Frá leikstjóra NON-STOP og THE SHALLOWS

LIAM NEESON

líf hans hangir á línunni

NÝTT Í BÍÓ FRUMSÝND 12. JANÚAR Myndir mánaðarins

Gleðilegt nýtt kvikmyndaár 2018 Janúar er runninn upp og þar með enn eitt árið, í þetta sinn 2018. Við tökum því auðvitað fagnandi, ekki síst vegna þess að hvað kvikmyndirnar varðar lítur það afar vel út og fram undan er enn ein kvikmyndaveislan þegar margar af þeim myndum sem taldar eru líklegastar til að fá eftirsóttustu kvikmyndaverðlaunin koma í bíó. FRUMSÝND Í blaðinu að þessu sinni rennum við yfir stærstan hluta þeirra mynda sem tilnefndar eru til Golden Globe-verðlauna, lítum aðeins yfir árið sem var að líða, kíkjum á nokkrar væntanlegar 19. JANÚAR myndir og kynnum svo eins og áður myndir mánaðarins. Janúardagskrá bíóhúsanna: 5. jan. All the Money in the World Bls. 20 5. jan. Father Figures Bls. 22 5. jan. Svanurinn Bls. 23 12. jan. The Commuter Bls. 24 12. jan. Downsizing Bls. 26 12. jan. Paddington 2 Bls. 28 19. jan. Three Billboards Outside Ebbing ... Bls. 30 19. jan. The Post Bls. 32 19. jan. 12 Strong Bls. 34 26. jan. Maze Runner: The Death Cure Bls. 36 26. jan. Den of Thieves Bls. 38 26. jan. Call Me by Your Name Bls. 39 26. jan – 4. feb. Franska kvikmyndahátíðin Bls. 40-41 Gleðilegt ár og við sjáumst í bíó!

Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá flöskuna og taktu þátt í leiknum!

Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna litla flösku sem einhver hefur gleymt á einni síðunni bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur flöskuna og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem flaskan er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. janúar. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölu- blaði blaðsins sem kemur út í lok janúar. Vinningshafar í síðasta leik, finndu jólagjöfina:

Ásta Camilla Harðardóttir, Hraunbæ 30, 110 Reykjavík Andri Stanley Sigurðsson, Súlunesi 7, 210 Garðabæ Erla Jónatansdóttir, Skipalóni 5, 220 Hafnarfirði Petur Gabríel Gústafsson, Kirkjuvegi 26, 800 Selfossi Bjartur Orri Jónsson, Þinghólsbraut 30, 200 Kópavogi

Takk fyrir þátttökuna!

MYNDIR MÁNAÐARINS 288. tbl. janúar 2018 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / [email protected] Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 22.000 eintök

4 Myndir mánaðarins FLÖGULEGA GOTT NÝTT ÁR!

ÞÖKKUM SAMFYLGDINA Á LIÐNU ÁRI. HLÖKKUM TIL AÐ GERA ALLT FLÖGULEGT MEÐ YKKUR Á ÁRINU 2018. Bestu myndir ársins?

Eins og áður snúast áramótin og janúar- mánuður í kvikmyndaheiminum að stóru leyti um að gera upp árið sem er nýliðið og heiðra þá og þær sem þóttu skara fram úr á sínum sviðum innan kvikmyndageirans, myndin The Shape of Water sem fékk flestar hvort sem þau stóðu fyrir framan eða aftan tilnefningar, sjö talsins, en fyrir utan að vera vélarnar. Um leið eru kvikmyndirnar sjálfar tilnefnd sem besta myndin er hún einnig vegnar og metnar af hinum ýmsu fag- og tilnefnd fyrir handritið, tónlistina, leikstjórn, áhugasamtökum, gagnrýnendum og al- besta leik í aukahlutverkum karla og kvenna mennu áhugafólki sem reyna síðan að komast og fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna. að niðurstöðu um hver sé besta mynd ársins. Í þeim efnum sýnist að sjálfsögðu sitt hverjum enda er smekkur fólks eins misjafn og það er margt auk þess sem góðu myndirnar eru bara svo margar að það er í raun útilokað að það sé hægt að gera upp á milli þeirra þannig að sanngjarnt sé í öllum tilfellum. Samt er það Your Name sem er tilnefnd fyrir besta leik í nú gert og eins og alltaf eru það stóru verð- aðal- og aukahlutverkum karla, The Greatest launahátíðirnar þrjár sem fá mesta athygli, Showman sem er tilnefnd fyrir besta lag og þ.e. Golden Globe-verðlaunin, bresku BAFTA- besta leik í aðalhlutverki karla og svo I, Tonya verðlaunin og svo Óskarsverðlaunin sjálf sem sem er tilnefnd fyrir besta leik í aðal- og að þessu sinni verða afhent sunnudaginn 4. aukahlutverki kvenna, en þessar myndir eru mars en tilnefningar til þeirra verða gerðar einnig allar tilnefndar sem besta myndin. opinberar 23. janúar. Tilnefningar til BAFTA- verðlaunanna verða hins vegar ljósar 10. janúar og fer sú verðlaunaafhending fram sunnudaginn 12. febrúar. The Post fékk sex tilnefningar, þ.e. sem besta mynd ársins, fyrir handrit, leikstjórn, tónlist og fyrir besta leik í aðalhlutverkum karla og kvenna. Önnur mynd með sex tilnefningar er svo myndin með langa heitið, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, en hún er tilnefnd fyrir leikstjórn, handrit, tónlist, besta leik í aukahlutverki karla og besta leik í aðalhlutverki kvenna auk tilnefningar sem besta mynd ársins.

Með tvær tilnefningar af þeim myndum sem fengu tilnefningu sem besta myndin eru svo Þann 7. janúar verður Golden Globe-hátíðin að lokum myndirnar Get Out sem fær einnig haldin með pompi og prakt á Hilton-hótelinu tilnefningu fyrir besta leik í aðalhlutverki í Beverly Hills. Það er spjallþáttastjórnandinn karla og The Disaster Artist sem er einnig Seth Meyers sem verður kynnir hátíðarinnar tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki karla. í fyrsta sinn og heiðursgestur að þessu sinni Myndin All the Money er Oprah Winfrey sem veitir Cecil B. DeMille- in the World sem verður verðlaununum viðtöku fyrir framlag sitt til frumsýnd í janúar fær kvikmyndaiðnaðarins. Tilnefningarnar til svo þrjár tilnefningar verðlaunanna voru gerðar kunnar fyrir jól, en er eina myndin í en Golden Globe-verðlaunahátíðin er eins Með fjórar tilnefningar er svo myndin Lady þessari upptalningu og flestir vita ólík bæði BAFTA- og Óskars- Bird en hún hlaut þær fyrir besta handritið og sem er ekki jafnframt hátíðinni að því leyti að á henni fá tvær besta leik í aðal- og aukahlutverkum kvenna tilnefnd sem besta myndir verðlaun sem besta mynd ársins, auk tilnefningar sem besta mynd ársins. myndin. Þess í stað annars vegar í flokki dramamynda og hins Með þrjár tilnefningar eru síðan fjórar er hún tilnefnd fyrir vegar í flokki gaman- eða tónlistarmynda. myndir, þ.e. Dunkirk sem er tilnefnd fyrir leikstjórn, leik í auka- Í þessum flokkum var það að þessu sinni bestu leikstjórn og bestu tónlist, Call Me by hlutverki karla og leik í aðalhlutverki kvenna.

6 Myndir mánaðarins i i i Brakandi góð SALAThugmynd:

i i i Gerðu SALATkröns úr sigdal hrökkbrauði Besti leikur ársins?

Hin breska Sally Hawkins og hin bandaríska Ensku leikararnir Daniel Day-Lewis og Gary Ef deila má um einhverjar verðlaunaveitingar Octavia Spencer þykja einnig líklegar til Oldman þykja afar líklegir til að hampa ein- í kvikmyndabransanum þá eru það verðlaun stórræða á verðlaunapöllunum á næstunni, hverjum af stóru verðlaununum fyrir besta fyrir „besta leikinn“. Ekki það að hinir ýmsu Sally fyrir aðalhlutverk og Octavia fyrir auka- leik í aðalhlutverki karla, Daniel fyrir leik sinn leikarar sem tilnefndir eru hafi ekki skarað hlutverk í The Shape of Water eftir Guillermo í The Phantom Thread og Gary fyrir að leika fram úr í hlutverkum sínum og eigi skilið verð- del Toro, en þær eru ekki óvanar því að fá Winston Churchill í myndinni Darkest Hour. laun fyrir það heldur það að þeir eru bara svo tilnefningar til allra stóru verðlaunanna. ótalmargir sem skara fram úr á hverju einasta ári að það er eiginlega eins ósanngjarnt og hugsast getur að velja bara örfáa úr. En þetta er nú samt gert á hverju ári og við skulum kíkja hér á nokkra þeirra leikara sem þykja lík- legastir til að hampa stóru verðlaununum í ár.

Þær Judi Dench og Helen Mirren eru fyrir Því er ekki að neita að orðrómurinn um að löngu orðnar vanar að veita verðlaunum fyrir þau Frances McDormand og Sam Rockwell frammistöðu sína á leiklistarsviðinu viðtöku muni hljóta stóru aðalverðlaun ársins fyrir og gætu vel gert það enn á ný á næstunni, besta leik í aðalhlutverki kvenna og besta Judi fyrir að leika Viktoríu drottningu í Victoria leik í aukahlutverki karla í hinni gráglettnu & Abdul og Helen fyrir leik í The Leisure Seeker. sakamálamynd Three Billboards Outside Fyrst skal nefna gömlu brýnin, þau Meryl Ebbing, Missouri eftir enska leikstjórann hæfi- Streep og Tom Hanks, sem geta alltaf á sig leikaríka, Martin McDonagh, er afar sterkur. blómunum bætt þrátt fyrir að eiga nú þegar En auðvitað getur allt gerst. svo marga verðlaunagripi að þau gætu fyllt heilt flugskýli með þeim. Þau leika aðal- hlutverkin í mynd Stevens Spielberg, The Post, og standa sig að sjálfsögðu frábærlega.

Michelle Williams sem leikur Gail Harris í All the Money in the World eftir Ridley Scott og Christopher Plummer sem leikur fyrr- verandi tengdaföður hennar í þeirri mynd, Þeir Armie Hammer og Timothée Chalamet auðjöfurinn John Paul Getty, eru líka með eru líka mjög líklegir til að hampa a.m.k. ein- í keppninni um besta leik í aðalhlutverki um af stóru verðlaununum í ár fyrir besta kvenna og besta leik í aukahlutverki karla. leikinn enda þykja þeir hreint út sagt stór- kostlegir í myndinni Call Me by Your Name.

