21

Gunnar og Göngu-Hrólfur, Brynhildur og Brana Um sögutengdar fígúrur í íslenskum þjóðkvæðum

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Ritstjórar: Helga Ólafs Thamar M. Heijstra Félags- og mannvísindadeild

Rannsóknir í félagsvísindum XV. Erindi f lutt á ráðstefnu í október 2014 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN: 978-9935-424-18-1

1 Gunnar og Göngu-Hrólfur, Brynhildur og Brana

Um sögutengdar fígúrur í íslenskum þjóðkvæðum

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Þótt erfitt sé að segja nákvæmlega til um þann tíma sem ritun fornaldarsagna Norður- landa stóð yfir er óhætt að gera ráð fyrir að hinar eiginlegu miðaldasögur hafi verið skrifaðar frá 13. öld og fram til plágunnar miklu, eða svarta dauða, laust eftir aldamótin 1400 og jafnvel eitthvað lengur. Að auki átti sér stað, langt fram eftir öldum, sífelld endursköpun, ýmist í formi nýrra sögugerða eða rímna, og með þeim hætti lifðu fornaldarsögurnar með fólki af öllum stéttum og styttu því stundir í dagsins önn, öld fram af öld. Fornaldarsögur eru yfirleitt ekki varðveittar í sínu upphaflega formi, heldur ýmist í yngri uppskriftum, yngri gerðum eða afleiddum rímum. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fjalla um aldur sagnanna með fyrirvara, og að sjálfsögðu skiptir þ að máli hér hvort verið er að tala um aldur sagnaefnisins, ritunartíma frumtextans eða „sögunnar“, eða aldur þess efnis sem við höfum í höndunum hverju sinni, af hvaða tagi svo sem það er. Varðveisluhefðin getur því verið margbreytileg og jafnvel margsnúin, enda lifði efniviðurinn og tók breytingum í takt við tíðarandann, auk þess sem úr honum var skapað á einstaklingsvísu í hinni fjölbreyttu mannflóru sem sagði sögur og flutti kvæði. Af varðveittum kveðskap frá því eftir siðaskipti má svo sjá hvernig brot af þessum umfangsmikla efnivið hefur gengið manna á milli í formi þjóðfræðaefnis og mótast af vettvangi sínum. Af þessu leiðir að vinsældir sagnanna verða ekki einungis ráðnar af fjölda varðveittra sagna- og rímnahandrita, heldur einnig af því að um einstakar söguhetjur var ort á síðari öldum, a.m.k. langt fram á 19. öld. Í þessari grein verður litið til kvæða eftir nafngreind og ónafngreind skáld, auk þjóðkvæða, og gerð verður grein fyrir framhaldslífi hetjanna í kappatölum, sagna- dönsum, sagnakvæðum, vikivakakvæðum, þulum og fleiri tegundum þjóðkvæða. Áður en við snúum okkur að kvæðahefðinni er rétt að líta gróflega á „framhalds- líf“ sagnaarfsins í víðara samhengi, enda líklegt að kveðskapur hafi tekið inn í sig efni úr ólíkum áttum, og væntanlega ber ekki að líta á kvæði frá síðari öldum sem beint afsprengi miðaldasagnanna, heldur sem hluta af hinni lifandi sagnahefð, þar sem efniviðurinn gat brotist út í mismunandi formi á mismunandi tímum. Hér ber helst að nefna:

1. Áframhaldandi sagnaritun. a) Að sumu leyti er um hefðbundið sagnaefni að ræða en mest er þetta þó nýsköpun í anda fornaldarsagnanna, sem við getum kallað fornaldarsögur síðari tíma. Að öllum jafnaði fjalla þessar sögur um aðrar hetjur en miðaldasögurnar gerðu. b) Þýddar og að sumu leyti endurgerðar sögur, sem rekja má til eftir Saxo Grammtaicus, flestar frá 17. öld og síðar. 2. Þjóðsögur, þ.e.a.s. munnmælasögur sem flestar voru skráðar á 19. öld og fela í sér minningar um söguhetjur fornaldarsagnanna. Í flestum tilvikum er um að ræða ævintýri, en þó má ekki útiloka þann möguleika að efnið hafi ratað inn í þjóðtrúarsagnir líka, og að minningar um Gríði, sem frá segir í Illuga sögu Gríðarfóstra, hafi lifað inn í sagnir af tröllkerlingunni Gríði sem átti að hafa

