Unnur Bjarnadóttir

Total Page:16

File Type:pdf, Size:1020Kb

Unnur Bjarnadóttir Háskóli Íslands, vorönn 2018 Kennari: Hjálmtýr Hafsteinsson TÖL 403G Greining reiknirita Nemandi: Unnur Bjarnadóttir Verkefni 1 Í þessu verkefni verður farið yfir æviágrip þriggja merkilegra manna, Anatoly Karatsuba, Andrei Toom og Stephen Cook. Allir þrír voru og eru stærðfræðingar sem lögðu mikið af mörkum til samfélagsins, hver á sinn hátt. Einnig verður fjallað um reiknirit Karatsuba og reikniritið Toom-3 og útskýrt með dæmum hvernig þau virka. Anatoly Karatsuba Anatoly Karatsuba var rússneskur og sovéskur stærðfræðingur. Hann fæddist þann 31. janúar árið 1937 í Grosní í Téténíu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, og lést þann 28. september 2008 í Moskvu í Rússlandi, 71 árs að aldri. Hann var giftur Diana Vasilyevna Senchenko, stærðfræðingi, og saman áttu þau eina dóttur, Ekaterina Anatolyevna Karatsuba, en hún er einnig stærðfræðingur. Karatsuba var mikill íþróttamaður allt sitt líf og stundaði frjálsar íþróttir á sínum yngri árum. Seinna á lífsleiðinni fékk hann áhuga á hellarannsóknum og fjallgöngum. Hann kleif fjölmörg fjöll, þar á meðal 11 tinda sem eru í yfir 7000 metra hæð. Karatsuba var einnig unnandi klassískrar tónlistar og sótti reglulega tónleika sem haldnir voru í tónlistarskóla í Moskvu. Uppáhaldsskáldin hans voru Johann Sebastian Bach og Antonio Vivaldi. Karatsuba var ennþá í barnaskóla í Grosní þegar hann fór að sýna óvenjulega hæfileika í stærðfræði. Hann gat þá leyst verkefni sem eru venjulega lögð fyrir menntaskólanemendur. Hann lagði stund á nám í ríkisháskólanum í Moskvu og útskrifaðist þaðan með gráðu í stærðfræði árið 1959. Hann varði doktorsritgerð sína, „Method of trigonometric sums and the theorems on the mean value“, við sama háskóla árið 1966. Uppfrá því var hans aðalvinnustaður hins vegar Steklov Institute of Mathematics þar sem hann gengdi mörgum stöðum. Hann var svo ráðinn deildarforseti yfir talnafræðideild árið 1983, starfi sem hann gegndi þar til hann lést. Karatsuba skrifaði yfir 160 fræðigreinar og kennslubækur, vann til tvennra verðlauna fyrir störf sín og var útnefndur „Meritorious Science Worker of Russia“ árið 1999. Hann hafði einnig umsjón með 15 doktorsnemum yfir ævina, þar á meðal Sergei Woronin, Gennadii Arkhipov og Vladimir Chubarikov. Karatsuba er helst þekktur fyrir að hafa fundið upp Karatsuba-reikniritið árið 1960, þegar hann var aðeins 23 ára gamall, en reikniritið gerir það kleift að margfalda tvær n-stafa 1 Háskóli Íslands, vorönn 2018 Kennari: Hjálmtýr Hafsteinsson TÖL 403G Greining reiknirita Nemandi: Unnur Bjarnadóttir log 3 1,585 tölur á mesta lagi n 2 tíma sem er u.þ.b. n . Áður hafði venjulegur margföldunartími verið n2. Til að setja það í samhengi þá þarf Karatsuba-reikniritið 310 eða 59.049 eins stafa margfaldanir til að margfalda tvær 1024 stafa tölur, á meðan venjulegt reiknirit þarf (210)2 eða 1.048.576 eins stafa margfaldanir. Karatsuba var staddur á málstofu sem stærðfræðingurinn Andrej Kolmogorov hafði skipulagt. Meðal umræðuefna var að ekki væri til reiknirit sem gæti margfaldað tvær tölur á styttri tíma en n2. Karatsuba fór heim einn daginn og uppgötvaði reikniritið og sagði frá því. Kolmogorov tók það reiknirit, þó með nafni Karatsuba, og hélt fyrirlestra um það út um allan heim og