Lokaverkefni Til BA-Gráðu Áhrif Fíkniefnanotkunar Í Rapptónlist Á

Lokaverkefni Til BA-Gráðu Áhrif Fíkniefnanotkunar Í Rapptónlist Á

Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsfræði Áhrif fíkniefnanotkunar í rapptónlist á ungmenni Hrafnkatla Ingólfsdóttir Leiðbeinandi: Arnar Eggert Thoroddsen Júní 2021 Áhrif fíkniefnanotkunar í rapptónlist á ungmenni Hrafnkatla Ingólfsdóttir Lokaverkefni til BA–gráðu félagsfræði Leiðbeinandi: Arnar Eggert Thoroddsen 12 einingar Félagsfræði–, mannfræði– og þjóðfræðideild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Júní, 2021 Áhrif fíkniefnanotkunar í rapptónlist á ungmenni Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í félagsfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Hrafnkatla Ingólfsdóttir, 2021 Prentun: Háskólaprent Reykjavík, Ísland, 2021 Útdráttur Notkun fíkniefna hefur löngum verið hluti af menningu rappsins en í vinsælum rapplögum má heyra hvernig fíkniefni og notkun þeirra er upphafin. Vinsældir rapptónlistarinnar hafa aukist verulega síðastliðin ár, einkum meðal ungmenna. Að mati margra er það mikið áhyggjuefni þar sem talið er að fíkniefnanotkun í rapptónlist kunni að hafa verulega slæm áhrif á unga hlustendur. Í þessari ritgerð verður samband rapptónlistar og fíkniefnanotkunar ungmenna skoðað með það að markmiði að kanna hvort upphafning fíkniefna í rapptónlist ýti undir notkun fíkniefna meðal ungmenna. Leitast verður við að svara spurningunni: ,,Hefur fíkniefnanotkun í rapptónlist áhrif á fíkniefnanotkun ungmenna?” og verður sjónum sérstaklega beint að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, en síðastliðinn áratug hefur misnotkun ópíóíða aukist verulega, bæði meðal almennings og í menningu rappsins. Til að varpa ljósi á þau áhrif sem rapptónlistin hefur á ungmenni verður stuðst við fyrri rannsóknir um efnið sem sýna að aukið samneyti við rapptónlist eykur líkurnar á því að verða fyrir áhrifum hennar. Einnig verða settar fram fjórar kenningar sem skýra samband dægurmiðla og áhorfenda, þ.e. ræktunarkenningin (e. cultivation theory), dagskráráhrifin (e. agenda setting), fjölmiðlaneyslulíkanið (e. media practice model) og félagsnámskenningin (e. social learning theory). Niðurstöður benda til þess að fíkniefnanotkun í rapptónlist getur haft áhrif á ungmenni, en aðeins þau ungmenni sem hlusta á rapptónlist, eru rappaðdáendur og eiga sér fyrirmyndir úr menningu rappsins. 4 Formáli Ritgerð þessi er 12 eininga (ECTS) lokaverkefni til BA-gráðu í félagsfræði 120 einingar (ECTS) með fjölmiðlafræði sem aukagrein 60 einingar (ECTS). Ritgerðin er skrifuð undir leiðsögn Arnars Eggerts Thoroddsen. Honum vil ég þakka fyrir góðar ráðleggingar varðandi ritgerðarskrif, ekki aðeins við gerð þessarar ritgerðar heldur einnig í gegnum allt námið. Hávari Sigurjónssyni vil ég þakka fyrir yfirlestur. Kærasta mínum, Magnúsi Hlíðdal Magnússyni, vil ég þakka fyrir góðar ábendingar varðandi rapptónlist og fyrir að hvetja mig áfram í gegnum ritgerðarskrifin. Fjölskyldan mín fær einnig hjartans þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og þolinmæði í gegnum námið. 5 Efnisyfirlit Útdráttur ..................................................................................................................... 4 Formáli ........................................................................................................................ 5 Efnisyfirlit .................................................................................................................... 6 1 Inngangur ............................................................................................................... 7 1.1 Uppbygging ritgerðar ......................................................................................... 8 2 Fíkniefnavandinn .................................................................................................... 9 2.1 Skilgreining ........................................................................................................ 9 2.2 Umfang og afleiðingar fíknivandans .................................................................. 9 2.3 Orsök fíknivandans .......................................................................................... 11 3 Rapptónlist og fíkniefnaneysla .............................................................................. 13 3.1 Fíkniefnanotkun í rapptónlist .......................................................................... 13 3.2 Notkun lyfseðilsskyldra lyfja í rapptónlist ........................................................ 16 4 Fyrri rannsóknir .................................................................................................... 19 4.1 Áhrif rapptónlistar á ungmenni ....................................................................... 19 4.2 Áhrif rapptónlistar á áfengis- og tóbaksnotkun ............................................... 20 4.3 Áhrif rapptónlistar á fíkniefnanotkun .............................................................. 