Ársskýrsla 2004 Personuv P001-144 14.9.2005 15:03 Page 2 Personuv P001-144 14.9.2005 15:03 Page 3

Ársskýrsla 2004 Personuv P001-144 14.9.2005 15:03 Page 2 Personuv P001-144 14.9.2005 15:03 Page 3

personuv_P001-144 14.9.2005 15:03 Page 1 Ársskýrsla 2004 personuv_P001-144 14.9.2005 15:03 Page 2 personuv_P001-144 14.9.2005 15:03 Page 3 Ársskýrsla 2004 personuv_P001-144 14.9.2005 15:03 Page 4 Ljósmyndir: Bjarni Eiríksson Umbrot og prentun: Ísafoldarprentsmiðja ISSN 1670-3782. personuv_P001-144 14.9.2005 15:03 Page 5 FORMÁLI FORSTJÓRA Á þessu ári var vorfundur forstjóra evrópskra persónuverndarstofnana hald- inn í Kraká. Í útjaðri þeirrar borgar standa menjar fyrrum útrýmingarbúða nasista, Auschwitz og Birkenau. Á hliðinu inn á svæðið er áletrun um að þeir sem gleymi fortíðinni séu dæmdir til að ganga í gegnum hana að nýju („Those who cannot remember the past are condemned to repeat it“). Staðurinn var heimsóttur til að minna á sögu þessa staðar en mönnum var þó ekki síst í huga það sem gerðist í kjölfar heimsstyrjaldarinnar. Austan járntjalds urðu til eftirlitsþjóðfélög þar sem menn njósnuðu hver um ann- an, réttur til einkalífs var fótum troðinn og frelsi vék fyrir ótta og þræls- lund. Fjótum við sofandi að feigðarósi? En hvert stefnir? Hvert er mikilvægi einkalífsréttarins í hugum manna í dag? Til að kanna þetta var á árinu 2004 gerð könnun, m.a. á þekkingu fólks á hlutverki Persónuverndar og afstöðu þess til mikil- vægis starfsemi hennar. Um niðurstöður þessarar könnunar er fjallað í ársskýrslu þessari (sjá kafla 1.3.) en í stuttu máli má segja að hún hafi leitt í ljós allgóða þekkingu almennings á þeim málefnum er varða friðhelgi einkalífs og jákvæða afstöðu til starfsemi Persónuverndar. Engu að síður er enn áleitin sú spurning hvort einkalífsrétturinn hafi nægilegt vægi í hugum manna, einkum þegar litið er til þess sem ég hef stundum kosið að kalla vöktunaræði. Forstjóri bresku persónuverndarstofnunarinnar, Richard Thomas, lét þau orð falla í viðtali við The Times á dögunum að ekki einungis sigldu Bretar hraðbyri inn í samfélag vöktunar, heldur gerðu þeir það sem svefngenglar. Hann sætti gagnrýni fyrir að fjalla á svo neikvæðan hátt um samborgara sína, en ég tek í sama streng og hann. Hér er svo komið að ótrúlega víða hefur verið komið fyrir eftirlitsmyndavélum og fáir hreyfa and- mælum. Ef eitthvað er ber á fordómum í garð þeirra sem eru gagnrýnir – tortryggja eftirlitið. Gagnvart fólki, sem vill t.d. staðgreiða fyrir viðskipti eða geta notið nafnleyndar við tilteknar aðstæð- ur, heyrist gjarnan það hrokafulla viðkvæði að sá sem ekkert hafi að fela hafi ekkert að óttast. Falskt öryggi fram yfir frelsi. En hver er skýringin? Halda menn að með auknu eftirliti lamist lögbrjótar og lífið verði öruggara? Eftirlitsmyndavélar geta augljóslega átt rétt á sér og hafa oft reynst mjög gagnlegar. Og það er ekki hlutverk Persónuverndar að vernda glæpamenn eða grafa undan rótum refsivörslukerfisins. Það er hins vegar hennar hlutverk að minna á að hver maður á rétt á því að njóta aðstoðar samfélagsins við að verja sinn einkalífsrétt. Það gerir hún m.a. með því að vara við öfgum í notkun eftirlitsbúnaðar. Slíkar öfgar geta leitt til þess að markmiðið með notkun hans snúist upp í andhverfu sína. Að í stað öryggis uppskeri menn falskt öryggi – eða óöryggi, jafnvel ófrelsi. Sagan hefur kennt okkur að við verðum sífellt að vera á varðbergi og til þess eru vítin að varast