Áskorun Til Alþingis 53.138 Hagsmunaðila!

Áskorun Til Alþingis 53.138 Hagsmunaðila!

5 SAMSTÖÐUFUNDUR -16 mars Fjölmennumlaugardaginn á Austurvöll 29. kl. 15 Slástu í hóp Áskorun til Alþingis 53.138 hagsmunaðila! Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu. Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga. Þess vegna er hafin undirskriftasöfnun á vefnum Þjóð.is þar sem skorað er á Alþingi að leita þjóðarviljans. Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir. www.þjóð.is Um áskorunina og undirskriftasöfnunina Þann 21. febrúar 2014 lagði utanríkisráðherra fram á Alþingi þingsályktunartillögu á þingskjali nr. 635 um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, 340. mál. Óhætt er að segja að tillagan hafi vakið hörð viðbrögð og mörgum þótt vinnubrögðin í hæsta máta sérkennileg í ljósi yfirlýsinga fyrir og eftir kosningar um með­ ferð aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Já Ísland ákvað að bregðast við með því að hleypa af stað undirskriftasöfnun til þess að krefjast þess að þingsá­ lyktunartillagan yrði lögð til hliðar og að boðað yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Undirskriftasöfnunin hófst að kvöldi sunnudagsins 23. febrúar og lauk sunnudaginn 27. apríl eftir páska. Söfnunin stóð því samtals í 63 daga og er beint til 63 þingmanna. Áskorunin er þessi: Við undirrituð skorum á Alþingi að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar verði spurt: Vilt þú ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið, sem hófust með ályktun Alþingis 16. júlí 2009, eða vilt þú slíta þeim? Áskorunin var birt á vefsetrinu www.þjóð.is með þessum formála: Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu. Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evró- pusambandsins í dóm allra Íslendinga. Þess vegna er hafin undirskriftasöfnun hér þar sem skorað er á Alþingi að leita þjóðarviljans. Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir. Undir sjálfa áskorunina gafst gestum síðunnar kostur á að skrá sig. Þar varð að skrá nafn og kennitölu. Viðkom­ andi varð að vera fullra 18 ára á undirskriftardegi. Fólk gat valið nafnleynd ef það óskaði og einnig gafst kostur á að senda inn skilaboð til þingmanna. Undirskriftum var einnig safnað með hefðbundnum hætti með því að gefa fólki kost á að skrifa undir lista. Undirskriftum var einkum safnað á höfuðborgarsvæðinu með þeim hætti. Til þess að tryggja eins og kostur er að söfnunin yrði áreiðanleg voru þessar ráðstafanir gerðar. • Á síðunni var unnt að kanna hvort kennitala væri skráð. Ef viðkomandi taldi að kennitala væri ranglega skráð gat hann sent inn athugasemd og var kenni­ talan fjarlægð í framhaldi af því. • Eftir að söfnuninni lauk voru allar kennitölur og nöfn keyrð saman við þjóðskrá af fyrirtækinu Ferli ehf. skv. sérstökum samningi við Þjóðskrá. Einungis þær undirskriftir sem stóðust framangreint voru teknar gildar. Ábyrgðarmaður söfnunarinnar er Jón Steindór Valdimarsson formaður samtakanna Já Ísland, en stjórn þeirra ákvað að hrinda henni af stað. Áskorun til Alþingis I 1 Orðsendingar til Alþingis Þeim sem skrifuðu undir áskorunina gafst kostur á að láta orðsendingu eða athugasemd fylgja undirskrift sinni. Þúsundir nýttu sér tækifærið og hér birtist brot þeirra valið af handahófi: • Að standa við orð sín, það er það eina sem ég bið um. • Að leyfa þjóðinni ekki að kjósa um málið jafngildir vantrausti á hana. • Lýðræði ekki forræði. • Það gengur ekki að 2 menn geti tekið svona stórar ákvarðanir fyrir heila þjóð. • Við hljótum að krefjast þess að landsmönnum sé sýnd sú virðing að leyfa þeim að kjósa um framhald þessara mikilvægu samningaviðræðna. • Ég vil ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið • Við erum ekki fífl. Við viljum taka upplýsta ákvörðun. • Enga orðaleiki stjórnmálamenn, standið við orð ykkar. • Vil fá að sjá hvað er í boði og taka afstöðu til þess sjálf. • Snýst um að loka ekki dyrum að óþörfu, og standa við gefin loforð. • Ég hélt að þingmenn störfuðu fyrir þjóðina, ekki öfugt. • Þetta snýst bara um að við fáum að kjósa! • Sjálfur vil ég vera utan ESB en mér finnst að þjóðin eigi að ráða. • Ég vil hafa eitthvað um málið að segja ég vil ákveða sjálf • Ég er sjálf ekkert endilega til í að ganga í ESB en mér finnst það brot á lýðræði okkar sem þjóðar að hætta við þetta núna þegar aðildarviðræður eru þegar hafnar. • Af því að ég á að eiga val. • Ekki fylgjandi aðild en kosningaloforð eiga standa • Orð skulu standa. Og ævinlega þau sem eru gefin sem loforð á Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Hverjir gæta nú minningar um sæmd og æru, Jóns Magnússonar, Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar og annars sómafólks. Nú ber góðu fólki að stíga fram. • Ég vil ljúka aðildarviðræðum og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. • Er persónulega á móti ESB, en ég er líka á móti lygum og svikum og finnst það lýðræðislegur réttur minn sem hluti af þessari þjóð að fá að kjósa um jafn stórt mál og þetta ESB-mál er. • Er ekki búinn að taka ákvörðun um hvort rétt sé að fyrir Ísland að ganga í ESB, en að hætta viðræðum formlega á þessu stigi er fáránlegt. • Loforð er loforð - og enga útúrsnúninga! • Standa við orðin og virða lýðræðið takk • Komið út úr Fílabeinsturninum og horfist í augu við þjóðarvilja. • Aðildarviðræðurnar eru grundvöllur þess að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um það hvort Evrópusambandið henti okkur eða ekki. Ef við slítum þeim núna þá munum við aldrei sjá kosti þess né galla. • Klára það sem byrjað var á! • Alþingismenn, spyrjið þjóðina! 