gaf það út árið 1962, án þess að Karatsuba vissi af því. Hann komst ekki að því fyrr en honum voru send endurprent af fræðigreininni sem Kolmogorov hafði skrifað. Í dag er reiknirit Karatsuba að finna í flestum tölvum, bæði í hugbúnaðinum og í vélbúnaðinum og sagði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn Jean-Paul Delahaye að reiknirit Karatsuba væri einar nytsamlegastu niðurstöður sem nokkurntíman hefðu verið gerðar í stærðfræði. Venjuleg heiltölumargföldun tekur eins og áður sagði n2 grunnaðgerðir, þannig að ef t.d. tvær 4-stafa tölur eru margfaldaðar, þá tekur það 16 margfaldanir. Fyrir neðan er dæmi um margföldun á tölunum 1234 og 5678. Í hverju skrefi er sýnt með rauðu hvaða tölur eru margfaldaðar saman. Í fyrsta skrefi er t.d. 8 margfaldað með 4, svo 3, svo 2 og síðast með 1, sem eru fjórar aðgerðir fyrir fyrstu töluna í tölunni 5678. Í næstu skrefum má svo sjá að fyrir hvert skref eru framkvæmdar fjórar margfaldanir í viðbót, sem gerir 16 í heildina, eða 42. Til er önnur leið til að margfalda tvær n-stafa tölur, svokallað deila og drottna reiknirit sem gengur út á það að skipta hvorri tölu í tvo hluta. Það er gert með því að deila hvorri tölu í 10n/2, sem verður fyrri hlutinn, og svo afganginn, sem verður seinni hlutinn. Formúlan fyrir þessa aðferð er: 2 Háskóli Íslands, vorönn 2018 Kennari: Hjálmtýr Hafsteinsson TÖL 403G Greining reiknirita Nemandi: Unnur Bjarnadóttir (10$� + �)(10$� + �) = 10,$�� + 10$(�� + ��) + �� þar sem m er n/2, a er fyrri hlutinn af tölunni, b er afgangurinn af henni, c er fyrri hlutinn af seinni tölunni og d er afgangurinn af henni. Reikniritið verður þá: Ef tölurnar 1234 og 5678 væru notaðar, þá væri if-setningunni sleppt, því n er 4. Svo væri m = 2, a = 12, b = 34, c = 56 og d = 78. Í línum 8-11 eru e, f, g og h fundin með endurkvæmum köllum og lengdunum m. Þegar búið er að finna gildi fyrir e til h þá eru þau sett inn í formúluna í skilagildinu og því skilað. Keyrslutími þessa reiknirits er einnig n2 og eins og sést í línum 8-11 þá eru þar 4 endurkvæmar margfaldanir á tölum serm eru n/2 stórar. Aðferðin sem Karatsuba fann upp árið 1960 felur í sér örlitla breytingu á reikniritinu: 3 Háskóli Íslands, vorönn 2018 Kennari: Hjálmtýr Hafsteinsson TÖL 403G Greining reiknirita Nemandi: Unnur Bjarnadóttir Hér sést að það er búið að fjarlægja h úr reikniritinu og fækka þar með endurkvæmu köllunum úr 4 í 3. Einnig er kallað á MULTIPLY með a – b og c – d í línu 10 í stað (b, c). Þetta er vegna þess að Karatsuba fann út að hægt er að reikna stuðulinn bc + ad með ac og bd: �� + �� − (� − �)(� − �) = �� + �� Því allt styttist út nema bc og ad. Með þessu fækkar margföldunum í reikniritinu úr 4 í 3 en samlagningunum fjölgar þó úr 3 í 6. Vegna þessara breytinga er keyrslutími reikniritsins n1,585 í stað fyrir n2 áður. Tími grunnaðgerðanna er í hlutfalli við n og skipta því ekki máli þegar n verður stórt. Af þeirri ástæðu er reiknirit Karatsuba hraðvirkast þegar viðföngin eru 320-640 bita löng. Andrei Toom Rússneski stærðfræðingurinn Andrei Leonovich Toom fæddist í Taskent, höfuðborg Úsbekistan, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, þann 12. apríl árið 1942 og er því 75 ára gamall. Þegar hann var aðeins tveggja ára flutti fjölskylda hans til Moskvu og bjó Toom þar til ársins 1989. Faðir hans, Leon Toom, vann