Endalok Ottómanveldisins Og Uppgangur Þjóðernishyggju. Borgin Smyrna Brennd
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
BA – RITGERÐ MANNFRÆÐI SIGRÍÐUR KRISTÍN JÓNASDÓTTIR ENDALOK OTTÓMANVELDISINS OG UPPGANGUR ÞJÓÐERNISHYGGJU. BORGIN SMYRNA BRENND. LEIÐBEINANDI: KRISTJÁN ÞÓR SIGURÐSSON Félags- og mannvísindadeild 1. janúar 2020 Endalok Ottómanveldisins og uppgangur þjóðernishyggju. Borgin Smyrna brennd. Sigríður Kristín Jónasdóttir Febrúar 2020 Lokaverkefni til BA-gráðu í mannfræði Leiðbeinandi: Kristján Þór Sigurðsson 12 einingar 1 Félags- og mannvísindadeild 1. janúar 2020 Endalok Ottómanveldisins og uppgangur þjóðernishyggju. Borgin Smyrna brennd. Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA í mannfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Sigríður Kristín Jónasdóttir, 2020 Reykjavík, Ísland 2020 2 Félags- og mannvísindadeild 1. janúar 2020 Útdráttur. Í þessari ritgerð verður fjallað um endalok Ottómanveldisins og uppgang þjóðernishyggju (e. nationalism) og hvaða þýðingu saga Ottómanveldisins hefur fyrir stöðuna í Miðausturlöndum í dag. Stuðst verður við kenningar fræðimanna tengdar þjóðernishyggju, landamærum, félagslega skilgreindum mærum (e. boundaries) og völdum. Einnig verður skoðuð aðkoma vestrænna ríkja og ábyrgð þeirra á styrjöldum og ranglátum sáttmálum sem fólk í löndum hins fallna Ottómanveldis hefur þurft að lifa við. Fjallað verður um fólksflutninga Tyrkja og Grikkja og fleiri minnihlutahópa og þá atburði í mannkynssögunni sem leiddu til þess að borgin Smyrna, í dag Izmir, á Anatólíuskaganum (Litlu Asíu) var brennd í september árið 1922 og fleiri þúsundir borgara voru drepnar, aðallega Grikkir og Armenar. 3 Félags- og mannvísindadeild 1. janúar 2020 Abstract This thesis discusses the emergence of nationalism and the demise of the Ottoman Empire and the meaning its history for the situation in the Middle East today. Theories of nationalism, borders, socially defined boundaries and power are applied. Also, the interference of Western powers and their part in conflicts and unjust agreements affecting the lives of people in the former Ottoman Empire have had to live with. The emigration of Greeks and Turks, and other minority groups, will be discussed, and the events that lead to the destruction of Smyrna (Izmir today) in Anatolia, where thousands of people were killed. Turkey is one of the countries that need to reconsider its past and face difficult questions concerning the mass killings of Armenians, Greeks and other groups of the Ottoman Empire. 4 Félags- og mannvísindadeild 1. janúar 2020 Efnisyfirlit Útdráttur. ............................................................................................................... 3 Abstract ................................................................................................................. 4 Inngangur. .............................................................................................................. 6 1 Fræðileg umræða: Kenningar og hugtök .......................................................... 7 1.1 Ríki, þjóð, ímyndað samfélag ............................................................................... 7 1.2 Orðræða, vald, mæri, mörk, stjórnvaldstækni ................................................... 10 1.3 Sjálfumleiki, etnerni, etnískir hópar ................................................................... 11 2 Vettvangurinn: Grikkland, Tyrkland. Sögulegt samhengi. ............................... 14 2.1 Grikkland hið forna ........................................................................................... 14 2.2 Ottómanveldið .................................................................................................. 15 2.3 Stofnun nútíma Grikklands, Balkanstríðin og fyrri heimsstyrjöldin ..................... 18 2.4 Ungtyrkir og Mustafa Kemal (Atatürk) ............................................................... 21 2.5 Smyrna og innrás Grikkja í Litlu Asíu (Anatólíu) ................................................. 22 2.6 „Tyrkland fyrir Tyrki “ ........................................................................................ 24 3 Frásagnir og vitnisburðir. ............................................................................... 26 3.1 Levissi, bær sem nú heitir Kayaköy .................................................................... 26 3.2 Vitnisburður Despina Papantoniou .................................................................... 27 3.3 Frásögn Theodoru Kondou ................................................................................ 27 3.4 Viðtal Leylu Neyzi við Gülfem Kaatcilar Iren ....................................................... 28 4 Niðurlag. ....................................................................................................... 