Hugvísindasvið Salurinn í Kópavogi Handrit að bók Ritgerð til M.A.-prófs Magnús Aspelund Júní 2010 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Hagnýt menningarmiðlun Salurinn í Kópavogi Handrit að bók Ritgerð til /M.A.-prófs Magnús Aspelund Kt.: 141231-5299 Leiðbeinandi: Eggert Þór Bernharðsson Júní 2010 3 Hugvísindadeild Greinargerð með lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun Handrit að bók: Salurinn í Kópavogi Verkefni til MA-prófs Magnús Aspelund 141231-5299 Leiðbeinandi: Eggert Þór Bernharðsson Júní 2010 Efnisyfirlit Stuttur inngangur að greinargerð ........................................................ bls. 2 Hvað er svona merkilegt við Salinn? ................................................... - 2 Hvers konar rit? .................................................................................... - 3 Heimildir og aðferðir ........................................................................... - 5 Viðmælendur ........................................................................................ - 5 Munnleg Saga ...................................................................................... - 6 Heimildasafn Salarins ........................................................................... - 6 Lokaorð.................................................................................................. - 7 1 Stuttur inngangur að greinargerð Greinargerð þessi á að fylgja lokaverkefni til MA-prófs í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Lokaverkefnið er handrit að bók eða bæklingi sem heitir: Salurinn í Kópavogi. Fyrsta sérhannaða tónlistarhúsið á Íslandi. Þegar kom að því að velja sér lokaverkefni fannst höfundi að það þyrfti að vera eitthvað sem heimfæra mætti undir hagnýta menningarmiðlun og þá kom Salurinn í Kópavogi upp í hugann sem skýrasta dæmið, en höfundur er einmitt að ljúka þessu MA- námi nú vorið 2010. Að mati höfundar er Salurinn hvort tveggja, merkilegt menningarfyrirbrigði þar sem hámenningu er miðlað við bestu aðstæður og rekstur hans mjög hagkvæmur og nýtnin ótrúlega góð. Athygli skal vakin á því að Salurinn er sérnafn, en svo er salur í Salnum. Hvað er svona merkilegt við Salinn? Höfundur hafði orðið var við það, að honum fannst sami söngvarinn syngja betur þegar hann hlustaði á hann í Salnum en þegar hann hlustaði á hann einhvers staðar annars staðar eins og til dæmis í Háskólabíói. Höfundur hafði líka verið á nemendatónleikum hjá Tónlistarskóla Kópavogs og einnig öðrum tónlistarskólum og tekið eftir aðstöðumuninum. Börnin í Tónlistarskóla Kópavogs fá strax frá byrjun að koma fram á tónleikum í alvöru tónlistarsal. Það er talið mjög mikilvægt í tónlistarnáminu, auk þess sem það kennir börnunum að koma fram. Nýtingin á Salnum er ótrúlega mikil. Hann er í notkun frá morgni til kvölds. Samnýting á húsnæði með Tónlistarskóla Kópavogs og fleiri menningarstofnunum hefur gert reksturinn mjög hagkvæman. Auk þess hefur Salurinn verið notaður til að kynna grunnskólabörnum tónlist og kenna þeim að fara á tónleika. Salurinn er fyrsta og ennþá eina sérhannaða tónlistarhúsið á Íslandi, þar sem færustu íslenskir tónlistarmenn og margir frægir og eftirsóttir erlendir listamenn hafa miðlað list sinni til áheyrenda við bestu aðstæður og hann hefur staðið fyllilega undir væntingum. Ef til vill eru það áhrif frá Salnum að önnur sveitarfélög eru að koma sér upp tónlistarhúsum eins og til dæmis Akureyri, en þar verður vígður sérhannaður tónlistarsalur á árinu 2010. 