2 I Áskorun til Alþingis • Ekki svíkja kjósendur ykkar! • Við eigum samleið með frændþjóðum í Evrópu. • Á ekki þjóðin að fá að segja hug sinn? • Tími Bjarts í Sumarhúsum er löngu liðinn. • Ég vil fá að kjósa um mína framtíð • Þetta mál varðar þjóðina alla • Ger rétt, þol ei órétt! • Helvítis fokking fokk! • Vér mótmælum allir.... þeirri valdníðslu sem reynt er að viðhafa hér í þessu máli. • Orð skulu standa. Kjörnum fulltrúum okkar á Alþingi á að vera treystandi. • Framtíðar lífskjör fimm barna minna eru mér efst í huga þegar ég skrái mig hér. • Alvöru lýðræði takk. • Þetta er eina rétta leiðin. Það næst engin sátt öðruvísi. • Hvers vegna má ekki klára samninginn,og leggja hann fyrir þjóðina? • Auðvitað á að kjósa! • Lítum til lengri framtíðar en morgundagsins! • Flokksviljinn ofar þjóðarviljanum? Skrýtin forgangur. • Vér mótmælum allir. • Ég vil velja • Þetta mál er stærra en ein eða tvær ríkisstjórnir. • Mér finnst þetta ekki snúast um hvort þú vilt ganga í Evrópusambandið heldur það að standa við orð sín. • Snýst um að standa við sitt. • Ég vil ekki sjá það að lítill hópur af fólki geti stjórnað framtíð landsins. • Ég er ekki sáttur við að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands gangi um ljúgandi! • Búin að fá nóg af lygum. Búin að fá nóg af svikum. Búin að fá nóg af virðingarleysi sem tröllríður þjóðinni af hálfu stjórnmálamanna, nema rétt þrjá mánuði fyrir kosn- ingar. Þá er lofað. Og logið. Þetta er NÓG! • Ég vil nýta kosningarétt minn, það er réttur minn. • Kjósa og ekkert bull. • Íslenska þjóðin á að fá að ákveða þetta sjálf. • Ég á rétt á því að sjá hvað samningur við ESB ber með sér, góðu kaflana og slæmu kaflana og kjósa um aðildina. Það er lýðræði. • Er alfarið á móti ESB. Vil samt að þjóðin fái að velja um framhaldið. • Það á aldrei eftir að skapast sátt um þetta mál ef almenningur fær ekki að kjósa. • Blekkingar núverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga varðandi þetta mál eru óþolandi. Slíkt er aðför að lýðræðinu og niðurlæging fyrir kjósendur. Ég er á móti ESB aðild en vil ekki finna mig í að þessu umsókn verði afturkölluð á grundvelli jafn hrikalegra svika. Áskorun til Alþingis I 3 • Að mínu viti mælir öll skynsemi með að aðildarviðræðurnar verði leiddar til lykta. Þess vegna vil ég að þjóðin fái tækifæri til að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið. • Ég er almennt ekki hlynnt aðild að ESB, en svona gera lýðræðisleg stjórnvöld ekki. • Því miður er enga ályktun hægt að draga af fyrst viðræðuhléi og nú fyrirhuguðum viðræðuslitum aðra en að þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á þessu hvoru tveggja óttist að hafa rangt fyrir sér: Þeir séu hræddir um að okkur verði boðinn samningur sem meirihluti þjóðarinnar gæti hugsað sér að samþykkja. Það jafngildir því að taka sérhagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni. • Alþingi á að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu! • Standa við gefin loforð • Ekki brenna brýr! • Frábært hjá ykkur aðstandendum þessarar síðu. Baráttukveðjur !!! • Ljúkum samningum, tökum umræðuna og loks ákvörðun um inngöngu eða ekki. Lýðræðisleg niðurstaða eina viðunnandi lausnin í málinu sem er stærra og víða- meira en stefnumál einstaka flokka á hverjum tíma. • Klára þessar viðræður. Annað er glapræði. • Mér finnst að þjóðin eigi að taka þátt í svona stórum ákvörðunum. • Vil hafa valið hjá mér. Treysti mér betur en pólitíkusum ;) • Þjóðin á að kjósa, ekkert rugl! • Ríkisstjórnin eru þjónar almennings en ekki sérhagsmuna. • Ég vil fá að taka upplýsta ákvörðun! Punktur! • Við eigum rétt á að vita við hverju við erum að segja já eða nei! Klára viðræðurn- ar svo við getum tekið upplýstar ákvarðanir og senda það síðan í ÞJÓÐARAT- KVÆÐAGREIÐSLU. • Þjóðin á að ráða eins og lofað var. • Atkvæðagreiðslu var lofað og atkvæðagreiðslu skulum við fá! • Alger óhæfa að standa ekki við loforðin fyrir kosningar. Ólíðandi með öllu. Fyrir utan að alls ekki á að loka neinum leiðum til að losa um frostið sem er í íslensk- um efnahagsmálum.

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    122 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us