17 júlí 2017. Afrekið sem tíminn vann aldrei á. Konráð Rúnar Friðfinnsson tók saman. Myndir aðrar en af höfundi eru ekki hans eign. Texti: KRF. Nema þar sem annað er tilgreint. Bara smávegis. Flest met sem menn setja standa tímabundið. Innan langs eða skamms tíma eru þau felld. Manneskja spretti örlítið hraðar úr spori, stökk hærra, náði betri tíma í sundi. Og metið féll. Sekúndubrot skár úr. Í svona útkomu má segja að menn séu jafn góðir. Ljóst er að mikið álag hvílir á tímaverði án þess að það rýri neitt gildi heimsmetsins fyrir íþróttirnar. Hver sem stundar íþróttir til árangurs er keppnismanneskja og skilur þjálfunina og mikilvægi agans í ferlinu. Aginn segir við alla leti: „Vík þú burtu“ og við manninn: „Af stað og æfðu“. Hvar sem maður kemur að málum er hægt að gera betur og birtist í hverju nýju meti eftir öðru. Og þar sem maður er er því miður líka reynt að svindla. Með öllu slíku er fylgst og vinningurinn hirtur af aðilanum sem prettinn reyndi. Árangur svikanna eru þessi. Best er að vera með sitt á hreinu og reyna enga pretti en meðtaka heiðarlega fengna niðurstöðu. Slíkir segja eftirá: „Ég gerði mitt besta“. Hinir geta það ekki. Tapist unnið met er engin heimsendir framundan. Áfram minnir skjöldurinn, peningurinn um hálsinn, og eða styttan, eiganda sinn á ágætan árangur þó annar sé orðin betri. Svona er gangurinn. Yfir öllu má gleðjast. Líka velgegni annarra en síns sjálfs. Líf manneskju er mælt út frá árangri. Allstaðar skal hann blífa. Gott viðmið og krefur mann og konu um að bæði hafa fyrir því sem gera á og tilbúin til að berjast eins og þarf fyrir árangri. Flestir sem góðum árangri ná hafa gott bakland. Árangur er magnað fyrirbæri. Við elskum árangur. Smá um afrek. 22 apríl 1972, laugardagur, var á dagblaðinu Tímanum valinn handknattleikmaður ársins og varð Geir Hallsteinsson (mynd ofar) úr FH í Hafnarfirði hlutskarpastur. Honum vildu flestir greiða sitt atkvæði. Á þessum árum var Geir afskaplega vinsæll íþróttamaður og þótti með eindæmum lipur og hafa gott vald á boltanum og sýna í leikjum af sér prúðmannlega framkomu, sem telst til kosta fyrir fólk í þessari grein en hefur svolítið verið höggið í á síðari árum og meiri harka færst í þessa leiki. En er það bara ekki tímanna tákn? Fullyrða má að afrek Geirs lifi svolítið með þessari þjóð og að margir muni þetta nafn og fyrir hvað það stóð á sínum tíma og varð talsvert stórt í þessu landi á sviði handknattleiks. Á myndinni sjást skildir og verðlaunapeningar sem Geir hafði þá hlotnast og lifir sagan um afrekið með fólkinu til dagsins í dag. Málið fór nokkuð hátt og pressan upptekin við að fjalla um Geir og góða stöðu hans á vellinum. Fólk vildi lesa um hana. Endingin fer eftir umfangi hverju sinni. Geir Hallsteinsson var valinn íþróttamaður ársins 1969. Heyri engin neitt getur ekkert afrek lifað. Fyrir fjölda fólks gerðist það aldrei. Hversu stórt og merkilegt sem það er hefur verkið engin skilyrði til lífs. Sumt sem lifir hughreystir fólk og hleypir því kappi í kinn. Stundum væri betra að afrek fólks lifðu. Enda unninn og fengin með elju og heiðarleika. Að svindla er fals. Falsari er hvergi vinsæll. Öndvert við góð verk fólks. Skilyrði til að verk manna