Ósanngjarnt forskot eða eðlileg þróun? Hlaupaskór og umdeildar tækninýjungar síðustu ár

Daði Lár Jónsson

Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunardeild Nóvember 2020

Ósanngjarnt forskot eða eðlileg þróun? Hlaupaskór og umdeildar tækninýjungar síðustu ár

Daði Lár Jónsson

Lokaritgerð til BA-prófs í Vöruhönnun Leiðbeinandi: Anna Dröfn Ágústsdóttir

Vöruhönnun Hönnunardeild Nóvember 2020

Ritgerð þessi er 8 eininga lokaritgerð til BA-prófs í Vöruhönnun. Óheimilt er að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.

Útdráttur

Hönnun á hlaupaskóm hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og ný heimsmet í langhlaupum hafa verið sett í kjölfarið. Ekki virðast allir vera sáttir með þessa þróun en hlauparar, skóframleiðendur og áhorfendur vilja setja hömlur á þróun hlaupaskóa. Íþróttavörumerkið Nike setti á markað skó með koltrefjaplötum sem bera heitið Vaporfly. Skiptar skoðanir eru um hvort koltrefjar í hlaupaskóm séu eðlileg þróun eða hvort fyrirtækið Nike sé að fara yfir einhvers konar siðferðisleg mörk í heimi hlaupaíþróttarinnar. Sögu hlaupaskósins má rekja til árins 1865 en þá var hlaupið í nokkurs konar spariskóm með nöglum á sólanum. voru brautryðjendur í íþróttaskóm fyrir um 100 árum þegar þeir settu á markað All-Star skóna sem voru framleiddir úr strigaefni og gúmmísóla. Dassler bræðurnir komu svo til sögunnar á stríðsárunum og stofnuðu síðar hvor um sig íþróttavörurisana Adidas og Puma. Hlaupaunnendurnir og stofnuðu fyrirtækið Nike árið 1972 eftir að hafa flutt inn japanska hlaupaskó frá fyrirtækinu Onitsuka með misgóðum árangri. Miðsólafroðan EVA frá skóframleiðandanum Brooks kom á markað árið 1975 og var froðan notuð af flestum skófyrirtækjum til ársins 2013 en þá kynnti Adidas Boost miðsólafroðuna. Nike kom nokkrum árum síðar með sína útgáfu af miðsólafroðu með skónum ZoomX og React. Nike notar þessar froðu í Vaporfly skóinn en það er þó aðallega koltrefjaplatan í miðsólanum sem er aðal nýjung Nike. Ef rannsóknir á Vaporfly skónum eru skoðaðar með tilliti til þess hvort skórinn gefi hlaupurum ósanngjarnt forskot eða ekki er grein Dr. Bryce Dyer um siðferðislega ádeilu Vaporfly áhugaverð en hann fer yfir hvort skórnir séu skaðvaldandi, ónáttúrulegir, veiti ósanngjarnt forskot, setji pressu á íþróttamanninn, breyti áliti áhorfanda, virði heiður íþrótt- arinnar, breyti ekki getukröfum, ómannlegir, of dýrir, virði íþróttandann og séu jafn aðgangilegir öllum. Vaporfly skórinn virðist þá standast allar þessar kröfur. Í kjölfar tækninýjunga í hönnun hlaupabúnaðar hefur Alþjóðafrjálsíþróttasambandið sett nýjar reglur um þykkt á miðsóla í hlaupaskóm og fjölda harðra platna í skónum. Samkvæmt þeim reglum er Vaporfly skórinn löglegur, en betrumbætta frumgerðin Alphafly er með of þykkum miðsóla auk þess að hafa þrjár koltrefjaplötur sem gerir þá ólöglega.

1

Efnisyfirlit

Inngangur ...... 4

1. Saga ...... 5 1.1 Upphafið ...... 5 1.2 Dassler bræðurnir ...... 6 1.3 Upphaf Nike ...... 7 1.4 Nike AIR ...... 9 1.5 Að hlaupa berfættur ...... 10 1.6 Mjúkar froður...... 11

2. Nike Vaporfly ...... 12 2.1 Koltrefjaplötur ...... 12 2.2 Maraþon undir tveimur klukkutímum ...... 13 2.3 Reglubreytingar ...... 14 2.4 Ólíkar skoðanir ...... 15

Niðurlag ...... 19

Heimildaskrá ...... 21

Myndaskrá ...... 23

2

3

Inngangur

Skóbúnaður hlaupara hefur verið óvenju mikið í fjölmiðlum síðustu ár en miklar framfarir hafa verið í þróun þeirra á stuttum tíma. Þar hefur borið mest á stórfyrirtækinu Nike og tilraunum þeirra til þess að setja heimsmet í maraþonhlaupi með því að hanna skó sem eiga að gera hlaupurum kleift að bæta tíma sína til muna. Mikil umræða hefur verið hvort Nike hafi gengið of langt í sinni þróun. Umræður eru um hvort að flokka megi notkun á hlaupaskónum þeirra Vaporfly og Alphafly í keppni svindl en fyrr á þessu ári kom út grein í Fréttablaðinu sem bar fyrirsögnina „Ekki samkeppnishæf án þeirra” en þar er verið að vísa í hlaupaskó sem innihalda nýjustu tækni í skóhönnun frá Nike en sú hönnun hefur verið umdeild síðustu misseri1. Í þessari ritgerð verður stiklað á stóru í sögu stærstu hlaupaskóaframleiðanda og þróun þeirra. Leitast verður við að svara hvort fyrirtækið Nike gefi hlaupurum ósanngjarnt forskot með skóbúnaði sínum. Ennfremur verður farið yfir sögu koltrefja og hvernig efnið var síðan nýtt í hlaupaskó. Dregin verða fram sjónarmið þeirra sem telja þróun í skóbúnaði hlaupara hafi gengið of langt og þeirra sem eru á annarri skoðun. Reynt verður að meta hvort hægt sé að draga línu milli eðlilegrar þróunar og því að gefa hlaupurum ósanngjarnt forskot með tækninýjungum í skóbúnaði.

