Handbók LSA – Fyrir Foreldra, Aðstandendur, Iðkendur Og Áhugafólk
Total Page:16
File Type:pdf, Size:1020Kb
Handbók LSA – fyrir foreldra, aðstandendur, iðkendur og áhugafólk Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar http://www.sasport.is/skautar © Helga Margrét Clarke fyrir LSA í maí 2010 Stutt saga listhlaups: Listhlaup á skautum er Ólympíuíþrótt þar sem einstaklingar, pör og hópar framkvæma pírúetta, stökk, spor og aðrar hreyfingar á ís. Keppt er í listhlaupi í mismunandi getuflokkum, frá byrjendum upp í það að keppa á Ólympíuleikum. Keppt er á innanfélagsmótum, landsmótum og alþjóðlegum mótum. Saga listhlaups nær aftur til forsögulegra tíma. Ekki er vitað með vissu hvenær manneskjan lærði fyrst að skauta á ís en leifar af beinum sem notuð voru til að fara yfir stórar ísilagðar ár og vötn hafa fundist víðs vegar um heiminn, t.a.m. Í Rússlandi, Skandinavíu, Bretlandi, Þýskalandi og Sviss. Brúnir á skautablöðum voru fyrst fundnar upp af Hollendingum á 13. eða 14. öld. Þau skautablöð voru gerð úr stáli með beittum brúnum til að ná betri stjórn á hreyfingum. Skautablöðin hafa lítið þróast frá þessum tíma, aðeins verið gerðar smávægilegar breytingar á þykkt blaðsins og tönnum sem eru fremst. Listhlaup sem listgrein á rætur að rekja a.m.k. til 15. aldar en til er mynd að sankti Lidwinu þar sem í bakgrunn er maður að skauta á öðrum fæti. Næsta skref í þróun listhlaupaíþróttarinnar var árið 1742 þegar fyrsta skautasambandið var stofnað í Edinborg. Fyrsta reglubók var gefin úr 1772 en þá var bókin einungis skrifuð fyrir karlmenn og skautaíþróttin skiptist upp í listhlaup á skautum og skautahlaup. Stofnandi nútíma listhlaups er Jackson Haines en hann var amerískur. Hann sigraði á fyrsta Ameríska meistaramótinu í Troy í New York árið 1864. Hann var þekktur fyrir það að vera fyrstur til að sameina ballett- og danshreyfingar og skautaæfingar, hann fann einnig upp “sit spin” eða sitjandi pírúett. Nemendur Haines stofnuðu Alþjóðaskautasambandið árið 1892 og er það staðsett í Lausanne í Sviss í dag. Í byrjun 20. aldar kom Ulrich Salchow fram á sjónarsviðið. Hann fann t.a.m. upp stökkið salchow. Hann varð heimsmeistari 10 sinnum. Hann sigraði einnig fyrstu Ólympíuleikana á skautum en þeir voru haldnir í London árið 1908. Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu margir listhlauparar fram sem breyttu sögu og þróun íþróttarinnar. Sonja Henie frá Noregi var t.d. fyrsta konan til að klæðast stuttu pilsi í keppnum. Listlhaup á skautum þróaðist mikið eftir seinni heimsstyrjöldina. Skautarar fóru að einbeita sér meira að hraða og tækni s.s. stökkum. Richard Button lenti fyrstur manna tvöfaldan axel og þrefalt loop. Þeir allra frægustu einstaklings skautarar í karlaflokki eru: Brian Orser, Brian Boitano, Alexander Fadeev, Viktor Petrenko, Kurt Browning, Elvis Stojko, Alexei Yagudin, Evgeni Plushenko og Evan Lysacek. Allra frægustu eisntaklings kvenskautarar eru: Katarina Witt, Michelle Kwan, Midori Ito, Kristi Yamaguchi, Nancy Kerrigan, Chen Lu, Maria Butyrskaya, Irina Slutskaya, Shizuka Arakawa, Yu- Na Kim og Mao Asada. © Helga Margrét Clarke fyrir LSA í maí 2010 Alþjóðaskautasambandið (ISU) heldur utan um listhlaupaíþróttina í heild, gefur út keppnisreglur, lágmarkskröfur og sér um menntun dómara og