinast gömlu seggirnir til að takast á við stærstu ógnina hingað til þegar kraftar ungliðana reynast

100 Holmlund, Chris, 2014, bls. 121.

31

ónægir en vel metnir í endalokin þegar allir nýliðarnir hafa staðist inntökuprófið og hljóta vígalega húðflúr hinna útskiptanlegu á þrútna upphandlegginn. Leikaralið Expendables myndanna og umlykjandi boðskapur þeirra sem fylgdi markaðsherferðinni leggur grundvöllinn að spánni um framtíð hasarhetjanna eftir tíunda áratuginn, þ.e.a.s. að aldurinn, ekki kyn, muni stýra fleyinu í hasargreininni. Það rættist að miklu leyti ef litið er einfaldlega á þetta samtíma ástand vöðvabíóisins en ekki þá fjölbreyttu flóru hasarmynda sem prýða hvíta tjaldið í síauknum mæli (ofurhetjumyndir innan Marvel- kvikmyndaheimsins sem dæmi). Nýja vöðvabíóið á árunum 2006 til nútímans einkennist af mikilli fortíðarþrá og afneitun, vöðvabíóið er hreinlega orðið úrkynjað en á sama tíma þægindarammi fyrir gamlar hasarhetjur. Schwarzenegger, sem leikur Trench í The Expendables myndunum, lét út úr sér hvatningarorð í heimildarmyndinni Pumping Iron þegar aðspurður um samkeppnina fyrir stóra mótið svarar hann af miklu sjálfsöryggi: „If you’re training hard, he may be training twice as hard. You just gotta keep coming back stronger,“ sem endurspeglar viðhorf forystumanna vöðvabíósins í dag og í raun kvíðann sem fylgir ellinni, afneituninni, vænisýkinni og ímynduðu áhlaupi á karlmennsku þeirra. Þeir verða að viðhalda vöðvunum með öfgakenndum leiðum, líkt og steranotkun hjá Stallone, þegar æskan nær í hælana á þeim en á sama tíma neita því að aldur þeirra sé að aftra þeim. Þetta er hluti af endurreisn þeirra (og þeirri trúarlegu upprisu sem Reni Celeste fjallaði um) sem gamlir karlskrjóðar í hallærislegri og örvæntingarfullri sókn til að láta ekki ímynd sína spillast sem þó misheppnast að einhverju leyti vegna þess hversu úrkynjað vöðvabíóið er orðið. Það er þeirra heimavöllur ásamt því að vera úreltur staðall.

Undanlátssemi í vöðvabíóinu: 2014 og uppúr Kvikmyndin Creed, nýjasta viðbótin í Rocky seríunni fór ekki framhjá mörgum enda vakti hún mikla lukku og var Stallone tilnefndur fyrir tilfinningaríku frammistöðu sína sem ástkæra íþróttahetjan á endastöð lífsins og byrjaður að kalka. Stallone, sem Rocky, hætti að fela gráu hárin (en skartar íkoníska brimhattinn til að fela ásjáanlegu ummerki ellinnar) og var gjörsamlega úthaldsslaus, þreyttur og lífsþrótturinn var að mestu leyti horfinn. Einnig er ástríða hans fyrir íþróttinni lítil sem engin. Dag nokkurn biðlar óskilgetinn sonur Apollo Creed (andstæðingurinn í fyrstu tveimur myndunum og síðar einn nánasti vinur í þriðju og fjórðu mynd), Adonis Johnson ( seinna í myndinni til að vekja athygli á sér með auglýsingaskrumi) til Stallone um að þjálfa sig til að gerast atvinnuhnefaleikakappi í stíl við föður sinn enda er hann hæfileikum gæddur. Rocky samþykkir en með trega og heimtar að þjálfa hann á sinn gamaldags hátt. Í miðju æfingarferlinu kemur í ljós að Rocky er með