lifi af en fer eftir stærð sjálfs atburðarins. Hann gæti skipt sköpum um ala lífseiglu. Fleiri muna og fleiri ræða um. Svona lifa verkin og fá burði til að færast yfir til næstu kynslóða. Erfitt er að þagga niður rödd fjöldans. Eftir því sem fleiri snerta á, meðtaka og hrærast í, aukast líkurnar á löngu lífi atburða og er bæði gott og vont. Góð verk lifa líka. Með hjálp fólks sem til þekkir, reyndi á eigin skinni, fann áhrifin af og mann tilfinninguna sem andartakið vakti lifa atburðir. Sum verk eru fólki ógleymanleg og hægt að endurvekja gegnum hljóð, orð eða hverju því sem einstaklingur tengir atburði. Flestir eiga sér eitt og tvö slík tilvik. Í sumum tilvikum hefur árangur fólks með í för umbreytandi kraft sem veröld öll veitti athygli, hreifst af og gerði sér geðþekkt. Og! Héldu á lofti. Góð minning vill lifa með mér. Fyrir öllu góðu þarf að hafa. Hve lengi þetta fær gengið fer eftir eðli atburða og fjöldanum sem þátt tók og gildinu fyrir manneskjur. Áhugavert. Margir hafa fylgst með íþróttafólki og muna enn leikmann númer 10 sem stóð sig vel og gerði íþróttagreinina skemmtilegri og meira lifandi en áður var. Hann braut að sumra áliti með heillandi leikstíl sínum og töktum blað í sögu handknattleiksins og færði ofar á íþróttastofninn. Hætti menn að fjalla um afrekið endar það í gleymskunnar hafi. Getur ekki annað. Allt sem á lifa þarf athygli. Það er ljóst. Hvar væri kristnin talaði engin um hana? Annar merkjanlegur árangur fólks fór aldrei út úr húsi en er samt afrek og gagnlegt fyrir einn og eina. Þar vinnast margir sigrar sem engin talaði um af því einu að þekkja ekki til. Árangur er út um allt. Veröldin er full af árangri. Og þú ert þarna einhverstaðar með. Flest met samt gleymast. Einstaka stendur eftir. Gnæfa yfir. Til eru met sem varðveittust meðal mannkyns vegna stærðar og umfangs sem skipti sköpum til lengri tíma. Einn þagði, annar sagði söguna. Svo kom pressan inn af áhuga og tók verkið upp og gerði skil. Bæði á köflum sanngjörn og ósanngjörn skil. Umfjölunnin seldi blaðinu meira en ekki endilega af sérstökum áhuga blaðaeigenda. Umfjöllunin er líka viðskiptalegs eðlis. Viðskipti eru hluti vettvangsins með sitt að segja. Upphitun fyrir The Beatles- umfjöllun. „Hvert stefnum við?“ - var spurning Lennons til vina sinna í Bítlunum er þyngslin vildu merkja sér eigið svæði í hópnum og þeir enn staddir í bardaganum að þurfa að berjast í bökkum á skítugum, reykfylltum krám í Hamborg og ekki vitandi hvort þeir fengju að borða. Svarið sem gnæfði yfir allt var: „Til stjarnanna“!- Hraustir menn einir segja með þessum hætti og einungis þeir sem markmiðið hafa og skíra stefnu. Og hverjir náðu til stjarnanna og hverjir unnu meira afrek en þeir og hverjum hefur betur tekist að halda á lofti sínu afreki bráðum hálfri öld eftir að búið er að slökkva á Bítlamögnurunum og setja gítaranna afsíðis til geymslu með trommunum og trommukjuðunum og ljóst að þaðan kæmi ekki meira út af nýrri tónlist? The Beatles tókst þetta og líka að búa sér til svo stórt nafn og eftirminnilegt að röddin vill bara ekki þagna og heyrist því ennþá. Flautað var til leiksloka og menn bjuggust við að málslokum og fremstir þar Bítlarnir sjálfir máski. Annað