sem túlkur og samdi ljóð í frítíma sínum og móðir hans myndskreytti barnabækur. Þau voru bæði mjög upptekin og varð það til þess að Toom eyddi miklum tíma með ömmu sinni, en það er einnig ástæðan fyrir því að hann var búinn að læra mikið áður en hann byrjaði í skóla, því hún kenndi honum. Á meðan hann var enn í barnaskóla vann hann til sinna fyrstu stærðfræðiverðlauna í keppni sem var skipulögð af háskólanum í Moskvu. Hann útskrifaðist með mastersgráðu í stærðfræði frá Lomonsov Moscow State University árið 1968 og árið 1973 hlaut hann doktorstitil frá sömu deild. Samhliða námi og fram til ársins 1989 gegndi hann stöðu rannsóknarvísindamanns við deild efnafræði og efnalíffræði. Eftir það flakkaði hann á milli landa og borga og gegndi fjölmörgum stöðum við háskóla í Róm, New Jersey, Boston, Texas og Sao Paulo. Frá árinu 1999 og þar til hann settist í helgan stein árið 2012 starfaði Toom sem prófessor í tölfræðideild Federal University of Pernambuco í Brasilíu. Hans helstu áhugasvið eru reiknirit og flækjustig þeirra, stærðfræði- kennsla og slembin ferli og notkun þeirra (e. Algorithms and complexity, mathematical education, random processes and their applications). Áhugi Toom á stærðfræðikennslu 4 Háskóli Íslands, vorönn 2018 Kennari: Hjálmtýr Hafsteinsson TÖL 403G Greining reiknirita Nemandi: Unnur Bjarnadóttir vaknaði snemma, því stærðfræðikeppnin sem hann tók þátt í í barnaskóla hafði mikil áhrif á hann. Strax og hann hóf nám í Lomonsov Moscow State University skipulagði hann svipaða keppni fyrir grunnskólabörn. Á meðan hann stundaði framhaldsnám bauð hann sig einnig oft fram sem sjálfboðaliði við hin ýmsu kennsluverkefni og með hans eigin orðum þá „leið ekki eitt einasta ár þar sem ég lagði ekki mitt af mörkum til stærðfræðikennslu.“ Hann gerði þá uppgötvun á meðan hann bjó ennþá í Rússlandi að besta umhverfið til að læra væri í afslöppuðu umhverfi þar sem ekki mikil áhersla er lögð á einkunnir. Bæði börnin hans lærðu betur undir þeim kringumstæðum heldur en í venjulegri kennslu. Þar sem Toom vann í sovéska Rússlandi var honum ekki leyft að heimsækja háskóla í öðrum löndum. Hann varð þó fyrir því láni að fá einu sinni að fara til Rómar og ákvað hann þá að snúa ekki til baka til Rússlands, heldur nýta tækifærið og taka boði sem hann hafði fengið frá Rutgers-háskóla í Bandaríkjunum. Það var þó galli á gjöf Njarðar því stuttu seinna liðu Sovétríkin undir lok og þá tóku vísindamenn að streyma til Bandaríkjanna frá Austur-Evrópu. Það varð þess valdandi að erfitt reyndist að fá vinnu. Þar sem Toom hafði áhuga á kennslu sótti hann einnig um kennarastöður en hann var mjög undrandi á skólakerfinu, þar sem oft lítil sem engin áhersla var lögð á stærðfræði, stundum aðeins á svokallaða viðskiptastærð- fræði. Einnig fannst honum skrýtið að ef ekki var hægt að útskýra hugtök með dæmum úr raunveruleikanum, hinu dagsdaglega lífi, þá var ekki talið nauðsynlegt að kenna þau og oft voru ráðnir kennarar sem voru óhæfir í starfið vegna þess að þeir kunnu ekki fagið sem þeir áttu að kenna á meðan aðrir sem voru meira en hæfir í starfið (e. overqualified) var vísað frá. Hann var svo undrandi á hversu mikill munur var á stærðfræðikennslu í Rússlandi og Banda- ríkjunum að hann skrifaði nokkrar fræðigreinar um það og hefur oft verið beðinn um að halda fyrirlestra um sama efni.