1 Aðalheiður Guðmundsdóttir

búið í helli við Breiðuvík fyrir sunnan Borgarfjörð eystri (Sigfús Sigfússon, 1982). Önnur tröllkerling, sem talið var að hefði búið í Eyrarfjalli á Snæfells- nesi, hét hins vegar Brana og minnir okkur þar með á söguhetju Hálfdanar sögu Brönufóstra. Að vísu er ómögulegt að segja til um hvort þjóðsagnakerlingarnar, þær Gríður og Brana, feli í sér minningar um söguhetjur fornaldarsagnanna eða öfugt, þ.e. hvort hetjufóstrurnar sæki nafn sitt og e.t.v. fyrirmynd til enn eldri þjóðtrúarvætta. 3. Leikrit, eða lifandi málverk/uppstillingar (tableaux vivant) sem Sigurður Guðmundsson málari setti upp í Reykjavík á síðari hluta 19. aldar. Í verkunum stilltu leikarar sér upp og „léku“ málverk, ýmist frægar myndir, þ ar sem sviðsmynd og búningar voru nákvæm eftirlíking, eða nýstárlegar uppstillingar eftir sögunum. Í Reykjavík voru settar upp senur úr Örvar-Odds sögu (Þjóðólfur, 10. jan. 1861) og Hervarar sögu og Heiðreks (Þjóðólfur, 15. febr. 1860 og Þjóðólfur, 28. febr. 1862), auk myndsena úr Helgakviðunum (Þjóðólfur, 2. febr. 1860, sbr. Sveinn Egilsson: í prentun). 4. Kveðskapur. Í sumum tilvikum er um að ræða kvæði sem beinlínis voru ort um tilteknar hetjur, en í öðrum tilvikum hafa söguhetjur og atburðir fornaldar- sagna ratað inn í kveðskap sem að grunni til fjallar um annars konar efni. Varðveittur kveðskapur getur ýmist verið eftir nafngreind skáld eða nú ókunna höfunda, eða þá að um er að ræða þjóðkvæði sem gengu í munn- mælum og lifðu með þjóðinni í lengri eða skemmri tíma.

Í eftirfarandi umfjöllun verður fyrst fjallað um kvæði eftir nafngreind og ónafngreind skáld, en eftir það hin eiginlegu þjóðkvæði. Skoðaðar verða hetjur hinna „hefðbundnu“ fornaldarsagna, þ.e. þeirra sagna sem gefnar voru út af C. C. Rafn árin 1829–30 (sbr. Fornaldar sögur Nordrlanda I–III), en auk þess sögughetjur úr *Andra sögu jarls (sbr. Andra rímur), *Ásmundar sögu flagðagæfu (sbr. Inntak úr söguþætti af Ásmundi flagðagæfu), *Haralds sögu Hringsbana (sbr. Haralds rímur Hringsbana), Hemings þætti Áslákssonar, Hrings sögu og Tryggva (sbr. Geðraunir), *Ormars sögu (sbr. Ormars rímur), Þorsteins þætti bæjarmagns og *Þóris sögu háleggs (sbr. Þóris rímur háleggs).1

Kveðskapur: nafngreind og ónafngreind skáld

Eitt frægasta kvæði nafngreindra skálda er eflaust Gunnarsslagur eftir sr. Gunnar Pálsson í Hjarðarholti (d. 1791), sem fjallar um Gunnar Gjúkason í ormagarði Atla konungs (Edda Sæmundar hinns fróda, 1818). Önnur kvæði sem vert er að nefna eru Kvæði um Örvar-Odd hinn víðförla og Sigurdrífumál hin nýju eftir Bólu-Hjálmar (d. 1875) (Hjálmar Jónsson, 1915–19), og eftirfarandi níu kvæði eftir Grím Thomsen (d. 1896): Á Glæsivöllum, Ásareiðin, Gotneskt (sbr. „Hinn gotneski kvæðabálkur“: I Jörmunrekur, II Alrekur, III Rósamunda), Göngu-Hrólfur, Haugganga Hálfs konungs, Hemings flokkur Áslákssonar, Sinfjötli, Starkaður og Tókastúfur (Grímur Thomsen, 1969). Að auki liggja eftir Stephan G. Stephansson (d. 1927) nokkur kvæði út frá efni sagnanna, s.s. Elgfróði, Hervör á haugi Angantýs og Hleiðra (1953–58). Frá síðmiðöldum og fram til 19. aldar ortu menn svonefnd kappatöl eða kappakvæði, þar sem taldar eru upp helstu hetjur íslenskra miðaldabókmennta. Sem tegundarheiti er „kappatal“ þó reyndar mun hentugra en „kappakvæði“, sem er notað um tiltekna undirtegund sagnadansa, líkt og vikið verður að hér á eftir. Nokkur þessara kvæða eru eftir nafngreind skáld, en í öðrum tilvikum eru höfundar þeirra nú

1 Gert er ráð fyrir að stjörnumerktar sögur hafi verið til sem bóksögur á miðöldum, en nú eru þær einungis varðveittar í rímum og/eða afleiddum prósa.

