ÚR RICHARD KREBS LÝSIR ÆVINTÝRALEGU LÍFI ÚR Richard Krebs, sem skrifaði undir dulnefninu Halldór Kiljan Laxness og Benjamín ÁLÖGUM ÁLÖGUM Eiríksson háðu ritdeilu um Úr álögum Jan Valtin, átti ævintýralegt líf sem erindreki 1941. Alþjóðasambands kommúnista í Þýskalandi og Danmörku og njósnari fyrir Gestapo, leynilögreglu nasista. Hann upplýsir um tengsl danskra verkalýðsforingja við Kreml- verja og segir frá mönnum, sem síðar hlutu frama í leynilögreglu Austur-Þýskalands. Richard Krebs njósnaði fyrir Hitler en Hann ljóstrar upp um það, að kommúnista- var í raun flugumaður Stalíns. sellur, sem unnu á skipum Eimskipafélags Íslands, futtu leyniskjöl á milli landa. Krebs skrifaði bókina í samstarf við bandaríska blaðamanninn Isaac Don Levine, en Emil Thoroddsen þýddi á íslensku. Þegar þessi bók kom fyrst út á íslensku 1941, kröfðust íslenskir Blaðamaðurinn Isaac Don Levine kommúnistar þess, að hún yrði bönnuð, og aðstoðaði Richard Krebs við að skrifa bókina. Þýski kommúnistinn Ernst þeir Halldór Kiljan Laxness og Benjamín Wollweber var yfirmaður Richards er Eiríksson háðu harða ritdeilu um hana. hann njósnaði fyrir Komintern. JAN VALTIN „Svo spennandi bók, að menn leggja hana ógjarna frá sér eftir að lestur er byrjaður.” — Jónas Guðmundsson JAN VALTIN ISBN 978-9935-469-91-5 „Bók Valtins er ein af stórkost- Almenna bókafélagið legustu bókum vorra tíma.“ EUROPE www.rnh.is — Benjamín Eiríksson AECR-RNH www.bokafelagid.is OF THE VICTIMS 9 789935 469915 > ÚR ÁLÖGUM Jan Valtin 1 SAFN TIL SÖGU KOMMÚNISMANS Ritstjóri: Hannes H. Gissurarson Meðal útgáfurita Svartbók kommúnismans, Stéphane Courtois og fleiri Konur í einræðisklóm, Margarete Buber-Neumann Guðinn sem brást, Arthur Koestler og fleiri Leyniræðan um Stalín, Níkíta Khrústsjov Konur í þrælakistum Stalíns, Elinor Lipper og Aino Kuusinen Trúin á kommúnisma, Arthur Koestler Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum, Ants Oras Eistland. Smáþjóð undir oki erlends valds, Andres Küng Þjóðbyltingin í Ungverjalandi, Erik Rostbøll Ég kaus frelsið, Víktor Kravtsjenko Þjónusta, þrælkun, flótti Aatami Kuortti Bóndinn, El campesino Valentin Gonzalez Nytsamur sakleysingi Otto Larsen Greinar um kommúnisma Bertrand Russell 2 Jan Valtin ÚR ÁLÖGUM með formála eftir Hannes H. Gissurarson 2. prentun 2016 3 Þetta rit var gefið út á minningardegi fórnarlamba alræðisstefnunnar í Evrópu, nasisma og kommúnisma, 23. ágúst 2015. 2. prentun 2016. Útgáfa bókarinnar er styrkt af: miðstöð íslenskra bókmennta icelandic literature center Útgáfa þessarar bókar er liður í samstarfsverkefni RNH, Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt, og AECR, Alliance of European Conservatives and Reformists, um „Evrópu fórnarlambanna“, Europe of the Victims. Hún er einnig liður í samstarfsverkefni RNH og IDDE, Institute for Direct Democracy in Europe. Hún nýtur stuðnings frá Atlas Foundation. Fyrri hluti bókar Valtins í þýðingu Emils Thoroddsens birtist fyrst hjá Menningar- og fræðslusamtökum alþýðu í Reykjavík 1941. Síðari hlutinn birtist í Reykjavík 1944, og voru útgefendur „Nokkrir félagar“. Endurprentað með leyfi og í samráði við börn Richards Krebs. Formáli © 2015 Hannes H. Gissurarson. Ljósmyndir á kápu eru teknar af Netinu og eru utan höfundarréttar. Hönnun kápu og umbrots: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. Prófarkalestur: Hafsteinn Árnason, Ingvar Smári Birgisson og Kristinn Ingi Jónsson. Nafnaskrá: Matthías Ólafsson. Prentvinnsla: Litlaprent, Reykjavík. Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sam- bærilegan hátt, þar með talið tölvutækt form, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda. ISBN 978-9935-469-91-5 Almenna bókafélagið er hluti af BF-útgáfu ehf. 4 EFNISYFIRLIT Formáli . 7 I. hluti Það var kallað dagrenning Lumpenhund . 13 Sjómannalíf. 23 Ég ryð mér braut . 35 Smygl á vegum Kominterns. 43 „Hefurðu nokkurn tíma drepið mann?“ . 52 Sektarlömb á götuvirkjunum . 63 Rautt flökkulíf . 76 Samsærisbrautin . 87 Ég ræðst á Kyrrahafið . 98 Vegurinn til Lenínsgarðs . 107 Hraðboði til Austurlanda . 117 Frá Shanghai til San Quentin . 126 II. hluti Dans myrkranna Ný vopn . 143 Óskeikulir menn . 154 Firelei. 165 Firelei tekur ákvörðun . 176 Milli hamars og steðja . 189 Ráðstjórnarskipstjóri . 203 Ómáttugir og almáttugir . 217 Mannaveiðararnir. 227 Stalín yfir heimshöfunum. 239 Aðalerindreki á Englandi . 250 5 Hvernig við efndum til uppreisna á sjó . 264 Hakakrossinn varpar skugga . 273 Milliþáttur á Norðurlöndum . 284 III. hluti Nótt hinna löngu hnífa Fyrirboði mikilla tíðinda . 299 Í storminum . 310 Dauðir menn í orlofi . 323 Í löndum rökkursins . 338 Vestan Rínar . 357 „Það er auðvelt að deyja“ . 371 Tekinn höndum . 385 Gestapo yfirheyrir mig . 400 Helvíti . 425 Ég skrifa undir játningu. 445 Af félögunum og böðlinum. 459 Töfrabrögð í mannabúrunum. 471 Barátta mín um Mein Kampf . 492 Einvígi í myrkri. 512 Ég geng í Gestapo . 526 Frelsingi í bandi. 541 Numinn á brott. 555 Flótti . 573 Skýringar . 589 Nafnaskrá . 605 Formáli Jan Valtin er dulnefni. Höfundur þessarar bókar hét Richard Julius Hermann Krebs og fæddist í Þýskalandi 17. desember 1905. Hann gerðist ungur ævintýramaður, sem fór til sjós og flakkaði um heiminn. Hann hreifst af kommúnismanum, sem þá var í uppgangi, gekk í þýska kommúnistaflokkinn 1923 og gerðist erindreki Alþjóða sambands kommúnista, Kominterns, eins og hann lýsir hér. Tók hann meðal annars þátt í því á bak við tjöldin að skipuleggja friðarþing í Amsterdam 1932, sem Hall dór Kiljan Laxness sótti og skrifaði um. Eftir valdatöku Hitlers gerðist Krebs fluguma ður þýsku leynilögreglunnar, Gestapo, en var í raun gagnnjósnari fyrir Kom intern og hafði bækistöð í Kaupmannahöfn. Yfirmaður hans þar var þýski komm únistinn Ernst Wollweber, sem síðar komst til metorða í leynilögreglu Austur-Þýskalands, og Krebs starfaði líka með danska kommúnistanum Richard Jen sen, sem var í forystu dönsku sjómannasamtakanna. Eftir nokkra hríð þótti Krebs sem líf hans væri ekki síður í hættu frá kommúnistum en nasistum, svo að hann flýði frá Evrópu haustið 1938 og laumaðist inn í Bandaríkin. Sagan, sem Krebs setti saman eftir það með bandaríska blaðamanninum Isaac Don Levine, Úr álögum (Out of the Night), varð metsölubók í Bandaríkjunum 1941. Hún var þá um vorið valrit í bóka félaginu Book of the Month Club (og má geta þess, að Aðventa Gunnars Gunn ars sonar var einnig valrit félagsins það ár undir nafninu The Good Shepherd). Kaflar birtust úr bók Krebs í tímaritinu Life og útdráttur úr henni í marshefti tíma