32

læknanlegt krabbameint en hann hefur fátt að sækja í lífinu og lifir tiltölulega lítillátlegu lífi enn sem veitingaeigandi og fátt annað en það. Loksins hefur persónan sætt sig við ellina, hann hafnar krabbameinsmeðferð í von um að sameinast látnum vinum og eiginkonu snemma í framhaldslífinu. Þjálfunin og samband hans við Adonis er innihaldsríkt fyrir þann gamla og þeir stappa stálinu í hvorn annan, Rocky lætur sig hafa geislameðferðina og gulltryggir framtíð unga kappans sem þjálfari hans og fyrirmynd. Þessi karakterþróun á Rocky og umbreytingatími vöðvabíósins síðastliðin ár samsvarar eins, og áður var nefnt, stefnu Clints Eastwood þegar hárin byrjuðu að grána og hlutverkin hans urðu að vinna í kringum þær aðstæður, bæði í óeiginlegri merkingu sem og bókstaflegri. Það er óhætt að segja að vöðvabíóið tókst að yfirstíga eigið egó og hleypti æskunni að, þó með trega og varkárni til að sporna gegn mögulegri spillingu á fagurfræði hennar og heilsteyptri ímynd. Í Creed hefur aðalpersónan sætt sig við ellina og óhjákvæmu þætti hennar, hann lítur á æskuna með öðrum augum, ekki sem ógn eða að vegið sé að karlmennsku hans heldur með ánægju og stolti. Hann hlúar að syni Apollos Creed (sem að lokum fagnar látna föður sínum og tileinkar sér fjölskyldunafnið víðfræga Creed) og í stað þess að sanna eitthvað með atorku, finnst Stallone, sem Rocky, æskilegt að sleppa takinu á vöðvabíóinu sem hafði áður verið ætlað fáum útvöldum. Að vísu er þetta ekki undantekningarlaus þróun og framfarir á vöðvabíóinu, aðrir voru ekki jafn fúsir að láta frá sér kyndilinn og höfðu ýmislegt óuppgert á sviði vöðvabíósins. Schwarzenegger var ólmur að stíga aftur til leiks sem drápsvélin T-800 í kvikmyndinni Terminator Genisys, fimmta í Terminator röðinni og sú fjórða sem skartar hann í aðalhlutverki. Að þessu sinni eru persónunum gefnar aðeins meiri dýpt og baksaga þeirra sömuleiðis, þ.e.a.s. Sarah Connor og son hennar, John Connor ásamt föður, Kyle Reese. Kyle er sendur til fortíðarinnar til að gæta öryggi Sarah og framtíð John Connor, leiðtoga mótspyrnunnar gegn drápsvélmennunum. Það sem blasir við honum er óvænt tímalína þar Schwarzenegger, T-800 var endurforritaður fyrir löngu og sér um Sarah sem vígbúni verndarengill hennar. Atburðarásin í kjölfarinu er að miklu leyti í takt við fyrri myndirnar en markmiðið er að bjarga mannkyninu frá vargöld vélmenna undir leiðsögn gervigreindarinnar Skynet. Schwarzenegger virðist hafa orðið fyrir innblæstri frá félaga sínum og vöðvabúntinu mikla, Sylvester Stallone. Schwarzenegger, í sínu eðlilega formi, byrjar á því að tortíma yngri útgáfu af sjálfum sér í upphafi myndarinnar sem er bein tilvísun í fyrstu Terminator myndina. Vélmennið, sem og Schwarzenegger, hefur auðsjáanlega elst, hárið er töluvert þynnra og gráleitt, einnig er andlitið hrukkótt, ellinni samsvarandi. Þetta undrar Kyle sem er ekki vanur vélmennunum í návígi og spyr af hverju eitt slíkt skuli eldast en þá svarar Sarah að holdið

33

eldist á mannlegan hátt en það þýðir ekki að tortímandinn og járnbeinagrindin undir holdinu sé eitthvað aldurshnigin. T-800, nú kallaður Pops af Sarah, svarar fyrir sig og segir „I’m old, not obsolote“ hér tekur hann skýrt fram þetta mótbyr sem blæs á gömlu hasarhetjurnar, að utanverðu hefur holdið elst en hann er sami harðjaxl að innan.