skipuleggur alþjóðleg mót. ISU heldur fjöldamörg alþjóðleg mót á ári hverju, þau helstu eru: Vetrarólymíuleikarnir, Heimsmeistaramót, Heimsmeistaramót unglinga, Evrópumeistaramót, Four Continents Figure Skating Championships, ISU Grand Prix mótaröðin og Junior ISU Grand Prix mótaröðin. Listhlaupaíþróttin býður upp á aðrar leiðir en aðeins keppnir. Fjöldamargir sýningarhópar ferðast um heiminn, t.a.m. Disney on Ice, Holiday on Ice og Stars on Ice en í þeim sýningum eru skautarar sem hættir eru keppni. Meira um Listhlaup á skautum má finna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Figure_skating) Skautaíþróttin og listhlaup á Íslandi: (Unnið út frá efni á heimsíðu Skautasambands Íslands) Skautasamband Íslands (ÍSS) var stofnað árið 1995 og var í upphafi deildarskipt. Hlaupadeild og Hokkídeild. Hlaupadeild Skautasambandsins hafði yfirumsjón með Listhlaupi á skautum, auk þess sem gert var ráð fyrir að Skautahlaup félli undir þá deild líka. Síðan bættist samhæfður skautadans við og tilheyrði það Hlaupadeildinni. Formenn Listhlaupadeildar frá upphafi til loka: 1995 - 1996 Hannes Sigurjónsson 1996 - 1997 Marjo Kristinsson 1997 - 2007 Elísabet Eyjófsdóttir 2008 - 2011 June Eva Clark Í nóvember 2004 átti sér stað aðskilnaður á milli deilda með stofnun Hokkísambands og við það fluttist Hokkídeildin yfir í hið nýja samband. Þær greinar sem áður féllu undir Listhlaupadeild tilheyrðu Skautasambandinu áfram. Eftir aðskilnaðinn við íshokkí var Elísabet Eyjólfsdóttir kosin formaður og gengdi því hlutverki fram að 17. maí 2007, June Eva Clark tók við formennsku Skautasambands Íslands og var endurkjörin á Skautaþingi 2010. Í dag eru þrjú aðildarfélög, en þau eru: Skautafélagið Björninn Skautafélag Akureyrar Skautafélag Reykjavíkur Hjá þessum félögum eru í dag yfir 800 iðkendur misjafnlega langt á veg komnir. Í febrúar 2000 fékk Hlaupadeild Skautasambandsins tímabundna aðild að Alþjóðlega Skautasambandinu (ISU ). Til þess að fá fulla aðild þá þurfti Hlaupadeild Skautasambandsins að uppfylla þær kröfur sem ISU setti. Árið 2002 fékkst síðan fullgilding á fullri aðild að ISU. Frá þessum tíma hafa orðið miklar framfarir og mikið uppbyggingarstarf í Listhlaupi á skautum hér á Íslandi, því að með aðild opnuðust tækifæri erlendis sem áður voru ekki fyrir möguleg. Skautasambandið hefur fyrst og fremst unnið að uppbyggingu á íþróttinni hér á landi með framtíðina í huga. Þetta uppbyggingarstarf hefur aðallega falist í því að mennta þjálfara, dómara og eftir breytingar á nýju dómarakerfi ISU, menntun tæknifólks. © Helga Margrét Clarke fyrir LSA í maí 2010 Skautarar hér á landi hafa tekið miklum og örum framförum. Fyrst og fremst má þar þakka yfirbyggingu skautasvella hér á landi. Einnig því breytta hugarfari sem átti sér stað í kjölfar verkefnis þess sem var sett af stað á vegum ISU sem hlaut nafnið Finnlandsverkefnið. Þetta verkefni gekk út á það að mennta þjálfara og bæta árangur hjá skauturum. Vorið 2010 fór af stað annað Finnlandsverkefni sem áætlað er að verði í gangi næstu 4 árin. Þrátt fyrir þessi framfaraspor er enn talsvert langt í land að Ísland verði í toppbaráttu á erlendum vettvangi þó að sjálfsögðu sé það langtímamarkmið okkar. Til þess að það geti orðið að veruleika eru enn nokkur baráttumál sem þurfa að