„Eitthvað Sem Aðeins Spaugstofan Myndi Sjá Sóma Sinn Í Að Gera“

„Eitthvað Sem Aðeins Spaugstofan Myndi Sjá Sóma Sinn Í Að Gera“

Hugvísindasvið „Eitthvað sem aðeins Spaugstofan myndi sjá sóma sinn í að gera“ Saga rapps á Íslandi á níunda og tíunda áratugnum Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Stefán Óli Jónsson maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði „Eitthvað sem aðeins Spaugstofan myndi sjá sóma sinn í að gera“ Saga rapps á Íslandi á níunda og tíunda áratugnum Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Stefán Óli Jónsson Kt.: 010391-2889 Leiðbeinandi: Guðni Th. Jóhannesson maí 2014 Ágrip Hér er rakin saga rapps og rapptónlistar á Íslandi, allt frá því að umfjallana fer fyrst að gæta í fjölmiðlum hérlendis á níunda áratugnum og fram til aldamóta. Leitast er við að svara því hvernig rappið barst hingað til lands, hvernig það fótaði sig, hverjir það voru sem tóku því opnum örmum og varpað er ljósi á þá þætti sem voru hvað fyrirferðarmestir í þróun stefnunnar á hveitibrauðsdögum rappsins á Íslandi. Reynt er að draga upp heildarþróunarlínur stefnunnar á Íslandi með það að markmiði að greina helstu birtingarmyndir og sveiflur í vinsældum hennar hérlendis. Einnig er drepið á þróun rappsins á alþjóðavettvangi, uppruna þess og hvernig það tengist öðrum þáttum hinnar svokölluðu „hipp hopp-menningar“ sem eru gerð lítillega skil. Yrkisefni og stílbrögð fyrstu íslensku rapparana eru dregin fram og varpað er ljósi á hvernig frásagnarform rappsins fór að hafa áhrif á aðra þætti listsköpunar, allt frá tónsmíðum til leiklistar á tímabilinu sem um ræðir. Þáttur fjölmiðla í útbreiðslu rappsins er tíundaður og rakið er hvernig viðhorf fjölmiðla breyttist gagnvart rapptónlist og iðkendum hennar á þessum árum. Markmið þessara skrifa er að færa til bókar tímabil í sögu rappsins á Íslandi; tímabil sem einkenndist af mikilli tilraunamennsku, sköpunargleði og innblæstri erlendis frá sem átti eftir að koma til með að hafa áhrif á þróun tónlistarstefnunnar hérlendis til frambúðar. 1 Efnisyfirlit Ágrip .................................................................................................................................................. 1 Inngangur ........................................................................................................................................ 3 Íslenskir rappar um rapp og rímnahefðina ...................................................................... 4 Rætur rappsins ............................................................................................................................. 5 Upphafið fært aftar ................................................................................................................... 7 Fjölmiðlaumfjöllun um rapp og iðkun þess á níunda áratugnum .......................... 9 Rappað í Reykjavík .................................................................................................................... 14 Rótin skýtur rótum ................................................................................................................... 16 Hipp hopp og rapp – 1990 til 1996 .................................................................................... 23 Veggjalistin ................................................................................................................................... 25 Rappið smitar út frá sér .......................................................................................................... 27 Hipp hopp sem danstónlist .................................................................................................... 31 Partyzone og Chronic ............................................................................................................... 34 Quarashi og Subterranean ..................................................................................................... 40 Vinsældirnar skammlífar ....................................................................................................... 47 Niðurstöður og lokaorð .......................................................................................................... 49 Heimildaskrá ............................................................................................................................... 