17 júlí 2017. Afrekið sem tíminn vann aldrei á.

Konráð Rúnar Friðfinnsson tók saman. Myndir aðrar en af höfundi eru ekki hans eign. Texti: KRF. Nema þar sem annað er tilgreint.

Bara smávegis.

Flest met sem menn setja standa tímabundið. Innan langs eða skamms tíma eru þau felld. Manneskja spretti örlítið hraðar úr spori, stökk hærra, náði betri tíma í sundi. Og metið féll. Sekúndubrot skár úr. Í svona útkomu má segja að menn séu jafn góðir. Ljóst er að mikið álag hvílir á tímaverði án þess að það rýri neitt gildi heimsmetsins fyrir íþróttirnar. Hver sem stundar íþróttir til árangurs er keppnismanneskja og skilur þjálfunina og mikilvægi agans í ferlinu. Aginn segir við alla leti: „Vík þú burtu“ og við manninn: „Af stað og æfðu“.

Hvar sem maður kemur að málum er hægt að gera betur og birtist í hverju nýju meti eftir öðru. Og þar sem maður er er því miður líka reynt að svindla. Með öllu slíku er fylgst og vinningurinn hirtur af aðilanum sem prettinn reyndi. Árangur svikanna eru þessi. Best er að vera með sitt á hreinu og reyna enga pretti en meðtaka heiðarlega fengna niðurstöðu. Slíkir segja eftirá: „Ég gerði mitt besta“. Hinir geta það ekki. Tapist unnið met er engin heimsendir framundan. Áfram minnir skjöldurinn, peningurinn um hálsinn, og eða styttan, eiganda sinn á ágætan árangur þó annar sé orðin betri. Svona er gangurinn. Yfir öllu má gleðjast. Líka velgegni annarra en síns sjálfs.

Líf manneskju er mælt út frá árangri. Allstaðar skal hann blífa. Gott viðmið og krefur mann og konu um að bæði hafa fyrir því sem gera á og tilbúin til að berjast eins og þarf fyrir árangri. Flestir sem góðum árangri ná hafa gott bakland. Árangur er magnað fyrirbæri. Við elskum árangur. Smá um afrek.

22 apríl 1972, laugardagur, var á dagblaðinu Tímanum valinn handknattleikmaður ársins og varð Geir Hallsteinsson (mynd ofar) úr FH í Hafnarfirði hlutskarpastur. Honum vildu flestir greiða sitt atkvæði. Á þessum árum var Geir afskaplega vinsæll íþróttamaður og þótti með eindæmum lipur og hafa gott vald á boltanum og sýna í leikjum af sér prúðmannlega framkomu, sem telst til kosta fyrir fólk í þessari grein en hefur svolítið verið höggið í á síðari árum og meiri harka færst í þessa leiki. En er það bara ekki tímanna tákn?

Fullyrða má að afrek Geirs lifi svolítið með þessari þjóð og að margir muni þetta nafn og fyrir hvað það stóð á sínum tíma og varð talsvert stórt í þessu landi á sviði handknattleiks.

Á myndinni sjást skildir og verðlaunapeningar sem Geir hafði þá hlotnast og lifir sagan um afrekið með fólkinu til dagsins í dag. Málið fór nokkuð hátt og pressan upptekin við að fjalla um Geir og góða stöðu hans á vellinum. Fólk vildi lesa um hana. Endingin fer eftir umfangi hverju sinni. Geir Hallsteinsson var valinn íþróttamaður ársins 1969.

Heyri engin neitt getur ekkert afrek lifað. Fyrir fjölda fólks gerðist það aldrei. Hversu stórt og merkilegt sem það er hefur verkið engin skilyrði til lífs. Sumt sem lifir hughreystir fólk og hleypir því kappi í kinn. Stundum væri betra að afrek fólks lifðu. Enda unninn og fengin með elju og heiðarleika. Að svindla er fals. Falsari er hvergi vinsæll. Öndvert við góð verk fólks.

Skilyrði til að verk manna lifi af en fer eftir stærð sjálfs atburðarins. Hann gæti skipt sköpum um ala lífseiglu. Fleiri muna og fleiri ræða um. Svona lifa verkin og fá burði til að færast yfir til næstu kynslóða. Erfitt er að þagga niður rödd fjöldans. Eftir því sem fleiri snerta á, meðtaka og hrærast í, aukast líkurnar á löngu lífi atburða og er bæði gott og vont. Góð verk lifa líka.

Með hjálp fólks sem til þekkir, reyndi á eigin skinni, fann áhrifin af og mann tilfinninguna sem andartakið vakti lifa atburðir. Sum verk eru fólki ógleymanleg og hægt að endurvekja gegnum hljóð, orð eða hverju því sem einstaklingur tengir atburði. Flestir eiga sér eitt og tvö slík tilvik.

Í sumum tilvikum hefur árangur fólks með í för umbreytandi kraft sem veröld öll veitti athygli, hreifst af og gerði sér geðþekkt. Og! Héldu á lofti. Góð minning vill lifa með mér. Fyrir öllu góðu þarf að hafa. Hve lengi þetta fær gengið fer eftir eðli atburða og fjöldanum sem þátt tók og gildinu fyrir manneskjur. Áhugavert.

