Skrefin Að Vatnajökulsþjóðgarði
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði Tillögur og umræða um þann möguleika að friðlýsa Vatnajökul á árunum 1992-1999, áður en Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um Vatnajökulsþjóðgarð, ásamt umfjöllun um atburðarás og hugsun á bak við það sem sett var fram, og með hugleiðingum um Styrkleiki í nýsköpun, sem byggjast á reynslu af þessu. Tekið saman af Sverri Sv. Sigurðarsyni viðskiptafræðingi, gefur út undir nafninu Pálsfjall Bókaútgáfa Nóvember 2013 Bókin er gefin út án styrkja. Hún er í boði án endurgjalds í rafrænu formi á www.seevatnajokull.com/bok Forsíðumynd: Síðustu skrefin á Hvannadalshnjúk. Tekin af Sverri Sv. Sigurðarsyni, 18. júní 2008. 1 Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði SKREFIN AÐ VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐI - Og lærdómur sem má draga af þróun málsins fyrir Íslendinga á sviði nýsköpunar 2. útgáfa Bókin er sett saman úr efni sem telst vera opinbert efni. Höfundarréttur texti og myndir © 2013 Sverrir Sveinn Sigurðarson, nema texti og myndir eftir aðra, en listi yfir efni annarra er að finna í kaflanum „Fyrirvarar um efni og höfundarrétt“ á blaðsíðu 280. Útgefandi Sverrir Sveinn Sigurðarson undir útgáfunafninu og merkinu Pálsfjall Bókaútgáfa. Prentun: Háskólaprent. Bókin er einnig í boði í rafrænni útgáfu, án endurgjalds, á vefnum www.seevatnajokull.com/bok. Rafræna útgáfan er á PDF sniði, þú þarft Adobe Reader hugbúnaðinn til að lesa hana. Á vefnum SeeVatnajokull.com/bok eru einnig myndskeið þar sem höfundurinn talar um efnið Bókin er gefin út án styrkja og boðin án endurgjalds til útgefanda. Hvar er nýtt í 2. útgáfu: Mynd á blaðsíðu 200 bætt inn. ISBN númer rafrænnar PDF útgáfu: ISBN 978-9979-72-491-2 2 Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði Megin hlutar bókarinnar Stutt yfirlit yfir söguna ................................................. 5 Stutt yfirlit yfir bókina ................................................. 8 Efnisyfirlit ................................................................ 9 Inngangur ................................................................ 13 Hluti I: Tillögurnar ....................................................... 21 Hluti II: Atburðarásin ................................................... 181 Hluti III: Styrkleiki í nýsköpun ...................................... 249 Lok ............................................................................... 275 Bókinni má hlaða niður í PDF formi á vefnum www.SeeVatnajokull.com/bok. Á þeim vef eru einnig myndskeið þar sem höfundurinn talar um efnið. 3 Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði 4 Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði Stutt yfirlit yfir söguna Þetta stutta yfirlit rekur umræðuna og atburðarásina sem var formlega og opinberlega varðandi þá hugmynd, að friðlýsa Vatnajökul og nágrenni til að skapa eitt stórt náttúruverndarsvæði eða þjóðgarð. Bæði eru hnitmiðaðar tillögur og dreifðari hugmyndir tilteknar, sem og atburðarásin í kringum þessar tillögur eins og kostur er. Opinber umræða hjá almenningi var engin. Vísað er í hvert atriði með Blaðsíðutalinu þarsem atriðið er að finna í bókinni. Fyrra Blaðsíðutalið vísar í efnið sjálft sem sett var fram, en seinna Blaðsíðutalið í lýsingu á atburðarás kringum það atriði. 