2 Gunnar og Göngu-Hrólfur, Brynhildur og Brana

ókunnir.2 Hér má nefna vísnaflokk Bergsteins Þorvaldssonar (d. 1635), Kappavísur, þar sem nefndar eru eftirfarandi hetjur:3

Án, Ingjaldur og Þórir háleggur Áns bogsveigis / *Þóris saga háleggs Hálfdan Hringsson Hálfdanar saga Brönufóstra Hringur og Tryggvi Hrings saga og Tryggva Hrólfur og Grímar Hrólfs saga Gautrekssonar Hrólfur, Vilhjálmur, Möndull og Göngu-Hrólfs saga Hreggviður Hrómundur Hrómundar saga Gripssonar Ormar *Ormars saga Sigurður E.t.v. Völsunga saga4 Sturlaugur starfsami Örvar-Oddur Örvar-Odds saga

Með líkum hætti er Kappakvæði sem talið er vera eftir Árna Böðvarsson (d. 1776), höfund Brávallarímna, þar sem einnig eru nefndar fjölmargar hetjur, bæði úr fornaldar- sögum og skyldum bóksögum, m.a. þessar:5

Andri og Högni *Andra saga jarls Án Áns saga bogsveigis Ásmundur *Ásmundar saga flagðagæfu Bósi, Vilmundur og Hárekur Bósa saga og Herrauðs Egill og Ásmundur Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjab. Göngu-Hrólfur og Grímur Göngu-Hrólfs saga Haraldur og Hringur *Haralds saga Hringsbana Hálfdan og Sviði Hálfdanar saga Eysteinssonar [Hálfdan] Brönufóstri Hálfdanar saga Brönufóstra Hringur og Tryggvi Hrings saga og Tryggva Hrólfur Gautreksson Hrólfs saga Gautrekssonar Hrólfur, [Böðvar] bjarki og e.t.v. Hrólfs saga kraka Svipdagur Hrómundur Gripsson og Kári Hrómundar saga Gripssonar Högni og Héðinn Héðins saga og Högna Ketill hængur Ketils saga hængs Oddur, Hjálmar og Angantýr Hervarar saga og Heiðreks/ Örvar-Odds saga Ragnar Ragnars saga loðbrókar Sigurður (e.t.v. Fáfnisbani) E.t.v. Völsunga saga Sturlaugur Sturlaugs saga starfsama Sörli hinn sterki Sörla saga sterka Yngvar E.t.v. Yngvars saga víðförla [Þorsteinn] „Víkings arfinn“ E.t.v. Þorsteins saga Víkingssonar

Af kappatölum ónafngreindra skálda má nefna gamalt kvæði, svonefnt Allra kappa kvæði, sem talið er ort um 1500 eða á fyrri hluta 16. aldar (Cederschiöld, 1883; Jón Þorkelsson, 1886). Í kvæðinu eru taldar upp eftirfarandi hetjur:6

2 Í kappatali Steinunnar Finnsdóttur (d. 1710), sem fjallar einungis um kappa úr Íslendingasögum, má finna tilvísanir í fornaldarsögur í kenningum. Sjá JS 470 8vo (sbr. „Mun ei gagn að minnast á“). 3 SKB Isl papp 64 fol, sbr. Jón Þorkelsson 1886. Ennfremur Þiðrekur og Virga (sbr. Viðga, Þiðreks saga af Bern). 4 E.t.v. Sigurður Fornason, sbr. Jón Þorkelsson 1886. 5 Auk þess eru nefndir kappar úr skyldum sögum, s.s. Þiðreks sögu af Bern. Kvæðið hefur einnig verið eignað Guðmundi Bergþórssyni (d. 1705).

3 Aðalheiður Guðmundsdóttir

Án, Ingjaldur og Þórir háleggur Áns saga bogsveigis / *Þóris saga háleggs Illugi E.t.v. Illuga saga Gríðarfóstra Þorsteinn bæjarmagn Þorsteins þáttur bæjarmagns Örvar-Oddur, Hjálmar og Angantýr Hervarar saga og Heiðreks/ Örvar-Odds saga

Í kvæði sem hefst á orðunum „Mín eg opna minnisspjöld“ er að finna álíka kappatal, og eru þar m.a. nefnd þau:7

Hálfdan Eysteinsson og Skúli jarl Hálfdanar saga Eysteinssonar [Haraldur] hilditönn Sögubrot af fornkonungum Heiðrekur Hervarar saga og Heiðreks Hrólfur kraki og Aðils Hrólfs saga kraka Hrómundur Gripsson og Svanhvít Hrómundar saga Gripssonar Oddur, Angantýr, Arngrímssynir og Hervarar saga og Heiðreks/ Örvar-Odds saga Hjálmar Ragnar loðbrók og synir hans Ragnars saga loðbrókar Sigurður sveinn og Fáfnir Völsunga saga

Að lokum má nefna kvæði sem ber yfirskriftina Annað kappakvæði (sbr. „Rollant snemma reyndi vigur“), þar sem nefndir eru þeir:8

Án bogsveigir Áns saga bogsveigis Bósi Bósa saga og Herrauðs Egill og Ásmundur Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjab. Hemingur Hemings þáttur Áslákssonar Hringur og Tryggvi Hrings saga og Tryggva Hröngviður og Hrómundur Hrómundar saga Gripssonar Sigurður sveinn Völsunga saga

Í viðkvæði sama kvæðis er svo vísað í fornt sagnaefni um Angantý og Hjálmar hinn hugumstóra, en að baki liggur efni úr Hervarar sögu og Heiðreks og Örvar-Odds sögu (Jón Helgason 1981, 127):

Angantýr og Hjálmar, hjuggust þeir í ár. sundur var í brynjunni hringurinn blár.