1 Oddur Freyr Þorsteinsson, „Ekki samkeppnishæf án þeirra”, Fréttablaðið. 31. júlí 2020

4

1. Saga

1.1 Upphafið Rúm fimmtíu ár eru síðan Bretanum Roger Bannister tókst það sem menn töldu ómögulegt þegar hann hljóp mílu (1.6km) á undir fjórum mínútum. Bannister afrekaði þetta í leðurskóm sem líktust einna helst fínum spariskóm nema að þessir skór voru með nöglum í gegnum sólann. 2 Í dag hafa yfir 1400 einstaklingar hlaupið míluna á undir fjórum mínútum. Vangaveltur eru um hvort skóbúnaður gæti hafa spilað stórt hlutverk í þessum árangri.3 Sögu hlaupaskóna má rekja aftur til ársins 1865 en í safni í Northampton Englandi má finna spariskó úr léttu leðri með nöglum undir líkt og Roger Bannister notaði 1954. Hlauparinn J.W. Foster fylgdi fast á eftir og árið 1890 stofnaði hann fyrirtæki sem heitir nú Reebok. Foster bjó til leðurskó fyrir hlaupara með það að markmiði að betri hraði myndi nást í hlaupum. Markmiðið náðist en Harold Abrahams vann 100 metra hlaupið í skóm frá Foster á Ólympíuleikunum árið 1924. 4 Næsta stóra skref sem hlaupa- skóframleiðendur tóku var eftir fyrra stríð þegar aðgengi að efnum úr gúmmí jókst. Hafist var handa við að setja saman skósóla úr gúmmíi og tauefni í stað yfirleðurs. Þessi tegund af skóm fékk nafnið því það heyrðist ekki eins mikið í þeim og klassískum leðurskóm. Bandaríska íþróttavörumerkið Converse varð í framhaldinu aðalframleiðandi á íþróttaskóm sem báru heitið All-Star en þeir njóta enn í dag um 100 árum seinna mikilla vinsælda. 5

2 Kieran Alger, „The history of the running shoe”. Zappos, E.d. Sótt 14. október 2020 af: https://www.zappos.com/c/history-of-the-running-shoe 3Nathan Branner. „Only 1,497 people have ever broken the 4-minute mile – and I am one of them”, CBC, 27. júní 2018. Sótt 21. október 2020 af: https://www.cbc.ca/playersvoice/entry/only-1497-humans-have-ever- broken-the-4-minute-mile-and-im-one-of- them#:~:text=Will%20to%20Win-,Only%201%2C497%20humans%20have%20ever%20broken%20the%20 4%2Dminute%20mile,I'm%20one%20of%20them&text=There%20are%20few%20events%20in,over%20the %201%2C609%2Dmetre%20race. 4 Alger, „The history of the running shoe”. 5 Alger, „The history of the running shoe”.

5

1.2 Dassler bræðurnir Ekki er hægt að skrifa um sögu hlaupaskóa án þess að fjalla um þýsku Dassler bræðurna Adolf ,,Adi“ og Rudolf ,,Rudi“. Upp úr 1920 í smábænum Herzogenaurach í Þýskalandi hófu Dassler bræður framleiðslu á hlaupaskóm undir nafninu Gebrüder Dassler, Sportschuhfabrik eða skóframleiðsla Dassler bræðra. Dassler bræðurnir náðu flugi með hönnun sinni á gadda-hlaupaskóm en þeir náðu að selja skóna til Josef Waitzer sem var þjálfari frjálsíþróttaliðs Þýskalands. Úr varð að þýskir íþróttamenn notuðu skóna á Ólympíuleikunum árið 1928 sem skilaði Þjóðverjum meðal annars gulli í 800 metra hlaupi en það var hlaupakonan Lina Radke sem vann til þeirra verðlauna.6 Þegar Hitler komst til valda í Þýskalandi urðu Dassler bræðurnir enn vinsælli en þeir voru báðir meðlimir Nasistaflokksins sem gerði þeim kleift að stækka fyrirtækið í gegnum ungmennahreyfingar Hitlers. Þrátt fyrir pólítískar skoðanir bræðranna gátu þeir ekki sleppt tækifærinu og auglýstu fyrirtækið á heimsvísu með því að styðja svarta Bandaríkjamanninn Jesse Owens á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Jesse Owens þakkaði traustið og vann fimm gullverðlaun á leikunum í skónum frá Dassler bræðrum. Sigur Owens færði Dassler bræðrum heimsathygli og gerði fyrirtækinu mögulegt að selja um 200.000 skópör árlega fram að seinni heimstyrjöld. Þegar Bandaríkjamenn tóku yfir bæinn Herzogenaurach á síðari hluta seinni heimstyrjaldarinnar könnuðust þeir vel við Dassler fyrirtækið eftir samstarf þeirra við Jesse Owens. Þessi tengsl auðvelduðu fyrirtækinu að fá leyfi til að halda starfsemi sinni áfram. Stríðið átti samt eftir að binda endi á velgengni fyrirtækisins en miklar erjur byrjuðu á milli Adi og Rudi. Adi var sendur í herinn árið 1940 og Rudi þremur árum síðar. Rudi var sannfærður um að bróðir hans hefði með einhverjum ráðum sent hann í herinn vegna hræðslu um að hann myndi taka yfir fyrirtækið. Bræðurnir náðu ekki sáttum eftir stríðið og stofnuðu þeir sitt hvort skófyrirtækið í heimabænum Herzogenaurach. Adi stofnaði Adidas og Rudi stofnaði Puma. Samkeppnin milli bræðranna hófst þar með. Þeir kepptust við að koma með bestu skóna og semja við bestu íþróttamennina sem varð til þ ess að í dag eru Adidas og Puma tvö af stærstu

6 Bernar Frei, „A family feud: the dassler brother’s story,” Vintage Sprts,15. apríl 2019. Sótt 12 október 2020 af: vintagesports.com/blogs/player-stories/family-feud-the-dassler-borthers-story

6

íþróttavörumerkjum heims og enn í dag keppast fyrirtækin við að koma með nýjungar í framleiðslu sinni.7

Mynd 1. Jesse Owens á Ólympíuleikunum 1936 í Dassler skóm.