Margir hafa fylgst með íþróttafólki og muna enn leikmann númer 10 sem stóð sig vel og gerði íþróttagreinina skemmtilegri og meira lifandi en áður var. Hann braut að sumra áliti með heillandi leikstíl sínum og töktum blað í sögu handknattleiksins og færði ofar á íþróttastofninn.

Hætti menn að fjalla um afrekið endar það í gleymskunnar hafi. Getur ekki annað. Allt sem á lifa þarf athygli. Það er ljóst. Hvar væri kristnin talaði engin um hana? Annar merkjanlegur árangur fólks fór aldrei út úr húsi en er samt afrek og gagnlegt fyrir einn og eina. Þar vinnast margir sigrar sem engin talaði um af því einu að þekkja ekki til.

Árangur er út um allt. Veröldin er full af árangri. Og þú ert þarna einhverstaðar með.

Flest met samt gleymast. Einstaka stendur eftir. Gnæfa yfir.

Til eru met sem varðveittust meðal mannkyns vegna stærðar og umfangs sem skipti sköpum til lengri tíma. Einn þagði, annar sagði söguna. Svo kom pressan inn af áhuga og tók verkið upp og gerði skil. Bæði á köflum sanngjörn og ósanngjörn skil. Umfjölunnin seldi blaðinu meira en ekki endilega af sérstökum áhuga blaðaeigenda. Umfjöllunin er líka viðskiptalegs eðlis. Viðskipti eru hluti vettvangsins með sitt að segja.

Upphitun fyrir - umfjöllun.

„Hvert stefnum við?“ - var spurning Lennons til vina sinna í Bítlunum er þyngslin vildu merkja sér eigið svæði í hópnum og þeir enn staddir í bardaganum að þurfa að berjast í bökkum á skítugum, reykfylltum krám í Hamborg og ekki vitandi hvort þeir fengju að borða. Svarið sem gnæfði yfir allt var: „Til stjarnanna“!- Hraustir menn einir segja með þessum hætti og einungis þeir sem markmiðið hafa og skíra stefnu.

Og hverjir náðu til stjarnanna og hverjir unnu meira afrek en þeir og hverjum hefur betur tekist að halda á lofti sínu afreki bráðum hálfri öld eftir að búið er að slökkva á Bítlamögnurunum og setja gítaranna afsíðis til geymslu með trommunum og trommukjuðunum og ljóst að þaðan kæmi ekki meira út af nýrri tónlist? The Beatles tókst þetta og líka að búa sér til svo stórt nafn og eftirminnilegt að röddin vill bara ekki þagna og heyrist því ennþá. Flautað var til leiksloka og menn bjuggust við að málslokum og fremstir þar Bítlarnir sjálfir máski. Annað kom á daginn. Röddin talaði, söng, áfram og viðhélt gleðskapnum. Fólkið vildi það.

Í dag er hellingur að gerast í Bítlabúðinni og minjagripir tengdir hljómsveitinni en að seljast og fara víða um lönd til einstaklinga þar. Bítla eitt og annað ennþá raunveruleiki og fjöldin allur af fólki með þá heima hjá sér hvort sem er hangandi upp á vegg eða innst klæða sem nærbol. Allt vegna þess að stór atburðir sem margir voru þátttakendur í og líkaði við vill lifa. Fólkið sjálft segir: „Lifðu með mér“.

Myndin til vinstri er af hljómsveitinni sem Sir Paul McCartney vildi sjálfur að yrði arftaki The Beatles og samdi fyrir að minnsta kosti einn söng „Come And Get It“ sem sum okkar þekkjum. Myndin er af meðlimum Badfinger árið 2016.

Sögu Badfinger má rekja aftur til ársins 1961. Þá hét hún The Iveys og starfaði til ársins 1969 er „Badfinger“- nafnið kom. The Iveys var eins skipuð og fyrsta útgáfa Badfinger og samanastóð af þeim , fæddur 27 apríl 1947 og dáinn 24 apríl 1975, hann söng sönginn „Come And Get It“, , Ron Griffits og . Hvort The Iveys skildu eftir sig breiðskífu þekkir höfundur ekki en telur ekki.

Lengi leitaði fólkið leiða til koma félögunum í The Beatles saman. Samhliða þeirri vinnu reyndi það að finna „Bítla“ í nýstofnuðum hljómsveitum sem héldi dansleiknum fyrir það áfram og einnig „Bítladýrðinni“.

Sagan segir að ágætur Sir Paul McCartney hafi lagt drög að stofnun Badfinger. Þetta er ekki rétt. Sögu hljómsveitarinnar má rekja aftur til ársins 1961 og til nafnsins The Iveys. Hitt má vera að hann hafi lagt til nafnabreytinguna. Hún er annað mál.

Að hljómsveit skipti um nafn er algegnt og gerðist árið 1969 hjá The Iveys er það umbreyttist í Badfinger.

Sir Paul samdi fyrir þá sönginn „Come And Get It“- og sá um upptökur á lagi sínu í þeirra flutningi. Söngurinn kom út í desember 1969 og reis hátt. Enda hinn fegursti og ein af mörgum úr smiðju Sir Paul.

