BA, Síðasta Uppkast

BA, Síðasta Uppkast

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Kvikmyndafræði Harðskeytt gamalmenni Úrkynjun og endurreisn vöðvabíósins í nútímanum Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sindri Dan Garðarsson Kt.: 210993-3639 Leiðbeinandi: Kjartan Már Ómarsson Maí 2017 Ágrip Í þessari ritgerð er rýnt í hugtakið vöðvabíóið sem snýr að hasargreininni á níunda áratugnum og fylgst með þróun þess í gegnum árin og hver staða þess er í nútímanum. Inngangurinn hefst á því að fjallað er stuttlega um kvikmyndina The Expendables (2010, Sylvester Stallone) og viðtökur á henni sem endurspegluðu að miklu leyti viðtökur til vinsælustu kvikmynda upprunalega vöðvabíósins (First Blood (1982, Ted Kotcheff) og The Terminator (1984, James Cameron)). Ásamt því er rennt yfir upphaf ferla á helstu fulltrúum vöðvabíóisins, Sylvester Stallone og Schwarzenegger sem leika báðir í The Expendables. Í kjölfarið verður rýnt í þær samfélagslegu aðstæður sem kölluðu á slíkar myndir á níunda áratugnum og bornar saman við hugmyndafræði nýju hægri stefnunnar undir leiðsögn Bandaríkjaforsetans Ronalds Reagans. Stuðst verður við kenningar þekktra fræðimanna á borð við Laura Mulvey um stjörnukenningar og Rick Altman um greinafræði kvikmynda til að útskýra helstu breytingarnar sem hafa átt sér stað í vöðvabíóinu síðan forsetatíð Reagans lauk. Fyrsti kaflinn fer út í samanburð á stefnumálum Bandaríkjaforsetans George H. W. Bush, sem tók við af Reagan, og nýjum áherslum í hasargreininni. Stallone og Schwarzenegger víkja frá íhaldssömu og afturhaldssömu hlutverkum sínum sem mæddir stríðsmenn og ógnvekjandi stríðsvélar sem táknuðu fyrirmyndar karlmennskuna á sínum tíma en urðu síðar að óviðunandi ímynd sem samfélagið hafnaði og fordæmdi. Hér má færa rök fyrir því að vöðvabíóið og hugmyndafræði þess hafi liðið undir lok á hvíta tjaldinu. Fyrri hluti meginmálsins leitast við að útskýra endalok þess á fræðilegan hátt og einnig ræða um aðdraganda endurreisnarinnar sem átti sér stað á síðasta áratug með tilkomu myndanna Rocky Balboa (2006, Stallone) og Rambo (2008, Stallone) og náði síðan hápunkti með The Expendables. Spurningin er hvort að endurreisnin hafi verið fyrirsjáanleg og hvað einkennir hana. Síðari hluti meginmálsins fjallar um vöðvabíóið í sinni nútímalegri mynd þar sem helstu fyrirmyndir þess eru komnir á eftirlaunaaldur en eiga eitthvað óuppgert við hasargreinina og komnir aftur á fullt skrið á hvíta tjaldinu sem óstöðvandi öfl í hasargreininni. Stallone er borinn saman við Clint Eastwood, eina skærustu stjörnu vestrans, og litið er á svipaða þætti úr endurkomum þeirra í myndum síðasta áratugar og hvað skilur þá að. Fjallað er um ellina með hugmyndir um stjörnukenningar og ódauðleika stjörnuímyndarinnar. Í lokin er fjallað um Stallone og Schwarzenegger staðalímyndina um hasarhetjuna, karlmennskukvíðann sem einkennir endurreisn vöðvabíósins og framsetningu á ellinni í kvikmyndum þeirra. Efnisyfirlit Inngangur .................................................................................................................................... 1 Vöðvabíóið á fræðilegum nótum ................................................................................................ 5 Reagan og harðkroppurinn .......................................................................................................... 7 Vegið að vöðvabíóinu: harðkroppakrísan tekur við .................................................................. 13 Vöðvabíóinu haldið í skefjum ................................................................................................... 17 2006 og uppúr: vöðvabíóið kemur úr dvala .............................................................................. 20 Æskan tekin í bakaríið: The Expendables og póstmóderníska vöðvabíóið ............................... 26 Nýja vöðvabíóið: minnimáttarkennd hjá stórmönnum? ........................................................... 28 Undanlátssemi í vöðvabíóinu: 2014 og uppúr .......................................................................... 32 Niðurlag: óstöðvandi vöðvabíóið .............................................................................................. 35 Heimildaskrá ............................................................................................................................. 37 Kvikmyndaskrá ......................................................................................................................... 