1.3 Upphaf Nike Bill Bowerman var yfirþjálfari frjálsíþróttaliðs Oregon háskólans um 1960. Bowerman var iðinn við að taka skó úr búningsklefa liðsins, rífa þá í sundur og sauma saman aftur með minniháttar breytingum. Hann vildi búa til betri hlaupaskó til að auka hraða hlaupara sinna og var ákveðinn í að finna leiðir til að gera hlaup mýkri og þægilegri. Bowerman hafði mestan áhuga á að gera skó léttari en samkvæmt hans teikningum var hægt að létta 25 kg af hlaupara yfir eina mílu með því að létta skóinn um 30 grömm.8 Árið 1964 hafði Phil Knight samband við Bowerman en Phil hafði hlaupið fyrir Oregon háskólann nokkrum árum áður. Phil var nýkominn frá Japan þar sem hann hafði gert samning við skóframleiðandann Onitsuka um að selja skóna þeirra í Bandaríkjunum. Bowerman fékk sendingu af hlaupaskónum frá Phil og honum leist það vel á skóinn að hann gerðist meðstofnandi ásamt Phil á innflutningsfyrirtækinu Blue Ribbon.9 Þeim gekk illa að koma skónum í verslanir þar sem hlaupaíþróttin var alls ekki vinsæl á þessum tíma. Til að byrja með seldu þeir skóna einungis úr skottinu á bíl á frjálsíþróttamótum og skórnir kostuðu ekki nema $6.95.10 Tiger skórnir voru það vinsælir meðal hlaupara að könnun sem var gerð árið 1970

7 Bernar, „A family feud: the dassler brother’s story”. 8 Philip H. Knight, 1938-, „Shoe Dog: A Memoir By the Creator of Nike”. New York: Scribner, 2016. bls.44. 9 Knight, Shoe Dog: A Memoir By the Creator of Nike. 2016. bls. 49. 10 Knight, Shoe Dog: A Memoir By the Creator of Nike. 2016. bls. 55-56

7

gaf til kynna að 70% hlaupara í Bandaríkjunum áttu slíka skó.11 Bowerman vildi betrumbæta skóna en hann vildi meina að þeir hentuðu ekki alveg Bandaríkjamönnum sem eru að eðlisfari þyngri og stærri heldur en Japanir. Hann fór því aftur að rífa í sundur og sauma saman skó og sendi svo hönnun sína af mýkri sóla með meiri stuðning til Onitsuka.12 Forstöðumenn Onitsuka tóku vel í þessa nýjung og skórnir fóru í framleiðslu undir nafninu Cortez.13 Japanska fyrirtækið reyndist Blue Ribbon fljótlega erfiðir í viðskiptum, sendingar frá þeim komu iðulega of seint og loks þegar þær komu voru það oftar en ekki vitlausar týpur og vitlausar stærðir af skóm sem voru í gámunum.14 Phil Knight hafði af því fregnir að Onitsuka hygðist svíkja Blue Ribbon og leita samninga við stærri innflutningsfyrirtæki í staðinn. Phil og Bowerman byrjuðu þá að láta önnur framleiðslufyrirtæki framleiða skóhönnun Bowerman undir nýja nafni Blue Ribbon sem síðar varð að stórfyrirtækinu Nike. Árið 1972 kynnti Phil fyrstu Nike skóna á íþróttavörusýningu í Chicago. Gæðin á skónum voru ekki þau bestu en orðspor Blue Ribbon gerði það að verkum að sölumenn trúðu á Phil og Nike skórnir fóru á flug.15

Mynd 2. Cortez skórnir framleiddir af Nike til vinstri og Onitsuka til hægri.

Ný tegund af hlaupabrautum úr Polýúratani var tekin í notkun árið 1972. Bowerman var ekki ánægður með gripið sem Nike og aðrir hlaupaskór höfðu á þessum nýju brautum. Hann fékk þá hugmynd að hann gæti búið til sóla með betra gripi með því að hella gúmmiblöndu í vöfflujárn. Eftir að hafa skemmt nokkur vöfflujárn með litlum árangri í skóþróun bjó hann til mót úr málmplötum sem höfðu sömu áferð og vöfflujárn. Sú tilraun gekk mun betur og

11 Knight, Shoe Dog: A Memoir By the Creator of Nike. 2016.. bls. 156 12 Knight, Shoe Dog: A Memoir By the Creator of Nike. 2016.. bls. 86 13 Knight, Shoe Dog: A Memoir By the Creator of Nike. 2016.. bls. 111 14 Knight, Shoe Dog: A Memoir By the Creator of Nike. 2016. bls. 156-157 15 Knight, Shoe Dog: A Memoir By the Creator of Nike. 2016. bls. 166 og 199

8

Nike kynnti fljótlega goðsagnakennda vöfflusólann sem enn er notaður hjá fyrirtækinu í dag.16

Mynd 3. Nike skór með vöfflubotn eftir Bill Bowerman

1.4 Nike AIR Nike tók miklum framförum í þróun á hlaupaskóm upp úr 1985 þökk sé . Tinker var mikill íþróttamaður sem unglingur og eftir menntaskóla hóf hann nám í arkítektúr við Oregon háskólann á fullum skólastyrk sem stangastökkvari. Þjálfari Tinker í Oregon var Bill Bowerman, einn af stofnendum Nike. Eftir að Tinker meiddist illa á æfingu á öðru ári sínu í skólanum aðstoðaði hann Bowerman við að hanna skó. Eftir útskrift fór Tinker að vinna hjá Nike sem arkítekt og hannaði hann meðal annars skrifstofurými og verslanir fyrir fyrirtækið. Árið 1986 var Tinker beðinn um að taka þátt í skóhönnunarkeppni hjá Nike og í beinu framhaldi af því var hann ráðinn sem skóhönnuður hjá fyrirtækinu. Fyrsta stóra verkefnið hans voru hinir ódauðlegu Air Max 1, fyrstu skórnir með sýnilegum stórum loftpúða í hælnum. Tinker átti auðvelt með að sækja sér innblástur úr öllum áttum og segir að hann hafi fengið hugmyndina frá George Pompidou byggingunni í París en sú bygging er sérstök þar sem allar lagnir, lyftur og loftræstikerfi liggja utan á byggingunni. Þannig hafi 17 hann fengið hugmynd um gegnsæjan sóla sem sýndi loftpúðann greinilega. Skiptar skoðanir voru á Air Max skónum í byrjun og starfsmenn í markaðsdeild Nike mótmæltu framleiðslu þeirra þ ar sem þeir trúðu ekki að fólk myndi kaupa skó með sjáanlegum loftpúða og að auki leit loftpúðinn út fyrir að geta sprungið auðveldlega. Tinker náði þó að koma sinni hugmynd á framfæri og skórnir voru settir í framleiðslu. Frá þeim tíma og til dagsins í dag eru Air Max 1 mest seldu íþróttaskór sögunnar og sýnilegi