vinnast. Þar má fyrst nefna lengingu á skautatímabilinu, en í dag er það aðeins 8 mánuðir en þyrftu að vera 11 mánuðir. Einnig þarf meiri ístíma í hverjum mánuði því að Listhlaup á skautum er einstaklingíþrótt sem byggir á styrk, tækni, færni og liðleika. Þetta krefst mikils tíma og mikillar elju við æfingar hjá skauturum. Íslandsmeistarar síðustu ára: 1996 – Jóhanna Sara Kristjánsdóttir SA 1997 – Ólöf Ólafsdóttir SR 1998 – Sigurlaug Árnadóttir SR 1999 – Sigurlaug Árnadóttir SR 2000 – Senior: Sigurlaug Árnadóttir SR. Junior: Berglind Rós Einarsdóttir SA 2001 – Senior: Sigurlaug Árnadóttir SR. Junior: Helga Margrét Clarke SA. Novice: Audrey Freyja Clarke SA. 2002 – Sigurlaug Árnadóttir SR. 2003 – Junior: Audrey Freyja Clarke SA. Novice: Hildur Ómarsdóttir SR. 2004 – Junior: Audrey Freyja Clarke SA. Novice: Íris Kara Heiðarsdóttir SR. 2005 – Junior: Audrey Freyja Clarke SA. Novice: Dana Rut Gunnarsdóttir SR. 2006 – Junior: Íris Kara Heiðarsdóttir SR. Novice: Sigrún Lind Sigurðardóttir SA. 2007 – Junior: Audrey Freyja Clarke SA. Novice: Sigrún Lind Sigurðardóttir SA. 2008 – Senior: Audrey Freyja Clarke SR. Junior: Íris Kara Heiðarsdóttir SR. Novice: Helga Jóhannsdóttir SA. 2009 – Junior: Dana Rut Gunnarsdóttir SR. Novice: Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir SR. Skautakonur ársins: 199?-2000 – Sigurlaug Árnadóttir SR 2000-2001 – Linda Viðarsdóttir SR 2001-2002 – Kristín Harðardóttir SR 2003-2006 – Audrey Freyja Clarke SA 2007 – Audrey Freyja Clarke SR 2008 – Ásdís Rós Clark SR 2009 – Dana Rut Gunnarsdóttir SR Listhlaup á Akureyri: Saga listhlaupaíþróttarinnar hér á Akureyri teygir anga sína langt aftur í tímann. Það voru frumkvöðlarnir Ágúst Ásgrímsson (sem er skautarinn sem prýðir merki SA), Elísabet Geirmundsóttir (sem hannaði merki SA), Kristján Geirmundsson og Gunnar Thorarensen sem byrjuðu að renna sér og leika listir sínar á pollinum. Árið 1937 var Skautafélag Akureyrar formlega stofnað en vélfrysting kom ekki í gagnið fyrr en árið árið 1988. Það var í raun ekki fyrr en vélfrystingin kom að listhlaupsíþróttin vaknaði aftur eða í kringum árið 1989. © Helga Margrét Clarke fyrir LSA í maí 2010 Listhlauparar frá SA kepptu á fyrsta Íslandsmótinu sínu í mars 1992 með góðum árangri. Aðalforystumanneskjan og sú sem stóð í fararbroddi fyrir velgengni SA í listhlaupi var Marjo Kristinsson, hún tók við formannsembættinu árið 1995. Hún kappkostaði við það að efla íþróttina með því að ráða erlenda þjálfara til að hjálpa til við þróun íþróttarinnar. Ekki var hægt að kaupa listhlaupsskauta eða annan búnað hér á Íslandi á þessum árum. Marjo dó þó ekki ráðalaus heldur flutti inn búnaðinn á eigin vegum. Í upphafi voru ekki nema um 10 iðkendur í heildina en í hennar stjórnartíð margfaldaðist sú tala heldur betur og eru nú í dag í kringum 140 iðkendur. Það má því segja að Marjo hafi verið algjör brautryðjandi fyrir listhlaupaíþróttina í heild. Listhlaupadeildin hefur átt miklu láni að fagna allar götur síðan, eignast fjölda Íslandsmeistara, skautakonu ársins til margra ára og einnig átt skautara sem keppt hafa á alþjóðlegum mótum. Audrey Freyja Clarke og Helga Jóhannsdóttir hafa báðar keppt á vegum Íslands á Norðurlandamótum, Audrey Freyja 6 sinnum og Helga Jóhannsdóttir 2 sinnum og Grand Prix einu sinni