Recommended publications
  • Raptors Conservation
    RaptorsConservation ISSN 1814–0076 ПЕРНАТЫЕХИЩНИКИИИХОХРАНА 2011№21 Ðàáî÷èé áþëëåòåíü î ïåðíàòûõ õèùíèêàõ Âîñòî÷íîé Åâðîïû è Ñåâåðíîé Àçèè The Newsletter of the raptors of the East Europe and North Asia Ñâèäåòåëüñòâî î ðåãèñòðàöèè ÑÌÈ ÏÈ ¹ÔÑ77-38809 îò 08.02.2010 ã. Áþëëåòåíü «Ïåðíàòûå õèùíèêè è èõ îõðàíà» The Raptors Conservation Newsletter has been ó÷ðåæä¸í ìåæðåãèîíàëüíîé áëàãîòâîðèòåëüíîé founded by the non-governmental organisations îáùåñòâåííîé îðãàíèçàöèåé «Ñèáèðñêèé ýêî- Siberian Environmental Center (Novosibirsk) and ëîãè÷åñêèé öåíòð» (Íîâîñèáèðñê) è íàó÷íî-èñ- Center of Field Studies (Nizhniy Novgorod). ñëåäîâàòåëüñêîé îáùåñòâåííîé îðãàíèçàöèåé The Raptors Conservation Newsletter is published «Öåíòð ïîëåâûõ èññëåäîâàíèé» (Í. Íîâãîðîä). under the partnership agreement with the Áþëëåòåíü èçäà¸òñÿ â ïàðòí¸ðñòâå ñ Èíñòèòó- Institute of Systematics and Ecology of Animals, òîì ñèñòåìàòèêè è ýêîëîãèè æèâîòíûõ ÑÎ ÐÀÍ Siberian Branch of RAS (Novosibirsk). (Íîâîñèáèðñê). Ðåäàêòîðû íîìåðà: Ýëüâèðà Íèêîëåíêî (Ñèá- Editors: Elvira Nikolenko (Siberian Environmental ýêîöåíòð, Íîâîñèáèðñê) è Èãîðü Êàðÿêèí Center, Novosibirsk) and Igor Karyakin (Center of (Öåíòð ïîëåâûõ èññëåäîâàíèé, Í. Íîâãîðîä) Field Studies, N. Novgorod) Ôîòîãðàôèÿ íà ëèöåâîé ñòîðîíå îáëîæêè: Photo on the front cover: Female of the Upland Ñàìêà ìîõíîíîãîãî êóðãàííèêà (Buteo hemila- Buzzard (Buteo hemilasius) of dark morph in the sius) ò¸ìíîé ìîðôû â ãíåçäå íà ïëàòôîðìå. Óá- nest on the artificial nesting platform. Ubsunur ñóíóðñêàÿ êîòëîâèíà, Ðåñïóáëèêà Òûâà, Ðîññèÿ, depression, Republic of Tyva, Russia, 3 June 2010. 3 èþíÿ 2010 ã. Ôîòî È. Êàðÿêèíà. Photo by I. Karyakin.  èëëþñòðàöèè çàäíåé ñòîðîíû îáëîæêè èñ- Photos on the back cover by I. Karyakin. ïîëüçîâàíû ôîòîãðàôèè È. Êàðÿêèíà. Äèçàéí: Ä. Ñåíîòðóñîâ, À. Êëåù¸â Design by D.