Þótt ekki sé það alveg sambærilegt, er rétt að nefna í beinu framhaldi af höfundar- lausum kappatölum Skíðarímu, sem er án efa þekktast þeirra kvæða sem hér eru nefnd, enda vinsælt um margra alda skeið. Kvæðið hefur að vísu verið eignað tilteknum skáldum, en um höfund þess ríkir ekki einhugur. Í rímunni, sem er að jafnaði talin ort á fyrri hluta 15. aldar (Björn K. Þórólfsson, 1934), segir af e.k. leiðsluferð Húsgangs- Skíða inn í heim goða og hetja úr íslenskum sagnaheimi.9 Ýmsir þekktir fornaldar-

6 SKB Isl perg 22 4to. E.t.v. eru hér taldar upp fleiri hetjur sem tengjast efnivið fornaldarsagnanna, en á því leikur nokkur vafi. 7 JS 470 8vo. 8 JS 474 8vo (Bergsbók); AM 148 8vo (Kvæðabók úr Vigur). Fleiri nöfn gætu komið heim og saman við fornaldarsögurnar, en um þau ríkir óvissa. 9 Kvæðið hefur einkum verið eignað þremur skáldum, eða Einari fóstra, Sigurði fóstra Þórðarsyni og Svarti Þórðarsyni á Hofstöðum (d. 1477) (Björn K. Þórólfsson 1934). Skíðaríma gæti mögulega verið frá 16. öld (Sverrir Tómasson 2000).

4 Gunnar og Göngu-Hrólfur, Brynhildur og Brana

sagnakappar koma við sögu í þeim atburðum sem þar eiga sér stað, sem jafnvel mætti segja að feli í sér skopstælingu á hinum mikla Brávallabardaga, erkibardaga fornaldar- sagnanna. Helstu söguhetjur eru eftirfarandi:10

Andri jarl *Andra saga jarls Arngrímssynir Hervarar saga og Heiðreks / Örvar-Odds saga Ásmundur (Gnoðar-Ásmundur) Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjab. Blót-Haraldur og Þórir járnskjöldur Hrólfs saga Gautrekssonar Göngu-Hrólfur, Brúni/Brúsi berserkur/ Göngu-Hrólfs saga jötunn (sbr. Brúsi beinserkur) [Haraldur] hilditönn, Áki (nánar T.d. Sögubrot af fornkonungum ótilgreindur), Áli hinn frækni, Hálfdan snjalli, Ubbi hinn frækni (sbr. fríski) og Ívar víðfaðmi Hálfdan mildi og Hagbarður Frá Fornjóti og hans ættmönnum Hálfur kóngur, Hrókur hinn svarti, Hálfs saga og Hálfsrekka Geirmundur heljarskinn og Útsteinn jarl Hildur, Héðinn og Högni Héðins saga og Högna [Hrólfur] Gautreksson Hrólfs saga Gautrekssonar Hrólfur kraki og kappar hans, þ.m.t. Hrólfs saga kraka Böðvar bjarki Ketill (e.t.v. hængur) E.t.v. Ketils saga hængs Sigurður hringur, Ragnar kóngur og Ragnars saga loðbrókar synir hans, þ.m.t. líklega Ívar Starkaður gamli, Víkar og e.t.v. Gautreks saga Gautrekur Sörli hinn sterki Sörla saga sterka Völsungur, Reginn, Fáfnir, Högni, Völsunga saga Gunnar Gjúkason og Sigurður sveinn Þráinn haugbúi Hrómundar saga Gripssonar

Í rímunni segir m.a. frá því hvernig förumaðurinn Skíði snýr sér að Högna konungi úr Héðins sögu og Högna og biður um hönd Hildar, dóttur hans, sem Högni samþykkir, enda telur hann Skíða vera dreng góðan. Hér má geta þess að saga þeirra Hildar og Héðins er ein af frægari ástarsögum miðalda, og djarft af Skíða að ætla sér að blanda sér í hana. Hildur svarar bónorðinu á þann veg að hún segist hafa lofað Héðni að bíða hans, en þó muni hún ekki forsmá Skíða (Kvæðasafn, 1922–27); já, þeir fiska sem róa. Hetjur úr Héðins sögu og Högna og Völsunga sögu eru áberandi, og bera vott um vinsældir sagnaefnisins á síðmiðöldum. Þess má geta að ríman er talin vera frá svipuðum tíma og varðveitt handrit Völsunga sögu, en NKS 1824 b 4to er að jafnaði talið frá fyrsta fjórðungi 15. aldar. Efnistök Skíðarímu gætu því borið vott um vinsældir Völsunga sögu einmitt um þessar mundir. Skíðaríma verður að teljast einstök í sinni röð, enda segir hún ekki sögu tiltekinnar hetju, heldur förumanns og inn í sögu hans fléttast svo hinar fornu hetjur bókmenntanna. Rímur sem ortar voru út frá einstökum fornaldarsögum eru hins vegar margar, og verða þeim ekki gerð skil að svo stöddu. Á hinn bóginn er vert að nefna tíu erinda fornlegt kvæði, Kvæði af Sturlaugi starfsama eftir sögu hans, þ.e. Sturlaugs sögu starfsama, eða rímunum. Kvæðið er varðveitt í AM 723 b 4to með hendi Árna Magnússonar, og í sama handriti er 29. erinda Kvæði af Hrómundi Gripssyni, einnig með hendi Árna. Kvæðið er talið vera gamalt, jafnvel frá 14.–15. öld, og mun annað hvort ort eftir hinni glötuðu Hrómundar sögu Gripssonar eða Griplum. Jón Helgason telur