Vilji hans var að Badfinger yrði arftaki The Beatles, sem ekki gerðist. Enda óvinnandi vegur að fyrirfram staðsetja óþekkta hljómsveit á vellinum og ætla ákveðin stað hjá áheyrendum. Þessum hópi mestu ólíkindatóla sem til er og hafa margsýnt sig að vera. Hljómsveitin „Badfinger“ varð vinsælt band í heimi músíkurinnar sem nokkuð kvað að kringum 1970 og í nokkur ár á eftir en hvarf svo að mestu. Síðasta skífa „Badfinger“ kom út árið 2000. Eftir það hefur Badfinger svolítið verið á ferðinni. Með líklega þá hljómleika.

Mick Jagger söngvari hljómsveitarinnar The Rolling Stones hefur ásamt hljómsveit sinni verið mörgum öðrum söngvurum og hljómsveitum sérstök fyrirmynd.

Spáð var af sumum á sinni tíð að ætti þessi hljómsveit að verða eitthvað nafn yrði hún að láta þennan gríðar munnstóra söngvara sinn hætta. Þetta er haft eftir manni sem sá sveitina í sjónvarpi árið 1963 og hljómsveitin enn að mestu óþekkt.

Fullyrða má að velgengni The Rolling Stones hefði aldrei orðið sama án beinar þátttöku ágæts Mick Jagger og ljóst að ekki ratast mönnum alltaf satt orð á munn né að geta sér rétt til um hvað verða skal. Enda fáum gefið.

Talandi um hljómsveitir sem sumir voru til í að dubba upp og gera að nýjum“Bítlum“ fyrir sig er hljómsveitinni „Free“. Hún varð afskaplega vinsæl. Fyrsta LP plata Free kom út 5 mars 1969 og heitir „Tons Of Sobs“. Með henni er líklegt að allt hafi farið af stað í ranni Free.

Um „Free“ sögðu menn að í sumu minnti velgengni þeirra á uppgang Bítlanna og merktu af viðtökum aðdáenda sem voru víst nokkuð tilfinningaþrungin og svipaði til viðbragða áhangenda Bítlanna á hljómleikum þar sem mikið var öskrað, hrópað og stappað. Free þaut hratt upp alla vinsældarlista og seldi gríðarlegt magn hljómplatna en starfaði stutt. Gaf þó út nokkrar hæggengar hljómplötur. Hljómsveitin „Bad Compani“ reis af grunni Free. Sumir vita deili á henni. Hvað sem reynt var fyllti ekkert í skarð það sem burthvarf The Beatles olli. Þeir voru einstakir. Bylgjan fór hátt og var kannski ekki alltaf neitt sérlega notaleg viðkomu vegna atgangs og áhuga æstra ungmenna sem þyrsti í að sjá Bítlanna og þustu fram hvar sem þeirra var von.

Bítlaárin voru ein stór skemmtun. Sumir hurfu yfir til The Rolling Stones og upplifðu Bítlaæðið standandi á þeim hóli. Kannski í grunninn var hann ekki svo ólíkur hinum suðupottinum.

Eins og fyrr greinir var margt reynt til að finna aðra Bítla. Annað kom á daginn og þeir fundust ekki. Er menn sáu að verkið væri óframkvæmanlegt smá saman dró úr þessari þráhyggju fólks en annað veifið reynt að fá félaganna til að koma fram opinberlega. Við neinni slíkri beiðni var orðið. Eftir morðið á John Lennon í desember 1980 þurfti ekki frekar að ræða endurkomu The Beatles. Svona, ágætu vinir, var málið vaxið og ekkert öðruvísi. Draumurinn sem kviknaði í vetrarlok 1963 lifir meðal milljóna manna og kvenna til vors tíma (júlí 2017). Er til stærra met en metið sem The Beatles setti? Mönnum vefst tunga um tönn við að svara spurningunni.

Hér sjást The Beatles á einum af sínum mörgu, fjölmennu tónleikum. Þessir heita „ The Beatles Christmas Show“- og voru haldnir í Hammersmith Odeon.

Hvernig fær svona lagað gerst og lifað af sér áratugina nema af fyrirferðinni og áhrifunum? Þau eru drifkrafturinn. Bítladæmið gerði fólki veislu með allskonar kræsingum. Að upplifa slíkt og flækja sig í öllu saman og líka vel flækjuna getur ekki gert neitt nema skilið eftir sig minningu. Ekki lagt mat á rétt og rangt heldur bent á hvernig þetta gekk fyrir sig. Við elskuðum það og er ástæðan fyrir að við leyfðum því að lifa með okkur. Þaðan fengum við minningar sem skáka flestum öðrum minningum. Hér er heldur ekki lagt mat á rétt og rangt heldur áfram bent á staðreyndir. The Beatles lifa vegna alls þess sem gerðis á árunum frá 1963 til 1970.

The Beatles.

1968.