2 Aldrei áður hafði verið reist tónlistarhús á Íslandi. Aldrei áður hús utan um tón, aldrei hús þar sem gert var ráð fyrir hljómi. Salurinn er því fyrsta og ennþá eina tónlistarhúsið á Íslandi. Þó að það hafi kannski ekki verið eitt af aðalmarkmiðum í upphafi hefur komið í ljós að Salurinn hentar mjög vel sem ráðstefnu- og fundarhús. Mynd 1 Salurinn. Séð af sviði. Mjög hefur verið vandað til tónleika í Salnum fram að þessu, en nú gætu verið blikur á lofti vegna efnahagsástandsins. Fjárveitingar til tónleikahalds hafa verið skornar niður og kröfur eru uppi um að reksturinn beri sig. Það er óskandi að þetta sé bara tímabundið ástand og að Salurinn geti áfram verið það menningartæki sem lýst er í ritinu. Hvers konar rit? Ritið sem greinargerð þessi er um er handrit að bók. Handritið byggist nær eingöngu á viðtölum við fólk sem tengt er Salnum á einhvern hátt. Höfundi fannst áhugavert að hafa þennan háttinn á, að ná frásögnum fólks á meðan öll starfsemin var ennþá ljóslifandi í hugum viðmælenda. Salurinn átti tíu ára afmæli 2009, svo að flest viðtölin áttu sér stað á 3 afmælisári. Allir viðmælendur voru enn í fullu fjöri. Sumir höfðu verið með frá byrjun og aðrir að koma að starfseminni nú. Viðtöl á svona víðtækum grunni gefa, að mati höfundar, mun hlutlægari niðurstöðu heldur en það sem sótt er í ritaðar heimildir. Að einhverju leyti má heimfæra þá aðferð sem hér er notuð undir munnlega sögu og verður komið að því síðar í þessari grein. Höfundur hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig viðtalsbækur eiga að vera til að þær geti verið skemmtilegar aflestrar, eða kannski réttara sagt, hvernig þær eiga ekki að vera. Fyrir nokkrum árum prófarkalas höfundur bók fyrir útgefanda í Reykjavík. Bók sú byggðist á viðtölum við marga menn um sama efni. Hver viðmælandi hafði sinn kafla. Kaflarnir urðu hver öðrum líkir, næstum endurtekning á kaflanum á undan. Allir voru að segja það sama. Eftir þann lestur taldi höfundur sig vita hvernig viðtalsbók á ekki að vera. Þess vegna er í þessu riti um Salinn reynt að hafa annan hátt á. Teknar eru setningar úr viðtölunum og raðað eftir efni, þannig að það líkist því að fólkið hafi verið í hóp að tala saman. Segja má að ritið sé þematískt. Auðvitað er ekki alveg hægt að útiloka endurtekningar þar sem mörgum er í mun að koma sömu athugasemdinni að. Þessi aðferð er auðvitað mjög tímafrek. Maður notar ekki nema hluta úr hverju viðtali og þarf að velja á milli viðmælenda hver fær setninguna ef fleiri hafa sagt það sama. Þetta útheimtir geysilega mikla vinnu, maður þarf helst að kunna öll viðtölin utanað. Einu viðtölin sem ekki eru bútuð niður í samtalasform eru viðtöl við menn sem lýstu sérsviði eins og til dæmis hljómburðarsérfræðingurinn. Alls eru viðmælendur tuttugu og einn. Gagnrýna má valið á viðmælendum. Spyrja má hvers vegna þessi var ekki valinn, sem hefur komið miklu meira við sögu Salarins, heldur en hinn sem valinn var. Því er til að svara að reynt var að hafa hópinn sem sundurleitastan hvað varðar starf, aldur, kyn, rödd, hljóðfæri og fleira. Ef búið