10 Ennfremur eru nefndar hetjur úr skyldum sögum, s.s. Þiðreks sögu af Bern.

5 Aðalheiður Guðmundsdóttir

sennilegt að kvæðin tvö, af þeim Sturlaugi og Hrómundi, séu ort af sama skáldi (Jón Þorkelsson, 1888; Jón Helgason 1979). Höfundarlausum kveðskap má í grófum dráttum skipta í tvennt, eða gömul kvæði eftir nú ókunna höfunda, líkt og þau sem að framan var getið, og þjóðkvæði, sem hafa þá gengið í munnmælum og tekið breytingum í tímans rás. Í síðari flokkinn falla hin svokölluðu sagnakvæði, frásagnarkvæði sem ort voru undir fornyrðislagi, líklega allt frá 14. öld og fram til 17. aldar.

Þjóðkvæði

Sagnakvæðin, sem eru flest hvert varðveitt í handritum frá 17. öld og síðar, eru ekki beinlínis ort um eða út frá fornaldarsögum Norðurlanda, en í þeim má finna þætti sem líkjast efni sagnanna. Hyndluljóð (hin yngri), sem segja m.a. af Ásmundi Gautakonungi, eru áþekk fornaldarsögunum að ýmsu leyti, og er. 71–72 líkist frásögn Ragnars sögu loðbrókar af Kráku. 34. er. Bryngerðarljóða minnir á Völsunga sögu, þar sem segir af gleymskudrykk Grímhildar og Snjáskvæði, er. 50, er sambærilegt Helgakviðu Hundingsbana I (er. 6–8). Varðveislusaga sagnakvæða minnir að sumu leyti á varðveislu sagnadansa, sem eru einnig frásagnarkvæði, ort á miðöldum og varðveitt í ungum pappírshandritum. Sagnadansar voru, eins og nafnið gefur til kynna, kveðnir við dans, og hafa stundum gengið undir tegundarheitinu fornkvæði. Ólíkt því sem gerðist í Skandinavíu, voru sagnadansar af efni fornaldarsagnanna, svokölluð kappakvæði, ekki frumkveðnir á Íslandi, og er jafnvel talið að Íslendingum hafi ekki þótt hæfa að yrkja danskvæði af afrekum hinna fornu kappa, þar sem rímurnar hafa orðið hið ráðandi kvæðaform. Eins og Vésteinn Ólason (1980) bendir á gæti þetta borið vott um að Íslendingar hafi litið á kappakvæðin sem alþýðleg frásagnarkvæði fremur en danskvæði. Þetta gæti svo aftur skýrt hvers vegna Íslendingar hafi ekki hirt um að varðveita kappakvæðin; þ hafi einfaldlega tekið rímurnar framyfir. Í gerðaskrá norrænna sagnadansa, The Types of the Scandinavian Medieval Ballad (Jonsson o.fl., 1978), er að jafnaði ekki getið um íslenskar þýðingar. Engu að síður, þá þýddu Íslendingar sumt af því efni sem Skandinavíubúar dönsuðu við, og einkum er til mikið af þýddu efni út frá Þiðreks sögu af Bern og af efni Völsunga sögu, eða jafnvel hinu þýska Nibelungenlied. Auk gerðarinnar A 41, sem að vísu er getið í skránni (sbr. Kvæði af Ribbaldi og Gullbrúnu í Íslenzk fornkvæði I), má nefna E 56: Grímhildarkvæði fyrsta (auk Grímhildarkvæðis annars og Grímhildarkvæðis þriðja) (Íslenzk fornkvæði II), Kvæði af meistara Hildibrand (Íslenzk fornkvæði II), E 132: Kvæði af Ormi enum unga og Bermus risa (Íslenzk fornkvæði II) og E 49: Kvæði af Sigurði snara sveini (Íslenzk fornkvæði II).11 Kvæðin (og e.t.v. fleiri til) voru þýdd á Íslandi á 17. öld, og ekki ástæða til annars en að ætla að dansað hafi verið eftir þeim, a.m.k. fyrst um sinn, þótt dansleikum hafi reyndar mjög verið farið að dala á Íslandi á þessum tíma (Aðalheiður Guðmundsdóttir, 2006). Stundum er sagt að hetjusagnaefni, rímur í anda fornaldarsagna og kappakvæði hafi einkum höfðað til bænda þar sem þau segja frá sterkum köppum sem bera ávallt sigur úr býtum. Hvort svo muni endilega hafa verið má deila um, en hitt er víst, að hetjusögur hljóta að hafa verið kærkominn flótti frá raunveruleikanum. En hetjur fornaldarsagnanna lifðu ekki einungis í kvæðum karlmanna, heldur einnig kvenna, og jafnvel hinu afar kvenlæga þuluformi. Við skulum líta á nokkur þjóðkvæði sem bera þess vott að hetjur fornaldarsagna hafi notið vinsælda langt fram eftir öllum öldum, og út fyrir ramma tiltekinna bókmennta- eða kvæðaforma. Fyrst ber að nefna vikivakakvæðin sem geta reyndar verið á mörkum þess að vera þjóðkvæði, enda sum hver eftir nafndgreinda höfunda. Vikivakakvæðin voru flutt við