16 Knight, Shoe Dog: A Memoir By the Creator of Nike. 2016. bls. 196-197 17 Tinker Hatfield. Abstract þáttur 2. Netflix. Framleitt af Scott Dadich, Netflix, 2017

9

loftpúðinn hefur verið notaður í hundruðum Nike gerða á einn eða annan hátt í gegnum tíðina.18

Mynd 4. Air max 1 skórnir

1.5 Að hlaupa berfættur Daniel E. Leiberman, prófessor í Harvard skrifaði grein árið 2000 sem fjallaði um að betra gæti verið fyrir einstaka hlaupara að hlaupa frekar berfættir heldur en í skóm. Árið 2009 gaf Christopher McDougall út bókina Born to run sem hélt því sama fram. Þessi umfjöllun hafði mikil áhrif á hlaupaheiminn og skóframleiðendur reyndu að finna leiðir til að hanna skó sem væru eins nálægt þeirri upplifun að hlaupa berfættur. Nike setti á markað Run skóna sem urðu mjög vinsælir. Einnig komu út skór frá fyrirtækinu Vibram sem báru nafnið Five fingers en það eru minimalískir skór sem halda tánum á hlaupurum aðskildum, sem á að gefa náttúrulegri tilfinningu.19

Mynd 5. Vibram Five Fingers

Berfætta tímabilið entist ekki lengi en það hafði þó áhrif á hönnun næstu kynslóðar af hlaupaskóm. Fyrirtæki í skóframleiðslu reyndu eftir fremsta megni að hanna skó eins létta og hægt er og þar var Nike enn og aftur í fararbroddi með Flyknit efnið en það er sterkt og léttofið efni sem hægt er að hanna til að gefa auka styrkingu á mikilvæga staði á skóm.20

18 Hatfield. Abstract. 2017 19 Alger, „The history of the running shoe”. 20 Alger, „The history of the running shoe”.

10

1.6 Mjúkar froður Bandaríski hlaupaskóframleiðandinn Brooks kom sterkur inn á skómarkaðinn árið 1975 með skódempunarefnið EVA (Ethynlene vinyl acerate). Efnið EVA er nokkurs konar froða sem fyllt er af lofti. Sú aðferð gefur einstaklega mjúka dempun og er hún enn notuð í mörgum hlaupaskóm í dag en EVA efnið er aðgengilegt öllum fyrirtækjum. Brooks hélt áfram að vera í sviðsljósinu í byrjun 9. áratugarins með skónum Brooks Chariot sem voru ný blanda af stöðugleika og dempun fyrir maraþon hlaupara. 21 Síðustu ár hefur Brooks unnið mikið með skósóla sem þeir kalla Brooks DNA. Efnið sem þeir nota í sólann fylgir ekki lögum Newtons um þyngdarafl sem gerir því kleift að bregðast við snertingu við jörðina á mismunandi hátt eftir hlaupastíl og þyngd hlauparans en tæknin getur skilað sér í allt að 30% aukningu í orkuskilun skósins.22 Adidas sló í gegn árið 2013 með nýjung í sólum sem þeir kalla Boost en þetta var í fyrsta sinn sem fyrirtæki kom með skósóla sem áttu að vera betri en EVA sólinn sem fjallað var um á fyrri síðum. Adidas Boost er útvíkkað hitadeigt pólýúratan sem verður að þúsundum litlum samþjöppuðum kúlum sem nýta orku mun betur en EVA efnið. Boost efnið gerir lendingar einnig mýkri en önnur efni. Upplifun við að hlaupa í þessum skóm er oft líkt 23 við það að hlaupa á skýi en útlit efnisins sem er oftast hvítt líkist einmitt skýi.

Mynd 6. Adidas Ultra Boost 1.0

21 Alger, “The history of the running shoe” 22 Riley Jones. Know your tech: Brooks DNA. Complex. 14. júní 2013. Sótt 23. október 2020 af: https://www.complex.com/sneakers/2013/06/know-your-tech-brooks-dna 23 „What is boost?” Adidas. febrúar 2020. Sótt 12. október 2020 af : https://www.adidas.com/us/blog/373504

11

Nike gaf út Vaporfly 4% skóna árið 2017 og í þeim var Nike ZoomX miðsólinn. ZoomX efnið er með 85% orkuskilun sem er í það hæsta sem sést hefur í skóm og auk þ ess er efnið gífurlega létt.24 Nike kynnti enn eina nýjung í hlaupaskóm sama ár þegar þeir gáfu út fyrsta skóinn með React froðu sem miðsóla. Froðan er búin til úr hitaþjálu elastómerar TPE og etýlen vinyl asetat EVA en froðan er áður óséð blanda af efni sem er létt, mjúkt og slitsterkt. Helsti kostur froðunnar virðist vera eiginleiki hennar til að minnka líkur á meiðslum hlaupara. Niðurstöður rannsóknar British Columbia rannsóknarstofnunar íþróttalækninga á langhlaupurum benti til þess að hlauparar á sömu 12 vikna æfingaáætlun voru 52% ólíklegri til að meiðast í Nike skóm með React miðsóla heldur en í Nike skóm með annarskonar miðsóla.25