var að velja einn tenór, þá var ekki annar tenór valinn. Viðmælendurnir tengdust Salnum ýmist sem starfsmenn, tónlistarmenn, kennarar, nemendur, áheyrendur eða á annan hátt. Svo þurfti einhvers staðar að setja mörkin, þannig að ekki var rætt við nærri alla sem búið var að benda höfundi á að æskilegt væri að tala við. Hafa skal í huga að viðtölin eru tekin á nokkuð löngum tíma. Þegar fyrstu viðtölin voru tekin, snemma sumars 2009, höfðu framkvæmdir við tónleikahöllina við höfnina í Reykjavík stöðvast vegna fjárskorts og framhald ekkert á döfinni. Þá átti óperan heldur ekki að vera þar en ákveðið að taka hana þar inn áður en síðari viðtölin fóru fram. Aftur á móti stóð ennþá til að byggja óperuhús í Kópavogi í fyrri 4 viðtölum en í þeim síðari var hætt við það. Þannig að mismunandi forsendur eru fyrir tilsvörum viðmælenda. Heimildir og aðferðir Eins og áður segir byggist ritið nær eingöngu á viðtölum. Þær örfáu rituðu heimildir sem sótt var í, voru á heimasíðum Tónlistarskólans og Salarins. Þess vegna er engin heimildaskrá en tilvísanir neðanmáls í þessar vefheimildir. Þær reglur í aðferðafræði að hafa beinar tilvitnanir innan gæsalappa ef þær eru styttri en þrjár línur en inndregið ef þær eru lengri, eiga ekki við í þessu tilfelli, því að þá yrði mest öll bókin inndregin. Til þess að aðgreina viðmælendur eru settar gæsalappir utan um frásagnir þeirra. Svo er álitamál hvort alltaf sé um beina tilvitnun að ræða, því að þó að notað sé orðalag og stíll viðmælandans að mestu, þá er orðafarið lagað til, hikorðum sleppt og endurtekningum. En það er hátturinn í þessu riti að nota gæsalappir til þess að sýna hvar orðræða hvers og eins hefst og hvar hún endar. Viðmælendur Til þess að reyna að fá sem fjölbreytilegastar skoðanir, var reynt að hafa viðmælendahópinn sem sundurleitastan. Samt sem áður voru skoðanir viðmælendanna ansi einsleitar sem stafar líklega af því hvað allir voru ánægðir með það, hve vel hafði tekist til. Ef viðmælendahópurinn er athugaður nánar sést hvað haft var til hliðsjónar við valið. Roskinn píanóleikari sem var aðalhvatamaður og baráttumaður fyrir Salnum, fjórir tónlistarmenn sem mest hafa verið í Salnum, þau eru ungur píanósnillingur og þrír söngvarar, hver á sínu sviði, forstjóri Salarins og staðgengill hans, en Vígdís Esradóttir er enn framkvæmdastjóri í leyfi samkvæmt opinberum skrám, en mun vera búin að segja upp, þá eru tveir arkitektar menningarmiðstöðvarinnar sem komu fram sem einn maður, hljómburðarverkfræðingur, tónskáld og raftónlistarmaður, hjón sem forráðamenn Salarins töldu vera meðal tryggustu tónleikagesta hans, skólastjóri Tónlistarskólans, aðstoðarskólastjórinn sem ber ábyrgð á samskiptum við Salinn, söngkennari sem hefur sett upp óperu árlega, síðan Salurinn kom, nemandi við Tónlistarskólann, ungur fiðlusnillingur sem býr erlendis og kynntist Salnum fyrst við burtfararpróf frá Listaháskóla Íslands, tveir forstöðumenn Tónnlistarsafs Íslands og stjórnandi þekktasta barnakórs landsins. Alls eru þetta 21 viðmælandi, 9 konur og 12 karlar. 5 Munnleg saga Munnleg saga felst í því að afla sögulegrar þekkingar með viðtölum við fólk sem hefur tekið þátt
Details
-
File Typepdf
-
Upload Time-
-
Content LanguagesEnglish
-
Upload UserAnonymous/Not logged-in
-
File Pages94 Page
-
File Size-