30 HEIMILDASKRÁ ..................................................................................................... 33 5 Félags- og mannvísindadeild 1. janúar 2020 Inngangur. Það sem fjallað verður um í þessari ritgerð eru endalok Ottómanveldisins og uppgangur þjóðernishyggju og hvaða þýðingu saga Ottómanveldisins hefur fyrir stöðuna í Miðausturlöndum í dag. Við þessar breytingar urðu hugmyndir um þjóðerni, etnerni (e. ethnicity), trúarbrögð og sjálfumleika (identity) allt í einu mikilvægar. Hér þarf að hafa í huga hina löngu og merku sögu Ottómana í heild og skoða þarf ákveðna atburði sem áttu sér stað á lokaskeiði heimsveldisins, um fólksflutninga Tyrkja og Grikkja og fleiri minnihlutahópa. Einnig þarf að skoða þá atburði í mannkynssögunni sem leiddu til þess að borgin Smyrna, í dag Izmir, á Anatólíuskaganum (Litlu Asíu) var brennd í september árið 1922 og fleiri þúsundir borgara voru drepnar, aðallega Grikkir og Armenar, og þúsundir reknar í sjóinn. Í höfninni í Smyrnu voru herskip Frakka, Breta, Ítala, Japana og Bandaríkjanna sem gátu ekki hjálpað fólkinu sem drukknaði í höfninni. Undir lok 19. aldar stóð hið fyrrum glæsta Ottómanveldi (Tyrkjaveldi) höllum fæti. Ungtyrkir náðu völdum árið 1908 og börðust gegn soldáninum og fyrir breyttum stjórnarháttum. Útrýma skyldi minnihlutahópum sem stæðu í vegi fyrir altyrknesku ríki. Í fyrri heimsstyrjöldinni gafst færi til aðgerða sem miðuðu að því að fækka þeim í ríkinu. Opinberlega byggðust aðgerðirnar á brottflutningi hinna óæskilegu en hið raunverulega markmið var að drepa sem flesta. Aðgerðirnar fólu meðal annars í sér pyntingar og aftökur, auk þess sem fólkið var rekið fótgangandi langar vegalengdir, jafnvel um þúsundir kílómetra með þeim afleiðingum að margir létust. Karlmenn voru teknir í nauðungarvinnu. Algengt var að aldraðir og veikir voru drepnir á leiðinni því þeir hægðu á hópnum og líkin lágu meðfram vegum Anatólíu mánuðum saman. Tyrkland er eitt þeirra ríkja sem hefur þurft að líta til fortíðar og svara erfiðum spurningum varðandi fjöldamorð tyrkneskra stjórnvalda á Armenum og Grikkjum og fleiri minnihlutahópum í Ottómanveldi. Fjallað verður um tvo stjórnmálamenn sem á þessum tíma höfðu mikil áhrif og þeirra er enn minnst í dag, en alþjóðaflugvellirnir í Aþenu (Athens Airport, 2019) og í Istanbúl (Istanbul Ataturk Airport, 2019) hafa verið nefndir eftir þeim. Þetta eru Elefþeríos Venizelos og Atatürk eða Mustafa Kemal. Vissulega hefur verið tilhneiging í Tyrklandi til að sjá fall Ottómana eingöngu sem tyrkneska upplifun. Það er næstum óþarfi að segja það en þetta var varla raunin. Fólk 6 Félags- og mannvísindadeild 1. janúar 2020 sem bjó í öðrum ríkjum heimsveldisins upplifði fall þess á kvalarfullan hátt. Palestínumenn, Sýrlendingar, Írakar, Armenar, Líbýumenn, Grikkir og fleiri þjóðir á Balkanskaga halda því margir fram að stórveldi Evrópu beri ábyrgð á styrjöldum og ranglátum sáttmálum sem fólk í löndum hins fallna Ottómanveldis hefur þurft að lifa við. Samt er sterkur ágreiningur um það hlutverk sem stjórn ríkisins gegndi í eigin sársaukafullu andláti. Ottómanveldið var mjög fjölmenningarlegt ríki sem þjóðernishyggja eyðilagði og má segja að flest seinni tíma átök í Miðausturlöndum eigi rætur sínar í því að vestræn þjóðernishyggja og sókn vestrænna ríkja í olíu sáði fræjum átaka og sundrungar á þessu svæði. Til að skoða og greina þetta efni er notast við kenningar fræðimanna eins og Ernest Gellner (1983) en hann skilgreinir þjóðernishyggju og hugtökin þjóð og ríki eru skilgreind, Benedict Anderson (2006) og umfjöllun hans um þjóð. Thomas Hylland Eriksen (1991, 1992, 1993, 1996, 2010, 2015) fjallar um hugtök eins og sjálfumleika (e. identity), þjóðernishyggju og fjölmenningarleg samfélög. Didier Fassin (2011) bendir á að í mannfræði sé algengt að aðgreina annars vegar landfræðileg landamæri (e. border) og hins vegar félagslega skilgreind mæri (e. boundary). Michel Foucault (1980,1994,2008) hugleiddi hugtökin vald, stjórnvaldstækni og sjálfumleiki og loks er vísað í Fredrik Barth (1969) og útskýringar hans á hugtakinu etnerni (e. ethnicity). 1 Fræðileg umræða: Kenningar og hugtök 1.1 Ríki, þjóð, ímyndað samfélag Ernest Gellner skilgreindi meðal annars hugmyndir um þjóðernishyggju (Gellner, 1983). Samkvæmt skilgreiningu Gellners er þjóðernishyggja pólitísk hugmyndafræði sem rekur uppruna sinn til iðnbyltingarinnar og þeirra samfélagslegu breytinga sem henni fylgdu. Hugmyndafræðin segir að hin pólitíska og hin menningarlega eining ætti að vera ein sú sama og ættu því þjóðir að stjórna sér sjálfar og þeir sem fari með stjórn þjóðríkisins eigi að vera sömu þjóðar og meirihluti þegna ríkisins. Ýmis þjóðríki standast ekki kröfur þjóðernissinna og aðal vandamálið er að þjóðríki ná ekki utan um alla þjóðina eða að innan þjóðríkja eru auk tiltekinnar þjóðar aðrar þjóðir og þjóðarbrot. Auk þess er mögulegt að þjóðir eigi sér ekkert þjóðríki og lifi