Fjölmargir fleiri leikarar hafa verið nefndir á undanförnum mánuðum sem líklegir til að hampa einhverjum af stóru verðlaununum Mörgum þykir leikur þeirra Saoirse Ronan og og nefnum við hér að lokum þau James Laurie Metcalf í aðalhlutverkum myndarinnar Franco fyrir The Disaster Artist, Hugh Jackman Margot Robbie og Allison Janney leika Lady Bird eftir Gretu Gerwig bera af og þær fyrir The Greatest Showman, Willem Dafoe fyrir mæðgurnar Tonyu og LaVonu í myndinni afar líklegar til mikilla afreka á stóru verðlauna- The Florida Project, Denzel Washington fyrir I, Tonya, og ættu sannarlega báðar skilið öll hátíðunum. Það skemmir ekki fyrir að Greta Roman J. Israel, Esq., Daniel Kaluuya fyrir Get helstu leiklistarverðlaun heims fyrir frammi- sjálf þykir líka mjög líkleg til að fá tilnefningar Out og Jessicu Chastain fyrir Molly’s Game. Og stöðu sína í þeim hlutverkum og samleikinn. fyrir leikstjórn sína og handrit myndarinnar. nú er bara að bíða eftir niðurstöðunum. 8 Myndir mánaðarins Nicotinell-6-bragdtegundir-A4 copy.pdf 1 19/12/16 10:26

NICOTINELL ® LYFJATYGGIGÚMMÍ Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér?

Nicotinell Classic/Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Nú árið er liðið ...

vörum í Hollywood sem séð hafa myndina The Florida Project eftir Sean Baker þar sem hún leikur aðalhlutverkið á móti Willem Dafoe og þykir hreint út sagt stórkostleg í hlutverkinu. Brooklynn þykir líka mikill karakter og lætur ekki slá sig út af laginu, hvorki í viðtölum sem hún hefur farið í að undanförnu né í kastljósi fjölmiðla og þeir eru margir sem vona að hún fái tilnefningu til Óskarsverðlauna í janúar.

Stórstjarna ársins Stórstjarna ársins 2017 er án nokkurs vafa ísraelska leikkonan Gal Gadot sem kom, var séð og sigraði kvikmyndahúsagesti um allan heim sem Diana Prince, öðru nafni Wonder Woman, fyrst í myndinni Batman v Superman: Dawn of Justice í vor, svo sem aðalpersónan í samnefndum sumarsmelli ársins, Wonder Woman, sem margir telja eina skemmtilegustu og best heppnuðu ofurhetjumynd sem gerð hefur verið, og að lokum í Justice League í haust. Gal á síðan eftir Óvæntasti smellur ársins að verða áberandi á næstu árum, ekki bara sem Diana Prince í fleiri Bíómyndin Get Out fær útnefningu í þessum flokki, ekki bara fyrir að myndum þar sem Wonder Woman kemur við sögu heldur í öðrum vera góð og hafa notið óvæntra vinsælda heldur einnig fyrir hversu myndum líka enda er hún nú orðin eftirsóttasta leikkona heims. hissa allir voru á því að fyrsta mynd grínistans Jordan Peele, sem fram að frumsýningu hennar var þekktastur fyrir samstarf sitt við Keegan- Michael Key, skyldi vera af þeim toga sem Get Out er. Myndin fær einnig prik fyrir óvænta sögu og handritið sem Jordan samdi sjálfur.

Nýstirni ársins Valið á nýstirni ársins er heldur ekki erfitt en sá heiður fellur í skaut bandaríska leikaranum Timothée Chalamet sem heillað hefur alla gagnrýnendur og leiklistarunnendur með frammistöðu sinni í mynd- inni Call Me by Your Name eftir Luca Guadagnino, er skyndilega orðinn Klúður ársins einn eftirsóttasti leikari í heimi fyrir vikið og nánast öruggur um að Mistökin sem gerð voru á Óskarsverðlaunahátíðinni 2017, þegar þau hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Vonandi nær hann að höndla Warren Beatty og Fay Dunaway tilkynntu að Óskarinn fyrir bestu frægðina sem fylgir og sýna enn betur hvað í honum býr. mynd ársins félli í skaut La La Land þegar það var í raun myndin Moonlight sem hlaut verðlaunin, eru klúður ársins að þessu sinni. Ekki er hægt að sakast við þau Warren og Fay enda fengu þau afhent umslag með þessum röngu upplýsingum. Reyndar sáu flestir sem horfðu á þetta í beinni útsendingu að eitthvað var að þegar Warren tók upp umslagið og leit á spjaldið því fát kom á hann þegar hann sá að þetta var í raun sama spjald og notað var til að tilkynna hvaða leikkona hafði hlotið Óskarinn fyrir besta leik ársins, en ekki það spjald sem hann átti von á. Warren hikaði því við að lesa upp nafn mynd- arinnar en því miður áttaði Fay sig ekki á þessu og las upp nafnið. Að vonum braust út mikill fögnuður í salnum og aðstandendur La La Land hópuðust upp á svið til að veita Óskarnum viðtöku og halda þakkarræðurnar. Á sama tíma sáu allir áhorfendur að eitthvað mikið var að því á bak við og í kringum hópinn upphófst mikið óðagot. Skömmu síðar kom hið sanna í ljós, að rangt nafn hafði verið lesið upp og að það væri í raun Moonlight sem hlyti Óskarinn sem besta mynd Barnastjarna ársins ársins en ekki La La Land. Allt fór því vel að lokum, en þetta mikla og Þeir voru fáir sem höfðu heyrt minnst á hina sjö ára gömlu leikkonu ótrúlega klúður verður alveg örugglega notað í nokkra brandara á Brooklynn Prince í upphafi ársins 2017 en nafn hennar er nú á allra Óskarsverðlaunahátíðinni 4. febrúar næstkomandi.

10 Myndir mánaðarins HVAR SEM ER

PRÓTEINRÍKT – FITULAUST #iseyskyr Nú árið er liðið ...

Leikbræður ársins Skilnaðir ársins Skarsgård-bræðurnir Gustaf, Bill og Alexander hljóta Árið 2017 reyndist líka árið sem sambandið dó endanlega hjá nokkr- útnefninguna leikbræður ársins að þessu sinni en þeir um þekktum leikarahjónum og eftir að hafa skoðað málið ákváðum eru eins og allir vita synir Stellans Skarsgård. Allir hafa við að víkja frá reglunni og útnefna að þessu sinni tvo skilnaði sem þeir bræður slegið hressilega í gegn á undanförnum skilnaði ársins í stað eins eins og verið hefur. Sá fyrri var opinberaður árum, nú síðast Bill sem lék trúðinn Pennywise í It og 26. maí þegar þau Ben Stiller og Christine Taylor tilkynntu að þau mun leika hann á ný í framhaldsmyndinni sem áætlað er að kom hefðu ákveðið að fara hvort sína leið eftir átján ára hjónaband og í bíó í september 2019. Gustaf mun halda áfram að leika Loka í sá seinni þann 9. ágúst þegar svipuð tilkynning barst frá þeim Chris Vikings-þáttunum og Alexander er með margar áhugaverðar myndir í Pratt og Önnu Faris, en þau höfðu verið gift í átta ár. pípunum. Þess má geta fyrir þá sem ekki vita að þeir bræður eiga þrjú alsystkini, Valter, Sam og Eiju, og tvo hálfbræður, Kolbjörn og Ossian.

Innáskipting ársins Útnefningu fyrir bestu innáskiptingu ársins fá Ridley Scott og aðrir aðstandendur myndarinnar All the Money in the World fyrir að hafa með skömmum fyrirvara ákveðið að henda öllum atriðunum sem Kevin Spacey hafði leikið í í myndinni og fá Christopher Plummer til að leika John Paul Getty í stað hans. Skiptingin gekk fullkomlega upp og er Christopher nú tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn og gæti allt eins hlotið tilnefningu til Óskarsverðlaunanna líka. Brúðhjón ársins Það kom engum á óvart að stór- Börn ársins stjörnurnar Alicia Vikander og Börn ársins að þessu sinni eru auðvitað tvíburarnir sem þau George Michael Fassbender skyldu láta Clooney og eiginkona hans, Amal Alamuddin, eignuðust 6. júní og pússa sig saman á árinu en þau hlutu þegar nöfnin Ella og Alexander. Þau hjón hafa ákveðið að birta kynntust og hófu samband sitt engar myndir af tvíburunum opinberlega, að minnsta kosti ekki þegar þau léku saman í mynd- fyrst um sinn, og hafa gætt þess vandlega að paparazzar næðu ekki inni The Light Between Oceans myndum af þeim. Það hefur ekki alveg tekist en þær myndir sem birst árið 2014 og hafa verið svo hafa eru bæði brot á friðhelgi hjónanna og svo lélegar að auki að þær gott sem óaðskiljanleg síðan. verðskulda ekki birtingu. Þess í stað birtum við meðfylgjandi mynd Brúðkaupið fór fram 14. október sem tekin var 24. febrúar þegar meðgangan var rúmlega hálfnuð. á Ibiza en því var haldið svo Þess má til gamans geta að þar með er George búinn að brjóta bæði kirfilega leyndu að ekki einn loforðin sem hann gaf út opinberlega árið 1994 og endurtók margoft, einasti blaðamaður vissi af því þ.e. að hann myndi „aldrei kvænast og aldrei eignast börn“. Hann tók fyrr en daginn eftir. Þess má til gamans geta að þau Kate Mara og í framhaldinu mörgum veðmálum frá kollegum sínum sem sögðu að Jamie Bell hlutu einnig tilnefningu til titilsins að þessu sinni, svo og hið gagnstæða myndi gerast, þar á meðal frá þeim Nicole Kidman og þau Dave Franco og Alison Brie, en eftir mikla og spennandi baráttu Michelle Pfeiffer eins og frægt varð á sínum tíma. George hafa nú verið urðu þau sem sagt að lúta í lægra haldi fyrir Aliciu og Michael. fyrirgefin þessi loforðasvik og hafa öll veðmál verið dregin til baka. 12 Myndir mánaðarins Laugarnar í Reykjavík

Fyrir líkama og sál

Frá fyrir alla í þínu morgni fjölskylduna hverfi til kvölds

Sími: 411 5000 • www.itr.is Nú árið er liðið ...

Skandall ársins Íslandstenging ársins 1 Íslandstengingar ársins að þessu sinni eru tvær. Það þarf ekki að leita langt að skandal ársins að þessu sinni en hann Sú fyrri er nýleg frétt bandaríska blaðsins Variety er að sjálfsögðu sú uppljóstrun dagblaðsins The New York Times um að Jennifer Lawrence muni leika Agnesi í viðamikilli grein þann 5. október að kvikmyndaframleiðandinn Magnúsdóttur í mynd sem gera á eftir bók Harvey Weinstein hefði um árabil beitt tugi og jafnvel hundruð ástralska rithöfundarins Hönnuh Kent, Burial kvenna kynferðislegu ofbeldi þar sem hann nýtti sér völd sín og Rights, eða Náðarstund eins og sagan nefnist á aðstæður til að fá sínu framgengt. Þeir sem höfðu aldrei heyrt íslensku. Agnes var, eins og flestir vita, háls­höggv­in í janú­ar þetta áður urðu slegnir og enn slegnari þegar í ljós kom að þessi árið1830 í síðustu opinberu af­tök­unni á Íslandi og þykir bók Hönnuh svívirðilega framkoma mannsins hafði verið á vitorði margra í kvik- um það mál og síðustu daga Agnesar ekkert minna en snilldarverk myndabransanum um áratugaskeið án þess að neitt væri gert til að sem ástæða er til að hvetja alla Íslendinga til að lesa. Hermt er að stöðva hann. Allir vita hvað hefur síðan gerst og vonandi ber sú mikla Náðarstund verði í leikstjórn Luca Gua­dagn­ino, þess sama og gerði alda uppljóstrana um þessi mál þann árangur að öllu slíku ofbeldi myndina Call Me by Your Name sem verður frumsýnd núna í janúar. verði mætt af hörku í framtíðinni en það ekki bara þaggað niður eins og ljóst er að hefur margoft gerst. #HöfumHátt!