51 2 Inngangur Kannski var það mitt bágborna tóneyra sem leiddi mig í átt að rappinu á sínum tíma. Það virtist handhægasta tónlistarformið fyrir mann sem hvorki syngur né spilar á hljóðfæri. Rappið krefst þess nú einungis að „tala“ yfir einfaldan takt sem hægt er að framkalla með því að banka á það sem hendi er næst. Sama hvert aðdráttaraflið var þá var ég í það minnsta farinn að rappa tólf ára gamall fyrir framan fullan sal af jafnöldrum mínum með tilheyrandi blótsyrðum og vísunum í óreglu, kennurum okkar til ómældra óþæginda. Þrátt fyrir að hljóðneminn hafi skömmu síðar verið lagður á hilluna blundaði áhuginn á rappi alltaf undir niðri og þegar ég hóf nám í sagnfræði lá í augum uppi að reyna að færa til bókar hina ósögðu sögu listformsins hérlendis. Hvernig gat tónlistarstefna sem er tengd örbirgð og vonleysi minnihlutahópa í fátækrahverfum heimsins órofa böndum skotið rótum hér á Íslandi, í norrænu velferðarsamfélagi? Hvernig barst slík stefna til landsins og hvenær fór að örla á vinsældum hennar hérlendis? Á komandi blaðsíðum verður leitast við að svara þessum spurningum og reynt verður að varpa ljósi á þá þætti sem voru hvað fyrirferðarmestir í þróun stefnunnar á hveitibrauðsdögum rappsins á Íslandi. Hafa skal í huga að tímasvið þessara skrifa telur um tvo áratugi og sökum stuttrar lengdar þeirra gefst ekki rúm til að gera öllum þeim aragrúa tónlistarmanna skil sem létu reyna á rappsmíðar á því tímabili sem hér um ræðir, öllum útvarpsþáttunum eða öðru því sem viðkom rappinu hérlendis. Ekki einungis myndi slík upptalning bitna á flæði ritgerðarinnar heldur væri einnig allt að því ómögulegt að hafa upp á því öllu, í ljósi þess hversu langt frá sviðsljósinu jaðarstefna eins og rappið er á þeim árum sem liggja fyrir þessum skrifum. Þess í stað verður reynt að draga upp heildarþróunarlínur stefnunnar á Íslandi með það að markmiði að greina helstu birtingarmyndir og sveiflur í vinsældum hennar hérlendis. Það verður þó ekki gert öðruvísi en að drepa einnig eilítið á þróun rappsins á alþjóðavettvangi, uppruna þess og hvernig það tengist öðrum þáttum hinnar svokölluðu „hipp hopp-menningar“ sem hér verða einnig gerð lítillega skil. Umfjallanir fjölmiðla þessara ára eru hryggjarstykki ritgerðarinnar enda eru þær skilmerkilegustu frumheimildir um raunverulegar vinsældir og sýnileika rappsins hérlendis. Úr þeim má ekki einungis lesa hvernig hylli stefnunnar sveiflaðist á tímabilinu sem um ræðir heldur einnig má greina hvernig fréttaflutningur af stefnunni þróaðist frá því að vera allt að því fjandsamlegur í átt að raunsærri umfjöllun. Yrkisefnum og stílbrögðum fyrstu íslensku rapparana verða 3 einnig gerð skil og varpað verður ljósi á hvernig frásagnarform rappsins fór að hafa áhrif á aðra þætti listsköpunar, allt frá tónsmíðum til leiklistar. Eins og titill ritgerðarinnar ber með sér hófst vegferð rappsins hérlendis á níunda áratug síðustu aldar en um það upphaf eru skiptar skoðanir og þessum efasemdaröddum skal nú vikið að. Íslenskir rapparar um rapp og rímnahefðina Færa mætti rök fyrir því að rapp sé í engu frábrugðið öðrum bragarháttum enda byggist það að miklu leyti á rími eins og önnur kvæði sem menn hafa ort frá örófi. Leiða rök sem þessi óneitanlega til þess að erfiðara en ella gæti reynst að takmarka skrif sem þessi í tíma og rúmi. Björk Guðmundsdóttir hélt því til að mynda fram í viðtali við enska stórblaðið Independent on Sunday að Snorri Sturluson hafi verið rappari. „Við [á Íslandi] höfum allaf verið heltekin af upplýsingum, það hefur verið okkar hlutverk síðustu þúsund árin,“ sagði Björk við blaðið árið 1996. Í kjölfarið bætti hún því við að í ljósi þess að Íslendingar hafi lært hinar fornu Íslendingasögur utan að og þulið þær svo upp eftir minni þá hafi þeir verið „fyrstu rappararnir í Evrópu!“1 Þrátt fyrir augljósan skyldleika íslensku rímnahefðarinnar og rappsmíða seinni ára, að því er virðist, hefur þessum samanburði verið mótmælt, einna helst af íslenskum röppurum. „Rappið okkar hefur ekkert að gera með rímnahefðina“ sagði Erpur Þ. Eyvindarson í þættinum Hljómskálanum og bætti við að rappið væri miklu skyldara íslensku þuluhefðinni sem byggist á „alveg frjálsu formi“ og endarími, sem bæði er einkennandi í rappsmíð. Rapparinn Eyjólfur P. Eyvindarson tekur undir þessi orð bróður síns og segir rappið í raun viðbót við þuluna. „Rappið sem slíkt, þetta talaða form, er til í mörgum öðrum menningarsamfélögum, til dæmis í Suður-Afríku og á Grænlandi, þar sem slegið er á trommu og menn keppa hvor við annan“ segir Eyjólfur og undirstrikar að það sem við köllum „rapp“ er bragarhátturinn sem til varð í Bandaríkjunum. Íslenska bragarhefðin sé svo „miklu stærri, dýpri“ og ríman miklu bundnari til að hægt sé með góðu móti að halda því fram að einhver skyldleiki sé með henni og íslensku rappi nútímans. Þessa túlkun hafa þeir viljað rekja til beinnar þýðingar á enska orðinu „rhymes“ sem myndi útleggjast sem „rímur“ á íslensku og er fyrirferðarmikið í orðfæri enskumælandi rappara sem íslenskir textasmiðir hafa tamið sér. „Við segjumst vera að 1 „Snorri Sturluson var rappari“, Alþýðublaðið, 5. janúar 1996, bls. 1. 4 skrifa „rímur“ en við erum ekki að skrifa rímur samkvæmt hefðinni,“ sagði Erpur enda væri það svo að kveðskapur þeirra þyrfti ekki að fylgja bragfræðilegum reglum og tók sem dæmi að engin krafa væri gerð til texta þeirra um stuðla og höfuðstafi.2 Þess í stað sé öll áherslan í rappi lögð á samspil undirleiksins og texta lagsins. Hvernig orð textans „flæða“

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    54 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us