Hið sanna um Bítlanna er að fáir hafa gegnum tíðina fengið meiri skrif um sig en þeir. Þau hófust fljótlega eftir að ljóst var að fram væri kominn hljómsveit skipuð ósköp venjulegum ungum mönnum um og yfir tvítugt sem allt útlit var fyrir að heimurinn ætlaði að taka við og í ljós kom að yrði af með eftirminnilegum hætti strax eftir útgáfu fyrstu LP plötu sveitarinnar. Platan kom út í mars 1963 og Sir Paul enn ekki orðin tuttugu og eins árs gamall og varð ekki fyrr enn þremur mánuðum seinna. George var þá nýlega orðin tvítugur og hinir á svipuðu reki og Sir Paul. Allt ósköp venjulegt ungt fólk og þegar búið að kynnast erfiðleikum tónlistarlífsins og að átta sig á hve erfitt sé að lifa á tónlist. Ósköp venjulegir ungir menn sem nýlega þöndu raddbönd og hljóðfæri inn á Þýskum knæpum sem báru ýmis nöfn. Svo áttaði heimsbyggð sig. Knæpurnar sem þeir spiluðu á urðu heimsþekkt nöfn undireins og út hvissaðist að þar hafi The Beatles leikið. Já, fyrir dansi. Á krám sem drukknir Þjóverjar komu inn á og sjómenn, stundum íslendingar, allstaðar að úr heiminum á skipum sem lágu bundin í höfn í Hamborg að lesta varning og losa vöru komna frá austri, suðri, vestri og norðri. Þetta fólk kíkti sumt við, væri það statt í Hamborg. Og með ölglas í hönd tylltu mennirnir sér við næsta lausa borð ekki vitandi neitt um strákanna sem frömdu allan hávaðann á sviðinu. Þeir voru hljómsveit sem Hamborg var full af. Gerðu sér engan grein fyrir að þessir menn væru sömu og mundu síðar breyta mörgu í tónlistarsögu heimsins og gerðist á einni nóttu. Þá líka rumskað hluti af ungu fólki og á eftir glaðvaknaði og byrjaði að garga.

„Fyrst þetta, og nú þetta“- lét John Lennon hafa eftir sér er atgangurinn var að byrja og meinti að fyrir fáeinum vikum og mánuðum hafi þeir spilað fyrir hálftómum sal og áhugalaust fólk en horfðu nú á breiður ungmenna með augun á sér og allan áhuga. Mikil breyting á högum einstaklinga sem sterk bein þarf í að þola.

Menn skrifuðu og skeggræddu margt er kom að meðlimum hljómsveitarinnar The Beatles og veltu ýmsu fyrir sér varðandi þá og fannst ekki allt neitt sérlega gáfulegt sem þeir sögðu og að þaðan bærist frekar grunn speki og er auðvitað ekkert nema fordómar, dómharka og sambland af fyrirfram gefnum skoðunum á fólki og lítt grunduðum. Erfitt er að eiga við allt svoleiðis. Allir geta vandað tal sitt.

Lítum á umsögn um Bítlanna frá 1968.

Samt var fólkinu orðið hann ljós allur þessi gríðarlegi árifamáttur sem bjó í orðum þessara ungu manna og fólk orðið viðurkenndi. Milljónir hlustuðu á þá og fundu hressandi andblæ leggja af orðum þeirra, en voru af sumum taldir bera litla virðingu fyrir gildandi sannindum. Yngra fólk hins vegar fann hjá þeim einlægni og hreinskilni, höfðingslund aðalsmanns, sem tilbúin er að prufa allt og reyna sitt hvað, og óhætt að trúa því sem þeir á annað borð kjósi að heyra. Svona voru sum ummælanna.

Til þess að fá njótið næðis er þeim sá einn kostur búinn að búa í rammgerðum húsum (sjá myndir ofar) með háa múrveggi og rammgerða allt í kringum hús sín sem engin kemst yfir nema fuglinn fljúgandi, með varðlið utan um sig og leyndan síma (leyninúmer). Fyrir kemur að þeir fari út á lífið og leggi leið sína til London þeirra erinda, en hafa þá jafnan með sér vörð sem sér um öryggi þeirra og hafa fasta útgönguleið fyrir þá, sýnist þeim að of mikið verði að sér þrengt af æstum aðdáendum. Annars hafa þeir hægt um sig og hljótt heima, og ekki beint fátæklegt um að litast innandyra, nema síður sé, af öllum þeim gríðarmiklu auðæfum sem streymt hafa til þeirra. Og má þar nefna gróða af hljómplötusölunni, gjaldið sem þeir taka fyrir að koma fram í sjónvarpi, prentaðir söngvar sem birtir eru, og allt birt með einkarétti.

Það er varlega áætlað að og Harrison séu hvor um sig eigendur að um einni milljón Sterlingspunda (ath: 1968), en Lennon og McCartney eigendur hvor að hálfri annarri milljón Sterlingspunda og skírist af því að þeir hafa höfundarlaun af verkum sínum umfram hina. - Séu tölurnar umreiknaðar í dag kemur upp talan fyrir Ringo og Harrison 136 milljónir íslenskar krónur fyrir hvorn, en hjá John og Paul er talan 204 milljónir íslenskar krónur fyrir hvorn. Athugið að tölurnar sem gefna eru upp birtust fyrir áratugum og margt breyst í verðlagsmálum. Líklegt er að tölurnar hafi verið talsvert meiri verðmæti þá.