11 Aðrar íslenskar þýðingar varða efni um Þiðrek af Bern (sbr. Íslenzk fornkvæði II).

6 Gunnar og Göngu-Hrólfur, Brynhildur og Brana

dans, líkt og sagnadansar, en skera sig þó frá þeim að ýmsu leyti, t.d. með því að segja ekki sögu, auk þess að vera ljóðrænni. Í örfáum slíkum kvæðum eru hetjur eða ættflokkar úr fornaldarsögunum nefnd á nafn,12 og í einu þessara kvæða er sagt frá Brynhildi sem sprakk af ástar harmi: „Brynhildur bar þá pínu, / buðlung unni bauga nift ...“ o.s.frv. (Jón Samsonarson, 1964, clii). Tilvísunin gæti hvort heldur sem er átt við Brynhildi Buðladóttur úr Völsunga sögu, eða nöfnu hennar úr sögu eða rímum Hrings og Tryggva, en líkt og kappatölin bera með sér virðist Hrings saga og Tryggva hafa notið töluverðra vinsælda fram á síðari aldir. Í söguna er til að mynda vísað í gömlu viðlagi, sem er einungis varðveitt sem brot: „A þíngi / betur unni Brynhildur Hríngi“ (Ólafur Davíðsson, 1894, 339). Eitt lystilegt ýngismannskvæði, að kveða til gamans er 13. er. vikivakakvæði, og í raun hálfgerð írónía þar sem hinar fornu hetjur eru settar í skoplegt samhengi, innan ramma hefðbundinnar meykóngasögu (Ólafur Davíðsson, 1894).13 Í kvæðinu lúta hetjurnar, eða vonbiðlarnir, í lægra haldi fyrir norskum meykóngi frá Naumudal, og þá m.a. þeir:

Agði jarl Þorsteins þáttur bæjarmagns Andri *Andra saga jarls Arngrímssynir Hervarar saga og Heiðreks / Örvar-Odds saga Blót-Haraldur Hrólfs saga Gautrekssonar Gautrekur og Starkaður gamli Gautreks saga [Geirmundur] heljarskinn Hálfs saga og Hálfsrekka Grímur ægir og Röndólfur Göngu-Hrólfs saga Hringur og Tryggvi Hrings saga og Tryggva Hrólfur Hrólfs saga kraka eða Göngu-Hrólfs saga Högni, Héðinn og „Hjarrandasynir“ Héðins saga og Högna Ragnar loðbrók og Björn járnsíða Ragnars saga loðbrókar Sörli (nánar ótilgreindur) E.t.v. Sörla saga sterka eða Héðins saga og Högna (sbr. Sörla þáttur) Ubbi (e.t.v. hinn fríski) Sögubrot af fornkonungum Þráinn í haug Hrómundar saga Gripssonar

Að auki eru taldar upp nokkrar hetjur úr skyldum sögum,14 og að lokum sjálfur Húsgangs-Skíði úr Skíðarímu. Öllum þessum köppum neitar meykóngurinn, og að sumu leyti er þeim varpað inn í spaugilegar aðstæður, ekki ólíkt þeim hetjum sem frá sagir í Skíðarímu. Ekki er ólíklegt að hér sé um að ræða bein áhrif frá Skíðarímu, enda munu erindi úr henni hafa verið húsgangar á Íslandi allt fram á 19. öld (Jón Þorkelsson, 1888). Að sumu leyti minnir kvæðið þó einnig á kappatölin. Annars konar kvæði þar sem hetjurnar eru settar í skoplegt samhengi eru ýkjukvæði á borð við Hattskvæði og Húfukvæði, sem segja frá höfuðfötum sem ýmist eru gerð af þekktum söguhetjum, eða þá að skrifaðar eru á þau sögur frægra kappa. Hér má finna Arinnefju (sbr. Egils sögu einhenda) og Andramóður (sbr. *Andra sögu jarls/Andra rímur), sem báðar leggja sitt af mörkum við húfu- eða hattagerðina, og hetjur á borð við Hreggvið og Göngu-Hrólf (sbr. Göngu-Hrólfs sögu), auk þess sem Hringur og Tryggvi, Þiðrekur af Bern og kappar hans tólf, Karlamagnús og fleiri hetjur koma við sögu (Ólafur Davíðsson, 1898–1903). Skyld þessum kvæðum eru svokölluð Ellakvæði, sem segja frá húfu sem virðist vera full af gömlum söguhetjum, og þar má m.a. finna þau Agða jarl (sbr. Þorsteins þátt bæjarmagns), Brönu (sbr. Hálfdanar sögu Brönufóstra), Brúsa (e.t.v. beinserk) og Grím ægi (sbr. Göngu-Hrólfs sögu) og Buslu (sbr. Bósa sögu og Herrauðs) (Ólafur Davíðsson, 1894). Sú aðferð, að grípa hetjurnar inn í kvæðin, nánast eingöngu að nafninu til, minnir svo á þulurnar, þar sem öllu ægir saman; þekktum hetjum, nú

