REGLUGERÐ Um Breyting Á Reglugerð Um Þvingunaraðgerðir Varðandi Belarús Nr
Nr. 1101 4. nóvember 2013 REGLUGERÐ um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús nr. 97/2012. 1. gr. Ákvæði 2. gr. reglugerðar nr. 97/2012 um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús nr. 97/2012, sem ber fyrirsögnina „Þvingunaraðgerðir“, hljóði svo: Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr. Gerðirnar, ásamt viðauka, eru birtar sem fylgiskjöl við reglu- gerð þessa: 1) ákvörðun ráðsins 2012/642/SSUÖ frá 15. október 2012 um þvingunaraðgerðir gegn Belarús, sbr. fylgiskjal 1, eins og henni var breytt með: a. framkvæmdarákvörðun ráðsins 2013/248/SSUÖ, sbr. fylgiskjal 2; 2) reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006 frá 18. maí 2006 um þvingunaraðgerðir gegn Lúkasjenkó forseta og tilteknum embættismönnum í Belarús, sbr. fylgiskjal 5, eins og henni var breytt með: a. reglugerð ráðsins (EB) nr. 646/2008, sbr. fylgiskjal 6, b. reglugerð ráðsins (ESB) nr. 84/2011, sbr. fylgiskjal 7, c. reglugerð ráðsins (ESB) nr. 588/2011, sbr. fylgiskjal 8, d. reglugerð ráðsins (ESB) nr. 999/2011, sbr. fylgiskjal 9, e. reglugerð ráðsins (ESB) nr. 354/2012, sbr. fylgiskjal 10, f. reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1014/2012, sbr. fylgiskjal 11, g. framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1017/2012 og h. framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 494/2013. I. viðauki við reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006, eins og honum var breytt, er ekki birtur hér en þess í stað vísast í viðauka við ákvörðun ráðsins 2012/642/SSUÖ, eins og honum var breytt, sbr. fylgiskjal 1. II. viðauki við reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006 er ekki birtur hér þar sem hann á ekki við, sbr.
[Show full text]