„Straight Edge“ Á Íslandi? Möguleg Samfélagsleg Áhrif Þessa Undirgeira Harðkjarnastefnunnar

Total Page:16

File Type:pdf, Size:1020Kb

„Straight Edge“ Á Íslandi? Möguleg Samfélagsleg Áhrif Þessa Undirgeira Harðkjarnastefnunnar BA-ritgerð Félagsfræði, 180 einingar „Straight edge“ á Íslandi? Möguleg samfélagsleg áhrif þessa undirgeira harðkjarnastefnunnar Stefán Oddur Hrafnsson Leiðbeinandi Arnar Eggert Thoroddsen Febrúar 2021 „Straight edge“ á Íslandi? Möguleg samfélagsleg áhrif þessa undirgeira harðkjarnastefnunnar Stefán Oddur Hrafnsson Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsfræði Leiðbeinandi: Arnar Eggert Thoroddsen 12 einingar Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2021 „Straight edge“ á Íslandi? Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Stefán Oddur Hrafnsson, 2021 Rafræn útgáfa Reykjavík, Íslandi, 2021 Útdráttur Í þessari rannsókn verður menningarkiminn „straight edge“ skoðaður. Í upphafi verður skilgreint hvað menningarkimi er, hvaðan hugtakið kemur og hvernig rannsóknir, skilgreiningar og kenningar um menningarkima hafa þróast. Til að fá sem alþjóðlegasta mynd af menningarkimanum verður auk fræðilegra heimilda fjallað um viðtal sem höfundur átti við bandaríska félagsfræðiprófessorinn Ross Haenfler. Hann er einn fremsti fræðimaður sem hefur rannsakað „straight edge“. Hið órannsakaða er „straight edge“ á Íslandi sem skilgreina má sem harðkjarnasenu. Til að rannsaka „straight edge“ skoðaði höfundur blaða- og tímaritsgreinar um harðkjarnasenuna á Íslandi, og tók viðtal við fjóra einstaklinga sem skilgreina sig sem „straight edge“ á Íslandi. Viðtölin voru þemagreind og notuð til að afla aukinnar þekkingar á stöðu „straight edge“ á Íslandi og svara spurningum sem hafa sprottið upp varðandi þennan menningarkima. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að fáir einstaklingar á Íslandi virðast skilgreina sig sem „straight edge“ og „hardline”-lífstíll hefur ekki náð fótfestu hér. Veganismi er hluti af lífstíl „straight edge” hér eins og annars staðar en viðmælendur tengdu „straight edge” ekki við pólitískar hreyfingar. Niðurstöðurnar voru þær að „straight edge“ á Íslandi og í Bandaríkjunum hefur þróast á svipaðan hátt, en er að sumu leyti ólíkt. Mismunandi menningarheimar eiga þar eflaust stóran hlut að máli, en einnig mannfjöldi. Þar sem svo fáir einstaklingar á Íslandi skilgreina sig sem „straight edge“ er líklegt að ýmsir eiginleikar sem koma fram í bandarísku „straight edge“-senunni komi ekki fram hér á landi. 3 Formáli Þetta hefur verið langt ferli, lengra en vanalegt er um BA-verkefni. Verkefnið er núna á þriðju önninni af ýmsum ástæðum en loksins er þetta komið. Ég hefði ekki getað gert þetta einn og því eru margir sem þarf að þakka. Til að byrja með vil ég þakka leiðbeinanda mínum, dr. Arnari Eggerti Thoroddsen. Án þín hefði rannsóknin og verkefnið ekki litið dagsins ljós. Ég þakka þér fyrir þrautseigjuna og skilninginn á þeim langa tíma sem ég þurfti til að klára þetta verkefni. Einnig vil ég þakka dr. Ross Haenfler fyrir að gefa sér tíma til að tala við mig, thank you so much. Og að lokum allir viðmælendur mínir, takk fyrir hversu opinskátt þið töluðuð við mig. Næst er það fjölskylda mín. Mamma mín, dr. Sigríður Sía Jónsdóttir, takk innilega fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig á minni skólagöngu og yfirlesturinn á þessu BA- verkefni á lokasprettinum. Pabbi minn, dr. Hrafn Óli Sigurðsson, takk fyrir að halda mér við efnið og leyfa mér ekki að hætta þegar mig langaði hvað mest til þess. Stjúpfeður mínir, dr. David Ekstrom og Birgir Karl Knútsson, ég þakka ykkur fyrir að hvetja mig áfram og styðja mömmu og pabba þegar ég reyndi hvað mest á þau. Bræður mínir, Gunnar Ingi Hrafnsson og Ævarr Freyr Birgisson, takk fyrir að vera þið. Tengdafjölskylda mín, takk fyrir að taka mér opnum örmum inn í fjölskylduna og að hvetja mig til að klára námið, stuðningur ykkar hefur verið mér ómetanlegur. Að lokum er það ein manneskja sem ég þarf að þakka. Frekar tvær en ein. Erla Mist mín. Takk fyrir að vera svona skilningsrík, hjartahlý og hvetjandi. Takk fyrir að fagna áföngum með mér og halda utan um mig þegar kvíðaköstin tóku völdin. Ég hefði ekki getað þetta án þín. Og litla krílið okkar, elsku pandan okkar, þú gafst mér lokakraftinn til að klára þennan áfanga. Nýr kafli í lífi mínu byrjar í mars þegar þú kemur í heiminn, og ég var búinn að lofa þér að ljúka þessu námi áður en þú kæmir inn í líf okkar mömmu þinnar. Ég elska ykkur, elsku Erla mín og panda, svo ólýsanlega mikið, og svo miklu meira en það. 4 Efnisyfirlit Útdráttur .................................................................................................................... 