12 Sbr. t.d. Andra og Niflunga (Ólafur Davíðsson 1894). 13 Kvæðið er varðveitt í AM 149 8vo, XIV frá 17. öld, sbr. upplýsingar á handrit.is. 14 Sbr. t.d. Dofra (sbr. Bárðar sögu Snæfellsás), Ísung (sbr. Þiðreks sögu af Bern), Fal og Sóta (sbr. Viktors sögu og Blávus) og fóstbræðurna Frosta og Jökul (nánar ótilgreindir).

7 Aðalheiður Guðmundsdóttir

ókunnum mönnum eða jafnvel mannanöfnum, brotum úr kveðskap eða þá efni sem eingöngu hefur lifað í þulunum. Þulur voru fyrst, líkt og flest önnur þjóðkvæði, ekki festar á blað fyrr en á 17. öld, en flestar voru þær skráðar á 19. öld, líkt og annað þjóðfræðaefni. Á segulbandssafni Stofnunar Árna Magnússonar er varðveitt stutt þ ula, e.k. nafnaþula, í flutningi Rebekku Pálsdóttur (d. 1984), og eru þar nefndir þeir Gunnar og Högni, væntanlega úr Völsunga sögu, enda þekktir bræður (sbr. Heyrði ég í hamrinum 2009: lag 7, „Árni, Hjalti, Auðunn, Steinn“). Nafnaþulur nutu talsverðra vinsælda og vera má að til Gunnars Gjúkasonar sé einnig vísað í þulunni Heyrði ég í hamrinum, sem er að hluta til nafnaþula. Í þulunni er stundum getið um nafnaparið Aðalvarð og Álfagarð, en í einhverjum afbrigðum hennar er þó getið um „ormagarð“ í staðinn fyrir Álfagarð (Heyrði ég í hamrinum 2009: lag 25, flutt af Helgu Maríu Jónsdóttur (d. 1999) og má vera að vísi í prísund Gunnars í ormagarði Atla, e.t.v. með tengingu aftur í Völsunga sögu sjálfa, eða þá kvæði Gunnars Pálssonar um sama efni. Skyldar þulum eru svokallaðar langlokur, en þar má finna tilvísanir í Hrólfs sögu kraka og Karlamagnús sögu, auk þess sem ein þeirra var beinlínis ort út af Hálfdanar sögu Brönufóstra, og hefst svo: „Víst var Brana væn, kæn, / með veldi burt skeldi frá eldi“ (Ólafur Davíðsson, 1898– 1903, 377). Þá er Brana einnig þekkt í a.m.k. tveimur vísum sem rekja má til rímna. Að lokum, í framhaldi af langlokunum, skal getið um gátu í ferskeytluformi, þar sem lausnin er orðið „Tyrfingur“, en gátan snýst um hið fræga sverð Hervarar sögu og Heiðreks. Gátan hljóðar svo (Jón Árnason, 1887, 103):

Nokkrir greina nafnið sitt, nú með berum orðum, en Hervör sótti heitið mitt í haug á Sámsey forðum.