Íslandstenging ársins 2 Seinni Íslandstenging ársins er frumsýning á fyrstu stiklu myndarinn- ar Mortal Engines en í henni leikur Hera Hilmarsdóttir eitt af aðalhlut- Ræða ársins verkunum og er persóna hennar mjög áberandi í stiklunni. Myndin er Ræða ársins að þessu sinni er óvenjuleg að tvennu leyti. Í fyrsta lagi er framleidd af þeim hjónum Peter Jackson og Fran Welsh sem einnig hún bara ein setning og í öðru lagi var hún haldin árið 2013! Ástæðan skrifuðu handritið en það er byggt á samnefndri vísindaskáldsögu fyrir því að hún er samt ræða ársins 2017 hjá okkur hér á Myndum enska rithöfundarins Philips Reeve sem kom út árið 2001 og segir frá mánaðarins er að þótt þessi eina setning hafi vissulega vakið ein- því þegar stórborgir heims vafra um eyðilendur Jarðar og éta upp hverja athygli einhverra á sínum tíma þá er það ekki fyrr en á þessu alla bæi og þorp sem á vegi þeirra verða til að geta sjálfar lifað af. ári, í kjölfar skandals ársins, sem þorri almennings skilur um hvað Hljómar undarlega, við vitum það, en kynnið ykkur endilega stikluna. hún snerist í raun. Ræðan var flutt af Seth MacFarlane þegar hann og Emma Stone voru að lesa upp tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna Sendiherrar ársins það ár. Eftir að hafa lesið upp nöfn þeirra fimm sem tilnefndar voru Sendiherrar ársins að þessu sinni eru svo auð- fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna bætti Seth við setningunni: „Til vitað aðstandendur myndarinnar Undir trénu, hamingju, þið fimm konur, þið þurfið ekki lengur að þykjast laðast bæði þeir sem voru fyrir framan vélarnar við að Harvey Weinstein.“ Setningin vakti hlátur einhverra viðstaddra og gerð hennar og fyrir aftan. Myndin er framlag vafalaust hafa sumir þeirra vitað hvað Seth átti við með þessu en þeir Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018 og verður voru miklu fleiri sem skildu ekki sneiðina og því síður innihald hennar spennandi að sjá hvort hún hljóti náð fyrir og töldu þetta bara vera einhvern skrítinn brandara hjá Seth. augum þeirra sem taka endanlega ákvörðun Það er svo ekki fyrr en á þessu ári, eftir uppljóstranir The New York um hvaða myndir verða tilnefndar sem besta Times, að þessi setning Seths verður skiljanleg í huga allra og hafa erlenda mynd ársins. En hvort sem Undir trénu myndböndin af því þegar hann segir þetta og viðbrögðin í salnum verður tilnefnd eða ekki þá getum við Íslend- nú verið skoðuð ótal sinnum á YouTube. Í kjölfarið steig Seth svo fram ingar a.m.k. hugsað með brosi til viðbragða og útskýrði á hverju hann byggði vitneskju sína sem varð til þess að fólksins í bandarísku kvikmyndakaademíunni hann ákvað að segja þetta, en um þá ástæðu má lesa í Gullkornunum þegar það kynnist persónum myndarinnar, ekki síst henni Ingu sem hér hinum megin í blaðinu eða fletta því upp á netinu. Edda Björgvinsdóttir túlkar af snilld. Þar fer röskur sendiherra Íslands!

14 Myndir mánaðarins

Væntanlegt

Eins og sést þegar blaðinu er flett áfram byrjar árið Hin umtalaða mynd The Phantom 2018 vel í kvikmyndahúsum landsins enda fjölmargar Thread er væntanleg í bíó í febrúar, góðar myndir á dagskrá janúarmánaðar auk mynda en hún er nýjasta mynd Pauls Thomas sem frumsýndar voru á milli jóla og nýárs, eða jafnvel Anderson sem á að baki myndir eins fyrr í desember, og ganga enn vel. Hér kynnum við og Boogie Nights, Magnolia, There Will Be Blood, The Master og Inherent Vice. hins vegar nokkrar þeirra mynda sem væntanlegar eru Þessi mynd, sem fór í takmarkaða í febrúar, mars, apríl og maí og kvikmyndaáhugafólk dreifingu í Bandaríkjunum til að geta hefur fulla ástæðu til að hlakka til að sjá. Athugið samt verið með í verðlaunakapphlaupinu að þessi upptalning inniheldur bara fimmtán af meira í janúar, hefur hlotið frábæra dóma en fjörutíu nýjum myndum sem væntanlegar eru á þeirra gagnrýnenda sem séð hafa og er t.d. komin með 9,4 í einkunn á þessum fyrstu mánuðum ársins og við munum að Metacritic þegar þetta er skrifað og sjálfsögðu gera þeim öllum skil í næstu blöðum. 9,1 á Imdb. Kíkið á flotta stikluna.

Winchester er nýjasta mynd bræðr- Nýjasta mynd Clints Eastwood, The anna Michaels og Peters Spierig 15:17 to Paris, er sannsöguleg mynd sem sendu síðast frá sér myndina sem segir frá því þegar nokkrir far- Jigsaw og þar á undan hina þrælgóðu þegar í lest á leið til Parísar unnu vísindaskáldsögu og tímaflakksmynd sannkallaða hetjudáð með því að Predestination. Winchester er spennu- stöðva morðóðan hryðjuverkamann tryllir með draugalegu ívafi sem fjallar áður en honum tókst að valda enn um ekkju eina (leikin af Helen Mirren) meiri skaða en hann olli. Eitt það sem telur sig ásótta af draugum af merkilegasta við þessa mynd er að ástæðu sem við förum ekki út í hér. sumir leikarar í henni leika sjálfa sig Spurningin er hins vegar hvort hún og voru í lestinni þennan örlagaríka hafi eitthvað til sín máls eða hvort dag þegar atburðirnir gerðust. Það hún sé hreinlega búin að missa vitið verður gaman að sjá hvernig Clint fer eins og sumir í kringum hana telja. með þennan merkilega efnivið.

Það bíða áreiðanlega margir eftir The Shape of Water, hin lofaða næstu Marvel-mynd, The Black mynd Guillermos del Toro, er einnig Panther, sem væntanleg er í bíó væntanleg í bíó í febrúar en hún um miðjan febrúar, en stiklurnar er nú tilnefnd til sjö Golden Globe- úr henni hafa notið mjög mikilla verðlauna og á áreiðanlega eftir vinsælda, enda mjög góðar. Það að hala inn fullt af tilnefningum er Ryan Coogler sem heldur um til Óskarsverðlauna þegar að því leikstjórnartaumana og skrifaði líka kemur. Sally Hawkins leikur stærsta handritið ásamt öðrum en hann á að hlutverkið og þykir mögnuð eins baki verðlaunamyndirnar Fruitvale og venjulega en í öðrum stærstu Station og síðan myndina Creed sem hlutverkunum eru þau Michael var frumsýnd 2015. Það er Chadwick Shannon, Richard Jenkins, Octavia Boseman sem fer með hlutverk Spencer, Michael Stuhlbarg og David T’Challa, eða Svarta pardusins. Hewlett. Þessa verða allir að sjá í bíó.

Ævintýramyndin og vísindaskáldsag- Njósnatryllirinn Red Sparrow verður an Annihilation er eftir leikstjórann áreiðanlega hörkumynd en hún og handritshöfundinn Alex Garland er byggð á samnefndri bók Jasons sem vakti gríðarlega athygli árið 2014 Matthews og er eftir leikstjórann með sinni fyrstu mynd Ex Machina, Francis Lawrence sem gerði m.a. en mörgum þótti hún á meðal bestu Constantine, I Am Legend, Water for mynda þess árs. Í þetta sinn hefur Alex Elephants og The Hunger Games- greinilega úr mun meiri peningum myndirnar Catching Fire og Mock- að spila og það verður gaman að sjá ingjay. Í aðalhlutverki er Jennifer útkomuna en myndin er byggð á Lawrence en í öðrum stórum hlut- bók eftir Jeff VanderMeer og í helstu verkum eru t.d. Joel Edgerton, Mary- hlutverkum eru Natalie Portman, Louise Parker, Ciarán Hinds, Jeremy Tessa Thompson, Oscar Isaac, Jennifer Irons, Charlotte Rampling og Matthias Jason Leigh og Gina Rodriguez. Schoenaerts. Skoðið stiklurnar!

16 Myndir mánaðarins

Væntanlegt

Hver hlakkar ekki til að sjá Aliciu Vik- Ævintýramyndin A Wrinkle in Time frá ander í hlutverki hinnar kattliðugu, Disney er líka væntanleg um miðjan hugrökku og ósigrandi ævintýrakonu mars en hún er byggð á samnefndri Löru Croft? Myndin kemur í bíó um bókaseríu Madeleine L’Engle um miðjan mars og segir eins og allir systkinin Meg og Charles sem leita aðdáendur Löru vita frá leit hennar leiða til að finna aftur föður sinn, en að föður sínum sem hvarf sporlaust hann hreint og beint hvarf eins og á eyju einni. Þegar Lara finnur loksins hann hefði gufað upp átta mánuðum þessa eyju bíða hennar hættur og fyrr þegar hann var að gera tilraunir ævintýri umfram það sem hún átti með fimmtu víddina. Í myndinni von á en að sjálfsögðu mun hún leysa fá þau óvænta aðstoð frá skrítnum málin að lokum eins og hún gerir persónum og hver veit nema þeim alltaf. Með önnur stór hlutverk fara eigi eftir að takast að bjarga föður m.a. Walton Goggins og Nick Frost. sínum úr prísundinni sem hann er í.

Þriðja ævintýramyndin sem X-Men-myndin The New Mutants er við eigum von á í mars er væntanleg í bíó um miðjan apríl og Ready Player One eftir sjálfan tengist að einhverju leyti atburðunum Steven Spielberg sem byggir hana í Logan en við erum ekki alveg með á samnefndri bók eftir Ernest Cline. á hreinu hvernig. Það ætti samt ekki Myndin segir frá ungum strák, að gera mikið til enda nægur tími til Wade Watts, sem fer í ferðalag inn í stefnu og þeim sem vilja skoða málið stafrænan heim sem nefnist Oasis í er bent á að fyrsta stiklan er komin á leit að földum hlut eða vísbendingu netið, en hún segir reyndar ekki mikið sem skapari Oasis skildi eftir sig þegar um söguna sjálfa. Leikstjóri er Josh hann dó. Sá sem finnur þennan hlut/ Boone sem gerði síðast myndina The vísbendingu á mjög gott í vændum, Fault in our Stars og í aðalhlutverkum eða það heldur Wade að minnsta eru m.a. Anya Taylor-Joy, Charlie kosti. Kannski kemur annað í ljós. Heaton og Maisie Williams.