39 Inngangur Í The Expendables (2010, Sylvester Stallone) eru einhverjir helstu kraftakarlar og skærustu hasarhetjur sem prýtt hafa hvíta tjaldið undanfarna áratugi samankomnir til að sannfæra fólk um að ellin sé bara hugarfar og skærustu hasarstjörnur níunda áratugarins séu jafn þrotlausar og nokkurn tímann áður. Myndin skartar sívinsælum leikurum líkt og Sylvester Stallone, sem settist aftur í leikstjórastólinn eftir tilraun sína til að viðhalda einu af sínum eftirminnilegustu hlutverkum sem John Rambo úr First Blood1 myndaröðinni, í myndinni Rambo (2008), 2 Jason Statham, sem er enginn grænjaxl í hasargreininni, hefur notið sín í hlutverkum kvikmyndum breska leikstjórans Guy Ritchie3 og sem söguhetjan Chev Chelios í æsispennandi hasarmyndinni Crank (2006, Neveldine & Taylor) og í framhaldinu Crank: High Voltage (2009, Neveldine & Taylor), einnig má nefna Dolph Lundgren sem áður lék sovéska hnefaleikakappann á móti Stallone í Rocky IV (1985, Stallone). Aðrir leikarar myndarinnar hafa átt eftirtektarverðan feril utan Hollywood og jafnvel í öðrum listgreinum eða íþróttum en meðal þeirra eru Jet Li, kínverska ofurstirnið sem hefur notið vinsælda í kínversku, þverþjóðlegu bíói og meginstraumnum í kvikmyndunum Hero (2002, Zhang Yimou) og Lethal Weapon 4 (1998, Richard Donner), og síðan má nefna tvo einstaklinga úr heimi bardagaíþrótta og atvinnuglímu4 en þeir eru Randy Couture og Steve Austin. Myndin er vægast sagt skrautleg flóra af leikurum og persónum sem kenndir eru við eina tiltekna grein kvikmynda, það er að segja hasargreinina. Annað sem vert er að benda á að meðalaldurinn var langt yfir fimmtugu5(samanlagður aldur leikaranna var 850) en enginn tekur það upp í elli 1 Hér gæti lesandi rekið upp stór augu en raunin er sú að upphaflega var kvikmyndaröðin titluð First Blood en ljóst var að nafn aðalpersónunnar varð einhvernveginn að samheiti yfir kvikmyndirnar á alþjóðavísu enda sló hún rækilega í gegn. Fyrsta myndin var aðlögun á skáldsögunni First Blood, skrifuð af David Morell en hann átti engan þátt í framhaldi First Blood, þ.e.a.s. Rambo: First Blood Part II, Rambo 3 og John Rambo. Þess má geta að saga Johns Rambos í bókinni endar með dauða hans. Að henda nafninu Rambo á undan titlinum í framhaldinu var dæmigerð markaðssetning til að auka aðsóknir. Sjá heimasíðu höfundarins: http://davidmorrell.net/rambo- pages/david-morrell-on-rambo/. 2 Rambo og The Expendables voru einnig skrifaðar af Stallone ásamt öðrum reyndum höfundum (David Callaham), Stallone er samt enginn nýgræðingur á þessu sviði enda var hann einnig höfundur einnar vinsælustu kvikmyndar sinnar, Rocky (1976) og lék þar aðalhlutverkið, Rocky Balboa. 3 Fyrstu hlutverkin hans Jason eru í myndunum Lock, Stock and Two Smoking Barrels (1998, Guy Ritchie) og Snatch (2000, Guy Ritchie) en hann ávann sér mikilla vinsælda vegna hlutverka sinna í þeim myndum sem einnig hjálpuðu honum að gerast fastráðinn sem annaðhvort harðsnúinn skúrkur eða harðskeytt hetja með hrjóstrugan breskan hreim í myndum líkt og The One (2001, James Wong), The Transporter (2002, Louis Leterrier) og Crank (2006). 4 Hér er talað um æfðu sjónarspilin úr WWE (World Wrestling Entertainment) sem heldur utan um þá viðburði. Þess má geta að sú grein eða bransi hefur reynst mörgum vera hagnýtur vettvangur áður en haldið er út í heim kvikmynda en vöðvabúntin John Cena og Dwayne Johnson eiga rætur að rekja þar og hafa báðir átt farsælan feril í kvikmyndum og sjónvarpi. 5 Vísað er í grein af heimasíðu fréttamiðilsins The Telegraph en þar er rætt um annað framhaldið í kvikmyndaröðinni, The Expendables 3 (2014). Samanlagður aldur leikaranna var 850, hjónabönd þeirra 26 talsins og einnig er mælikvarði fyrir þeirra mat á karlmennsku sem virkar eins og hefðbundin stjörnugjöf. Sjá 1 sem ei neytti í æskunni enda höfðu margir leikarar myndarinnar ekki lagt skóna á hilluna í hasarbíóinu þrátt fyrir aldur.6 The Expendables vakti vafalaust athygli meðal áhorfenda og gagnrýnenda og ekki síst fræðimanna. Kvikmyndafræðingurinn Chris Holmlund segir eftirfarandi í bók sinni sem nær utan um ævi og feril Stallones: „Nostalgia fuels the new franchise’s success: people the world over have grown up with Stallone, watching his films in cinemas, on TV, video, DVD and online“7 en hér talar hún um vinsældir myndarinnar og væntingarnar í kringum hana sem þóttu sjálfsagðar í ljósi leikaraliðsins og stiklnanna sem leiddu að frumsýningu hennar, þar sem sprengingarnar og byssukúlurnar voru í nægu magni og hasarinn látlausi, vöðvarnir miklu og ofbeldið voru sem óaðskiljanleg fyrirbæri fyrir hasarsmell sumarsins 2010.8 Í stuttu máli fjallar The Expendables um þéttskipað og náið lið vöðvastæltra og óttalausra skæruliða sem taka að sér margvísleg, gríðarlega hættuleg og jafnvel ómöguleg verkefni um víða veröld sem fæstir aðrir leiguhermenn myndu þora. Skæruliðarnir eru fjölbreyttir og ekki alltaf samhuga en eiga það sameiginlegt að telja sig hliðholla hermenn liðsveitar hinna nafntoguðu „útskiptanlegu“ (e. expendables)9 sem er undir leiðsögn harðbrjósta og eitursvala foringjans Barneys Ross (leikinn af Sylvester Stallone). Þeir eru dæmigerð hörkutól sem munda aðeins vopn sem samsvara vöðvamikla formi þeirra10

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    44 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us