3 Formáli ....................................................................................................................... 4 Efnisyfirlit ................................................................................................................... 5 1 Inngangur .............................................................................................................. 6 2 Aðferð ................................................................................................................... 8 3 Menningarkimar .................................................................................................... 9 4 Ýmsir heimar „straight edge“ ............................................................................... 13 4.1 Saga „straight edge“ ......................................................................................... 13 4.2 „Hardline“ ......................................................................................................... 13 4.3 Pólitík „straigth edge“ ....................................................................................... 15 4.4 Veganismi .......................................................................................................... 17 4.5 Trúarafbrigði ..................................................................................................... 18 4.6 Karlar stjórna..................................................................................................... 19 4.7 „Hardcore“ á Íslandi .......................................................................................... 20 5 Niðurstöður ......................................................................................................... 22 5.1 Meðvitund ......................................................................................................... 22 5.2 Drykkjumenning ................................................................................................ 23 5.3 Kynjahlutfall ...................................................................................................... 25 5.4 Hópur ................................................................................................................ 25 5.5 Viðhorf til „hardline“ ......................................................................................... 26 5.6 Samantekt ......................................................................................................... 26 6 Umræður ............................................................................................................. 28 7 Lokaorð ................................................................................................................ 32 Heimildaskrá ............................................................................................................ 33 5 1 Inngangur Fyrsta rokkplatan sem ég man eftir að hafa eignast var Hybrid Theory með Linkin Park sem ég fékk í jólagjöf frá bróður mínum þegar ég var sex ára. Ég hljóp beint inn í herbergi og skellti diskinum í tækið og varð alveg heillaður af þessari tónlist. Þetta var um síðustu aldamót en sem unglingur kynntist ég þyngri tónlist hjá hljómsveitum eins og Lamb of God, Bullet for my Valentine, Amon Amarth og fleirum. Ég fann mig í þessari tónlist, reiðri tónlist, fullkominni fyrir ungling. Ég fylgdist lítið með íslensku tónlistarsenunni en þegar ég var um tvítugt deildi vinur minn lagi með nýju hljómsveitinni sinni, Une Misère. Ég ákvað að kíkja á það og varð heltekinn af laginu Overlooked/Disregarded og vildi fá meira beint í æð. Eftir nokkrar tilraunir komst ég á tónleika með þeim og upplifunin var mögnuð. Jón Már, söngvari hljómsveitarinnar, stóð uppi á sviði og talaði um edrúmennsku. Það kom mér alveg í opna skjöldu því að ég hafði alltaf haldið að til þess að vera í þungarokki þyrfti lífið að vera eitt stórt djamm. Þarna varð mér fyrst ljóst að til væru einstaklingar innan harðkjarnatónlistarstefnunnar sem kölluðu sig „straight edge“. En hvað er þetta „straight edge“ sem mætti þýða yfir á íslensku sem „á beinni braut“? „Straight edge“ snýst um tónlistina og „að halda líkamanum og huga hreinum frá víni, eiturlyfjum, nikótíni (og því að ríða öllu sem hreyfist)“ (Haenfler, 