Bítlarnir eru heimagangar hvorir hjá öðrum og hittast reglulega, eins og væru þeir allir ein fjölskylda - eins og þeir raunverulega mega heita. Vináttan er trú og traust með þeim öllum. Því veldur ekki bara bræðralag þeirra sem Bítla, heldur eru þeir allir sprottnir af líkri rót, og teygir upprunnin sig til miðstéttarfólks í Liverpool.

Paul er sonur bómullarkaupmanns, og ólst upp hjá föðursystur sinni. Paul „komst inn í flokkinn 1955“ - segir hér. Líklegt er að átt sé við er hann og John Lennon fyrst hittust og John sá í Paul hæfileika og réð á eftir í hljómsveit sína The Quarryman. Goerge, er sonur strætisvagnabílstjóra, komst það þremur árum seinna“, - er orðalagið og líklega átt við inngöngu George 1958. Ringo Starr, er sonur skipasmiðs, gekk til liðs við hina 1960 og tveim árum á eftir George. Hér sjáum við liðsskipan The Beatles eins og hún birtis allri heimsbyggð nokkrum misserum síðar.

Síðan Bítlarnir hættu að ferðast um fyrir svona einu ári (1966) , hafa þeir haft gott næði til að sinna áhugamálum sínum og einkastarfi. John hefur hlutverk í hinni þekktu kvikmynd Richards Lesteers, How I Won the War, og Paul hefur samið lög fyrir kvikmyndina The Family Way. En enn sem fyrr starfa þeir mest saman í hóp og leika þá söngva sína inn á hljómplötur.

Þeir hafa nú skipt um hátt í hlutverkum sínum, og vinna nú fremur að tilraunum ýmsum og nýbreytni, og þegar þeir sungu lögin á Sgt Peppers, tók það þá tuttugu klukkustundir að ná fram þeirri annars heims stemmningu sem þeir sóttust eftir, og lögðu þá nótt með degi til að ná þessu fram. - Allir þekkja árangur vinnunnar. Hún gaf okkur hreint og tært listaverk sem enn hefur ekki verið toppað. Um það atriði eru menn sammála. Enn eitt metið þar.

Með tilliti til þess sem Bítlunum hefur áunnist, væri það óvarlegt að andmæla er hann segir: „Við erum í rauninni aðeins að byrja, eða varla það. Nú fyrst erum við að gera okkur ljóst, að hverju við eigum að stefna, og hvað við eigum að leiða fram til fullkomnunar - hvaða vegg við eigum að rjúfa, hvaða þröskuld að stíga yfir. Við vitum ekki, hvað í vændum er, því það nær langt út yfir takmörk þess, sem við getum gert okkur í hugarlund." (Æskan 1 júlí 1968) - Er maður les þetta hugsar maður með sér sjálfum að hér mundi penna maður sem byggi skrif sín á því sem hann hafi lesið um kappanna en þekki þá ekki persónulega sjálfur. Allskonar sögur voru í gangi um meðlimi The Beatles og margt um þá skrifað sem einstaklinga og uppi allskonar skoðun á persónuleika hvers og eins af þeim. Ekki er fyrirfram öruggt að þeir sjálfir hafi þekkt sig af öllum lýsingunum. Athyglinni? Hver stýrir henni og stjórnar?

The Beatles 1970.

Er Bítlarnir höfðu blásið af fjörið og ljóst að engar yrðu fleiri flugeldasýningarnar af þeirra völdum kom auðvitað högg á hjarta áhangenda sem töldu að Bítlarnir yrðu með þeim ævina á enda en kom í ljós að færi ekki lengra með þeim. Fljótlega eftir sorgarfregnina fóru menn að velta fyrir sér hvað um þá yrði og hvað að taka sér fyrir hendur. Árið 1970 er ljóst að talsvert væri í að þeir losnuðu frá atgangi fólks og fjölmiðla. Og er víst engum undrunarefni.

John Lennon og Yoko Ono létu hafa eftir sér er þau sáu að fjölmiðlar ætluðu að fylgja þeim eftir hvert fótmál að þau gættu notfært sér þá til góðs og helltu sér úti friðarbaráttu, sem við komu þeirra fékk sína vítamínssprautu. - Þó sú saga sé ekki kunn er samt hægt að geta sér þess til að hjónakornin hafi velt ýmsu öðru upp heldur en stríðsátökunum í heiminum þó þau hafi orðið lendingin. Allskonar friðarbrölt fólks var í gangi árið 1970 og auðvelt að hafa skoðun á stríði og að vilja það burt.

Upp úr umsögn frá september 1970.

Fyrir utan höfuðstöðvar Apple fyrirtækis Bítlanna í London hangir svartur fáni - sem ekki kemur fram til hvers sé né hvaða merkingu hafi. Séu menn þar innandyra spurðir um hvað um Bítlanna verði er fátt um svör og einungis sagt að þeir segi ekkert til um það. Engin Bítlanna ku hafa verið viðstaddur er frumsýningin á“Let It Be“ fór fram. Sem er skiljanlegt. Öll tengsl voru í lamasessi svo skjótt eftir yfirlýsingu Sir Paul nokkrum vikum fyrr. Allt var svona frekar stirt og þungt í vöfum. Einnig töldu menn vera nokkuð öruggt að engin af þeim sæist þegar lög eftir þá (lennon/mccartney) yrðu fluttu á tónleikum í Royal Festival Hall síðar í þessum mánuði (september 1970) ásamt verkum eftir Lizst og Tchaikowsky. Þeir virðast ekki hafa neinn áhuga á að sjást opinberlega saman né starfa hvorir með öðrum. Hvað hefur gerst? Hvað eru Bítlarnir að gera núna?- er spurt. Athygli vekur að við lesturinn birtist höfundi gríðarlegur áhugi fólks á þessum mönnum.