1992: Sverrir Sv. Sigurðarson skrifaði grein í Morgunblaðið í október, til að rökstyðja að ekki ætti að leggja raflínu yfir Ódáðahraun. (Blaðsíður 26 og 189.) Mikil umræða var um það, en grein Sverris var líklega sú fyrsta í sögunni sem rökstuddi náttúruvernd með markaðsrökum. 1993: Sverrir fór í rólegheitum að þróa nánar hugmynd um friðun, byggt á atvinnulífstengdum hagsmunum og markaðsímynd. (Blaðsíða 190.) Í október var haldið 8. Náttúruverndarþingið. Á þinginu lagði Kári Kristjánsson fram tillögu að Eldfjallafriðlandi, sem hann hafði unnið með Bryndísi Brandsdóttur. Samþykkt var ályktun (þ.e. formleg tillaga) um friðlandið á þinginu. (Blaðsíður 28 og 196.) Á Náttúruverndarþingi lagði Hjörleifur Guttormsson einnig ásamt öðru fram ábendingar, lista með 17 svæðum á Austurlandi sem hann taldi að mætti gera að þjóðgörðum eða öðrum verndarsvæðum. Eitt af svæðunum 17 var Vatnajökull, og er þetta mjög líklega í fyrsta sinn sem kemur fram tillaga opinberlega að friðlýsingu Vatnajökuls. Listi hinna 17 svæða var ekki tekinn til atkvæða á þinginu en var vísað til Náttúruverndarráðs. (Blaðsíður 32 og 197.) 1994: Sverrir hélt áfram að þróa tillögu, sem var orðin að tillögu um friðun Vatnajökuls og nágrennis í eitt stórt svæði. Hann var þó ekki í sambandi við Hjörleif og hafði ekki heyrt af hans tillögu. Leitað var upplýsinga víða. (Blaðsíða 201.) Sverrir gerði fyrirspurn í Morgunblaðinu til stjórnarformanns Landsvirkjunar, Jóhannesar Nordal, til að fá fram upplýsingar um umhverfisáhrif hugsanlegs sæstrengs. Jóhannes svaraði nokkrum dögum síðar. (Blaðsíður 33 og 203.) Sverrir tók saman lýsingu á hugmynd sinni um Vatnajökul á ensku, ásamt fleiri upplýsingum, og sendi til um 30 alþjóðlegra hótelfyrirtækja og bað um viðbrögð, til að sjá hvort að viðbrögð væru jákvæð eða neikvæð. Nokkur viðbrögð virtust nokkuð einlæg og raunveruleg, ásamt að hljóma jákvætt, og því taldi Sverrir að hugmyndin væri tæk til að vera kynnt opinberlega. Engin frekari samskipti urðu við þessi fyrirtæki. (Blaðsíður 35 og 201.) 1995: Í janúar birti Sverrir þrjár greinar í Morgunblaðinu, nærri heil síða hver, til að kynna hugmyndina að friðun Vatnajökuls, sem hann kallaði að gæti orðið „hornsteinn“ í ímynd landsins. Einnig voru frekari röksemdir kynntar frá ýmsum sjónarhornum. Daginn fyrir birtingu fyrstu greinarinnar fór Sverrir með bréf heim til allra þingmanna og ráðherra, þar sem þeim var bent á að kynna sér efni greinanna, en Sverrir hafði óskað eftir því að fyrsta greinin myndi birtast í fyrsta blaði ársins. (Blaðsíður 56, 59 og 63, og atburðarás bls. 205.) Í febrúar tók Sverrir saman frekari útskýringar við hugmyndina í sérstöku hefti, og sendi með pósti til rúmlega 100 móttakenda. Þar á meðal voru allir þingmenn og ráðherrar, og ýmsir embættismenn og fólk sem ætla mætti að tengdust þessum 5 Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði málum. (Blaðsíður 67 og 207.) Í febrúar fékk Sverrir bréf frá Birni Bjarnasyni, þá þingmanni, þar sem hann þakkaði fyrir skrifin og kom með athugasemdir. (Blaðsíða 209.) Einnig kom kurteislegt bréf frá ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytis. (Blaðsíða 212.) Í apríl tók Sverrir saman annað hefti þar sem kynnt var hvernig hægt væri að stofna