34

Niðurlag: óstöðvandi vöðvabíóið Ljóst er að vöðvabíóið í sinni upprunalegu mynd hefur ekki náð að viðhaldast í endurkomu þess á síðasta áratugi þó svo að helstu leikarar fyrirbærisins, Stallone og Schwarzenegger, séu forystumenn endurkomu vöðvabíósins einnig sígildu útgáfu þess. Áður fyrr táknaði vöðvabíóið nýju stefnurnar í bandarískum stjórnvöldum; nýja hægrið og fyrirmyndarskipulag Ronalds Reagans. Hetjur vöðvabíóisins (Rocky, Rambo, T-800) voru helstu fulltrúar stefnunnar á hvíta tjaldinu á níunda áratuginum. Líkamar þeirra, kænska og úthald voru, að mati Reagans, fyrirmyndir fyrir bandaríska manninn og form sem allir ættu að tileinka sér þrátt fyrir öfgar þess. Með tilkomu George Bush eldri sem forseta Bandaríkjanna urðu stakkaskipti í ímynd hasarhetjunnar og bitnaði það helst á vöðvabúntunum Schwarzenegger og Stallone. Nýjar áherslur á föðurhlutverk og almennt fjölskylduvænni stefnur leiddu til þess að hetjur Reagans urðu að mýkjast í anda hversdagslegu hasarhetjanna. Það var hart vegið að hugmyndafræði vöðvabíósins á þessum tíma og vegna ríkjandi hugarfar bandarísks samfélags og stjórnvalda, var ekki nægt svigrúm fyrir afturhaldssamar karlkyns hasarhetjur sem endurspegluðu ört vaxandi hernað Bandaríkjanna og nærvera þeirra skreytt með jákvæðum blæ. Á þessum tímapunkti var orðið ljóst að vöðvabíóið hafði dregið sig í hlé og harðskeyttu hasarhetjur þess urðu linari og vægari í hlutverkum sínum. Upp úr aldamótunum höfðu Stallone og Schwarzenegger náð sextugsaldri og þurftu á einhverskonar endurreisn til að viðhalda hasarímynd sinni og eini almennilegi grundvöllurinn til þess voru sígildu verkin sem teljast lykilverk kanónu vöðvabíósins (Rambo myndaröðin, Rocky, Terminator o.s.frv.). Endurkoman var fyrirsjáanleg að einhverju leyti og eðli hennar alls ekki dæmalaus. Hún virtist vera samofin þáttum úr stjörnufræðum og upprunalega eðli vöðvabíósins sem gerir óraunhæfar líkamskröfur til leikaranna en án aldursfordóma, eitthvað sem gerði Stallone kleift að snúa aftur í hringinn í Rocky Balboa og í stríðshrjáða frumskóginn í Rambo. Stallone var í „örlítilli“ tilvistarkreppu sem var bersýnilegt í áðurnefndum framhaldsmyndum á sínum sígildu myndum. Minnimáttarkennd einkenndi þessar myndir þar sem fylgifiskar ellinnar þjökuðu hann og hann þaggaði í efasemdaröddunum með glæsilega tilburði í hnefaleikum eða að binda enda á borgarstyrjöld í frumskógum Búrma. Til að varðveita hasarímynd sína og gera hana ódauðlega, þurfti hann að sanna yfirburði sína gegn ungum og efnilegum köppum í Rocky, Rambo og síðar í The Expendables myndaröðinni. Fulltrúar vöðvabíósins gamla samsvöruðu hernaðarvaldinu á níunda áratugnum en í nútímanum leitast þeir eftir (og bókstaflega berjast fyrir) fullgildingu á stöðu sinni sem óviðjafnanlegar hasarhetjur sem gnæfa yfir aðra upprennandi leikara í greininni. Samkeppnin er gríðarleg og hefur sýnt sig vera eftirsóknarverðari en gömlu skarfarnir. The Expendables

35

endurvakti gamlar hefðir með því að reiða fortíðarþrá áhorfenda. Stallone stillir sig upp við vinsæla hasarleikara í myndinni ásamt framhaldsmyndunum á þeim forsendum að gera tilkall til greinar sem hefur verið gegnsýrð hversdagslegum leikurum. Þá leikara skortir útþanda vöðva sem eru einkenni líkamshreysti og yfirburði. Karllæga holdsdýrkunin er enn viðvarandi í þessu nýja bíói en hún samsvarar hugmyndinni um upprisu stjörnunnar til að gera ímynd sína ódauðlega. Endurreisn Stallones er því þakin karlmennskukvíða sem fylgir ellinni og síaukinnar samkeppni. Þversagnirnar í kringum yngri Stallone og ímynd hans á blómaskeiði vöðvabíósins eru enn viðvarandi í þessari nýju útfærslu á vöðvabíóinu. Í nútímanum hefur hann vikið frá boðskapi Reagan tímabilsins og þess í stað hafið herferð gegn hugmyndum almennings um ellina. Nú er snýst þversögnin um afneitun hans á eigin elli og skorar æskuna, sem og gömlu jafnoka sína, á hólm (sem er á skjön við það sem Eastwood gerði eða vöðvabúntin í forsetatíð Bush þegar þeir hlúðu að æskunni og litu ekki á hana sem ógn) til að sanna sig sem harðskeytta hasarhetju sem lætur ekkert aftra sér. Þessi stefna hjá Stallone ásamt Schwarzenegger í The Expendables myndaröðinni, Rocky Balboa og Grudge Match og einnig nýjustu viðbótinni í Terminator myndaröðinni endurspeglar sjálfhverfu þeirra og andstöðu við hugarfari samfélagsins um elli og vanfærni eldri leikara til að spreyta sig í kröfuhörðum hlutverkum. Þeir láta ekkert aftra sér og með stæltum líkama þrátt fyrir háan aldur sanna þeir að allt sé mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nýja vöðvabíóið er ekki, að hálfu leikara myndanna, einlægur virðingarvottur til liðinnar tíðar heldur sýnir úrkynjun á þessu fyrirbæri sem gerir fælandi og óraunhæfar kröfur til leikaranna. Við erum betur á að hafa leikara listarinnar frekar en leikara líkamans.