kom á daginn. Röddin talaði, söng, áfram og viðhélt gleðskapnum. Fólkið vildi það. Í dag er hellingur að gerast í Bítlabúðinni og minjagripir tengdir hljómsveitinni en að seljast og fara víða um lönd til einstaklinga þar. Bítla eitt og annað ennþá raunveruleiki og fjöldin allur af fólki með þá heima hjá sér hvort sem er hangandi upp á vegg eða innst klæða sem nærbol. Allt vegna þess að stór atburðir sem margir voru þátttakendur í og líkaði við vill lifa. Fólkið sjálft segir: „Lifðu með mér“. Myndin til vinstri er af hljómsveitinni Badfinger sem Sir Paul McCartney vildi sjálfur að yrði arftaki The Beatles og samdi fyrir að minnsta kosti einn söng „Come And Get It“ sem sum okkar þekkjum. Myndin er af meðlimum Badfinger árið 2016. Sögu Badfinger má rekja aftur til ársins 1961. Þá hét hún The Iveys og starfaði til ársins 1969 er „Badfinger“- nafnið kom. The Iveys var eins skipuð og fyrsta útgáfa Badfinger og samanastóð af þeim Pete Ham, fæddur 27 apríl 1947 og dáinn 24 apríl 1975, hann söng sönginn „Come And Get It“, Tom Evans, Ron Griffits og Mike Gibbins. Hvort The Iveys skildu eftir sig breiðskífu þekkir höfundur ekki en telur ekki. Lengi leitaði fólkið leiða til koma félögunum í The Beatles saman. Samhliða þeirri vinnu reyndi það að finna „Bítla“ í nýstofnuðum hljómsveitum sem héldi dansleiknum fyrir það áfram og einnig „Bítladýrðinni“. Sagan segir að ágætur Sir Paul McCartney hafi lagt drög að stofnun Badfinger. Þetta er ekki rétt. Sögu hljómsveitarinnar má rekja aftur til ársins 1961 og til nafnsins The Iveys. Hitt má vera að hann hafi lagt til nafnabreytinguna. Hún er annað mál. Að hljómsveit skipti um nafn er algegnt og gerðist árið 1969 hjá The Iveys er það umbreyttist í Badfinger. Sir Paul samdi fyrir þá sönginn „Come And Get It“- og sá um upptökur á lagi sínu í þeirra flutningi. Söngurinn kom út í desember 1969 og reis hátt. Enda hinn fegursti og ein af mörgum úr smiðju Sir Paul. Vilji hans var að Badfinger yrði arftaki The Beatles, sem ekki gerðist. Enda óvinnandi vegur að fyrirfram staðsetja óþekkta hljómsveit á vellinum og ætla ákveðin stað hjá áheyrendum. Þessum hópi mestu ólíkindatóla sem til er og hafa margsýnt sig að vera. Hljómsveitin „Badfinger“ varð vinsælt band í heimi músíkurinnar sem nokkuð kvað að kringum 1970 og í nokkur ár á eftir en hvarf svo að mestu. Síðasta skífa „Badfinger“ kom út árið 2000. Eftir það hefur Badfinger svolítið verið á ferðinni. Með líklega þá hljómleika. Mick Jagger söngvari hljómsveitarinnar The Rolling Stones hefur ásamt hljómsveit sinni verið mörgum öðrum söngvurum og hljómsveitum sérstök fyrirmynd. Spáð var af sumum á sinni tíð að ætti þessi hljómsveit að verða eitthvað nafn yrði hún að láta þennan gríðar munnstóra söngvara sinn hætta. Þetta er haft eftir manni sem sá sveitina í sjónvarpi árið 1963 og hljómsveitin enn að mestu óþekkt. Fullyrða má að velgengni The Rolling Stones hefði aldrei orðið sama án beinar þátttöku ágæts Mick Jagger og ljóst að ekki ratast mönnum alltaf satt orð á munn né að geta sér rétt til um hvað verða skal.
Details
-
File Typepdf
-
Upload Time-
-
Content LanguagesEnglish
-
Upload UserAnonymous/Not logged-in
-
File Pages15 Page
-
File Size-