Lokaverkefni Til MA-Prófs Í Almennri Bókmenntafræði Verkfæri Húsbóndans

Lokaverkefni Til MA-Prófs Í Almennri Bókmenntafræði Verkfæri Húsbóndans

Lokaverkefni til MA-prófs í almennri bókmenntafræði Verkfæri húsbóndans Birtingamyndir hins hvíta valdakerfis í sjónvarpsþáttaröðinni Dear White People Sjöfn Hauksdóttir Leiðbeinandi: Alda Björk Valdimarsdóttir Júní 2020 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Verkfæri Húsbóndans Birtingamyndir hins hvíta valdakerfis í sjónvarpsþáttaröðinni Dear White People Ritgerð til M.A.-prófs Sjöfn Hauksdóttir Kt.: 120291-3869 Leiðbeinandi: Alda Björk Valdimarsdóttir Mars 2020 Útdráttur Saga Bandaríkjanna er flókin og margslunginn, en eitt sem gengur í gegnum hana eins og rauður þráður, frá tímum stofnfeðra hennar og til okkar daga eru kynþáttafordómar og samfélagsleg kúgun sem heldur svörtum niðri. Oft gleymist að líta á alla heildina þegar staða svartra í dag er skoðuð, og á þá ótalmörgu þræði kúgunnar sem vefa sér leið inn í flestallt í samfélaginu, frá formlegum stofnunum, til gamalla gilda, til menningar og fegurðardýrkunar sem og fjölskyldugerða. Hið hvíta valdakerfi er samofið net þátta sem stuðlar að kúgun kvenna og jaðarsettra hópa. Hugtakið getur virst yfirgripsmikið en í sjónvarpsþáttaröðinni Dear White People spilar það stórann þátt í framvindunni. Persónur þáttarins eru ungt, svart fólk sem tekst á við lífið innan hins hvíta valdakerfis. Ýmsar aukajaðarsetningar spila inn í sem vert er að skoða, og verður litið til hörundlsitafordóma, póstrasisma og póstfemínisma innan þáttanna. Sjónum verður beint að tveimur aðalpersónum þáttanna, þeim Sam og Coco, og stöðu þeirra sem ungra, svartra kvenna í samfélaginu. Einnig verður litið á aukapersónur þáttanna og hvernig aðrir þættir hins hvíta valdakerfis hafa áhrif á þær. Auk fræðilegrar samantektar og hugtakaskýringa verður litið til bandarískrar menningarsögu, sem spilar stóran þátt í ástandinu eins og það er í dag og hvernig það speglast í þáttunum. Notast verður við eftirlendurfærði, kenningar um staðalmyndir og sjálfsmyndir nýlenduþjóða og minnihlutahópa og litið til samtvinnun mismunabreyta og femínískra fræða. 1 Abstract American history is complex but one aspect of it that is often overlooked is the country‘s history of racism and oppression of people of color. When people look at the state of affairs for black people in modern day America this historical background is often omitted. There are many threads of oppression that weave their way through the fabric of society, from the official government policies to beauty culture, family structure and everyday life. White supremacy is an all-encompassing system with strong historical roots that oppresses marginalized groups, be it people of color, queer people or women. In the television show Dear White People white supremacy is a looming factor in the lived experience of it‘s characters. The show focuses on young black people living their lives within those structures of white supremacy. Different aspects of marginalization play their part, for example colorism, postracism and postfeminism. The focus will be placed on the show‘s two main characters, Sam and Coco, and their lives as young black women in society. The supporting characters will also be explored and how white supremacy affects them for different reasons. We will look at variation of theory, definition of concepts pertaining to the research and take a look at American history and societal factors. We will employ postcolonial theory, theories on stereotypes and identity, intersectionality and feminist theory. 2 Efnisyfirlit 1 Inngangur .................................................................................................................. 5 1.1 Dear White People ............................................................................................ 6 1.2 Fræði ................................................................................................................. 8 2 Uppfinning kynþáttar: Grímur, staðalmyndir og menningarnám ........................... 11 2.1 Hin hvíta gríma ............................................................................................... 14 2.2 Menningarnám: Negrófílía ............................................................................. 17 2.3 Virðingarpólitík .............................................................................................. 20 2.4 Saga Bandaríkjanna í Dear White People: Sam White vekur athygli á vandanum .................................................................................................................... 24 3 Draugur Tómasar frænda: Birtingarmyndir svartra í sjónvarpi .............................. 30 3.1 Svartar konur í sjónvarpi: ............................................................................... 33 4 Femínismi: Meginstraumsfemínismi er hvítur ....................................................... 