    [Show full text]
  • Incomplete Kloosterman Sums to Prime Power Modules
    Bulletin T. CLIV de l’Acade´mie serbe des sciences et des arts 2021 − Classe des Sciences mathe´matiques et naturelles Sciences mathe´matiques, o 46 N INCOMPLETE KLOOSTERMAN SUMS TO PRIME POWER MODULES M.A˙ . KOROLEV, I. S. REZVYAKOVA To the Blessed Memory of Professor Aleksandar Pavle Ivic´ (6.3.1949 – 27.12.2020) (Presented at the 3nd Meeting, held on April 23, 2021) A b s t r a c t. We prove that for prime p, p + , integer r 4 and q = pr an → ∞ ! incomplete Kloosterman sum of length N to modulus q can be estimated non-trivially (with 1/(r 1) power-saving factor) for very small N, namely, for N (q log q) − . ≫ AMS Mathematics Subject Classification (2020): 11L05. Key Words: Kloosterman sums, inverse residues, Karatsuba’s method, powerful mod- ules. 1. Introduction Let q, a, b be integers, q ! 3, (a, q) = 1, and let 1 < N < N1 < q, N1 " 2N. An incomplete Kloosterman sum is an exponential sum of the type ′ Sq(N) = Sq(a, b; N, N1) = eq(an + bn). N<!n!N1 2πiα Here, as usual, eq(u) = e(u/q), e(α) = e , prime sign means the summation over n coprime to q and n = 1/n denotes the inverse residue to n modulo q, that is, the 74 M.A˙ . Korolev, I. S. Rezvyakova solution of the congruence nn 1 (mod q). Both the classical A. Weil’s bound ≡ p 1 − ep(an + bn) " 2√p " n=1 " " ! " " " for prime p (see [1] and [2, A"ppendix V, 11]) a"nd “multiplicative” property of com- plete Kloosterman sums q ′ Sq(a, b) = eq(an + bn) n=1 ! r together with the precise expressions for Sq(a, b), q = p , r ! 2 (see, for example, [3, Lemma 4b], [4, formulas (50)]) lead to the estimate S (N) √q τ(q) log q, | q | ≪ where τ(q) denotes divisor function.
    [Show full text]
  • Subversion in the Soviet Animaton of the Brezhnev Period: an Aesopian Reading of Andrei Khrzhanovsky’S Pushkiniana
    Subversion in the Soviet Animaton of the Brezhnev Period: An Aesopian Reading of Andrei Khrzhanovsky’s Pushkiniana by Irina Chiaburu A thesis submitted in partial fulfilment of the requirements for the degree of Doctor of Philosophy in Art History Approved, Thesis Committee Dr. Margrit Schreier, PhD Advisor Dr. Marion G. Müller, 2nd Reviewer Dr. Johan F. Hartle , 3rd Reviewer, (external) Date of Defense: January 13th, 2015 1 Table of Contents Introduction..........................................................................................................................................2 The Cultural Liberalism of Khrushchev...............................................................................................9 The Re-emergence of the New Soviet Intelligentsia............................................................12 The Cultural Renaissance and Emergence of the Cultural Public Sphere...........................21 The End of Cultural Thaw and Brezhnev Reaction............................................................................32 The Manege Affair...............................................................................................................32 Stagnation: A Historical and Political Overview of the Period............................................38 The Late Socialist Condition................................................................................................42 From Parallel Events to Parallel Culture..............................................................................45 The New
    [Show full text]
  • Introduction to Theoretical Computer Science