22 5 Áhrif fíkniefnanotkunar í rapptónlist á hlustendur ................................................ 24 5.1 Samband rapptónlistar og hlustenda .............................................................. 24 5.2 Ræktunarkenningin ......................................................................................... 25 5.3 Dagskráráhrifin ................................................................................................ 26 5.4 Fjölmiðlaneyslulíkanið ..................................................................................... 28 5.5 Félagsnámskenningin ...................................................................................... 29 6 Niðurstöður .......................................................................................................... 31 7 Lokaorð ................................................................................................................ 33 Heimildaskrá ............................................................................................................. 34 6 1 Inngangur Síðustu áratugi hafa vinsældir rapptónlistarinnar farið sívaxandi og er tónlistin talin vera ein sú vinsælasta í dag, einkum meðal ungmenna (Peteet o.fl., 2020; Diamond, Bermudez, Schensul, 2006). Tónlist spilar stórt hlutverk í lífi margra og getur haft mikil áhrif á félagsmótun einstaklinga. Vinsæl dægurtónlist hefur í gegnum tíðina haft mikil áhrif á ungmenni og er rapptónlistin engin undantekning en sjá má áhrif hennar í t.d. klæðaburði og talsmáta unga fólksins sem endurspeglast af menningu rappsins (Forman og Neal, 2004; Herd, 2005). Þrátt fyrir miklar vinsældir hefur rapptónlistin verið gagnrýnd fyrir að fjalla mikið um fíkniefni og upphefja neyslu þeirra í vinsælum rapplögum en að mati margra er sú upphafning mikið áhyggjuefni (Harakeh og Ter Bogt, 2018). Margir telja að skilaboðin sem tónlistin sendir hlustendum geti ýtt undir misnotkun fíkniefna meðal ungmenna en fíkniefnavandinn er talinn vera eitt stærsta vandamál vestrænna samfélaga í dag og benda tölur til þess að vandinn er sívaxandi (Diamond o.fl., 2006; Helgi Gunnlaugsson og Rannveig Þórisdóttir, 1999; 2013). Síðastliðin ár hefur misnoktun lyfseðilsskyldra lyfja, þá einkum ópíatalyfja, aukist verulega og hefur ástandinu verið líkt við faraldur þar sem notkun lyfjanna hefur farið eins og eldur í sinu og dregið fjöldann allan af ungu fólki til dauða (Tettey, Siddiqui, Llamoca, Nagamine og Ahn, 2020). Lyfseðilsskyld lyf hafa einnig verið vinsælir vímugjafar í menningu rappsins og því vaknar upp sú spurning hvort samband sé á milli fíkniefnanotkunar í rapptónlist og fíkniefnanotkunar meðal almennings (Williams, 2020). Í þessari ritgerð verður samband rapptónlistar og hlustenda skoðað. Tilgangur ritgerðarinnar er fyrst og fremst að kanna þau áhrif sem upphafning fíkniefna í rapptónlist hefur á ungmenni en mikilvægt er að greina þau skilaboð sem dægurmiðlar senda frá sér og áhrif þeirra á samfélagið þar sem dægurmenningin er hluti af lífi flestra (Diamond o.fl., 2006). Í þessari ritgerð verður því leitast við að svara eftirfarandi spurningu: ,,Hefur fíkniefnanotkun í rapptónlist áhrif á fíkniefnanotkun ungmenna?” Til að svara þeirri spurningu verður stuðst við fyrri rannsóknir sem skoða áhrif rapptónlistar á ungmenni, en einnig verða settar fram fjórar kenningar til að skýra þau áhrif sem rapptónlistin kann að hafa á fíkniefnanotkun ungmenna. Þær eru ræktunarkenningin (e. cultivation theory), 7 dagskráráhrifin (e. agenda setting), fjölmiðlaneyslulíkanið (e. media practice model) og félagsnámskenningin (e. social learning theory). 1.1 Uppbygging ritgerðar Uppbygging ritgerðarinnar en þannig háttað að í fyrstu verður hugtakið fíkn skilgreint og leitast verður við að draga fram skýra mynd af umfangi og afleiðingum fíknivandans. Þá verður einnig gerð grein fyrir helstu skýringum á orsökum fíknivandans, en með því að draga fram heildstæða mynd af fíknivandanum er hægt að átta sig betur á sambandi fíkniefna við menningu rappsins og þeim áhrifum sem rappið kann að hafa á fíkniefnaneyslu ungmenna. Í öðru lagi verður farið yfir útbreiðslu og umfang rapptónlistarinnar og samband hennar við notkun fíkniefna. Þá verður sjónum sérstaklega beint að notkun lyfseðilsskyldra lyfja í rapptónlist. Í þriðja lagi verða helstu niðurstöður fyrri rannsókna kynntar, en þar sem skortur er á rannsóknum um áhrif rapptónlistar á fíkniefnanotkun verða niðurstöður rannsókna sem skoða áhrif tónlistarinnar á aðra þætti einnig kynntar. Í fjórða lagi verður samband tónlistar og hlustenda skoðað og verða settar fram fjórar kenningar sem varpa ljósi á þau áhrif sem rappið kann að hafa á ungmenni. Niðurstöður fyrri rannsókna verða hafðar til stuðnings og hliðsjónar. Að lokum verða helstu niðurstöður dregnar saman og ritgerðarspurningu svarað.

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    38 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us