„Sælir Eru Friðflytjendur“
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
Hugvísindasvið Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vor 2020 „Sælir eru friðflytjendur“ Áhrif frelsissviptingar á lífsviðhorf einstaklinga sem aðhyllast friðarstefnu Ritgerð til Mag. Theol prófs í Guðfræði Stefanía Bergsdóttir Kt: 110291-3109 Leiðbeinandi: Sólveig Anna Bóasdóttir Efnisyfirlit 1. Inngangur ...................................................................................................................................... 3 2. Friðarstefna ................................................................................................................................... 4 2.1 Algildar og skilyrtar friðarstefnur .............................................................................................. 5 2.2 Friðarstefna og guðfræði.......................................................................................................... 7 3. Æviágrip ...................................................................................................................................... 10 3.1 Ben Salmon ............................................................................................................................ 11 3.2 Dorothy Day........................................................................................................................... 16 3.3 Alice Paul ............................................................................................................................... 20 3.4 Martin Luther King Jr.............................................................................................................. 23 3.5 Dietrich Bonhoeffer ............................................................................................................... 27 3.6 Sameiginleg einkenni ............................................................................................................. 31 4. Sjónarmið .................................................................................................................................... 34 4.1 Biblíuskilningur ...................................................................................................................... 34 4.2 Samfélagssýn ......................................................................................................................... 36 4.3 Hernaður og læknadeildir ...................................................................................................... 37 5. Verkfæri ...................................................................................................................................... 39 5.1 Frelsissvipting ........................................................................................................................ 39 5.2 Einangrun .............................................................................................................................. 41 5.2 Hungurverkföll og matarþvingun............................................................................................ 44 5.3 Áróður og samfélagsþrýstingur .............................................................................................. 48 6. Feminismi og friðarstefna ............................................................................................................ 49 7. Lokaorð ....................................................................................................................................... 52 Heimildir ......................................................................................................................................... 54 2 1. Inngangur Mannfólk er eins misjafnt og það er margt. Gild þess, skoðanir og lífsviðhorf eru af öllum toga og síbreytileg. Í nútímanum er flæði upplýsinga meira en nokkru sinni fyrr. Í gegn um internetið, fréttir og samfélagsmiðla er stöðugur straumur upplýsinga sem gera það oft að verkum að heimurinn virðist yfirfullur af grimmd. Við höfum aldrei haft það betra, en enn eru styrjaldir, pyndingar, ólöglegar fangavistir, mannréttindabrot og vopnaburður af öllu tagi um allan heim. Það er fólk sem ber gróða af ofbeldi og aðrir sem fela sig á bak við þjóðerniskennd og trúarleg atriði. En eins lengi og þetta hefur ríkt í heiminum hefur verið fólk sem hefur staðið og stendur enn upp gegn óréttlætinu, sem berst fyrir betra lífi og frið, oft á eigin kostnað. Í þessari ritgerð verður fyrst skoðuð skilgreining á friðarstefnu og tengsl hennar við guðfræði í gegn um söguna. Í áframhaldi er fyrst og fremst einblínt á fimm einstaklinga sem öll voru áhrifaríkir friðarsinnar; Ben Salmon, Dorothy Day, Alice Paul, Martin Luther King Jr. og Dietrich Bonhoeffer. Öll eru þau manneskjur sem svipt voru frelsi sínu vegna gjörða sem voru afleiðingar