    BOAZBARAK INTRODUCTIONTO THEORETICAL COMPUTERSCIENCE TEXTBOOK IN PREPARATION. AVAILABLEON HTTPS://INTROTCS.ORG Text available on https://github.com/boazbk/tcs - please post any issues there - thank you! This version was compiled on Tuesday 30th October, 2018 09:09 Copyright © 2018 Boaz Barak This work is licensed under a Creative Commons “Attribution-NonCommercial- NoDerivatives 4.0 International” license. To Ravit, Alma and Goren. Contents Preface 19 Preliminaries 27 0 Introduction 29 1 Mathematical Background 47 2 Computation and Representation 85 I Finite computation 117 3 Defining computation 119 4 Syntactic sugar, and computing every function 151 5 Code as data, data as code 171 II Uniform computation 195 6 Loops and infinity 197 7 Equivalent models of computation 231 8 Universality and uncomputability 269 9 Restricted computational models 295 10 Is every theorem provable? 325 III Efficient algorithms 341 11 Efficient computation 343 Compiled on 10.30.2018 09:09 6 12 Modeling running time 363 13 Polynomial-time reductions 391 14 NP, NP completeness, and the Cook-Levin Theorem 405 15 What if P equals NP? 423 16 Space bounded computation 443 IV Randomized computation 445 17 Probability Theory 101 447 18 Probabilistic computation 465 19 Modeling randomized computation 477 V Advanced topics 495 20 Cryptography 497 21 Proofs and algorithms 523 22 Quantum computing 525 VI Appendices 555 A The NAND Programming Language 557 B The NAND++ Programming Language 589 C The Lambda Calculus 601 Contents (detailed) Preface 19 0.1 To the student ........................ 21 0.1.1 Is the effort worth it? . 21 0.2 To potential instructors ................... 22 0.3 Acknowledgements ....................
    [Show full text]
  • Introduction to Theoretical Computer Science
    BOAZBARAK INTRODUCTIONTO THEORETICAL COMPUTERSCIENCE TEXTBOOK IN PREPARATION. AVAILABLEON HTTPS://INTROTCS.ORG Text available on https://github.com/boazbk/tcs - please post any issues there - thank you! This version was compiled on Wednesday 26th August, 2020 18:10 Copyright © 2020 Boaz Barak This work is licensed under a Creative Commons “Attribution-NonCommercial- NoDerivatives 4.0 International” license. To Ravit, Alma and Goren. Contents Preface 9 Preliminaries 17 0 Introduction 19 1 Mathematical Background 37 2 Computation and Representation 73 I Finite computation 111 3 Defining computation 113 4 Syntactic sugar, and computing every function 149 5 Code as data, data as code 175 II Uniform computation 205 6 Functions with Infinite domains, Automata, and Regular expressions 207 7 Loops and infinity 241 8 Equivalent models of computation 271 9 Universality and uncomputability 315 10 Restricted computational models 347 11 Is every theorem provable? 365 Compiled on 8.26.2020 18:10 6 III Efficient algorithms 385 12 Efficient computation: An informal introduction 387 13 Modeling running time 407 14 Polynomial-time reductions 439 15 NP, NP completeness, and the Cook-Levin Theorem 465 16 What if P equals NP? 483 17 Space bounded computation 503 IV Randomized computation 505 18 Probability Theory 101 507 19 Probabilistic computation 527 20 Modeling randomized computation 539 V Advanced topics 561 21 Cryptography 563 22 Proofs and algorithms 591 23 Quantum computing 593 VI Appendices 625 Contents (detailed) Preface 9 0.1 To the student ........................ 10 0.1.1 Is the effort worth it? . 11 0.2 To potential instructors ................... 12 0.3 Acknowledgements ..................... 14 Preliminaries 17 0 Introduction 19 0.1 Integer multiplication: an example of an algorithm .
    [Show full text]