36

Heimildaskrá Alda Björk Valdimarsdóttir, Kvikmyndastjörnur, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006.

Altman, Rick, Film / Genre, London: British Film Institute, 1999.

„Bíósýning fyrir vöðvatröll“, Vísir, 13. ágúst 2010, sótt 22. febrúar 2017 af http://www.visir.is/g/2010975349103/biosyning-fyrir-vodvatroll.

Burr, Ty, Gods Like Us, New York: Anchor Books, 2013.

Celeste, Rene, „The Tragedy of Falling Stars“, Journal of Popular Film and Television, 2005, 33, bls. 29-38.

Cieply, Michael, „Return of the Action Flick All-Stars“, The New York Times, 28. júní 2010, sótt 2. apríl 2017 af http://www.nytimes.com/2010/06/29/movies/29expendables.html.

Dyer, Richard, „Don’t Look Now: The Male Pin-Up“, í The Sexual Subject. A Screen Reader in Sexuality, John Caughie og Annette Kuhn (ritstj.), London og New York: Routledge, 1995.

Egill Einarsson, „6 PRÓSENT FITA, 100 PRÓSENT GÆÐI“, DV, 16. ágúst 2010, bls 20.

Haskell, Molly, „Frá lotningu til nauðgunar “Fimmti áratugurinn““, í Kvikmyndastjörnur, Guðni Elísson (ritstj.), Reykjavík: Háskólaútgáfan, bls. 74-121.

Heiða Jóhannsdóttir, „Frásagnarfræði hasarmynda“, í Heimur kvikmyndanna, Guðni Elísson (ritstj.), Reykjavík: Forlagið, 1999.

Holmlund, Chris, „Celebrity Ageing and Jackie Chan: Middle-Aged Asian in Transnational Action“, Cinema Studies, 17. mars 2010, 1:1, bls. 96-112.

Holmlund, Chris, Impossible Bodies. Femininity and Masculinity at the Movies, London og New York: Routledge, 2002.

37

Holmlund, Chris, „Masculinity as Multiplie Masquerade. The ‘mature’ Stallone and the Stallone Clone“, í Screening the Male. Exploring Masculinities in Hollywood Cinema, Steven Cohan & Ina Rae Hark (ritstj.), London og New York: Routledge, 1995.

Holmlund, Chris, The Ultimate Stallone Reader, [rafrænt eintak frá höfundi] London og New York: Wallflower Press, 2014.

Jeffords, Susan, Hard Bodies. Hollywood Masculinity in the Reagan Era, New Jersey: Rutgers University Press, 2004.

Mulvey, Laura, „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“, Áfangar í kvikmyndafræðum, Guðni Elísson (ritstj.), Heiða Jóhannsdóttir þýð., Reykjavík: Forlagið,

Rodriguez, Rene, „The Expendables“, Miami Herald, 11. ágúst 2010, sótt 22. febrúar af http://www.miami.com/things-to-do-in-miami/the-expendables-r-4503/.

Ryan, Michael & Kellner, Douglas, Camera Politica, Indianda: Indiana University Press, 1990.

Tasker, Yvonne, Spectacular Bodies. Gender Genre and the Action Cinema, London og New York: Routledge, 1995.

„The Time Sylvester Stallone Taught Kurt Russell To Play Polo | The Oprah Winfrey Show | OWN“, YouTube, 18. mars 2016, sótt 12 apríl af https://www.youtube.com/watch?v=CsIQR1FM2po.

