![Bifröst Journal of Social Science — Tímarit Um Félagsvísindi Volume 2 — Annað Bindi, 2008](https://data.docslib.org/img/3a60ab92a6e30910dab9bd827208bcff-1.webp)
Bifröst Journal of Social Science — Tímarit um félagsvísindi Volume 2 — Annað bindi, 2008 From the editor — Ávarp ritstjóra 3 Ian Watson Articles — Ritrýndar greinar Skipulagsform íslenskra fyrirtækja 5 Ingi Rúnar Eðvarðsson, Guðmundur Kristján Óskarsson Working papers — Vinnugreinar The economic impact of public cultural expenditures on creative industries 27 under increasing globalization Ágúst Einarsson Íslenskir stjórnendur í norrænum samanburði 47 Ásta Dís Óladóttir, Ragnheiður Jóhannesdóttir Offshoring R&D centres to China: the case of Novo Nordisk evaluated 69 with the OLI and OLMA frameworks Ásta Gunnlaug Harðardóttir, Ásta Dís Óladóttir, Guðrún Marta Jóhannsdóttir Þjóðernishugmyndir Íslendinga og afstaðan til Evrópu 89 Eiríkur Bergmann Óvéfengjanleg sérstaða þjóðarinnar: greining á þingræðum í aðdraganda 105 EFTA‐aðildarinnar 1970 Eiríkur Bergmann Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða 125 Kolfinna Jóhannesdóttir The relationship between housing prices and transport improvements: 141 a comparison of metropolitan and rural areas in a large but thinly populated European country Vífill Karlsson Policy articles — Þjóðmálagreinar Áframhald alþjóðavæðingar íslenskra fyrirtækja í samvinnu við 167 alþjóðafjármálastofnanir í skugga bankakreppu Hilmar Þór Hilmarsson Bifröst Journal of Social Science Volume 2 (2008) Published by Bifröst University, Borgarnes, Iceland. Print ISSN: 1670‐7788. Online ISSN: 1670‐7796 (http://bjss.bifrost.is). Tímarit um félagsvísindi Annað bindi (2008) Gefið út af Háskólanum á Bifröst. ISSN: 1670‐7788. Einnig í rafrænu formi á vefslóðinni http://bjss.bifrost.is (ISSN 1670‐7796). Editor / Ritstjóri Ian Watson, Bifröst University Editorial Board / Ritnefnd Jill Purdy, University of Washington Juha Räikkä, University of Turku Marina Papanastassiou, Copenhagen Business School Sigurður Líndal, Bifröst University Þórólfur Þórlindsson, University of Iceland Cover design / Hönnun kápu Hörður Lárusson © 2009 Bifröst University / Háskólinn á Bifröst This periodical is published under a Creative Commons Attribution license. For more information, see http://creativecommons.org/licenses/by/3.0. You are free to Share — that is, to copy, distribute and transmit the work; and to Remix — that is, to adapt the work; under the following conditions: 1. Attribution. You must attribute the work, including the author, title, journal title, issue and page numbers (but not in any way that suggests that they endorse you or your use of the work). 2. For any reuse or distribution, you must make clear to others the license terms of this work. 3. Any of the above conditions can be waived if you get permission from the copyright holder. 4. Nothing in this license impairs or restricts the authorʹs moral rights. Bifröst Journal of Social Science — 2 (2008) 3 Editor’s Message Ian Watson My first step as the new editor of the Bifröst Journal of Social Science early in 2008 was to create a web presence for the journal using Open Journal Systems (OJS). OJS is the open‐source journal management system developed by the Public Knowledge Project at Simon Fraser University in British Columbia. Open‐access scholarly publishing is a noteworthy trend that is making considerable headway both in Iceland and abroad. The journal now uses OJS to manage submissions, editing, and web publication. The articles from the first volume of the journal have been added into the OJS system as well. The journal is listed and indexed in the Directory of Open Access Journals (doaj.org). The past year has also seen the creation of the journalʹs first editorial board, consisting of Jill Purdy, Juha Räikkä, Marina Papanastassiou, Sigurður Líndal, and Þórólfur Þórlindsson. A number of anonymous peer reviewers assisted in selecting articles and helping authors to improve them. Hörður Lárusson designed a new cover for the journal. Particular thanks are due as well to Ágúst Einarsson, the rector of Bifröst University, for his firm support. For 2009, we have revised the format guidelines for the journal, which are posted on the website. The new guidelines aim at being flexible, particularly regarding citations. Internet publication makes individual articles more important than issues. The articles in the journal come from diverse traditions which require different citation styles. Consistency within articles has become more important than consistency throughout a single journal. I have been very pleasantly surprised at how much interest scholars have shown in our new journal, both at Bifröst and beyond. Our submission rate has gone up steadily, and both the rejection rate (unfortunately) and the quality of the journal (fortunately) have risen correspondingly. We are looking forward to 2009 and we encourage you to submit your