þau. Gleymum ekki sögunni og því sem hún hefur kennt okkur um forsendur fyrir friðsamlegri sambúð jarðarbúa. Látum ótta við glæpamenn ekki hræða okkur með þeim afleiðingum að við fórnum siðferðisgild- um okkar og missum sjónar á mikilvægi þess að virða grundvallarmannréttindi – þar á meðal réttinn til að njóta friðhelgi einkalífs. Fátt er betur til þess fallið að grafa undan sjálfstæði og frelsi manns en líf við aðstæður þegar hann veit ekki hvort eða hvenær fylgst er með honum. Höfum í huga hin fleygu orð Benjamíns Franklin um að sá sem fórnar frelsi fyrir öryggi öðlast hvorugt né verðskuldar („The man who trades freedom for security does not deserve nor will he ever receive either“). 5 personuv_P001-144 14.9.2005 15:03 Page 6 6 personuv_P001-144 14.9.2005 15:03 Page 7 Efnisyfirlit 1. Stofnunin Persónuvernd 1.1. Almennt um hlutverk stofnunarinnar . 9 1.2. Um stjórn og starfsfólk á árinu 2004 . 10 1.3. Um starf stofnunarinnar á árinu 2004 . 10 1.4. Um fjárreiður stofnunarinnar á árinu 2004 . 12 2. Afgreidd erindi á árinu 2004 2.1. Almennt yfirlit yfir afgreidd mál . 13 2.2. Einstakar afgreiðslur. 13 2.2.1. Starfsleyfi og annars konar leyfi. 13 2.2.2. Einstakar heimildir til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði . 13 3. Öryggisathuganir og úttektarverkefni 3.1. Greinargerð um úttektarverkefni stofnunarinnar . 23 3.2. Nánar um einstök úttektarmál . 24 3.2.1. Úttektir á öryggi persónuupplýsinga hjá lífsýnasöfnum. 24 3.2.1.1. Öryggi vinnslu persónuupplýsinga í lífsýnasafni Íslenskrar erfðagreiningar ehf. 24 3.2.1.2. Öryggi vinnslu persónuupplýsinga í lífsýnasafni Urðar, Verðandi, Skuldar ehf. 27 3.2.1.3. Öryggi vinnslu persónuupplýsinga í lífsýnasafni Hjartaverndar . 30 3.2.2. Öryggi vinnslu persónuupplýsinga á vegum Umferðarstofu . 34 3.2.3. Úttektir á lögmæti vinnslu persónuupplýsinga um umsækjendur um störf . 47 3.2.3.1. Lögmæti vinnslu persónuupplýsinga um umsækjendur um störf hjá Securitas . 47 3.2.3.2. Lögmæti vinnslu persónuupplýsinga um umsækjendur um störf í lyfjaverksmiðju og á rannsóknarstofu Actavis. 52 3.2.3.3. Lögmæti vinnslu persónuupplýsinga um umsækjendur um störf tollvarða hjá Tollstjóranum í Reykjavík . 59 3.2.4. Ósk Lyfja og heilsu hf. og Lyfju hf. um breytingar á tilteknum fyrirmælum í ákvörðunum um niðurstöður úttekta hjá félögunum. 65 4. Nánari umfjöllun um nokkur mál, einstaka úrskurði, álit og aðrar afgreiðslur 4.1. Umsögn um frumvarp til laga um vátryggingarsamninga . 69 4.2. Lögmæti meðferðar myndefnis úr eftirlitsmyndavél í sundlaug . 71 7 personuv_P001-144 14.9.2005 15:03 Page 8 4.3. Skráning upplýsinga um hegðunarfrávik í grunnskólum – SWIS-skráningarkerfi. 75 4.4. Svar við fyrirspurnum um aðferðir við framkvæmd vísindarannsókna . 80 4.5. Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um útlendinga. 89 4.6. Umsögn um efni 42. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 . 92 4.7. Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um meðferð opinberra mála . 94 4.8. Álit um heimild tiltekinnar fjármálastofnunar til að halda skrá yfir hverjir hafa hlotið refsidóma . 95 4.9. Starfsleyfi til handa Myndmarki, samtaka þeirra sem dreifa myndbandsefni í gegnum útleigu. 99 4.10. Umsögn um heimild barnaverndaryfirvalda til að fá upptökur í kynferðisbrotamálum. 101 4.11. Yfirlit yfir reglur um notkun símanúmera í beinni markaðssetningu . 102 4.12. Lögmæti birtingar persónuupplýsinga á heimasíðunni dopsalar.tk . 