Undir lok apríl eða í byrjun maí kemur Næsta Star Wars-hliðarsagan, Solo, er svo nýjasta Avengers-myndin í bíó en væntanleg í bíó undir lok maímán- hún nefnist Infinity Wars. Þar takast aðar en hún fjallar eins og margir hetjurnar á við hinn ægilega Thanos vita og nafnið bendir til um ævintýri og þurfa á allri þeirri hjálp að halda Hans Solo áður en hann hitti Loga sem hægt er að fá, þar á meðal frá geimgengil í fyrstu myndinni, þ.e. Guardians of the Galaxy-teyminu. fjórða kaflanum, A New Hope. Lítið Um leikstjórnina sjá þeir Anthony sem ekkert hefur annars spurst út um og Joe Russo sem gerðu Captain söguþráðinn en höfundar handritsins America-myndirnar Civil War og The eru þeir Lawrence og Joe Kasdan og Winter Soldier og þess má geta að það er Ron Howard sem leikstýrir. þeir leikstýra einnig næstu Avengers- Á meðal aðalleikenda eru Alden mynd sem er þegar byrjað að taka Ehrenreich sem leikur Han Solo, upp og er væntanleg sumarið 2019. Emilia Clarke og Woody Harrelson.

Í byrjun júní fá aðdáendur myndar- Að lokum viljum við geta nýju Jurassic innar Deadpool nýjan skammt af World-myndarinnar, Fallen Kingdom, fjörinu þegar mynd númer tvö verður sem kemur í bíó um miðjan júní ef frumsýnd en hún á enn eftir að fá áætlanir standast. Ný stikla úr henni endanlegt heiti. Sem fyrr er það var frumsýnd um miðjan desember Ryan Reynolds sem leikur kappann og hún sýnir m.a. að nú vofir yfir og leikstjóri er David Leitch sem risaeðlunum að verða útrýmt þegar gerði Atomic Blonde. Fyrir utan Ryan eldfjall á eyjunni þar sem þær eru gerir fara með stór hlutverk þau Morena sig líklegt til að gjósa. Annars er best Baccarin, Josh Brolin, T.J. Miller og að vera ekkert að segja um söguna Brianna Hildebrand og það má alveg því ljóst er að hún er mun flóknari búast við að brandararnir verði fleiri en þetta ef marka má stikluna. Chris en síðast, a.m.k. ekki færri. Skoðið Pratt og Bryce Dallas Howard fara heimasíðuna á Deadpool.com. aftur með aðalhlutverkin.

18 Myndir mánaðarins

All the Money in the World

Peningana eða lífið All the Money in the World er nýjasta mynd Ridleys Scott og fjallar um þann fræga atburð í júlí árið 1973 þegar alnafna og sonarsyni ríkasta manns heims á þeim tíma, John Paul Getty III, var rænt í Róm og afi hans neitaði að greiða lausnargjaldið. Ránið á hinum 16 ára gamla John Paul Getty III vakti heimsathygli á sínum tíma og eftir að lausnargjaldskrafa upp á 17 milljónir dollara barst fjölskyldu hans komst sá kvittur á kreik að ungi maðurinn hefði sjálfur sett mannránið á svið til að kúga fé út úr hinum forríka afa sínum. Sá harðneitaði hins vegar að borga, jafnvel eftir að ljóst var orðið að John var í raun í haldi Ndrangheta-glæpasamtakanna sem þá voru alræmdustu og voldugustu glæpasamtök Ítalíu fyrir utan Sikileyjar-mafíuna. Við tók margra mánaða árangurslaus bar- átta foreldra Johns (sem voru þá löngu skilin) við að frelsa hann. Í nóvember sama ár skáru mannræningjarnir af honum annað eyrað og sendu það í pósti til fjölmiðils ásamt orðsendingu um að þeir myndu þaðan í frá, á tíu daga fresti, skera af honum fleiri líkamshluta uns lausnargjaldið bærist eða hann dæi af sárum sínum. Óhætt er að segja að allur heimurinn hafi síðan fylgst með fram- vindunni næstu vikur sem varð vægast sagt æsispennandi en af tillitssemi við þá sem þekkja ekki söguna og vilja upplifa spennuna þegar myndin kemur í bíó þá segjum við ekki meira um hana hér.

All the Money in the World Sannsögulegt

132 mín

Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Michelle Williams, Christopher Plumm- er, Charlie Plummer, Romain Duris, Charlie Shotwell, Timothy Hutton, Michelle Williams leikur móður Johns Paul Getty III, Gail Harris, og Mark Andrew Buchan og Giuseppe Bonifati Leikstjórn: Ridley Scott Bíó: Wahlberg leikur Fletcher Chase sem gætti hagsmuna hins forríka Johns Laugarásbíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík Paul Getty en snerist síðan á sveif með Gail eftir því sem tíminn leið. Frumsýnd 5. janúar Punktar ...... l All the Money in the World er byggð á bók eftir John Pearson sem kom út árið 1995 og heitir Painfully Rich: The Outrageous Fortunes and Misfortunes of the Heirs of J. Paul Getty.

l Myndin er nú tilnefnd til þrennra Golden Globe-verðlauna, fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna (Michelle Williams), besta leik í auka- hlutverki karla (Christopher Plummer) og fyrir bestu leikstjórn (Rid- ley Scott), en Golden Globe-verðlaunin verða afhent 7. janúar.

Christopher Plummer leikur auðjöfurinn John Paul Getty sem neitaði staðfastlega að greiða lausnargjaldið fyrir sonarson sinn.

Veistu svarið? Sá sem leikur John Paul Getty III, Charlie Plummer (ekki skyldur Christopher Plummer að því er við best vitum), vakti fyrst verulega athygli í þekktum sjónvarpsþáttum þar sem hann lék m.a. á móti Steve

Buscemi og Kelly Macdonald. Hvaða þáttum? Það er hinn ungi Charlie Plummer sem leikur John Paul Getty III. Boardwalk Empire. Boardwalk

20 Myndir mánaðarins

Father Figures

Leitin að pabba Tvíburarnir Kyle og Peter eru í brúðkaupi móður sinnar þegar hún ljóstrar því loksins upp að hún hefur alla tíð logið því að þeim að faðir þeirra sé dáinn. Í raun hefur hún ekki hugmynd um hver hann var og að hann gæti þess vegna enn verið á lífi. Gamanmyndin Father Figures lofar góðu enda eru í aðalhlutverkum tveir af skemmtilegustu gamanleikurum Bandaríkjanna, Owen Wil- son og Ed Helms, ásamt Glenn Close, J.K. Simmons, Ving Rhames og fótboltastjörnunni fyrrverandi en sívinsælu, Terry Bradshaw. Þegar þeir Kyle og Peter átta sig á því að faðir þeirra gæti enn verið á lífi kemur ekkert annað til greina en að halda í leiðangur og finna hann. Með gamla ljósmynd af móður þeirra í farteskinu og óljósa staðsetningu hennar þegar þeir komu undir leggja þeir í hann en komast brátt að því að leitin er mun flóknari en þeir voru að vona ...

Þegar tvíburarnir Kyle og Peter komast að því að faðir þeirra Father Figures er kannski enn á lífi leggja þeir í leiðangur til að finna hann. Gamanmynd Punktar ...... 113 mín l Terry Bradshaw, sem leikur sjálfan sig í Father Figures, er fyrrverandi Aðalhlutverk: Owen Wilson, Ed Helms, Glenn Close, J.K. Simmons, fyrirliði Pittsburgh Steelers í bandaríska fótboltanum og var á há- Ving Rhames, Christopher Walken, Terry Bradshaw og Katt Williams tindi ferils síns á áttunda áratug síðustu aldar þegar Steelers urðu Leikstjórn: Lawrence Sher Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, fjórum sinnum Bandaríkjameistarar á sex árum. Terry lagði hjálm- Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Eyjabíó, inn á hilluna árið 1983 og hefur síðan verið lykilmaður í lýsingum Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó bandarísku sjónvarpsstöðvanna á bandaríska fótboltanum og vin- Frumsýnd 5. janúar sæll álitsgjafi, enda fjallhress og skemmtilegur náungi. l Þetta er fyrsta mynd kvikmyndatökustjórans Lawrence Sher sem leikstjóra en handritshöfundur er Justin Malen sem skrifaði m.a. einnig handrit gamanmyndarinnar Office Party .

J.K. Simmons leikur hinn skapmikla Ronald sem gæti verið faðirinn.

Veistu svarið? Ed Helms var búinn að vera nokkur ár í bransanum þegar segja má að hann hafi slegið í gegn á tvenn- um vígstöðvum í einu, annars vegar í Hangover- myndunum og hins vegar sem Andy Bernard í Terry Bradshaw leikur sjálfan sig í myndinni, en hann man vel

þekktum sjónvarpsþáttum. Hvaða þáttum? eftir móður bræðranna og getur kannski komið þeim á sporið. The Office. The

22 Myndir mánaðarins Svanurinn

Hver dagur er ný saga Svanurinn er fyrsta mynd Ásu Hjörleifsdóttur í fullri lengd en hún skrifaði einnig handritið sem er byggt á samnefndri verð- launaskáldsögu Guðbergs Bergssonar frá árinu 1991. Svanurinn hlaut á sínum tíma íslensku bókmennta- verðlaunin og var einnig tilnefnd til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Hún hefur enn fremur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið mikið lof og góða dóma gagnrýnenda víða um heim. Sagan er um níu ára gamla stúlku, Sól, sem eftir að hafa orðið uppvís að búðarhnupli er send í sveit þar sem henni er gert að dvelja í nokkra mánuði og vinna fyrir viðurværi sínu. Í fyrstu er Sól niðurbrotin, einmana og umkomulaus á þeim afvikna stað sem sveitabærinn er á en eftir því sem hún kynnist fólkinu í sveitinni betur, uppgötvar stórbrotna náttúruna og myndar tengsl við dýrin á bænum byrjar sýn hennar á allt að breytast og þroskast, ekki síst á sitt eigið líf og tilfinningar. Um leið dregst hún inn í óvænta atburðarás sem hún hefur enga stjórn á en á eftir að setja mark sitt á upplifun hennar og framtíð ...

Svanurinn Drama

91 mín Gríma Valsdóttir leikur hina níu ára gömlu Sól í Svaninum.

Aðalhlutverk: Gríma Vals­dótt­ir, Þor­vald­ur Davíð Kristjáns­son, Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir, Ingvar E. Sig­urðsson og Katla Mar­grét Þor­geirs­ Punktar ...... dótt­ir Leikstjórn: Ása Helga Hjör­leifs­dótt­ir Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, l Svanurinn er framleidd af Vintage Pictures og eru aðalframleið- Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króks- endur þær Birgitta Björns­dótt­ir og Hlín Jó­hann­es­dótt­ir en myndin bíó, Bíóhöllin Akranesi og Eyjabíó Frumsýnd 5. janúar er samvinnuverkefni þriggja landa, Íslands, Þýskaland og Eistlands. l Myndin hefur verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og fengið afar góðar viðtökur og dóma. Þannig hlaut Ása Helga Hjörleifs­ dótt­ ir,­ handrits­ höf­ und­ ur­ og leik­stjóri myndarinnar fyrstu verðlaun fyrir leikstjórnina á kvikmyndahátíðinni í Kolgata og var myndin útnefnd besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í byrjun desember.

l Myndin er tekin upp í Grindavík og í Svarfaðardal, en bærinn sem Sól er send til dvalar á í sögunni heitir í raunveruleikanum Ytra-Hvarf.

Þor­valdur­ Davíð Kristjáns­son leikur veigamikið hlutverk í Svaninum.

Veistu svarið? Í Svaninum kemur fyrir þekkt þjóðsagna- vera sem er yfirleitt í líki hests, þolir ekki að heyra nafn sitt sagt upphátt og drekkir þeim sem sest á bak hennar.