Paul býr enn í einangrun ásamt Lindu, konu sinni og börnunum þeirra tveim á búgarði í Skotlandi. Þar heldur hann stöðugt áfram að semja söngva sína.

George Harrison er ennþá í London og er nýfluttur inn í stórkostlega, nýja íbúð og sagður önnum kafinn við gerð nýrrar hæggengrar hljómplötu, sem væntanlega kemur út á næstu mánuðum. - Hér er líklega átt við þriggja albúma LP- kassann sem hann sendi frá sér undir nafninu „“. Sólóplötur með George komu út 1968 og 1969 og svo þessi sem hér er nefnd, með ártalið 1970 yfir sér. Við sjáum brestina sem komnir eru í samstarfið að þeir teygja sig svolítið aftur fyrir sig og lengra en við vissum og kemur ágætlega fram í umfjölluninni hér örlítið ofar.

John og Yoko hafa verið í Los Angelis í Bandaríkjunum síðan Paul hætti og bandið splundraðist. Þau hins vegar liggja ekki lengur á friðsælli flatsæng sinni, heldur eyða öllum stundum á bekk sálfræðings. John er að sögn tíður gestur hjá hinum umdeilda Dr. Arthur Janov, sem er höfundur verksins The Primal Scream, en bókin lýsir óvenjulegum lækningaaðferðum hans en hefur selst eins og heitar lummur að undaförnu og John pantaði eitt hundrað eintök af áður en hann fór og hitti Janov þennan, og er í samræmi við fyrri gerðir hans, enda þekktur fyrir að stunda áhugamál sín af miklum krafti til að fá sem allra mest út úr þeim.

Á meðan á öllu þessu veseni félaga hans hefur staðið hefur Ringo verið í mikilli sókn. Hann á sér kyrrlátt heimili í Hampstead í úthverfi London, hjá konunni, Maureen,og sonum þeirra Zak og Jason. Hann heimsækir skrifstofur Apple fyrirtæki Bítlanna reglulega og birtist þar gjarnan á Bensanum sínum, með að sjálfsögðu einkabílstjóra við stýrið eins og siður er hjá fólki sem efnin hafa. Öllum til undrunar skellti hann sér vestur um haf til Nasville í Tennessee til að hljóðrita þar hæggenga hljómplötu með amerískri sveitasælutónlist. Platan hefur hlotið heitið Beacoups of Blues og á henni má heyra í mörgum af bestu blús hljóðfæraleikurum borgarinnar, og ekki neinir smákallar. Platan er mikill breyting frá fyrri plötu Ringo, gæsahúðarplötunni - hvað sem það merkir - Sentimental Journey. - Báðar plöturnar sem hér eru nefndar voru gefnar út á árinu 1970.

Þekktur listamaður að nafni Pete Drake bauð Ringo til Nasville. Sjálfur leikur hann á svokallaðan stálgítar, sem er sérstakt afbrigði af gítar og stendur sjálfstætt á gólfinu en er ekki hengdur framan á gítarleikarann og ku mikið notaður í kántrítónlist þar vestra.

Skoðum blaðið:

„Ringo spjallaði við blaðamann um plötuna og ýmislegt fleira fyrir nokkru. Hann sagði meðal annars:

-Ég var dálítið spenntur og stirður í byrjun. Ég söng án allra tilþrifa og Pete sagði: -Svona nú, leggðu þig fram eða ég kem og treð á tánum á þér.

- Hann kom mér til að tárast og þá gat ég fyrst almennilega sungið þessa tónlist.-

Og Pete segir: -Við urðum alveg steinhissa. Hann er alveg eins vel inni í þessari tónlist og ég, og ég hef þó verið í henni allt mitt lif.-

Ringo undirbjó sig fyrir upptökuna með því að kaupa sér ódýran, bláan samfesting. Síðan sagði Pete, -þrælaði ég honum út í tuttugu stundir. Ég vildi gjarnan þræla honum til dauða." (Lesbók Morgunblaðsins 13 september 1970)

Ringo 1984.

Lífið allt hélt áfram eftir 1970 og þrátt fyrir afdrifaríkrar yfirlýsingarinnar Sir Pauls sem sagði heiminum frá að bandið væri hætt og merkti fyrir grúann sem með fylgdist að hitinn sem af stafaði væri ekki lengur til staðar. Fæstir vissu þá að lengi mundi lifa í glæðunum.