stærsta friðlýsta svæði í Vestur-Evrópu í einu skrefi, en það væri með því að friða þá hluta Vatnajökuls sem hefðu ekki friðlýsingu. Þessu var dreift til sama 100 manna hóps og áður. (Blaðsíður 82 og 209.) Í nóvember sendi Sverrir frá sér þriðja heftið á árinu, með pælingum um hugsanlegan sæstreng og hvernig samhengið væri milli slíkra hugmynda og hugmyndar um stærsta friðlýsta svæði í V-Evrópu með Vatnajökul sem miðpunkt. Þessu var dreift á sama 100 manna hóp. (Blaðsíður 87 og 211.) Bréf kom frá skipulagsstjóra ríkisins, Stefáni Thors, sem benti Sverri á að taka þátt í samkeppni sem haldin yrði á næsta ári. (Blaðsíða 213.) Hjörleifur Guttormsson kynnti hugmynd að friðun Gerpissvæðisins, sem er austasti oddi Íslands, á árinu. Gerpir var 7. í röðinni af svæðunum 17 á listanum sem hann kynnti á Náttúruverndarþinginu 1993. (Blaðsíða 200.) 1996: Í upphafi árs sendi Sverrir bréf til valins hóps, hluta af rúmlega 100 manna hópnum. Tilgangurinn var að rifja upp Vatnajökulshugmyndina og biðja formlega um svar, þar sem móttakandi gæfi sínar athugasemdir við þá hugmynd. Svar kom frá Landsvirkjun með mörgum spurningum til Sverris, sem Sverrir svaraði svo eftir bestu getu. Einnig kom bréf frá Náttúruverndarráði sem var tilkynning um að málið yrði kynnt. Sverrir heyrði ekki frekar frá Náttúruverndarráði, né frá Landsvirkjun. Einnig kom annað bréf frá Birni Bjarnasyni sem svar við þessari sendingu. (Blaðsíður 216 til 221, og bls. 214.) Sverrir sendi inn samkeppnistillögu í hugmyndasamkeppnina Ísland árið 2018, sem haldin var af Skipulagi ríkisins og umhverfisráðuneytinu, og hlaut 1.-3. verðlaun ásamt tveimur öðrum tillögum. Sverrir var eini námsmaðurinn sem fékk verðlaun, en annars tók aðeins fagfólk í arkitektúr og fleiru þátt, fyrir utan einn annan námsmann. (Blaðsíður 94 og 222.) 1997: Málþing var haldið í Norræna húsinu í janúar. Þar voru vinningstillögur í samkeppninni Ísland árið 2018 kynntar, og kynnti Sverrir vinningstillögu sína þar á meðal. Salurinn var fullur, og voru viðstaddir m.a. umhverfisráðherra Guðmundur Bjarnason, og líklega öll umhverfisnefnd Alþingis. (Blaðsíða 225.) Morgunblaðið hafði samband við Sverri í lok janúar og beiddist eftir viðtali, sem var auðsótt. (Blaðsíður 131 og 226.) Daginn eftir birtingu viðtalsins var forystugrein í Morgunblaðinu, þar sem því var lýst yfir að hugmynd Sverris ætti að vera ein af þeim kostum sem skoða ætti þegar mótuð væri framtíðarstefna um nýtingu hálendisins. (Blaðsíður 133 og 226.) Á 9. Náttúruverndarþingi í lok janúar og byrjun febrúar var áréttuð ályktun um Eldfjallafriðland, sem átti að vera að mestu norðan við Vatnajökul. (Blaðsíða 196.) Sverrir var beðinn að koma á fund hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands og kynna hugmyndir sínar, en Sverrir var ekki í þeim samtökum. Hann gerði það, og var hugmyndunum nokkuð vel tekið, sem kom Sverri þægilega á óvart. (Blaðsíða 226.) Sverrir sendi inn alveg ferska tillögu í ritgerðarsamkeppni Vísbendingar, tímarits um efnahagsmál. Tillagan fjallaði um hvaða áhrif mismunandi yfirgripsmikil friðun á Vatnajökli og nágrenni myndi hafa á möguleika á raforkuframleiðslu, bæði með vatnsafli og jarðhita, í mismunandi hagkvæmniflokkum slíkrar framleiðslu. Sverrir hlaut verðlaun Vísbendingar árið 1997. (Blaðsíður 134 og 228.)