Hvað nefnist þessi vera oftast á íslensku? Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikur heimasætuna á bænum, Ástu. Nykur.

Myndir mánaðarins 23 The Commuter

Hvers konar manneskja ertu? Michael er tryggingasölumaður sem um tíu ára skeið hefur ferðast með sömu lestinni fram og til baka úr vinnu. Dag einn sest hjá honum ókunnug kona sem býður honum 75 þúsund dollara greiðslu fyrir að leysa dularfullt verkefni sem tengist einum farþega lestarinnar ... áður en hún kemur á endastöð. Þannig hefst sagan í þessari nýjustu mynd leikstjórans Jaumes Collet-Serra sem eins og kvikmyndaáhugafólk veit á að baki nokkrar af þekktustu spennu- og hasarmyndum síðari ára eins og t.d. Orph- an, Unknown, Non-Stop, Run All Night og The Shallows. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að The Commuter er toppafþreying og ekta popp- kornsmynd þar sem framvindan er hröð og atburðarásin bæði spennuþrungin og dularfull enda vita áhorfendur ekki frekar en Michael út á hvað „verkefnið“ sem hann á að leysa gengur í fyrstu. En um leið og hann þiggur peningana kemur í ljós að þar með er hann ekki bara orðinn skuldbundinn til að leysa verkið af hendi heldur hefur hann um leið lagt líf sitt og fjölskyldu sinnar að veði ...

The Commuter Liam Neeson í hlutverki tryggingasölumannsins Michaels McCauley Spenna / Hasar / Ráðgáta sem lætur freistast af 75 þúsund dollara greiðslu og tekur að sér verk- efni sem hann hefur þó enga hugmynd um hvernig hann á að leysa. 104 mín Aðalhlutverk: Liam Neeson, Vera Farmiga, Sam Neill, Patrick Wilson, Punktar ...... Jonathan Banks, Elizabeth McGovern, Shazad Latif og Roland l Segja má að það séu vinir og kunningjar sem leggja til krafta sína Møller Leikstjórn: Jaume Collet-Serra Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, við gerð The Commuter því fyrir utan Liam Neeson, sem leikur hér í Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík fjórða sinn aðalhlutverk í mynd eftir Jaume Collet-Serra, og Veru Frumsýnd 12. janúar Farmigu, sem lék aðalhlutverkið í mynd hans Orphan, þekkjast þau Vera og Patrick Wilson auðvitað vel eftir að hafa leikið Warren- hjónin í Conjuring-myndunum og þeir Liam Neeson og Patrick Wilson léku saman í The A-Team. Liam og Elizabeth McGovern, sem leikur eiginkonu hans í The Commuter, léku svo saman í Clash of the Titans. Við þetta má bæta að flestir sem sinna tæknilegri vinnslu myndarinnar hafa oft unnið með Jaume Collet-Serra áður og má því ætla að ríkt hafi hálfgerð fjölskyldustemning við gerð hennar.

Allt byrjar þetta þegar ókunnug kona, sem segist heita Joanna, sest hjá Michael í lestinni og býður honum að leysa dularfullt verk- efni gegn 75 þúsund dollara greiðslu í beinhörðum peningum.

Veistu svarið? Vera Farmiga, sem fagnar þrjátíu ára leikferli sínum um þessar mundir, fæddist í Bandaríkjunum og er bandarískur ríkisborgari. Foreldrar hennar eru hins Þeir Liam Neeson og leikstjórinn Jaume Collet-Serra ættu að vera farnir vegar af allt öðru þjóðerni og ólst Vera því upp við að þekkjast vel eftir að hafa gert saman fjórar myndir, þ.e. Unknown

annað móðurmál en ensku. Hvert er það? (2011), Non-Stop (2014), Run All Night (2015) og núna The Commuter. Úkraínska.

24 Myndir mánaðarins

Downsizing

Auðvitað skiptir stærðin máli Downsizing gerist í ekki svo fjarlægri framtíð þegar norskir vísindamenn hafa fundið upp leið til að smækka fólk niður í um það bil 10% stærð. Þetta leysir að sjálfsögðu ýmsan vanda sem tengist offjölgun mannkyns og snarlækkar um leið hús- næðis-, efnis- og matarkostnað fólks. En hverjir eru gallarnir? Downsizing er áttunda bíómynd meistaraleikstjórans og tvöfalda Óskarsverðlaunahafans Alexanders Payne sem á að baki , Citizen Ruth, Election, , , The Des- cendants og Nebraska. Allar þessar myndir hafa fengið ótal verðlaun og hefur Downsizing þegar verið útnefnd ein af tíu bestu myndum ársins 2017 af samtökum bandarískra gagnrýnenda. Aðalpersóna sögunnar er sölumaðurinn Paul Safranek sem eftir að hafa kynnt sér kosti þess að láta smækka sig ákveður að slá til ásamt eiginkonu sinni Audrey, en fyrir liggur að smækkunin er óafturkræf. Að sjálfsögðu á síðan ýmislegt eftir að fara öðruvísi en þau hjón gátu séð fyrir en frá því segjum við ekki hér enda er Downsizing ein af þessum myndum sem langskemmtilegast er að sjá án þess að vita of mikið um atburðarásina. Hins vegar má lofa öllu kvikmynda- áhugafólki, og þá sérstaklega aðdáendum fyrri mynda Alexanders Payne, að hér er á ferðinni frábær og mjög fyndin bíómynd, og um leið hárbeitt samfélagsádeila sem hittir þráðbeint í mark ...

Downsizing Gaman / Drama / Vísindaskáldsaga

135 mín

Aðalhlutverk: Matt Damon, Christoph Waltz, Hong Chau, Kristen Wiig, Jason Sudeikis, Rolf Lassgård, Ingjerd Egeberg, Udo Kier og Søren Pilmark Leikstjórn: Bíó: Sambíóin Álfabakka, Hjónin Audrey og Paul Safranek heillast bæði af kostunum, og þá Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, ekki síst sparnaðinum sem fylgir því að láta minnka sig enda er Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó auðvitað miklu ódýrara að vera pínulítill en af venjulegri stærð. Frumsýnd 12. janúar Punktar ...... l Downsizing er fimmta myndin sem Alexander Payne skrifar í sam- vinnu við en þeir hlutu Óskarsverðlaunin fyrir handritið að Sideways og voru tilnefndir fyrir Election og .

l Sagan í myndinni tengist Noregi á ýmsan hátt og var hún að hluta til tekin upp þar í landi, m.a. í Lófóten og á sundunum þar.

Tælenska leikkonan Hong Chau leikur stórt hlutverk í Downsizing og er tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni.

Veistu svarið? Sænski leikarinn Rolf Lassgård leikur vísindamann- inn Jorgen Asbjørnsen í Downsizing en Rolf hefur um árabil verið einn vinsælasti leikari Svía og Eftir að hafa skoðað málið og fengið m.a. ítarlega heimakynningu sló enn og aftur í gegn í titilhlutverki vinsællar hjá Dave Johnson (Jason Sudeikis) sem svarar öllum spurningum

sænskrar myndar sem var frumsýnd 2015. Hvaða? ákveða þau Audrey og Paul að slá til og skella sér í minnkun. En man som heter Ove. heter som man En

26 Myndir mánaðarins EMPIRE

THE GUARDIAN

THE TELEGRAPH

THE TIMES

THE EVENING STANDARD

93% FERSK

. FRUMSYND 19. JANÚAR Paddington 2

Sami bangsinn – nýtt ævintýri Önnur bíómyndin um góðhjartaða, ljúfa en dálítið óheppna bangsann Paddington er snilldarverk eins og fyrri myndin og um leið alveg dásamleg bíóskemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Í þessari nýju mynd um bangsann Paddington lendir hann í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem Padding- ton ætlaði að kaupa til að gefa frænku sinni í afmælisgjöf. Þjófurinn lætur sig svo hverfa á dularfullan hátt en með þeim afleiðingum að lögreglan heldur að Paddington sé þjófurinn. Svo er nú aldeilis ekki en þangað til Paddington getur hreinsað af sér sakirnar er honum stungið í fangelsi. Þar eignast hann fljótlega marga góða vini sem eiga áreiðanlega eftir að hjálpa honum að hafa uppi á hinum rétta þjófi og endurheimta bókina góðu úr höndum hans ...

Í þessu nýja ævintýri lendir Paddington í fangelsi fyrir misskilning en er auðvitað ekki lengi að vinna alla fangana á sitt band. Paddington 2 Ævintýri Punktar ...... 103 HHHHH - Empire HHHHH - Time Out HHHHH - Screen mín HHHH1/2 - Variety HHHH1/2 - Wrap HHHH - H. Reporter Íslensk talsetning: Sigurður Þór Óskarsson, Orri Huginn Ágústsson, HHHH - Guardian HHHH - Telegraph HHHH - Total Film Steinn Ármann Magnússon, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Hjálmar Hjálm- arsson, Arnar Jónsson, Viktor Már Bjarnason, Júlía Hannan, Ólöf Kristín l Paddington 2 hefur eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan Þorsteinsdóttir, Aron Máni Tómasson, Laddi o.m.fl. Leikstjórn: Tómas hlotið frábæra dóma gagnrýnenda sem eru samhljóða um að hún Freyr Hjaltason Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó sé a.m.k. jafn góð og fyrri myndin, ef ekki betri og enn fyndnari. Akureyri og og Sambíóið Keflavík Frumsýnd 12. janúar

Paddington með gjöfina góðu, bókina sem hann ætlar að gefa frænku sinni í afmælisgjöf. En svo er bókinni stolið úr búðinni og það versta er að lögreglan telur Paddington vera þjófinn!

28 Myndir mánaðarins Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir Aukakrónur

Matvara Íþrótta- og útivistarvörur Gjafavara

Kaffihús og veitingastaðir Heilsurækt Allt fyrir bílinn

Raftæki Fatnaður Afþreying

Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

Sorg, morð og þrjú skilti TVÆR FRÁBÆRAR FRÁ Sjö mánuðum eftir að dóttir hennar var myrt þrýtur Mildred Hayes þolinmæðina og grípur til sinna ráða til að fá lögreglu- stjórann Bill Willoughby og menn hans í smábænum Ebbing í Missouri til að rannsaka málið og finna morðingjann. Tekst það eða býr eitthvað meira að baki afskiptaleysi Willoughbys? Three Billboards Outside Ebbing, Missouri er nú þegar umtöluð sem ein af tíu bestu myndum ársins á enskri tungu en hún er eftir írska leikstjórann Martin McDonagh sem á að baki tvær frábærar bíó- myndir, In Bruges sem hann sendi frá sér árið 2008 og Seven Psycho- paths sem var frumsýnd 2012. Three Billboards Outside Ebbing, Miss- ouri er að grunni til morðgáta og glæpasaga en um leið kolsvört kómedía rétt eins og fyrri myndir Martins, en hann skrifar einnig handritið sem er mjög líklegt til að hljóta tilnefningu til Óskarsverð- launa, svo og hann sjálfur fyrir leikstjórnina. Þess utan þykir myndin stórkostlega vel leikin, ekki síst af Frances McDormand sem hér túlk- ar af öryggi eina eftirminnilegustu bíómyndapersónu ársins 2017.