38

Kvikmyndaskrá

Avildsen, John G., Rocky, Chartoof-Winkler Productions, Bandaríkin 1976.

Brambilla, Marco, Demolition Man, Warner Bros., BNA 1993.

Burke, Martyn, Avenging Angelo, Dante Entertainment, BNA, Frakkland og Sviss 2002.

Butler, George, Pumping Iron, White Mountain Films, BNA 1977.

Cameron, James, Terminator, Hemdale og Pacific Western Productions, BNA 1984.

Cameron, Terminator 2: Judgement Day, Pacific Western Productions, BNA 1991.

Cannon, Danny, Judge Dredd, Hollywood Pictures, BNA 1995.

Chad Stahelski, John Wick, Thunder Road Pictures, BNA 2014.

Coogler, Ryan, Creed, Metro-Goldwyn-Mayer, BNA 2015.

Cosmatos, George, Rambo: First Blood Part II, Carolco Pictures, Bandaríkin 1985. de Bont, Jan, Speed, Mark Gordon Company, BNA 1994.

Donner, Lethal Weapon 4, Silver Pictures, BNA 1998.

Donner, Richard, Lethal Weapon, Silver Pictures, BNA 1987.

Eastwood, Clint, Gran Torino, Double Nickel Entertainment, BNA 2008.

Eastwood, Unforgiven, Malpaso Productions, BNA 1992.

Emmerich, Roland, Independance Day, Centropolis Entertainment, BNA 1996.

Golan, Menahem, Over the Top, Cannon Group, BNA 1987.

Harlin, Renny, Cliffhanger, Carolco Pictures, BNA 1993.

Hughes, Patrick, The Expendables 3, Millenium Films, BNA 2014.

Ivan, Reitman, Junior, Northern Lights Entertainment, BNA 1994.

Kay, Stepher, Get Carter, Morgan Creek Productions, BNA 2000.

39

Konchalovsky, Andrei, Tango & Cash, The Guber-Peters Company, BNA 1989.

Kotcheff, Ted, First Blood, Anabasis N.V., Bandaríkin 1982.

Lester, Mark, Commando, Silver Pictures, BNA 1985.

Lewis, Morton, Italian Stallion, Italian Stallion Productions, BNA 1970.

MacDonald, Peter, Rambo 3, Carolco, Bandaríkin 1988.

McTiernan, Die Hard with a Vengeance, Cinergi Pictures, BNA 1995.

McTiernan, Die Hard, Silver Pictures, BNA 1988.

McTiernan, John, Predator, Silver Pictures, BNA 1987.

Milius, John, Conan the Barbarian, Dino De Laurentiis Corporation, BNA 1982.

Mostow, Jonathan, Terminator 3: Rise of the Machines, IMF Internationale Medien und Film, C2 Pictures, BNA 2003.

Neveldine & Taylor, Crank, Lakeshore Entertainment, BNA 2006.

Neveldine & Taylor, Crank: High Voltage, Lakeshore Entertainment, BNA 2009.

Reitman, Kindergarten Cop, Imagine Entertainment, BNA 1990.

Reitman, Twins, Universal Pictures, BNA 1988.

Ritchie, Guy Snatch, Columbia Pictures, Bretland

Ritchie, Lock, Stock and Two Smoking Barrels, Summit Entertainment, Bretland

Scorsese, Martin, Raging Bull, , BNA

Segal, Peter, Grudge Match, Gerber Pictures, BNA 2013.

Stallone, Rocky Balboa, Metro-Goldwin-Mayer, BNA 2006.

Stallone, Rocky II, , Bandaríkin 1979.

Stallone, Rocky III, United Artists, Bandaríkin 1982.

Stallone, Rocky IV, United Artists, Bandaríkin 1985.

40

Stallone, Rocky V, United Artists, BNA 1990.

Stallone, Sylvester, Rambo, Millenium Films, Bandaríkin 2008.

Stallone, The Expendables, Millennium Films, BNA 2010.

Taylor, Alan, Terminator Genysis, Skydance Productions, BNA 2015.

West, Simon, , Millennium Films, BNA 2012.

Wong, James, The One, Revolution Studios, BNA 2001.

Yuen, Corey, Transporter, EuropaCorp,, Frakkland 2002.

Zhang Yimou, Hero, Sil-Metropole Organisation CFCC, Kína 2002.

41