best work to us. 4 Ávarp ritstjóra Ian Watson Fyrsta verk mitt sem ritstjóri Tímarits um félagsvísindi snemma árs 2008 var að búa tímaritið til birtingar á vefnum með vefumsjónarkerfinu Open Journal Systems (OJS). OJS er umsjónarkerfi tímarita í opnum aðgangi, þróað af Public Knowledge Project við Simon Fraser háskólann í Bresku Kólumbíu. Fræðilegri útgáfu í opnum aðgangi vex nú fiskur um hrygg, jafnt hér á landi sem erlendis. Tímarit um félagsvísindi notar OJS til að sjá um móttöku greina, ritstjórn og útgáfu á vef. Greinum úr fyrsta tölublaði tímaritsins 2007 hefur verið bætt inn í OJS kerfið. Tímaritið er skráð og lyklað í Directory of Open Access Journals (doaj.org). Á síðastliðnu ári tók einnig til starfa fyrsta ritnefnd tímaritsins. Hana skipa Jill Purdy, Juha Räikkä, Marina Papanastassiou, Sigurður Líndal og Þórólfur Þórlindsson. Fjölmargir ritrýnendur, sem ekki verða nafngreindir hér, aðstoðuðu við val greina og ráðgjöf við höfunda. Hörður Lárusson hannaði kápu tímaritsins. Ágústi Einarssyni, rektor Háskólans á Bifröst, eru færðar sérstakar þakkir fyrir áhuga og stuðning við tímaritið. Leiðbeiningar fyrir höfunda sem finna má á vefsíðu tímaritsins hafa verið endurskoðaðar fyrir árið 2009. Nýju leiðbeiningarnar hafa sveigjanleika að markmiði, einkum hvað varðar meðferð heimilda. Útgáfa á internetinu gerir að verkum að mikilvægi einstakra greina verður gjarnan meira en ákveðinna tölublaða. Greinarnar í tímaritinu byggja á mismunandi hefðum um heimildaskráningu. Hvað slíkt varðar hefur samræmi innan einstakra greina orðið meira virði en samræmi innan tímarits. Áhugi fræðimanna við Háskólann á Bifröst og víðar á hinu nýja tímariti okkar hefur komið mér ánægjulega á óvart. Fjöldi aðsendra greina hefur aukist jafnt og þétt og þar af leiðandi fjöldi birtra greina sem og þeirra sem því miður hefur þurft að hafna. Við lítum björtum augum til ársins 2009 og hvetjum fræðimenn til þess að senda okkur sitt besta efni. Bifröst Journal of Social Science — 2 (2008) 5 Skipulagsform íslenskra fyrirtækja Ingi Rúnar Eðvarðsson og Guðmundur Kristján Óskarsson Ágrip: Markmið þessarar greinar er í fyrsta lagi að kanna hvaða skipulagsform (skipurit) eru við lýði í íslenskum fyrirtækjum. Í öðru lagi er markmiðið að kanna áhrif stærðar fyrirtækja og rekstrarumhverfis á skipulag þeirra. Greinin byggir á niðurstöðum netkönnunar sem framkvæmd var af Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Svör bárust frá 222 fyrirtækjum (46% svörun). Niðurstöður benda til að stærð fyrirtækjanna hafi mjög mikil áhrif á marga þætti skipulags. Stærri fyrirtækin eru formlegri, sérhæfðari og hafa frekar starfslýsingar. Þau hafa einnig oftar samþykkt stjórnskipulag, eru skipulögð í anda fléttuskipulags, og hafa þrjú eða fleiri stjórnþrep. Rekstrarumhverfi fyrirtækja hefur áhrif með þeim hætti að starfaskipulag er algengara í stöðugu rekstrarumhverfi og einnig eru fyrirtæki í óstöðugu umhverfi óformlegri en önnur fyrirtæki. Enginn munur kom fram varðandi skipulag framleiðslu- og þjónustufyrirtækja, en þau síðarnefndu hafa hærra hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna. Þörf er á frekari rannsóknum á skipulagi til að efla íslenskt atvinnulíf og tryggja varanlegan árangur fyrirtækja. Lykilorð: skipulagsform, skipurit, rekstrarumhverfi, Ísland Abstract: The main goal of this article is to investigate the organizational structure of Icelandic firms. A secondary goal is to see what influence the size and external environment of firms have on their organizational structure. The article is based on an Internet survey which was carried out by the University of Akureyri’s Research and Development Center. 222 firms responded to the survey (46% response rate). The results suggest that the size of firms has great influence on many organizational characteristics. Larger firms are more formal and specialized and are more likely to use written job descriptions. They are also more likely to have a defined organizational structure, to be organized in a matrix structure, and to have three or more management levels. Firms’ external environment has an effect as well, in that functional structure is more common in stable environments, and firms in unstable environments are more informal than other firms. There were no differences in the organization structure of manufacturing versus service firms, though the latter have a higher percentage of university-trained employees. More research in this area would contribute to the strength of the Icelandic economy and to enduring success for Icelandic firms. Keywords: organizational structure, organizational chart, external environment, Iceland 6 Skipulagsform íslenskra fyrirtækja 1. Inngangur Fyrirtæki og stofnanir styðjast við stjórnskipulag til að ná fram markmiðum og stefnu. Í stjórnskipulagi er fyrirkomulag aðgerða og
Details
-
File Typepdf
-
Upload Time-
-
Content LanguagesEnglish
-
Upload UserAnonymous/Not logged-in
-
File Pages180 Page
-
File Size-