ritsins Reader’s Digest 1941. Ýmsir kunnir menntamenn skrifuðu lofsamlega um verkið, þar á meðal Freda Utley og Whittaker Chambers. Samtals seldust meira en milljón eintaka af bókinni næstu tíu ár. Kommúnistar um heim allan skipulögðu að bragði herferðir í blöðum gegn Richard Krebs: Hann væri kunnur lygari og óþokki. Aðrir töldu bók hans stór- merkilega. Alþýðublaðið sagði frá henni í júlí 1941 og gat sér til um, að Íslendingum þættu fróðlegastar þær uppl ýs ingar höfundar, að kommúnistar notuðu skip Eim- skipa félagsins til að senda leyni skjöl sín á milli landa. Morgunblaðið prent aði kafla úr bókinni 22. júlí og hélt því áfram nokkra næstu daga. Þegar Menningar- og fræðslu samband alþýðu, MFA, sem var undir stjórn jafna ðar mannsins Finnboga Rúts Valdimarssonar, auglýsti í ágúst 1941 eftir áskrifendum að Úr álögum, brugð- ust ís lenskir komm únistar (eða sósíal istar, eins og þeir kölluðu sig frá 1938) ókvæða við. Einn kunn asti rithöfundur þeirra, séra Gunnar Benediktsson, skrifaði í Nýtt dag blað, sem sósíalistar gáfu þá út í Reykjavík, að sextán ára fangelsi lægi að ís- lensk um lög um við tilhæfulausum svívirðingum um menn, eins og Krebs væri 7 sekur um. MFA nyti opinberra styrkja. „Sjálfsag ð asta krafan er sú, að þegar í stað taki hið opinbera í taumana, tilkynni, að íslensk lög verði framkvæmd í tilefni af bókinni, um leið og hún kemur út, og opinber styrkur tekinn af félaginu.“ Enn fremur ættu einstök verkalýðsfélög að hætta að greiða til MFA. „En mest er ábyrgðin á félagsmönnum í þessu sambandi. Þeim ber á augabragði að láta úr- sögn unum rigna yfir félagsstjórnina út af þessu hneyksli til að láta hana finna, að fullkomin alvara liggi á bak við þá andúð, sem hún frá upphafi veit, að útgáfa þess- ara glæpabókmennta á að mæta.“ Nýtt land var blað, sem verklýðsleiðtoginn og hagfræðingurinn Héðinn Vald- imars son gaf út um skeið, eftir að hann gekk úr Sósíalistaflokknum vegna þjónk- unar hans við Kremlverja, sérstaklega eftir griðasáttmála Stalíns og Hitlers í ágúst 1939 og árás Stalíns á Finnland í nóvemberlok það ár. Í ágústlok 1941 andmælti þar ungur hagfræðingur, sem stundað hafði nám í Moskvu, Benjamín H. J. Eiríks- son, orðum Gunnars Benediktssonar. Benjamín kvað bók Richards Krebs í senn fróð lega lýsingu á Komintern og gott bókmenntaverk og bætti við huglei ð ingu um hlut skipti hinnar alþjóðlegu komm ún ista hreyfingar: „Reynslan sýnir, að með flokks dýrkunarstefnunni hættir flokkur inn, flokkstækið, flokks einræðis herra efnið eða einræðisherrann smám saman að líta á sig og sinn tilgang frá sjónarmi ði mál- efnisins. Hann fær eigin tilgang: Völdin, eflingu þeirra og varðveislu. Harmsaga Valt ins og óteljandi félaga hans er sú, að um leið og þeir gerðu það, sem þeir álitu stærstu fórn í þágu málefnisins, að yfirfæra absoluta hollustu sína á flokkinn og flokksforystuna, unnu þeir málefni sínu hið mesta ógagn: Þeir eyðilögðu flokkinn sem tæki hinnar sósíalísku baráttu, sem tæki í þjónustu mál efnis ins.“ Eflaust olli þessi áleitna og torleysta togstreita milli markmiðs og tækja rót tækra um bóta manna því, að perúski rithöfundurinn Mario
Details
-
File Typepdf
-
Upload Time-
-
Content LanguagesEnglish
-
Upload UserAnonymous/Not logged-in
-
File Pages626 Page
-
File Size-