2014; Kuhn, 2010; Minor Threat, 1984). „Straight edge“ er menningarkimi (e. subculture) sem kom fram í byrjun níunda áratugarins. Almennt séð naut þessi kimi ekki mikilla vinsælda innan pönks en eftir að harðkjarnasenan (e. hardcore scene) þróaðist út frá pönkinu verður „straight edge“ vel þekkt og fer að láta að sér kveða innan harðkjarnasenunnar. Þegar rætt er um senur (e. scenes) er átt við hópamyndun einstaklinga með svipað áhugamál og félagslega tengingu. Harðkjarni er hins vegar heiti á tónlistarstefnu sem einkennist af hröðum hljóðfæraleik og sterkum, kraftmiklum söng og „straight edge“-senan er partur af henni. Hún hefur dreifst um heiminn og hafa þó nokkrar senur utan Bandaríkjanna orðið stórar, t.d. hafa Svíþjóð, Belgía og Pólland átt sterkar senur síðan á tíunda áratugnum. „Straight edge“ varð kannski aldrei almennt séð vinsæll lífstíll
Recommended publications
  • The Forum, Vol. 6, Issue 1
    Volume 6 Spring 2014 Phi Alpha Theta Alpha-Nu-Gamma Chapter California Polytechnic State University San Luis Obispo CALIFORNIA POLYTECHNIC STATE UNIVERSITY, SAN LUIS OBISPO Published in the United States of America by the Cal Poly History Department 1 Grand Avenue, Building 47, Office 27c San Luis Obispo, CA 93407 http://cla.calpoly.edu/hist/ Copyright © 2014 California Polytechnic State University, San Luis Obispo Cover art copyright © 2009 Danielle Steussy. Photographs copyright © 2014 Andrew Gorman, Kevin McLaren, Soquel Filice, Alan Parkes, Jackson Baumgartner, Matthew Brown Neither the editors nor Cal Poly assume responsibility for statements of fact or opinion made by the contributors. All Rights Reserved. Except in those cases which comply with the fair use guidelines of U.S. copyright law (U.S.C Title 17), no part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted in any form by any means, electronic, mechanical, or otherwise, without the prior permission from the publisher. All articles appearing in this journal are simultaneously published electronically via the DigitalCommons@CalPoly and are therefore subject to the terms specified in the Non-Exclusive License Agreement for Use of Materials in the DigitalCommons@CalPoly. http://digitalcommons.calpoly.edu/forum/ ISSN 2153-7178 ISSN 2153-7119 JOURNAL STAFF EXECUTIVE EDITORS Laura Neylan Undergraduate History Student Nicky Williams Undergraduate History Student EXECUTIVE EDITORS Austin Due Undergraduate History Student Sean Martinez Undergraduate History Student Kevin McLaren Undergraduate History Student Wendy Myren Graduate History Student FACULTY ADVISORS Dr. Lewis Call Professor of History Dr. Thomas Trice Professor of History EDITOR’S NOTE This year’s edition of The Forum represents hours of research, days of writing, and years of anticipation.
    [Show full text]
  • Fenomén Straight Edge V Environmentálních Souvislostech Se Zaměřením Na Oblast Střední a Východní Evropy
    Masarykova univerzita Fakulta sociálních studií Katedra environmentálních studií Obor: Humanitní environmentalistika Jan Michoin Fenomén straight edge v environmentálních souvislostech se zaměřením na oblast střední a východní Evropy Magisterská diplomová práce Vedoucí práce: Mgr. Bohuslav Binka, Ph.D. Brno 2010 Prohlašuji, že jsem magisterskou diplomovou práci s názvem Fenomén straight edge v environmentálních souvislostech se zaměřením na oblast střední a východní Evropy vypracoval samostatně s využitím uvedených pramenů a literatury. …………………………………… 1 Zde bych rád poděkoval Mgr. Bohuslavu Binkovi, Phd. za ochotné vedení této diplomové práce, dále všem, kteří mi v rámci výzkumu poskytli rozhovor. 2 ÚVOD ................................................................................................................................................................................ 5 TEORETICKÁ ČÁST...................................................................................................................................................... 6 1. CO JE STRAIGHT EDGE................................................................................................................................................. 6 2. PŘÍČINY VZNIKU STRAIGHT EDGE................................................................................................................................ 8 3. HISTORIE STRAIGHT EDGE......................................................................................................................................... 10 4.