104 4.13. Lögmæti notkunar nemendaskrár Háskóla Íslands við markaðssetningu. 109 4.14. Lögmæti birtingar nafns, kennitölu og heimilisfangs á spjallvef . 111 4.15. Bréf af tilefni sjúkragagna á víðavangi . 113 5. Erlent samstarf 5.1. Samstarf norrænna persónuverndarstofnana. 115 5.2. Samstarf evrópskra persónuverndarstofnana. 115 5.3. Alþjóðlegt samstarf persónuverndarstofnana . 116 5.4. Samstarf á vettvangi Evrópuráðsins . 116 5.5. Erlent samstarf vegna ýmissa sérverkefna eða einstakra mála . 116 5.6. Nánari umfjöllun um einstaka þætti erlends samstarfs sem tilgreint er hér að framan . 116 5.6.1. Um fund forstjóra norrænna Persónuverndarstofnana. 116 5.6.2. Um fund starfsmanna norrænna persónuverndarstofnana. 117 5.6.3. Um ráðstefnu um rafræna stjórnsýslu . 117 5.6.4. Um fundi starfsmanna evrópskra persónuverndarstofnana . 117 5.6.5. Um starf vinnuhóps samkvæmt 29. gr. tilskipunar 95/46/EB . 118 5.6.6. Um vorfund forstjóra evrópskra persónuverndarstofnana . 127 5.6.7. Um starf Sameiginlegu Schengen-eftirlitsstofnunarinnar – JSA. 128 5.6.8. Um 26. alþjóðaráðstefnu forstjóra persónuverndarstofnana . 129 5.6.9. Um samstarf á vettvangi Evrópuráðsins. 130 5.6.10.Um fund um erfðaefnisgagnagrunna. 130 6. Lög og reglur 6.1. Lög nr. 77/2000 eins og þau voru eftir þær breytingar sem gerðar . 131 voru á þeim á árinu 2001, sbr. lög nr. 90/2001, á árinu 2002, sbr. lög nr. 81/2002, og á árinu 2003, sbr. lög nr. 46/2003 og 72/2003 . 131 6.2. Um stjórnvaldsreglur . 131 6.3. Reglur nr. 698/2004 um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga . 131 6.4. Reglur nr. 888/2004 um rafræna vöktun á vinnustöðum, í skólum og á öðrum svæðum þar sem takmarkaður hópur fólks fer um að jafnaði . 133 7. Rekstrarreikningur 2004 Yfirlit yfir rekstrarareikning á árinu 2004 . 138 8 personuv_P001-144 14.9.2005 15:03 Page 9 1. Stofnunin Persónuvernd 1.1. Almennt um hlutverk stofnunarinnar Persónuvernd er opinber stofnun sem annast eftirlit með framkvæmd laga nr. 77/2000, um per- sónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (hér eftir nefnd pul.), og reglna sem settar hafa verið og settar verða samkvæmt þeim. Markmið laga þessara er að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og -reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efna- hagssvæðisins. Í lögunum eru talin upp helstu verkefni Persónuverndar. Þau eru að afgreiða leyfisumsóknir, taka við tilkynningum og gefa fyrirmæli varðandi tækni, öryggi og skipulag vinnslu persónuupplýsinga. Ennfremur er Persónuvernd ætlað að hafa eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga, fylgjast með þróun á sviði persónuupplýsingaverndar, jafnt á erlendum vettvangi sem innlendum, aðstoða við gerð starfs- og siðareglna og leiðbeina þeim sem ráðgera að vinna með persónuupplýsingar um persónuvernd og þróa kerfi fyrir slíka vinnslu. Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum sem upp koma um vinnslu persónuupplýsinga. Hún getur fjallað um einstök mál að eigin frumkvæði eða samkvæmt erindi þess sem telur að ekki hafi verið unnið með persónuupplýsingar um hann í samræmi við pul., reglur settar samkvæmt þeim eða einstök fyrirmæli. Persónuvernd getur tjáð sig um álitamál varðandi meðferð persónuupplýsinga og veitt umsagnir við setningu laga og reglna er þýðingu hafa fyrir einkalífsrétt manna.

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    144 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us