Three Billboards Outside Ebbing, Missouri Frances McDormand leikur aðalpersónuna Mildred sem grípur til Svört kómedía / Glæpasaga óvenjulegra ráða þegar sjö mánuðir eru liðnir frá því að dóttir hennar var myrt og lögreglunni hefur lítið sem ekkert miðað í rannsókninni. 115 mín

Aðalhlutverk: Frances McDormand, Woody Harrelson, Sam Rockwell, Punktar ...... Abbie Cornish, John Hawkes, Peter Dinklage og Lucas Hedges l Þótt Three Billboards Outside Ebbing, Missouri fari ekki í almenna Leikstjórn: Martin McDonagh Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó dreifingu fyrr en í janúar hefur hún víða verið sýnd á kvikmynda- Akureyri, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó, Bíóhöllin hátíðum og hlotið frábæra dóma og fjölda verðlauna. Hún er núna Akranesi og Eyjabíó Frumsýnd 19. janúar tilnefnd til sex Golden Globe-verðlauna (sem verða afhent 7. janúar) og á örugglega eftir að hljóta nokkrar tilnefningar til Óskarsverð- launanna. Þegar þetta er skrifað er myndin með 8,5 í einkunn á Imdb, 8,7 á Metacritic og 9,3 á RottenTomatoes. Þetta er sannarlega mynd sem enginn sannur kvikmyndaaðdáandi má missa af í bíó.

l Bærinn þar sem sagan í myndinni gerist og er kallaður Ebbing er í raun smábærinn Sylva í Norður-Karólínuríki. Margir af bakgrunns- leikurunum sem bregður fyrir í myndinni eru í raun íbúar Sylva.

MATT DAMON CHRISTOF WALTZ KRISTEN WIIG Lögreglustjóranum í Ebbing (Woody Harrelson), er ekki skemmt yfir athyglinni sem Mildred vekur með aðgerðum sínum til að þrýsta á hann og menn hans. Eða býr kannski eitthvað annað að baki?

Veistu svarið? Það er alveg ljóst að Frances McDormand mun þann 23. janúar hljóta tilnefningu til Óskarsverð- launa fyrir hlutverk sitt í myndinni og verður það WRITTEN BY ALEXANDER PAYNE & JIM TAYLOR DIRECTED BY ALEXANDER PAYNE hennar fimmta tilnefning. En fyrir leik í hvaða mynd Þau Sam Rockwell og Frances McDormand eru bæði tilnefnd til

hlaut hún Óskarinn fyrir tæpum tuttugu árum? Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í þessari frábæru mynd. FRUMSÝND 12. JANÚAR Fargo.

30 Myndir mánaðarins TVÆR FRÁBÆRAR FRÁ

MATT DAMON CHRISTOF WALTZ KRISTEN WIIG

WRITTEN BY ALEXANDER PAYNE & JIM TAYLOR DIRECTED BY ALEXANDER PAYNE FRUMSÝND 12. JANÚAR The Post

Landráð eða almannahagsmunir? The Post er nýjasta mynd Stevens Spielberg og um leið fyrsta myndin sem stórleikararnir Tom Hanks og Meryl Streep leika saman í en hún er nú tilnefnd til sex Golden Globe-verðlauna, þ.e. fyrir leik þeirra beggja í aðalhlutverkum karla og kvenna, fyrir leikstjórn, handrit og tónlist, og sem besta mynd ársins. The Post gerist árið 1971 en á fyrri hluta þess árs komust blaðamenn dagblaðsins The Washington Post yfir ríkistrúnaðarskjöl sem síðan hafa verið kölluð „The Pentagon Papers“. Gögnin innihéldu m.a. viðamiklar upplýsingar um afskipti Bandaríkjastjórnar af innan- ríkismálum Víetnam allt frá árinu 1945 og átti þessi gagnaleki eftir að valda gríðarlegum skjálfta í æðsta stjórnkerfi Bandaríkjanna. Í gang fór mikil barátta, annars vegar ritstjórnar blaðsins sem taldi sig hafa rétt á að birta þessar upplýsingar vegna hagsmuna almennings og prentfrelsisákvæða og hins vegar ríkisstjórnar Nixons og lögfræðingateymis hennar sem hótaði því fullum fetum að ákæra þá fyrir landráð sem birtu upplýsingar úr skjölunum. Slík ákæra, hefðu dómarar tekið undir réttmæti hennar, hefði ekki bara gert út af við blaðið heldur komið bæði ritstjórum, blaðamönnum og eigendum þess í margra ára fangelsi, jafnvel til áratuga. Hvaða ákvörðun áttu eigendur blaðsins og ritstjórn að taka í málinu?

The Post Sannsögulegt

116 mín

Aðalhlutverk: Meryl Streep, Tom Hanks, Sarah Paulson, Tracy Letts, Það ríkti að vonum mikil spenna á meðal starfsfólks The Washington Bob Odenkirk, Bradley Whitford, Bruce Greenwood, Matthew Rhys Post á meðan á storminum stóð, en á meðal leikara sem þarna og Alison Brie Leikstjórn: Steven Spielberg Bíó: Sambíóin Álfabakka, sjást eru þau Tom Hanks, Meryl Streep, Philip Casnoff, David Cross, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Tracy Letts, Bradley Whitford, Jessie Mueller og Carrie Coon. Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 19. janúar Punktar ...... l Kay Graham, sem Meryl Streep leikur í The Post, fór einnig fyrir eigendahópi The Washington Post þremur árum eftir atburði þessarar myndar þegar þeir Bob Woodward og Carl Bernstein komust á snoðir um þau mál sem leiddu til Watergate-hneykslisins.

Meryl Streep leikur Kay Graham sem fór fyrir eigendahópi blaðsins.

Veistu svarið? Þótt The Post sé fyrsta myndin eftir Steven Spielberg sem Meryl Streep birtist í hafa þau unnið saman áður því Meryl ljáði tölvunni „The Blue Fairy“ rödd Tom Hanks leikur ritstjórann Ben Bradlee sem fékk um nóg að hugsa sína í frægri vísindaskáldsögu sem Steven sendi frá sumarið 1971, enda hótaði ríkisstjórn Bandaríkjanna að ákæra hann og

sér árið 2001. Hvaða mynd er um að ræða? starfslið hans fyrir landráð ef blað þeirra birti trúnaðarupplýsingarnar. A.I. Artificial Intelligence. Artificial A.I.

32 Myndir mánaðarins Allt að verða vitlaust? Omeprazol Actavis – Við brjóstsviða og súru bakflæði is 711031 cta v  mg,  og  stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki

IÐ / SÍ A Omeprazol Actavis,  mg magasýruþolin hörð hylki, innihalda virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast HÚ S

A T

Í „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá V H fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Lyfið er ætlað til inntöku og er mælt með því að hylkin séu tekin að morgni, fyrir máltíð (svo sem morgunverð) eða á fastandi maga. Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni. Hylkin má hvorki tyggja né mylja. Þetta er vegna þess að hylkin innihalda húðuð korn sem hindra niðurbrot lyfsins í magasýrunni. Mikilvægt er að skemma ekki kornin. Ráðlagður skammtur er eitt  mg hylki eða tvö Œ mg hylki einu sinni á sólarhring í ŒŽ daga. Hafðu samband við lækni ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í -“ daga samfellt áður en einkennin réna. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is 12 Strong

Þeir ruddu brautina Sönn saga tólf manna bandarískrar hersveitar sem send var til Afganistan strax eftir árásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 til að ganga í lið með Afgönum sem börðust um völdin við sveitir talíbana í afskekktu fjalllendi landsins. Kvikmyndin 12 Strong er væntanleg í bíó 19. janúar en hún er eftir leikstjórann Nicolai Fuglsig, framleidd af Jerry Bruckheimer og byggð á bók bandaríska blaðamannsins og rithöfundarins Dougs Stanton, Horse Soldiers, sem kom út árið 2009 og sat á metsölulista New York Times um margra vikna skeið. Hér er sögð sönn saga fyrstu hermannasveitarinnar sem send var til Afganistan eftir GLEÐILEGT NÝTT BÍÓÁR! árásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 en hún var aðeins skipuð tólf mönnum og fólst verkefni hennar í að að- NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI stoða afganska vinasveit Bandaríkjanna, undir stjórn herforingjans Í EINUM FULLKOMNASTA SÝNINGARSAL LANDSINS Abduls Rashid Dostum, í baráttunni við talíbana í norðanverðu landinu. Ljóst var frá upphafi að þessi för yrði hættulegri en flestar aðrar enda voru talíbanarnir bæði fjölmennari en sveitir Abduls og, ólíkt bandarísku sveitinni, á heimavelli í hrjóstrugu fjalllendinu ...

12 Strong Sannsögulegt / Stríð

Hermennirnir tólf tilheyrðu svokallaðri grænhúfusveit bandaríska hersins og fóru í átökin sem sjálfboðaliðar enda lá nokkuð ljóst Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Michael Shannon, William Fichtner, fyrir að líkurnar á því að þeir myndu lifa af voru óvenju litlar. Michael Peña, Taylor Sheridan, Elsa Pataky, Geoff Stults, Rob Riggle, Trevante Rhodes og Fahim Fazli Leikstjórn: Nicolai Fuglsig Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík Punktar ...... l Þegar þetta er skrifað hefur 12 Strong hvergi verið sýnd en af stikl- Frumsýnd 19. janúar unni að dæma er um hörkumynd að ræða sem segja má að fjalli um ekki ólíka hetjudáð og myndin Black Hawk Down gerði þar sem barist var við nánast vonlausar aðstæður, en þessar myndir eiga það líka sameiginlegt að vera framleiddar af Jerry Bruckheimer.

l Sú sem leikur eiginkonu persónunnar sem Chris Hemsworth leikur í 12 Strong, Elsa Pataky, er eiginkona Chris í raun og er þetta í fyrsta sinn sem þau hjónin leika hvort á móti öðru í bíómynd.

Veistu svarið? Chris Hemsworth, sem er auðvitað þekktastur fyrir að leika þrumuguðinn Þór, hefur einu sinni áður leikið í stríðsmynd þar sem hann fór fyrir hópi ungs LASER 4K fólks sem barðist við innrásarher frá Norður-Kóreu. Eitt það óvenjulegasta við baráttu bandarísku sveitarinnar við

Hvaða mynd erum við að tala um? talíbanana var að þeir notuðu hesta til að nálgast óvini sína. Red Dawn. Red

34 Myndir mánaðarins GLEÐILEGT NÝTT BÍÓÁR! NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI Í EINUM FULLKOMNASTA SÝNINGARSAL LANDSINS

LASER 4K Maze Runner: The Death Cure

Spyrjum að leikslokum Þriðja og síðasta myndin í The Maze Runner-þríleiknum verð- ur frumsýnd 26. janúar en í henni koma öll lokasvör gátunnar fram auk þess sem örlög aðalpersónanna ráðast, en þau eiga örugglega eftir að koma aðdáendum fyrri myndanna á óvart. Myndirnar The Maze Runner (2014) og framhaldið The Scorch Trials (2015) nutu mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum enda þrælgóðar myndir, gerðar eftir samnefndum metsölubókum James Dashner. Það má reikna með að The Death Cure verði jafnvel enn vinsælli en hún er sögð innihalda mesta hasarinn af þeim öllum þar sem nú er komið að því að aðalpersónan Thomas og vinir hans snúi vörn í sókn og freisti þess að frelsa aðra úr ánauðinni sem fyrirtækið WCKD undir stjórn Övu Paige hefur haldið þeim í. En hvað kostar frelsið?