Ýmislegt kraumaði undir niðri og margar áfram pælingarnar um að kannski tækist þeim verkið um endurkomu Bítlanna. Höfundur minnist samtalsins við einn bekkjarfélaga sinn í byrjun Bítlaáratugarins, sem fullyrti að hafa séð „Starr“ í leigubíl í Hafnarfirði. Orð ungmennisins gerðu það ekki bara að manni dagsins heldur vikunnar og mánaðarins. Slík voru áhrif orða hans. Í nokkra daga á eftir leit höfundur inn um glugga hvers leigubíls sem ók hjá. Maður vissi aldrei. Hvergi sást ágætur Ringo (mynd til vinstri) sitjandi inn í neinum þeirra og áhöld um að hafi verið á ferð á þessu árabili í Hafnarfriði þó nokkrum sinnum eftir það hafi komið til landsins, en löngu seinna. Á til að mynda hátíð sem Stuðmenn héldu í Atlavík 1984 og buðu kappanum til sín sem þekktist boðið og lét vel af dvöl sinni og talaði um sem stórkostlega.

Er Ringo koma til landsins, og Atlavíkur, höfðu Bítlarnir ekki bært neitt á sér í fjórtán ár og draumurinn einn eftirstandandi um góða tíma og spennandi í lífi kynslóðarinnar sem upplifði herlegheitin og glæsileikann. Lennon allur og útséð með að ekki yrði neitt af endurkomu frægustu hljómsveitar veraldar. Eða hvað? Ekki alveg! Hugmyndir komust á kreik um að fá son Lennons, Julian, til að taka stað föður síns í bandinu og ýta þannig mönnuðu úr vör. Þá fengi fólkið aftur Bítlanna sína. Menn vita að Julian svipar til Lennons föður síns í útliti og hefur áþekka rödd og hann. Julian Lennon er auðvitað annar maður með kannski aðrar langanir og þrár fyrir sitt líf en gilti um Lennon föður sinn. Sjá má að hugmyndin er út úr öllu korti með það til hlíðsjónar að fylla í skarð annars manns og líta á sem væri það Lennon sjálfur. Hver getur það? Það sem fólki stundum dettur í hug.

The Beatles 1980.

Í Morgunblaðinu 23 febrúar 1980 birtist frétt á síðum blaðsins þar sem það veltir fyrir sér hvar Bítlarnir séu og hvað að sýsla og pæla þessa daganna (1980) og svo löngu eftir að Bítlabátnum var lagt, ekki við bryggju heldur upp í fjöru og endanlega. Samt eru menn ennþá að velta fyrir sér meðlimunum The Beatles sem segir okkur og sýnir stærðina á þessu Bítladæmi öllu í augum grúans. Blöð skrifa ekki um liðna atburði nema hafa grun um að áhugi sé til staðar hjá lesendum. Líkt og kom í ljós. Margir vildu fréttir, heyra um kappa þessa sem ollu svo miklum hughrifum og engin sem til þekkir horfir framhjá né neitar. Málið er borðleggjandi.

Getið er um á einum stað að vart hafi sá dagur liðið að ekki væri með einhverjum hætti getið um við hvað meðlimir The Beatles sýsluðu sem á voru ylhýra máli nefndust „Hinir Bresku Bítlar“.

Talað er um að ekki væri það bara tónlistinn sem Bítlarnir hafi haft á áhrif, heldur einnig margt annað í lífi fólks, eins og klæðnað, hársídd karlmanna, og kvenna líka, þær klipptu hár sitt margar á þessum árum og styttu verulega. Engin velkist í vafa um að hugsunargangur fólks hafi orðið neitt annað en annar eftir komu þeirra 1962 og söngvarnir Love Me Do og Ps. I Love You, komnir út á smáskífu og birtust fólki 5 október sama ár.

En ekki var allt bara sælan ein á þessum árum. Sannleikurinn er að ungviðið sem aðhylltist þessa menn ollu svolitlum ótta margra foreldra og fólks sem eldra var og hafði börn á sínum vegum. Þetta gerði að verkum að mörgum foreldrum og forráðamunnum barna og unglinga hraus smá hugur við atburðunum og vegna alls atgangsins sem var þarna og engin bað um og fæst fólk skildi til fullnustu af hverju stafaði en samt staðan. Þetta bjó til fjölda spurninga hjá mörgu af þessu ágæta fólki og verður að teljast fullkomlega eðlileg viðbrögð. Svona lagað vill gerast er mönnum finnist ráðist á gildi þau sem eru kunn og þeir hafa lengi notað og eru þeim kær og því hættan á að þeir sjái bara logandi elda í því sem er að gerast vegna þess að skilning allan skortir. Og er ekki svona lagað alltaf annað veifi að gerast hjá okkur? Örugglega. Bítlaæðið var bara talsvert stærra öllum hinum tilvikunum sem hægt væri að draga fram og setja hring utanum. Stærðin á því gerir málið allt sérstakt. The Beatles ruggaði bátnum hressilega og eftirminnilega. Áhyggjur fólks voru auðvitað einstaklingsbundnar en samt þarna með. Sumir foreldrar höfðu engar áhyggjur og voru fullkomlega afslappaðir. Þeir þekktu börn sín nógu vel til að vita að þau færu sér ekki að neinum voða þó smávegis hiti og fútt væri í hlutunum kringum þau.