Lokaorð

Í munnlegri sögugeymd flosna söguþættir úr upphaflegu samhengi sínu og tengjast nýjum sögum eða söguþáttum og þannig lifir sagnaefnið öld eftir öld; sama hráefnið í ólíkustu súputegundum, eins og J.R.R. Tolkien hefði orðað það (1975), eða sagnaefni í formi gerða og minna, samkvæmt skilgreiningum þjóðsagnafræðinga. Í þjóðkvæðum og þulum á borð við þau sem segja af Gunnari og Göngu-Hrólfi, Brynhildi og Brönu er hins vegar sjaldnast um sagnaminni að ræða, hvað þá stærri einingar á borð við staka sagnaþætti eða gerðir. Það sem lifir eru einfaldlega nöfn. Á hinn bógin eru þetta þó engin venjuleg nöfn, heldur nöfn sem eru sett í ákveðið samhengi, þar sem þau vísa í baklægar sögur, og verða þar með eins og lyklar að frekari merkingu. Nöfnin gegna með öðrum orðum því hlutverki að vera e.k. tengiliðir yfir í söguþekkingu fólksins, þá þekkingu sem gerði fólki svo kleift að skilja kvæðin, misvel, að sjálfsögðu, eftir því hve þekking þess á sagnaarfinum risti djúpt. Nógu spaugilegur var Skíði í sínu eigin kvæði, Skíðarímu, en jafnvel enn spaugilegri verður hann í Einu lystilegu ýngismannskvæði, í fylgd hinna fornu hetja, þar sem hann biður meykóngsins norska. Það eru því ekki nöfnin í Einu lystilegu ýngismannskvæði sem gera það að því gamankvæði sem það er, heldur sögurnar á bak við nöfnin og hið nýstárlega samhengi sem hetjurnar eru settar í. Þetta er eðli þjóðkvæða í hnotskurn. Efniviður þeirra hefur að mörgu leyti ferðast um eins og vindurinn sem berst um og sópar upp með sér fræjum sem hann ber með sér á nýja staði um leið og hann skilur eftir sig frjókorn frá fjarlægum stöðum.

8 Gunnar og Göngu-Hrólfur, Brynhildur og Brana

Heimildir

Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2006). How Icelandic legends reflect the prohibition on dancing. ARV – Nordic Yearbook of Folklore, 61, 2005, 25–52. Björn K. Þórólfsson. (1934). Rímur fyrir 1600. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag. Cederschiöld, G. (1883). Allra kappa kvæði. Arkiv för nordisk filologi, 1, 62–80. Edda Sæmundar hinns fróda, 2. (1818). Holmiae: [s.n.]. Rafn, C.C. (ritstjóri). (1829–30). Fornaldar sögur Nordrlanda eptir gömlum handritum, I–III. Kaupmannahöfn: [s.n.]. Grímur Thomsen. (1969). Ljóðmæli. Sigurður Nordal (ritstjóri). Reykjavík: Mál og menning. Heyrði ég í hamrinum. (2009). [Hljómdiskur]. Ólafur J. Engilbertsson og Rósa Þorsteinsdóttir (umsjón). Snjáfjallasetur í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hjálmar Jónsson í Bólu. (1915–19). Ljóðmæli, I. Jón Þorkelsson (ritstjóri). Reykjavík: Hjálmar Lárusson. Jonsson, B. R., Solheim, S. og Danielson, E. (1978). The Types of the Scandinavian Medieval Ballad. Oslo: Universitetsforlaget. Jón Árnason. (1887). Íslenzkar gátur. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag. Jón Helgason (ritstjóri). (1962–81). Íslenzk fornkvæði, I–VIII. Københaven: Ejnar Munksgaard - Reitzel. Jón Helgason (ritstjóri). (1979). Gamall kveðskapur. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag. Jón Helgason (ritstjóri). (1981). Íslenzk fornkvæði, VIII. Københaven: Ejnar Munksgaard - Reitzel. Jón Samsonarson. (1964). Kvæði og dansleikir, I. Reykjavík: Almenna bókafélagið. Jón Þorkelsson. (1886). Íslenzk Kappakvæði. Arkiv for nordiskt filologi, 3, 366–84. Jón Þorkelsson. (1888). Om digtningen på Island i det 15. og 16. århundrede. København: Andr. Fred. Høst & Søns forlag. Kvæðasafn eptir nafngreinda íslenzka menn frá miðöld. (1922–27). Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag. Ólafur Davíðsson. (1894). Íslenzkir vikivakar og vikivakakvæði. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag. Ólafur Davíðsson. (1898–1903). Íslenzkar þulur og þjóðkvæði. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag. Sigfús Sigfússon. (1982). Íslenskar þjóðsögur og sagnir, III. Óskar Halldórsson (ritstjóri). Reykjavík: Þjóðsaga. Stephan G. Stephansson. (1953–58). Andvökur. Þorkell Jóhannesson (ritstjóri). Reykjavík: Menningarsjóður. Sveinn Yngvi Egilsson. (í prentun). „alt meir Grískt en Rómverst“. Menningarviðleitni Sigurðar málara í ljósi nýklassíkur. Sverrir Tómasson. (2000). „Strákligr líz mér Skíði“: Skíðaríma – Íslenskur föstuleikur? Skírnir, 174, 305–20. Tolkien, J. R. R. (1975). Tree and leaf; Smith of Wootton Major; The Homecoming of Beorhtnoth Beorhthelm's Son. London: Unwin. Vésteinn Ólason. (1982). The Traditional Ballads of Iceland. Historical studies. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar. Þjóðólfur, 8.–11. tbl. (1860). Jón Guðmundsson (ritstjóri). Reykjavík. Þjóðólfur, 8. tbl. (1861). Jón Guðmundsson (ritstjóri). Reykjavík. Þjóðólfur, 12.–13. tbl. (1862). Jón Guðmundsson (ritstjóri). Reykjavík.

9