2. Nike Vaporfly

2.1 Koltrefja plötur Vaporfly hlaupaskórinn frá Nike hefur fengið gríðarlega mikla umfjöllun í fjöl- miðlum. Nike heldur því fram að Vaporfly hlaupaskórnir auki skilvirkni hlaupara það mikið að árangur í maraþoni ætti að aukast um 4%. Skórnir eru með miðsóla úr annarsvegar ZoomX og hinsvegar React froðu en helsti kostur skósins liggur í koltrefjaplötu sem er inni í froðunni og gefur betri fjöðrun.26 Koltrefjar eru fínar trefjar sem eru styrktar með plastefninu resin. Trefjarnar virka sem styrkur gegn togi á meðan resin vinnur sem styrkur gegn þyngd. Koltrefjahönnun snýst oftast um að lágmarka þyngd en halda styrk en koltrefjar er ekki jafn sterkar í allar áttir og þarf að hafa það í huga.27 Nigel Ring hóf prófanir á koltrefjum í gervifótum um 1966 aðeins nokkrum árum eftir að koltrefjar voru fyrst kynntar. Fyrstu tilraunir voru áhugaverðar en þær voru of dýrar og ekki nægilega góðar. Rétt fyrir 1980 byrjaði Íslendingurinn Össur Kristinsson að framleiða gervifætur úr stífum koltrefjum sem er nú orðinn stór partur af gerviútlimum og spelkuframleiðslu í heiminum.28 Van Phillips fann upp Flex-foot árið 1984 en það var byltingarkennd leið í hönnun gervifóta sem gott er að hlaupa á. Fyrirtækið Össur keypti svo Flex-Foot árið 2004 og heldur enn áfram að betrumbæta þessa tækni. Oscar

24 „Nike ZoomX," Nike. e.d. Sótt 22. október 2020 af: https://www.nike.com/zoomx 25 „Nike React,” Nike. e.d. Sótt 22. október 2020 af: https://www.nike.com/react 26 Oddur Freyr Þorsteinsson, „Ekki samkeppnishæf án þeirra” 31. júlí 2020 27 Bjarni Andrésson. Deildarstjóri verkrfræðideildar þróunarsviðs hjá Össuri ehf. Tekið 17. október 2020. 28 B.L. Klasson, „Carbon fibre and fibre lamination in prosthetics and orthotics: some basic theory and practical advice for the practitioner” Prosthetics and Orthotics International, 1995. bls. 74.

12

Pistorius spretthlaupari er aflimaður á báðum fótum en hann vildi fá að taka þátt í Ólympíuleikunum fyrir ófatlaða árið 2008. Eftir að hafa fengið að keppa í nokkrum hlaupum í flokki ófatlaðra var niðurstaðan sú að Össur Flex-Foot Cheetah koltrefjafæturnir sem Oscar Pistorius hljóp á, voru taldir veita ósanngjarnt forskot yfir „venjulega” fætur.29

Mynd 9. Oscar Pistoius hljóp á Össur Flex-Foot Cheetah

Þar með má álykta að skóframleiðendur byrjuðu að nota koltrefjar eftir að hafa séð virkni Flex-foot. Orkuskil hefðbundinna hlaupaskóa geta verið mest í kringum 70% en með koltrefjunum er hægt að ná orkuskilun skósins hátt í 95%.30

2.2 Maraþon undir tveimur klukkutímum Nike Vaporfly 4% skórnir voru fyrst kynntir árið 2017 þegar Nike og keníski maraþon- hlauparinn Eliud Kipchoge fóru í samstarf með Breaking-2 verkefnið sem snérist um að Eliud yrði fyrsti maður heims til að hlaupa maraþon (42,2km) á undir tveimur klukkustundum. Eliud var nokkrum sekúndum frá því að ná því markmiði en setti þó nýtt óstaðfest heimsmet í maraþonhlaupi. Nike nýtti sér þessa miklu umfjöllun og setti skóna í sölu seinna sama ár en almenningur gat þá keypt Vaporfly skóna fyrir $250 (u.þ.b. 35.000 ísl.kr.) sem telst vera nokkuð dýrt fyrir par af hlaupaskóm. Nike og Eliud héldu áfram að vinna að verkefninu enn með það að markmiði að Eliud myndi hlaupa maraþonið á undir tveimur tímum. Markmiðið náðist tveimur árum seinna þegar Eliud hljóp maraþon á 1:59:41 í Berlín árið 2019. Eliud var samt ekki í þessum hefðbundnu Vaporfly skóm sem

29 Bjarni. 2020. og Carol Pogas, „A personal call to a prosthetic invention,” New York Times, 2. júlí 2008. Sótt 16. október 2020 af: https://www.nytimes.com/2008/07/02/sports/olympics/02cheetah.html?ref=sports 30 Bjarni. 2020.

13

almenningur hefur aðgang að heldur hljóp hann í frumgerð (e. prototype) sem var sérstaklega gerð fyrir maraþonhlaupið sem Nike kallar Alphafly en þeir eru betrumbætt útgáfa af Vaporfly. Í stað einnar koltrefjaplötu hefur sólinn á Alphafly þrjár plötur sem hannaðar eru til að auka skilvirkni og hraða hlaupara enn meira en þessi 4% sem áður var talað um.31

Mynd 7. Eliud með Alphafly skóna

2.3 Reglubreytingar Heimsmetin hans Eliud Kipchoge fengu ekki að standa vegna óviðurkenndra hlaupabrauta og hjálpar sem hann fékk frá svokölluðum „hérum“ sem skiptust á að brjóta vind og halda honum á réttum hraða allt hlaupið. Engu að síður var öll athyglin á Alphafly skónum sem hann hljóp í, en vangaveltur voru um hvort Nike hafði gengið of langt í að auðvelda hlaupið fyrir honum með öllum þessum koltrefjaplötum. 32 Þetta varð til þess að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið kynnti nýjar reglur 31. janúar 2020. Í reglum um skóbúnað fyrir þessar breytingar stóð að:

íþróttamenn mega keppa berfættir eða í skóm á öðrum eða báðum fótum. Tilgangur hlaupaskóa fyrir keppni er að verja fótinn og veita stöðugleika ásamt því að gefa gott grip á jörðinni. Skór mega hinsvegar ekki vera þannig gerðir að þeir gefi íþróttamönnum ósanngjarnt forskot eða aðstoð á einn eða annan hátt. Allir skór þurfa að vera aðgengilegir öllum innan frjálsíþróttaheimsins.33

31 Thomas J. Grady og Daniel Gracey, „An evaluation of the decision by World Athletics on whether or not to ban the Nike Vaporfly racing shoe in 2020,” Entsportslaw Journal, 23. janúar 2020. Sótt 19 nóvember 2020 af: https://www.entsportslawjournal.com/articles/10.16997/eslj.257/ 32 Bryce Dyer, „A pragmetic approach to resolving technological unfariness: the case of Nike’s Vaporfly and Alphafly Running footwear”. Sports Med - Open 6, 21. 24. maí 2020. Sótt 19 nóvember 2020 af: https://sportsmedicine-open.springeropen.com/articles/10.1186/s40798-020-00250-1 33 Grady og Gracey, „An evaluation of the decision by World Athletics on whether or not to ban the Nike Vaporfly racing shoe in 2020”.