    [Show full text]
  • The Music Cultures of Radical Environmental and Animal-Rights Activism (REARA)
    ISSN: 2196-8136 Special Issue: Music and Radicalism Ausgabe: 3/2014 The Music Cultures of Radical Environmental and Animal-Rights Activism (REARA) Jonathan Pieslak 1 Summary While most recent research on radicalism prioritizes focus on religious and right wing- oriented radicalism, radicalism and violence are, of course, not the sole domain of far-right political, religious, or racial ideology. 1 This article addresses the most active and musical element emerging from the radical left today within the United States, Radical Environmental and Animal-Rights Activism—a movement for which I have crafted the acronym, REARA. The first section of this study introduces the movement and addresses the problematic issue of the “terrorism” label when referencing REARA direct action, a label increasingly applied to the movement’s criminality by governmental agencies. Among the many challenges involved in studying the radical left is the fact that groups, eco-animal rights ones included, are often comprised of individuals maintaining vastly divergent and sometimes contradictory ideological commitments. Research suggests that within REARA, the uniformity of ideological motivation comes second to direct action, which defines ideology insofar as ideological inconsistencies among members appear mitigated by a deeper commitment to simply act. The second section outlines the historical and ideological backgrounds that now root eco- animal rights militancy; it also tackles the use of playful terminology, like “monkeywrenching,” within movement rhetoric and
    [Show full text]
  • © 2016 Jason Torkelson ALL RIGHTS RESERVED
    © 2016 Jason Torkelson ALL RIGHTS RESERVED LIFE AFTER SUBCULTURE by JASON FERRIS TORKELSON A Dissertation submitted to the Graduate School – New Brunswick Rutgers, The State University of New Jersey In partial fulfillment of the requirements For the degree of Doctor of Philosophy Graduate Program in Sociology Written under the direction of Patrick Carr And approved by __________________________________________ __________________________________________ __________________________________________ __________________________________________ New Brunswick, New Jersey OCTOBER 2016 ABSTRACT OF THE DISSERTATION LIFE AFTER SUBCULTURE By JASON FERRIS TORKELSON Dissertation Director: Patrick J Carr Youth culture and youth-oriented subcultures have long captured the attention of social scientists, popular media, and concerned parents alike. Yet, even as the majority of punk's 1970's pioneers and the counterculturalists of the 1960's have long left community and defining elements of style behind, we still only know little about how individuals' adult lives might nonetheless be informed by involvements such as these. My dissertation draws upon 44 face-to-face in-depth interviews with individuals who transitioned out of straightedge—a clean-living youth scene that has been associated with punk and hardcore music since the early 1980's based upon a lifetime pledge to abstain from intoxication. Interview data show former straightedge adherents believe their time as straightedge, an affiliation they have all categorically relinquished, has nonetheless
    [Show full text]
  • This Item Is Held in Loughborough University's Institutional Repository
    This item is held in Loughborough University’s Institutional Repository (https://dspace.lboro.ac.uk/) and was harvested from the British Library’s EThOS service (http://www.ethos.bl.uk/). It is made available under the following Creative Commons Licence conditions. For the full text of this licence, please go to: http://creativecommons.org/licenses/by-nc-nd/2.5/ The Authentic Punk: An Ethnographyof DiY Music Ethics by Alastair Robert Gordon A Doctoral Thesis Submitted in partial fulfilment of the requirements for the award of PhD of Loughborough University 18'hJanuary 2005 By Alastair Robert Gordon 2005 Abstract This thesisexamines how selectparticipants came to be involved in DiY punk culture, what they do in it, and how, if they do, they exit from the culture. Underpinning this will be an ethnographicexamination of how the ethics of punk informs their views of remaining authentic and what they consider to be a sell out and betrayal of these values. I illustrate how such ethics have evolved and how they inform the daily practice of two chosen DiY punk communities in Leeds and Bradford. I show how thesecommunities reciprocally relate to each other. I ask such questionsas what do the participantsget out of what is often experiencedas hard work and toil, particularly it where is fraught with a seriesof dilemmas bound up in politics, ethics, identity and integrity. I offer a grounded theory of how and what ways those involved in DiY punk authenticatethemselves in their actions. This will demonstratehow and, more importantly, why DiY punks distinguish their ethical version of punk over and above what are taken as less favourable forms of punk.
    [Show full text]