36 4.1 Svartar konur innan hins hvíta femínisma ...................................................... 39 4.2 Svartur femínismi og samtvinnun mismunabreyta ......................................... 42 4.3 Póstrasismi og póstfemínismi ......................................................................... 45 4.4 „Kynþáttablinda“ og afneitun fordóma .......................................................... 49 5 Hörundslitafordómar og valdakerfi fegurðar: ......................................................... 53 5.1 Coco og Joelle, fórnarlömb hörundslitafordóma ............................................ 59 5.2 Hörundslitafordómar, jaðarsetning og eltingaleikur við ómögulega fegurð .. 64 5.3 Á jaðri kynþáttar: Sam .................................................................................... 66 6 Hvítir og svartir: Að elska kúgara sinn ................................................................... 70 6.1 Hvít tár og hvítir bjargvættir ........................................................................... 74 6.2 Trevor King: Þöggun hins svarta sjónarhorns ................................................ 79 7 Lokaorð ................................................................................................................... 82 Heimildaskrá ................................................................................................................... 85 Netheimildir .................................................................................................................... 91 Myndefni ........................................................................................................................ 95 3 4 1 Inngangur 19 júní 2019 markar 154 ára afmæli þess að öllum þrælum í Bandaríkjum Norður Ameríku var löglega veitt frelsi frá þrældómi1 og var umfangsmikið frumvarp um sanngirnisbætur (e. Reparations) tekið til skoðunar í hæstarétti Bandaríkjanna. Rithöfundurinn Ta-Nehisi Coates var einn þeirra sem talaði um mikilvægi frumvarpsins, bæði til að reyna að bæta stöðu þeirra svörtu Bandaríkjamanna sem eiga ættir sínar að rekja til þræla, sem og til að fá stjórnvöld Bandaríkjanna til að sýna iðrun í verki fyrir aldalangt óréttlæti og kúgun sem þrælahald hafði í för með sér. Þeir sem mæltu gegn sanngirnisbótum, sem eru hugsaðar til að styrkja stöðu afkomenda þræla í Bandaríkjunum, halda því fram að allir sem voru á lífi á tímum þrælahalds séu löngu látnir og því heimskulegt að dvelja við fortíðina, en Coates benti á að þrátt fyrir að þrælahald hafi formlega verið lagt af árið 1865 hafi önnur valdakerfi sem viðhéldu kúgun og undirokun svartra komið í stað þess og sum eru enn til staðar í dag.2 Coates, og þeir sem eru sammála honum, kenna hinu svokallaða hvíta valdakerfi (e. White supremacy) um hinn mikla mun á lífsgæðum og afkomu svartra og hvítra Bandaríkjamanna, en ber að nefna að munur á innkomu heimila svartra og hvítra er um 100.000 USD á ári3 Stórt hlutfall svartra bandaríkjamanna er í fangelsum, fáir svartir eru í valdastöðum og hafa síður aðgang að menntun en hvítir, svartir eiga erfiðara með að færast upp um stétt og lifa í heildina styttra.4 Einnig eru svartar konur þrisvar sinnum líklegri en hvítar til að deyja við barnsburð og svört ungabörn mun líklegri til að deyja í fæðingu en hvít.5 Vinsælt hefur verið að líta markvisst framhjá tölfræðinni um hvernig hallar á svarta Bandaríkjamenn og kenna öðru um en kerfisbundum rasisma. Auk þess hefur um langt skeið verið álitið svo, af stórum hluta hvítra, að rasismi sé einfaldlega ekki lengur vandamál, og ef einhver á erfitt uppdráttar sé það honum sjálfum að kenna en engu ósýnilegu valdakerfi. Kannast femínistar, og konur almennt, sennilega við að svipað sé upp á teningnum þegar kemur að réttindum kvenna. Við sjáum það á tölfræði og lifaðri reynslu að oft hallar á konur sökum kyns þeirra eingöngu og það gerir þeim erfiðara 1 Michael Vorenberg, Final Freedom: The Civil War, the Abolition of Slavery, and the Thirteenth Ammendment, Cambridge University Press, United Kingdom, 2004. 2 Ta-Nehisi Coates, „The Case for Reperations“ í We Were Eight Years in Power, An American Tragedy, 2017. 3 „The Black-White Wealth-Gap is Unchanged After Half a Century“ í The Economist, Washington DC, 2019. 4 Tressie McMillan Cottam, Thick And Other Essays, bls. 16, The New Press, New York, 2019. 5 Tressie McMillan Cottom, Thick And Other Essays, bls. 17, The New Press, New York, 2019. 5 uppdráttar að komast í valdastöður og að öðlast virðingu, auk þess sem konur verða oftar fyrir áreiti í daglegu lífi.6 Á sama hátt er oft mótmælt ef bent er á þennan tölfræðilega halla og því haldið fram að ef einhverjum konum gengur ekki jafn vel og körlum sé það þeim persónulega að kenna. Hið hvíta valdakerfi er ástæða bæði þess hvernig hallar á konur og svarta í nútímasamfélagi. Þrátt

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    98 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us