14

Nýju reglunum virðist vera beint að Nike og Vaporfly skónum þar sem bætt var við reglum um sóla á hlaupaskóm. Þar kemur fram bann á sólum í langhlaupaskóm sem eru þykkari en 40mm og að ekki má styrkja sólann með fleiri en einni plötu hvort sem hún er úr koltrefjum eða öðru efni. Einnig var bætt við reglurnar að skór þurfa að hafa verið í sölu til almennings í að minnsta kosti fjóra mánuði áður en þeir eru notaðir í keppnum, sem bannar þar með 34 notkun á frumgerðum (e. prototype) í keppnum. Ef skoðaðir eru Vaporfly og Alphafly við núverandi reglur Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins má sjá að Alphafly frumtýpan brýtur allar þessar nýju reglur þar sem sólinn er þykkari en 40mm, þrjár koltrefjaplötur eru í sólanum og skórnir hafa aldrei verið til sölu. Vaporfly stenst hinsvegar þessar reglubreytingar og er þar með enn leyfilegt að keppa í þeim.35

Mynd 8. Teikningar af koltrefjaplötunum í Alphafly.

2.4 Ólíkar skoðanir Þrátt fyrir að Vaporfly standist reglugerðina þá vilja íþróttamenn sem ekki keppa í þeim banna notkun þeirra. Dr. Bryce Dyer er yfir hönnunar- og verkfræðideild Bournemouth háskólans en hann hefur rannsakað áhrif tækninýjunga á íþróttir auk þess að hafa hannað gervifætur fyrir verðlaunahafa á Ólympíuleikum fatlaðra.36 Dyer skrifaði um

34 Grady og Gracey, „An evaluation of the decision by World Athletics on whether or not to ban the Nike Vaporfly racing shoe in 2020”. 35 Grady og Gracey, „An evaluation of the decision by World Athletics on whether or not to ban the Nike Vaporfly racing shoe in 2020”. 36 Staff profile - Dr Bryce Dyer, Bournemouth University, Sótt 1. nóvember 2020 af: https://staffprofiles.bournemouth.ac.uk/display/brdyer

15

Vaporfly skóna út frá siðferðilegum þáttum en hann fór yfir hvort skórnir séu skaðvaldandi, ónáttúrulegir, veiti ósanngjarnt forskot, setji pressu á íþróttamanninn, breyti áliti áhorfanda, virði heiður íþróttarinnar, breyti ekki getukröfum, ómannlegir, of 37 dýrir, virði íþróttandann og séu jafn aðgengilegir öllum. Ef skoðað er hvort Vaporfly skórnir séu skaðlegir hlaupurum eða öðrum þá benda rannsóknir til þess að skórnir auki ekki líkur á meiðslum eða vöðvaskemmdum í samanburði við aðra hlaupaskó og jafnvel geta þeir minnkað meiðslahættu með því að auka skilvirkni íþróttamanna sem hlaupa í skónum. Einnig er hægt að slá á gagnrýni um að skórnir séu ónáttúrulegir þar sem hægt er að segja það um alla hlaupaskó á markaðnum í dag 38 og ekkert bendir til þess að Vaporfly séu ónáttúrulegri en aðrir skór. Aðalgagnrýni á Vaporfly skóna er hvort þeir veiti íþróttamönnum ósanngjarnt forskot en rannsóknir gefa til kynna að skórnir geti jafnvel gefið meira forskot heldur en þau 4% sem Nike auglýsir. Rannsóknir hafa verið gerðar á hvort skórnir sjálfir gefi þetta forskot með fjöðruninni í sólanum eða hvort það sé einungis þessi aukna skilvirkni hlauparans sem skilar árangri. Eins og er gefur ekkert til kynna að skórnir sjálfir veiti ósanngjarna fjöðrun og bætingar sem hafa komið frá skónum eru innan marka svokallaðs frammistöðubætingastuðuls PII (e. performance improvement index). PII stuðullinn hefur verið notaður til að mæla tækni- og þróunarbreytingar í íþróttum með því að bera saman frammistöðu með og án tækninýjunga með stærðfræðiformúlu. Þessi formúla getur ekki ein og sér ákveðið hvort tækninýjungar veiti óeðlilegar bætingar í íþróttinni en hún er gott tól til að komast að réttri niðurstöðu. Ef hlaupatímar einstaklings sem notar Vaporfly skó í langhlaupum eru settir inn í jöfnuna með tímum frá sama aðila í öðrum skóm kemur í ljós að skórnir gefa íþróttamönnum ekki óraunhæfar bætingar miðað við aðrar nýjungar í skóm í gegnum tíðna. Mikið af metum og bætingum má rekja til skóframfara og annarra tækninýjunga í gegnum tíðina og Vaporfly skórnir virðast vera innan 39 eðlilegra marka þegar kemur að bætingum í tímum hlaupara. Talið er að notkun á Vaporfly skónum setji pressu á íþróttamenn þ.e. sú pressa að þeir þurfi að nota skóna til að vera samkeppnishæfir í hlaupum og er þetta í fyrsta sinn sem slík gagnrýni er sett fram vegna hönnunar á íþróttaskóm. Þegar talað er um

37 Dyer, „A pragmetic approach to resolving technological unfariness: the case of Nike’s Vaporfly and Alphafly Running footwear”. 38 Dyer, „A pragmetic approach to resolving technological unfariness: the case of Nike’s Vaporfly and Alphafly Running footwear”. 39 Dyer, „A pragmetic approach to resolving technological unfariness: the case of Nike’s Vaporfly and Alphafly Running footwear”.