frelsisstefnunnar sem að þau aðhylltust. Í æviágripi er skoðað hvaðan gildi þeirra komu og hvað það var sem hafði áhrif á að þetta fólk aðhyllist friðarstefnu. Hver áhrif umhverfis og uppeldi þeirra höfðu og hvaða þátt trúarbrögð spiluðu í mótun lífsskoðanna þeirra. Skoðað verður hvað þessir einstaklingar eiga sameiginlegt og hvað það er sem greinir þá að. Litið verður sérstaklega á viðhorf til Biblíunnar, hernaðar og samfélagssýn þeirra. Notast er að miklu leiti við þá birtingarmynd friðarstefnu sem fram kemur í fangelsisritum þessa fólks. Síðan verður sjónum beint að frelsissviptingu þessara einstaklinga og áhrifum hennar á líkamlegt og andlegt ástand þeirra. Farið verður yfir pyndingarnar sem að þau urðu fyrir, frelsissvipting, einangrun og matarþvingarnir eru skilgreindar og sagt frá áhrifum þeirra á fyrrnefnda einstaklinga. Sérstaklega verður skoðað hver áhrifin voru á lífsviðhorf þeirra og friðarstefnu. Einnig verða tekin fyrir þau verkfæri sem að þessir einstaklingar notfærðu sér á meðan þau voru svipt frelsi sínu; hungurverkföll, skrif og áróður sem að olli samfélagsþrýstingi frá almenningi á yfirvöld. Að lokum verða skoðuð áhrif kvenna á friðarstefnu í gegn um tíðina og hvaða hlutverk feminismi spilar í baráttunni fyrir friði. 3 2. Friðarstefna En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. (Matt 5:39) Í sinni einföldustu mynd er friðarstefna (e. Pacifiscm) sú hugsjón að ofbeldi af öllu tagi, stríð og manndráp sé rangt. Það er ekki til nein ein, endanleg skilgreining á friðarstefnu. Mismunandi hópar á mismunandi tímum hafa haft sínar eigin hugmyndir um það hvað friðarstefna feli í, og eigin túlkun. Spurningum líkt og hvort að hún eigi við um innra jafnt sem ytra líf manneskjunnar, hvort að hún sé köllun til aðgerða eða aðgerðaleysis og hvort að hún sé algild, er svarað á ólíkan máta eftir því við hvern er rætt hverju sinni. Friðarstefna hafnar hugmyndinni um að stríð sé ásættanleg leið til þess að ná fram friði. Friðarstefna hefur lengi verið gagnrýnd. David Cortright orðar vel í bók sinni, Friður: Saga hreyfinga og hugmynda (e. Peace: A History of Movements and Ideas.) Jesús sagði að friðarsinnar muni verða blessaðir sem börn Guðs, en í raunheiminum eru þeir oft afskrifaðir sem útópískir draumóramenn eða verra, skjálfandi uppgjafasinnar sem lifa í afneitun um raunveruleikann. Jane Addams var ein af dáðustu manneskjunum í Bandaríkjunum á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina, en þegar hún var mótfallin því að Bandaríkin tækju þátt í stríðinu var hún hædd og henni formælt. Þeir sem að hvöttu til friðar á 4 áratugnum voru sakaðir um að hjálpa Hitler og ýta undir undirgefni. Aðgerðarsinnar sem stóðu gegn vopnum á tímum kalda stríðsins voru á tíðum taldir ginningarfífl Sovétríkjanna. Í gegn um söguna hefur málstaður friðar verið staðið í réttarhöldum, standandi líkt að eymdarlegur sakborningur frammi fyrir dómi almenns álits, misskilið og litið niður á frá öllum hliðum.1 1 Cortright, David, Peace: A History of Movements and Ideas, bls. 1. (e. Jesus said that peacemakers are to be blessed as the children of God, but in the real world they are often dismissed as utopian dreamers or worse, quaking defeatists who live in denial of reality. Jane Addams was one of the most admired persons in the United States in the years before World War I, but when she opposed US entry into the war she was ridiculed and reviled. Those who advocated peace during the 1930s were accused of helping Hitler and aiding appeasement. Disarmament activists during the cold war were sometimes considered dupes of the Soviet Union. Throughout history the cause of peace has been on trial, standing like a forlorn defendant before the court of established opinion, misunderstood and maligned on all sides.) 4 Friðarsinnar neita oft að sinna herþjónustu og sumir ganga svo langt að neita að styðja við pólitískt og félagslegt kerfi sem stuðla að stríði, til dæmis með því að taka ekki þátt í kosningum og neita að greiða skatta. Friðarsinnar hafa ekki einvörðugu verið tengdir við að halda sig fyrir utan hið pólitíska og félagslega kerfi, heldur hafa margir hópar tekið þátt í stórum, friðsamlegum mótmælum og haft mikil áhrif á samtímann. Þau áhrif hafa oft ekki vakið lukku meðal yfirvalda og annara einstaklinga sem græða á undirlægni ákveðinna hópa, stríðum eða annars konar valdi sem felur í sér óréttlæti. Aktívismi hefur spilað stórt hlutverk innan friðarstefnu í gegn um söguna. Mahatma Gandhi og réttindabarátta hans er sennilega þekktasta dæmið um hversu miklu er hægt að áorka með friðsælum mótmælum. Hann og fylgjendur hans komu á friði víða um Indland ásamt því að spila lykilhlutverk í sjálfstæðisbaráttu Indverja gegn Bretum. Flestir eru sammála um að Martin Luther King Jr. og baráttufólk hans hafi ýtt baráttu blökkumanna fyrir jafnræði fram um mörg ár og