Hvað um það allt saman að þá liðu árin og þessi fræga hljómsveit og um leið umtalaða og sumpart umdeilda hlaut margvíslegar viðurkenningar á starfstíma sínum og líklega hlotið flest verðlaun sem einni hljómsveit stendur til boða að fá í brokkgengri veröld tónanna og hljómanna.

Allt leið þetta undir lok. Og það sem meira er. Við lifðum þetta allt af og erum mörg af okkur sem þá vorum í hita leiksins enn hress og kát og bara þakklát fyrir að hafa fengið að vera um borð í Bítlabátnum og upplifa á eigin skinni hasarinn, gleðina, sveiflurnar, fréttirnar og allt sem sóst var eftir og leitað var að á þessum árum. Þetta samanlagt gerði að verkum að en lifir í glæðum. Aldurinn setur þó nýjan svip á hvert tímabil fyrir sig og annað ljós á með meira af sannleika með sér sem hefur styrkt það sem við upplifðum og ekki dregið slæðu yfir. Líka áhugaverð hugsun.

Sannleikurinn með The Beatles er að þeir hurfu aldrei alveg út úr vitundinni og voru þarna einhverstaðar með þó mis öflugir væru frá einni tíð til annarrar.

1970 og talsvert fyrr í Bítlasögunni ríkt óeining milli Lennons og McCartney, þessum tveim aðalsprautum sveitarinnar, og er helsta ástæðan fyrir að upp úr sauð í samstarfinu og öflugur þráðurinn til að byrja með byrjaði að rakna upp uns ekki gat gengið nema sundur. Árið 1980 er allt sundurlyndi milli félaganna gengið til baka en samt ekki nógu langt til að aðilarnir læðu máls á að endurvekja The Beatles sem grúinn hefði ekkert haft á móti að gerðist þrátt fyrir tíu ára Bítlaþögn. Átt við af nýju efni.

Árið 1980 er komin fram kynslóð sem veit lítil og engin skil á The Beatles. Samt hafa árgangarnir heillast af þeim og margir eignast plöturnar sem fætt er löngu á eftir rétt eins og við hin gerðum á sínum tíma. Gott verk hefur áhrif og eftir þeim er tekið af komandi kynslóðum. Mín kynslóð lifði mitt inn í þessu sem menn lesa sig til um og finnst spennandi. En við vorum þar. Koma hér ekki fram viss forréttindi? Vel má líta svo á. Eitt er að læra um og heyra af afspurn og annað að sitja inn í sjálfri hringekjunni sem allt gerist í.

Gefum blaðamanni Morgunblaðsins orðið:

„En hvar eru þeir núna?

John Lennon býr ásamt konu sinni Yoko Ono í New York og lifir þar nánast klausturlifnaði, að því er Paui MacCartney sagði nýlega á blaðamannafundi. Hefur Lennon látið það frá sér fara, að ekki sé von á hljómplötu frá honum, enda sé mun vænlegra til árangurs í þeirri viðleitni að bæta heiminn að einbeita sér að jákvæðum hugsunum.

Ringo Starr býr einnig í Bandaríkjunum og hefur nokkuð gefið sig að kvikmyndaleik auk tónlistarinnar. Nýlega komst hann í heimsfréttirnar er einbýlishús hans brann til ösku í Los Angeles. Honum virðist ekki hafa vegnað alltof vel og eitthvað hefur Bakkus konungur verið að angra hann. George Harrison hefur búið bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann vinnur nú að sögn að útgáfu nýrrar hljómplötu, sem væntanleg er á næstu misserum. Hann hefur ekki mikið látið á sér bera í opinberu lífi undanfarin ár, heldur hneigst til einveru. Þá er hann jurtaæta, eins og raunar Paul einnig, og virðist reyna að lifa einföldu og eðlilegu lífi, en það er síður en svo auðvelt fyrir fyrrverandi Bítil.

Paul McCartney starfar með hljómsveit sinni, Wings, en býr að mestu leyti á búgarði sínum í Skotlandi. Hann hefur ferðast um heiminn þveran og endilangan á síðustu árum og lagði Bandaríkin meðal annars að fótum sér fyrir skömmu. - (1980) - Þá komst hann heldur betur í heimsfréttirnar er hann var tekinn fyrir hasssmygl í Japan fyrir nokkru og látinn dúsa í fangelsi um hríð.

Þannig hafa þeir snúið hver í sína áttina og munu líklega ekki taka upp samstart á ný, þó að aðdáendur þeirra bíði og voni hið gagnstæða“. (Morgunblaðið 23 febrúar 1980)

The Beatles á upphafsárum sínum og en ekki komin allur sá mannskapur um borð sem við þekkjum undir þessu heiti The Beatles. Sir Paul McCartney situr við trommusettið og þenur húðir en Pete Best, trommuleikarinn sem þá starfaði með þeim, stendur fyrir framan hljóðnemann og þenur raddbönd sín. Kannski var hann ágætis söngvari. Allt var þetta áður en ég og þú vissum um tilvist hljómsveitar með þessu nafni The Beatles. Hún varð okkur þó að góðu kunn síðar og kannski ekki svo löngu eftir að mynd þessi er tekin.

Von höfundar er að menn hafi haft af nokkra skemmtun og máski eilítinn fróðleik. Er þá tilganginum náð. Kveðja KRF.