16

slíkan pressuvald þá hefur það yfirleitt verið vegna notkunar á frammistöðubætandi lyfjum líkt og sterum.40 Maraþonhlauparinn Stephen Scullion hefur rætt um þessa tilteknu pressu en hann segir að ef hlaupari noti ekki Vaporfly getur hann ekki búist við því að vera samkeppnishæfur. Hann segir sjálfur að sú upplifun hafi verið niðurdrepandi þegar hann keppti á heimsmeistaramótinu 2019 í Doha en þar virtist hann vera sá eini var ekki 41 í Vaporfly skónum. Slík upplifun eins og Stephen Scullion nefnir getur valdið því að íþróttamenn sem styrktir eru af öðru fyrirtæki en Nike finnist þeir tilneyddir til að rifta samningum til að geta hlaupið í Vaporfly skónum. Engu að síður hafa allir íþróttamenn rétt á því að hlaupa í Vaporfly skónum og er það þeirra val ef þeir kjósa að vera samningsbundnir öðrum fyrirtækjum. Þá hafa Vaporfly skórnir engar skaðlegar aukaverkarnir líkt og frammistöðu- bætandi lyf hafa og þar með er engar alvarlegar hamlanir á íþróttamönnum sem vilja skipta yfir í Vaporfly skóna heldur eru þetta hamlarnir sem íþróttamaðurinn býr til fyrir sjálfan sig með því að vera samningsbundinn öðru fyrirtæki. Samkeppnisaðilar Nike hafa einnig framleitt skó sem notast við svipaðar styrkingar í sólanum líkt og í Vaporfly skónum og þó svo að Vaporfly skórnir séu ekki jafn aðgengilegir öllum þá er 42 tæknin í þeim það alla vega. Ef skoðað er hvort Vaporfly skórnir hafi áhrif á áhorfendur íþróttarinnar er erfitt að segja til um. Skórnir eru ekki frábrugðnir öðrum skóm þegar horft er á keppendur úr fjarlægð þannig það virðist engin breyting vera fyrir þá sem horfa á íþróttina. Álit aðdáenda og almennings virðist samt hafa breyst því maraþonhlauparar hafa tekið eftir því að fólk spyrji um leið í hvernig skóm hlauparinn hafi hlaupið ef um bætingu eða met er að ræða, sem gerir 43 lítið úr allri þeirri vinnu sem hlauparinn hefur sett í sínar æfingar og undirbúning. Síðan má deila um það hvort Vaporfly skórnir séu að setja mark sitt á heiður hlaupaíþrótta og hvort skórinn breyti hæfniskröfum íþróttamanna. Eins og áður var tekið fram er skórinn innan marka PII stuðulsins um tæknitengdar bætingar íþróttamanna en samt vilja sumir meina að koltrefjaplata í skó virki eins og verið sé að setja gorma í skóna. Engar rannsóknir styðja þessi rök og ef saga hlaupaskósins er skoðuð þá hafa margar gormkenndar þróanir átt sér stað líkt og EVA, gúmmísólinn og Nike AIR tæknin. Það eru þó takmörk fyrir því hversu

40 Dyer, „A pragmetic approach to resolving technological unfariness: the case of Nike’s Vaporfly and Alphafly Running footwear”. 41 Oddur Freyr Þorsteinsson, „Ekki samkeppnishæf án þeirra” 31. júlí 2020 42 Dyer, „A pragmetic approach to resolving technological unfariness: the case of Nike’s Vaporfly and Alphafly Running footwear”. 43 Dyer, „A pragmetic approach to resolving technological unfariness: the case of Nike’s Vaporfly and Alphafly Running footwear”.

17

mikla fjöðrun skór má gefa en hann má ekki gefa meira en 100% til baka af orkunni sem sett er í hann. Einnig eru hraðir hlauparar ennþá hraðir meðan þeir hægu haldast hægir þrátt fyrir að vera í Vaporfly skónum þannig að hæfniskröfur virðast ekki hafa breyst með komu 44 skónna. Verðið á Vaporfly var eins og áður kom fram um $250 (u.þ.b. 35.000 ísl.kr.) sem er talsvert meira en verð fyrir hefðbundna hlaupaskó. Þó er erfitt að setja út á það ef tæknibúnaður í öðrum íþróttum er skoðaður eins og hjól sem hafa verið leyfð fyrir

Ólympíuleikana 2020 sem geta kostað allt að $1900 (u.þ.b. 270.000 ísk.).

44 Oddur Freyr Þorsteinsson, „Ekki samkeppnishæf án þeirra” 31. júlí 2020

18

Niðurlag

Þrátt fyrir ósætti margra á Vaporfly skónum virðist ekkert benda til þess að þeir séu að veita íþróttamönnum ósanngjarnt forskot. Þeir standast allar reglur sem Alþjóða- frjálsíþróttasambandið setur og bætingar hjá hlaupurum út frá skónum eru innan eðlilegra skekkjumarka. Með þær upplýsingar sem til eru úr rannsóknum á Nike Vaporfly skónum má álykta að ekkert bendir til þess að skórnir séu skaðlegri, ónáttúrulegri eða ómannlegri í útliti og virkni en aðrir hlaupaskór og einnig virðist engin óeðlileg þróun í bætingum eða frammistöðu íþróttamanna frá því að skórnir komu út. Einnig er útlit skósins ólíklegt til að trufla áhorfendur og á sama tíma breyta skórnir ekki hæfniskröfum íþróttarinnar. Þar með má álykta að skórnir séu ekki að brjóta á siðferðislegum reglum íþróttarinnar. Einnig er erfitt að álykta að $250 verðmiði Vaporfly sé hindrun fyrir íþróttamenn sem ætla ná langt í hlaupum þar sem þetta er verð sem flestir ættu að ráða við. Hins vegar virðist almenn samstaða vera hjá íþróttamönnum, skóframleiðendum og frjálsíþróttasambandinu að Nike hafi gengið of langt með Alphafly frumgerðinni sem Eliud Kipchoge hljóp í þegar hann kláraði maraþon á undir tveimur klukkustundum. Koltrefjar í hlaupaskóm virðast vera komnir til að vera en nú keppast fyrirtæki við að koma sínum útfærslum af slíkum skóm á markað. Þar sem reglubreytingar Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins hafa sett hömlur á þróun plötustyrkinga í hlaupaskóm verður áhugavert að sjá hvernig fyrirtækin bregðast við og hverskonar nýjungar munu koma fram á næstu árum. Erfitt virðist vera að finna jafnvægi á jákvæðri eðlilegri þróun og því að gefa hlaupurum ósanngjarnt forskot með skóbúnaði. Sú regla að orkuskilun hlaupaskóa megi ekki vera meira en 100% af orkunni sem kemur frá hlauparanum er eflaust það sem marktækast er að miða við. Eins og áður kom fram þá geta orkuskil koltrefjaplatna í skóm verið hátt í 95% sem skilur lítið svigrúm eftir fyrir meiriháttar bætingar á skóbúnaði, allavega næstu árin. Áhugavert verður að rýna í sama efni eftir nokkur ár þegar fleiri rannsóknir hafa verið gerðar á koltrefjaplötum í skóm og jafnvel aðrar tækninýjungar komnar fram á sjónarsviðið. Þá er einnig spennandi að fylgjast með hvort umræður um ósanngjarnt forskot Vaporfly skónna verði enn við lýði þar sem margir skóframleiðendur hafa hannað skó með samskonar tækni til að vera samkeppnishæfir á markaðnum.