Nokkrar af aðalpersónum myndarinnar leggja hér á ráðin en þær eru leiknar af Nathalie Emmanuel, Katherine McNamara, Jacob Lofland, Thomas Brodie-Sangster, Dylan O’Brien, Rosu Salazar og Dexter Darden. Maze Runner: The Death Cure Ævintýri / Vísindahasar Punktar ...... l Upphaflega stóð til að The Death Cure yrði frumsýnd í febrúar 2017 en það breyttist 18. mars 2016 þegar aðalleikarinn Dylan O’Brien varð fyrir bíl á tökustað og var fluttur alvarlega slasaður á Aðalhlutverk: Dylan O’Brien, Thomas Brodie-Sangster, Rosa Salazar, sjúkrahús. Meiðsli hans reyndust sem betur fer ekki lífshættuleg en Kaya Scodelario, Walton Goggins, Patricia Clarkson, Barry Pepper samt svo mikil að ákveðið var skömmu síðar að fresta tökum á og Aidan Gillen Leikstjórn: Wes Ball Bíó: Smárabíó, Laugarásbíó, myndinni fram á árið 2017 til að hann fengi nægan tíma til að jafna Sambíóin Egilshöll og Keflavík, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Skjald- sig. Þeim var síðan fram haldið í mars sl., heilu ári eftir slysið. borgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó, Bíóhöllin Akranesi og Eyjabíó l Eins og þeir vita sem lesið hafa bækurnar þá skrifaði höfundurinn Frumsýnd 26. janúar James Dashner þrjár bækur í viðbót sem tengjast The Maze Runner- þríleiknum, annars vegar bækurnar The Kill Order og The Fever Code sem gerast fyrir atburði fyrstu myndarinnar og hins vegar rafbókina The Maze Runner Files, en hún er ekki eiginleg saga heldur er þar að finna upplýsingar og nánari lýsingar á ýmsum atriðum þríleiksins sem gefa lesendum dýpri og betri skilning á atburðarásinni í heild sinni. Ekkert hefur verið ákveðið varðandi kvikmyndun á forsögunni.

Þeir Thomas og Newt í einu af mörgum hasaratriðum myndarinnar.

Veistu svarið? Bandaríski leikarinn Dylan O’Brien, sem er af írskum og enskum ættum, ætlaði sér að verða kvikmynda- tökumaður eins og faðir hans en sneri sér alfarið að Leikstjórinn Wes Ball sem leikstýrt hefur öllum þremur Maze Runner- leiklist þegar hann var ráðinn í hlutverk Stiles Stilinski myndunum og Dylan O’Brien sem leikur aðalpersónuna Thomas

í þekktum sjónvarpsþáttum árið 2011. Hvaða þáttum? í þeim ræða hér saman við tökur á einu atriði The Death Cure. Teen Wolf. Teen

36 Myndir mánaðarins

Den of Thieves Call Me by Your Name

Snjallir á móti snjöllum Eftir að hópur eitursnjallra og óttalausra bankaræningja fremur nokkur djörf rán í Los Angeles er sérsveitarmaðurinn Nick Flanagan kallaður til leiks ásamt mönnum sínum en Nick hefur sérhæft sig í að uppræta slík glæpa- og ránsgengi. Í þetta sinn gæti hann hins vegar verið að mæta ofjörlum sínum. Kvikmyndin Den of Thieves er fyrsta mynd Christians Gudegast sem leikstjóra en hann skrifaði m.a. handrit myndanna A Man Apart og London Has Fallen og skrifar líka bæði söguna og handritið að Den of Thieves. Myndin hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en það er nokkuð ljóst að hér er um hörkuhasar að ræða sem gæti komið aðdáendum slíkra mynda á óvart, en hún er einnig sögð innihalda afar góðar og óvæntar fléttur í bland við hasarinn. Eftir að Nick og hans menn blanda sér í málin skipuleggja ræningj- arnir innbrot í alríkisbankann í Los Angeles þar sem milljarðar dollara eru geymdir í beinhörðum peningum, en inn í hirslur hans á ekki að vera nokkur leið að brjótast. En þetta eru engir venjulegir bankaræningjar og spurningin er hvort Nick takist að sjá við þeim ...

Den of Thieves Spenna / Hasar

Gerard Butler leikur glæpagengjasérfræðinginn Nick Flanagan sem áttar sig fljótlega á því að hann á í þetta sinn í höggi við snjöllustu Aðalhlutverk: Gerard Butler, Jordan Bridges, Pablo Schreiber, O’Shea bankaræningja landsins. En Nick er heldur enginn aukvisi sjálfur. Jackson Jr., 50 Cent, Evan Jones, Eric Braeden, Brian Van Holt, Maurice Compte og Cooper Andrews Leikstjórn: Christian Gudegast Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík Punktar ...... Frumsýnd 26. janúar l Þótt sögusvið myndarinnar sé Los Angeles var hún að öllu leyti tekin upp í borginni Atlanta í Georgíuríki.

l Sá sem leikur Ziggy Zerhusen í myndinni, Eric Braeden, er faðir leikstjórans og handritshöfundarins Christians Gudegast.

Fjórir af bankaræningjunum eru leiknir af þeim Pablo Schreiber, 50 Cent, Evan Jones og O’Shea Jackson Jr.

Veistu svarið? O’Shea Jackson Jr. lék í sinni fyrstu mynd, Straight Outta Compton, árið 2014 og þótti standa sig með afbrigðum vel en í myndinni lék hann föður sinn sem er frægur tónlistarmaður og rappari og allir

þekkja. Hvert er gælunafn hans, þ.e. föðurins? Ice Cube. Ice

38 Myndir mánaðarins Call Me by Your Name

Upplifðu augnablikið Elio Perlman er sautján ára piltur sem býr í átjándu-aldar villu á Norður-Ítalíu ásamt vel stæðum foreldrum sínum og eyðir tímanum í tónlistar- og bókmenntanám á milli þess sem hann skemmtir sér með bestu vinkonu sinni, Marziu. Þegar aðstoð- armaður föður hans, Oliver, kemur til nokkurra vikna dvalar í villunni á heimsókn hans eftir að breyta lífi Elios til framtíðar. Call Me by Your Name, sem er byggð á samnefndri verðlaunaskáld- sögu bandaríska rithöfundarins Andrés Aciman, þykir einstök kvik- myndaperla frá öllum sjónarhornum séð, fyndin, ljúf og svo áhrifarík að bæði sagan sjálf og persónur hennar munu lifa með áhorfendum í mörg ár. Við viljum hér með skora á allt kvikmyndaáhugafólk að láta þessa frábæru mynd ekki fram hjá sér fara, en hún inniheldur líka einhver áhrifaríkustu sögulok sem fólk hefur upplifað í bíómynd.

Michael Stuhlbarg, Timothée Chalamet og Armie Hammer í hlut- verkum sínum í myndinni, en Michael leikur föður Timothées. Call Me by Your Name Drama / Rómantík Punktar ...... HHHHH - Variety HHHHH - R. Stone HHHHH - Indiewire 132 mín HHHHH - R. Ebert HHHHH - L.A. Times HHHHH - Empire HHHHH - Guardian HHHHH - Telegraph HHHHH - Screen Aðalhlutverk: Armie Hammer, Timothée Chalamet, Michael Stuhl- barg, Amira Casar og Esther Garrel Leikstjórn: Luca Guadagnino HHHHH - Time Out HHHHH - Total Film HHHHH - Slate Bíó: Háskólabíó, Bíó Paradís og Borgarbíó Akureyri l Call Me by Your Name hefur hlotið fimm stjörnu dóma hjá flestum Frumsýnd 26. janúar gagnrýnendunum á Metacritic og er þar með 9,5 í meðaleinkunn sem er auðvitað einstakur árangur. Þeir Armie Hammer og Timo- thée Chalamet eru báðir tilnefndir til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni og hún sjálf sem besta mynd ársins. Líklegt þykir að myndin hljóti sömu tilnefningar til Óskarsverðlauna og jafnvel fyrir leikstjórn Luca Guadagnino og handrit James Ivory.

Call Me by Your Name er tekin upp á norðanverðri Ítalíu, í Crema, Bergonia og Sirmione og ægifögru fjallahéraðinu þar um slóðir.

Veistu svarið? Það þekkja sennilega fáir Íslendingar til leikarans Timothées Chalamet enda eru bara fjögur ár liðin síðan hann lék í sinni fyrstu bíómynd eftir að hafa Þeir Armie Hammer og Timothée Chalamet þykja sýna einstakan vakið athygli í þekktum sjónvarpsþáttum þar sem leik í Call Me by Your Name, en þessi mynd var tekin af þeim ásamt

hann lék persónuna Finn Walden. Hvaða þáttum? leikstjóranum Luca Guadagnino á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Homeland.

Myndir mánaðarins 39 Frönsk kvikmyndahátíð

Franska kvikmyndahátíðin er haldin árlega og er fyrsti stóri menningarvið- burður ársins. Hún hefst í Háskólabíói 26. janúar næstkomandi og stendur til 4. febrúar, en það er sendiráð Frakklands á Íslandi, Alliance Française í Reykjavík og Háskólabíó sem skipuleggja hátíðina í samvinnu við Institut Français og sendiráð Kanada á Íslandi. Hér kynnum við þær ellefu myndir sem sýndar verða á hátíðinni en fimm þeirra verða einnig sýndar í Borgarbíói á Akureyri. Svona er lífið Le sens de la fête Opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar að þessu sinni er frábær gamanmynd, Le sens de la fête, sem einnig hefur verið nefnd C’est la vie! og fékk íslenska heitið Svona er lífið. Myndin er eftir þá félaga Olivier Nakache og Eric Toledano sem slógu hressilega í gegn árið 2012 með hinni einstöku mynd sinni Intouchables þar sem þeir François Cluzet og Omar Sy fóru á kostum sem hinn lamaði Philippe og aðstoðarmaður hans, Driss. Svona er lífið gefur Intouchables ekkert eftir í þeim húmor og skemmtilegheitum sem Frökkum er einum lagið að galdra fram en hún segir í stuttu máli frá Max Angély sem hefur langa reynslu að baki við skipulagningu alls konar gleðskapar. Í þetta sinn hefur hann tekið að sér að sjá um veisluna í brúðkaupi Pierres og Hélénu en hana á að halda á 18. aldar óðalssetri og skal ekkert til sparað til að gera hana sem glæsilegasta og skemmtilegasta fyrir gestina. Við fylgjumst síðan með Max og starfsfólki hans undirbúa veisluna og að sjálfsögðu fer ýmislegt úrskeiðis, Max og hans fólki til mikillar mæðu á meðan áhorfendur hlæja sig máttlausa. „Sígild uppfærsla á gamanleik sem jafnast á við það besta sem hefur verið gert.“ - Screen Daily „Það gengur svo mikið á í myndinni að þeim Nakache og Toledano tekst sem fyrr að lauma inn bröndurum á þann hátt að áhorfendur uppgötva og upplifa þá frekar en að sjá þá – sem gerir heildaráhrifin enn sterkari og fyndnari fyrir áhorfendur.“ HHHH - Eye for film „Unaðslega góður og fyndinn farsi frá Toledano og Nakache.“ - The Hollywood Reporter