19

20

Heimildaskrá

Prentaðar heimildir:

Klasson. B.L. „Carbon fibre and fibre lamination in prosthetics and orthotics: some basic theory and practical advice for the practitioner”. Prosthetics and Orthotics International, 1995. bls. 74. Knight, Philip H., 1938-, Shoe dog: A memoir by the creator of Nike. New York: Scribner, 2016. Oddur Freyr Þorsteinsson. „Ekki samkeppnishæf án þeirra.” Fréttablaðið, 31. júlí 2020

Vefheimildir:

Alger, Kieran. „The history of the running shoe”. Zappos. e.d. Sótt 14. október 2020 af: https://www.zappos.com/c/history-of-the-running-shoe Branner, Nathan. „Only 1,497 people have ever broken the 4-minute mile – and I am one of them”. CBC. 27. júní 2018. Sótt 21. október 2020 af: https://www.cbc.ca/playersvoice/entry/only-1497-humans-have-ever-broken-the-4- minute-mile-and-im-one-of- them#:~:text=Will%20to%20Win-,Only%201%2C497%20humans%20have%20ev er%20broken%20the%204%2Dminute%20mile,I'm%20one%20of%20them&text= There%20are%20few%20events%20in,over%20the%201%2C609%2Dmetre%20ra ce. Dyer, Bryce. „A pragmetic approach to resolving technological unfariness: the case of Nike’s Vaporfly and Alphafly Running footwear”. Sports med open 6, 21. 24. maí 2020. Sótt 19 nóvember 2020 af: https://sportsmedicine- open.springeropen.com/articles/10.1186/s40798-020-00250-1 Frei, Bernar. „A family feud: the dassler brother’s story”. Vintage sports. 15. apríl 2019. Sótt 12 október af: vintagesports.com/blogs/player-stories/family-feud-the-dassler- borthers-story Grady, Thomas J. og Gracey, Daniel. „An evaluation of the decision by World Athletics on whether or not to ban the Nike Vaporfly racing shoe in 2020”. Entertainment and sports law journal. 23. janúar 2020. Sótt 19 nóvember 2020 af: https://www.entsportslawjournal.com/articles/10.16997/eslj.257/ Hatfield, Tinker. „Abstract þáttur 2”. Netflix. Framleitt af Scott Dadich, Netflix, 2017

Jones, Riley. „Know your tech: Brooks DNA”. Complex. 14. júní 2013. Sótt 23. október 2020 af: https://www.complex.com/sneakers/2013/06/know-your-tech-brooks-dna

Nike ZoomX. Nike. e.d. Sótt 22. október 2020 af: https://www.nike.com/zoomx

21

Nike React. Nike. e.d. Sótt 22. október 2020 af: https://www.nike.com/react

Pogas, Carol. „A personal call to a prosthetic invention”. New york times. 2. júlí 2008. Sótt 16. október 2020 af: https://www.nytimes.com/2008/07/02/sports/olympics/02cheetah.html?ref=sports Staff profile - Dr Bryce Dyer. Bournemouth University. Sótt 1. nóvember 2020 af: https://staffprofiles.bournemouth.ac.uk/display/brdyer What is boost? Adidas. febrúar 2020. Sótt 12. október 2020 af : https://www.adidas.com/us/blog/373504

Viðtöl :

Bjarni Andrésson. Deildarstjóri verkfræðideildar þróunarsviðs hja Össuri ehf. Tekið 17. október 2020.

22

Myndaskrá

Mynd 1. Jesse Owens á Olympíuleikunum 1936 í Dassler skóm. Sótt 17. október af: https://www.thevintagenews.com/2017/01/31/jesse-owens-secretly-wore-german-shoes-at- the-1936-summer-olympics-in-berlin/

Mynd 2. Cortez skórnir framleiddir af Nike til vinstri og Onitsuka til hægri. https://lifestyle.kompas.com/read/2018/10/31/151500520/kisah-di-balik-kemiripan- onitsuka-tiger-corsair-dan-nike-cortez

Mynd 3. Nike skór með vöfflubotn eftir Bill Bowerman https://www.guinnessworldrecords.com/news/2019/7/nike-moon-shoes-sell-for-a-record- breaking-price-at-sothebys-auction-584634

Mynd 4. Air max 1 skórnir. https://runrepeat.com/nike-air-max-1-og

Mynd 5. Vibram Five Fingers. https://www.mensjournal.com/gear/fivefinger-shoes-still- have-utility/

Mynd 6. Adidas Ultra Boost 1.0. https://stockx.com/adidas-ultra-boost-solar-red

Mynd 7. Eliud með Alphafly skónna. https://www.nicekicks.com/how-eliud-kipchoge-and- the-nike-alphafly-made-history/

Mynd 8. Teikningar af koltrefjaplötunum í Alphafly. https://www.nicekicks.com/how- eliud-kipchoge-and-the-nike-alphafly-made-history/

Mynd 9. Oscar Pistoius hljóp á Össur Flex-Foot Cheeta. https://equusmagazine.com/blog- equus/oscar-pistorius-horse-race-qatar-whip-welfar

23