Aðalhlutverk: Jean-Pierre Bacri, Jean-Paul Rouve, Gilles Lellouche, Suzanne Clément, Hélène Vincent og Judith Chemla Leikstjórn og handrit: Olivier Nakache og Eric Toledano Gamanmynd - 117 mínútur - Íslenskur texti - Leyfð Happy End Happy End „Veröldin er allt í kring og við í miðjunni, og sjáum ekkert.“ Skyndimynd af fjölskyldu evrópskra góðborgara, nokkrum kynslóðum, með ýmiss konar persónuleika- raskanir en umhverfis hana iðar samfélagið í Calais og ekki síst erlendu flóttamennirnir og vandamálin tengd auknu streymi þeirra til Evrópu. „Kaldhæðið verk sem hittir beint í mark.“ HHHH - Les Fiches du Cinéma „Jökulkalt borgaralegt drama, með meistaralegum leik Jean-Louis Trintignants.“ HHH - Femme actuelle „Ekta Haneke, með leikgleði sína, snilli og kuldaglott.“ HHHHH - Bande à part Aðalhlutverk: Isabelle Huppert, Jean-Louis Trintignant og Mathieu Kassovitz Leikstjórn og handrit: Michael Haneke Drama - 108 mínútur - Íslenskur texti - 9 ára Viktoría Victoria Viktoría Spick er lögfræðingur í sakamálum og er í tilfinningalegu tómi. Henni er boðið í brúðkaup og hittir þar vin sinn, Vincent, og Sam, fyrrum dópsala sem hún losaði úr klípu. Næsta dag sakar kærasta Vincents hann um morðtilræði við sig. Eina vitnið er hundurinn hennar ... „Magnað sambland af tveimur meisturum bandarísku gamanmyndanna, James L. Brooks og Blake Edwards.“ HHHHH - Les Inrockuptibles „Þetta er meistaralega geggjuð gamanmynd.“ HHHHH - Elle „Sexí, hversdagsleg, dásamleg ... ofurhetja á okkar tímum.“ HHHHH - Télérama

Aðalhlutverk: Virginie Efira, Vincent Lacoste og Melvil Poupaud Leikstjórn og handrit: Justine Triet Gamanmynd - 96 mínútur - Enskur texti - Leyfð

Kvikmyndaverðlaun í minningu Sólveigar Anspach Frönsk kvikmyndahátíð

Hæst á heimi Myrkviði Tout en haut du monde Dans la forêt Sacha er stúlka af rússneskum aðalsættum Bræðurnir Tom og Benjamín fara til Svíþjóðar sem hefur lengi verið hugfangin af lífi afa að hitta föður sinn í sumarfríinu, en faðirinn síns, ævintýramannsins Oloukines, en hann virðist sannfærður um að Tom geti séð það var frægur landkönnuður sem smíðaði sér sem öðrum er hulið. Hann stingur upp á að stórkostlegt skip, Davaï, en sneri aldrei aftur þeir fari norður á bóginn og gisti fáeina daga úr síðasta leiðangri sínum til norðurskautsins. í kofa nokkrum á vatnsbakka og drengirnir Sacha ákveður að fara á norðurhjarann, í slóð verða himinlifandi með það. Svo líða dagarnir afa síns og leita að þessu sögufræga skipi. en faðirinn er ekki á því að fara heim ... „Stórbrotið ævintýri sveipað einföldum söguþræði.“ HHHHH - Le Monde „Þetta er eitruð mynd, og martraðarkennd.“ HHHH - 20 Minutes „Unaðsleg angan af gamaldags ævintýrum.“ HHHH - Paris Match „Það fer hrollur um þig, við lofum því.“ HHHH - Le Figaro

Aðalhlutverk: Christa Théret, Féodor Atkine og Thomas Sagols Leikstjórn: Rémi Chayé Aðalhlutverk: Jérémie Elkaïm, Timothé Vom Dorp og Théo Van de Voorde Handrit: Fabrice de Costil, Patricia Valeix og Claire Paoletti Tónlist: Jonathan Morali og Leikstjórn: Gilles Marchand Handrit: Gilles Marchand og Dominik Moll Syd Matters Teiknimynd - 81 mínútur - Íslenskur texti - Leyfð Spennutryllir - 103 mínútur - Enskur texti - 12 ára Hvítu riddararnir Lífs eða liðinn Les chevaliers blancs Réparer les vivants Jacques Arnault, forseti samtakanna „Move Lífs eða liðinn er mögnuð mynd, gerð eftir for kids“, telur franskar fjölskyldur sem vilja skáldsögu Maylis de Kerangal þar sem þrjár ættleiða börn á að kosta aðgerð til að lauma aðskildar sögur um persónur sem þekkjast til landsins munaðarlausum börnum frá ekkert innbyrðis í fyrstu fléttast saman í eina stríðshrjáðu Afríkulandi. Í kringum hann er heild á gríðarlega áhrifaríkan hátt. Myndin hópur sjálfboðaliða sem trúa á verkefnið og hefur hlotið afburðadóma og er t.d. með 8,2 hafa einn mánuð til að finna 300 lítil börn og í einkunn á Metacritic þar sem margir tilnefna flytja þau til Frakklands. hana sem eina af bestu myndum ársins 2016. „Frábær dæmisaga um samskipti Afríku og Evrópu.“ HHHHH - Le Point „Algjörlega afslöppuð saga um málefni hjartans.“ HHHHH - Variety „Fyrsta flokks skemmtun, frábærlega vel heppnuð.“ HHHHH - 20 Minutes „Tignarlega fögur mynd um fólkið í augnablikinu.“ HHHHH - R.Ebert.com Aðalhlutverk: Vincent Lindon, Louise Bourgoin og Valérie Donzelli Leikstjórn: Aðalhlutverk: Tahar Rahim, Emmanuelle Seigner, Anne Dorval Leikstjórn: Katell Joachim Lafosse Handrit: Joachim Lafosse, Thomas van Zuylen, Thomas Bidegain, Julie Quillévéré Handrit: Katell Quillévéré og Gilles Taurand eftir sögu Maylis De Kerangal Decarpentries og Zélia Abadie Drama - 112 mínútur - Enskur texti - Leyfð Drama - 103 mínútur - Íslenskur texti - 12 ára Iqaluit Polina Iqaluit Polina, danser sa vie Carmen er gift Gilles, verkstjóra sem starfar Polina er efnileg ballettdansmær sem hefur á norðurhjara. Hann slasast alvarlega í óút- alla tíð lotið ströngum aga og kröfuhörku skýrðu vinnuslysi og hún fer til bæjarins danskennarans síns. Henni er að opnast Iqaluit þar sem hann er. Hún reynir að grafa aðgangur að Bolshoj-ballettinum heims- upp hvað gerðist og kynnist þá Nóa, vini fræga en sér þá sýningu á nútímadansi og Gilles sem er inúíti, og áttar sig á að hann er ákveður að leggja allt annað á hilluna til að jafnmiður sín og hún. Þau sigla út á Frobisher- starfa með Liriu Elsaj, snjöllum danshöfundi, flóa: Carmen til að finna svör, Nói til að koma og reyna að finna sína eigin rödd. vitinu fyrir son sinn. „Fallegt ævintýri um nútímadans fyrir alla áhorfendur.“ HHHH - Télérama „Pilon nær að fanga andrúmsloft og fegurð norðurslóða.“ - Cinefilic „Frábær sviðsetning, litir og ljós.“ HHHH - Le Monde Aðalhlutverk: Marie-Josée Croze, François Papineau og Natar Ungalaaq Aðalhlutverk: Anastasia Shevtsova, Niels Schneider og Juliette Binoche Leikstjórn og handrit: Benoît Pilon Leikstjórn: Valérie Müller og Angelin Preljocaj Byggt á sögu Bastiens Vivès Drama - 102 mínútur - Enskur texti - Leyfð Drama - 108 mínútur - Enskur texti - Leyfð Endurfæðingin Hún heitir Alice Guy Relève: Histoire d’une création Elle s’appelle Alice Guy Benjamin Millepied var skipaður dansstjórn- Alice Guy var forystukona og frumkvöðull andi Þjóðaróperunnar í París í nóvember í kvikmyndagerð, jafnt í kvikmyndaverum 2014 og umbylti öllum formerkjum í klass- í París sem í Hollywood. Hér er dregin upp ískum dansi, bæði með verkefnavali og leiftrandi mynd af fyrstu konunni sem vann vinnuaðferðum balletthóps óperunnar. Endur- við og leikstýrði kvikmyndum á upphafsárum fæðingin segir frá sköpunarferlinu á nýjum þeirra og ólgutímum í byrjun 20. aldar, en ballett Millepieds „Clear, Loud, Bright, Forward“ nafn hennar féll síðar í gleymsku og dá. sem er í senn ótrúlegt og magnþrungið verk. Vinsamlega athugið að myndin um Alice „Myndin er glæsileg, fram í ystu tágóma!“ HHHH - Le Monde Guy verður sýnd að lokinni verðlaunaafhendingu í minningu Sólveigar Anspach (sjá á síðunni hér á móti). Nánari upplýsingar og allar tíma- „Heillandi og meistaraleg heimildarmynd.“ HHHH - Les Fiches du Cinéma setningar verður að finna á vefsíðunni www.smarabio.is/fff.

Aðalhlutverk: Benjamin Millepied Leikstjórn og handrit: Thierry Demaizière og Alban Aðalhlutverk: Alexandra Lamy (Alice Guy) Leikstjórn og handrit: Emmanuelle Gaume Teurlai Heimildarmynd - 115 mínútur - Enskur texti - Leyfð Heimildarmynd - 59 mínútur - Enskur texti - Leyfð Vinsælustu bíómyndir ársins 2017

1. Ég man þig 2. Undir trénu 3. Þór: Ragnarök 4. Guardians of the Galaxy 5. Fríða og dýrið 6. Aulinn ég 3 Vol.2

7. Fast and Furious 8 8. Dunkirk 9. Spider-man: 10. Hjartasteinn 11. Wonder Woman 12. Pirates of the Carib- Homecoming bean: Salazar´s Revenge FIMMTÍU VINSÆLUSTU

13. La La Land

14. It 15. Star Wars: 16. Kingsman: 17. Logan 18. The Lego Batman 19. Baywatch The Last Jedi The Golden Circle Movie

20. Justice League 21. Stubbur stjóri 22. Kong: Skull Island 23. Blade Runner 2049 24. Syngdu 25. Baby Driver

42 Myndir mánaðarins Vinsælustu bíómyndir ársins 2017

26. Rogue One: 27. Emoji-myndin 28. Bílar 3 29. Daddy's Home 2 30. The Hitman's 31. Annabelle: Creation A Star Wars Story Bodyguard

32. Strumparnir og 33. Coco 34. The Lego Ninjago 35. Fifty Shades Darker 36. American Made 37. John Wick Chapter 2 gleymda þorpið Movie BÍÓMYNDIR ÁRSINS 2017 Byggt á bíóaðsókn á Íslandi frá 1. janúar til 18. desember 2017 38. Murder on the Orient Express

39. xXx: Return of Xander 40. War for the Planet of 41. Alien Covenant 42. A Bad Moms 43. The Mummy 44. Transformers: Cage the Apes Christmas The Last Knight

45. Skrímslafjölskyldan 46. King Arthur: 47. Vaiana 48. Dýrin í Hálsaskógi 49. Passengers 50. Home Again Legend of the Sword Myndir mánaðarins 43